Kína orðið öflugra efnahagsveldi en Bandaríkin?

Einhvern hluta vegna treystir maður ekki fréttastofu RÚV. Ef Kína er orðið öflugra efnahagsveldi en BNA, þá er það stórfrétt. En er það svo?

Bandaríkin eru í efnahags niðursveiflu vegna lélegrar efnahagstjórnar undan stjórnar Biden, hátt matvæla- og orkuverð, hátt verðbólgu stig og ævintýralega skuldasöfnun ríkissjóðs. En Bandaríkjamenn ættu að komast stjórnar Bidens og rétt við kútinn.

Það er hins vegar erfiðara að lesa í stöðuna í Kína. En ljóst er að Kína er að toppa núna og leiðin virðist vera niður á veg. Húsnæðisbólan er rosaleg, sagt er að það sé tóm íbúð til fyrir hvern einasta Kínverja, jafnvel meira. 

Íbúarnir er aldnir og sumir segja að íbúafjöldinn sé í raun tugir milljóna færri en opinberar tölur segja. Þetta skapar pressu á velferðar kerfi landsins.

Belti og braut áætlunin gengur ekki eins vel og menn vildu, því erlendir lántakendur margir hverjir geta ekki greitt lánin sín.

Kínverjar eru enn mjög háðir verslun við Bandaríkin.

Hvar liggur sannleikurinn? Held að sterkt Kína sé nauðsynlegt fyrir efnahag heimsins sem og friðinn.  Kínverjar þurfa að hafa áhyggjur af flótta erlendra fjárfesta úr landinu, sem finnst nóg um afskipti kínverskra stjórnvalda og samkeppnina við aðrar þjóðir sem bjóða upp á ódýrari úthýsun verksmiðjuframleiddra vara.

Stórveldaslagur Bandaríkjanna og Kína — Skýr tenging við stríðsátökin í Ísrael og Palestínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband