Sagnfræði og sagnfræðingar (Carroll Smith-Rosenberg (1986)) Kynjasaga

Carol

Carroll Smith-Rosenberg segir að kvennasagan brúi bilið milli fræðanna og stjórnmála og vefji þessa þætti saman í einn.

Stjórnmálabarátta kvennréttindahreyfingarinnar á sjöunda og áttunda áratugunum hafi kveikt áhuga meðal fræðimanna og nemenda á svið kvennasögu.

Kvennasögurannsóknir hafa umbylt skilning sagnfræðingsins á fjölskyldunni, á þróun efnahagslegra breytinga, og skiptingu valda innan bæði hefðbundina og iðnvæddra samfélaga. Hins vegar voru þeir aðilar sem hófu þessar rannsóknir ekki þjálfaðir til þessara verka eða fóru eftir aðferðafræði hinu hefðbundnu fræða, m.ö.o voru ekki akademískar, en það hafi breyst fljótt. Pólitískar ástæður lágu að baki upphaf kvennasögunnar segir Carroll Smith-Rosenberg, um það sé enginn vafi.

Barátta kvenna gegn misrétti, sem þær töldu sig verða fyrir, var hvatinn að hreyfingu þeirra og þess að þær hófu leit í sögunni að ástæðunni fyrir því að þær voru annars flokks borgarar. Mesta byltingin sem leiddi af þessum rannsóknum, segir Carroll Smith-Rosenberg, er ef til vill það að konur neituðu að viðurkenna kynjahlutverka-skiptinguna sem eitthvað náttúrulegt fyrirbrigði.

Kynjaskiptingin eða hlutverk kynjanna væri eitthvað sem er félagslegt fyrirbrigði en ekki líffræðilegt. Þetta væri fyrirbrigði sem hefði skapast vegna efnahagslegra, lýðfræðilegra og hugmyndafræðilegra þátta sem hafa komið saman innan tiltekna samfélaga til þess að ákveða hvaða réttindi, völd og forréttindi sem konur og karla hefðu rétt á. Hið margbrotna samband milli byggingu kynímyndunar og valdagerðar hefur orðið meginviðfangsefni þeirra sem fást við kvennasögu.

Það fyrsta sem var rannsakað var, voru áhrif iðnbyltingarinnar á gerð kynhlutverka, bæði innan vinnustéttarinnar og fjölskyldunnar og þær spurðu hvers vegna iðnvæðingin breytti ekki hinu hefðbundnu vinnuhlutverkaskiptingu. Eins hefur konan af hinni borgaralegu stétt verið rannsökuð, hvers vegna henni var haldið niðri og hvert hlutverk hennar var. Rannsakað voru barnabókmenntir, skóla curricula, trúarrit, vinsæl tímarit, skáldskapur og ljóðmæli.

Þær, kvennasögufræðingarnir báru saman framsetningu á kynjunum eftir því hvort um kvenn- eða karlrithöfundar var um að ræða. Í stuttu máli byrjuðu þær að rannsaka 19. aldar kynjamótun eftir kynferði. Sem pólitískar feministar, leituðum við, segir Carroll Smith-Rosenberg, að hinni pólitísku sögu formæðra okkar. Við röktum slóð eða þróun hinnar 19. aldar kvennréttindahreyfingar, kristilegra samtaka kvenna, viðskiptasamtök kvenna, sögu einstakra kvenna o.s.frv.

Carroll Smith-Rosenberg segir að þær hafi lagt fram sinn skerf til hinnar nýju félagssögu (e. The New Social History) á fimmta og sjötta áratug 20. aldar sem hvatti félagssögufræðinginn til að hætta að rannsaka yfirstéttir og hinn opinbera vettvang og snúa sér að þangað til, vanræktuð rannsóknarsvið, s.s. sögu svartra, hinnar vinnandi stéttar, innflytjenda – jafnvel kvenna innan þessara hópa. Með hjálp lýðfræðilegrar aðferðafræði sem notuð var til að skoða manntöl, bæja- og kirkjugögn fyrri alda, gat sagnfræðingurinn nú rakið þróun fjölskyldunnar og heimilis, fæðingar- og dánartíðni, mynstur landfræðilega og efnahagslega hreyfingu.

Hinn nýji félagssögufræðingur fékk að láni greiningarhugtök og túlkunarmódel frá frönsku annálahreyfingunni, frá breskum og bandarískum atferlisfræðingum og frá hinni nýju hagsögu. Kvennasögufræðingarnir tóku upp hina nýju aðferðafræði og greiningargerð (e. analytic framwork), jafnframt sem kvennasögufræðin lögðu sitt til hinu nýju félagssög, útvíkkað eða útfært betur spurningar sem aðrir félagssögufræðingar hafa spurt sig, bæði um konur og karla og gefið flóknari mynd af félagslegri þróun en hunsað miklu leyti hlutverki konunnar í þessari þróun. Enn eins og nýju félagssögufræðingarnir, fengu kvennasögufræðingarnir ýmis greiningartæki að láni frá mannfræði, félagsfræði og sálfræði en voru jafnframt gagnrýnar á framsetningu fræðimanna innan þessara greina á reynsluheim kvenna. Hún segir að kvennasagan hafi vegið meira að hinni hefðbundnu sögu en aðrar ,,minnihlutasögur”.

Karlsagnfræðingar hafa venjulega tengt saman kvennasögu við t.d. sögu svartra (e. ethnic history) eða rannsóknir á hommum sem á sér nokkra hliðstæðu. Þessi óhefðbundnu fræði véfengja hina sögubundu hefð. Þau krefjast nýjar nálganir og nýjar spurningar.

Kvennasagan deilir með öðrum minnihlutasögufræðum miðlægan efnisþátt sem einkennir allar þessar sögur. Hins vegar er það eitt sem aðskilur hana frá þessum fræðum, og það er að konur eru ekki gleymdur minnihluti. Konur skipa gleymdan meirihluta í nánast hverju einasta samfélagi og félagshóp. Ef hlutverk kvenna er hunsað, þá er það einfaldlega verið að hunsað mikilvægan undirhóp innan félagsgerðinni. En hvernig á að innlima konur inn í félagsgreininguna?

Jú, segir Carroll Smith-Rosenberg, með því að umorða spurningar sem lagðar eru fyrir. Kvennasögufræðingar hafa gert þau grundvallarmistök, segir Carroll Smith-Rosenberg og vitnar þar í Joan Scott, þegar þær hafa verið að skoða hvernig félagsskipan og valddreifingu hefur áhrif á konur, að viðhalda viðmiðin við ákvarðanatöku karla og stofnanna innan greiningaskema sinna. Þær hafa þannig konur með inní rannsóknum sínum en aðeins sem ein breyta af mörgum í heildarmynd sem mótuð er af körlum. Hins vegar, með því að spyrja þess í stað, hvað það sé það sérstaka samkvæmni á kyni í samfélagi segi okkur um samfélagið sem býr til svona kynjagerð, munum við, segir Carroll Smith-Rosenberg, gera konur og kynferði miðlægt í félagsgreiningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband