Nú á að selja gömlu varðskipin Ægir og Tý til Grikklands. Það eru góðar fréttir að ekki eigi að rífa skipin niður. En það er spurning hvort að örlög þeirra séu fyrir það eitthvað betri. Ef ég man rétt, þá var gamli Þór seldur til Miðjarðarhafs, þar sem átti að breyta skipinu í diskóskip. Ekki virðuleg örlög og betra hefði verið að nota það sem skotskífu fyrir fallbyssur nýju varðskipanna.
Nú er ég ekki að segja að það eigi eða þurfi að varðveita öll gömul skip. En Ægir og Týr eru systurskip og því mætti hugsa sér að varðveita annað. Vél Ægis er ekki í góðu standi og því hentar Týr betur til varðveislu. Það mætti jafnvel nota Ægir sem varahlutageymsla fyrir Týr.
Ekki fékkst hátt verð fyrir bæði skipin, aðeins kr. 51 milljónir eða sem svarar tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Gefa mætti skipin til sjóminjasafns, þess vegna erlendis, með þeim fyrirvara að þau yrðu varðveitt.
Talandi um varðveislu gamalla skipa, þá er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, smíðað 1970,komið á aldur. Kjölur var lagður að nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar í skipasmíðastöðinni Astileros Armon í Viga á Spáni í byrjun febrúar og kemur nýr Bjarni Sæmundsson til landsins 2024.
Hvað ætla menn þá að gera við gamla skipið? Vonandi fer það á sjóminjasafn enda veit ég ekki til að neitt rannsóknarskip sé varðveitt á Íslandi í dag.
Bloggar | 24.7.2023 | 14:02 (breytt kl. 14:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr því að ég er farinn að ræða íslenskuna á annað borð og stöðu hennar, ætla ég aðeins að halda áfram með málið.
Þeir sem hafa lesið sögu kannast við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Grípum aðeins niður í grein um hann á Vísindavefnum til að glöggva okkur á honum.
"Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn....Tengsl Rasks við Ísland voru sérstök. Hann lærði íslensku af bókinni Heimskringlu á meðan hann var í latínuskólanum. Til þess notaði hann útgáfu með latneskri og danskri þýðingu sem hann fékk sem viðurkenningu fyrir ástundun. Hann hafði hvorki íslenska orðabók né bækur um málfræði en bjó hvorttveggja til jafnóðum með því að bera frumtextann saman við þýðingarnar. Þegar hann kom svo til Kaupmannahafnar kynntist hann íslenskum stúdentum og lærði samtímamál af þeim, ekki síst framburðinn.
Rask dvaldist á Íslandi 18131815 til þess að læra málið betur. Hann ferðaðist víða og náði mjög góðum tökum á íslensku. Á þessum grundvelli endurskoðaði hann svo kennslubókina og gaf hana út á sænsku 1818 (Anvisning til Isländskan eller Nordiska Fornspråket). Hann tók þátt í stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 30. mars 1816 og var formaður þess þar til í október sama ár þegar hann lagði af stað í langa ferð til Austurlanda. Hann átti mikinn þátt í að móta íslenska málhreinsunarstefnu sem Fjölnismenn fylgdu svo fram af mestum krafti." Heimild: Hver var Rasmus Christian Rask?
Það þurfti sem sagt útlendan fræðimann til að koma Íslendingum aftur á sporið en eins og allir vita sem hafa lesið íslenskan texta frá 1500-1800, þá er hann nánast óskiljanlegur nútíma Íslendingum, svo dönskublandinn var hann. Hið opinbera tungumál var danskan fyrst og fremst, svo íslenska embættismálið sem var hrærigrautur dönsku og íslensku. Sauðsvartur almúgurinn talað sína gömlu íslensku.
En það var ekki bara Rask sem bjargaði íslenskunni. Það var einnig íslenska menntastefnan og alþýðufræðslan á 18. öld.
Heittrúarstefnan sem kom hingað til Íslands á 18. öld, sem íslenskir fræðimenn gleyma oft að minnast á, í samhenginu við björgun íslenskunnar, bjargaði íslenskunni hjá alþýðunni. Og þar sem almenningurinn talaði ennþá íslensku, var hreintungustefnan sem Rask og félagar stóðu fyrir, með undirstöðu.
Hver er þessi heittrúarstefna (píetismi)?
Heittrúarstefnan varð til sem grasrótarhreyfing innan lútersku kirkjunnar í Þýskalandi á seinni hluta 17. aldar, en þýskir fræðimenn lögðu grunninn að hugmyndafræði hennar. Hún barst um 1700 til Danmerkur með dönskum nemendum sem stundað höfðu nám í þýskum háskólum. Hugmyndir heittrúarstefnunnar höfðu áhrif á skólamál í Danmörku á tímabilinu 1732-1798.
Heittrúarstefnan hafði mikil áhrif á uppeldis- og menntamál á Íslandi á 18. öld. Hins vegar varð heittrúarstefnan hér á landi aldrei grasrótarhreyfing, eins og í Danmörku og Þýskalandi. Stefnan barst því hingað til lands sem valdboð að ofan, en í Danmörku höfðu stjórnvöld gert hana að sinni. Almennt tóku Íslendingar þó vel í hinu nýju stefnu í mennta- og uppeldismálum.
Sendu stjórnvöld út fjölda tilskipanna í anda heittrúarstefnunnar á fimmta áratug 18. aldar, í kjölfar rannsóknarleiðangurs kirkjuyfirvalda hingað til lands. Niðurstaða rannsóknamanna var sú að best væri að hagnýta sér það fræðslukerfi sem var fyrir hendi. Það kerfi byggðist á heimakennslu. Hún átti að fara fram undir eftirliti ríkis- og kirkjuvalds, líkt og áður. Um framkvæmdina sá húsbóndavaldið. En fræðslukerfið var gert kerfisbundið og lögbundið og var það nýjung og þýddi í raun að fræðslukerfið varð mun markvissara.
Gamla fyrirkomulagið á fræðslukerfinu sem tók gildi 1635, bar lítinn árangur samkvæmt ummælum íslensku biskupanna í byrjun 18. aldar. Niðurstöður fræðimanna benda til að almennri menntun alþýðu hafi farið fram eftir rannsóknarleiðangur Harboes 1741-45. Latínuskólunum fór einnig fram, en hlutverk þeirra var að útskrifa menntastétt landsins. Bætt menntun menntamanna hafði áhrif á alla almenna fræðslu í landinu.
Í fáeinum orðum sagt, voru helstu áhrif heittrúarstefnunnar þau að hér var komið á almennri fræðsluskyldu og menntunarstig þjóðarinnar tók framförum.
Angi af þessari kennsluaðferð var farskólinn í sveitum landsins á fyrri hluta 20. aldar. Móðir mín ólst upp í Landeyjum og gekk í slíkan skóla. Uppbyggingin var sú að kennari kenni á bæ einum, börnin gengu þangað og kennt var í 2 mánuði. Svo var haldið á næsta bæ og sama sagan endurtók sig. Kennt var frá 10 ára aldri til 14 ára aldurs. Ég get borið vitni um að þessi kennsla var góð, því að móðir mín var vel skrifandi og ágæt í stærðfræði. Annar Landeyingur sem ég þekkti, sem gekk líka í farskóla á sama tíma í Landeyjum, varð á endanum doktor og sendiherra. Þetta er útúrdúr en samt ekki.
Það sem ég er að segja er að hægt er að bjarga íslenskunni. Það er með markvissri menntastefnu og ofuráherslu á íslenskukennslu. Öll tól og tæki eru leyfileg, tölvan eða bókin. En það verður að byggja upp orðaforðann og hugtakaskilning. Það skortir á hjá börnum og unglingum í dag. Þess vegna grípa þau oft til ensku.
Sama á við um útlendinganna búseta á Íslandi. Þeir verða að fara á íslensku námskeið, t.d. ef þeir dvelja lengur en 3 mánuði á landinu. Útlendingur sem vinnu á kassa í búð, þarf ekki mikinn orðaforða til að ræða við viðskiptavininn. 200-300 orð og samskipti hans við kúnnanna verður allt önnur og betri. Svo er það líka vanvirðing við viðskiptavininn að sá sem afgreiðir neitar eða getur ekki leiðbeint og þjónusta hann á íslensku.
Að lokum. Á legstein Rask er letrað á íslensku: Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.
Bloggar | 22.7.2023 | 10:37 (breytt kl. 18:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV tekið upp á einsdæmum að skipta um landarheiti á ágætu ríki sem hingað til hefur heitið Hvíta Rússland.
Hver vegna fjölmiðillinn sá sig tilhneyddan til að skipta um heiti allt í einu, er mér hulin ráðgáta nema að RÚV gefur þessa skýringu:
"Heitið Belarús verður framvegis notað í fréttum og annarri umfjöllun RÚV um það ríki sem almennt hefur verið kallað Hvíta-Rússland. Formlegt íslenskt heiti ríkisins er Lýðveldið Belarús og það er almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu." Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús
Það getur vel verið að starfsmenn í hinni opinberri stjórnsýslu noti þetta hugtak en allir þekkja stofnannamálið sem kemur úr þeim rana og oft eru hugtökin sem koma þaðan óskiljanleg. Sem á einmitt við þetta hugtak.
Íslendingar eru þekktir fyrir að íslenska nánast öll orð og hugtök sem koma úr erlendum tungumálum. Merking orðanna er skýr, því íslenskan er gegnsætt tunga. Þegar Íslendingurinn rekst á nýtt orð í íslenskunni, þarf hann oftast ekki að flétta upp í orðabók til að skilja merkingu orðsins. Svo á til dæmis ekki við um ensku sem er hrærigrautur úr þremur tungumálum, germönsku, latínu og frönsku. Enskumælandi fólk þarf iðulega flétta upp hugtök sem koma úr frönsku eða latínu. Og talandi ekki um hvernig eigi að skrifa þessi orð.
Íslenska er það gagnsæ, að þegar Íslendingurinn heyrir orðið í fyrsta sinn, getur hann skrifað orðið upp eftir hlustun. T.d. hugtakið: "Málfræðingur". Hægt er að skrifa það niður eftir hlustun og það lýsir sér sjálft. Mál er tungumál og fræðingur er maður sem er lærður í (tungumála)fræðum. Íslenskan er hnitmiðuð og oft hefur hún tvö eða fleiri orð yfir sama fyrirbrigðið en er t.d. í ensku. Dæmi um það eru ýmis orð um fyrirbrigðið "snjór".
Orðskrípið (þarf ég nokkuð að útskýra þetta hugtak? Það skýrir sig sjálft.) Belarús er beinlínis afbökun á hugtakinu Belarus sem kemur úr ensku. Sjá Cambrigde Dictionary: Cambrigde Dictionary - Belarus
Orðasambandið Hvíta Rússland er bókstafleg þýðing orðsins Belarus (rússneska: белÑй hvítt, Ð ÑÑÑ Rússland). Lesandi verður að fyrirgefa að þetta kemur hér eins og stafarugl, en Moggabloggið getur ekki birt rússneskt letur.
Hér vakna nokkrar spurningar: Eigum við ekki að fara eftir eigin skilgreiningu þjóðarinnar sem gaf landinu heiti? Eigum við að enskuvæða allt eða eigum við að virða hugtakaskilning viðkomandi þjóðar? Hafa stjórnvöld í Hvíta Rússlandi skipt um heiti á landi sínu nýverið? Eða er hér um skrifleti starfsmanna RÚV að ræða? Hvað þýðir eiginlega Belarús? Getur sex ára barn í grunnskóla skilgreint og útskýrt hugtakið Belarús? En Hvíta Rússland? Ég myndi veðja að barnið gæti útskýrt síðara hugtakið.
Íslensku mælandi fólk á Íslandi
Íslenskan er eitt ríkasta tungumálið í heiminum af orðaforða. Einhver staðar las ég að það eru til a.m.k. 600 þúsund íslensk orð, sel það ekki dýrara en keypti. Íslenskan á nú í harðri baráttu við að halda sér á lífi.
Í fréttum RÚV í gær segir að Íslendingar séu nú orðnir 394 þúsund talsins sem er beinlínis rangt. Það ber að miða við íslenskan ríkisborgararétt en ekki búsetu fólk sem kemur og fer af landinu. Við gætum alveg eins miðað við fjölda ferðamanna á landinu og sagt að hér séu 450 þúsund manns í júlí 2023. Ef miðað er við íslenskan ríkisborgararétt, þá eru Íslendingar orðnir 320 þúsund talsins.
Ég kvaddi fjölskyldu nú á árinu sem er flutt heim til Rúmeníu eftir áralanga dvöl á Íslandi. Þau litu aldrei á sig sem Íslendinga, þótt þau elskuðu land og þjóð, töluðu frábæra íslensku og höfðu aðlagast fullkomlega að íslensku samfélagi. En ef þau hefðu ákveðið fá sér íslenskan ríkisborgararétt, sem þau áttu rétt á, þá hefði það verið ákveðin yfirlýsing um að þau líti á sig sem Íslendinga.
Það eru því aðeins 320 þúsund sálir sem tala íslensku (ætla ég að vona). Með sama áframhaldi verða þeir sem kunna ekki íslensku en eru búsettir á Íslandi komnir í meiri hluta eftir x mörg ár. Hvað gerum við þá? Skiptum yfir í ensku?
Lokaorð
Ég ætla eftir sem áður að tala íslensku og nota þau hugtök sem ég tel vera rétt hverju sinni. Ég mun kalla Hvíta Rússland, Hvíta Rússland eftir sem áður. Ég læt ekki ríkisstofnun, hvað svo sem hún heitir, stýra mínu málfari og orðanotkun.
Íslenskan er eins og flest tungumál, sjálfsprottið tungumál. Það verður til meðal fólksins og þau orð og hugtök sem verða ofan á, eru þau sem þjóðin ómeðvituð kýs að nota.
Án tungumálsins, getum við alveg eins lagt frá okkur sjálfstæðið, gerst 51. ríki Bandaríkjanna og orðið "feitir þjónar" eins og það er orðað í Íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness. Hann lagði sig eftir því að búa til ný orð og dusta rykið af gömlum sem fallið hafa í gleymsku enda segir skáldið í Vettvángi dagsins: "Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað." Hér á orðskrípið Belarús hvergi heima, enda ekki íslenska.
Bloggar | 21.7.2023 | 11:31 (breytt kl. 15:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar. Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.
En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?
Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.
En hvað með vísindin sjálf? Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein. Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.
En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið. Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.
Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.
Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.
0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?
Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high
Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.
Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.
Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.
Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.
Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:
1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.
2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.
3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna? Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!
Bloggar | 20.7.2023 | 12:37 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er deginum ljósara að það er ekki Joe Biden sem stjórnar Bandaríkjunum. Frá því hann tók við völdum og fyrir kosningabaráttuna, þá var Joe Biden í lélegu andlegu ástandi. Það hefur farið versnandi og virkar hann alltaf illa gáttaður á sviði. Og það er alltaf einhver sem stýrir honum á sviðinu. Eitt sinn var það páskakanínan sem gaf honum skipun og sjá mátti að Biden varð fyrst undrandi en síðan reiður. En hann hlýddi.
Nýjasta dæmið er þegar hann tók á móti forseta Ísrael í vikunni, hann sat í stól á móti gestinum en hann gat ekki einu sinni talað beint við hann og varð að notast við skrifaða minnispunkta. Forsetinn gapti af undrun og horfði á fréttamennina sem voru viðstaddir í forundrun.
Biden getur ekki gengið upp stiga, niður stiga, á sviði, hjólað eða gengið almennt án þess að hrasa og detta. Hann getur ekki sett saman tvær setningar og ef hann segir eitthvað er það ekki í samhengi. Um daginn sagði hann: "I have wiped my butt" þegar einn fréttamaðurinn kallaði til hans spurningu. Hann getur ekki einu sinni lesið af textavél.
En það er einhver sem stjórnar sýningunni og hafa menn hallast að því að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni henni (ríkisstjórninni) dags daglega en Barack Obama á bakvið tjöldin. Frægt var þegar Obama lagði hart að Biden að fara ekki í framboð en Biden, þyrstur í völd, hlustaði ekki á hann.
Aðrir segja að Jill Biden, eiginkona Joe Bidens, sé sá aðili sem raunverulega stjórni Joe og þar með Bandaríkjunum. Hún hafi hent Obama út þegar hann hafi lagt til að Joe segði af sér og léti Kamala Harris taka við forsetaembættinu. Hún kemur alls staðar fram með Joe Biden, stendur þétt við hlið hans og stýrir hreyfingum hans í hvívetna.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er viðauki 25. Í fimmtu grein hans segir:
"Hluti 4:
Hvenær sem varaforseti og meirihluti annað hvort aðalmanna framkvæmdadeilda eða annarrar stofnunar eins og þing kann að kveða á um, senda forseta öldungadeildarinnar og forseta fulltrúadeildarinnar skriflega yfirlýsingu sína um að forsetinn sé ófær um að gegna völdum og skyldum embættis síns, skal varaforseti þegar í stað taka við völdum og skyldum embættisins sem starfandi forseti."
Repúblikanar hafa gælt við að virkja þetta ákvæði en alltaf fallið frá því, vegna þess að þeir eru almennt sammála um að Kamala Harris verði jafnvel verri forseti en Joe Biden. Hún á sjálf í erfiðleikum með að tjá sig, er einn óvinsælasti varaforseti sögunnar, sem er "heiður" sem erfitt er að öðlast í ljósi þess að varaforsetinn gerir lítið. Að velja Kamala Harris sem varaforseta var ansi snjall leikur af hálfu liðs Bidens, hún er n.k. trygging fyrir að hann klári kjörtímabilið.
En ef til vill verða Repúblikanar samt sem áður að leggja fram ákæru á hendur Bidens fyrir embættisafglöp í starf og spillingu fyrir og eftir að hann tók við völdum. Sannanir hrannast upp gegn Joe Biden og fjölskyldu hans fyrir spillingu og múturþægni. Fjölskyldan virðist hafa selt aðgang að varaforsetaembættinu þegar Joe var varaforseti en hann gegndi því hlutverki í átta ár. Og jafnvel áður, þegar hann var öldungardeildarþingmaður. Verst er að helstu óvinir Bandaríkjanna, Rússland og Kína, og fleiri þjóðir, virðast hafa keypt aðgang að æðsta embætti Bandaríkjanna. Ef þetta er satt, þá eru þetta landráð af verstu gerð.
Á meðan Biden er enn við völd, verðum við að vonast að óvinir Bandaríkjanna gangi ekki lengra fram en þeir hafa þegar gert og jafnvel láti til skara skríða rétt áður en hann lætur af embætti, því að það er nokkuð ljóst að Biden getur ekki gegnt annað kjörtímabil. Einnig að í einhverju óráðiskasti, að hann fari ekki að fikta í kjarnorkuvopna töskunni sem fylgir honum öllum stundum. Það væri nánast kraftaverk ef honum tekst ekki að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni það sem eftir er af tímabili hans sem forseti Bandaríkjanna. God save USA!
Bloggar | 19.7.2023 | 12:18 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vegna þess að Vísir vinnur ekki eigin fréttir frá Bandaríkjunum, heldur þýðir greinar og fréttir frá svokölluðu frjálslyndum fjölmiðlum vestan hafs, koma reglulega hingað undarlegar fréttir.
Ein slík er frétt af Robert Kennedy Jr. sem nú er í forsetaframboði fyrir Demókrata. Hann er hins vegar ekki í náðinni hjá flokksforystu Demókrata. Hún hefur ákveðið að Joe Biden haldi áfram sem forseti, alveg sama í hvaða ástandi hann er en eins og glöggvir áhorfendur vita, þá er maðurinn langleiddur af elliglöpum og hætta er á að hann deyi í embætti. En það er önnur saga.
RKJ er sem sagt ekki upp á pallborðinu vegna þess að hann er fulltrúi gamla Demókrataflokksins. Hver er sá flokkur? Hann var fulltrúi miðstéttarinnar en er nú málsvari ofur ríkra og ofur fátækra. Demókrataflokkurinn var þar með fulltrúi almenning og myndi teljast vera á svipuðum stað og Sjálfstæðisflokkurinn, rétt til hægri á miðju litrófinu.
Í dag er Demókrataflokkurinn kominn langt til vinstri, orðinn sósíalískur og tekið ný-marxísk fræði upp á sína arma. Og Joe Biden er látinn lesa af textavél skilaboð flokksins. En jafnvel það er honum of erfitt og því hafa gárungar lagt til að textavélinni sé snúið við og við sjálf látin lesa texta hans!
Öllum brögðum er nú beitt til að taka niður Kennedy, því fylgi hans hefur farið vaxandi þrátt fyrir engan stuðning flokksins. Hér er frétt Vísis af honum:
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta
Hann er sagður hafa sagt að SARS-CoV-2 sé hannaður til leggjast þyngra á hvíta og svarta en minna á gula eða gyðinga. Hann sagði hins vegar að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi og einungis átt við að SARS-CoV-2 gæti lagst misjafnlega í kynþætti. Ef hann átti við það síðarnefnda, þá eru það eðlileg ummæli, því að við vitum að sumir sjúkdómar leggjast mishart á fólk, við þekkjum það hér á Íslandi. Hér eru ættlagðir sjúkdómar sem hafa fylgt ættum í aldir.
En aðalatriðið í þessu máli er að hann segir að ummæli sín hafi verið slitin úr samhengi og hann sendi yfirlýsingu til fjölmiðilsins Guardian til að leiðrétta málið. Hvort skiptir máli, mismæli eða orð tekin úr samhengi eða staðföst yfirlýsing um hið gagnstæða?
Við vitum öll að mismæli eru miskunarlaust notuð til að klekjast á pólitískum andstæðingum. Alveg sama hvað fórnarlambið andæfið, mismælin eru látin fylgja honum eins og skuggi það sem eftir er. Verra er þegar orð eru tekin úr samhengi, alþekkt og lymskulegt bragt, og annað lagt úr merkingu setningar en átt var við í raun. Dæmigert bragð er að byrja og vitna í miðja setningu og snúa merkingu við.
Tökum dæmi. Robert Kennedy Jr. segir kannski: "Ég er algjörlega á móti því að halda fram að Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara." Útúrsnúningurinn væri ef til vill svona: Robert Kennedy héldur því fram að "...Repúblikanar eru sagðir flokkur kynþáttahatara". Þetta er barnalegt og dæmigert kappræðubragð sem ætti heima í ræðukeppni framhaldsskóla.
Hvers vegna Vísir býr til frétt úr þessu, er óskiljanlegt. Sumar fréttir frá Bandaríkjunum eiga erindi til Íslendinga og ég get bent á margar sem hafa ekki ratað alla leið til Íslands. Aðrar, sem eru eiginlega slúðurfréttir, eiga ekki erindi.
Hver eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag? Úr ranni Repúblikana er það helst að frétta að Ron DeSantis virðist vera fatast flugið og fylgið minnkar með hverri skoðanakönnun á fætur annarri. Það eru stórtíðindi og þýðir að ef þessi þróun heldur áfram, verða úrslitin ljós þegar í mars á næsta ári um hver verði frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum.
Úr ranni Demókrataflokksins er það að frétta að mikil atlaga er gerð að Biden fjölskyldunni og meint spillingarmál hennar. Það er talið vera mikið hneyksli að leyniþjónustunni tókst ekki að upplýsa hver á kókaínið sem fannst í Hvíta húsinu eftir 10 daga rannsókn. Hörð atlaga er lögð að FBI af hálfu þingmanna Repúblikana vegna meintrar hlutdrægni stofnunnar Demókrötum í vil.
Af nógu er að taka, ef menn vilja spyrja frétta úr Vesturheimi.
Bloggar | 18.7.2023 | 11:33 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samfylkingin er kannski ekki alveg ósýnileg en hún er vel falin í skugganum. Fyrir hinn almenna borgara, eins og mig, sem fylgist vel með íslenskri pólitík, heyrist ansi lítið frá þessum stærsta stjórnarandstöðuflokki landins samkvæmt skoðanakönnunum.
Það er nefnilega málið, einu skiptin sem minnst er á Samfylkinguna er þegar gerðar eru skoðanakannanir og niðurstöður kynntar. Oh jú, einnig að varð það fréttnæmt þegar Samfylkingin skipti um hinn óvinsæla formann Loga Einarson og Kristrún Frostadóttir tók við. Það var eins og ferskur vindblær færi um flokkinn enda allir orðnir þreyttir á væl um inngöngu í ESB þegar allir vita að það er ekki á dagskrá næstu árin. Fólk vildi fá afturhvarf til fortíðar, þegar Samfylkingin gaf von og við fyrstu sýn, virðist formannskiptin gefa von.
Formaðurinn
En hver er Kristrún sem virðist rífa upp fylgi flokksins? Kíkjum á æviágrip hennar á vef Alþingis. Þar segir:
"Starf meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 20092010. Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 20112012. Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 20132014. Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014. Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 20152017. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017. Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 20172018. Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 20182020. Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 20182021.
Formaður Samfylkingarinnar síðan 2022.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Samfylkingin).
Fjárlaganefnd 20212023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021."
Hvað má lesa út úr þessum hráu upplýsingum? Jú, hún er hagfræðingur en nýgræðingur í stjórnmálum. Það hefur ekki reynt á hana í pólitík. Hins vegar tengdist hún Kviku banka sterkum böndum sem aðalhagfræðingur bankans en hún starfaði þar til 2021. Eins og allir vita er Kviku banki tengdur umdeildri sölu á Íslandsbanka og hefur bankinn slitið samrunaviðræður við hinn síðarnefnda nú í sumar.
En Kristrún er óskrifað blað og hvort hún standi sig í daglegu amstri stjórnmálanna og þegar eða ef flokkurinn fær völdin, hvernig mun flokkurinn undir forystu hennar standa sig?
Stefnuskráin
Stefnuskráin er dæmigerð stefna sósíaldemókrata. Á vef Samfylkinginnar segir að flokkurinn er stjórnmálaflokkur sem aðhyllist markmið og leiðir jafnaðarstefnunnar. Stefna flokksins og störf byggjast á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð. Í samræmi við stefnu sína hyggst flokkurinn og eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og frjáls félagasamtök, og vinna með öðrum jafnaðarflokkum á alþjóðavettvangi.
Svo koma undirkafla í stefnuskránni sem bera heitin; Opin sýn til umheimsins; jafnrétti; frelsi; samábyrgð(bræðralag); auðlindi og umhverfi - Framtíðin krefst svara; Mannauður - Tímar einstaklingsfrelsis og félagshyggju; Grunngildi á nýjum tímum.
Ef stefnuskráin er lesin vandlega má lesa yfirlýsingar sem flestallir íslenskir stjórnmálaflokkar geta tekið undir, enda er sagt að það eru sex þingflokkar á Alþingi 2023 sem eru til vinstri, einn í miðju og einn til hægri. Þannig að það má spyrja hversu mikill valkostur Samfylkingin er í raun? Hvað hefur hún fram yfir Vinstri græna? Eða Viðreisn? Hvernig er hægt að dæma það? Jú, með störfum þingflokksins á Alþingi. Og eins og ég sagði, hefur flokkurinn verið nánast ósýnilegur og óvirkur stjórnarandstöðuflokkur.
Samfylkingin hefur sex þingmenn sem lítið heyrist í og hefur flokkurinn veitt stjórnflokkunum lítið aðhald. Örflokkurinn Miðflokkurinn sem hefur aðeins tvo þingmenn, hefur verið háværari og gert harðar atlögur að annars vanhæfri ríkisstjórn. Flokkur fólksins kemur næst með sína sex þingmenn en sá þingflokkur hefur sínar þyrnirósir sem sofa vært.
Lokaorð
Það er nefnilega ekki nóg að vera með flotta stefnuskrá. Stjórnarskrá Sovétríkjanna, ef hún er lesin, veitir meiri réttindi og frelsi en flestar stjórnarskrár Vesturvelda en í framkvæmt var hún skelfileg. Og ástæðan er flokksræðið og miðstýring stjórnmála- og efnahagskerfisins.
Samfylkingin, ef miðað er við reynsluna, mun ekki koma með neitt nýtt þegar og ef hún kemst til valda. Hún myndi hjálpa Sjálfstæðisflokknum að viðhalda bálkninu, viðhalda háu skattastigi, mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og heilbrigðiskerfinu og í raun engu breyta. Hún mun nudda sig upp við ESB eins þétt og hægt er. Nýtt andlit á flokknum breytir þar engu um. Og ef horft er á stóru mynda, hefur systurflokkum hennar í Evrópu tekist að eyðileggja Evrópu innan frá með ESB stefnu sinni og atlögunni að þjóðríkinu. Samfylkingin er ekki frábrugðin að því leitinu til. Verði þeim að góðu sem kjósa Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum!
Bloggar | 17.7.2023 | 12:11 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þrjóskan í meirihlutanum í Reykjavík er svo mikil að hætta er á að hann sé ekki tilbúinn að slá staðsetningu nýs flugvallar í Hvassahrauni út af borðinu. Líklega færist hann frekar í aukanna og setji hann þar niður í miðju eldgosi! Hugmyndafræði ofstækið það mikið að þegar þeim var bent á eldgosa hættu á Reykjanesskaga, voru þau góðu ráð hunsuð. Svo byrjaði að gjósa...
Flugvéla- og bílahatrið er það mikið að sósíalistarnir sem vilja hafa 101 Reykjavík í friði og fyrir sjálfa sig svífast einskis til að hrekja landsbyggðarflugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Ég hef lagt til að flugvöllurinn verði staðsettur á Lönguskerjum, úr lögsögu Reykjavíkurborgar, en ég tel að meirihluti vinstri manna verði viðvarandi í borginni næstu misserin, jafnvel áratugi. Þar með haldist andstaðan við núverandi flugvöll áfram um ókomna framtíð.
Eins og allir vita er dýpi þarna lítið í Skerjafirðinum og hægt að fjármagna flugvöllinn með sölu núverandi lands flugvallarins í Vatnsmýrinni. Á ríkið ekki annars landið? Bretarnir a.m.k.afhentu íslenska ríkinu völlinn 1946.
Hægt er að hafa flugvöllinn bæði sem flugvöll og höfn. Sjá hugmynd Færeyinga um nýjan alþjóðaflugvöll við Þórshöfn hér að neðan sem einmitt verður bæði umskipunarhöfn og flugvöllur í miðjum firði eða réttara sagt sundi og veg í land frá svæðinu. Ef örþjóðin Færeyingar geta þetta, ættum við líka að geta gert þetta. Eina sem vantar er pólitískur vilji.
Bloggar | 15.7.2023 | 21:16 (breytt kl. 22:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Grimmd hernaðar í stríðsrekstri hefur þróast og breyst á ýmsa vegu í gegnum tíðina. Þó stríð hafi alltaf einkennst af þjáningu og grimmd, hafa framfarir í tækni, breytingar á henni og breytt samfélagsviðhorf haft áhrif á eðli grimmdar í hernaði.
En hér í stuttri samantekt má segja að grimmdin gagnvart almennum borgurum hafi verið algjör ef þeir urðu á vegi stríðandi hers í fornöld sem og á miðöldum. Markmiðið var þó ekki eyðing eigna eða dráp almennings, heldur eyðing eða sigur á andstæðum her. Á miðöldum var barist á vígvöllum, tveir herir mættust á ákveðnu svæði þar var barist í orrustu. Þetta bardagaform stóð alveg til fyrri heimsstyrjaldar. Hins vegar var barist um varnarmannvirki (kastalar og borgir) með umsáturtækni.
Það var bara þegar herinn var á ferð, sem hætta steðjaði að almenningi, því að hann rændi sér til matar, nauðgaði og drap. Í seinni heimsstyrjöldinni beintist hernaðurinn sérstaklega að almenning með loftárásum og reynt var með alsherjarhernaði að knýja samfélagið til uppgjafar. Sem betur fer hefur þetta viðhorf horfið (enda virkaði það ekki) og nú þegar almenningur verður fyrir árásum, þá er það venjulega vegna mistaka.
En þótt nútíma hershöfðingjum er umhugað að vernda almenning, þá hefur eyðileggingamáttur nútímavopna gerbreytt stöðunni. Reynt er að hafa stríð nútímans takmörkuð, sbr. í Sýrlandi og Úkraníu, en ef stórveldi eins og Rússland verður undir í stórstríði, þá er hætta á kjarnorkuvopnastríði með allsherjar eyðingu ríkis, jafnvel heillar heimsálfu.
Umfang og eyðileggingarmáttur hernaðar í dag hefur gjörbreyst. Nútíma hernaður hefur tilhneigingu til að valda miklu meiri eyðileggingu og manntjóni samanborið við eldri átök. Notkun öflugra sprengiefna, háþróaðra vopna og aðferða sem beinast gegn borgaralegum innviðum getur leitt til stórfelldrar eyðileggingar og mannfalls meðal borgara. Vopn eins og kjarnorku-, efna- og sýklavopn eru einstakar og skelfilegar ógnir.
Hliðartjón vegna hernaðar hefur breyst. Í gamaldags hernaði voru stríðsmenn oft aðal skotmörkin og reynt var að hlífa þeim sem ekki voru hermenn. Hins vegar hefur eðli nútíma hernaðar leitt til meiri hættu á hliðarskaða eða hliðartjóni. Sprengivopn, eins og stórskotalið, loftárásir og eldflaugar, geta óvart valdið verulegu mannfalli og skemmdum á innviðum borgaralegra mannvirkja.
Ósamhverfur stríðsrekstur og hryðjuverk hafa breytt eðli stríða. Ósamhverfur stríðsrekstur, sem oft er notaður af öðrum en ríkisaðilum eða uppreisnarhópum, hefur aukist í nýlegum átökum. Aðferðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásir, sprengjur og vísvitandi árásir á borgaraleg skotmörk miða að því að ala á ótta, skapa ringulreið og hámarka mannfall, þar á meðal þeirra sem ekki eru í hernaði. Þessar aðgerðir virða oft viljandi að vettugi meginreglur um aðgreining og meðalhóf, sem leiðir til alvarlegrar grimmdar.
Með framþróun mannlegrar þekkingar og þekkingu á sálfræði hefur sálfræði- og upplýsingastríð bæst við í vopnabúr herja. Nútímahernaður felur í sér notkun sálrænna aðgerða og upplýsingastríðs til að stjórna skynjun, dreifa óupplýsingum og skapa ótta og rugling meðal andstæðinga og borgara. Sálræn grimmd í formi áróðurs, netárása og miðlunar á myndrænum myndum og myndböndum er notuð sem vopn til að hræða almenning óvinarinns til uppgjafar.
Í dag getur nútíma stríð haft afleiðingar til lengri tíma litið. Afleiðingar nútíma hernaðar geta náð langt út fyrir bráða átök. Notkun efnavopna, jarðsprengna og skotfæra með rýrt úran getur skilið eftir sig langvarandi umhverfismengun og heilsufarshættu fyrir bæði stríðsmenn og óbreytta borgara. Auk þess geta áföll eftir stríð, landflótta og niðurbrot samfélaga leitt til langvarandi þjáningar og mannúðarkreppu.
Þess má geta að þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið reynt að koma á alþjóðlegum mannúðarlögum, sáttmálum og sáttmálum til að draga úr grimmd stríðs. Genfarsáttmálarnir setja til dæmis viðmið um meðferð stríðsfanga, óbreyttra borgara og særðra hermanna. Hins vegar heldur raunveruleiki stríðs áfram að bjóða upp á áskoranir við að viðhalda þessum meginreglum og grimmd stríðs er enn hörmulegur þáttur mannlegra átaka.
Bloggar | 14.7.2023 | 22:09 (breytt 15.7.2023 kl. 20:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú hefur einn ágætur bloggari hér á Moggablogginu, og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið skeleggur í að reyna að endurreisa flokkinn. Það sem virðist hafa fyllt mælir hans er bókun 35 um að reglugerðir (ekki lög) ESB séu rétthærri en íslensk lög nema þau síðarnefndu segja annað. Hann hefur reynt að virkja grasrótina með t.d. fundum Félags Sjálfstæðismanna sem einmitt hefur reynst trúrri stefnu flokksins en flokksforustan.
En það hljóta að vera önnur mál sem hafa gert margan Sjálfstæðismanninn reiðan. Af mörgu er að taka. Fyrir hið fyrsta er að flokkurinn hefur ekki reynst standa vörð um stóru málin í efnahags- og stjórnkerfismálum, t.d. bálknið burt en í framkvæmd bálknið stækkað! Kvótakerfið og sægreifarnir koma fyrst upp í huga en Framsóknarflokkurinn er reyndar faðir fiskveiðikerfisins. Kvótakerfið er ekki alveg byggt á frjálsum markaði. Veit ekki hvort hægt sé að hafa það öðruvísi.
En nærtækasta dæmið er hvalveiðibannið. Þjóðin skiptist í tvennt í afstöðu sinni til málsins en hógværar veiðar sem viðheldur jafnvægi geta ekki verið annað en jákvætt fyrir dýralíf sjávar. Flokkurinn sem gefur sig út fyrir að vera verndari frjáls framtaks, markaðshyggjuflokkur og einstaklingshyggju, guggnaði á að vernda þann hluta sjávarútvegar sem skiptir máli fyrir hundruð manna.
Að gerræðisákvörðun, tekin á augarbragði, annað er ekki hægt að segja með banni tveimur dögum fyrir vertíðarbyrjun, þótt ráðherra segist hafa hugleitt málið lengi. Mér virðist ráðherrann hafa byggt ákvörðun sína á drápi eins hvals. Hefur hann séð hvernig háhyrningar drepa hvalkálfa? En hvað um það, alvöru flokkur sem styður frjálst atvinnulíf, hefði sprengt ríkisstjórnina.
Innflytjendamál, ótrúlegt að maður sé að ræða þau mál, eru hreinlega farin úr böndunum. Flestir útlendinganna hérna, og ég þekki marga, eru hingað komnir að vinna. Frábært fólk en svo eru það hinir sem koma hingað til að leita inn á kerfið. Það veit að það fær fría framfærslu í tvö ár (umsóknarferilinn er svo langur) og nýtir sér það. Þetta eru velferðaflóttamenn sem flakka á milli landa undir yfirskyn flótta og nota velferðakerfi Vesturlanda. Mörg ríki hafa lokað á þetta og þá leitar fólk þangað sem varnirnar eru veikastar og þær eru veikastar á Íslandi.
Fyrir Jón og Gunnu, skapar þetta vandamál, því að velferðakerfið á Íslandi er lélegt. Margra vikna bið eftir viðtali við heimilislæknirinn (ef maður hefur slíkan), bráðamóttakan sprungin (6 klst bið síðast er ég fór) framfærsla öryrkja, aldraðra og atvinnulausra skorin við nögl o.s.frv.
Húsnæðismarkaðurinn er sprunginn vegna þessa og ótal margt annað, allt vegna of mikið innflæði innflytjenda. Innflæðið er stýrt eftir þörfum atvinnulífsins, ekki þörfum hins almenna borgara. Reyndar hafa landamærin verið galopin um langt skeið og engin stjórn á innflæði gerviflóttamanna.
Hinn almenni borgari er látinn gjalda rangrar stefnu í innflytjendamálum. Með öðrum orðum, þetta er farið að hafa áhrif á daglegt líf Jóns og Gunnu. Þá er hægt á að fari að þykkna í hinum umburðalinda Íslendingi. Það er svo auðljóst að þetta gengur ekki upp. En vinstri flokkarnir, með Pírata fremst í flokki, vilja ekki almenna skynsemi í málaflokknum og því er allt í kalda koli. Flokksforyrsta Sjálfstæðisflokksins hefur brugðist í þessu máli. Aðeins einstaka þingmenn hafa staðið í lappirnar.
Annað er algjör fylgispeki við stefnu Bandaríkjanna og NATÓ í Úkraníu stríðin. Það er gott og vel að svo sé gert, en Sjálfstæðisflokkurinn (með utanríkismálin á sinni könnu) og sérstaklega VG skuli ekki beita sér fyrir friði í þessu ljóta stríði er hreint ótrúlegt.
Nei, það er beinlínis hvatt til átaka, farið og kysst og kjassað Zelenský, og ekki einu orði minnst á að kannski gæti Ísland verið sáttasemjari í málinu, boðið deilendur til Íslands til viðræðna í Höfða. Það er ekki hægt, enda búið að reka rússneska sendiherrann heim! Það er engin sjálfstæð utanríkisstefna Íslendinga til. Ísland er ein kindin í sauðarhjörðinni.
Þetta er í annað sinn sem diplómatísk samskipti eru rofin við erlent ríki (þriðja þorskastríðið og Bretland var fyrra skiptið). Stór mistök í utanríkispólitíkinni enda lýkur stríðinu einhvern tímann og samskipti við Rússa tekin upp á ný (hafa Bandaríkjamenn gert það?). Þá verður alltaf farið í minnisbókina þegar eitthvað stórt gerist á milli Íslands og Rússlands og Rússinn segir...."aha, Íslendingar settu á okkur viðskiptabann (á meðan við hjálpuðum þeim í viðskiptabanni Breta og V-Þjóðverja í þorskastríðinu), þeir styðja óvini okkar bein með fjármagni og þjónustu. Þeir eru ekki vinveittir Rússum og Rússlandi."
Fjármálagerningar og spillingin í bankamálum hlýtur að gera margan flokksmanninn reiðan. Enginn lærdómur dreginn af bankahruninu 2008? Og alltaf er formaður flokksins tengdur spillingarmálum, enda fjármálaráðherra. Svo er reyndar með Kristrúnu formann Samfylkingarinnar sem var innsti koppur í Kviku. Ekki er sá flokkur gæfulegur.
Verst af öllu hlýtur að vera hugsjónarleysi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hvar eru gildi og hugsjónir flokksins? Varðveisla íslenskrar tungu og menningu? Tengingin við hinn almenna borgara? Formaðurinn hefur smá saman raðað í kringum sig já-fólk en slíkt gerist þegar formaður flokks hefur verið lengi við völd. Hefur einhver heyrt formanninn flytja eldmessu eða verið reglulega í fjölmiðlum að ræða vanda dagsins? Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með leiðtogalausan flokk. Jarðtenging flokksforystunnar hefur rofnað og fylgið horfið út í veður og vind. 20% fylgi fyrir eina hægri flokk landsins? Er það eðlilegt?
Ég er hræddur um að varaþingmaður flokksins sé að berjast við vindmyllu. Flokksforystan er kyrfilega föst í eigi neti og ekki er hlustað á grasrótina frekar en fyrri daginn. Þá er tvennt í stöðunni, stofna nýjan alvöru hægri flokk eða ganga í raðir Miðflokksins sem virðist hafa öll gildi Sjálfstæðisflokksins.
Bloggar | 13.7.2023 | 11:22 (breytt kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Selenskí flýgur aftur til fundar við Trump
- Netárás setur helstu flugvelli Evrópu í uppnám
- Þrír látnir og tugir særðir eftir gífurlega árás
- Gætu átt 15 ár yfir höfði sér
- Músarhræ fyrir Hæstarétt
- Kom nakinn og skrítinn í fasi út af klósettinu
- Máli Trumps gegn New York Times vísað frá
- Eistar virkja fjórðu greinina