Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Að hengja bakarann fyrir smið! Nei, það átti hvorki að hengja Pence né drepa Pelosi

Það er ekki öll vitleysan eins. Haldið hefur verið fram hér á blogginu að raunveruleg valdaránstilraun hafi átt sér stað 6. janúar í Capitol Hill - þinghúsi Bandaríkjanna. Það er helst til langt gengið. Í öllum bandarískum fjölmiðlum er talað um "riots", ekki "coup d état".

Í bloggskrifinu segir: "Það fór ekkert á milli mála, hver ætlunin var með árásinni á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021: 

Í ótal myndskeiðum sem teknar voru á staðnum var öll hegðun árásarmanna sú að fremja valdarán, og meðal þeirra myndskeiða voru hangandi tilbúin hengingaról fyrir Mike Pence varaforseta, sem  Trump sakaði um þjóðarsveik, og áköf voru hróp helstu forsprakka um að ganga frá Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar. 

Donald Trump hvatti í aðdragandanum til þess að farið yrði til þinghússins og látið til sín taka, en fylgdi því síðan eftir með því að gera ekkert til að afstýra því sem gerðist."

Ef þetta hafi verið raunin, sem er algjörlega ósannað, væri búið að færa sönnur á það. Það hefur ekki verið gert. Um 600 manns hafa verið ákærðir, fyrir húsbrot eða ofbeldisfulla hegðun. Enginn fyrir valdaránstilraun.

Í öllum alvöru valdaránum væri samsæri plottað og vopnavaldi beitt. Enginn var handtekinn með skotvopn á staðnum, eina manneskja sem drepin var, var óvopnuð kona, skotinn af færi af lögreglumanni þinghússins.

Donald Trump sagði, ef menn sem ætla sér að fjalla um þetta í alvöru myndu vísa í orð hans, fólki að "...safna saman fyrir framan þinghúsið og mótmæla friðsamlega".  Að sjálfsögðu var Trump ósáttur og mótmælti kosningaúrslitum en hann má það. Það gerði Hillary Clinton líka og svo var einnig í seinustu Alþingiskosningum sem klúðruðust. Í lýðræðisríki má mótmæla niðurstöðum úrslita. Það er ekki valdaránstilraun! Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Trump algjörlega mistekist að sanna víðtækt svindl í forsetakosningunum en að sjálfsögðu var eitthvað um slíkt, eins og gerist ávallt í bandarískum kosningum. 

Staðreyndir um 6. janúar

Þann 6. janúar 2021 hélt Donald Trump forseti „Save America“ fund sinn um hádegisbil á Ellipse þar sem hann ítrekaði Pants on Fire fullyrðingu sína um að hann hefði unnið kosningarnar 2020. Trump bauð mannfjöldanum að „ganga niður til Capitol Hill“ þar sem fulltrúardeildin (húsið) og öldungadeildin héldu sameiginlegan fund til að staðfesta kosningaúrslitin fyrir Joe Biden. Múgur braut inn í þinghúsið og lokaði þinginu klukkustundum saman. Eftir árásina á þinghúsið, ákvað fulltrúardeildin undir forystu demókrata að ákærða Trump 13. janúar 2021; hann var sýknaður 13. febrúar 2021 í öldungadeildinni. Frá miðjum nóvember 2021 hafa meira en 600 manns verið ákærðir fyrir glæpi sem tengjast óeirðunum.

Svo má velta fyrir sér hverjir það voru sem hvöttu til inngöngu í þinghúsið og hafa FBI flugumenn verið tengdir því en FBI harðneitar að veita upplýsingar um þátt sinn og hvað fulltrúar þeirra gerðu þann daginn. Talað hefur verið um Ray Epps og þátt hans í upphafi óreiðanna. Sumir segja að hann sé flugumaður FBI og ætlunin hafi verið að kast rýrð á fylgjendur Donalds Trumps með að efna til óeirða. Málið fór svo fljótt úr böndunum.

Spurningar vakna. Af hverju hefur Epps ekki verið ákærður eða handtekinn? Stór hluti fólksins sem handtekið var og sett í fangelsi, gerði ekki annað en að fara óboðið inn í þinghúsið sem eru mun minni sakir en Ray Epps er borinn. Aðrir segja hann vera leiðtoga hægri aðgerðarsinna og alls ótengdur FBI. Hér vantar inn í myndina þátt FBI og því erfitt að afsanna eða sanna meint tengsl hans við stofnunina.

Hér eru athyglisverð myndbönd um hans þátt:

Massie Confronts Dems About Ray Epps: 'Why Is There No Interest In Him?'

Tucker: The curious case of Ray Epps and the January 6 Committee

Önnur staðreynd er að Nancy Pelocy harðneitaði að auka öryggigæslu í þinghúsinu og kringum það, en það er á hennar ábyrgð að gæta öryggi þess sem þingforseti. Hún afþakki liðsveislu sem Trump bauð henni með að senda a.m.k. 10. þúsund þjóðvarðliða til stuðnings lögregluliðsins en menn höfðu veður af að það gæti komið til átaka þennan dag. Skrítin valdaránstilraun það, að bjóða fram herlið gegn eigin valdaránsmönnum!

Svo hafa menn gleymt meinta áhlaupinu á Hvíta húsið, þegar óeirðarseggir brutu og brömluðu (kveiktu í frægri kirkju um leið) allt sem á vegi þeirra var og leyniþjónustan leist ekki meira á blikuna en svo, að Trump var fluttur í öryggishverfingu undir Hvíta húsinu.


Mikilvægt hlutverk skriðdreka í seinni heimsstyrjöldinni

Bretland varð fyrst til að nota skriðdreka í einhverju mæli í fyrri heimsstyrjöldinni. En í síðari heimsstyrjöldinni voru það þýskar bryntækja hersveitir sem höfðu meira samþættingu skriðdreka í bardagaaðferðum sínum, t.d. með notkun talstöðva og samhæfðri taktík. Brynvarinn ökutækjahernaður átti eftir að vera mikilvægur þáttur í átökunum í síðari heimsstyrjöldinni.

Á fyrstu árum stríðsins átti Þýskaland frumkvæðið. Þýskar hersveitir beittu Blitzkrieg-aðferðum í Frakklandi árið 1940 og nýttu til fulls hraða og brynvörn skriðdreka til að brjótast í gegnum varnir óvina. Það var ljóst að skriðdrekatækni Þjóðverja hafði þróast á millistríðsára tímabilinu. Aftur á móti voru Bretar og bandamenn almennt að elta þá hvað varðar tækni og aðferðir.

Bardagarnir í eyðimörkinni í Norður-Afríku á árunum 1940 til 1943 voru mjög háðir skriðdrekum. Bretar sendu skriðdrekagerðir á borð við Crusaders, Valentines og Matildas á vettvang, sem voru allar tiltölulega léttvopnaðar og viðkvæmar fyrir vélrænum vandamálum. En frá 1942 gátu Bretland í auknum mæli notið góðs af miklum fjölda bandarískra skriðdreka, eins og Grants og Shermans.

Í síðari heimsstyrjöldinni kom til átaka brynvarðra ökutækja í mælikvarða sem aldrei hefur sést fyrr eða síðar. Skriðdrekar voru mikilvægur þáttur í flestum helstu orustu vettvöngum, frá Norður-Afríku til Rússlands og Norður-Frakklands. Þeir komu fram í nokkrum mikilvægum orrustum stríðsins, eins og El Alamein árið 1942 og Kursk árið 1943.

Sumir stærstu skriðdrekabardagar áttu sér stað í örvæntingarfullri baráttu Þýskalands og Sovét-Rússlands. Rússar áttu T-34, skriðdreka sem var vel vopnaður, fjölhæfur og framleiddur í miklu magni en voru síðri hvað varðar tækni gagnvart þeim þýsku. Hann gegndi lykilhlutverki í að hjálpa til við að snúa við stríðsgæfunni á austurvígstöðvunum í þágu Sovétríkjanna.

Á seinni árum stríðsins hafði forskot Þjóðverja minnkað. Þótt þýskar hersveitir hafi notið góðs af gríðarlegum vopnabúnaði skriðdreka eins og Tiger skriðdrekanum, þýddi iðnaðarmagn bandamanna að þeir áttu skriðdreka í meira magni. Skriðdrekahönnun bandamanna batnaði einnig, sem og taktík notkun þeirra hvað varðar brynvörn.

Það var ekkert að Tiger sem skriðdreka í sjálfu sér, heldur áherslur nasista í hergagna framleiðslu sinni. Þeir lögðu áherslu á gæði frekar en magn. Það varð þeim að falli, því að í seinni heimsstyrjöld skipti magnið meira máli en gæðin, sérstaklega þegar Sovétmenn gáfu skít í mannslífs og eigið mannfall og var sama þótt 10 skriðdrekar voru eyðilagðir á móti hverjum þýskum. Sama með bandarísku skriðdrekanna, algjört rusl í samanburði við þá þýsku.

Þeir þýsku framleiddu meira af Panther skriðdrekunum sem skipti meginmáli í hernaði þeirra (samt ekki nógu mikið) og Jagdpanther er talinn vera besti skriðdreki stríðsins, ef hægt er að taka einn út, þvi að þeir voru misþungir, brynvarðir og vopnum búnir, allt eftir tilgangi. Panzer V Panther var t.a.m. þungur og vel bryn varinn, frábær skriðdreki.

Ef við hraðspólum fram í nútímann, eins og t.d. Úkraínu stríðið er háð í dag, skipta gæðin meira máli en magnið. Ætli það sé ekki vegna þess hversu takmarkað stríðið er, en ef allsherjar stríð myndi brjótast út, myndi líklega magnið skipta meira máli.

Skriðdrekinn hentar ekki alls staðar. Hann hentar ekki í borgarumhverfi eða skóglendi, heldur á sléttum Evrasíu, Norður-Afríku og annars staðar þar sem mikið sléttlendi er. Sjá t.d. Sex daga stríðið og önnur stríð Ísraela eða Flóabardagann gegn Saddam Hussein.

Mikil óvissa ríkir um framtíð skriðdrekans. Eins og staðan er í dag, fer hann halloka gagnvart nýjustu eldflaugatækninni og dróna árásum sem og loftárásum þyrlna og orrustuþotna. En vörn þeirra batnar sífellt en skriðdrekahönnuðir hafa ekki undan að hanna skriðdreka sem geta mætt þessum ógnunum.


Hvað einkennir einræðisstjórn og einræðisherra?

Einræðisherrar og einræðisstjórn sem og fámennisstjórn virðist lifa góðu lífi í dag. Það stefnir í að Xi Jinping verði einráður í Kína fyrir lífstíð. En hvað þýðir það? Bæði Platón og Aristóteles gerðu sér grein fyrir að stjórnarformi ríkja getur verið háttað á þrennan hátt. Stjórnarformið getur verið einveldi, höfðingjaveldi, eða lýðveldi. En það má umorða þessi þrjú hugtök á annan máta.  Einveldi felur oftast í sér einræði eða einræðisstjórn, höfðingjaveldi er í raun fámennisstjórn og lýðveldi stendur oftast fyrir lýðræði.

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í íslenskri orðabók:

Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

Lýðveldi mætti hins vegar líta á sem eins konar form stjórnskipunar, í íslenskri orðabók er það skilgreint svona:

Þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma. Sjá slóðina: Vísindavefurinn: Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? (visindavefur.is)

Ef við kíkjum aftur á Xi og stjórnarformið í Kína, þá er augljóst að stjórn kommúnista er fámennisstjórn. Það sem er sérstakt er að Xi stefnir í að verða n.k. einræðisherra ef það gengur eftir að hann verði kosinn formaður flokksins til lífstíðar. Þá breytist stjórn Kína úr því að vera fámennisstjórn í einræðisstjórn. Sagan kennir okkur að einræðisherrar byrja oft ágætlega en því lengur sem þeir eru við völd, því gerræðisleg verður stjórn þeirra. En við ætlum að beina sjónum okkar að einræðisstjórnarformið í þessari grein.

Einkenni einræðisins

Lýsingar fornra heimspekinga á harðstjórn Grikklands og Sikileyjar ganga langt í að útskýra einkenni nútíma einræðisríkja. Einræðisherrar grípa venjulega til valdbeitingar eða svika til að öðlast einræðiskennt pólitískt vald, sem þeir viðhalda með því að beita hótunum, hryðjuverkum og bælingu grundvalla borgaralegs frelsis.

Einræði einkennist af:

  • Ríkiseinkenni er eins flokka stjórn.
  • Bæling á skiptingu valds.
  • Leiðtoga- eða einræðisherraímynd.
  • Stjórna miðlun og ritskoðun fjölmiðla.
  • Áróður hinnar opinberu hugmyndafræði og endurtekin útbreiðsla hennar.
  • Notkun hervalds og ofbeldi.
  • Kúgun mannréttinda og einstaklingsfrelsis.

Einræði hafa engin stjórn eða takmörk á gjörðum sínum. Í gegnum heimssöguna hafa einræðisherrar að ósekju myrt og pyntað, svipt frelsi, nauðgað og fangelsað milljónir manna.

Tegundir einræðisforma

Helstu tegundir einræðisstjórna eru:

  • Einræðisríkir valdstjórnarleiðtogar komast oft til valda með lýðræðislegum kosningum og beita valdi eða svikum í valdatíð sinni til að halda sjálfum sér við völd, takmarka borgaraleg réttindi og líta á hvers kyns árekstra sem samsæri.
  • Alræði. Alræðisleiðtogar leitast við að sannfæra fjöldann með vandaðri hugmyndafræði og upphafningu leiðtogans, til að breyta um skoðun fólks, auk þess að beita skelfingu.
  • Her. Herforingjar komast til valda með valdi eftir að hafa fellt núverandi ríkisstjórn. Þeim tekst að halda sjálfum sér við völd með valdbeitingu, ofbeldi og hryðjuverkum.
  • Stjórnarskrárbundið. Leiðtogar stjórnskipulegra einræðisríkja virða stjórnarskrána að hluta, það er að segja þeir fara með vald sitt á nánast valdsmannslegan hátt og að auki stjórna þeir beint eða óbeint löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldinu.

Munurinn á lýðræði og einræði

Einræði einkennist af því að sameina vald í einum einstaklingi eða litlum hópi, en í lýðræðislegu stjórnkerfi gerir aðskilnaður valds kleift að viðhalda frelsi og valdhafar stjórna hvert öðrum.

Á meðan einræðið einkennist af samfelldri valdbeitingu við valdastjórnun, endurnýjar lýðræðið sig með almennum kosningarétti, vald og aðra fulltrúa.

Einræðisstjórnin er á móti lýðræðislegu stjórnkerfi sem byggir á virðingu fyrir stjórnarskránni, borgaralegum réttindum, ábyrgðum og stofnunum. Lýðræðið byggir á tjáningarfrelsi og fjölmenningu stjórnmálaflokka þannig að fulltrúarnir séu kjörnir af þjóðinni.

Dæmi um einræði

Nokkur dæmi um einræði á 20.- og 21. öld eru: 

Alræðisstjórn Adolfs Hitlers í Þýskalandi, frá 1933 til 1945.

Einræðisstjórn Francisco Franco á Spáni, frá 1939 til 1975.

Fasista einræði Benito Mussolini á Ítalíu, frá 1943 til 1945.

Alræðisstjórn (fámennisstjórn) í Alþýðulýðveldinu Kína, frá 1949 til dagsins í dag.

Alræðisstjórn Augusto Pinochets í Chile, frá 1973 til 1990.

Einræði hersins í Argentínu, frá 1976 til 1983.


Úkraínu stríðið útskýrt blákalt

Það er merkilegt hvað tilfinningaþrungin umræðan getur verið um þetta stríð. Það stendur okkur nærri enda í túnfæti Evrópu í austri. En það hlýtur að vera hægt að ræða það án þess að skipa sér í fylkingu og horfa ískalt á stöðuna í dag.

Eins og öll stríð, gerist það ekki bara sísona. Menn sem fara í stríð telja sig hafa ástæðu, hvort sem hún er raunsæ eða ekki. Stundum eru ástæðurnar sem gefnar fáránlegar, stundum eru þær studdar sögulegum rökum og stundum jafnvel til að koma í veg fyrir innrás.

Vandamálið með Úkraínu og Rússland og samskipti þeirra er hversu samofin saga þeirra er. Kænugarður hefði í stað Moskvu geta orðið höfuðborg Slava á 10. öld og verndari rétttrúnaðarkirkjunnar en svo varð ekki vegna atburðarásar sögunnar. En borgin varð eftir sem áður öflug og að lokum höfuðborg Úkraínu. Ég ætla ekki að rekja sögu hennar enda væri það efni í bók en koma með sögupunkta (sjá hér að neðan). En úr því að saga flestra Evrópuríkja í núverandi formi nær ekki lengra aftur í tímann  en 100-200 ár (þar á meðal Ísland), læt ég nægja að rekja söguna á 20. öld.  Landamæri og þjóðréttarstaða þeirra nær hvort sem er stutt aftur í tímann. Staðreyndir leynast alltaf í bakgrunninum.

Úkraína - næststærsta land í Evrópu eftir svæði á eftir Rússlandi - var um stundarsakir sjálfstætt snemma á 20. öld, áður en hún varð hluti af Sovétríkjunum árið 1922.

Eftir hrun Sovétríkjanna lýstu Úkraínumenn enn og aftur yfir sjálfstæði sínu árið 1991.

Sem hluti af samningaviðræðum við nýmyntuð rússnesk stjórnvöld eftir Sovétríkin, skilaði Úkraínu kjarnorkuvopnum frá Sovéttímanum til Rússlands og leyfði Rússum að halda Svartahafsflota sínum staðsettum á Krímskaga samkvæmt leigusamningi.

Úkraína á tímum eftir Sovétríkin hélt síðan áfram að þróa efnahagsleg og diplómatísk tengsl sín við Vestur-Evrópu. Árið 2008 gaf NATO í skyn að Úkraína og fyrrum Sovétlýðveldið Georgíu yrðu aðild að framtíðinni. Rússar réðust inn í Georgíu skömmu síðar.

En átökin eins og við þekkjum þau hófust árið 2013, þegar Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti Úkraínu, dró sig út úr væntanlegum efnahagssamningi við Evrópusambandið og ákvað þess í stað að gera samning við Rússland.

Mótmælin sem urðu til þess neyddu Janúkóvitsj frá völdum árið 2014. Sumir segja að vestræn ríki hafi staðið á bakvið þessi mótmæli og þetta hafi verið valdarán, a.m.k. líta Rússar þannig á málið.

Sem svar bauð Vladimír Pútín Rússlandsforseti stuðning við rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem eru hluti af Donbass -héraði í austurhluta Úkraínu.

Pútín lýsti samtímis yfir að Krímskaga, sem hafði verið hluti af sósíalíska lýðveldinu Úkraínu á Sovéttímanum (gjöf Krjúfsef (Khrushchev)), væri hluti af Rússlandi - og réðst inn á skagann í lok febrúar og mars 2014. Forsagan er þessi: Árið 1954 gaf Nikita Khrushchev Sovétleiðtogi Úkraínu gjöf: Krímskaga. Á þeim tíma virtist þetta vera venjubundin aðgerð, en sex áratugum síðar hefur þessi gjöf afleiðingar fyrir bæði löndin. Flutningurinn fékk litla athygli, aðeins málsgrein í Pravda, í hinum opinbera sovéska dagblaðinu, 27. febrúar 1954.

En innlimun Pútíns á Krímskaganum, sem staðsettur er meðfram norðurströnd Svartahafs, var fordæmd almennt af alþjóðasamfélaginu, sem viðurkennir enn að landið sé hluti af Úkraínu. Sögulega séð og samkvæmt íbúasamsetningu, tilheyrir skaginn frekar Rússlandi en Úkraínu en það er önnur saga sem ég hef rekið hér áður í grein sem ber heitið Hver á Krímskaga? Sjá slóðina: Hver á Krímskaga? - biggilofts.blog.is

Bardagarnir, sem hafa haldið áfram af og til þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé frá 2015, og hafa kostað um 14.000 manns lífið.

Hraðspólum áfram til ársins 2022 og Pútín viðurkenndi formlega tvær uppreisnahéruð Donetsk og Luhansk, sem sjálfstæð ríki nýverið - og skipaði rússneskum hermönnum að fara inn í Donbas í svokallaðri "friðargæslu".

Tilskipunin kom í kjölfar sjónvarpsræðu þar sem Pútín lýsti því yfir að Úkraína væri ekki sjálfstæð þjóð heldur frekar „órjúfanlegur hluti“ Rússlands, stofnuð af Sovétríkjunum.

Vilji Rússa er ótvíræður: Þeir vilja ekki að landamæri NATÓ liggi á landamærum Úkraínu og Rússlands og þeir voru og eru tilbúnir að fórna mannlífum til að tryggja þessi landamæri. Rússar segja að NATÓ hafi svikið samkomulag um að færa bandalagið ekki að landamærum Rússlands síðan Sovétríkin liðu undir lok.

Ætlunarverk Pútíns, eins og staðan er í dag, virðist hafa misheppnaðist, því að nú stefnir í að Finnland og Svíþjóð gangi í NATÓ og þar með landamæri bandalagsins að Rússlandi í Skandinavíu. Hann hefur veikt stöðu Rússlands innanlands (þjóðarbrot geta farið af stað) og út á við (fyrrverandi sovét lýðveldi geta farið af stað með innbyrðis uppgjör sem og önnur nágrannaríki) með vangetu rússneska hersins. Jafnframt hefur valdajafnvægi stórveldanna raskast.

En ef við tökum mið af hvað telst vera grunnur að þjóðríki, þá er það menning, tungumál, trúarbrögð og siðir, getum við sagt að Úkraínumenn hafi öll þessi sérkenni. Þótt Rússland hafi ráðið meira eða minna Úkraínu síðan 1709, þá eiga þeir, ekki frekar en Englendingar eiga rétt á að ráða yfir Skotlandi, rétt á að ráða yfir Úkraínu ef íbúar kjósa annað.

Varðandi austurhlutann, þar sem meirihlutinn er rússneskumælandi, vandast málið. Ég kýs alltaf friðarsamninga en stríð. Einhver leið hlýtur að vera til að komast samkomulagi, t.d. með löglegum kosningum í umdeildum héruðum.  Úkraínumenn og Rússar verða að finna leið til að búa saman sem nágrannar, rétt eins og nágrannar í íbúðagötu þurfa að gera. Hvorugum aðila á að finna eigið öryggi ógnað.

 

Saga Úkraínu (heimild: tungumalatorg.is ásamt viðbætur mínar)

Það svæði sem nú telst til Úkraínu hefur verið í byggð lengst aftur í forneskju.

3 öld f.Kr. – Gotar koma til Úkraínu og kölluðu þá landið Oium.

370 – Húnar ráðast inn í landið.

454 – Kænugarður sigrar Húna í bardaganum við Nedao.

5.-6. öld – Slavneskir ættbálkar, mögulega leifar af Kænugarðsmenningunni settust að á svæðum Úkraínu og langt fram á 6. öld.

7. öld –Kænugarður er stofnaður af manni að nafni Kyi. Khazarar ráða ríkjum í Úkraínu fram á 9. öld.

9 öld – Víkingar taka yfir Kænugarð og stofna ríki sem kallast Kievan Rus. Þar ráða Varangískir prinsar fram á 14. öld.

988 – Vladimir mikli, hertogi af Kænugarð, gerist kristinn og kristnar þjóð sína um leið.

11. öld – Kievan Rus’ er landfræðilega stærsta ríki Evrópu og er þekkt meðal Evrópubúa sem Ruthenia. Hnignun eftir dauða Yaroslav.

12. öld – Innri átök meðal hinna fjölmörgu furstadæma Rus leiddi til hnignunar.

1169 – Keisaradæmi Vladimirs herjaði á Kænugarð í miðri valdabaráttu keisaradæmanna.

1239-1240 – Tatarar herja á Kænugarð og leggja hann í rúst. Þeir voru afar grimmir og fólk flúði frá landinu.

13. öld – Í stað Kievan Rus komu furstadæmi Halych og Volodoymyr-Volynskyi.

14. öld – Pólverjar og Litháar börðust gegn innrásum Mongóla. Landið varð þekkt sem Úkraína, sem þýðir landamæri.

1360 – Prinsinum af Kænugarði er endanlega steypt af stóli. Olgerd, prinsinn af Litáen frelsar Kyivschyna og Podillya frá Tatörum. Þau falla undir stjórn Litáen.

1387 – Pólland ræður yfir Halychyna

1569 – Allt landsvæði Úkraínu er undir yfirráðum Litáen.

1590 – Kósakkar gera fyrst uppreisn.

1630 – 1648 Kósakkar gera uppreisn gegn Pólverjum, og frelsun Úkraínu frá Póllandi hefst. Kósakkar taka við völdum.

1657 – Svíar og Úkraínumenn sameinast gegn Rússum.

1709 – Rússar sigra sameiginlegan her Úkraínumanna og Svía og leggja undir sig Úkraínu.

1863 – Úkraínska er bönnuð formlega af Rússum.

1917 – Bylting í Rússlandi. Keisaranum er steypt af stóli og kommúnistaríki er stofnað.

1921 – Austurhluti Úkraína verður hluti af Sovétríkjunum og Sovéska sósíalíska lýðveldið Úkraína er stofnað. Vesturhlutinn verður hluti af Póllandi og Rúmeníu.

1929 – Stjórnvöld hefja að sölsa undir sig jarðir. Allar jarðir sem tilheyrðu úkraínskum bændum eru teknar. Þeir sem vildu ekki láta jörð sína af hendi eru handteknir og drepnir.

1932-33 – Stalín leggur hald á allt mjöl Úkraínumanna, og 3-5 milljón manns svelta til dauða.

1941-44 – Þjóðverjar hertaka Úkraínu.

1943-44 – Rússar snúa aftur og miklir þjóðflutningar eiga sér stað (m.a. til Englands, Frakklands, Kanada og Bandaríkjanna). Vestur Úkraína verður einnig hluti af Sovétríkjunum.

1986 – Kjarnorkuslysið í Chernobyl.

1990 – Lýst er yfir fullveldi Úkraínu.

1991 – Úkraína lýsir yfir sjálfstæði.

1994 – Úkraína undirritar sáttmála við NATO.

1996 – Stjórnarskrá Úkraínu gengur í gildi.

2014 -  Janúkóvitsj forsætisráðherra hrökklast frá völdum.

2014 – Stríð í austurhluta Úkraínu.

2022 – Rússland gerir innrás í Úkraínu.

 


Enn um skatta - Skattar fyrr og nú

Eftirfarandi texti um tíund kemur úr vefsetrinu skjalasafni.is – sjá hér að neðan.

Tíund er einn tíundi af einhverju og er oftast átt við skatt af einhverju tagi. Tíund hefur tíðkast sem aðferð við skattlagningu víða um heim og allt aftur til upphafs miðalda. Tíundin var aðferð kristnu kirkjunnar til þess að fjármagna starfsemi sína víða um Evrópu lengi vel og er lögboðin í einstaka löndum enn í dag. Skattur samþykktur á alþingi 1096/1097. Á Íslandi var tíundin greidd af eign og því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því, að eignir manna ykust um 10% árlega og þeir greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Allar eignir manna, sem náðu lágmarkseign, voru „tíundaðar“.

Tíundarlög á Íslandi

Tíundarlög voru samþykkt  eins og áður sagði á Alþingi árið 1096/7, fyrstu skattalög á Íslandi. Að þeim stóðu Gissur Ísleifsson, biskup, Sæmundur Sigfússon hinn fróði í Odda og sjálfsagt fleiri höfðingjar. Í öðrum löndum hafði slíkri skattheimtu verið mótmælt harðlega, jafnvel kostað blóðsúthellingar, en ef marka má frásögn Ara Þorgilssonar voru þau samþykkt einróma hér á landi og þóttu það mikil undur.

Lögin voru þó frábrugðin því sem gerðist annars staðar, þar var um að ræða 10% tekjuskatt - bændur greiddu 10% af uppskerunni, handverksmenn 10% af framleiðslunni - en hér var tíundin greidd af eign og var því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því að eignir manna ykust um 10% árlega og greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Slíkur eignaskattur, eða vextir af „dauðu“ fé, var þyrnir í augum kirkjunnar manna annars staðar en hér á landi. En ljóst er að Gissur biskup hlýtur að hafa fengið samþykki fyrir þessu skatta–„frumvarpi“ hjá erkibiskupi eða jafnvel páfa.

Allar eignir manna, sem náðu lágmarkseign, voru „tíundaðar“. Skatturinn skiptist í fjóra staði: 1/4 rann til biskups til uppbyggingar biskupsstól og rekstri, 1/4 rann til þurfamanna, og fengu hreppsmenn þann hluta til að deila út meðal fátækra, 1/4 rann til kirkna, til viðhalds og uppbyggingar og 1/4 til presta.

Tveir síðustu hlutarnir runnu í raun til þeirra höfðingja sem áttu kirkjurnar og höfðu presta í þjónustu sinni, og gátu þeir sjálfsagt farið með það fé eins og þeim sýndist. Prestar voru hvort eð er í þjónustu kirkjueigenda. Af þessum sökum er ekki undarlegt að höfðingjar hafi samþykkt skattheimtuna á Alþingi, þar sem þeir sjálfir fengu helminginn til baka, auk þess sem skatturinn var mun léttari en 10% tekjuskattur.

Skatturinn skiptist í fjóra staði: 1/4 rann til biskups til uppbyggingar biskupsstóls og rekstrar hans, 1/4 gekk til þurfamanna, og fengu hreppsmenn þann hluta til þess að deila út meðal fátækra, 1/4 rann til kirkna, til viðhalds og uppbyggingar og 1/4 til presta.

Heimild: Tíund (skjalasafn.is)

Svona var skattheimtan í raun í þúsund ár. Hoftollar voru ef til vill fyrir árið 1000, svo tíundartekjur en svo fengu Íslendingar stjórnarskrá 1874 og þar með réttinn til að setja fjárlög og leggja á skatta.  Íslendingar voru ráðdeildarsamir og skiluðu afgangi lengi vel, þrátt fyrir verkefnin í landinu hafi hrópað á fjármagn. Hér skorti allt, vegi, brýr, hafnir og í raun alla innviði. Samt var byrjað á þessu öllu, með tekjuafgangi á ríkissjóði á landsstjórnartímabilinu og segja má að verkefnið sé en í gangi.

Skattar á Íslandi í dag (tekið af vefnum island.is)

Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.

Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.

Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.

Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.

Tekjuskattsþrep launþega 2021 eru þrjú. Launþegar greiða því:

  • 31,45 af tekjum undir 349.018 kr. á mánuði,
  • 37,95% af tekjum 349.019–979.847 kr. á mánuði og
  • 46,25% af tekjum yfir 979.847 kr. á mánuði.

Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.

Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2020 var meðalútsvar 14,44%.

Allir 16 til 70 ára og með tekjur yfir skattleysismörkum greiða föst gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra og til reksturs Ríkisútvarps. Þessi gjöld eru nefskattur en það er skattur sem leggst jafnt á alla.

Börn yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% af tekjum sem fara yfir frítekjumarkið í skatt.

Aðrir skattar

Einstaklingar greiða 22% skatt af fjármagnstekjum. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 150.000 kr. á ári hjá manni og 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis til búsetu leigjanda.

Fjármagnstekjur eru:

  • Vaxtatekjur
  • Arður
  • Söluhagnaður
  • Leigutekjur
  • Erfðafjárskattur er 10% en ekki er greiddur skattur af fyrstu einni og hálfri milljóninni af skattstofni dánarbús.
  • Sumir happdrættisvinningar eru skattlagðir. Listi yfir happdrætti sem greiða skattfrjálsa vinninga er birtur í leiðbeiningum með skattframtali einstaklinga.

Svo eru það aðrir þættir sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga og fyrirtækja. En það er hin alræmda verðbólga sem Íslendingar réðu nánast alla 20. öldina ekkert við. Þetta má kalla óbeina skattlagningu. Flest allir Íslendingar eru með 38% tekjuskatta sem eru ansi háir skattar. Svo er verslað og virðisaukaskattar leggja ofan á.  Er ekki kominn tími á að minnka álögur á lögaðila á Íslandi?

Íslenska skattkerfið: áhrif á hegðun og lífskjör

 


Umræðan um kapítalisma, sósíalisma og kommúnisma ruglar marga

Umræðan um kapítalisma, sósíalisma og kommúnisma ruglar marga.

Ég kýs að horfa á hana með augum skatta.

Kommúnismi: 100% skattlagning af tekjum

Sósíalismi: allt yfir 33%

Kapítalismi: 0-33%

Þeir geta merkt allt sem þeir vilja en að skattleggja alla yfir 33% er þjófnaður.

Þú borgar skatta af þeim tekjum sem þú hefur.

Síðan borgar þú söluskatt af öllu sem þú kaupir með tekjum sem þegar voru skattlagðar.

Þegar þú deyrð borgar þú skatta af peningunum sem þú græddir og sparaðir sem þegar hafa verið skattlagðir.

Við þurfum ekki titla og nöfn fyrir mismunandi hagkerfi.

Við þurfum einfaldlega að hætta að skattleggja fólk yfir 33%. Veit Sjálfstæðisflokkurinn af þessu? Held að þeim sé sama, enda ekki alvöru hægri flokkur.

Ef ríkisstjórn getur ekki haft sterkan her, lögreglu, slökkviliðsmenn, opinbera skóla, vegi, sjúkrahús með að hámarki 33% af sköttum sem þeir innheimta, þá er kominn tími til að skipta núverandi leiðtogum út fyrir duglegt fólk sem getur gert þessa hluti.

Munum að ríkiskassinn er botnlaus hít rétt eins og box Pandóru og guð má vita hvað kemur upp úr því. Það eru ALDREI til nóg skattfé til framkvæmda. Nú á t.d. að tvískattleggja Hvalfjarðagöng fyrir draumóraverkefnið - Fjarðarheiðargöng. Borgarlínan er sama vitleysan. Ódýrara væri leggja metró eða neðanjarðarlestakerfið um höfuðborgarsvæðið til lengdar tíma litið og þar er pláss, en svo er ekki á yfirborðinu.

Alltaf eru til stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að fara á peningafyllerí, með fé annarra. Í augum stjórnmálamanna eru skattar aðeins tölur á blaði og þeir vilja alltaf hækka þessar tölur. Ef þeir hefðu hins vegar þurft að vinna fyrir þessu féi, með eigin svita og blóði, þá myndi heyrast annað hljóð úr strokki.Fulltrúa lýðræðið er mein gallað.

Hér er fyndið myndband.

Imagine there is no communism


Sannleikurinn um endalok Víetnams stríðsins

Þessi fræðimaður, sjá meðfylgjandi myndband, segir sama og ég hef alltaf sagt, demókratar töpuðu Víetnam stríðinu, ekki á vígvellinum, heldur með pólitík sinni.

Sama má segja um Afganistan stríðið, sem segja má hafi gefið grænt ljós á Úkraníu stríðið. Þegar stórveldi sýnir veikleika, fara önnur af stað með sínar metnaðaráætlanir. Sem betur fer voru það Rússar sem riðu á vaðið, ef það hefðu verið Kínverjar, væri ég ef til vill ekki að skrifa hér, heldur  atóm eftir atómsprengju.

Sjá þessa slóð um endir Víetnamsstríðsins: 

https://fb.watch/g08RmqNFnv/


Ný-marxismi leynist víða í dulargervi

Ég hef margoft skrifað um marxisma hér á blogginu og varað við honum. Málið er að hann leynist alls staðar og oft veit fólk ekki af því að það er verið að heilaþvo það með marxískum eða ný-marxískum áróðri.

Sjá má þetta í háskólum, líka hér á Íslandi. Þegar ómótaðir hugar framhaldsskólanema mæta í háskólanám, halda þeir að allt sé satt og rétt sem kennt er í háskólum landsins, jú, þetta eru eftir allt, æðstu menntastofnanir landsins. Þessi bábiljufræði seytla um allt háskólasamfélagið, í uppeldisfræði, kennslufræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, hagfræði, sagnfræði og heimspeki svo eitthvað sé nefnt.

Byrjum á skilgreiningu hvað marxismi er og muninn á hinum hefðbundna marxisma og ný-marxisma.

Marxismi er settur fram af hinum goðsagnakennda Karl Marx en ný-marxismi er algengt hugtak sem notað er fyrir nokkrar aðrar hugmyndafræði sem mynduðust síðar byggðar á marxisma. Þetta er aðalmunurinn á hugtökunum tveimur. Marxismi miðar að því að koma á eins konar jöfnuð meðal fólksins, sérstaklega milli ríkra og fátækra.

Munurinn á ný-marxisma og marxisma er að á meðan marxismi einbeitir sér að ríkisfangslausu samfélagi, leggja nýmarxistar áherslu á heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju til að koma í veg fyrir samþjöppun umframfjármagns í höndum viðskiptaelítunnar - Kína má meira og minna líta á sem dæmi. Marxismi er nær yfir pólitiska sviðið en efnahagslega líka og nú með ný-marxisma innan menningarsviðsins. Byrjum fyrst á efnahagssviðinu.

Hver er hin ný-marxíska kenning um kapítalisma?

Í stað þess að nota marxíska kenningu um fjármagn, gæti nýmarxisti notað Max Webers greiningu á kapítalisma í staðinn. Eða ný-marxisti getur byggt marxisma sinn á firringarkenningunni og byggt á henni, sameinað aðra sósíalíska hugmyndafræði inn í hana og hafnað hinum marxísku formunum.

Menningarlegur ný-marxismi

Þrátt fyrir ruglingslega orðræðu og mismunandi deilna og merkingar sem honum er gefið, á menningarmarxismi (hugtakið og hreyfingin) sér sér djúpa, flókna sögu í kenningunni. Orðið „kenning“ (með stóru K) er almenn yfirskrift rannsókna innan túlkunargreina hugvísinda sem kallast menningar- og gagnrýnin fræði, bókmenntagagnrýni og bókmenntafræði – sem hver um sig felur í sér margvíslegar nálganir, allt frá fyrirbærafræðilegum til sálgreininguna. Í Bandaríkjunum eru kenningar almennt kenndar og beittar í enskum deildum, þó að áhrif þeirra séu sýnileg í hugvísindum.

Stutt ættartala yfir mismunandi kenningarskóla – sem eru upprunnir utan ensku deilda, meðal heimspekinga og félagsfræðinga til dæmis, en urðu hluti af grunnnámskrám ensku deildanna – sýnir ekki aðeins að menningarmarxismi er nafngreinanlegt, lýsanlegt fyrirbæri, heldur einnig að honum fjölgar fyrir utan akademíuna.

Fræðimenn, sem þekkja til kenninga, eru hæfilega tortryggnir um grófar, tilhneigingulegar lýsingar á sínu sviði. Engu að síður halda þessi svið í sér þætti marxisma sem, að mínu mati krefst aukinnar og viðvarandi eftirlits.

Miðað við áætlanir um að kommúnismi hafi drepið yfir 100 milljónir manna, verðum við að ræða opinskátt og heiðarlega um þá strauma marxismans sem ganga í gegnum mismunandi túlkunarmáta og hugsunarskóla. Til að forðast meðvirkni verðum við enn fremur að spyrja hvort og hvers vegna marxískar hugmyndir, þó þær séu veikar, hvetji enn leiðandi fræðimenn til að breiða þessa hættulega kenningu út í víðtækari menningasamfélaga. En eins og ég taldi upp hér að ofan leynist marxisminn alls staðar í fræðunum og þess sér merki alls staðar í dægurmenningu okkar, svo sem kvikmyndagerð o.s.frv.

Hugtök ný-marxismans er sífellt beint að okkur með sínum undirförla áróður án þess að við gerum ekki grein fyrir því. Við förum því að trúa vitleysunni eins og heilagan sannleika.

Woke-fræðin og woke-menningin er hluti af ný-marxisma og því verðum við að vera á verði ef við höldum að woke-istar eru að reyna að heilaþvo okkur.

 


Misskildar tilvitnanir í heimspekinga - Descartes: Cogito Ergo Sum, eða “ég hugsa, þess vegna er ég”

„Ég hugsa, þess vegna er ég“ þýðir örugglega ekki „ef þú trúir því geturðu það“. Þetta var tilraun Descartes til að leysa róttæka efahyggju, sem er að "hvernig getum við verið viss um eitthvað?!" spurninguna.

Grundvallaratriðið er að ef ég er að hugsa núna - eða ef ég efast, til að vera nákvæmur - þá hlýtur það líka að vera að ég sé til. Hlutur sem ekki er til getur ekki hugsað.

Misskilningurinn kemur í því að gera ráð fyrir að þetta sé rök í formi forsendna (held ég) til niðurstöðu (ég er til). Að vísu lokkar „þess vegna“ þig frekar inn. Þess í stað er Cogito „a priori innsæi“ - það er að segja, það er satt einfaldlega með því að hugsa um það. Það er meira eins og að segja „það er þríhyrningur, þess vegna er þríhliða lögun“. Það er ekki rök heldur staðhæfing sem inniheldur ákveðinn sannleika innra með sér.

Ástæðan fyrir því að þetta er mikilvægt, og ekki (aðeins að vera einhver heimspekilegur töffari, er sú að í hugleiðingum Descartes er hann alveg skýr um að við höfum engar forsendur til að halda að skynsemi okkar sé gallalaus. Hæfni okkar til að finna sannleika í rökræðum gæti bara verið bragð einhvers almáttugs djöfuls.

Eins og Descartes skrifar, „hvernig veit ég að ég er ekki blekktur í hvert skipti sem ég bæti saman tveimur og þremur, eða tel hliðar fernings? Þannig að við getum ekki treyst á rökfræði okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að Cogito - ef það á að virka sem leið út úr tortryggni sinni - getur ekki verið rök.


Misskildar tilvitnanir í heimspekinga - Rousseau: Hið göfugi villimaður

Hugmynd Rousseau um hinn„ göfuga villimann“ er sú að áður en við fórum öll að búa í borgum og  kölluðu okkur „siðmenntuð“, þá hafi mennirnir verið náttúrulega dyggðug tegund. Við vorum góð, félagslynd og glöð. Talið er að Rousseau hafi notað setninguna til að sýna fram á hvernig nútímasamfélag eyðilagði meira hið háþróað mannlegt eðli. „Siðmenning“ er meira spilltari en siðmenntuð.

Hugmyndin um „villimenn“ á móti „siðmenningu“ er ekki aðeins gríðarlega tengd kynþáttafordómum og nýlendutrú, heldur er stóra vandamálið að Rousseau hélt þessu aldrei fram. Hann trúði því líklega ekki heldur. Rousseau hélt því fram að við gætum ekki kallað fólk fyrri samfélaga gott eða slæmt, dyggðugt eða löstugt, vegna þess að þessar hugmyndir þróuðust með siðmenningunni.

Hugmynd okkar um hvað er rétt er mótað eða gefið okkur af samfélaginu sem við tilheyrum. Að vísa til „göfugs villimanns“ myndi jafngilda því að varpa eigin gildum yfir á fólk sem er forgildi. Fyrir siðmenninguna voru menn hvorki siðferðislegir né siðlausir. Þeir voru bara eðlilegir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband