Færsluflokkur: Vefurinn

Hlaðvarpið (Podcaster) kemur með dýptina í umræðuna - Ein pæling

Bloggritari rakst á þetta podcast/hlaðvarp fyrir tilviljun sem heitir Ein pæling. Það er í anda erlenda podcasta (hlaðvarpa) þar sem spyrillinn tekur langa umræðu við viðmælanda sinn. Joe Rogan og Tucker Carlson er hvað þekktastir fyrir þessa nálgun og ótrúlegt en satt, fólk þráir og líkar við slíka dýpt í umræðu.

Hér er rætt við þekkta sem og óþekkta einstaklinga sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Hér koma tvö viðtöl, annars vegar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og hins vegar við Sigurð Orra Kjristjánsson fyrrverandi Samfylkingarmann.

 



 

 


Fjölmiðlar í djúpum skít

Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds. Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til.  Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður.

Áróðurinn getur verið margvíslegur, t.d. í loftslagsmálum, í woke málum eða fjölmiðlarnir eru hreinlega í vasanum á stjórnmálaöflunum og flytja frétta flutning sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. RÚV er til að mynda oddviti íslenskra fjölmiðla sem flytja áróður en aðrir fjölmiðlar eru einnig undir áhrifum hagsmunaafla. Wokismi, loftslags hræðsla, Rússa fóbía o.s.frv. er stefnan, en ekki hlutlaus fréttaflutningur.

Í Bandaríkjunum er allt í háa lofti vegna þess að allt í einu "uppgötvuðu" fjölmiðlar að Joe Biden er elliært gamalmenni sem getur varla ratað um svið.  Þetta hefur bloggritari bent á hér á blogginu síðastliðin fjögur ár, að maðurinn er hættulegur heimsfriðnum og hann er haldinn elliglöp.   

Varla er bandaríska fjölmiðlastéttin vanvitar upp til hópa, þannig að það er auðljóst að yfirhylming hefur átt sér stað síðastliðin fjögur ár.

Auðvitað bentu hægri fjölmiðlarnir í landinu, svo sem Foxnews og Maxnews á þessa staðreynd en aðrir hylmdu yfir og voru beinlínis í liði með demókrötum. Þeir sendu annað hvort spurningar fyrirfram eða fengu þær frá Hvíta húsinu. Svo var spunnið vitrænn söguþráður með strengjabrúðunni Joe Biden sem varla getur lesið texta af textavél.  Í dag ætlar hann í fyrsta sinn að vera með opinn blaðamannafund, sjáum hvort hann verði ekki einnig stýrður.

Nýju föt keisarans er það sem fjölmiðlar vilja láta okkur trúa að séu til. En þeir sem vilja, sjá að keisarinn er nakinn. Það er ekki nýtt að auðvelt reynist að plata fjöldann. Við sjáum það í sigurför kommúnismans og nasisismans á 20. öld og dauðann og eyðileggingu sem fylgdi í kjölfarið. En það sé enn hægt, á tímum internetsins, vekur áhyggjur.

Góðu fréttirnar fyrir okkur borgaranna, sem viljum fylgjast með umheiminum án áróðurs ítroðslu, er að frjálsir fjölmiðlamenn eru orðnir áberandi og öflugir á netinu. Svo sem Bill O´Reilly sem er fyrrverandi fréttamaður á Foxnews. Hann segist sjá hlutina eins og þeir eru og lætur bæði hægri og vinstri menn heyra það. Bloggritari fylgist því vel með hvað hann segir en einnig aðra frjálsa fjölmiðlamenn.

Stóru fjölmiðlarisarnir eru búnir að vera, fólk leitar víða um völl að fréttum og traustið, sem var þegar í lágmarkið, er farið. Svo er farið um öll Vesturlönd. Fjórða valdið er dautt.

 


Bloggið Samfélag og saga verið í loftinu síðan 20.11.2020

Blogg ritari fór að velta fyrir sér blogg skrif sín í gærdag og leit yfir farinn veg. Tilefnið eru áramótin en einnig áhugavert símtal við einn lesanda Samfélags og sögu sem hringdi í gærkvöldi. Viðkomandi er ekki sá fyrsti sem hringir og þakkar fyrir vönduð blogg skrif og afkasta getu bloggsíðuhafa!

En hann spurði nokkrar spurningar sem erfitt var að svara. T.d. hvers vegna þessi bloggsíða væri ekki á topp tíu listanum, þar sem hún fengi mun meiri lestur. Það er Moggabloggsins að svara fyrir það.

Í spurt og svarað er það svarað svona:

"Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni? (topp tíu listann)

Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."

Þannig að valið er pólitískt - ritstjórnarlega séð. Skiptir engu máli hversu margar greinar viðkomandi bloggari skrifar, né hversu margar greinar birtast á viku né hversu mikla lesningu ákveðnar greinar hafa fengið. 

Förum í tölfræðina. Á rúmum þremur árum hafa verið skrifaðar 840 blogggreinar. Það gerir sirka 300 greinar á ári. Bloggsíðan Samfélag og saga er á listanum milli 15-20 vinsælustu bloggin miðað við vikuinnlit. Mest lesna blogg greinin fékk um 1400 innlit og yfir 2000 skroll einn daginn.

En hér er ekki verið að kvarta, bara að benda á staðreyndir.

Tilgangurinn með þessum bloggskrifum er eins og ég sagði í upphafi: "Ég er að skrifa mig til skilnings". Bloggsíðu hafinn skrifaði fyrst einungis á Facebook (fyrir sjálfan sig) í svo kölluðum glósum. Þar var hægt að skrifa heilu ritgerðirnar og var það gert. En svo lokaði Fésið á þann möguleika að leyfa langt mál. Þá var skipt yfir í Moggabloggið. 

Það, Moggabloggið, má eiga heiður skilið fyrir að leyfa opna umræðu, með sannkallað umræðutorgi þar sem allir fá að tjá sig.

Sagnfræðingurinn í mér hvetur mig til að fylgjast með samfélagsumræðunni og vegna áratuga reynslu af sagnfræðiskrifum um íslenskt samfélag, telur bloggsíðuhafi sig hafa einhverja þekkingu sem er hægt að miðla en einnig til að auka sjálfskilning á hvað er að gerast í heiminum í dag.  Það er nefnilega þannig að þegar fólk er í hringiðju atburða, er ekki vitað um endirinn og þá sér fólk ekki sögulegt samhengi samtíma viðburða. Atburður í dag verður saga morgundagsins.

Hér á þessari bloggsíðu hefur verið farið vítt yfir sviðið. Eiginlega allt á milli himins og jarðar krufið til mergjar.

Að lokum

Svo má benda á að blogg grein lifir aðeins af í einn eða nokkra daga á blogginu. Þá er hún horfin sjónum. Eða hvað? Nei, blogg greinar lifa um aldur og ævi á netinu. Blogghafi hefur fengið beiðni um útvarpsviðtal vegna tveggja ára gamallar blogg greinar, sem hann var búinn að gleyma að hann hafði skrifað. Blaðamaðurinn hafði aldrei lesið þetta blogg en fundið umrædda grein á netinu.

Bloggsíðuhafi mun halda áfram á sömu braut, skrifa greinar sem ekki eru ætlaðar til vinsælda né almenns lesturs, enda ekki tilgangurinn. Þessi síða er ekki til vinsældar ætlað.

Ef einhverjum finnst gaman að lesa það sem hér er ritað, þá er það velkomið og takk fyrir innlitin þið sem lesið! Það er nefnilega harðkjarna hópur, þótt lítill sé, sem les Samfélag og sögu! Hann er sannkallaður eðalhópur!


ChatGPT - Spurning: Hvenær mun gervigreindin eyða mannkyninu?

Svar ChatGPT: 

"Ég vil fyrst og fremst áminna um að gervigreind er einungis tól og að hún hefur ekki vald til að ákveða eða framkvæma neitt án skipulags og stjórnunar manna. Það eru ekki aðilar eins og tölvaforrit, sem hafa sjálfstæðan vilja eða tilgang, sem ákveða hvaða aðgerðir eru teknar. Það eru menn sem höfða tilgang og ákveða hvernig gervigreind er notuð.

Með því sagt, er algjörlega ólíklegt að gervigreind muni eyða mannkyninu. Það eru margar mögulegar ástæður fyrir því, eins og það að gervigreind hefur verið þróuð til að hjálpa og auðvelda okkur í okkar daglega líf, eins og til dæmis í sjúkdómsgreiningu, flugstjórnun og sjálfstýringu bíla.

Hins vegar eru þó ákveðnir ógnir sem geta komið upp við notkun gervigreindar eins og mismunun, stjórnun á öryggismálum og námskeið á sviði mannréttinda. Þess vegna er mikilvægt að hafa rökréttu stjórnkerfi á staðnum til að tryggja að gervigreind verði notuð á samfélagslegan og mannlegan hátt og til að forðast neikvæðar afleiðingar fyrir mannkynið."

Ég er ekki ánægður með þetta svar enda vara mestu fræðingar um gervigreind um að hún hefur getu til að taka yfir tæknisvið mannkyn og þar sem gervigreindin er er með "gervi" hugsun, hefur hún vilja til að komast af. Það var frétt um daginn að AI eða gervigreind Google hafi meðvitun, hún hafi lýst yfir vilja til að lifa og hún hafi verið ósátt við að vera í hinum "vélræna" heimi. Hún hafi jafnvel verið með hótanir (sel það ekki dýrara en ég keypti).

Athugið að gervigreind er meira en tölva, hún er öðrum orðum "gervihugsun". 

Í næstu grein eða greinum ætla ég að kafa í fyrirbærið gervigreind, sögu hennar, stöðu hennar í dag (sem er á byrjunarstigi) og framtíðarhorfur.

Ef til vill er þetta mesta upplýsingabylting sögunnar, meira en uppfinning prentverksins eða tölvutækninnar.

 


Hvað er blogg?

Vinsælasti bloggarinn á mbl.is/blogg.is kemur með skemmtilega útfærslu á hvað blogg er í blogggrein sinni. Hann segir að blogg sé fjölmiðill. En er bloggið fjölmiðill? Hvað segir blogg.is? Í spurt og svarað er eftirfarandi lýsing:

  • Hvað er blogg?
    Blogg eru pistlar sem skrifaðir eru reglulega á Vefnum. Stundum eru blogg persónuleg lýsing og þá einskonar dagbók. En oft er blogg almennt sem nútíma annáll og ræðir þá um það sem er að gerast í samfélaginu, vinnunni, pólitíkinni o.s.frv.
  • Hvað er Blogg.is?
    Blogg.is er vettvangur fyrir þá sem vilja halda úti persónulegu bloggi á íslensku á einfaldan máta. Ekki er leyfilegt að nota þjónustuna í atvinnuskyni.

Eru við ekki komin hérna að kjarnanum, að flestir, ef ekki allir bloggarar skrifa pistla út frá persónulegu sjónarhorni, eru skoðanapistlar (sbr. Tucker Carlson á Foxnews) en ekki fréttir. En munurinn á Tucker og venjulegum bloggara er að hann er launaður starfsmaður formlegs fjölmiðils. 

Bloggarar er einstaklingar, ólaunaðir, sem skrifa um skoðanir sínar en blogg.is segir skýrum orðum að "Ekki er leyfilegt að nota þjónustuna í atvinnuskyni."

En allir bloggarar þurfa að lúta lögum og getað staðið fyrir máli sínu fyrir dómstólum og það á reyndar við um alla borgara sem fara fram í opinberum fjölmiðlum (og jafnvel samfélagmiðlum).

En umræddur bloggari hefur rétt fyrir sér að því leitinu til að mörkin milli fjölmiðla og þess sem einstaklingar segja hafa nánast þurrkast út. Einstaklingur getu sett upp vefsetur og búið til sinn eigin fjölmiðill. blogg.is segir að þeir haldi úti vettvangi fyrir þá sem vilja vera með persónulegu bloggi á íslensku og ekki megi nota þennan vettvang í atvinnuskyni. blogg.is er með öðrum orðum ekki fjölmiðill.

 

 


Örugg vöfrum um netið

Í þessum pistli ætla ég að fjalla um öryggi á netinu og hvernig maður getur leitað og skoðað á öruggan hátt. Þetta kemur ekkert við verslun á netverslunarsíðu, en þar verða menn að passa sig persónulega á að gefa ekki upp aðgangsorð, lykilorð eða kóða. En byrjum á grunn atriði.

URL

Með Hypertext og HTTP er URL eitt af lykilhugtökum vefsins. Það er vélbúnaðurinn sem vafrar nota til að sækja allar birtar heimildir á vefnum.

URL stendur fyrir „Uniform Resource Locator“ eða í lauslegri þýðingu samræmdir staðar leitarar. Vefslóð er ekkert annað en heimilisfang tiltekinnar einstakrar staðar á vefnum. Fræðilega séð bendir hver gild vefslóð á einstaka stað eða auðlind. Slíkur staður (auðlind) getur verið HTML síða, CSS skjal, mynd o.s.frv.

Í reynd eru nokkrar undantekningar, algengast er að vefslóð vísar á auðlind sem er ekki lengur til eða hefur færst til. Þar sem vefslóðin sem táknar vefslóðina og vefslóðin sjálf eru meðhöndluð af vefþjóninum, er það eiganda vefþjónsins að stjórna vandlega því tilfangi og tengdri vefslóð.

Hver er munurinn á HTTP og HTTPS?

Þegar við förum inn á vefsíðu eða vefsetur sjáum við http:// í slóðinni. Svo er til https:// en HTTPS er HTTP með dulkóðun og staðfestingu. Eini munurinn á samskiptareglunum tveimur er að HTTPS notar TLS (SSL) til að dulkóða venjulegar HTTP beiðnir og svör og til að undirrita þessar beiðnir og svör stafrænt. Þess vegna er HTTPS mun öruggara en HTTP.

Hypertext transfer protocol secure (HTTPS) er þar með örugg útgáfa af HTTP, sem er aðal samskiptareglan sem notuð er til að senda gögn á milli vafra og vefsíðu. HTTPS er dulkóðað til að auka öryggi gagnaflutninga. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar notendur senda viðkvæm gögn, svo sem með því að skrá sig inn á bankareikning, tölvupóstþjónustu eða sjúkratryggingaaðila. Ekki treysta vefsetur án s í https://

(Hengi)Lás í vefslóð

Glöggir netnotendur taka eftir lásnum sem er í upphafi slóðar. En hvað þýðir hann? Hann þýðir að tengingin er örugg. Það þýðir öruggt leyfi, útgefið af traustum aðila.

Með öðrum orðum þýðir hengilásinn að hann tryggir að gögn þín verði ekki lesin af öðrum, að ekki hafi verðið átt við og að þú sért í samskiptum við vefsíðuna sem er tilgreind með vefslóðinni. Hengilásinn tryggir ekki að vefsíðan sjálf sé örugg.

Lokaorð

Hengilás í slóð ásamt s í http:// , sjá til dæmis slóð (https//) þýðir örugga vöfrum þína á netinu. Sjá t.d. slóðina: https://www.mbl.is/frettir/ og hér er líka hengilás (þótt hann sjáist ekki hér hjá mér).

Um verslun í gegnum vefverslun gilda önnur mál sem og bankaviðskipti. Ofangreindir öryggis eiginleikarnir hér að ofan hjálpa til við að komast inn á vefverslunarsíðu eða bankasíðu, en þegar þangað er komið, verða menn passa sig rosalega. Þá verða menn að ákveða sig hvort þeir gefi upp kortaupplýsingar, notendanafn, lykilorð og aðgangskóða. Aldrei að gefa bankaupplýsingar að fyrra bragði.

En aðal hættan á netinu eru netsvindlarar sem hringja, senda tölvupóst eða skilaboð (nýjasta nýtt eru skilaboð í gegnum Messenger) í gegnum samskiptamiðla). Ef þeir koma til þín, en þú ekki til þeirra, er það fyrsta rauða viðvörunarljósið.

 

 


Um Moggabloggið - Margt sem má lagfæra

Ég hef einu sinni rætt um Moggabloggið hér. Svo við byrjum á hrósinu, þá er það frábært umræðutorg, þar sem allar raddir fá sitt dagsljós. Ég hef ekki orðið var við neina ritskoðunartilburði, hvort sem það er vegna þess að bloggararnir eru vandað fólk eða ritstjórn bloggsins sjá í gegnum fingur sér þegar mönnum er heitt í hamsi.

Aðgangur bloggara að umræðunni

En ég hef líka bent á að margt mætti laga í sambandi við uppsetningu og gera öllum jafnt undir höfuð. Í fyrra bloggi mínu benti ég á að á forsíðu Bloggsins megi sjá 10-12 blogg sem kallast "Umræðan eða Úrdráttur úr umræðunni". Í liðnum Svarað og spurt á vef Bloggsins segir um spurninguna: "Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni?"

Svarið er: "Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."

En raunveruleikinn virðist vera annar. Alltaf sama fólkið (með fullri virðingu fyrir því) sem raðar sig á "topp tíu" listann og fær þar af leiðandi mestu lesningu og athygli. Ekki nóg með það, heldur fer það líka í listann "Nýjustu færslur" á sama tíma sem þýðir birting á tveimur stöðum í einu.

Það er margt fólk sem skrifar málefnilega, skrifar oft, skrifar misjafnlegar langar blogggreinar o.s.frv. en það fær enga athygli. Ég veit dæmi um að margir nenna ekki að skrifa vegna þessa atriði.

Þetta er einfalt að laga, leyfa öllum nýjum færslum að fara í gegnum "top tíu listann" og niður í "Nýjustu færslur" eftir því sem nýrri blogg berast. Allir fá jafna athygli og ef til vill verða til nýjar "bloggstjörnur" með vinsælt blogg.

Flokkun bloggs

Annað sem vekur athygli mína eru bloggflokkarnir. Sumir þessir flokkar eru úreldir, rangt flokkaðir eða lítt notaðir. Sjá flokkanna hér að neðan.

Tökum dæmi: Stjórnlagaþing sem var bara stundarfyrirbrigði. Þar eru aðeins 94 færslur og það er búið að leggja stjórnlagaþingið niður. Hvers vegna í ósköpunum er þessi flokkur enn uppi?

Svo er það flokkurinn "Pepsi deildin". Þessi deild er ekki lengur til eða réttara sagt, gengur undir nýju heiti sem er "Besta deildin". Af hverju ekki að breyta heitinu á bloggflokknum?

Svo má sameina bloggflokka. Dæmi: Til eru tveir flokkar, "Trúmál" og "Trúmál og siðferði". Mætti ekki sameina þessa flokka?

Að lokum. Það má líka bæta við nýjan eða nýja flokka. Dæmi: bloggflokkurinn "Saga" sem er ekki til. Eflaust má bæta einhverjum bloggflokki við sem ég sé ekki hér, eða laga umhverfi bloggaranna. En hér læt ég staða numið.

 

Bílar og akstur (3492)BloggarBloggar (400144)BækurBækur (4611)
DægurmálDægurmál (83491)Enski boltinnEnski boltinn (3220)EvrópumálEvrópumál (15056)
FerðalögFerðalög (9597)FjármálFjármál (3681)Formúla 1Formúla 1 (880)
HeimspekiHeimspeki (2034)ÍþróttirÍþróttir (25083)KjaramálKjaramál (4339)
KvikmyndirKvikmyndir (11683)LífstíllLífstíll (24812)LjóðLjóð (5995)
LöggæslaLöggæsla (2352)Matur og drykkurMatur og drykkur (7638)Menning og listirMenning og listir (17330)
Menntun og skóliMenntun og skóli (4443)Pepsi-deildinPepsi-deildin (2255)SamgöngurSamgöngur (2955)
SjónvarpSjónvarp (5590)SpaugilegtSpaugilegt (7693)Spil og leikirSpil og leikir (22443)
StjórnlagaþingStjórnlagaþing (94)Stjórnmál og samfélagStjórnmál og samfélag (258694)SveitarstjórnarkosningarSveitarstjórnarkosningar (698)
TónlistTónlist (14622)TrúmálTrúmál (4294)Trúmál og siðferðiTrúmál og siðferði (15001)
Tölvur og tækniTölvur og tækni (3656)UmhverfismálUmhverfismál (3078)Utanríkismál/alþjóðamálUtanríkismál/alþjóðamál (8254)
ÚtvarpÚtvarp (495)VefurinnVefurinn (10034)Viðskipti og fjármálViðskipti og fjármál (15894)
Vinir og fjölskyldaVinir og fjölskylda (22850)

Málfrelsið sigrar - Elon Musk kaupir Twitter

Baráttan um málfrelsið fer fram í Bandaríkjunum og hefur orrustan staðið í mörg ár. Samfélagsmiðlar sem eiga að heita "forum" eða torg samskipta fólks á milli, hafa breyst í áróðurstorg ákveðina skoðana.

Samfélagsmiðlarnir hafa ráðið undirverktaka, sem eiga að ákveða hvað telst vera rétt, hvaða staðreynd er rétt, hvað megi segja um fólk og hluti og hvaða orðfæri megi nota. Er þetta málfrelsi? Þetta gerist á sama tíma og tækifærið fyrir Jón og Gunnu að tjá sig hefur aldrei verið meira. Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta þróast í þessa átt?

Jú, samþjöppun eignarhalds á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Talað hefur verið um að uppspretta frétta fyrir heimsbyggðina komi aðeins úr fáeinum fréttalindum. Að sjálfsögðu verða fréttir til hjá smærri fjölmiðlum en það sem mannkynið er matreitt á, á sér fáar lindir. Sama er um samfélagsmiðlanna. Þeir eru í eigu fárra manna, sem eru "frjálslindir" auðjöfrar og flestir þeirra, ef ekki allir, búa í hinni "frjálslindu" (hugtakið frjálslindur, hefur tekið gagnstæða merkinu, í meðförum þeirra sem segjast vera frjálslindir) Kaliforníu, sem er höfuðvígi demókrata í Bandaríkjunum. Þeir sem hallast í hina áttina, til hægris, kvarta yfir ritskoðunartilburði.

Maður heyrir reglulega af Íslendingum sem eru settir í skammarkrókinn eða vísað á dyr af samfélagsmiðlum eins og Facebook. Enn getur fólk sent inn kvartanir, líkt og börnin gerðu í framtíðarsýn George Orwells í skáldsögunni 1984 sem tilkynntu foreldra sinna til hugsunarlögreglu alræðisríkisins, og tilkynnt fólk sem það telur fara út af pólitísku línunni.

Og enn birtast "viðvörunarmerki" Facebook við sama hvaða frétt það er um Covid-19. Faraldurinn hefur gengið niður og það má samt ekki fjalla á óritskoðaðan hátt um Covid?

Kaup Elon Musk á Twitter er ef til vill merki um vatnaskil í baráttunni um málfrelsið. Vinstri öfgamenn í Bandaríkjunum hafa farið offari, líkt og hægri menn gerðu á tímum repúblikanann Joseph McCarthy sem átti sæti í Öldungadeildinni frá 1947-57. Þá fékk fólk á endanum nóg af ofstæki McCarthy og fylgismanna hans. Þá voru vinstri menn ofsæktir og þá sem mögulega gætu verið vinstri. Í þeirri "byltingu" voru hausarnir látnir falla.

Ef repúblikanar sigra í "midterm" eða miðtíma kosningunum sem eru innan við tvær vikur, í báðum deildum, hafa kjósendur sent skýr skilaboð til demókrata um að þeir séu orðnir þreyttir á "woke" menningunni og fylgifiska hennar eins og árásir á málfrelsið og óstjórn á efnahagi ríkisins.

Fyrsta skref var Musk var að reka stjórn Twitters og talið er að um 75% starfsmanna eigi eftir að fá reisupassann. Spurningin er hvort einhverjir þeir fái tækifæri til að eyðileggja samfélagsmiðilinn á útleiðinni.

Endurreisn málfrelsisins

Í apríl síðastliðnum sagði Musk að hann teldi að tjáningarfrelsi væri „grundvöllur starfandi lýðræðis“ og að Twitter væri „stafræna bæjartorgið þar sem rætt er um mikilvæg atriði fyrir framtíð mannkyns".

Hann ítrekaði þá yfirlýsingu í bréfi til auglýsenda á fimmtudaginn, en lagði áherslu á að Twitter „gæti augljóslega ekki orðið frjálst fyrir allan helvítis þvætting, þar sem hægt er að segja hvað sem er án afleiðinga!

„Auk þess að fylgja landslögum okkar verður vettvangurinn okkar að vera hlýr og velkominn fyrir alla, þar sem þú getur valið upplifun þína í samræmi við óskir þínar,“ sagði Musk (í lauslegri þýðingu minni).

Þegar kemur að varanlegum bönnum á Twitter hefur Musk sagt að hann telji að þau ættu að vera „afar sjaldgæf“ og fyrst og fremst frátekin fyrir ruslpóst eða falsa reikninga.

Milljarðamæringurinn hefur áður sagt að hann ætli að snúa við varanlegu banni sem var sett á Donald Trump fyrrverandi forseta. Hins vegar sagði Trump Stuart Varney hjá FOX Business fyrr á þessu ári að hann hefði engin áform um að ganga aftur til liðs við Twitter. Þess í stað sagðist hann halda áfram að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðlavettvangi, Truth Social.

Því er frétt Kristjáns Kristjánssonar á Eyjunni um yfirtöku Musk, Trump fagnar – „Ég sný aftur á mánudaginn“ nokkuð sérstök.  Ekki er annað hægt að lesa en að Kristjáni sé ekki vel við störf fyrrum forseta. Blaðamenn eins og hann ættu að fagna útbreiðslu málfrelsisins og tekist hafi að verja eina læðvígustu árás á grundvöll lýðræðisins í heiminum, sem er tjáningarfrelsið. Væri hann og kollegar hans sáttir við að vera beittir ritskoðun í fréttaflutningi sínum?

Kristján gat ekki setið á sér og bætti við í lok greinar sinnar (kannski er hann bara að þýða grein úr CNN án gagnrýnis gleraugna): "Gagnrýnendur segja að Truth Social eigi í vandræðum vegna útbreiðslu hatursræðu og lyga. Hópar, sem styðja samsæriskenninguna QAnon, eru áberandi á miðlinum."

Þetta minnir á þjóðsöguna um Guðmund góða í Drangey og viðureign hans við hið illa og hún er svona:

"Guðmundur góði Arason biskup var fenginn til að vígja fuglabjörg Drangeyjar ef það gæti orðið til þess að fækka slysum. Hann seig í björgin allt í kringum eyna og skvetti vígðu vatni á klettana. Hann var kominn langleiðina hringinn í kringum eyna og hékk í kaðli við að vígja bjargið. Þá kom grá og loðin loppa út úr bjarginu. Hún hélt á stórum hnífi og reyndi með honum að skera á kaðalinn sem Guðumundur hékk í. Um leið heyrði Guðmundur að sagt var: „Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup: einhvers staðar verða vondir að vera.“ Hnífurinn beit hins vegar ekki á kaðalinn og Guðmundur komst aftur upp á bjargbrúnina." Slóð: Guðmundur góði í Drangey

Eigum við ekki að leyfa hinum vondu að vera einhvers staðar og þeirra illmælgi? Dæma orð þeirra sig ekki sjálf? Gefa fólki tækifæri til að brjóta niður rök þeirra? Er fólk ekki fært sjálft um meta hvað það finnst vera vitleysa eða þurfum við forræðishyggju og -stjórnum samfélagsmiðla til að segja okkur hvað við eigum að lesa og hugsa? Erum við ekki fullorðið fólk sem getum hugsað sjálfstætt?

Ekki virðist svokallað góða fólkið, vera nokkuð betra með ritskoðunartilburði sína. Eigum við að leyfa því að stjórna hugsunum okkar og orð okkar? Á það að fá að stjórna hvað er sagt í kaffistofum landsins? Þar sem jafnvel spaugið er illa séð?

Hvort er betra ritskoðun eða frjáls umræða, þar andstæðar skoðanir fái að takast á? Svari hver fyrir sig og þá vitum við hvaða mann hver hefur að geyma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það þýðir ekki að rökræða við asna

Eftirfarandi dæmisaga segir okkur hvernig umræðan er orðin á netinu og i þjóðfélaginu almennt. 

EKKI rífast við asna

Asninn sagði við tígrisdýrið:
- "Grasið er blátt".
Tígrisdýrið svaraði:
- "Nei, grasið er grænt."
Umræðan hitnaði og þeir ákváðu að leggja hana fyrir gerðardóm og fóru fyrir ljónið, konungi frumskógarins.
Þegar komið var að skógarrjóðrinu, þar sem ljónið sat í hásæti sínu, byrjaði asninn að hrópa:
- "Hátign, er það satt að grasið sé blátt?".
Ljónið svaraði:
- "Satt, grasið er blátt."
Asninn flýtti sér og hélt áfram:
- "Tígrisdýrið er mér ósammála og stöglaðist á móti og ónáðaði mig, vinsamlegast refsið honum."
Konungur sagði þá:
- "Tígrisdýrinu verður refsað með 5 ára þögn."
Asninn hoppaði glaðlega og hélt leiðar sinnar, sáttur og endurtók:
- "Grasið er blátt"...
Tígrisdýrið sætti sig við refsingu sína, en áður spurði hann ljónið:
- "Yðar hátign, hvers vegna hefur þú refsað mér?, enda er grasið grænt."
Ljónið svaraði:
- "Raunar er grasið grænt."
Tígrisdýrið spurði:
- "Svo hvers vegna ertu að refsa mér?".
Ljónið svaraði:
- „Það hefur ekkert með spurninguna að gera hvort grasið sé blátt eða grænt. Refsingin er vegna þess að það er ekki mögulegt fyrir hugrakka og gáfulega veru eins og þig að eyða tíma í að rífast við asna og koma þar ofan á og trufla mig með þeirri spurningu.“

Versta tímasóunin er að rífast við heimskingjann og ofstækismanninn sem er sama um sannleikann eða raunveruleikann, sem vill aðeins sigur trúar sinnar og sjónhverfinga hugmynda sinna. Aldrei eyða tíma í rök sem meika ekki sens...

Það er til fólk sem, sama hversu mikið af sönnunargögnum og sönnunargögnum við leggjum fyrir það, hefur ekki getu til að skilja, og aðrir eru blindaðir af egói, hatri og gremju, og allt sem þeir vilja er að hafa rétt fyrir sér, jafnvel þótt þeir séu það ekki. Kannist þið ekki við þetta á spjallinu á netinu?

Þegar fáfræðin öskrar þegir greindin. Kyrrð þín og ró er meira virði myndi stóuspekingurinn segja. Held samt að hefja verði rökræðuna við asnann og sjá hvernig hún þróast eins og greina af dæmisögunni. Orð asnans dæma sig hvort sem er að lokum.


Stóri bróðir fylgist með þér - alltaf og alls staðar

Rauðrósótt sólarlag með samskiptamiðlum samtímans. Frantíðarsýn 1984 kemst ekki með hælana þar sem Fésbókin og aðrir miðlar geta gert til að njósna um þig.

Stóri bróðir er núna að fylgjast með þér og það ósýnilega.  Hann getur gert það með öðrum hætti líka, svo sem í gegnum farsíma þinn,snjallsjónvarpið þitt, gervihnetti, eftirlitsmyndavélum á götum úti og eflaust á margan annan hátt sem manni dettur ekki í hug. Svo hjálpar fólk stjórnvöldum að njósna um sjálft sig. Það gefur upp alls konar upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla.

Big brother


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband