Svæðið sem taldist til villta vestursins:
Óbyggða landsvæðið vestur af Mississippi áar það er löglausu svæðin sem voru á landamærum Bandaríkjanna á þessum tíma. Hér má nefna Dakóta, Nevada, Oregon, Utah, Idaho, Montana, Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Colorado.
Einkenni tímabilsins:
Lögleysa og ofbeldi einkenndi tímabilið. Gamla vestrið var þekkt fyrir kúreka, indíána, löggæslumenn, byssukappa, gullgrafara eða málmleitarmenn, fjárhættuspilara, frumkvöðla eða landakönnunarmenn, skáta, útilaga, glæpagengin og pistólumanna. Frægustu menn villta vestursins, voru meðal annarra, löggæslumaðurinn Wyatt Earp, útlaginn Wild Bill Hickok (Billy the Kid), bankaræninginn Butch Cassidy (the Sundance Kid), útlagarnir Frank og Jesse James og Clanton gengið. Frægasti byssubardaginn var háður við hestagerðið O.K. Coral.
Tímabilið:
Mjög er deilt um upphaf tímabil svokallaða villta vestursins. Þetta er mjög athyglisverð saga sem eiginlega hefst í bandarísku borgarastyrjöldinni en sumir vilja láta tímabilið hefjast á 17. eða 18. öld, sjá síðar í textanum.
Þegar sagan er skoðuð, kemur í ljós að það reyndust vera að mestu leyti sigraðir Suðurríkjamenn sem hélt áfram að herja á fólk eftir stríðið en margir þeirra leituðu vestur á bóginn, í ónumin lönd vestursins.
Uppgjafahermenn Suðurríkjanna hötuðu Norðurríkjamenn og fannst það vera allt í lagi að ræna banka og lestir Bandaríkjanna eða herja á íbúanna. Margir þeirra flúðu eftir stríðið vestur á bóginn, til villta vestursins og þá hófst einnig rótsturtíð þar. Um 1900 er talið að vestrið hafi endanlega verið tamið.
Blómatímabilið stóð frá 1865 (loka borgarastyrjaldarinnar) til 1889 þegar Oklahoma - indíánalandið, var leyft til búsetu hvítra. Þegar Oklahoma varð 46 ríki Bandaríkjanna, þá má segja að vestrið hafi verið fulltamið. Aðrir vilja láta tímabilið enda um 1895.
Sumir vilja tengja gullæðið í Alaska við tíð villta vestursins en það hófst um 1890 og stóð til 1912 en þetta er umdeildara.
Sagnfræðingar deila hins vegar um upphaf tímabilsins og vilja sumir hefja það um 1775 með Daniel Boone sem stofnaði fyrstu nýlendu hvítra í Kentucky.
Boone lagði óbyggðaveg sinn í gegnum Cumberland skarð í Appalachian fjallagarðinum frá Norður-Karólínu og Tennessee og til Kentucky. Þar stofnaði hann þorpið Boonesborough.
Kentucky, sem var ein af fyrstu bandarísku byggðum vestur af Appalachians. Fyrir lok 18. aldar, höfðu meira en 200.000 Bandaríkjamenn flust til Kentucky vestur af Virginíu. En í raun var það villt og frjálst fyrir þann tíma, með búsettu sléttuindíána og fjallaindíána og einstakra hvítra veiðimanna.
En eins og áður sagði, byggðist vestrið að mestu á tímanum eftir borgarastyrjöldina og bæjir og borgir risu af grunni á örskot tíma.
Bloggar | 5.9.2023 | 08:09 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miklar deilur eru um áhrif mannsins á loftslag jarðar. Meirihluti vísindamanna eru á því að maðurinn hafi áhrif en hversu mikið og hvort það skiptir máli, er umdeilanlegt. Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuna er vísindaleg umræða.
Við látum lýðskrumara eins og John Kerry þruma yfir okkur heimsendaspár og á sama tíma og hann flýgur um sjálfur á einkaþotu, þar á meðal til Íslands. Predikari sem iðkar ekki sem hann boðar, hljómar ekki sannur.
Ég horfði á athyglisvert viðtal við Steven Koonin hjá Hoover Institution. Þar eru vísindamenn að taka viðtöl við aðra vísindamenn og umræðan mjög þroskuð. Kíkjum aðeins á manninn, Steven Koonin.
Steven Koonin er einn af virtustu vísindamönnum Bandaríkjanna, með áratuga reynslu að baki, þar á meðal starfaði hann sem vísindaráðunautur hjá orkumálaráðuneytinu í ríkisstjórn Obama.
Í þessari umfangsmiklu umræðu, sem að hluta til er byggð á bók Koonin frá 2021, Unsettled: What Climate Science Tells Us, What It Doesn't, and Why It Matters, gefur Koonin fágaðri sýn á vísindin á bak við loftslagsmálið en fjölmiðlar gefa venjulega, en í viðtalinu fer hann í gegnum sönnunargögnin og þýðingu þeirra.
Koonin segir m.a. í þessu viðtali, hann ...skalf yfir þeirri uppgötvun að loftslagsvísindin voru mun minna þroskuð en hann hafði gert ráð fyrir og að yfirgnæfandi vísbendingar um skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum voru ekki svo yfirþyrmandi eftir allt saman.
Einnig sagði hann að reikningslíkönin fyrir loftslagsbreytingar væru ekki eins góð og fyrir líkönin fyrir veður(spár). Hann kemst líka að þeirri niðurstöðu, að þótt við mennirnir séum að breyta loftslaginu til hlýnunar (eigum a.m.k. 1% þátt) þá sé það ekki þannig að það hafi mikil áhrif á framtíð mannkyns. Við getum auðveldlega aðlagað okkur að breyttu loftslagi með nútíma tækni.
Koonin benti einnig á að loftslag á jörðu byrjaði að breytast til hlýnunar fyrir 400 árum, löngu áður en iðnbyltingin og sannarleg mannanna áhrif hófust. Hann benti á að venjulega deyi níu sinnum fleiri af völdum kulda en hita. En vegna hlýnunar, hafi færri dáið af völdum loftslags en nokkrum sinni áður í mannkynsögunni og það þótt mannfjöldi hafi margfaldast síðastliðin tvö hundruð ár.
Hoover Institution and Steven Koonin
Umræðan heldur því áfram....og niðurstaðan er ekki komin, það er víst.
Bloggar | 3.9.2023 | 18:08 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er greinilega ekki eini sem sér skynsemi í að byggja flugvöll annars staðar en í Reykjavík. En hér sér Emil möguleika á hraðbrautinni meðfram flugvöllinn.
Bloggar | 2.9.2023 | 18:13 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er eilífa vandamál í kringum Reykjavíkurflugvöll, þökk sé flugvélahatur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll bolabrögð hafa verið beitt til að koma flugvellinum í burt. Fyrst með byggð í kringum Valsheimilið og nú með viðbót við byggðina í Skerjafirði.
Stöðugt verið að þrengja að flugvellinum og ein flugbrautin orðin óvirk sem er nauðsynleg í vissri vindátt. Þetta er bagalegt fyrir sjúkraflugið að hafa ekki alltaf aðgengi að vellinum.
Það virðist vera stórmál fyrir stjórnmálamenn samtímans að flytja þennan flugvöll úr Vatnsmýrinni, en svo var ekki þegar hann var byggður í upphafi. Förum aðeins í byggingasögu flugvallarins. Sumir halda að Bretar hafi haft frumkvæði að staðsetningu núverandi flugstæðis en svo er ekki. Íslendingar með nýráðinn flugmálaráðunaut ríkisins, Agnar Kofoed Hansen voru með hugmyndir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Agnar var ráðinn til starfa 1936. Valið stóð á milli Vatnsmýrinni eða Kringlumýri og ákveðið var að velja síðarnefnda kostinn.
Hér er ein góð grein sem greinir vel frá þessu máli: Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll og hún segir m.a.:
"En mál voru nokkuð fljót að taka breytingum. Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940 og settu þeir upp varðstöðvar við þá staði sem notaðir höfðu verið fyrir flugsamgöngur. Skömmu síðar fóru Bretar að leita eftir hentugum stöðum til flugvallagerðar. Leonard K. Barnes flugliðsforingi sem stýrði athugun Breta taldi ekki nægjan-legt svigrúm fyrir herflugvöll í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við byggð. Bretar völdu því Kaldaðarnes, en það reyndist ekki sem skyldi. Flugvöllur í Kaldaðarnesi var illa staðsettur með tilliti til umferðar og aðdrátta og var einnig inn á flóðasvæði Ölfusár."
Kringlumýrin var svo endanlega slegin af borðinu. Flugmálafélag Íslands fór um þetta leyti fram á við borgarráð að unnar yrðu frekari athuganir á flugvallarstæði í Vatnsmýrinni og einnig kostnaðaráætlanir við gerð flugvallar. Bæjarráð féllst á þessar hugmyndir og þar með var Kringlumýri slegin af sem flugvallarstæði. Lengra náði þessi saga þó ekki, því breski herinn fór um landið og lét gera flugbrautir á ýmsum stöðum. Ein þeirra var á Melunum við Öskjuhlíð. Um miðjan október 1940 var áhugi borgaryfirvalda vakinn á því að Bretar væru byrjaðir á flugvallargerð sunnan við Vatnsmýrina segir í ofangreindri grein.Bretar byggðu upp flugvöllinn á örskömmum tíma í núverandi mynd.
Svo komu upp hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði og Hvassahrauni. Fyrrnefnd flugvélastæði var fljótlega slegið af vegna óhagstæðra vinda og hæðar yfir sjávarmáli.
En vinstri-lingarnir í borgarstjórn voru ekki búnir að gefast upp. Hvassahraun er útópíusvæðið fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem raun væri þá orðinn að að Vogaflugvelli og kominn óþægilega nálægt Keflavíkurflugvelli. Samin var galin skýrsla sem kölluð er í daglegu tali Rögnuskýrsla. Teknir voru fjórir flugvallarkostir; Bessastaðanes, Löngusker, Hólmsheiði og Hvassahraun en einnig breyttar útfærslur á flugstæðinu í Vatnsmýri.
Og hver var niðurstaða stýrhópsins í skýrslunni? "Stýrihópurinn leggur til að aðilar samkomulagsins komi sér saman um næstu skref í málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur afl að: i. Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði mismunandi útfærslu og hönnunar verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni." Flugvallarkostir
Sum sé, arfavitlaus kostur valinn enda var sérfræðiþekkingin ekki meiri en það að sérfræðingarnir gleymdu að taka tillit til jarðfræðinnar og Reykjanes er þekkt eldgosasvæði. Náttúran þurfi svo að kenna þrjóskum vinstrimönnum lexíu með þremur eldgosum í röð. Séð er fram á áframhaldandi gosvirkni næstu áratugi en samt hafa sumir vinstri brjálaðir ekki slegið Hvassahraun af borðinu.
Í mínum augum er valkostirnir tveir eða þrír. Auðveldast er að útfæra núverandi flugvöll í Vatnsmýri (ryðja hús og tré til skapa pláss og lengja í flugbrautum) en bara til bráðabirgða.
Best væri að taka flugvöllinn úr höndum Reykvíkinga sem haldið hafa hann í gíslingu, landsbyggðinni til hugarangurs. Það er bara hægt með því að flytja hann út á Löngsker, undir lögsögu ríkisins og án þess að vitl...geti skemmt fyrir. Borga má kostnaðinn við nýjan flugvöll á Löngskerum með sölu lands undir núverandi flugvöll sem nóta bene er í eigu ríkisins, ekki Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður er 37 milljarðar, 24 milljarðar ef hann væri á Bessastaðanesi, 25 milljarðar á Hólmsheiði; um 22 milljarða ef hann væri í Hvassahrauni en ekki er minnst á kostnaðinn við að breyta núverandi flugvöll.
Svo er þriðji kostinn að flytja hann yfir á Bessastaðanes en þá þarf að glíma við annað sveitarfélag, í þetta sinn við Garðabæ. Þar eru menn reyndar raunsæir en hver veit hvaða stjórnarflokkar taka við í framtíðinni og skipta um skoðun.
Bloggar | 1.9.2023 | 14:14 (breytt 2.9.2023 kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning er hvort tíminn sé afstæður og hvað sé langur tími. Maður hefur upplifað tímana tvenna, þótt maður teljist ekki gamall. Vegna þess að læknavísundunum fleygði fram á 20. öld, náði fólk fætt fyrr á öldinni að lifa lengur og verða aldrað.
Maður hitti því fólk sem einmitt var fædd í upphafi 20. aldar, eða um 1900-10. Það var athyglisvert að ræða við það enda allt önnur heimsmynd sem það bjó yfir. En því miður var ég of ungur til að kunna að spyrja réttu spurningarnar. Það gerði ég síðar er ég kenndi sögu í framhaldsskóla og lét nemendur taka viðtöl við afa og ömmu um fyrsta dag hernám Breta og hvernig stríðsárin voru frá þeirra sjónarhorni. Margar athyglisverðar frásagnir komu fram og engin þeirra enn birt.
En ég hitti líka fólk sem var fætt á síðasta áratug 19. aldar. Þá mjög aldrað en ernt. Ég held samt að það hafi ekki verið mikil munur á því og því fólki sem fædd var í upphafi 20. aldar og ég ræddi meira við. Þjóðfélagið breyttist ekki svo mikið á þessum tveimur áratugum. Og þó, vélöldin hófst í upphafi tuttugustu aldar og fólk eignaðist bíla og kann ég frásagnir af fyrstu bílkaupum fólks. Einn aldraður maður sagði mér t.d. hvernig það var að róa út frá Þorlákshöfn á árabáti. Ég var í sveit á unglingsárum sem vinnumaður og kynntist fólk sem var þá aldrað. Meira segja torfbærinn var enn uppistandi þegar ég var í sveitinni en fólkið var nýflutt í steypubyggt hús. Ég kom síðar í heimsókn, kominn yfir tvítugt og þá var torfbærinn horfinn.
Fólkið sem fæddist í lok 19. aldar þekkti annað fólk sem fæddist e.t.v. á fyrri helmingi aldarinnar. Svo ræði ég við börn mín og þannig teygist tíminn fyrir vitnisburð. Þannig getur munleg geymd eða heimild spannað tvær aldir auðveldlega.
Svo mun hafa verið um Ara fróða Þorgilsson og heimildamenn hans. Hann talaði við aldrað fólk og hafði því vitni. Heimildarmenn eru valdir af kostgæfni og nefndir, elsti heimildarmaður Ara var fæddur árið 995 (72 árum eldri en Ari var sjálfur). Íslendingabók sem er stutt yfirlitsrit um sögu Íslands frá landnámi og að ritunartíma, var rituð af Ara á árunum 1122-1133. Heimildamaður Ara hefur einmitt rætt við fólk sem var fædd fyrr á 10. öldinni. Þarna er verið að tala um beinan vitnisburð mann af manni. Þjóðsögur verða einmitt til úr munnlegri geymd. Oft er sannleikskorn í þeim, sambanda af skáldskap en hann kemur til sögu þegar þekkingin þrýtur. Gott dæmi um það eru Íslendingasögurnar. Þegar engar bækur voru til að geyma þekkinguna, þá varð fólk að treysta á munnlegar heimildir. Þannig var farið með embætti lögsögumannsins, hann sagði upp lögin, en las ekki upp. Þetta er ákveðin þjálfun sem lærist.
Bloggar | 31.8.2023 | 08:51 (breytt kl. 09:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisstjórnarflokkarnir eru orðnir þreyttir í samstarfinu og það sást vel nú í sumar, sem ætti að vera tíðindalaus tími, og nú í haust. Andstæðurnar, VG og Sjálfstæðisflokkurinn álykta á flokksráðsfundum gegn hvorum öðrum.
Eitt greinilegasta dæmið um þreytuna og viljaleysi til framkvæmda er orkuskorturinn í landinu. Það á að troða með góðu eða illu orkuskipti í landinu ofan í almenning með svo kallaðri grænni orku. Helst eiga allir bílar að ganga fyrir rafmagni og losun koltvísýring komin niður í núll fyrir 2050.
En vandinn er að VG vilja ekki brjóta eggið til að búa til kökuna. VG vilja ekki virkja græna orku fallvatnana en þess þarf fyrir orkuskiptin. Hvað vill flokkurinn þá? Það kemur hvergi fram.
