Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sagnfræði og sagnfræðingar (Ranajit Guha (1981)) Indversk þjóðernissinnuð sagnfræði

Rafhael G

Ranajit Guha talar um í grein sinni um að söguritun sem heldur á lofti merki hinnar indversku og þjóðernissinnuðu yfirstéttar hafi um langt skeið tröllriðið samfélagið, en henni megi svo skipta í nýlendusinnaða yfirstéttarhyggju (e. colonialist elitism) eða borgaralega-þjóðernisinnaða yfirstéttarhyggju (e. bourgeois-nationalist elitism) en báðar stefnurnar séu hugmyndafræðileg afurð breskra yfirráða á Indlandi en hafa lifað af allar valdabreytingar og hafa verið samlagaðar við ný-nýlendusinnuðu (e. neo-colonialist) og ný-þjóðernistefnulegu (e. neo-nationalist) formi í Indlandi.

Þessir aðilar hafa leitað í smiðju breskra höfunda sem fyrirmynd að sagnaskrifum. Yfirstéttarleg sagnaskrif með þjóðernislegum einkennum sé einkum indversk að uppruna, þó að eftirhermur meðal frjálslyndra sagnfræðinga í Bretlandi og annars staðar hafa tekið hana upp í einhverju mæli.

Báðar þessar útgáfur eiga það sameiginleg að halda því fram að tilurð indversku þjóðar og þróun þjóðernislegar vitundar sem stýrði þessa tilurð, hafi aðallega eða alfarið verið afrek indverskrar yfirstéttar. Hin nýlendusinnaða og ný-nýlendusinnaða sagnaritun hefur þakkað þessum árangri breskum nýlenduyfirráðum, þ.e. stjórnarformi, stjórnargerð og –stefnu, stofnanir og menningu en hjá þjóðernissinnuðum og nýþjóðernissinnuðum skrifum – hefur árangrinum aðallega verið þakkað indverskri yfirstétt, indverskum stofnunum, gerðum og hugmyndum.

Það sem þessar stefnur eiga sameiginlegt er að lýsa indverskri þjóðernishyggju sem ,,þróun lærdóms” eða hún hafi þróast og framfarast í gegnum það að indverska yfirstéttin varð þátttakandi í stjórnmálum með þátttöku í hinu ýmsu stofnunum og samsvarandi menningar fyrirbærum sem nýlendustjórnin hafði innan sinna vébanda til að stjórna landinu. Einnig hefur því verið haldið fram, af þessari yfirstéttarsinnuðu sagnaritun, að indversk þjóðernishyggja hafi leitt fólkið frá ánauð til frelsis.

Það sem Ranajit Guha er hér að reyna að halda fram er að saga indverskrar þjóðernishyggju hafi verið skrifuð sem eins konar andleg sjálfsaga indverskrar yfirstéttar.

Yfirstéttasinnuð sagnaritun er þó ekki alveg gagnlaus segir hann. Hún hjálpar okkur t.d. að átta okkur betur á gerð nýlenduríkisins, suma þætti hugmyndafræði yfirstéttarinnar svo eitthvað sé nefnt og svo það að hún hjálpar okkur að skilja hugmyndafræðilegan karakter sagnaritunarinnar sjálfrar.

Hins vegar getur þessi gerð af sagnaritun ekki hjálpað okkur við mörg önnur úrlausnarefni, t.d. að útskýra indverska þjóðernishyggju fyrir okkur, þ.e. framlag fólksins sem það lagði fram sjálft óháð yfirstéttinni til skilnings á gerð og þróun þessarar þjóðernisstefnu. Hún hunsar til dæmis þátttöku indversk almennings, stundum í hundruðum þúsunda eða milljóna, í þróun og starfi þjóðernishreyfingarinnar sem var stundum án allra þátttöku eða afskipta indverskrar yfirstéttar, t.d. í and-Rowlatt uppreisninni 1942.

Og það sem er greinilega vanrækt í hinni yfirstéttarsinnuðu sagnaritun er stjórnmálaþátttaka hinu lægri settu í samfélaginu, fólkið sjálf og fyrirmenn þess.

Það sem Ranajit Guha er hér að reyna að segja, þátttaka fólksins ,,neðan frá” í stjórnmálum hafi hingað til (1981) verið vanrækt.

Það er þessi almenningsvæðing (e. mobilization) andstöðunnar gegn nýlenduyfirráðum Breta; hún hafi ekki verið tekin með í reikninginn en hún er annars eðlis en sú yfirstéttarlega.

Sjá má hina fyrri hreyfingu t.d. kristallast í bændauppreisnum, og síðan ekki síst andstöðunni gegn indversku yfirstéttinni sjálfri.

Ranajit Guha vill leggja meiri áherslu á muninn sem var milli undirstéttanna og yfirstéttarinnar og þeirrar staðreyndar að indversk borgarastétt mistókst að vera málsvari þjóðarinnar. Hins vegar voru undirstéttirnar ekki nógu öflugar til að klára það verk sem borgarastéttin mistókst að gera, að taka af fullu afli þátt í baráttunni fyrir frelsun þjóðarinnar. Það sé rannsóknin á þessum sögulegu mistökum þjóðarinnar til að verða til á eigin forsendum (alþýðunnar og borgarastéttarinnar) – sem sé hinn miðlægi vanmáttur sagnaritunar, sem fjalli um nýlendutímabil Indlands, að eiga við. Hin hefðbundna fæst ekki við þetta vandamál og verður því fyrir vikið máttlaus.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Raphael Samuel (1981)) - Alþýðusaga

Rafael

Hugtakið alþýðusaga hefur átt sér langa sögu og nær utan um margvísleg skrif. Allt frá hugmyndum um framfarir, sum þessara skrif hafa einkennst af menningarlegum svartsýnishyggju, sum af tæknilegum húmanisma sem sjá má af frásögnum af hversdaglífinu sem var svo vinsælt á fjórða áratuginum í Bretlandi.

Viðfangsefni alþýðusögunnar hefur einnig verið margbreytilegt, jafnvel þótt ætlunin hafi einungis verið að færa mæri sögunnar nær lífi fólksins.

Í sumum tilfellum er athyglinni beint að verkfærum og tækni, í öðrum að félagslegum hreyfingum, og enn öðrum að fjölskyldulífinu.

Alþýðusagan hefur gengið undir mismunandi nöfnum, s.s. iðnaðarsaga (e. industrial history) um 1900, ,,náttúrusaga” (e. natural history) í samanburðarþjóðfræði sem reis hvað hæst eftir uppgötvun Darwins.

Marx kallaði fyrsta kaflann í Kapitalisminn ,,náttúrusaga” kapitalískum framleiðsluháttum og einnig talaði hann um menningarsögu (e. cultural history).

Í dag er alþýðusagan e.k. undirgrein eða undirsett stjórnmála-, menningar- og félagssögu.

Í sinni upprunalegustu mynd, (sjá bókina Impartial History of England (1796)) var alþýðusagan tengd baráttunni fyrir stofnanabundin réttindi (alþýðumanna).

Alþýðusagan í dag er oftast skrifuð af þeim sem eru utan menntastofnanir á háskólastigi.

Hugtakið alþýðusaga nær utan um margvíslegar tilraunir til að gera ,,sögu að neðan” byggða á skjalagögnum sem hefur leikið svo stórt hlutverk í enskri félagssögu samtímans (1981).

Sem hreyfing, hóf alþýðusagan upphaf sitt utan veggja háskóla eftir 1950 og kynni sig sem ,,sagan að neðan”.

Þessi hreyfing hefur náð að komast inn fyrir veggi háskóla og rannsóknir innan þeirra, með því að fræðimenn hafa í síauknu mæli beint sjónum sínum frá hinu þjóðlega til svæðisbundna, frá stofnunum til heimilislífs, frá ríkisvaldinu til alþýðumenningu.

Hvaða mál svo sem það eru sem alþýðusagan tekur á, þá fer hún ekki varhluta af pólitíkinni og er undir áhrifum alls konar hugmyndafræði. Í einni gerðinni er hún undir áhrifum marxismans, í annarri undir áhrifum lýðræðislega frjálslyndisstefnu, í enn annarri undir áhrifum menningarlegum þjóðernisstefnu (e. nationalism).

Ein megineinkenni alþýðusögunnar er að hún hefur venjulega verið róttæk í eðli sínu, þó geta vinstrisinnar ekki gert neitt tilkall til hennar.

Til dæmis bók E.P. Thompson ,,Making of the English Working Class (1963) sem fjallar um uppreisnir alþýðu eða bók Peter Laslett ,,World We Have Lost (1965) um hið horfna ættfeðraveldi. Báðar taka á viðfangsefni á nýjan hátt, eru ekki afurð þurrar fræðimennsku og eru tilraunir til afturhvarf, að snúa söguna til róta hennar, þó að pólitískar hugmyndir þeirra, sem eru undirliggjandi, geta ekki verið meira á hinn bóginn (að vera ekki pólitískar). Þessar alþýðusögur fjalla oftast um alþýðuna sem heild og hún borin saman við ýmis fyrirbrigði, s.s. konungar og alþýða; ríkir og fátækir og hinu menntuðu og hinu fávísu svo eitthvað sé nefnt.

Hjá þjóðháttafræðingum er ...alþýðan... fyrst og fremst bændafólkið; fyrir félagsfræðinginn er það hin vinnandi stétt, á meðan það er hjá menningarlegum þjóðernissinnum tengt við kynþáttinn eða ...ethnic stock....

Til er hægrisinnuð útgáfa af alþýðusögunni. Hún er helguð baráttu, hugmyndir, en mjög lituð af trú og gildum. Hún ímyndargildir fjölskylduna með frösum eins og ...hringur ástarinnar... eða ...lík andlit... – og túlkar félagsleg tengsl meira sem gagnkvæmni en arðrán (eins og marxistar gera). Fjandskapur eða andstæða milli stétta er til í þessari útgáfu en er mýktur með því að benda á misvíxlandi tengsl.

Hin dæmigerða hægrisinnaða útgáfan tekur fyrir hið ,,upprunalega” samfélag fyrir, t.d. hinu frjálsu germana áður en Karólingarnir náðu landinu undir sig o.s.frv. Hugmyndafræðin gengur yfirleitt út á að vera á móti áhrifum nútímans, á móti borgarlífi og kapitalismanum sem séu n.k. óvinir sem eyðileggi þjóðarlíkaman og sundra árhundruða gamla samstöðu sem skapast hefur af hinu ,,hefðbundna” lífi. Þessi útgáfa er mjög íhaldssöm. Þrátt fyrir mismuninn, milli hina vinstri- og hægrisinnaða útgáfu, þá eiga þessir andstæðingar ýmislegt sameiginlegt, s.s. ást á hinu rómantísku frumstæðishyggju (e. primitivism), aðdáun á náttúrunni og hinu ósjálfráða. Báðar stefnurnar sakna hina horfnu samstöðu fortíðarinnar og nútímalíf sé ekki eftirsóknarlegur kostur, þar sem sósíalistar horfa vanþóknunaraugum á kapitalismann sem sinn andstæðing en hægri menn á ,,einstaklingshyggju”, ,,fjöldasamfélagið” (e. mass society) eða ,,iðnaðarhyggju” (e. industrialism). Hin frjálslynda útgáfan er meira bjartsýnni en vinstri- eða hægri (íhaldssama) útgáfan og lítur á efnislegar framfarir sem í grundvelli sínum séu góðviljaðar í áhrifum sínum.

Kapitalisminn sé langt því frá einungis eyðingarafl, heldur birtist frekar sem samblanda af andlegum og félagslegum framförum. Nýmóðinsvæðingin er samtvinnuð við framför hugarins, þróun borgaralegu frelsi og trúarlegu umburðarlyndi. Hjá þeim er litið með velþóknun á baráttu borga á miðöldum fyrir frelsi sínu, baráttu villutrúarmanna gegn kirkjunni, svo eitthvað sé nefnt.

Marxistar hafa heldur ekki gleymt alþýðusögunni, þótt svo mætti ætla og þeir þurfi að standa sig betur segir Raphael Samuel. Hreyfingin ,,sagan neðan frá” var komið á fót af hópi kommúnískra sagnfræðinga um 1940-50.

Kvennasagan var/er undir miklum áhrifum marxískum feministum í Bretlandi. Fyrir kvennahreyfinguna var það pólitísk ákvörðun að skora á hefðbundna söguskiptingu, áskorun á aldarlanga þögn kvenna. Raphael Samuel er á því að marxistar þurfi á alþýðusögunni að halda, því að með henni væri hægt að byggja upp sögu kapitalismans frá botni og alla leið upp, fá heildarmynd. T.d. bændaræturnar í einstaklingshyggjunni.

Raphael Samuel segir að alþýðusagan veki upp mikilvægar spurningar sem varða kenningalegum og pólitískum verk og getur skorað á einokun fræðimanna á þekkingunni. Hann er einnig á því að alþýðusagan þurfi á marxismanum að halda, þ.e.a.s. til þess að skapa andstæða eða gagnstæða sögu – sem er svo tengd við hina almennu sögu (og hefðbundnu), fá m.ö.o. meiri dýpt, nokkuð sem kvennfeministar hafa gert en þær hafa sett fram spurningar og svarað, um valdasamskipti, feðraveldið og eignatengsl. Alþýðumenningin þarf að tengja við spurningar sem varða táknræna skipan sem málfræðingar hafa verið að skoða sem og að breytingar á hinu opinbera geira og einkageira lífsins.

Að lokum telur Raphael Samuel að alþýðusagan eigi um tvær leiðir að velja, að loka sig af og leita í öryggið fortíðarinnar en hún getur jafnframt með mikilli vinnu reynt að breyta skilningi okkar á sögunni í heild sinni, ,,...með því að túlka ekki einungis heiminn, heldur sjá hvort að verk okkar geti ekki breytt honum....


Sagnfræði og sagnfræðingar (Eugene Genovese (1971)) Marxismi í Bandaríkjunum

Geneovese

Ameríski marxisminn hefur átt undarlega sögu hingað til (1968). Stjórnmálalegi hluti hans, Sósíalistaflokkurinn, fór í mél á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar og myndun kommúnistaflokksins um 1930 fór einnig út um þúfur.

Flestir bandarískir marxistar komu af kynslóð þriðja áratugarins og gerðust kommúnistar en þá stóð baráttan gegn fasismanum í algleymingi og þeir vörðu málstað svertingja, gyðinga og annarra minnihlutahópa. Þegar hætta var á sigri fasistanna, gerðu þeir bandalag við Popular Front hreyfinguna og svo frjálslynda (s.s. Roosevelt til Kennedys). Hin bandaríska og marxíska sagnaritun hefur skort skírskotun til stéttarhreyfingar og kapitalíska þróun í hag ,,pseudo-radical skiptingu á sögulegri skiptingu í ,,framþróunar” (e. progressive) eða ,,afturhalds” (e. reactionary). Popular Front marxistar (kallast þeir sem eru frjálslyndir með róttækar tilhneigingar eða skoðanir).

Það sem stendur upp úr er að samband bandarískra marxista við Popular Front frjálslyndisstefnuna hefur komið í veg fyrir að þeir hafi getað greint hugmyndafræði þrælahalds til skoðunar. Afleiðingin hefur verið sú að þeim hefur ekki tekist að endurgera hinn sögulegan veruleika á ný og þeir hafa verið óviljugir til að viðurkenna vissa þætti hugmyndafræði þrælahaldara sem vert er að rannsaka. Þarna hafa bandarískir marxistar sofið á verðinum, samanborið við brasilíska starfsbræður sína. Slakt gengi marxismans í Bandaríkjunum má m.a. rekja til þess að menn rugla saman marxismanum við efnahagslega nauðhyggju.Andmarxistar meðal sagnfræðinga rugla oft þessum hlutum saman, og þar sem auðvelt er að kveða niður hugmyndir efnahagslega nauðhyggju, meðhöndla þeir um leið marxisma sem fyrirbrigði sem hafi ekkert gildi.

Annað sem háð hefur marxismanum í Bandaríkjunum er að misskilningur hina opinberu marxista á hinni marxískri kenningu. Það er að þeir hafa kynnt hana á hinum almenna grundvelli sem efnahagslega nauðhyggju og á því stig á sérstakri greiningu sem mismunandi gerðir af moralistic fatalism.

Hið þriðja er að marxisminn hefur verið hreinsaður úr háskólum landsins, einnig með múturþægilegri meðferð, útdeild af samtökum og lærðum blaðamönnum. Almennt séð hafa menn blandað saman pólitískan vilja við sögulega greiningu, og hafa gert marxismanum mikinn ógreiða með því að verja stöðu Marx og Engels í málum sem þeir gáfu sér lítinn tíma til að skoða sjálfir. Það er ekki þeirra sök að seinni tíma kynslóðir skuli hafa gert sérhvert orð þeirra að heilögum sannleik. Ekki megi rugla saman pólitísk skrif í dagblöðum saman við kennismíð. Hatur Marx á þrælahaldinu brenglaðri sýn hans að mati höfundar.

Marxísk túlkun bíður upp á óneitanlega tvíræðni/margræðni, sem skapar hættu á stefnu til efnahagslega nauðhyggju – þá hinu grófa og gagnlausa sögulega kennikerfi. Marx og Engel segja okkur að hugmyndir vaxi af félagslegri tilveru, en hafi líf út af fyrir sig. Að sérstakur grundvöllur, framleiðsluhættir (e. mode of prodution) muni framkalla samsvarandi yfirbyggingu (e. superstructure) – stjórnarkerfi, hugmyndakerfi, menningu o.s.frv., en þessi yfirbygging muni síðan þróast samkvæmt eigin lögmálum (logic ) sem og einnig sem samsvörun við þróun grundvallarins (framleiðsluhættina).

Sem dæmi, ef hugmyndir, sem einu sinni eru orðnar að félagslegu hreyfiafli, eiga líf út af fyrir sig, þá fylgir það í kjölfarið að engin greining á grundvellinum sé mögulegu án tillit til yfirbyggingarinnar (superstructure) þar sem þróun hennar er að hluta til ákveðin af uppruna hennar, og síðan hvers konar breytingar á yfirbyggingunni, þar meðtalið þessum verða vegna innri raka, muni modify grundvöllinn sjálfan. Það má ekki rugla saman efnahagslegan uppruna félagslegrar stéttar við náttúrulega þróun stéttarinnar, sem umvefur fulla vídd á mannlegri reynslu sem birtist sem margþætt heild í stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlegu formi. Hinu ákveðnu þættir í sögulegri þróun, frá sjónarhóli marxista, er stéttarbarátta, skilningur á forsendu sérstakrar sögulega greiningu á efnisþáttar stéttir.

Eugene Genovese segir að ef marxismi sé misskilinn sem efnahagsleg nauðhyggja, bæði af vinum og óvinum, og það sé að hluta til vegna Marxs og Engels sjálfra. Marx, kennismiðurinn var saklaus af slíku, en Marx, blaðamaðurinn og ritgerðasmiðurinn, var ekki alltaf saklaus. Með tilhneigingu til efnahagslegrar túlkunar og óagaðrar stjórnmálalegri ástríðu, skrifuðu þeir ekkert af gagni eða gagnrýni á þrælahaldið í Suðurríkjunum.


Sagnfræði og sagnfræðingar (E.J. Hobsbawn (1984)) Marxismi í sagnfræðinni

Eric_Hobsbawm

Marx skrifaði eiginlega enga sagnfræðibók í sjálfu sér, þótt efniviður hans væri sagnfræðilegur í eðli sínu en allt var skrifað út frá pólitísku sjónarhorni. Sagnfræðilegt efni sem hann vann úr, var kyrfilega fellt inn í kenningarleg og pólitísk skrif. Meira segja bók hans, Kapítalisminn, er ekki hægt að meðhöndla sem sögu kapítalismans þar til 1867. Hann var meiri kennismiður en sagnfræðingur.

Engels var meiri sagnfræðingur í sér en hann. Áhrif Marx á sagnfræðinga eru byggð á hinni almennu kenningu hans (um hinu almennu sköpun mannlegrar sögulegrar framþróunar frá frumstæðum kommúnisma til kapitalisma).

Marx hefur reynst vera grundvöllur hvers konar (e. adequate study) nothæfar rannsóknar á sögu, vegna þess - hingað til – hann hefur einn reynt að gera formúlu að aðferðafræðilega nálgun á sögunni sem heild, og sjá fyrir sér og útskýra heildarþróun á mannlegri og samfélagslegri þróun. Marx sagði ekki síðasta orðið – langt því frá – en hann sagði fyrsta orðið og við erum skuldbundinn að halda áfram með þráðinn sem þar sem hann endaði hjá Marx.

Áhrif hans á sagnfræði nútímans má flokka í 4 flokka segir E.J. Hobsbawn:

1. Áhrif Marx á sagnfræðinga í andsósíalískum samfélögum, s.s. vestræn samfélög, hafa aldrei verið meiri en í dag (árið 1984). Ekki bara á þá sagnfræðingar sem segjast vera marxistar, heldur einnig þá sem hafa orðið beint eða óbeint fyrir áhrifum af honum, þó að það sé nú mikið um brotthvarf menntamanna frá stefnu hans. Marxisminn hefur líklega verið meginástæðan fyrir nútímavæðingu sagnaritunarinnar.

2. Í flestum löndum tekur marxísk sagnaritun Marx sem byrjunarreit sinn en ekki sem áfangastað (komustað). Marxísk sagnaritun, í sinni auðugustu mynd, styðst við aðferðafræði hans, frekar enn koma með athugasemdir gagnvart texta hans – nema það sé þess virði að nefna það.

3. Marxísk söguritun er í dag marggátuð eða marghliða. Einföld og kórrétt túlkun á sögunni er ekki arfleiðin sem Marx lét okkur í té (sem þó varð arfleið marxismans frá 1930), a.m.k. er hún ekki lengur viðurkennd. Þessi (e. pluralism) marghliðunarhyggja hefur sinn galla. Hún hefur greinilega meiri áhrif meðal þeirra sem kennigera söguna en þeirra sem skrifa hana. Marghliðunarhyggjan er óhjákvæmilegur hluti sagnaritunar í dag og ekkert rangt við hana segir hann. Vísindi er samræða milli mismunandi sjónarmiða. Þau hætti hins vegar að vera það þegar það eru engar aðferðir eru fyrir ákvörðun á því hvaða skoðun sé röng eða beri síst árangur.

4. Ekki er hægt að einangra marxíska söguskoðun í dag frá öðrum sagnfræðirannsóknum eðs -stefnum. Marxistar hafna ekki lengur skrif sagnfræðinga sem ekki segjast vera marxistar eða vera andmarxistar. Ef þeir skrifa góða sögu, eiga þeir að vera meðtaldir. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hægt sé að gagnrýna og heyja hugmyndafræðilega orrustu gegn góðum sagnfræðingum sem hagar sér sem hugmyndafræðingar.

Að lokum: marxisminn hefur umbreytt söguritunni svo mikið, að erfitt er að sjá hvað hefur verið skrifað af marxistum eða þeim sem eru það ekki, nema höfundar tilkynni það sérstaklega.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Christopher Hill (1948)) Maxismi

Christofer Hill

Áhrif marxisma á sagnfræði hefur verið áberandi meiri en í öðrum fræðigreinum.

Hægt er að greina áhrif Marx og Engels á fræðigreinina á sex vegu, óbeint eða beint, sem hafa umbreitt rannsóknir á sögu síðastliðin hundrað ár.

1. Viðurkenning á mikilvægi efnahagssögu hefur verið hvað mest áberandi.Sagnfræðingar viðurkenna nú mikilvægi framleiðslu og dreifingu auðs innan samfélagsins við mótun þess og gerð. Þetta sé mikilvægasta skrefið í að sagnfræðin verði vísindi og þetta komi frá þeim köppum Marx og Engels.

2. Önnur umbreyting hefur sú sýn á gildi og hlutverk efnahagsstétta (e. economic classes) í sögulegri þróun.

3. Sagnfræðingar hafa síðastliðna öld viðurkennt félagslegan uppruna mannlegrar hugsunar, á hugmyndafræði. Marx hefur réttilega verið kallaður faðir nútíma félagsfræði (e. sociology).

4. Saman við þetta hefur ný afstæðishyggja í nálgun sagnfræðinga risið. 19. aldar sagnfræðingarnir nálguðust söguna á siðrænan hátt (e. moral standard) sem þeir töldu vera algildan, þótt þeir hafi í raun verið afurð 19. aldar kapitalisma. Flestir nútíma sagnfræðingar viðurkenna að hinn siðræni stuðull (e. moral standard) breytist með samfélagsbreytingum.

5. Síðastliðna öld hefur orðið bylting í heimildaefni sem sagnfræðin getur verið skrifuð út frá. Áður fyrir voru heimildir nánast eingöngu bókmenntalegs eðlis (e. literary), s.s. króníkur, minnisblöð, skjöl, kirkjuleg gögn, dagbækur og dagblöð. Nú eru þær mest megnið skjalgerðar (e. documentary), s.s. opinber gögn, skrár, áletranir o.s.frv. og jafnvel fornleifafræðilegar, gömul verkfæri, vélar, byggingar og akrar svo eitthvað sé nefnt.Þessi áhrif koma ekki beint frá Marx en hann sjálfur studdist við opinber gögn við sínar rannsóknir.

6. Að lokum, vegna þess að það var Marx sem lagði ofuráherslu á efnahagslega þætti, sem öll pólitísk og félagsleg athafnasemi mannsins eru rakin til, er það Marx sem við verðum að leita til hins nýtímalega skilning á einingu sögunnar (e. unity of history).

Sögubækur eru enn gefnar út með köflum um bókmenntir, listir, trúarbrögð, sem tengdar eru pólitískri frásögn traustum böndum. Góður nútíma sagnfræðingur sker ekki söguna niður í marga búta, enda hangir þetta allt saman á einni spýtu. T.d. er ekki nóg að segja frá menningu yfirstéttar í ákveðnu landi, heldur einnig lágstéttarinnar.

Ef sagan er ein, verður sagnfræðingurinn að hafa sýn á samfélagið og þróun þess í heild; m.ö.o. hann verður að hafa heimspekilega sýn á það (e. philosophy).

Margir heimspekingar og sagnfræðingar hafa, vegna facile frjálslyndisstefnunnar á 19. og 20. öld, orðið svartsýnir.

Maðurinn er hættur að þróast, í besta falli þróast í ranga átt, með smíði kjarnorkusprengju, eyðingu náttúrunnar o.s.frv. Maðurinn hefur verið í sjálfblekkingu.

Þetta er ekki nýtt, svo hafi einnig verið á 19. öld. Síðan kemur lofræða Christopher Hill á gildi marxismans, aðeins hann getur hjálpar nútímasagnfræðingum við að eiga við félagsleg öflin í samfélaginu o.s.frv. Marxískur sagnfræðingur mun fljótt sjá þróun samfélagsins og þætti þess sem leiði til framþróunar eða afturfarar.

Christopher Hill segir m.a. þetta:

• Það þýðir ekki að sagnfræðingurinn taki afstöðu í miklum sögulegum átökum og hafi staðall sem hann getur réttlætt afstöðu sína út frá. Hann á að endurspegla báðar hliðar. Fullar afleiðingar tiltekins atburðar getur ekki birst fyrr en eftir mjög langan tíma.

• Marxistar trúa hvorki að sagan sé gerð af miklum mönnum né að efnahagslegar breytingar sjálfkrafa gefi pólitískar niðurstöður. T.d. hefði rússneska byltingin átt sér stað, en ef Lenín hefði ekki verið, þá hefði hún eflaust tekið aðra stefnu.

Marxisminn hefur lagt mikið fram til vísindalegrar sagnfræði. En akademía hefur farið hörðum höndum um hana og því hafa margir sagnfræðingar snúið baki við hana. Nú hefur draugurinn risið úr gröf sinni og nú undir nýju nafni - ný-marxiismi, sem er í raun sama vitleysan, ef ekki meiri, en hið hefðbundni marxismi. 

Það er efni í nýja grein að fjalla sérstaklega um ný-marxisma, sem marxistar þurftu að búa til þegar gamla og gallaða kenningin gaf upp andann, enda skipbrot kommúnismann öllum ljóst sem vildu sjá, þótt aldrei hafi fari fram uppgjör við alræðishyggju og -stefnu sósíalismans, jafnvel ekki eftir falla Sovétríkjanna.

Það væri fróðlegt að vita hvort að marxisminn lifi enn góðu lífi innan sagnfræðinnar hjá Háskóla Íslands, eins og þegar ég var þar enda flestir sagnfræðikennarnir þá afurð 68 kynslóðarinnar og hippamenningarinnar en einnig ný-marxismans sem tröllríður öllu í sjálfu heimalandi kapitalismans í landi hinna frjálsu. Innrætingin var lúmsk í sagnfræðiskori Háskóla Íslands.

 

 

 


Andrew Jackson - sjöundi forseti Bandaríkjanna

Andrew_jackson_head

Ég hef verið að pæla í manninum og Bandaríkjaforsetanum Andrew Jackson sem ég tel vera einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna. Ég ætla að rekja aðeins sögu hans.

Uppruni, æska og tíminn fyrir forsetatíð

Andrew Jackson fæddist þann 15. mars 1767. Foreldrar hans voru Andrew og Elizabeth Jackson sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum af skosk-írskum ættum. Hann var yngstur þriggja bræðra og fæddist hann aðeins nokkrum vikum áður en faðir hans lést. Hann ólst upp í fátækt og ofbeldi og það markaði hann fyrir lífstíð. Hann var lögfræðingur ungur að aldri og starfaði í Tennesse. Um þetta leyti voru Bandaríkjamenn í frelsisbaráttu sinni gegn Bretum og var að hann boðliði aðeins 13 ára gamall. Hann var handsamaður og pyntaður. Hann hataði Breta alla tíð síðan.

Árið 1801 var Jackson skipaður ofursti í herliði Tennessee, sem varð pólitískur stuðningur hans þaðan af auk varnarliðsins hans. Hann hlaut landsvísu frægð í gegnum hlutverk sitt í stríðinu 1812, mest frægt þar sem hann vann afgerandi sigur á helstu breska innrás her í orrustunni við New Orleans, að vísu nokkrar vikur eftir að sáttmálinn Ghent hafði þegar verið undirritaður Til að bregðast við átökum við Seminole í spænsku Flórída, réðist hann á landsvæðið árið 1818. Þetta leiddi beint til fyrstu Seminole stríðana og Adams-Onis-sáttmálans árið 1819, sem formlega leiddi til þess að Flórída fluttist undan forræði Spánar til Bandaríkjanna. Hann var kallaður þjóðhetju vegna þess að hann hafði verið í hernum og unnið glæstan sigur á Bretum.

En hann átti sér dekkri hliðar og má geta þess að hann drap um 1000 Creek indjána í umsátri en þeir voru bandamenn Breta. Aldrei í sögu Bandaríkjanna höfðu fallið eins margir indíánar á einum degi og þann dag sem hann gersigraði þá.

Andrew Jackson var á móti réttindum Indíána og þrátt fyrir að hæstiréttur BNA hefði lýst yfir að ekki mætti hrekja Cherokee Indíánanna frá svæðum sínum ákvað Andrew að gera það samt. Hann hefur verið kallaður indíánahatarinn mikli, því að hann kom á lög, þegar hann var orðinn forseti, svo kölluðu Indian removal, eða m.ö.o. voru indíánar færðir með valdi frá heimkynnum sínum til að rýma fyrir hvítum innflytjendum. Cherokee indíánar reyndu að breyta sig í hvíta menn, komu sér upp þorpum og bæjarstjórum og allt það sem hvíta fólkið hafði, til að falla inn og vera ekki flutt á brott. Allt kom fyrir ekki og voru þeir reknir vestur á bóginn og það hafa þeir aldrei fyrirgefið honum, jafnvel ekki ennþá daginn í dag. Þess má geta Andrew Jackson ól upp ásamt konu sinnu indíánadreng sem hann fann í einu af indíanastríði sínu og ól upp í nokkur ár eða þar til hann lést óvænt. Þeim hjónum var ekki barna auðið.

Andrew Jackson er einnig þekktur fyrir að leggja Flórída undir Bandaríkin, án leyfis Bandaríkjaþings en indíánar, bandamenn Breta, höfðu stundað skæruhernað á Suðurríkin þaðan. Honum var fljótt fyrirgefið fljótfærni en Florída mikilvægt svæði. En hann gerði meira, hann hóf sókn Bandaríkjanna vestur á bóginn og villta vestrið varð til og indíánarnir sífellt á flótta undan hvíta manninum.

Andrew Jackson kynntist giftri konu, þau felldu hug saman og þau stungu af saman á flótta undan eiginmanni hennar. Hann sótti um skilnað og var þetta fyrsti skilnaðurinn sem varð opinber í Tennesse. Þetta átti eftir að vera mikil skuggi á feril hans og konan hans kölluð á bakvið hann hóra og hún útskúfuð úr samfélagi fínu frúnna. Hann drap mann í einvígi árið 1806, mann að nafni Charles Dickinson, sem fellt hafði 26 andstæðinga sína í einvígjum upp á líf og dauða.

Tvennum sögum fer af því hvers vegna Jackson skoraði Dickinson á hólm en líklegasta skýringin er talin sú að sá síðarnefndi hafi móðgað eiginkonu hans, Rachel, gróflega.

Dickinson taldi sig hafa heimildir fyrir því að hún hefði aldrei skilið við fyrri mann sinn. Jackson ofursti hefur drýgt mikla hetjudáð. Hann hefur stolið eiginkonu annars manns,“ á hann að hafa sagt í vitna viðurvist.

Vinir Jacksons töldu augljóst að Dickinson væri að reyna að upphefja sig á kostnað ofurstans og vildi narra hann til að heyja við sig einvígi. Nú var Jackson vandi á höndum enda var honum kunnugt um fyrri afrek Dickinsons eins og öðrum íbúum Tennessee. Hann tók sér fyrir vikið góðan umhugsunarfrest en ákvað á endanum að skora Dickinson á hólm enda ekki stætt á öðru en að verja heiður spúsu sinnar. Einvígi voru stranglega bönnuð í Tennessee á þessum tíma en kapparnir létu það ekki á sig fá, héldu ásamt fríðu föruneyti yfir ríkjamörkin til Kentucky. Eins og fyrr segir átti Charles Dickinson ekki afturkvæmt en Jackson lét nærri líf sjálfur en hann fékk byssukúlu nærri hjartað sem sat í honum alla ævi.

Á þessum árum var hann ekki aðeins lögfræðingur, hann ræktaði veðreiðahesta og efnaðist á því en mest efnaðist hann á þrælahaldi en hann átti um 200 þræla sem yrktu jörð hans með miklum hagnaði á Hermitage Plantation sem var plantekra hans.

Andrew Jackson var því ötull stuðningsmaður þrælahalds, en Repúblikanar sem höfðu verið með forsetaembættið frá tímum Thomas Jefferson voru andsnúnir því og höfðu þrátt fyrir að banna ekki þrælahald, bannað innflutning á þrælum og passað upp á það að þau ríki sem studdu þrælahald yrðu aldrei fleiri en þau sem studdu það.

Andrew Jackson og Demókratar nutu því á fyrstu árum sínum mestan stuðning í suðurríkjunum þar sem þrælahald var viðtekinn venja. (Ólíkt þeim flokki sem við þekkjum í dag, sem nýtur mest stuðnings í norðurríkjunum og berst meira fyrir réttindum minnihlutahópa heldur en Repúblikanar). Svartir Bandaríkjamenn hafa ekki gleymt því og þeir halda ekki mikið upp á minningu hans fram á daginn í dag.

Forsetakosningar 1824

Eftir að hafa átt stórann þátt í stríðum fyrir Bandaríkjanna ákvað Andrew Jackson að láta stjórnmál að sér varða að alvöru. Hann var skipaður öldungadeildarþingmaður fyrir Tenessee árið 1822. Þingið í Tenessee skipaði hann einnig sem frambjóðanda sinn árið 1824. Fékk hann flest atkvæði í kosningunum bæði af almenning og kjörmönnum og flestir telja að hann hafi átt að verða forseti þá. Í kosningunum árið 1824 þá var það hins vegar fulltrúarþingið sem varð að úrskurða hver yrði forsetinn því enginn frambjóðandi náði meirihluta. Fulltrúarþingið valdi að John Quincy Adams yrði næsti forsetinn. Ekki var það síst að þakka stuðningi forseta þingsins, Henry Clay, að John Quincy Adams varð forseti. Þetta var hins vegar ekki nútímaleg kosningabarátta þar sem margir frambjóðendur tóku þátt í kosningunum og í raun engir almennilegir tjórnmálaflokkar sem stóðu að baki kosningunum.

Andrew Jackson var ekki vinsæll meðal þingmanna því hann kallaði sig sem umboðsmann þjóðarinnar og boðaði miklar breytingar.

Forsetakosningar 1828

John Quincy Adams átti erfitt með að stjórna landinu í valdatíð sinni. Hann var ekki vinsæll hjá almenningi þar sem Andrew Jackson og fylgismenn hans gagnrýndu hann og náðu meirihluta bæði í fulltrúarþingi og í öldungarþingi. Þeir voru oft kallaðir Jacksonians eða menn Jackson. Andrew Jackson stofnaði flokk sem var kallaðaður demókratar en uppúr sem enn er við lýði. Megnir andstæðingar hans voru National Republikan seinna nefndir whings sem í raun mynduðust aðeins vegna andstöðu við Jackson.

Andrew Jackson var oft kallaður Andrew 1 konungur og ástæða þess var að hann var eins og hershöfðingi yfir flokknum sínum meðan hann var til staðar. Hann vann kosningarnar 1828 með töluverðum meirihluta og kom upp tími með öflugum og sterkum forseta sem hikaði ekki að nota vald sitt.

Forsetatíðin Andrew Jackson varð sjöundi forseti Bandaríkjanna en rétt áður en hann tók við embættinu lést konan hans af hjartaáfalli en hún hafði orðið fyrir aðsúg hatursmanna hans í forsetabaráttunni. Hann fyrirgaf það aldrei og taldi andstæðinga sína hafa drepið hana. Hann varð því harður í horn að taka strax frá upphafi forsetatíð sinnar. Að lokinni innvígsluathöfninni var haldin veisla sem breyttist fljót í óeirðir og hann heppinn að sleppa lifandi frá æstum aðdáendum. Tjónið var mikið í formi diska og fleira. Hann fékk sér páfagauk og kenndi honum að blóta sem varð á endanum til þess að það þurfti að fjarlægja fuglinn úr jarðaför forsetans vegna þess hversu mikið og gróflega hann blótaði. Hann gegndi embættinu á árunum 1829 til 1837, og hefur líklegast enginn haft eins mikil völd yfir að ráða á forsetatíð sinni líkt og Andrew Jackson gerði. Til marks um völd hans er komið heiti sem kallast Jacksonian democracy sem fjallar um sterkan og öflugan leiðtoga Bandaríkjanna og andsvar við Jeffersonian democracy. Völd hans byggðust m.a. á því að hann naut almennan stuðning hins almenna borgara. Hann hóf fyrstur manna alvöru kosningabaráttu og hvatti almenning til að kjósa. Áður höfðu einungis ríkir efnamenn kosið forseta Bandaríkjanna en nú varð forsetinn, forseti allra landsmanna.

Andrew Jackson var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem notaði neitunarvaldið að einhverju marki. Hann var á móti forréttindum og taldi að allir ættu að standa jafnt. Hann vildi minnka afskipti alríkisins og auka styrk ríkjanna. Hann lagði niður ríkisbankann sem hann taldi ógna valdi ríkisins og háði harða baráttu við hann. Hann skar niður fjármuni til hersins. Hann hafði talið að þessi afskipti fyrri forseta hafi verið allt of mikið. Hann hikaði heldur ekki við það að nota hernum í ríkjunum svo sem dæmið um Norður-Karólínu en ríkið hafði hótað að segja sig úr ríkjasambandinu. Honum tókst að afstýra því og koma í veg fyrir borgarastyrjöld, þótt hún hafi orðið síðar.

Andrew Jackson færði líka meira vald til handa almennings því með honum var það fólkið sem kaus kjörmennina en ekki fylkisþingið sem hafði kosið það sem gerði það að verkum að fólkið í landinu hafði meiri áhrif á kosningar. Hann afnam líka það að eign skildi vera skylda til að geta kosið. Það átti þó ekki við um konur og svertingja. Þetta kom á það að fleiri gátu kosið sem jók fylgi hans. Hann átti þó í miklum vandræðum með þingið vegna þess að það taldi að Jackson hefði ógnað því og vildi gera lítið úr áhrifum þess. Jackson notaði neitunarvaldið mjög gjarnan á þingið. Fyrrverandi forsetar höfðu aðeins notað það níu sinnum en Andrew Jackson hikaði ekki við að nota það vald. Vegna þess neitunarvald taldi þingið að hann væri aðalandstæðingur þeirra úr báðum flokkunum og var hann of illa liðinn af þeim. Hann taldi að forsetinn ætti að nota neitunarvaldið ekki aðeins þá það bryti í bága við stjórnaskrána heldur líka þegar það kæmi sér illa fyrir þjóðina.

Andrew Jackson var endurkjörin 1833 þrátt fyrir andstöðu þingmanna því hann var vinsæll meðal almennings. Hann tók síðan alla peninganna úr bönkunum sem voru lagður niður um tíma og lét peningana dreifast um ríkin sem voru sérstaklega hliðholl sér. Vegna þessa lét þingið hann fá ámæli og margir töluðu um að koma honum frá. Hann hafði það vandamál á valdi sínu að hann var alltaf að breyta ráðherraliði og hafði lítil samráð með þeim en hann á þann vafasama heiður, að fyrsta ríkistjórnin undir hans forystu klofnaði og ráðherra sögðu af sér.

Eftir tíma Andrew Jackson

• Andrew Jackson stofnaði Demókrataflokkinn.

• Flokkarnir voru mun skipulagðari en áður þekktist • Fjölmiðlar fengu að komast að forsetanum í meira mæli.

• Hann rak hlutlausa og duglaus embættismenn og vildu fá fylgismenn og flokksmenn í hans liði sem ennþá tíðkast.

• Hann bjó til nýja stöðu en það var „post master general“ en sá sem gegnir því hefur umsjón með stöðuveitingum forsetans.

• Hann kom á skipulögðum flokksþingi og gerði starf stjórnmálaflokka skipulagt

• Andrew Jackson var fyrsti forsetinn sem var kosinn af almenningi

•Jók á lýðræði fyrir almenning

Heimild: Af vefnum Wikibækur og frá mér sjálfum.


Herskylda – þegnskylda á Íslandi

external-content.duckduckgo.com

Þetta er sígild spurning, hvort að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum eða láti aðra sjá þær. Íslendingar ákváðu á sinum tíma að gera það ekki og voru meginrökin þá meðal annars smæð þjóðarinnar og fátækt.

Upprunuleg rök, fjarlægð landsins frá vígvöllum Evrópu og heimsins, voru ekki lengur gild, tvær heimsstyrjaldir sáu til þess.

En kíkjum á valkostina, ef Íslendingar ákvæðu að koma sér upp vopnuðum sveitum og herskyldu. Ef Íslendingar geta hugsa sér að taka beina ábyrgð á vörnum landsins án íhlutunar erlendra ríkja, þá eru nokkrar færar leiðir í stöðunni eins og ég sé hana.

Í fyrsta lagi að stofna hér her.

Í öðru lagi að koma á fót sérstökum öryggissveitum.

Í þriðja lagi að koma á heimavarnarliði sem er samansett af áhugamönnum eða gegn ákveðinni þóknun, líkt og með björgunarsveitirnar.

Í fjórða lagi að stofna eins konar hálfatvinnumannaherlið, þjóðvarðlið.

Í fimmta lagi að treysta enn betur innviði Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og almannavarnir líkt og er gert í dag.

Og í síðasta lagi er hægt að treysta á guð og lukku og hafa engar varnir og tengjast engum varnarbandalögum.

Svo svarað sé beint spurningunni um hvort æskilegt sé að koma á herskyldu hérlendis fer það eftir þeim leiðum menn velja sér og hefur verið dreift á hér að ofan.

Herskylda gengur aðeins upp ef ákveðið verður að koma á fót her, heimavarnarlið eða þjóðvarðlið. Mönnun öryggissveita, lögreglu og Landhelgisgæslu verður ávallt að byggjast á sjálfboðaliðum. Fyrir því eru ástæður sem ekki verður farið í hér.

Þegnskyldu er hægt að koma á, sama hvaða leiðir eru farnar og getur verið æskilegur kostur fyrir íslenskt samfélag sem og með herskylduna ef menn fara þá leið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi hefur þjónusta í þágu samfélagsins mikið uppeldislegt gildi. Ungir menn og konur koma reglu á líf sitt. Það (unga fólkið) lærir sjálfsaga og almennan aga (sem þjóðfélagið á að veita einstaklingum). Þetta gerir samfélagið skilvirkara á allan hátt, því að þetta síast um allt samfélagið þegar fólkið hefur lokið þjónustu sinni.

Tökum gott dæmi. Herskylda hefur verið í Svíþjóð í nokkrar aldir. Ungir menn hafa verið kvattir í herinn og allt samfélagið hefur verið virkjað til að vinna að ákveðnum markmiðum. Svíþjóð var og er kannski enn stórveldi og er sænskt samfélag er gott dæmi um ríki sem hefur náð langt, m.a. vegna þessa atriðis og í raun haft mun meiri áhrif en stærð landsins segir til um.

Í öðru lagi tengir þegnskylda og/eða herskylda þá aðila sem sinna þessari skyldu samfélaginu nánari böndum, það finnur til ábyrgðar sem þýðir nýttari þjóðfélagsþegnar.

Í þriðja og síðasta lagi og þá er ég að tala beint um herskyldu, þá hefur hún mjög hagnýtt gildi fyrir samfélagið. Þarna verða alltaf til taks menn, tilbúnir til að verja landið ef hætta steðjar að. Maður tryggir ekki eftir á eins og sagt er.

Ef farið er út í hvers konar þegnskyldu er hér að ræða, þá getur hún verið margvísleg. Beinast liggur við að benda á björgunarsveitirnar og þegnskylda menn í þær eða að sinna mannúðarmálum ýmis konar, líkt og með þá erlendu menn vilja ekki gegna herþjónustu víða um lönd.

Í raun má ekki gera mikinn greinamun á þegnskyldu og herskyldu, því að hvoru tveggja hvetur menn (karla og konur) til ábyrgðar í þjónustu samfélagsins og gerir þeim grein fyrir að þeir eiga ekki einungis kost á réttindum, heldur fylgja skyldur ávallt með eins og Kennedy sagði forðum daga.

Ef menn eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum, má spyrja þá hvort þeir séu ánægðir með þjóðfélagið eins og það er í dag? Viljum við agalaust samfélag?


Brottrekstur Douglas MacArthur hershöfðingja og kjarnorkusprengjan

220px-MacArthur_Manila

Það er alltaf þannig með söguna að hún er margslungnari en virðist við fyrstu sín. Til dæmis horfir morðið á John F. Kennidy öðru vísi við en við samferðamenn hans.

Atburðir dagsins virðast auðljósir en þegar hlutirnir eru settir í samhengi, þá kemur í ljós orsakasamhengi sem við samtíðarmenn sjáum ekki í daglegu amstri. Annað sem ég hef lært af sögunni er að dæma menn af verkum, ekki orðum. Verkin skipta máli en ekki fagurðmæli.

Saga MacArthurs er stórkostleg, enda lifði hann margbrotna tíma. Hægt er að skrifa margar bækur um kappann en hann var eins og farið er með núverandi forseta Bandaríkjanna, elskaður og hataður, umdeildur en vinsæll. Hann reis til æðstu metorða en hröklaðist frá völdum, opinberlega smáður.

Douglas MacArthur varð heimsfrægur í seinni heimsstyrjöldinni, í glímu hans við Japani en hér er ekki farið í sögu hans en ætla að ræða hvort hugsanleg notkun hans á kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu hafi verið raunveruleg.

Ég taldi alltaf Douglas MacArthur, fimm stjörnu hershöfðingja í Kóreustríðinu hafa verið rekinn að ósekju 1951 og Harry S. Truman Bandaríkjaforseta vera að skipta sér af málum sem hann skildi ekki, þ.e.a.s. hermál.

MacArthur var mannlegur og gerði mikil mistök er hann hrakti flótta Norður-Kóreumanna alla leið til landamærana við Kína. Kínverjar brugðust við, stöðvuðu sóknina og hröktu Bandaríkjamenn á flótta, sem reyndist vera mesti flótti Bandaríkjahers frá upphafi. Þetta er forsagan.

MacArthur vildi eftir að hafa verið hrakinn frá landamærum Kína og Norður-Kóreu af kínverskum her í dulargervi, senda sprengjuflugvélar á fimmtíu kínverskar borgar og sprengja þær í loft um og nota kjarnorkusprengjuna í einhverjum tilfellum. Í ljós hefur komið, eftir að leynilegur vitnisburður háttsettra hershöfðingja fyrir nefnd sem kannaði málið var gerður opinber, að þeir voru sammála um að bandarískur herafli var það vanmáttugur á þessum tíma, að Bandaríkjaher rétt réði við þetta stríð og það hafi verið honum til happs að Kínverjar takmörkuðu aðgerðir sínar við landhernað og juku ekki umfang stríðsins með lofthernaði.

Einnig að Rússar ákváðu ekki að blanda sér með beinum hætti í stríðið. MacArthur fékk rómverska skrúðgöngu sigursæls hershöfðingja þegar hann snéri heim og fékk að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings. Menn töluðu jafnvel um að hann ætti að bjóða sig til forseta gegn Truman en þeir lykilmenn sem vissu af hinum leynilega vitnisburði hershöfðingjanna, sáu að betra væri að láta kyrrt liggja með það framboð. Harry fékk í staðinn annan virtan hershöfðingja á móti sér í forsetaframboð, Dwight D. Eisenhower, og hafði vit á að reyna sig ekki á móti honum.

Truman varð verulega óvinsæll vegna þessara samskipta við við MacArthur og beið hann þess ekki barr eftir það í raun. Truman er þó hvað þekktastur fyrir að beita kjarnorkusprengjunni í fyrsta sinn og það tvisvar. Arfleið hans er því ef til vill umdeildari vegna þessa, en deilur hans við MacArthur.

 


Sagnfræði og sagnfræðingar (E.H. Carr (1964))

220px-Eh_carr

E.H. Carr vill gera skýran greinarmun á þróun (e. evolution) og framför (e. progress). Hann segir á tíma upplýsingaaldarinnar hafi menn sett saman sem merki milli lögmála sögunnar og náttúrunnar. Með öðrum orðum þeir trúðu á framfarir.En hvers vegna á að líta á náttúruna sem eitthvað fyrirbæri sem fæli í sér framfarir?

Hegel leit svo á að skila beri söguna sem eitthvað sem væri framfarir en náttúruna sem eitthvað sem væri andstætt henni.

Þegar Darwinisminn kom til sögunnar, þótti það sannað að náttúran væri eftir allt saman framfaragerðar eins og sagan. En þetta viðhorf skapar vanda. Menn hafa ruglað saman líffræðilega erfðaeiginleika við áunna félagslega eiginleika sem séu uppspretta framfara í sögunni.

Líkamlega hefur maðurinn ekkert þróast á sögulegum tíma, heili hans er m.ö.o. ekki stærri en hann var fyrir 5000 árum. En geta og virkni hans til þess að hugsa og læra hefur aukist margfalt, einfaldlega með því að læra af reynslu undangengina kynslóða.

Þessi yfirfærsla eða flutningur áunnina eiginleika, sem er hafnað af líffræðingum, er í raun grundvöllur allra félagslegra framfara. Sagan er framfarasinnuð að því leytinu til, að hún yfirfærir hæfileika frá einni kynslóð til annarar. En varast beri að líta svo á að sögulegar framfarir hafi einhverja ákveðna byrjun eða endir. Hvorki sé hægt að staðsetja byrjunina né endinn.

En Carr virðist vera sammála Plumbs í því að sagan sé framsækin að því leytinu til að hún skráir ekki aðeins framfarir, heldur sé hún í eðli sínu framfarasinnuð vísindi, m.ö.o. að hún sé hluti rás atburða og er um leið vitnisburður þeirra – sé framfaragerðar.

Carr leggur hins vegar áherslu á að framfarir séu ekki samfelldar í tíma eða rúmi, þ.e.a.s. þær fara ekki eftir beinni línu. Það sem hann er að segja er að framfarir geti hætt á einum stað á ákveðnum tíma, en hafist á öðum stað í öðru rúmi af öðrum aðilum.

Framfarir þýðir ekki jafnar eða líkar framfarir fyrir alla. Framfarir fara eftir línu, sem er með vissum viðsnúningi, dýfum og eyðum á milli; þ.e. afturför og stöðnun eru þar með eðlilegur hluti framfara.

Carr endar mál sitt á því að segja að hin eiginlega saga geti aðeins verið rituð af þeim sem finna eða skynja þá stefnu sem er í henni sjálfri. M.ö.o. sú skynjun að við komum einhvers staðar frá og við séu að fara eitthvert. Sagan hefur stefnu.


Málfrelsið og lýðræðið undir árásum

91XTcKjujBL

Það er áhyggjuefni þegar málfrelsið er heft af samfélagsmiðlum. Allir, sama hvar þeir eru í pólitík, ættu að hafa áhyggjur af slíkum tilburðum. En þeim verður ekki kápan úr klæðinu, því að fólk leitar þá í aðra miðla sem nóg er til af. Fólk lætur ekki ritskoða sig.

Annað sem er meira áhyggjuefni, er að forysturíki lýðræðisríkja, sjálf Bandaríkin, er sundrað. 

Árásin á þinghús Bandaríkjaþings einmitt eyðilagði hinn lýðræðislega feril sem 11 Öldungadeildarþingmenn Repúblikana reyndu að fara, sem var að kanna og annað hvort að kveða í kút eða staðfesta meint kosningasvik. Nú fáum við aldrei úr því skorið hvort kerfisbundið svindl hafi átt sér stað (það átti sér stað en hversu umfangsmikið það var, veit enginn eða hvort það hafi breytt einhverju um úrslitin).

Þegar valdaskiptin fara fram 20 janúar n.k., mun helmingur bandarísku þjóðarinnar, finnast sig svikinn um að mállið hafi a.m.k. verið rannsakað og skorið úr um hvort brögð hafi verið í tafli.

Þetta veikir lýðræðið til langframa og hættan á vopnuðum átökum eykst til muna en bandarískur almenningur á um 394 milljóna skotvopna og margir eru reiðubúnir að beita þeim. Einræðisríkin ein munu græða á slíku.

Ekkert stjórnmálakerfi er fullkomið, ekki heldur lýðræðið, en það er það besta sem við höfum og við verðum að geta treyst því að stofnanir og kosningar virki og deilumál leyst friðsamlega.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband