Þéttbýlismyndun, bæir og borgir - hvers vegna bæir mynduðust seint á Íslandi

townKíkjum fyrst hvernig borgarlíf miðalda átti rætur í fornöld en hvarf ekki eins og sumir hafa haldið fram.

Ljóst er að borgirnar minnkuðu  eða hurfu fyrir Norðan Alpana (lítlil framleiðsla var í þessum borgum, voru fremur neyðslueiningar), sumar urðu að bæjum. Borgin var mjög tengd baklandinu en hún var efnahagsleg miðstöð héraðsins, en verslun og handiðja voru lítt stundaðar (gósseigendur úr sveitum í kring, sátu í borgarráðum en ekki kaupmenn).

Borgir héldust við sérstaklega í suðurhluta Gallíu og víðast hvar við Miðjarðarhafssvæðinu en borgir við landamæri gamla Rómaveldisins eyddust. Sjálfstjórn borgana var úr sögunni og lutu nú embættismanni. Kirkjulegar stofnanir björguðu oft borgunum, svo sem biskupsstólarnir, klaustur eða pílagrímakirkjur. Voru margar en litlar.

Hvað er það sem einkennir miðaldarborgina eða bæinn (skv. Erosion of History) samkvæmt skilgreiningu fornleifafræðinga?

  1. Varnir.
  2. Skiplagt götukerfi.
  3. Markað(i) innan bæjarins.
  4. Mynt og myntsláttur.
  5. Lagalegt sjálfræði.
  6. Gegni hlutverki sem miðstöð.
  7. Tiltölulega mikla og þétta íbúabyggð.
  8. Fjölbreyttan efnahagsgrundvöll.
  9. Hús og lóðir sem einkennir borgir.
  10. Félagslega lagskiptingu.
  11. Flókið trúarlegt skipulag, miðstöðvar ffyrir helgistarfsemi.
  12. Dómskerfi (judicial centre).

 

Önnur skilgreining: Að bær eða borg sé þéttbýli af tiltekinni stærð og íbúafjölda og sé stærri en samfélög sem lifa við sjálfþurft eingöngu; að meirihluti íbúana séu ekki eingöngu bundir við landbúnaðarstörf.

 

Skilgreining Childe:

  1. Fólksfjöldi.
  2. Miðstjórn (bæjarráð).
  3. mikilfengleg mannvirki.
  4. Þróaða stéttaskipan.
  5. Ritað mál.
  6. Iðkun vísinda.
  7. Þróaða iðnaðarmannastétt.
  8. Fasta búsetu borgabúa.
  9. Naturalistic art.

 

Skilgreining á borg samkvæmt Renfrew, hún þarf að hafa minnst tvö einkenni af þessum þremur:

  1. Minnst 5000 íbúar.
  2. Notkun skrifmál (í borginni).
  3. Miðstöðvar (í borginni) fyrir helgihald.

 

Þrjár tegundir byggðalaga:

  1. Verslunarhöfn eða hlutlaust svæði til verslunar.
  2. Milliliðahöfn; hún hefur meira vægi en verslunarhöfnin, því að þar fer fram margvísleg verslunarstarfsemi.
  3. Markaðstorgið. Verslunarhafnir og milliliðahafnir gátu verið markaðstorg, en svo sé ekki alltaf, fer eftir því hvort að það sé í útjaðri samfélagsins (markaðurinn í Champain í Frakklandi á miðöldum) eða hvort það sé kjarni þess.

Ef horft er til Íslands, og til þess að bæir myndast í kringum valdhafa, þá voru engir slíkir til að hafa á Íslandi nema biskupar Íslands, sem sátu Hóla í Hjartardal og Skálholt í Biskupstungum. Í kringum biskupssetrin myndaðist nokkuð byggð, kannski á stærð við þorp í dag. Það sem hamlaði þessi valdasetur frá því að verða alvöru bæjir er staðsetning þeirra og fjarlægð frá nálægum hafnir. Í Skálholti þurftu menn að sækja aðföng til Eyrabakka eða Hvalfjörð eftir slæmum stígum eða slóðum. Fámennið var einnig það mikið að byggðin í kring - nærlandið gat ekki staðið undir stækkun þessara staða. Biskupsstaðirnir urðu til þegar Ísland var að mestu landbúnaðarland og fiskveiðar og sala fisks erlendis í skötulíki (jókst jókst þó á 14. öld).

Veraldlegt vald var í höndum hirðstjóra (og höfuðsmanna) sem voru flestir erlendir menn og komu bara tímabundið við á sumrin. Engin byggð myndast í kringum slíkt vald, þótt Bessastaðir lægu vel við fiskveiðar og góð höfn skammt frá í Hafnarfirði.

Þá eru það verslunarhafnir sem komust alfarið í hendur Dana með einokunarversluninni. Kaupmennirnir voru eins og hirðstjórarnir, farfuglar sem höfðu engin áhrif á byggðamyndun.

Gásar voru lengi vel verslunarstaður í Eyjafirði á miðöldum en vegna þess að verslun var bundin við komu skipa á sumrin og útræðri var ekki stundað frá staðnum, varð staðurinn aldrei að verslunarbæ.

Á Íslandi var nánast ekkert þéttbýli í kringum fiskveiðar nema helst þyrpingar þurrabúða þar sem fiskveiðar voru stundaðar. Þegar fyrst var gert manntal á Íslandi, árið 1703, bjuggu til dæmis 180 manns í 55 þurrabúðum á Snæfellsnesi er nú og var það fjölmennasti staður landsins.

Það þurfti hrun íslenska bændasamfélagsins með móðuharðindunum og stofnun innréttingana um miðja 18. öld til að skriður komst á breytingar á íslenskri þjóðfélagsskipan.

Árið 1787 var einokunarverslun Dana á Íslandi lögð niður og verslunarkerfið skipulagt upp á nýtt. Meðal annars var þá ákveðið að stofna sex kaupstaði á landinu, í Reykjavík, Grundarfirði á Snæfellsnesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum (íbúafjöldi um 1900 í kringum 500 manns).

Allir voru þessir staðir sárafámennir nema helst Reykjavík. Hugmynd stjórnvalda var sýnilega sú að þeir þróuðust upp í þéttbýlisstaði. Þessi áform misheppnuðust nema í Reykjavík þar sem fólki hélt áfram að fjölga. Meginástæðan er einmitt að meira þarf til en einn innviðaþátt. Það þarf sem sagt verslun, útræðri og stjórnarstofnanir en þeim var smátt og smátt safnað saman í Reykjaví: sem er stiftamtmaður, biskup og skólastofnanir og landsyfirréttur.

Forsenda þess að bær teljist vera sveitarfélag og utan valdsvið sýslumanns og sýsluumdæmi, er að þar verður til bæjarstjórn, bæjarstjóri og lögregluvald. Allt þetta varð til í Reykjavík á 18. og 19. öld.

Það er svo önnur saga þegar fiskiþorpin urðu til á seinni hluta 19. aldar, sem flest eru enn til í dag.

Í stuttu máli sagt, er hægt að segja að Reykjavík hafi sannarlega verið fyrsta raunverulega þorpið, bærinn og borgin á Íslandi. Forsenda þess var að vísir að iðnaði varð til í Reykjavík, stofnanir, til dæmis fangelsið í Reykjavík, biskupssetrið og skóli fluttust til Reykjavíkur með tilheyrandi valdsmönnum, biskup, stiftamtmaður og endahnúturinn var flutningur Alþingis til Reykjavíkur. Annað var að föst ársverslun komst á, blómstrandi þilskipaútgerð og margt fleira.

Reykjavík varð verslunarhöfn, milliliðahöfn, markaðstorg og fiskveiðihöfn, iðnaðarstaður og valdasetur og staðurinn var skilgreindur sem stjórnsýslueining samkvæmt venjubundinni skilgreiningu á hvað er bær/borg.

Kópavogur, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Garðabær og Akureyri eru allt bæir sem skilgreina má sem smáborgir með alla ofangreinda innviði.

Það væri ekki svo vitlaust að búa til stóra borg úr Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Garðabæ til höfuðs Reykjavíkur. Hef heyrt þessa hugmynd fleygt á loft. Samkeppni myndi myndast milli borganna sem er af hinu góða. Sama má gera með Akureyri, þótt hún sé á mörkum þess að teljast vera smáborg (gamla viðmiðið var 25. þúsund íbúar) en Kópavogur og Hafnarfjörður ná þessum mörkum. Halda má fram að Hafnarfjörður sé orðinn mesti iðnaðarbær landsins.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband