Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sagan hefur eitthvað fyrir alla og það sem skrifað er, er til í gífurlegu magni, fyrir utan það sem skrifað er í háskólum og birtist aldrei fyrir almennings sjónum. Sumir skrifa fyrir fáa en aðrir fyrir fjöldann.
Allt er í rífandi gangi, sagnfræðilegar bækur og bókaraðir er gefnar út í massa vís. En Adam getur ekki endalaust verið í Paradís. Margir gagnrýnendur krefjast þess að sagnfræðingar yfirgefi verndaða vinnustaði sína og bóksöfn og fari að vinna að svo kölluðum hagnýtum rannsóknum. Hvort er sagnfræði fræðigrein (e. art) eða vísindi? Vegna þess að efniviður hennar er ekki algjör eða fullkominn, og afurð hugar sagnfræðingsins er einnig ekki fullkomin, veldur sagan og mun alltaf valda hugarangri og deilur. Svo hafi verið síðan á dögum Þúkidídesar (e.Thucydides) og Heródótusar (e. Herodotus).
Spurningin sé, hvers vegna menn sé að skoða fortíðina og hvers vegna þeir ættu að hafa áhuga á henni. Af hverju ætti samfélagið að fóstra sagnfræðinga? Eða hvað eiga sagnfræðingar að gera til að réttlæta tilveru sína fyrir samfélagið? Til er einfalt svar: að rannsaka sögu er þægilegt viðfangsefni, sem gleður rannsakandann og gerir engum mein. Þetta er of einföld, sjálfselsk og þröng skýring til að vera réttmætt svar. Sagnfræðiskrif geta verið hættuleg og hafa sýnt það í gegnum tíðina og sérhver sagnfræðingur verður að spyrja sig hvort að hann hafi annað markmið en sitt eigið.
Á fyrri helmingi 20. aldar var viðtekið viðhorf hjá enskum sagnfræðingum að sagnaritun gæti takmarkaðs við eitt viðmið, en það er að skrifa söguna hennar vegna.
Elton er ósammála Carr og Plumb (sem séu ,,whigs) um að líta aftur í söguna sér til hughreystingar og að sagnfræðingurinn verði að bjóða samfélaginu til sýnis mátt þess eða árangur þess til þess að það geti þróast og þeir útiloka hvers konar not af sögunni sem þjóni ekki þessu markmiði. Hann segir að við verðum fyrst að útskýra á hvern hátt sagan geti raunverulega eða sannarlega verið rannsökuð það er að við verðum að viðurkenna að rannsaka verðu fortíðina hennar vegna og þá fyrst sé hægt að spyrja sig hvort þessi rannsókn hafi eitthvað framlag eða eitthvað að gefa til samtíðarinnar.
Elton segir að hér sé það spurningin um sjálfræði sagnfræðinnar sem sé í húfi og rannsókn á sögunni er á rétt á sér og sérhver not á henni fyrir einhvern annan tilgang kemur í annað sæti. Markmið sagnfræðinnar er að skilja fortíðina, og ef á að skilja hana, verður að skilja hana á eigin forsendum. Þar til hún er að fullu skilin, á ekki að nota hana á nokkurn hátt fyrir nútíðina, því að það getur verið hættulegt eða vísvísandi.
Það verði að vísa nútíðinni úr rannsóknum á fortíðinni. Rannsókn sagnfræðingsins á aðeins að tengjast nútíðinni ef hún varpar ljósi á fortíðina en ekki á hinn veginn.
Það sé meginvilla að rannsaka fortíðina vegna þeirra vitneskju sem hún varpar á nútíðina. Þetta þýði hins vegar ekki að sagan, sem sé sjálfstæð og réttlætir sjálfa sig af innri rökum, hafi ekki eitthvað fram að leggja utan marka sinna. Af hverju á að rannsaka söguna einungis hennar vegna?
Í fyrsta lagi, fyrir utan siðferðileg rök, þá vil margt fólk einfaldlega fá vitneskju um fortíða, til uppfyllingar tilfinningalegra þarfa eða vitsmunalegar. Atvinnusagnfræðingurinn hefur félagslegt hlutverk að gegna með því að uppfyllir þessar þarfir þegar hann hjálpar þeim til að vita meira. Hann náttúrulega uppfyllir sínar eigin þarfir um leið, en hann er einnig hvort sem er hluti af samfélaginu. Þar með er ekki sagt að hann sé skemmtikraftur. Hann hefur menningarlegt hlutverk að gegna; hann leggur fram sinn skerf til óhagnýtra (e. non-practical) athafnasemi sem er svo stór hluti af menningu samfélags. Hann uppfyllir með öðrum orðum tilfinningalega fullnægingu.
Í öðru lagi er það alfarið ósatt að halda því fram að sagan geti ekki kennt hagnýtan lærdóm eða hluti. Hún kennir mannlega hegðun, um hegðun manns gagnvart öðrum mönnum og um samspil kringumstæða og annarra þátta undir vissum forsendum. Grundvölluð þekking á einhvern tiltekinn vanda eða aðstæður í sögunni, sem útilokar vandann þar með eða þessar tilteknu aðstæður, aðstoðar eða getur það, við að taka réttar ákvarðanir í nútíð og þó sagan sé ekki framtíðargerðar, getur hún komið með sannverðugar ályktanir um framhaldið. Sagan gefur grundvöll fyrir skilning á nútíðinni og getur gefið til kynna eða verið vegvísir til framtíðar.
Í þriðja lagi er sagnfræðin vitsmunaleg eða andleg iðja, viðfangsefni röklegs hugar og megintilgangur hennar liggur í kjarna hennar sjálfar; leitin að sannleikanum eins og allar vísindagreinar leitast við að finna. Verðmæti hennar sem félagsleg athöfn eða verk liggur í þjálfuninni sem hún veitir, sem er staðalinn (e. standard) sem hún leggur til í þessu eina viðfangsefni hennar sem er maðurinn og verk hans.
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2021 | 16:48 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkir sagnfræðingar hafa sagt að þekkingar þróunin í seinni heimsstyrjöldinni hafi verið svo mikil að auðvelt væri að byggja nýtt samfélag frá grunni, þ.e.a.s. þekkingin týnist ekki og það sem flýtti fyrir að Þjóðverjar náðu að umbylta sínum iðnaði var að allar verksmiðjur voru lagðar í rúst. Þar með voru þeir ekki að burðast með gamlar og úreltar verksmiðjur fram eftir öllu líkt og Bretar (sem drógust áratugi eftir Þjóðverjanum) næstu áratugi og breyttist ekki fyrr en Margret Thacher kom til sögunnar.
Þekkingin og uppbyggingin eftir stríðið var þar með gífurleg en þriðji atriði í jöfnunni sem til þurfti til að fullkomna uppbygginguna en það var að fólk af þýskum uppruna var rekið frá Austur-Evrópu í milljóna vís til Þýskalands, talað er um 7 milljónir manna hafi verið hraktar af heimilum sínum til þýskalands. Þetta er sami fjöldi og féll í Þýskalandi í stríðinu. Mikill mannauður varð þar með til næstu árin eftir stríðið.
Á meðan þessari uppbyggingu stóð rændu Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar öllu steini léttara í landinu. Rán nasistanna í stríðinu var barnaleikur í samanburði við arðrán Bandamanna fyrstu 5 árin eftir stríðið. Þessa sögu vita fáir af. Sem sagt: mikil tækniþróun og ný þekking í stríðinu, nýjar verksmiðjur reistar á rústum þriðja ríkisins og gífurlegt magn af nýju vinnuafli til að vinna í verksmiðjunum lagði grunninn að þýska efnahagsundrinu. En meira þurfti til, rétt hagstjórn.
Þjóðverjar voru snjallari í afnámi haftakerfisins sem ríkti eftir stríðið en Íslendingar sem þurftu að sætta sig við haftakerfi í áratugi (sem var ekki bara á fjármagni heldur einnig öllu öðru, frá matvælum til fatnaðar). Önnur góð spurning fyrir ykkur: hvernig fóru Þjóðverjarnir að því að losa um sín höft?
Þá kemur svarið: Eftir heimsstyrjöldina síðari lá þýska hagkerfið í rúst. Stríðið, ásamt gereyðingarstefnu Hitlers, hafði eytt 3.6 milljóna heimila í landinu eða um 20% (til samanburðar voru 2 milljóna heimila í Bretlandi eyðilögð í loftárásum).
Matvælaframleiðsla á mann árið 1947 var aðeins 51 prósent af stigi þess árið 1938, og opinbert matvælaskömmtun sett af hernáms yfirvöldum, gaf af sér 1.040 og 1.550 hitaeiningar á dag á mann. Iðnaðarframleiðsla árið 1947 var aðeins um þriðjungur þess stigs sem var 1938. Þar að auki var stór hluti af karlmönnum á vinnualdri í Þýskalands dauðir eða í nauðugarvinnu hjá Bandamönnum.
Á þessum tíma var álitið að Vestur-Þýskaland yrði einn stærsti viðskiptavinur velferðarkerfisins í Bandaríkjunum og það myndi ekki ná sér næstu áratugi.
Enn tuttugu árum síðar var hagkerfið öfundað af flestum í heiminum. Og minna en tíu árum eftir stríð var fólk þegar byrjað að tala um þýska efnahags kraftaverkið.
Hvað olli svokallaða kraftaverk? Þau tvö helstu atriði voru gjaldmiðils umbætur og afnám verðlagseftirlits, en hvorutveggja gerðist árið 1948.
Þriðja atriðið var lækkun vafasamra skatthlutfalla á seinni hluta ársins 1948 og svo 1949 (háskattastefna aflögð). En hér eru gjaldeyrishöft og of háir skattar sem Þjóðverjar löguðu strax af árið 1948, í landi sem var bókstaflega í rúst.
Helstu efnahagssérfræðingar Þjóðverja á þessum tíma voru þeir Wilhelm Röpke og Ludwig Erhard. Þeir lögðu til að til að hreinsa upp eftirstríðsárareiðu þyrfti a.m.k. tvær aðgerðir, Röpke barðist fyrir gjaldmiðils umbótum, svo sem að magn þess mynt sem væri í umferð gæti verið í samræmi við magn af vörum, og afnáms eftirlitskerfisins á verði.
Báðar aðgerðirnar voru nauðsynlega til að bæla niður verðbólgu. Gjaldmiðils umbætur myndi enda verðbólga, afnám eftirlitskerfisins myndi enda kúgun stjórnvalda á efnahagslífinu og leyfa hinum frjálsa markað að ráða ferðinni. Ludwig Erhard var sammála Röpke.
Gjaldmiðillsumbæturnar áttu sér stað 20.júní 1948. Grunnhugmyndin var að skipta miklu færri þýskum mörkum (DM), fyrir hinn nýja löglega gjaldmiðli, ríkismarkinu. Peningamagn dróst því verulega saman, svo að jafnvel á haftaverði, sem nú fór fram í þýsku marki, varð minni líkur á að yrði skortur. Gjaldmiðils umbæturnar voru mjög flóknar í framkvæmd, þar sem margir urðu að sætta sig við verulega lækkun á eignum sínum. Niðurstaðan var um 93 prósent samdráttur peningamagns.
En samhliða þessu var tilskipun eftir tilskipun sett á til að fjarlægja verð-, úthlutun- og skömmtunreglugerðir.
Hver er lærdómurinn af því sem Þjóðverjar gerðu? Jú, samhliða því að gjaldeyrishöftum var aflétt, verður að koma með nýjan gjaldmiðil.
Blaðamaðurinn Edwin Hartrich segir eftirfarandi sögu um samskipti Erhards og Lucius D. Clay, hernámsstjóra bandaríska hernámssvæðisins.
Í júlí 1948, eftir að eigið frumkvæði Erhard, hafði afnumin skömmtun á mat og endað allt eftirlit með vöruviðskiptum. Þá gekk Clay á hann reiðilega og sagði: "Herr Erhard, Ráðgjafar mínir segja mér hvað þú hefur gert, sem eru hræðileg mistök. Hvað segir þú um það?" Erhard: ...Herr General, ekki vera reiður þeim. Ráðgjafar mínir segja mér hið sama!
Hartrich segir einnig frá árekstri Erhards við bandarískan ofursta sama mánuð: Ofursti: "Hvernig þorir þú að slaka á skömmtunarkerfi okkar, þegar það er útbreyttur matvælaskortur?
Erhard: En, Herr Oberst. Ég hef ekki slaka á skömmtun, ég hef afnumið hana! Héðan í frá eru einu skömmunarmiðarnir sem fólkið þarf, er hið nýja þýska mark. Og þaðr mun leggja hart að fá þessi mörk, bíddu bara og sjáðu til.
Auðvitað rættist spá Erhard. Afnám verðlagseftirlits á verði leyfði kaupendur að senda kröfur sínar til seljenda beint, án skömmtunkerfis sem millilið, og hærra verð gaf seljendum hvata til að gera meira.
Ásamt umbótum á gjaldmiðli og afnám verðlagseftirlits á verði skáru stjórnvöld einnig niður skatthlutföll, þ.e.a.s. lækkuðu skatta. Ungur hagfræðingur sem hét Walter Heller, sem var þá vann á skrifstofu bandaríska skrifstofu hernámsstjórnarinnar í Þýskalandi lýsti endurbótum í blaðagrein árið 1949: Til að fjarlægja þvingandi áhrif mjög háu hlutfalli tekjuskatts, sem var á bilinu 35 prósentuhlutfall til 65 prósentuhlutfall, var lagður á flatur 50 prósent skattur. Þótt efsta hlutfall á einstaklings tekjum hélst í 95 prósentuhlutfallinu, beindist það aðeins að þeim er höfðu tekjur hærri en DM 250, 000 á ári.
Árið 1946 höfðu hins vegar bandamenn skattleggja allar tekjur yfir 60.000 reichsmarks (um DM 6000) í 95 prósentuhlutfall. Fyrir meðaltekju Þjóðverjann árið 1950, með árlegum tekjum upp á tæplega DM 2.400, varð jaðartekju skatthlutfallið 18%. Hinn sami maður, hafði hann áunnið sér ríkismark jafngildis ársins 1948, hefði verið í skattþrepi 85 prósentuhlutfall.
Áhrif á vestur-þýska hagkerfinu voru ofboðslegt.
Wallich skrifaði: Andi landinu breytt á einni nóttu. Hinn hungraði og vonlausi lýður sem vafraði um götur án stefnu, vaknaði til lífsins.
Verslanir þann 21. júní voru fullar af vörum eins og fólk áttaði sig á að peningar þeir selt þá fyrir væri þess virði miklu meira en gömlu peningarnir.
Walter Heller skrifaði að umbæturnar ...skyndilega endurskapaði peninga sem aðalmiðillinn í viðskiptum í stað vöruviðskipta og varð hvatningin í peningamálum og helsta stýritækið í efnahagsmálum.
Fjarvistir starfsmanna féllu einnig. Í maí 1948 höfðu almennir starfsmenn verið í burtu frá störfum að meðaltali 9,5 klst á viku, að hluta vegna þess að þeim peningum sem þeir unnu fyrir var ekki mikils virði og að hluta til vegna þess að þeir voru úti við að stunda vöruskipti við hina og þessa fyrir peninga. Frá og með október voru að meðaltali fjarvistir komnar niður í 4,2 klukkustundir á viku. Í júní 1948 var vísitala iðnaðarframleiðslu var aðeins 51 prósent af 1936 stig hennar, frá desember hafði vísitalan hækkað um 78 prósent. Í öðrum orðum, iðnaðarframleiðsla hafði aukist um meira en 50 prósent.
Framleiðslan haldið áfram að vaxa hröðum skrefum eftir 1948. Frá og með árið 1958 var iðnaðarframleiðsla meira en fjórum sinnum til þess árshækkunar fyrir sex mánuði í 1948 áður til gjaldmiðilsumbótum kom. Iðnaðarframleiðsla á mann var meira en þrisvar sinnum hærri. Kommúnistahagkerfi Austur-Þýskalands, aftur á móti staðnaði á sama tíma.
Marshall áætlunin
Hér hefur ekki verið minnst á Marshallaðstoðina. Gat endurreisn Vestur-Þýskalandi ekki átt að rekja fyrst og fremst til þess? Svarið er nei. Ástæðan er einföld: Marshall aðstoð til Vestur-Þýskalandi var ekki mikil. Uppsöfnuð aðstoð frá Marshall og önnur aðstoð hjálparsamtaka nam aðeins $2.000.000.000 í október 1954. Jafnvel árið 1948 og 1949, þegar aðstoðin var í hámarki, var Marshall aðstoðin minna en 5 prósent af þýska þjóðartekjum. Önnur lönd sem fengu verulegar Marshall aðstoð sýndu lægri vexti en Þýskalandi.
Þar að auki, á meðan Vestur-Þýskalandi var að fá aðstoð, var það einnig gert að greiða skaðabætur og skaðabótagreiðslur umfram $1.000.000.000. Að lokum, og það mikilvægast, bandamenn innheimtu af Þjóðverjar 7.2 milljarða þýskra markra árlega ($2.400.000.000) fyrir kostnað þeirra við hernám Þýskalands. (auðvitað, þetta starf kostar sitt því að Þýskaland þurfti ekki að borga fyrir eigin varnir á sama tíma).
Þar að auki, eins og hagfræðingurinn Tyler Cowen útskýrði, Belgar náð að að jafna sig á stríðinu sig fyrr en aðrar stríðsþjáðar Evrópuþjóðir en þeir lögðu meiri áherslu á frjálsan markað og bati Belgíu kom á undan Marshall-aðstoðinni. Ályktun. Það sem leit út eins og kraftaverk á marga var virkilega ekkert slíkt Þetta var útkoman sem búist var af Ludwig Erhard og öðrum í Freiburg skólanum svokallaða sem skildu tjónið af verðbólgu, ásamt eftirlistkerfis á verði og háum sköttum, og hinum mikla hagnaði af framleiðni sem hægt er að gefa lausan tauminn með því að binda enda á verðbólgu, fjarlægja eftirlit klippa á háar jaðartekna skatthlutföllum.
Íslenska efnahagsundrið sem kom aldrei
Þennan lærdóm virðast íslensk stjórnvöld ekki meðtaka, nema að hluta til. Hér er kerfið hálf frjálst, hinn frjálsi markaður leyfður að starfa í friði að mestu leyti en þær ástæður sem kemur í veg fyrir íslenskt efnahagsundur, eru þær sömu og Þjóðverjar glímdu við á eftirstríðsárunum.
Reglugerðarfargann, of umfangsmikið ríkisbákn, háir skattar og röng peningastefna (sem hinn nýi Seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, hefur breytt til hins betra, enda mjög fær maður á sínu sviði) og óþarfa afskipti af frjálsum viðskiptum hins frjálsa markaðs. Forsjárhyggja má kalla þetta.
Afnám hafta og aflagning verndarstefnu hefur átt sér stað en aldrei er gengið skrefið til fullnustu. Ríkið skaffar ekki fjármagnið, það er sí svangur neytandi, sem á að láta þá sem skapa það, vera í friði og ekki leggja stein í götu þeirra sem skaffa brauðið. Skapa þarf fríverslunarsvæði á Íslandi og skattaskjól. Fjármagnið leitar ávallt þangað þar sem það fær að vera í friði og það býr til auð fyrir viðkomandi þjóðfélag.
Þegar fjórða iðnbyltingin hefur náð hámarki, kemur skattféð ekki frá almenningi, sem verður þá orðinn að mestu atvinnulaus og þiggur borgaralaun sér til framfærslu, heldur kemur það frá gervigreindarstjórnuðum fyrirtækjum sem geta gefið af sér mikinn arð, ef skattlagt er í hófi.
Byggt á greininni: German Economic Miracle eftir David R. Henderson.
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2020 | 14:36 (breytt kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í samræðum mínum við ágætan kollega og vin, Leif Reynisson, sagnfræðing sem skrifaði nú fyrir skemmstu ágæt rit um frumbýlinga eða fyrstu landnema Kópavogs vöknuðu eftirfarandi spurningar: hver voru fyrstu húsin í Blesugróf og hvenær voru þau byggð? Voru braggar í hverfinu? Þá minnist ég á við Leif að mörk Reykjavíkur og Kópavogs lágu þvert í gegnum hverfið.
Neðri hlutinn tilheyrði Reykjavík og þar bjuggu flestir en fæstir í efri hlutanum. Þeir krakkar gengu í skóla í Kópavogi, Kársnesskóla minnir mig eða Digranesskóla.
Við hin sem ólumst þarna upp gengu fyrst í Austurbæjarskóla og voru keyrð þangað eða tóku strætó en þegar Fossvogsskóli og Breiðholtsskóli komu til sögunnar, skiptist krakkahópurinn í tvo helminga, annar gekk í Fossvogsskóla, sem ég gerði ásamt fleirum, en þeir sem eftir voru í Breiðholtsskóla í Neðra-Breiðholti.
Svo farið sé alveg í upphaf sögu hverfisins, þá má segja að upp úr 1930 risu nokkur býli og sumarbústaðir á erfðafestulöndum í Blesugrófinni en í lok stríðsins hófst þar einskonar landnám og efnalítið fólk byrjaði að reisa sér þar smáhýsi til íbúðar án lóðaréttinda.
Á greiningarsvæðinu er að finna tvö hús frá þessum tíma, Bústaðablett 10 við Stjörnugróf, (Vellir, reist árið 1935) og Stjörnugróf 11, (Lækur, Bústaðablettur 9, reist 1933). Þau eru vitnisburður um horfið búsetulandslag á þessum slóðum.
Uppbygging hverfisins skiptist niður í nokkur byggingartímabil. Það fyrsta var í kringum árin 1950- 1955, annað byggingartímabil var á árunum 1961- 1966 og hið þriðja var á árunum 1980-1983. Þó má finna hús á þessu svæði sem eru eldri og yngri en þau sem byggð voru á þessum tímabilum. Heimild: Skyrsla_164_Hverfisskipulag-Haaleiti_utgafa_mars-2014.
Vestan við byggðina lá vegur sem kallaður var Útvarpsstöðvarvegur eða Breiðholtsvegur (á þeim slóðum þar sem Stjörnugróf er nú) og var byggðin um skeið nefnd Breiðholtshverfi. Þarna var ekki lögð skólp- eða vatnslögn fyrr en 1956 og verslun og þjónusta á svæðinu var lítil sem engin en þrátt fyrir það hélt byggðin áfram að þéttast allt fram til þess að nýtt íbúðahverfi var skipulagt á svæðinu í byrjun sjöunda áratugarins. Allmörg þessara eldri húsa standa enn og hafa verið felld inn í skipulag hverfisins, þ.e. húsin Blesugróf 5 (byggt 1953), Blesugróf 12 (byggt 1958),
MYND 1. Við svokallaðan Breiðholtsveg í Blesugróf risu braggar, skálahverfið þar nefndist New Mercure Camp - Úr bók Eggerts Þórs Bernharðssonar Undir bárujárnsboga og einnig í bók sem heitir Virkið í Norðri sem Gunnar M. Magnússon ritaði í þremur bindum og var endurútgefin 1984 en þar er myndin stærri. Ef við snúum okkur aftur að upphafi Blesugrófar samkvæmt minningum hverfisbúa, þá segir minn helsti heimildarmaður, Birgir Ingólfsson, sem hefur alla tíð búið á A-götu 10 eða Blesugróf 10, eftir göturnar fengu nafn í stað stafrófsnafna, að upphaf hverfisins megi til braggahverfis breska hersins á stríðsárunum. Að sögn Birgis Ingólfssonar, voru sautján braggar í hverfinu og þrjú baðhús sem voru hlaðin úr holsteinum. Braggarnir voru með trégólfum en baðhúsin voru með steyptum gólfum. Eitt baðhúsana stóð á lóð foreldra minna, Lofts Jens Magnússonar og Signýju Ágústu Gunnarsdóttur, sem bar fyrst heitið A-gata 4 en síðar Jöldugróf 7. Þetta hefur verið baðhús eitt. Hús 2 stóð við B-götu og hét Gilhagi og hús þrjú stóð rétt fyrir ofan þéttbýlið og þar bjuggu feðgar ég veit ekki hvað faðirinn hét en sonurinn var kallaður Mannsi . Húsin Litli-Melur og Útgarður voru byggð á braggagrunnum. Átta af bröggunum stóðu við gamla Breiðholtsveginn tveir á Skeifutúninu en hinir voru á þeim stað sem hét seinna A-gata.
Að sögn Þórunnar Kristinsdóttur, tilheyrði Skeifa Kópavogi en Melbrekka sem var fyrir neðan túnið tilheyrði Reykjavík annað sem Birgir minnist á en það er Mannsi var fatlaður en bjó örugglega hjá mömmu sinni sem hét Helga og bjó þarna með tveimur sonum sínum. Þetta passar með Mannsa segir Birgir Ingólfsson, ,, þeir feðgarnir bjuggu þarna eftir að hússmóðirin dó svo þegar faðir hans dó þá flutti Mannsi niður í Brautarholt til systur sinnar .Þórunn það voru tveir braggar á Skeifutúninu á mynd sem var tekin 1946 og Skeifa, Melstaður ,Reynistaður og Björk tilheyrðu Kópavogi. 1970 þá sagði Jói póstur, sem bjó austanmegin Breiðholtsbrautar að herskálahverfið hafi heitið New Mercur Camp. Jói og hans fjölskylda fluttu hingað inn eftir 1941.
Árið 1927 var nokkrum sumarbústaðalóðum úthlutað þarna og nokkrir byggðir fram til 1940 og þá var mikil hússnæðisvöntun og þá tók Reykjavíkurbær bústaðina leigunámi.
Birgir Ingólfsson greinir frá viðtali í Tímanum 24 nóvember 1957 við Kristján Hjaltason sem bjó í B-götu 4. Birgir segir: ,,Þessi grein er fróðleg og þar kemur m.a. fram að fyrstu blettunum undir sumarbústaði var úthlutað um 1927 og í Vikunni ég er ekki alveg viss um ártalið en held um 1970 þá var viðtal við Pál Líndal þar sem kemur fram að Reykjavíkurbær tók sumarbústaðina sem stóðu á þessu svæði leigunámi vegna hússnæðiseklu í bænum. Bretarnir reistu kamp þarna sem hét New Mercur Camp og þú Sigurþór talar um nokkur hús sem standa enn , þau sem voru byggð um frá 1940 til 1960 eru tuttugu talsins í þéttbýlinu ,þar á meðal húsið sem ég er búinn að eiga heima í í fimmtíu og átta ár það var A-gata 10 nú Blesugróf 2 en í dreifbýlinu eins og við kölluðum efri byggðina þá eru þrjú hús eftir Hraunteigur sem stendur uppi við stífluna og Skálará og Heimahvammur neðarlega.
Kópavogur, sem kemur nokkuð við sögu Blesugrófar, tilheyrði Seltjarnarneshreppi sem hafði Kópavog innan sinna marka. Þar fór landnámið fram að úthlutað var 1 hektara land á mann gegn því að rækta landið upp en menn máttu ekki setjast þar að. Það bann var fljótt brotið. Held að ríkið hafi átt landið sem var úthlutað og var það Nýbýlavegur sem skipti Kópavogi í tvennt, annars vegar voru nýbýli en hins vegar þessir skikkar.
Held að upphaf Blesugrófar hafi verið svipað en fólkið hafi nýt sér braggana til búsetu í upphafi en á eftirstríðsárunum var mikið hússnæðisekla og margir settust að í hermannabröggum. Fólk hafi byrjað að búa þarna og haft landið til ræktunar.
Í Kópavogi voru einnig braggar, ég taldi á mynd 6 stykki og svo var byssuhreiður á Hamraborg og notað til að skjóta á þýskar flugvélar.
Byggðin í Blesugróf var mjög dreifð og segja má að hverfið hafi skipst í þrjá hluta, þá tvo sem ég minnist á hér fyrr, það er Efrið hluti hverfisins sem tilheyrði Kópavog sá neðri sem tilheyrði Reykjavík. Svo var þriðji hlutinn sem afmarkaðist af því að vera staðsettur austan Breiðholtsbrautar. Þar var töluverð byggð.
MYND 2. Hér má sjá húsin Skálará, Bakkakot, Bjarkalundur og Laugafell. Öll staðsett austan Breiðholtsbrautar Heimild: Pétur P. Snæland. Í austurhlutanum voru malargryfjur sem gaman var að spóla í en einnig til skíðaiðkunnar. Krakkarnir renndu sér niður stóra hóllinn sem er þarna ennþá rétt við Breiðholtsbraut.
MYND 3. Þarna er Klöpp í baksýn eru Sjónarhæð, Melbrekka og Austurmörk líka Ásberg. Heimild: Pétur B. Snæland.
Eftir vill er svonefndi kastalinn frægasta húsið austan Breiðholtsbrautar / Reykjanessbrautar. Svo má minnast á að Breiðholtsbrautin lá upphaflega þar sem vegurinn liggur fram hjá gróðursstöðina Mörk en heitið færðist yfir á veginn sem heitir í dag Reykjanesbraut.
MYND 4. Þetta er gömul mynd af því sem að við krakkarnir kölluðum kastalann sem að þau bjuggu í Óskar Magnússon og konan hans hún Blómey að mig minnir og þau höfðu geitur þarna líka. þetta var fyrir neðan núverandi Reykjanesbraut og sjást ennþá minjar þar. Heimild: Örn Ingólfsson Sigrún Óla rifjar upp að hún hafi ekki búið í Blesugróf en foreldrar sínir eru frumbyggjar í smáíbúðahverfinu, sem er ekki langt frá og stutt að hjóla á milli. En amma mín bjó á Bústaðablettinum, svo við fórum oft í göngutúra í Blesugrófina, og það var æðislegt og við versluðum alltaf í búðinni , sem ég man ekki hvar var og fannst mér æðislegt að fá að halda á veskinu hennar þangað!! .Gaman væri ef einhver gæti rifjað upp þessa verslun og kannski átt mynd . Mér þykir alltaf svo vænt um Blesugrófina eins og hún var í den:)
Þess má geta að þessi verslun stóð þar sem Blesugróf 9 er í dag og við hlið heimili mitt. Þessi verslun var nokkuð vinsæl, því að Breiðholtsbúar rennu þarna við á leið upp í Breiðholt, þegar það var í byggingu og keyptu sér í soðið.
Stjórnmál og samfélag | 13.12.2020 | 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jónas Jónsson frá Hriflu mótaði söguskoðun Íslendinga framan af 20. öld en ,,Íslandssaga handa börnum I?II, Rvík 1915?16, 2. útg. 1920?21, 3. útg. 1924 og 1927, 4. útg. 1928“ var nokkuð neikvæð í garð Dana. Þessi kennslubók var víða kennd í skólum fram yfir 1970, einhver langlífasta kennslubók landsins.
Að sögn Jónasar vildi hann, „skýra sögulega viðburði og andlegt líf með því að lýsa yfirburðum forystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma“. Hitt bæri að varast að fara eftir erlendum og framandi kenningum þar sem sögunni vindur fram eins og skriðjökli niður fjallagljúfur svo að „mannlífsstraumurinn sígur undan sínum eigin þunga“.
Þess má geta að Bodil Begtrup, sendiherra Danmerkur hér á landi snemma eftir seinni heimsstyrjöldina, kvartaði undan Dana andúð í kennslubókum Jónasar frá Hriflu. Jónas skrifaði Íslandssöguna í rómantísku ljósi, það er nokkuð ljóst og útlendingarnir voru vondir margir hverjir.
Upp úr 1970 kemur fram ný kynslóð sagnfræðinga, margir lærðir erlendis. Ný sýn og raunsæ fæst á Íslandssöguna. Upp er boðið Ísaland eftir Gísla Gunnarsson er enn tímamótaverk en þar fer hann í einokunarverslunina og áhrifa hennar út frá hagsögunni.
Í dag eru íslenskir fræðimenn almennt jákvæðir gagnvart Dönum og valdastjórn þeirra á Íslandi.
Talað hefur verið um 500 ára stjórn Dana á Íslandi en svo var ekki í raun. Íslenskir valdamenn, bæði kirkjunnar og höfðingar (embættismenn íslenskir) réðu hér öllu fram undir 1550 (Danir náðu þá undir sig völd og eignir íslensku kirkjunnar) og í raun voru áhrif Dana takmörkuð fram yfir 1600 eða þar til þeir náðu tökum á Íslandsversluninni.
Lítum á hvað íslenskir söguritarar segja í dag.
Í ágætri greinagerð eða yfirliti yfir sögu lands og þjóðar, ætlað erlendum sendiherrum, er stiklað á stóru í sögu þjóðarinnar. Þar segir:
,,Sautjánda öldin hefur jafnan verið talin myrk öld í sögu landsins og Dönum kennt um. Óstjórn þeirra og kúgun ásamt rétttrúnaði, galdrafári og illu árferði hafi leitt til þeirra erfiðleika sem hrjáðu þjóðina á þessu tímabili. Nú á sér stað nokkur endurskoðun þessarar söguskoðunar og m.a. hefur verið bent á að Danir hafi stjórnað í samræmi við þær hugmyndir sem almennt voru lagðar til grundvallar ríkisstjórn í öðrum löndum á tímabilinu. Þeir hafi ekki stjórnað af mannvonskunni einni saman. Rétttrúnaðurinn átti einnig að hafa bundið menn á klafa og hamlað framförum en nú benda menn á að á 17. öld hafi Danir staðið framarlega á sviði vísinda og að Íslendingar sem stunduðu nám við Kaupmannahafnarháskóla hafi sannarlega notið góðs af því.“
Þessar skýringar eru í sjálfu sér góðar og gildar. Og einokunarverslunin hafi verið samkvæmt verslunarhugmyndum tímans og fáfræði Íslendinga mikil á þessum tíma. Engin kerfisbundin kúgun eða mannhatur átti sér stað eða kynþáttaníð (þótt litið hafi verið niður á ,,afdala Íslendinginn sem bjó í ,,jörðinni").
En það er alveg ljóst, að einangrun Íslands frá umheiminum (verslun við Þjóðverja og Englendinga sem var mikil og gjöful fyrir Íslendinga var bönnuð) kom í veg fyrir bæja- og borgarmyndun og eflingu sjávarútvegs og seinkaði þessa þróun um tvær aldir (á sama tíma var mikil fólksfjölgun og þéttbýlismyndun í fullum gangi annars staðar í Evrópu, t.d. Noregi).
Undir stjórn Dana liðu Íslendingar hungursneyðir, afskiptaleysi og voru svo tæknilega afdankaðir, að leita þarf til Balkanskaga til að finna vanþróaðri land en Ísland. Það skar sig úr vegna fátækar og vanþróunar. Meira segja Færeyingar voru betri settir.
Allt gerist þetta á vakt Dana. Þeir voru svo áhugalausir, að þeir létu íslenska yfirstéttarinnar halda í forna stjórnhætti og afturhaldsstefnu og níðast á alþýðu í góðum friði. Beinlínis að komu í veg fyrir að hún gæti fært sér bjarg í bú frá sjávarútveginum með höftum og bönnum.
Sagan segir okkur beinum orðum, að um leið og Íslendingar fengu eitthverju um ráðið um eigin forlög, þar á meðal fjármál sín eftir 1874, að þá fóru hlutirnir að gerast í alvöru. Vegir byggðir, brýr smíðaðar, hafnir byggðar, bankastarfsemi hófst, þéttbýlismynd, sjávarútvegur fór að ná sér á strik o.s.frv.
Ef til vill var engin mannvonska á ferðinni og ekki einum eða neinum að kenna um hvernig fór.
Hins vegar saug danska konungsveldið fjármagnið frá Íslandi í formi verslunararðs og skatta. Allt tiltækt fé sem sem hefði getað bætt hag land og þjóð fór út úr landi.
Eina sem við fengum voru nokkur steinhús handa íslensku elítunni og fáeina embættismenn á launum til ná í skatta og tryggja að verslunararðurinn færi úr landi.
Ef hægt er að segja í einni setningu eitthvað um stjórn Dana og afleiðingar hennar, þá væri hún eftirfarandi: ,,Vítavert afskiptaleysi um stjórn landsins sem leiddi til vanþróunar og afturhalds lands og þjóðar í tæpar fjórar aldir."
Kannski hafði Jónas frá Hriflu bara rétt fyrir sér eftir allt saman?
Stjórnmál og samfélag | 1.12.2020 | 17:20 (breytt kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem var sérkennandi fyrir íslenska einokunarverslunina var að vöruverslun = vöruskipti þótt peningar séu notaðir.
Einnig að ,,lögmál hins gagnkvæma hagnaðar gildir.
Hagkvæmni verslunar byggir bæði á ólíkum aðgangi að auðlindum og hagkvæmni verkaskiptingar manna á meðal.
Fast verðlag gat gilt í áratugi eða árhundruð fyrr á tíð bæði á Íslandi og erlendis. Dæmi um það er íslensku Búalögin.
- Leikreglur í viðskiptum voru fastmótaðar, til að koma í veg fyrir ófrið og óöryggi. Ákveðið var hverjir voru löglegir kaupmenn í hverju landi, hvar mátti versla, hvaða verðlag gilti og jafnvel með hvaða vörur mátti versla. Í dag farið eftir lögum (eins og í gamla daga), milliríkjasamninga og hefða. Forsendur markaðsfrelsis byggjast á skýrum leikreglum í viðskiptum. - Noregskonungur réði hverjir máttu versla á Íslandi frá 1262, en áður voru það goðar sem réðu. Verðlag var ákveðið í verðlagsdómum milli kaupmanna og sýslumanna.
Konungur missti tökin á Íslandsversluninni á 15. og 16. öld og inn stigu þýskir og enskir kaupmenn og stunduðu verslun við landsmenn, öllum til góðs. Árið 1619 tók konungur valdið af kaupmönnum og sýslumönnum og setti sína eigin verðlagsskrá og eitt verslunarfélag fyrir landið í stað leigu á einstökum höfnum. Gert til eflingar borga og ríkisvalds.
- Deilur um einokunarverslunina á 17. og 18. öld snérist um framkvæmdaratriði, s.s. hvort kaupmenn flyttu inn nógu mikið af góðri vöru og hvort Íslendingar gætu nógu mikið af góðri vöru og hvort Íslendingar gætu flutt út nóg mikið af góðri vöru en ekki um fyrirkomulag verslunina.
- Danskir kaupmenn (útlenskir kaupmenn) réðu versluninni en Íslendingar réðu framleiðslunni. Var hluti af merkanlítismanum. - Kammeralisminn var efnahagsstefna hið upplýsta einveldis, konungur átti að bæta hag allra þegna sinna með ríkisafskiptum og fulltrúar þessarar stefnu voru þeir Skúli Magnússon og Jón Eiríksson. Nú áttu kaupmenn að taka þátt í framleiðslunni og setjast hér að. Þetta mistókst vegna:
o Andstöðu íslenskra landeigenda og embættismanna.
o Skilningsleysi danskra yfirvalda á íslenskum málefnum.
o Móðuharðindin lögðu íslenskt efnahagslíf í rúst.
- Afnám einokunarverslunar 1787 fól ekki í sér verslunarfrelsi en stofnaðir voru kaupstaðir sem síðar urðu flestir að bæjum.
Kaupmenn búsettir á Íslandi réðu verðlag en máttu ekki sigla beint á erlenda utanríkishafnir og allt verðsamráð Íslendinga bannað. Árið 1816 var leyfð sigling beint til utanríkishafnir.
Nærverslunin íslenska:Nærverslun hafði fast verð, sérstaklega í stöðnuðum samfélögum. Fast verð einkenndi miðaldir.
Verslunarfrelsi fylgir sterku ríkisvaldi sem er sæmilega jafnræðissinnað.
Verslun íslenskra alþýðumanna við útlenda kaupmenn beint, hófst með einokunarversluninni en áður hafði höfðinginn einn rétt á verslun við útlendinga. Hann seldi síðan alþýðunni vöruna á hærra verði.
Danskir kaupmenn fengu einokun á versluninni en Íslendingar á framleiðslunni.
Hlutfallsleg lágt verð á fiski 1600-1800 olli eymd einokunarverslunarinnar, samanborið við tímabilið 1400-1600 og varð til þess að Englendingar sóttu hingað.
Kammeralismi: Allir þegnar ríkisins njóti verðmætana, ekki aðeins yfirstéttin. Skúli Magnússon helsti fulltrúi þessarar stefnu á Íslandi. Skúli vildi innlenda verslun, með íslenskum kaupmönnum sem áttu að setjast um allt Ísland. Að verslunin væri stunduð frá Íslandi.
Danskir kaupmenn gegn landeigendum á einokunartímanum á Íslandi var átök milli yfirstéttahópa en ekki yfirstétt gegn undirstétt. Íslenskir landeigendur vildu ekki fá nýja yfirstétt sér við hlið.
Danir voru hræddir við að þeir gætu tapað landinu eftir afnám einokunarverslunina, þess vegna voru Danir á móti verslunarfrelsi Íslandi og hafa pólitískar ástæður legið að baki.
Jón Sigurðsson sannfærði Íslendinga endanlega um réttmæti frjálsar verslunar í tímaritsgrein.
Íslensk viðskiptakjör hafa farið batnandi síðan um 1800.
Átti vinnuaflið að geta selt sig frjálst? Baráttan um vistarbandið stóð fram undir 3 áratug 20. aldar. Kaupmenn fengu mest frjálsræði í Evrópu.
- Straumhvörf urðu í íslenskri verslunarsögu með grein Jóns Sigurðssonar í Ný félagsrit 1843, þar sem hann mælir með verslunarfrelsi. Árið 1855 fengu Íslendingar sama rétt í verslunarmálum og Danir. Íslendingar urðu svo ekki sjálfum sér nógir fyrr en Eimskip var stofnað í byrjun 20. aldar.
Svo svarað verði spurningunni hér í fyrirsögninni, þá verður einfaldlega að segja að einokunin var barn síns tíma og eftir efnahagshugmyndum þess tíma.
Engin sérstök mannvonska lá þarna á bak við en verslunarhöft, það er ófrjáls verslun. Hún er alltaf til ills en Adam Smith var bara ekki kominn til sögunnar og menn fóru eftir venjum og hefðum.
Ef einhvað er, þá var það forneskja íslenskrar yfirstéttar sem stóð í vegi fyrir framfarir og það að framkvæmdarvaldið lá í öðru landi, hjá útlendingum sem vissu ekkert um Ísland og þarfir þess.
Frjáls verslun og áhersla á fiskveiðar í stað landbúnaðar, hefði leitt til fólksfjölgunar og stofnun sjávarþorpa og-bæja.Þessi þróun hefði getað hafist um 1600 í stað seinni helming 19. aldar. Hvernig væri þá umhorfs þá á Íslandi?
Stjórnmál og samfélag | 24.11.2020 | 17:23 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sniðgöngumenning (eða sniðgöngupólitík) er nútíma útskúfun þar sem einhver er rekinn úr félagslegu eða faglegu umhverfi - annað hvort á netinu, til dæmis á samfélagsmiðlum, í raunveruleikanum eða báðum heimum. Dæmi um þetta má einnig finna á Íslandi.
Þeir sem sæta þessari útskúfun eru sagðir vera "teknir út."
Merriam-Webster skilgreinir sniðgönguna sem að hætta að styðja viðkomandi og Dictionary.com skilgreinir það sem ,,afturköllun stuðnings við (niðurfellingu) opinberra aðila og fyrirtækja eftir að þeir hafa gert eða sagt eitthvað sem telst hneykslanlegt eða móðgandi.
Tjáningin sniðgöngmenning hefur aðallega neikvæða merkingu og er almennt notað í rökræðum um málfrelsi og ritskoðun.
Bein þýðing á sniðgöngumenning er ,,hætta við eða ,,útskúfun. Hér er hugtakið sniðgöngumenning notað, því að þetta er orðið að ákveðin menning, þar sem ákveðnir hópar nota þetta kerfisbundið á aðra hópa.
Fyrr á tíð var þessi aðferð aðallega beitt af kirkjunni til refsingar einstaklingum eða hópum ef þeir fóru út af sporinu.
Í nútímanum eru það einkum vinstri róttæklingar og hópar þeirra, svo sem Antifa, sem beita þeirri aðferð að hvetja fólk til að sniðganga tiltekna einstaklinga eða fyrirtæki, ef þeim finnst viðkomandi ekki fara eftir þeirra hugmyndafræði. Antifa hefur farið skrefi lengra og hreinlega beitt ofbeldi.
Sniðgangan getur komið til af litlu tilefni, jafnvel engu, þ.e.a.s. ef viðkomandi aðili ,,fellur í þá gryfju að segja ekki neitt eða gera ekki neitt sem sniðgöngu sérfræðingarinir vilja að sé gert.
Það nægir til fordæmingar og eiga þá viðkomandi annað hvort að biðjast afsökunar opinberlega eða hverfa af sjónarsviðinu. Ekki er til neitt nafn fyrir svona fólk sem beitir svona vinnubrögðum, nema gamla hugtakið kúgun og kúgari og er sá sem beitir sniðgöngu eða útskúfun.
Í skólum eða vinnustöðu er til annað form af þessari hegðun, en þá er það eineltið, sem geta verið beinar árásir á einstakling eða útilokun úr hópi nemenda eða starfsmanna. Stúlkur í skólum beita þessari aðferð frekar, að útskúfa félagslega en drengirnir beita líkamlegu ofbeldi.
Stjórnmál og samfélag | 21.11.2020 | 13:15 (breytt 18.5.2022 kl. 13:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umræðan um hvort líta beri á einstaka starfsmenn íslensku friðargæsluna sem hermenn eða hvaða hlutverki hún eigi að gegna almenn hefur verið hörð undanfarnar vikur og mánuði og sitt sýnist hverjum. En er þetta eitthvað nýtt í íslenskri samfélagsumræðu og hafa Íslendingar verið eins sinnulausir í gegnum aldir um varnir landsins eins og verið hefur látið í veðri vaka?
Í þessari grein verður stiklað á stóru og litið á hvort menn hafi sinnt þessum málaflokki eftir siðbreytingu en láta hlut milli steina liggja um varnarbúnað landsins fyrir hana en geta þess þó að vopnaburður og hermennska var hluti daglegs lífs Íslendinga á miðöldum.
En tímanir breytast og Íslendingar nú á tímum hafa vanist því að þeir menn sem eiga að gæta öryggis þeirra, lögreglumenn, séu vopnlausir og ekki sé hér á landi íslenskur her.
Vopnabrot og vopnadómur á 16. öld
Ætla má að Íslendinga hafi verið afvopnaðir seint á 16. öld með vopnabroti svonefndu og sjá má af vopnadómi Magnúsar prúða Jónssonar 1581. Eftir það fór lítið fyrir hernaði þeirra eða vopnaburði. Voru Íslendingar komnir í hlutverk þolenda í stað gerenda er til vopnaviðskipta kom við útlendinga.
Hins vegar hefur Ísland aldrei verið óvarið land eða herlaust, þótt ýmsir nú á tímum hafi haldið því fram. Við siðbreytingu tók Danakonungur að sér varnir landsins, í stað innlendrar valdastéttar. Hann sendi hingað árlega herskip til verndar verslun og landhelgi Íslands en lítið var hugað að vörnum landsins sjálfs, t.d. var ekki haft danskt setulið á mikilvægum stöðum (s.s. í Vestmannaeyjum). Herlið var sent hingað til að þröngva fram vilja konungs þegar hann vildi koma fram sínum málum og ætla mætti að hann myndi mæta mótstöðu. Sat slíkt herlið jafnt stutt við og taldist ekki varnarlið landsins. Hins vegar var landið lögformlega undir hervernd konungs allt til ársins 1940 þegar Íslendingar tóku utanríkismálin í sínar hendur. Síðan hefur landið ætíð verið undir hervernd erlends ríkis, fyrst Breta og síðar Bandaríkjamanna á 20. öld og erlent herlið hefur meira eða minna setið á landinu frá 1941.
Spurningin hér er hins vegar hvort innlendir menn hafi haft einhverjar áætlanir um að verja landið ef til þess þyrfti að koma eða ekki og hvort menn hafi velt þessum málum fyrir sér á hverjum tíma?
Forsendur umrædds dóms Magnúsar prúða má líklega rekja til ránsins á Bæ á Rauðasandi árið 1579 þegar bær Eggerts lögmanns Hannessonar var rændur og hann sjálf¬ur tekinn höndum. Þarna kom berlega í ljós að ekki einu sinni lögmaður landsins gat varið sig fyrir ræningjaflokki og var það líklega sakir vopnleysis. Lögmaður hefur því líklega kvartað sáran undan þessari ósvinnu og afleiðingin verið næsta ár sú eða 1580, að Friðrik II sendi vopnasendingu hingað til lands og áttu að fara í hverja sýslu, átta spjót og sex byssur. Ekki hafa Danakonungi algjörlega horfið úr huga varnarmál Íslands því að árið 1586 lét sami konungur reisa virki í Vestmannaeyjahöfn til að verja konungsverslunina í Eyjum fyrir ágangi breskra kaup- og sjómanna. Hér gætti því dálítillar viðleitni konungsvaldsins til varna en að vísu til að gæta sinna eigin hagsmuna en ekki landsins sjálfs. Þessi vopnasending styður því líka ummælin í vopnadómi Magnúsar prúða að hér hafi farið fram vopnabrot. Það hefði verið óþarfi að senda hingað vopn, ef þau hefðu verið fyrir í einhverjum mæli í landinu. Hins vegar er það ótrúlegt að stjórnvöld hafi getað náð öllum vopnum landsmanna samkvæmt orðum Magnúsar og hefur hann líklega ýkt töluvert til að ná athygli ráðamanna. Telja má það ólíklegt að vopnaburður hefur lagst hér algjörlega niður eftir siðbreytingu. Heimildir greina frá vopnaeign einstaklinga á stangli.
Annað mál er það hvort einhverjar áætlanir hafi verið um að vopna sérstaka hópa manna til varnar landinu og er komið inn á það hér á eftir. Líklega hafa engar heildaráætlanir verið gerðar af alvöru um slíkt varnarlið af hálfu Alþingis eða danskra stjórnvalda á 16. og 17. öld og hafa báðir aðilar litið svo á að það væri í verkahring hinna síðarnefndu að sjá um varnir landsins. Ekki voru allir íslenskir ráðamenn sammála þessu og telja má fullvíst að Vestfirðingar hafi verið sæmilega vopnum búnir fram á 17. öld eða að minnsta kosti fylgdarmenn þeirra Magnúsar prúða og Ara sonar hans, sem stóð fyrir Spánverja-vígunum 1615. Að sögn Björns á Skarðsá, sem þótti roluháttur landa sinna slá öll met og vildi betri varnarviðbúnað landans, riðu Vestfirðingar seinastir til alþingis með vopnað fylgdarlið en þá hafi höfðingjar almennt riðið á þing með vopnlaust fylgdarlið. Þetta mun hafa tíðkast eftir vopnabrotið og styðja þessi ummæli um að vopnabrot hafi átt sér stað. Þá greinir Jón Ólafsson Indíafari í reisubók sinni frá vopnaburði og liðsafnaði bænda í byrjun 17. aldar (1604) og sagði að "... þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir kónglegrar Majestets skikkan og befalningu." Þarna stóð konungsvaldið fyrir vopnasendingu til landsins og ætlaðist til að Íslendingar vopnuðu sig sjálfir og verji. Einhver sinnaskipti hafa því átt sér stað í "herbúðum" konungsmanna gagnvart vopnaeign Íslendinga eftir vopnabrotið á sjöunda áratug 16. aldar, því að þetta var önnur vopnasending konungs til Íslands sem vitað er um en engar áætlanir um stofnsetningu varnarliðs enn sem komið er.
Tyrkjaránið og afleiðingar þess
Svo gerðist einn atburður sem átti eftir að kollvarpa Íslandssögunni og varpa ljósi á hversu sinnuleysið hafði verið mikið um varnarmál landsins af hálfu stjórnvalda þangað til en það er að sjálfsögðu Tyrkjaránið 1627. Það verður ekki farið út í þá sögu hér en afleiðingin varð sú að Tyrkjahræðsla varð landlæg á Íslandi og jafnframt þótti sá atburður sýna að lítil vörn var í danska flotanum og sýndist Íslendingum landvarnir Dana beinast fremur gegn verslunaratferli landans en lögbrotum útlendinga.
Mest hafði þessi atburður áhrif á íbúa Vestmannaeyja en þær urðu verst úti í hernaði hinna suðrænu sjóræningja. Vestmannaeyingar hugðu því öðrum fremur að varnarmálum og þóttu mikla nauðsyn á. Þeir kröfðust stjórnvöld um aðgerðir og viðbrögðin voru að þau hröðuðu viðgerðum á á gamla varnavirkinu, Skansinum, sem var upprunalega byggt árið 1586 eins og áður sagði. Danskur herforingi var fenginn til að hafa umsjón með landvörnum frá Skansinum. Starf hans fól í sér að skipuleggja vökur á Helgafelli og að hafa gát á skipum. Hann átti einnig að stofna og þjálfa upp herlið heimamanna. Æfingar voru haldnar einu sinni í viku og voru allir byssufærir menn skyldaðir til þátttöku. Árið 1639 tók Jón Ólafsson Indíafari við stöðu byssuskyttu við Skansinn og eftirmaður hans og síðasta byssuskytta Skansins var Gunnar Ólafsson. Vestmannaeyingar héldu að sögn vökur á Helgafelli fram yfir árið 1700 en áhrifa Tyrkjaránsins gætti næstu tvær aldir eða langt fram á 19. öld og verður komið inn á það síðar í greininni.
Ráðagerðir um stofnun landhers á Íslandi 1785
Alvarlegustu hugmyndir um stofnun íslensks landhers fyrir allt landið hingað til voru settar fram á alþingi 1785. Hvatamenn þessarar ráðagerða voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, Hans von Levetzov stiftamtmaður, Stefán amtmaður Þórarinsson og Björn Markússon lögmaður en ráðstefna um málið var að frumkvæði danskra stjórnvalda. Ráðstefnan átti að kanna hvort æskilegt og tiltækilegt væri að stofna slíkan her og með hvaða hætti því yrði komið í kring. Í kjölfar ráðstefnunnar var gerð ítarleg áætlun hvernig þjálfun slíks her færi fram, tillögur að vopnabúnaði og herbúningi lagðar fram og lagt til að þrjú hundruð manna her yrði stofnaður með sex til þrjátíu og tveggja manna sveit í hverri sýslu. Hermennirnir skyldu launaðir með hærri sköttum á bændur og dátum heitið hreppstjóratign að lokinni herþjónustu. Ekki var látið staðið við orðin tóm, því að gerð var könnun í suðuramtinu 1788 á því hverjir vildu gefa sig fram í landvarnarlið og hvaða vopn þeir hefðu tiltæk og um leið fór herútboð fram. Í ljós kom að rúmlega 600 manns voru tiltækir í varnarliðið og voru þeir vopnaðir frá trélurkum til tinnubyssa.
Þessar hugmyndir eru hvað merkilegar fyrir það að þær voru settar fram þegar íslenskt samfélag var hvað verst sett í sinni sögu og sýnir að mönnum var full alvara með þessa hugmynd. En þessar hugmyndir voru í raun andvana fæddar þar sem þær voru settar fram á röngum tímapunkti.
Gamla íslenska sveitasamfélagið og stjórnkerfið var í rúst vegna móðuharðinda og nýir tímar fóru nú í hönd. Óhjákvæmilegt var að þær myndu falla um sig sjálfa.
Áætlanir Jörunds Hundadagakonungs um varnir hins nýja ríkis
Næsta útleik átti Jörundur hundadagakonungur 1809, sjálfskipaður verndari landsins og byltingamaður. Án nokkurra blóðsúthellinga eða almennra viðbragða landsmanna tók hann völdin í landinu í sínar hendur. Birti hinn nýi stjórnarherra auglýsingar eða tilskipanir þar sem stjórnarstefnunni var lýst. Því var lýst m.a. yfir að hin nýju yfirvöld áskilji sér "...rétt til styrjalda og friðasamninga við erlend ríki;- að herliðið hefur útnefnt oss til hæstráðanda til sjós og lands og til yfirstjórnar í öllum styrjaldasökum".
Lét Jörundur ekki við orð standa heldur lét hefja gera skans á Arnarhólskletti í Reykjavík, nefndur Phelpsskans og áætlanir voru um stofnun íslensks hers. Hér skal kyrrt látið liggja alvörunni á bak við allar þessar fyrirætlanir Jörunds og lögmæti stjórnar hans en hann var greinilega umhugað um að varnir hins "nýja ríkis" skyldu verða trúverðugar.
Hins vegar sýndu styrjaldirnar í upphafi 19. aldar að Dönum var um megn að veita Íslandi vernd eða öryggi en um leið að ef Bretar undu óbreyttu ástandi, það er að Danir hafi húsbóndavald á Norður-Atlantshafi, myndu mál lítið breytast. Þetta ástand olli flestum Íslendingum litlum áhyggjum en þeir höfðu meiri áhuga á að öðlast einhvers konar sjálfstjórn en að stofna her.
Stofnun herfylkingar í Vestmannaeyjum 1857
Einhverjar viðleitni gætti þó hjá Vestmannaeyingum í þessa átt, en árið 1853 var skipaður nýr sýslumaður Vestmannaeyja, Andreas August von Kohl, danskur að ætt og kallaður kapteinn. Sá kapteininn að hér væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Fékk hugmynd Kohl um stofnun svonefndrar herfylkingar hinar bestu undirtektir í eyjum.
Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan vísir að her og var hann að fullu komið á fót 1857 og var starfræktur til vors 1869. Hér skal ekki greint nákvæmlega frá skipan herfylkingunnar en hún var skipulögð með sama hætti og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma; með tignarheitum, vopnum, gunnfána og einkennismerkjum.
Markmið herfylkingarinnar var í fyrsta lagi að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga. Í öðru lagi að vera lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Í þriðja lagi að vera bindindishreyfing og í fjórða lagi að vera eins konar íþróttahreyfing.
Líklegt má telja að stöðugur fjárskortur hafi riðið hana til falls að lokum sem og forystuleysi er kapteininn lést.
Þessi viðleitni til stofnun hers, náði aðeins til Vestmannaeyja en aðrir landsmenn virðast hafa verið skeytingarleysi um þessi mál.
Það voru deilur um landhelgismál landsins milli Dana og Breta um aldarmótin 1900 og gangur heimstyrjaldarinnar fyrri sem átti sinn þátt í að svipta hulunni frá augum Íslendinga að hér voru það Bretar sem réðu ferðinni og varnarleysi landsins væri mikið.
Heimastjórn og varnir
Í raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði. Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin "...gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú."
Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hversu vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.
Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetuliðin bæði en það tókst loks 1947 en óljóst var hvað átti að taka við.
Stofnun herlaus lýðveldis á Íslandi
Gangur heimsmála fór hér eftir að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins. Því leið ekki á löngu þar til að Íslendingar hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins.
Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd.
Samfara undirbúningi að inngöngu Íslands í NATO fór fram umræða hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum.
Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum.
Í skýrslu ráðherranna segir m.a.: Í lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:
1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.
Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafs-sáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi.
Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við. Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli. Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig.
Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand og fámenni landsins.
Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948. Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins.
Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan til 2006 en hálfa viðveru síðan. Á ýmsu hefur gengið á í sambúð hers og þjóðar en í heildina séð hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það að Bandaríkjaher tók að týgja sig til brottferðar. Þessi hótun eða réttara sagt tilkynning um brottför hluta hersins á Keflavíkurflugvelli kom í byrjun tíunda áratugarins.
Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál árið 1993 varð grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál. Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar staðsettur lágmark mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varnir hafðar uppi.
Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri, sem hefur staðist tímans tönn. Hinu sérstöku aðstæður sem ríktu á tímum kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum.
Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum. Tillögur Bandaríkjamann 1993 benda eindregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning á varnarsamningnum í veigamiklum atriðum.
Munurinn felst einkum í því að Bandaríkjamenn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi, en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varnarsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni.
Í stuttu máli sagt, lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og loftvarnir Íslands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna. Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit, og áframhald yrði á Norður-Víking æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi.
Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa reynt allar götur sínan að koma í veg fyrir að umtalsverðar breytingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess, nauðugir sumir hverjir, að endurmeta veru herliðs á Íslandi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari.
Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers
Óhægt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. Aðeins hefur verið deilt um keisarans skegg; um dvöl og sambúðarvanda hers og þjóðar en lítið talað um raunverulegar þarfir Íslendinga sjálfra eða alvarleg herfræðileg úttekt á vegum stjórnvalda gerð á varnarþörfum landsins eða hvað Íslendingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar. Svo gerðist það að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason reið á vaðið og varpaði stórbombu inn í íslenskt samfélag þegar hann kom með hugmyndir um stofnun íslensks hers á tíunda áratug tuttugustu aldar sem hann reyfaði líklega fyrst 1995 en ítrekaði í Morgunblaðinu í maí 2001. Björn sagði að "...það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn." Hann sagði jafnframt að á liðnum árum því verið borið við þau rök að ekki kæmi til álita, vegna fámennis þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þetta ætti ekki lengur við sem röksemd þar sem við væru bæði fjölmennari og um leið ein ríkasta þjóð jarðar.
Björn lagði til að Íslendingar annað hvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari. Hann sagði að með því að nota þumalfingursreglu "væri unnt að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættustundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum."
Björn sá önnur not fyrir slíkt herlið en eingöngu til hernaðarþarfa. Hann taldi að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sá ennfremur möguleika sem skapast hafa með stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Íslendinga.
Inn í slíkt öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra, í heræfingum hér á landi annað hvert ár. Hann virðist því sjá fyrir sér þríarma "öryggisstofnun", sem saman stendur af eins konar smáher eða öryggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegum ívafa og sérsveitum ríkislögreglustjóra. Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt sé að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því að mestu deilurnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar. Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við hernaðarmaskínu nokkurs konar, erlenda eða innlenda en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afganistan.
Andstaðan við hugmyndir Björn um stofnun íslensks hers virðast aðallega vera á vinstri væng stjórnmálanna, þó að einstaka menn á þeim vængi hafa ljáð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum. En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega og kosið að persónugera þessa umræðu og telja best að hæða og spotta sem mest og vonast þannig til að umræðan falli um sjálfa sig.
En eins og rakið hefur verið í greininni snýst málið ekki um einstaka persónur, heldur hina sígilda spurningu, hvernig tryggjum við innra og ytra öryggi samfélags okkar? Hafa mál staðið þannig hingað til, að þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafa verið á veru Varnarliðinu svonefnda, þá hefur enginn (fyrir utan kannski Björn) komið með lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að yfirgefa landið. Menn eru flestir sammála um það, burt séð frá hvaða flokka þeir styðja, að einhverjar trúverðugar varnir verði að vera og þá með einhvers konar innlendu herliði, sérsveitum, öryggissveitum, heimavarnarliði eða hvað menn vilja kalla það, verði að vera til staðar ef til þess kemur.
Stofnun Varnarmálastofnun Íslands og lok hennar
Bloggritari var meðal fyrstur Íslendinga sem viðraði þá hugmynd árið 2005 að tímabært væri að stofna bæri stofnun fyrir varnarmál landsins. Málefni varnamála Íslandi voru í óreiðu og ábyrgðin dreifð á of margar hendur og mismunandi. Varnarmálastofnun var svo stofnuð árið 2009 en var svo lögð niður ári síðar og verkefni hennar komin í hendur fyrri aðila, sem er varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar. Það er einsdæmi í stofnanasögu Íslands að stofnun sé lögð niður og það eftir skamman starfstíma.
Sumir sá Varnarmálastofnun allt til foráttu og töldu þetta vera tilgangslausa stofnun. En svo er ekki, því að stjórnsýslan verður hvort sem er að halda utan um varnarmál Íslands, sjá um tvíhliða varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 og samskiptin við NATÓ. Stofnunin var einnig nauðsynleg til þess að hér skapast innlend þekking á varnarmálum en ekki sé reitt á þekkingu bandarískra hershöfðingja í Pentagon.
Til að gera langa sögu stutta, hefur umsýsla varnarmála síðan Varnarmálastofnun var aflögð, verið í ólestri og verksvið á reiki. Einn ljós punktur hefur verið síðan en það er stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem er líklega komin á koppinn. En slíkt setur að mati bloggritara ætti heima í varnarmálastofnun sem yrði endurreist sem fyrst.
Hér eru greinar sem bloggritari hefur skrifað um varnarmálastofnunina en þær eru fleiri, auka fjölda greina í dagblöðum.
Herlausa lýðveldið Ísland - Varnarmál og Varnarmálastofnun Íslands
Tilaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála liggur fyrir hjá Alþingi
Lokaorð
Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort einhverjar líkur eru á að hér verði stofnaður her í náinni framtíð. Ef litið er á stöðuna eins og hún er í dag, þá virðist það vera frekar ólíklegt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki einu sinni geta rekið Landhelgisgæsluna með sómasamlegum hætti eins og allir vita og því verða þau virkilega að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Einhverjar bakdyraleiðir verða þess í stað farnar, svo sem með fjölgun í víkingasveitinni og að sveigja Friðargæsluna meira í átt til hermennsku sem telja má vera afar ólíklegt.
Stjórnmál og samfélag | 20.11.2020 | 13:23 (breytt 23.8.2024 kl. 11:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við gagnrýni á stjórnvöld og aðgerðum þeirra. Rétturinn til þess að koma saman (fundarfrelsið) og mótmæla (málfrelsið) eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti (til dæmis prentfrelsi eða listsköpun) er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað upp á.
Hér má t.a.m. benda á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (73. gr.) sem tryggir fólki rétt til að láta í ljós skoðanir sínar. Í mannréttindasáttmála Evrópu eru einnig ákvæði sem tryggja tjáningarfrelsi (10. gr.) og funda- og félagafrelsi (11. gr.).
Hvað með stjórnarskrárvernduð tjáningarfrelsisákvæði? Það má árétta að í 7. kafla stjórnarskrárinnar er svonefndur mannréttindakafli og fjallar um rétt ríkisborgara landsins o.fl. sem eru staddir þar.
Þar segir í 1. grein segir að ...allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Tjáningarfrelsið er einn mikilvægasti rétturinn sem skilgreindur er í kaflanum, en þar er hverjum manni tryggður réttur til að tjá hugsanir sínar, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi og síðan er áskilið að ritskoðun og sambærilegar tálmanir á prentfrelsi skuli aldrei í lög leiða. Hins vegar megi setja tjáningarfrelsinu skorður ef það er í þágu "...allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Tjáningarfrelsið er undirstaða sem mörg önnur réttindi hvíla á, þar með talinn rétturinn til að vera öðruvísi í siðum og háttum. Gildisdómar eru viðurkenndir undir gildandi rétti og skulu refsilausir. Nái þessi tilraun eða atlaga fram að ganga, sem nú er verið að reyna að koma á, er tekinn af okkur réttur sem við höfum núna: að fella gildisdóma um menn og málefni.Ég tek hér með stofnaða hatursglæpadeild lögreglunnar í Reykjavík sem á fyrir hönd ríkisins að sækja menn til saka fyrir meint hatursbundin ummæli eða skoðanir.
Við skulum hafa í huga, og rétt fyrir þá sem velkjast um í vafa, að réttindin sem stjórnarskráin veitir eru þess eðlis að ekki er hægt að afnema þau með almennum lögum eða ákvörðunum stjórnvalda.
Þetta eru grunnlög samfélagsins sem öll önnur lög byggja á. Þannig myndu til dæmis lög frá Alþingi sem kvæðu á um bann við útifundum tiltekinna samtaka eða lög sem veittu stjórnvöldum heimild til að stöðva tiltekna útgáfu ekki standast gagnvart stjórnarskrárákvæðunum og dómstólar myndu því dæma slík lög ómerk.
Einnig getur framkvæmdarvalið, í þessu tilfelli, lögregluyfirvöld, ekki birt reglugerð sem bindur þessu stjórnarskrárbundnu réttindi borgaranna. Til þess að réttlæta það, þarf líklega hætta að steðja að allsherjarreglunni eða öryggi ríkisins ógnað sem erfitt er að sjá sjá gerast í lýðræðisríki og á friðartímum.Allra síst eiga lögregluyfirvöld að hafa þann rétt að stofna til deilda innan lögregluembætta og getað sótt menn til saka fyrir meint hatursummæli.
Íslenska stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir því að setja megi tjáningarfrelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Hingað til hafa menn eða hópar sem telja á sig hallað, sótt rétt sinn til dómsstóla á eigin vegum og án tilstuðla framkvæmdarvaldsins.
Það er ekki ríkisins (framkvæmdarvaldsins) að hlutast til um skoðanir og orð einstaklinga! Líkt og er byrjað er á hér á Íslandi, með því að siga lögreglunni á fólk (líkt og hunda á fólk) sem hefur ekki réttar skoðanir eða segir óviðeigandi hluti.
Ég hef engan áhuga á að breyta skoðun fólks og eru orð mín ekki beint til neins sérstaklega, heldur er ég að verja málfrelsið og mun gera það með kjafti og klóm. Hér er ekki bara vegið almennt að tjáningarfrelsinu, heldur að sjálfum réttinum til að tjá sig munnlega eða skriflega og það er málfrelsið.
Atli Harðarson heimspekingur svarar þessu álitamáli um réttinn til málfrelsis á Vísindavefnum á eftirfarandi hátt: ,,Málfrelsi felur í sér að menn megi segja hvað sem þeir vilja bæði í ræðu og riti, á opinberum vettvangi jafnt sem í lokuðum hópi. Málfrelsi felur hins vegar ekki í sér að menn eigi rétt á að nokkur gefi orðum þeirra gaum eða taki mark á þeim. Menn sem njóta málfrelsis mega mótmæla skoðunum okkar, hvetja aðra til að hlusta ekki á okkur eða trúa ekki því sem við segjum.
Atli Harðarson segir að ,,Siðferði krefst þess að menn gæti þess að segja satt, varist að bera út róg eða lygar um náungann og sýni kurteisi og tillitssemi. En það er alls ekki nein siðferðileg skylda að samþykkja skoðanir annarra eða jánka öllu sem sagt er....Þar sem er fullt málfrelsi leyfist mönnum að halda fram röngum skoðunum. Sá sem gerir þetta vísvitandi breytir þó rangt í siðferðilegum skilningi. Í flestum tilvikum er samt ekki um lögbrot að ræða og oftast lítið að óttast því málfrelsið leyfir öllum hinum að andmæla vitleysunni."
Atli Harðarson sagði líka þetta: ,,Bann við meiðyrðum og háskalegum blekkingum er lítt eða ekki umdeilt. Minni einhugur er hins vegar um ýmsar aðrar skorður við málfrelsi sem hafa verið leiddar í lög, til dæmis bann við niðrandi ummælum um kynþætti eða minnihlutahópa, eða við því að mæla með neyslu fíkniefna. Sjónarmið af þessu tagi hafa þó haft áhrif á löggjöf á seinni árum (samanber til dæmis 6. grein laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir númer 95 frá 2001 þar sem ýmisleg umfjöllun um einstakar tóbakstegundir er bönnuð).
Og Atli Harðarson bendir einnig á þetta: ,,Ýmis rök mæla gegn því að takmarka málfrelsi á þeim forsendum að banna verði málflutning af einhverju tagi, því skynsamleg rök gegn honum dugi ekki eða nái ekki eyrum fólks. Í fyrsta lagi er hætta á að bann við því að halda fram einhverri skoðun verði til þess að mönnum þyki hún spennandi og merkileg og dáist að þeim sem brjóta bannið. Slíkt bann getur því allt eins haft þau áhrif að fylgi við vitlausa skoðun vaxi eins og að það minnki.
Atli Harðarson segir: ,,Í öðru lagi ber öllum (þar á meðal löggjafa) siðferðileg skylda til að koma fram við aðra menn sem vitsmunaverur og virða rétt þeirra til að vega og meta á eigin forsendum hverju skuli trúa og hverju ekki. Sé bannað að birta mönnum einhverja skoðun þá er þeim ekki treyst til að vega og meta rök í málinu og taka sjálfir skynsamlega afstöðu og þá má efast um að þeim sé sýnd sú virðing sem menn eiga að bera hver fyrir öðrum. "
Þetta minnir mig á ákæruna gegn Sókratesi sem kom fyrstur manna með gagnrýnar samræður sem ýtti undir sjálfstæða hugsun. Þetta voru díalískar samræðum og er mikið notað í akademíum í dag til að komast að niðurstöðum og til skoðanaskipta. Eins og flestir vita var hann ákærður fyrir að guðlasta og afvegaleiða ungdóminn með rökræðum. Hann kaus frekar að láta lífið en að afneita sannleikanum og réttinum til að tjá sig.
Það hafa verið barist um þessi sjálfsögðu réttindi allar götur síðan, í um 2500 ár, og benda má á að núverandi tjáningarréttur hefur aðeins verið við lýði í 250 ár en hann komst á með prentfrelsinu í Svíþjóð. Svo vilja vinstri menn afnema þennan rétt!
Kommúnistar og sósíaldemókratar, einkum kommúnistar, hafa farið hamförum gegn málfrelsinu. Kommúnisminn datt dauður niður en þá tóku sósíaldemókratar upp hugsunarsvipuna (nota rétt orð og ekki megi móðga einn eða neinn með eðlilegum skoðanaskiptum) og vilja berja með henni á andstæðingum sínum. Gangi þeim vel!
Annar heimspekingur, nær okkur í tíma og enskur að uppruna, John Locke skrifaði um rétt stjórnvalda til íhlutunar í málefnum almennings í stjórnmálaheimspeki sinni. Hann segir að í svonefnda samfélagssáttmála, sé gerður samningur milli frjálsra einstaklinga en ekki milli ríkisvaldsins og þegnanna.
Locke leit svo á að þegnarnir héldu réttindum sínum eftir að ríkisvaldinu hefur verið komið á. Endanlega liggur valdið hjá fólkinu. Trygging réttinda þess - verndun lífs, frelsis (tjáningarfrelsið í allri sinni margbreytulegu mynd) og eigna hvers og eins - er eini réttmætti tilgangur ríkisvaldsins. Gangi ríkisvaldið á þessi réttindi með einræðistilburðum eða hætti að verja þau svo gang sé að, hafa þegnarnir siðferðislegan rétt - eftir að reynt eftir löglegum leiðum - á að steypa ríkisvaldinu.
Locke talaði fyrir umburðarlyndi gagnvart tjáningarfrelsinu. Hann leit því á að það sé bæði rangt og siðferðislega ámælisvert fyrir pólitískar og trúarlegar valdastofnanir að þröngva skoðunum sínum upp á fólk. Hann sagði: ,,Hvar sem er sá maður sem hefur óumdeild rök fyrir sannleika allra skoðana sinna eða fyrir ósannindum alls þess sem hann fordæmir eða getur sagt að hann hafi rannsakað ofan í kjölinn allar sínar eigin skoðanir eða annarra? (Bryan Magee, 2002).
Þetta á einnig við starfsfólk lögregluyfirvalda. Í skáldsögunni 1984 voru börn látin njósna um foreldra sína og tilkynna um ef þau segðu eitthvað pólitískt rangt. Sjónvörp eða mónótorar voru alls staðar, einnig inn á heimilum og gegnum þessi tæki var njósnað um borgarana. Stöðugum boðskapi frá stóra bróðir var útvarpað til að stjórna hugsunum og ímyndaður óvinur var búinn til. Er þetta ekki dálítið líkt nútímanum?
Hafði George Orwell, sem leit með hryllingi á ríki skoðanabræðra sinna, í Sovétríkjunum, ekki rétt fyrir sér um framtíðarríkið? Eru ekki komnar eftirlitsmyndavélar alls staðar og hægt að njósna um fólk (gegnum t.d. snjallsjónvörp eða tölvur) inn á heimilunum? Er ríkið ekki komið með tól og tæki til að fylgjast okkar daglega lífi? Er það, ríkisvaldið í lýðræðisríki, ekki farið að skipta sér af skoðunum og orðræðu hins almenna borgara um og of? Á ekki að vera erfitt að sækja menn til saka fyrir ummæli? Eiga þessi mál ekki heima undir einkaréttarlögsögu dómstóla og eiga hópa og einstaklingar ekki bara sjálfir að sækja rétt sinn ef á er hallað?
Það má benda fylgjendum þess að beita lögreglunni gegn meinum hatursummælum, að þeir eru komnir í vafasama hóp harðstjóra og harðstjórnarríkja, bæði til vinstri og hægri, kommúnistaleiðtoga sem og fastistaleiðtoga og einræðisherra almennt, að vilja stjórna því sem er sagt er opinberlega. En verra er að þetta er einnig atlaga að sjálfstæðri og frjálsri hugsun sem hin pólitíska rétthugsun er auðljóslega beint að.
Í fyrsta skipti í sögunni, getur almenningur tjáð sig milliliðalaust, án atbeina fjölmiðla eða stjórnvalda, við samborgara sína og við allan heiminn þess vegna. Þetta er gert gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og hvað þeir heita allir þessir miðlar, þar sem fólk getur tjáð sig milliliðalaust. Þetta er hreint og óskert málfrelsi.
En málið er ekki svona einfalt. Nú hefur ný hætta barið á dyr. Samfélagsmiðlar sem eru í eigu einkaaðila eru komnir í hlutverk stóra bróður og eru byrjaðir að ritskoða hvað sagt er á miðlum þeirra. Þetta sáu menn ekki fyrir, að hættan steðji að frá einkaaðilum, ekki ríkisvaldinu.
En hvernig ritskoða samfélagsmiðlar fólk? Jú, með því að koma með ,,fact check eða staðreyndaskoðun á viðkomandi efni samfélagsnotandans. Samfélagsmiðlar njóta víðtækra réttinda, vegna þess að þeir segjast vera ,,samskiptatorg og eru því ekki ábyrgir á efni notenda samkvæmt lögum. Þeir hafa þó tekið sér ritstjórnarvald með því að ,,staðreyndaskoða notendur sína sem sumir kalla ritskoðun.
Uppi eru því raddir að taka þessi ábyrgðarleysi af samfélagsmiðlunum og gera þá ábyrga fyrir dómstólum, enda eru þeir komnir í ritstjórnarstólinn og þar með ekki lengur óvilhallir aðilar. Aldous Huxley og George Orwell vöruðu okkur við afskipti ríkisvaldsins af tjáningarfrelsinu en hver sá fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna og hættunni af þeim?
Þeir skulu hafa það hugfast sem vilja takmarka málfrelsið á einhvern hátt, að þar eru þeir komnir í hóp þeirra sem að ráðast á lýðræðið og lýðræðislega umræðu!
Helsta heimild: Atli Harðarson á Vísindavefnum. Einnig samtíningur héðan og þaðan ásamt skoðunum mínum.
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2020 | 20:27 (breytt 18.5.2022 kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020