Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Einn ágætur bloggvinur minn kom með þá hugmynd að best væri fyrir okkur að taka upp hlutleysið aftur. Þess væri óskandi að það væri hægt og alveg í samræmi við óskir mínar. En því miður er raunveruleikinn annar.
Strax í Napóleon-stríðunum og árið 1809 var landið tekið herskyldi af reyfara og upphlaupsmanni með fámennum hópi manna. Nútímamaðurinn hlær kannski að Jörundi hundadagkonungi en þetta var ekki grín í augum samtímamanna. Svo kom 99 ára Evrópufriður frá 1815 til 1914. Ekkert reyndi á hernargildi Íslands.
Stríðið mikla í fyrri heimsstyjöld hafði gífurleg áhrif á landið og stríðsbröltið barst loks alla leið til hið "afskekkta" Íslands 1940. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.
Við reyndum hlutleysisleiðina þegar við fengum fullvelið 1918 (vorum eftir sem áður óformlega undir verndarvæng Dana) en Bretar höfðu það að engu og völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan herjum Hitlers (Íkarus áætlunin). Báðir stríðsaðilar urðu að reyna að taka landið og kapphlaup var í gangi.
Hugsa sér ef Þjóðverjar hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Sovétmenn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands. Það hefði sorðið að Bretum en það sem verra væri, barist hefði verið á landi á Íslandi, ekki bara hafinu í kring. Mannfall meðal Íslendinga óhjákvæmilegt. Nóg var samt mannfallið á hafinu í kringum Ísland.
Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og rauði herinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945. Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn (eða mætt á fund til að ræða skiptingu Evrópu með samningi), með alla Evrópu að fótum sér. Enginn samningur og engin skipting.
En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Júní 1945 hefði verið of seint fyrir Engilsaxa að fara yfir Ermasundið. Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.
Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum stórveldanna. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum (eða Bretum), ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og reynt að halda GIUK hliðunum opnum.
En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki? Það þýðir að við tökum að okkur eigin varnir með NATÓ sem bakhjarli.
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.12.2022 | 22:43 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Baldur Þórhallson hefur hafið á ný umræðuna um varnarmál Íslands. Almenn umræða um málaflokkinn hefur aldrei verið beisins síðan ég hóf þátttöku í henni fyrir rúmum tuttugu árum.
Baldur er á sömu skoðun og ég að algjör sofandaháttur er gagnvart málaflokknum á Íslandi. Það geysar stríð í túnfæti Evrópu, hætta er á að nýtt stríð hefjist í Kósovó og varnargeta Evrópu í algjöru lágmarki. Evrópuþjóðir eiga ekki einu sinni skotfæri í byssur sínar. Þjóðverjinn segist eiga skotfæri sem duga í tvo daga ef til innrásar Rússa kæmi!
Eyjan Ísland er eitt stórt skotmark í Norður-Atlantshafi og við þurfum ekki að velkjast í vafa um að það verður ráðist á landið ef til stríðs kemur. Allt kalda stríðið voru kjarnorkuvopn beind að landinu og á Keflavíkurflugvöll. Hvernig er þetta núna í dag?
Baldur kemur inn á marga góða punkta sem ég hef sjálfur vakið athygli á í gegnum tíðina. En meginspurningin er, hvers vegna er þetta skeytingarleysi? Baldur telur upp fjögur atriði (tekið af Facebook síðu hans):
Baldur talar um þyrnirósasvefn sem staðið hefur í 100 ár. Íslendingar hafa borið ábyrgð á eigin vörnum síðan 1918. Ábyrgðinni hefur alltaf verið velt yfir á vinaþjóðir allan þennan tíma.
Svo er það praktísk atriði, hvers konar varnir viljum við hafa? Hvar eru áherslurnar? Loftvarnir? Sjóvarnir eða landvarnir? Bandaríkjamenn hafa í raun tekið þessa ákvörðun fyrir okkur en hér eru starfræktar fjórar ratsjárstöðvar. Kafbátaleit er stunduð frá landinu en þetta eru hagsmunir NATÓ, ekki endilega Íslendinga. Hvaða viðbragð höfum við ef lítill hryðjuverkahópur (gæti verið glæpahópur) fer af stað og veldur ursla? Þurfum við ekki sérsveitir til að fást við slíka hópa? Ekki getum við kallað til bandaríska dáta til skikka til í hreinu innanlandsmáli.
Svo er varnarbúnaðurinn. Baldur segir: "Í sjöunda lagi er ekkert fjallað um hvaða viðbúnað best er að hafa hér á landi. Vilja stjórnvöld leggja áherslu á loftrýmisgæslu, kafbátaleit, varnarlið, eldflaugavarnarkerfi eða stýriflaugar svo fátt eitt sé nefnt? Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að móta stefnu hvaða varnarviðbúnað þau vilja helst hafa á landinu og taka í kjölfarið upp samtal við bandalagsríki um hvernig hægt er að koma þeim viðbúnaði fyrir?"
Við Íslendingar erum heppnir að hafa bandamenn sem segjast vera reiðubúnir að koma landinu til aðstoðar á hættutímum. En geta þeir það? Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru skotfæralausir, allar aðrar þjóðir NATÓ eiga við sama vanda að stríða.
Til er máltækið hátt hreykir heimskur sér og getur það á við um Ísland sé herlaust land og Íslendingar séu stoltir af því. Í fyrsta lagi er það heimskulegt að hreykja sig af varnarleysi (grundvallarhlutverk ríkis er að vernda borgara fyrir innri og ytri hættum) og í öðru lagi er Ísland ekki herlaust. Það eru bara aðrir dátar en íslenskir og herir sem verja landið.
Utanríkismál/alþjóðamál | 28.12.2022 | 12:26 (breytt 25.8.2024 kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spenna eykst á milli Serba og albanskra stjórnvalda í Kosovo, í suðausturhluta Evrópu, í tengslum við deilur um númeraplötur bíla.
Óttast er að ofbeldi á milli Serba og Albana geti blossað upp aftur, 23 árum eftir Kosovo-stríðið. Hér koma nokkrar staðreyndir áður en pælt er í stöðunni:
Hvar er Kósovó og hverjir búa þar?
Kosovo er lítið landlukt land á Balkanskaga og á landamæri að Albaníu, Norður Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu.
Margir Serbar telja landsvæðið fæðingarstað þjóðar sinnar.
En af þeim 1,8 milljónum sem búa í Kósovó eru 92% Albanir og aðeins 6% Serbar. Restin eru Bosníakar, Góranar, Tyrkir og Rómafólk (sígunar er gamla heitið).
Hvernig fékk Kosóvó sjálfstæði?
Eftir upplausn Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar leitaði Kósovó - hérað í fyrrnefnda landinu - eftir eigin sjálfstjórn og sjálfstæði.
Serbía brást við með aðgerðum gegn albönskum þjóðernissinna sem óskuðu eftir sjálfstæði. Þessu lauk árið 1999, með sprengjuherferð NATO gegn Serbíu, milli mars og júní en ráðist var á innviði Serbíu.
Serbneskar hersveitir drógu sig frá Kósovó - en fyrir marga Kosóvó-Albana og Kosóvó-Serba hefur deilan aldrei verið leyst.
Kósovó-herinn undir forystu NATO (KFor) hefur enn aðsetur í Kósovó, með núverandi styrkleika upp á 3.762 manns.
Árið 2008 lýsti Kósovó einhliða yfir sjálfstæði
Alls viðurkenna nú 99 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Kósovó, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og 22 af 27 ESB-ríkjum.
En Rússland og Kína, sem gera það ekki, hafa hindrað aðild Kósovó að SÞ. Og Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur heitið því að Serbía myndi aldrei viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt land.
Hvorki Kósovó né Serbía eru í ESB en Serbía hefur verið umsóknarríki ESB síðan 2012. Kosovo gaf til kynna að það myndi vilja sækja um aðildi fyrir árslok 2022.
Deilur um bílnúmeraplötur
Samskipti milli minnihlutahóps Serba og stjórnar Kosóvó hafa verið stirð allar götur síðan. Stjórnvöld í Kósovó vildu láta þá sem eru í meirihluta þjóðernissvæða Serba skipta út serbneskum bílnúmerum sínum fyrir númeraplötur frá Kósovó.
Um 50.000 manns á þessum slóðum neituðu að nota Kósovó númeraplötur þar sem þeir viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó.
Á sumrin lokuðu þjóðernis-Serbar í norðurhluta Kósovó, sem liggur að Serbíu, vegi og sumir karlmenn skutu skotum í mótmælaskyni. Afleiðingin var að stjórnvöld í Kósovó frestuðu innleiðingu nýju reglnanna. ESB hafði milligöngu um samkomulag milli tveggja aðila, sem draga á úr spennunni.
Samkvæmt samningnum mun Kósovó falla frá áætlun sinni um að sekta handhafa serbneskra númeraplötur og Serbía mun hætta að gefa út skráningar með upphafsstöfum bæja í Kósovó.
Frekari óeirðir urðu hins vegar vegna handtöku fyrrverandi serbneskra lögreglumanns 10. desember í norðurhluta Kósovó. Lögreglan á staðnum skiptist á skotum við óþekkta hópa. Þetta er staðan í dag. Rússar eru gamalgrónir bandamenn Serba og þeir síðarnefndu hafa neitað að setja viðskiptaþvinganir á Rússland í kjölfar innrásar þess í Úkranínu. Rússland gæti blandast í deilurnar og jafnvel tekið þátt í stríði ef það brýst út.
Óábyrgur stuðningur Íslands við sjálfstæði héraðsins Kosóvó?
Það kemur ekki á óvart að taglnýtingar á Alþingi Íslands hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Íslendingar hafa ekki stundað sjálfstæða utanríkisstefnu síðan í þorskastríðunum enda varðaði það beint hagsmuni Íslands og þegar Eistrasaltsríkin sóttu eftir sjálfstæði (að frumkvæði eins manns, Jóns Baldvins Hannibalssonar).
Annars hafa íslenskir stjórnmálamenn fylgt í blindni fordæmi annarra Vestur-Evrópuríkja í öllum meginmálum og jafnvel þegar það er gegn hagsmunum Íslands eins og frægt var í Icesave málinu en snillingarnir á Alþingi ætluðu á sínum tíma að viðurkenna ítröstu kröfur Breta (alltaf eru þeir að níðast á smáþjóðinni Ísland) og annarra þjóða. Beittu meira segja hryðjuverkalög gegn Íslandi. Íslenska þjóðin þurfti að rísa á afturfæturnar og fá forseta Íslands í lið með sér til að stöðva þann ófögnuð.
Af hverju gæti stuðningur Alþingis við kröfum Kósovómanna verið óábyrgur? Jú, eins og ég hef komið inn á hér á blogginu, eru landamæri Evrópuríkja eins og bútasaumur, með síbreytilegum landamærum. Landabréfakort duga ekki lengur en í mesta lagi 50 ár. Margar Evrópuþjóðir eru óánægðar með sín landamæri og jafnvel innan ríkjanna, vilja mörg héruð fá sjálfstæði. Dæmi, Baskahéraðið, Katalónía, Belgía er tvískipt de factó, Írland er skipt í tvennt o.s.frv.
Það er búið að opna box Pandóru með stríðinu í Úkranínu og enginn veit hvað kemur upp úr því. Íslendingar ættu að stíga varðlega til jarðar, sérstaklega þegar þeir vita ekki hvað það er að eiga landamæri við önnur ríki. Myndum við sætta okkur við að Vestmannaeyjar yrðu ekki lengur hluti af Íslandi? Ekki langsótt, því að Danakonungur leit lengi vel á eyjarnar sem persónulega eign og talaði um Ísland og Vestmannaeyjar eins og tvær aðskyldar eyjar.
"Rétt eftir 1400 komust Vestmannaeyjar í einkaeign Noregskonungs og síðar Danakonungs þegar Noregur fór undir Danmörku. Í skýrslu Hannesar Pálmasonar hirðstjóra frá árinu 1425 segir meðal annars: Við Ísland liggur eyja nokkur nefnd Vestmannaey. Hún lýtur með sérlegum rétti beint undir Noregskonung, svo að hann er þar algjörlega alráður. Eyjarnar voru sérstakt lén og ríktu þar jafnvel önnur lög en á Íslandi. Vestmannaeyjar voru í konungseign út allar miðaldir til ársins 1874 og voru þær alla tíð stærsta tekjulind krúnunnar," segir á vef Heimaslóðar.
Ég held að Íslendingar ættu að minnsta kosti að sitja hjá í erfiðum landamæradeilum Evrópuríkja, við höfum engar forsendur né skilning á þessu deilum. Hættum að vera taglnýtingar annarra þjóða og stundum sjálfstæða utanríkisstefnu, eða erum við ekki sjálfstæð þjóð?
Utanríkismál/alþjóðamál | 22.12.2022 | 13:49 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru ef til vill ekki margir sem vita hvað orðið Úkraína þýðir. Bein þýðing þýðir nafni Landamæraríki.
Ef litið er á landabréfakortið þá útskýrir nafnið sig sjálft. Það eru þrjár leiðir inn í Evasíusvæði Rússlands. Fyrst komu innrásirnar frá Asíu, frá Mongólum og öðrum hirðingjum, en svo lokaði Ívar grimmi þær leiðir með landavinningum (síðar Pétur mikli og Katrín mikla). Í Kákasus var t.a.m. settar upp herstöðvar. Síðan hafa innrásaleiðirnar komið úr vestri, í gegnum hliðið vð Póland og svo í gegnum Úkraínu. Þarf ég að minnast á Karl XII, Napóleon og Hitler?
Ég held alltaf að árásaaðili sé að gera annað hvort af tvennu með því að hefja stríð:
1. Að benda á, eins og; við séum öflug ríki, eða ekkert skref lengra (eins og mér finnst þetta stríð vera; ekki frekari útrás fyrir NATO í austur). Úkranía þýðir síðan þessi landamæri. Pútín hefur sagt sitt og ég held að það sé kominn tími á viðræður.
2. Ef stríðið var hins vegar hafið til að ná land eða auðlindum, og byggt á pattstöðu á vígvöllunum, þá erum við að sjá nokkur ár fleiri af bardögum. Með átökum, skotgrafastríði og skelfingu fyrir íbúa.
Ég hef alltaf trúað að Pútín er/væri að senda skilaboð til Vesturlanda. Við skulum vona að ég hafi rétt fyrir mér og þá leysist málið við samningaborðið kannski á næsta ári. Ég held í augnablikinu að Pútín er að reyna á einbeitni og þol Úkraínubúa og ríkisstjórnar, hvort þeir þoli kaldan og dimman vetur án rafmagns. Að hann er að reyna ná betri samningastöðu. Svo er það úthaldið. Hver blikkar augun fyrst.
Utanríkismál/alþjóðamál | 10.12.2022 | 12:28 (breytt kl. 13:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta ræða Winstons Churchills í neðri deild breska þingsins sem nýr forsætisráðherra Bretlands fór vel af stað. Móttökur hans á þingið voru frekar lúnar, á meðan fráfarandi forsætisráðherra Neville Chamberlain var fagnað ákaft (heimurinn vissi ekki enn hversu hörmulegar friðþægingarstefna hans myndi reynast og treysti ekki Churchill). En fyrsta ræða Churchills, sú fyrsta af þremur öflugum ræðum sem hann flutti vegna orrustunnar um Frakkland, sönnuðu að England væri meira en í færum höndum. Hitler sem virtist óstöðvandi fór hratt fram um Evrópu og Churchill sóaði engum tíma í að kalla fólk sitt til vopna. Þrátt fyrir að TR hafi í raun verið fyrstur til að segja setninguna, "blóð, sviti og tár," var það notkun Churchill á þessum orðum sem myndi skilja eftir ótvíræð og hvetjandi áhrif á hug umheimsins.
Blood, Sweat, and Tears eftir Winston Churchill
- maí, 1940
Herra þingforseti,
Síðasta föstudagskvöld fékk ég umboð hans hátignar til að mynda nýja stjórn. Það var augljós ósk og vilji þings og þjóðar að þetta yrði hugsað á sem breiðustum grunni og að það næði til allra flokka, bæði þeirra sem studdu hina látnu ríkisstjórn og einnig flokka stjórnarandstöðunnar.
Ég hef lokið mikilvægasta hluta þessa verkefnis. Stríðsstjórn hefur verið mynduð með fimm þingmönnum, sem eru fulltrúar, ásamt frjálslyndu stjórnarandstöðunni, fyrir einingu þjóðarinnar. Flokksleiðtogarnir þrír hafa samþykkt að gegna embætti, annað hvort í stríðsráðinu eða í háttsettu framkvæmdastjórninni. Búið er að ráða í hereiningarnar þrjár. Nauðsynlegt var að þetta yrði gert á einum degi, vegna þess hversu brýnir og strangir atburðir voru. Ráðið var í fjölda annarra lykilstarfa í gær og ég legg frekari lista fyrir hans hátign í kvöld. Ég vonast til að ljúka skipun helstu ráðherranna á morgun. Skipun hinna ráðherranna tekur yfirleitt aðeins lengri tíma, en ég treysti því að þegar þing kemur saman að nýju verði þessum hluta verkefnis míns lokið og að stjórnsýslan verði fullgerð í alla staði.
Herra, ég taldi almannahagsmuni að leggja til að þingið yrði boðað til fundar í dag. Herra þingforseti féllst á það og tók nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við það vald sem honum var falið í ályktun þingsins. Að loknum afgreiðslu málsins í dag verður lögð til þingfrestun til þriðjudagsins 21. maí, með því að sjálfsögðu gert ráð fyrir fyrri fundi ef á þarf að halda. Viðskiptin sem á að taka til athugunar í þeirri viku verða tilkynnt meðlimum við fyrsta tækifæri. Ég býð nú þinginu, með ályktuninni sem stendur í mínu nafni, að skrá samþykki sitt á þeim skrefum sem gripið hefur verið til og lýsa yfir trausti sínu á nýju ríkisstjórninni.
Herra, að mynda stjórn af þessari stærðargráðu og flókna er alvarlegt verkefni í sjálfu sér, en það verður að hafa í huga að við erum á frumstigi einnar mestu bardaga sögunnar, að við erum í verkefnum á mörgum stöðum í Noregi og í Hollandi, að við verðum að vera viðbúin fyrir Miðjarðarhafinu, að loftbardaginn sé samfelldur og að mikill undirbúningur þurfi að fara fram hér heima. Í þessari kreppu vona ég að það afsakist ef ég ávarpa ekki þingið í langan tíma í dag. Ég vona að einhver af vinum mínum og samstarfsmönnum, eða fyrrverandi samstarfsmönnum, sem verða fyrir áhrifum af pólitískri endurreisn, geri allt ráð fyrir skort á athöfn sem nauðsynlegt hefur verið að bregðast við. Ég myndi segja við þinghúsið, eins og ég sagði við þá sem hafa gengið til liðs við þessa ríkisstjórn: Ég hef ekkert fram að færa nema blóð, strit, tár og svita.
Fyrir okkur liggur þrautagangur af hræðilegasta tagi. Við höfum fyrir okkur marga, marga langa mánuði af baráttu og þjáningu. Þið spyrjið, hver er stefna okkar? Ég segi: Það er að heyja stríð, á sjó, á landi og í lofti, af öllum mætti og með öllum þeim styrk sem Guð getur gefið okkur; að heyja stríð gegn ægilegri harðstjórn, sem aldrei hefur farið fram úr í myrkri og grátbroslegu skránni um mannlega glæpi. Það er stefna okkar. Þið spyrjið, hvert er markmið okkar? Ég get svarað í einu orði: sigur. Sigur hvað sem það kostar, sigur þrátt fyrir alla skelfingu, sigur, hversu löng og erfið leiðin er; því án sigurs lifir ekkert af. Látum það verða að veruleika; engin afkoma breska heimsveldisins, engin afkoma fyrir allt það sem breska heimsveldið hefur staðið fyrir, engin upplifun fyrir hvöt og hvatningu aldanna, að mannkynið muni halda áfram að markmiði sínu.
En ég tek að mér verkefnið af yfirvegun og von. Ég er viss um að málstaður okkar verði ekki fyrir því að misheppnast meðal manna. Á þessum tíma finnst mér ég eiga rétt á að krefjast aðstoðar allra og ég segi: Komið þá, við skulum halda áfram með sameinuðum krafti okkar.
Utanríkismál/alþjóðamál | 8.12.2022 | 16:29 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Rússland hóf átök í Úkraníu 2014 í svo kölluðu staðgengilsstríði í Donbass héruðum, ákváðu NATÓ-ríkin sameiginlega að hvert aðildarríki auki framlög sín til varnarmála sem samsvarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu.
Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum samkvæmt fréttum.
Í frétt Kjarnans 2019 af málinu segir að 2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019 eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum. Gerir það ekki 0,039% af 56 milljörðum sem eru 2% af vergri þjóðarframleiðslu það árið? Verg þjóðarframleiðsla fyrir árið 2019 var 2.965.617 milljónir. Þannig að framlög Íslands til varnarmála það árið var 0,00074% !!!
Svo segir "Framlög Íslands til varnarmála árið 2019 eru 2.185 milljónir króna miðað við 1.592 milljónir króna árið 2017." Er þetta ekki dropi í hafi?
Aftur til meginlands Evrópu. Enn drógu Evrópuþjóðirnar lappirnar og héldu flestar þjóðarnar sig við 1% markið. Til valda komst hinn óútreiknalegi Donald Trump í Bandaríkjunum. Í heimsókn sinni til Evrópu, þar sem hann hitti framkvæmdarstjóra NATÓ meðal annars, húðskammaði hann Evrópuþjóðirnar fyrir slóðaskap. Frú Evrópa sármóðgaðist og vönduðu evrópskir fjölmiðlar honum ekki kveðjurnar. En svo kom í ljós að karlinn hafði rétt fyrir sér í þessum efnum eins og mörgum öðrum, Evrópa var í raun varnarlaus og ekki tilbúin í alvöru Evrópustríð er Úkraníustríðið hófst í marsmánuði.
Þetta hafa leiðtogar NATÓ eflaust viðurkennt í hljóði og rætt málið sín á milli án þess að mikið beri á. Svo kom litla barnið og benti á að keisarinn væri nakinn en Sanna Marin, forsætisráðherra Finna, sagði í gær að Evrópa væri ekki nógu öflug til að geta mætt innrás Rússa í Úkraínu og að álfan hefði þurft að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna. Þetta kemur fram hjá mbl.is - sjá slóð: Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna
Þar segir: "Árið 2020 fór u.þ.b. 3,7% landsframleiðslu Bandaríkjanna til varnarmála, en á sama tíma voru framlög Evrópulandanna í NATO og Kanada í málaflokkinn að jafnaði 1,77% af landsframleiðslu." Hver eru framlög Íslands til varnarmála fyrir árið 2022? Einhver sem hefur töluna á reiðum höndum?
En snúum okkur að heildarstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum landsins: Á vef Stjórnarráðs Íslands segir: "Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er það leiðarljós sem starfað er eftir í varnar- og öryggismálum. Þar kemur fram að grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hafi burði né vilja til að ráða yfir her og tryggi öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana."
Hafi ekki ,,burði né vilja til að ráða yfir her"? Það er alveg ljós að það er enginn vilji meðal íslenskra ráðamanna til að koma upp íslenskum her og áfram eigi að reiða sig á Evrópu sem hækju og Evrópa reiðir sig á Bandaríkin sem hækju...það ganga allar Evrópuþjóðirnar með hækjur!
En ég er ekki sammála því að hér sé ekki hægt að koma upp íslenskan her eða varnarsveitir. Í grein minni hér á undan um Agnar Kofoed Hanssen minntist ég á að bandarískir hershöfðingjar höfðu áhuga á að Íslendingar kæmi sér upp varnarsveitir og leituðu þeir til Agnars en hann naut gríðarlegra virðinga hjá þeim.
Fyrir þá sem lásu ekki grein mína um Agnar, segir eftirfarandi um þessar umleitanir: "Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess. Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi."
Það er því pólitískt viljaleysi eða hræðsla við að ríða á vaðið sem veldur því að íslenskir ráðamenn forðast að ræða um stofnun íslensks hers eins og heita kartöflu. Allir hræddir við kúgun háværs minnihluta vinstri afla á Íslandi sem ráðast á allar slíkar hugmyndir með stuðningi vinstri sinnaðra fjölmiðla með ofstopa.
En varnarmál eru ekki mál hægri manna, heldur allra Íslendinga. Vinstri sinnaðir flokkar eins og Viðreisn og Samfylkingin hafa verið beggja vegna borðs í þessum málum. Nú vantar bara leiðtoga á Alþingi Íslendinga.
Hinc censeo Islandiam proprium exercitum constituere.
Utanríkismál/alþjóðamál | 3.12.2022 | 10:57 (breytt 5.1.2023 kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríkin eru talin vera innflytjendaland. Fólk hvaðan æva úr heiminum leitar þangað og sækir um ríkisborgararétt. Milljónir manna fá landvist og ríkisborgarrétt í landinu árlega á löglegan hátt. En svo koma aðrir bakdyra megin ólöglega og þeir eru komnir upp í 20 milljónir eða svo að talið er. Jafnvel þetta fólk nýtur ákveðinna réttinda, þótt það hafi brotið lög við innkomu í landið, þökk sé stefnu Demókrata.
En Bandaríkjamenn hafa aðra stefnu en Íslendingar við móttöku erlendra ríkisborgara um íslenskan ríkisborgararétt. A.m.k. tveggja alda hefð er fyrir móttöku þeirra og ákveðin lög og ferill er við móttöku umsókna um bandarískan ríkisborgararétt. Á Íslandi er þetta geðþóttaákvörðun Alþingismanna hverjir fá ríkisborgararétt, manna sem hafa ekkert vit né þekkingu á þessum málaflokki.
Skilgreining á ríkisborgararétti Bandaríkjanna og skilyrði fyrir veitingu hans
Ríkisborgararétturinn í Bandaríkjunum er lagaleg staða sem felur í sér Bandaríkjamenn hafi sérstök réttindi, skyldur, vernd og fríðindi í Bandaríkjunum. Hann þjónar sem grundvöllur grundvallarréttinda sem leidd eru af og vernduð af stjórnarskrá og lögum Bandaríkjanna, svo sem tjáningarfrelsi, réttláta málsmeðferð, kosningarétt (þó hafa ekki allir borgarar kosningarétt í öllum sambandskosningum td þeir sem búa í Púertó Ríkó), búa og starfa í Bandaríkjunum og fá alríkisaðstoð.
Það eru tvær aðaluppsprettur bandarísk ríkisborgararéttar:
- frumburðarréttarborgararétt, þar sem talið er að einstaklingar sem fæddir eru innan landamæra Bandaríkjanna séu ríkisborgarar, eða - að því tilskildu að ákveðnum öðrum skilyrðum sé fullnægt - fæddir erlendis af foreldri með bandarískum ríkisborgararétti,
- og ríkisborgararétt, ferli þar sem gjaldgengur löglegur innflytjandi sækir um ríkisborgararétt og er samþykktur. Fyrsta af þessum tveimur leiðum til ríkisborgararéttar er tilgreint í ríkisborgararéttarákvæðinu í fjórtándu breytingu stjórnarskrárinnar sem hljóðar:
Allir einstaklingar sem fæddir eru eða hafa fengið réttindi í Bandaríkjunum, og lúta lögsögu þeirra, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og ríkisins þar sem þeir eru búsettir.
Annað er kveðið á um í bandarískum lögum. Í 1. grein stjórnarskrárinnar er vald til að koma á "samræmdri reglu um náttúruvæðingu" er beinlínis veitt af Bandaríkjaþingi.
Eftirfarandi texti eru leiðbeiningar bandarískra stjórnvalda til umsækjenda um bandarískan ríkisborgararétt í lauslegri þýðingu minni sjá slóðina: How to Apply for U.S. Citizenship | USAGov
Bandarískur ríkisborgararéttur með náttúruvæðingu
Að verða ríkisborgari í gegnum náttúruvæðingu er ferli þar sem ríkisborgari sem ekki er í Bandaríkjunum gerist sjálfviljugur bandarískur ríkisborgari.
Bandarískir ríkisborgarar:
Lýsa yfir hollustu sína við Bandaríkin
Eiga rétt á vernd þess
Eiga að nýta réttindi sín og skyldur sem borgarar
Til að verða bandarískur ríkisborgari verður þú að:
- Hafa haft kort með fasta búsetu (grænt kort) í að minnsta kosti fimm ár, eða í að minnsta kosti þrjú ár ef þú ert að skrá þig sem maki bandarísks ríkisborgara.
- Þú verður að endurnýja fasta búsetukortið þitt áður en þú sækir um ríkisborgararétt ef: Kortið þitt mun renna út innan sex mánaða frá því að þú sóttir um, eða Kortið þitt er þegar útrunnið.
- Þú getur sótt um ,,náttúruleyfi áður en þú færð nýja græna kortið þitt. En þú þarft að leggja fram ljósrit af kvittuninni fyrir eyðublaðið þitt I-90, umsókn um að skipta um varanlegt búsetukort, þegar þú færð það.
- Uppfylla ákveðin hæfisskilyrði. Til að sjá hvort þú ert gjaldgengur skaltu smella á hlekkinn sem líkist mest aðstæðum þínum. Sumar kröfur geta falið í sér að vera: 1) Að minnsta kosti 18 ára þegar þú sækir um, 2) Geta lesið, skrifað og talað grunn ensku
- Hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter).
- Farðu í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfi þitt til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið þitt á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.
Til samanburðar, þá þarf norrænn umsækjandi um íslenskan ríkisborgararétt að hafa náð 18 ára aldri, hafa átt lögheimili hér á landi síðustu þrjú árin og hafa ekki á því tímabili verið dæmdur í fangelsi, til að sæta öryggisvist eða hælisvist samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.
Ef norrænn ríkisborgari uppfyllir ekki skilyrðin hér að ofan, getur hann lagt inn almenna umsókn um íslenskan ríkisborgararétt og þarf hann þá að hafa verið búsettur hér á landi í fjögur ár. En fyrir erlendan ríkisborgara þá eru skilyrðin ekki mikil, hann getur sótt um íslenskt ríkisfang:
- þegar hann hefur haft lögheimili og samfellda búsetu á Íslandi í sjö ár.
- Umsækjandi þarf að hafi fengið útgefið ótímabundið dvalarleyfi (áður búsetuleyfi) eða vera undanþeginn skyldunni til að hafa dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.
- Umsækjandi þarf að sanna með fullnægjandi hætti hver hann er með því að leggja fram afrit af vegabréfi.
- Umsækjandi þarf að hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum sem settar eru fram í reglugerð um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt.
Eins og sjá má eru gerð sömu skilyrði í báðum löndum hvað varðar lið a.-d með ákveðnum undanþágum.
En hér kemur munurinn í lið. e. -f: Í Bandaríkjunum þarf viðkomandi að hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter) hvað svo sem það þýðir - og farið í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfni viðkomandi til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.
Hér kemur ekki fram að við veitingu borgararéttarins, þarf umsækjandinn að sverja hollustu við bandaríska ríkið eftir að hafa staðist ríkisborgarapróf. Er nokkuð slíkt til að dreifa á Íslandi? Hvort kerfið er betra?
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.11.2022 | 16:12 (breytt kl. 16:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færeyingar eru séðir er þeir endurnýjuðu fiskveiðisamning við Rússland. Þetta örríki er álíka fjölmennt og Ísland á 19. öld þegar við voru að stíga okkar fyrstu skref til sjálfstæðis.
Færeyska þjóðfélagið er vel rekið samfélag. Það eru t.d. 5 jarðgöng í smíðum þessa daganna, geri Íslendingar betur. Ein meiri segja neðanjarðar í Þórshöfn. Fótboltavellirnir eru betri en á Íslandi, þótt þeir eigi ekki fótboltahús en eitt er í bígerð. Þjóðarleikvangur þeirra er öfundsverður.
En snillin er að að átta sig á að þeir eru örríki sem hefur engin áhrif, sem passar sig á að halda kjafti og blanda sér ekki í slag stóru strákanna. Þetta hafa Íslendingar ekki fattað og haldið að þeir skipti máli í stórveldispólitíkinni og blanda sér í hana án þess að vera spurðir. En svo gerðu þeir það og lýstu sig þátttakendur í stríði gegn Írak og Lýbíu. Bæði arfavitlausar stríðsaðgerðir og koma hagmunum Íslendinga ekkert við. Íslendingar lýstu til að mynda ekki stríði gegn þýskaland í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem var snjallt. Þeir vildu ekki byrja lýðveldistíð sína á stríðsyfirlýsingu.
Annað dæmi er fiskveiðistríð Íslendinga gegn Rússlandi vegna Úkraníustríðsins sem hefur bara skaðað hagsmuni Íslendinga, ekki Rússa. Hvaða heilvita maður heldur að örríkið Ísland geti beitt stórveldi efnahagsþvingunum? Nú, ef þetta á hins vegar að vera táknrænar aðgerðir, þá verða Íslendingar að hafa efni á því og hugsa samtímis um hagsmuni sína, bæði nú og fram í tímann.
Eiga Íslendingar þá bara að þegja þegar gerð er innrás inn í annað Evrópuríki? Nei, diplómatsían á að virkja, senda mótmæli til Kremlar, taka málið upp á þingi Sameinuðu þjóðanna (þau gagnlausu samtök sem hafa ekki stöðvað eitt einasta stríð frá stofnun) og gerast milligöngumenn, bera klæði á vopnin, þar er styrkleiki Íslands.
Íslendingar stunda enga sjálfstæða utanríkisstefnu heldur eru þeir taglnýtingar stórþjóðanna. Af hverju? Jú, við eigum enga stjórnmálaskörunga sem standa í lappirnar. Sá síðasti sem við áttu er hinn umdeildi Jón Baldvin Hannibalsson sem tók afstöðu með Eystrasaltríkjunum í upplausn Sovétríkjanna. Bendið mér á leiðtoga á Alþingi í dag? Mér dettur kannski í hug Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann örflokksins Miðflokk, en hann virðist þora að taka skarið í erfiðum þjóðfélagsmálum og er virkur í stjórnarandstöðunni.
Þetta er tekið af netinu: "Eftir fall bankanna tók Sigmundur þátt í stofnun samtakanna In Defence of Iceland sem almennt gengu undir nafninu InDefence og kom fram fyrir hönd samtakanna. Samtökin sem voru óformleg grasrótarsamtök fólks sem átti það helst sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi og börðust gegn því að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalöggjöf landsins gegn Íslendingum vegna bankahrunsins. Í því skyni stóðu samtökin fyrir áróðri á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, innlendum sem erlendum og stóðu fyrir stærstu undirskriftasöfnun sem fram hafði farið á Íslandi. Afhenti Sigmundur ásamt öðrum félögum í samtökunum 83.000 undirskriftir fulltrúa breska þingsins. Ásamt InDefence-hópnum og fleirum, barðist Sigmundur Davíð gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir," og má hann hafa þakkir fyrir að hafa sparað íslenska samfélagið milljarða króna í ósanngjörnum kröfum Breta og annarra "bandalagsþjóða" í því máli.
Inga Sæland virðist vera skörungur á afmörkuðu sviði sem eru málefni aldraða og öryrkja en annars sker hún sig ekki úr sem leiðtogi.
Katrín Jakobsdóttir stendur ekki með sjálfum sér né stefnu flokksins, sem sést best á viljugri þátttöku VG í störfum NATÓ. Hún lét plata sig í að vera forsætisráðherra sem hefur lítil völd samanborið við fjármálaráðherra.
Þorgerðu Katrín berst við vindmyllur og heldur að innganga í ESB sé enn á dagskrá. Óskiljanlegt að flokkurinn skuli enn vera til.
Logi Einarsson fyrrum formaður Samfylkingarinnar var gjörsamlega út úr kú með sínum málflutningi og gerði flokkinn nánast að örflokki. Veit ekkert um Kristrúnu Frostadóttir.
Bjarni Benediktsson virðist vera hugsjónarlaus búrókrati sem passar upp á völdin fyrir hagsmuni Sjálfstæðisflokksins en engir leiðtoga hæfileikar hafa komið ljós, hingað til a.m.k.
Hafa Píratar leiðtoga? Þeir hafa stimplað sig rækilega sem vinstri flokkur og virðast vera út og suður í mörgum málum.
Framsóknarflokkurinn er bara þarna eins og gömul mubbla á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar eins og búrikrati á mann, líkt og Bjarni Benediktsson, hugmyndasnauður.
Það er ekki nema von að stefna Íslands er reiðulaust í heiminum þegar engir leiðtogar eru til á landinu bara stjórnendur.
Utanríkismál/alþjóðamál | 27.11.2022 | 13:09 (breytt 28.11.2022 kl. 09:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Trump hélt blaðamannafund um daginn og boðaði forsetaframboð sitt. Hann var mjög viðriðinn miðkjörtímabils kosningunum, studdi yfir 200 frambjóðendur. Það var næsta víst að ekki allir næðu kosningum, því sumir þeirra buðu sig fram í kjördæmum sem eru vígi Demókrata. Langflestir frambjóðenda náðu kjöri en þeir sem náðu ekki kjöri og Trump studdi urðu áberandi eftir kosningar og andstæðingar hans hlökkuðu yfir því, bæði innan Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.
Sumir vildu kenna honum um meintan ósigur en aðrir benda á að þrátt fyrir að engin rauð bylgja hafi átt sér stað, þá náðu Repúblikanar meirihlutanum í fulltrúadeildinni. En hins vegar náðu þeir ekki meirihluta í öldungadeildinni og mega þakka fyrir ef þeir ná að halda öllum 50 sætunum sem þeir höfðu. Þar má ef til vill um að kenna Mitch McConnel, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem hafði gefist upp tveimur mánuðum fyrir kosninga og lýst yfir tapi, fyrirfram.
Ný stjarna fæddist í kosningunum, ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis sem náði glæstum kosningasigri ásamt Marco Rubio í öldungadeild Bandaríkjaþings sem fulltrúi Flórída.
Hins vegar er enginn skýr leiðtogi allra Repúblikana annar en Donald Trump. Það á eftir að koma í ljós hvort DeSantis er bara vinsæll í Flórída eða hann nær hylli um öll Bandaríkin ef hann fer fram.
Hins vegar er ljóst að grasrótin, alveg sama hversu menn hata Trump hér á Íslandi og skilja ekkert í vinsældum hans í Bandaríkjunum, er ákaft fylgjandi honum og hún er stærri en nokkrum sinni. En Trump hefur náð til "Blue collar"/"rednecks" fólksins í miðríkjum Bandaríkjanna í stórum stíl sem var hætt að kjósa en einnig til latínu fólkins og jafnvel til svertingja.
Menn gleyma að Repúblikanaflokkurinn var eins og Sjálfstæðisflokkurinn álitinn flokkur ríka fólksins og hvíts fólks með dvínandi fylgi en nú er hann orðinn fjöldaflokkur, með allt litrófið innanborð og frambjóðendur flokksins endurspegla breytingarnar enda af fjölbreyttum uppruna. Hann var með öðrum orðum sífellt minnkandi flokkur og menn spáðu að hann myndi hverfa með tímum með fjölgun innan minnihlutahópanna. En nú eru minnihlutahóparnir farnir að kjósa Repúblikanaflokkinn, þökk sé lýðhylli Trumps.
Fólk kýs forseta Bandaríkjanna í beinum kosningum, líkt og á Íslandi. Það skiptir því engu máli hvað Repúblikanaflokkurinn segir um Trump (mikil andstaða var gegnum honum strax í upphafi), fólkið velur sinn forseta, sama hvað stjórnmálaelítan segir. Þetta hafa íslenskir stjórnmálaflokkar lært af bituri reynslu þegar þeir hafa reynt að ota sínum hottintotta í embætti forseta Íslands.
En það eru tvö ár í næstu forsetakosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Nýir frambjóðendur ef til vill birtast. Menn munu því halda áfram að bölsótast í kalllinn hér á norðurhjaranu, og apa þar eftir áróðri íslenskra fjölmiðla, en það breytir ekki neinu. Trump verður í sviðsljósinu a.m.k. næstu tvö ár.
Líklegt er að í millitíðinni verði Biden ákærður fyrir embættisafglöp eða réttara sagt fyrir spillingu í tengslum við spillingamál Hunter Biden. Demókratar eru að reyna núna að minnka skaðann með því láta Hunter einn taka skellinn en Repúblikanar eru ekki á því máli.
Utanríkismál/alþjóðamál | 23.11.2022 | 12:36 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tveir þingmenn hafa farið fram á sviðið og rætt hinn vanrækta málflokk sem eru varnarmál Íslands. Jú, það urðu umræður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraníu en svo slökknaði á þeim. Baldur Þórhallson fræðimaður var þar fremstur í flokki.
Byrjum á Njáli: "Njáll Trausti Friðbersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála á Alþingi," segir í frétt mbl.is.
Hinn þingmaður er Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Í greininni: "Ræða þarf fasta viðveru hersveita" segir: "Í síðastliðnu viku átti sér stað umræða um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Var frummælandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið samstarf Íslands við ríki NATO vegna breyttrar heimsmyndar í kjölfar Úkraínustríðsins, aukið framlag Íslands til sameiginlegra verkefna NATO og að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna taki skýrt á ógnum er tengjast netöryggismálum. Eins lagði hún áherslu á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."
Hvaðan kemur þessi heráhugi Katrínar? Hann kemur í raun ekkert við varnarmál eða öryggi Íslands, heldur er hún hér að reisa enn eina undirstöðu súlu fyrir inngöngu Íslands í ESB. Af því að Evrópusambandið hefur áhuga að efla varnir sínar, þá geysist Viðreisn fram á sviðið og segir hið sama og mynda þarna tengingu við sambandið. En það hefur hingað til verið andvana hugmynd að reisa Evrópuher, NATÓ hefur einmitt sýnt með aðgerðum sínum í Úkraníu, að það er enginn annar valkostur.
Hugmynd Njáls er hins vegar athyglisverðri og er af sömu rótum og mínar hugmyndir en ég skrifaði grein í Morgunblaðinu 2005, sjá slóð hér að neðan en ég var fyrstur Íslendinga sem lagði til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands. Þar legg ég til eins og Njáll að Varnarmálastofnun sæi um rannsóknir, þær yrðu hluti starfa stofnuninnar. Ég sagði:
"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð.
Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ.
Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."
En illu heillin lögðu vinstri menn af ófyrirhyggju sinni niður stofnunina. Eins og stríð og þekking á þeim mundi bara hætta. Úkraníu stríðið hefur sýnt fram á annað.
En ég vil frekar að Varnarmálastofnun verði endurreist og rannsóknarvinnan unnin innan vébanda hennar. En Njáll á þakkir skilið fyrir að vekja mál á þessu.
Exercitum Islandicum constituendum censeo.
Utanríkismál/alþjóðamál | 20.11.2022 | 15:17 (breytt kl. 16:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020