Færsluflokkur: Vefurinn

Tjáningarfrelsið á samfélagsmiðlum virt?

bans

Svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Reglulega berast fréttir af að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter eru að loka fyrir aðgangi áskrifenda þessara miðla vegna meintra brota, svo sem haturorðræðu eða annarra brota. Hvergi kemur fram í þessum fréttum hver ákveður hvað er rétt að segja og hvað er hatursorðræða.

Þjóðfélög nútímans hafa ekki enn haldið í við hraða þróun samfélagsmiðla og menn átta sig ekki á hættum þeim sem fylgja því valdi sem þessir samfélagsmiðlar hafa á gang heimsmála.

Flestir þessara samfélagsmiðla eru bandarískir og þeir taka mið af bandarískri menningu og hugsunarhátt. Hver gaf þessum miðlum vald til að ákveða hvað er viðeigandi að segja um víðan heim og hvað ekki? Eru það hópur ritskoðenda á vegum þessara miðla sem sía út ,,meinta haturorðræðu“ eða er það algríma forrit sem leita að ,,ljótum eða óviðeigandi orðum“? Ég held að það séu ritskoðunarsíur sem finna þá sem ,,brjóta af sér“ og það sé á endanum einstaklingur/ar á vegum þessara miðla sem ákveða að loka fyrir reikningi notandans sem þeir hafa í raun engan rétt til.

Í flestum stjórnarskrám þjóðríka eru ákvæði um tjáningarfrelsi, svo málfrelsi, prentfrelsi og fundarfrelsi en fæstar þeirra hafa fylgt hraða tæknibreytingar og breytingar á tjáningarmáta.

Svo er einnig háttað um íslensku stjórnarskrána. Í henni er tjáningarfrelsið tryggt en stöðugt er verið að vega að því með setninga laga, sem ég tel vera í andstöðu við stjórnarskránna, svo sem setningu laga um hatursorðræðu og jafnvel hefur verið sett á fót embætti eða deild innan lögreglunnar sem á að ritskoða hvað fólk segir og lögreglufulltrúi vaktar. 

Nú ætlar íslenska ríkið að ákveða hvað er rétt að segja og hvað er rangt. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta? Á ekki láta svona mál vera einkaréttarmál án afskipta ríkisvaldsins? Ef einhver ærumeiðir eða notar óviðeigandi orð, getur einstaklingurinn þá ekki gripið til dómstólaleiðina eins og hefur verið hægt í gegnum aldir? Þetta kallast á hreinni íslensku ritskoðun en það er ekki nógu gott orð, betra væri að tala um tjáningarheftun eða jafnvel tjáningarbann undir ægivaldi ríkisins. 

Með tjáningarfrelsisréttarákvæðum stjórnaskráa hefur okkur í vestrænum samfélögum öllu verið gefið rétturinn til að láta í ljós hvaða skoðun sem er án ritskoðunar eða tálmana. Að vera fær um að láta orð rúlla af tungunni án þess að þurfa að seinna að endurskoða hugsanir sínar gætu hugsanlega verið eitt af mesta réttindum frjálsra manna í vestrænna samfélaga. Þess má geta í framhjá hlaupi að í Bandaríkjunum er málfrelsið óskorðað. Til að mynda eru ekki til sérstök lög gegn hatursorðræðu, heldur tala þeir um hatursglæpi sem hatursorðræða er spyrnt saman við. Þ.e.a.s. ef þú fremur hatursglæp og hefur um leið ummæli sem teljast megi vera hatursorð, þá má auka við refsinguna fyrir glæpinn. Ekki er dæmt sérstaklega fyrir hatursorðræðu, nema hótað sé manndrápi eða líkamsmeiðingum.

Þó að við séum frjálst að segja það sem við viljum, er ekki heimilt að tjá neina skoðun sem brýtur, ógnar eða móðgar hópa, byggt á kynþáttum, litum, trúarbrögðum, þjóðernisstefnu eða fötlun (hatursorðræða).

Á málfrelsi á netinu við ef við höfum fengið takmarkanir? Er hægt að málamiðla? Hefur línan til að vernda notendur með ritskoðun og leyfa ennþá einstaklingum að tjá sig frjálslega orðið óskýr?

Samfélagsmiðlar  hafa orðið helsti viðkomustaður margra og oft sá eini, þeirra er fara á netið. Fylgist er með núverandi atburðum, slúðurfrétta, samfélagsmiðillinn notaður sem dagbók eða tól til að vaxa í viðskiptum.

Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter hafa verið í meðvituðu átaki til að stjórna efni sem birtist á vettvangi þeirra. Samkvæmt grein í CBS News, gaf Facebook í fyrra út lista yfir viðmiðunarreglur um hvað teljist vera stefnumótandi efni, sem olli undrum hjá mörgum vegna hugmyndarinnar um að aðferðafræði þeirra er í raun hlutdræg gagnvart umdeildum sögum og innleggum.

Ekki fyrir löngu fékk Facebook mikla gagnrýni vegna banns á birtingu Víetnamsstríðsmyndar en það gerðist vegna reglna um birtingu kláms. Facebook varð að gefa eftir í málinu ,,vegna þess að stríðsmyndin gefur táknræna mynd af atburði með sögulegri skírskotun, gildi þess að leyfa vegur þyngra en gildi þess að vernda samfélagið með því að fjarlægja efnið, ,,...þannig að við höfum ákveðið að endurreisa myndina á Facebook þar sem við vitum að það hefur verið fjarlægt," sagði talsmaður fyrirtækisins.

Facebook hefur efnivið til að verða ein stærsta uppspretta heimsins fyrir fréttir og sterk afstaða miðilsins til ritskoðunar gæti haft áhrif á það sem notendur hafa aðgang að.

Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum vildi Facebook banna Donald Trump að nota miðil þeirra vegna meins brots en Mark Zuckerberg steig inn tímabundið  og afnam bannið vegnað ótta um að þetta bann gæti eyðilagt kosningarnar. Nú eftir kosningarnar er Donald Trump hins vegar varanlega bannaður af þessum samfélagsmiðli. Þetta gerist í helsta lýðræðisríki veraldar.

Auðvitað er mikilvægt fyrir samfélagsmiðla að sía út barnaklám, áreitni, einelti á netinu og almennt ofbeldi en hvernig skapa þeir fullkomna jafnvægi?. Mikilvægt er að notendur geti nýtt sér samfélagmiðla án ótta og líði ekki eins og þeir séu dæmdir til að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt. Hægara sagt en gert?

Til þess að þetta verði gert á réttan hátt þurfa samfélagsmiðlarnir að finna sanngjarna málamiðlun, sem gefur notendum vettvang til að tjá sig án þess að þurfa óttast refsingu.

Twitter gæti verið komið með uppskriftina að réttri lausn. Síðastliðinn október rákust notendur á eiginleika sem kallast “muted words” eða ,,þöggun orða“. Þessi valkostur gerði notendum kleift að búa til lista yfir óæskileg orð og orðasambönd sem þeir vildu ekki sjá á tímalínu sinni en leyfa aðra að sjá sem vilja. Heimildamenn innan samfélagsmiðilsins segja að þessum eiginleika í Twitter hafi verið birtur of snemma og hann tekinn út en yrði settur inn aftur í framtíðinni með uppfærslu. Þetta gæti verið leiðin til að halda friðnum milli andstæðra fylkinga. 

Staðan eins og hún er í dag, er að Facebook hefur varanlega bannað Infowars stofnandann Alex Jones, sem er hægri maður, samfélagsgagnrýninn Milo Yiannopoulos og Laura Loomer auk annarra sem eru áberandi lengt til hægri. Banninu fylgdi yfirlýsing um að miðillinn myndi ekki leyfa hvíta þjóðernishyggju og aðskilnaðarsinna á vettvangi sínu lengur. Ekkert er minnst á aðgang einræðisherra og einræðisstjórna að þessum samfélagsmiðlum eða umdeildum öfgahópum til vinstri.

Aðrir sem voru endanlega sagðir út af sakramentinu, eru meðal annars fræðimaðurinn Paul Joseph Watson og hvíta þjóðernissinninn Paul Nehlen. Einnig útilokaði Facebook Louis Farrakhan, leiðtogi þjóðar Íslams, sem hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína.

Nýjasta dæmið um hversu rangt Facebook hafði fyrir sér og hversu hættulegt er að fela samfélagsmiðli heimild eða leyfi til að ritskoða (já þetta er ritskoðun) efni, er orðræðan um Covid-19. Ég held reyndar að enginn hafi gefið samfélagsmiðlum leyfi til ritskoðunar, þeir hafi hreinlega tekið upp ritskoðunarstefnu upp á eigi einsdæmi.

Enginn mátti skrifa neikvætt um ráðandi afstöðu Facebook gagnvart uppruna veirunnar, þ.e.a.s. að hún eigi uppruna sinn að rekja til Wuhan rannsóknarstofunnar, hreinlega að því virðist vegna þess að hægri menn undir forystu Donalds Trumps viðruðu þá skoðun og vildu rannsókn á, hvort að veiran eigi sér uppruna að rekja til rannsóknarstofnunnar.

Allir notendur Facebook, sem fjölluðu um málið og voru neikvæðir gagnvart málinu, voru annað hvort útilokaðir eða sett á ,,viðvörunartilkynning“ Facebook  um að þetta gæti verið rangt og ,,réttar upplýsingar“ sýndar.  360 gráðu viðsnúningur varð á málinu þegar stjórn Joe Bidens ákvað að taka málið upp á nýju eftir mikinn þrýsting almennings um að rannsaka verði málið til fullnustu. 

Er þetta framtíðin sem við viljum? Að einkafyrirtæki sem hefur nánast einokunarstöðu á markaði samfélagsmiðla, geti stjórnað samfélagumræðunni og ritskoðað orð okkar að eigin geðþótta og farið með rangt mál?  Áttu þessir miðlar ekki að vera torg umræðna (forum) og frjálsra skoðanaskipta? Er ekki óeðlilegt að hægt er að þagga niður í sjálfum Bandaríkjaforseta, hversu umdeildur hann kann að vera?

Hvað verður bannað næst og hvaða rétt hefur Facebook til að dæma í pólitískum málum? Hvar eru mörkin sem þessi miðlar eiga að búa við? Þarf að koma böndum á þessa miðla með lögum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að koma böndum á erlenda aðila sem annað hvort ritskoða íslenska einstaklinga eða hirða auglýsingatekjur án þess að borga skatta? Þetta síðarnefnda veit ég þó ekki fyrir vissu en geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld, sem eru alltaf eftir á, hafi ekki búið til löggjöf sem tekur á auglýsingatekjur af netinu sem erlendir aðilar innheimta. Er einhver sem veit meira eða betur um skattlagningu auglýsingaefnis á samfélagsmiðlum en ég?  

 


Málfrelsið og lýðræðið undir árásum

91XTcKjujBL

Það er áhyggjuefni þegar málfrelsið er heft af samfélagsmiðlum. Allir, sama hvar þeir eru í pólitík, ættu að hafa áhyggjur af slíkum tilburðum. En þeim verður ekki kápan úr klæðinu, því að fólk leitar þá í aðra miðla sem nóg er til af. Fólk lætur ekki ritskoða sig.

Annað sem er meira áhyggjuefni, er að forysturíki lýðræðisríkja, sjálf Bandaríkin, er sundrað. 

Árásin á þinghús Bandaríkjaþings einmitt eyðilagði hinn lýðræðislega feril sem 11 Öldungadeildarþingmenn Repúblikana reyndu að fara, sem var að kanna og annað hvort að kveða í kút eða staðfesta meint kosningasvik. Nú fáum við aldrei úr því skorið hvort kerfisbundið svindl hafi átt sér stað (það átti sér stað en hversu umfangsmikið það var, veit enginn eða hvort það hafi breytt einhverju um úrslitin).

Þegar valdaskiptin fara fram 20 janúar n.k., mun helmingur bandarísku þjóðarinnar, finnast sig svikinn um að mállið hafi a.m.k. verið rannsakað og skorið úr um hvort brögð hafi verið í tafli.

Þetta veikir lýðræðið til langframa og hættan á vopnuðum átökum eykst til muna en bandarískur almenningur á um 394 milljóna skotvopna og margir eru reiðubúnir að beita þeim. Einræðisríkin ein munu græða á slíku.

Ekkert stjórnmálakerfi er fullkomið, ekki heldur lýðræðið, en það er það besta sem við höfum og við verðum að geta treyst því að stofnanir og kosningar virki og deilumál leyst friðsamlega.

 

 

 

 


Sniðgöngumenning útskýrð

canceled-cultureSniðgöngumenning (eða sniðgöngupólitík) er nútíma útskúfun þar sem einhver er rekinn úr félagslegu eða faglegu umhverfi - annað hvort á netinu, til dæmis á samfélagsmiðlum, í raunveruleikanum eða báðum heimum. Dæmi um þetta má einnig finna á Íslandi.

Þeir sem sæta þessari útskúfun eru sagðir vera "teknir út."

Merriam-Webster skilgreinir sniðgönguna sem að hætta að styðja viðkomandi“ og Dictionary.com skilgreinir það sem ,,afturköllun stuðnings við (niðurfellingu) opinberra aðila og fyrirtækja eftir að þeir hafa gert eða sagt eitthvað sem telst hneykslanlegt eða móðgandi.“

Tjáningin “ sniðgöngmenning“ hefur aðallega neikvæða merkingu og er almennt notað í rökræðum um málfrelsi og ritskoðun.

Bein þýðing á sniðgöngumenning er ,,hætta við“ eða ,,útskúfun“. Hér er hugtakið sniðgöngumenning notað, því að þetta er orðið að ákveðin menning, þar sem ákveðnir hópar nota þetta kerfisbundið á aðra hópa.

Fyrr á tíð var þessi aðferð aðallega beitt af kirkjunni til refsingar einstaklingum eða hópum ef þeir fóru út af sporinu.

Í nútímanum eru það einkum vinstri róttæklingar og hópar þeirra, svo sem Antifa, sem beita þeirri aðferð að hvetja fólk til að sniðganga tiltekna einstaklinga eða fyrirtæki, ef þeim finnst viðkomandi ekki fara eftir þeirra hugmyndafræði. Antifa hefur farið skrefi lengra og hreinlega beitt ofbeldi.

Sniðgangan getur komið til af litlu tilefni, jafnvel engu, þ.e.a.s. ef viðkomandi aðili ,,fellur í þá gryfju“ að segja ekki neitt eða gera ekki neitt sem sniðgöngu sérfræðingarinir vilja að sé gert.

Það nægir til fordæmingar og eiga þá viðkomandi annað hvort að biðjast afsökunar opinberlega eða hverfa af sjónarsviðinu. Ekki er til neitt nafn fyrir svona fólk sem beitir svona vinnubrögðum, nema gamla hugtakið kúgun og kúgari og er sá sem beitir sniðgöngu eða útskúfun.

Í skólum eða vinnustöðu er til annað form af þessari hegðun, en þá er það eineltið, sem geta verið beinar árásir á einstakling eða útilokun úr hópi nemenda eða starfsmanna. Stúlkur í skólum beita þessari aðferð frekar, að útskúfa félagslega en drengirnir beita líkamlegu ofbeldi.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband