Hækkandi hitastig jarðar sé af manna völdum?

Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér sem halda slíku fram og maðurinn hafi engin áhrif. Það er umdeilt, maðurinn hefur áhrif en spurningin er hversu mikil og hvort hér sé ekki eðlileg hringrás loftslags; það gangi í bylgjum. Hlýindaskeið og svo kuldaskeið.

En ein spurning finnst mér ekki svarað hjá loftslagsfræðingum og er dálítil feila í þeirra málflutningi. Þeir segja að maðurinn hafi byrjað að hafa áhrif á hitastig jarðar þegar iðnbyltingin hófst. En þegar maður skoðar hana betur, þá var hún framan af 19. öld lítil og bundin við stórríki eins og Bretland og notast var við kol. Mannkynið var enn fámennt, var um 1 milljarður um 1800 og fór upp í 1,6 milljarð um 1900.

Aðra sögu er að segja af 20. öld. Úr 1,6 miljarða í 7 milljarða um 2000. Mannkynið toppar rúmlega 8 milljarða um 2030 en fer svo fækkandi skv. spám S.þ.

Bruni jarðeldsneyta hófst í raun ekki fyrr en á 20. öld af einhverjum krafti og bíllinn varð ekki almenningstæki fyrr en með T-Ford. Þá fyrst fór maðurinn að brenna jarðeldsneyti.

Mengun (útblástur gróðurhúsa loftegunda) af mannavöldum var því umtalsverð meiri en á 19. öld. Við getum því varla tengt hækkandi hitastig við iðnbyltinguna (mest bundin við stórríki Evrópu og Norður-Ameríku og mest undir lok aldarinnar).

Svo gleyma menn áhrifum þess þegar byrjað var að umbylta landbúnaðinum upp úr 1950 vegna ört fjölgandi mannfjölda. Hann fór úr 2,5 milljarða 1950 í 7 milljarða árið 2000. Þessi gríðarlega aukning á mannfjölda leiddi til eyðingu skóga og viltri náttúru og þessi tvenna hefur leyst mest of CO2 út í andrúmsloftið.

Ef við viljum tala um sökudólg fyrir aukningu á gróðurhúsa gastegunda, þá er offjölgun mannkyns og eyðing skóga (vilt náttúra) helsti áhrifavaldurinn.

Hér eru helstu áhrifavaldar aukningu á CO2 (og ekki í tengslum vð hækkandi hitastig jarðar en enn er umdeilt hvort að CO2 hafi raunveruleg áhrif):

Á 20. öld jókst koltvísýringslosun gríðarlega vegna víðtækrar notkunar jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, flutninga og iðnaðarferla. Bruni jarðefnaeldsneytis, þar á meðal kola, olíu og jarðgass, varð lykilatriði í efnahags- og tækniþróun mannkyns.

Aukning á notkun einkabílum, almenningsflugi og iðnaðarframleiðslu jók verulega á CO2 losun.

Heimsstyrjaldir og uppbygging eftir stríð áttu þátt í aukinni iðnaðarstarfsemi og orkunotkun.

Um miðja 20. öldin markaði upphafið að "miklu hröðuninni", tímabils örs hagvaxtar og fólksfjölgunar, sem eykur losunina enn frekar. Eyðing skóga og breytingar á landnotkun, sem losa geymt kolefni út í andrúmsloftið, áttu einnig þátt í auknu magni CO2.

Það er verið að hengja bakarann fyrir smiðinn í þessum málum að mínu áliti.

Svo geta menn haldið áfram að deila um hvort að:

a) C02 valdi hækkandi hitastig jarðar.

b) Eðlileg hringrás náttúrunnar, þar sem skiptast á hlýviðrisskeið og kuldaskeið.

Ég held að málið leysist af sjálfu sér með fækkun mannkyns og tækninýjungum.

Kannski að við þurfum að hafa meiri áhyggjur af næstu ísöld? Núna erum við á millijöklatímabili sem kallast Holocene, sem hófst fyrir um 11.700 árum.  Sumir vísindamenn hafi gefið til kynna að athafnir manna, einkum losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, gæti hugsanlega seinkað eða breytt tímasetningu næstu ísaldar, hver veit.


Ófyrirleitin árás á Trump (bandaríska lýðræðið)

Eins og þeir vita sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum, þá keppast Demókratar við að búa til afar hæpnar ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna,  Donald Trump. Mér er þvert um geð að verja manninn en málið er stærra en hann. Hér er atlaga að rótum öflugasta lýðræðisríki heims, BNA og ef það klikkar, er hinn frjálsi heimur í hættu, þar á meðal Ísland. 

Þrjár ákærur hafa verið lagðar á hendur hans, allar byggðar á samsuðu ákæruliða sem við nánari skoðun standast ekki. Sumar varða ekki refsi lög nema ákæran tengd 6. janúar óeirðirnar. Hún er alvarlegust en ákæruliðirnir byggjast á lögum frá borgarastríðinu 1861-65. Fjórða ákæran er á leiðinni. 

Í grunninn varðar þetta mál hvort það megi mótmæla kosninga úrslitum, eins og það má í lýðræðisríkjum, og hvort að forsetinn hafi málfrelsi.

En af hverju er verið að birta ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tveimur og hálfu ári eftir síðustu forsetakosningar?

Jú, raunverulegt spillinga mál er komið upp er tengjist Joe Biden. Það er svo alvarlegt að talað er um landráð og samkrull við óvinveitt ríki. Því reyna Demókratar að beina athyglinni annað og að hættulegasta andstæðing sinn, Donald Trump. 

Ef ég reyni að spá í spilin, þá verða dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn ákærðir fyrir misbeitingu valds, framfylgja ekki lögum, pólitískar ofsóknir með aðstoð stjórnkerfisins og síðan en ekki síst landráð Joe Bidens. 

Þetta Pandóru box hefði aldrei verið opnað ef Demókratar væru ekki svona hræddir við Trump, en svo hræddir eru þeir, að þeir eru tilbúnir að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna til að klekkjast á mann fólksins en vinsældir hans hafa aukist og við hverja ákæru. Fólkið veit að djúpríkið er hrætt við hann og af hverju hann er ákærður. Nú er staðan sú að hætta er á að báðir flokkar fari í hefndar leiðangra og fórnarlömbin verða réttarríkið og bandarískur almenningur.

Þegar Nixon var ákærður fyrir embættis afglöp, stóðu bæði Demókratar og Repúblikanar að því. Honum var því ekki stætt í embætti og sagði af sér áður en til formlegs ákæruferils kom. Í tilfelli Trumps, aðeins Demókratar stóðu að embættisafglapa ákærunum tveimur og því öllum ljóst, að ljót pólitík var þarna að baki.

Verst er að nú er verið ákæra forsetaframbjóðandann Trump og því er þetta gróf aðför að forseta kosningunum 2024. Á "we, the people" ekki að hafa endanlegt vald um hvern það kýs sér til forseta? Ekki láta bananaríkis aðferðir ráða kosningaúrslitum, þar sem sitjandi og spilltur forseti geti ofsótt helsta pólitíska andstæðing sinn? Er þetta ekki orðið óþægilega líkt Rússlandi, þar sem helsti pólitíski andstæðingur Pútíns situr í fangelsi, líkt og Demókratar vilja gera við Trump?

Lokaorð

Stjórnmálaástandið í BNA er ekki eðlilegt og bandaríska þjóðin hefur ekki verið eins póliseruð, ekki síðan í Víetnam stríðinu.   En þá gátu Demókratar og Repúblikanar a.m.k. sameinast í sumum tilfellum, t.d.  í að reka Nixon úr embætti fyrir spillingu.

Í dag er bæði þjóðin og flokkarnir báðir hættir að tala og vinna saman. Lýðræðið í landinu er beinlínis í hættu. Segjum svo að Demókrötum verði að ósk sinni og Trump fari í fangelsi. Hvað haldið þið að þá gerist? Þá held ég að hægri menn grípi fyrst til vopna og fjandinn verði laus. Hætta á borgarastyrjöld.

Sterkur leiðtogi eins og Trump verður bara bolað í burtu með kosningum, ekki með pólitískum ofsóknir.  

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun eiga síðasta orðið í málum Trumps og 6 af 9 eru skipaðir af Repúblikana forsetum.....


Standa íslenskufræðingar ekki með íslensku?

Svo virðist vera ef marka má ummæli íslenskufræðings í viðtali og ef hann er málsvari hinna.

Greina má pirring en jafnframt uppgjöf hjá íslenskufræðingnum. Betra væri ef hann myndi ekki segja neitt.

En hver er vandinn? Of margir útlendingar setjast hér að og þjóðfélagið hefur ekki undan að kenna fólkinu íslensku,  þ.e.a.s. ef því er kennt íslensku á annað borð. Í skólum landsins fer fram frábært starf og útlensku börnin læra íslensku á skömmum tíma.

Vandinn liggur hjá fullorðna fólkinu sem kemur hingað til að vinna en nennir ekki að aðlaga sig. En vandinn er minni en ætla má. Það ætti að vera skilyrði að það fari í íslensku nám eftir þriggja mánaða störf en það fólk sem ætlar að vinna við afgreiðslu störf, sem krefjast samskipta á íslensku, fari fyrst á íslensku námskeið. Eru þetta óeðlilegar kröfur? Er það ekki lítilvirðing við viðskiptavini að þeir þurfi að vera tvítyngdir til að versla sig í matinn ?

Það er enginn að tala um þetta fólk læri gullaldar íslensku, bara að það kunni grunn setningar og hafi lágmarks orðaforða. Þetta er vel hægt, vantar bara viljan.

Sjá slóðina: Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni

 


Nýr ofurleiðari að verða að veruleika?

Þetta er athyglisverð frétt ef sönn reynist en sérfræðingar eru efins. Hef ekki lesið um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Hér kemur gróf þýðing mín á grein í Science um þetta mál:

"Þessa vikuna hafa samfélagsmiðlar verið áberandi vegna yfirlýsingu um nýjan ofurleiðara sem virkar ekki aðeins vel við stofuhita heldur einnig við umhverfisþrýsting. Ef  satt er, væri uppgötvunin ein sú stærsta í eðlisfræði þétts efnis frá upphafi og gæti leitt til alls kyns tækniundurs, eins og svífandi farartæki og fullkomlega skilvirk rafkerfi.

Hins vegar er grunnt í smáatriðin í þessum tveimur tengdu blöðum, sem Sukbae Lee og Ji-Hoon Kim frá skammtaorkurannsóknarmiðstöð Suður-Kóreu og samstarfsmenn sendu á arXiv forprentmiðlarann þann 22. júlí og hafa margir eðlisfræðingar verið efins. Viðkomandi vísindamenn svöruðu ekki beiðni Science um viðtal.

„Þeir koma út sem alvöru áhugamenn,“ segir Michael Norman, fræðimaður við Argonne National Laboratory. „Þeir vita ekki mikið um ofurleiðni og hvernig þeir hafa sett fram sum gögnin er grunsamlegt. Aftur á móti segir hann að vísindamenn hjá Argonne og víðar séu nú þegar að reyna að endurtaka tilraunina.

„Fólk hér tekur þetta alvarlega og reynir að búa til þetta efni. Nadya Mason, eðlisfræðingur við þéttefnisrannsóknir við háskólann í Illinois, Urbana-Champaign, segir: "Ég met það vel að höfundarnir tóku viðeigandi gögn og voru skýrar með framleiðslutækni sína." Samt sem áður varar hún við: „Rannsóknargögnin virðast svolítið slök."


Hvað er ofurleiðari?

Ofurleiðari er efni sem getur flutt rafstraum án nokkurrar viðnáms. Ef maður hefur einhvern tíma farið í segulómun hefur maður legið inni í stórum rafsegul úr ofurleiðandi vír. Viðnámslausa flæðið gerir það kleift að búa til mjög sterkt segulsvið án þess að hitna eða neyta gífurlegrar orku. Ofurleiðarar hafa ótal önnur notkun, allt frá því að búa til tíðnisíur fyrir útvarpsfjarskipti til að hraða agnum í atómsmölurum."

A spectacular superconductor claim is making news. Here’s why experts are doubtful


Hverjir stjórna ríkisstjórn Bandaríkjanna í andlegri fjarveru Joe Bidens?

Þessari spurningu hef ég margoft reynt að svara ásamt mörgum öðrum í Bandaríkjunum. 

Margir segja að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni daglegu starfi en Jill Biden, eiginkona Joe, stýri honum óopinberlega.

Sumir halda að Barrack Obama fjarstýri Joe, en það finnst mér ólíklegt. Það er nefnilega þannig að þegar menn komast í valdakatlana, þá tíma þeir ekki að deila völdum. En hann hefur samt einhver áhrif.

Þáttastjórnandi einn í Bandaríkjunum, heldur hins vegar að ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu. Joe Biden eyðir 40% af tíma sínum í frí og þegar hann mætir í vinnuna, vinnur hann hálfan vinnudag (mest megnið upplýsingafundir).

Þannig megi segja að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (e. United States Secretary of State), hafi fullar hendur og ráði einn nánast utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sama megi segja Merrick Garland er dómsmálaráðherra (e. United States Attorney General) sem stendur fyrir opnri landamærastefnu núverandi stjórnar. Alveg galin stefna og það stefnir í að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp (vanrækslu í starfi og ekki framfylgja lögum varðandi landamærin).

Sama má segja um öll hin ráðuneytin, þau eru undir stjórn viðkomandi ráðherra, sem fer sínu fram.  Þannig megi sjá furðulega stefnu í ýmsum málaflokkum. Það má því segja að þegar aðfangakerfi frá Vesturströnd Bandaríkjanna inn í miðríkin klikkaði í fyrra, var það alfarið á ábyrgð Pete Buttigieg sem er samgönguráðherra. Þar sem hann er algjörlega vanhæfur stjórnandi, leystist málið ekki vegna aðgerða stjórnvalda, heldur leystu einkaaðilar það fyrir alríkisvaldið. Hann hafði þá á sama tíma meiri áhyggjur af rasisma í gerð vega!!! Ég er ekki að skálda þetta.

Sömu lögmál gilda um ríkisstjórn, heimili eða fyrirtæki, það verður alltaf að vera einhver oddviti eða fyrirsvari. Og það er enginn oddviti í stjórn Bidens. Einhver sem heldur um alla valdaþræði og markar heildarstefnuna.

Eins og allir geta séð, er Joe Biden langt leiddur af elliglöpum, og hann því ekki fær um að stíga upp á svið hvað þá að ganga um það. Því miður.  Ekki er hægt að sækja í "viskubrunn" varaforseta Bandaríkjanna, Kamala Harris, því hún er sögð verra vitl...en Joe Biden og ekki hefur andað hlýju milli forsetans og varaforsetans, alveg frá byrjun.

Svona í lokin, þá er hafin umræða í Bandaríkjunum um háan aldur forystufólks landsins. Miklar áhyggjur er af andlegri getu þessa fólks. Dianne Feinstein, Öldungardeildarþingmaður Demókrata, átti um daginn í erfiðleikum með að segja já í atkvæðagreiðslu (og aðstoðarfólk hennar sagði hennar ítrekað að segja já en seint var á það).

Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikana í Öldungardeildinni, fraus í miðri ræðu í fyrir fáeinum dögum og þurfti að leiða hann af blaðamannafundi.

Þetta er ekki einu þingmennirnir á Bandaríkjaþingi sem eru komnir á síðasta söludag, margir aðrir valda ekki embætti sín vegna aldurs eða hreinlega vegna sjúkdóms eða heimsku. 

Það komst í fréttir, meira segja á Íslandi, þegar John Fetterman, Öldungardeildarþingmaður frá Pennsylvaníu og demókrati, vann andstæðing sinn eftirminnilega, nýbúinn að fá heilablóðfall og með krónískt þunglyndi. Maðurinn getur enn ekki myndað óbrjálaða setningu, líkt og farið er með Joe Biden.  Það er býsna alvarlegt að minnsta kosti þrír af hundrað Öldungardeildarþingmönnum eru hálfir út úr heiminum.

En alvarlegast er ástandið á Bandaríkjaforsetanum. Það er skelfilegt til þess að hugsa, að hann geti hafið stríð og beitt kjarnorkuvopnum, án þess að hafa andlega getu til að meta gjörðir sínar.

 

 

 

 

 

 

 


Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"

Ég var að byrja að skrifa grein um þetta skemmtilega fyrirbrigði, ójarðnesk geimför og geimverur, þegar ég rakst á að annar bloggari skrifaði á sama tíma um núverandi rannsókn þingnefndar á Bandaríkjaþingi á þessu fyrirbrigði.

Ég svaraði í athugasemd en einnig til andsvara var Guðmundur Ásgeirsson og þar sem hann hitti naglann á höfuðið ætla ég m.a. að vísa í svar hans. Ingimundur Bergmann, sá sem skrifaði greinina, fannst þetta vera dæmigert amerískt og furðaði sig á þessari rannsókn og fannst skrýtið að geimverurnar hefðu bara áhuga á Ameríku.

En þá segir Guðmundur: "Viðmælendurnir voru ekki dregnir inn af götunni af handahófi, heldur eru þetta virðulegir menn með gott orðspor. Einn þeirra, David Grusch er fyrrverandi herflugmaður sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir herþjónustu sína og gegndi síðar trúnaðastörfum fyrir leyniþjónustu hersins, meðal annars varðandi ferðir óþekktra loftfara. Annar þeirra, David Fravor, er fyrrverandi yfirmaður og orrustuflugmaður í bandaríska flotanum, en hann varð ásamt fleirum vitni að ferðum óþekkt loftfars sem sýndi hegðun sem ekki er hægt að útskýra með neinni þekktri jarðneskri tækni.

Með öðrum orðum eru þetta ekki furðufuglar sem eru að halda fram einhverjum samsæriskenningum. Þeir voru einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að tilkynningar um óþekkt loftför séu teknar alvarlega og rannsakaðar með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvort af því stafi einhver ógn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að komast til botns í málinu.

Það kom einmitt fram við þessar vitnaleiðslur að stofnanir innan bandaríska hernaðar- og leyniþjónustukerfisins og jafnvel verktakar þeirra, hefðu komist yfir farartæki, ýmist í heilu lagi eða hluta þeirra, sem gætu ekki verið af mennskum uppruna. Jafnframt væru dæmi um að slíkir aðilar hefðu reynt að endurgera eða smíða eftirlíkingar af þeim, en óljóst er hversu ágengt þeim hefur orðið í slíkum tilraunum."

Þá er búið að svara þessari spurningu og fullt tilefni til að rannsaka þetta fyrirbrigði, sérstaklega þegar tæki herja eru svo öflug að þau nema fyrirbrigði sem ekki sáust áður. Allir hafa séð eltingaleik orrustuþotna við óþekkt flugför (Tik TOK) í fjölmiðlum.

En þetta er ekki sér amerískt fyrirbrigði að hafa áhuga á FFH eða geimverur.

Rannsóknir eru gerðar á þessu sviði annars staðar. Rússar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað er í gangi sem er ekki jarðneskt. Það eru bara bandarísk stjórnvöld sem eru síðust að viðurkenna tilvist þessara farartækja. Af hverju? Jú,uppljóstrarar segja að þeim hefur tekist að endurgera FFH. Til dæmis eru Tik Tok förir líklega bandarísk sem og svörtu þríhyrningsförin. Þau hafa því hagsmuni af því að halda þessu leyndu.

CIA hefur rannsakað þetta fyrirbrigði síðan stofnunin var stofnuð, sjá þessa grein: CIA's Role in the Study of UFOs, 1947-90

Förum í rannsóknarsögu FFH og geimvera síðan 1940.

Saga FFH síðan 1940

Saga FFH (óþekktra fljúgandi hluta) og geimvera frá 1940 er flókið og heillandi efni. Þó að það hafi verið fregnir af undarlegum fyrirbærum í lofti í gegnum mannkynssöguna, byrjaði nútíma FFH fyrirbæri eins og við þekkjum það að fá víðtæka athygli eftir seinni heimsstyrjöldina. Hér er yfirlit yfir helstu atburði og þróun sem tengjast FFH og geimverum síðan 1940.

Nútímasaga FFH hefst 1947 - Sýn eða vitnisburður Kenneth Arnold: Oft er sagt að nútíma FFH tímabil hafi byrjað 24. júní 1947, þegar einkaflugmaðurinn Kenneth Arnold greindi frá því að hafa séð níu hálfmánalaga fyrirbæri fljúga nálægt Mount Rainier í Washington fylki. Lýsing hans á hreyfingu þeirra sem "disk laga" leiddi til þess að hugtakið "fljúgandi diskar" varð samheiti yfir FFH.

Og sama ár varð Roswell atvikið. Í júlí 1947 var mjög þekkt atvik nálægt Roswell, Nýju Mexíkó, þar sem bandaríski herinn greindi frá því að hann hefði fundið leifar af "fljúgandi diski" sem brotlent hafði. Herinn lýsti síðar yfir að þetta væri veðurblaðra, en þessi atburður hefur síðan orðið þungamiðja samsæriskenningar FFH.

Sjötti áratugurinn - FFH vitnisburðir og dægurmenningin. 1950 varð aukning í FFH sýnum, með fjölmörgum skýrslum gerðar af óbreyttum borgurum og hermönnum. Á þessu tímabili urðu einnig til vísindaskáldsögu, kvikmyndir og bókmenntir sem sýna geimverulíf, sem hafði áhrif á skynjun almennings á FFH og geimverum.

Almennur áhugi um allan heim varð á þesssu fyrirbrigði á sjöunda áratugnum og ríkisrannsóknir verða algengar. Nokkrar ríkisstjórnir um allan heim, þar á meðal Bandaríkin, gerðu rannsóknir á FFH sýnum. Ein athyglisverð viðleitni var Project Blue Book, áætlun bandaríska flughersins sem safnaði og greindi FFH skýrslur frá 1952 til 1969.

Á áttunda áratugnum varð til s.k. FFH undirmenning. Á áttunda áratugnum varð til lífleg FFH undirmenning, með ýmsum FFH-þema stofnunum og samþykktum sem komu til sögunnar. Bækur og heimildarmyndir um FFH og meinta kynni af geimverum náðu einnig vinsældum.

Á níunda áratugnum fór að bera á mannránssögum. Á níunda áratugnum varð aukningu í fréttum um meint mannrán geimvera. Einstaklingar sögðust hafa verið teknir af geimverum, látnir fara í læknisskoðun og síðar skilað aftur. Sjá t.d. frægt dæmi, Fire from the Sky, alveg ótrúleg saga.

Á tíunda áratugnum varð til svo nefnd "Uppljóstrunarhreyfing". Um 1990 kölluðu sumir geimverufræðingar og aðgerðasinnar eftir stjórnvöldum að gefa út allar trúnaðarupplýsingar sem tengjast FFH og geimverulífi. Uppljóstrunarhreyfingin náði skrið og heldur áfram að tala fyrir gagnsæi frá yfirvöldum.

Árþúsundamótin 2000 hefst Internet tímabilið og almennur áhugi eykst. Með víðtækri upptöku internetsins fjölgaði FFH-sýnum og umræðum á netinu. Á þessu tímabili urðu til einnig fjölmargir sjónvarpsþættir og heimildarmyndir með FFH-þema, sem ýttu enn frekar undir áhuga almennings.

Annar áratugur 21. aldar - Viðurkenningar stjórnvalda: Um 2010 gáfu ýmsar ríkisstjórnir út áður flokkuð FFH-tengd skjöl til almennings. Til dæmis afléttu bandarísk stjórnvöld leynd af myndböndum sem tekin voru af herflugmönnum sem sýndu kynni við óþekkt fyrirbæri úr lofti.

Þriðji áratugur 21. aldar. - Áframhaldandi áhugi er á fyrirbrigðinu eins og sjá má af ofangreindri rannsókn Bandaríkjaþings.

Einsaga FFH og geimvera

Í fyrri kaflanum hér að ofan, hef ég rakið rannsóknarsögu og vitneskju almennings á FFH fyrirbrigðinu. Þetta er afar flókið viðfangsefni og víðtækt.

Hægt er að skoða málið út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. hvað vissu Bandaríkjaforsetarnir um málið? Svarið er afar athyglisvert.

Sagt er að sumir hafi ekki fengið að vita neitt, aðrir mjög mikið, allt eftir því hver persónan er. Sumir segjast jafnvel hafa séð FFH, eins og Jimmy Carter og Ronald Reagan. Sá fyrrnefndi fékk engin svör frá CIA (þeir treystu honum ekki) en Reagan er sagður hafi fengið að vita "allt". Richard Nixon er sagður hafa fengið að sjá með eigin augum FFH og geimverur og Dwight Eisenhover er sagður hafa hitt "sendiherra geimvera", sjá þessa grein: Ike and the Alien Ambassadors En allir nýir Bandaríkjaforsetar fá þessa spurningu, "Eru til geimverur og FFH?" Clinton, Bush, Obama og Trump hafa fengið þessa spurningu.

Svo að ég endi þetta einhvers staðar, þá eru til ótal bækur og kvikmyndir um fyrirbrigðið. Ég hef skrifað hér um frægasta uppljóstrarann, Bob Lazar, sem sagðist hafa unnið við að reyna að endurskap geimfar sem í fórum Bandaríkjahers. Hann lýsti nákvæmlega hvernig þessi geimför virkuðu og sagði að þau gengu fyrir frumefnið 115. Þá var ekki búið að finna það og hann talinn vera galinn að halda þessu fram. En síðan fundu vísindamenn og bjuggu til téð frumefni.

Hér eru nokkrar bloggreinar mína um viðfangsefnið:

Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

Drifkerfi geimskips versus Space-X

Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

 


Prinsippflokkurinn Miðflokkurinn stendur sig betur en Sjálfstæðisflokkurinn

Ég var að lesa blogggrein þar sem gert er lítið úr Sigmundi Davíð og flokk hans Miðflokkinn. Í greininni eru hlutirnir ekki settir í rétt samhengi. 

Sigmundur Davíð hefur sýnt að hann er pólitískt kamelljón og getað staðið af sér mestu pólitísku storma. Í greininni er hlegið að því að í flokknum eru aðeins tveir þingmenn.  En ástæðan fyrir því er að einn þingmanna flokksins gerðist pólitískur liðhlaupi og annar rétt missti af þingsæti í umdeildri kosninganiðurstöðu. 

Vert er að benda á að Miðflokkurinn hafði þá lifað af pólitískt hneykslismál og er ég að tala um Klausturmálið. Þar sat fyrir þeim vinstri sinnaður aðgerðarsinni og tók upp fyllerí röfl.

Svo er skautað yfir frábærum árangri Sigmunds Davíð, en hann náði frábærum kosninga úrslitum, fyrst með Framsóknarflokknum 2013 (rúm 24%) og síðan 10,9% með nýstofnuðum stjórnmálaflokk, Miðflokkinn eftir rýtingstungu í bakið frá samherja sínum.

En þetta eru kosningaúrslit.  Mestu munar um Icesave málið, þar sem átti að láta óreiðumenn steypa íslensku þjóðina í skuldarfangelsi en InDefence barðist gegn þessu misrétti og var Sigmundur Davíð í þeim hópi. Hversu mörg hundruð milljarðar króna spöruðust þar?

Ég er þannig gerður að ég kýs prinsipp fram yfir völd. Ef hlutirnir eru réttir, stendur maður með þeim sætt eða súrt. Eins og ég hef bent á ásamt mörgum öðrum Sjálfstæðismönnum, líka hér á blogginu, er Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá prinsippsum sínum (gildum) og því ekki skrýtið að flokkurinn mælist með minnsta fylgið í sögu flokksins nýverið. 

Hins vegar hefur fylgi Miðflokksins aukist að undanförnu og búast má við góðum kosningum, svo lengi sem þeir halda sig við prinsippin/gildi sín. Og þeir munu gera það.  Miðflokkurinn, með sínum tveimur þingmönnum hafa rekið hörðustu stjórnarandstöðuna í vetur, meiri en Samfylkingin og Viðreisn samanlagt, sem hafa verið svo óáberandi að maður gleymir stundum að þessir flokkar eru til.

Prinsippin munu skipta einhvern hluta kjósenda mestu máli í næstu kosningum. Aðrir kjósa eftir vana og stundum þekkingarleysi. Aðrir finna að klárinn er kvalinn, finna að pyngja er tóm og herða þarf ólina betur og því kjósa þeir eitthvað annað en þríhöfða skrímslið sem er nú við stjórnvölinn. Þetta fólk hleypur á milli flokka.

Og Sjálfstæðismenn ættu að gera uppreisn og losa sig við hugsjónarlausa "flokksforystu" sem er engin forysta, heldur sig við völdin án prinsippa fram í rauðan dauðann. Hvenær vakna Sjálfstæðismenn upp af dvalanum? Er formaðurinn búinn að hreiðra um sig með svo marga fylgjara, að ómögulegt er að gera uppreisn? Grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er reið.

 


Hvað verður um sigraða þjóð?

Seinni heimsstyrjöldinni lauk ekki sumarið 1945 með uppgjöf nasistaríki Hitlers.  Til þess var stríðið of blóðugt, reiðin og hefndarhugur mikill. Þetta stríð var ragnarök í bókstaflegri merkingu og tugir milljónir manna lágu í valinu. Þetta var útrýmingarstríð og sigur sigurvegarans algjör. Ríki hins sigraða sundurlimað og hugmyndafræði þess uppræt.

Það er því óhætt að segja að Þjóðverjar hafi verið óvinsælir og hataðir í lok stríðsins. En, eins og menn ættu að hafa í huga með Úkraníu stríðið í dag, er að óvinir í dag, verða kannski vinir á morgun. Rússar í dag eru í skammarkróknum, líkt og Þjóðverjar í lok seinni heimsstyrjöldina, en lífið heldur áfram. 

Það er því fróðlegt og gagnlegt fyrir sagnfræðinga að komast að því hvernig sigruð þjóð byggir sig upp á nýju. En við skulum hafa í huga, þrátt fyrir alla eyðilegginguna í stríðinu, sundurtættar borgir og fjölda dauði borgara (í flestum borgum Evrópu), þá hvarf þekkingin ekki í lok stríðsins. Ef eitthvað er, þá jókst þekking mannkyns margfalt í öllu þessu stríðsbrölti.  Það var því auðvelt fyrir bæði sigurvegara og taparanna, að endurbyggja þjóðfélög sín upp á nýtt, þannig að talað var um þýska og japanska efnahagsundrin. En lítum fyrst á eyðilegginguna áður en við skoðun hvað varð um fólkið.

Eyðilegging mannvirkja og dráp á borgurum

Hrikalegasta tímabil Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni var á síðustu árum átakanna, sérstaklega á milli 1943 og 1945. Á þessum tíma stóð Þýskaland frammi fyrir röð hernaðarósigra, gríðarlegra loftárása og innrása á jörðu niðri sem ollu mikilli eyðileggingu, mannfall og efnahagslegt hrun.

Loftárásir áttu miklan þátt í eyðileggingu borga og bæja og dráp borgara. En einnig var það mannskætt þegar víglína fór yfir landsvæði.

Frá og með 1943 hertu bandalagsríkin, einkum Bandaríkin og Bretland, hernaðarherferðir sínar gegn Þýskalandi. Borgir eins og Hamborg, Dresden, Berlín, Köln og fleiri urðu fyrir miklum sprengjuárásum, sem leiddi til víðtækrar eyðileggingar á innviðum, iðnaði og heimilum borgara. Eldsprengjuárásir borga olli miklu mannfalli og skildu mörg svæði eftir í rúst.

En stríðið var að mestu háð á austurvígstöðvunum eða um 80% allra stríðsátakanna í Evrópu. Orrustan við Stalíngrad, sem átti sér stað á milli ágúst 1942 og febrúar 1943, var tímamótaatburður (e. turning point) í stríðinu. Þýski 6. herinn var umkringdur og að lokum sigraður af sovéskum hersveitum, sem leiddi til uppgjafar um 91.000 þýskra hermanna. Þessi ósigur markaði verulegt áfall fyrir þýska herinn á austurvígstöðvunum og Sovétmenn fóru að ýta þýskum hersveitum aftur vestur á bóginn.

Nýjar vígstöðvar voru myndaðar í vestri með D-daginn svonefnda, innrás bandamanna í Normandí 6. júní 1944, þekktur sem D-dagur, opnaði nýja vígstöð í Vestur-Evrópu. Þessi innrás neyddi Þýskaland til að berjast á tveimur helstu vígstöðvum samtímis, teygja auðlindir sínar þunnt og hraða hnignun. En sú mynd sem við höfum af D-deginu er ekki alveg rétt (ekki trúa Hollywood og Saving Private Ryan). Kaninn og Tjallinn sigruðu ekki Þjóðverjann. Stríðið var tapað fyrir Þjóðverja og eina sem vesturvígstöðvarnar gerðu, var að koma í veg fyrir að sovésku hersveitirnar legðu undir sig alla Vestur-Evrópu.

Lokaorrustan var um Berlín sem endaði með ósigri í maí 1945. Árið 1945 hóf sovéski Rauði herinn stórfellda sókn í átt að Berlín, sem náði hámarki í orrustunni við Berlín í apríl og maí. Mikil barátta var í borginni og Adolf Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sinni 30. apríl 1945. Þegar Sovétmenn sóttu inn, féll Berlín undir stjórn þeirra 2. maí 1945, sem var í raun merki um endalok stríðsins í Evrópu.

Eyðingin var algjör og uppgjöfin upphafið að erfiðu tímabili. Þegar Þýskaland stóð frammi fyrir ósigri á mörgum vígstöðvum, voru borgir og bæir rústir einar af stöðugum sprengjuárásum, stórskotaliðsskoti og bardaga á jörðu niðri. Óbreyttir borgarar upplifðu gríðarlegar þjáningar og þýski herinn, örmagna og fáliðaður, varð að gefast upp.

Örlög þýsku þjóðarinnar í stríðslokum

Eins og komið hefur verið inn á, var tímabilið á milli 1943 og 1945 varð algjört hrun Þýskalands og lauk með skilyrðislausri uppgjöf 7.-8. maí 1945. Þetta var hrikalegasti áfanginn fyrir þýsku þjóðina í seinni heimsstyrjöldinni, sem leiddi til óviðjafnanlegrar eyðileggingar og manntjóns. Eftirköst stríðsins leiddu til skiptingar Þýskalands, enduruppbyggingar og að lokum umbreytingar í lýðræðisþjóð í Vestur-Þýskalandi og Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi), kommúnistaríki.

Hremmingar þýsku þjóðarinnar byrjuðu í lok stríðsins.  Þýskur almenningur hafði það nefnilega nokkuð gott framan af stríðinu, borgir að mestu óskaddaðar og lífið gekk sinn vanagang. Eina sem truflaði friðinn voru loftárásirnar sem hófust af krafti 1943 en náðu hámarki í lok stríðsins. Almenningur lærði að lifa með þær og þær brutu ekki baráttu þrek hans, eins og til stóð með þessu loftárásum. Það er lærdómurinn sem nútímaherir hafa lært, að ráðast beint á almenning, endar ekki stríð.

En svo er það hinn skelfingarvaldur almennings í stríðinu. Vígstöðvalínan.

Víglínan og almenningur

Mikið af eyðileggingunni varð vegna hreyfingar á víglínunni og breyttra bardaga. Þegar bandamenn komust inn á þýskt yfirráðasvæði varð víðtæk eyðilegging og manntjón á vegi hersins sem sóttu fram.

Þýskar hersveitir hörfuðu og skilja sviðna jörð eftir sig. Þegar bandamenn náðu yfirhöndinni bæði á austur- og vesturvígstöðvum, tóku þýskar hersveitir að hörfa. Í undanhaldi sínu beittu þeir oft „sviðinni jörð“ stefnu, eyðilögðu vísvitandi innviði, brýr, verksmiðjur og allt sem gæti haft verðmæti fyrir óvininn sem sótti fram. Þessi aðferð olli verulegri eyðileggingu og hamlaði framsókn bandamanna.

Sprengjuherferðir bandamanna olli gífurlegri eyðileggingu. Í öllu stríðinu, en sérstaklega á síðari stigum, gerðu bandamenn umfangsmiklar loftsprengjuárásir yfir þýskar borgir og iðnaðarmiðstöðvar eins og komið hefur verið inn á hér. Þessum sprengjuherferðum var ætlað að trufla stríðsframleiðslu Þjóðverja og veikja starfsanda þeirra. Borgir eins og Hamborg, Dresden og Berlín urðu fyrir hrikalegum eldsprengjuárásum sem ollu miklu tjóni og tjóni óbreyttra borgara.

Bardagasvæðin voru línulaga, vígstöðvar á víglínum sem færðist fram og aftur. Þegar framlínurnar færðust fram og til baka urðu svæði sem keppt var um eða urðu bardagasvæði fyrir verulegri eyðileggingu. Íbúar í borgum, bæjum og þorpum, sem lentu í skotbardaga eða urðu fyrir langvarandi umsátri, urðu oft fyrir miklum þjáningum.

Framsókn sovéska Rauða hersins úr austri var sérstaklega hrottaleg fyrir Þýskaland. Þegar þeir sóttu fram í átt að Berlín, voru harðir bardagar, barist til síðasta manns og borgir og bæir á vegi þeirra skemmdust mikið. Orrustan við Berlín olli víðtækri eyðileggingu í höfuðborginni.

Vesturvígstöðvarnar og Normandí innrásin hófst með  D-dagsins innrásin og síðari framgangur bandamanna í gegnum Vestur-Evrópu leiddu einnig til verulegrar eyðileggingar. Þýskar borgir og bæir í Frakklandi, Belgíu og Hollandi urðu fyrir miklum bardögum og sprengjuárásum.

Eftirmáli stríðsins fyrir almenning

Einum mestu þjóðflutningar sögunnar áttu sér stað í lok stríðsins. Það voru ekki bara borgarar í Austur-Evrópu sem voru neyddir til baka í lok stríðs og í faðm Sovétríkjanna, heldur voru allir Þjóðverjar neyddir til að yfirgefa heimkyni sín, þar sem kannski fjölskyldur þeirra höfðu búið í margar aldir. Milljónir manna marseruðu í austurátt og á móti milljónir manna í vesturátt.

Eins og fyrr segir leiddi lok seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að milljónir Þjóðverja voru fluttar frá heimilum sínum, sérstaklega þeirra sem búa á svæðum sem voru innlimuð eða hernumin af öðrum löndum. Þjóðverjum úr þjóðarbrotum sem bjuggu í Austur-Evrópu var oft vísað frá heimilum sínum með valdi og urðu flóttamenn og leituðu skjóls og öryggis í þeim hlutum sem eftir voru af Þýskalandi eða öðrum löndum. En þetta var Þýskaland eftirstríðsáranna til mikillar lukku, því að mikill mannauður kom með þessu fólki og kom í staðinn fyrir fólkið sem féll í stríðinu. Þetta var undirstaðan fyrir þýska efnahagsundrið svonefnda.

Hungur og skortur svarf að. Stríðið hafði skilið Þýskaland í miklum erfiðleikum. Landið stóð frammi fyrir miklum matarskorti og efnahagslegum eyðileggingum. Margir Þjóðverjar áttu í erfiðleikum með að finna nægan mat til að borða, sem leiddi til vannæringar og hungurs.

Hernám bandamanna og takmarkanir fylgdu í stríðlok. Hernám bandamanna í Þýskalandi olli verulegum breytingum á lífi venjulegra Þjóðverja. Það voru takmarkanir á ferðum, útgöngubanni og skerðingu á borgaralegum réttindum. Auk þess beittu hernámsliðið afhelgunaraðgerðum gegn nasistum sem höfðu áhrif á marga þætti daglegs lífs.

Uppræting nasistasamtakanna tókst algjörlega. Nasistastjórnin hrundi með stríðslokum og bandamenn unnu að því að leysa upp nasistaflokkinn og tengd samtök hans. Þetta hafði mikil áhrif á líf Þjóðverja sem höfðu verið virkir stuðningsmenn eða meðlimir nasistaflokksins. En í Austur-Þýskalandi tók við annað alræðisríki sem leystist ekki upp fyrr en um 1989.

Að takast á við eftirmála stríðsins getur verið sárt. Þýskir borgarar þurftu að takast á við líkamlega og tilfinningalega eftirmála stríðsins. Margar fjölskyldur höfðu misst ástvini og það voru útbreidd áföll og sorg. En þeir þurftu líka að takast á við grimmdarverk þýsku nasistanna og útrýmingarherferð þeirra á hendur gyðinga og annarra þjóða og þjóðabrota. Grimmd þeirra, sem vill oft gleymast, var líka ógeðsleg gagnvart sovéskum borgurum og hermönnum. Einnig borgurum og hermönnum hernumdra landa. Segja má að sektarkennd Þjóðverja sé enn sterk fram á daginn í dag.

Endurreisn og aðlögun hófst strax. Almennir borgarar í Berlín hófu strax í maímánuði að hreinsa til í rústunum og reyna að hefja nýtt líf. 

Upp hófst hins vegar erfiður tími fyrir þýskar konur. Nauðgun og kynferðislegt ofbeldi var algengt og almennt á hernámssvæði Sovétríkjanna. Á síðustu mánuðum stríðsins var útbreitt kynferðisofbeldi beitt gegn þýskum konum. Umfang og grimmd þessara glæpa voru umtalsverð og margar konur þjáðust gríðarlega af þeim sökum. Það væri hægt að skrifa margar sögubækur um örlög kvenna í stríði og eftirmála þess.

Með landið í rúst þurftu Þjóðverjar að taka þátt í að endurbyggja bæi sína, borgir og innviði. Þetta ferli krafðist mikillar vinnu og samvinnu, auk þess að takast á við áskoranir vegna takmarkaðra fjármagns og efnahagslegs óstöðugleika.

En tímabil taka enda, líka þau vondu. Sumarið 1945 markaði lok einræðisstjórnar nasista og upphaf nýs tímabils fyrir þýsku þjóðina. Þetta var tími uppgjörs með afleiðingar nýlegrar sögu þeirra og kapps um nýja lýðræðislega framtíð. Síðustu þýsku stríðsfangarnir snéru heim frá Sovétríkjunum 1953 við fráfall Stalíns.

Í stuttu máli má segja að þýska þjóðin upplifði landflótta, hungur og þær áskoranir sem fylgdu því að endurreisa líf sitt sumarið 1945. Stríðslok olli verulegum breytingum á daglegu lífi þeirra og markaði upphafið á erfiðu tímabili bata og umbreytinga fyrir þjóðarinnar í heild. Landið var skipt í tvennt til ársins 1989. Austur-Þjóðverjar þurftu áfram að búa við einræðisstjórn, nú kommúnista.

Ég skrifa kannski um örlög íbúa Sovétríkjanna eftir stríðslok. Sama saga er að segja þaðan, dauði og eyðilegging, bara margfalt stærra í sniði. Saga Rússlands á 20. öld er sorgarsaga. Sú saga er ekki lokin.

Ísland og þýskir flóttamenn

Litla Ísland fór ekki varhluta af afleiðingum stríðsins. Það voru helst íslenskir sjómenn sem létu lífið í stríðinu en líka almennir borgarar. Íslendingar börðust með báðum stríðaðilum, en ég myndi halda að fleiri hafi verið í liði bandamanna en ég veit það samt ekki.

Hingað komu þýskir flóttamenn. Í barnæsku eignaðist ég vin sem er einmitt afkomandi þessara flóttamanna. Ég skildi ekki samhengi, vissi að þetta fólk kom frá Þýskalandi en vissi ekkert um land og þjóð. Þetta fólk sem hingað flúði reyndist vera besta fólk og aðlagaðist íslensku þjóðfélagi vel. En einnig fólk sem flúði Ungverjaland 1956 sem settist einnig að í hverfi mínu.

Á fullorðins árum hef ég kynnst fólki frá nánast öllum heimsálfum en flestir eru vinir mínir frá Evrópu.  Ég á góða vini frá Bandaríkjunum, Úkraníu, Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi og fleiri ríkjum. Ættingjar og vinir mínir búa margir í Evrópu í dag.

Lokaorð mín eru að við erum öll manneskjur, og hvernig sem við erum flokkuð eftir þjóðerni, erum við öll eftir allt saman ferðalangar í sama ferðalagi mannkyns.  Því er það dapurlegt að mannkynið hefur ekkert lært og aftur eru stríðbumbur barðar í Evrópu þegar síðustu eftirlifendur stríðsins eru látnir.

 


Deilan um upphaf landnám Íslands - hvenær á íslenska þjóðin afmæli?

Þetta er mesta deiluefni Íslandssögunnar, hvenær landið byggðist fyrst.  Miklar efasemdir eru um upphafið en nú eru menn á því að ekki verði komist að því nákvæmlega hvenær landið byggðist fyrst.

En fornleifarannsóknir styðja ritheimildir, Landnámubók og Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar, að aðal landnámið hafi hafist í kringum 970 e.Kr.

Það er vitað og fornleifar styðja það einhver byggð var hafin fyrir þetta en sagnfræðingar verða að skrifa megin sögu, ekki undantekningar eða eitthvað sem hefur e.t.v. engin áhrif á meginsöguna.

En svo er gaman að pæla í Hrafna-Flóka og aðrar landkönnuði sem voru hér á undan landnámið og jafnvel veiðimenn í verstöðvum fyrr á öldinni, sbr. fornleifauppgröftin á Stöðvarfirði.

Ég held að við getum alveg fastset upphafið við ákveðna tölu, því einhvers staðar verður að vera upphafspunktur. 971+- eða 974 eru jafn góð ártöl og úr því að við höfum miðað við 974 og við héldum upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Við höldum okkur við það.

 

 


Læti í kringum málefni Hæstarétt Ísraels

RÚV virðist hafa miklar áhyggjur af afdrif lýðræðis í Ísraels vegna þess að ísraelska þingið samþykkti umdeilar lagabreytingar sem snúa að hæstarétti landsins.

Eins og er í öllum lýðræðisríkjum (nema Íslandi þar sem framkvæmdarvaldið situr á Alþingi) er þrískipting valdsins grundvöllur lýðræðisins í Ísrael. Dómsstólavaldið, framkvæmdarvaldið og svo löggjafarvaldið er skiptingin.

Nú er ég ekki öllum hnútum kunnugur um skiptingu valdsins í Ísrael, en þykkist þó telja mig vita að löggjafarvaldið eigi að setja lög sem dómstólar fara eftir og framkvæmdarvaldið framkvæmir eftir.

Ef meirihlutinn á Knesset (þinginu) ákveður að breyta lögum er varða lögsvið dómstóla, skil ég ekki af hverju það er verið að mótmæla.  Væntanlega er meirihlutinn á þinginu að samþykkja lagabreytingar á löglegan hátt.

Í frétt RÚV segir: "Hinar umdeildu lagabreytingar fela í sér að fella niður heimild hæstaréttar til að hnekkja aðgerðum stjórnvalda sem dómstóllinn telur brjóta gegn stjórnarskránni. Hæstaréttardómarar og lögfræðingar hafa gagnrýnt breytingarnar harðlega og sagt þær ógna lýðræði landsins."  Þetta er ekki rétt, því að það er engin stjórnarskrá í Ísrael! Bara svokölluð grunnlög. Eru bara sumarstarfsmenn starfandi á fréttastofu RÚV á sumrin? Þetta er auðvelt að flétta upp. Þessi skýring RÚV er því of óljós til að skilja og röng.

Kíkjum þá á skýringu fjölmiðilsins Aljazeera:

"Lögin, hluti af víðtækari viðleitni til að endurskoða dómskerfið, koma í veg fyrir að Hæstiréttur felli niður stjórnvaldsákvarðanir.

Stuðningsmenn þess segja að núverandi staðall um sanngirni veiti ókjörnum dómurum óhóflegt vald yfir ákvarðanatöku kjörinna embættismanna. En gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að hún fjarlægi lykilatriði í eftirlitsvaldi dómstólsins og opni leið fyrir spillingu og óviðeigandi skipan."

Þessi skýring er skiljanlegri. Og af henni má lesa að Hæstiréttur Ísraels sé að skipta sér af stjórnvaldsákvörðunum (sem hvergi er leyfilegt) en dómstólar eiga almennt að dæma eftir lögum, ekki að stjórna og þar með skipta sér af framkvæmdarvaldinu. 

Ég veit ekki hvað eftirlitsvald dómstólsins á að vera sem gagnrýnendur hafa áhyggjur af, til þess veit ég of lítið. En almennt myndi maður halda að dómstólar eigi bara að dæma eftir lögum, ekki að standa í lagasetningu, stjórnmálum almennt eða stjórnun ríkja. Ég hef reyndar litlar áhyggjur af þessu máli, en er hér að skrifa mig til skilnings.

Nóta bene, verri er það að lýðfræðin er að breyta íbúasamsetningu landsins. Heittrúaðir eignast fleiri börn en þeir sem eru í meðallagi trúaðir.  Þetta þýðir að Ísrael stefnir í að vera trúarríki eins og Íran, einhvern tímann eftir x mörg ár. Ísrael gæti þá hætt að vera veraldlegt ríki og orðið geistlegt. Hvers konar ríki það verður og hvort það verði gott fyrir heimsfriðin, með öflugt kjarnorkuvopnabúr við hendina.... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband