Dapurlega komið fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum

Þeir sem hafa fylgst gaumgæfilega með stjórnmálum Bandaríkjunum vita alveg að það er verið leika sér með fjöregg lýðræðisins þar í landi með ofsóknir á hendur Donalds Trumps. Allar hundakúnstir eru reyndar og þær ótrúlegustu að ákæra hann fyrir njósnir vegna þess að hann skilaði ekki inn skjölum á mínútunni. 

Allir forsetar hafa fengið tíma til að sortera einkaskjöl frá opinberum og fengið húsnæði til þess sem Trump fékk ekki. Spurningin er, leyfist hinn spillti og elliæri Joe Biden að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna með ráðherragengi sínu og FBI?

Þessar ofsóknir á hendur Donald Trump er fáheyrar og einstakar í sögu landsins. Að sitjandi forseti geti ofsótt pólitískan andstæðing sinn óáreittur á meðan spillingarmál hans og fjölskyldu hans hafa verið grafin af FBI í fimm ár er efni í bíómynd. En þetta er grafalvarlegt, því að ríkið getur hrunið innan frá eins og alltaf hefur gerst með heimsveldi. Hvað myndi þá gerast í heimsmálunum?

Er ekki betra að láta fólkið í landinu dæma hann í næstu kosningum eftir leikreglum lýðræðisins? Þetta sýnir bara hvað djúpríkið er hrætt við hann. Ef hann kemst til valda, mun hann fara í FBI og CIA. Við vitum hvað gerðist fyrir John F.Kennedy þegar hann reyndi það....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sakamálið gegn Trump fer fyrir kviðdóm, sem gæti sýknað hann, og ef Trump verður frambjóðandi Repúblikana, sem er líklegast í stöðunni, þá fá kjósendur að ákveða hvort hann verður aftur forseti Bandaríkjanna.  

Wilhelm Emilsson, 15.6.2023 kl. 21:10

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eða svo vitnað sé í Rachel Maddow, aðal Kastljóss röddina vestanhafs; Trump var að svara ákærunni opinberlega en það er svo margt rangt í henni að við ætlum ekki að birta svarið en látum þig vita ef hann segir eitthvað fréttnæmt.

Sama sagan hér í Útópíu ÍsQuislínga.

Guðjón E. Hreinberg, 15.6.2023 kl. 21:13

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sælir Vilhelm og Guðjón.Ég hef alltaf litið á Trump sem tímabundið fyrirbrigði. Forsetar koma og fara. Reyndar hefur tekist að bæta við 4 árum við valdatíð hans innan Repúblíkanaflokksins með stjórnarandstöðu tímann sem nú er senn á enda.

En að eyðileggja stjórnkerfið bara til losna við manninn nær ekki neinni átt. Maður neyðist til að vera í liði með karlinum bara af þessari einu ástæðu. Margt sem mér líkar ekki við í nútíma stjórnmálum. Svo sem stofnanir, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar notaðir á pólitíska andstæðinga án þess að fela það. Og versta er ritskoðunar tilburðirnir. Sjá til dæmis VG. Og okkur er sagt að grænt sé rautt og öfugt. Og við verðum að segja það það sama upphátt annars eru við eitthvað ljótt andfélagsleg.Ég held því fram að grænt sé grænt!

Birgir Loftsson, 16.6.2023 kl. 08:27

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Birgir. Já, við verðum sð standa vörð um staðreyndir eins og það að grænt sé grænt en ekki vinstri- eða hægri-grænt smile Að mínu mati er banadaríska stjórnkerfið bara að gera það sem það á að gera. Trump er eins og margir ánægður þegar kerfið virkar honum í hag, t.d. þegar hann vann kosningarnar 2016 en reiður þegar sama kerfi virkar ekki honum í hag, t.d. þegar hann tapaði kosningunum 2020. Þá var sama kerfið allt í einu ónýtt að hans mati. 

Wilhelm Emilsson, 16.6.2023 kl. 22:20

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, málið með kosningarnar 2020 var að Repúblikanar fengu ekki að véfengja úrslitin. Það fekk Karl Gauti - Miðflokknum í Alþingiskosningunum síðustu. Hann tapaði. Það eru leikreglur lýðræðisins í öllum lýðræðisríkjum. Þegar menn fá ekki að afsanna eða sanna úrslit, þá kvarta og kveina menn eins og Trump og vafinn um lögmæti vofir yfir. Spurningin er því enn sú sama, voru svindlin nægileg (það var svindlað) til að þau teljist kerfisbundin og þar með haft áhrif á kosningaúrslitin?

Birgir Loftsson, 17.6.2023 kl. 08:01

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Birgir.

 

Trump og bandamenn hans höfðuðu 62 mál til að sýna fram á kosningasvindl. Af þessum málum töpuðu Trump og bandamenn 61 máli og unnu eitt. USA Today greindi frá þessu 6. janúar 2021.

 

https://www.usatoday.com/in-depth/news/politics/elections/2021/01/06/trumps-failed-efforts-overturn-election-numbers/4130307001/

 

Wilhelm Emilsson, 17.6.2023 kl. 10:53

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir svar þitt Vilhelm. Kveðja,  BL

Birgir Loftsson, 17.6.2023 kl. 11:02

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk sömuleiðis, Birgir.

Wilhelm Emilsson, 17.6.2023 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband