Áhrifalaus íslensk stjórnvöld rífast um keisarans skegg

Það er merkilegt hvað Íslendingar eru að rífast um ályktun Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um átök Ísraela við Hamas á Gaza. Vilja sumir tafarlaust vopnahlé af mannúðar ástæðum og finnst ótækt að Ísland skuli hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna.

Það er komin ágæt skýring á hvers vegna Ísland sat hjá en það er önnur saga. Vill tafarlaust vopnahlé á Gasa og hér: „Ömur­legt að fylgjast með al­þjóða­sam­fé­laginu bregðast Ísraels­mönnum“

Hér er sjónum beint að viðbrögðum Íslendinga. Þau virka á mann eins og stormur í vatnsglasi.  Ýfingar eru á milli þingmanna Sjálfstæðismanna, en utanríkisráðherrann er á þeirra vegu, við þingmenn VG. Það er næsta ótrúlegt að stjórnmálaflokkar af sitthvorum enda stjórnmála litrófsins skuli sitja saman í ríkisstjórn.  Það gengur upp á meðan ekkert er að gerast í stjórnmálunum, líkt og í kóvid faraldrinum. En þegar reynir á, koma brestirnir fram.

Það er umhugsunarvert að þrír gjörólíkir stjórnmálaflokkar skuli ákveða að vinna saman á forsendum þess að rugga ekki bátnum. En honum er velt í öldugangi lífsins hvort sem er. Að ákveða að vinna saman samkvæmt miðjumoðs leið og engar erfiðar ákvarðanir teknar gengur ekki upp. Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir, alltaf. Að ákveða að gera ekki neitt getur reynst hættuleg ákvörðun.

Svo er það umhugsunarvert hversu ýkt viðbrögð eru við hjásetu Íslands í ályktun Sameinaða þjóðanna, í ljósi áhrifaleysi Íslands. En hversu áhrifamikið er Ísland á alþjóðavettangi?  Munu Ísraelar tafarlaust hætta öllum hernaðarátökum á Gaza vegna þess að forsætisráðherra Íslands vill tafarlaust vopnahlé?

Nei, að sjálfsögðu ekki. Enginn hlustar á smáríkið Ísland.  Það hljómar eins og rödd í kór, það heyrist í því en hefur ekki sjálfstæða rödd. Ósjálfstæðið er það mikið, að fyrst hlera Íslendingar eftir því hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar ætla að gera og taka svo ákvörðun sína eftir því!  Er það sjálfstæð ákvörðun í utanríkismálum? 

Íslendingar voru ekkert að elta Bandaríkjamenn í þessu máli eins og haldið hefur verið fram. Ísland ákvað að vera með í hópákvörðun. En athygli vakti er að Norðmenn ákváðu að fara eigin leið en það er undantekningin sem sannar regluna.

Eiga Íslendingar þá að þeigja á alþjóðavettvangi? Nei, rödd í kór er hluti af stærri hópi og hér er það afstaða lýðræðisríkja gagnvart hugsanlega ógn við heimsfriðinn.

Menn ættu að taka það aðeins rólega áður en æst sig er yfir ákvörðunum íslenskra ráðherra á alþjóðavettvangi, Íslendingar hafa nánast engin völd á því sviði. En auðvitað hangir hér annað á spýtunni en ákvörðun Íslands á alþjóðavettvangi.  Málið er nefnilega innanlands pólitík af lélegustu gerð. Er þetta kornið sem fyllir mælirinn varðandi stjórnarsamstarfið og það slitnar? Fjölmiðlar vita sem er, að lítið þarf til að velta hlassinu eða búa til storm í vatnsglasi.

Kannski héldu stjórnarflokkarnir að þeir gætu eftir allt unnið saman í ríkisstjórn, þrátt fyrir ólíka stefnur í öllum málum. Jú, menn eru eftir allt saman hættir að fara eftir hugsjónum flokkanna og þeir ætluðu að vinna eftir raunpólitískri stefnu, eins og heimili sem tekst á við daglegt líf án þess að hugsa um morgundaginn. En á meðan "hjónin" eru í raun ólíkt, annað vill spara, en hitt eyða, þá er engin forsenda fyrir hjónabandinu. Þriðja hjólið undir vagninum er svo þarna til að koma í veg fyrir að hann velti.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er eiginlega merkilegt hvað fólk almennt er að velta sér uppúr þessu.
Þetta er allt frekar langt í burtu, framandi okkur, og kemur okkur ekkert við. 

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2023 kl. 13:25

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Bingó Ásgrímur.

Stefna Sviss er góð fyrirmynd. Mér skilst Sviss hafi verið utan S.þ. til 2002. Andstæðingar nefndu þann mikla kostnað sem fylgi aðild að SÞ. Þeir sögðu einnig að aðild að SÞ myndi ekki þjóna neinum tilgangi, þar sem sumir andstæðingar töldu að aðild væri ósamrýmanleg hlutlausri stöðu Sviss.

Peð eins og Ísland ætti að einbeita sér að vera ekki fórnað á taflborði og refskák stórveldanna.

Birgir Loftsson, 30.10.2023 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband