Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram í sama farinu

Uppgjör var í Sjálfstæðisflokknum um helgina. Barist var m.a. um formannsstólinn en líka ritarastöðuna. Spurt var, hvers vegna Gunnlaugur hafi yfir höfuð farið gegn sitjandi formann, þar sem það væri lítill skoðanaágreiningur milli þessara einstaklinga? 

Jú, það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið innan flokksins að veita sitjandi formanni aðhald, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur setið nokkuð lengi og hann er bendlaður við spillingamál. Talað er um bankaskýrslu, sem er tilbúin en ekki birt, sem gæti haft áhrif á álit almennings gagnvart honum.

Það er því aðeins stundargriður og -friður sem mun ríkja um valið á formanni flokksins en eins og flestir vita, vann Bjarni formannskjörið. Ef skýrslan varpar skugga á störf núverandi formann, er hætt við að fylgið haldist lágt áfram.

Ef stjórnmálamenn halda að þeir komist upp með hvað sem er gagnvart kjósendum, er það algjör misskilningur. Skemmst er að minnast Icesave málið sem hafði viðvarandi áhrif á fylgi flokkanna, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, sem og klausturmálið sem gerði næstum út um Miðflokkinn. Eins með Samfylkinguna undir forystu fyrrverandi formann sem var með ESB á heilanum, þrátt fyrir engan áhuga kjósenda almennt á inngöngu í sambandið.

Ef við snúum okkur aftur að Sjálfstæðisflokknum, þá verður staðan sú að margir hægri menn, halda áfram að sitja heima eða kjósa aðra flokka, með núverandi forystu.

Bjarni biðlaði til Viðreisnar og bað fyrrum flokksmenn að snúa heim. En hann tekur ekki með inn í myndina að Viðreisn er ekki útibú frá Sjálfstæðisflokknum. Margir þar innandyra koma úr öðrum flokkum og þeir sem komu úr Sjálfstæðisflokknum voru margir hverjir hálfgerðir sósíaldemókratar, sem gott er fyrir flokkinn að losna við ef hann ætlar að halda áfram að teljast vera hægri flokkur.

Það eru átta flokkar á Alþingi sem nokkuð mikið fyrir lítið þing. Dreifingin er breið á blaði, en í raun eru allir flokkar meira eða minna til vinstri á þingi, utan Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Ég kom með spurninguna Er ekki kominn tími á nýjan hægri flokk í einum af pistlum mínum hér og stendur sú spurning áfram. 

 

 


Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í höndum Gunnlaugs Þórs Þórðarsonar

Nú stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Gunnlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara í slaginn gegn Bjarna Benediktsson. 

Sá síðarnefndi virðist vera samtvinnaður við spillingamál síðan hann tók við keflinu fyrir 15 árum. Hann hefur að því virðist verið málsvari sérhagsmunina, sérhagsmunahópa og hann hefur greinilega ekki fylgt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins hvað varðar hægri gildi. Sjá má þetta í t.d. í útlendingamálunum og ofuráherslu á að hygla stórfyrirtækjunum og bönkum á kostnað smáfyrirtækja.

En hver er hugmyndafræði flokksins?  Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Á sumum tímabilum hefur flokkurinn tekist að ná til allra stétta, líka lágstéttanna, en hann virðist skýrskota meira til hægri krata í nútímanum og margir sem eru í flokknum eru í raun sósíaldemókratar og ættu hreinlega ekki að vera í flokknum (dæmi um þetta er sjónvarps þáttagerðarmaður sem segist vera hægri maður).

Sjá mátti þetta þegar Viðreisn var stofnun, að þangað leitaði vinstri armur Sjálfstæðisflokksins og er aðeins sjónarmunur á stefnu þess flokks og allra hinna vinstri flokkanna, sem eru VG, Samfylkingin, Píratar og Flokkur fólksins dansar á línunni. Framsókn nær enn að vera á miðjunni en Miðflokkurinn er til hægri á kvarðanum, í raun meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar.

Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki og ætti flokkurinn því að vera á móti ESB en í raun styður hann EES og Schengen.

Stjórnmálaleg hugmyndafræði flokksins opinberlega er: Frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja og Hægristefna.

Svo er það að vera leiðtogi þjóðar og stjórnmálaflokks. Bjarni er eflaust viðkunnulegur maður sem persóna en það er ekki spurt um slíkt í stjórnmálum, heldur er spurt hvort hann sé leiðtogi eða ei? 

Bjarni hefur sýnt það í verkum að hann er búrókrati, en erfitt er að þýða þetta orð. Það er notað yfir embættismenn, stundum eru þeir kallaðir slangryrðunum skriffinnar eða möppudýr. Hann hefur reynst afburðar embættismaður og séður að láta fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið haldast innan vébanda Sjálfstæðisflokksins, enda veigamestu ráðuneytin.

En Bjarni hefur fallið á prófinu að vera leiðtogi. Hvernig þá? Jú, hann er frekar óáberandi opinberlega, virðist kunna best við sig í ráðuneytinu að sinna daglegri stjórnsýslu og makka á bakvið tjöldin.

En hann hefur látið hugmyndastefnuna og auglýsingu hennar lönd og leið, og gefið hinum flokkunum sviðið eftir. Skekkjan er orðin svo mikil að enginn veit hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir lengur og augljós hægri gildi og stefna er óljós í höndum Bjarna.

Spurningar: Af hverju er bálkið látið blása út? Af hverju hækka skattar í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins? Af hverju standa Sjálfstæðismenn ekki vörð um landamæri Íslands? Og láta EES og Schengen ráða förinni? Hvað með einstaklingsfrelsið? Af hverju stendur flokkurinn ekki fast á móti woke menningunni? Sem er að hluta til aðför að tjáningarfrelsinu. Af hverju stendur flokkurinn ekki með þjóðlegum gildum og kristinni trú? Er eðlilegt að eini hægri flokkurinn í landinu hefur aðeins 20-25% fylgi?

Nú er svo komið að Miðflokkurinn er de facto meiri hægri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og hann er meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni, þótt aðeins um tveggja manna flokk er að ræða? Er það ekki undarlegt?

En hvað gerir Gunnlaugur nú? Verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur hægri flokkur undir stjórn Gunnlaugs? Hugmyndafræði flokksins endurreist? Geta hægri menn, sem hafa ekki gert það vegna sérhagsmuna stefnu núverandi forystu, kosið flokkinn á ný?


Niccolò Machiavelli og íslensk stjórnmál

Byrjum á að kynna manninn til sögunnar (tekið af Wikipedia):

Niccolò Machiavelli (3. maí 1469 – 21. júní 1527) var ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður sem er einkum þekktur fyrir kenningar sínar í stjórnmálafræði sem hann setti fram í bókinni Furstinn (um 1513), en einnig fyrir ljóð og leikverk. Hann fæddist í Flórens og hóf feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu lýðveldisins frá 1494 til 1512 og ferðaðist um Evrópu sem sendifulltrúi.

Þegar Mediciættin náði aftur völdum var hann ákærður fyrir þátttöku í samsæri gegn þeim, settur í fangelsi og pyntaður. Leó X, nýi Medici-páfinn, fékk hann lausan og hann settist þá að í sveit utan við San Casciano, nærri Flórens, þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Við hann er kennd (með réttu eða röngu) sú stjórnmálaheimspeki sem gengur út á að tilgangurinn helgi meðalið.

Stjórnmálaheimspeki Machiavelli

Höldum okkur enn við íslensku Wikipedia og förum í stjórnmálaheimspeki Machiavelli:

Rit Machiavelli um stjórnspeki (þá helst Furstinn, þar sem hann heldur sig við umræðu furstadæma) lýsa með skarpskyggni og raunsæi stjórnmálalífi þess tíma, verk hans má þó yfirfæra á nútíma stjórnmál. Ólíkt heilögum Tómasi — sem taldi það vera í eðli mannsins að uppfylla tilætlanir Guðs— þá segir hann eðli mannsins einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd.

Meginmarkmið landstjórnar er að auka vald landsins og stjórnendur þess ættu ávallt að sniðganga siðferðisreglur, lög og loforð þegar kemur að því að tryggja og auka völd, þeir lúti þó einni reglu og hún er að tryggja hagsmuni ríkisins. Furstinn (m.ö.o. stjórnendurnir) ætti því að sitja einn um völd og láta trú og annað ekki trufla sig. Furstinn ætti að virða eðli þegna sinna en notfæra sér þörf þeirra fyrir öryggi og vernd. Velferð þeirra er honum þó algjört aukaatriði, nema það henti til valdaaukninga. Í ritinu Orðræðan metur hann á svipaðan hátt ýmis stjórnkerfi og kemst að raun um að lýðveldi sé líklegast besta og stöðugasta kerfið ef það nýtur stuðnings þegnanna.

Furstinn: Hvers vegna ein hataðasta bók sögunnar skiptir enn máli

Það er þannig með flest allar bækur, að viska þeirra úreldis með tímanum, með nýrri þekkingu. En það er ekki alltaf þannig, því að þær bækur sem lýsa mannlegu eðli, hafa sumar reynst, ef skrifaðar af skarpskyggni, orðið tímalausar í visku sinni. Svo virðist hátta með bókinna Furstinn sem er til í íslenskri þýðingu.

Við sem búum í lýðræðisríkjum tökum ekki undir orð Marciavelli um að sniðganga eigi siðferðisreglur og furstinn ætti að sitja einn að völdum. Hann segir að markmið furstans; (sem gæti verið) einræðisherrans; konungsins; forsætisráðherrans eða forsetans ættu að tryggja hagsmuni ríkisins og það geta allir verið sammála um.

Viðhorf Machiavelli til eðlis mannsins, að það einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd er kaldhæðnislegt og einkennist af svartsýni. En við vitum að þessir lestir eru hluti af stjórnmálunum og hver þekkir ekki sögur af stjórnmálamönnum sem auðga eigin fjárkistur með aðgangi sínum að völdum, samböndum og síðan ekki síðst vitneskju/upplýsingum sem getur reynst dýrmætari en gull.

Það versta er að ályktanir Marchiavelli í Furstanum eru að mörgu leyti enn ótrúlega viðeigandi fyrir okkur í dag.

Bókin byrjar á því að segja okkur að hún snýst um hvernig eigi að reka (sérstaklega) ítalskt endurreisnarveldi en þá var Ítalíu skipt upp í borgríki. Þó nokkrir hlutar bókarinnar, eins og kaflinn sem fjallar um rétta hlutfall hermanna og málaliða til að byggja upp her séu minjar fyrri tíma, býður Furstinn okkur enn upp á hagnýtar kennslustundir í stjórnmálum í dag.

Þó að sumar af bestu hugmyndunum í bókinni geti virst augljósar, eins og að ráðgjafaráð ætti samanstanda af vitrum mönnum frekar en smjöðrurum; fylgja margir samt ekki þessum einföldu ráðleggingunum.

Marhiavelli og íslensk stjórnmál

Íslenskir stjórnmálamenn virðast falla undir þessa gryfju stjórnmálanna skv. lýsingum Marchiavellis og stjórnmálamenn innan gamalgrónum flokkum, eins og Framsóknarflokknum, VG, Sjálfstæðisflokknum (og flokka sem ekki sitja í ríkisstjórn), sem sitja nú við völd, hafa setið undir ásökunum um spillingu við sölu á ríkiseignum og bönkum. Þeir hafa setið undir ásökunum um vitnesku um innherja upplýsingum, niðurfellingu skulda sína eða aðstandenda eða auðga sig og sína.

Hefur Machiavelli ekki rétt fyrir sér hvað eiginlega völd og áhrif geta haft á stjórnmálaelítuna og dregið fram mestu lesti mannlegs eðlis? En þessir menn (konur og karlar) eru aldrei dæmdir nema í undantekningatilfellum. Fáir íslenskir ráðherrar hafa sagt af sér vegna spillingamála sem hafa komið, sama á við um Alþingsmenn. Það eru þó dæmi um slíkt.

En helsta meinsemd íslenskra stjórnmála er frændhygli (smæð samfélagsins býður upp á það)en síðan en ekki síst stöðuveitingar innan stjórnsýslunnar. Glöggir lesendur þessa pistils, þurfa að ekki nota langtímaminnið, raunar að fara ekki lengra en tvo mánuði aftur í tímann til að finna a.m.k. eitt dæmi, til að rifja upp umdeilda stöðuveitingu í forstöðumanna stöðu.

Tilvísanir í orð Marchiavelli

Hér eru nokkrar af þeim hugmyndum sem hægt er að nota, til góðs eða ills, settar fram af Machiavelli.

"Skilsamur maður ætti alltaf að feta brautina sem stórmenni feta og líkja eftir þeim sem eru framúrskarandi."

„Það er því nauðsynlegt fyrir furstann að hafa lært hvernig á að vera annað en góður og að nota, eða nota ekki, gæsku sína eins og nauðsyn krefur."

„Allar aðgerðir eru áhættusamar, þannig að varfærni felst ekki í því að forðast hættu (það er ómögulegt), heldur að reikna áhættu og bregðast við af festu. Gerðu mistök af metnaði en ekki mistök af leti. Þróaðu styrk til að gera djarfa hluti, ekki styrk til að þjást.“ Þetta á sérstakleg við ef ríkið ákveður að fara í stríð. Góð dæmi um þetta er Falklandseyjarstríðið, Afganistanstríðið og Úkraníustríðið. Þar sem árásaraðilarnir misreiknuðu styrk varnaraðilans.

„Hafðu í huga að það eru tvær leiðir til að berjast, önnur í samræmi við lög manna, hin með valdi; sú fyrri hæfir mönnum, hin síðari skepnum. En þar sem fyrri aðferðin er oft árangurslaus verður nauðsynlegt að grípa til hinnar.“

„Og hér verðum við að athuga að annaðhvort verður að smjaðra fyrir mönnum eða kremja þá; Því að þeir munu hefna sín fyrir lítilsháttar ranglæti, en fyrir alvarlegt geta þeir það ekki. Sá skaði sem þú veldur manni ætti því að vera slíkur að þú þurfir ekki að óttast hefnd hans."

Svo mörg voru þau orð.

 

 


Hvað einkennir einræðisstjórn og einræðisherra?

Einræðisherrar og einræðisstjórn sem og fámennisstjórn virðist lifa góðu lífi í dag. Það stefnir í að Xi Jinping verði einráður í Kína fyrir lífstíð. En hvað þýðir það? Bæði Platón og Aristóteles gerðu sér grein fyrir að stjórnarformi ríkja getur verið háttað á þrennan hátt. Stjórnarformið getur verið einveldi, höfðingjaveldi, eða lýðveldi. En það má umorða þessi þrjú hugtök á annan máta.  Einveldi felur oftast í sér einræði eða einræðisstjórn, höfðingjaveldi er í raun fámennisstjórn og lýðveldi stendur oftast fyrir lýðræði.

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í íslenskri orðabók:

Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

Lýðveldi mætti hins vegar líta á sem eins konar form stjórnskipunar, í íslenskri orðabók er það skilgreint svona:

Þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma. Sjá slóðina: Vísindavefurinn: Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? (visindavefur.is)

Ef við kíkjum aftur á Xi og stjórnarformið í Kína, þá er augljóst að stjórn kommúnista er fámennisstjórn. Það sem er sérstakt er að Xi stefnir í að verða n.k. einræðisherra ef það gengur eftir að hann verði kosinn formaður flokksins til lífstíðar. Þá breytist stjórn Kína úr því að vera fámennisstjórn í einræðisstjórn. Sagan kennir okkur að einræðisherrar byrja oft ágætlega en því lengur sem þeir eru við völd, því gerræðisleg verður stjórn þeirra. En við ætlum að beina sjónum okkar að einræðisstjórnarformið í þessari grein.

Einkenni einræðisins

Lýsingar fornra heimspekinga á harðstjórn Grikklands og Sikileyjar ganga langt í að útskýra einkenni nútíma einræðisríkja. Einræðisherrar grípa venjulega til valdbeitingar eða svika til að öðlast einræðiskennt pólitískt vald, sem þeir viðhalda með því að beita hótunum, hryðjuverkum og bælingu grundvalla borgaralegs frelsis.

Einræði einkennist af:

  • Ríkiseinkenni er eins flokka stjórn.
  • Bæling á skiptingu valds.
  • Leiðtoga- eða einræðisherraímynd.
  • Stjórna miðlun og ritskoðun fjölmiðla.
  • Áróður hinnar opinberu hugmyndafræði og endurtekin útbreiðsla hennar.
  • Notkun hervalds og ofbeldi.
  • Kúgun mannréttinda og einstaklingsfrelsis.

Einræði hafa engin stjórn eða takmörk á gjörðum sínum. Í gegnum heimssöguna hafa einræðisherrar að ósekju myrt og pyntað, svipt frelsi, nauðgað og fangelsað milljónir manna.

Tegundir einræðisforma

Helstu tegundir einræðisstjórna eru:

  • Einræðisríkir valdstjórnarleiðtogar komast oft til valda með lýðræðislegum kosningum og beita valdi eða svikum í valdatíð sinni til að halda sjálfum sér við völd, takmarka borgaraleg réttindi og líta á hvers kyns árekstra sem samsæri.
  • Alræði. Alræðisleiðtogar leitast við að sannfæra fjöldann með vandaðri hugmyndafræði og upphafningu leiðtogans, til að breyta um skoðun fólks, auk þess að beita skelfingu.
  • Her. Herforingjar komast til valda með valdi eftir að hafa fellt núverandi ríkisstjórn. Þeim tekst að halda sjálfum sér við völd með valdbeitingu, ofbeldi og hryðjuverkum.
  • Stjórnarskrárbundið. Leiðtogar stjórnskipulegra einræðisríkja virða stjórnarskrána að hluta, það er að segja þeir fara með vald sitt á nánast valdsmannslegan hátt og að auki stjórna þeir beint eða óbeint löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldinu.

Munurinn á lýðræði og einræði

Einræði einkennist af því að sameina vald í einum einstaklingi eða litlum hópi, en í lýðræðislegu stjórnkerfi gerir aðskilnaður valds kleift að viðhalda frelsi og valdhafar stjórna hvert öðrum.

Á meðan einræðið einkennist af samfelldri valdbeitingu við valdastjórnun, endurnýjar lýðræðið sig með almennum kosningarétti, vald og aðra fulltrúa.

Einræðisstjórnin er á móti lýðræðislegu stjórnkerfi sem byggir á virðingu fyrir stjórnarskránni, borgaralegum réttindum, ábyrgðum og stofnunum. Lýðræðið byggir á tjáningarfrelsi og fjölmenningu stjórnmálaflokka þannig að fulltrúarnir séu kjörnir af þjóðinni.

Dæmi um einræði

Nokkur dæmi um einræði á 20.- og 21. öld eru: 

Alræðisstjórn Adolfs Hitlers í Þýskalandi, frá 1933 til 1945.

Einræðisstjórn Francisco Franco á Spáni, frá 1939 til 1975.

Fasista einræði Benito Mussolini á Ítalíu, frá 1943 til 1945.

Alræðisstjórn (fámennisstjórn) í Alþýðulýðveldinu Kína, frá 1949 til dagsins í dag.

Alræðisstjórn Augusto Pinochets í Chile, frá 1973 til 1990.

Einræði hersins í Argentínu, frá 1976 til 1983.


Umræðan um kapítalisma, sósíalisma og kommúnisma ruglar marga

Umræðan um kapítalisma, sósíalisma og kommúnisma ruglar marga.

Ég kýs að horfa á hana með augum skatta.

Kommúnismi: 100% skattlagning af tekjum

Sósíalismi: allt yfir 33%

Kapítalismi: 0-33%

Þeir geta merkt allt sem þeir vilja en að skattleggja alla yfir 33% er þjófnaður.

Þú borgar skatta af þeim tekjum sem þú hefur.

Síðan borgar þú söluskatt af öllu sem þú kaupir með tekjum sem þegar voru skattlagðar.

Þegar þú deyrð borgar þú skatta af peningunum sem þú græddir og sparaðir sem þegar hafa verið skattlagðir.

Við þurfum ekki titla og nöfn fyrir mismunandi hagkerfi.

Við þurfum einfaldlega að hætta að skattleggja fólk yfir 33%. Veit Sjálfstæðisflokkurinn af þessu? Held að þeim sé sama, enda ekki alvöru hægri flokkur.

Ef ríkisstjórn getur ekki haft sterkan her, lögreglu, slökkviliðsmenn, opinbera skóla, vegi, sjúkrahús með að hámarki 33% af sköttum sem þeir innheimta, þá er kominn tími til að skipta núverandi leiðtogum út fyrir duglegt fólk sem getur gert þessa hluti.

Munum að ríkiskassinn er botnlaus hít rétt eins og box Pandóru og guð má vita hvað kemur upp úr því. Það eru ALDREI til nóg skattfé til framkvæmda. Nú á t.d. að tvískattleggja Hvalfjarðagöng fyrir draumóraverkefnið - Fjarðarheiðargöng. Borgarlínan er sama vitleysan. Ódýrara væri leggja metró eða neðanjarðarlestakerfið um höfuðborgarsvæðið til lengdar tíma litið og þar er pláss, en svo er ekki á yfirborðinu.

Alltaf eru til stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að fara á peningafyllerí, með fé annarra. Í augum stjórnmálamanna eru skattar aðeins tölur á blaði og þeir vilja alltaf hækka þessar tölur. Ef þeir hefðu hins vegar þurft að vinna fyrir þessu féi, með eigin svita og blóði, þá myndi heyrast annað hljóð úr strokki.Fulltrúa lýðræðið er mein gallað.

Hér er fyndið myndband.

Imagine there is no communism


Ný-marxismi leynist víða í dulargervi

Ég hef margoft skrifað um marxisma hér á blogginu og varað við honum. Málið er að hann leynist alls staðar og oft veit fólk ekki af því að það er verið að heilaþvo það með marxískum eða ný-marxískum áróðri.

Sjá má þetta í háskólum, líka hér á Íslandi. Þegar ómótaðir hugar framhaldsskólanema mæta í háskólanám, halda þeir að allt sé satt og rétt sem kennt er í háskólum landsins, jú, þetta eru eftir allt, æðstu menntastofnanir landsins. Þessi bábiljufræði seytla um allt háskólasamfélagið, í uppeldisfræði, kennslufræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, hagfræði, sagnfræði og heimspeki svo eitthvað sé nefnt.

Byrjum á skilgreiningu hvað marxismi er og muninn á hinum hefðbundna marxisma og ný-marxisma.

Marxismi er settur fram af hinum goðsagnakennda Karl Marx en ný-marxismi er algengt hugtak sem notað er fyrir nokkrar aðrar hugmyndafræði sem mynduðust síðar byggðar á marxisma. Þetta er aðalmunurinn á hugtökunum tveimur. Marxismi miðar að því að koma á eins konar jöfnuð meðal fólksins, sérstaklega milli ríkra og fátækra.

Munurinn á ný-marxisma og marxisma er að á meðan marxismi einbeitir sér að ríkisfangslausu samfélagi, leggja nýmarxistar áherslu á heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju til að koma í veg fyrir samþjöppun umframfjármagns í höndum viðskiptaelítunnar - Kína má meira og minna líta á sem dæmi. Marxismi er nær yfir pólitiska sviðið en efnahagslega líka og nú með ný-marxisma innan menningarsviðsins. Byrjum fyrst á efnahagssviðinu.

Hver er hin ný-marxíska kenning um kapítalisma?

Í stað þess að nota marxíska kenningu um fjármagn, gæti nýmarxisti notað Max Webers greiningu á kapítalisma í staðinn. Eða ný-marxisti getur byggt marxisma sinn á firringarkenningunni og byggt á henni, sameinað aðra sósíalíska hugmyndafræði inn í hana og hafnað hinum marxísku formunum.

Menningarlegur ný-marxismi

Þrátt fyrir ruglingslega orðræðu og mismunandi deilna og merkingar sem honum er gefið, á menningarmarxismi (hugtakið og hreyfingin) sér sér djúpa, flókna sögu í kenningunni. Orðið „kenning“ (með stóru K) er almenn yfirskrift rannsókna innan túlkunargreina hugvísinda sem kallast menningar- og gagnrýnin fræði, bókmenntagagnrýni og bókmenntafræði – sem hver um sig felur í sér margvíslegar nálganir, allt frá fyrirbærafræðilegum til sálgreininguna. Í Bandaríkjunum eru kenningar almennt kenndar og beittar í enskum deildum, þó að áhrif þeirra séu sýnileg í hugvísindum.

Stutt ættartala yfir mismunandi kenningarskóla – sem eru upprunnir utan ensku deilda, meðal heimspekinga og félagsfræðinga til dæmis, en urðu hluti af grunnnámskrám ensku deildanna – sýnir ekki aðeins að menningarmarxismi er nafngreinanlegt, lýsanlegt fyrirbæri, heldur einnig að honum fjölgar fyrir utan akademíuna.

Fræðimenn, sem þekkja til kenninga, eru hæfilega tortryggnir um grófar, tilhneigingulegar lýsingar á sínu sviði. Engu að síður halda þessi svið í sér þætti marxisma sem, að mínu mati krefst aukinnar og viðvarandi eftirlits.

Miðað við áætlanir um að kommúnismi hafi drepið yfir 100 milljónir manna, verðum við að ræða opinskátt og heiðarlega um þá strauma marxismans sem ganga í gegnum mismunandi túlkunarmáta og hugsunarskóla. Til að forðast meðvirkni verðum við enn fremur að spyrja hvort og hvers vegna marxískar hugmyndir, þó þær séu veikar, hvetji enn leiðandi fræðimenn til að breiða þessa hættulega kenningu út í víðtækari menningasamfélaga. En eins og ég taldi upp hér að ofan leynist marxisminn alls staðar í fræðunum og þess sér merki alls staðar í dægurmenningu okkar, svo sem kvikmyndagerð o.s.frv.

Hugtök ný-marxismans er sífellt beint að okkur með sínum undirförla áróður án þess að við gerum ekki grein fyrir því. Við förum því að trúa vitleysunni eins og heilagan sannleika.

Woke-fræðin og woke-menningin er hluti af ný-marxisma og því verðum við að vera á verði ef við höldum að woke-istar eru að reyna að heilaþvo okkur.

 


Dýrabær (Animal Farm) hefur alltaf verið til

Inngangur

Allir þekkja skáldsögu George Orwells "1984" en færri ef til vill söguna Dýrabæ eða á ensku: "Animal Farm."  Fyrri sagan er beinskeytt og segir hlutina eins og þeir gætu gerst en síðari sagan er dæmisaga úr dýraheimi, líkt og heimspekingurinn Esóps kom með.  Báðar fjalla um valdið og spillingunni sem fylgir því. Kíkjum aðeins á söguþráðinn, sem virðist stöðugt vera í gangi hjá mannkyninu.

Söguþráðurinn

Hinn illa rekni bær Manor nálægt Willingdon á Englandi verður fyrir uppreisn frá dýrafjölskyldu sinni vegna vanrækslu af hendi ábyrgðarlausa og alkóhólíska bóndans, herra Jones. Eitt kvöldið heldur hinn upphafni villtur göltur, Gamli Major, ráðstefnu þar sem hann kallar eftir því að mönnum verði steypt af stóli og kennir dýrunum byltingarkenndan söng sem heitir "Beast of England".

Þegar gamli Major deyr, taka tvö ung svín, Snowball og Napóleon, við stjórn og gera uppreisn, reka herra Jones af bænum og endurnefna eignina "Animal Farm". Þeir tileinka sér sjö boðorð dýralífsins, það mikilvægasta er „Öll dýr eru jöfn“. Tilskipunin er máluð með stórum stöfum á annarri hlið hlöðunnar. Snowball kennir dýrunum að lesa og skrifa en Napóleon fræðir unga hvolpa um meginreglur dýrahyggju.

Til að minnast upphafs Animal Farm dregur Snowball upp grænan fána með hvítum klaufum og horni. Matur er nægur og bærinn gengur vel. Svínin lyfta sjálfum sér upp í leiðtogastöður og leggja sérstakan mat til hliðar, að því er virðist vegna persónulegrar heilsu þeirra. Eftir misheppnaða tilraun herra Jones og félaga hans til að endurheimta bæinn (síðar kallaður "Battle of the Cowshed"), tilkynnir Snowball áform sín um að nútímavæða bæinn með því að byggja vindmyllu. Napóleon mótmælir þessari hugmynd og málin komast í hámæli sem ná hámarki með því að hundar Napóleons hrekja Snowball á brott og Napóleon lýsir sig æðsta herforingja.

Napóleon gerir breytingar á stjórnskipulagi búsins og kemur á fót svínanefnd í stað funda sem mun reka búskapinn. Í gegnum ungan grisling að nafni Squealer, segir hann að Napóleon eigi heiðurinn af vindmylluhugmyndinni og heldur því fram að Snowball hafi aðeins verið að reyna að vinna hylli dýranna sér til stuðnings. Dýrin vinna meira með fyrirheit um auðveldara líf með vindmyllunni. Þegar dýrin uppgötva að vindmyllan er hrunin eftir ofsafenginn storm, sannfæra Napóleon og Squealer dýrin um að Snowball sé að reyna að skemma verkefnið þeirra og byrja að hreinsa bæinn af dýrum sem Napóleon sakaði um að hafa átt samleið með gamla keppinaut sínum. Þegar sum dýr rifja upp orrustuna við fjósið, smyr Napóleon (sem var hvergi í bardaganum) smám saman drullu á Snowball að því marki að hann er sagður vera samstarfsmaður herra Jones, jafnvel vísar á bug þeirri staðreynd að Snowball hafi verið veitt verðlaun fyrir hugrekki á meðan hann lýsti ranglega sjálfum sér sem aðalhetju bardagans. "Beasts of England" er skipt út fyrir "Animal Farm", sem söngur sem vegsamar Napóleon, sem er væntanlega að tileinka sér lífsstíl manns ("Comrade Napoleon"), er saminn og sunginn. Napóleon framkvæmir síðan aðra hreinsun, þar sem mörg dýr sem sögð eru hjálpa Snowball í samsæri eru tekin af lífi af hundum Napóleons, sem truflar restina af dýrunum.

Þrátt fyrir erfiðleika sína, eru dýrin auðveldlega friðuð til hlýðnis með andmælum Napóleons um að þau hafi það betra en undir stjórn herra Jones, auk þess sem sauðkindin grenja sífellt „fjórir fætur góðir, tveir fætur slæmir“.

Herra Frederick, nágrannabóndi, ræðst á bæinn og notar sprengiduft til að sprengja upp endurgerða vindmylluna. Þó að dýrin vinni bardagann gera þau það með miklum kostnaði þar sem margir, þar á meðal Boxer vinnuhesturinn, eru særðir. Þrátt fyrir að hann jafni sig á þessu, þá hrynur Boxer að lokum niður þegar hann vinnur við vindmylluna (verandi tæplega 12 ára á þeim tímapunkti). Hann er tekinn á brott í vagni og asni sem heitir Benjamin lætur dýrin vita af þessu. Squealer greinir í kjölfarið frá dauða Boxer og heiðrar hann með hátíð daginn eftir. (Hins vegar hafði Napóleon í raun skipulagt söluna á Boxer til ökumannsins, sem gerði honum og innsta hring hans kleift að eignast peninga til að kaupa viskí fyrir sig.)

Árin líða, vindmyllan er endurbyggð og önnur vindmylla reist, sem gefur bænum góðar tekjur. Hins vegar gleymast hugsjónirnar sem Snowball ræddi um, þar á meðal sölubása með raflýsingu, hita og rennandi vatni, þar sem Napóleon taldi að hamingjusamustu dýrin lifi einföldu lífi. Snowball hefur gleymst, við hlið Boxer, að "nema þeim fáu sem þekktu hann". Mörg dýranna sem tóku þátt í uppreisninni eru dauð eða gömul. Herra Jones er líka dáinn sem við fáum að vita, eftir að hafa „dáið á heimili í öðrum landshluta“. Svínin fara að líkjast mönnum þar sem þau ganga upprétt, bera svipur, drekka áfengi og klæðast fötum.

Boðorðin sjö eru stytt í aðeins eina setningu: "Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur". Málefnið "Fjórir fætur góðir, tveir fætur slæmir" er á sama hátt breytt í "Fjórir fætur góðir, tveir fætur betri". Aðrar breytingar fela í sér að klauf- og hornfánanum er skipt út fyrir látlausan grænan borða og höfuðkúpa Gamla Majors, sem áður var sýnd til sýnis, var grafin aftur niður.

Napóleon heldur matarboð fyrir svínin og bændur á staðnum, sem hann fagnar nýju bandalagi með. Hann afnemur iðkun byltingarhefðanna og endurheimtir nafnið "The Manor Farm". Mennirnir og svínin byrja að spila á spil, smjaðra og hrósa hvort öðru á meðan þeir svindla í leiknum. Bæði Napóleon og herra Pilkington, einn af bændunum, spila spaðaásinn á sama tíma og báðir aðilar byrja að berjast hátt um hver svindlaði fyrstur. Þegar dýrin úti horfa á svínin og mennina geta þau ekki lengur greint á milli. Svínin eru orðin hluti af mannfólkinu.

Hverjar eru 7 reglurnar í Animal Farm? Boðorðin eru sem hér segir:


     1. Hvað sem gengur á tveimur fótum er óvinur.
     2. Hvað sem fer um á fjóra fætur, eða hefur vængi,                 er vinur.

       3. Ekkert dýr má vera í fötum.

     4. Ekkert dýr má sofa í rúmi.
     5. Ekkert dýr má drekka áfengi.
     6. Ekkert dýr má drepa önnur dýr.
     7. Öll dýr eru jöfn.

Hver er svo meginboðskapur Animal Farm?

Stóra þema bókarinnar Animal Farm hefur að gera með getu venjulegra einstaklinga til að halda áfram að trúa á byltingu sem hefur verið algerlega svikin. Orwell reynir að leiða í ljós hvernig þeir sem eru við völd – Napóleon og félagar hans – rangfæra lýðræðisloforð byltingarinnar. Animal Farm sýnir þá hugmynd að vald spillir alltaf. Mikil notkun skáldsögunnar á formerkjum, sérstaklega í upphafskaflanum, skapar þá tilfinningu að atburðir sögunnar séu óumflýjanlegir.

Um George Orwell

George Orwell er sagður vera kommúnisti. En bækur hans bera greinilega merki um and-kommúnisma. Hann var greinilega andstæðingur Stalíns.

Í spænsku byltingunni varð Orwell hliðhollur frjálshyggjuhreyfingunni, sem var skipulögð í CNT verkalýðssamtökunum sem voru mjög stór. Hann starfaði í vígasveit POUM (Workers Party of Marxist Unification) sem hafði tilhneigingu til að vera utan við og gagnrýna opinberu kommúnista alþjóðaflokkana þó þeir væru enn skilgreindir sem kommúnistar. POUM var að hluta undir áhrifum frá Búkarín sem hafði verið talsmaður sameiginlegrar framleiðslustýringar launafólks (og var fordæmdur af Lenín fyrir þetta),

Að svo miklu leyti sem „kommúnisti“ nú á dögum er orðinn kenndur við „marxíska leníníska“ hugmyndafræði gamla kommúnistasambandsins og flokka hans, var Orwell and-kommúnisti. En andkommúnisti frá vinstri.

En kommúnisminn virðist hafa 9 líf eins og kötturinn. Hver kynslóðin, vitlausari en fyrri, lærir ekki af sögunni um marxismann og kommúnismann sem eru sitthvora hliðin á sömu myntinni.  Af hverju? Jú menntaelítan hefur tekið þessu vitleysinga stefnu upp á sinn arm og verndar og hlúir að henni í skúmaskotum vestrænu háskólanna undanfarna áratugi. Nú geysast áhangendur háskólaprófessoranna skyndilega fram á sjónarsviðið og boða ný-marxískar kenningar en með nýjum hugtökum sem þýða það sama og gamli marxisminn kenndi. Nú er talað um kúgarann og hinn kúgaða (í stað auðvaldssvíns og öreigann). Sjá má þessa vitleysu í sjálfu musteri kapitalismans, í Bandaríkjunum, undir stjórn Joe Bidens. En einnig í öðrum löndum, þar á meðal Íslandi. 

Lærdómurinn

Lengi lifi einstaklingurinn, með málfrelsi sínu, fundarfrelsi og félagafrelsi sem stundar frjáls viðskipti við hverja sem honum sýnist. Megi hinn almáttugi hrammur ríkisvalds halda sér fjarri einkalífi einstaklings en því miður, er það alls umliggjandi og nær inn á heimili allra. En sem betur fer eru til nógu margir einstaklingar, hér og erlendis, sem halda aftur af ríkisvaldinu og koma í veg fyrir algjörlega kaffæringu frelsisins. Framtíðin er þó ekki björt, með tilkomu gervigreindarinnar sem hjálpar stjórnvöldum að halda lýðnum niðri og þar með kúga hann.

Vörumst fólk sem aðhyllist hugmyndastefnu, sama hvað hún heitir, það fólk hættir að hugsa sjálfstætt og fylgir henni hugsunarlaust. Það lætur hugtök hugmyndastefnunnar réttlæta allt og gera alla aðra sem aðhyllast hana ekki, að óvinum.

Einstaklingsfrelsið er ungt, aðeins 200 ára gamalt í núverandi mynd. Hver segir að það sé ekki hægt að taka það af okkur? Sagan er ekki línuleg þróunin og ákveðin, mannkyninu hefur farið aftur á vissum tímabilinu, nú síðast í covid-faraldrinum en sagt er að framþróun mannkyns hafi stöðvast í fimm ár, hvort sem það er satt eða ekki.

En stóra spurningin er, eru svínin við völdin í dag? 

 


Meðvitunarleysi um sögu Íslands með sölu tveggja varðskipa

Nýverðið var í fréttum sala á tveimur varðskipum sem gengdu veiga miklu hlutverki í stækkun landhelginnar.  Þau tóku þátt í svokölluðu þorskastríðum og bæði skipin eiga sér merka sögu.

Skipin eru um hálfra alda gömul og hafa þjónað sínum tilgangi. Það er því eðlilegt að selja þau. En vanda hefði mátt hverjir mættu kaupa skipin. Skipin seldust á samtals (ef ég man rétt) á um 56 milljónir kr. sem er andvirði íbúðarblokkar í Breiðholti.

Kaupandi, óþekktur en íslenskur að sögn fjölmiðla, segist ætla að selja þau úr landi og líkt og með Þór, fá þau líklega þau örlög að enda sem n.k. diskótek skip eða annað álíka erlendis. 

Örlög íslenskra varðskipa er sláandi miða við örlög breskra herskipa. Bretar leggja mikla rækt við að varðveita gömul herskip og er HMS Victory hvað þekktasta (sjá slóð: HMS Victory - Wikipedia ) en fjölmörg önnur, sem og kafbátar og önnur farartæki eru varðveitt fyrir komandi kynslóðir að njóta og skoða.

Ég geri mér grein fyrir að eitt íslenskt varðskip er varðveitt og er í vörslu samtaka um varðveislu skipsins og staðsett á Sjóminjasafni Reykjavíkur.

En til eru fleiri söfn sem hefðu ef til vill viljað fá skipin í sínar hendur ef þau hefðu t.d. verið gefin.  Ekki er verðið sem fékkst fyrir skipin tvö hátt hvort sem er. Betra hefði verið að sökkva þeim með virðulegri athöfn en að breyta þeim í diskótek eða hvað það á að gera við þau. Erlendis eru gömul herskip notuð sem skotmörk eftir þjónustu, ef þau eru ekki ætluð til varðveislu eða selt til annarra landa til áframhaldandi herþjónustu.

Annars er þetta dæmigert viðhorf gagnvart menningararfinum, Íslendingar eiga fá gömul hús og eru ekki endilega tilbúnir að endurbyggja hús sem hafa eyðilagst eða rifin. Undantekningin er kannski uppbygging miðbæjarins á Selfossi sem er samblanda af gömlu og nýju. Frábært framtak og hefur komið bæinn á kort ferðamanna sem vilja sjá allt sem er íslenskt.  Þeir vilja smakka og borða íslenskan mat, sjá hvernig við lifum/lifðum og íslenska menningu almennt, bæði gamla og nýja. 


Blaðamennska og gagnrýni

Ég komast að því fyrir nokkrum dögum að uppáhalds blaðamaður minn, Kristján Kristjánsson, blaðamaður fyrir DV samsteypuna (Pressan) er líka fastur penni.

Greinar hans sem blaðamaður eru margbreytilegar og skemmtilegar en það hefur greinilega fokið í hann, því að hann skrifaði grein sem ber heitið "Hjálpum Ara!" og þar skammar hann suma lesendur sína fyrir að senda sér tölvuskeyti. En greinin er megninu til samt skammir út í aðdáendur Pútíns og Trumps og kannski aðallega þá kumpána.

Eftir gagnrýnina á lesendurnar sem eru aðdáendur þessara kalla (og hann tók líka fyrir Covid afneitendur), þá sagði hann eftirfarandi:  "Á móti þessu kemur síðan að auðvitað er fólki heimilt að hafa sínar skoðanir hér á landi og dást að ómennum eins og Pútín og óvini lýðræðisins á borð við Trump."

Allt í lagi, Kristján er skiljanlega enginn aðdáandi þessara stjórnmálamanna en spyrja má sig, hvort lesendur megi ekki gagnrýna skrif blaðamanna? Skrif blaðamanna er nefnilega einstefna og ekki eru allir sammála greinahöfundi. Líkja má þessu við að ræðumaður flytur ræðu, en hann má alltaf vænta framíköll og hæðnisglósur. Það er bara hluti af orðræðunni. Sama á við um blaðaumfjöllun. Kristján eins og aðrir blaðamenn eru með tölvupóstfang i fyrirsögn greina og auðvita freistast menn til að senda línu. Til hvers eru blaðamenn annars að birta tölvupóstfang? Eru þeir ekki í samfélagsumræðunni?

En ég er fullkomlega sammála Kristjáni að segja verður mörkin við ofbeldishótanir sem hann greinilega fær. Hann ætti að framsenda slík skeyti beint til lögreglunnar. 

Að lokum, Kristján tekur Ara nokkurn Óskarsson sem dæmi um mann sem kann ekki að stjórna sér og er með hótanir. Ég kíkti að gamni á Facebook og þar eru tveir menn með nafnið Ari Óskarsson. Eflaust eru til aðrir Arar Óskarssyni sem eru ekki á Facebook. Nú liggur annar þeirra saklaus undir ámæli en hvor þeirra er sekur?

En ég held áfram að lesa skemmtilegar greinar Kristjáns.

 

https://www.dv.is/eyjan/2022/8/27/hjalpum-ara/


Hversu virði er ríkisborgararétturinn? - Er miðstéttin að deyja út?

Það er ágætis umræða um hvorutveggja umræðuefnin í Bandaríkjunm. Oftast fara þau saman og því beini ég sjónum mínum að bæði umræðuefnin en þessi umræða er ekki öflug eða djúp á Íslandi.

Yfirleitt er athyglinni beint að birtingamynd ríkisborgararéttarins á neikvæðan hátt, þ.e.a.s. fjölmiðlar beina athyglinni að útlendingastofnun sem hefur það hlutverk ásamt landamæravörðum að vernda landamæri og líka óbeint réttindi sem felast í ríkisborgararéttinum.

Það er svo að það geta ekki allir orðið íslenskir ríkisborgarar, íslenska ríkið ræður t.a.m. ekki við að taka við 5 milljónir flóttamanna frá Úkraníu og gera fólkið að íslenskum ríkisborgurum. Raunveruleikinn segir okkur að við getum bara tekið við ákveðinn fjölda fólks á ári og fara verður eftir leikreglum. Við vitum að ekki allir sem krefjast hælisvistar á Íslandi eiga rétt á landvist og því er þeim vísað á braut og oftast með látum, því að sumir vilja leyfa öllum að koma hingað til lands og setjast hér að, líka glæpahópum.

Þetta er umræðan á Íslandi, um þá sem berja á dyr landamærahliðanna, og þá sem vilja taka niður landamærahliðin og hafa svokölluð opin landamæri, sem væri þá nokkuð konar anarkismi í málaflokknum.

En hvar er umræðan um ríkisborgararéttinn sem er bundinn í lögum og hvað felst í honum? Hvar er miðstéttin í þessu öllu og hvers vegna er hún svo mikilvæg og nátengd ríkisborgararéttinum?

Ég hef skrifað áður um Victor Davis Hanson, bandarísks fræðimanns sem er hvað þekktastur fyrir skrif sín um fornöldina, um Grikki og Rómverja en hann blandar sér líka í samtíðarumræðuna. Bækur hans hafa unnið til fjölmargra verlauna í gegnum tíðina. Hann blandaði sér í samtímaumræðuna með afgerandi hætti í bók sinni "The Dying Citizen". Ég ætla að fara í gegnum efni bókarinnar en byrja á tilvitnun eftir Mark Twain en hann sagði 1906: "Ríkisborgararéttur er það sem er undirstaða lýðveldis; konungsríki geta komist af án hans. Það sem heldur lýðveldinu gangandi er gildur ríkisborgararéttur."

Bókin "The Dying Citizen" segir okkur að mannkynssagan sé að megni til full af sögum af bændum, þegnum eða ættbálkum. Hugmyndin um „borgara“, hugmynd sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, er sögulega mjög sjaldgæf - og var, þar til nýlega, meðal hugsjóna Bandaríkjamanna sem þótti mest vert að hlúa að. Nú varar sagnfræðingurinn Victor Davis Hanson við því að bandarískur ríkisborgararéttur eins og við höfum þekkt hann í meira en tvær aldir gæti brátt horfið.

Í The Dying Citizen útlistar Hanson öflin sem hafa leitt til það sem hann kallar "rökkur" bandarísks ríkisborgararéttar. Á síðustu hálfri öld hafa fjölmörg öfl lagt á ráðin um að grafa undan því gildi sem Bandaríkjamenn leggjum í hugmyndina um ríkisborgararétt.

Hanson dregur þá ályktun að til að vera sjálfstjórnandi um eigið líf verða borgarar að vera efnahagslega sjálfstæðir, en útrýming millistéttarinnar og aukin ójöfnuður hafa gert marga Bandaríkjamenn háða alríkisstjórninni.

Ríkisborgararéttur er til innan afmarkaðra landamæra, en opin landamæri og elítuhugtakið „alheimsborgararéttur“ hafa gert hugmyndina um hollustu við ákveðinn stað tilgangslausan. Ríkisborgararéttur byggir á því að afnema sjálfsmynd ættbálka í þágu ríkisins (skýrasta dæmið er upplausn ættbálkaveldisins í Afríku), en sjálfsmyndapólitíkin hefur útrýmt hugmyndinni um sameiginlega borgaralega sjálfsvitund.

Gífurlega stækkun óvalið skrifræðbálkns með ókjörna embættisstétt hefur yfirbugað vald kjörinna embættismanna og eyðilagt þar með fullveldisvald borgarans. Ofan á þetta eru "framsæknir" fræðimenn og aðgerðarsinnar sem leggja umsátur um stofnanir og hefðir stjórnarskrárbundins ríkisborgararéttar, allt í nafni hugmyndafræðarinnar að sjálfsögðu. Sjá má þetta á Íslandi í minna mæli.

Rætur ríkisborgararéttarins

Hanson rekur sögu ríkisborgararéttarins til forna rætur hans í Grikklandi. Hann bendir á að miðað við staðla nútímans gætu þessar fyrstu stjórnarskrábundnu ríkisstjórnir litið út fyrir að vera þjóðerniskenndar eða með kynjamisrétti. En miðað við hvað í hinum forna heimi? Ættbálkasamfélögin í Norður-Evrópu? Ættveldi Egyptalands, Persíu eða Indlands? Flestir þessara íbúa voru „ættbálkarfólk, þjónar eða þrælar án einstaklingsréttinda“. Og lítil von um að öðlast slík réttindi.

Aftur á móti, strax á 5. öld f.Kr., náði ríkisborgararétturinn til vaxandi íbúa í flestum grískum borgríkjum. Lýðræðisríki með fulltrúa, þar á meðal okkar segir Hanson, hafa aldrei verið fullkomin. En ferill þeirra hefur alltaf verið í átt að aukinni þátttöku og jafnrétti að lögum.

Í vestrænu stjórnarformi er lögmæti dregið af samþykki hinu stjórnuðu. Það gerir borgaranna sjálfa ígrundaða og opna fyrir gagnrýni. Hanson segir: Stofnanir eins og þrælahald og Jim Crow geta ekki staðist, vegna þess að þær eru á skjön við grundvallarreglur okkar, eins og menn eins og Frederick Douglass og Martin Luther King Jr. héldu fram. Ekki er svo í konungsríkjum eða einræðisríkjum. Þetta fólk stjórnar út frá tilfinningu um guðlegan rétt eða meðfædda yfirburði.

Minnkandi millistétt

Hlutur bandarískra fullorðinna sem búa á millitekjuheimilum hefur minnkað úr 61% árið 1971 í 51% árið 2019. Það er tengsl á milli minnkandi millistéttar og hnignunar ríkisborgararéttar. Öflug millistétt er burðarás fulltrúalýðræðis. Hinir fátæku freistast til að leita að dreifibréfum frá Sam frænda. Hinir ríku freistast til að nota stjórnvöld til að skapa varanlega kosti fyrir sig og bandamenn sína.

Hanson rekur þessa þróun með tilvitnunum til Aristótelesar og Evrípídesar. Hanson talar um vaxandi fjölda Bandaríkjamanna sem skortir fjárhagslegt sjálfstæði. Fimmtíu og átta prósent Bandaríkjamanna eiga minna en 1.000 dollara í bankanum. Meðal kreditkortaskuld er yfir $8.000 á heimili. Það er yfir $2.000 á einstakling. Lamandi námslánaskuldir eru veruleiki fyrir milljónir Bandaríkjamanna, sem halda þeim frá íbúðakaupum, hjónabandi og fjölskyldumyndun.

Nú er í umræðunni að ríkisstjórn Joe Biden ætli að greiða niður námslánaskuldir námsmanna. En af hverju eru þær svona himinháar? Jú, háskólastofnanir hafa hækkað námsgjöld upp úr öllu valdi, langt umfram verðlag í landinu. En ef bandaríska ríkið borgar námslánin, hvaðan koma peningarnir? Jú, úr vösum skattgreiðenda, úr vösum lágstéttarinnar, úr vösum millistéttarinnar (líka þeirra sem hafa ekki háskólapróf og eru iðnaðarmenn) og úr vösum elítunar. Þetta er smá útúrdúr. Til baka í skrif Hansons.

Í heimi æðri menntunar sjáum við vaxandi stétt bænda segir Hanson. Þeir eru kallaðir aðjúnktar. Þeir hafa beinaber laun, vinna við nokkra háskóla til að ná endum saman. Samt kenna þeir vaxandi hlutfall af námsframboðinu. Nýlegar tillögur eins og almennar grunntekjur eða eftirgjöf námslána tala um þessa ósjálfstæði milli vaxandi fjölda Bandaríkjamanna og væntanlegra stjórnmálaleiðtoga þeirra.

Hanson notar gögn frá Kaliforníu til að skýra mál sitt. Lítil birgðastaða og endalausar reglugerðir um byggingar hafa kostað milljónir Kaliforníubúa út af húsnæðismarkaðinum, gert þá ófært um að safna sér eigin fé, skilið þá eftir háa leiguhækkanir,  þeir búa í húsbílum eða, það sem verra er, eru heimilislausir. Jafnvel þar sem auður Silicon Valley hefur safnast saman fyrir hina heppnu, þá er Kalifornía með hæstu fátæktar og heimilislausa hlutfall þjóðarinnar. Þó að tæknifé hafi aukist, hafa 80% allra starfa sem skapast í Kaliforníu á síðasta áratug innihaldið minna en meðaltekjur.

Hinir ríku eru aftur á móti líklegri til að líta á sig sem heimsborgara en sem Bandaríkjamenn. Þeir hafa tilhneigingu til að styðja hnattræna stefnu eins og auðvelda viðskipti við Kína. Halda hagnaðartölum háum og hluthafarnir ánægða. Lægra verð hjálpar neytendum, en ekki endilega eins mikið og tjónið veldur sem störf send til útlanda valda. Já, Kína hagnýtir sér hamingjusamlega þrælavinnu frá trúarlegum og þjóðernislegum minnihlutahópum sínum. Viðbrögðin við heimsfaraldrinum hafa einnig gagnast stórum, fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Þau héldu áfram að senda vöru erlendis á meðan fyrirtæki í staðbundinni eigu héldust lokuð, sum varanlega.

Hvað er hægt að gera?

Eins og flestir fræðimenn, er Hanson góður í að greina vandann en fátt er um lausnir hjá honum. En svarið getur verið hjá fólkinu sjálfu. Sjá mátti þetta í Covid faraldrinum, en skólar í svokölluðum frjálslyndum ríkjum  eins og í Kaliforíu voru meira og minnað lokaðir í 2 ár. Foreldrarnir, sem máttu ekki vinna, höfðu tíma til að fara yfir skólaefni með börnum sínum og mörgum þeirra til furðu, var kennsluefnið á köflum áróðurskennd. Kennslubækurnar styðjast við "Critical Race Theory" og fleiri ný-marxískar hugmyndir. Foreldrar sumir hverjir urðu öskureiðir og fóru með málið fyrir skólanefndir. Mikil og hörð umræða, svo mikið að kennarasamband Bandaríkjanna leitaði til FBI sem vildi njósna um þessa uppreisnagjörnu foreldra og stimpla þá sem "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn.

Það sem við sáum frá þessum foreldrum var að þeir beittu ríkisborgararétti sínum. Þeir sem höfðu mestan hagsmuni af börnum sínum og samfélögum þeirra stóðu upp. Þeir kröfðust ábyrgðar og gagnsæis frá leiðtogum sínum. Þeir minntu leiðtoga sína á að lögmæti byggist á samþykki ríkisstjórnarinnar.

Þegar fyrrverandi ríkisstjórinn McAuliffe sagðist ekki trúa því að foreldrar ættu að segja skólum hvað þeir ættu að kenna, var hann að opinbera klassískt framsækið (e. liberal) viðhorf. Elítan veit best. Bændurnir (foreldrarnir) þurfa bara að fara eftir því sem þeim er sagt - þeir eru of heimskir til að skilja þessi mál og taka upplýstar ákvarðanir sjálfir. Yfirlýsingin var pólitískt sjálfsmorð vegna þess að upplýstur borgari er grundvöllur hugmyndarinnar um vestrænt lýðræðisríkis.

Efla verður borgaralega fræðslu og þar spilar sögu þekkingin stóra rullu en vel upplýstir borgara verða ekki skákaðir svo auðveldlega til eftir þóknun og duttlungum stjórnvalda. Sagt er að flestir vestrænir borgara sé sáttir við að missa rödd sína og áhrif, svo lengi sem þeir lifa í velsæld. Í Íslandsklukkunni lætur Halldór Laxness eina söguhetjuna segja að betra sé að vera vesæll ölmusamaður en feitur þjón og var þar að vísa í frelsi þjóðarinnar. Sama á við um frelsi einstaklings.

Hér er viðtal við Victor Davis Hanson um bókina:

The Dying Citizen

Látum Halldór hafa lokaorðin:

"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."

Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, frá 1927

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband