Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Talað hefur verið um grafreit heimsvelda þegar talað er um að reyna að vinna Afganistan hernaðarlega. Það hefur reynst heimsveldum erfitt að sigra landið en þau hafa séð sig mörg hver tilneydd til að sigra landið vegna landfræðilega stöðu þess en það er staðsett í miðhluta Asíu - á mörkum Mið-Asíu og Suður-Asíu. Fyrir því eru margar ástæður. En helsta ástæðan er landið sjálft, landafræðin.
Afganistan er gríðarstórt land eða um 652 þúsund ferkílómetrar. Það er eindæma fjöllótt og enn í dag er það erfitt yfirferðar. En það var ekki eins skýrt landfræðilega afmarkað í fornöld og er í dag. Það er því erfitt að segja hversu stórt svæði það var sem sigurvegarnir unnu.
Margar þjóðir búa í landinu, en fjölmennastar eru Pastúnar (42%) og Tadsjikar (27%). Mörg önnur þjóðarbrot eru í landinu. Ættbálkamenning er ríkjandi í landinu. Það er því óskiljanlegt hvers vegna það er verið að reyna að halda þessu risavöxnu landi sem eitt ríki. Það væri nær að skipta því upp eftir menningu, tungu og þjóðerni. En það er önnur saga.
En það er mýta að ekki sé hægt að vinna landið hernaðarlega. Það er gríðarlega erfitt af ofangreindum ástæðum en það er hægt.
Á 19. öld var Afganistan leppríki í pólitísku valdatafli milli Breska heimsveldisins og Rússneska keisaraveldisins. Þann 19. ágúst 1919 varð Afganistan sjálfstætt eftir þriðja stríð sitt við Breta um sjálfstæði.
Afganistan var konungsríki frá sjálfstæði þar til síðasta konungi landsins, Múhameð Zahir Sja, var steypt af stóli árið 1973. Nokkrum árum eftir að lýðveldi var stofnað í landinu tóku kommúnistar völdin og gerðu Afganistan að marxísku alþýðulýðveldi. Svo gerðu Sovétríkin innrás í landið 1979 og stóð það stríð í áratug. Bandaríkjamenn fóru inn í Afganistan 2001 eftir árásina á Bandaríkin 9/11. Þeir hrökkluðust með skömmm úr landinu undir engri forystu Joe Biden tuttugu árum síðar. Kannski að þessi mýta um að ekki sé hægt að sigra landið komið með lélegu gengi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Mistök þessara heimsvelda felst í að hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir lesa ekki sögu og læra af henni.
En af hverju yfir höfuð að reyna að leggja landið undir sig? Grípum niður í vefgrein á Big Think. Þar segir í lauslegri þýðingu (sjá slóð hér að neðan):
Frá 6. öld f.Kr. hafa Persar og aðrir útlendingar reynt að leggja undir sig Afganistan.
Lexía 1: Afganistan er algjörlega mikilvægur hernaðarlega séð fyrir hvaða heimsveldi sem vill drottna yfir Miðausturlöndum.
Hluti af stefnumótandi gildi þess liggur í miðlægri stöðu meðfram hinni miklu verslunarleið, sem eitt sinn kom með silki og nú færir það ópíum (belti og vegir hjá Kínverjum í dag). Afganistan er hernaðarlega rýtingur sem beinist að hjarta Írans, Indlands, Rússlands og Kína. Í dag, eins og á sjöttu öld f.Kr., hefur Afganistan verið hefðbundin innrásarleið inn í Pakistan og Indland.
Spurning 2: Er hægt að sigra Afganistan?
Lexía 2: Já.
Afganistan var sigrað og stjórnað með góðum árangri af Persaveldi frá 539 til 331 f.Kr. Persar skildu eftir sig varanleg áhrif. Darius konungur myndi enn viðurkenna héruð Persneska heimsveldisins í héraðsskipulagi Afganistan í dag. Persneska er enn eitt af tveimur útbreiddustu tungumálunum í Afganistan ásamt pashtu, tungumáli þjóðernis Afgana, og náinn ættingi persnesku.
Helsta heimild: Afghanistan: The lessons of history.
En við ætlum að skoða Alexander mikla og hvernig hann vann landið. Alexander mikli sigraði og stjórnaði Íran (Persa) með áhrifum sem stóðu í tvær aldir. Ólíkt Persum var Alexander ekki nálægur ættingi Afgana. Eins og Bandaríkjamenn kom hann sem hataður útlendingur inn í landið, álitinn með fyrirlitningu sem óhreinn andskoti og vantrúaður.
Nýlegur sagði frægur bandarískur stjórnmálamaður að það eina sem Alexander gerði væri að fara í gegnum Afganistan. Stjórnarmaðurinn hafði rangt fyrir sér í söguþekkingu sinni.
Alexander, frá 330 til 327 f.Kr., lagði landið kerfisbundið undir sig með miskunnarlausustu hervaldi. Eftir að hafa sigrað Afgana vann hann hjörtu þeirra. Alexander giftist fyrstu eiginkonu sinni, Roxanne, sem var dóttur afganska stríðsherrans, Oxyartes. Alexander sætti síðan alla aðra stríðsherra í Afganistan.
Frumfæddur sonur hans og erfingi stórveldis hans yrði Afgani og Alexander gerði Afgana að fullum samstarfsaðilum í hinum mikla nýja heimi hans. Það sem Alexander reyndi ekki að gera var að þvinga gríska siði og grísk gildi, eins og lýðræði, upp á Afgana líkt og Bandaríkjamenn reyndu að gera en Bretar og Rússar forðuðust líka.
Alexander leyfði þeim ekki aðeins að halda siði sínum, hann tók upp siði Afgana og Persa. Alexander varð þjóðhetja Afgana, sem enn ákalla nafn Skander (Alexander) með lotningu. Stefna Bandaríkjamanna, sem er meira í ætt við stefnu Rómverja en Grikkja, var að gera hið sigraða land að eftirmynd Bandaríkjanna. Það gerir maður ekki við land sem er enn í hugarfari miðalda eða fornaldar þess vegna.
Kíkjum aftur á vefgreinina á Big Think:
"Alexander dó árið 323 og afganskur sonur hans lifði ekki til að erfa loforðið um heimsveldi. En innprentun Alexanders á Afganistan hélst í tvær aldir. Frá 330 f.Kr. til 150 f.Kr. var Afganistan hluti af makedónsk-grísk-afgönsku konungsríki. Menningarverðmæti Grikkja runnu saman við gildi Persa og Afgana til að skapa fjölmenningarlegt og fjölbreytt ríki. Uppgröftur einnar af borgunum sem Alexander stofnaði, sem nú heitir Ai Khanum, í Afganistan sýnir blöndun grískrar, persneskrar og indverskrar listar og gagnkvæmt umburðarlyndi grískrar trúar og búddisma.
Þannig sýnir Alexander lykilinn að því að stjórna Afganistan: algjört hernaðarlegt miskunarleysi; leyfa Afganum að halda í sínar hefðir; og síðan yfir nokkurn tíma að leyfa menningu afganskrar að blandast saman við menningu sigurvegaranna.
Spurning 3: Af hverju getum við ekki endurtekið velgengni Alexanders mikla?
Lexía 3: Bandaríkin ætlaði sér aldrei að fara þessa leið.
Eins og við höfum sýnt í Kóreu, Víetnam og nýlega í Írak, mun Bandaríkin - og það er gott - ekki beita algeru hervaldi. Við berjumst í stríði með jafnmikilli umhyggju fyrir lífi óbreytta borgara eins og við gerum um líf okkar eigin hermanna. Reglurnar um þátttöku sem við höfum núna í Afganistan hefðu einfaldlega komið Alexander mikla á óvart. Reyndar hefði hann einfaldlega sagt okkur: Kjarnorkusprengið þá"."
Og greinarhöfundur heldur áfram með sína kenningu en út frá sjónarhorni Bandaríkjamanna:
"Í öðru lagi höfum við frá upphafi viljað koma á lýðræði í Afganistan. Bandarískt lýðræði er ekki algilt gildi. Afganar vilja ekki lýðræði okkar; þeir vilja ekki menningu okkar, sem þeir telja fulla af klámi og hrekja öll trúarleg og menningarleg gildi þeirra.
Spurning 4: Sovétmenn voru miskunnarlausir eins og Alexander. Af hverju tókst þeim ekki að friða Afganistan?
Lexía 4: Við höfum neitað að læra af misheppnuðum tilraunum Sovétríkjanna til að leggja undir sig Afganistan.
Við hefðum átt að leggja okkur djúpt í lærdóminn því við nýttum hefðbundin afgönsk gildi vel til að sigra Sovétríkin. Sovéski herinn hafði vissulega engar reglur um þátttöku nema að drepa. Alexander mikli, og reyndar Genghis Khan líka, hefði fullkomlega samþykkt villimennsku sovésku hermannanna og yfirstjórnar. En Sovétmönnum mistókst vegna þess að þeir reyndu að þvinga, eins og við, framandi stjórnmála- og menningarkerfi á Afgana. Sovétmenn reyndu að stofna kommúnistaríki í Afganistan, með opinberlega styrkt trúleysi, menntun kvenna og höfnun á hefðbundnu íslömsku lífi. Þess vegna brást ætlunarverk Sovétmanna. Lærdómur sögunnar er sá að hvorki lýðræði í bandarískum stíl né kommúnismi að hætti Sovétríkjanna munu vinna hjörtu Afgana.
Spurning 5: Hvað ættum við að gera í Afganistan?
Lexía 5: Aðlaga speki sögunnar að raunhæfum markmiðum okkar í Afganistan.
Við getum ekki einfaldlega farið. Misbrestur Bandaríkjamanna til að framkvæma þegar þau hafa hafið hernaðaríhlutun getur verið skelfilegt bæði til skemmri og lengri tíma litið. Þetta er lexían af Kóreu, Víetnam og gíslabrölti í Íran. Við höfum ekki efni á að gefa hinum íslamska heimi enn eitt dæmið um veikleika.
Við verðum að laga stefnu okkar að lærdómi sögunnar í Miðausturlöndum. Frelsi er ekki algilt gildi. Í gegnum sögu sína hafa Miðausturlönd valið einræði fram yfir frelsi. Gríski sagnfræðingurinn Heródótos skrifaði sögu epísks sigurs frjálsra Grikkja á þrælum persneska herforingjans á árunum 490-479 f.Kr. Fyrir Heródótos, föður sögunnar, var þetta hið eilífa þema sögunnar: frelsi Evrópu gegn despotismi Miðausturlanda. Fornu Persar vildu ekki lýðræðislegt frelsi eins og Afganar nútímans.
Eins og hinir fornu Persar, vilja Afganar sterkan, réttlátan valdhafa, sem mun viðhalda afgönskum hefðum og veita öllum þáttum samfélagsins viðeigandi umbun. Skipting landsins í öfluga stríðsherra er grundvallaratriði í þessu kerfi. Svo er mútur og spilling, eins og Alexander skildi.
Bretar skildu þessa lexíu líka. Afganistan var mikilvægt fyrir öryggi Breska Indlands. Tilraun Breta til að leggja undir sig landið endaði með niðurlægjandi ósigri 1839-42. Bretar sneru sér þá að þeirri stefnu að styðja sterkan konung Afgana og múta honum með gífurlegum upphæðum af gulli til að fylgja breskri utanríkisstefnu. Í næstum heila öld, allt fram að sjálfstæði Indlands árið 1947, virkaði kerfið nógu vel til að tryggja breska hagsmuni og til að koma í veg fyrir samsæri Rússa og Þjóðverja um að brjóta niður Raj.
Markmið Bandaríkjanna er ekki að sigra Afganistan. Forgangsverkefni okkar er að tryggja okkar eigið öryggi með því að koma á stöðugleika í Afganistan og uppræta fátækt og útlendingahatur sem gerir það að gróðrarstöð hryðjuverkamanna. Hráefnið er til staðar til að koma á sæmilega velmegandi og stöðugu Afganistan.
Nýlegar rannsóknir hafa staðfest Alexander mikla og trú hans á að Afganistan sé land með töluverðan jarðefnaauð. Við höfum nýlega sagt frá bandarísku jarðfræðiþjónustunni að Afganistan gæti átt 3,6 milljarða tunna af olíu og að minnsta kosti milljarð dollara í verðmætum málmum. Afganar vilja ekki pólitísk eða menningarleg gildi okkar. Þeir munu samþykkja efnahagsleg gildi okkar. Ólíkt frelsi eru peningar algild gildi. Með bandarískri efnahagsleiðsögn, réttum sterkum valdhafa og þessum náttúruauðlindum geta Afganar byrjað að uppræta fátæktina og lögleysið sem elur af sér hryðjuverk.
Svo, síðasta lexía okkar ætti að vera að byrja að taka hermenn okkar út úr Afganistan og fá inn fleiri bandaríska kaupsýslumenn, fyrirtæki og frumkvöðla. Afganistan þarf að ekki að tapast." Tilvísun lýkur.
En það tapaðist. Þessi grein var skrifuð 2011 og 2022 hvarf landið úr höndum Bandaríkjamanna með gríðarlegum álitshnekk fyrir BNA.
Greinarhöfundurinn skilur greinilega ekki hvað það er að vera hernaðarheimsveldi. Þú ferð ekki í stríð með hangandi hendi. Slíkt stríð er dæmt til að tapast. Miskunarleysi nasista í Júgóslavíu,sem er fjallaríki og einnig með hugrakka hermenn, var að drepa og eyða miskunnarlaust. Ríkið var aldrei nasistum til mikilla vandræða, en hélt þeim þó við efnið. Miskunarlaus hernaður Rómverja sýndi og sannaði að algjört stríð, tryggir sigurinn og langvarandi frið á rómverskum forsendum, menningu og tungu. Svo átti einnig við um Mongóla. Svo mikil var eyðilegginga herferð þeirra að enn í dag eru mörg landsvæði eyðilögð (vatnsveitukerfi Írans til dæmi). Og Gengis Khan sigraði múslima með gjöreyðingastríði, þrátt fyrir að múslimarnir lýstu yfir heilögu stríði.
Bandaríkin eiga því ekkert erindi upp á dekk sem hernaðarveldi ef þau eru ekki tilbúin að sigra með öllum tiltækum ráðum. Nýjasta dæmið eða réttara sagt klúðrið, er stríðið í Úkraníu sem er staðgengilsstríð háð með bandarísku fé. Það er lokið með ósigri Úkraníumanna, þeir eru bara ekki enn búnir að viðurkenna veruleikann.
Að lokum: Þetta er ekki alveg rétt með Sovétríkin hjá greinarhöfundi, þau fóru úr landinu vegna þau voru orðin gjaldþrota en Afgangistan stríðið hjálpaði til við að gera Sovétmenn gjaldþrota.
Utanríkismál/alþjóðamál | 27.9.2023 | 10:42 (breytt kl. 10:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef horft er á kvöldfréttir RÚV í gærkvöldi (komst ekki hjá að sjá hluta þeirra þar eða annar var að horfa) mættti ætla að Joe Biden væri við hestaheilsu og allt í lagi með kollstykkið á honum. Hann flytur ræðu, að vísu ekki af innlifun, en nokkuð skammlaust.
En ástæðan fyrir að hann getur flutt ræður yfir höfðuð er að hann les af textavél, sem jafnvel heilabilaður maður getur gert.
Eftir ræðuna, tók hann fyrirfram valdar spurningar frá vinveittum fjölmiðlum. Þá lendir okkar maður í vanda eins og sjá má af eftirfarandi myndbandi.
Það er beinlínis ljótt að tala um líkamlegt eða andlegt ástand fólks og að öllu jafna gerir maður það ekki. En það er annað mál þegar valdamesti maður heims, sem hefur kjarnorkutöskuna innan seilingar, þá verður maður að vekja athygli á því.
Það er í raun grimmur leikur að Jill Biden, eiginkona hans og aðstoðarmenn hans, skuli ota fram mann sem greinilega er kominn með elliglöp á háu stigi og láta hann bera byrðir erfðasta starf heims. Hann greinilega ber ekki byrðirnar, hann er 40% tímans í fríi og þegar hann mætir í vinnuna, er dagskrá dagsins þunnskipuð, ef nokkuð er á annað borð á dagskrá.
Það hefur afleiðingar þegar leiðtogi öflugasta hernaðarveldi heims er ekki starfhæfur. Rekja má Úkraníustríðið til stjórnar hans, staðgengilsstríð, sem heldur því gangandi. Ömurlegur endir á Afganistan stríðinu þegar Bandaríkjaher hörfaði með skömm fyrir illa vopnuðum skæruliðaher hefur sína eftirmála. Óhæfur Bandaríkjaforseti getur leitt til kjarnorkustyrjaldar.
Joe er ekki treystandi til að halda blaðamanna fundi nema með skilyrðum (fyrirfram valdar spurningar og viðmælendur) og hann með minniskort í hendi til að svara rétt. Hann getur ekki einu sinni ratað af sviði án aðstoðar. Nú gengur hann um borð flugvéla í gegnum landgang aftan til á flugvélinni sem hefur færri tröppur.
En þegar maður horfir á Joe Biden í gegnum íslenska fjölmiðla virðist allt vera í lagi. Birtir eru ræðukaflar sem hann nokkurn veginn getur lesið sig í gegnum. Er það viljandi gert að birta þessa glansmynd af Joe Biden? Eða eru fjölmiðlarnir sem íslensku fjölmiðlarnir copy/paste sínar fréttir frá, svona hlutdrægir?
Vinstri fjölmiðlarnir vestan hafs er þó farnir að snúa baki við Biden. Vinstri menn eru farnir að sjá að hann á í erfiðleikum með að klára þetta kjörtímabil og svo sýna skoðanakannanir að Donald Trump er kominn með forskot á karlinn. Demókratar hafa því ákveðið að henda honum fyrir ljónin.
Hér fer Sky News Australia yfir andlegt ástand Joe Bidens. Hann talar um lestir, bróður sinn, John Wayne og kúreka í ræðu um loftslagsvanda!
Joe minnir mig alltaf á Change, einfeldinginginn í kvikmyndinni Being there, mann sem lifað hafði í einangrum um áratuga skeið og sér veröldina í gegnum sjónvarp, mjög vitgrannur og ólæs sem skyndileg kemst inn í æðsta valdakjarna Bandaríkjanna. Í lok myndarinnar er talað um að gera hann að forseta Bandaríkjanna. Virkar fáranlegur endir og ótrúverður, þar til maður sér valdaferil Joe Biden. Svo eru spillingarmál Joe Bidens annar kapituli út af fyrir sig og Change væri aldrei fær um að fremja.
Utanríkismál/alþjóðamál | 22.9.2023 | 08:40 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er alveg ótrúleg tala og hefur hækkað um þrjár milljónir á klst síðan ég horfði á þáttinn í dag. Á meðan deildu dvergarnir sjö sín á milli á kappræðufundi Foxnews. Er þetta mest áhorfða viðtal á 21.öld (hingað til)? Það var sett til höfuðs kappræðunum sem Trump vildi ekki taka þátt í en hann sagðist ekki sjá tilgang í að ræða við menn sem eru með nokkurra prósenda fylgi.
Af hverju þetta fólk er ennþá í forsetaframboði er hulin ráðgáta, nema ef vera myndi ef það vonast eftir að hann hellist úr lestinni vegna dóms sem hann fengi á sig á leiðinni. En þá eru það að gleyma að hann getur bókstaflega verið í forsetaframboði sitjandi í fangelsi. Það hefur einu sinni gerst í bandarískri sögu.
Donald Trump. Tucker Carlson. Debate Night in Bedminster
Utanríkismál/alþjóðamál | 24.8.2023 | 20:52 (breytt 25.8.2023 kl. 07:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Macgregor hefur verið ansi áberandi sem álitsgjafi varðandi Úkraníustríðið. Ég skrifaði grein um hann ekki fyrir löngu. Sjá slóðina: Maður er nefndur Macgregor
En hér ætla ég að reyna að spá í hvort hann hafi rétt fyrir sér varandi gang Úkraníustríðið. Er fjölmiðlar að segja okkur satt um hver sé að vinna?
Lítum á umfjöllun Newsweek um kappann. Hér kemur þýðingin á eftirfarandi grein: Ex-Trump Adviser Calls Out 'Lies' About Russia Losing Ukraine War
"Douglas Macgregor ofursti Bandaríkjahers fullyrti í útsendingu á mánudag að Úkraína sé ekki aðeins að tapa stríði sínu gegn Rússlandi heldur hafi her landsins misst 400.000 manns látna í bardaga.
Macgregor, fyrrverandi ráðgjafi varnarmálaráðuneytisins í ríkisstjórn Trumps, fullyrti það í nýjasta þætti Tucker Carlsons á X-inu, áður Twitter.
Úkraníustjórn gefur ekki opinberlega upp opinberar tölur um mannfall í stríðinu. Hins vegar vitnaði The New York Times í síðustu viku til bandarískra embættismanna sem sögðu að Úkraína hafi orðið fyrir nærri 70.000 dauðsföll í stríðinu og 100.000 til 120.000 til viðbótar særst. Fjölmiðillinn reiknaði með að mannfall Rússa væri nær 300.000, sem innihélt 120.000 dauðsföll og 170.000 til 180.000 særða.
Ég held að allar lygarnar sem hafa verið sagðar í meira en eitt og hálft ár um Úkraínumenn séu að vinna Úkraínumenn eru réttlátir, Rússar eru vondir, Rússar eru óhæfir allt þetta er að hrynja, sagði Macgregor við Carlson. Og það er að hrynja vegna þess að það sem er að gerast á vígvellinum er skelfilegt.
Úkraínumenn teljum við nú að hafi misst 400.000 menn fallna í bardaga. Við vorum að tala um 300-350.000 fyrir nokkrum mánuðum. Á síðasta mánuði þessarar meintu gagnárásar sem átti að sópa um vígvöllinn, misstu þeir að minnsta kosti 40.000 manns," sagði hann.
Macgregor hélt áfram að halda því fram að 40.000 til 50.000 úkraínskir hermenn væru aflimaðir og sjúkrahúsin eru full í Úkraínu."
Macgregor var skipaður af Trump til að þjóna sem háttsettur ráðgjafi varnarmálaráðherrans í nóvember 2020 og gegndi embættinu þar til Trump hætti í janúar 2021. Hann hefur oft komið fram í fyrrum þætti Carlsons sem sýndur var á Fox News.
Í september síðastliðnum, þegar hann kom fram í þættinum Tucker Carlson í kvöld, sagði Macgregor að hlutirnir gengi mjög, mjög illa fyrir Úkraínu þar sem hersveitir Volodymyrs Zelenskys forseta væru innan um það sem flestum sérfræðingum lýsti yfir sem árangursríkri gagnsókn. Hann spáði líka á þeim tíma að stríðinu gæti lokið fljótlega.
Jason Jay Smart, pólitískur ráðgjafi í stjórnmálum eftir Sovétríkin og alþjóðastjórnmál, sagði í samtali við Newsweek að Macgregor hafi verið boðið í þátt Carlsons ...vegna þess að hann er einn af aðeins örfáum af hundruðum þúsunda fyrrverandi yfirmanna í bandaríska hernum sem trúi því að Rússland sé eitthvað annað en að tapa hræðilega."
Í öðru lagi eru rök hans aðaldæmið um svokallað kirsuberjatínslu. Hann leitar að gagnapunktum sem staðfesta hlutdrægni hans, frekar en að greina gögnin í heild sinni, sem sýnir að verið er að eyðileggja Rússland, sagði Smart.
"Því miður er Macgregor hungraður í fjölmiðlaathygli og er tilbúinn að segja hvað sem er nauðsynlegt til að hafa einhverja þýðingu. Hins vegar er hann algjörlega óviðkomandi heimsmálum, nema þegar Carlson þarf einhvern til að hugga sig."
Í þættinum á mánudaginn sagði Macgregor að úkraínskir herforingjar hafi verið neyddir til að gefast upp vegna þess að sveitir þeirra hafi orðið fyrir miklum áföllum. Hann bætti við að Rússar hafi "...alltaf komið fram við úkraínsku hermennina á mjög sanngjarnan hátt og mjög mjúklega."
Er ofurstinn að segja ósatt eða ýkja slæmt gengi Úraníuhers? Það bendir ýmislegt til að hann hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér, kannski með ýkjum, ég veit það ekki. Kíkjum á fjölmiðlanna. Nýjasta nýtt í fjölmiðlum í dag er að sagt er að NATÓ sé að benda á að Úkraníumenn eigi að beina sókn sína suður, í stað austurs. Það bendir til að austursóknin gangi ekki vel, ef maður les á milli lína.
US Today tekur öðruvísi á málinu, sjá þessa slóð og umfjöllun hér að neðan: 'Zelenskyy is in a box': Some experts say Ukraine won't win the war: Updates
US Today: "Steven Myers, fyrrum hermaður í flughernum sem starfaði í ráðgjafanefnd utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega efnahagsstefnu undir stjórn tveggja utanríkisráðherra, sagði USA TODAY að ein af frásögnum Vesturlanda væri sú að Pútín ætlaði að sigra Úkraínu og halda áfram vestur ef ekki yrði hætt við. En Myers heldur því fram að hernaðaraðferðir Rússa hafi verið algjörlega í ósamræmi við landvinninga leiðangur. Dagskráin var og er og verður alltaf að halda Úkraínu utan NATO hvað sem það kostar, sagði hann.
"Staðfræðilega séð tapaðist þetta stríð af báðum aðilum áður en það hófst. Það mun enda í pattstöðu, sem ég held nú að hafi verið ætlun Pútíns frá upphafi," sagði Myers. "Biden forseti, NATO og (Volodymyr forseti Úkraínu) Zelenskyy halda sig fasta í Catch-22 eigin gerð, ófærir um að standa við óraunhæfar væntingar sem þeir sköpuðu."
Sean McFate, prófessor við Syracuse háskólann og háttsettur maður við óflokksbundinni hugveitu Atlantshafsráðsins, segir að Zelenskyy sé "í kassa. Hann getur ekki unnið en hefur ekki efni á að tapa heldur." Í meira en ár krafðist hann sífellt flóknari vopna og milljarða dollara frá NATO og lofaði að ýta Rússlandi út úr landinu í vorsókn. Þessi sókn hefur verið að sligast undan eigin þunga, segir McFate.
Að útvega Úkraínu fleiri vopn og ætlast til þess að þjóðin vinni stríðið er skilgreiningin á stefnumótandi geðveiki, sagði McFate. Þetta stríð verður ekki unnið á vígvelli vegna þess að engin stríð eru unnin þannig lengur, sagði hann.
Bandaríkin hafa unnið orrustur og tapað stríðum í 50 ár núna, sagði hann.
Jeff Levine, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í rússneska nágrannalandinu Eistlandi, telur Zelenskyy standa sig vel og Úkraínumenn ættu að líða vel með það sem þeir eru að afreka. Levine segir að ríkisstjórn úkraínska leiðtogans hafi farið fram úr væntingum á vígvellinum á sama tíma og hún hefur viðhaldið þjónustu og upplýsingaflæði til almennra borgara innan um hrikalegt stríð.
Zelenskyy hefur einnig gert sárlega þörf átak til að berjast gegn spillingu og virðist vera að gera gott starf við að stjórna alþjóðlegri aðstoð og mikilvægum tvíhliða samskiptum, sagði Levine.
Hvernig átökin munu enda er milljón dollara spurningin, en ég efast um að það verði á forsendum Pútíns, sagði Levine. Ég held að Pútín þjáist mun meira af veikum pólitískum og opinberum stuðningi en Zelenskyy." Tilvísun í US Today lokið.
Það sem þessi fræðingar allir gleyma að minnast á er að Rússar muni aldrei vilja viðurkenna ósigur. Þeir geta og mega ekki tapa. Ef litið er á sögu Rússlands síðan á dögum Ívars grimma og sérstaklega síðan á tímum Péturs mikla, hefur Rússland hægt og bítandi unnið lönd.
Ég hef minnst á innrásaleiðir inn í Rússland væru eftir tveimur "gangvegum" í fyrrum bloggum, í gegnum Póland en sú leið er þröng og svo í gegnum Úkraníu. Það þarf ekki annað en að kíkja á kort til að átta sig á að Austur-Evrópa er ein slétta og ef ekki er lokað á þessar tvær ofangreindar leiðir, er leiðin greið til Moskvu eins og sjá mátti af meintri uppreisn Wagner-liðsins. Aðeins nokkra klst leið á skriðdrekum.
Nú er Póland og Eystrasaltsríkin ásamt Finnlandi búin að umkringja eða beinir rýtingi í Rússland eftir vesturleiðinni en austurleiðin úr vestri liggur í gegnum Úkraníu, sjá t.d. hvernig Hitler háði stríð sitt gegn Sovétrikin og stríðið um Úkraníu í seinni heimsstyrjöldinni.
Stríð vinnast ekki bara á vígvellinum, þau vinnast við færibönd stríðsgagnaframleiðslunnar og efnahag stríðsþjóðar. Vesturlönd hafa tæmt allar vararbirgðir (og hinn elliæri Joe Biden viðurkenndi óvart að Bandaríkjamenn væru að verða uppskroppa með stórskotaliðskúlur) og það tekur mjög efnahagslega á þau að halda þessu stríði áfram. Efnahagur Þýskalands, stærsta efnahagskerfi Evrópu, riðar til falls. Sífellt verður óvinsælla að senda fjármagn úr tómum ríkiskassa Bandaríkjanna í stríðið. Rússar þurfa ekki annað en að þreyja þorrann, bíta sig fasta og bíða eftir uppgjöf. Ef til vill eru úrslitin þegar ljós, bara eftir að viðurkenna það á vígvellinum.
Erfitt er að sjá hvort meiri hætta stafi af vestri eða eystri leiðinni en úr því að það er búið að "fjárfesta" í stríði, verður ekki bakkað úr þessu. Líklegt er að samið verður um frið á endanum með landamissir fyrir Úkraníu eða ótímabundið vopnahléi komið á líkt og í Kóreu (úrslitin ráðin 1951 en barist til 1953). Fyrir Rússa kemur ekkert annað til greina, ef þeir ætla að halda andliti gagnvart Kína eða fyrrum Sovétríkin, en að fá friðarsamninga á þeirra forsendum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 23.8.2023 | 11:53 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í raun er titill greinarinnar rangur. Réttvísin, það er dómskerfið sjálft er ekki að berjast gegn Trump, heldur er verið að misnota það. Þeir sem hafa eitthvað fylgst með bandarískum stjórnmálum og hafa vit á þeim, vita hvað klukkan slær.
Málið er ekki flókið. Þegar Demókrataflokkurinn fór af miðjunni og gerðist harður vinstriflokkur með ný-marxismann að leiðarljósi breyttust leikreglurnar. Reyndar hefur flokkurinn verið flokkur valda, barist gegn réttindum minnihlutahópa, eins og réttindum svarts fólks, en síðastliðna áratugi hefur hann þóttst vera baráttuflokkur minnihlutahópa í orði en ekki á borði.
Það sem gerðist var að Demókratar, sem eru duglegri en Repúblikanar að koma sínu fólki fyrir í stjórnsýslunni, hafa tekið völdin í mikilvægum stofnunum. Stofnunum eins og FBI og CIA og í dómsmálaráðuneytinu. Það er alveg sama hvor flokkurinn er við völd, útsendarar flokksins starfa áfram fyrir Demókrata.
Skeinuhættulegastir hafa verið yfirmenn FBI sem starfa á vegum Demókrataflokksins. Mýrin (the swamp) eða djúpríkið afhjúpaðist greinilega í valdatíð Donalds Trumps. Áður hafði fólk óljósan grun um að embættismannakerfið væri ekki að sinna hagsmunum almennings, heldur flokkshagsmuni.
Hættulegasti andstæðingur djúpríkisins, fyrrum vinur Demókrata, Donald Trump, dró djúpríkið fram í dagsljósið. Í raun afhjúpaði það sig óviljandi þegar það beitti öllum óheiðarlegum ráðum til að fella Trump. Tilbúnar ásakanir, jafnvel áður en hann var settur í embætti, komu fram. Hann var sakaður um að starfa með Pútín og vera útsendari Rússa. Allt var lagt undir og allt rannsakað. Skattamál hans, fyrirtæki hans, fjölskyldumál, allt var þetta rannsakað í þaula og ekkert fannst.
Rússagrýlan reyndist vera lýgi runnin úr búðum Hillary Clinton og Mueller rannsóknin sýndi fram á það með óyggjandi hætti. Svo var gerð rannsókn á upphafi ofsókna Demókrata í Rússamálinu og Mueller rannsóknin einnig rannsökuð af Durham rannsókninni sem hreinsaði Trump endanlega af öllum ásökunum.
Í ljós kom, sérstaklega í Durham rannsókninni að FBI var notað í óheiðarlegum tilgangi, Demókrötum til framdráttar. Meginfjölmiðlar sem hafa verið á bandi Demókrata í a.m.k. fimm áratugi, blésu út málaferlin gegn Trump og sýndu fram á þeir voru í raun armur Demókrataflokksins. Þetta vissu flestir Bandaríkjamenn áður en þarna voru þeir endanlega afhjúpaðir.
Hver er niðurstaðan? Jú, a.m.k. helmingur Bandaríkjamanna ber ekki lengur traust til FBI (áður afar mikilsvirt löggæslustofnun) og fjölmiðla. Mestu hatursmiðlar Trumps, svo sem MSCBS og CNN riðuðu til falls og hafa ekki borið sinn barr síðan. Samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook börðust hatramlega gegn Trump og Twitter var afhjúpað sem njósnamiðill FBI. Nýr eigandi kom að Twitter og breytti honum í samfélagsmiðillinn X. Nýir samfélagsmiðlar komu til sögunnar, svo sem Rumble og True Social sem andsvar við ofríki vinstri manna.
Mikil læti voru við valdaskiptin 2020. Við þekkjum þá sögu. En ekkert var gert varandi Trump í tvö og hálft ár, hann að mestu látinn í friði, í von um að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. En svo kom tilkynning hans um endurframboð.
Demókrataflokkurinn var tilbúinn með plan B, sem er að fella risann Trump með þúsund stungum. Nú skyldi dómskerfið, stýrt úr dómsmálaráðuneyti og í höndum Demókrata, ræst og raða ákærum á Trump og framboð hans, svo mörgum (fjögur dómsmál eins og komið er) að hann hafi ekki tími til að sinna kosningabaráttu sinni. Þeir ætla að halda honum meira eða minna í dómssölum, uppteknum við að verja sig. Þetta eru að sjálfsögðu gróf afskipti af forsetakosningunum með beitingu "réttvísarinnar". Í raun aðför að lögum og reglum.
Aldrei hefur stjórnsýslukerfið verið beitt áður gegn forseta Bandaríkjanna, bæði alríkisdómskerfið og dómskerfið innan ríkja. Rebúblikanar segja dómskerfið vera tvískipt, aðrar reglur gilda fyrir Demókrata en Repúblikana.
Hvaða afdala saksóknari sem er, geti nú ákært forseta Bandaríkjanna, bara af því að honum dettur svo í hug. Sjá má það af fjóru ákærunum, soðnar eru saman ákæruliðir sem eru langsóttir í meira lagi og breyta þeim með snúningi laga í refsibrot. Mál Trumps enda fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, það vita allir og þar eru a.m.k. sex af níu dómurum skipaðir af forsetum Repúblíkana. Þeir verða að dæma Trump í vil, annars verður viðvarandi stríðsástand milli flokkanna tveggja og stjórnkerfið í upplausn. En box Pandóru er nú opið....
Joe Biden og hans spillta lið sleppi alveg við arm réttvísarinnar hingað til en Demókratar eru að íhuga að skipta út Joe Biden og ef þeir ákveða það, verður honum hent út til úlfanna.
Demókratar virðast misreikna sig. Þeir skilja ekki að Repúblikanar þjappa sig þéttar saman við svona auðljósa misbeitingu valdsins og það sem meira er, þeir sem eru óflokksbundnir og flakka milli flokka, er einnig misboðið. Skoðanakannanir sýna meira og meira fylgi Trumps, því fleiri ákærur koma á hendur hans.
Newt Gingrich, fyrrum forseti Fulltrúardeildarinnar á Bandríkjaþingi og sagnfræðingur segir að þetta sé einsdæmi í bandarískri sögu og það þurfi að leita aftur til 1850 til að finna sambærilegan klofning landsins. Og hann óttast borgarastyrjöld sem einmitt gerðist úr stjórnarkrísunni árið 1861.
Gingrich tekur dæmi: "...hefðu allir kjörmenn Al Gore frá Flórída átt að vera ákærðir? Ætti að ákæra fyrrverandi formann nefndarinnar 6. janúar, sem var varakjörinn í Mississippi? Ekki satt? Þetta er allt brjálað. Við skulum bara hafa það á hreinu hvað er í gangi.
Vinstrimenn eru hræddir við Donald Trump. Hann er sá utanaðkomandi maður sem hefur hrist allt kerfið þeirra úr skorðum og þeir eru tilbúnir að rústa lögin til að tortíma Trump. En kjarninn í þessu er að ég trúi á bandarísku þjóðina. Ég held að á endanum endi þetta í útnefningu Trumps með miklum yfirburðum og tilnefningunni verði lokið fyrir 1. febrúar. Ég held að ef kosningarnar á næsta ári eru á milli þeirra sem verja stjórnarskrána og réttarríkið og spilltrar fjölskyldu sem lifir út á Clinton, Obama, Biden og spillingu bandaríska kerfisins.
Allt í lagi, ég hef þá hugmynd að bandaríska þjóðin hafni spillingu. Ég held að daginn sem hann gengur inn í réttarsal muni 15 milljónir manna bjóða sig fram til að vera staðgöngumættar sem berjast fyrir Trump. Ég held að fólk sé nú svo reitt. Ástandið í Atlanta var fáránlegt. Þetta er héraðssaksóknari sem lögsækir og ef Georgíuríki bæri einhverja virðingu fyrir lögum ríkisins, myndi það koma henni úr embætti."
Athugum það að Gingrich var hatramur andstæðingur Trumps innan Repúblikanaflokksins og er jafnvel enn. En hann er einn virtasti "speaker" Fulltrúardeildarinnar fyrr og síðar og það sem hann segir, taka allir mark á. Hann segir að Bandaríkjamenn stefni í mestu stjórnarskrákrísu síðan 1850 Sjá slóð: Newt Gingrich: We are drifting towards the greatest Constitutional crisis since the 1850s
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.8.2023 | 10:34 (breytt kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir furða sig á hér á Íslandi hversu hataður eða elskaður Donald Trump er. Fyrir því er engin einstök eða einföld skýring. Hér er tekið fyrir andúðina á honum frá margvíslegu sjónarhorni.
Það má skipta andstæðinga Donalds Trump í tvo hópa. Annars vegar þolir fólk hann ekki persónulega, því finnst hann hrokafullur, (of) sjálfsöruggur, kjaftfor, sjálfhverfur og valdafíkill.
Það er ekkert leyndarmál að Demókratar, hvort sem þeir kalla sig frjálslynda, vinstri menn, framsóknarmenn, sósíalískir Demókratar, eða einfaldlega sósíalistar, hata Donald Trump. Þeir einblína á hvert einasta atriði sem hann segir eða gerir á þann hátt sem þeir gerðu aldrei við fyrri forseta Repúblikana.
Litið er á Trump forseti af demókrötum sem dónalegan, bardagasaman hrokafullan, móðgandi, grófan, og hafi pólitískt rangt fyrir sér. Margir Demókratar telja hann vera með stórmennskubrjálæði, útlendingahatur, hommahatur, íslamófóba, rasistma og kvenhatur. En það sem er svo áhugavert og forvitnilegt við hatur Demókrata á Donald Trump er að það er í raun enginn hugmyndafræðilegur grundvöllur fyrir því.
Hins vegar þá sem óttast hann pólitískt.
Andúð Demókrataflokksins á Trump
Trump hefur verið hataður frá upphafi. Um sjötíu Demókratar í fulltrúadeildinni sniðgengu embættistöku hans og jafnvel áður en hann var settur í embætti lýstu sumir Demókratar í fulltrúadeildinni yfir að Trump væri ólögmætur forseti.
Lýðræðislegt hatur á Trump nær aftur til þess þegar hann var enn bara frambjóðandi repúblikana til forseta. Frá þeim tíma hafa Demókratar talað um forsetann sem tjarnarskít, mannskít, eitraða seyru, fitublöðru, smitandi örveru, sprunginn urðunarstað af föstum úrgangi frá sveitarfélögum. fjall af rotnandi hvalspik, gangandi staph-sýking, rotnandi jakkaföt, fasískt karnivalbarkari og snákaolíusölumaður. Og þetta eru bara nafnorðin sem hægt er að telja upp í fjölskylduvænu bloggi eins og þessu.
Samsærið um að ákæra Trump var sett á laggirnar löngu fyrir símtal hans við forseta Úkraínu. Á milli kosninga hans og embættistöku lögðu nokkrir þingmenn Demókrataflokksins til að Trump yrði dæmdur fyrir embættisbrot. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Trump var forseti, voru fjölmargir demókratar á þingi að ræða opinberlega um ákæru.
Þegar Trump hafði setið í embætti í minna en sex mánuði, kynntu tveir þingmenn Demókrataflokksins grein um ákæru fyrir embættisbrot. Í desember 2017 greiddu fimmtíu og átta demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump gagnrýndi NFL leikmenn sem krupu í mótmælaskyni við þjóðsönginn.
Í janúar 2018 greiddu sextíu og sex demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump var sagður hafa vísað til sumra þjóða sem skítholu landa. Í júlí 2019 greiddu níutíu og fimm demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump sagði að ákveðnir fulltrúar demókrata ættu að fara til baka og hjálpa til við að laga gjörsamlega niðurbrotna og glæpafulla staði sem þeir komu frá.
Að lokum, 18. desember 2019, varð Trump þriðji forseti Bandaríkjanna sem var ákærður fyrir brot í embætti.
Í réttarhaldsyfirlýsingu forsvarsmanna fulltrúadeildarinnar kom fram að forsetinn hefði svikið bandarísku þjóðina og þær hugsjónir sem þjóðin var byggð á. Ef Trump yrði ekki vikið úr embætti myndi hann halda áfram að stofna þjóðaröryggi okkar í hættu, stofna heilindum kosninga okkar í hættu og grafa undan grundvallarreglum stjórnarskrárinnar okkar.
Demókratar í fulltrúadeildinni sögðu að Trump væri ógnun við stjórnarskrána og skýr og núverandi hætta fyrir frjálsar og sanngjarnar kosningar okkar og þjóðaröryggi okkar. Þeir kröfðust þess að forsetinn hefði í grundvallaratriðum rofið sáttmála sinn við bandarísku þjóðina, svikið eið sinn, svikið stjórnarskrána, misnotað vald forsetaembættisins á þann hátt sem móðgaði og rýrði stjórnarskránni.
Þingmaðurinn Jerrold Nadler (D-N.Y.), fulltrúi ákæruvaldsins, sagði forsetann einræðisherra. Þrátt fyrir að halda því fram að við hötum ekki Trump forseta, sagði Nadler að við vitum að Trump forseti mun halda áfram að ógna öryggi, lýðræði og stjórnskipunarkerfi þjóðarinnar ef hann fær að sitja áfram í embætti.
Nokkrir repúblikanar bentu á hatrið sem demókratar báru fyrir forsetanum áður en atkvæðagreiðsla var greidd í fulltrúadeildinni um ákæruákvæðin:
Þessi atkvæðagreiðsla, þessi dagur snýst um eitt og bara eitt. Þeir hata þennan forseta (Chris Stewart, Utah). Þetta er hörmulegur dagur í sögu þjóðar okkar. Við höfum einstaklinga sem hata þennan forseta meira en þeir elska þetta land (Greg Murphy, N.C.). Það er augljóst í dag að það er mikið hatur frá demókrötum í garð Donalds Trumps forseta. Af hverju hata þeir manninn svona mikið (Paul Gosar, Ariz.)?
Hvers vegna eiginlega?
Persónuleg andúð
Þegar fólk er spurt, hvers vegna ert þú á móti Dondald Trump? Þá kemur oftast svarið af því bara. Það elskar að hata hann og getur ekki bent á eitt atriði.
Fólk getur ekki bent á neitt áþreifanlegt, vegna þess að sem forseti stóð hann sig vel þótt umdeildur hafi verið sem persóna. Hann stuðlaði að friði í Miðausturlöndum með Abraham friðargjörðinni, virkjaði NATÓ (við mikla reiði aðildaríkja en nú hefur komið í ljós að það var rétt), efnahagur Bandaríkjanna aldrei eins blómlegur, andstæðingar Bandaríkjanna héldu sig á mottunni o.s.frv.
Úr því að hann stóð sig vel sem forseti, en var hataður af andstæðingunum af persónulegum ástæðum, hvað er það sem veldur svona miklum hugarangri andstæðinganna?
Hugmyndafræðileg andúð
Jú, Trump er einkenni á skiptingu Bandaríkjamanna í tvo andstæða hópa. Demókratar hafa í raun ráðið menningastefnu landsins síðastliðna áratugi með dyggum stuðningi meginfjölmiðla. Enginn leiðtogi Repúblikana hefur farið gegn þeim í raun (síðan Ronald Reagan), ekki fyrr en Trump kom til sögunnar. Hann óð í hugmyndafræði andstæðinganna án hiks og sagði að hin nýja hugmyndafræði Demókrata, sem hefur snarbeygt til vinstri og orðin ný-marxísk, væri röng og hann ætlaði að berjast gegn henni. Hann sagðist vera málsvari gömlu gildanna, fjölskyldunnar, rétt ófæddra barna, gegn nýju hugmyndafræðinni í kynjafræðinni o.s.frv. Með öðrum orðum, hann er kletturinn sem brýtur framrás frjálshyggjunnar og uppsker hatur fyrir. Andstæðingar hans ekki bara hata hann, þeir fyrst og fremst óttast hann.
Í raun er Trump dæmigerður bandarískur hægri maður sem boðar enga byltingu. Ekkert sem hann segir, hafa Repúblikanar ekki sagt áður. En þeir þurftu ekki eiga við nýja Demókrataflokkinn.
Bush feðgarnir og forsetar Bandaríkjanna voru veikir fyrir hugmyndafræðilega. Bush fjölskyldan er dæmigert fyrir djúpríkið og þeim er helst minnst fyrir stríðsrekstur þeirra. Og þeir máttu standa í stríði, Demókratar eru jafn miklir stríðsæsingarmenn og þeir. Feðgarnir voru í lagi á meðan þeir reyndu ekki að stöðva mennngarbyltinguna, sem þeir gerðu ekki.
En eins og áður sagði, er Trump einkenni, ekki orsök skiptingu Bandaríkjanna, hann er birtingamynd hennar.
Bandaríkin eru í raun heimsálfa og ríkin eins ólík og þau eru mörg. Herinn og alríkisstjórnin í Washington DC halda ríkjasambandinu saman.
Mikill menningarmunur er orðinn á íbúum landsins. Annars vegar skiptast íbúarnir stórborgarbúanna á vesturströnd og austurströnd Bandaríkjanna með frjálslyndu skoðunum sínum en hins vegar í íbúanna sem búa í "innlandinu" með hefðbundnar skoðanir sínar en þeim þykir sig vera afskipta. Þeir misstu störf sín þegar glópalíseringin var í fullum gangi, þeim fannst gildi sín lítilsvirt o.s.frv. Það hafði engan málsvara, ekki fyrr en Trump kom til sögunnar. Hann lagði mikið á sig að tala við "innlands íbúanna" og fá þá til að kjósa á ný. Þetta fólk fylgir Trump fram í rauðan dauðann og elskar hann, sama hversu oft hann verður ákærður.
Trump breytir leiknum og er hataður fyrir það
Förum aðeins dýpra í málið og forsöguna. Demókrötum var sama um forsetana Ronald Reagan, George H.W. Bush, eða George W. Bush - aðallega vegna þess að þeir voru forsetar Repúblikana.
Rétt eins og Repúblikanar voru ekki of hrifnir af forsetunum Jimmy Carter, Bill Clinton eða Barack Obama - aðallega vegna þess að þeir voru Demókratar.
En Trump er utangarðsmaður þegar hann bauð sig fram, var ekki í Washington DC elítunni og var jafn hataður af RHINO Repúblikönum og Demókrötum. Hann var álitinn svikari við status quo og grunngildi elítunnar, sem er að skara eldi að eigin köku og rugga bátnum. Hann sem átti Clinon hjónin sem vini og var vinsæll meðal almennings og stjórnmálaelítunnar, en braut óskráð lög um að fara ekki gegn djúpríkið og rugga ekki bátnum.
Staðan eins og hún er í dag, er að búið er að ryðja RINO Repúblikana úr flokknum, þetta er Trump flokkur, en Demókratar hata Trump meira en áður, ef það er hægt. Það sem við erum vitni að í dag, er pólitískur farsi og hættulegt lýðræðinu í Bandaríkjunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 8.8.2023 | 12:16 (breytt kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagan af Richard Nixon Bandaríkjaforseta hefur lengi heillað. Hann var uppi á umdeildum tímum en Víetnam stríðið geisaði í valdatíð hans, stríð sem hann erfði, en hann þurfti að leysa.
Í þessari grein er fjallað um vinsældir hans og embættisbrota ákærunni sem var í farvatninu. Gott að minnast þess, því að það stefnir í að Joe Biden verði þriðji forsetinn sem gengur í gegnum þann ferill nú í haust. Hér er gerður samanburður á málum þessara forseta en athuga verður að Joe Biden er enn í embætti og málaferlin gegn honum eru rétt að byrja.
Richard Nixon var vinsæll forseti
Í dag er Nixons helst minnst fyrir Watergate hneykslið og vera eini forsetinn sem hefur hrökklast úr embætti vegna þessa hneykslismáls. Hann vann tvær kosningar og fólk í dag vill oft gleyma hversu vinsæll (og hataður um leið) hann var.
Fyrir Watergate-hneykslið var Richard Nixon áberandi og þekktur stjórnmálamaður í Bandaríkjunum. Hann átti langan stjórnmálaferil sem stuðlaði að vinsældum hans og viðurkenningu.
Nixon vakti fyrst landsathygli þegar hann var valinn varaforsetaefni Dwight D. Eisenhower í forsetakosningunum 1952. Hlutverk hans sem varaforseti frá 1953 til 1961 hjálpaði honum að byggja upp orðspor sem eindreginn and-kommúnisti og sterkur talsmaður íhaldssamra gilda Repúblikanaflokksins.
Árið 1960 bauð Nixon sig sjálfur fram í forsetakosningunum gegn John F. Kennedy og tapaði naumlega í kosningum sem voru mjög umdeildir. Þrátt fyrir missi hans hélt nærvera hans á þjóðarsviðinu áfram að vaxa og hann var áfram virkur í stjórnmálum.
Árangursrík framboð Nixons til forseta árið 1968 sýndi hæfileika hans til að höfða til fjölda kjósenda. Hann nýtti sér boðskap lögreglu, sem fékk hljómgrunn hjá mörgum Bandaríkjamönnum sem höfðu áhyggjur af borgaralegum ólgu og mótmælum á þeim tíma. Nixons náði nokkrum mikilvægum árangri, þar á meðal stofnun Umhverfisverndarstofnunarinnar (EPA), eðlileg samskipti við Kína og verulegar framfarir í erindrekstri við Sovétríkin.
Á heildina litið, fyrir Watergate-hneykslið, var Nixon virtur og áhrifamikill stjórnmálamaður, eftir að hafa verið varaforseti, boðið sig fram til forseta og gegnt forsetaembættinu með góðum árangri. Vinsældir hans voru töluverðar og honum tókst að tryggja sér stuðning frá fjölbreyttum kjósendahópi. Watergate-hneykslið, sem kom upp á öðru kjörtímabili hans, svertaði verulega arfleifð hans og vinsældir.
En hversu vinsæll var Nixon? Í forsetakosningunum 1972 náði Richard Nixon endurkjöri með verulegum sigri. Hann fékk 60,7% atkvæða en andstæðingur hans, George McGovern, fékk 37,5% atkvæða. Nixon vann 49 af 50 ríkjum í Electoral College og fékk 520 kjörmannaatkvæði á móti 17 hjá McGovern. Þessi stórsigur endurspeglaði vinsældir Nixons á þeim tíma og mikinn stuðning hans meðal kjósenda.
Ákæra fyrir embættisbrot - samanburður við rannsóknina á Joe Biden
Ákæruferli gegn Richard Nixon var hafið vegna Watergate hneykslismálsins, sem fól í sér innbrot í höfuðstöðvar demókrata landsnefndar í Watergate skrifstofubyggingunni í Washington, DC. og misbeitingu valds innan Nixon-stjórnarinnar.
Hér er stutt yfirlit yfir ákæruferli gegn Richard Nixon í samanburði við rannsóknina á Joe Biden:
Watergate-hneykslið ýtti af stað ýmsum rannsóknum blaðamanna, þingnefnda og lagayfirvalda. Rannsóknirnar leiddu í ljós að meðlimir endurkjörsherferðar Nixons höfðu tekið þátt í innbrotinu og hyljatilraunum í kjölfarið. Vinstri sinnaðir blaðamenn gengu hart fram við að afhjúpa spillinguna.
Í dag þeigja meginfjölmiðlar þunnu hljóði yfir spillingarmál Biden fjölskyldunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja málið, er Hunter Biden ásamt fleiri fjölskyldu meðlimum ásakaður um að þiggja stórfellar múturgreiðslur frá erlendum ríkjum og FBI sakað um yfirhylmingu yfir fartölvu hneyksli Hunters, fartölvan frá helvíti eins og hún hefur verið nefnd. Landráð kalla andstæðingar Biden þetta mál.
Þar sem sönnunargögn um rangindi komu upp í Watergate málinu, urðu mikilvæg tímamót þegar í ljós kom að Nixon hafði tekið upp samtöl á leynilegan hátt á forsetaskrifstofunni. Þessar upptökur gætu hugsanlega gefið mikilvægar vísbendingar um aðild hans að hylmingunni. Sérstakur saksóknari, Archibald Cox, stefndi upptökunum en Nixon neitaði að gefa þær út.
Í dag hrannast sönnunargögnin upp gegn Biden fjölskyldunni, en ekki með hjálp FBI eða dómsmálaráðuneytisins, sem hafa reynt að hamla rannsókn Fulltrúardeildarinnar sem mest, heldur hafa embættismenn ofboðið spillingin og gerst uppljóstrarar.
Laugardagsmorðið. Í viðleitni til að forðast að gefa út spólurnar fyrirskipaði Nixon að Archibald Cox yrði rekinn í atburði sem þekktur er sem "Laugardagskvölds fjöldamorðin." Þetta leiddi til harðra mótmæla og vakti spurningar um hindrun framgang réttvísinnar.
Merrick Garland dómsmálaráðherra stjórnar Bidens hefur reynt að hamla rannsóknina á Biden fjölskylduna á margvíslegan hátt. Lítt duldar hefndaraðgerðir gegn uppljóstrurum eiga sér stað og saksóknarar gerðir út til höfuðs Donalds Trumps og hann ákærður fyrir ólíklegustu brot, allt gert til að afleiða og beina athyglina frá Joe Biden. Í hvers sinn sem stóllinn undir Joe hitnar, eru gerðar út ákærur á hendur Trumps.
Þegar rannsóknin hélt áfram á Nixon og sönnunargögnum fjölgaði byrjaði dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar að semja greinar um ákæru gegn honum. Þessar greinar innihéldu ákærur um hindrun framgang réttvísinnar, misbeitingu valds og fyrirlitningu á þinginu. Demókratar voru þarna fremstir í flokki en margir Repúblikanar studdu þessa rannsókn.
Í dag standa þingmenn Repúblikana einir að rannsókn að spillingarmálum Bidens fjölskyldunnar og mæta harðri andstöðu Demókrata, þótt nú sé ljóst að sönnunargögnin eru sterk.
Vegna vaxandi þrýstings og hæstaréttardóms gaf Nixon á endanum út nokkrar af forsetaskrifstofu spólunum. Þessar upptökur gáfu sönnunargögn um aðild hans að hylmingunni.
Í máli Joe Bidens, hefur komið í ljós upptökur af fundum Hunters með vafasömum viðskiptafélögum með þátttöku Joe Bidens. Joe hefur alltaf neitað að vita neitt um viðskipti sonar síns. Í ljós hefur komið að Joe notaði Hvíta húsið til að taka á móti skugglegum mönnum í sjálfu Hvíta húsinu þegar hann var varaforseti.
Afsögn Nixons. Frammi fyrir því að næstum öruggt væri að verða ákærður og vikið úr embætti tilkynnti Richard Nixon afsögn sína 8. ágúst 1974. Hann hætti störfum daginn eftir og Gerald Ford varaforseti varð nýr forseti Bandaríkjanna. Honum var ekki stætt í embætti, vegna þess að bæði Demókratar og Repúblikanar sameinuðust gegn honum.
Afsögn Nixons varð til þess að hann var fyrsti og eini forseti Bandaríkjanna sem sagði af sér embætti. Ford náðaði síðar Nixon fyrir hvers kyns glæpi sem hann gæti hafa framið meðan hann var í embætti, sem var umdeild ákvörðun en ætlað var að hjálpa þjóðinni að komast yfir Watergate-kreppunni.
Þó að Nixon hafi ekki verið formlega ákærður, var ákæruferlinu vel á veg komið og afsögn hans var bein afleiðing af vaxandi sönnunargögnum um rangt mál og líklegur árangur af ákærumeðferðinni.
Í dag er ákæruferlið gegn Joe Biden aðeins í startholunni. Repúblikanar hafa þó sagt að til standi að hefja ákæruferlið gegn honum í haust.
En nú er líklegt að mál fara öðru vísi en í tilfelli Nixons. Repúblikanar hafa meirihlutann í Fulltrúardeildinni en Demókratar nauman meirihluta í Öldungadeildinni. Ef ákæruferlið fer af stað gegn Biden, mun ákæran gegn honum fara eftir flokkslínum í Fulltrúadeildinni en stöðvast í Öldungadeildinni en þar þarf aukinn meirihluta til að svipta hann embætti.
En Joe Biden verður rúinn trausti og mun málið líklega eyðileggja möguleika hans í forsetakosningunum 2024. Reyndar er mesta spennan um hvort hann segi af sér embætti af heilsufars ástæðum (maðurinn er með elliglöp á háu stigi), hvort hann hreinlega látist í embætti eða hvort hann nái að vinna eða tapa forsetakosningarnar 2024. Reyndar mun Joe Biden ekki sitja einn á sakamannabekk, tveir ráðherrar munu deila honum með Biden, dómsmálaráðherrann og innanríkisráðherrann. Báðir verða líklega ákærðir fyrir misbeitinu valds og framfylgja ekki lögum.
Í raun snýst málið gegn Joe Biden um heillindi Demókrataflokksins. Getur flokkurinn lyft sér úr pólitíkinni og fórnað hagsmuni sína fyrir hagsmuni Bandaríkjanna? Vegferð Demókrataflokksins í dag, hefur endað út í forapytt.
Einn mótframbjóðandi er kominn gegn Joe Biden, Robert Kennedy Jr., sem virðist aðhyllast hefðbundin (gömlu gildin) flokksins en annar er rétt handan sjónarsviðið, Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, sem sumir halda að muni keyra flokkinn lengra út í forapytt ný-marxismans.
Utanríkismál/alþjóðamál | 7.8.2023 | 12:43 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessari spurningu hef ég margoft reynt að svara ásamt mörgum öðrum í Bandaríkjunum.
Margir segja að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni daglegu starfi en Jill Biden, eiginkona Joe, stýri honum óopinberlega.
Sumir halda að Barrack Obama fjarstýri Joe, en það finnst mér ólíklegt. Það er nefnilega þannig að þegar menn komast í valdakatlana, þá tíma þeir ekki að deila völdum. En hann hefur samt einhver áhrif.
Þáttastjórnandi einn í Bandaríkjunum, heldur hins vegar að ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu. Joe Biden eyðir 40% af tíma sínum í frí og þegar hann mætir í vinnuna, vinnur hann hálfan vinnudag (mest megnið upplýsingafundir).
Þannig megi segja að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (e. United States Secretary of State), hafi fullar hendur og ráði einn nánast utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sama megi segja Merrick Garland er dómsmálaráðherra (e. United States Attorney General) sem stendur fyrir opnri landamærastefnu núverandi stjórnar. Alveg galin stefna og það stefnir í að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp (vanrækslu í starfi og ekki framfylgja lögum varðandi landamærin).
Sama má segja um öll hin ráðuneytin, þau eru undir stjórn viðkomandi ráðherra, sem fer sínu fram. Þannig megi sjá furðulega stefnu í ýmsum málaflokkum. Það má því segja að þegar aðfangakerfi frá Vesturströnd Bandaríkjanna inn í miðríkin klikkaði í fyrra, var það alfarið á ábyrgð Pete Buttigieg sem er samgönguráðherra. Þar sem hann er algjörlega vanhæfur stjórnandi, leystist málið ekki vegna aðgerða stjórnvalda, heldur leystu einkaaðilar það fyrir alríkisvaldið. Hann hafði þá á sama tíma meiri áhyggjur af rasisma í gerð vega!!! Ég er ekki að skálda þetta.
Sömu lögmál gilda um ríkisstjórn, heimili eða fyrirtæki, það verður alltaf að vera einhver oddviti eða fyrirsvari. Og það er enginn oddviti í stjórn Bidens. Einhver sem heldur um alla valdaþræði og markar heildarstefnuna.
Eins og allir geta séð, er Joe Biden langt leiddur af elliglöpum, og hann því ekki fær um að stíga upp á svið hvað þá að ganga um það. Því miður. Ekki er hægt að sækja í "viskubrunn" varaforseta Bandaríkjanna, Kamala Harris, því hún er sögð verra vitl...en Joe Biden og ekki hefur andað hlýju milli forsetans og varaforsetans, alveg frá byrjun.
Svona í lokin, þá er hafin umræða í Bandaríkjunum um háan aldur forystufólks landsins. Miklar áhyggjur er af andlegri getu þessa fólks. Dianne Feinstein, Öldungardeildarþingmaður Demókrata, átti um daginn í erfiðleikum með að segja já í atkvæðagreiðslu (og aðstoðarfólk hennar sagði hennar ítrekað að segja já en seint var á það).
Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikana í Öldungardeildinni, fraus í miðri ræðu í fyrir fáeinum dögum og þurfti að leiða hann af blaðamannafundi.
Þetta er ekki einu þingmennirnir á Bandaríkjaþingi sem eru komnir á síðasta söludag, margir aðrir valda ekki embætti sín vegna aldurs eða hreinlega vegna sjúkdóms eða heimsku.
Það komst í fréttir, meira segja á Íslandi, þegar John Fetterman, Öldungardeildarþingmaður frá Pennsylvaníu og demókrati, vann andstæðing sinn eftirminnilega, nýbúinn að fá heilablóðfall og með krónískt þunglyndi. Maðurinn getur enn ekki myndað óbrjálaða setningu, líkt og farið er með Joe Biden. Það er býsna alvarlegt að minnsta kosti þrír af hundrað Öldungardeildarþingmönnum eru hálfir út úr heiminum.
En alvarlegast er ástandið á Bandaríkjaforsetanum. Það er skelfilegt til þess að hugsa, að hann geti hafið stríð og beitt kjarnorkuvopnum, án þess að hafa andlega getu til að meta gjörðir sínar.
Utanríkismál/alþjóðamál | 31.7.2023 | 18:15 (breytt kl. 18:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚV virðist hafa miklar áhyggjur af afdrif lýðræðis í Ísraels vegna þess að ísraelska þingið samþykkti umdeilar lagabreytingar sem snúa að hæstarétti landsins.
Eins og er í öllum lýðræðisríkjum (nema Íslandi þar sem framkvæmdarvaldið situr á Alþingi) er þrískipting valdsins grundvöllur lýðræðisins í Ísrael. Dómsstólavaldið, framkvæmdarvaldið og svo löggjafarvaldið er skiptingin.
Nú er ég ekki öllum hnútum kunnugur um skiptingu valdsins í Ísrael, en þykkist þó telja mig vita að löggjafarvaldið eigi að setja lög sem dómstólar fara eftir og framkvæmdarvaldið framkvæmir eftir.
Ef meirihlutinn á Knesset (þinginu) ákveður að breyta lögum er varða lögsvið dómstóla, skil ég ekki af hverju það er verið að mótmæla. Væntanlega er meirihlutinn á þinginu að samþykkja lagabreytingar á löglegan hátt.
Í frétt RÚV segir: "Hinar umdeildu lagabreytingar fela í sér að fella niður heimild hæstaréttar til að hnekkja aðgerðum stjórnvalda sem dómstóllinn telur brjóta gegn stjórnarskránni. Hæstaréttardómarar og lögfræðingar hafa gagnrýnt breytingarnar harðlega og sagt þær ógna lýðræði landsins." Þetta er ekki rétt, því að það er engin stjórnarskrá í Ísrael! Bara svokölluð grunnlög. Eru bara sumarstarfsmenn starfandi á fréttastofu RÚV á sumrin? Þetta er auðvelt að flétta upp. Þessi skýring RÚV er því of óljós til að skilja og röng.
Kíkjum þá á skýringu fjölmiðilsins Aljazeera:
"Lögin, hluti af víðtækari viðleitni til að endurskoða dómskerfið, koma í veg fyrir að Hæstiréttur felli niður stjórnvaldsákvarðanir.
Stuðningsmenn þess segja að núverandi staðall um sanngirni veiti ókjörnum dómurum óhóflegt vald yfir ákvarðanatöku kjörinna embættismanna. En gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að hún fjarlægi lykilatriði í eftirlitsvaldi dómstólsins og opni leið fyrir spillingu og óviðeigandi skipan."
Þessi skýring er skiljanlegri. Og af henni má lesa að Hæstiréttur Ísraels sé að skipta sér af stjórnvaldsákvörðunum (sem hvergi er leyfilegt) en dómstólar eiga almennt að dæma eftir lögum, ekki að stjórna og þar með skipta sér af framkvæmdarvaldinu.
Ég veit ekki hvað eftirlitsvald dómstólsins á að vera sem gagnrýnendur hafa áhyggjur af, til þess veit ég of lítið. En almennt myndi maður halda að dómstólar eigi bara að dæma eftir lögum, ekki að standa í lagasetningu, stjórnmálum almennt eða stjórnun ríkja. Ég hef reyndar litlar áhyggjur af þessu máli, en er hér að skrifa mig til skilnings.
Nóta bene, verri er það að lýðfræðin er að breyta íbúasamsetningu landsins. Heittrúaðir eignast fleiri börn en þeir sem eru í meðallagi trúaðir. Þetta þýðir að Ísrael stefnir í að vera trúarríki eins og Íran, einhvern tímann eftir x mörg ár. Ísrael gæti þá hætt að vera veraldlegt ríki og orðið geistlegt. Hvers konar ríki það verður og hvort það verði gott fyrir heimsfriðin, með öflugt kjarnorkuvopnabúr við hendina....
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.7.2023 | 20:38 (breytt 26.7.2023 kl. 00:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er deginum ljósara að það er ekki Joe Biden sem stjórnar Bandaríkjunum. Frá því hann tók við völdum og fyrir kosningabaráttuna, þá var Joe Biden í lélegu andlegu ástandi. Það hefur farið versnandi og virkar hann alltaf illa gáttaður á sviði. Og það er alltaf einhver sem stýrir honum á sviðinu. Eitt sinn var það páskakanínan sem gaf honum skipun og sjá mátti að Biden varð fyrst undrandi en síðan reiður. En hann hlýddi.
Nýjasta dæmið er þegar hann tók á móti forseta Ísrael í vikunni, hann sat í stól á móti gestinum en hann gat ekki einu sinni talað beint við hann og varð að notast við skrifaða minnispunkta. Forsetinn gapti af undrun og horfði á fréttamennina sem voru viðstaddir í forundrun.
Biden getur ekki gengið upp stiga, niður stiga, á sviði, hjólað eða gengið almennt án þess að hrasa og detta. Hann getur ekki sett saman tvær setningar og ef hann segir eitthvað er það ekki í samhengi. Um daginn sagði hann: "I have wiped my butt" þegar einn fréttamaðurinn kallaði til hans spurningu. Hann getur ekki einu sinni lesið af textavél.
En það er einhver sem stjórnar sýningunni og hafa menn hallast að því að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni henni (ríkisstjórninni) dags daglega en Barack Obama á bakvið tjöldin. Frægt var þegar Obama lagði hart að Biden að fara ekki í framboð en Biden, þyrstur í völd, hlustaði ekki á hann.
Aðrir segja að Jill Biden, eiginkona Joe Bidens, sé sá aðili sem raunverulega stjórni Joe og þar með Bandaríkjunum. Hún hafi hent Obama út þegar hann hafi lagt til að Joe segði af sér og léti Kamala Harris taka við forsetaembættinu. Hún kemur alls staðar fram með Joe Biden, stendur þétt við hlið hans og stýrir hreyfingum hans í hvívetna.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er viðauki 25. Í fimmtu grein hans segir:
"Hluti 4:
Hvenær sem varaforseti og meirihluti annað hvort aðalmanna framkvæmdadeilda eða annarrar stofnunar eins og þing kann að kveða á um, senda forseta öldungadeildarinnar og forseta fulltrúadeildarinnar skriflega yfirlýsingu sína um að forsetinn sé ófær um að gegna völdum og skyldum embættis síns, skal varaforseti þegar í stað taka við völdum og skyldum embættisins sem starfandi forseti."
Repúblikanar hafa gælt við að virkja þetta ákvæði en alltaf fallið frá því, vegna þess að þeir eru almennt sammála um að Kamala Harris verði jafnvel verri forseti en Joe Biden. Hún á sjálf í erfiðleikum með að tjá sig, er einn óvinsælasti varaforseti sögunnar, sem er "heiður" sem erfitt er að öðlast í ljósi þess að varaforsetinn gerir lítið. Að velja Kamala Harris sem varaforseta var ansi snjall leikur af hálfu liðs Bidens, hún er n.k. trygging fyrir að hann klári kjörtímabilið.
En ef til vill verða Repúblikanar samt sem áður að leggja fram ákæru á hendur Bidens fyrir embættisafglöp í starf og spillingu fyrir og eftir að hann tók við völdum. Sannanir hrannast upp gegn Joe Biden og fjölskyldu hans fyrir spillingu og múturþægni. Fjölskyldan virðist hafa selt aðgang að varaforsetaembættinu þegar Joe var varaforseti en hann gegndi því hlutverki í átta ár. Og jafnvel áður, þegar hann var öldungardeildarþingmaður. Verst er að helstu óvinir Bandaríkjanna, Rússland og Kína, og fleiri þjóðir, virðast hafa keypt aðgang að æðsta embætti Bandaríkjanna. Ef þetta er satt, þá eru þetta landráð af verstu gerð.
Á meðan Biden er enn við völd, verðum við að vonast að óvinir Bandaríkjanna gangi ekki lengra fram en þeir hafa þegar gert og jafnvel láti til skara skríða rétt áður en hann lætur af embætti, því að það er nokkuð ljóst að Biden getur ekki gegnt annað kjörtímabil. Einnig að í einhverju óráðiskasti, að hann fari ekki að fikta í kjarnorkuvopna töskunni sem fylgir honum öllum stundum. Það væri nánast kraftaverk ef honum tekst ekki að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni það sem eftir er af tímabili hans sem forseti Bandaríkjanna. God save USA!
Utanríkismál/alþjóðamál | 19.7.2023 | 12:18 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020