Nú eru menn að gæla við vindmyllugarða. Þeir hafa sína galla. Fyrir hið fyrsta er að vindmyllurnar eru risastórar og háar til að ná í jafna vinda; þær eru plássfrekar því að hvirfilvindar myndast við spaða endanna og því þarf að vera bil á milli þeirra; þær eru háværar; þær eru sjónrænt ljótar og vindmyllurnar endast bara í 20 ár og þá þarf að skipa um. Erfitt, ef ekki nánast ómögulegt er að endurnýta efnið í þeim. Fuglalíf er í hættu og eflaust eru fleiri vandræði í kringum þessar vindmyllur.
En það eru til aðrar lausnir. Hér er ein, svokallaða blóma vindmylla. Þessar vindmyllur er hægt að framleiða í öllum stærðum, niður í stærð sem hentar einu húsi og í stærðarinnar blómavindmyllur sem hentar stærri notendum. Helsti kosturinn er að ekki skiptir máli hvaðan vindurinn stendur, alltaf snýst vindmyllan og hún er hljóðlát og ódýr í framleiðslu.
Talandi um nýtingu vindsins, þá eru olíuskip og fraktskip sum hver komin með tölvustýrð segl (ekki hefðbundin segl heldur úr málmi). Alls staðar blæs vindurinn.
Bloggar | 30.8.2023 | 12:44 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér koma áherslu punktar í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023 og kennir þar nokkurra grasa. Athyglisvert er að hvergi koma þar fram tillögur að skattalækkunum og minnka reglugerðafarganið. Ekki er minnst á gildin, a.m.k. hefði mátt skerpa á hvar flokkurinn stendur í mjúku málunum svonefndu.
Stórauka græna orkuframleiðslu og byggja undir orkuskipti - Ekki slæmt, en það er orkuskortur í landinu. Ekkert gert á meðan flokkurinn er í ríkisstjórn með VG sem eru hreinlega vilja banna orkusölu til stóriðjunnar! Alveg galin stefna VG og sýnir að ef flokkurinn réði ferðinni, yrði landið gjaldþrota á skömmum tíma. Mikil aðför VG að strandveiðum og hvalveiðum sýnir að flokkurinn skilur ekkert hvernig atvinnulífið virkar og hvaðan tekjurnar koma (skattarnir sem þeim finnst svo gaman að ráðstafa í gæluverkefni). Og vill VG enn að Ísland fari úr NATÓ?
Verja verndarkerfi flóttamanna og koma böndum á kostnað - Verja hvaða kerfi? Sem þeir komu á sjálfir og virkar ekki? Af hverju að vera með lokað úrræði en ekki senda fólkið úr landinu í lögreglufylgd ef það hefur verið úrskurðað að það eigi að fara úr landinu? Eiga bara Íslendingar að fara eftir lögum en fólk utan úr heimi bara fara sínu fram?
Endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins - Hér er sannarlega þörf á að taka til hendinni og byrja mætti á að henda áætlunina um Borgarlínu í ruslatunnuna. Fara frekar í gerð mislægra gatnamóta sem nýtist öllum farartækjum, bílum og strætó. Hvers vegna í ósköpunum mega ökutæki önnur en strætisvagnar ekki fara yfir Fossvogsbrúna nýju, er óskiljanlegt. Milljarða framkvæmd en bara í boði fyrir tóma strætisvagna. Þetta myndi minnka gífurlega álagið á umferðina sem kemur úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur og öfugt.
Efla löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. - Þetta hefur lengi verið á dagskrá en einhvern veginn helst fjöldi lögreglumanna alltaf við 700 manns og hefur gert í áratugi. Með tilkomu milljóna ferðamanna mætti efla lögreglu stöðvar á landsbyggðinni. Lengi vel og út 20. öldina var jafn fjöl-/fámennt í lögregluliði Reykjavíkur og á stríðsárunum. 2-3 lögreglubílar á sumum vöktum fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Styrkja embætti ríkissáttasemjara. - Í lagi með það. Var eitthvað í ólagi þar?
Stuðla að efnahagslegum stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. - Hátíð í bæ ef það gerist einhvern tímann að ríkisútgjöld lækki! Ríkið ásamt bönkum hafa þannið út efnahagskerfið og þar með aukið verðbólgu með peningaprentun og útgjöldum. Alltaf verið að ausa fé í gæluverkefni og hækka útgjöld ríkisins með von um að meiri tekjur (í formi skatta oftast) dekki sukkið. Alþingi mætti byrja á sjálfu sér og henta út öllu aðstoðarmannakerfinu. Af hverju þarf svona marga aðstoðarmenn, þegar Alþingi starfað aðeins í 109 daga á ári (ég taldi þingdaga eitt árið)?
Auka hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu. - Þetta er dæmigert hægri stefnu mál en hvort þeir geri eitthvað í málinu er annað mál. Svo hefði flokksráðið mátt bæta við að fækka mætti reglugerðir sem eru afar íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bálknið verður áfram á sínum stað.
En Sjálfstæðismenn virðast hæst ánægðir með EES - samninginn og samskiptin við ESB. Þeir virðast líka hæstánægðir með Schengen landamærakerfið. Af hverju förum við ekki sömu leið og Sviss, sem er í EFTA en er ekki á Evrópska efnahagssvæðinu? Ekki gengur Svisslendingum illa og þeir sleppa við öll afskipti ESB af innri málum sínum. Fjórfrelsið er nóg. Evrópa er bara brot af heimshagkerfinu og við ættum að sækja meira fram í Asíu og Ameríku.
Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn nokkuð mikið hér á blogginu en bara vegna þess að enginn annar hægri flokkur er í boði fyrir hægri menn. Þetta er eini valkostur hægri manna nema ef vera skildi Miðflokkurinn. Sá flokkur skilgreinir sig sem miðjuflokk, burtséð hvað hann er í raun. Fylgi Miðflokksins er komið upp í 8% í síðustu skoðanakönnun og mun ekki gera annað en að hækka, því að flokkurinn er sá eini sem bendir á nakta keisarann og vill gera eitthvað í málinu.
Hvar Flokkur fólksins stendur, hefur ekki reynt á. Virðist vera nokkuð ruglingsleg stefna í gangi þar á bæ, fer eftir skapi formannsins hverju sinni, nema hvað varðar fátækt fólk og annað fólk sem stendur höllum fæti á landinu. Hann skilgreinir sig þó sem borgaralegan flokk.
Að lokum, ættu Sjálfstæðismenn að losa sig við núverandi forystu flokksins. Hún stendur ekki í lappirnar. Hún fylgir ekki stefnumálum eigins flokks og þegar gengið er á hana, segir "forystufólkið" að það verði að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi.
Það er tvennt að gera ef samstarfið gengur illa, mynda nýja ríkisstjórn með flokkum sem eru líkari eða hreinlega standa fast á prinsippunum og fara í stjórnarandstöðu ef með þarf.
Vinstri flokkarnir hafa sýnt í hreinni vinstri stjórn að fólk gefst fljótt upp á þessum flokkum og þeir ófærir um stjórna landinu. Því miður stefnir í vinstri stjórn eftir næstu kosningar. Guð blessi Ísland þá!
Bloggar | 29.8.2023 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér á blogginu eru Sjálfstæðismenn farnir að rífast innbyrðis um grunnstefnu flokksins, sem er fullveldi Íslands. Í hár saman eru komnir Arnar Þór Jónsson og Björn Bjarnason.
Erfitt er að skilja hvað sá síðarnefndi er að fara, en hann er greinilega á móti "upphlaupi" Arnars Þórs og segir: "Sé fullveldi ríkisins túlkað á þann veg sem Arnar Þór krefst til að þrengja að rétti og frelsi einstaklingsins sem skapast hefur með EES-aðildinni á að ræða leið til hæfilegs jafnvægis í anda sjálfstæðisstefnunnar. Það er ekki gert með aðferðum slaufunar eða ásökunum um smættun, hvað sem það nú er í þessu tilliti."
Hvernig Björn túlkar orð Arnars Þórs að hann sé að "...þrengja að rétti og frelsi einstaklingssins sem skapast hefur með EES-aðilinni" er óskiljanlegt (textinn er annars svo illa skrifaður að maður þarf að lesa hann tvisvar). Og þetta sé gert með aðferð slaufunnar! Hvernig Arnar getur slaufað umræðuna er óskiljanleg rökfærsla. Og ljóst er að Björn er að verja vondan málstað en það er EES-aðild Íslands. Réttur og frelsi einstaklingsins hefur einmitt skerts með EES-aðildinni vegna þess að eðli ESB hefur breyst frá því að Ísland gerðist aðili að EES. ESB í dag er meira sambandsríki en samtök frjálsra þjóða. Framkvæmdarstjórn ESB hefur of mikil völd í ljósi þess að ekki nokkur borgari innan ESB kaus hana.
Valdaframsal til ESB hefur aukist svo mikið að samstarf EFTA og ESB snýst ekki lengur um fjórfrelsið, heldur seilist ESB til áhrifa innan EFTA á öllum sviðum með reglugerðafargann. Þetta láta EFTA ríkin ganga yfir sig þeigjandi og hljóðalaust. Bókun 35 innsiglar endanlega valdaframsal Íslands til alþjóðlegrar yfirstofnunnar og er beinlínis andstæð stjórnarskrá Íslands.
Arnar Þór er ekki einn í liði. "Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar..." segir á vefsíðu Félags Sjálfstæðismanna um fullveldi. Fullveldisfélagið Niðurlag greinarinnar endar svona: Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.Bókun 35 grefur hann endanlega.
Ber svo að skilja að Björn sé fylgjandi fullveldisframsali til ESB? Vill hann fylgja í blindni ófæruferð forystu Sjálfstæðisflokksins eða hvað grasrótin finnst? Á Sjálfstæðisflokkurinn að bera fram frumvarp til lögfestingu bókunnar 35 í haust?
Hér er hlekkur inn á grein á ofangreindri vefsíðu, þar sem tilgangur þessa fullveldisfélags er útskýrður: Sérstakt félag sjálfstæðismanna um fullveldismál Til hvers?
Og greinin byrjar á eftirfarandi hátt:
Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af.
Einnig segir: "Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.
Flokksráðsfundurinn sem greinilega misheppnaðist, talar því máli flokksforystunnar, ekki landsfundar flokksins. Eru flokksráðsmenn því í beinni andstöðu við almenna meðlimi Sjálfstæðisflokksins, þ.e. grasrótarinnar?
Bloggar | 28.8.2023 | 11:07 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ekki um auðugan garð að gresja ef einstaklingur vill kjósa til hægri. Því miður er bara einn annar borgaraflokkur í landinu en Sjálfstæðisflokkurinn en það er Miðflokkurinn. Líklega Flokkur fólksins líka.
Ef maður er samkvæmur sjálfum sér kýs maður með frelsi (í öllum formum) einstaklingsins og fyrirtækja, opið markaðshagkerfi, lítil ríkisafskipti og varðveisla borgaralegra gilda.
Will Durant sagnfræðingur segir eftir að hafa skrifað sögu Rómverja og Grikkja og mannkyns að línan milli framfara og íhaldssemi sé örþunn. Íhaldssöm gildi eru einmitt íhaldssöm vegna þess að þau hafa reynst samfélaginu vel kynslóð eftir kynslóð og því hafi fólk haldið í þau. Hins vegar má samfélagið ekki vera of íhaldssamt, en þá er hætta á stöðnun.
Í nútímasamfélagi er engin hætta á stöðnun en breytingarnar eru svo miklar að fólk á í fullt í fangi með að meðtaka þær. Þetta gildir ekki bara um tækni og breytt samskiptamunstur heldur gildi samfélagins. Frjálslynd öfl til vinstri, eru í svo miklu kapphlaupi að henda í burtu gömul gildin að mörg gamalgróin og gild gildi hafa farið út um gluggann sem ef til vill ætti að halda í.
Tökum sem dæmi kristna trú. Miklar árásir hafa verið á kristin gildi og kristna trú og nú hefur tekist að útiloka alfarið að börn kynnist kristni í skólum. Þjóðkirkjan þeigir þunnu hljóði en hefur miklar áhyggjur af meðferð meðlima annarra trúarbragða. Þar með missa börnin möguleika á að kynnast kristna trú en ekki bara það, heldur kristin gildi. Þau eru ekki einkamál kristinna manna heldur allra sem búa á Íslandi. Samfélagsgildin, réttarkerfið og stjórnskipan byggjast á kristninni trú og ef klippt er þarna á milli, myndast tómarúm. Fólk skilur t.d. ekki ekki hvers vegna borgararnir eiga að sýna náungakærleik, mannúð og varðveislu mannréttinda. Þessi gildi koma frá vestrænum löndum, úr gyðingdómi og grískri háspeki og eru ekki viðhöfð alls staðar í heiminum. Það tók meira en tvö hundruð ár að koma þessum gildum á koppinn eins og þau eru í dag.
Í menningarstríðinu sem nú geisar, hefur Sjálfstæðisflokkurinn sofið á verðinum. Hann hvorki heldur á lofti íhaldssöm gildi né reynir að verja þau. Ekki bofs þegar kristni fræðsla var útilokuðu úr grunnskólum landsins. Nú, ekki eru allir kristnir á Íslandi, en þá geta þeir einstaklingar fengið fræðslu um almenn borgaraleg gildi og lýðræði eða eigin trúarbrögð. Það er enginn að segja að börn með önnur trúarbrögð þurfi að sitja undir kristnifræðslu.
Nú er flokksráðsfundur hjá Sjálfstæðismönnum. Lítið mun gerast hjá þeim á þessum fundi. Uppreisnarmenn fara af honum fúlir og gæla við tilhugsunina um að stofna hægri flokk. Innsta valdaklíkan í flokknum, með formanninn heldur áfram að saxa á eigið fylgi með stefnuleysi, gildisleysi og búríkratisma. Algjör kamakasi leiðangur sem endar loks með rúkandi rúst, fylgið komið niður í 12% eða minna og þá gefast Sjálfstæðismenn loksins á formanninum og dömunum í kringum hann. Það virðist ekki vera hægt að hagga við manninum, alveg sama hvað hann gerir af sér.
Fróðlegt verður að vita hvort að bókun 35 muni splundra flokkinn eða hvort að harðir Sjálfstæðismenn gefast upp þeigandi og hljóðalaust, skrá sig úr flokknum og kjósa í næstu kosningum Miðflokkinn.
Bloggar | 27.8.2023 | 17:22 (breytt kl. 17:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugsanlegt banatilræði við Trump? Þessari spurningu var beint að Donald Trump af hendi Tucker Carlsson í X viðtalinu fræga sem stefnir að fá 300 milljónir áhorfa. Þessi spurning kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og athyglisverð voru viðbrögð Donalds Trumps. Hann svaraði ekki beint en sagði "Theyre savage animals; theyre people that are sick.
Það er ekkert nýtt að brjálað fólk eða ofstækisfólk sækist eftir lífi frægs fólks. En það er ekki bara slíkt fólk sem er hættulegt stjórnmálamönnum, djúpríkið og CIA geta einnig verið skeinuhætt. Robert Kennedy Jr. er sannfærður um að CIA hafi kálað frænda sínum John F. Kennedy og grunur er um að CIA hafi staðið á bakvið embættisbrota ákæruna á hendur Richard Nixon Bandaríkjaforseta á sínum tíma og komið honum þannig úr embætti.
Meginfjölmiðlarnir, andstæðingar Donalds Trumps, keppast við að segja að viðtalið hafi verið drottningaviðtal eða leiðinlegt. Hvort sem það var, sló það heimsmet í áhorfi, mesta áhorf á sjónvarpsviðtal sögunnar. Aðeins viðtal Oprah Winfrey við Michael Jackson kemst eitthvað nálægt en samt aðeins með þriðjung áhorfs samanborið við viðtal Carlson við Trump.
Menn hafa verið að gæla við að Carlson verði boðið varaforseta embættið af hendi Donald Trumps, en það er enn sem komið er, bara vangaveltur. Í dag væri það stöðulækkun fyrir Tucker Carlson, en hann er líklega frægasti og áhrifamesti fjölmiðlamaður samtímans.
Ef ætlunin var að kynna málstað Trumps gagnvart öðrum kjósendum en Repúblikönum, tókst það stórkostlega. Spennandi að sjá næstu skoðunarkönnun um fylgi karlsins.
Aðeins 12 milljónir manna horfðu á kappræður dvergana sjö sem bjóða sig á móti Trump. Krónprinsininn DeSantis gerði gríðarleg mistök að bjóða sig fram á móti Trump í stað þess að bíða í fjögur ár í viðbót. Pólitískt sjálfsmorð, fylgið minnkar með hverjum degi og aðdáendur Trumps gleyma ekki "svikunum" hans við Trump.
Bloggar | 26.8.2023 | 01:36 (breytt kl. 10:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020