Ísland hefur verið peð í skák stórvelda síðan 1940 - Hernaðarlegt mikilvægi landsins aldrei meira

Einn ágætur bloggvinur minn kom með þá hugmynd að best væri fyrir okkur að taka upp hlutleysið aftur. Þess væri óskandi að það væri hægt og alveg í samræmi við óskir mínar. En því miður er raunveruleikinn annar.

Strax í Napóleon-stríðunum og árið 1809 var landið tekið herskyldi af reyfara og upphlaupsmanni með fámennum hópi manna. Nútímamaðurinn hlær kannski að Jörundi hundadagkonungi en þetta var ekki grín í augum samtímamanna. Svo kom 99 ára Evrópufriður frá 1815 til 1914. Ekkert reyndi á hernargildi Íslands.

Stríðið mikla í fyrri heimsstyjöld hafði gífurleg áhrif á landið og stríðsbröltið barst loks alla leið til hið "afskekkta" Íslands 1940. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.

Við reyndum hlutleysisleiðina þegar við fengum fullvelið 1918 (vorum eftir sem áður óformlega undir verndarvæng Dana) en Bretar höfðu það að engu og völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan herjum Hitlers (Íkarus áætlunin). Báðir stríðsaðilar urðu að reyna að taka landið og kapphlaup var í gangi.

Hugsa sér ef Þjóðverjar hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Sovétmenn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands. Það hefði sorðið að Bretum en það sem verra væri, barist hefði verið á landi á Íslandi, ekki bara hafinu í kring. Mannfall meðal Íslendinga óhjákvæmilegt. Nóg var samt mannfallið á hafinu í kringum Ísland.

Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og rauði herinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945. Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn (eða mætt á fund til að ræða skiptingu Evrópu með samningi), með alla Evrópu að fótum sér. Enginn samningur og engin skipting.

En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Júní 1945 hefði verið of seint fyrir Engilsaxa að fara yfir Ermasundið. Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.

Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum stórveldanna. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum (eða Bretum), ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og reynt að halda GIUK hliðunum opnum.

En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki? Það þýðir að við tökum að okkur eigin varnir með NATÓ sem bakhjarli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir gott erindi og ennfremur fyrir að minnast Jörundar Jörundssonar, hef mikið dálæti á minningu hans.

Guðjón E. Hreinberg, 31.12.2022 kl. 13:55

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk sömuleiðis að gefa mér efni í grein. Þetta er nefnilega góður punktur með hlutleysið. Getum við verið hlutlaus?

Jörundur er skemmtilegur karakter. Það væri gaman ef gerð yrði bíómynd um kappann. Nóg er til af skemmtilegum karakterum í Íslands sögunni til að gera kvikmynd um.

Birgir Loftsson, 31.12.2022 kl. 16:05

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Heimskreppan mikla hófst árið 1929 í Bandaríkjunum og stóð í raun og veru uns Evrópa og reyndar heimurinn allur var í tætlum eftir hamfarirnar.

Sigurvegarar styrjaldarinar voru Bandaríkjamenn sem með útsjónarsemi í stuðningi við rétta aðila á hverjum tíma stóðu uppi í styrjaldarlok sem ótvíræðir sigurvegarar heimsins.

Til gamans má líka geta þess að vopnlausa hernumda þjóðin Ísland missti hlutfallslega fleiri menn í heimstyrjöldinni síðari en Bandaríkjamenn sjálfir.

Nú í upphafi ársins 2023 virðist staða heimsmála vera að breytast á þann veg, að sú spurning blasir við, hvort ekki það hefði reynst happadrýgra fyrir Bandaríkjamenn í langhlaupinu sjálfu, að veðja með fullum þunga á Öxulveldin, í stað þess skammtíma ávinnings sem raun bar vitni.

Vonandi getur hnignandi heimsveldið tekið ósigrinum eins og menn, án þess að sprengja okkur öll til "Kingdom come"

Jónatan Karlsson, 31.12.2022 kl. 22:30

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan, já við peðin á Íslandi verðum að vera varkár í samskiptunum við stórveldi, hvaðan þau koma. Jú, það er gott að eiga stórveldi að "vini" en eins og með Rómverjanna, þá breyttust leppríkin á landamærum Rómaveldis oft í rómverskar nýlendur, því að Rómverjarnir voru alltaf með puttanna í innranríkispólitík þeirra og ef þeim líkaði ekki þróunin, þá var skipt um stjórn. Könnumst við ekki við þetta varðandi breska heimsveldið og BNA í dag og S-Ameríku? 

Birgir Loftsson, 5.1.2023 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband