Villta vestrið

Inngangur
 
Ég horfði á heimildarmynd um villta vestrið nýverið. Mjög athyglisverð saga sem eiginlega hefst í bandarísku borgarastyrjöldinni. Því að það reyndust vera að mestu leyti sigraðir Suðurríkjamenn sem hélt áfram að herja á fólk eftir stríðið. Þeir hötuðu Norðurríkjamenn og fannst það vera allt í lagi að ræna banka og lestir Bandaríkjanna. Margir þeirra flúðu eftir stríðið vestur á bóginn, til villta vestursins og þá hófst einnig rósturtíð þar.
 
Um 1900 var vestið orðið tamið. Blómatímabilið stóð frá 1865 (loka borgarastyrjaldarinnar) til 1889 þegar Oklahoma - indíánalandið, var leyft til búsetu hvítra. Þegar Oklahoma varð 46 ríki Bandaríkjanna, þá má segja að vestrið hafi verið fulltamið. Sumir vilja tengja gullæðið í Alaska við tíð villta vestursins en það hófst um 1890 og stóð til 1912. Sagnfræðingar deila hins vegar um upphaf tímabilsins og vilja sumir hefja það um 1775 með Daniel Boone sem stofnaði fyrstu nýlendu hvítra í Kentucky.
 
Boone lagði óbyggðaveg sinn í gegnum Cumberland skarð í Appalachian fjallagarðinum frá Norður-Karólínu og Tennessee og til Kentucky. Þar stofnaði hann þorpið Boonesborough, Kentucky, sem var ein af fyrstu bandarísku byggðum vestur af Appalachians. Fyrir lok 18. aldar, hafði meira en 200.000 Bandaríkjamenn flust til Kentucky vestur af Virginíu. En í raun var það villt og frjálst fyrir þann tíma, með búsettu sléttuindíána og fjallaindíána og einstakra hvítra veiðimanna.

 

Svæðið sem taldist til villta vestursins:

Óbyggða landsvæðið vestur af Mississippi áar – það er löglausu svæðin sem voru á landamærum Bandaríkjanna á þessum tíma. Hér má nefna Dakóta, Nevada, Oregon, Utah, Idaho, Montana, Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Colorado.

Einkenni tímabilsins:

Lögleysa og ofbeldi einkenndi tímabilið. Gamla vestrið var þekkt fyrir kúreka, indíána, löggæslumenn, byssukappa, gullgrafara eða málmleitarmenn, fjárhættuspilara, frumkvöðla eða landakönnunarmenn, skáta, útilaga, glæpagengin og pistólumanna. Frægustu menn villta vestursins, voru meðal annarra, löggæslumaðurinn Wyatt Earp, útlaginn Wild Bill Hickok (Billy the Kid), bankaræninginn Butch Cassidy (the Sundance Kid), útlagarnir Frank og Jesse James og Clanton gengið. Frægasti byssubardaginn var háður við hestagerðið O.K. Coral.

Tímabilið:

Mjög er deilt um upphaf tímabil svokallaða villta vestursins. Þetta er mjög athyglisverð saga sem eiginlega hefst í bandarísku borgarastyrjöldinni en sumir vilja láta tímabilið hefjast á 17. eða 18. öld, sjá síðar í textanum.

Þegar sagan er skoðuð, kemur í ljós að það reyndust vera að mestu leyti sigraðir Suðurríkjamenn sem hélt áfram að herja á fólk eftir stríðið en margir þeirra leituðu vestur á bóginn, í ónumin lönd vestursins.

Uppgjafahermenn Suðurríkjanna hötuðu Norðurríkjamenn og fannst það vera allt í lagi að ræna banka og lestir Bandaríkjanna eða herja á íbúanna. Margir þeirra flúðu eftir stríðið vestur á bóginn, til villta vestursins og þá hófst einnig rótsturtíð þar. Um 1900 er talið að vestrið hafi endanlega verið tamið.

Blómatímabilið stóð frá 1865 (loka borgarastyrjaldarinnar) til 1889 þegar Oklahoma - indíánalandið, var leyft til búsetu hvítra. Þegar Oklahoma varð 46 ríki Bandaríkjanna, þá má segja að vestrið hafi verið fulltamið. Aðrir vilja láta tímabilið enda um 1895.

Sumir vilja tengja gullæðið í Alaska við tíð villta vestursins en það hófst um 1890 og stóð til 1912 en þetta er umdeildara.

Sagnfræðingar deila hins vegar um upphaf tímabilsins og vilja sumir hefja það um 1775 með Daniel Boone sem stofnaði fyrstu nýlendu hvítra í Kentucky.

Boone lagði óbyggðaveg sinn í gegnum Cumberland skarð í Appalachian fjallagarðinum frá Norður-Karólínu og Tennessee og til Kentucky. Þar stofnaði hann þorpið Boonesborough.

Kentucky, sem var ein af fyrstu bandarísku byggðum vestur af Appalachians. Fyrir lok 18. aldar, höfðu meira en 200.000 Bandaríkjamenn flust til Kentucky vestur af Virginíu. En í raun var það villt og frjálst fyrir þann tíma, með búsettu sléttuindíána og fjallaindíána og einstakra hvítra veiðimanna.

En eins og áður sagði, byggðist vestrið að mestu á tímanum eftir borgarastyrjöldina og bæjir og borgir risu af grunni á örskot tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband