Palestínumenn voru kristnir, gyðingar og múslimar

Vegna þess að menn nenna aldrei að grafa lengra en eina öld aftur í tímann í samfélagsumræðunni, skilja þeir ekki forsöguna að stofnun Ísraels og hverjir bjuggu í landinu helga. Sú mynd að gyðingar hafi streymt til landsins helga á 20. öld og tekið það yfir með stofnun Ísraelsríkis 1948 er röng. Ennþá daginn í dag, er Ísrael og Palestína áður (nær yfir mun stærra svæði en Ísraelsríki nútímans), margskipt land eftir menningu og trúarbrögðum. Sannkallað fjölþjóðaríki. Allir voru Palestínumenn. Prófum að bakka um eina öld í viðbót og fara til 19. aldar.

Á 19. öld var íbúasamsetning svæðisins sem nær yfir nútíma Ísrael og Palestínu fjölbreytt og samanstóð af ýmsum trúarhópum.

Meirihluti íbúa í Palestínu á 19. öld var múslimar (Vesturbakkinn meðtalinn og jafnvel svæði sem nú tilheyrir Jórdaníu og Sýrland). Þar á meðal eru bæði arabískir múslimar og ekki arabískir múslimar sem höfðu búið á svæðinu um aldir. Engin skýr landamörk voru enda eyðimörk á þrenna vegu og allt undir stjórn Ottómana.

Það var verulegur kristinn íbúafjöldi á svæðinu og er enn, þar á meðal ýmis kristnir trúflokkar eins og austrétttrúnaðar menn, kaþólikkar og ýmsir mótmælendahópar. Margir kristnir helgir staðir eru staðsettir á þessu svæði.

Og Gyðingar. Þó að gyðingabúar á 19. öld hafi verið tiltölulega fáir, voru enn gyðingua búsettir í Palestínu, sérstaklega í borgum eins og Jerúsalem (voru í meirihluta), Safed og Hebron.

Samfélag Drúsa hefur verið til í árhundruð. Drúsneska samfélagið hefur verið til staðar á svæðinu um aldir og er aðallega á svæðum eins og í kringum Karmelfjalli og Galíleu.

Aðrir minnihlutahópar: Á svæðinu voru einnig smærri samfélög Samverja og annarra trúarhópa minnihlutahópa.

Nákvæm trúarleg sundurliðun og íbúafjölda er erfitt að ákvarða með nákvæmni vegna takmarkaðra sögulegra heimilda. Íbúasamsetning svæðisins tók miklum breytingum á 19. öld vegna ýmissa þátta, þar á meðal fólksflutninga frá Egyptaland og öðrum múslima svæðum og trúarlegra áhrifa. Auk þess voru mörk og stjórnsýslusvið ekki þau sömu og þau eru í dag.

Ekki má gleyma að Palestínuarabar eru ekki bara múslimar, sumir þeirra eru kristnir. Gyðingar á 19. öld töldust líka vera Palestínumenn!

En kíkjum á stærsta trúarhópinn í Palestínu á 19. öld - múslimanna.

Íbúar múslima í Palestínu á 19. öld voru samsettir úr blöndu af frumbyggjum og fólki sem hafði sest að á svæðinu í margar aldir. Uppruna þessara múslima má rekja til ýmissa leiða, kíkjum á þær.

Frumbyggjarir hafa alltaf verið í landinu. Margir af múslimum í Palestínu voru afkomendur frumbyggja svæðisins, sem innihélt bæði arabísk og ekki arabísk samfélög. Þetta fólk hafði búið á svæðinu í kynslóðir og nærvera þeirra var fyrir 19. öld um aldir.

Arabískir múslimar hafa verið lengi í landinu. Meirihluti múslima í Palestínu voru arabar og nærvera þeirra á svæðinu nær aftur til útþenslu araba á 7. öld. Þessir arabísku múslimar voru oft afkomendur þeirra sem höfðu búið á svæðinu um aldir.

Fólksflutningar og landnám. Í gegnum aldirnar voru ýmsir fólksflutningar og byggðir á svæðinu vegna þátta eins og verslunar, landvinninga og trúarlegra pílagrímaferða. Til dæmis, hin heilaga borg Jerúsalem laðaði að sér múslima víðsvegar um íslamska heiminn sem staður sem hefur trúarlega þýðingu.

Og svo voru þeir sem flökkuðu um svæðið á úlföldum sínum og hafa gert um aldir með ekkert fast aðsetur. Hér er átt við Bedúínasamfélögin. Hirðingjabedúínasamfélögin á svæðinu voru einnig hluti af múslimabúum. Þeir fóru um eyðimerkursvæði Levant, þar á meðal hluta af nútíma Ísrael og Palestínu og á Arabíuskaga sem Sínískaga. Gyðingar í fornöld komu einmitt fyrst til svæðissins þann veginn.

Kannski eru gyðingar og múslimar á svæðinu skyldari en þeir vilja viðurkenna. Ef grannt er skoðað eru frumbyggjarnir ýmis gyðingar eða múslimar og eiga sömu forfeður.  

Íbúar svæðisins hafa verið á mörkunum að semja um frið og eins með Ísraelmenn og nágrannaþjóðir þeirra, sbr. Abraham samkomulaginu, Óslóar samkomulagið og friðarsamninga Egypta, Jórdana við Ísrael. Eigum við ekki að vera bjartsýn og spá friði, frekar en ófriði fyrir framtíðina? Möguleikinn er fyrir hendi.

Lærdómurinn er að þekkja alla söguna og allar hliðar áður en við komum með (for)dóma.

Núverandi staða: Ljóst er að mörg mistök voru gerð og ófyrirséðir atburðir sem leiddi til atburðarrásina eins og hún varð.  Í fyrsta lagi, fengu Ísraelar í Yom Kippur stríðinu njósnir fyrirfram um yfirvofandi hættu en brugðust seint við. Sama um þetta stríð, líkt og ég bjóst við, fengu Ísraelar njósnir þrjá daga fyrir árásina frá Egyptum en vanmátu andstæðinginn.

Hamas gerðu árás á Ísrael með stærra umfangi en áður, það er eini munurinn frá fyrri árásum þeirra. Það hefur sjálfsagt komið þeim á óvart hversu lélegar varnir Ísraela voru og því varð mannfallið svona gífurlegt.  Hverju bjuggust Hamasliðar við af hálfu Ísraela? Að sjálfsögðu hefndaraðgerðir en líklega ekki allsherjar innrás, þar sem ekki verður stoppað fyrr en allir Hamasliðar eru drepnir. Þar vanmátu þeir afleiðingar gerða sinnar. Þeir treystu á að Ísraelar þora ekki í borgarhernað með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara og allra aðila (og fordæmingar heimsbyggðarinnar). En Ísraelum var stillt upp við vegginn. Þeir verða að klára þetta stríð með sigri, því að þeir "misstu andlitið" - álitið. Annars er hætt á að aðrir fari af stað og geri árás á Ísrael. Sama með Rússa, þeir verða að klára og sigra í Úkraníu stríðið, annars missa þeir "andlitið" sem stórveldi (í þeirra augum heimsveldi).

Sumir segja að ekki sé hægt að afmá slík samtök, aðrir komi þá bara í staðinn og taki upp flaggið. En það er ekki rétt. ISIS samtökin voru gjörsigruð og sagan er full af uppreisnarsamtökum sem voru gjörsigruð og hafa aldrei sést síðan.

Að lokum: Gott er að hafa í huga eftirfarandi þegar við höldum að heimurinn sé að farast nú á síðustu og verstu tímum: Heimurinn skiptist í það sem fellur undir okkar stjórn og það sem er utan við okkar stjórnar. Hamingja felst í að greina þar á milli, láta ekki það sem er utan okkar stjórnar á okkur fá og breyta rétt þegar kemur að því sem er undir okkar stjórn. Epiktets, stóuspekingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband