Þurfa íhaldsmenn að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum?

Þetta er athyglisvert spurning. Spurt var hér á blogginu, hvað eiga hægri menn að gera?

Það er bara tvennt í stöðunni.  Það er að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum og mynda nýja flokk sem má heita Íhaldsflokkurinn.  Einn bloggarinn sagði að bara við það myndi flokkurinn fá 15% fylgi.  Ég veit ekki hversu mikið fylgi flokkurinn fengi, um það hefur aldrei verið spurt um í skoðanakönnunum. 

En það er alveg auðljóst íhaldssamir einstaklingar eru í Sjálfstæðisflokknum og hafa orðið undir síðastliðna áratugi í innri valdabaráttu flokksins. En við vitum að þeir eru til, því það heyrir í þeim og þeir hafa meira segja myndað félagsskap sem kallast Félag Sjálfstæðismanna um fullveldi. Í lögum félagsins segir:

"Við stofnun Sjálfstæðisflokksins voru sett fram tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál.  Fyrra aðalstefnumálið var: „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“  og hitt var „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“.

Markmið Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál skal vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð."

Hinn hópurinn sem var lengst til vinstri innan flokksins, er að mestu horfinn yfir í Viðreisn. Það voru "óþjóðlegir"  einstaklingar í þeim skilningi að þeir vildu ekki bera hag fullveldi þjóðríkisins fyrir brjósti sér, heldur ganga inn í ESB (ríkjasambandið).

En hverjir eru það sem stjórna þá stefnu flokksins, ef ofangreint félag ræður litlu og hægri kratarnir eru farnir yfir í Viðreisn?

Jú, það er tækifærasinnarnir, þeir sem eru tækni búríkratar og vilja völdin hvað sem það kostar, burt séð frá gildum og stefnu landsfundarþings flokksins. 

Hitt er að vera áfram í flokknum og reyna að breyta honum innan frá. En er það raunhæft með núverandi forystu?

Núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokkins og oddviti í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2009 og setið á Alþingi frá 2003. Hann er erfðaprins flokksins, er af Engeyjarættinni skilst mér (sjá Wikipedia um Engeyjarættina: Engeyjarættin en ættin hans hefur lengi verið öflug innan flokksins.

Bjarni hefur fimm sinnum haft betur gegn keppinautum á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og sýnir það stjórnkænsku hans. Hann er með öflugt stuðningsnet innan flokksins sem hefur komið í veg fyrir hrókeringu. Það þótt hvert spillingarmálið á fætur öðru dynur á hann og flokkinn.

Á meðan tækni búríkratarnir eru við völdin hjá Sjálfstæðisflokknum, er lítil von um að fjöldafylgi við flokkinn rísi aftur. Tími 40%+ fylgis er liðinn og 20% - er runninn upp.

Eitt er víst, það vantar valkost á hægri væng stjórnmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það eru engir íhaldsmenn til lengur, því þeim væri sama um fylgið. Eini íhaldsmaður landsins hefur bent á, reglulega árið um kring í fáein ár, að um eina leiðin til að Ósjálfstæðiflokkurinn verði aftur hægri flokkur, sé að við hlið hans sé smár einbeittur Íhaldsflokkur í anda Jón Þorlákssonar forsætisráðherra.

Enginn Íhaldsmaður hefur tekið undir þetta, enda eru þeir ekki til; enda myndu þeir skilja hugtökin og vægi þeirra..

Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2023 kl. 14:57

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég þekki nokkra sem ég myndi flokka sem íhaldsmenn.

Birgir Loftsson, 14.9.2023 kl. 07:57

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef til væru Íhaldsmenn á landinu, væri búið að endurstofna Íhaldsflokk Jóns Þorlákssonar. Ég hef ritað, og hljóðritað um þetta reglulega í fáein ár, og frá upphafi bent á hvers vegna íhaldssinnaðir aðilar þora þessu ekki og viti menn, sá rökstuðningur er endurtekinn í ágætum pistli þínum.

Taktu einnig eftir að enginn þeirr vill viðurkenna tilvist sumra eða orðræðu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 14.9.2023 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband