Mistækur ferill friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna

Margir velta fyrir sér hvað Sameinuðu þjóðirnar ætla sér að gera fyrir flóttafólk af Gasa.  Egyptar hafa læst landamærastöðinni við Rafa og flóttamenn komast þar af leiðandi ekki yfir til Egyptalands. Einn egypskur embættismaður lagði til að Evrópa tæki við flóttamönnunum. Engin Arabaþjóð vill taka við 2,3 milljónir Gasabúa.

Lagt hefur verið til að Sameinuðu þjóðirnar stígi inn í og komi upp flóttamannabúðir við landamæri Egyptalands og Gasa, Egyptalands megin. En nei, Sameinuðu þjóðirnar vilja það ekki nema öryggið verði tryggt. Hvenær er öryggi flóttamannabúða að fullu tryggt? Á ekki að mæta fólkinu þar sem það er statt í hættu?

Þetta minnir mig á hversu illa S.þ. stóðu sig í Rúanda.  Ég hef horft á tvær bíómyndir um þjóðarmorðið þar og þá síðari bara í seinustu viku og fjallaði sú um kanadískan hershöfðingja sem var þar yfir friðargæslusveitum S.þ. í landinu. 

Sveitir S.þ. voru fámennar, illa vopnum búnar, nánast ekki með nein skotfæri. Það var kanadíski hershöfðinginn í liði S.þ. sem bjargaði því sem bjarga mátti, en hann tók að sér vernd 32 þúsund manna og hunsaði þar með fyrirmæli höfuðstöðva S.þ. um að draga úr landinu allt friðargæsluliðs S.þ.  Menn vissu fullvel að þjóðarmorð var í gangi en ekkert var gert. Í valinu lágu rétt um milljón manns.

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa tekið þátt í friðargæslustörfum um allan heim frá stofnun þeirra árið 1945. Þótt S.Þ. hafi náð nokkrum árangri í friðargæslu, hafa þau einnig staðið frammi fyrir gagnrýni og áskorunum í ýmsum verkefnum. Kíkjum á nokkur dæmi.

Árangurinn er sumstaðar sjáanlegur. SÞ hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að leysa átök og viðhalda friði á mörgum svæðum. Nokkur árangursrík dæmi eru friðargæsluverkefni í Namibíu, Kambódíu, El Salvador, Mósambík og Líberíu. Þessi verkefni hjálpuðu til við að koma á stöðugleika í stöðunni, auðvelda kosningar og styðja við umskipti yfir í friðsamlega stjórnarhætti.

Mistökin eru mörg. Áberandi dæmi eru þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 og fjöldamorðin í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þessir hörmulegu atburðir vöktu spurningar um árangur friðargæslu SÞ, þar sem þeir áttu sér stað þrátt fyrir að SÞ-hermenn væru viðstaddir.

En þá má koma S.þ. að nokkru til varnar og liggjar þar nokkrir þættir að baki.

Í fyrsta lagi fjármagnið til friðargæslu takmarkað. Friðargæsluverkefni SÞ starfa oft með takmörkuðum fjármunum og við erfiðar aðstæður. Ófullnægjandi fjármögnun, búnaður og fjöldi hermanna getur hindrað skilvirkni þeirra. Auk þess geta verkefni í flóknu, fjandsamlegu umhverfi verið afar krefjandi.

Í öðru lagi eru verkefnin sem friðargæslusveitarnar stíga inn afar flókin. Mörg átök sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru sendir til eiga sér djúpar rætur og flóknar, þar sem taka þátt í kannski margir vopnaðir hópar, þjóðernisdeildurnar flóknar og með langri sögu ofbeldis. Að taka á þessum undirliggjandi málum er oft utan verksviðs friðargæsluverkefna.

Í þriðja lagi og hér liggur akkelishæll S.þ. Samþykki stríðsaðila þarf til að friðargæslusveitirnar stígi inn í. Friðargæsluverkefni SÞ byggja á samþykki aðila sem taka þátt í átökum. Þegar allir aðilar standa ekki að fullu samstarfi getur það hindrað getu verkefnisins til að ná markmiðum sínum. Þar með eru sveitirnar bara varðhundar, sem reknir eru í burtu þegar annar aðilinn ákveður að fara í stríð. Það gerðist í stríði Ísraela, þegar Egyptar ráku þær í burtu (svo að þær væru ekki að þvælast fyrir þegar berja átti á Ísrael).

Í fjórða lagi. Friðargæsluverkefnin geta tekið áratugi, líkt og í Kongó og Líbanon og þar með orðið breyting á umboði. Umboð friðargæsluverkefna SÞ geta breyst með tímanum, sem gerir það erfitt að laga sig að breyttum aðstæðum. Skýr og framkvæmanleg umboð skipta sköpum fyrir árangur.

Í fimmta lagi eru pólitískar og diplómatískar takmarkanir á öllum verkefnum. Friðargæsluverkefni eru oft háð pólitískum sjónarmiðum og diplómatískum áskorunum, sem geta haft áhrif á árangur þeirra. Aðildarríki SÞ hafa mismunandi hagsmuni á mismunandi átakasvæðum.

Það er greinilegt að S.þ. ráða ekki við langvarndi og flókin verkefni eins og sjá má í Kongó. Í landinu, sem kallað er lengsta borgarastyrjöld Afríku og hefur staðið í marga áratugi, er árangurinn lítill.

Betra væri ef til vill að svæðisbundin hernaðarbandalög taki að sér friðargæslu.  Svo sem Afríku bandalagið (African Union) sem sæi um friðargæslu í álfunni, með mannskap sem er ef til vill með svipaða menningu og tungu og í stríðsátakalandinu.



    


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sameinuðu Þjóðirnar ganga ekki út á það sem flestir halda.

Þetta stuðlar að allskyns búsifjum fyrir almenning allstaðar, leynt og ljóst.

Með réttu ætti að leggja allt batteríið af, en hagsmunaaðilar (ekki þjóðirnar sjálfar) hafa aðrar hugmyndir.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2023 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband