Bloggfærslur mánaðarins, september 2023

Vantrú á fjölmiðla vestan hafs aldrei minni

Bandaríkjamenn hafa aldrei haft eins lítið álit á fjölmiðlum og í dag.  Samkvæmt einni könnun treysta aðeins 17% almennings fjölmiðla. Það er meira traust til íslenska fjölmiðla, sem er óverðskuldað.

Fjölmiðlar hafa gert ýmislegt til að verðskulda þetta vantraust. En hvenær missti almenningur traust á fjölmiðlum? Það er erfitt að segja en ef til vill má rekja þetta til CNN sem var fyrstu fjölmiðla með fréttir allan sólarhringinn. Þetta var mikil nýjung en breytti kannski fréttamennskunni. 

Nú þurftu menn að finna fréttir allan sólarhringinn og þótt sömu fréttirnar væru endurfluttar oft á sólarhring, skapaðist vandamál við að fylla í eyðurnar.  Þá varð til "skoðanafréttir", fréttamenn fóru að segja sitt álit og teygja lopann. Í stað hlutlausrar frásagnar var komin sýn fréttamannsins eða fréttastofunnar. Ástandið hefur bara versnað síðan þá, því nú er netið komið, með podcast, eins manns fjölmiðila, til dæmis, Tucker Carlson, Bill OReilly og fleiri og allir með skoðanir.

Nú er svo komið að almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og framsetningu þeirra og úr því að fátt annað er í boði en skoðanafjölmiðlar, kýs fólk fjölmiðla sem endurspegla a.m.k. að hluta til skoðanir og gildi þeirra. Einhliða fréttaflutningur er því af gangi heimsmála og innanlandsmála og skipting landsmanna í tvær fylkingar varanlegar. Tökum sem dæmi spillingarmál Joe Bidens, mjög fáir demókratar vita nokkuð af viti um þau, enda fréttirnar af mesta spillingamáli Bandaríkjasögu í skötulíki hjá vinstri sinnum fjölmiðlum Bandaríkjanna.

Margir leita því á netið og velja sér eins manns fjölmiðil, t.d. Bill OReilly og reyna þannig að afla sér upplýsinga. Svo kallað kapalsjónvarp er á miklu undanhaldi vestan hafs og eftir að Foxnews rak besta sjónvarpsmann sinn, Tucker Carlson, hefur fjölmiðill verið á hraðri niðurleið, þróun sem er löngu hafin hjá öðrum kapalsjónvarpsstöðvum.  CNN er þar á botninum, enda hvarf allur trúverðleiki miðilsins þegar hann reyndi með öllum tiltækum ráðum að taka niður Donald Trump.  Hann dró fram í dagsljósið sem allir vissu, að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir. Hann dró líka fram djúpríkið sem allir vissu líka af en var í bakgrunninum.

Þetta er að mörg leyti góð þróun, því að þótt fjölmiðlar áður fyrr hafi þóttst vera hlutlausir, þá voru þeir það aldrei. CIA var með starfsmenn innandyra hjá helstu fjölmiðlum landsins.

Sömu þróun má sjá hér á landi. Risavaxinn ríkisfjölmiðlinn skekkir reyndar myndina á Íslandi.

Ríkisfjölmiðill RÚV, með 8 milljarða meðgjöf í formi nauðungar áskrift og nokkra milljarða í auglýsingatekjur, gnæfir yfir íslenska fjölmiðlamarkað.  Honum hefur tekist að útrýma marga einkarekna fjölmiðla, má þar nefna N4 sem mikil eftirsjá er að, enda eina landsbyggða sjónvarpið. Við fáum ríkissýn á fréttir dagsins.

En svo er íslensk fréttamennska kapituli út af fyrir sig. Hún er á lágu plani.  Íslenskir auðmenn, líkt og í Bandaríkjunum, hafa keypt sér ákveðna fjölmiðla til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Við heyrum og sjáum þá mynd af veröldinni sem þeir vilja að við sjáum. 

Ég er hættur að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 eða RÚVs, því að þessar fréttastofur eru með hreinan áróður með efnistökum sínum.  Kíkið t.d. á hvað er fyrsta viðfangsefni fréttatímanna.  Það endurspeglar ekki alvarleika eða þýðingu fyrir almanna hagsmuni og verðskuldi að vera fyrst á dagskrá. Það sem fréttamönnunum sjálfum finnst vera merkilegt er ekki endilega það sem á fyrst og fremst erindi við almenning. Svo eru fluttar fréttir af "ekki fréttum" í marga daga, eða þar til andstæðingurinn hefur gefist upp eða fréttastofan fengið "réttu" viðbrögðin. Og almenningur farinn að trúa fréttaflutninginum.

Oft halda fjölmiðlanir fram málstað örhóps og hampa honum. Gott dæmi um þetta eru mótmæli hvalfriðunarsinna sem fengu mikið pláss í íslenskum fjölmiðlum. Svo kemur í ljós í skoðanakönnun að um 70% almennings studdi ekki aðgerðir aðgerðasinna.  

Annar kapituli fyrir sig, eru viðmælendur eða álitsgjafar fjölmiðlanna og hverja þeir spyrja ekki álits.  Mjög vinstri sinnaður álitsgjafi er spurður álits um íslensk stjórnmál og annar einstaklingur um bandarísks stjórnmál, hreinræktaður demókrati sem finnst repúblikanar ekki húsum hæfir eða ferjandi.

Ef til vill er mesta ámælisefnið fréttirnar sem aldrei eru sagðar og hunsaðar.  Útvarp saga, sem er eini fjölmiðillinn sem sannarlega flytur öðruvísi fréttir, t.d. frá Svíþjóð, sem aðrir fjölmiðlar fjalla ekki um. En Útvarp saga er ekki hlutlaus og virðist vera á hægri kantinum en við vitum af því sem hlustum og tökum mið af því.  En allar skoðanir fá að viðra sig, líka afdankaðar skoðanir Pírata, sem er gott mál. 

Íslenskir fjölmiðlamenn mættu vinna störf sín betur. Grafa betur eftir upplýsingum og reyna að halda sem mest í hlutleysið, þótt það sé erfitt. En umfram allt, ekki ljúga að almenning, sem er frumskilyrði blaðamennskunnar.  Ekki copy/paste erlendar fréttir án gagnrýnnar hugsunnar.

Í heimi 1984 sem gildir í dag, þar sem ekki er bara ráðist á tjáningarfrelsi fólk, málfrelsið þar fremst í flokki, heldur er ráðist á hugsanafrelsi fólks og lætur það ritskoða sjálft sig í hugsunum sínum, það er hætttulegasta þróunin í dag og sú lævíska. Reynt er að hafa áhrif á hugsanir fólks, til dæmis með breytingu á tungumálinu. Fundin eru upp ný hugtök fyrir allt á milli himins og jarðar. Sum hugtökin eru til framfara og taka út niðurlægjandi orð og hugtök en önnur beinlínis ætluð til að breyta hugsunum okkar. Vei þeim sem notar rangt hugtak.

Þetta er vandamál, því að fólk þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart sjálfu sér. Spurningin er hvort að hægt er að fá fólk til að trúa að rangt sé rétt og rétt sé rangt? Það er hægt hjá stórum hópum þjóðfélagsins, ótrúlegt en satt, og því hægt að setja þjóðfélagið á annan enda og fella það.

Sjá má þetta í sögunni 1984. Í stað hefðbundinnar löggæslu kemur Hugsunarlögreglan, eða Thinkpol. Þeir þjóna sem dómari, kviðdómur og böðull fyrir hvers kyns glæpi gegn kenningum flokksins, jafnvel neikvæðar hugsanir. Þeir hafa ekkert stigveldi eða skipulag og einstaklingar eru óþekkjanlegir.

En sem betur fer, eru menn sem hugsa sjálfstætt á öllum tímum, jafnvel í harðstjórnarríkjum, og viðhalda skoðanafrelsinu. Því ber að hlúa að skoðanafrelsinu og þeim sem bera fram skoðanir sínar.  Ekki ráðast á atvinnu fólks; fara í manninn eins og sagt er og hafa af honum viðurværið. Þeir sem kalla eftir því, hafa greinilega ekki kynnt sér lífið í kommúnistaríkjunum kaldastríðsáranna. Útskúfun úr samfélaginu, missir vinnu var hlutskipti þeirra sem andmæltu ríkjandi skoðanir kommúnistastjórnanna. Nú kalla menn eftir útskúfun og atvinnumissir þeirra sem eru öndverðu skoðanna en þeir. Og myndavélar fylgja borgunum eftir um leið og stigið er úr húsi og jafnvel innandyra með farsímann sem njósnatæki.

Við erum skemmur frá samfélagi 1984 en ætla má.

 

 

 

 

 


Ræður valtýskan ríkjum innan Sjálfstæðisflokksins?

Þeir sem þekkja til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga kunna skil á deiluna um hvort eigi að flytja ráðherravaldið til Íslands um aldarmótin 1900 eða sérstakur Íslandsráðherra sæti í Kaupmannahöfn. Deilt var um hvort mynda ætti "Hafnarstjórn" eða "Heimastjórn". 

Valtýr Guðmundsson, var helsti forystumaður Íslendinga í íslenskum stjórnmálum um aldarmótin.  Valtýr fluttist til Danmerkur um 18. ára aldur og var þar búsettur í 45 ár. Hann var því orðinn meiri Dani en Íslendingur. Það má því ef til vill útskýra hvers vegna hann lagði svo mikla áherslu á að Íslandsráðherra sæti í Danmörku frekar en Íslandi. Það voru tillögur um að hann yrði fyrsti ráðherra Íslands en honum hugnaðist ekki búseta í Reykjavík, sem var hálfgert krummaskuð í samanburði við Kaupmannahöfn þessa tíma.

Valtýr lét eigin hagsmuni ganga fram yfir hagsmuni Íslendinga. Fór það svo að samherjar hans, gáfust upp á honum og snérust á sveif með heimastjórnarflokknum. Úr varð að Hannes Hafsteinn, ekki Valtýr, sem kom til greina, varð fyrsti ráðherra Íslands í heimastjórn Íslands 1904.

Það hafa því verið til "óþjóðhollir" Íslendingar á öllum tímum og jafnvel á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Menn sem eru hollir undir erlendu valdi og eigin hagsmunum. 

Forystulið Sjálfstæðisflokksins mætti kíkja í baksýnisspegilinn og horfa á eigin uppruna, sérstaklega þegar flokkurinn á senn aldarafmæli. Hann má ekki gleyma til hvers flokkurinn var stofnaður og að sjálfstæðisbaráttan líkur í raun aldrei.

Sjálfstæðisbaráttan lauk formlega 1944 er Ísland varð lýðveldi en full yfirráð yfir fiskimið landsins komu ekki fyrr en 1976 þegar Íslendingum tókst að flæma Breta úr landhelgi Íslands. 

En útlendingarnir koma alltaf aftur tvíefldir, því hér er eftir mörgu að slæjast. Verðmæt orka og fiskur er eitthvað sem sækja má í, ef ekki sælast í stjórnmálaleg yfirráð yfir Íslandi.

Það hafa íslenskir stjórnmálamenn látið ganga yfir íslenska þjóð, að afhenda fullveldi Íslands á silfurfati til erlends valds, ESB, smám saman. Við héldum að við værum að gera viðskiptasamning með EES-samningnum, en athuguðum ekki að eðli ESB breyttist á tímabilinu sem Ísland hefur verið í ESS. Í þrjátíu ár höfum við afsalað okkur völdin í hendur yfirþjóðlegt vald, ESB sem er nú ígildis ríkjasambands, frekar en ríkjabandalags í efnhagsmálum.

"Óþjóðhollir" Íslendingar telja ekkert athugavert við að færa valdið í hendur ESB með bókun 35.  Valtýskan lifir enn góðu lífi í hjörtu sumra Alþingismanna og þeir eru sannarlega ekki fulltrúar íslensku þjóðar.

Segjum okkur úr Schengen samkomulaginu sem færir ekkert annað flóðbylgju gerviflóttamanna og endurskoðum ESS-samninginn. Hættu að samþykkja allar samþykktir og álitanir sem koma frá ESB athugasemdalaust eins og við höfum gert í 30 ár. Þetta kallast ekki samningur ef annar aðilinn er með yfirburðarstöðu og hinn samþykkir allt þeigjandi og hljóðalaust.

Áfram Ísland og Ísland fyrst!

 

 


Íslandsflokkur í stað Sjálfstæðisflokks?

Don Kíkóti (Don Quixote de la Mancha) Íslands, Arnar Þór Jónsson, er að berjast við vindmyllu Sjálfstæðisflokksins þessi misseri.  Albrynjaður fornum hugsjónum gamla Sjálfstæðisflokksins, hefur hann riðið af stað út í heim í vonlausri baráttu sinni.  Hann gleymir að vísar klukkunnar ganga aðeins til hægri, aldrei aftur á bak.

Sagan af Don Kíkóti kennir okkur að lífið er áskorun. Kíkóti samþykkir ekki núverandi veruleika og lifir í eigin heimi riddaramennskunnar.  Sama mætti segja um Arnar Þór, sem er án Sancho Panza síns en reynir að endurheimta fornar hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Sancho Panza, sem er einfaldur bóndi og jarðbundinn, hélt Don Kítóti nokkuð á jörðinni þegar ímyndunarafl hans tók á flug en Arnar Þór hefur engan slíkan meðreiðarsvein að því virðist.

"Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr" segir Arnar Þór. Það er alveg rétt.  Stjórnmálaflokkur er hópur manna, misstór, sem hefur fylkt sér undir ákveðnar hugmyndir og hugsjónir til að skapa ákveðna sýn á þjóðfélag.

Viðraðar eru hugmyndir um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum ef bókun 35 ættuð úr smiðju ESB, verður að veruleika og virðist vera kornið sem fyllti mælir Arnars Þórs og upphafið að þessari riddaraferð.

„En ég get ekki neitað því að við mig hefur talað ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, á öllum aldri, sem er um það bil að fá algjörlega nóg af þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem virðast vera við lýði í Sjálfstæðisflokknum, eins og staðan er í dag. En þetta er ekki komið á þann stað í dag að það sé verið að boða stofnun annars stjórnmálaflokks, en ég held að allir þurfi að átta sig á því að til þess geti komið.“ segir Arnar Þór. Sjá slóð: „Sjálf­stæðis­flokkurinn er ekki nein hei­lög kýr“  Þetta er hótun eða skilaboð, ef menn vilja nota það orð, til flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.

Brölt Don Kíkóti hafði áhrif á samtíðarmenn hans. Þótt hugsjónir hans byggðu ekki á veruleikanum, lét hann þær hafa áhrif á samferðamenn sína og virkjaði þá til viðbragða. Sama á við um vegferð Arnars Þórs. Honum hefur tekist að virkja a.m.k. hluta úr Sjálfstæðisflokknum til verka.

Svo er spurning hvort að grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er nógu stór og reið, til að fara gegn stjórnarelítu Sjálfstæðisflokksins. Saga 20. aldar Íslands, er vörðug stjórnmálaflokka sem hafa dáið drottni sínum. Flokkar sem virðast ætla að vera tímalausir en endað í samruna eða dáið út. Man einhver eftir Bjartri framtíð sem átti sér enga framtíð?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að þróast frá því að vera fjöldaflokkur yfir í samtryggingarflokk, sem er ný tegund stjórnmálaflokka, oft skilgreindur sem fulltrúi ríkisins sem notfæra sér bjargir þess til að tryggja og viðhalda sinni eigin flokkastarfsemi. Slíkir (samtryggingar)flokkar skilgreinast ekki sem frjáls félagasamtök eins og aðrar tegundir af stjórnmálaflokkum eins og til dæmis fjöldaflokkar þar sem samtryggingarflokkar eru einskonar framlenging á ríkinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viss einkenni samtryggingarflokks en einnig fjöldaflokks, en er stór hluti stjórnkerfisins enda við völd meira eða minna síðan 1929.  Hann er því enn á lífi sem fjöldaflokkur en lifir hann af hundrað ára afmæli sitt?

En hver ræður, landsfundurinn, flokksráðið eða flokksforyrstan? Eftir síðasta fund flokksráðið er ljóst að flokksforystan ræður en ræður hún yfir landsfundinum? Sjá slóð hér að neðan.  Arnar greinilega endurspeglar grasrótina og ekki í uppáhaldi hjá Engeyingum.

Að lokum til umhugsunar og til gamans getið. Ef til klofnings kemur og nýi flokkurinn vantar nafn, væri þá ekki tilvalið að nefna hann Íslandsflokkurinn? Ekki vitlausara heiti en margt annað. Það vísar til þess að Ísland og hagsmunir þess, ganga framar erlendum hagsmunum og flokkurinn sé að berjast fyrir Ísland, ekki erlendu ríkjasambandi í Evrópu.  

Slóðir:

Gengur þvert gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir og verja

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokks: Tillaga um að draga bókun 35 til baka

 

 

 


Samanburður á jarðgöngum til Vestmannaeyja og Suðureyjar

Eins og þeir vita sem fylgjast með Færeyingum, þá eru þeir meistarar jarðgangnagerða.  Þeir lýsa eyjum sínum sem svissneskan ost, svo útúrboraðar eru eyjarnar. En það er ekki allar eyjarnar komnar með brú eða jarðgöng. Þegar Sandeyjargöngin verða tekin í gagnið í desember næstkomandi, sem eru um 11 km löng, eru bara ein erfið og löng jarðgöng eftir. En það eru jarðgöng til Suðureyjar, en sú eyja er fjærst hinum eyjunum 17 sem mynda nokkurs konar eyjaklasa.

Vandamálið er að langt er til Suðureyja frá næstu eyjum.  Næsta eyja er Skúfey sem er smáeyja sem liggur við Sandey. Áætla er að leggja annað hvort brú eða jarðgöng frá Sandi í Sandey til Skúfeyjar og svo neðansjávargöng þaðan til Suðureyjar.  Vegalengdin er 26 km.

Á Sandey mun Sandeyjargöngin opna í desember 2023 og tengja Sandey við Straumey. Þessi göng myndu virka sem fyrsta skref fyrir umferð á leið til Suðureyjar ef Suðureyjagöngin verða að veruleika. Í millitíðinni getur ferjan MS Smyril lagt að bryggju á Sandi í stað Þórshafnar og siglt til Hvalba eins og kom fram sem möguleiki Strandfaraskipa Landsins árið 2023. Þetta myndi stytta siglingatímann í 1 klukkustund og 15 mínútur og gera þannig ráð fyrir auknum tíðni, og færir ferðatímar frá Suðuroy til Þórshafnar að hámarki 2,5 klukkustundir frá húsum til húsa. Hins vegar þyrfti að lengja hafnirnar á Hvalba og Sandi til að koma til móts við MS Smyril.

Þetta mun kosta mikla peninga eða 3,55 milljarða danskra króna eða  6.931.730.000.000 íslenskra kr. ef ég reikna þetta rétt. Þetta er stórfé fyrir lítið samfélag eins og það færeyska er. 

Til samanburðar kosta jarðgöngin til Vestmannaeyja töluverð meiri pening. "Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. lauk kosnaðamati á gerð jarðganga sem vegtengingu milli Vestmannaeyja og Landeyja árið 2007. Niðurstaða matsins var sú að tæknilega væri mögulegt að gera slík göng og að kostnaðurinn yrði líklega á bilinu 50-80 milljarðar króna eftir gerð ganganna „en áhætta er talin mikil“.

Sé framangreind fjárhæð núvirt má ætla að kostnaðarmatið hafi hljóðað upp á tæplega 100-160 milljarðar króna, sé miðað við vísitölu neysluverðs." Sjá slóð: Skoða jarð­göng til Eyja

Í báðum tilfellum spara eyjarnar sig ferjusiglingu sem er dýr rekstur.Landeyjarhöfn kostar sinn skilding, 300 milljónir árlega bara við sanddælingu.

Í frétt DV 2018 segir: "Íslenska ríkið hefur þurft að greiða rúma 2,6 milljarða eingöngu fyrir sanddælingu úr Landeyjahöfn frá opnun hafnarinnar í júlí 2010. Það gera rúmlega 300 milljónir á hverju ári. Þá hafa ýmsar rannsóknir við höfnina kostað 277 milljónir króna. Samandregið er heildarkostnaður vegna byggingar og rekstrar Landeyjahafnar, ásamt kostnaði við rekstur Herjólfs, rúmlega 11 milljarðar króna."

Niðurstaðan er að ef Færeyingar geta farið í stórframkvæmd eins og sjávargöng til Suðureyja, þá ættum við Íslendingar að geta gert það líka. Það er ekki bara kostnaður við gerð jarðganga, heldur sparnaður í rekstri ferja sem mun á endanum borga göngin upp. Þetta er þjóðhagslegur ávinningur. Þetta er helti munurinn á gangnagerð í Færeyjum samanborið við Ísland, ferjukostnaðurinn er stór þáttur í hagkvæmni þess að gera jarðgöng. Á Íslandi er það sparnaður í vegalengdum milli staða.  

Svo er það spurning hvort jarðlög frá Landeyjum til Vestmannaeyja leyfa sjávargöng.

 

 


Borgarlínan er óraunhæf

Það er verið að selja okkur nýju fötin keisarans! Þegar vefsetrið um borgarlínuna er skoðað, er frekar lítið um upplýsingar. Dregnar eru upp grófar línur. Sagt er að nýja leiðarkerfið sé í vinnslu! Samt er kominn reikningur fyrir þessu ævintýri, sem hljóðar líklega upp á 250 - 300 milljarða króna.

Af hverju borgarlínu? Af því að íbúum mun fjölga töluverð næstu áratugi er sagt á vefsetri Borgarlínunnar. Er það víst? Borgir ekki aðeins stækka, þeim hnignar og sumar hverfa.  Sjá má þetta í Bandaríkjunum, til dæmis Detroit og fleiri borgum. Íslendingar eru hættir að eignast börn og ef fjölgun verður, þá er það vegna óhefts innflutnings útlendinga.

Sum sé, bjóða á upp á fjölbreyttari valkosti. En er þetta fjölbreyttara?  Á vefsetrinu segir: "Borgarlínan er hágæða almenningssamgangnakerfi (e. Bus Rapid Transit) sem mun aka að mestu í sérrými og hafa forgang á gatnamótum. Þannig styttist ferðatími og tíðni ferða eykst..." Borgarlínan 

Er þetta ekki grín? Bus Rapid Transit er bara strætisvagnaflutningar í beinni þýðingu.  Áfram á að nota strætisvagna, bæði fyrir svo nefndar stofnleiðir (Borgarlínan) og almennar leiðir. Þetta lítur rosalega flott út á korti, líkt og maður sér þegar maður notar lestir eða neðanjarðarlestir. Sjá: Leiðarkerfi en þetta eru bara strætisvagnaleiðir sem flestar eru þegar fyrir hendi!

Allt í lagi, það er ekki slæmt að strætó komist leiðar sinnar í þungri umferð (sem núverandi vinstri borgarstjórn hefur skapað með aðgerðarleysi í byggingu mislægra gatnamóta) en mér skilst á sumum stöðum á almenn umferð annarra ökutækja að víkja og fækka eigi akreinum sem fara þá undir strætóleiðinir (svo nefnda Borgarlínu)! Þetta er alveg galið og aðeins í brengluðu samfélagi eins og Íslandi, sem ég er farinn að trúa að við búum í, eru umbætur látnar vera á kostnað þess sem fyrir er og nothæft.

Eina vitræna í Borgarlínunni sem ég sé, er tilkoma Fossvogsbrúar. Frábært að byggja þessa brú, löngu kominn tími á en Adam er ekki lengi í paradís.  Brúin á aðeins að vera fyrir strætisvagna, gangandi vegfarendur og reiðhjól. Ekki fyrir almenna bílaumferð en nú þegar hefur verið svo mikil uppbygging íbúahverfa á Kársnesi, að umferðin þaðan stíflar umferðina sem fer yfir brúnna í Hamraborg á háanna tíma. Og ekki er hugsað um almenna bílaumferð. Við vitum að bílahatrið hjá vinstri mönnum í Reykjavík er mikið, en í forheimsku sinni athuga þessir vitringar ekki að önnur umferð, t.d. leigubíla og vöruflutningabifreiða tefst líka. Vöruflutningar eru miklir með trukkum og sendibílum (sem enginn minnist á) á vegum höfuðborgarsvæðisins. Tafir í umferð, kosta því fyrirtæki stórfé árlega. Ég hef ekki séð einn einasta stjórnmálamann minnast á þennan falda kostnað.

Kenna ætti borgarstjórnar meirihlutanum í Reykjavík kortalestur. Kíkja má t.d. á Google kort yfirlitsmynd af höfuðborgarsvæðinu. Þar má sjá að umferðin frá Hafnarfirði (og Suðurnesjum) fer nú í gegnum Garðabæ og svo gegnum Kópavog. Í Garðabæ hafa orðið miklar lagfæringar á stofnbrautinni í gegnum bæinn sem hafa leyst mesta umferðavandann (enda hægri menn við stjórnvölinn í bænum sem hugsa í lausnum). 

Þeir sem búa í Hafnarfirði þekkja Engidal sem er umferðagatnamót í dalkvos. Þaðan liggur vegur til Álftaness í gegnum Gálgahraun. Þar er hraun sem búið er að "eyðileggja" hvort sem er og er autt og hægt er að nýta og þaðan er stutt á Bessastaðanes. Í Gálgahraun er nes eða tangi sem má nota sem brúarstæði yfir í Bessastaðanes og þaðan má leggja brú til svæðisins þar sem Sky lagoon er staðsett á annesi Kársness og áfram með nýjan veg til nýju Fossvogsbrúna. Þá erum við komin með hringbraut, fram hjá öll annesin (Garðabær og Kópavogur eru annes) og yfir í vesturbæ Reykjavíkur, til Suðurgötu sem nú þegar er stofnbraut.

Þetta myndi breyta öllu fyrir umferðaflæðið frá öllum nágrannasveitafélögum Reykjavíkur í suðri til miðborgar Reykjavíkur, háskólasvæðisins, Landsspítalans sem og Umferðamiðstöðina í vatnsmýrinni. Ferðatíminn styttist.

Samhliða þessu má byggja upp mislæg gatnamót á stofnbrautum, öllum til hags og hafa Miklubraut algjörlega umferðaljósa lausa. Svo vitlausir eru þeir í meirihluta Reykjavíkurborgar, að þegar Miklabraut sem liggur við Klamratún var endurgerð, voru umferðaljós fyrir gangandi umferð látin standa. Þannig á álagstímum, þegar einn einstaklingur ætlar yfir, stöðvar hann för hundruð manna sem þurfa að bíða í bílum sínum eftir að þessi einstaklingur fari yfir götuna. Af hverju ekki undirgöng? Og veggurinn sem settur var þarna upp er tifandi tímasprengja (grjótsprengja) ef bílar lenda utanvegar á grjótvegginn.

Svo er það Sundabrautin, sem vinstri stjórnin í Reykjavík, með Dag B.E. í fararbroddi, hefur lagt stein í götu, sem löngu er tímabært að smíða og myndi leysa umferðavandann til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. 

Þetta er allt hægt að gera á yfirborðinu, án þess að skerða umferð annarra en hálftóma strætisvagna. Svo er það spennandi kostur að leggja neðanjarðarlestakerfi undir höfuðborgarsvæði og til Keflavíkur. Nóg er "plássið" neðanjarðar. Þetta er dýrt en varanleg lausn og dugar í aldir. Samanber elstu göngin í London, Thames göngin, sem gerð voru við frumstæðar aðstæður 1825 og eru enn til.


Ad hominem - Aðeins meira um gagnrýna hugsun og skólastarf

Ég hef bent á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar og munurinn sem er á slíkri hugsun og skoðun.  Allir hafa skoðun eins og glögglega má sjá af harðri umræðu sem er í gangi í dag. Á markaðstorgi hugmynda verður að leyfa öllum hugmyndum/skoðunum að koma fram, annað hvort til að taka undir eða kveða niður með andsvari. Þetta gerði Sókrates eins og frægt er.

"Heim­spek­ing­ur­inn Sókra­tes hafði meiri áhrif á gang sög­unn­ar með hugs­un sinni en flest­ir aðrir menn. Hug­mynd­ir hans eiga enn brýnt er­indi við sam­tím­ann ef marka má nýja breska rann­sókn, sem bend­ir til þess að með því að kenna 10-12 ára börn­um „að hugsa eins og Sókra­tes“ með sókra­tísku aðferðinni í rök­ræðum, sé stuðlað að viðvar­andi fram­förum í and­legu at­gervi, sem nem­ur sjö punkt­um á greind­ar­vísi­töluskal­an­um.

Þykir þetta sýna að þjálfa megi upp gáf­ur, að sögn breska blaðsins The Daily Tel­egraph" en þetta er tekið upp úr Morgunblaðsgrein.

Sókrates hollur

Reyndar hefur Menntamálaráðuneytið aðeins staðið sig í stykkinu og gefið út heimspekiefni, en málið er bara að það er valfrjálst að stunda heimspeki í grunnskóla.  Benda má til dæmis á 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman.

A. Heimspekileikir (heimspekilegar upphitunaræfingar).

B. Skerpt á skynfærunum – Að taka eftir því sem birtist.

C. Að spyrja – Heimspekilegar spurningar.

D. Fullyrðingar.

E. Hugtakagreining.

F. Skapandi hugsun og ímyndunarafl.

G. Hvað skiptir máli? – Um mikilvægi.

H. Siðfræði, siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur.

I. Gagnrýnin hugsun og efahyggja.

J. Hugsað heimspekilega um tungumálið, skólann, tóbak, áfengi og önnur vímuefni.

Eru þetta ekki frábærar æfingar fyrir barnið til að verða gildur borgari í framtíðinni? Eitt er öruggt, barnið verður betri námsmaður og persóna.

Í flóði upplýsinga nútímans, rangfærslna, óreiðu og gervigreindar, er ekki full nauðsyn að einstaklingurinn geti vinsað úr og greint það sem virkilega skiptir máli?

Rökbrot, felur í sér að draga athygli að persónu andstæðings í rökræðum í stað þess að hala sig við málefni og rök (versta sem maður gerir í rökræðum). Er þetta ekki einkenni nútíma umræðu í dag? Væri samfélagsumræðan ekki aðeins gáfulegri ef flestir hefðu tileinkað sér lágmarksþekkingu í heimspeki?

 


Embættisbrota rannsókn á störf Joe Biden hafin

Fréttir af brandarískum stjórnmálum eru oft í skötulíki. Fréttirnar eru slitróttar og án samhengis. Stundum þarf að geta í eyðurnar og stundum er bara þögn. 

Lítið fer fyrir þeirri stórfrétt að Bandaríkjaþing hefur hafið rannsókn á embættisferli Joe Bidens. Þingmenn Fulltrúardeildarinnar gáfust upp á seinagangi dómsmálaráðuneytisins undir forystu Merrick Garlands og FBI á spillingarmálum sem tengjast Hunter Biden og þeir telja nái alla leið til sjálfs forsetans.

Ljóst er að FBI hefur ekki staðið sig í stykkinu við rannsókn á spillingarmálum Biden fjölskylunnar og beinlínis staðið í veg fyrir rannsókn. Þetta hefur leitt til þess að málsóknir gegn Hunter Bidens hafa fyrnst.

En Hunter er bara peð í málinu og væri ekki frétt, ef það væri ekki fyrir að hann er sonur forseta Bandaríkjanna. Og það að hann sé tengiliður fjölskyldunnar gagnvart erlendum öflum sem vilja beita mútum til að hafa áhrif innan efsta lag stjórnmálakerfis landsins er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum.

Málið er hið alvarlegasta, því að þótt Richard Nixon, Bill Clinton og Donald Trump hafa verið ákærðir fyrir embættisafbrot, voru mál þeirra ekki eins alvarleg og eru gegn Joe Biden. Hér er átt við að í sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna er klásúna um mútur og landráð sem gætu átt við í máli Joe Bidens. Aldrei í bandarískri sögu hefur verið vafi um heillindi Bandaríkjaforseta gagnvart eigin þjóð og stjórnarskrá.  Að forseti Bandaríkjanna sé í vasa erlendra ríkja, og þar hafa Rússland, Kína og Úkranía, verið efst á blaði, er einstætt mál í bandarískri sögu.

Þingmenn Bandaríkjaþings hafa þurft að beita hörðu gagnvart FBI til að fá upplýsingar, sem þeir saka um yfirhylmingu í málinu.  Með því að formleg rannsókn Bandaríkjaþings er hafin, hefur þingið stefnurétt og getur sótt skjöl til FBI og bönkum sem sjá um fjármál Joe Bidens.

Þrátt fyrir enga aðstoð FBI og dómsmálaráðuneytis Merrick Garlands, hafa þingmenn grafið upp margar óþægilegar staðreyndir um mál Bidens með hjálp uppljóstrara.

Mútuþega ásökunin er byggð á upptöku af Biden sjálfan ræða um múturgreiðslu.

Á vefsetri Bandaríkjaþings, nánar tiltekið Fulltrúardeildarinnar er vefefni sem nefnist Biden Family Investigation

Þar kemur fram í yfirliti að: "Formaður eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar og James Comer ásamt öðrum Repúblikönum í nefndinni eru að rannsaka innlend og alþjóðleg viðskipti Biden fjölskyldunnar til að ákvarða hvort þessi starfsemi skerði þjóðaröryggi Bandaríkjanna og getu Biden forseta til að leiða þjóðin á hlutlausan hátt." Og þar segir jafnframt:

"Meðlimir Biden fjölskyldunnar hafa myndað það mynstur að selja aðgang að æðstu stjórnsýslustigum til að auðga sig, oft í óhag fyrir bandaríska hagsmuni. Við erum staðráðin í að fylgja eftir peningaslóð Biden fjölskyldunnar og félaga - sem samanstanda af mörgum flóknum alþjóðlegum viðskiptum upp á milljónir dollara - og veita bandarísku þjóðinni svör. Bandaríska þjóðin á skilið að vita hvort tengsl forsetans við viðskiptasamninga fjölskyldu hans hafi átt sér stað á kostnað bandarískra hagsmuna og hvort þau séu þjóðaröryggisógn."

Og svo er sagt hvað er komið í ljós skv. orðum James Comers:

"Sönnunargögn sem repúblikanar nefndarinnar hafa afla sýna að Joe Biden laug að bandarísku þjóðinni um þátttöku sína í viðskiptakerfum fjölskyldu sinnar. Biden fjölskylduviðskiptamódelið er byggt á pólitískum ferli Joe Biden og tengslum við Joe Biden sem „stjórnarformann.“ Biden fjölskyldumeðlimir seldu aðgang í hagnaðarskyni um allan heim í óhag fyrir bandaríska hagsmuni. Ef Biden forseti er í hættu vegna samninga við erlenda andstæðinga og þeir hafa áhrif á ákvarðanatöku hans er þetta ógn við þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á skilið gagnsæi og ábyrgð á áhrifum Biden fjölskyldunnar. Með nýjum meirihluta repúblikana munu eftirlitsnefnd repúblikana halda áfram að þrýsta á um svör til að upplýsa lagalausnir til að koma í veg fyrir þessa misbeitingu valds."
 

Aðal sönnunargögnin eru talin upp og þau eru eftirfarandi, fyrir þá sem það vilja lesa:

Key Evidence:

 Umræðan um spillingu Joe Bidens á Bandaríkjaþingi

 Hér er athyglisverð umræða um hvort Bandaríkin falli eins og Róm 

 


Kenna þarf gagnrýna hugsun í skólum landsins

Það fyrsta sem flestir nemenda í háskólum landsins þurfa að læra er gagnrýnin hugsun á ákveðnum námskeiðum.  Þeir þurfa líka að læra aðferðafræði viðkomandi námsfags en hún undantekningalaust kennir aðferðir sem eru byggðar á gagnrýnni hugsun.

Vísindaleg vinnubrögð byggjast á staðreyndum sem ákveðinn þekking er byggð á.  Aldrei má vísindamaðurinn blanda saman skoðun sína eða tilfinningu í rannsóknum sínum, það skekkir að minnsta kosti vísinda niðurstöðuna, eða þá kolröng niðurstaða gefin fyrirfram.

Hinn trúðaði segist trúa og viðurkennir þar með að hann viti ekki. Það er heiðarleg niðurstaða og allir vita hvað átt er við og taka hana eins og hún er.  Kíkjum á skilgreiningar  á skoðunum og gagnrýna hugsun samkvæmt ChatGPT:

"Gagnrýnd hugsun og skoðun eru bæði hugtök sem tengjast því hvernig einstaklingar túlka og velta fyrir sér hugmyndum og skoðunum. Það er hins vegar munur á þeim tveimur:

  1. Gagnrýnd hugsun (critical thinking):

    • Gagnrýnd hugsun er ferli sem felst í að skoða, meta og rannsaka hugmyndir, fullyrðingar og ályktanir með hliðsjón af rökræðu og rökinu sem liggja að baki þeim. Markmiðið er að skilja og greina hvaða rök og gögn liggja til grundvallar ályktunum.
    • Gagnrýnd hugsun byggir á rökræðu, skoðunarflæði, aðgreiningu hugmynda, staðhæfinga og niðurstaðna, og að meta og rannsaka þær með vísindalegum hætti.
    • Hugmyndin er að gagnrýnd hugsun sé óhlutdræg, vísindaleg, og leiði þátttöku að betri skilningi og ályktunum sem byggja á sterkri rökfærslu.
  2. Skoðun (opinion):

    • Skoðun er skoðun einstaklingsins, persónuleg skoðun sem byggir á því hvernig hann upplifir og túlkar heiminn. Hún getur verið byggð á skoðunum, trú, persónulegum upplifunum, menningarlegum áhrifum og mörgum öðrum þáttum.
    • Skoðanir eru oftast ekki vísindalegar eða röklegar, heldur eru þær hvernig einstaklingur upplifir eða telur vera rétt eða rangt, og þær geta breyst með tímanum eða með nýjum upplifunum.
    • Skoðanir eru oftast persónulegar og undantekningar, og þær kunna að vera á móti opinberum skoðunum eða almennu samkomulagi."

Af þessu má sjá að woke menningin sem byggist mest megnið á skoðunum og persónulegu sjónarhorni einstaklingsins, án nokkurra tengsla við vísinda hugsun og aðferð, fer ekki saman við almenna skynsemishyggju. Og það er algjört glapræði að blanda woke fræðin saman við almenn vísindi í háskólakennslu.

"Woke menningin" er oft lýst sem áherslu á samfélagsleg réttindajöfnuði, fjölbreytileika og kynjajafnrétti. Gagnrýnendur hennar geta hins vegar litið svo á að það sé hætta á of mikilli áherslu á þessum þáttum, svo að það verði takmarkað rými fyrir fjölbreytileika hugsunar og gagnrýna hugsun. Verst er þegar woke kenningin hefur læðst inn í háskólakennslu og alls kyns fræði, byggð á hindurvitni og ranghugmyndum, hafa myndað kennslugrundvöll á þessum "fræðum".

Af þessu má draga ályktun að samfélagið, þar með skólasamfélagið, hefur litast um og of af ofangreindri woke menningu. 

Woke menning getur verið dragbítur á framþróun samfélagsins, jafnvel hamlað hana.  Það er því full þörf að kenna börnunum sem fyrst sjálfstæða hugsun - gagnrýna hugsun, í skólum landsins.

Alls kyns upplýsinga óreiða er í gangi á samfélagsmiðlunum, en í stað þess að banna og hamla, eins og vinstri sinnaðir wokistar vilja gera, ætti að kenna ungmennunum að vinsa út vitleysuna frá staðreyndum. 

Af því að heimurinn er síbreytilegur, upplýsingarnar eru margbreytilegar og flestar nýjar, verður að kenna gagnrýna hugsun og það er ekki hægt eitt skipti fyrir öll. Það er ekki gert með sjálfs ritskoðun, bælingu hugsana né með valdboði að ofan.

Að lokum, besta leiðin til að öðlast gagnrýna hugsun er í gegnum heimspeki nám, sem getur verið sniðið að hugarheimi ungmennanna. Kennum heimspeki, sérstaklega mætti kenna sókratíska aðferðafræði sem byggist á rökræðu, spurningum og athuganum um siði og siðferði - rökræður og samræður. Þessi aðferðafræði er undirstaða vísindalega aðferðafræði.  

Sókratísk aðferðafræði og vísindaleg aðferðafræði eiga bæði það sameiginlegt að þær leggi áherslu á leit að réttum niðurstöðum og skoðunum, en þær nota mismunandi aðferðir til að ná þessum markmiðum. Sókratísk aðferðafræði byggir á rökræðu, spurningum og samræðu til að rannsaka hugmyndir og siði, meðan vísindaleg aðferðafræði leggur áherslu á kerfisbundna rannsókn og skýringu á orsökum.


Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Það bylur á okkur allan daginn áróðurinn að passa upp á kolefnissporin.  Almenningur á Vesturlöndum er skammaður fyrir að anda og gefa frá sér koltvísýring (og kýrnar líka) og Íslendingar eru þar engin undantekning.  En hversu mikil er sök okkar í málinu?

Ef litið er á CO2 losun eftir ríkjum samkvæmt töflu ESB, þá gefur Ísland aðeins frá sér 0,01% af öllum koltvísýringi í heiminum. En íslenska nátttúra gefur frá mikinn CO2 þegar eldfjöllin gjósa.

Athyglisvert er að milljarða þjóðin Indland, losar aðeins um 7% af CO2, Bandaríkin, mesta efnahagsveldi heims, um 12% en mesti sóðinn (í skilningi losun CO2) er Kína sem ber ábyrgð á 31,5% losun alls CO2 í heiminum á ársgrundvelli. Þarf ekki frekar að skamma kínversk stjórnvöld en almenning í heiminum? Flestar þjóðir eru langt undir 1%.

Svo er það spurningin, í útópíu dæmi um að mannkynið nái að útrýma CO2 losun fyrir árið 2050, hvort að það verði hreinlega ekki CO2 skortur! Jú, þessi lofttegund er nauðsynleg fyrir náttúruna og hitastig jarðar.  Þarf ekki ákveðið jafnvægi í nátttúrunni og í umræðunni? Heimurinn er að farast hjá sumum vegna loftslagsbreytinga en aðrir hunsa og kalla þetta áróður.

CO2 emissions of all world countries


Þurfa íhaldsmenn að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum?

Þetta er athyglisvert spurning. Spurt var hér á blogginu, hvað eiga hægri menn að gera?

Það er bara tvennt í stöðunni.  Það er að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum og mynda nýja flokk sem má heita Íhaldsflokkurinn.  Einn bloggarinn sagði að bara við það myndi flokkurinn fá 15% fylgi.  Ég veit ekki hversu mikið fylgi flokkurinn fengi, um það hefur aldrei verið spurt um í skoðanakönnunum. 

En það er alveg auðljóst íhaldssamir einstaklingar eru í Sjálfstæðisflokknum og hafa orðið undir síðastliðna áratugi í innri valdabaráttu flokksins. En við vitum að þeir eru til, því það heyrir í þeim og þeir hafa meira segja myndað félagsskap sem kallast Félag Sjálfstæðismanna um fullveldi. Í lögum félagsins segir:

"Við stofnun Sjálfstæðisflokksins voru sett fram tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál.  Fyrra aðalstefnumálið var: „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“  og hitt var „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“.

Markmið Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál skal vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð."

Hinn hópurinn sem var lengst til vinstri innan flokksins, er að mestu horfinn yfir í Viðreisn. Það voru "óþjóðlegir"  einstaklingar í þeim skilningi að þeir vildu ekki bera hag fullveldi þjóðríkisins fyrir brjósti sér, heldur ganga inn í ESB (ríkjasambandið).

En hverjir eru það sem stjórna þá stefnu flokksins, ef ofangreint félag ræður litlu og hægri kratarnir eru farnir yfir í Viðreisn?

Jú, það er tækifærasinnarnir, þeir sem eru tækni búríkratar og vilja völdin hvað sem það kostar, burt séð frá gildum og stefnu landsfundarþings flokksins. 

Hitt er að vera áfram í flokknum og reyna að breyta honum innan frá. En er það raunhæft með núverandi forystu?

Núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokkins og oddviti í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2009 og setið á Alþingi frá 2003. Hann er erfðaprins flokksins, er af Engeyjarættinni skilst mér (sjá Wikipedia um Engeyjarættina: Engeyjarættin en ættin hans hefur lengi verið öflug innan flokksins.

Bjarni hefur fimm sinnum haft betur gegn keppinautum á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og sýnir það stjórnkænsku hans. Hann er með öflugt stuðningsnet innan flokksins sem hefur komið í veg fyrir hrókeringu. Það þótt hvert spillingarmálið á fætur öðru dynur á hann og flokkinn.

Á meðan tækni búríkratarnir eru við völdin hjá Sjálfstæðisflokknum, er lítil von um að fjöldafylgi við flokkinn rísi aftur. Tími 40%+ fylgis er liðinn og 20% - er runninn upp.

Eitt er víst, það vantar valkost á hægri væng stjórnmálanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband