Bankstera kerfið enn við lýði á Íslandi

Það var talað um á sínum tíma að þegar bankakerfið var einkavætt og nýríkir einstaklingar eignuðust bankanna og þeir notuðu þá til einkaframkvæmda og alls kyns vafasama fjárfestingar, að þetta væru banksterar sem væru að ræna bankanna innan frá. Veit ekki hverju réttmætt sú gagnrýni var en þessir einstaklingar féllu á sínum fjármálagerningum og drógu næstum íslensku þjóðina niður með sér í svaðið. Ríkið tók að mestu yfir bankastarfsemi í landinu og hálfgerðir ríkisbankar tóku við. En er íslenska ríkið nokkuð betra en banksterarnir?

Hefur ríkisvæðing bankanna nokkuð bætt um fyrir almenna viðskiptavini bankanna? Nú hafa bankarnir tæknivætts svo, að útibúin er örfá, bankastarfsmenn aldrei eins fáir og mestöll bankaviðskipti fara í gegnum farsíma eða einkatölvur einstaklinga og fyrirtækja. Fámennur hópur tæknimanna getur rekið bankakerfið auðveldlega. Samt hefur aldrei verið eins dýrt að vera í viðskiptum við banka og nú. Þjónustugjöld ofan á þjónustugjöld. Og alltaf passað upp á að hafa vaxtarálagið eins hátt og hægt er. Bankarnir fitna á fjós haugnum aldrei sem fyrr.

Ef Seðlabankinn segir: Hoppið upp í loftið, spyrja bankarnir, hversu hátt?

Fólk veltir fyrir sér hvort það eigi að taka verðtryggð lán eða óverðtryggð. Skiptir það einhverju máli í raun? Með verðtryggðum lánum er bankinn alltaf tryggður gegn verðbólgu og lántakendur greiða vexti og vaxta vexti. Mafían væri ánægð með slíkt fyrirkomulag. En breytilegir vextir? Ekkert betra fyrirkomulag þar. Bankarnir hækka vextinu út í það óendalega með hækkandi verðlagi eða er nokkuð þak á vaxtastigi banka? Einhver sem veit það? Ef ekki, þá tekur bankinn í raun enga áhættu, rétt eins og með verðtryggðu vextina.

Niðurstaðan er einföld, öll áhættan liggur hjá einstaklingum og fyrirtækjum, engin hjá bönkunum. Enda græða þeir svo mikið að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við peninganna. Þeim er því eytt í risavaxnar höfuðstöðvar, einskonar minnisvarðar um hvernig bálkn líta út en þangað leitar almenningur ekki, hvaða erindi á hann þangað? Kúnninn getur bara ekið 200 km í næsta útibú ef ske kynni að hann þyrfti að hitta þjónustufulltrúa í persónu. Hringja bara? Nei, maður er rukkaður stefgjöld bara að hringja inn. Fyrir hverja eru bankarnir eiginlega?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband