Boð og bönn stjórnvalda gagnvart einstaklingsfrelsinu

Það er nánast alltaf slæmt þegar stjórnvöld skipta sér af athafnafrelsi einstaklinga. Nú eru að berast fréttir um að það eiga að rétta kynjahlutfall í stjórn fyrirtækja og nú á að beita valdi í formi sekta ef viðkomandi fyrirtæki sér ekki að sér og hefur stjórn sem er til helminga karla og konur.

Nú er það svo að fyrirtækjarekstur flokkast sem einkaframtak, annað hvort eins einstaklings eða hóps einstaklinga. Samkvæmt markaðshyggju og lögmálum markaðshagkerfis, ríkir frjáls samkeppni um vinnuaflið, fólk getur ráðið sig til starfa þar sem það langar og stjórnendur fyrirtækja geta ráðið starfsfólk eftir hentugleikum og þörfum fyrirtækisins.

En nú hafa stjórnvöld gripið inn í þetta ferli og ætlast til að einstaklingur eftir sérstöku kyni, gangi fram yfir aðra. Hér er gripið freklega inn í einkarekstur einstaklinga eða hóp einstaklinga, sem leggja allt undir, fé og orðstír, í rekstur fyrirtæki síns. Einstaklingsfrelsið fótum troðið.

Stjórnendur eiga rétt á að ráð hæfasta einstaklinginn, ekki þann sem er af réttu kyni eða ætt.

Fyrr á öldum fengu þeir sem voru af aðlinum, stétt aðalsmanna, forgang í stöður herja og embætta konungsvaldsins. Á 18. öld var orðið ljóst, þegar herrekstur og stjórnkerfi ríkja var orðið svo flókið, að ríkið varð að velja einstaklinga af borgarastétt og þá allra hæfustu. Þeir voru duppaðir upp í stétt kjólaðals en gömlu aðalsættirnar voru kallaðar sverðaðall til aðgreiningar. Nú tveimur öldum síðar, er gamli aðallinn löngu horfinn og búinn að tapa eigum sínum, enda tryggir ættartala ekki hæfni til starfa eða halda auð og eignum.

Nú er það ekki lengur ættirnar sem ráða í stöður (með undantekningum þó og sjá má í flokkstjórn Sjálfstæðisflokksins), heldur embættismenn sem hafa undið til stöðuveitingu sinnar. Hins vegar eru stjórnmálastéttin þessu ekki sammála hvað varðar atvinnulífið. Það er óskiljanlegt að kyn skipti máli þegar ráðið er í stjórn fyrirtækja og ráðist er svo harkalega inn í persónulegt rými og athafnafrelsi einstaklingsins sem leggur allt sitt undir og vill fá hæfasta fólkið til starfa. Þetta getur skapað úlfúð hjá starfsfólki og einstaklingurinn sem ráðinn var, bara vegna kynferði sitt; finnst hann hafa svindlað sig inn í starfið. Enginn ánægður með starfsveitinguna, nema stjórnmálastéttin sem telur sig hafa skorað pólitískt stig í hráskinnaleik auðkennispólitíkur (identity politic) ný-marxismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband