Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022
Ég komast að því fyrir nokkrum dögum að uppáhalds blaðamaður minn, Kristján Kristjánsson, blaðamaður fyrir DV samsteypuna (Pressan) er líka fastur penni.
Greinar hans sem blaðamaður eru margbreytilegar og skemmtilegar en það hefur greinilega fokið í hann, því að hann skrifaði grein sem ber heitið "Hjálpum Ara!" og þar skammar hann suma lesendur sína fyrir að senda sér tölvuskeyti. En greinin er megninu til samt skammir út í aðdáendur Pútíns og Trumps og kannski aðallega þá kumpána.
Eftir gagnrýnina á lesendurnar sem eru aðdáendur þessara kalla (og hann tók líka fyrir Covid afneitendur), þá sagði hann eftirfarandi: "Á móti þessu kemur síðan að auðvitað er fólki heimilt að hafa sínar skoðanir hér á landi og dást að ómennum eins og Pútín og óvini lýðræðisins á borð við Trump."
Allt í lagi, Kristján er skiljanlega enginn aðdáandi þessara stjórnmálamanna en spyrja má sig, hvort lesendur megi ekki gagnrýna skrif blaðamanna? Skrif blaðamanna er nefnilega einstefna og ekki eru allir sammála greinahöfundi. Líkja má þessu við að ræðumaður flytur ræðu, en hann má alltaf vænta framíköll og hæðnisglósur. Það er bara hluti af orðræðunni. Sama á við um blaðaumfjöllun. Kristján eins og aðrir blaðamenn eru með tölvupóstfang i fyrirsögn greina og auðvita freistast menn til að senda línu. Til hvers eru blaðamenn annars að birta tölvupóstfang? Eru þeir ekki í samfélagsumræðunni?
En ég er fullkomlega sammála Kristjáni að segja verður mörkin við ofbeldishótanir sem hann greinilega fær. Hann ætti að framsenda slík skeyti beint til lögreglunnar.
Að lokum, Kristján tekur Ara nokkurn Óskarsson sem dæmi um mann sem kann ekki að stjórna sér og er með hótanir. Ég kíkti að gamni á Facebook og þar eru tveir menn með nafnið Ari Óskarsson. Eflaust eru til aðrir Arar Óskarssyni sem eru ekki á Facebook. Nú liggur annar þeirra saklaus undir ámæli en hvor þeirra er sekur?
En ég held áfram að lesa skemmtilegar greinar Kristjáns.
https://www.dv.is/eyjan/2022/8/27/hjalpum-ara/
Bloggar | 31.8.2022 | 12:52 (breytt kl. 13:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skrýtin deila er nú uppi um uppruna Íslendinga eða réttara sagt hvort þeir séu afkomendur víkinga. Það þarf ekki annað en beitingu rökfræðinnar til að komast að niðurstöðu.
Árni Böðvarsson, þjóðháttarfræðingur fór í (víkinga)leiðangur gegn afkomendur víkinga en skip hans sigldi strax í strand, eflaust vegna þess að hann notaðist við Currach (skinnbátur Íra).
Þar á Árni í ritdeilum við Einar Kárason rithöfund, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga eins og segir í frétt Vísir.
Árni segir: Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur, segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu."
Maður gapir af undrun þegar frægur fræðimaður kemur með svona hrákaskýringu á hvaðan Íslendingar komu og hverra manna þeir voru. Hefur hann ekki lesið Íslendingasögunar sem eru uppfullar af frásögnum af Íslendingum sem fóru í víking með öðrum norrænum mönnum?
Norðmenn fóru meira segja í norræna krossferð til landsins helga, löngu eftir lok víkingaraldar og að sjálfsögðu voru Íslendingar með í för. Þeir gerðust líka væringjar (það er verið að skrifa doktorsritgerð um Væringja).
Á 13. öld fóru þeir í herleiðangra til Suðureyja og hvert sem Noregskonungur ákvað að herja. Sturlunga meiri segja nafngreinir þann mann sem hún segja að sé síðasti íslenski víkingurinn en hann kom úr leiðangri og settist að á Íslandi um 1220.
Íslendingabók og Landnáma eru góðar heimildir um þessa víkinga og fylgdarlið þeirra. Engir kotbændur hefðu efni á rándýrum víkingaskipum sem þurfi mikið fjármagn og mannskap að byggja (það tók t.d. 3 ár að vefja seglin). Höfðingar (sem Árni kallar gamalmenni og verið hent úr horni hornkerlingarinnar og sendir út á guð og gadd til Íslands) stýrðu þessum þjóðflutningi til Íslands. Það var ekki fyrr en með síðustu bylgju landnema sem gildir bændir keyptu sér far til Íslands ásamt föruneyti.
Ingólfur og Hjörleifur (eða aðrir sem þeir tákna og eru tákngervingar fyrir) komu hingað með fríðu föruneyti, voru víkingar og útlægir fyrir dráp úr Noregi ásamt þrælum. Þeir voru ekki einsdæmi. Aðrir norrænir höfðingjar voru hraktir úr Suðureyjum og Írlandi eins og sagnirnar segja.
Í grófum dráttum má segja að alda víkingaaldar hafi skellt víkingum og skyldliði þeirra á strendur Færeyja, Íslands, Grænlands og Norður-Ameríku (Bretlandseyjar o.s.frv.) og þar settust þeir að. Allir víkingar voru að uppruna bændur sem fór í sumarleiðangra eða víkingaferðir.
Ótrúlegt að þjóðháttarfræðingur sem styðst væntanlega við fornleifar (norrænar allar) í rannsóknum sínum skyldi komast að fjarstæðri niðurstöðu.
Einar Kárason kom í mótsvari sínu með gullkorn en hann sagði að þeir hefðu ,,allavega ekki lagst í bóndann"! Held að Einar hafi tekið Árna í bóndabeygju að hætti íslenskrar glímu!
Bloggar | 29.8.2022 | 19:13 (breytt 1.9.2022 kl. 13:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ágætis umræða um hvorutveggja umræðuefnin í Bandaríkjunm. Oftast fara þau saman og því beini ég sjónum mínum að bæði umræðuefnin en þessi umræða er ekki öflug eða djúp á Íslandi.
Yfirleitt er athyglinni beint að birtingamynd ríkisborgararéttarins á neikvæðan hátt, þ.e.a.s. fjölmiðlar beina athyglinni að útlendingastofnun sem hefur það hlutverk ásamt landamæravörðum að vernda landamæri og líka óbeint réttindi sem felast í ríkisborgararéttinum.
Það er svo að það geta ekki allir orðið íslenskir ríkisborgarar, íslenska ríkið ræður t.a.m. ekki við að taka við 5 milljónir flóttamanna frá Úkraníu og gera fólkið að íslenskum ríkisborgurum. Raunveruleikinn segir okkur að við getum bara tekið við ákveðinn fjölda fólks á ári og fara verður eftir leikreglum. Við vitum að ekki allir sem krefjast hælisvistar á Íslandi eiga rétt á landvist og því er þeim vísað á braut og oftast með látum, því að sumir vilja leyfa öllum að koma hingað til lands og setjast hér að, líka glæpahópum.
Þetta er umræðan á Íslandi, um þá sem berja á dyr landamærahliðanna, og þá sem vilja taka niður landamærahliðin og hafa svokölluð opin landamæri, sem væri þá nokkuð konar anarkismi í málaflokknum.
En hvar er umræðan um ríkisborgararéttinn sem er bundinn í lögum og hvað felst í honum? Hvar er miðstéttin í þessu öllu og hvers vegna er hún svo mikilvæg og nátengd ríkisborgararéttinum?
Ég hef skrifað áður um Victor Davis Hanson, bandarísks fræðimanns sem er hvað þekktastur fyrir skrif sín um fornöldina, um Grikki og Rómverja en hann blandar sér líka í samtíðarumræðuna. Bækur hans hafa unnið til fjölmargra verlauna í gegnum tíðina. Hann blandaði sér í samtímaumræðuna með afgerandi hætti í bók sinni "The Dying Citizen". Ég ætla að fara í gegnum efni bókarinnar en byrja á tilvitnun eftir Mark Twain en hann sagði 1906: "Ríkisborgararéttur er það sem er undirstaða lýðveldis; konungsríki geta komist af án hans. Það sem heldur lýðveldinu gangandi er gildur ríkisborgararéttur."
Bókin "The Dying Citizen" segir okkur að mannkynssagan sé að megni til full af sögum af bændum, þegnum eða ættbálkum. Hugmyndin um borgara, hugmynd sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, er sögulega mjög sjaldgæf - og var, þar til nýlega, meðal hugsjóna Bandaríkjamanna sem þótti mest vert að hlúa að. Nú varar sagnfræðingurinn Victor Davis Hanson við því að bandarískur ríkisborgararéttur eins og við höfum þekkt hann í meira en tvær aldir gæti brátt horfið.
Í The Dying Citizen útlistar Hanson öflin sem hafa leitt til það sem hann kallar "rökkur" bandarísks ríkisborgararéttar. Á síðustu hálfri öld hafa fjölmörg öfl lagt á ráðin um að grafa undan því gildi sem Bandaríkjamenn leggjum í hugmyndina um ríkisborgararétt.
Hanson dregur þá ályktun að til að vera sjálfstjórnandi um eigið líf verða borgarar að vera efnahagslega sjálfstæðir, en útrýming millistéttarinnar og aukin ójöfnuður hafa gert marga Bandaríkjamenn háða alríkisstjórninni.
Ríkisborgararéttur er til innan afmarkaðra landamæra, en opin landamæri og elítuhugtakið alheimsborgararéttur hafa gert hugmyndina um hollustu við ákveðinn stað tilgangslausan. Ríkisborgararéttur byggir á því að afnema sjálfsmynd ættbálka í þágu ríkisins (skýrasta dæmið er upplausn ættbálkaveldisins í Afríku), en sjálfsmyndapólitíkin hefur útrýmt hugmyndinni um sameiginlega borgaralega sjálfsvitund.
Gífurlega stækkun óvalið skrifræðbálkns með ókjörna embættisstétt hefur yfirbugað vald kjörinna embættismanna og eyðilagt þar með fullveldisvald borgarans. Ofan á þetta eru "framsæknir" fræðimenn og aðgerðarsinnar sem leggja umsátur um stofnanir og hefðir stjórnarskrárbundins ríkisborgararéttar, allt í nafni hugmyndafræðarinnar að sjálfsögðu. Sjá má þetta á Íslandi í minna mæli.
Rætur ríkisborgararéttarins
Hanson rekur sögu ríkisborgararéttarins til forna rætur hans í Grikklandi. Hann bendir á að miðað við staðla nútímans gætu þessar fyrstu stjórnarskrábundnu ríkisstjórnir litið út fyrir að vera þjóðerniskenndar eða með kynjamisrétti. En miðað við hvað í hinum forna heimi? Ættbálkasamfélögin í Norður-Evrópu? Ættveldi Egyptalands, Persíu eða Indlands? Flestir þessara íbúa voru ættbálkarfólk, þjónar eða þrælar án einstaklingsréttinda. Og lítil von um að öðlast slík réttindi.
Aftur á móti, strax á 5. öld f.Kr., náði ríkisborgararétturinn til vaxandi íbúa í flestum grískum borgríkjum. Lýðræðisríki með fulltrúa, þar á meðal okkar segir Hanson, hafa aldrei verið fullkomin. En ferill þeirra hefur alltaf verið í átt að aukinni þátttöku og jafnrétti að lögum.
Í vestrænu stjórnarformi er lögmæti dregið af samþykki hinu stjórnuðu. Það gerir borgaranna sjálfa ígrundaða og opna fyrir gagnrýni. Hanson segir: Stofnanir eins og þrælahald og Jim Crow geta ekki staðist, vegna þess að þær eru á skjön við grundvallarreglur okkar, eins og menn eins og Frederick Douglass og Martin Luther King Jr. héldu fram. Ekki er svo í konungsríkjum eða einræðisríkjum. Þetta fólk stjórnar út frá tilfinningu um guðlegan rétt eða meðfædda yfirburði.
Minnkandi millistétt
Hlutur bandarískra fullorðinna sem búa á millitekjuheimilum hefur minnkað úr 61% árið 1971 í 51% árið 2019. Það er tengsl á milli minnkandi millistéttar og hnignunar ríkisborgararéttar. Öflug millistétt er burðarás fulltrúalýðræðis. Hinir fátæku freistast til að leita að dreifibréfum frá Sam frænda. Hinir ríku freistast til að nota stjórnvöld til að skapa varanlega kosti fyrir sig og bandamenn sína.
Hanson rekur þessa þróun með tilvitnunum til Aristótelesar og Evrípídesar. Hanson talar um vaxandi fjölda Bandaríkjamanna sem skortir fjárhagslegt sjálfstæði. Fimmtíu og átta prósent Bandaríkjamanna eiga minna en 1.000 dollara í bankanum. Meðal kreditkortaskuld er yfir $8.000 á heimili. Það er yfir $2.000 á einstakling. Lamandi námslánaskuldir eru veruleiki fyrir milljónir Bandaríkjamanna, sem halda þeim frá íbúðakaupum, hjónabandi og fjölskyldumyndun.
Nú er í umræðunni að ríkisstjórn Joe Biden ætli að greiða niður námslánaskuldir námsmanna. En af hverju eru þær svona himinháar? Jú, háskólastofnanir hafa hækkað námsgjöld upp úr öllu valdi, langt umfram verðlag í landinu. En ef bandaríska ríkið borgar námslánin, hvaðan koma peningarnir? Jú, úr vösum skattgreiðenda, úr vösum lágstéttarinnar, úr vösum millistéttarinnar (líka þeirra sem hafa ekki háskólapróf og eru iðnaðarmenn) og úr vösum elítunar. Þetta er smá útúrdúr. Til baka í skrif Hansons.
Í heimi æðri menntunar sjáum við vaxandi stétt bænda segir Hanson. Þeir eru kallaðir aðjúnktar. Þeir hafa beinaber laun, vinna við nokkra háskóla til að ná endum saman. Samt kenna þeir vaxandi hlutfall af námsframboðinu. Nýlegar tillögur eins og almennar grunntekjur eða eftirgjöf námslána tala um þessa ósjálfstæði milli vaxandi fjölda Bandaríkjamanna og væntanlegra stjórnmálaleiðtoga þeirra.
Hanson notar gögn frá Kaliforníu til að skýra mál sitt. Lítil birgðastaða og endalausar reglugerðir um byggingar hafa kostað milljónir Kaliforníubúa út af húsnæðismarkaðinum, gert þá ófært um að safna sér eigin fé, skilið þá eftir háa leiguhækkanir, þeir búa í húsbílum eða, það sem verra er, eru heimilislausir. Jafnvel þar sem auður Silicon Valley hefur safnast saman fyrir hina heppnu, þá er Kalifornía með hæstu fátæktar og heimilislausa hlutfall þjóðarinnar. Þó að tæknifé hafi aukist, hafa 80% allra starfa sem skapast í Kaliforníu á síðasta áratug innihaldið minna en meðaltekjur.
Hinir ríku eru aftur á móti líklegri til að líta á sig sem heimsborgara en sem Bandaríkjamenn. Þeir hafa tilhneigingu til að styðja hnattræna stefnu eins og auðvelda viðskipti við Kína. Halda hagnaðartölum háum og hluthafarnir ánægða. Lægra verð hjálpar neytendum, en ekki endilega eins mikið og tjónið veldur sem störf send til útlanda valda. Já, Kína hagnýtir sér hamingjusamlega þrælavinnu frá trúarlegum og þjóðernislegum minnihlutahópum sínum. Viðbrögðin við heimsfaraldrinum hafa einnig gagnast stórum, fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Þau héldu áfram að senda vöru erlendis á meðan fyrirtæki í staðbundinni eigu héldust lokuð, sum varanlega.
Hvað er hægt að gera?
Eins og flestir fræðimenn, er Hanson góður í að greina vandann en fátt er um lausnir hjá honum. En svarið getur verið hjá fólkinu sjálfu. Sjá mátti þetta í Covid faraldrinum, en skólar í svokölluðum frjálslyndum ríkjum eins og í Kaliforíu voru meira og minnað lokaðir í 2 ár. Foreldrarnir, sem máttu ekki vinna, höfðu tíma til að fara yfir skólaefni með börnum sínum og mörgum þeirra til furðu, var kennsluefnið á köflum áróðurskennd. Kennslubækurnar styðjast við "Critical Race Theory" og fleiri ný-marxískar hugmyndir. Foreldrar sumir hverjir urðu öskureiðir og fóru með málið fyrir skólanefndir. Mikil og hörð umræða, svo mikið að kennarasamband Bandaríkjanna leitaði til FBI sem vildi njósna um þessa uppreisnagjörnu foreldra og stimpla þá sem "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn.
Það sem við sáum frá þessum foreldrum var að þeir beittu ríkisborgararétti sínum. Þeir sem höfðu mestan hagsmuni af börnum sínum og samfélögum þeirra stóðu upp. Þeir kröfðust ábyrgðar og gagnsæis frá leiðtogum sínum. Þeir minntu leiðtoga sína á að lögmæti byggist á samþykki ríkisstjórnarinnar.
Þegar fyrrverandi ríkisstjórinn McAuliffe sagðist ekki trúa því að foreldrar ættu að segja skólum hvað þeir ættu að kenna, var hann að opinbera klassískt framsækið (e. liberal) viðhorf. Elítan veit best. Bændurnir (foreldrarnir) þurfa bara að fara eftir því sem þeim er sagt - þeir eru of heimskir til að skilja þessi mál og taka upplýstar ákvarðanir sjálfir. Yfirlýsingin var pólitískt sjálfsmorð vegna þess að upplýstur borgari er grundvöllur hugmyndarinnar um vestrænt lýðræðisríkis.
Efla verður borgaralega fræðslu og þar spilar sögu þekkingin stóra rullu en vel upplýstir borgara verða ekki skákaðir svo auðveldlega til eftir þóknun og duttlungum stjórnvalda. Sagt er að flestir vestrænir borgara sé sáttir við að missa rödd sína og áhrif, svo lengi sem þeir lifa í velsæld. Í Íslandsklukkunni lætur Halldór Laxness eina söguhetjuna segja að betra sé að vera vesæll ölmusamaður en feitur þjón og var þar að vísa í frelsi þjóðarinnar. Sama á við um frelsi einstaklings.
Hér er viðtal við Victor Davis Hanson um bókina:
Látum Halldór hafa lokaorðin:
"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."
Bloggar | 28.8.2022 | 13:20 (breytt 29.8.2022 kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er Morgunblaðið að misskilja hugtak og hugsun. Í frétt blaðsins segir eftirfarandi: "Öfga-hægri flokkurinn Svíþjóðardemókratar bættu við sig töluverðu fylgi í nýjustu skoðanakönnuninni í Svíþjóð en tvær vikur eru nú til stefnu fram að kosningum þar í landi.
Flokkurinn er nú með næst mest fylgi á eftir Sósíaldemókrötum sem hefur lengi verið stærsti flokkurinn í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hlutu á milli 20 til 23 prósenta fylgi í þrem skoðanakönnunum sem voru birtar í þessari viku."
Hvernig getur flokkur sem nær fimmtug atkvæða talist vera jaðar og þar með öfgaflokkur? Mér sýnist þetta vera stimpill sem er límdur á flokkinn og að af óathugu máli. Eins og með aðrar fréttir erlendis, ber fréttin merki um leti íslenskra fjölmiðla og í raun vanrækslu á gagnrýni á málflutning erlendra fréttaveita.
Eins og flestir vita, sem fylgjast með erlendum fjölmiðlum, er hlutleysið löngu horfið úr fréttamennskunni og nú er markmið að segja "fréttir" frá einu eða öðru sjónarhorni. Ég veit voða lítið um Svíþjóðar-demókrata nema það sem Útvarp saga segir (eina sjónarhornið sem maður fær). Kannski eru þeir öfga eða bara venjulegir, veit það ekki, en öfga stimpillinn sem er lagður á flokkinn segir mér ekkert (nema ef vera skildi fordómar?). 20% kjósenda er sagt þar með vera öfgafólk.
Sjá hlekkinn:
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/08/26/svithjodardemokratar_med_naest_mest_fylgi/
Bloggar | 27.8.2022 | 00:46 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur verið í fréttum hjá jaðarfréttamiðlum (Útvarpi sögu) um það einkennilega atvik, að stjarnan sjálf í viðurkenningu sjálfstæðis Eistrasaltsríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson, var ekki boðið á 30 ára afmæli sjálfstæðis þessara ríkja.
Jón fékk boð (í tölvupósti, rétt fyrir miðnætti satt best að segja eða á síðustu stundu) um að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum en frítt föruneyti allra þriggja Eistrasaltsríkjanna eru stödd á Íslandi til að fagna þessum merka áfanga.
Ástæðan fyrir að Jón Baldvin fékk "boðskort" eða réttara sagt tölvuskeyti á 11 stundu, var vegna þess að Sighvatur Björgvinsson hafði samband við Jón og spurðu hvort honum hefði verið boðið. Svarið var nei. Sighvatur fór á stúfana og eftir kvörtur og 2-3 klst síðar fékk Jón hið síðbúna boð en ekki sem heiðursgestur og fyrirlesari, heldur bara sem almennur gestur. Var verið að bjarga sér hér fyrir horn? Sem utanákomandi áhorfandi lítur þetta ekki vel út.
Draga má þá ályktun að slaufumenningin hafi náð til forsætisembættisins, og einhver embættismaður sem hefur lesið fjölmiðla síðastliðna ára, hafi dregið þá ályktun að Jón Baldvin sé person no grata. Sennilega vegna dómsmála sem hann stóð í gegn fjölskyldu sinni.
Ég ætla Jón sé ekki neinn sakleysingi en gera verður greinamun á persónunni Jón Baldvin (sem getur verið hinn mesti gallagripur eða dýrlingur) og utanríkisráðherrann Jón Baldvin.
Utanríkisráðherrann Jón Baldvin breytti sögunni og á lof skilið fyrir framlag sitt en einstaklingurinn Jón Baldvin er dálítið rúin trausti. En hér er um að ræða opinberu persónuna Jón Baldvin, aðalpersónuna í sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna, og í raun eina ástæðan fyrir að þjóðhöfðingjar þessara ríkja eru að nenna koma hingað til Íslands, er settur afsíðis og hann er ekki sá eini. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra fékk heldur ekki boð. Sighvattur ætlar ekki að mæta, heldur ekki Jón Baldvin.
Eftir stendur að forseti Íslands, sem var þá dunda sér í sagnfræðinni, er allt í einu orðinn aðalpersónan í hátíðarhöldunum um sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna. Er ekki verið að skipta út bakara fyrir smið?
Bloggar | 26.8.2022 | 20:23 (breytt kl. 20:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aldous Huxley var orðheppinn maður en fyrir þá sem ekki þekkja hann, þá skrifaði hann hið fræga verk "Brave New World" sem er n.k. útópíu martröð um sælarsamfélagið og andstæða við veröldina sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984. Báðir veruleikarnir voru ömurlegir.
Í ágætri bók sem hann skrifaði (Complete Essays), sagði hann eftirfarandi:
"Meirihluti mannfjöldans er ekki sérlega greindur, óttast ábyrgð og þráir ekkert betra en að vera sagt hvað á að gera. Að því gefnu að valdhafarnir trufli ekki efnisleg þægindi þess og dýrmæta viðhorf, er það fullkomlega ánægð að láta stjórna sér."
Og hann sagði líka eftirfarandi: "Staðreyndir hætta ekki að vera til vegna þess að þær eru hunsaðar. ..."
Er þetta ekki nokkuð sem tengja má við tíðarandann í dag? Nú er hægt að snúa öllu á hvolf og segja að hvít sé svart og kona sé maður og öfugt. Skrýtinn heimur sem við lifum í.
Til eru margar tilvitnanir í hann. Ég læt hér nokkrar fljóta.
Eftir þögn er það sem kemur næst því að tjá hið ólýsanlega tónlist."
En ég vil ekki þægindi. Ég vil Guð, ég vil ljóð, ég vil raunverulega hættu, ég vil frelsi, ég vil gæsku. Ég vil synd."
Þú munt þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera þig brjálaðan.
"Kannski er þessi heimur helvíti annarrar plánetu."
Bloggar | 25.8.2022 | 17:53 (breytt kl. 17:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er athyglisverð frétt um að Bandaríkjaþing viðurkennir að fljúgandi furðuhlutir eru ekki allir manngerðir. Hún er reyndar í Pressunni en meginfjölmiðlar tala lítið sem ekkert um UFO eða fljúgandi furðuhluti eins og þeir kallast óformlega á íslensku.
Ég man eftir umfjöllun um Magnús Skarphéðinssyni á sínum tíma en hann þótti hinn mesti furðufugl sem talaði um verndun hvala og hann tryði á geimverur og geimskip.
Á íslensku hafa komið út bækur um þessi fyrirbrigði og sækja má sér á næsta bókasafni. Erfitt er meta hug íslenskra stjórnvalda um fyrirbrigðið, enda held ég íslensk stjórnvöld hafi aldrei talað formlega um málið. Hver sem ástæðan er, fordómar eða þau vilja ekki tengjast svona "jarðarmálum", er erfitt að segja, ætli megi ekki segja um sé að ræða áhugaleysi, ef ekki skeytingarleysi.
Ég kynntist svo kölluðum geimverufræðum (það er til heil bókaflokkun og samfélag um þessi fræði) í gegnum bókasafnið hér í Hafnarfirði. Ég hafði gaman af og leit á þetta sem bókmenntagrein sem flokkast mætti sem "ævintýrasagna flokkur", sem erfitt er að trúa en gaman að pæla í, líkt og draugasögur/þjóðsögur og líf eftir dauða sögur sem ég hef líka gaman af að lesa. Eitthvað sem erfitt eða ómögulegt er að henda reiður á og því best að hafa allan varan á en hafa gaman af.
En internetið breytti öllu varðandi "geimverufræðin" og nú var hægt að kynna sér þessi fræði, ekki bara af gömlum skruddum á bókasafninu, heldur óteljandi myndböndum og viðtölum við fólk sem þekkir til.
Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Rússlandi og fleiri löndum, hafa þessi fyrirbrigði verið tekin alvarleg í gegnum áratugina og öll stjórnvöld, hafa annað hvort í gegnum sérstakar stofnanir eða gegnum herjum sínum, hafið rannsóknir á fyrirbrigðinu. Project Blue Book er frægasta bandaríska rannsóknarverkefnið um fyrirbrigðið og ælta ég aðeins að skýra það í nokkrum setningum.
Project Blue Book var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af kaptein Edward J. Ruppelt og fylgdi verkefnum af svipuðum toga eins og Project Sign stofnað árið 1947 og Project Grudge árið 1948. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að vísindalega séð greina UFO-tengd gögn.
Þúsundum UFO skýrslna var safnað, greind og lögð inn. Sem afleiðing af Condon-skýrslunni, sem komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á UFO væru ólíklegar til að skila meiriháttar vísindauppgötvunum, og endurskoðunar á skýrslu National Academy of Sciences, var Project Blue Book hætt árið 1969.
Flugherinn útvegar eftirfarandi samantekt á rannsóknum þess:
- Enginn UFO sem flugherinn greindi frá, rannsakaði og metur var nokkurn tíma vísbending um ógn við þjóðaröryggi okkar;
- Engar vísbendingar voru lagðar fyrir eða uppgötvað af flughernum um að sjón sem flokkuð var sem óþekkt táknaði tækniþróun eða meginreglur sem eru út fyrir svið nútíma vísindalegrar þekkingar; og
- Það voru engar vísbendingar sem bentu til þess að sýnir sem flokkuð var sem óþekkt væru geimfarartæki.
Þegar Project Blue Book lauk hafði það safnað 12.618 UFO skýrslum og komist að þeirri niðurstöðu að flestar þeirra væru rangar auðkenningar á náttúrufyrirbærum (skýjum, stjörnum o.s.frv.) eða hefðbundnum flugvélum. Samkvæmt landkönnunarskrifstofunni gæti fjöldi skýrslnanna skýrst með flugi fyrrum leynilegra njósnaflugvéla U-2 og A-12.701, skýrslur voru flokkaðar sem óútskýrðar, jafnvel eftir stranga greiningu. UFO skýrslurnar voru settar í geymslu og eru aðgengilegar undir laga um upplýsingafrelsi, en nöfn og aðrar persónuupplýsingar allra vitna hafa verið rýmdar.
Taka skal fram að þessar rannsóknir hófust vegna þrýstings frá almenningi um útskýringu á óþekktum fyrirbrigðum á himninum. Þótt flugherinn hætti að rannsaka þetta opinberlega, hafa bandarísk stjórn rannsakað þetta óformlega allar götur síðan í gegnum "svörtum fjárlögum" og leynistofnunum. Þau voru og eru logandi hrædd við óþekkt tæknifyrirbrigði sem geta farið úr sjó og út í geim á augabragði, geta stungið herþotur auðveldlega af og ekki verið skotin niður. Frá hernaðaröyggi séð, þá er það áhyggjuefni. Eru þetta Rússar eða geimverur? Í hvoru tilfelli fyrir sig, jafn hættulegt fyrir öryggi Bandaríkjanna!
Fyrir nokkrum árum byrjuðu að birtast frásagnir í virtum bandarískum fjölmiðlum um fyrirbrigði og sýnd voru myndbönd frá sjóhernum og flughernum sem sýna eltingarleiki herflugmanna við UFO en rakningatækin í dag eru það gott að hægt er að fylgja UFO eftir. Í stað hunsun og skeytingarleysi, var komin virðurkenning. En af hverju núna? Hvað hefur breyst?
Til eru margar óstaðfestar frásagnir um samskipti Bandaríkjastjórnar við meintar geimverur og forsetar eins og Richard Nixon, Jimmy Carter og Ronald Reagan sögðust trúa á þetta og voru jafnvel vitni sjálfir. Hillary Clinton og eiginmaður voru líka áhugafólk en síðarnefnda fólkið dansaði í kringum grautin með óljósum svörum og borið var við þjóðaröryggi þegar krafist var svara.
Ef við hörfum aðeins frá pólitíkinni og hlustum á rannsakendur/áhugafólk sem hafa fjallað um þetta, þá segir það að sprenging hafi orðið á frásögnum af þessi fyrirbrigði upp úr seinni heimsstyrjöldinni og náði það hámarki með Roswell atvikinu 1947 (frásögnin er á þá leið að þrjár geimveru hafi hrapað í geimskipi sínu í grennd við bæinn Roswell, tvær reyndust látnar en ein lifði af til 1953) og er talið upphaf nútíma UFO frásagnarinnar. Af hverju urðu geimskipin eða sýnirnar svo áberandi á þessum tíma? jú menn vilja tengja þetta við upphaf kjarnorkualdar og vaxandi tæknigetu mannkyns og "geimverurnar" hafi áhyggjur af að mannkynið sprengi upp bláa hnöttinn og því best að fylgjast náið með manninum.
Fyrir áhugasama, þá hef ég skrifað um uppljóstrann Bob Lazar (sem útskýrir gangverk geimskipa) og Project Blue Book hér á blogginu.
Hlekkir:
bandarikjathing-vidurkennir-ad-fljugandi-furduhlutir-seu-ekki-allir-manngerdir/
Bloggar | 24.8.2022 | 16:47 (breytt kl. 19:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er alltaf þannig, að ef voðaverk verður,þá reyna menn að leysa málið á sem einfaldasta hátt. Nú tala menn um að hamla aðgengi að skotvopnum. En er ekki þegar hömlun á aðgengi?
Jú, það gilda nú þegar reglur og lög um meðferð skotvopna. Það er ekki hver sem er sem fær skotvopn í hendur, sérstaklega ef menn hafa forsögu um andleg veikindi tengd ofbeldishneygð. Það eru nefnilega ekki allir sem eru andlega veikir sem eru ofbeldisfólk, langt í frá og er þetta alltaf einstaklingsbundið mat hverju sinni.
Það er eitt við núverandi umræðu, en það er farið í "tækið" ekki manninn. Eins og oft er sagt, vopn drepa ekki fólk, heldur fólkið sem heldur á vopnunum.
Ef menn ælta sér að koma í veg fyrir manndráp, þá dugar skammt að banna skotvopn. Þeir sem ætla sér eða eru í einhverju sturluástandi grípa til næsta hluts sem er við hendi og fremja voðaverkið. Þessi morð sem hafa verið framin síðastliðin ár og áratugi, hafa verið framin með alls konar verkfærum, handslökkvutæki, steina, berar hendur, straujárn og svo hnífa. Ekki vilja menn banna hnífa?
Ef borið er saman New York og London, þá er fólk oftast drepið með skotvopnum í New York en í London með hnífum og hefur verið hnífafaraldur þar lengi. Reykjavík virðist vera að breytast í hnífastungu borg, en fregnir berast af hnífaárásum um hverja einustu helgi.
Lausnin er því ekki boð og bönn, heldur þarf samfélagsfræðslu (afnám ákveðið "subculture" sem er glæpaheimsmenningin) og vistun þeirra sem eru ekki samfélagshæfir, eru hættulegir samfélaginu. Þetta er því ákveðið velferðarvandamál.
Bloggar | 23.8.2022 | 13:30 (breytt kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stefna kínverskra stjórnvalda gagnvart Taívan er kristaltær, þau vilja eyjuna undir sitt vald og hafa ekki farið leynt með það. En af hverju hafa þeir ekki tekið hana?
Fyrir því eru fjölmargar ástæður. Hér koma nokkrar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að taka eyju herskildi, sérstaklega slíka sem er hefur verið stöðugt víggirt í marga áratugi. Í öðru lagi þarf öflugan flota. Með efnahagslegri uppbyggingu og aukinni auðlegð, hafa stjórnvöld unnið markvisst að uppbyggingu kínverska hersins, þar á meðal sjóherinn. Hernaðarlega séð gætu Kínverjar tekið eyjuna með áhlaupi en með ærnum tilkosnaði. En afleiðingarnar gætu reynst afdrifaríkari en sjálf hertakan.
Kínverjar treysta á viðskipti við Vesturlönd og BNA þar með, en þau hafa sýnt óvænta samstöðu í Úkraníustríðinu og það er ein ástæðan fyrir hiki Kínverjar, viðskiptabann.
En það eru aðrir þættir sem skipta máli. Það er landfræðileg staðsetning. Kína er eins og Rússland, landveldi, og hefur alltaf verið það. Ef heyja á stríð, verður Kína hafa greiðan aðgang úr Kínahafi. Ef litið er á landakort sést að suðurströndin er umkringd óvinveittum eyjaklösum, svo sem Japan, Filipseyjum og nágrannaríkjum eins og Víetnam, Suður-Kóreu, Taíland, Indónesíu og jafnvel Ástralía myndi dragast inn í átökin. Svo er Indland ekkert vinveitt Kína, en landamæradeilur eru milli ríkjanna.
Þá komum við að olíunni, en ekkert stríð er háð án orkugjafa. Kína er mjög háð olíu en ríkið er næstmesti olíu notandi í heimi (13% af heildarnotkun í heiminum), 72% of olíunni sem þeir nota er innflutt, en Rússland selur þeim 15% af olíunni, Sádi Arabía 17,4% en annars kemur olían frá ríkjum sem eru frekar vinveittari BNA, svo sem Kúveit og svo Oman, Írak en eins og bent hefur verið á, þá lokast líklega siglingaleiðir strax í upphafi stríðs (60% af olíunni kemur sjóleiðis) en rússneska olían rennur suður í olíuleiðslum í gegnum Síberíu.
Talað er um þrjá "kyrkingastaði" á flutningsleiðum olíu til Kína; Hormuz sundið í Omanflóa; Malacca sundið milli Indónesíu og Malasíu og síðan en ekki síðst Singapúr sundið en bandaríski flotinn ræður ríkjum á öllum þessum kyrkingastöðum en það sem verra er fyrir kínversk stjórnvöld er að þau standa í deilum við öll nágrannaríki sín um yfirráð á hafsvæðum á svæðinu og þau myndu ekki taka vel í hertöku Taívan.
Líklegast yrði sett á hafbann á Kína sem sagan sýnir hefur gefið góða raun. En geta Kínverjar farið í kringum hafbann? Þeir hafa reynt það með verkefnið "belti og vegir" og skapa þannig flutningsleiðir landleiðis. Þeir gætu flutt in meiri rússneska olíu en pípulagnirnar í Síberíu bera bara ákveðið magn. Ljóst er að Rússland myndi standa með Kína í slíkum átökum.
En ef það er einhvern tímann tækifæri til að taka Taívan, þá er það núna með veikri stjórn Joe Biden sem hefur sýnt og sannað að Bandaríkjastjórn eru ekki tilbúin í átök vegna Úkraníu. Með öðrum orðum veikleikinn sem stjórn Joe Biden hefur sýnt með falli Afganistan, er hvetjandi og glugginn til innrásar er í valdatíð hans en Biden á tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Vonandi gerist það ekki og núverandi pattstaða haldist.
Enginn vill stríð í Asíu sem yrði þá líklega heimsstyrjöld og núverandi heimskipan, glópalisminn myndi líða undir lok. Bandaríkin myndu aldrei leyfa óheft viðskipti aftur við Kína en ríkin eru mjög samtvinnuð efnahagslega.
Ef slík átök myndu hefjast, hvort sem það er vegna kreppu í Taívan-sundi, í Suður-Kínahafi, eða hvaða fjölda annarra ófyrirsjáanlegra eldgosapunkta sem er, væri slíkt stríð næstum örugglega margfalt eyðileggjandi en það sem við sjáum í Úkraínu í dag. Það væri átök með gríðarlegt svigrúm fyrir stigmögnun á öllum sviðum, frá höfunum til geimsins, og líkleg til að draga að mörg önnur lönd um allan heim, þar á meðal bandamenn Bandaríkjanna í Kyrrahafinu. Slík átök yrðu stórslys fyrir bæði lönd og fyrir okkur öll.
Stríð milli Bandaríkjanna og Kína er ekki óumflýjanlegt. En samskipti Bandaríkjanna og Kína halda áfram að fara niður á við, stefnumótandi samband þeirra er fjarlægt og barist af vaxandi alþjóðlegum kreppum. Til að forðast svefngöngu inn í stríð verða bæði löndin að búa til sameiginlegan stefnumótandi ramma til að viðhalda friði - og það sem fyrst. Megi skynsemin ráða ríkjum.
Bloggar | 21.8.2022 | 12:59 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvupóstsrannsókn Hillary Clinton
Þann 5. júlí 2016, þá - FBI forstjóri James Comey tilkynnti tilmæli skrifstofunnar um að bandaríska dómsmálaráðuneytið myndi ekki leggja fram neinar sakargiftir sem tengjast Hillary Clinton tölvupóstrannsókninni. Á óvenjulegum 15 mínútna blaðamannafundi í J. Edgar Hoover byggingunni sagði Comey hegðun Clintons og helstu aðstoðarmanna hennar mjög kærulausa en komst að þeirri niðurstöðu að enginn sanngjarn saksóknari myndi flytja slíkt mál.
Þann 28. október 2016, innan við tveimur vikum fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey forstjóri, sem var lengi repúblikani, í bréfi til þingsins að fleiri tölvupóstar sem hugsanlega tengdust Clinton tölvupóstsdeilunni hefðu fundist og að FBI muni rannsaka "til að ákvarða hvort þær innihaldi trúnaðarupplýsingar sem og að meta mikilvægi þeirra fyrir rannsókn okkar. Á þeim tíma sem Comey sendi bréf sitt til þingsins hafði FBI enn ekki fengið heimild til að fara yfir neinn af umræddum tölvupóstum og vissi ekki um innihald neins umræddra tölvupósta.] Eftir bréf Comey til Þingið, líktu fréttaskýrendurnir Paul Callan hjá CNN og Niall O'Dowd hjá Irish Central Comey við J. Edgar Hoover í tilraunum til að hafa áhrif á og stjórna kosningum. Þann 6. nóvember 2016, andspænis stöðugum þrýstingi frá bæði repúblikönum og demókrötum, viðurkenndi Comey í öðru bréfi til þingsins að í gegnum endurskoðun FBI á nýju tölvupóstunum væri ekkert rangt gert af hálfu Clinton.
Þann 12. nóvember 2016 rakti Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi demókrata, beint kosningatap sitt til Comey.
Skýrsla DOJ Watchdog
Þann 14. júní 2018 birti Michael E. Horowitz, eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins, skýrslu um áralanga rannsókn á misferli hjá DOJ og FBI vegna rannsóknar sinnar á einkapóstþjóni Hillary Clinton. Horowitz kenndi James Comey, forstjóra FBI á þeim tíma sem rannsókn tölvupóstþjónsins fór fram, um að víkja frá samskiptareglum skrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins, sem skaðaði ímynd stofnananna um hlutleysi, samkvæmt skýrslu varðhundsins.
Comey var einnig kennt um vandræðalegan skort á beinum eða efnislegum samskiptum við Loretta Lynch dómsmálaráðherra fyrir blaðamannafund sinn 5. júlí 2016 um tölvupóstrannsókn Clintons og síðara bréf hans til þingsins í október 2016. Í skýrslunni stóð: Við fundum það er ótrúlegt að fyrir tvær slíkar ákvarðanir í kjölfarið hafi forstjóri FBI ákveðið að besta hegðunin væri að tala ekki beint og efnislega við ríkissaksóknara um hvernig best væri að haga þessum ákvörðunum.
Ennfremur var ákveðið, samkvæmt innri tölvupósti FBI og minnisblaði frá tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar undir forystu GOP, að erlendir aðilar gætu haft aðgang að tölvupóstum Clintons, þar á meðal að minnsta kosti einum tölvupósti sem flokkaður er sem leyndarmál. Í minnisblaðinu var hvorki tilgreint hverjir eru erlendu aðilar sem hlut eiga að máli né innihald tölvupóstanna. Varðhundarannsóknin fann engar vísbendingar um pólitíska hlutdrægni eða glæpsamlegt misferli í ákvörðunum Comey í allri rannsókn tölvupóstþjónsins. Við fundum engar vísbendingar um að niðurstöður saksóknara deildarinnar væru fyrir áhrifum af hlutdrægni eða öðrum óviðeigandi sjónarmiðum, segir í skýrslunni. Stuttu eftir birtingu skýrslunnar hélt Christopher Wray, forstjóri FBI fréttamannafund í Washington þar sem hann varði heiðarleika skrifstofunnar vegna mjög gagnrýninna niðurstöðu skýrslunnar, en hét því að draga umboðsmenn ábyrga fyrir hvers kyns misferli og sagði að FBI muni láta starfsmenn sína gangast undir hlutdrægni þjálfun.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Clinton, Trump forseti, þingmenn og fræðimenn hafa tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar, fordæmt Comey og brot hans á reglum skrifstofunnar og fimm starfsmenn FBI sem skiptust á vafasömum textaskilaboðum í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum 2016. Horowitz vísaði öllum starfsmönnunum fimm, þar á meðal fyrrverandi gagnnjósnarmanninum Peter Strzok, í sérstaka rannsókn.
Brottrekstur James Comey, IG rannsókn
Uppsögn Comey
Þann 9. maí 2017 rak Trump forseti FBI Comey, forstjóra FBI, eftir að Comey hafði rangfært nokkrar lykilniðurstöður tölvupóstrannsóknarinnar í vitnisburði sínum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Margir almennir fréttamiðlar höfðu efast um hvort uppsögnin væri svar við beiðni Comey um meira úrræði til að auka rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Eftir að Comey var sagt upp störfum varð aðstoðarforstjórinn Andrew G. McCabe starfandi forstjóri. Þann 1. ágúst 2017 var frambjóðandi Trump forseta sem forstjóri FBI, Christopher A. Wray, formlega staðfestur af öldungadeildinni með 925 atkvæðum og sór embættiseið sem forstjóri daginn eftir.
Niðurstöður Horowitz
Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Michael E. Horowitz, birti skýrslu um misferli hjá DOJ og FBI vegna meðhöndlunar þess á Hillary Clinton einkapóstþjónsrannsókninni. Horowitz gagnrýndi James Comey, forstjóra FBI á þeim tíma sem rannsóknin fór fram, fyrir að fylgja ekki bókun skrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslu IG fannst hins vegar engar vísbendingar um pólitíska hlutdrægni eða glæpsamlegt misferli í ákvörðunum Comey í gegnum rannsókn tölvupóstþjónsins.
Samkvæmt skýrslunni komst Horowitz að því að Comey hefði vandræðalegan skort á beinum eða efnislegum samskiptum við Loretta Lynch dómsmálaráðherra fyrir blaðamannafund sinn 5. júlí 2016 um tölvupóstrannsókn Clintons og bréf hans til þingsins í október 2016. Við fundum það er ótrúlegt að fyrir tvær slíkar ákvarðanir í kjölfarið hafi forstjóri FBI ákveðið að besta hegðunin væri að tala ekki beint og efnislega við ríkissaksóknara um hvernig best væri að fara með þessar ákvarðanir, samkvæmt niðurstöðum IG.
Þar að auki afhjúpaði skýrslan einnig notkun einkapósts Gmail reiknings fyrir FBI viðskipti sem Comey notar, þrátt fyrir að vara starfsmenn við notkun hans. Misferlisverkið var ósamræmi við stefnu dómsmálaráðuneytisins, að því er varðarannsóknin komst að.
Minnisblað Nunes, FISA-heimild
Þann 2. febrúar 2018 var fjögurra blaðsíðna trúnaðarminning eftir Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar repúblikana, birt eftir að Trump forseti skrifaði undir það. Samkvæmt minnisblaðinu var skjöl eftir Christopher Steele og stjórnarandstöðurannsóknarfyrirtækið Fusion GPS notað af embættismönnum DOJ og FBI eins og E. W. Priestap fyrir FISA-heimildir til að hafa eftirlit með kosningabaráttumanni Trump, Carter Page. Að auki sagði fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Andrew McCabe, sem sagði af sér áður en minnisblaðið var gefið út, að FISA-heimildin hefði ekki verið fengin án upplýsinganna í Steele-skjölunum. Allar fjórar FISA umsóknirnar voru undirritaðar af McCabe, Rod Rosenstein og fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey. Trump forseti tjáði sig um útgáfu minnisblaðsins og sagði: Margt fólk ætti að skammast sín.
Andrew McCabe - Uppsögn og rannsókn
Þann 16. mars 2018 rak Jeff Sessions dómsmálaráðherra Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóra FBI, fyrir að leyfa embættismönnum FBI að leka upplýsingum til fjölmiðla um rannsókn Clinton Foundation og síðan villa um fyrir rannsakendum um atvikið. Skrifstofa faglegrar ábyrgðar FBI mælti með skotinu tveimur dögum áður. Ásakanirnar um misferli voru afleiðingar rannsóknar Michaels E. Horowitz, ríkislögreglustjóra sem skipaður var af fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, sem tilkynnti í janúar 2017 að DOJ myndi rannsaka aðgerðir FBI í tilefni 2016. kosningar í Bandaríkjunum.
Þann 21. mars 2018 sagði Christopher Wray, forstjóri FBI, að rekinn á McCabe hefði verið gerður eftir bókinni og ekki af pólitískum hvötum. Þann 12. júní 2018 kærði lögfræðingur McCabe dómsmálaráðuneytið og FBI vegna uppsagnar hans.
Þann 6. september 2018 var upplýst í fjölmiðlum að stór kviðdómur hefði hafið rannsókn á McCabe og kallað saman vitni til að ákvarða hvort leggja ætti fram sakamál fyrir að hafa villa um fyrir skrifstofunni. Rannsóknin er nú í meðferð hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu í DC. Þetta varð einnig til þess að McCabe féll frá kæru sinni um ólöglega starfslok.
OIG rannsókn
Þann 13. apríl 2018 var hluti varðandi McCabe úr skýrslu dómsmálaráðuneytisins birtur almenningi. Samkvæmt skýrslunni vantaði McCabe hreinskilni, þar á meðal undir eið, og heimilaði uppljóstranir til fjölmiðla í bága við stefnu FBI við alríkisrannsókn á Clinton Foundation. Þann 19. apríl 2018 hafði eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins vísað niðurstöðum um misferli McCabe til bandaríska dómsmálaráðuneytisins í Washington, D.C. vegna hugsanlegra sakamála, samkvæmt fjölmiðlum. McCabe hefur neitað ásökunum um misferli.
Ásakanir um kynferðislega mismunun
Seint á árinu 2017, í viðtali við Circa, talaði Jeffrey Danik, fyrrverandi sérstakur umboðsmaður FBI, gegn McCabe og skrifstofunni vegna meðhöndlunar hans á málum í tengslum við kynferðislega mismunun, Hatch Act Violations og tölvupóstþjón Hillary Clinton. Um svipað leyti lagði annar fyrrverandi sérstakur umboðsmaður, Robyn Gritz, einn af æðstu leyniþjónustusérfræðingum skrifstofunnar og hryðjuverkasérfræðingur, fram kvörtun um kynferðislega mismunun á hendur skrifstofunni. Gritz kom fram með ásakanir um áreitni af hálfu McCabe, sem hún sagði hafa skapað krabbameinslíkt skrifræði sem vekur ótta hjá kvenkyns umboðsmönnum, sem olli því að aðrir sögðu af sér og eitruðu 7. hæð, þar sem stjórnendur eru til húsa í Hoover byggingu FBI. Í tilviki til viðbótar, þar sem alríkismál var höfðað, kom annar umboðsmaður fram með ásakanir um áreitni og kvenfyrirlitningu gegn konum sérstaklega, þar sem hann lýsti vaxandi vandamáli kynlífs á skrifstofunni.
Uppsögn Peter Strzok
Þann 10. ágúst 2018 var Peter Strzok, fyrrverandi gagnnjósnafulltrúi sem var endurráðinn í starfsmannadeild FBI, rekinn af skrifstofunni vegna spennu vegna hlutverks hans í að skiptast á vafasömum textaskilaboðum við annan FBI starfsmann, Lisu Page, sem hann var með. tekið þátt í framhjáhaldssambandi. Lögmaður Strzok gagnrýndi aðgerðir skrifstofunnar og sagði það frávik frá dæmigerðri vinnubrögðum skrifstofunnar og benti á að það stangist einnig á við vitnisburð forstjóra Wray til þingsins og fullvissu hans um að FBI ætlaði að fylgja reglubundnu ferli sínu í þessu og öllum persónulegum málum. "
Skotið kom innan nokkurra mánaða frá atviki þar sem Strzok var fylgt út úr FBI byggingu og einnig birtingu OIG skýrslu Michael E. Horowitz, eftirlitsmanns dómsmálaráðuneytisins. Nokkrir starfsmenn, þar á meðal Strzok, voru vísað til sérstakrar rannsóknar hjá Horowitz vegna hugsanlegrar misferlis við rannsókn Clintons í tölvupósti. Trump forseti hrósaði uppsögn skrifstofunnar og tísti eftirfarandi: Peter Strzok umboðsmaður var rekinn frá FBI - loksins. Listinn yfir slæma leikmenn í FBI og DOJ lengist og lengist.
Eins og sjá má af þessari samantekt, sem er mjög gróf, hefur álit FBI orðið fyrir hnekki m.a. vegna pólitískra afskipta síðastliðna ára en stofnunin á að sjálfsögðu vera hlutlaus.
Bloggar | 17.8.2022 | 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020