Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021

Pólitísk réttarhöld í Bandaríkjunum vegna óeirðana 6. janúar í Washington

CapitolNú fara fram réttarhöld í Bandaríkjunum vegna óeirðana 6. janúar síðastliðinn. Það er erfitt að finna rétta hugtakið til að lýsa hvað gerðist í raun þarna því að margt skrítið gerðist þarna á þessum degi.

Til upprifjunar má segja stuðningsmenn Donalds Trumps hafi farið inn eða réðust inn í Capitol eða þinghús Bandaríkjaþings. Siðan hafa staðið deilum um hvað gerðist í raun og eiga réttarhöldin sem nú standa yfir að varpa ljósi á atburðarrásina.

Upplýsingarnar sem við Íslendingar fáum eru fáar og ónákvæmar, jafnvel ósannar. Nú síðast er því haldið fram að fimm manns hafi látið lífið en í raun lést aðeins ein kona, stuðningsmaður Donalds Trumps, en hún var óvopnuð. Hún var skotin af stuttu færi af óþekktum lögreglumanni eða öryggisverði. Yfirvöld hafa ekki vilja láta í té nafn á lögreglumanninum né hvað gerðist og olli því að hún var drepin. Aðrir sem létust, létust eftir á, af ýmsum ástæðum, m.a. sjálfsmorð og hjartaáfall.

En nú skulum við fara kerfisbundið yfir atburðarásina til að átta okkur á málinu, koma með skilgreingar og lýsa atburðarásina og horfa á staðreyndir án merkimiða.

Störf Þingsins voru hindruð vegna mótmæla og fólk ruddist inn í þinghúsið

Mikilvægasti atburðurinn sem átti sér stað 6. janúar var að störf þingsins voru hindruð meðan „það sinnti stjórnarskrárbundinni málsmeðferð, þar sem bæði Fulltrúardeildin og varaforsetinn voru við vitnisburð og ræddu talningu ríkisvottaðra kosningaatkvæða en einnig átti að tilkynna og viðurkenna formlega vinningshafa forsetakosningar, sem vígja átti inn i embætti tveimur vikum síðar.“

Þingmenn og varaforseti neyddust til að rýma húsnæðið

Árásin á Capitol Hill leiddi til þess að þáverandi varaforseti, Mike Pence, og þingmenn voru fluttir á brott af öryggisástæðum. Vegna skrifræðislegrar vanhæfni, sem og ófúsleika Trump forseta til að draga kjark úr óeirðaseggjunum eða kalla til þjóðvarðlið, tók það klukkustundir lengri tíma en það ætti að þurfa að bæla niður æsinginn, hreinsa bygginguna og koma þinginu saman á ný. 

Annað er að lögregluliðið var fámennt, þótt ljóst væri að fjölmennur mótmælafundur yrði haldinn í höfuðborginni og þrátt fyrir ítrekaðar óskir yfirmanna lögreglumanna um fjölgun á vakt, var því ekki sinnt.  Ábyrgðin á þeirri ákvörðun hvíldi á herðum Nancy Pelosi sem forseti Fulltrúardeildarinnar.

Þing kom aftur saman samdægur

Í ljós kom eftir á að tjónið var í lágmarki. Það var engin þörf á að finna annan stað til að halda áfram þingstörf.  Engar líkur voru á því að Pence og þingið þyrftu að víkja frá skyldustörfum sínum. Þegar líða tók á daginn hafði Joe Biden verið viðurkenndur sem kjörinn forseti. Trump varð strax með skömmina á bakinu að skuldbinda sig til skipulegra valdaskiptin. Andstaða hans var þar með úr leik. Joe Biden var á réttum tíma vígður, enda enginn vafi á því að hann yrði það.

Ábyrgðin lögð á aðra

Orðræðan „uppreisn“ (e.insurrection) er orðum aukið enda hefur enginn sem handtekinn var, ákærður fyrir uppreisn. Kem að því síðar.

Lýsing dómsmálaráðuneytisins (undir stjórn ríkisstjórnar Bidens) að þarna hafi verið á ferð hægrisinnaðir öfgahópar sem réðust inn í þinghúsið er fráleit. Þarna voru á ferð stuðningsmenn Trumps og Repúblikana, flest allt venjulegt fólk. 

Svo skelfilegt sem 6. janúar virtist vera, var raunveruleg ógn við lýðræði ekki stuðningsmenn Trumps, heldur var það orðræða Trumps sjálfs, sem leiddi til að allt fór úr böndunum. Hann kynnti undir óánægjuna en hann sagði aldrei beint að gera ætti uppreisn, heldur að fólk ætti að koma saman friðsamlega og mótmæla. Hins vegar vegna óábyrgra yfirlýsinga Trumps, misstu allir aðilar tök á aðstæðum, mótmælendur sem og lögregluliðið.

Það var að snúa valdi og álit forsetaembættisins gagnvart stjórnarskránni sem olli þessu. Badnaríkjaforsetar eru svarnir í embætti að varðveita, vernda og verja stjórnaskrána og þeim ber að stuðla að friðsamlegum valdaskiptum sem Trump gerði ekki. Það er svo önnur saga hvort kosningasvindl hafi átt sér stað og verður ekki fjallað um hér.

„Hvati til uppreisnar“?

Meðal ákærugreina Demókrata um meint embættisafglöp Trumps og yfirlýsingu þeirra fyrir réttarhöldin sem lögð var fyrir öldungadeildina mánuði síðar, var hvati til uppreisnar.

Þessar ásakanir reyndust vafasamar og í ljós kom, reyndist vera fölsk ásökun um að óeirðaseggir hafi valdið dauða Brian Sicknick lögregluþjóni í höfuðborginni með því að slá í höfuð hans með slökkvitæki. Í raun og veru dó Sicknick af náttúrulegum orsökum (tveir blóðtappar) daginn eftir uppþotið; hann hefði ekki orðið fyrir árás með barefli og enginn (þar á meðal tveir óeirðaseggir sem sakaðir eru um að hafa ráðist á hann með úðabrúsa) hefur verið ákærður fyrir manndráp. Enginn sem sitja í varðhaldi, er ákærður fyrir ,,uppreisn", heldur fyrir að hindra störf þingsins og ólögleg vera í húsinu.

Rannsóknin á atburðarásar þann 6. janúar misheppnuð

Rannsóknin gæti auðveldlega verið stjórnað af fastanefndum þingsins eða af sérstakri nefnd, kannski tvíhliða nefnd, stofnuð í þeim tilgangi en breyttist í pólitískan skrípaleik af hálfu Demókrata í Fulltrúadeildinni en þar voru þeir með meirihluta og réðu framgang rannsóknarinnar.

Fulltrúardeildar Demókratar, sem tókst að ákæra Trump tvisvar, seinna skiptið á æðisgengnum hraða, gætu hafa fengið slíkar yfirheyrslur í gangi en gerðu það ekki.Þeir voru of ákafir í að koma Trump úr embætti og koma í veg fyrir framtíðarkjör hans í forsetaembætti.

Reyndar, jafnvel þegar Demókratar voru að krefjast þess að samráðnefnd væri eina leiðin, tókst tveimur fastanefndum öldungadeildarinnar undir forystu Repúblikana að rannsaka og gefa út langa tvíhliða skýrslu um ótrúlega misbrest í öryggis- og upplýsingaöflun sem leiddi til þess að múgurinn náði að yfirbuga lögregluliðið. Það er ekki fyrr en nú sex mánuðum síðar, þegar Demókratar ráða báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetaembættinu, að þeir ráðast í umfangsmikla rannsókn með engum stuðningi Repúblikana (utan tvo utangarðsmanna) sem kalla má því pólitísk réttarhöld og alla tíð verður vafi á réttri niðurstöðu.

Orðræðan um  að atburðir 6. janúar sé á pari við Jihadista sem myrtu 3.000 er ekki rétt


Demókratar hafa reynt að líkja óreiðirnar í Washington við atburðarrásinu 11.09.2001 á Bandaríkin en samlíkingin á sér ekki stoð í raunveruleikanum enda létust þá hátt í þrjú þúsund manns í skipulagri hryðjuverkaárás en aðeins einn stuðningsmaður Trumps í seinni atburðinum. Enginn mótmælenda var vopnaður og verknaðurinn ekki skipulagður fyrirfram. Ástandið fór hreinlega úr böndunum.

Enginn er ákærður fyrir uppreisnartilraun og einn sakborningur hefur viðurkennt brot og fær stuttan dóm.  Refsiramminn er sagður vera þrjú og hálft ár fyrir brotin fyrir sakborninganna.

Hvað er uppreisn gegn valdstjórninni?

Uppreisn er lýst sem „ofbeldisfullt uppreisn innanlands sem felur í sér að hefja stríð gegn Bandaríkjunum eða andæfa valdi stjórnvalda með valdi.“ Alríkislög líta á samsæri um að gera þessa hluti sem uppreisn í hegningarlögum (kafli 2384) sem hefur verið beitt í tengslum við alvarlegar hryðjuverkaárásir.

Uppreisn er að framkvæma byltingu. Það er athyglisvert að þrátt fyrir allt pólitískt brölt og tal um uppreisn hefur enginn af þeim hundruðum óeirðaseggja, sem hingað til hafa verið handteknir, verið ákærður fyrir alríkisglæpina uppreisn eða uppreisnarhvatningu.

Viðkomandi löggæslustofnanir brugðust
 
Eins og hefur verið á, stóðu óeirðaseggirnir 6. janúar ekki í eiginlegu stríði gegn Bandaríkjunum. Þeim var ekki aðeins tvístrað á nokkrum klukkustundum; áðurnefnd skýrsla öldungadeildarinnar bendir til þess að óreiðunni hefði verið lokið enn hraðar - og kannski ekki einu sinni byrjað í fyrsta lagi - ef viðkomandi löggæslustofnanir hefðu komið nægilegum fjölda lögreglumanna til starfa.
 
Reyndar var eini maðurinn sem drepinn var í návígi, Ashli ​​Babbitt, stuðningsmaður Trumps og óeirðaseggur en hún var skotinn var af óþekktum öryggisverði þegar hún og aðrir reyndu að ryðjast út um dyrnar sem leiða að anddyri forseta, sem veitir aðgang að sal Fulltrúardeildarinnar. Vopnuð uppreisn átti sér ekki stað. En þetta er samt sem áður alvarlegur atburður sem hefði getað farið verr.
 
En hafa verður í huga að hundruð stuðningsmanna Trump gerðu ekkert alvarlegra en að fara ólöglega inn í þinghúsið, sem kann að tilheyra þjóðinni, en samkvæmt lögum er það alríkisbygging með takmarkaðan aðgang.
 
Byggt á opinberum upplýsingagjöf dómsmálaráðuneytisins skýrir CBS News frá því að meira en 130 manns hafi verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á, mótmælt eða hindrað störf alríkislögreglumanna; yfir 40 hafa verið ákærðir fyrir að nota hættuleg vopn (þó að þessar ákærur snúi aðallega um að bera úðabrúsa, ekki skotvopn); og aðrir þrjátíu hafa verið ákærðir fyrir að einhverju leyti að eyðileggja eigur. Þetta má kalla þjóðarskömm en einnig áfellisdómur á öryggisgæslu þinghússins.
 
Þetta er aðvörun til næstu forseta að fara varlega í að véfengja niðurstöður kosninga og gæta orða sinna en einnig að brotalöm er í gæslu þinghússins.

 

 

 

 

 


Kamala Harris sýnir forseta Bandaríkjanna lítilsvirðingu

Þeir sem þekkja vel til reglur sem gilda fyrir starfsfólk Hvíta hússins, óskráðar og skráðar, vita að varaforseti Bandaríkjanna skyggir aldrei á forseta Bandaríkjanna opinberlega.

Benny Johnson, deildi myndum af skontinni mynd af Kamala Harris skunda fram fyrir forseta Bandaríkjanna, Joe Biden og skilur hann eftir.

Slíkt hefði ekki verið vel séð hjá öðrum forsetum Bandaríkjanna eins og sjá mátti hjá Donald Trump og Mike Pence.

Mikið hefur verið rætt um reiðisköst Joe Biden gagnvart vinveittum fjölmiðlum og forkastalega svör á opinberum vettvangi en minna um almannatengslavanda Kamala Harris en hún hefur fengið verkefni sem eru fallin til að vera óvinsælt meðal almenning. Má þar nefna landamæravandann í Bandaríkjunum en 1 milljón manna (sem vitað er um) hafa farið ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðan Joe Biden tók við völdin fyrir hálfu ári.

Sjá mynd að neðan. Mike Pence gengur hér á eftir Donald Trump enda mælir prótókoll (siðareglur) svo fyrir.

 

Að lokum má geta að vinsældir Kamala Harris hafa aldrei verið eins lítlar eins og nú, voru aldrei miklar fyrir. Meirihluti Bandaríkjamanna er óánægður með störf hennar samkvæmt skoðanakönnunum.


Maðurinn sem sigraði Ottómanaveldið - Eugene Francis af Savoy

800px-Prinz_Eugene_of_Savoy

Eugene Frans frá Savoy – Carignano var prins(18. október 1663 - 21. apríl 1736) betur þekktur sem Eugene prins var marskálkur í her Heilaga Rómverska heimsveldisins og austurrísku Habsborgarættarinnar á 17. og 18. öld. Hann var einn farsælasti herforingi síns tíma og reis til æðstu embætta ríkisins við keisarahirðarinnar í Vínarborg.

Á ferli sem spannaði sex áratugi þjónaði Eugene þremur heilögum rómverskum keisurum: Leopold I, Joseph I og Charles VI. Hans fyrstu aðgerðir voru gegn Ottómana Tyrkjum í umsátrinu um Vínarborg árið 1683 og síðari styrjöld hinnar heilögu deildar áður en hann þjónaði í níu ára stríðinu og barðist við hlið frænda síns, hertogans af Savoy.

Frægð prinsins var tryggð með afgerandi sigri hans gegn Ottómanum í orrustunni við Zenta árið 1697 og aflaði honum frægðar um alla Evrópu. Eugene jók enn orðspor sitt í stríðinu á Spáni þar sem samstarf hans við hertogann af Marlborough tryggði sigra gegn Frökkum á vígvöllunum í Blenheim (1704), Oudenarde (1708) og Malplaquet (1709); hann náði frekari árangri í stríðinu sem hershöfðingi keisara í her keisarans á Norður-Ítalíu, einkum í orrustunni við Tórínó (1706). Endurnýjuð stríðsátök gegn Ottómanum í Austur-Tyrkneska stríðinu styrktu orðspor hans með sigrum í orrustunum  Petrovaradin (1716) og afgerandi sigur í viðureigninni um Belgrad (1717).


Útþenslustefna Kína í Suður-Kyrrahafi

Kína

Hér er ágætis grein um útþenslustefnu Kínverja í Kyrrahafi. Þar sem greinin er ágætlega skrifuð, ætla ég ekki að skrifa sjálfur um efnið, heldur einungis þýða hana. Hún er svo hljóðandi:

,,Í dag er Kína að sækja fram með árásargjarna stefnu til að ráða yfir svokölluðum fyrstu og annarri eyjakeðjum austur og suður af Kína. MacArthur var fyrstur til að leggja áherslu á hversu mikilvægt þetta hafsvæði væri til að hemja yfirgang kínverskra kommúnista í kalda stríðinu og vernda eigin Kyrrahafsvæng Bandaríkjanna. Lokamarkmið Kína er að ýta Bandaríkjunum út af svæðinu, hræða bandamenn Bandaríkjanna eins og Japan, vernda kínverskt sjóveldi eins langt austur á bóginn og til Havaí og Alaska.

Þar af leiðandi hefur Eyjaálfu svæðið, víðáttumikið haf með mörgum eyjaríkjum, þar á meðal Papúa Nýju-Gíneu, Tonga, Vanuatu, Fiji og Salómonseyjum, orðið að brýnu viðfangsefni stórvelda  og  með nýju stefnumótandi mikilvægi.

Árásargjörn viðleitni Kína til að verða ráðandi veldi á svæðinu hefur  brugðið bæði stjórnvöld í Ástralíu og Japan, sem hafa bæði reynt að koma í veg fyrir að þessi örsmáu ríki falli undir áhrifasvæði kínverskra stjórnvalda.

Ástralska ríkisstjórnin hefur aukið verulega hjálparpakka sína til ákveðinna Kyrrahafseyja, sem margar eiga í erfiðleikum efnahagslega, og stjórnvöld í Tókýó hafa gengið í samstarf við stjórnvöld í Canberra um að auka hjálp sína.

BNA hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna við að snúa við kínversku öldunni í Kyrrahafi og viðhalda friði og stöðugleika sem hefur verið ríkjandi á svæðinu síðan í síðari heimsstyrjöldinni, þegar margir Bandaríkjamenn gáfu líf sitt eftir að stjórnvöld í Washington höfðu verið sein að bregðast við svipaðri áskorun frá keisaraveldi Japans.

Viðleitni Kína til að ráða yfir fyrstu eyjakeðjunni hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Meðal markmiða Peking er ekki aðeins yfirtaka Taívans, sem er ævarandi áhyggjuefni Kínverja. Það er einnig stefnan að mótmæla yfirráðum Japana yfir Senkaku-eyjum og byggja upp og hervæða hólma til að styrkja ólöglegar kröfur sínar til fullveldis yfir hluta Suður-Kínahafs.

Minna hefur orðið vart við nýlegar viðleitni Kínverja í annarri eyjakeðjunni, sem teygir sig langt út í miðja Kyrrahafið. Margar þessara eyja voru vettvangur blóðugra bardaga milli Bandaríkjanna og Japans í síðari heimsstyrjöldinni.

Stefna Kína í dag speglar kaldhæðnislega stefnuna í Tókýó á þeim tíma - ýta aftur Bandaríkjunum og reka fleyg milli Washington og svæðisbundinna bandalagsríkja, sem nú felur í sér lýðræðislegt Japan.

Í dag snýst að sjálfsögðu baráttan um efnahagslega og viðskiptalega samkeppni, en með augljós hernaðarleg og pólitísk áhrif - kostir sem voru MacArthur augljósir fyrir tæpum átta áratugum og eru fyrir stjórnvöld í Peking í dag.

Fjórtán sjálfstæðar Kyrrahafseyjar eru innan seinni eyjakeðjunnar. Þær eru mjög fjölbreyttar hvað varðar menningu, tungumáli og stjórnmálakerfum en eiga það  sameiginlegt að finna fyrir miklum þrýstingi frá Kína um að verða hluti af vaxandi efnahagslegu valdi  þess í Asíu. Í dag er Kína stærsta viðskiptalandið á svæðinu. Heildar fjárhagsaðstoð Peking við Kyrrahafseyjar hefur vaxið í 5,9 milljarða Bandaríkjadala síðan 2011.

Mikil áhersla beinna fjárfestinga Kínverja, um það bil 70%, hefur verið á Papúa Nýja-Gíneu. Í ljósi vaxandi að þær eru háðar Peking er ekki að undra að eyþjóðin var fyrsta landið til að viðurkenna kröfur Kína um fullveldi í Suður-Kínahafi, jafnvel þó að dómstóll við fastan gerðardóm í Haag myndi síðar, árið 2016, úrskurða þær fullyrðingar að séu ólögmætar. Frá landfræðilegum sjónarhóli myndi það að ná yfirráðum yfir Papúa Nýju Gíneu, setja Kína í þá stöðu að hindra Ástralíu frá sjóleiðum norður til Japan og norðaustur til Bandaríkjanna {ég minni á að straumhvörf í stríðinu milli Bandaríkin og Japans urðu einmitt í orrustunni um Kóralhaf og við Midway í seinni heimsstyrjöldinni og Ástralía hefði legið opin fyrir japanskri innrás}.

Önnur Eyjaálfuþjóð sem viðurkennir kröfur Kína bæði í Suður- og Austur-Kínahafi er Vanuatu. Í fyrstu tóku íbúarnir fagnandi kínverskum fjárfestingum og viðskiptum til pínulitla lands síns, en vaxandi straumur kínverskra verkamanna og íbúa í hlutastarfi vakti ótta við yfirtöku Kínverja, sem versnaði með áformum um að koma á fót heilum kínverskum bæjum með 10.000 til 20.000 manns hvor , en höfuðborg Vanuatus hefur aðeins 40.000 manns. Nú eru sögusagnir um að Peking þrýsti á stjórnvöld að samþykkja byggingu hafnar sem hægt væri að nota í hernaðarlegum tilgangi, ekki ólíkt aðstöðunni sem Kína er að byggja við Djibouti á Afríkuhorninu.

Önnur eyjamarkmið kínverskra viðskipta og fjárfestinga eins og Tonga, Fídjieyjar, Samóa og Salómonseyjar gætu þjónað sem gagnlegum staðir  fyrir kínverska flutninga- og upplýsingaöflunarstaði svipaða þeim sem Peking hefur byggt í Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi.

Verðið fyrir að fara gegn óskum Peking er hátt. Palau var áður uppáhaldsáfangastaður kínverskra ferðamanna auk fjárfestinga. Þegar Palau neitaði að slíta diplómatískum samskiptum við Taívan, lokaðist skyndilega á flæði kínverskra peninga og skildi Palau eftir með tóm hótel, ókláruð byggingarsvæði og skuldafjall við kínverska banka sem sýna engin merki um að minnka.

Kínverskir peningar hafa einnig stutt anstöðuöfl í Samveldinu Norður-Marianas-eyjum gegn tilraunum Bandaríkjamanna til að nota eyjarnar til herþjálfunar, þar á meðal á Tinian. Þar eru kínverskir fjárfestar að skipuleggja spilavíti nálægt þar sem bandarískir landgönguliðar eru sendir frá Okinawa. Nýlega hafa kínverskir vísindamenn lækkað hljóðskynjara niður í Mariana skurðinn nálægt bandaríska yfirráðasvæðinu í Gvam, þar sem aðal herstöð Bandaríkjanna í Vestur-Kyrrahafi er. Þetta gæti verið notað til að rannsaka hafið eða fylgjast með kafbátum.

Í hinum forna kínverska leik Go reyna leikmenn hægfara og umlyktandi aðferð við að umkringja andstæðing sinn. Einstaka hreyfingar eru oft tvíræðar, sveipaðar fyrirætlanir þar til mótaðgerðir koma of seint. Kína hefur leikið Go í Suður-Kínahafi. Nú er það að leika sama leikinn í Suður-Kyrrahafi.

Sögulega séð reynast lýðræðisríki einmitt viðkvæm fyrir svona hægu uppsöfnuðu forskoti. Sem betur fer hefur Bandaríkin forskot sem Kína skortir; bandamenn sem deila áhyggjum með þeim og munu hjálpa til við að deila byrðunum. Á sama tíma og sumir hafa áhyggjur af skuldbindingu Bandaríkjanna við bandalög er Suður-Kyrrahafið þar sem Bandaríkjastjórn getur tekið þátt í leiðandi andstöðu Japans og Ástralíu.

Leiðtogar Japans og Ástralíu sjá ógnina koma og gera ráðstafanir til að vinna gegn aðgerðum Peking. Ástralía hefur verið stærsta hjálparstofnunin á svæðinu, og Japanir hafa einnig verið duglegir að veita aðstoð. Á meðan lítur út fyrir að bandarísk aðstoð við svæðið sé lítil í samanburði.

Sameiginlega hafa Bandaríkin, Ástralía og Japan tækin til að vinna á móti með þróunaraðstoð, viðskiptum, uppbyggingu getu og hernaðarsamstarfi til að vinna gegn flóknum leik Kína í Suður-Kyrrahafi. Saman geta ríkin gert heiminum grein fyrir metnaði og aðgerðum Kínverja í Suður-Kyrrahafi, eins og í Asíu í heild. Douglas MacArthur sagði það best - Kyrrahafið, þar á meðal víðfeðm eyjar, er „verndandi skjöldur fyrir alla Ameríku,“ en einnig bandamenn Bandaríkjanna. Okkur myndi öllum ganga vel að gefa svæðinu gaum.“

Heimild: Arthur Herman og Lewis Libby, Hudson Institute, sjá slóð: https://www.hudson.org/research/14877-china-the-south-pacific-and-mac-arthur-s-ghost

Svo er við að bæta mikið áhyggjuefni að stjórn Joe Bidens (Kamala Harris) sendir frá sér veika strauma og skilaboð til umheimisins. Augljósar árásir og njósnir Rússa og Kínverja í Bandaríkjunum eru látnar ósvaraðar.  Hunter Biden, sonur Joe Biden, virðist vera í vasa þessara ríkja en hann hefur fengið mikið fé frá kínverskum og rússneskum aðilum. Þetta skapar augljós öryggisáhættu, ef sonur forsetans er í hættu vegna fjárkúgunar erlendra aðila. 

Fartölva Hunter Bidens, fartölva frá helvíti eins og hún er oft kölluð, hefur leitt í ljós mörg leyndarmál um einkahagi hans en hann virðist vera skotheldur fyrir bandarískum lögum. Alveg sama hvað þeir feðgar gera eða segja, engar afleiðingar virðast vera en á sama tíma hafa stuðningsmenn Donalds Trumps verið ákærðir í hrönnum og sumir fangelsaðir. Ráða Demókratar bandaríska stjórnkerfið?

Nýjasta nýtt í stöðunni er að Japan segist líta á árás á Taívan sem árás á sig en með þessari yfirlýsingu, geta japönsk stjórnvöld virkjað herinn samkvæmt stjórnarskrá landsins til stríðsátaka. Þetta er í fyrsta sinn sem Japanir koma með slíka yfirlýsingu en japanski herinn er óheimilt að berjast á erlendri grundu. Annað áhyggjuefni er samkvæmt ,,war games“ eða stríðshermilíkunum, gæti kínverski sjóherinn unnið þann bandaríska í Suður-Kínahafi.

Það yrði líkt og með útþensku keisaraveldis Japans á sínum tíma, Bandaríkin færu hallokandi fyrsta árið eða árin. En líkt og þá, þá eiga Bandaríkin marga öfluga bandamenn, s.s. Ástrala, Japani, Fillipseyinga, Indverja o.s.frv. og þeir munu óhjákvæmlega snúast á sveif með BNA ef á reynir og snúa spilinu Go við.

 

 

 

 


Ríkisafskipti af þjónustu og samkeppni

Mikil umræða hefur verið um ríkissölu á áfengi og hvort það eitt sé fært um að selja það í smásölu. Þá vakna aðrar spurningar. Af hverju er ríkið með afskipti af t.d. sjónvarpsrekstri? Hvers konar tímaskekkja er það nú á tímum internets og frábæra dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva sem hafa jafnvel betri innlenda dagskrá?

Munið þið eftir að ríkið sá um sölu kartaflna? Munð þið eftir Bifreiðaskoðun Íslands? Eða ríkisskipafélags?

Og af hverju veita læknar í einkarekstri betri skurðlækningaþjónustu en Landsspítalinn?

RíkiðÍ ljós hefur komð að einkaðilar veita betri þjónustu (t.d. Nýja Vínbúðin er með heimsendingarþjónustu og 15% lægra verð) en ríkið en samkeppnin sér til þess að þeir sem okra, verða undir, því að okrið veitir öðrum tækifæri til að komast inn á markaðinn.

Af hverju ætti ríkið yfirhöfuð að vera hæfara að veita þjónustu? Er það hlutverk ríkisins að vera þjónustuaðili almennrar þjónustu?

Er það ekki frekar hlutverk ríkisins að byggja umgjörð um samfélagsinnviði, svo sem vegagerð (en hún býður út verk og einkaaðilar keppa um útboð í vegagerð). Er þetta ekki frábært samstarf einkaaðila og ríkis sem hefur leitt til sparnaðar í vegagerð?

Hlutverk ríkisins er að setja lög og reglur og úthluta skattfé í innviði þjóðfélagsins í gegnum stofnanir og ráðuneyti en framkvæmdin gæti verið í höndum einkaaðila að einhverju leyti. Ríkið á ekki að veita þjónustu þar sem almannahagsmunir gilda ekki um.

 

 


Mismæli Joe Bidens eða elliglöp?

 

Joe biden1

Þeir sem fylgjast vel með pólitík í Bandaríkjunum vita að umræður eru í gangi um andlegt heilsufar Joe Biden. Það hefur gengið svo langt að fyrrum læknir Hvíta hússins, sem var læknir í tíð þriggja forseta, hefur kvatt til að Joe Biden undirgengist vitsmunapróf til að skima fyrir elliglöp og þar af leiðandi hvort hann sé hæfur til að gegna embættti Bandaríkjaforseta. Joe Biden er elsti forseti Bandaríkjanna frá upphafi og sá elsti sem kosinn var í embættið.

Nýverið var hann í beinni útsendingu hjá CNN en þar átti hann erfiða tíma. Hann datt út reglulega (fékk samt hjálp þáttastjórnanda)og virðist vera ruglaður í ríminu.

Joe Biden 2

Athyglisvert er að íslenskir fjölmiðlar hafa ekki minnst einu orði á þetta. Hvers vegna skyldi það vera? Getur verið að þeir lesi eða horfi aðeins á fjölmiðla eins og CNN og The Washington Post? Ef svo er, þá fá þeir brenglaða mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Betra er að horfa á fjölmiðla eins og Newsmax og Foxnews sem eru greinilega andstæðingar Demókrata og Joe Biden, við vitum að þeir draga ekkert undan. Þeir eru að sjálfsögðu hlutdrægir en viðurkenna það fúslega. Svo á ekki við um The Washington Post sem var eitt sitt mjög virt blað. Þeir þykjast enn vera hlutlaus fjölmiðill en eins og við vitum er slíkur fjölmiðill ekki til.

Joe bdien 3

Kíkjum á hvað andstæðingar Joe Biden sögðu um sjónvarpsútsendingu CNN.

Tucker Carlson: Understanding Joe Definition Of "Misinformation": https://fb.watch/6WmVRuKicq/

Stinchfield: Joe Biden needs to take a cognitive test:

https://fb.watch/v/3pr_COKfB/

Benny Johnson:

Biden BRAIN BREAKS Live on CNN - America CRINGES, Then Erupts in Laughter:  https://fb.watch/v/1u-vcNTpa/

 

Hannity: https://fb.watch/6WLTvf9--S/

Hér að neðan má sjá mynstrið í stöðugt minnkandi andlegri getu Joe Bidens. Bandaríkjamenn nota hugtakið ,,gaffe" ekkert íslenskt hugtak nær til þessa orðs svo ég viti. En það má útleggjast sem ,,...óviljandi athöfn eða athugasemd sem veldur upphafsmanni sínum vandræði; klúður."

Joe biden 4

Joe Biden Most Awkward Gaffes Of All Time (Part 1):https://www.youtube.com/watch?v=z_wlQZ5N_2k

Joe Biden Most Awkward Gaffes of All Time (Part 2)

https://www.youtube.com/watch?v=fNQAbF33gFM&t=51s

 


Blóðakrar Kambódíu

Killing fields

Mynd: Úr kvikmyndinni The Killing Fields. Það var erfitt að finna réttu myndina, svo svakalegar eru myndirnar af fjöldagröfunum.

Kambódía kom mér í hug þegar ég horfði á fréttaþátt um vinstri hreyfinguna í Bandaríkjunum og einstaka róttæka hópa hennar en hugmyndafræði þeirra á margt skyld við hugmyndafræði Rauðu khmerarana, enda eiga báðar að rekja ættir til sósíalískra hugmyndafræði.  

Hugmyndafræðin er einföld, allt vestrænt er vont og sérstaklega kapitalismi, einstaklingsframtakið og einstaklingsfrelsi. Hópurinn gengur fyrir en einstaklingurinn og þarfir hans eru vondar. Við erum ein fjöldskylda segja þeir og við eigum að sækja styrk okkar í hreyfinguna og ala börnin upp í sósíalískri hugmyndafræði. Kjarnafjöldskyldan er vond (segja báðar hreyfingarnar) og hvíti maðurinn er fæddur kynþáttahatari.

Að sjálfsögðu gengur vintstri sósíalistahreyfingin í Bandaríkjunum ekki um drepandi heilu hópana en róttækustu hóparnir innan hennar hafa þó efnt til óeirða með tilheyrandi eignaspjöllum og dauðsföllum. Hugmyndafræðin gengur út að umbytla samfélaginu og hópurinn, ekki einstaklingurinn, er það sem allt samfélagið snýst um.

En þessi grein á að fjalla um róttækustu sósíalísku hreyfinguna, Rauðu knemaranna, sem birtust á seinni helmingi tuttugustu aldar, skákuðu jafnvel stalínismann og maóismann í morðæði sínu.

Rauðu khmerarnir vildu byrja á árinu núll og vildu umbylta samfélaginu frá grunni. Milljónir manna voru fluttir úr borgum í raunverulegar fangabúðir þar sem fólk vann og dó við harðan kost. Allir menntamenn eða þeir sem kunnu erlend mál voru drepnir.

Kíkjum aðeins á söguna (sem nútímamenn virðast hafa gleymt). Rauðu khmerarnir er nafnið sem almennt var gefið meðlimum kommúnistaflokksins í Kambódíu (CPK) og í framhaldi af stjórninni þar sem CPK stjórnaði Kambódíu í gegnum árin 1975 og 1979. Nafnið var fundið upp á sjöunda áratugnum af forsætisráðherra landsins, Norodom Sihanouk, til að lýsa ólíkum andófsmönnum undir forystu kommúnista.

Her Rauðu khmerarann smá saman byggðist upp í frumskógum Austur-Kambódíu seint á sjöunda áratug síðustu aldar, studdir af Norður-Víetnamska hernum, Viet Cong, Pathet Lao og Kommúnistaflokknum í Kína (CPC). Þrátt fyrir að það hafi barist gegn Sihanouk upphaflega breyttu Rauðu khmerarnir, að ráði CPC, afstöðu sinni og studdu Sihanouk eftir að honum var steypt af stóli í valdaráni frá 1970 af Lon Nol sem stofnaði Khmer-lýðveldið sem stutt af Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir mikla bandaríska sprengjuherferð gegn þeim unnu Rauðu khmerar borgarastyrjöldina í Kambódíu þegar þeir hertóku höfuðborg Kambódíu og steyptu Khmer-lýðveldinu af stóli árið 1975. Í kjölfar sigurs þeirra voru Rauðu khmerarnir, sem voru leiddir af Pol Pot, Nuon Chea, Ieng Sary, Son Sen og Khieu Samphan, fóru strax í það að rýma helstu borgir landsins með valdi. Árið 1976 endurnefndu þeir landið ,,Lýðræðislega Kambódía“.

Stjórn Rauðu khmeranna handtók og tók að lokum af lífi næstum alla sem grunaðir eru um tengsl við fyrrverandi stjórnvöld eða við erlendar ríkisstjórnir, svo og fagfólk og menntamenn. Lýðfræðileg markmið ofsókna voru útrýming landsmanna af víetnamskum uppruna, tælenskum, kínverskumr, þjóðernis-Cham, kristnir í Kambódíu og búddamunkar. Þess vegna hefur stjórn Pol Pot verið lýst sem harðstjórn sem framdi þjóðarmorð. Martin Shaw lýsti þjóðarmorðinu í Kambódíu sem „hreinasta þjóðarmorði á tímum kalda stríðsins“.

Fræðimenn eru ekki á einu máli hversu margir voru drepnir. Ben Kiernan áætlar að um 1,7 milljónir manna hafi verið drepnir. Vísindamaðurinn Craig Etcheson frá skjalamiðstöðinni í Kambódíu áætlar að fjöldi látinna hafi verið á bilinu 2 til 2,5 milljónir og „líklegasta“ talan um 2,2 milljónir. Eftir fimm ára rannsókn á um 20.000 grafarstöðum, kemst hann að þeirri niðurstöðu að „þessar fjöldagröfur innihaldi leifar 1.386.734 fórnarlamba aftaka“.

Rannsókn Sameinuðu þjóðanna tilkynnti um 2-3 milljónir látna en UNICEF áætlaði að 3 milljónir hefðu verið drepnar.  Lýðfræðileg greining Patrick Heuveline bendir til þess að á bilinu 1,17 til 3,42 milljónir Kambódíumanna hafi verið drepnir en Marek Sliwinski bendir til þess að talan 1,8 milljónir sé varkár tala. Jafnvel Rauðu khmerarnir viðurkenndu að 2 milljónir hefðu verið drepnar - þó að þeir rekja þessi dauðsföll til síðari innrásar Víetnams.

Síðla árs 1979 voru embættismenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins að vara við því að aðrar 2,25 milljónir Kambódíumanna mættu dauða vegna hungurs vegna „nær eyðileggingar samfélags Kambódíu undir stjórn brottreksturs forsætisráðherra Pol Pot“, sem var bjargað með alþjóðlegri aðstoð eftir innrás Víetnam.

Stjórnin var rekin frá völdum árið 1979 þegar Víetnam réðst inn í Kambódíu og eyðilagði fljótt flesta heri Rauðu kmeranna. Rauðu khmerarnir flúðu síðan til Tælands, þar sem stjórnvöld litu á þá sem stuðpúða gegn hinu kommúníska Víetnam. Rauðu khmerarnir héldu áfram að berjast gegn Víetnamum og stjórn hins nýja Alþýðulýðveldis Kambódíu ar til stríðinu lauk árið 1989.

Sagan virðist dæmd til að endurtaka sig aftur og aftur, af því að almenningur þekkir ekki söguna og lætur fámennan byltingarhóp öfgamanna leiða sig áfram. Allir sósíalistar halda því fram að þeirra sósíalismi sé hinn eini rétti og hann sé sérsniðinn að þeirra landi. Að Stalín og Maó hafi bara verið mistök sögunnar og kerfið að baki og hugmyndafræðin hafi verið í lagi.

Sósíalistar í Venesúela, Kúbu, Norður-Kóreu í nútímanum segja að það sé ekkert að þeirra stefnu þótt samborgarar þeirra svelti og líði mikinn skort. Jafnvel í lýðræðislegum ríkjum eru að birtast róttækir vinstrihreyfingar sem hafa ekkert lært. Alltaf þurfa þessar hreyfingar að beita ofbeldi til að viðhalda völdum og úttópíska paradísinni sem þær boða. Hvers vegna skyldi það vera? Af hverju breytast þær allar í harðstjórnarríki?

Meira segja í öflugasta lýðræðisríkinu, Bandaríkjunum ræður róttæki armur Demókrata ferðinni í dag, og virðist vera að fara með landið til heljar. Á Íslandi hafa menn heldur ekki lært af sögunni og nú á 21. öld, birtist Sósíalistaflokkur Íslands, enn einn vinstri flokkurinn á Íslandi en þessi virðist ætla að vera sá róttækasti miðað við málflutning þeirra.


Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup

Skálholt

Ég ætla hér að fjalla aðeins um hörkutólið Ögmund Pálsson, síðasta kaþólska biskupinn í Skálholtsstifti en hann hefur jafnan fallið í skuggan af Jóni Arasyni Hólabiskupi. Hér væri gaman að vera með ef-sögu en þess þarf ekki. Það þarf ekki annað en að skoða ævisögu hans, ætla mætti að hann hafi staðið í danskinum í siðaskiptabaráttunni ef hann hefði verið heilll heilsu og ekki á áttræðisaldri, nógu hræddir voru íslenskir siðbreytingarmenn og danska konungsvaldið við gamlan mann sem endaði ævi sína á að vera dreginn úr rúmi sínu í skjóli nætur á Hjalla í Ölfusi, þeyst með hann til Reykjavíkur, hálfklæddan og um borð í herskip.

Þar var hann haldinn í gíslingu, logið upp á hann sakir og loks fluttur í böndum til Danmerkur og líklega látist í hafi eða við komuna til Danmerkur. Gott ef honum hefur ekki verið hent fyrir borð, ef maður er kaldhæðinn í ályktunum. Þannig endaði þessi stórbrotni maður ævi sína.

Þessi samantekt er samtíningur, ýmis frá mér eða öðrum og hirði ég ekki um að geta heimilda, enda ekki verið að segja eitthvað nýtt eða sanna eitthvað tiltekið sagnfræðilegt viðfangsefni.

Ögmundur Pálsson fæddur 1475 (d. 13. júlí (?) 1541) var biskup í Skálholti frá 1521 til 1541 og var síðasti kaþólski biskupinn þar, en áður prestur, skipstjóri og síðan ábóti í Viðeyjarklaustri.

Ögmundur var sonur Páls Guðmundssonar og Margrétar Ögmundsdóttur, sem bjuggu „fyrir vestan“, eins og segir í heimildum. Móðir hans var dóttir Ögmundar, sonar Eyjólfs mókoll Halldórssonar í Haukadal í Dýrafirði. Hálfbróðir Ögmundar var Eyjólfur mókollur Magnússon, faðír Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups og Ingibjargar, móður Eyjólfs mókolls Gíslasonar í Haga á Barðaströnd.

Ögmundur stundaði nám í Englandi og á Niðurlöndum. Hann varð prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann varð kirkjuprestur í Skálholti um Hann var prestur í Skálholti 1499-1503 og á Breiðabólsstað í Fljótshlíð 1503-1515., jafnframt var hann skipherra á skútu Skálholtsstaðar, Þorlákssúðinni og var það enn 1508. Páll var prófastur í Rangárþingi 1504 og hélt þeim embættum til 1515 er hann varð ábóti í Viðey. Þegar Árni Snæbjarnarson ábóti í Viðey dó 1515 varð Ögmundur ábóti þar. Þau fjögur ár sem hann gegndi ábótastarfinu auðgaði hann klaustrið að jörðum; hann keypti jarðir, fékk klaustrinu dæmdar jarðeignir og gerði einnig próventusamninga sem færðu því jarðir og aðrar eignir.

Til er saga af hvernig Ögmundur tók á konungsmenn eða a.m.k. menn hans. Svo virðist vera að konungsmenn hafi ekki getað riðið óhultir um héruð landsins. Átta árum síðar þurftu konungsmenn enn að draga sverð úr slíðrum og verja hendur sínar.    

Málið var þannig vaxið að Ólafur Diðriksson Bessastaðafógeti var ásamt sjö manna fylgdarliði á yfirreið austur í sveitum. Er Ólafur var kominn nokkuð ofan við bæinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en þann stað sat Ögmundur Pálsson, prestur og síðar biskup, urðu á vegi þeirra heimamenn á Breiðabólstað. Einhver frýjunarorð virðast hafa farið á milli og í kjölfarið urðu staðarmenn fyrir höggum og hrakningum. Flúðu þeir þá til bæjar, en Bessastaðamenn eltu þá allt að karldyrum á Breiðabólstað. Þutu heimamenn að vopnum sínum og verjum, hlupu síðan út um aðrar dyr út á hlað og réðust gegn mönnum fógetans. Var háður harður og snarpur bardagi á bæjarhlaðinu og féllu þar tveir komumenn og einn særðist nálega til ólífis, norskur maður að nafni Ólafur Baggi.

Árið 1518 bar það til í Viðey að Erlendur Þorvarðarson frá Strönd í Selvogi, sveinn og systursonur Stefáns Jónssonar biskups, vó mág sinn, Orm Einarsson í Saurbæ á Kjalarnesi, en þeir höfðu átt í deilum um heimanmund Ragnheiðar konu Orms, systur Erlendar. Talið er að þessi atburður hafi átt þátt í að Ögmundur varð biskup; Erlendur var systursonur Stefáns biskups í Skálholti. Hefur því Stefán viljað friðmælast við Ögmund ábóta fyrir hönd Erlends og kosið hann sér til eftirmanns,og var ekki langt að bíða fyrir Ögmund. Stefán andaðist öndverðan vetur sama ár, og stóð Ögmundur yfir moldum hans og var kjörinn biskupsefni og var kominn í Skálholt. Enginn efi er á því, að Ögmundur hefur valið eftirmann sinn í Viðeyjarklaustri og kjörið til Helga Jónsson, prest auðugan í Hvammi í Norðurárdal. Hann veitti klaustrinu forstöðu 1521- 28, var vígður ábóti á Lúkasmessu árið 1522, og hefur því þurft mikinn undirbúning fyrir starfið. Helgi gaf þá stór gjafir Ögmundi biskupi og Skálholtskirkju, Hvamm, Galtarhöfða og Sanddalstungu. Var biskupi í sjálfsvald sett, hvort hann vildi vera láta beneficium eður Skálholtseign. Kaus Ögmundur, að væri beneficium.

Ögmundur fór utan 1520 til að fá biskupvígslu en var ekki vígður fyrr en 1521 í Niðarósi. Kom hann svo aftur heim 1522 en lenti í ævintýrum á heimleið.

Í Grænlandsannál segir frá ferðum Íslendinga til Grænlands á 16. öld. Ögmund Pálsson, biskup í Skálholti, rak þangað 1522 og segir í Grænlandsannál að skipverjar hafi séð þar fólk við stekki og lambfé en samtímaskjöl staðfesta það ekki.  Þetta eru með síðustu frásögnum af norrænum Grænlendingum á miðöldum.

Hann var hirðstjóri yfir Skálholtsbiskupsdæmi og rak bú að Krossi um skeið. Ögmundur eldaði löngum grátt silfur við Jón Arason prest og síðar Hólabiskup. Jón varð einn helsti trúnaðarmaður og erindreki Gottskálks Nikulásarsonar Hólabiskups (sem síðar var auknefndur hinn grimmi) og náði hröðum frama. Hann var skipaður ráðsmaður Hólakirkju um 1515 og er Gottskálk lést árið 1520 var Jón kosinn biskup. Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup reið með her manns á Hólastað til að koma í veg fyrir vígsluferðina en Jón komst með naumindum í skip stólsins, sem lá í Kolbeinsárósi með þýskri áhöfn. Sögðust þeir þýsku hvorki myndu spara „lóð né krúð eða púður” þegar menn Ögmundar hótuðu að sækja Jón út í skipið. Hurfu Skálhyltingar því frá en Jón sigldi út og vígðist.

Í tíð Ögmundar brann kirkja í Skálholti í annað skiptið en það var Árnakirkja (1310-1527) svonefnda og hafði þá staðið í 217 ár.  Eldurinn kom upp á miðjum aftni og brann til kaldra kola á fáum klukkustundum. Enginn vissi upptök brunans. Ögmundur stóð fyrir byggingu nýrrar kirkju og nefnist hún Ögmundarkirkja (1527-1567).

Í Danmörku hófst svonefnt greifastríðið (1534-1536) sem voru átök um ríkiserfðir í Danmörku. Því lauk með sigri Kristjáns III sem var boðberi lútherstrúar. Hann lét lögleiða lúterska kirkjuskipan í Danmörku 1536 og boðaði 1538 að sama skipan skyldi vera á Íslandi. Íslensku biskuparnir Jón Arason á Hólum og Ögmundur Pálsson í Skálholti börðust gegn hinni nýju skipan. Orðið siðaskipti er notað um þann atburð þegar Íslendingar lögðu niður kaþólska trú og tóku upp mótmælendatrú sem stundum er kennd við Martein Lúther og kölluð lútherstrú.

Í kirkjuskipan Kristjáns III Danakonungs var landsmönnum sagt frá hinni nýju skipan trúmála sem tekin hafði verið upp í ríki konungs. Þegar kirkjuskipanin barst íslensku biskupunum í Skálholti og á Hólum árið 1538 hafa eflaust margir þegar verið farnir að kynnast mótmælendatrúnni, t.d. þeir sem verið höfðu í Þýskalandi eða þeir sem höfðu samskipti við þýska sjómenn. Í Þýskalandi hafði Marteinn Lúther, upphafsmaður þessarar nýju skipanar, starfað og þaðan hafði hún breiðst út. Ögmundur Pálsson reyndi að hindra framgang mótmælendatrúarinnar á Íslandi fram í dauðann og það var ekki fyrr en eftir dauða hans að Skálholtsbiskupsdæmi, meirihluti landsins, samþykkti hana.

Svo gerðist það í stöðunni að nýr hirðstjóri var sendur til Íslands að nafni Kláus van der Marwitzen til að reyna að koma siðaskiptum á. Hann hafði fengið hirðstjóraembættið að gjöf frá konungi ásamt Viðeyjarklaustri því Bessastaðir þótti lélegur bústaður fyrir hirðstjóra konungs og hins nýja siðar.

Helsti umboðsmaður hirðstjórans hérlendis var Diðrik af Minden og hann var skilin eftir þegar Klaus yfirgaf landið. Íslendingar voru tregir til að lúta valdi hins nýja hirðstjóra því að síðustu 70 árin höfðu völdin mestmegnis verið í höndum alþingis og biskupa.

Klaustrið í Viðey starfaði með blóma til 1539 en á hvítasunnudag það ár kom Diðrik frá Minden umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, og hertók klaustrið með mönnum sínum, sem rændu og rupluðu, misþyrmdu munkunum og ráku þá burt. Fyrir vel unnið verk skipaði Kláus Diðrik hirðstjóra yfir Íslandi.

Ögmundur Pálsson biskup í Skálholti svaraði árásinni með bannfæringu. Þegar hér var komið við sögu var Ögmundur orðinn sjóndapur og ellihrumur, hann sagði því af sér biskupsdómi það sumar var Gissur Einarsson kosinn í hans stað. Gissur sigldi utan strax það sumar til að öðlast biskupsvígslu.

Sennilega hafði Diðrik frétt fljótlega af bannfæringu biskups og brugðist reiður við vegna þess að strax í ágústbyrjun tók hann sig upp frá Bessastöðum við tíunda mann og ætlaði að taka klaustrin austur í Skaftafellssýslu, Kirkjubæ og Þykkvabæ. Gerði hann lykkju á leið sína austur og hélt til Skálholts við áttunda mann, vafalaust til þess að storka biskupi. Að minnsta kosti verður ekki séð að hann hafi átt annað erindi þangað. Hina mennina tvo lét hann fara austur að Odda og skyldu þeir bíða hans þar.

Ekki er annað að sjá en að það hafi verið mikil fífldirfska af Diðriki að fara svo fáliðaður í slíkan leiðangur, sérstaklega í ljósi þess að hirðstjórinn var farinn af landinu.

Í Skálholti var tekið á móti Diðriki og félögum með hefðbundinni íslenskri gestrisni. Daginn eftir hittust Diðrik og Ögmundur biskup og bað biskup hann að ríða burt vegna þess að hann gæti ekki ábyrgst menn sína, enda orðinn sjónlaus. Sennilega hefur Diðrik svarað með skætingi og var hann enn þann dag með félögum sínum í tjaldi í porti Skálholtsstaðar.

Mun ráðsmanninum og officialnum í Skálholti, séra Jóni Héðinssyni í Hruna, ekki hafa líkað við dvöl þeirra¬ Diðriks á staðnum og mannalætin í þeim. Var sagt að hann hefði þá sent boð eftir liðmönnum á næstu bæjum. Brugðust þeir skjótt við og komu til Skálholts. Á séra Jón að hafa farið og haft tal af Ögmundi, áður en til atlögu var lagt, og talað við hann í einrúmi. En þegar séra Jón gekk í burtu hafi menn heyrt biskup segja: „Ráða muntú gerðum þínum, síra Jón.“

Skömmu eftir tal prests og biskups var búist til bardaga og gengið inn í biskupssetrið. Í göngunum mættu árásarmennirnir íslenskum manni sem var í fylgd Diðriks og bað hann sér griða en var drepinn á staðnum. Áfram hélt árásarliðið för sinni en sennilega hafa þeir Diðrik heyrt atganginn í göngunum og læst að sér í stofu einni, þar sem þeir sátu að öldrykkju.

Stofan var brotin upp með grjóti og unnið á mönnum Diðriks. Þeir höfðu með sér byssur en geymdu þær í tjaldinu og náðu þeim ekki. Í höndum árásarmanna voru ekki nefnd önnur vopn en atgeirar og lensur. Diðrik sjálfan drap Jón nokkur refur, ömmubróðir Jóns Egilssonar og sagði honum frá því sjálfur. Loks var enginn eftir nema sveinn tólf vetra og var honum gefið líf. Menn Diðriks voru sagðir þýskir eins og hann sjálfur.

Eftir vígin var sendur vinnumaður austur að Odda og ginnti hann menn Diðriks þar til að fara til Hruna, en þar gengu þeir í gildru og voru báðir drepnir. Þegar tíðindi þessi bárust til Viðeyjar tóku heimamenn sig til og drápu þar þá menn alla sem hirðstjórinn hafði skilið eftir til gæslu.

Diðrik von Minden var landstjóri konungs á Íslandi þegar hann var veginn. Víg hans varð því ekki skilið nema sem uppreisn gegn konungi og kom því öllum Íslendingum í vanda. Þeir brugðust því skjótt við og hinn 23. ágúst var kveðinn upp sá dómur í Laxárholti að þeir Diðrik og félagar hans væru allir dæmdir réttdræpir óbótamenn fyrir ýmis rán og gripdeildir, auk aðfararinnar að Skálholti og meiðyrða við biskup. Hálfar eignir þeirra voru dæmdar konungi en hálfar kirkju, en banamenn þeirra allir sýknir saka. Einnig voru þeir menn sem voru vegnir í Viðey dæmdir seinna óbótamenn og banamenn þeirra sýknaðir.

Á þessum tíma var það talið mjög alvarlegt mál að drepa hirðstjóra konungs. Í vígsluför sinni reyndi Gissur því að sefa reiði Danakonungs vegna vígs Diðriks því Gissur vildi alls ekki lenda í átökum við Danakonung. Konungur féllst á biskupskjör hans en hann fékk ekki vígslu og snéri við það heim.

Þegar Gissur kemur til Íslands árið 1540 var kirkjuskipan Kristjáns Danakonungs algerlega hafnað af alþingi. Þar að auki voru menn sýknaðir vegna vígs Diðriks fógeta af Minden.

Kristján III var búinn að fá nóg af þvermóðsku Íslendinga og sendi hingað tvö herskip undri stjórn Kristófers Huitfeldt lénsmanns í Þrándheimi. Er Kristófer kom til landsins var eitt af hans fyrstu verkum að taka höndum Ögmund Pálsson þann 2. júní 1541 að Hjalla í Ölfusi.

Ögmundur hafði eins og áður sagði látið af biskupsembætti 1540 nema að nafninu til, þá líklega kominn á áttræðisaldu, eftir að hafa sjálfur valið Gissur Einarsson sem eftirmann sinn. Hann fluttist þá að Haukadal í Biskupstungum og átti þar heima síðan. Páll lenti í deilum við eftirmann sinn, Gizur Einarsson sem hann hafði þó komið í biskupsembættið en Gizuri fannst hann ekki getað komið áformum sínum um siðbreytingu áfram með Pál yfir sér og stóð að samsæri með Christoffer Huitfeldt, sendimanni Danakonungs um að handtaka Ögmund.

En formáli handtökunar var að sumarið 1541 var Christoffer Huitfeldt, flotaforingi í danska flotanum, sendur til Íslands af Kristjáni III. til að taka höndum Ögmund, sem konungur áleit ábyrgan fyrir morðinu á fógetanum Diðriki frá Minden tveimur árum áður. Hinn 2. júní komu Danir að Hjalla í Ölfusi, þar sem Ögmundur var í heimsókn hjá Ásdísi systur sinni, handtóku hann og fluttu í skipið. Í júníbyrjun hneppti Kristófers Hvítfelds Ögmund Pálsson biskup í Skálholti í varðhald á skipi sínu. Honum var heitið frelsi gegn fégjaldi. Til er bréf sem er beiðni Ögmundar til Ásdísar systur sinnar um að láta fjármuni sína í hendur Kristófers. Hann sveik Ögmund þó og flutti hann með sér til Danmerkur. Samkvæmt viðurkenndri sagnfræði lést Ögmundur í hafi og var jarðaður í Sórey á Sjálandi. Skipið lét úr höfn 5. júní en Ögmundur andaðist á leiðinni, líklega 13. júlí.

Þá var Jón Arason Hólabiskup eini kaþólski biskupinn á Íslandi og reyndar Norðurlöndunum öllum. Hann varðist mótmælendatrúnni af alefli og með öllum ráðum en var hálshöggvinn ásamt tveimur sonum sínum árið 1550.

Ögmundur var lýst á þann veg að hann var glæsimenni í sjón, raunar talinn hirðulaus í klæðabúnaði og mjög drottnunargjarn. Annars staðar var sagt að „hann væri mikill vexti, hár og þrekinn, gulur á hár, kringluleitur í andliti, fagureygur og smáeygur. Fyrirmannlegur og höfðinglegur og bauð af sér góðan þokka, skörungur mikill og framkvæmdasamur, ráðríkur og ágjarn, afarmenni að burðum og harðfengur, stórorður, reiðigjarn og siðvandur.“

 


Málfrelsið í höndum Facebook og Joe Biden

Joe and MarkEitt af þeim málum sem ekki hafa farið hátt hér á landi en hefur vakið talsverða hneyksli vestan hafs, er þegar talmaður Hvíta hússins viðurkenndi að stjórn Bidens (og Harris), hefði samráð við Facebook um svo kallaðar misvísandi fréttir (ekki falsfréttir) en það eru fréttir eða greinar sem Facebook (og greinilega Hvíta húsið) dæmir að séu misvísandi og eigi að flagga eða taka úr birtingu.

Hægri menn eru vægast sagt reiðir vegna þessara frétta og segja að það beri að óttast slíkt en engin ríkisstjórn megi hrófla við málfrelsinu og allra síst í samkrulli við samfélagsmiðlarisa sem er gagnrýndur mjög fyrir takmarkanir á tjáningarfrelsi Facebook notenda.

Joe and Mark1

Um hvað snérist málið? Jú, um svo kallaðar misvísandi fréttir og greinar um Covid-19. Það sem var ekki í lagi að birta fyrir nokkrum mánuðum, um uppruna veirunnar, er nú allt í einu allt í lagi að birta.

Athygli ber að vekja á að ,,misvísandi fréttir" er ekki það sama og ,,falsfréttir".

Eitthvað hefur þó slegið í brýnu á milli Hvíta hússins og Facebook undanfarið en Joe Biden sakaði Facebook um dauða margra Bandaríjamanna með því að ganga ekki enn harðar gegn ,,samsærisfólki" á netinu. Ríkisstjórn Joe Bidens er með öðrum orðum enn meira róttækari en tæknirisinn.

 

 


Samband Íslands við Bandaríkin

1280px-Iceland_USA_Locator.svg

Íslenskir fjölmiðlar standa sig frekar illa í fréttaflutningi frá Bandaríkjunum. Þeir missa af mörgu mikilvægum málum sem eru í brennidepli í landi hinu frjálsu en það sem gerist í Bandaríkjunum kemur okkur við. Ástæðan er einföld, þróun í menningu eða stjórnarfari, smitar út frá sér og kemur fyrr eða síðar til Íslands. Við erum líka á áhrifasvæði bandaríska heimsveldisins.

Svo er það að Íslendingar eru mjög háðir Bandarikjunum og velvild Bandaríkjamanna. Viðskipti og hervernd er það sem við sækjum til Bandaríkjanna og við þurfum meira á þeim að halda, en þeir á okkur.

Án Bandaríkjanna þyrftum við að koma okkur upp varnir sjálfir og það er kostnaðarsamt. Það er staðreynd að Íslendingar geta ekki varið landið einir, þeir þurfa aðstoð vinveittra ríkja. Í fréttum í dag er sagt frá að pólski flugherinn sjái um loftrýmisgæslu lands um þessar mundir en í gegnum NATÓ samstarfið, sem Bandaríkjamenn stýra og eru driffjöðurinn í, sækjum við okkar vernd. Við erum líka með tvíhliða varnarsamning við BNA samhliða NATÓ aðild. Enginn dirfist að ráðast á Ísland, á meðan á því stendur.

Þar sem Ísland er mjög  vinstrisinnað land, sósíalísk áhrif eru mikil á stjórnmálastéttina, hefur það verið mjög vinsælt að hnýta í vinaþjóðina fyrir ýmsar sakir, því að Bandaríkin hafa hingað til verið ímynd alls sem íslenskir sósíalistar hata. Það er einstaklingsframtakið, markaðshagkerfi og frelsið sjálft. En andúðin í garð Bandaríkjanna má einnig rekja til þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Það var mjög viðkvæmt mál í íslenskum stjórnmálum að bandarískur her sat landið er íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Það var erfitt að koma þeim her úr landi í stríðslok en það tókst. Það líka eins og blaut tuska að fá bandarískan her aftur til landsins 1951.

Þannig að viðhorf og samskipti Íslendidnga við Bandaríkin litast af nokkrum viðhorfum og þörfum; þjóðernishyggja, sósíalisma, vináttu, ótta, varnarþörf og margt fleira og segja má að sambandið er ástarsamband (með dálítilli andúð og ótta).

Við óttumst en um leið dáumst við að forysturíki frjálsra þjóða í vestrinu. Við megum hins vegar þakka fyrir að þrátt fyrir allt og öll stríð Bandaríkjanna, er heimsveldi Bandaríkjanna ,,mjúkt" og það sækist ekki eftir löndum til búsetu (nágrannar Bandaríkjanna líta kannski öðrum augum en Bandaríkin stækkuðu mikið á 19. og 20. öld). Skemmst er að minnast umræðuna um kaup á Grænlandi. Bandaríkin hafa haldið áhuga á Íslandi síðan um miðja nítjándu öld. Árið 1868 skrifaði William H. Seward í bandaríska utanríkisráðuneytinu skýrslu þar sem hugleitt var kaup á Íslandi frá Danmörku.

Við erum vonandi orðin það rótgróin í alþjóðasamfélaginu að sjálfstæði landsins er ekki lengur falt stórveldi.

 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband