Ríkisafskipti af þjónustu og samkeppni

Mikil umræða hefur verið um ríkissölu á áfengi og hvort það eitt sé fært um að selja það í smásölu. Þá vakna aðrar spurningar. Af hverju er ríkið með afskipti af t.d. sjónvarpsrekstri? Hvers konar tímaskekkja er það nú á tímum internets og frábæra dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva sem hafa jafnvel betri innlenda dagskrá?

Munið þið eftir að ríkið sá um sölu kartaflna? Munð þið eftir Bifreiðaskoðun Íslands? Eða ríkisskipafélags?

Og af hverju veita læknar í einkarekstri betri skurðlækningaþjónustu en Landsspítalinn?

RíkiðÍ ljós hefur komð að einkaðilar veita betri þjónustu (t.d. Nýja Vínbúðin er með heimsendingarþjónustu og 15% lægra verð) en ríkið en samkeppnin sér til þess að þeir sem okra, verða undir, því að okrið veitir öðrum tækifæri til að komast inn á markaðinn.

Af hverju ætti ríkið yfirhöfuð að vera hæfara að veita þjónustu? Er það hlutverk ríkisins að vera þjónustuaðili almennrar þjónustu?

Er það ekki frekar hlutverk ríkisins að byggja umgjörð um samfélagsinnviði, svo sem vegagerð (en hún býður út verk og einkaaðilar keppa um útboð í vegagerð). Er þetta ekki frábært samstarf einkaaðila og ríkis sem hefur leitt til sparnaðar í vegagerð?

Hlutverk ríkisins er að setja lög og reglur og úthluta skattfé í innviði þjóðfélagsins í gegnum stofnanir og ráðuneyti en framkvæmdin gæti verið í höndum einkaaðila að einhverju leyti. Ríkið á ekki að veita þjónustu þar sem almannahagsmunir gilda ekki um.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband