Offjölgun mannkyn og líf á jörðu

Samkvæmt sjónvarpsheimildamyndinni 10 billion eða 10 milljarðar er mannkynið þegar búið að tapa jörðinni.

Í þættinum var farið vísindalega lið fyrir lið hvernig maðurinn er að eyðileggja jörðina og útrýma dýrum (sem veldur mér mikilli sorg). Þar segir einnig að nú þegar er mannkynið komið að þolmörkum og jörðin beri ekki 7 milljarða manna því að þetta ágæta fólk allt saman, býr til eyðimerkur, klára grunnvatnsbirgðir jarðar, eyðir vistkerfi eins og þau leggja sig, valda hækkun sjávarborð, þannig að heilu ey ríkin eru að hverfa, veður vá algeng og svo mætti lengi telja.

Enn nöturlega niðurstöðu kemst þáttastjórnandinn að og það er að ekkert hægt að gera til að bjarga málum. EKKERT.

Reyndar segir einn mannfjöldafræðingur að mannkynið muni toppa við 11 milljarða markið og ekki fara yfir. Hann byggir þetta á núverandi fæðingatíðni, hversu margir eru þegar fæddir og eru að deyja. Hann segir að mannfjölda pýramídinn sé í raun orðinn að ferningi og muni að lokum fleygasta af honum neðan frá sem þýðir fólksfækkun. Talið er að fjöldi Kínverja nái hámarki um 2030 og þá fari þeim ört fækkandi.

Í þættinum segir að mannkynið muni ná 10 milljarða markinu um 2050 en mannkynið gæti eins náð 28 milljarða markinu þá sem telja má vera ólíklegt.

Þáttastjórnandinn dregur rangar ályktanir, sem eru að það það sé mengun og landnýting sem sé að valda þessu. Skýringin er einföld, mannkynið er of fjölmennt og til að bjarga jörðinni þarf að fækka fólki. Einfalt.

Það gerum við með fræðslu kvenna í heiminum (þær bera börnin í heiminn) og það er að gerast, spurningin er hvort við erum of sein.....vísindin bjarga okkur ekki í þetta sinn sýnist mér, eins og með grænu byltingunni svo kölluðu sem voru reyndar tvær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Umhverfismálin hafa lengi verið mitt áhugamál. Ályktun þín er einnig rétt, að það þarf að fækka fólki. Hvaða fólk er það sem veldur allri þessari ofurfólksfjölgun? Það er fátæktasta fólkið, í Afríku, Asíu, Suður Ameríku og Indlandi, þess vegna er vandamálið þar þegar kemur að fólksfjölgun en ekki í ríkari löndum. Hér stefnir í fólksfækkun, vegna hækkandi meðalaldurs, og sumsstaðar í ríkum löndum hefur fólksfækkun byrjað að eiga sér stað.

Það bjargar samt ekki jörðinni. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að það er góða fólkið sem ber ábyrgð á þessu, sem talar mest um umhverfisvernd og þörfina á aðhaldi í þeim efnum. 

Það þýðir ekki alltaf að setja sinn eigin stimpil á aðra eða aðrar þjóðir. Það átti bara að leyfa fátækari menningarsamfélögum að vera í friði og þróast á sínum hraða. Það er hroki að segja að við séum betri, vitrari, þróaðri... osfv... það hefur margsinnis komið í ljós að fólkið er hamingjusamara þarna fyrir sunnan þótt það sé bláfátækt. 

Kirkjan hefur verið á villigötum, hjálparstofnanir og mannkynið sem heild. "Let It Be" sungu Bítlarnir og höfðu rétt fyrir sér. 

Það þarf dómstóla til að gera út um þetta og til að valda stefnubreytingu. Alveg eins og þegar mannkynið hafnaði rasisma og nazisma með Nüremberg réttarhöldunum 1945 og gerði stefnubreytingu þá þarf samskonar réttarhöld til að hafna fjölmenningunni og gera það ljóst hvaða skaða hún hefur í för með sér. Ef það er ekki orðið of seint og jörðin dauðadæmd nú þegar, eins og þú skrifar um.

Ingólfur Sigurðsson, 12.12.2020 kl. 00:59

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mig langar til að óska þér til hamingju með þessa góðu færslu, Birgir. Lausin virðist vera falin í því að fræða konur og gefa þeim frelsi til að stjóna eigin lífi. Þetta hefði átt að gera strax eftir síðari heimstyrjöld. 

Hörður Þórðarson, 12.12.2020 kl. 01:12

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdir ykkar, Ingólfur Sigurðsson og Hörður Þórðarson.  Ég var að sjá athugasemdir ykkar núna bjóst ekki við að nokkur maður myndi lesa hugrenningar mínar.

Ég er nýr á blogginu og byrjaði hreinlega vegna þess að Facebook er búið að taka út glósuformið (notes) en ég notaði það mikið til að koma böndum á hugsunum mínum.

Birgir Loftsson, 18.12.2020 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband