Hver á Krímskaga?

Í öllum deilunum um yfirráðin yfir Krímskaga er saga skagans aðeins rakin nokkrra áratugi til baka. Sagan hefur ýmislegt að segja um eignarhaldið á skaganum. Kíkjum fyrst á íslensku Wikipedia en hún er ekki margorð um söguna.

Krím1

Wikipedia: ,,Krímskagi er skagi sem teygir sig út í Svartahafið. Samkvæmt manntali frá 2014 búa þar tæplega 2,3 milljónir manna. Meirihluti þeirra telja sig Rússa og tala rússnesku.

Krímskaginn hefur oftar en einu sinni komist í heimsfréttirnar. Krímstríðið var háð á miðri 19. öld á milli Rússa og vestrænna bandamanna ásamt Ottóman-Tyrkjum. Á Jalta-ráðstefnunni sem haldin var í Jalta á Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldar réðu sigurvegararnir ráðum sínum um skiptingu Evrópu að stríðinu loknu.

Skaginn tilheyrði Úkraínu uns íbúarnir ákváðu að slíta sig frá henni og ganga í sambandsríkið Rússland eftir óeirðirnar í landinu 2014. Í Rússlandi telst hann jafnt sjálfstjórnarsvæði sem er lýðveldi." Svo mörg voru orð íslensku Wikipedia.

Þess má geta að skaginn er rétt hengdur við meginlandið og er nánast eins og eyja. Sjá mynd.

 

Crimea_b

En það þarf að fara lengra aftur í tímann til að finna út eignarhaldið. Margar þjóðir og heimsveldi hafa setið skagann en ég ætla ekki að fara lengra en 500 ár aftur í tímann og halda mig við nýöldina.

Í raun voru það ættbálkar - Krím-Tartarar sem byggðu skagann og hann var ekki undir einni stjórn lengi vel en breytingar urðu þar á.

Kíkjum á tímalínuna - hún hjálpar við að svara spurningunni um eignarhaldið.

 

1420-1466 - Stofnandi ættarveldis Krímskananna, Hadji Devlet Giray, stofnar sjálfstætt ríki (1443), með höfuðborg sína í Bakhchisarai. Hann hvatti til umskipta til íbúabyggðar í stað flökkulífs. Þróun garðyrkju og handverks, bygging musteris og klaustra íslams og kristni blómstraði á þessu tímabili. Hann náði hernaðarbandalagi við pólska og litháíska ríkið.

1467-1515 - Mengli I Giray í hernaðarbandalagi við Moskvu ríki eykur áhrif norður og austur af Krímskaga.

1475 - Óttómana Tyrkir hertóku vígi Genúa við ströndina og furstadæmið Theodoro á Suðvestur-Krímskaga og sköpuðu Krímarkanat.

1500 - 1700 - Moskvu réðust á Krímskanat. Kósakkar réðust á tyrknesk vígi og tartarbyggðir.

1768-1774 - Stríð Rússlands og Tyrklands, sem leiddi til þess að Krímarkanið lýsti sig óháð Tyrklandi, Kerch varð rússnesk borg.

1783 - Krím var tekin af Rússlandi og viðurkenndi réttindi rússneska aðalsins fyrir allar aðalsættir Khanat. Rússland byggði borgirnar Sevastopol sem miðju rússneska Svartahafsflotans og Simferopol (1784) sem miðstöð Tauride-héraðs.

1787 - Ferð rússnesku keisaraynjunnar Katrínar II til Krímar og Jósefs frá Austurríki-Ungverjalandi I - dýrasta ferð allra tíma.

1787-1791. - Seinna stríð Rússlands og Tyrklands. Tyrkland viðurkenndi innlimun Krímskaga í Rússland.

1853-1856 - Krímstríðið. Sevastopol verður staður hetjulegra bardaga á landi og sjó: Rússland glímir við England, Frakkland og konungsríkið Sardiníu.

1875 - Smíði járnbrautarinnar til borgarinnar Sevastopol var lokið og opnaði mikinn rússneskan og evrópskan markað fyrir landbúnaðarafurðir, vín og sælgæti. Atvinna, viðskipti og iðnaður þróuðust hratt. Sumarbústaðir keisarafjölskyldunnar voru byggðir á Krímskaga.

1918-1921 - Krím varð vettvangur harðra bardaga í borgarastyrjöldinni og íhlutun heimsveldis Þýskalands lauk með innlimun Krímar í Sovétríkin (1922) með myndun sjálfstjórnarsvæði Krímskagans í Rússlandi innan Sovétríkjanna.

1941-1944 - Skaginn fór ekki varhluta af síðari heimsstyrjöldinni. Íbúum Krímar fækkaði um helming og borgin lagðist í rúst, hagkerfið eins og í hinum Sovétríkjunum hafði verið eyðilagt. Þjóðverjar slepptu Krímskaga í maí 1944. Stalín nauðungaflutti þjóðarbrot á borð við Krímar Þjóðverja, Tartara, Búlgara, Armena og Grikki.

4. - 11. febrúar 1945 - Tataríska (Yalta) ráðstefna ríkisstjórnarleiðtoga Sovétríkjanna, Stalín; BNA, Roosevelt; og Stóra-Bretland, Churchill; skilgreindu heiminn eftir stríð. Ríkin þrjú samþykktu ákvarðanir um skiptingu Þýskalands í hernámssvæði og skaðabætur, um þátttöku Sovétríkjanna í stríðinu við Japan, eftirstríðskerfi alþjóðlegrar öryggis og stofnun Sameinuðu þjóðanna.

1954 - Aðalritari kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum, Nikita Khrushchev, flutti lögsögu Krímar frá Rússneska sambandsríkisins undir lögsögu úkraínska sovéska lýðveldisins og verður svæði innan Úkraínu. Efnahagslífið var smám saman endurreist.

1970 - Hröð þróun sumardvalarstaða og ferðaþjónustu. Þróun stóriðju og efnanotkun í landbúnaði skapar umhverfisvandamál.

1974 - Richard Nixon forseti Bandaríkjanna heimsótti Krím á fundi til að hefja efnahagslegt samstarf við Sovétríkin á svæðum flugvalla og þjóðvegagerðar sem og við framleiðslu Pepsi Cola.

1991 - „valdarán“ í Moskvu og handtöku Gobashov aðalritara. Sovétríkin hrundu og Krím varð sjálfstjórnar lýðveldi innan sjálfstæða Úkraínu. Smám saman endurkomu íbúa sem vísað hefur verið frá, Tartara, til Krím með stuðningi Tyrklands eykur ótta við aðra endurvakningu Ottómanveldisins.

2014 - Úkraínska ríkisstjórnin undir forystu Viktors Yanukovich féll vegna íbúauppreisnar í Kænugarði. Þing sjálfstjórnarlýðveldisins Krím kaus að segja skilið við Úkraínu og fyrir innlimun þess við Rússland. 

Af þessari sögurakningu má fullyrða að Úkranína á ekki túkall tilkalls til skagans. Eina ástæðan fyrir lögusögu Úkranínu á skaganum var einungis vegna þess Krushov datt í hug að gefa skagann í gjöf til Úkranínu, sá verknaður skipti engu máli, vegna þess að Úkranína og Rússland voru hluti af Sovétríkjunum, þar með sama ríkis.

Staðan breyttist við fall Sovétríkjanna og Rússar vildi þar með fá yfirráðin aftur. Rússar hafa verið með annan fótinn á skaganum í hartnær 500 ár og unnu hann með vopnavaldi á síðari hluta 18. aldar. Tyrkir viðurkenndu innlimun skagans inn í Rússlands.  Íbúarnir eru af margvíslegum uppruna, svo sem Rússar, Tartarar, Hvít-Rússar, Úkraníumenn, Armenar, Gyðingar og fleiri. Stærsti hópurinn eru Rússar. Samkvæmt síðustu talningu skiptast íbúarnir eftir þjóðerni svona:

65.3% Rússar (1.492 m.)
15.1% Úkraníumenn (344.5 þúsund)
10.8% Krím-Tartarar (246.1 þúsund)
0.9% Hvít-Rússar (21.7 þúsund)
0.5% Armenar (11 þúsund)
7.4% Aðrir (169.1 þúsund).

Rússneska hefur verið aðaltungumálið frá 1783 og meirihlutinn er rússneskur. Yfir 90% íbúana kaus að sameinast Rússlandi í kosningum 2014. Er Krímskaginn ekki þar með rússneskur? Þarf frekari vitnana við? Annað mál gegnir um yfirgang Rússa í sjálfri Úkranínu, á bonbas svæðinu en það er efni í aðra grein.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Eitt sinn var til ríki sem hét Tékkóslóvakía. Áður var það hluti af austuríska keisaradæminu en fékk sjálfstæði eftir fyrri heimsstyrjöld. Flestir íbúar Tékkóslóvakíu voru af slavnesku þjóðerni. Í landinu voru þó margir þýskumælandi íbúar. Einkum í svokölluðum Súdetahéruðum, við landamæri Þýskalands, þar talaði meiri hluti íbúanna þýsku.

Þegar Hitler komst til valda í Þýskalandi, krafðist hann þess að þessi héruð yrðu innlimuð í Þýskaland, enda vildi meiri hluti íbúanna það. Stjórn Tékkóslóvakíu brást ókvæða við, en Hitler hafði í hótunum.  Bretar og Frakkar vildu miðla málum  og þröngvuðu stjórn Tékkóslóvakíu til að ganga að kröfum Hitlers. Ekki ætla ég að hafa þá sögu lengri.

Pútín innlimaði Krímskaga í Rússland með valdi. Jafnframt gripu Rússnesku mælandi Úkraínumenn til vopna með stuðningi Pútíns og lögðu landsvæði í Úkraínu undir sig. Þessar aðgerðir ullu hörðum viðbrögðum Bandaríkjanna og Evrópulanda. Síðan hefur ríkt pattstaða á þessum slóðum.

Spyrja mætti hvað hefði gerst ef vestræn ríki hefðu látið þetta afskiptalaust?

Má ekki að sumu leyti bera kröfu Pútíns til Krímskagans saman við kröfu Hitlers til Súdetahérðannna?

Voru landakröfur beggja þessara "herramanna" kannski bara réttmætar?

Hörður Þormar, 19.7.2021 kl. 22:48

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Hörður.  Já, hver á hvað, það er alltaf spurning þegar kemur að heilu meginlandi.Pútín tók skagann með valdi en síðan hafa farið fram kosningar þar sem íbúarnir kusu rússneska kosningu og vory 90% meðfylgjandi með innlimun.Jafnvel þótt kosningasvindl hafi átt sér stað (veit það ekki), þá má ætla

Innri hluti Kríms skaga var miklu minna stöðug og þurfti að þola langa röð landvinninga og innrásar; snemma á miðöldum höfðu Skýþar (Scytho-Cimmerians), Tauri, Grikkir, Rómverjar, Gotar, Húnar, Búlgarar, Kipsakar og Khazastar búið á skaganum. Á miðöldum var það unnið að hluta til af Rússum frá Kiev, en féll fyrir innrásum Mongóla sem hluti af gullna hirðina. Á eftir þeim komu Krímskanatar og Ottómanaveldði, sem sigruðu einnig strandsvæðin, á 15. til 18. öld.

Birgir Loftsson, 21.7.2021 kl. 17:42

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Æi, ég sendi óvart svar mitt áður ég náði að klára svar mitt.En það sem ég ætlaði að segja að 65% íbúar skagans eru Rússar og þeir hafa örugglega ekki viljað sameinast Úkraníu. Þannig að viljinn var fyrir hendi að sameinast Rússlandi.

Eiginlegir frumbyggjar voru ekki fyrir hendi, jafnvel Tartaarar eru það ekki. Sögulega séð eiga Rússar mesta tilkall.

Um Þjóðverja, það er ansi flókið mál. Frum Germanar, forfeður Þjóðverja sáttu alla Mið-Evrópu og Austur-Evrópu. Svo komu Slavar. Talið er að um 11-18 milljónir Þjóðverja hafi verið hraktir frá heimilum sínum í Austur-Evrópu eftir seinna stríð.  Þýskaland missti Prússland and austasta hluta Austur-Þýskland til Póllands og margar aðrar sneiðar. Kannski er það geymt en ekki gleymt mál....

Landamæri eru og hafa verið færanleg í Evrópu nema kannski á eyjum. Á ekki bara að fara eftir vilja íbúana?

Birgir Loftsson, 21.7.2021 kl. 17:54

4 Smámynd: Hörður Þormar

Þetta er þýskur fræðsluþáttur um landnám Slava, á 8.öld, á svæðinu milli fljótanna Oder og Elbu:                          Die Slawen - Unsere geheimnisvollen Vorfahren | MDR Geschichte           

Hörður Þormar, 26.7.2021 kl. 17:23

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir deilinguna Hörður.

Birgir Loftsson, 27.7.2021 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband