Hvað er að vera Alþingismaður?

Ég er ekki viss um að nýir þingmenn viti það almennilega. Þeir fá kynningu á starfsemi Alþingis ný orðnir þingmenn, hvernig eigi að haga lagsetningu o.s.frv. Það getur nefnilega verið flókið að standa að lagasetningu og form og venjur eru fastbundið.

Eins og allir þingmenn í vestrænu lýðræði eiga þeir að fara eftir eigin samvisku í störfum sínum. En það gera þeir ekki yfirleitt. Þeir fylgja flokksræðinu, sem er í raun stefna flokksforystunnar sem ræður öllu. Fámenn klíka sem stjórnar flokknum með harðri hendi, í öllum flokkum. Þetta kom berlega í ljós þegar formaður Flokk fólksins rak tvo þingmenn flokksins úr honum fyrir að fara á knæpu og taka þátt í  drykkjutali.

En kíkjum á hvað það er að vera formlega þingmaður. Að vera Alþingismaður á Íslandi er að beita löggjafarvaldi og taka þátt í stjórnmálum landsins á löggjafarstigi. Nokkrir þættir sem felast í því.

Framkvæma löggjafarvaldið sem þýðir að Alþingismenn eru kjörnir til Alþingis, þar sem þeir taka þátt í að setja lögin fyrir landið. Þeir leggja fram lagaffrumvörp, ræða þau í þingi, og samþykkja lög sem gilda á Íslandi. Þetta er einnig nefnt löggjafarstarfsemi.

Alþingismenn tilheyra þeim stjórnmálaflokkum eða stjórnmálasamtökum sem þeir hafa verið kjörnir af til foryrstu. Þeir vinna saman við að móta stjórnmál, skipuleggja stefnu og leggja fram stefnulínur fyrir landið.

Alþingi gegnir líka ákveðnu eftirlitshlutverki en það er samt ekki eins víðtækt og valdamikið eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þar sem þingnefndir hafa stefnuvald, geta kallað fólk fyrir nefnd sem og embættismenn fyrir embættisverk sín. Mikið aðhald gagnvart spillingu embættismanna. Þetta mætti vera virkara og formlegra á Íslandi.

Alþingismenn hafa ábyrgð á því að gæta réttmætis og meta hæfni valdhafa framkvæmdarvaldsins, þar á meðal ríkisstjórnarinnar. Sjá hér að ofan. Þeir kunna að ræða framkvæmdaákvörðunum, leggja fram skoðanir og krefjast breytinga ef þeir telja það nauðsynlegt. En því miður eru engin skil á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, þar eð ríkisstjórnin situr bókstaflega á þingi og tekur þátt í löggjafastarfseminni!

Tilkynningar og samskipti við kjósendur eru veigamikið hlutverk þingmanna. Alþingismenn þurfa að halda góðum samskiptum við þá sem kjósa þá, taka þátt í þingsetningu og stefnumiðlun, og sýna áhuga á málefnum kjósenda sína. Þeir geta einnig starfað sem milligöngumenn milli borgaranna og ríkisvalds.  En því miður rækta þingmenn þetta hlutverk lítið, þrátt fyrir að Alþingi starfar aðeins í 109 daga á ári og restina geta þeir notað til að tala við kjósendur. Margir þingmenn kjósa frekar að stunda bústörf eða lögfræðistörf úti í bæ. Ég hef aldrei lent í að þingmaður berji á dyr hjá mér og vilji ræða við mig.

Þátttaka í nefndum og þingum er á verksviði þingmanna. Alþingismenn taka þátt í fjölbreyttum nefndum og þingum þar sem þeir vinna með öðrum þingmönnum að sérstökum málum, rannsóknum og skoðunum. Þingmenn líta á þessi störf sem sponslur fyrir vasa sína.

Þátttaka í málefnum alþingis er nauðsynleg. Þetta felst í því að vera á vaktinni í þinginu, vera viðbúin(n) að ræða, leggja fram lagafrumvarp og taka þátt í atkvæðagreiðslu um lög og málefni landsins. Yfirleitt nenna þingmenn ekki að sitja í þingsal þegar umræður eiga sér stað; þykjast fylgjast með umræðunni í gegnum mónitor Alþingis. Þeir hlaupa þó til að greiða atkvæði samkvæmt skyldunni en eru fljótir að láta sig hverfa eftir það. Fara þá í mötuneytið í veisluhöld sem eru daglega.

Að vera Alþingismaður á Íslandi felst því mikil ábyrgð og það felst í því að tjá skoðanir borgaranna, vinna með öðrum þingmönnum að samkomulagi og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið og landið. En hvernig framkvæmdin er, fer eftir þingmanninum en einnig flokknum sem hann er fulltrúi fyrir.

Að lokum. Alþingismaðurinn, sveitarstjórnarmaðurinn eða embættismaðurinn, verða allir að muna að þeir eru opinberir starfsmenn en ensku mælandi fólk orðar þetta betra og kalla kjörna fulltrúa "public servants" eða opinbera þjóna (sbr gamla hugtakið fyrir lögreglumenn sem var lögregluþjónar). Það þýðir allt þetta fólk á að þjóna almenningi og greiða götu borgaranna. Ekki að standa í vegi þess og flækja líf þess með reglugerðafargani og skattaáþján.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband