Bloggfærslur mánaðarins, september 2023
Fórnarlömb kommúnismans/sósíalismans hlaupa á annað hundrað milljónir - 30 ár síðan Sovétríkin féllu
Umhugsunarverð ummæli frá Alan Charles Kors í tilefni af 30 ára falli Sovétríkjanna en hann ræðir hér um þær milljónir manna sem þjáðust og dóu í höndum grimmdarlegra kommúnistastjórna. Aldrei hefur farið fram uppgjör við kommúnisman og ungmenni í dag halda að það sé ekkert athugavert við að vera sósíalisti.
Who Were the Victims of Communism?
Bíddu við, er sósíalismi ekki annað en kommúnismi? Nei, Hér er um að ræða umskipti til kommúnisma sem er brautina fyrir stofnun stéttlauss kommúnistasamfélags. Kommúnismi er álitinn lokastig samfélagsþróunar, þar sem ríkið hefur visnað og þar ríkir algjört jafnræði og sameiginlegt eignarhald.
Í reynd hafa raunveruleikadæmi um bæði sósíalisma og kommúnisma verið mjög mismunandi, með enga einustu, almennt viðurkennda fyrirmynd. Sum lönd hafa tekið upp sósíalískar eða kommúnískar meginreglur í mismiklum mæli, á meðan önnur hafa sameinað þætti beggja hugmyndafræði við önnur efnahags- og stjórnmálakerfi. Það er mikilvægt að hafa í huga að túlkanir og útfærslur þessara hugmyndafræði hafa oft verið undir áhrifum frá sögulegum, menningarlegum og pólitískum þáttum.
Bloggar | 12.9.2023 | 09:04 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðimönnum finnst mörgum hverjum gaman að "kjamsa" á að vestræn menning sé í hnignun. Að Evrópa sérstaklega sé á fallandi fæti. Vestræn menning hefur ráðið ferðinni síðastliðin 300 ár (með nýlendu myndun og dreifingu verstrænna hugmynda) eða jafnvel lengur, ef við teljum með landafundina. Þessi stórkostlega hugmyndafræði, ættuð úr forn-grískri menningu, hefur knúið heimininn áfram með tækninýjungum og frjálsri hugsun, er undirstaða heimsmenningunnar í dag og kemur úr grískri heimspeki.
En það er ákveðin sjálfseyðingar hnappur innbyggður í vestrænni hugsun/menningu. Lýðræðið eyðir sjálft sig með frjálsræði (leyfir einræðinu að komast að, sbr. Þýskaland nasismans) eða kapitalisminn sem óheftur eyðir allri samkeppni (auðhringa myndun).
Evrópa beið álitshnekki eftir seinni heimsstyrjöldina en anginn af vestrænni menningu, Bandaríkin, bjargaði því sem bjarga varð. Bein yfirráð vestræna ríkja yfir nýlendum sínum leið undir lok en óbein yfirráð tóku við.
Það er eins með óheftan kapitalisma og lýðræði og frjálsa hugsun (tjáningarfrelsi) óheft frjálsræði leiðir til jaðarmenninga sem ef til vill eru ekki hollar fyrir megin menninguna. Undirstaðan, hefðbundin gildi verða undir og öfughyggja ofan á. Þetta sjá önnur ríki en vestræn. Þau vilja áfram að njóta það jákvæða sem kemur frá vestrænum ríkjum sem er tæknin en hafna afstæðishyggju vesrænna manna.
Mörg lönd og svæði um allan heim hafa hafnað eða staðið gegn vestrænni hugmyndafræði eða hafa valið að taka upp aðra hugmyndafræðilega ramma af ýmsum ástæðum. Það er nauðsynlegt að viðurkenna að ekki öll lönd eða svæði sem hafna vestrænni hugmyndafræði í heild sinni og umfang og eðli höfnunar getur verið mjög mismunandi. Hér eru nokkrar algengar ástæður fyrir því að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði eða hliðum þeirra.
Menningarlegur og trúarlegur munur. Sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði vegna þess að þau telja hana ósamrýmanlega menningarlegum eða trúarlegum viðhorfum þeirra. Til dæmis geta sum íslömsk lönd staðið gegn vestrænum félagslegum viðmiðum eða gildum sem þau telja andstætt íslömskum meginreglum þeirra. Eins öfugsnúið og það er, þá leita margir einstaklingar frá þessum löndum í frelsi vestursins en þangað komið, hafna þeir og velja. Vestræn velmegun og velferðakerfi laðar að, ekki vestræn hugsun.
And-heimsvaldastefna og and-nýlendustefna. Mörg lönd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku hafa kvartað yfir vestrænni nýlendustefnu og heimsvaldastefnu. Þar af leiðandi geta þau hafnað vestrænni hugmyndafræði sem hluta af mótstöðu sinni gegn því sem þau líta á sem vestræn yfirráð eða menningarlega heimsvaldastefnu.
Pólitísk hugmyndafræði er hluti af höfnuninni. Lönd með mismunandi pólitíska hugmyndafræði, svo sem sósíalista eða kommúnistastjórnir, geta hafnað vestrænum kapítalisma og frjálslyndu lýðræði í þágu eigin hugmyndakerfis. Þessi ríki eru reyndar orðin fá í dag en því harðskeyttari.
Þjóðerniskennd getur leitt til þess að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði þar sem þau setja eigin menningarlega sjálfsmynd og þjóðarhagsmuni fram yfir vestræn áhrif. Nýlendutíminn er enn í fersku minni margra. Þótt nýlendutíminn hafi fært fram framfarir efnahagslega, hafa þær ekki verið stjórnmálalega.
Efnahagslegir hagsmuni eru mikilvægir. Sum lönd geta hafnað ákveðnum þáttum vestrænnar efnahagslegra hugmyndafræði, svo sem nýfrjálshyggju, sem stuðlar að frjálsum markaði, afnámi hafta og einkavæðingu. Þau geta haldið því fram að slík stefna gagnist vestrænum fyrirtækjum á kostnað staðbundinna hagkerfa og launafólks. Þetta er rétt þegar litið er á yfirgang stórfyrirtæka sem eru orðin svo voldug, að þau eru efnahagslega sterkari en flest ríki. Þau valta yfir stjórnmálaelítu viðkomandi lands með mútum og jafnvel valdaránum.
Sögulegir þættir skipta máli. Söguleg átök eða deilur við vestræn lönd geta stuðlað að höfnun vestrænnar hugmyndafræði. Lönd með sögu um landnám eða hernaðaríhlutun vestrænna ríkja kunna að bera gremju gegn vestrænum ríkjum. Sjá má þetta með velgengni Kínverja í Afríku, þar bjóða Kínverjar fram efnahagsaðstoð án þess að krafan um vestrænt lýðræði fylgi með.
Hugmyndafræðileg samkeppni er á alþjóðavettvangi, þar sem mismunandi lönd og svæði geta kynnt eigin hugmyndafræði sem valkost við vestræna. Til dæmis hefur Kína kynnt fyrirmynd sína um auðvaldskapítalisma sem valkost við vestrænt frjálslynt lýðræði. En hvort þessi tilraun heppnist, er óvíst. Um þessar mundir er kínverski kommúnistaflokkurinn farinn að skipta sér um og of af kínversku einkaframtaki og kapitalismi með ríkisafskiptum kann ekki góðri lukku að stýra.
Í dag virðist umheimurinn vera orðinn þreytur á Vesturlöndum. Þau síðarnefndu bjóða bara upp á arðrán (nú stórfyrirtækja í stað stórvelda), sífelld stríð (ef ekki innbyrgðis, þá með afskiptum erlendis, sbr. Frakkar í Afríku og Bandaríkjamenn um allan heim).
Kjarninn í vesrænni hugsun er holur. Gildi sem sannarlega hafa haldið vestrænum ríkjum saman, eru fordæmd af vinstri mönnum og brotin niður. Fólk nennir ekki að eignast börn í efnishyggjuleit sinni og sjálfselsku eða rækta fjölskyldutengsl sín. Fólk er týnt í tækniheiminum, lítur ekki upp úr farsímanum þegar það gengur yfir götu.
Sumum finnst þó þróunin í vestrænum ríkjum vera frábær. Þetta sé eðlilegt allt saman. Sérstaklega sósíalistar eða vinstri menn eru hrifnir. En við höfum séð þetta áður í mannkynssögunni. Ekkert ríki eða menning lifir að eilífu, sérstaklega með slíka sjálfeyðingarhvöt.
Enginn vill taka ábyrgð, ekki einu sinni á eigin lífi og kennir samfélaginu um kúgun sína eða segir að samfélagið sé byggt á feðraveldi. Jarðarhugsun og í raun andfélagsleg hugsun, á að vera viðurkennd af fjöldanum, með góðu eða illu. Rangt er rétt og öfugt. Þjóðfélagið úr skáldsögunni 1984 raungert. Sá sem mótmælir, og sér ekki ljósið, er fordæmdur á samfélagsmiðlum. Einstaklingshyggjan hefur snúist upp í andhverfu sína.
Er þetta fyrirmyndin sem önnur ríki í heiminum eiga að leita visku til?
Bloggar | 11.9.2023 | 11:02 (breytt kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Svarið við þessari spurningu er ekki fundið. En fortíðin gefur vísbendingar. Margar ísaldir hafa komið og farið. Helsti sökudólgurinn er sólin. Þegar hún sendir frá sér minni orku (hita), verður ísöld á jörðinni og öfugt. Sumir vísindamenn segja að ný ísöld sé rétt að byrja.
En því miður eru vísindamenn ekki lengur ópólitískir og láta pólitík stjórna vísindastörf sín. Stjórnmálamenn og auðmenn veita fé í rannsóknir sem styðja þeirra sýn á veröldinni (og mallar peninga fyrir þá) en þeir vísindamenn á öndverðri skoðun fá ekkert. Þetta skekkir vísinda niðurstöður og maður verður ósjálfrátt efa samur um að vísindamennirnir séu að birta sannar niðurstöður. Þetta er mjög slæmt og eftir sitja borgarnir með spurningamerki á andlitum sínum. Og menn skipa sig í lið, með eða á móti loftslagsbreyringum af manna völdum. Sjá má þessa þjóðfélagsumræðu endurspeglast hér á blogginu.
Ef ég er spurður, þá veit ég ekki svarið sjálfur og viðurkenni það. En myndbandið hér er athyglisvert og vekur upp spurningar.
Bloggar | 10.9.2023 | 11:35 (breytt kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítill er máttur einstaklingsins gagnvart almáttugu ríkisvaldinu. Bandaríkjamenn hafa verið sniðugri en Íslendingar að gæta að réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur staðist tímans tönn en þó hefur verið bætt við hana með tímum og þá sérstaklega til að vernda borgaranna eins og áður sagði, gegn ríkinu. Kíkjum á helstu breytingarnar.
Fyrsta breyting (1791): Verndar málfrelsi, trúfrelsi, funda- og fjölmiðlafrelsi.
Önnur breyting (1791): Verndar réttinn til að bera vopn.
Þriðja breyting (1791): Bannar stjórnvöldum að vista hermenn í heimahúsum á friðartímum án samþykkis eigandans.
Fjórða breyting (1791): Ver gegn óeðlilegri leit og gripdeild (lögrelgu eða hers) og krefst heimildar sem byggist á líklegri ástæðu.
Fimmta breyting (1791): Verndar gegn sjálfsákæru, tvöfaldri hættu og tryggir réttláta málsmeðferð og réttláta bætur fyrir einkaeign sem tekin er til almenningsnota.
Sjötta breyting (1791): Tryggir rétt til sanngjarnrar og skjótrar málsmeðferðar, rétt til lögfræðings og rétt til að mæta vitnum.
Sjöunda breyting (1791): Tryggir rétt til dóms fyrir kviðdómi í einkamálum sem varða ákveðin ágreiningsmál.
Áttunda breyting (1791): Bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar og óhóflega tryggingu eða sektir.
Níunda breyting (1791): Tekur fram að réttindi sem ekki eru sérstaklega nefnd í stjórnarskránni haldist af fólkinu.
Tíunda breyting (1791): áskilur sér vald sem ekki er framselt til alríkisstjórnarinnar til ríkja eða þjóðar.
Ellefta breyting (1795): Takmarkar getu til að lögsækja ríki fyrir alríkisdómstól.
Tólfta breyting (1804): Breytir kjörferlinu við að kjósa forseta og varaforseta.
Þrettánda breyting (1865): Afnám þrælahalds.
Fjórtánda breyting (1868): Skilgreinir ríkisborgararétt, tryggir réttláta málsmeðferð og jafna vernd samkvæmt lögum og fjallar um málefni eftir borgarastyrjöld.
Fimmtánda breyting (1870): Bannar synjun atkvæðisréttar á grundvelli kynþáttar eða litarháttar.
Sextánda breyting (1913): Leyfir þinginu að leggja á tekjuskatta.
Sautjánda breyting (1913): Stofnar beina kosningu bandarískra öldungadeildarþingmanna með almennum kosningum.
Átjánda breyting (1919): Bannaði framleiðslu, sölu og flutning á áfengum drykkjum (afnumin með 21. breytingu).
Nítjánda breyting (1920): Veitir konum kosningarétt.
Tuttugasta breytingin (1933): Setur skilmála fyrir forseta og þing og fjallar um röð forseta.
Tuttugasta og fyrsta breytingin (1933): Niðurfellir 18. breytingin og bindur enda á bann á sölu áfengis.
Tuttugu og önnur breyting (1951): Takmarkar forseta við tvö kjörtímabil í embætti.
Tuttugu og þriðja breyting (1961): Veitir íbúum Washington, D.C., kosningarétt í forsetakosningum.
Tuttugasta og fjórða breytingin (1964): Bannar kosningaskatta í alríkiskosningum.
Tuttugasta og fimmta breytingin (1967): Tekur á forsetaembættinu og brottvikningu forseta sem er ófær um að gegna skyldum sínum.
Tuttugu og sjötta breyting (1971): Lækkar kosningaaldur í 18 ár.
Tuttugasta og sjöunda breytingin (1992): Frestar launahækkunum þingsins fram að næstu kosningalotu.
Eins og sjá má, snérust stjórnarskrárbreytingarnar fyrir 1900 um bætta stöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Flestar breytar eftir 1900 snúa um að setja ríkisvaldinu skorður, það er misbeitingu valdsins.
Er eitthvað hér sem við Íslendingar getum lært af?
Bloggar | 9.9.2023 | 13:31 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að hlusta á börn tala í dag getur verið tyrfið. Þau eru flest öll í tölvuheiminum drjúgan hluta dagsins. Þar er ríkjandi tungumál enska.
Foreldrar eiga í raun frekar lítinn tíma með börnunum sínum dags daglega, a.m.k. á virkum dögum. Börnin eru í skóla. Foreldrar geta því ekki leiðbeint um rétt málfar. Svo taka húsverkin, matarinnkaupin og eldamennskan við í lok vinnudags og komið er fram á kvöld þegar sest er niður. Það eru því frekar fáir tímar sem foreldrar eyða með börnum sínum og geta þannig haft áhrif á málfar þeirra.
Það er því skólinn, vinirnir sem eru á sama aldri og netið/tölvuleikirnir sem kenna börnunum íslensku að mestu leyti. Tölvuleikirnir taka tíma frá lestri bóka. Fyrir vikið er orðaforði barna minni en áður og í raun frekar fábrotinn. Þau grípa því til ensku og búa til blending af íslensku og ensku. Openaðu gluggann; seifaðu playið o.s.frv. segir barnið þegar það skortir orð.
En þrátt fyrir litla samveru með barnið (þetta er alhæfing sem á ekki við um alla foreldra en virðist vera algengt) geta foreldrar haft áhrif. Þeir geta leiðrétt börnin þegar þau koma með enskusléttur. En ég er ekki svo viss um að foreldrar yfirleitt nenna því eða hafi orðaforða sjálft til að leiðrétta. Þegar maður hlustar á ungt fólk, sem e.t.v. er orðið foreldrar, finnst manni orðaforði þess og málfar ábótavant. Mikið um enskusléttur hjá fullorðnu fólki.
Það þarf ekki annað en að fylgjast með athugasemda reiti samfélagsmiðlanna til að sjá urmull stafsetningavilla, ranga málfræði en síðan en ekki síst dónaskapinn í athugasemdum þess til að hugleiða að eitthvað er að í uppeldi og námi fólks í dag.
Íslensku nám er ekki bara að læra að lesa og skrifa íslensku, auka orðaforða og læra stafsetningu í skóla; það er vegferð lífsins og við erum alla ævi að læra íslensku.
----
Þeir sem kunna að lesa geta eflt sjálfa sig, fjölgað möguleikum sínum, gert lífið fyllra, þýðingarmeira og áhugaverðara.
Aldous Huxley
Bloggar | 8.9.2023 | 18:21 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru ýmsar reglur sem gilda um gömul og úreld lög. Löggjafinn, ef þingmenn eru góðir í lagfrumvarps gerð sinni, getur beitt ýmsum ráðum til að afnema lög fyrirfram.
Þegar lög eru samþykkt á Alþingi, er venja að þau hafi takmarkaðan gildistíma sem er tilgreindur í lögum sjálfum. Það er algengt að lög verði gilt í ákveðinn tíma, t.d. í fjögur eða fimm ár, en gildistíminn getur verið lengri eða skemmri, eftir því hvaða lög það er um.
Lög geta einnig verið úrelt þegar þau verða endurskoðuð eða endurbætt. Alþingi hefur það vald að laga eða endurskoða lög, ef þörf krefur. Þetta getur verið vegna breytinga á samfélagsþörfum, nýrra upplýsinga eða þess að lög hafa ekki haft þá áhrif sem vænta mátti.
Stundum geta lög verið úrelt vegna breytinga á aðstæðum eða nýrra lagasetninga. Ef ný lög verða samþykkt eða breytingar verða á gildandi lögum, þá gilda ný lög eða breytingar í stað þeirra gömlu.
Tímalaus lög. Sum lög geta gilt án takmarkaðs tíma, það er, þau gilda þar til þau verða formlega brotin eða endurskoðuð. Þessi lög eru kölluð "tímalaus lög" og geta verið til vandræða.
Til að lög verði afnumin eða endurskoðuð á Alþingi, þarf að leggja fram lagafrumvarp og fá þau samþykkt með meirihluta atkvæða. Það er því ekki sjálfsagt hvernig lög úreldast, heldur fer það eftir því hvernig lagasetjandi stjórnvöld ákveða að haga því.
Lög geta því dagað uppi og verið til í gegnum aldir eins og ég kom hér inn á. Til dæmis eru til gildandi lög frá miðöldum á Íslandi. Sjá má þetta með lestur gamalla lögbóka sem gildu í árhundraði á Íslandi og tóku ekki breytingu fyrir en Alþingi fékk löggjafavaldið raunverulega í hendur sér 1874. Lagatextar úr Grágás, Jónsbók og fleiri lögfræðiskrár, eru enn meðalhelstu heimildir stjórnsýslunnar.
En það þarf líka líta á nýrri lög, frá 1874 og til dagsins í dag og athuga hvort þessi lög eiga við í dag. Það þarf að vera til tæki innan Alþingis sem endurskoðar gömul lög. Til dæmis mætti Alþingi setja upp þingnefnd sem einmitt vinnur að þessum málaflokki.
Mér datt þetta í hug með því að fylgjast málaferlum gegn Donald Trump en reynt er að ákæra hann eða koma í veg fyrir að hann gegni embætti forseta aftur með tilvísun í lög sem sett voru til höfuðs forvígismanna Suðurríkjanna eftir borgarastyrjöldina 1865. Þeir voru sannarlega uppreisnarmenn en lögin áttu að koma í veg fyrir að þeir kæmust aftur til valda. Þau voru ekki hugsuð til að koma í veg fyrir framboð pólitískra andstæðinga í nútímanum. Gömul lög geta því verið misnotuð eða verið til trafala.
Að lokum. Lög eru mannanna verk. Þau fylgja því ekki réttlætinu eins og sumir skilgreina það. Það er því innbyggt í sumum stjórnarskrám rétturinn til uppreisnar og vopnaburður. Vantar það hér á Íslandi, þegar valdhafarnir beita borgurum valdníðslu? Eða afsala völdin til yfirþjóðlegra stofanna og ríkjasambanda án leyfis borgaranna í landinu?
Bloggar | 8.9.2023 | 08:12 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er ekki viss um að nýir þingmenn viti það almennilega. Þeir fá kynningu á starfsemi Alþingis ný orðnir þingmenn, hvernig eigi að haga lagsetningu o.s.frv. Það getur nefnilega verið flókið að standa að lagasetningu og form og venjur eru fastbundið.
Eins og allir þingmenn í vestrænu lýðræði eiga þeir að fara eftir eigin samvisku í störfum sínum. En það gera þeir ekki yfirleitt. Þeir fylgja flokksræðinu, sem er í raun stefna flokksforystunnar sem ræður öllu. Fámenn klíka sem stjórnar flokknum með harðri hendi, í öllum flokkum. Þetta kom berlega í ljós þegar formaður Flokk fólksins rak tvo þingmenn flokksins úr honum fyrir að fara á knæpu og taka þátt í drykkjutali.
En kíkjum á hvað það er að vera formlega þingmaður. Að vera Alþingismaður á Íslandi er að beita löggjafarvaldi og taka þátt í stjórnmálum landsins á löggjafarstigi. Nokkrir þættir sem felast í því.
Framkvæma löggjafarvaldið sem þýðir að Alþingismenn eru kjörnir til Alþingis, þar sem þeir taka þátt í að setja lögin fyrir landið. Þeir leggja fram lagaffrumvörp, ræða þau í þingi, og samþykkja lög sem gilda á Íslandi. Þetta er einnig nefnt löggjafarstarfsemi.
Alþingismenn tilheyra þeim stjórnmálaflokkum eða stjórnmálasamtökum sem þeir hafa verið kjörnir af til foryrstu. Þeir vinna saman við að móta stjórnmál, skipuleggja stefnu og leggja fram stefnulínur fyrir landið.
Alþingi gegnir líka ákveðnu eftirlitshlutverki en það er samt ekki eins víðtækt og valdamikið eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þar sem þingnefndir hafa stefnuvald, geta kallað fólk fyrir nefnd sem og embættismenn fyrir embættisverk sín. Mikið aðhald gagnvart spillingu embættismanna. Þetta mætti vera virkara og formlegra á Íslandi.
Alþingismenn hafa ábyrgð á því að gæta réttmætis og meta hæfni valdhafa framkvæmdarvaldsins, þar á meðal ríkisstjórnarinnar. Sjá hér að ofan. Þeir kunna að ræða framkvæmdaákvörðunum, leggja fram skoðanir og krefjast breytinga ef þeir telja það nauðsynlegt. En því miður eru engin skil á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, þar eð ríkisstjórnin situr bókstaflega á þingi og tekur þátt í löggjafastarfseminni!
Tilkynningar og samskipti við kjósendur eru veigamikið hlutverk þingmanna. Alþingismenn þurfa að halda góðum samskiptum við þá sem kjósa þá, taka þátt í þingsetningu og stefnumiðlun, og sýna áhuga á málefnum kjósenda sína. Þeir geta einnig starfað sem milligöngumenn milli borgaranna og ríkisvalds. En því miður rækta þingmenn þetta hlutverk lítið, þrátt fyrir að Alþingi starfar aðeins í 109 daga á ári og restina geta þeir notað til að tala við kjósendur. Margir þingmenn kjósa frekar að stunda bústörf eða lögfræðistörf úti í bæ. Ég hef aldrei lent í að þingmaður berji á dyr hjá mér og vilji ræða við mig.
Þátttaka í nefndum og þingum er á verksviði þingmanna. Alþingismenn taka þátt í fjölbreyttum nefndum og þingum þar sem þeir vinna með öðrum þingmönnum að sérstökum málum, rannsóknum og skoðunum. Þingmenn líta á þessi störf sem sponslur fyrir vasa sína.
Þátttaka í málefnum alþingis er nauðsynleg. Þetta felst í því að vera á vaktinni í þinginu, vera viðbúin(n) að ræða, leggja fram lagafrumvarp og taka þátt í atkvæðagreiðslu um lög og málefni landsins. Yfirleitt nenna þingmenn ekki að sitja í þingsal þegar umræður eiga sér stað; þykjast fylgjast með umræðunni í gegnum mónitor Alþingis. Þeir hlaupa þó til að greiða atkvæði samkvæmt skyldunni en eru fljótir að láta sig hverfa eftir það. Fara þá í mötuneytið í veisluhöld sem eru daglega.
Að vera Alþingismaður á Íslandi felst því mikil ábyrgð og það felst í því að tjá skoðanir borgaranna, vinna með öðrum þingmönnum að samkomulagi og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið og landið. En hvernig framkvæmdin er, fer eftir þingmanninum en einnig flokknum sem hann er fulltrúi fyrir.
Að lokum. Alþingismaðurinn, sveitarstjórnarmaðurinn eða embættismaðurinn, verða allir að muna að þeir eru opinberir starfsmenn en ensku mælandi fólk orðar þetta betra og kalla kjörna fulltrúa "public servants" eða opinbera þjóna (sbr gamla hugtakið fyrir lögreglumenn sem var lögregluþjónar). Það þýðir allt þetta fólk á að þjóna almenningi og greiða götu borgaranna. Ekki að standa í vegi þess og flækja líf þess með reglugerðafargani og skattaáþján.
Bloggar | 7.9.2023 | 08:04 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danska einokunarverslunin er fyrirrennari íslensku einokuninni. Skömmtunartímabilið eftir seinni heimsstyrjöld upp úr 1947 var einn angi af einokun en það skapaði spillingu og flokksdrætti. Ríkið að skipta sér af frjálsum markaði sem einmitt lengdi í hengingaólinni.
Íslenska ríkið var lengi að sleppa klónni af valdi sínu sem það fékk með skömmtun vara. Það vildi helst hafa alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og fyrir vikið var þjónustan, verð og úrval vara lélegt hjá ríkisreknum fyrirtækjum á markaðinum.
Það er nefnilega þannig að tæknikratar eru lengur að bregðast við minnkandi eða aukna eftirspurn á markaði og þeim var sama, því að aukinn gróði kom ekki í vasa þeirra. Enginn hvati til að gera betur. Man einhver eftir Bifreiðaeftirliti ríkisins? Arfaslök þjónusta sem fór fram utandyra.
Alls kyns ríkisfyrirtæki á markaði hafa horfið og skömmtunaráráttan með. En það þurfti menn eins og Davíð Scheving Thorsteinsson sem mótmælti og kærði bann á sölu bjórs nema í gegnum fríhöfn Keflavíkurflugvallar og annarra ferðaþjónustu aðila til að aflétta bjórbann. Í minningargrein í Morgunblaðinu um hann segir: "Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni. Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta.
Alltaf þarf ríkið að hafa vit fyrir fullorðið fólk og sjálfráða, slík er stjórnunaráráttan.
Nú eru komnir brestir í ÁTVR einkunina á smásölu. Íslenska ríkið myndi loka á einkafyrirtæki sem eru byrjuð að selja áfengi í smásölu ef það gæti en það getur það ekki vegna þess að við erum í EES.Nú ætti áfengisverð að lækka með aukinni samkeppni sem og vöruúrval. Helstu rök fyrir smásölu áfengis í gegnum ÁTVR er baráttan fyrir lýðheilsu. Eins og ríkið með sölu sinni á "eitrinu" sé að vernda heilsu almennings!? Hljæilegt.
Önnur peningasuga íslenskra skattborgara, RÚV, situr sem fastast og ekki getur borgarinn hunsað nauðunga "áskrift" að þessum ríkisrekna miðli, því að gjaldið er hirt beint af honum í gegnum skattkerfið. Réttlæting fyrir RÚV er almannavarnir en þau rök eru löngu farinn með nútímatækni.
Það er alveg sama hversu mikil samkeppni verður á fjölmiðlamarkaðinum, við losnum ekki við RÚV. Þetta mikla peningahít sem örfáir nota og drepur alla samkeppni á fjölmiðlamarkaðinum. Ekki er hægt að sjá aðra leið en að fara í gegnum dómstólaleiðina. En hefur hún verið farin? Vantar okkur Davíð Scheving nútímans til að hjóla í RÚV?
Að lokum. Svo er það sérkapítuli fyrir sig fákeppni fyrirtækja sem ríkið tekur stundum þátt í. Það er viss einokun á markaði en af hálfu einkafyrirtækja sem við sjáum reglulega með verðsamráði.
Forstjóri Haga efast um að matvöruverðið á Íslandi sé of hátt nú í fjölmiðlum. Hvernig er t.d. matvöruverðið í Færeyjum, á þeim örmarkaði? Á margan hátt lægra, þrátt fyrir smæð markaðarins og fákeppni. Jú, það er rétt hjá Finni Oddsyni að verðbólgan spilar inn í vöruverð en það er líka verðbólga á meginlandi Evrópu. Samt er matvöruverðið lægra almennt þar.
Gaman væri að vita hvernig vöruverð er á Grænlandi, á markaði sem mjög erfitt er að koma vörur á og smæð markaðarins mjög lítil.
Bloggar | 6.9.2023 | 08:06 (breytt kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svæðið sem taldist til villta vestursins:
Óbyggða landsvæðið vestur af Mississippi áar það er löglausu svæðin sem voru á landamærum Bandaríkjanna á þessum tíma. Hér má nefna Dakóta, Nevada, Oregon, Utah, Idaho, Montana, Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Colorado.
Einkenni tímabilsins:
Lögleysa og ofbeldi einkenndi tímabilið. Gamla vestrið var þekkt fyrir kúreka, indíána, löggæslumenn, byssukappa, gullgrafara eða málmleitarmenn, fjárhættuspilara, frumkvöðla eða landakönnunarmenn, skáta, útilaga, glæpagengin og pistólumanna. Frægustu menn villta vestursins, voru meðal annarra, löggæslumaðurinn Wyatt Earp, útlaginn Wild Bill Hickok (Billy the Kid), bankaræninginn Butch Cassidy (the Sundance Kid), útlagarnir Frank og Jesse James og Clanton gengið. Frægasti byssubardaginn var háður við hestagerðið O.K. Coral.
Tímabilið:
Mjög er deilt um upphaf tímabil svokallaða villta vestursins. Þetta er mjög athyglisverð saga sem eiginlega hefst í bandarísku borgarastyrjöldinni en sumir vilja láta tímabilið hefjast á 17. eða 18. öld, sjá síðar í textanum.
Þegar sagan er skoðuð, kemur í ljós að það reyndust vera að mestu leyti sigraðir Suðurríkjamenn sem hélt áfram að herja á fólk eftir stríðið en margir þeirra leituðu vestur á bóginn, í ónumin lönd vestursins.
Uppgjafahermenn Suðurríkjanna hötuðu Norðurríkjamenn og fannst það vera allt í lagi að ræna banka og lestir Bandaríkjanna eða herja á íbúanna. Margir þeirra flúðu eftir stríðið vestur á bóginn, til villta vestursins og þá hófst einnig rótsturtíð þar. Um 1900 er talið að vestrið hafi endanlega verið tamið.
Blómatímabilið stóð frá 1865 (loka borgarastyrjaldarinnar) til 1889 þegar Oklahoma - indíánalandið, var leyft til búsetu hvítra. Þegar Oklahoma varð 46 ríki Bandaríkjanna, þá má segja að vestrið hafi verið fulltamið. Aðrir vilja láta tímabilið enda um 1895.
Sumir vilja tengja gullæðið í Alaska við tíð villta vestursins en það hófst um 1890 og stóð til 1912 en þetta er umdeildara.
Sagnfræðingar deila hins vegar um upphaf tímabilsins og vilja sumir hefja það um 1775 með Daniel Boone sem stofnaði fyrstu nýlendu hvítra í Kentucky.
Boone lagði óbyggðaveg sinn í gegnum Cumberland skarð í Appalachian fjallagarðinum frá Norður-Karólínu og Tennessee og til Kentucky. Þar stofnaði hann þorpið Boonesborough.
Kentucky, sem var ein af fyrstu bandarísku byggðum vestur af Appalachians. Fyrir lok 18. aldar, höfðu meira en 200.000 Bandaríkjamenn flust til Kentucky vestur af Virginíu. En í raun var það villt og frjálst fyrir þann tíma, með búsettu sléttuindíána og fjallaindíána og einstakra hvítra veiðimanna.
En eins og áður sagði, byggðist vestrið að mestu á tímanum eftir borgarastyrjöldina og bæjir og borgir risu af grunni á örskot tíma.
Bloggar | 5.9.2023 | 08:09 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miklar deilur eru um áhrif mannsins á loftslag jarðar. Meirihluti vísindamanna eru á því að maðurinn hafi áhrif en hversu mikið og hvort það skiptir máli, er umdeilanlegt. Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuna er vísindaleg umræða.
Við látum lýðskrumara eins og John Kerry þruma yfir okkur heimsendaspár og á sama tíma og hann flýgur um sjálfur á einkaþotu, þar á meðal til Íslands. Predikari sem iðkar ekki sem hann boðar, hljómar ekki sannur.
Ég horfði á athyglisvert viðtal við Steven Koonin hjá Hoover Institution. Þar eru vísindamenn að taka viðtöl við aðra vísindamenn og umræðan mjög þroskuð. Kíkjum aðeins á manninn, Steven Koonin.
Steven Koonin er einn af virtustu vísindamönnum Bandaríkjanna, með áratuga reynslu að baki, þar á meðal starfaði hann sem vísindaráðunautur hjá orkumálaráðuneytinu í ríkisstjórn Obama.
Í þessari umfangsmiklu umræðu, sem að hluta til er byggð á bók Koonin frá 2021, Unsettled: What Climate Science Tells Us, What It Doesn't, and Why It Matters, gefur Koonin fágaðri sýn á vísindin á bak við loftslagsmálið en fjölmiðlar gefa venjulega, en í viðtalinu fer hann í gegnum sönnunargögnin og þýðingu þeirra.
Koonin segir m.a. í þessu viðtali, hann ...skalf yfir þeirri uppgötvun að loftslagsvísindin voru mun minna þroskuð en hann hafði gert ráð fyrir og að yfirgnæfandi vísbendingar um skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum voru ekki svo yfirþyrmandi eftir allt saman.
Einnig sagði hann að reikningslíkönin fyrir loftslagsbreytingar væru ekki eins góð og fyrir líkönin fyrir veður(spár). Hann kemst líka að þeirri niðurstöðu, að þótt við mennirnir séum að breyta loftslaginu til hlýnunar (eigum a.m.k. 1% þátt) þá sé það ekki þannig að það hafi mikil áhrif á framtíð mannkyns. Við getum auðveldlega aðlagað okkur að breyttu loftslagi með nútíma tækni.
Koonin benti einnig á að loftslag á jörðu byrjaði að breytast til hlýnunar fyrir 400 árum, löngu áður en iðnbyltingin og sannarleg mannanna áhrif hófust. Hann benti á að venjulega deyi níu sinnum fleiri af völdum kulda en hita. En vegna hlýnunar, hafi færri dáið af völdum loftslags en nokkrum sinni áður í mannkynsögunni og það þótt mannfjöldi hafi margfaldast síðastliðin tvö hundruð ár.
Hoover Institution and Steven Koonin
Umræðan heldur því áfram....og niðurstaðan er ekki komin, það er víst.
Bloggar | 3.9.2023 | 18:08 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020