Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Stundum er betra að segja sem minnst

Joe Biden þarf að bíta í sig öll gífuryrði að hann myndi halda aftur af Pútín. Hann sagði að Pútín vildi frekar mæta Trump en sér sem forseta. Hann sagði líka að ástandið yrði slæmt í Úkraínu ef Trump yrði forseti áfram. Hafði hann rétt fyrir sér? Hvernig er ástandið í Úkraníu í dag?


Joe Biden segir Pútín vera hræddar við sig


Aðgerðin Íkarus - hernám Íslands

IkarusHér kemur lýsing á hvað myndi gerast ef það hefði verið þýskur her sem hefði hertekið Ísland, í stað bresks. Þetta gæti verið holl lesning þeirra á Íslandi sem halda að haf og fjarlægð sé sverð og skjöldur Íslands. Ef til hefði komið til þessarar herferðar, hefði verið barist á landi á Íslandi. Almennir borgarar hefðu fallið og við upplifað stríð eins og geysir nú í Austur-Evrópu.

Það sem hér kemur á eftir, eru þýðingar mínar úr þýsku. Ég biðst því velvirðingar á lélegri íslensku. Takið verður viljan fyrir verkið.

Inngangur

Aðgerðin Íkarus (Unternehmen Ikarus eða Fall Ikarus á þýsku) var áætlun Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni um að gera innrás í Ísland, sem hafði verið hernumið af breskum hermönnum í aðgerðinni Fork árið 1940. Áætlunin varð aldrei að veruleika.

Tilgangur Breta var að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja á eyjuna. Þýska áætlunin varð ekki að veruleika vegna seinkunar á Sæljóna aðgerðinni (Unternehmen Seelöwe) og þótt innrás á Ísland hafi verið talin möguleg voru varnir og endurbirgðir ekki raunhæfar eftir hertöku landsins.

Þýska áætlunin

Áætlun Þjóðverja um innrás gæti hafa innifalið notkun þýsku farþegaskipunum Europa og Bremen. Þessi skip voru einnig talin til notkunar í Sæljóna aðgerðinni, annarri fyrirhugaðri innrás Þjóðverja sem aldrei kom.

Fyrstu hugleiðingarnar um aðgerðir á Atlantshafi og á Íslandi

Um mánaðamótin febrúar og mars 1939 stundaði þýski sjóherinn stríðsleikja aðgerðina - "sandgryfjan"  - við óvinaveldin England og Frakkland. Í stríðsleiknum var hugmyndin um „óvænta Wehrmacht-aðgerð á sjó í upphafi stríðs“ ígrunduð. Sem hugsanlegt skotmark fyrir herlendingu herliðs var litið á „...eyju eins og Ísland sem er hernaðarlega mikilvæg staðsett“  sem leið til að fá flotastöð á Atlantshafi.

Í „lokaumræðum um stríðsleikinn“, sem fram fór með liðsforingjum frá flugher og landher, voru líkurnar á árangri fyrir slíkar aðgerðir innrásarhers flokkaðar sem vonlausar.

Tilvitnun: „Sérhver aðgerð af þessu tagi, sem aðeins er hægt að hefja að heiman, krefst svo mikils undirbúnings og svo mikils átaks að varla er hægt að búast við óvæntum árangri. Hins vegar, þegar spennu- eða stríðstímabil er hafið, er þessi aðgerð líka háð þeim erfiðleikum að komast út úr Norðursjó.

Þar sem þetta mun alltaf fela í sér stærri og þar af leiðandi fyrirferðarmikla og rekstrarlega umfangsmiklar aðgerðir með hreyfanlega  liðs- og hergagnaflutninga, eru þessir erfiðleikar óviðjafnanlega meiri en gegnumbrot einstakra herskipa inn á Atlantshafs svæðin, jafnvel þó að í upphafi stríðs séu ensku varnir ekki skipulagar í samræmi við það."

Þann 11. október 1939, eftir upphaf stríðsins við England og Frakkland, skrifaði yfirmaður þýska kafbátaflotans, Karl Dönitz, í stríðsdagbók í heimsókn sinni til birgðaskips fyrir kafbáta sína á Atlantshafi:

„Verið er að breyta Ammerland gufuskipinu í áfyllingargufuskip. Til stendur að staðsetja það dulbúið sem gufuskip með vélarvandamál í viðeigandi vík á Íslandi.“

Þann 13. október 1939 var Ammerland sem kafbátabirgðaskip z. b. V. (til sérstakra nota) undir nafninu Sandhörn tekið í þjónustu, fyrir "séraðgerðina Ísland". Ísland tilheyrði hlutlausa Danmörku og því var vonast til að hægt væri að koma kafbátabirgðastöðinni fyrir á Íslandi í leyni, sem brjóti í bága við hlutleysi Danmerkur. Hins vegar voru þessar aðgerðir ekki framkvæmar.

Aðgerðin Íkarus - Unternehmen Ikarus

Eftir hernám Danmerkur og Noregs (Unternehmen Weserexercise) í apríl 1940 hafði stefnumótandi staða Þýskalands í tengslum við England og Frakkland í Norðursjó batnað verulega og framkvæmdastjórn sjóhersins framkvæmdi rannsókn á hernámi Íslands. Í rannsókninni var kannað hvernig hægt væri að ná flug- og flotastöðvum á eyjunni og berjast þaðan gegn sjóverslunarleiðum Englands og Frakklands til að beita löndin tvö hafbanni sem er hernaðarleg hindrun á öllum aðgangsleiðum að landi eða borg (sérstaklega á sjó) notað sem [pólitískt] þrýstingstækni.

Þann 20. júní 1940, eftir að Frakkland hafði verið sigrað í vesturherferðinni, kynnti flotaforinginn í sjóhernum, Erich Raeder, niðurstöður rannsóknarinnar á mögulega innrás í Ísland og áframhaldandi undirbúning lendingar herafla á Íslandi fyrir Adolf Hitler.

Raeder útskýrði að nota þyrfti allan þýska flotann til þess, en að lokum væri ekki hægt að halda eyjunni gegn yfirburði konunglega breska sjóhersins, vegna þess að í Ikarus rannsókninni var það "aftur" (sem benti til fyrri rannsókna) lögð áhersla á  „ómöguleika reglubundins birgðaöryggis“. Með öðrum orðum var hægt að hertaka eyjuna en ekki að halda henni sökum erfiðleika við birgðahald.

Pólitíks þróun

Bretar höfðu þegar hernumið Ísland 10. maí 1940, brotið hlutleysi þess og sett þar 25.000 menn. Fyrir Hitler skipti Íkarus-aðgerðin hins vegar engu frekari máli sumarið 1940 vegna þess að hann vonaðist til að ná friði við Stóra-Bretland, annaðhvort með lendingu í Englandi (Sæljóns-aðgerðin), en undirbúningur hennar fyrirskipaði hann 16. júlí. 1940, eða með leynilegum samningaviðræðum við Stóra-Bretland, sem hann stóð fyrir í september 1940 með milliliðum, en endaði 19. september 1940 í leynilegri en opinberri yfirlýsingu breskra stjórnvalda með skilyrðum sem Hitler taldi óviðunandi (að þýskur herafli yfirgæfi löndum sem Þýskaland hafði hernumdið) .

Hitler fyrirskipaði ekki "Sæljón - aðgerðina, sem var möguleg í september og október 1940, og var upptekinn við árásina á Sovétríkin frá október 1940, sem hann fyrirskipaði "leiðbeiningar nr. 21" (Barbarossa-aðgerðin)  þann 18. desember 1940 sem er undirbúningur árásar á Sovétríkin. Með því að sigra Sovétríkin árið 1941 vonaðist hann til að gera Bretland loksins reiðubúið til friðarsamninga.

Í júlí 1941 tóku Bandaríkin við hernámi Íslands af Bretum til þess að létta álagi af breska hernum - hálfu ári áður en Bandaríkin fóru formlega inn í síðari heimsstyrjöldina. Þegar Bandaríkin komu inn í stríðið urðu yfirborðsaðgerðir Þjóðverja á Atlantshafi enn erfiðara vegna þess að bandarískir hersveitir eru nú að fullu á bandi bandamanna. Þjóðverjar voru komnir með nýjan og erfiðari óvin.

Síðasta tilraunin

Þann 20. nóvember 1942 segiri í stríðsdagbók yfirstjórnar sjóhersins: "Foringinn fyrirskipar athugun á spurningunni um hernám Íslands með aðstoð flutningskafbáta, þar sem eyjan er aðeins hernumin af bandarískum hermönnum."

Þessi beiðni Hitlers til sjóhersins ber vitni um að æðsti yfirmaður Wehrmacht hafi algjörlega tapað veruleikaskyninu. Hitler telur sig geta lagt undir sig eyjuna og tekið frá bandarískum hersveitum sem þar eru staðsettir með í besta falli nokkur hundruð léttvopnuðum mönnum og haldið úti gegn væntanlegum stórfelldum mótvægisaðgerðum Bretlands og Bandaríkjanna.

Þann 26. nóvember 1942 bráðst flotastjórn sjóhersins við beiðni Hitlers: "Aðeins aðgerðir skemmdarverkasveita frá Brandenborg sérsveitinni eru mögulegar."

En svo var komið að meira en segja nokkrar skemmdarverkaárásir Brandenborgarsveita á Ísland voru ekki lengur mögulegar. Vegna stöðugt versnandi heildarástands voru frekari hernaðaráætlanir með tilliti til Atlantshafseyjunnar algjörlega útilokaðar. Ísland var hólpið.

Einskær heppni og samspil atburðarása, kom í veg fyrir að Ísland yrði vígvöllur erlendra herja.

Heimildir:

Carl-Axel Gemzell: Raeder, Hitler und Skandinavien. Der Kampf um einen maritimen Operationsplan. Verlag CWK Gleerup, Lund (Schweden) 1965,

Kriegstagebuch der Seekriegsleitung 1939–1945 Band 39/2, 16. bis 30. November 1942. Verlag Mittler & Sohn, Herford 1993.

 

 


Staða Íslands í breyttum heimi

ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands

Mynd af vef Vísis: Ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands. Kort yfir drægi ratsjárstöðvanna fjögurra, kjarnabúnaði íslenska loftvarnakerfisins (IADS). 

Enn kemur í ljós vítavert kæruleysi íslenskra stjórnvalda í öryggismálum landsins. Íslensk stjórnvöld hafa aðeins haldið úti lágmarks viðbúnaði í vörnum Íslands.  Hann er þátttaka í NATÓ og varnarsamningur við Bandaríkin.  Helsti gallinn við slíka afstöðu og stefnu er að við þurfum að treysta á aðra til varnar landsins. 

Við högum okkur eins og lítið barn, sem kúrir í fangi mömmunnar Bandaríkin. En er mamman alltaf til staðar og er hún áreiðanleg? Hún er á stærð við tröllskessu en hagar sér ekki í samræmi við það. Bandaríkjamenn hafa fallið á tveimur prófum í röð.  Fyrst í Afganistan, og ég sagði að myndi draga dilk á eftir sér, og nú í Úkraníu.

Hvað ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, munu Kananir geta sinnt Íslandi? Mun NATÓ jafnvel koma til varnar ef ráðist verður á Eystrasaltsríkin? Þau eru smáríki eins og Ísland. Er NATÓ pappírstígur? Hafa þýsk stjórnvöld breytt Þýskaland í woke ríki sem reynir ekkert til að verja eigin borgara? Viljum við komast að því um seinast?

Hvað okkur varðar, þá sýndu Bandaríkjamenn í verki, að þeir tóku eigin hagsmuni fram yfir íslenska þegar Bandaríkjaher yfirgaf Ísland einhliða árið 2006. Nú er enginn her á landinu. Er ekki kominn tími til að Íslendingar komi sér upp eigin her? Sumir gætu haldið að það væri tilgangslaust gagnvart stórher en það er rangt. 

Íslendingar gæti einmitt vegna landfræðilega legu og nútíma hernaðartækni haldið uppi vörnum. Nútímahernaður er nefnilega tæknihernaður og ekki þarf stóran herafla til að halda uppi vörnum.

Það sem háir Úkraníumenn í stríði þeirra við Rússa, er einmitt að þeir hafa ekki öflugar loftvarnir.  Ísrael hefur svo kallað iron dome kerfi (járnhvelfinga varnarkerfi). Iron Dome er hreyfanlegt loftvarnarkerfi fyrir allra veðra von og þróað af Rafael Advanced Defence Systems og Israel Aerospace Industries. Kerfið er hannað til að stöðva og eyðileggja skammdrægar eldflaugar og stórskotaliðsskot sem skotið er á milli 4 kílómetra (2,5 mílna) til 70 kílómetra (43 mílna) í burtu og brautin myndi leiða þær til ísraelsks byggðs svæðis. 

Sá sem ætlar sér að taka Ísland, verður að tryggja sér yfirráð í lofti fyrst og það væri erfitt ef Íslendingar hafa slíkar varnir. Ekki má gleyma við höfum nú þegar loftvarnareftirlitskerfi sem eru ratsjárstöðvarnar fjóru í landshlutnum fjóru. Ísland er skotmark og þessar ratsjárstöðvar verða teknar út fyrst af óvinaher en einnig verður ráðist á Keflavíkurflugvöll. Munum að Keflavíkurflugvöllur var kjarnorkuvopna skotmark í kalda stríðinu. Er kjarnorkuvopni beint að Íslandi í dag?

Annars hentar Ísland vel fyrir skæruhernað. Landið er dreifbýlt, fjalllent og stórt. Danir og Norðmenn á miðöldum íhuguðu að taka landið með valdi en fjarlægðin var of mikil. Danir töldu sig þó geta tekið landið um 1550 og sendu hingað herflota fimm ár í röð til að tryggja friðinn. Jón Arason taldi sig áður en hann var handtekinn, sig geta staðið í Danina. Sjá má að erfitt var fyrir erlent herveldi að senda hingað herflota til að vinna landið. Sbr.Íkarus áætlun Þjóðverja. En Bretum tókst það með því að senda hingað illa búið herlið. Í dag er ekkert mál fyrir erlendan her að senda herafla loftleiðis.

Síðan Napóleon styrjaldirnar geysuðu og fram á daginn í dag, hafa hernaðarátök í Evrópu haft bein áhrif á Ísland. Það þýðir því ekki lengur að stinga höfuðið í sandinn, enda eru við sjálfstæð þjóð sem á sjálf að tryggja eigin varnir. 

Galinn er málflutningur VG um herleysi Íslands.  Að heill flokkur skuli vera svona veruleikafirrtur og hreinlega bera svona vitleysu á borð þjóðfélagsumræðu, sýnir að sumt fólk skilur ekki veruleikann og umheiminn í kringum sig.  Það eru til sagnfræðingar sem styðja þennan flokk og maður spyr sig, hvar voru þeir í mannkynssögu tímum? Sofandi?

Stefið í mannkynssögunni hefur alltaf verið að sá sem er meiriháttar níðst á minnimáttar. Líkt og í náttúrunni.  Mannskepnan er ekki betri en þetta. Annar Pútín kemur fram og sama hringavitleysan byrjar upp á nýtt eftir x fjölda ára. Stríð eru ekki 20. aldar fyrirbæri sem búið er að útrýma, heldur viðvarandi staðreynd.

Staðan í dag er þessi að Íslendingar geta ekki einu sinni sinnt landhelgisgæslu sómasamlega. Við höfum bara veika leiðtoga sem vita ekkert um hinn vonda heim og kvaka út í loftið þegar harðstjórarnir valta yfir önnur lönd og eigin borgara og gera svo ekki neitt.

Jón Sigurðsson stundaði hermennsku á stúdentaárum sínum í Kaupmannahöfn og vildi að sjálfstætt Ísland kæmi sér upp eigin varnir. Höfum við ekki átt neinn skörung síðan á 19. öld?

Jón Sigurðsson sagði í greininni "Um verzlun á Íslandi" eftirfarandi: 

"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. –Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."

Getum við komið okkur upp eigin her og höfum við fyrirmynd í fortíðinni? Er einhver búinn að gleyma Herfylkingunni í Vestmannaeyjum?

Árið 1853 var Andreas August von Kohl skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum. Líkt og Jón Sigurðsson hafði hann verið í stúdentahersveit í Kaupmannahöfn.  Andreas var mikill hermaður og af ættum fornra stríðskappa frá Bæheimi, enda lagði hann kapp á að koma á fót herliði í Eyjum.  Hersveit Vestmannaeyinga, sem hlaut nafnið Herfylkingin, var hugsanlega skipulagðari og hermannlegri en ætla mætti. Félagar í fylkingunni stunduðu bæði skylmingar með lagvopnum og skotfimi. Foringjar hennar klæddust auk þess einkennisbúningum, en óbreyttir báru einkennishúfur. Herfylkingin átti sér einnig gunnfána, með fangamarki konungs. Skipulag og æfingar hennar báru þess merki að hér var um raunverulega hersveit að ræða og tóku athugendur undir það að hún væri í engu eftirbátur áþekkra hersveita erlendis. Heimild: Sigfús M. Johnsen, Saga Vestmannaeyja (Reykjavík 1989), bls. 278-279.

Já, við getum komið okkur upp eigin herafla og NATÓ myndi glatt fjármagna íslenskt herlið. Við erum veiki hlekkurinn í vörnum NATÓ.

 

Iceland-Def-Force-logo

 

 

 

 

 


Að hertaka land er eitt, annað að halda því

Það lítur út fyrir að Pútín nái ætlun sinni að hertaka Úkraníu. Það kemur engum á óvart. En hvað svo? 

Það er ein lexía sem draga má af sögunni en hún er að um leið og blóði er úthellt, þá hvetur það almenning í landinu til uppreisnar. Við sáum þetta seinast í arabíska vorinu, að um leið og átök hófust, var ekki hægt að stöðva atburðarásina og afleiðingarnar má sjá í dag. 

Ef Pútín heldur að hann geti komið á ástandi eins og er í Hvíta-Rússlandi, þá misreiknar hann sig. Þar hefur almenningur aldrei náð að sameinast í andstöðu sinni gegn stjórnvöldum, en næsta víst er ef svo gerist, verður uppreisn í landinu.

Önnur lexía er að það er ekki sem kalla má stutt stríð í dag. Þegar allt er undir, herafli, almenningur og innviðir lands, þá hætta stríð til að standa lengi yfir. Það er í raun megineinkenni nútíma stríðs. Oftast standa stríðsátök yfir í um fimm ár.

Segjum svo að Pútín takist að koma á leppstjórn.  Úkraníumenn hafa þegar velt tveimur leppum Pútíns úr sessi. Þeir gera það aftur um leið og rússneskir hermenn eru farnir. Pútín mun ekki sitja við völd að eilífu. Öryggishagsmunir Rússlands eru þar með ekki tryggðir til langframa. Betra hefði verið að semja við Vesturlönd um að Úkraníu gengi ekki í NATÓ líkt og Finnar gerðu. Leið sem heppnaðist vel.

Þriðja lexían er að líkur á skæruhernaði og í raun borgarastyrjöld muni einkenna ástandið í landinu næstu árin. Það er eitt að hertak land og halda því.

Umheimurinn og vestræn ríki hafa kyngt því að Pútín hafi tekið sneiðar hér og þar en þegar heilt ríki er gleypt, sem ógnar heimsfriðinn, þá verða þessi ríki að bregast við, nauðbeygð. Jafnvel lynkurnar í Þýskalandi verða að bregðast við.

Þetta mun reynast Pútín dýrkeypt til langframa. Rússland verður einangrað um ókomna tíð sem enginn treystir, efnahagur mun bíða tjóns og þeir þurfa að treysta á sögulegan óvin í suðri, Kína.

Ætla má að rússneskur almenningur verði ekki ánægður ef stríðið dregst á langinn og mikið mannfall verði meðal rússneskra manna. Sumir Rússar vilja endurheimta fyrra veldi Rússland, bara ef það kostar ekki of miklar fórnir. Fólkið almennt í Rúslandi skilur ekki af hverju það þarf að berjast við frændur sína í Úkraníu.  Það er annað að taka Krímskaga sem sögulega og menningalega hafa tilheyrt Rússlandi, aldrei Úkraníu, og taka heilt ríki yfir.

Halda má fram að úkraníska menningin sé jafn gömul og þeirri rússlensku og eiginlega tilviljun að það var Moskva, en ekki Kiev, hafi orðið höfuðborg risaríki Slava.  Úkraníumenn hafa eigin menningu, tungu og sögu.  Þeir hafa því fullan rétt að ráða sínum eigin málum.

Svo er það annað mál að það er landlæg spilling í Úkraníu en það er innanríkismál Úkraníumanna, ekki Rússa og réttlætir ekki innrás.

Rússland er svæðisveldi. Það hefur enga getu til heyja langvinnt stríð á fjarlægum stað. Sovétríkin lærðu þá lexíu í Afgangistan og þetta kom einnig í ljós í Sýrlandi.  Þar gátu Rússar hjálpað sýrlensku stjórninni að halda völdum, ekki breytt gangi styrjaldarinnar þannig að komst á friður í landinu. Það er víst enn barist þar.

 

 

 

 

 

 

 

 


Friður í heiminum byggist á valdajafnvægi stórvelda

World warStórveldapólitíkin hefur verið til síðan siðmenningin hófst og borgir og ríki komu til sögunnar.

Það sem einkennir "siðmenntuð" ríki er stöðugur stríðsrekstur og tilfærsla landsvæða og valda.  Oftast skera einstök ríki sig úr og verða stórríki sem eru í stöðugri útþennslu. Dæmi um slík ríki eru Bandaríkin, Rússland og Kína.  Fyrsta ríkið sem varð stórríki (og er enn til) er Kína en Han Kínverjar eiga uppruna að rekja til Norður-Kína og hafa þeir verið í stöðugri útþennslu síðastliðin 2-3 þúsund ár. Þeir hafa sótt vestur á bóginn og suður. 

Vegna landfræðilega legu og loftslag, varð rússneska ríkið ekki öflugt og tilbúið í útþennslu fyrr en um 1700 og á ríkisstjórnarárum Péturs mikla. Síðan þá hafa Rússar sótt í vesturátt en gleyma vill að þeir sótt einnig austur inn í villtu Síberíu og suður í átt að Mongólíu og Mið-Asíu.

Á sama tíma sóttu Bandaríkin (þá undir stjórn Breta) einnig vestur á bóginn og hættu ekki fyrr en þeir komust að Kyrrahafi; sama með Rússa, þeir stoppuðu við Kyrrahaf og eignuðust um skeið Alaska en drógu sig til baka til náttúrulegu landamæra við Berringshafs.

Ég læt Bretland liggja hér á milli hluta enda hafa þeir skroppið saman í upprunalega stærð, sem er Bretlandseyjar.

Indverjar hafa verið tiltölulega friðsamir en ef til vill eru bara landfræðilegar ástæður fyrir því en landið er míniútgáfa af heimsálfu og Himalajafjöllin mynda náttúruleg landamæri í norðri.

Svo kemur að því að stórveldin mætast með landamæri. Það hafa Bandaríkin, Rússland og Kína gert í nútímanum.

Það skiptir því gríðarlega miklu máli að ekkert af þessum náttúrlegum stórveldum sýni af sér veikleika, líkt og Bandaríkin gera í dag. Það býður upp á að önnur stórveldi (Kína og Rússland) stíga inn og nýta sér tækifærið til að stækka. Það er eðli stórvelda að stækka, líkt og með Rómaveldi. Án stækkunar getur þróunin ekki verið önnur en að minnka eða hverfa úr sögunni.

Saterlite ríkin (fylgdarríkin) geta einnig séð sér leik á borð og farið af stað. Hætt er á stríði í Bosníu og Bosníu-Serbar segi skilið við hina. Í dag skiptist land Bosníu milli þriggja þjóðarbrota sem þar búa samkvæmt stjórnarskrá landsins. Stærsti hópurinn eru Bosníakar, þar á eftir koma Serbar og síðan Króatar. Allir íbúar landsins eru kallaðir Bosníumenn, óháð þjóðerni. Serbar hafa verið bandamenn Rússa í árhundruð. Þeir gætu litið á þetta sem merki um nú sé hægt að fara af stað og hefja hernað. Kosóvó er líka mögulegt stríðsvæði enda Serbía ekki par ánægð með missir þessa landsvæðis.

Hætta er á stríði í Taívan, vegna þess að Bandaríkin eru ekki að senda réttu skilaboðin til Kína. Munu Bandaríkin setja mörkin við Taívan og fara í stríð ef Kínverjar reyna að taka yfir eyjuna? Og í raun er hætta á heimsstyrjöld, því hver veit hver fer af stað með óuppgerðar sakir? Alls staðar í heiminum, þar sem landamæri liggja, telja menn sig eiga óuppgerðar sakir. 

Eina sem heldur aftur af litlu leikendunum eru stórleikararnir. Það er ekki Sameinuðu þjóðirnar sem halda heiminum saman og í friði, heldur stórveldin.  Þessi alþjóðasamtök eru allsendis gagnlaus og hafa aldrei komið í veg fyrir stríð.

Segja má að S.þ. séu torg, þar sem þjóðirnar koma saman og tala og semja sín á milli um verslun og viðskipti. Stríðsrekstur er gerður upp annars staðar og á milli stórvelda. Alltaf vilja menn gleyma lexíur fyrra stríða, sbr. fyrri og seinni heimstyrjaldirnar.  Menn skunda í stríð og gera sig ekki grein fyrir skelfingu og eyðingamátt styrjalda. Það er einmitt liðinn nógu langur tími frá seinni heimsstyrjöld til að fáir muna hörmungarnar þá.

Erfitt er að vera nágranni stórveldis. Það fengu Finnar að kynnast á sínum tíma. Senn fara í hönd óvissutímar. Valdajafnvægið er úr sögunni í bili að minnsta kosti. 

 

 


Þrælaverslunin

Slave

Þrælahald og -verlsun var undirstaða veldis Rómar í fornöld. Hernaður og þrælahald fór saman. Rómverjar voru háðir þrælum vegna þess að iðnaðurinn var vanþróaður og vélvæðing enginn. Ef til vill hafi þrælahaldið komið í veg fyrir tækniþróun í Rómarveldinu.

Ánauðugir bændur í Evrópu á miðöldum voru oft ekki betur settir en þrælar. Þrælahald hélt allar miðaldir í Evrópu en hin kristna kirkja sá til þess að það færi sífellt minnkandi. Meira segja á Íslandi í heiðnum sið voru til þrælar. 

Helsta nýjungin á hámiöldum var að fjarverslun með þræla hófst.

Portúgalar hófu þrælakaup í Afríku um 1440 en voru í upphafi að leita að kryddi og gulli. Þeir fundu í staðinn pipar, fílabein og þræla. Portúgalar seldu í staðinn textilvörur og aðrar smávörur frá Mið- og Norður-Evrópu og hveiti frá Marokkó. Þeir voru eingöngu milliliðir í byrjun eða þar þeir gátu selt tóbak frá Brasilíu.

Hollendingar komust inn í viðskiptin, síðar einnig Englendingar og Frakkar. Englendingar urðu umfangsmestu þrælasalar á 18. öld og fluttu tvo þriðju alla þræla yfir Atlantshafið. Miðstöð þrælaverslunar var fyrst London, síðar Bristol og loks Liverpool.

Mikill hagaðnur af þrælaverslun en fór þó lækkandi með tímanum. Þrælaverslunin fjármagnaði ekki iðnbyltinguna en hún var mikilvæg þáttur Atlantshafverslunar en hún tífaldaðist á 18. öld. Þessi efling verslunar var ein af forsendum iðnbyltingarinnar.

Milli 1450-1600 voru 275.000 þrælar fluttir frá Afríku til Ameríku en milli 1600-1700 voru 1.350.000 þrælar fluttir yfir hafið. Þessi aukning stafaði af því plantekrurekstur var hafinn í stórum stíl, sem krafðist mikinn mannafla, til viðbótar við tóbaksræktunina.

Milli 1700-1800 voru 6 milljónir þræla fluttir yfir Atlantshafið til að vinna á sykurplantekrum (2/3) og námum. Alls voru fluttir um 8 milljónir þræla þar til loka þrælahalds í Brasilíu 1870.

Mikil hefð fyrir þrælaverslun í Afríku og hún hafin löngu fyrir tíma Evrópumanna.

Hvers vegna svartir þrælar?

  1. Þeir settir í framandi umhverfi og því litlar líkur á að þeir myndu flýja.
  2. Auðvelt að þekkja þá úr mannfjölda vegna litarháttar.
  3. Þeir voru álitlir betri og áreiðanlegri verkamenn.
  4. Evrópumenn vildu ekki notast við Indjána vegna þess að þeir þurftu á þeim að halda í innbyrgðisstríðum, voru fámennir og þeir einnig notaðir sem þrælaveiðimenn.

Ein af orsökum þrælaverslunar á Atlantshafi: Ottómanar í Istanbúl einokuðu þrælaverslun á Miðjarðarhafi eftir 1500 að mestu leyti.

Mikil fólksfjölgun í Afríku auðveldaði þrælasöluna en hún stóð m.a. vegna þess að nýjar nytjajurtir voru fluttar inn frá Ameríku sem jók uppskeru innfæddra og innfluttningur á húsdýrum.

Umfangsmikil byssusala til þjóða í Afríku breytti öllu valdajafnvægi í áflunni. Ríkjasameining varð vegna fjarverslun og hernað. Sum ríkin voru konungsdæmi, önnur aðalsveldi enn önnur samfélög réðu félög/samtök sem sín á milli kusu valdhafa. Stöðug þróun frá ættflokkaskipulagi til höfðingjasamfélags (kvaðakerfis).

 

Þrælaverslun  

3 leiðir til þess að verða þræll í Afríku áður en Evrópumenn komu til sögu:

  1. Skuldaþrælar (seldir í þrældóm).
  2. Refsiþrælar (sem refsileið).
  3. Stríðsfangar (úr stríði).

 

Þetta var allt til staðar áður en Evrópumenn komu til sögunnar en þeir nýttu sér þetta kerfi.

Þrælahald á sér langa sögu í Evrópu, Kýpur, Sikiley (múslimskir þrælar). Toskana á Ítalíu og Barcelona á Spáni. Páfinn hélt þræla á galileum sínum. Þrælar í skoskum námum.

Ameríska vistarbandið til 7 ára var hálfgert þrælahald (hálfánauð) en menn voru ekki langlífir sem skuldamenn. Fæstir hlutu frelsis eða lifðu af og lifðu almennt skemur en þrælar. Þetta fyrirkomulag var ódýrara en þrælahald og er ástæðan fyrir því að þrælahald varð aldrei eins háþróað og t.d. í Brasilíu og Karabíahafinu.

Afnám þrælahalds

Snemma á 19. öld afnámu og bönnuðu Bretar þrælahald og verslun. Var þetta gert af mannúð og gæsku þeirra? Var það einskær tilviljun að iðnbyltingin var hafin í landinu og þörfin fyrir þræla ekki eins mikil?  

Ætla má að þrælahald hverfi með tækninýjungum og vélvæðingu landbúnaðar. Þrælahald var orðið óvinsælt og sífellt minni þörf var á vinnu þræla í Bandaríkjunum þegar borgarastyrjöldin hófst í landinu 1961.  Það var búið að hefta útbreiðslu þess.  Til samanburðar aflagði Brasilía þrælahald í landinu 1888 en það var líklega meira þrælaland en Bandaríkin. Hvers vegna? Iðnþróun og tæknibylting.  Síðari iðnbyltingin var þá hafin.

Spyrja má sig hvort bandaríska borgarastyrjöldin hafi ekki verið óþörf og þrælahald aflagst af sjálfu sér eins og í Brasílíu vegna tækniþróunar og þróun samfélaganna? 

Sumir hafa haldið því fram að þrælahaldi hafi verið hætt af siðferðilegum ástæðum. Breytingar á hugmyndum við afnám gæti hafa tengst upplýsingarhugsun. Upplýsingin stuðlaði að einstaklingsfrelsi. Þetta innihélt „ókeypis vinnuafl“. Þetta þýddi að fólk fékk greitt fyrir vinnu sína frekar en að vera þrælkað.

Auðvitað spilaði upplýsing og frelsishugsanir hennar inn í afnám þrælahalds og ánauð bændastéttar almennt en eins og við sjáum í dag, spilar tækniþróun mikla rullu í frelsisvæðingu lágstétta.  Og þetta heldur áfram í dag. Bændur og sjómenn voru eitt sinn fjölmennar stéttir á Íslandi, kannski um 20 þúsund manns í hvorri stétt en í dag eru báðar stéttirnar komnar niður fyrir 5 þúsund manna markið og jafnvel lægra.

Þessi þróun mun halda áfram og mun líklega ekki stoppa fyrir en róbótavæðing og AI tæknin hafa tekið alfarið yfir.

 


Þéttbýlismyndun, bæir og borgir - hvers vegna bæir mynduðust seint á Íslandi

townKíkjum fyrst hvernig borgarlíf miðalda átti rætur í fornöld en hvarf ekki eins og sumir hafa haldið fram.

Ljóst er að borgirnar minnkuðu  eða hurfu fyrir Norðan Alpana (lítlil framleiðsla var í þessum borgum, voru fremur neyðslueiningar), sumar urðu að bæjum. Borgin var mjög tengd baklandinu en hún var efnahagsleg miðstöð héraðsins, en verslun og handiðja voru lítt stundaðar (gósseigendur úr sveitum í kring, sátu í borgarráðum en ekki kaupmenn).

Borgir héldust við sérstaklega í suðurhluta Gallíu og víðast hvar við Miðjarðarhafssvæðinu en borgir við landamæri gamla Rómaveldisins eyddust. Sjálfstjórn borgana var úr sögunni og lutu nú embættismanni. Kirkjulegar stofnanir björguðu oft borgunum, svo sem biskupsstólarnir, klaustur eða pílagrímakirkjur. Voru margar en litlar.

Hvað er það sem einkennir miðaldarborgina eða bæinn (skv. Erosion of History) samkvæmt skilgreiningu fornleifafræðinga?

  1. Varnir.
  2. Skiplagt götukerfi.
  3. Markað(i) innan bæjarins.
  4. Mynt og myntsláttur.
  5. Lagalegt sjálfræði.
  6. Gegni hlutverki sem miðstöð.
  7. Tiltölulega mikla og þétta íbúabyggð.
  8. Fjölbreyttan efnahagsgrundvöll.
  9. Hús og lóðir sem einkennir borgir.
  10. Félagslega lagskiptingu.
  11. Flókið trúarlegt skipulag, miðstöðvar ffyrir helgistarfsemi.
  12. Dómskerfi (judicial centre).

 

Önnur skilgreining: Að bær eða borg sé þéttbýli af tiltekinni stærð og íbúafjölda og sé stærri en samfélög sem lifa við sjálfþurft eingöngu; að meirihluti íbúana séu ekki eingöngu bundir við landbúnaðarstörf.

 

Skilgreining Childe:

  1. Fólksfjöldi.
  2. Miðstjórn (bæjarráð).
  3. mikilfengleg mannvirki.
  4. Þróaða stéttaskipan.
  5. Ritað mál.
  6. Iðkun vísinda.
  7. Þróaða iðnaðarmannastétt.
  8. Fasta búsetu borgabúa.
  9. Naturalistic art.

 

Skilgreining á borg samkvæmt Renfrew, hún þarf að hafa minnst tvö einkenni af þessum þremur:

  1. Minnst 5000 íbúar.
  2. Notkun skrifmál (í borginni).
  3. Miðstöðvar (í borginni) fyrir helgihald.

 

Þrjár tegundir byggðalaga:

  1. Verslunarhöfn eða hlutlaust svæði til verslunar.
  2. Milliliðahöfn; hún hefur meira vægi en verslunarhöfnin, því að þar fer fram margvísleg verslunarstarfsemi.
  3. Markaðstorgið. Verslunarhafnir og milliliðahafnir gátu verið markaðstorg, en svo sé ekki alltaf, fer eftir því hvort að það sé í útjaðri samfélagsins (markaðurinn í Champain í Frakklandi á miðöldum) eða hvort það sé kjarni þess.

Ef horft er til Íslands, og til þess að bæir myndast í kringum valdhafa, þá voru engir slíkir til að hafa á Íslandi nema biskupar Íslands, sem sátu Hóla í Hjartardal og Skálholt í Biskupstungum. Í kringum biskupssetrin myndaðist nokkuð byggð, kannski á stærð við þorp í dag. Það sem hamlaði þessi valdasetur frá því að verða alvöru bæjir er staðsetning þeirra og fjarlægð frá nálægum hafnir. Í Skálholti þurftu menn að sækja aðföng til Eyrabakka eða Hvalfjörð eftir slæmum stígum eða slóðum. Fámennið var einnig það mikið að byggðin í kring - nærlandið gat ekki staðið undir stækkun þessara staða. Biskupsstaðirnir urðu til þegar Ísland var að mestu landbúnaðarland og fiskveiðar og sala fisks erlendis í skötulíki (jókst jókst þó á 14. öld).

Veraldlegt vald var í höndum hirðstjóra (og höfuðsmanna) sem voru flestir erlendir menn og komu bara tímabundið við á sumrin. Engin byggð myndast í kringum slíkt vald, þótt Bessastaðir lægu vel við fiskveiðar og góð höfn skammt frá í Hafnarfirði.

Þá eru það verslunarhafnir sem komust alfarið í hendur Dana með einokunarversluninni. Kaupmennirnir voru eins og hirðstjórarnir, farfuglar sem höfðu engin áhrif á byggðamyndun.

Gásar voru lengi vel verslunarstaður í Eyjafirði á miðöldum en vegna þess að verslun var bundin við komu skipa á sumrin og útræðri var ekki stundað frá staðnum, varð staðurinn aldrei að verslunarbæ.

Á Íslandi var nánast ekkert þéttbýli í kringum fiskveiðar nema helst þyrpingar þurrabúða þar sem fiskveiðar voru stundaðar. Þegar fyrst var gert manntal á Íslandi, árið 1703, bjuggu til dæmis 180 manns í 55 þurrabúðum á Snæfellsnesi er nú og var það fjölmennasti staður landsins.

Það þurfti hrun íslenska bændasamfélagsins með móðuharðindunum og stofnun innréttingana um miðja 18. öld til að skriður komst á breytingar á íslenskri þjóðfélagsskipan.

Árið 1787 var einokunarverslun Dana á Íslandi lögð niður og verslunarkerfið skipulagt upp á nýtt. Meðal annars var þá ákveðið að stofna sex kaupstaði á landinu, í Reykjavík, Grundarfirði á Snæfellsnesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum (íbúafjöldi um 1900 í kringum 500 manns).

Allir voru þessir staðir sárafámennir nema helst Reykjavík. Hugmynd stjórnvalda var sýnilega sú að þeir þróuðust upp í þéttbýlisstaði. Þessi áform misheppnuðust nema í Reykjavík þar sem fólki hélt áfram að fjölga. Meginástæðan er einmitt að meira þarf til en einn innviðaþátt. Það þarf sem sagt verslun, útræðri og stjórnarstofnanir en þeim var smátt og smátt safnað saman í Reykjaví: sem er stiftamtmaður, biskup og skólastofnanir og landsyfirréttur.

Forsenda þess að bær teljist vera sveitarfélag og utan valdsvið sýslumanns og sýsluumdæmi, er að þar verður til bæjarstjórn, bæjarstjóri og lögregluvald. Allt þetta varð til í Reykjavík á 18. og 19. öld.

Það er svo önnur saga þegar fiskiþorpin urðu til á seinni hluta 19. aldar, sem flest eru enn til í dag.

Í stuttu máli sagt, er hægt að segja að Reykjavík hafi sannarlega verið fyrsta raunverulega þorpið, bærinn og borgin á Íslandi. Forsenda þess var að vísir að iðnaði varð til í Reykjavík, stofnanir, til dæmis fangelsið í Reykjavík, biskupssetrið og skóli fluttust til Reykjavíkur með tilheyrandi valdsmönnum, biskup, stiftamtmaður og endahnúturinn var flutningur Alþingis til Reykjavíkur. Annað var að föst ársverslun komst á, blómstrandi þilskipaútgerð og margt fleira.

Reykjavík varð verslunarhöfn, milliliðahöfn, markaðstorg og fiskveiðihöfn, iðnaðarstaður og valdasetur og staðurinn var skilgreindur sem stjórnsýslueining samkvæmt venjubundinni skilgreiningu á hvað er bær/borg.

Kópavogur, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Garðabær og Akureyri eru allt bæir sem skilgreina má sem smáborgir með alla ofangreinda innviði.

Það væri ekki svo vitlaust að búa til stóra borg úr Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Garðabæ til höfuðs Reykjavíkur. Hef heyrt þessa hugmynd fleygt á loft. Samkeppni myndi myndast milli borganna sem er af hinu góða. Sama má gera með Akureyri, þótt hún sé á mörkum þess að teljast vera smáborg (gamla viðmiðið var 25. þúsund íbúar) en Kópavogur og Hafnarfjörður ná þessum mörkum. Halda má fram að Hafnarfjörður sé orðinn mesti iðnaðarbær landsins.

 

 

 

 


Opinber gögn og einkagögn - hvað má nota?

assange-rw-snodenSpurningin hefur legið í loftinu hvar mörkin liggja hvað varðar nýtingu gagna sem ekki eru fengin með beinlínis löglegum hætti.

Ég held að það verði að gera greinamun á opinberum gögnum sem uppljóstrari hefur aflað og deilir og stolin gögn fengin úr fórum einstaklings sem beittur var ofbeldi.

Snúum okkur fyrst að blaðamönnum og gögn sem þeir nota, hvar liggja eiginlega mörkin? Veit ekkert hvað er satt í þessu fræga máli sem nú er í gangi; meinta morðtilræði og farsíma sem stolinn var.  En segjum svo sem er, að þetta sé satt að reynt hafi verið að drepa skipstjóra (eiturbyrlun er morðtilraun) og farsíma hans stolið, þá réttlætir ekkert þær gjörðir blaðamanna að nota illa fengin gögn fengin með ólöglegum hætti. Ótrúlegt en satt, er að sumir (ekki t.d. blaðamenn DV) blaðamenn réttlæta slíkan gjörnað. Annað væri kannski í lagi ef t.d. ríkisstarfsmaður flettir af spillingu ríkisstjórnar, svo að dæmi sé tekið, og lætur blaðamenn fá gögn í hendur. 

Blaðamenn verða eins og lögreglumenn að fara eftir lögum landsins. Siðferðislega séð, þá held ég enginn, ekki einu sinni blaðamenn sjálfir, vilji að einhverjir gramsi í einkalífi þeirra sem farsími er í dag.

Svo er það hin hliðin, þegar uppljóstrarar eins og Assange og Snowden, eru að birta opinber gögn og flétta af samsærum og lögbrotum. Mér skilst að þeir njóti ákveðina réttinda í BNA og á Vesturlöndum.  Sum sé opinber gögn sem uppljóstrari deilir til að flétta af lögbroti verus einkagögn sem aflað er með lögbroti. Athugum að lögreglan getur ekki notað ólöglega öflug gögn við rannsókn afbrota í Bandaríkjunm. Geri ráð fyrir að svo sé einnig á Íslandi.

Tökum dæmi af einstaklingi sem gengur eftir götu en lendir á ofbeldismanni sem rotar hann (eða drepur) og tekið farsíma af honum. Ofbeldismaðurinn sér að í farsímanum er merkileg gögn sem eiga að heita varða almannahagsmuni. Hann selur fréttamanni gögnin eða afhendir honum farsíma. Á að leyfa nýtingu stolina gagna úr farsímanum? Hvar er til dæmis friðhelgi einklífsins fórnalambsins og er hægt að hefja mál á afbroti?

Ætla ekki að dæma um þessi mál, nema að benda á að þetta er hárfín lína sem menn, blaðamenn og uppljóstrar, verða að passa sig á að detta ekki af. Þetta eru ekki svart hvít mál en einhvers staðar hljóta að liggja mörk.


Joe Biden hefur ekkert að gera á meðan Evrópa rambar á barmi styrjaldar

Já, ótrúlegt en satt, Joe Biden hefur ekkert á dagskrá sinni sem forseti Bandaríkjanna, á sama tíma og hann eða réttara sagt fólkið sem ræður í kringum hann, hamrar á því að það sé að skella á stríð milli Rússlands og Úkraníu.

Sjá má hér að neðan á tímatöflu hans, að hann hefur ekkert að gera síðastliðna þrjá daga, meðtalið daginn í dag. Á föstudaginn vann hann aðeins tvær klst.

Á meðan er íslenski forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, að skipta sér af eldfimu ástandi í Úkraníu með því að senda stuðningsyfirlýsingu til Úkraníuforseta. Ég vissi ekki að forsetinn setti utanríkisstefnu Íslands.  Ég hélt að utanríkisráðherra með ríkisstjórn Íslands ákveði utanríkisstefnu Íslands. Talandi um hana, þá er hún ekki beisin. Seinasta sem hún sagði var að við fylgjum "vinaþjóðum" okkar hvað sem þær ákveða. Sjálfstæð utanríkisstefna?

Ég held að með fullri virðingu fyrir kosnum forseta, þá sé hann ekki þjálfaður diplómat og hann ætti að hafa í huga það hollráð að stundum er betra að þeigja en að segja. Það sama á við um Bandaríkjaforseta sem er að hræða líftóruna úr Úkraníumönnum með ákallið úlfur, úlfur. Hvað gerðist svo þegar úlfurinn loksins birtist?

 

Joe Biden


Alheimurinn er stór en samt ekki óendanlegur

Hér eru myndir sem sýna alheiminn. En hvað er utan hann er annað mál að spá í. Kannski annar alheimur eða alheimar? 

B8EAC2C7-341C-4750-AB98-C5DB52BBC96E

E17B7D75-5952-4149-99A5-3EFAEE9B67DD

5A17F8B2-597F-4073-A3C5-8798291B138D

BD80D3F8-78A3-40BA-ADD5-538669C05B55

0782C2B9-B742-4EDF-A81D-525C1354A31E

F167C6A4-0334-4C3D-AC5F-62C0A249FB2D

B0E587B4-7049-4F7E-A062-9C2BF782117F

21612F51-51F5-4EA2-911E-C3B3233B73B4

4135711A-0EFE-4D15-A59B-D964201826DF


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband