Færsluflokkur: Vefurinn

Sniðgöngumenning útskýrð

canceled-cultureSniðgöngumenning (eða sniðgöngupólitík) er nútíma útskúfun þar sem einhver er rekinn úr félagslegu eða faglegu umhverfi - annað hvort á netinu, til dæmis á samfélagsmiðlum, í raunveruleikanum eða báðum heimum. Dæmi um þetta má einnig finna á Íslandi.

Þeir sem sæta þessari útskúfun eru sagðir vera "teknir út."

Merriam-Webster skilgreinir sniðgönguna sem að hætta að styðja viðkomandi“ og Dictionary.com skilgreinir það sem ,,afturköllun stuðnings við (niðurfellingu) opinberra aðila og fyrirtækja eftir að þeir hafa gert eða sagt eitthvað sem telst hneykslanlegt eða móðgandi.“

Tjáningin “ sniðgöngmenning“ hefur aðallega neikvæða merkingu og er almennt notað í rökræðum um málfrelsi og ritskoðun.

Bein þýðing á sniðgöngumenning er ,,hætta við“ eða ,,útskúfun“. Hér er hugtakið sniðgöngumenning notað, því að þetta er orðið að ákveðin menning, þar sem ákveðnir hópar nota þetta kerfisbundið á aðra hópa.

Fyrr á tíð var þessi aðferð aðallega beitt af kirkjunni til refsingar einstaklingum eða hópum ef þeir fóru út af sporinu.

Í nútímanum eru það einkum vinstri róttæklingar og hópar þeirra, svo sem Antifa, sem beita þeirri aðferð að hvetja fólk til að sniðganga tiltekna einstaklinga eða fyrirtæki, ef þeim finnst viðkomandi ekki fara eftir þeirra hugmyndafræði. Antifa hefur farið skrefi lengra og hreinlega beitt ofbeldi.

Sniðgangan getur komið til af litlu tilefni, jafnvel engu, þ.e.a.s. ef viðkomandi aðili ,,fellur í þá gryfju“ að segja ekki neitt eða gera ekki neitt sem sniðgöngu sérfræðingarinir vilja að sé gert.

Það nægir til fordæmingar og eiga þá viðkomandi annað hvort að biðjast afsökunar opinberlega eða hverfa af sjónarsviðinu. Ekki er til neitt nafn fyrir svona fólk sem beitir svona vinnubrögðum, nema gamla hugtakið kúgun og kúgari og er sá sem beitir sniðgöngu eða útskúfun.

Í skólum eða vinnustöðu er til annað form af þessari hegðun, en þá er það eineltið, sem geta verið beinar árásir á einstakling eða útilokun úr hópi nemenda eða starfsmanna. Stúlkur í skólum beita þessari aðferð frekar, að útskúfa félagslega en drengirnir beita líkamlegu ofbeldi.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband