Er velferðakerfið sósíalískt?

Að grunni til má segja að svo sé. Velferðarkerfið er sósíalískt (demókrataískt) og kemur frá sósíaldemókrötum (ekki kommúnistum) en þeir fyrrnefndu viðurkenna leikreglur lýðræðis, markaðshagkerfisins og takmörkun á fyrirtækjarekstur ríkisins (sem kommúnistar voru svo æstir í að hafa og gerðu Sovétríkin gjaldþrota að lokum).

En velferðakerfið, útdeilingu gæða samfélagsins til þeirra sem þurfa, getur stundum verið illa rekið, sérstaklega þegar ríkið eitt kemur að því. Því hafa menn gripið til þess ráðs og með góðum árangri, að leyfa einkaframtakið að starfa innan þess (og sparar stundum stórfé) auk ríkisvaldsins. Sjá má þetta í læknastarfsemi, þar sem einkareknar sjúkrastofur sjá um minniháttar aðgerðir en þar sem sértækar og flóknar aðgerðir eru látnar í hendur sjúkrahúsa (sem reyndar bjóða einnig út hluta rekstursins).

En pimus motor; það sem knýr vestræn þjóðfélög áfram er kapítalisminn með sínum frjálsa markað og einkaframtakið. Ríkið býr ekki til peninga per se, heldur er neytandi (þurfalingur) sem getur gert þjóðfélagið gjaldþrota ef það krefst of mikils. Það er einstaklingarnir og/eða hópar einstaklinga sem eru með fyrirtækjarekstur sem halda þjóðfélaginu uppi.

Vandi framtíðarinnar þegar fjórða iðnbyltingin hefst af fullum krafti og verksmiðjurnar og iðnaðurinn í heild sinni verða komin undir stjórn gervigreindar og al-sjálfvirkni, hvað eigi að gera við allt fólkið sem þá missir vinnuna? Ein leiðin er að skattleggja fyrirtækin, því að tekjuskattur verður að mestu úr sögunni og leggja á virðisaukaskatt.

Svona til skýringar, fyrir þá sem ekki skilja eða þekkja muninn á þriðju og fjórðu iðnbyltingunni, þá einkennir þriðja iðnbyltingin af al-sjálfvirkni framleiðslunnar. Sem dæmi um afkastagetuna, er að ein vatnsverksmiðja á Íslandi, með innan við 20 starfsmenn auk sölumanna og annað skrifstofuliðs, gæti séð öllum Bandaríkjamönnum fyrir vatni í flöskum daglega. En sama verksmiðja, í fjórðu iðnbyltingunni, þarf aðeins 3-4 starfsmenn (sem fylgjast með tæknibúnaði og jafnvel þeir kunna að vera óþarfi, því að tækjaframleiðendur eru beintengdir við drykkjavöru verkssmiðjuna og geta gert við erlendis frá). Líklega mun vatnsframleiðandinn vilja hafa áfram í vinnu sölumenn en annað skrifstofufólk kann að verða óþarfi. Sum sé, þriðja iðnbyltingin lagði af mörg verkamanastörf (blue collar á ensku) en sú fjórða leggur af mörg skrifstofustörf (white collar á ensku).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband