Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Yfirmaður CIA skipaði Lee Harvey Oswald að skjóta John F. Kennedy samkvæmt niðurstöðu sérfræðings

what-are-the-biggest-revelations-in-the-declassified-jfk-assassination-filess-featured-photo

Yfirmaður CIA skipaði Lee Harvey Oswald að skjóta John F. Kennedy samkvæmt niðurstöðu sérfræðings

Þetta kemur fram í frétt Newsmax.  Ég ætla ekkert að skrifa sjálfur, bara þýða greina sem skýrir sig sjálf.

Lee Harvey Oswald, maðurinn sem myrti John F Kennedy fyrrverandi forseta árið 1963, starfaði undir stjórn fyrrverandi yfirmanns CIA, samkvæmt nýrri bók um efnið, segir í frétt New York Post.

Dr. Cyril Wecht, 90 ára réttarmeinafræðingur sem hefur rannsakað atvikið í næstum sex áratugi, skrifar í „The JFK Assassination Dissected“ að fyrrverandi forstjóri CIA, Allen Dulles, hafi skipað Oswald að skjóta Kennedy.

Oswald, fyrrverandi skytta hjá landgönguliðinu, var nýlega kominn heim frá Sovétríkjunum.

Hann „hafði nánast örugglega verið einhvers konar umboðsmaður CIA,“ sagði Wecht í viðtali við Post.

Dulles, sem starfaði sem yfirmaður CIA frá 1953 til 1961, hafði verið vikið úr embætti af Kennedy eftir misheppnaða árás Svínaflóa á Kúbu og að sögn höfundar var hann svo argur að hann lét Oswald skjóta forsetann.

Seinna var Dulles einn af meðlimum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið.

„Kennedy hafði rekið Allen Dulles vegna þess að hann var virkilega reiður yfir því sem CIA var að gera,“ sagði Wecht við New York Post. „Hver er þá skipaður í Warren-nefndina? Dulles.

Wecht sagði þingnefndinni um morð árið 1978 að hann teldi kenninguna um eina byssumanninn ekki trúverðuga vegna mismunandi ferla skotanna sem hittu Kennedy þegar hann sat í eðalvagni sínum í gegnum Dallas, að því er The Independent greindi frá.

Hann segir að annar byssumaður hljóti að hafa verið staðsettur á bak við grindverk á nærliggjandi grösugum hæð.

"Samkvæmt kenningunni um eina byssukúlu er Oswald eini morðinginn, hann er að skjóta úr glugganum á sjöttu hæð í Texas School Book Depository byggingunni, þannig að byssukúlan færist ofan, niður, ekki satt? Svo hvernig í fjandanum gat hún farið upp á við?

Wecht var fyrsti réttarmeinafræðingur sem fékk aðgang að gögnum bandaríska þjóðskjalasafnsins um JFK-drápið árið 1972, og hann heldur því fram að misferli hafi verið í kringum krufningu á líki forsetans, að því er Post greindi frá.

Þegar hann fór á Þjóðskjalasafnið sá meinafræðingurinn að heili Kennedys hafði verið fjarlægður og er enn „ófundinn“.

Wecht var ráðgjafi við samsærishugsuðu kvikmyndina „JFK“ frá Oliver Stone frá 1991 og tileinkaði kafla í nýrri bók sinni reynslu sinni á kvikmyndasettinu. Stone skrifaði formála bókarinnar.

Árið 1992 samþykkti þingið JFK Assassination Records Collection Act, sem fyrirskipaði að allar JFK morðskrár yrðu gefnar út fyrir árið 2017. Fresturinn hefur ekki verið uppfylltur, en Joe Biden forseti hefur áætlað birtingu lokaskjalanna fyrir desember 2022.

Þýðingu lýkur. Sjá heimild að neðan.

Ég hef skrifað áður á þessum vettvangi um aftökuna, já ekki bara morð, heldur aftaka. Þar fer ég mun nákvæmar í málið. Það sem heillar mig við þetta mál er sú ósvífni að taka Bandaríkjaforseta af lífi fyrir framan alþjóð og komast upp með það. Samsæri sem gékk nánast 100% upp vegna þess að þeir sem áttu að rannsaka voru sekir! Hinn fullkomni glæpur.

Heimild:

JFK Assassination Expert: Shooter Lee Harvey Oswald Ordered by CIA Chief

Blogggrein mín: Helstu samsæriskenningar um morðið á J.F. Kennedy


Joe Biden má eiga von á embættisbrotákæru eða brottvikningu vegna vitsmunaglapa

im-joe-biden-and-i-forgot-this-message

Mynd. Eitt af ótalmörgum svo kölluðum meme (íslensk þýðing?) en það eru grínmyndir gera stólpagrín að viðkomandi. Allir stjórnmálamenn þurfa að þola það, líka á Íslandi t.d. í skopmyndum dagblaðanna. Oftast er sannleikskorn í þessum skotum. Þessi mynd segir e.t.v. eitthvað um andlegt ástand Bidens, en það hann virðist ekki geta farið í gegnum blaðamannafund án áfalla, mismæla, gleymsku eða reiðiskasta. Allt einkenni manns sem er að missa tökin á veruleikanum.

Það hrannast óveðurskýin yfir höfuð Joe Biden. 

Vegna arfaslaka efnahagsstjórnunnar er efnahagur Bandaríkjanna slæmur. Verðbólga er í hæðstu hæðum; skuldasöfnun ríkisins á sterum; aðflutningserfiðleikar vara til landsins og tómar verslanir; mikil glæpaalda gengur yfir landið enda hefur "defund the police" stefna demókrata borið árangur; endalausar lokanir og skerðingar á frelsi einstaklinga vegna veirufaraldurs; wuhan veira hefur drepið fleiri einstaklinga en í stjórnartíð Trumps; landið er enn á ný háð erlendri orku; landamærin í suðri galopin og meira en 2 milljónir manna ganga óáreitt í gegnum opin hlið landamæra Mexíkós og Bandaríkjanna.

Ekkert gengur í utanríkismálum og einn af meirihátta álitshnekkjum í sögu bandarískrar utanríkisstefnu, afhroðið í Afganistan, hefur kallað harðstjóra heimssins til aðgerða, enda vandfundið tækifæri til aðgerða en nú þegar einn versti forseti bandarískrar sögu er við "völd". Joe Biden felur Macron að sjá um diplómatsíu fyrir hönd Bandaríkjanna við Rússland. enda er hann umkringdur óhæfu fólki sem valið var eftir húðlit og kyni, ekki hæfileikum.

Þetta eru stór orð en ég segi þau ekki, heldur sjálfur bandarískur almenningur í skoðunarkönnunum. Hann fær þá dóma að vera verri en Jimmy Carter sem lengi vel var álitinn vera vitgrannur hnetubóndi sem dró álit Bandaríkjanna í svaðið, en það er önnur saga. Þetta tókst ríkisstjórn Joe Biden á aðeins einu ári.

Hvers vegna gengur svo illa hjá Demókrötum og ríkisstjórnar Joe Bidens?  Jú, hugmyndafræðin hefur fengið að leika lausan hala, róttæk vinstri stefna sem gengur ekki upp. Demókratar hafa verið uppteknir af "woke menningu" að þeir huga ekkert að hagrænum hlutum eins og til dæmis að fólk þarf að vinna og eiga fyrir nauðsynjum.

Álit Demókrataflokksins er í rusli og það stefnir í Repúblikanar vinni bæði Fulltrúa- og Öldungadeildina. Róttæklingar og aðgerðarsinnar í stjórn Joe Bidens hafa spilað stóra rullu í falli flokksins og enginn vill láta sjá sig við hliðina á Kamala Harris eða Joe Biden og það er grátbroslegt að þegar í fáu skipti sem Biden stígur út úr húsi og heimsækir ríki landsins, að Demókrataleiðtogar finna sér afsökun að hitta hann ekki. Meira segja kjölturakkar meginfjölmiðla, eins og CNN, eru að falla innan frá og snúa baki við Biden.

Repúblikanar hafa sagt fullum fetum að þeir ætli að nota sömu meðöl og Demókratar og beita "impeachment" ákvæðinu, ákæra fyrir afglöp eða brot í starfi á Joe Biden. Ástæða? Galopin landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og þrjóska ríkisstjórnar að viðurkenna vandann á landamærunum. Þeir segja stjórn hans brjóta lög á hverjum degi og fari ekki eftir alríkislögum sem allir, jafnvel Bandaríkjaforseti, eru bundnir.

En þeir ætla ekki að bíða svo lengi, þeir eru að kanna möguleikann á koma honum úr starfi vegna vitglapa.

Tæplega 40 þingmenn repúblikana skoruðu í dag á Biden, sem er 79 ára, að fara í vitsmuna próf, eftir fordæmi sem forveri hans, Donald Trump, setti.

Repúblikanar hvetja Biden til að gangast undir vitsmunapróf kemur þar sem nýlegar kannanir hafa sýnt að Bandaríkjamenn eru ekki vissir um andlega hæfni forsetans til embættisverka.

Fyrrverandi læknir forsetaembættisins, repúblikaninn Ronny Jackson, R-Texas, var í forsvari bréfs með 37 samstarfsmönnum sínum í GOP stílað á Biden á þriðjudag þar sem hann lýsti yfir „áhyggjum“ sínum af „núverandi vitsmunalegu ástandi Biden“.

„Ég og samstarfsmenn mínir biðjum Biden forseta að gangast strax undir formlegt vitræna skimunarpróf, eins og Montreal Cognitive Assessment (MOCA),,“ sagði Jackson við Fox News Digital. Þetta er skjótvirkasta leiðin til losna við Joe Biden en mörgum stjórnmálamönnum Bandaríkjanna óar við "stjórn" Bidens næstu 3 árin.

En hvað er Montreal Cognitive Assessment MoCA próf?

Montreal Cognitive Assessment (MoCA) var hannað sem hraðskimunartæki fyrir væga vitræna truflun. Það metur mismunandi vitræn svið: athygli og einbeitingu, framkvæmdastarfsemi, minni, tungumál, sjónræna hæfni, hugmyndalega hugsun, útreikninga og stefnumörkun.

Stig á MoCA er á bilinu núll til 30. Einkunn 26 og hærri er talin eðlileg. Í upphaflegu rannsóknargögnunum voru eðlileg viðmiðunarhópur með meðaleinkunnina 27,4. Fólk með væga vitræna skerðingu (MCI) fékk að meðaltali 22,1. Þess má geta að Donald Trump fékk 30 stig eða full hús stiga.

Svo er það skandallinn í kringum son forsetans, Hunter Biden og "laptop from Hell". Fjármálagjörningar hans virðast stangast á við lög og hann stundað vafasöm viðskipti í Kína og Úkraníu. Öll Biden fjölskyldan virðist vera flækt í þetta en hann verið andlit viðskipta fjölskyldunnar. Þetta er meira en vafasamt, því litið er alvarlegum augum ef ættingi háttsetts embættismann er í vasa óvina ríkisins. Þetta kallast að koma kaupa sig til áhrifa og í raun gera embættismanninn berskjaldaðan fyrir fjárkúgun eða mútur. Það mál er enn í gangi. 

Sjá slóðina: Biden is 'giving China what they want': Peter Schweizer

Joe Biden var innsti koppur í meintu samsæri í að eyðileggja byrjun forsetatíðar Donalds Trumps, með Rússagrýluásakanir og koma hershöfðingjanum Michael Flynn, helsta ráðgjafa Trumps frá Hvíta húsinu. Margur Repúblikaninn bíður spennur eftir rannsóknarniðurstöðum rannsóknarteymis Durhams. Hillary Clinton og Baracks Obama eru viðriðin þessi mál á einn eða annan hátt.

Niðurlag

Í lokin verður maður að segja að illa er komið fyrir lýðræðinu í Bandaríkjunum og til marks um klofninginn, að gripið er til "impeachment" ákvæðisins.

Embættisákæra er mjög sjaldgæft í næstum 250 ára sögu Bandaríkjanna og enginn þriggja manna sem hafa staðið frammi fyrir henni - forsetarnir Bill Clinton, Andrew Johnson og Donald Trump - hafa verið vikið úr embætti. Nixon sagði af sér áður en til hennar kom.

Með því að ákæra Donald Trump fyrir afglöp í starfi tvisvar sinnum, gjaldfelldu Demókratar þennan varnagla, sem á bara að nota við afar sérstakar aðstæður. Nú er búið að opna veiðitímabil með þetta ákvæði og báðir flokkar nýta sér tækifærið.  


Er anglósaxneska heimskipanin á enda?

Tkkkkk

Táknmynd fallandi veldis Bandríkjanna. Fall Kabúls, Afganistan

Eins og allir vita hafa enskumælandi menn, fyrst Englendingar, Bretar og svo Bandaríkjamenn ráðið förinni í skipan heimsmála. Breska heimsveldið var á sínum tíma öflugra en Bandaríkin í dag.

Það var öflugara að því leytinu til að þegar það gerði innrás inn í land, þá hélt það því en Bandaríkin hafa kosið að stjórna og ráða án þess að halda landsvæði með sama efnahagslegum árangri og Bretar.

Þegar breska heimsveldið stóð sem hæst var það stærsta heimsveldi sögunnar og í meira en öld var það fremsta heimsveldið. Árið 1913 hafði breska heimsveldið völdin yfir 412 milljónum manna, 23 prósent jarðarbúa á þeim tíma, og árið 1920 náði það yfir 35.500.000 km2 (13.700.000 fermílur), 24 prósent af heildarlandsvæði jarðar.

Breska heimsveldið leið undir lok í seinni heimsstyrjöld, það varð gjaldþrota og missti andleg yfirráð yfir þegnum heimsveldisins. En við tóku frændur þeirra í Bandaríkjunum. Það réði þó ekki heiminum eitt og Sovétríkin (Rússland) og Kína risu upp sem veldi. Sovétríkin sem super power eða risaveldi en Kína óx uns það er komið í stöðu risaveldis í dag.

Þegar Sovétríkin liðu undir lok 1991, hafa Bandaríkin (með Bretland í taumi eins og hund) reynt að stýra atburðarásinni allar götur síðar.

Blekkingin um hver stjórnar hefur virkað, því að allir vilja trúa að Bandaríkin eru enn við stjórnvölinn. Þetta er eins og eftir seinni heimsstyrjöld, það tók nokkur ár fyrir breska heimsveldið að leysast upp. Sama með Óttómannaveldið eftir fyrri heimsstyrjöld. Innantóm völd.

Elítugrúppur í London og Washington hafa háð leynistríð og harðkjarna diplómatsíu til að tryggja völdin. En nú hafa komið áskoranir. Þær koma þegar risaveldið Bandaríkin sýnir veikleika og allsendis ófær maður situr í forsetastólnum. Afhroðið var snauðuleg brotthvarf og hernaðarósigur í raun í Afganistan, ekki bara á alþjóðavettvangi, heldur einnig í Bandaríkjunum sjálfum. Álitshnekkurinn er svo mikill að ekki er hægt að bæta hann.

Nú spenna Bandaríkjamenn vöðvanna til að halda andliti í Úkraníu(tala í sífellu um komandi árás) en spila eftir handbók Pútíns. Hann þarf ekki að gera innrás, bara að láta Bandaríkjamenn missa álit og veikja yfirráð þeirra í Evrópu og það er að takast. Frakkar þykkjast ætla að bjarga málum (dreymir um að vera ráðandi veldi í Evrópu og gert það í 60 ár) og Þjóðverjar fylgja eftir. Líklega ná þeir "samkomulagi" við Rússa um frið en það þýðir í raun að Bandaríkjamönnum er óbeint ýtt út úr Evrópu. Evrópumenn útkljá evrópsk mál.

Þetta hefði verið óhugsandi fyrir en ekki lengri tíma en fyrir einu ári, þegar Trump neyddi NATÓ-þjóðir til að auka fjárlög til hermála. Hugsa sér að Bandaríkin feli Frakka og Þjóðverja að semja um "frið" í Úkraníu. Ég veit ekkert um hvort það verði stríð í Úkraníu en mér hefur fundist frá upphafi, að þetta hafi verið "gunboat policy" eða vopnaskaks diplómatsía hjá Pútín.

Í bakgrunni hefur nýtt rússnesk-kínversk bandalag verið fest í sessi, sem kallar á nýjan alþjóðlegan öryggisarkitektúr sem verndar hagsmuni fólks allra þjóða.

Það eru núna þrjú risaveldi í heiminum (kannski fjögur, því allir gleyma Indlandi sem er orðið mjög öflugt ríki), það eru Bandaríkin, Kína og Rússland rekur restina.

Þrátt fyrir að Rússland er hernaðarlega öflugt, þá getur það ekki stundað alþjóðlegan stríðsrekstur eins og Bandaríkin og alls ekki staðið í tveimur stríðum í einu. Þeir rétt réðu við að stunda takmarkaðan hernað í Sýrlandi. Sama má segja um Kína. Það er svæðisveldi ennþá. Það getur gert árás á Bandaríkin en ekki hertekið landið og sama má segja um Bandaríkin, þau geta ekki tekið Kína (hernaðaráætlanir gera ráð fyrir strandhernað á meginlandi Kína ef til stríðs kemur vegna Taívan).

En það er komið svo að efast er að Bandríkin geti staðið í tveimur stríðum í einu lengur, þótt það geti staðið í einu stríði hinum megin á hnettinum. 

Klaufaskapurinn og vanhæfni Biden stjórnar hafa rekið Rússa og Kínverjar í fang hvers annars, þjóðir sem eru náttúrulegir óvinir og deila 4000 km löngum landamærum. Það er afrek út af fyrir sig. Á meðan er Biden að gera eigið land gjaldþrota og háir menningarstríð gegn eigin borgurum.

Hvar standa Íslendingar í öllu þessu? Jú, við erum örþjóð sem vill ekki einu sinni halda uppi sýndarvarnir. Við höfum verið á yfirráða svæði annarra þjóða síðan 1262/64. Fyrst Noregs, svo Danmörk, svo Bretlands (sem meira segja sendu herlið inn í landið) og svo Bandaríkjamanna. Við erum sum sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Ekki slæmt, þar sem þeir hafa að mestu látið okkur í friði og eiga það sameiginlegt með okkur að vera lýðræðisríki. Hver setur Ísland í vasann ef þeir hverfa á braut? Bandaríkjamenn gerðu það 2006 en eru að koma til baka vegna eigin hagsmuna.

Veldi enskumælenda þjóða er kannski ekki á enda, en þær eru ekki lengur einar um hituna. Og hvað ef Rússar og Kínverjar standa saman gegn Bandaríkjunum...hvað þá?


Varnarbandalag Norðurlanda

Inngangur

Öll Norðurlöndin fylgdu hlutleysisstefnunni við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en Svíþjóð einni tókst að halda hlutleysinu á stríðsárunum.

Danmerkur biðu þau örlög að vera hernumin að mestu án mótspyrnu. Þjóðverjum gekk hins vegar verr með næsta andstæðing sinn, Noreg, en Norðmenn vörðust hetjulega en biðu samt ósigur og landið var hernumið. Ísland og Færeyjar hlutu sömu örlög og hinar tvær fyrrnefndu þjóðir og voru hernumdar af Bretum. Finnar fóru hvað verst út úr stríðinu en þeir háðu tvær erfiðar styrjaldir gegn Sovétríkjunum og töpuðu báðum.

SAS_emblem_Wikipedia_ineligible_for_copyrightÖrlög norrænu landanna voru því ólík og þetta hafði úrslitaáhrif á utanríkisstefnu þeirra eftir stríðslok.

Í greininni er varpað ljósi á hvaða möguleika Norðurlöndin höfðu, hvert fyrir sig, til að tryggja öryggi sitt í ljósi breyttra valdahlutfalla í Evrópu í stríðslok. Í því sambandi eru nokkrum mikilvægum spurningum svarað. Þær eru; hvers vegna var ekki stofnað varnarbandalag Norðurlandaþjóðanna þriggja, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur? Hvers vegna gaf Ísland upp hlutleysisstefnu sína? Og að lokum er spurt; hvernig tókst Finnum að halda sjálfstæði sínu?

Efnistök eru á þá leið að fyrst er landfræðileg staða Norðurlanda skoðuð út frá hernaðarlegu sjónarhorni.

Því næst er kannað hvort Norðurlöndin þrjú, Svíþjóð, Noregur og Danmörk hefðu haft raunverulegan möguleika til að stofna með sér varnarbandalag.

Að lokum er utanríkisstefna Íslands í öryggismálum, sem og Finnlands, skoðuð sérstaklega. Það er gert vegna þess að þessi ríki voru jaðarríki og í raun hornreka í umræðum um varnarmál á Norðurlöndum. Þau tóku því ekki beinan þátt í viðræðunum um norrænt varnarbandalag.

Varnarstaða Norðurlanda

Í gegnum tíðina hefur öryggi Norðurlanda einkum stafað hætta af tveimur voldugum nágrönnum, Þýskalandi og Rússlandi (Sovétríkjunum).

Á meðan þessi tvö ríki eru veik og sundruð er öryggi Norðurlanda nokkuð vel tryggt. Slíkt átti sér einmitt stað við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri árið 1918. Ósigur Þýskalands og rússneska keisaradæmisins leiddi til hernaðarlegs tómarúms í Mið- og Norður-Evrópu.

Staðan var hins vegar önnur í stríðslok 1945 en þá stóð risinn í austri, Sovétríkin, uppi sem sigurvegari og var á góðri leið með að verða risaveldi með miklum herstyrk og pólitískum áhrifum um mestalla Evrópu.

Hinn hættulegi nágranni Norðurlanda, Þýskaland, var hins vegar í rúst hernaðarlega og efnahagslega og í raun sundrað. Ljóst þótti að það myndi ekki vera sterkt hernaðarlega næstu áratugi, ósigur þess var algjör.

Veik staða Þýskalands var Dönum í hag, en þeir höfðu þurft að heyja erfiðar styrjaldir við þýsk ríki á nítjándu öld og tapað þeim og staðið í landamæradeilum á þeirri tuttugustu. Fyrst við sameinað Þýskaland í stríðslok 1918 en síðan við Vestur-Þýskaland eftir 1945. Nú tóku Sovétríkin við hlutverki hins ofangreinda. Danir töldu árið 1949 líklegustu árásahættuna koma úr austri. Það er að segja ef Sovétríkin myndu gera árás, þá kæmi hún sjóleiðis yfir Eystrasalt á Suður-Sjáland og Lolland-Falster. Varnabúnaðar þeirri beindist því að þessari ógnun.

Norðurlandaþjóðirnar þrjár á Skandinavíuskaganum, Noregur, Svíþjóð og Finnland töldu einnig að mesta hættan stafaði frá Sovétríkjunum. Þetta átti sérstaklega við Finnland, en það hafði misst lönd til Sovétríkjanna og stóð berskjaldað gagnvart þeim á öllum austurlandamærunum, allt frá Finnska flóanum í Eystrasalti norður til Norður-Íshafs.

Öllum ofangreindum þjóðum stafaði hætta af vaxandi hernaðarumsvifum Sovétríkjanna á Kólaskaganum, en þaðan er auðvelt að gera árás á Finnmörk í Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð og einnig á Lappland í Norður-Finnlandi.

Flotauppbygging Sovétríkjanna beindist að því að öðlast vald yfir hinu hernaðarlega mikilvæga Norður-Íshafi. Einnig Íslandi stafaði ógn af þessum auknu umsvifum en eins og kunnugt er liggur landið að Norður-Íshafi og er í vegi fyrir útgönguleið Íshafsflota rauða hersins út á Atlantshafið. Ljóst var að stálin stinn milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu mætast fyrir norðan Ísland í hernaðarátökum og það óttuðust Íslendingar mikið.

Herstyrkur Sovétríkjanna og aukin pólitísk áhrif þeirra var því sá raunveruleiki sem Norðurlönd urðu nú að laga sig að.

Atlantshafsbandalag eða varnarbandalag Norðurlanda?

Fljótlega eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari tók að bera á ágreiningi á milli annars vegar Sovétríkjanna, og hins vegar Bretlands og Bandaríkjanna. Þessi ágreiningur hafði í för með sér að Evrópa skiptist í tvo hluta, austur og vestur.

Norðurhluti Evrópu, það er að segja Norðurlöndin, tók í fyrstu ekki þátt í þessum ágreiningi. Fyrstu árin eftir 1945 var stefna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í utanríkismálum að standa utan stjórnmálalegra og hernaðarlegra bandalaga. Norðmenn og Danir nefndu stefnu sína miðlunarstefnu en Svíar sína hlutleysisstefnu.

Fram til áramótanna 1947 - 1948 höfðu þessi þrjú lönd í raun svipaða utanríkisstefnu, sem fól í sér að viðurkenna ekki skiptinguna milli austurs og vesturs sem flestum var nú orðin ljós.

Að sögn Þóris Ibsens Guðmundssonar urðu þáttaskil í stefnu þeirra eftir tímamótaræðu utanríkismálaráðherra Bretlands, Ernest Bevins í ársbyrjun 1948. Í ræðu hans kom það sjónarmið fram að nauðsynlegt væri fyrir hin frjálsu lönd Vestur-Evrópu að þjappa sér saman. Þessi ræða var í sjálfu sér hvati að umræðunni um bæði Norður-Atlantshafsbandalag og um skandinavískt varnarbandalag.

Einnig hafði byltingin í Tékkóslóvakíu það sama ár og ósk Sovétríkjanna um gagnkvæman öryggissamning við Finnland ýtt undir hin Norðurlöndin að marka ákveðna stefnu í öryggismálum sínum. Viðræður áttu sér stað á milli þeirra en ekkert raunhæft gerðist fyrr en Svíþjóð lagði fram tilboð sitt um skandinavískt varnarbandalag í maí 1948.

Dagana 5. - 6. janúar 1949 komu æðstu ráðamenn Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar til sænska bæjarins Karlstaðs til að fjalla um fyrirhugaða myndun skandinavísks varnarbandalags. Fljótlega kom í ljós á þessum fundi að hugmyndin um varnarbandalag Norðurlanda var andvana fædd.

Ástæðan fyrir því var að Norðmenn og Svíar gátu ekki komið sér saman um eðli slíks bandalags. Norðmenn höfnuðu þegar sjálfstæðu og hlutlausu bandalagi, og Svíar höfnuðu öllum hugmyndum um bandalag sem ekki væri sjálfstætt og samræmdist ekki hlutleysisstefnu þeirra.

Það var afstaða Norðmanna og Svía sem réði því, hvort úr slíku bandalagi yrði. Afstaða Dana var oft á tíðum ruglingsleg í viðræðunum. Hans Hedtoft forsætisráðherra Danmerkur hafði lýst því yfir árið áður, að Danir myndu fylgja Norðmönnum og falla frá skandinavísku varnarbandalagi ef Svíar héldu fast við hlutleysisstefnuna. Þeir voru þó ekki fastari í rásinni en það að í febrúar 1949 hugleiddu Danir að stofna danskt-sænskt varnarbandalag en Svíar höfðu ekki áhuga. Því er ljóst að Danir hefðu sætt sig við hvaða niðurstöðu sem var, þó að þeir hefðu helst kosið norrænt varnarbandalag.

Það voru Norðmenn sem skáru á hnútinn í febrúar 1949 og féllu frá hugmyndinni um skandinavískt varnarbandalag. Þeir höfðu uppi kröfu um að hverju aðildarríki slíks bandalags, sem sækti vopnabúnað sinn aðallega til Bandaríkjanna, væri frjálst að ganga í vestrænt varnarsamstarf, það er í Atlantshafsbandalagið, sem væri nauðsynlegur bakhjarl Norðurlanda. Og eins og áður sagði kusu Svíar hlutleysi, en þeir treystu á sjálfkrafa liðsinni Atlantshafsbandalagsins, ef rauði herinn réðist á ríkin þrjú.

Það sem olli endanlegum sinnaskiptum Norðmanna var sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að láta bandamenn sína í Evrópu ganga fyrir um vopn.

Danmörk og Noreg vanhagaði um hernaðaraðstoð, enda urðu löndin að byggja upp herafla sinn frá grunni vegna tjóns af völdum stríðsins. Meðal annars vegna þess áttu þessi lönd ekki um annan kost að velja en að ganga í Atlantshafsbandalagið.

Ákvörðun Norðmanna réði úrslitum fyrir Dani. Eins og áður sagði, vildu Svíar ekki sérstakt bandalag við þá né heldur Norðmenn. Þeir urðu því að fylgja Norðmönnum hvort sem þeim líkaði betur eða verr.

Niðurstaðan var þó ekki alslæm fyrir þessar þjóðir, því að þær gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu með lágmarksskilyrðum. Hvorki herstöðvar né dvöl hersveita frá öðrum aðildarríkjum um lengri tíma var heimilt á friðartímum. Því má segja að ennþá lifði vottur af hlutleysisstefnunni hjá þessum þjóðum.

Staða Svíþjóðar var önnur þar sem hún var talsvert herveldi á þessum árum. Svíar gátu því staðið einir eftir utan hvers konar hernaðarbandalaga. Reynslan úr heimsstyrjöldinni síðari hafði einnig sýnt að þeir gætu það.

Ísland lætur af hlutleysisstefnu sinni

Segja má að fyrsta skrefið sem Íslendingar stigu í átt frá hlutleysi hafi verið við gerð Keflavíkursamningsins 1946. Í honum fólst að Bandaríkjamenn fengu afnot af Keflavíkurflugvelli til að auðvelda aðflutninga til hernámssvæðis þeirra í Þýskalandi en þó höfðnuðu Íslendingar í þessari lotu beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar í landinu. Einnig hafði þeim áður verið gert að afturkalla hersveitir sem voru fyrir í landinu á stríðsárunum sem og þeir gerðu. Í þeim skilningi má segja að Ísland hafi ekki enn um sinn horfið frá hlutleysisstefnunni.

Valur Ingimundarson sagnfræðingur fullyrðir að með þessum gjörningi hafi meirihluti Alþingis í raun skipað sér í flokk með vestrænum ríkjum. Og að í honum hafi falist ákveðin viðurkenning á því að Ísland væri á hagsmunasvæði Bandaríkjanna.

Annar sagnfræðingur, Þór Whitehead, telur að sú stefna sem mörkuð var með þessum samningi hafi legið ,,...milli hlutleysis og fullrar samstöðu með Vesturveldunum.´´

Hægt er að taka undir orð þessara sagnfræðinga, að visst skref hafi verið stigið í átt til herbúða Vesturvelda. Kalla má þessa stefnu hikstefnu eða tækifærisstefnu. Íslendingar voru þó nógu ákveðnir í því að sýna út á við að þeir héldu hlutleysisstöðu sinni, því að þeir höfnuðu, eins og áður sagði, beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar í landinu.

Valdarán kommúnista í Tekkórslóvakíu í febrúar 1948 ýtti undir íslensk stjórnvöld, líkt og önnur norræn stjórnvöld á sama tíma, að kanna varnir landsins og athuga hvort unnt yrði að styðjast við Keflavíkursamninginn í varnarskyni. Íslenskum ráðamönnum varð ljóst að Bandaríkjastjórn bar engin skylda til að verja Ísland í ófriði. Þeir höfðu heldur enga haldbæra vitneskju um það hvort eða hvernig Bandaríkjamenn hygðust nota landið ef stríð brytist út.

Í þessu ljósi verður að skoða inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið 1949. Mikil óvissa um öryggi landsins, sem skapaðist meðal annars vegna ótta við það sem var að gerast í Evrópu, það er að segja sókn kommúnista í Austur- og Mið-Evrópu, sem og óvissan um afstöðu Bandaríkjanna til Íslands í ófriði, leiddi til þessara aðgerða Íslendinga. Hins vegar tóku íslensk stjórnvöld ekki endanlega ákvörðun um inngöngu fyrr en ljóst varð að Norðmenn og Danir yrðu þátttakendur í bandalaginu.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Engan her þyrfti á landinu á friðartímum. Herforingjar Atlantshafsbandalagsins voru á annarri skoðun en þeir vildu að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli.

Breyting varð loks á stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum á árunum 1950-1951. Þegar Kóreustyrjöldin hófst um sumarið 1950 breyttist afstaða íslenskra ráðamanna á sama hátt og eftir valdarán kommúnista í Tekkóslóvakíu 1948. Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæðið að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Felld var niður stefnan um herleysi á friðartímum og gerður var varnarsamningur við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Bandrísku setuliði var skipað á land í annað sinn.

Með þessu var varnarstefna Íslands endanlega mörkuð næstu áratugi. Íslendingum var orðið ljóst að landfræðileg staðsetning Íslands var ekki lengur vörn og þar af leiðandi ekki lengur hægt að halda uppi sannfærandi hlutleysisstefnu.

Varnarsáttmáli Finnlands við Sovétríkin 1948

Segja má að staða Finnlands og þar með sjálfstæði hafi í raun verið ákveðin á Teheran-ráðstefnunni árið 1943 á milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna.

Þar kom í ljós að Bandamenn litu í raun ekki á Finnland sem hluta af Öxulveldunum. Á ráðstefnunni lofaði Stalín að sjálfstæði Finnlands yrði tryggt þegar reikningarnir hefðu verið gerðir upp við Öxulveldin. Vesturveldin sættu sig við þessi loforð. Þessi trygging opnaði leið fyrir vopnahlé á milli Finnlands og Sovétríkjanna en þessi ríki höfðu átt í styrjöld síðan 1941.

Þessi gagnkvæmi skilningur á stöðu Finnlands leiddi til þess að Finnland lenti fyrir utan deiluna um svæðisskiptingu í Evrópu á milli stórveldanna á Yalta-ráðstefnunni í febrúar 1945. Árið 1944 var samið um vopnahlé á milli Finnlands og Sovétríkjanna meðal annars vegna þessa skilnings en einnig vegna þess að rauði herinn þurfti á öllu sínu liði að halda í framsókninni til Berlínar.

Aðrar ástæður fyrir þessu vopnahléi geta verið, eins og Roy Allison bendir á, viss virðing fyrir Finnum sem bardagamönnum sem og að ef Sovétríkin hefðu hernumið Finnland hefði það gert þeim erfitt fyrir um stríðsskaðabótakröfu á hendur Finnum.

Í þessum vopnahlésamningum töpuðu Finnar endanlega Karelíuhéraði. Einnig töpuðu þeir Petsamósvæðinu sem liggur að Norður-Íshafi, en við þessa landaaukningu fengu Sovétríkin landamæri að Noregi. Sovétmenn fengu einnig hinn hernaðarlega mikilvæga Porkkalaskaga, sem liggur skammt sunnan Helsinki og var hann gerður að flotastöð.

Mikilvægast af þessu öllu var að Sovétmenn litu svo á að með því að taka og halda Petsamó-svæðinu og fá þannig landamæri að Noregi, myndi það koma í veg fyrir að Finnland yrði í framtíðinni notað sam stökkpallur til innrása í Sovétríkin.

Árið 1948 var samið endanlega um frið á milli þessara ríkja. Sovétmenn höfðu frumkvæðið um gerð vináttu- og aðstoðarsamnings sem beint var gegn Þýskalandi eða bandamönnum þess. Samkvæmt fyrstu grein hans voru Finnar skyldugir til að koma í veg fyrir árás á Sovétríkin yfir finnskt land og einnig skyldugir til að þiggja aðstoð Sovétmanna til þess.

Hins vegar bættu Finnar því ákvæði við, sem Sovétmenn voru óánægðir með, að ef öðrum hvorum aðila yrði ógnað, yrðu að eiga sér stað viðræður á milli samningsaðila við mat á þessari ógnun. Þetta þýddi í raun að Sovétmenn gátu ekki ákveðið einhliða um hernaðaraðgerðir til varnar Finnlands og þetta tryggði einnig Finnlandi sjálfræði um varnir landsins að mestu leyti.

Einnig var tekið fram í samningnum að Finnar vildu ekki blanda sér í deilur stórveldanna. Forseti Finnlands, J.K. Paasikivi hafði krafist þess að fá þetta atriði tekið upp í samningnum. Með þessu ákvæði voru Finnar í raun að lýsa yfir hlutleysi sínu.

En hvers vegna sættu Sovétmenn sig við þennan samning? Roy Allison telur að þeir hafi sætt sig við sjálfstæði Finnlands eftir að Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen komust undir ægivald þeirra í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, sem og vegna áframhaldandi hlutleysis Svíþjóðar.

Þessi samningur studdi einnig höfuðmarkmið Sovétríkjanna, en það var að koma í veg fyrir að Norðurlönd gætu bundist í varnarbandalag, sem væri hallt undir Vesturlönd.

Niðurstaðan er því sú að með samningnum frá árinu 1948, hersetu rauða hersins í Eystrasaltslöndunum þremur í botni Eystrasalts og hlutleysi Svíþjóðar, hafi grunnurinn að sjálfstæði og vissu hlutleysi Finnlands verið lagður og tryggður næstu áratugi.

Niðurlag

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari breyttust öll valdahlutföll í Evrópu. Öll Norðurlöndin töldu að þeim stafaði hætta af þessu nýja ástandi og sérstaklega af hendi Sovétríkjanna en þau stóðu uppi sem einn af sigurvegurunum í stríðslok. Ástæðan fyrir því er að þau áttu öll landamæri að þeim, en vaxandi hernaðarumsvif Sovétmanna á Kólaskaganum skellti þeim ótta í bringu.

Hugmyndin um skandinavískt varnarbandalag var andvana fædd. Ástæðan fyrir því var að Norðmenn og Svíar gátu ekki komið sér saman um eðli slíks bandalags, það er hvort það ætti að vera sjálfstætt eða tengt vestrænu hernaðarbandalagi. Svo virðist sem Danir hefðu sætt sig við hvaða niðurstöðu sem væri.

Ísland lét af hlutleysisstefnu sinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi vegna valdaráns kommúnista í Tékkóslóvakíu en það olli töluverðum ótta hér á landi sem annars staðar í Norður- og Vestur-Evrópu. Og í öðru lagi vegna óvissunnar um hvernig eða hvort Bandaríkjamenn hygðust verja landið í ófriði. Íslendingar gengu því í Atlantshafsbandalagið 1949. Óvissa í alþjóðastjórnmálum olli aftur sinnaskiptum hjá íslenskum stjórnvöldum 1951, en þá var gerður varnarsamningur við Bandaríkjamenn og bandarískur her skipaður á land í kjölfarið.

Finnum tókst að viðhalda sjálfstæði sínu og vissu hlutleysi vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í fyrsta lagi tókst þeim að gera samning við Sovétmenn 1948 sem tryggði þeim sjálfstæði í innanríkismálum og hlutleysi í stórveldispólitíkinni. Í öðru og þriðja lagi töldu Sovétmenn öryggi sitt nægjanlega tryggt með hersetu í Eystrasaltsríkjunum þremur í botni Eystrasalts og með hlutleysi Svíþjóðar, en það tryggði að varnarbandalag Norðurlanda varð ekki komið á fót. Þessi þrjú meginatriði tryggðu öryggi Finnlands næstu áratugi.

 

 


Er “Being there” framtíðarspá fyrir forsetatíð Joe Biden?

chancey-joeEf viðkomandi lítur rétt út, segir réttu orðin og á öfluga vini, geturðu fundið út að fjölmiðlar hunsa augljósa andlega hnignun frambjóðand-ans, í þessu tilfelli frambjóðanda til forsetaembættis Bandaríkjanna.

Ég er að tala um frábæra mynd sem nefnist "Being there", sem Peter Sellers leik eftirminnilega í. Við þurfum aðeins að fara í söguþráðinn til að átta okkur á að myndin var forspá um forsetaframboð og forsetatíð Joe Bidens.

Kíkjum á Wikipedia umfjöllun um myndina Being there:

"Miðaldra, einfalt hugsandi Chance býr í raðhúsi auðugs gamla manns í Washington, D.C. Hann hefur eytt öllu lífi sínu í að hirða garðinn og hefur aldrei yfirgefið eignina. Fyrir utan garðrækt er þekking hans alfarið fengin af því sem hann sér í sjónvarpi. Þegar velgjörðarmaður hans deyr, segir Chance barnalega lögfræðingunum að hann eigi enga kröfu á hendur dánarbúinu og er skipað að flytja út.

Chance reikar stefnulaust og uppgötvar umheiminn í fyrsta skipti. Þegar hann gengur framhjá sjónvarpsbúð sér hann sjálfan sig tekinn af myndavél í búðarglugganum. Þegar hann er kominn inn, stígur hann afturábak af gangstéttinni og verður fyrir bíl í eigu hins aldraða viðskiptamógúls Ben Rand. Í bílnum er hin glæsilega og miklu yngri eiginkona Rands, Eve, sem misheyrir „Chance, the gardener“ sem svar við spurningunni hver hann er, sem „Chauncey Gardiner“.

Eve kemur með Chance heim til þeirra til að jafna sig. Hann er í dýrum sniðnum fötum frá 2. og 3. áratug síðustu aldar, sem velunnari hans hafði leyft honum að taka af háaloftinu, og framkoma hans er gamaldags og kurteis. Þegar Ben Rand hittir hann tekur hann „Chauncey“ fyrir yfirstétt, hámenntaðan kaupsýslumann sem hefur lent í erfiðum tímum. Rand dáist að honum og finnst hann beinskeyttur, vitur og með innsæi.

Rand er einnig trúnaðarmaður og ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, sem hann kynnir fyrir „Chauncey“. Í umræðum um efnahagslífið tekur Chance vísbendingu um orðin „örva vöxt“ og talar um breytilegar árstíðir í garðinum. Forsetinn rangtúlkar þetta sem bjartsýn pólitísk ráð og vitnar í „Chauncey Gardiner“ í ræðu. Chance rís nú á landsvísu, sækir mikilvæga kvöldverði, þróar náin tengsl við sovéska sendiherrann og kemur fram í sjónvarpsspjallþætti þar sem ítarlegar ráðleggingar hans um hvað alvarlegur garðyrkjumaður ætti að gera eru misskilin sem skoðun hans á því hvað yrði forsetastefna hans.

Þó að hann sé nú kominn á toppinn í Washington samfélaginu, geta leyniþjónustan og um 16 aðrar stofnanir ekki fundið neinar bakgrunnsupplýsingar um hann. Á þessum tíma verður læknir Rands, Dr. Allenby, sífellt tortryggari um að Chance sé ekki vitur pólitískur sérfræðingur og að leyndardómurinn um sjálfsmynd hans gæti átt sér hversdagslegri skýringar. Dr. Allenby íhugar að segja Rand þetta en þegir þegar hann áttar sig á því hversu hamingjusamur Chance er að gleðja hann á síðustu dögum sínum.

Hinn deyjandi Rand hvetur Eve til að verða nálægt "Chauncey". Hún laðast nú þegar að honum og gerir kynferðislega tilburði. Chance hefur engan áhuga á eða hefur þekkingu á kynlífi, en líkir eftir kossum úr kvikmyndinni The Thomas Crown Affair frá 1968, sem tilviljun er sýnd í sjónvarpinu. Þegar atriðinu lýkur hættir Chauncey skyndilega og Eve er rugluð. Hún spyr hvað honum líkar, sem þýðir kynferðislega; hann svarar "mér finnst gaman að horfa á," sem þýðir sjónvarp. Hún er augnablik hissa, en ákveður að hún sé til í að fróa sér fyrir voyeuristic ánægju hans, þar með ekki eftir því að hann hefur snúið aftur að sjónvarpinu og er nú að líkja eftir jógaæfingu á annarri rás.

Chance er viðstaddur andlát Rand og sýnir ósvikna sorg við fráfall hans. Aðspurður af Dr. Allenby viðurkennir hann að hann „elski Eve mjög mikið“ og einnig að hann sé bara garðyrkjumaður. Þegar hann fer til að tilkynna Eve um dauða Ben, segir Allenby við sjálfan sig: „Ég skil,“ en túlkun á því er eftir áhorfandanum.

Á meðan forsetinn flytur ræðu við jarðarför Rand, halda pallberarnir hvíslaðar umræður um hugsanlega afleysingar forsetans á næsta kjörtímabili og eru einróma sammála um Chauncey Gardiner sem eftirmann. Óvitandi um allt þetta, reikar Chance í gegnum vetrarbú Rand. Hann réttir út furuunga sem er flattur af fallinni grein og gengur síðan yfir vatnsflöt. Hann staldrar við, dýfir regnhlífinni djúpt í vatnið undir fótum sér, heldur svo áfram á meðan forsetinn heyrist vitna í Rand: "Lífið er hugarástand." Tilvísun í Wikipedia lýkur.

Þar með endar myndin í lausu lofti en gefur til kynna til metorðastiga hans í framtíðinni. Myndin er auðljóslega pólitísk ádeila og ég man að myndin á sínum tíma var sýnd í marga mánuði hér á Íslandi við miklar vinsældir.

Ég tek eftir að ég er ekki sá eini sem hefur uppgötvað samlíkingu með Joe og Chance, það eru nokkrar erlendar greinar sem fjalla einmitt um það sama. Chance er greinilega vitgrannur, úr tengslum við veruleikann, kominn á eftri ár og greinilega ekki hæfur til starfa, sem sama má segja um Joe Biden.

Eins og titill myndarinnar gefur til kynna, er nefnilega nóg að vera "being there", vera á staðnum, til að eiga kost á forframa, frægð og valda. Umbúðirnar en ekki innihald, sem skiptir máli. Hversu djúpt getur lýðræðið sokkið?

Being there

 

 

 


Þrjátíu ára stríðið – fyrsta alsherjarstríðið í Evrópu?

Gústaf AdólfÁrið 1618 brutust út þau fyrstu í röð átaka í Norður og Mið-Evrópu sem olli þriggja áratuga ofbeldi, hungursneyð og sjúkdómum sem gengu yfir álfuna og fækkaði íbúum hennar um tugi prósenta. Það sem við þekkjum núna sem Þrjátíu ára stríðið stóð til 1648.

Vitsmunalegt umrót sem fylgdi í kjölfarið var upphaf nýtt heimsskipulags og lagði grunninn að lagagerð fyrir stríð (alþjóðleg stríðslög). En þátturinn hefur ómað í gegnum aldirnar á annan, minna þekktan hátt. Góðgerðarstarf St Vincent de Paul markaði fæðingu mannúðarstarfs eins og við þekkjum það í dag. Og það eru margar hliðstæður á milli þessara langvinnu átaka og núverandi jafngilda þeirra – til dæmis í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu – þar sem erfitt hefur verið að ná varanlegum pólitískum lausnum.

Þrjátíu ára stríðið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu. Og það var þetta umrót – ekki hernaðarátök í sjálfu sér – sem tók þyngsta mannlegan tollinn. Næstum fjórum öldum síðar kennir Þrjátíu ára stríðið okkur hvernig langvarandi átök geta valdið hungursneyð og valdið hörmungum fyrir óbreytta borgara og hvernig stórveldispólitíkin hefur í eðli sínu lítið breyst á þessu tímabili. Segja má að grunnurinn að stórveldapólitík nútímans megi rekja til stríðsins.

En svörum nokkrum spurningum og reynum að finna hliðstæður í samtímanum.

Hvað olli Þrjátíu ára stríðinu?

Þrjátíu ára stríðið, er röð stríða sem Evrópuþjóðir háðu af ýmsum ástæðum, þau kviknuðu árið 1618 vegna tilraunar konungs Bæheims (verðandi Heilaga rómverska keisarans Ferdinand II) til að knýja fram kaþólska trú  yfir allt ríki sitt. Mótmælendatrúarmenn gerðu uppreisn og um 1630 var mestur hluti meginlands Evrópu í stríði.  Stríðið var þar með fyrsta Evrópustríðið en hliðstæður má finna í Napóleon stríðunum, fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri seinni.

Hver voru helstu megin viðfangsefni Þrjátíu ára stríðsins?

Þrjátíu ára stríðið, röð stríðsátaka sem Evrópuþjóðir háðu af ýmsum ástæðum, kviknuðu árið 1618 vegna tilraunar konungs Bæheims (verðandi Heilaga Rómverska keisarans Ferdinand II) til að knýja fram kaþólska trú á öllu sínu ríki. Mótmælendatrúarmenn gerðu uppreisn og um 1630 var mestur hluti meginlands Evrópu í stríði.

Frá 1618 til 1625 voru átökin að mestu leyti þýsk borgarastyrjöld, þar sem þýsk ríki mótmælenda börðust við austurríska Hapsborgara, þýska kaþólska bandamenn þeirra og hinn kaþólska Spán. Þó að mál um pólitískta drottnun hafi verið þáttur í átökunum snerust þau að grunni til um trúarbrögð. Síðari hluti átakanna snérist um stórveldaslag eins og komið verður inn á hér á eftir en venjulega er stríðinu skipt í fjóra hluta. Kem inn á það á eftir.

Þrjátíu ára stríðinu lauk með Vestfalíusáttmálanum árið 1648, sem breytti Evrópukortinu óafturkallanlega. Samið var um frið frá 1644 í vestfalsku bæjunum Münster og Osnabrück. Spænsk-hollenski sáttmálinn var undirritaður 30. janúar 1648.

Hver var helsta afleiðing Þrjátíu ára stríðs?

Í kjölfar 30 ára stríðsins (1618-1648) urðu Sviss og Holland sjálfstæð ríki; Þýskaland sundraðist og íbúum þess fækkaði mjög; og Frakkland varð fljótlega ráðandi ríki í vesturhluta meginlands Evrópu. Í stríðinu tók Spánn einnig að hnigna sem nýlenduveldi.

Hvaða áhrif hafði Þrjátíu ára stríðið á Þýskaland?

Þýskaland var megin vettvangur átakanna. Efnahagur Þýskalands varð fyrir mikilli röskun vegna eyðileggingar þrjátíu ára stríðsins. Stríðið jók á efnahagshrunið sem hófst á seinni hluta sextándu aldar þegar evrópskt hagkerfi færðist vestur til Atlantshafsríkjanna - Spánar, Frakklands, Englands og láglanda.

Hvaða áhrif hafði þrjátíu ára stríðið á Evrópu?

Þrjátíu ára stríðið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu....Það varð kveikjan að Bæheimsuppreisnina, sem sló yfir víðfeðmt svæði í Evrópu, kom spænskum hersveitum yfir Alpana til að heyja herferð í Hollandi og leiddi, frekar ólíklega, til hernáms Svía í Alsace og bjó til stórveldi nútímans.

Hvernig breytti 30 ára stríðið samfélaginu?

Stríðið hafði einnig mikil áhrif á samfélagið þar sem það eyddi stóran hluta íbúa Þýskalands, eyðilagði uppskerur, hjálpaði til við útbreiðslu sjúkdóma og útrýmdi þýska hagkerfinu frá hinu smáu til stóra.

Almenningur sem bjó í Evrópu á þessum tíma varð kannski fyrir mestum áhrifum af stríðinu. Eitt af einkennum nútímastríðs er að það er allsherjar stríð, þar sem allt er undir og almenningur verður fyrir barðinu á átökunum, því alls staðar var barist. Til samanburðar má segja að átök miðalda hafi einmitt verið hið gagnstæða, átök á stríðsvöllum og umsátur um kastala, á milli herja.

Hverjir voru fjóru áfangar Þrjátíu ára stríðsins?

Áfangi 1

Í fyrsta áfanga gerðu mótmælendur Bæheimar uppreisn gegn kaþólska Hapsborgarkonungnum Ferdinand eftir að hann hafði fallið frá stefnu um trúarlega umburðarlyndi. Bæheimar buðu kalvíníska yfirmanni mótmælendabandalagsins að stjórna þeim. Ferdinand II gekk í bandalag við Maximilian og sendi keisarasveit sína af stað.

Hann aflaði einnig stuðnings spænskra hermanna frá frænda sínum, Hapsborgarkonungi Spánar. Í millitíðinni tryggðu Mótmælendur Bæheims stuðning Friðriks af Palatínu og yfirmanni mótmælendasambandsins.

Í orrustunni við White Hill sem fylgdi í kjölfarið var her Frederick gjörsamlega tekinn í bakaríið af sameinuðum sveitum keisarans og bandalagsins undir stjórn Tilly. Eftir ósigur hans var Friðrik rekinn í útlegð og ríki hans sem og kosningastjóri voru afhentir Maximilian frá Bæjaralandi.

Þannig var mótmælendatrú næstum niðurbrotin í Bæheimi og kaþólikkar stóðu sigri hrósandi. Landmissi Friðriks vakti mjög mikla athygli meðal lúterskra manna sem hingað til höfðu verið áhugalausir.

Jafnvel mótmælendakonungarnir í Evrópu höfðu áhyggjur af neyð Friðriks og Jakob I af Englandi tóku meira að segja ákveðin skref til að endur innstilla Friðrik (tengdason sinn) í ríki sínu. Hann hafði þó ekki árangur sem erfiði. Þess vegna fóru hin evrópsku stórveldin núna að fylgjast með keppninni af miklum áhuga.

Áfangi 2

Á öðrum áfanga áttu sér stað átök milli lúterska Danakonungs og Ferdinands II. Mótmælendaríkjunum í Norður-Þýskalandi, sem var brugðið yfir velgengni Ferdinands gegn Bæheimi, gerðu bandalag við Danakonung og lýstu yfir stríði. Danakonungur tók höndum saman við mótmælendur vegna þess að hann vildi öðlast aukið yfirráð yfir þýskt landsvæði og koma í veg fyrir metnað eða aukin völd Hapsborgara.

Hins vegar reyndust sveitir Ferdinand II of sterkar fyrir þá. Danski herinn var hrakinn  og sigraður og allt Norður-Þýskaland var undirokað. Wallenstein, hershöfðingi kaþólska bandalagsins, réðst síðan yfir Danmörku þar til hann var skákaður út í Stralsund árið 1629.

Þetta áfall Wallensteins hvatti Kristján IV til að endurnýja tilraunir sínar, en hann beið ósigur og neyddist til að undirrita friðarsamninga í Lubeck árið 1629. Sem afleiðing af þessum sáttmála fékk hann til baka misst svæði sín gegn loforðum um að forðast frekari afskipti af þýsku málum.

Örvaður af sigri sínum á Danmörku hélt Ferdinand áfram að gefa út endurreisnartilskipunina árið 1629 þar sem mótmælendum var skipað að endurheimta til handa kaþólsku kirkjuna öll þau kirkjulegu lönd sem þeir höfðu tekið til eignar síðan friðarsamkomulagsins í Augsburg.

Hann knúði fram upptöku landa með lausbundnum hermönnum Wallensteins. Þar sem þessi athöfn Ferdinands hafði áhrif á flesta mótmælendur, fannst jafnvel Lúthersmenn þeir einnig vera mjög áhyggjufullir. Þeir sökktu ágreiningi sínum við kalvínista og gerðu sameiginlegan málstað að sínum með þeim gegn kaþólikkum. Þannig voru allar vonir um varanlegan frið brostnar.

Áfangi 3

Eftir seinni ósigur púrítana, hljóp hinn lúterski konungur Svíþjóðar, Gústafs Adolfs,  inn í slaginn, ekki svo mikið af trúarlegum forsendum heldur vegna vonar um að færa ríki sitt til suðurs í Eystrasalti. Hann var sannfærður um að hernám Eystrasaltshafna af keisarans hálfu myndi skaða sænska hagsmuni mjög.

Frekari grunnur að hernaðarárangur gegn kaþólikkum gæti hjálpað honum að láta drauminn um stærra sænskt heimsveldi verða að veruleika. Í samræmi við það lenti Gústaf Adolf í Þýskalandi með  13.000 mjög agaða hermenn. Hann fékk hins vegar ekki fullan stuðning frá mótmælendum.

Þrátt fyrir þetta tókst honum að leggja undir sig höfuðborg Bæjaralands, München. Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum að Ferdinand II hafi beðið ósigur vegna þess að hann hafði rekið Wallenstein hershöfðingja sinn úr starfi. Eftir ósigur fyrir hönd Gústafs, kallaði Ferdinand II  til sín hershöfðingja sinn sem var rekinn og bað hann um að taka aftur við stjórn keisarahersins.

Önnur orrusta var háð við Lutzen í Saxlandi árið 1632 milli hersveita undir forystu Wallensteins og Gústafs Adólfs. Þrátt fyrir að Gústaf Adólf hafi dáið í bardaganum unnu fylgjendur hans röð frábærra sigra. Stríðið dróst á langinn til 1635 þegar málamiðlunarfriður var samþykktur.

Áfangi 4

Í fjórða áfanganum (1635-48) háðu Svíar og Frakkar stríð gegn Þýskalandi. Áður en hægt var að framfylgja friði milli Svíþjóðar og Ferdinands II, datt Richelieu kardínáli, aðalráðgjafi franska konungsins, í hug að veiða í hafsvæði óróa og afla ávinnings á kostnað Habsborgaraættarinnar. Þess má geta að hann var alls ekki knúinn af trúarlegum sjónarmiðum og vildi aðeins láta franska konungsveldið ríkja yfir öllum keppinautum.

Þannig tók stríðið á sig í fjórða áfanganum keim af ættarbaráttu milli Hapsborgara og Borbóna. Í baráttunni héldu sænski herinn og þýskir mótmælendur austurríska hernum uppteknum á meðan Frakkar einbeittu sér að Spáni. Árið 1643 unnu Frakkar sigur á Spánverjum og sneru sér síðan til Þýskalands. Næstu fimm árin héldu þeir áfram að berjast og reyndu að veikja vald Hapsborgara enn frekar.

Frönsku hershöfðingjarnir Turenne og Conde unnu röð sigra á keisarahernum. Maximilian frá Bæjaralandi var einnig sigraður. Frakkar ýttu nýja keisaranum Ferdinand II jafnt og þétt til baka og neyddu hann til að undirrita sáttmálann í Vestfalíu árið 1648. Þessi sáttmáli markar tímamót í sögu Evrópu. Það markaði lok trúarbragðastríðna í Evrópu og hóf tímabil pólitíkunnar og ættabaráttu. Hætt var að mestu berjast vegna trúaratriða.

Helstu afleiðingar Þrjátíu ára stríðsins  og skilgreiningar

 

Hvers vegna er þrjátíu ára stríðið stundum kallað fyrsta nútímastríðið?

Vegna þess að það hafði djúpstæð og varanleg áhrif á Evrópu á þeim tíma - dró að sér heila hluta samtíma samfélags inn í átökin, bæði á og utan vígvallarins - mætti með réttu lýsa því sem dæmi um alsherjarstríð sem er einmitt einkenni nútímastríða.

Regluvæðing stríðslistarinnar

Í Þrjátíu ára stríðinu voru nokkrir ofbeldisfyllstu og blóðugustu þættir sögunnar. En þetta var meira en bara æði svívirðilegra grimmdarverka. Upp úr ringulreiðinni á vígvellinum komu nýjar reglur - sumar knúnar áfram af mjög raunsærri þörf til að spara orku og þörfina að hafa reglu á óreglunni, aðrar af trúarlegum ástæðum.

Hinn mannskæði tollur átakanna

Talið er að 30 ára stríðið hafi kostað á milli 4 og 12 milljónir mannslífa. Um 450.000 manns fórust í bardaga. Sjúkdómar og hungursneyð tók til meirihluta mannfallsins. Áætlanir rannsóknir benda til þess að 20% íbúa í Evrópu hafi farist og á sumum svæðum hafi íbúum þeirra fækkað um allt að 60%.

Þessar tölur eru ótrúlega háar, jafnvel á 17. aldar mælikvarða. Til samanburðar má nefna að fyrri heimsstyrjöldin - þar á meðal þegar spænska veikin braust út eftir vopnahlé - kostaði um 5% íbúa Evrópu lífið. Eina sambærilega dæmið var tap Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni, sem nam 12% íbúa Sovétríkjanna. Þrjátíu ára stríðið tók gífurlegan mann toll, með verulegum og langvarandi áhrifum á hjónabandið og fæðingartíðni.

Sögulegar heimildir herma til dæmis að sænski herinn einn hafi eyðilagt 2.200 kastala, 18.000 þorp og 1.500 bæi í Þýskalandi og þurrkað þriðjung borga landsins af kortinu. Gripdeildir og hertaka Magdeburg 1631 var t.a.m. óvenju grimmur þáttur. Átökin kostaði 24.000 mannslíf - meirihluti brann lifandi á því sem eftir var af heimilum sínum. Umfang grimmdarverka er enn umdeilt og við getum ekki sagt með vissu að kerfisbundin fjöldamorð hafi átt sér stað. En sönnunargögnin sýna hvernig bardagasveitir notuðu hryðjuverk til að bæla niður vilja almennra borgara og benda til rán og gripdeildir sem viðtekna venju.

Samfélög samþykktu að greiða mögulegum innrásaraðilum Brandschatzung (brunaskatt) eða aðra álagningu sem verndarfé gegn eyðileggingu og ráni. Á meðan leituðu bændur skjóls í bæjum og borgum vegna þess að það var orðið of áhættusamt að halda áfram ræktun á landi sínu.

Árið 1634, til dæmis, voru 8.000 af þeim 15.000 sem bjuggu í Ulm flóttamenn – svipað hlutfallslega og ástandið í Líbanon í dag. Verð á hveiti sexfaldaðist sums staðar. Um 1648 hafði þriðjungur ræktunarlands í Evrópu verið yfirgefinn eða skilinn eftir.

Hvað getum við lært af Þrjátíu ára stríðinu?

Sagnfræðingar eru í stórum dráttum sammála um hvað þrjátíu ára stríðið kennir okkur í dag. Sumir halda því fram að þetta hafi verið fyrsta dæmið um algert gereyðingastríð og nefna víðtæk, djúp og langvarandi áhrif þess á samtíma samfélagið þessa tíma. Í öllu falli var þetta nútímastríð - blanda af lágstyrksátökum og hefðbundnum orrustum sem líktust lítið riddaraskapi miðalda eða „blúndustríðunum“ á 18. öld.

Sumir athugendur – fræðingar í dag - draga pólitískar hliðstæður á milli trúarstríðanna á 17. öld og annarra átaka í dag um allan heim.

Sú skoðun, að minnsta kosti sums staðar, að fullveldi vestrænna ríkja sé að sundrast, ýtir undir hugmyndir um hliðstæður og meira segja utan Vesturálfu.

Fyrir nokkrum árum, til dæmis, kallaði Zbigniew Brzezinski átökin í Miðausturlöndum „þrjátíu ára stríð“. Og þegar ungur götusali í Túnis kveikti í sjálfum sér árið 2011, dró Richard Haas hliðstæður við vörnina í Prag.

Sumir hagfræðingar eins og Michael T. Klare halda því fram að við gætum vel séð afturhvarf til óstöðugleika – og pólitískra og hernaðarlegra átaka – um miðja 17. öld þegar auðlindir verða af skornum skammti, loftslagsbreytingar taka sinn toll og landamæri eru dregin upp á nýtt. Og stefnufræðingar halda í vonina um að samkomulag að hætti Westfalen geti komið á varanlegum friði sums staðar í heiminum.

Þó að þetta sé aðlaðandi pólitísk samlíking lifum við í öðrum heimi í dag. Alheimsskipan, og hvernig heiminum er stjórnað, hefur breyst. Það er alltaf hættulegt að bera saman tvo þætti svo langt á milli í tíma. Líkindi eru engin trygging fyrir samanburði. Þeir sem horfa til fortíðar til að útskýra atburði nútímans eru reglulega sakaðir um að vera með dulda pólitíska dagskrá - að láta hlutina passa við boðskap þeirra. Segja má að sagan endurtaki sig, en bara ekki í smáatriðum og ekki með sama hætti og undir öðrum kringumstæðum.

Hrikalegur tollur blendingshernaðar

Ef til vill er mikilvægasti lærdómurinn sem við getum dregið af þrjátíu ára stríðinu dreginn annars staðar - í enduróm þess við átök nútímans þar sem varanlegar pólitískar lausnir finnast varla. Heimildir  sem ná meira en 300 ár aftur í tímann sýna hversu víðtækt og langvarandi ofbeldi hafði djúpstæð áhrif á félagslegt og pólitískt kerfi samtímans. Og við getum ekki annað en dregið hliðstæður við nútíma átök - í Afganistan, Lýðveldinu Kongó, Súdan og Sómalíu.

Í ritgerð sinni um stríð rökstuddi Carl von Clausewitz lausnir fyrir staðbundnum, skjótum, afgerandi bardögum til að leiðrétta valdajafnvægi. Samt er 30 ára stríðið kannski eitt af elstu skráðum dæmum um langvarandi átök - þar sem hefðbundið bardaga- og vopnahléslíkan á ekki við. Og í þeim skilningi er margt líkt með umsáturshernaði á stöðum eins og Írak og Sýrlandi, þar sem báðir aðilar reyna að eyða hinum en hvorugur hefur fjármagn til að vinna afgerandi sigur - með langvarandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara og umhverfi þeirra.

Hagfræðingurinn Quintin Outram hefur skoðað tengsl ofbeldis, hungurs, dauða og sjúkdóma í þrjátíu ára stríðinu og rökstuddi þá skoðun sína að ekki sé hægt að rekja hið gífurlegu mannfalls til vopnaðra átaka eða efnahagslegra erfiðleika eingöngu.

Hernaðarorrusturnar voru hvatinn að því sem gerðist í þrjátíu ára stríðinu, en þær voru ekki aðalorsök mannfalls. Ofbeldið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu og þessar breytingar voru það sem skrifuðu í bækur hörmungarnar í stórum stíl. Þetta ferli gekk ekki hratt fyrir sig. En þegar ofbeldið var orðið landlægt og viðvarandi sjálft voru breytingar óhrekjanlegar.

Að greina á milli samhliða, fylgni og orsakasamhengis er viðvarandi barátta fyrir átakakenningasmiða. Sérfræðingar eru til dæmis enn ósammála um hvort orsakatengsl séu á milli vannæringar og útbreiðslu smits og smitsjúkdóma. En við vitum fyrir víst að útbreitt hungursneyð kemur oft sem óbein – en ekki síður raunveruleg – afleiðing af hernaði.

Fæðing mannúðarstarfs?

Árið 1640 skipaði Lúðvík XIII Vincent de Paul, sem síðar var tekinn í dýrlingatölu, að senda tugi trúboða til hertogadæmanna Bar og Lorraine til að aðstoða fólk sem þjáðist af hendi innrásarhers Svía og hernámsliðs Frakka. Samtímarit minna á, í hryllilegum smáatriðum, hvernig lífið var - fólk svalt í stórum stíl og kirkjan fékk jafnvel fregnir um mannát.

Mannúðarstarf í langvinnum átökum

Þrjátíu ára stríðið þjónar sem myndlíking fyrir það starf sem mannúðarsamtök vinna í átökum af öllum stærðum og gerðum. Við verðum að mæta brýnum þörfum. Á sama tíma verðum við að vernda heilbrigðis- og menntakerfi, tryggja að fólk hafi áreiðanlegt framboð af mat og halda vatninu rennandi og ljósum kveikt.

Friðargerðin í Vestfalíu var afrek pólitísks vilja. Hún endaði þrjátíu ára stríðið. Og það kom á nýju þjóðríkiskerfi í megindráttum lifir til þessa dags. En það var líka afrakstur úrslitinnar, rýrðrar Evrópu. Kannski væri meira viðeigandi nafn átakaþreyta.

Arfleifð Þrjátíu ára stríðsins

Á endanum telja sagnfræðingar að Vestfalíufriðurinn hafi lagt grunninn að myndun nútíma þjóðríkis, komið á föstum mörkum fyrir löndin sem tóku þátt í bardaganum og í raun kveðið á um að íbúar ríkis væru háðir lögum þess ríkis og ekki annarra stofnana, veraldlegra eða trúarlegra.

Þetta gjörbreytti valdahlutföllum í Evrópu og leiddi til minni áhrifa á pólitísk málefni fyrir kaþólsku kirkjuna, sem og aðra trúarhópa.

Eins hrottalegir og bardagarnir voru í þrjátíu ára stríðinu, létust hundruð þúsunda af völdum hungursneyðar vegna átakanna auk taugaveikifaraldurs, sjúkdóms sem breiddist hratt út á svæðum sem voru sérstaklega sundruð af ofbeldinu.

Sagnfræðingar telja einnig að fyrstu evrópsku nornaveiðarnar hafi hafist í stríðinu, þar sem tortrygginn almenningur rakti þjáningar um alla Evrópu á þeim tíma til „andlegra“ orsaka.

Stríðið ýtti einnig undir ótta við „hina“ í samfélögum víðsvegar um meginland Evrópu og olli auknu vantrausti meðal þeirra sem eru af ólíkum þjóðerni og trúarbrögðum – viðhorf sem eru viðvarandi að einhverju leyti enn þann dag í dag.

"Seinna þrjátíu ára stríðið" er mjög gagnrýnd tímabilssetning sem sagnfræðingar nota stundum til að ná yfir stríðin í Evrópu frá 1914–1945 og leggja áherslu á líkindi tímabilanna.

Rétt eins og 30 ára stríðið (1618–1648) var ekki um eitt stríð að ræða, heldur röð átaka á mismunandi tímum og stöðum, síðar skipulögð og nefnd af sagnfræðingum í eitt tímabil, og hefur verið litið á,,seinna 30 ára stríðið" sem "Evrópsk borgarastyrjöld" þar sem barðist var um vandamál Þýskalands en með nýrri hugmyndafræði eins og kommúnisma, fasisma og nasisma.


Hvað ef til stríðs kemur á milli Úkraínu og Rússlands?

indexÞetta eru alveg hræðilegar fréttir að það komi hugsanlega til stríðs milli þessara þjóða. Ég sé engan tilgang með slíku stríði, jafnvel þótt Pútín takist að koma á leppstjórn í Kíev eins og Bretar halda fram að tilgangurinn sé.  Það er bara skammgóður vermir.  Vonandi er þetta harðkjarna diplómatsía, ekki undanfari stríðs.

Málið lítur út eins og Rússland muni gera innrás í Úkraínu og þeir muni valta yfir úkraínska herinn.  Eins og venjulega eru íslenskir fjölmiðlar með engar fréttaskýringar og því ekki hægt að meta ástandið með lestri þeirra.

Ég birti hér þýðingu mína á grein í France 24. Þýðingin er kannski ekki frábær en textinn ætti skiljast. Ég er hér að skrifa mig til skilnings og ég tek enga afstöðu til þessara átaka nema að ég er á móti átökum yfirhöfuð. Hér kemur þýðingin:

Bakgrunnur

Þegar spennan eykst fyrir kreppuviðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vegna Úkraínu deilunnar á föstudaginn, hafa endurminningar um rússneska herinn sem  yfirbugaði úkraínska herinn á skjótan hátt við innlimun Krímskaga árið 2014 komið upp.

En Úkraína hefur bætt varnarviðbúnað sinn verulega - með meira en lítilli aðstoð frá NATO-ríkjum.

Myndartexti: Ummæli Bismarcks um að við lærum ekki af sögunni annað en að við lærum ekki af sögunni eru sígild. 

Quotation-Otto-von-Bismarck-What-we-learn-from-History-is-that-no-one-learns-65-21-83

Bretar bættu á sama tíma við meiri þrýstingi í vikunni þegar þeir tilkynntu að þeir væru að senda Úkraínu herbúnað, aðallega skammdrægar skriðdrekaflugskeyti til sjálfsvarnar.

Úkraínsk yfirvöld, fyrir sitt leyti, láta sífellt brýnni viðvörun frá því að Rússar sendu um 100.000 hermenn, samkvæmt bandarískum áætlunum, meðfram austurlandamærunum.

Á miðvikudag tilkynntu Rússar að þeir hefðu flutt hermenn til Hvíta-Rússlands fyrir það sem þeir kölluðu sameiginlegar heræfingar, sem gefur þeim kost á að ráðast á Úkraínu úr norðri, austri og suðri.

Tæpum 24 tímum síðar sagði rússneska varnarmálaráðuneytið á fimmtudag að það myndi halda risastórar flotaæfingar yfir fjögur höf - Atlantshafið, Kyrrahafið, Norðurskautið og Miðjarðarhafið - sem fela í sér beitingu meira en 140 herskipa og stuðningsskipa.

Moskvu halda áfram að staðhæfa að rússnesk stjórnvöld hafi engin áform um að ráðast inn, en hefur staðið við röð krafna – þar á meðal bann við að Úkraína gangi í NATO – í skiptum fyrir afstignun.

Bandaríkin hafa á meðan gefið grænt ljós fyrir Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen til að flýta sér með bandarísk framleidd vopn til Úkraínu, sagði heimildarmaður sem þekkir heimildirnar við AFP.  Arvydas Anusauskas, varnarmálaráðherra Litháens, staðfesti á fimmtudag að land hans væri að senda varnabúnað og aðra aðstoð til Úkraínu til að hindra árás Rússa.

Á síðasta ári samþykkti stjórn Biden að flytja bandarísk vopn að andvirði 650 milljóna Bandaríkjadala til Úkraínu, þar af 200 milljónir Bandaríkjadala í desember 2021 einum.

Það er lítill vafi á því að Úkraína er að auka vopnabúr sitt ef til rússneskra árása kemur.

En getur úkraínski herinn virkilega staðið móti rússnesku herliði sem samanstendur af hundruðum þúsunda hermanna á jörðu niðri, auk skriðdreka, búnir skammdrægum eldflaugum og studdir af flota- og flugherjum?

Gróf uppvakning fyrir stjórnvöld í Kíev

Árið 2014, við innlimun Krímskaga, komust rússneskir hermenn auðveldlega framhjá vörnum Úkraínu. Á þeim tíma „var úkraínski herinn í ansi hörmulegu ástandi“, rifjaði upp Julia Friedrich, rannsóknarfélagi við Global Public Policy Institute í Berlín, í viðtali við FRANCE 24.

„Atburðir 2014-2015 voru ruddaleg vakning fyrir Kíev, sem síðan fór í miklar hernaðarumbætur,“ útskýrði Nicolo Fasola – sérfræðingur í öryggismálum á fyrrum sovétsvæðum við háskólann í Birmingham – í viðtali við FRANCE 24.

Það var átak sem virkaði í upphafi. Úkraínski herinn hefur stækkað úr um 6.000 hermönnum sem eru reiðubúnir í næstum 150.000 samkvæmt samantekt bandarísku þingsins sem var framkvæmd í júní 2021. „Frá 2014 hefur Úkraína reynt að nútímavæða skriðdreka sína, brynvörð farartæki og stórskotaliðskerfi,“ segir í fréttum.

Fjárhagsleg viðleitni Kíev til að nútímavæða her sinn undanfarin sjö ár hefur verið umtalsverð. Hlutur þjóðarfjárlaga sem ráðstafað er til hernaðarútgjalda jókst úr 1,5 prósentum af landsframleiðslu (vergri landsframleiðslu) árið 2014 í meira en 4,1 prósent árið 2020, samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Þessi hlutur varnarmálaútgjalda er meiri en flestra NATO-ríkja og svipuð hernaðarútgjöldum Rússlands.

Bandarískar skriðdrekaflugskeyti og tyrkneskir drónar

Úkraína er þar að auki ekki lengur ein gegn Rússlandi. Frá árinu 2014 hefur NATO sem samtök sem og sum aðildarlönd „veitt umtalsverða aðstoð, sem jafngildir um 14 milljörðum dollara,“ áætlar Fasola.

Bandaríkin hafa verið aðalframleiðandinn af herbúnaði eins og fjarskiptabúnaði, herflutningabílum og meira en 200 Javelin haldheldnum skriðdreka eldflaugum. Bretland, Pólland og Litháen hafa einnig útvegað Úkraínu varnarvopn.

Jafnvel Tyrkland hefur komið Úkraínu til hjálpar með því að selja frægu Bayraktar TB2 dróna sína. „Þó að bandarísk vopn, eins og Javelin skriðdrekaflugskeyti, hafi fengið flestar fyrirsagnir í vopnabúri Úkraínu, hefur minna hylltur stuðningur Kíevsv frá Tyrklandi vakið viðvörun í Moskvu,“ sagði Washington Post um helgina.

Notkun Bayraktar TB2 dróna í Líbýu, Sýrlandi og sérstaklega Nagorno-Karabakh átökin 2020 milli Aserbaídsjan og Armeníu hafa sannarlega náð fyrirsögnum. En Friedrich bendir á að þó „það sé rétt að þessar vélar reyndust afgerandi í Nagorno-Karabakh deilunni, þá er erfitt að vita hvaða áhrif þær gætu haft í hugsanlegum átökum við Rússland, þar sem uppsetningin er svo ólík“.

Þjálfaðir og áhugasamir hermenn losa um sovéska arfleifð

Nútímavæðing hersins í Úkraínu er ekki bara magnbundin eða bundin við efnisbúnað. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir hvað varðar þjálfun og undirbúning fyrir bardaga,“ sagði Gustav Gressel, sérfræðingur í málefnum rússneskra hermála hjá Evrópuráðinu um utanríkistengsl, í viðtali við FRANCE 24.

Að sögn Gressel kom einn helsti veikleiki úkraínska varnarkerfisins frá hernaðarkenningunum sem þróaðar höfðu verið á Sovéttímanum. „stjórnvöld í Moskvu vissi því fullkomlega við hverju hún átti að búast og gat undirbúið sig í samræmi við það,“ útskýrði hann.

Sovéski varnararfurinn undirstrikar mikilvægi herþjálfunar sem NATO-leiðbeinendur veita í úkraínskum bækistöðvum, svo sem þjálfunarmiðstöð herlögreglunnar (MLOS), sem komið var á fót nálægt borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, nálægt pólsku landamærunum. „Þetta hefur gert yfirmönnum og hermönnum kleift að aflæra gömul viðbrögð sem eru fyrirsjáanleg fyrir Moskvu,“ sagði Gressel.

Önnur eign úkraínska hersins kemur frá hermönnum hans. „Flestir þeirra skráðu sig á árunum 2014-2015. Þannig að það er sjálfviljugur viliji til að verja heimalandið, sem þýðir að þeir eru mjög áhugasamir og hafa mikinn baráttuanda,“ sagði Glen Grant – háttsettur sérfræðingur hjá Baltic Security Foundation sem hefur starfað í Úkraínu við hernaðarumbætur landsins – í viðtali við FRANCE 24. „Milli Javelin eldflauganna, dróna og starfsanda hermannanna er úkraínski herinn orðinn ógnvekjandi andstæðingur,“ bætti hann við.

Þetta á sérstaklega við í austurhluta Donbass-héraðsins, þar sem úkraínskir ​​hermenn hafa öðlast reynslu í átökum sem geisað hafa í meira en sjö ár gegn aðskilnaðarsinnum með stuðningi Rússa.

Yfirburðir Rússa í lofti 

En fyrir Úkraínu er ástandið í Donbass tvíeggjað. „Þetta er átakalítil átök, nokkuð nálægt skæruhernaði, og þetta hefur leitt til þess að Vesturlönd og Kíev hafa einbeitt sér að hernaðarkenningum og búnaði sem hentar fyrir þessa tegund átaka, en ef til árásar Rússa verður, mun það líklega verða mjög mismunandi,“ sagði Fasola.

Til dæmis, „Bandaríkjamenn hafa útvegað úkraínska hernum leyniskytturiffla til að berjast gegn Rússlandi, sem notar Donbass sem æfingasvæði fyrir eigin leyniskyttur,“ sagði Gressel. En vopn af þessu tagi munu ekki koma að miklu gagni gegn rússneskum skriðdrekum sem fara yfir landamærin.

Sérstakur eðli átaka í Donbass, sem eru aðallega skæruátök, hefur ekki orðið til þess að úkraínski flugher hafi verið beitt.

Hernaðarsérfræðingar telja að nútíma væðing flughers Úkraínu hafi verið léleg og að flugflotinn sé enn veiki blettur varnargetu Úkraínu. Flestar sprengju- og orrustuþotur landsins eru meira en 30 ára gamlar og flugmenn eru illa þjálfaðir og illa launaðir. „Þetta er ástæðan fyrir því að ef Rússar ákveða að gera árás og nota flugvélar sínar rétt, ætti flugstuðningurinn fljótt að gefa þeim afgerandi forskot, þrátt fyrir alla nútímavæðingu úkraínska hersins,“ sagði Gressel.

Mat á „kostnaðar-ábatahlutfalli sóknar“

Ef Rússar ákveða að ráðast inn, viðurkennir Friedrich að „það verður mjög erfitt fyrir Úkraínu og bandamenn þess að viðhalda valdajafnvægi“.

En þegar suðvesturhristingurinn yfir Úkraínu fer hraðar, geta hersendingar eins og skriðdrekavarnarflaugar Breta gegnt mikilvægu hlutverki, að sögn Dumitru Minzarari, sérfræðings í Austur-Evrópu hjá þýsku alþjóðamálastofnuninni. „Þeir hafa hernaðarlegt og efnislegt gildi,“ sagði Minzarari í viðtali við FRANCE 24. „Frá stefnumótandi sjónarhorni gefur þetta til kynna verulegan möguleika á því að landið sem veitir þennan hernaðarstuðning ákveði að taka enn meiri þátt ef vopnuð átök brjótast út,“ útskýrði hann.

Þar að auki, "getur úkraínski herinn valdið innrásarher rússneskra hersveita auknu tjóni með þessum búnaði, sem getur haft fælingarmátt. Skriðdrekavarnarvopnin sem breska konungsríkið lætur í té eru gott dæmi um þetta: hvers kyns sókn Rússa mun óhjákvæmilega fela í sér brynsveitaárás. hreyfingar farartækja, og ef Úkraína hefur nútímaleg vopn til að vinna gegn þeim, gæti það valdið því að Moskvu endurskoði mat sitt á kostnaðar- og ávinningshlutfalli sóknar,“ sagði Minzarari að lokum.

quote-do-not-expect-that-once-taking-advantage-of-russia-s-weakness-you-will-receive-dividends-otto-von-bismarck-141-50-25

Það er ástæðan fyrir því að Grant, frá Baltic Security Foundation, telur að mikilvægt sé að útvega úkraínska hernum „allt sem getur styrkt hreyfanleika og mótstöðu hersveitanna, svo sem sjúkrabíla, flutningabíla, talstöðvar.

„Vegna þess að því lengur sem Úkraína getur látið átökin endast, því blóðugari verða þau fyrir Rússland, sem verður þeim mun meira letjandi,“ sagði hann (tilvísun lýkur).

Hvað varðar stjórnmálahliðina, þá er hætt við að Úkraína verði bitbein stórvelda næstu áratugi. Landið fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni en voru bardagar hvað harðastir þar þegar nasistar og Sovétmenn börðust hart um landið sem býður upp á skriðdrekahernað enda flatneskja algjör þarna. Best væri að viðurkenna raunveruleikann en hann er að Rússar vilja ekki fá NATÓ til Úkraníu og sum aðildarríki vilja ekki sama land í bandalagið. Kannski hreinlega að Úkraína taki sömu stöðu og Finnland en ,,Finnlandsering" gékk upp í kalda stríðinu.

Meirihluti stríða eiga sér fáranlegan aðdraganda.  Dæmi um þetta er innrásin í Írak, en ráðgjafi George W. Bush, Paul Wolfowitz, hvíslaði í eyrun hans að Sadam Hussein væri faðir allra hryðjuverkahreyfinga sem var lýgi en Bush leitaði þá ákafur að verðugum andstæðingi til að fara í stríð, en menn með handklæði á höfði sem bjuggu í hellum Afganistan virkuðu ekki alvöru andstæðingar. Ákveðið var að fara í stríð við Írak!

Heimild: France 24 – slóð Davíð á móti Golíat?


Nefndin

tolerance-and-apathy-are-the-last-virtues-of-a-dying-society.jpg

Franska byltingin er stórmerkilegt fyrirbrigði.  Mikinn lærdóm er hægt að draga af framgangi byltinguna og mistökin sem gerð voru af hálfu byltingamanna. Ég sé t.d. núna hliðstæðu í bandarísku stjórnmálum samtímans, hvað demókratar eru að reyna að gera og hvaða mistök öfgafyllstu byltingamennirnir gerðu.

Demókratar eru í dag að reyna að skapa dyggðarsamfélag og fara lengst til vinstri til þess. Hugmyndafræði Demókrataflokksins um nútíma frjálshyggju blandar saman hugmyndum um borgaralegt frelsi og félagslegan jöfnuð og stuðning við blandað hagkerfi. Á þingi er flokkurinn stórt tjaldbandalag með áhrifamiklum miðlægum, framsæknum og íhaldssömum vængjum. Þeir leggja áherslu á að alríkisstjórnin fái meiri völd á kostnað ríkjanna fimmtíu en þar liggur hnífurinn í kúnni, því að bandaríska stjórnarskráin byggist á valddreifingu milli ríkja.

Á tímum frönsku byltingarinnar var talað um samfélag sem byggt væri á „frelsi“, „jafnrétti“ og „bræðralag“ og urðu þessi hugtök eða slagorð útbreiddari á tímum upplýsingarinnar. Á tímum frönsku byltingarinnar var "Frelsi, jafnrétti, bræðralag" eitt af mörgum kjörorðum sem voru í notkun.  Ekki svo ólík markmið milli frönsku byltingamanna og demókrata en hvernig var framkvæmdin? 

Demókratar vilja byggja upp dyggðarsamfélag en er það raunhæft? Kíkjum á stjórn byltingamanna og hvernig fór fyrir þeim er þeir reynda að byggja upp sitt dyggðarsamfélag.  Maximilien Robespierre var eldheitur hugsjónarmaður en andstæðingur hans George Dalton var maður hagnýtra pólitíkur – (real politic).

Byltingarmenn stjórnuðu í gegnum nefndir en fáeinir forystumenn réðu ferðinni, þar á meðal Dalton og Robespierre.  Öflugasta nefndin og valdamesta var  Almannavarnanefndin eða Almannaöryggisnefndinni (e. Committee of Public Safety) og þar var M. Robespierre forystumaðurinn.

En til að koma á paradísaríki eða dyggðarsamfélag, töldu sumir byltingamanna og (demókratar í dag) að beita verði hörku og þá er stutt í harðstjórnina.

Maximilien Robespierre kom til að ráða yfir almannaöryggisnefndinni á valdatíma ógnarstjórnarinnar. ... Meðan á hryðjuverkunum stóð, fór nefndin með sýndar einræðisstjórn yfir frönskum stjórnvöldum. Það beitti og kerfisbundið aflífuðum óvinum byltingarinnar. Sjá má þetta hjá kommúnistaríkjum 20. aldar, alls staðar fóru byltingamenn út í ofbeldi í nafni þess að stofna ætti paradís á jörðu en sköpuðu þess í stað helvíti á jörðu. 

Þá kemur grundvallarspurningin sem á við ennþá dag í dag: 

Er hægt að þröngva dyggð á samfélög að ofan? Hvert er hlutverk ríkisins? Hver er betri fyrirmynd fyrir nútíma samfélög, Aþena eða Sparta? Er staður fyrir hugsjónahyggju í stjórnmálum?

Vandamál hugsjóna og raunsæis í stjórnmálum er hægt að rannsaka og hreinasta mynd þess er hægt að greina með því að greina frönsku byltinguna. Átökin milli Robespierre og Danton eru hugmyndabarátta, birtingarmynd árekstra hugsjónahyggju og raunsæis sem tók á sig mynd morðæðis. Það leiddi báðar söguhetjurnar til dauða á palli fallaxarinnar.

Maximilien Robespierre efaðist ekki um að ekkert væri eftirsóknarverðara en dyggðugt samfélag.

Robespierre var innblásinn af Jean-Jacques Rousseau sem í Samfélagsáttmálanum afhjúpaði sýndarveruleikanum fyrir samstillt samfélag þar sem allar mögulegar dyggðir eru iðkaðar. Robespierre er Rousseauvian par excellence.

Hægt er að halda því fram að fyrsti áfangi byltingarinnar hafi verið holdgervingur hugmynda Montesquieu, afhjúpaður í De l’esprit des lois, á meðan annað stigið var holdgervingur samfélagssáttmálans Rousseaus.

Byltingin hefði getað stöðvast á fyrsta stigi með því að Frakkland yrði stjórnskipulegt (þingbundið) konungsríki. Montesquieu var raunsæismaður sem hafði fyrst og fremst áhuga á að koma jafnvægi á hagsmuni ýmissa þjóðfélagshópa. Hann taldi að slíku jafnvægi væri hægt að ná með aðskilnaði löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds.

Rousseau hafði allt aðra sýn á samfélagið. Hann talaði fyrir algjöru fullveldi ríkisins sem hvers tæki var útsprengi vilja fólksins. Almennur vilji var einn og óskiptanlegur. Þegar rétt var viðurkennt var engin þörf á eftirliti og jafnvægi í stjórnkerfinu vegna þess að framkvæmd hins almenna vilja myndi leiða til allsherjar hamingju fólksins sem býr í samræmdu samfélagi.

Munurinn á Rousseau og Montesquieu: Rousseau var fyrst og fremst siðferðismaður og það sem einkenndi siðtrúarmenn hans var krossferðaáhugi sem leit út eins og ofstæki í augum hinna óbreyttu … hann talaði náttúrulega fyrir lýðveldisgerð samfélags andstæðu því sem Montesquieu hafði talið viðeigandi fyrir konungsveldið. Allt ætti að vera þannig skipulagt að það eykur skilvirkni siðferðisvilja samfélagsins í heild …. hans ríki var einvaldslýðræði.

Robespierre var pólitískur hámarksmaður, knúinn áfram af löngun til að móta samfélagið í samræmi við meginreglur Rousseau. Markmiðið var Lýðveldið dyggðarinnar og það var engin fórn nógu stór til að beina Robespierre af þessari braut. Fyrir hann voru hugmyndir á undan veruleika sem mótaður var af hugsjónamönnum með mikinn vilja. Robespierre var hugsjónaríkur stjórnmálamaður - maníkamaður og þúsundþjalasmiður. Þeir sem ekki deildu skoðunum hans voru óvinir lýðveldisins og þurfti að útrýma þeim líkamlega. Á tímum byltingarinnar varð guillotínan tæki pólitískrar uppeldisfræði.

Robespierre var garðyrkjumaður. Garðurinn hans var franskt samfélag, hugmyndir hans voru fræ sem þurfti að frjóvga með blóði og dauðar greinar höfðu verið skornar af svo þær eitruðu líkamann stjórnmálanna. Aðeins þá myndi lýðveldið dyggðanna blómgast. Byltingarkennt ofbeldi var aðferðafræðilegt, markvisst og ópersónulegt. Örlög einstaklinga skiptu aðeins eins miklu máli og þeir hegðuðu sér samkvæmt Zeitgeist. Því stærra sem markmið byltingarinnar er, því meiri viðurkenning á þeim leiðum sem leiða til hennar. Þess vegna var grimmd og róttækni byltingarinnar til. Sjá má þetta í ofstæki rússnesku byltingamannanna.

Robespierre var furðu opinskár um notkun skelfingarinnar til að stofna dyggðalýðveldið.

Að mati Robespierre var styrkur alþýðustjórnar á friðartímum dyggð, en í byltingu er styrkur alþýðustjórnar bæði dyggð og skelfing; skelfing án dyggðar er hörmuleg, dyggð án skelfingar er máttlaus. Hryðjuverk eru ekkert annað en skjótt, alvarlegt og ósveigjanlegt réttlæti; það er því útstreymi dyggða.

Armur byltingamanna undir Robespierre var róttækur og segja má að sósíalistar undir leiðsögn Marx hafi tekið upp þessa hugmyndafræði, að koma á fót fyrirmyndaríki sem væri dyggðum prýtt en beita verði ógnir – skelfingu til að koma því á í byltingarástandi.

Í útþynntri útgáfu sósíalistaarms demókrataflokk Bandaríkjamanna má sjá þetta. Forræðishyggjan birtist í skyldukvöð borgaranna að bera grímur vegna covids á almannafæri og skyldubólusetning. Að þeirra mati eigi ríkið skiptir sér af hugmyndafræði kennslunnar í skólum landsins og koma þannig inn  „réttu dyggðunum“ með „jákvæðri mismunun“, t.a.m. að minnihlutahópar fái forgangsmeðferð við covid umfram hvíta sem bera þá erfðasynd að forfeður þeirra voru þrælaeigendur.  Koma á jafnrétti með ójafnrétti! Þetta kallast á þeirra máli „jákvæð mismunun“ og sjá má hér á landi í formi þess að íslenska ríkið skiptir sér af stjórnarsetu í einkafyrirtækjum með að skylda eigi að ákveðið hlutfall stjórnarmanna séu af ákveðnu kyni. Vandinn við þetta að þá verður einhver útundan og ef til vill gegn hagsmunum fyrirtækisins.  Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað, hvort fyrirtæki eigi ekki að eiga fullan yfirráðarétt yfir eignum sínum og ráði sínum mannauð, enda leggja eigendurnir allt sitt undir í reksturinn.

Enn einn anginn af þessu er krafan um afnám málþófs - filibuster (og ríkur meirihluti sé fyrir lagafrumvörpum og báðir flokkar styði þau) í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Að mínu mati hefur dyggðarsamfélagið aldrei verið til og verður aldrei til. Til þess eru mennirnir of beiskir. Ég er meira á línu Dantons og Helmut Smiths Þýskalands kanslara, að styðjast við raunsæispólitík við lausn daglegra vandamála ríkisins. Við getum stuðst við trúarbrögðin ef við viljum sækjast í dyggðir, enda kannski meira hlutverk þeirra að búa til gott fólk.

 

Helsta heimild: Robespierre and Danton | Ideas (wordpress.com)


Að taka í sundur goðsagnir um sósíalistaparadísina

socialism-vs-capitalism1

Róttækir og framsæknir kennismiðir eru að reyna að sannfæra Banda-ríkjamenn, sérstaklega unga Bandaríkjamenn, um að sósíalismi sé lausnin á félagslegum og efnahagslegum vandamálum Banda-ríkjanna. Þeir byggja á fáfræði aldamótakynslóðinnar um síendurtekna mistök sósíalismans og sannaðan hæfileika frjálsra fyrirtækja og markaðshagkerfis til að skapa tækifæri og velmegun fyrir sem flesta.

Til að fela tilgang sinn, tala framsæknir um „lýðræðislegan“ sósíalisma. Þeir lofa friðsældar ríki með sameiginlegt eignarhald og jafna dreifingu. En í öllum tilvikum, í meira en heila öld, hefur sósíalíska „paradísin“ reynst vera miðstýrt ríki sem stjórnað er af pólitískum yfirstéttum.

Til að fá raunhæfan skilning á sósíalisma, verða menn fyrst að taka í sundur grófustu mýturnar um þetta skaðlega kerfi.

Mýta #1: Karl Marx, stofnandi sósíalismans, var einn af helstu hugsuðum 19. aldar.

Í sannleika sagt hafði Marx rangt fyrir sér um næstum allt. Tæpum 200 árum eftir að „Kommúnistaávarpið“ var gefið út hefur þjóðríkið ekki visnað og kapítalisminn ræður mestu um heimshagkerfið. Verkamenn hafa frekar kosið að breytast í frumkvöðla en byltingarmenn, sér til mikillar hagsbóta. Einkaeign er hornsteinn hvers velmegandi landa (þar á meðal Norðurlandanna). Eins og hinn virti hagfræðingur Paul Samuelson hefur skrifað: „Vísindasósíalismi“ Marx er „gífurlega gagnslaus“.

Mýta #2: Sósíalismi setur völd í hendur fólksins.

Í sannleika sagt framselur sósíalismi völd til ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaelítunnar sem stjórna henni. Eftir meira en 60 ár bíður kúbverska þjóðin enn eftir hinum frjálsu og opnu kosningum sem Fidel Castro lofaði. Samkvæmt leiðandi latínó hagfræðingi, voru efnahagsleg hörmungar Venesúela – af völdum tilrauna þess í sósíalisma – til „dvergefnahag“. Sósíalismi hefur lagt þetta einu sinni velmegandi land í rúst og í dag búa 90% Venesúelabúa við fátækt.

Mýta #3: Sósíalismi er að virka í Danmörku og hinum skandinavísku löndunum.

Í sannleika sagt er Danmörk með frjálst markaðshagkerfi - og það er kapítalismi sem gerir dönsku ríkisstjórninni kleift að fjármagna ríkulegt velferðarríki með tekjum einstaklinga og virðisaukaskattssköttum. Svekktur danskur forsætisráðherra sagði hneykslaðum áheyrendum í Washington: "Ég vil taka eitt skýrt fram... Danmörk er markaðshagkerfi." Danmörk (ásamt hinum Norðurlöndunum) hefur tiltölulega fáar viðskiptareglur og engin lágmarkslaun, sem leiðir til þess að einn hagfræðingur sagði: "Danmörk er líklega kapítalískari en Bandaríkin."

Mýta #4: Sósíalismi hefur aldrei brugðist vegna þess að hann hefur aldrei verið sannreyndur.

Reyndar hefur sósíalismi mistekist alls staðar þar sem reynt hefur verið að koma honum á í meira en öld, allt frá byltingunni bolsévika 1917 til nútíma Chavez-Maduro sósíalisma í Venesúela. Hvergi hefur lýðræðislegur sósíalismi verið iðkaður af trúmennsku og síðan hafnað með kröfu almennings en í Ísrael, Indlandi og Bretlandi eftir lok síðari heimsstyrjaldar.

Fyrstu landnemar Ísraels reyndu að skapa hagkerfi þar sem markaðsöflunum var stjórnað öllum til hagsbóta. Sósíalismi virkaði þar til Ísrael varð fyrir fyrstu meiriháttar samdrætti þrátt fyrir umfangsmikið eftirlit stjórnvalda. Ríkisstjórnin sneri stefnunni við og tók upp markaðshagkerfi. Hátæknibylting gekk yfir landið og breytti Ísrael í stóran alþjóðlegan aðila í tækni.

Eftir sjálfstæði árið 1948, fylgdi Indland strangri félagshyggju. En stríð, þurrkar og olíuverðskreppan 1973 skók landið — helmingur íbúanna bjó við fátækt. Ríkisstjórnin yfirgaf sósíalismann og millistétt Indlands stækkaði gríðarlega og varð sú stærsta í hinum frjálsa heimi. Aldrei áður í skráðri sögu, skrifaði indverskur blaðamaður, hafa jafn margir risið upp jafn hratt.

Eftir þriggja áratuga sósíalisma varð félagsleg og efnahagsleg byltingu í Bretlandi á níunda áratugnum með kjöri Margaret Thatcher, forsætisráðherra Íhaldsflokksins. Einkavæðing var kjarni Thatcher-siðbótar. Ríkisstjórnin seldi flugfélög í eigu ríkisins, flugvelli, veitur og síma-, stál- og olíufyrirtæki. Þegar hann sneri sér frá Keynes til Hayek braggaðist hinn einu sinni „sjúki maður Evrópu“ fljótt við og náði sér á sterkri efnahagslegri heilsu.

Hvort sem það var lítið Miðausturlanda ríki, stórt landbúnaðarland með 1,3 milljarða íbúa, eða þjóðin sem kom iðnbyltingunni af stað, þá var kapítalisminn ofan á gagnvart sósíalismanum í hvert skipti.

Þetta er sönn saga sósíalismans, gervitrúarbragða sem þykjast vera gervivísindi og stjórnað af pólitískum yfirstéttum. Það væri aðeins hægt að samþykkja það í Ameríku ef við afneituðum öllum meginreglum stofnunarinnar, afléttum sambandsstefnunni, stjórnuðum 33 milljónum smáfyrirtækja sem framleiða næstum helmingi starfa í Ameríku og legðum þunga skattlagningu á alla, ekki bara efstu 1%, til að borga vegna þess að ríkisstjórnin þarf að reka líf 330 milljóna Bandaríkjamanna frá vöggu til grafar.

Aldamótamenn hafa val: kæfandi faðmlag sósíalismans, þar sem einstaklingsfrelsi og ábyrgð er afsalað sér, eða frelsi lýðræðislegs kapítalisma, þar sem fólk af öllum litum og stéttum getur unnið að því að vera hvað sem það vill vera.

Í ríkisvæddu kerfi ber enginn ábyrgð. Ef enginn ber ábyrgð, þá er engin ráðdeild í meðferð fé.  Sjá má þetta af ríkisfyrirtækjum, enginn ber ábyrgð, jafnvel þótt fyrirtækið sé rekið með bullandi skuldir. Einkafyrirtækið myndi reka forstjórann og ráða annan hæfari.

Ísland

Á Íslandi er kæfandi faðmur íslenska ríkisins alls umliggjandi.  Ísland er meira sósíalistaríki en kapitalíst.  Umfang íslenska ríkisins er of mikið og starfsmenn þess of margir. Ríkið skapar ekki verðmæti, heldur tekur verðmæti sem aðrir skapa til samfélagslegra nota. Það er enginn að segja að ríkið sé ónauðsynlegt og skattar óþarfir, heldur að umfang þess að ekki vera kæfandi.

Ríkið er að væflast í rekstri sem það ætti ekki að koma nálægt. Ein af ástæðum þess hversu lengi Ísland var í viðjum efnahagsvanda eftir seinni heimsstyrjöld voru ríkisafskipti með skömmtunarkerfi sitt. Á sínum tíma var íslenska ríkið alls staðar. Það rak bifreiðaskoðun, skipafélag, póstfyrirtæki,símafyrirtæki, grænmetissölu o.s.frv. Ég kann ekki að nefna öll ríkisfyrirtækin sem hafa verið til í gegnum tíðina. Alltaf er hætta á að óhæfir stjórnmálamenn komast í rekstur ríkisfyrirtækja og gera þau gjaldþrota. Gott dæmi um þetta er rekstur Reykjavíkjurborgar og afskipti hennar af OR.

Hvers vegna er ríkið að reka ríkisfjölmiðil, banka og áfengisverslanir? Allt er þetta starfsemi sem einkaaðilar geta rekið á hagkvæmari hátt. Hvers vegna er heilbrigðiskerfið ekki með meiri einkarekstur? Ef Klíníkin væri ekki til (einkarekið heilbrigðisfyrirtæki), hefði Landsspítalinn ekki aðgang að vara vinnuafli nú í miðjum covid faraldur. Heilbrigðiskerfið er svo miðstýrt að stöðugur vandi er þar, ekki er hlustað á fólkið á gólfinu og stöðugur mannaflavandi er fyrir hendi. Eflaust myndu fleiri leggja fyrir sig nám í heilbrigðisfræðum ef fólk gæti valið meira um vinnustað, vinnutíma og fengi góð laun.

En allur ríkisrekstur er ekki slæmur, sérstaklega þar sem ekki er hægt að koma á samkeppni. Dæmi um þetta er rekstur járnbrautalestakerfis. Ekki er hægt að setja um tvær eða þrjár, hlið við hlið og láta lestafyrirtæki kepppa um kúnna. En þar sem hægt er að koma á samkeppni, ætti ríkið að halda sig víðs fjarri.

Því miður er ekki til hægri flokkur (raunverulegur) á Íslandi. Svo kallaði hægri flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, stækkar bálknið og bætir í hvað varðar skatta.  Á meðan engin hægri flokkur er til, er Ísland ,,Sósíalistaparadís".

 

Heimild:

https://www.foxnews.com/opinion/myths-socialist-paradise-lee-edwards?fbclid=IwAR2qYzJH3ofBxVBdKNZAi59sBGUYTLDckYW6e3r4lQ7ML5ElffR5JCUX_3A


Utanríkistefnan: Sýna styrk en vera með yfirvegaða orðræðu

Tr-bigstick-cartoon

 Hugmyndafræðin að bera stóra staf eða spýtu, eða diplómatían að ganga með stóran staf (spýtu) eða stefnan um stóra stafinn vísar til utanríkisstefnu Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta á fyrri helmingi 20. aldar: Hún er nokkurn vegin svona:  "speak softly and carry a big stick; you will go far."(talaðu rólega og hafðu stóran staf við höndina og þú munt ná langt.)

Roosevelt lýsti stíl sínum í utanríkisstefnu sem „…beitingu skynsamlegrar fyrirhyggju og afgerandi aðgerða nægilega langt á undan hvers kyns líklegri kreppu“.

Eins og Roosevelt stundaði stefnuna, var diplómatíska ,,spýtan“ skipt í fimm þætti.

Fyrst var nauðsynlegt að búa yfir raunverulega hernaðargetu sem myndi neyða andstæðinginn til að fylgjast gaumgæfilega með og vara sig – láta hann halda sig á mottunni. Á þeim tíma þýddi það sjóher á heimsmælikvarða. Roosevelt hafði aldrei yfir stóran landher að ráða.

Hinir eiginleikarnir voru að hegða sér réttlátlega gagnvart öðrum þjóðum, aldrei að blekkja, að reiða aðeins til höggs aðeins þegar þeir væru reiðubúnir til að slá hart, og vilji til að leyfa andstæðingnum að bjarga andliti í ósigri.

Hugmyndin er að semja friðsamlega en einnig að hafa styrk ef eitthvað fer úrskeiðis. Samtímis hótunum við „stóra prikið“, eða beitingu herafls, tengist hugmyndinni um Realpolitik, sem felur í sér að sækjast eftir pólitísku valdi sem líkist Machiavelliskum hugsjónum. Það er sambærilegt við byssubátadiplómatík, eins og hún var notuð í alþjóðastjórnmálum af stórveldunum á fyrri helmingi 20. aldar.

Í hnotskurn er stefnan þessi: Reyndu friðsamlegar samningaviðræður um leið og viðkomandi er viðbúinn fyrir árekstra með því að sýna vald sitt, sérstaklega valdþætti. (Attempt peaceful negotiations while also being prepared for confrontation by displaying ones power, especially elements of force.)

Hefur þetta eitthvað breyst? Mér sýnist Kínverjar hafa beitt þessari stefnu vel síðan 1949 og tryggt stöðu þeirra á alþjóðavettvangi allar götur síðar. Xi virðist vera að fara af sporinu með þessa stefnu með herskárri stefnu sinni gagnvart Taívan og hernaðarumsvifum í Kínahafi og það eru mistök. Með tali sínu er hann að láta andstæðinga sína vita hver stefnan er og þeir eru viðbúnir eða eru að undirbúa sig undir stríð vegna þess. Það eru ekki bara Ástralir sem eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð, heldur Japanir, Filipseyingar o.s.frv. Stefna Kínverja að byggja upp herafla er nóg, andstæðingarnir fylgjast hvort sem er með og taka mið af því.

Eins með Rússa, mistök að tala hátt, nema að ætlunin er að ná fram diplómatískum árangri með háværu tali um mögulegt stríð og senda aðvörunarskilaboð til vesturs.

„Æsingatal“ Kínverja og Rússa er skiljanlegt þegar mesta hernaðarveldi veraldar er með heilabilaðan mann við stjórnvölinn, að reynt er að hræða hann (eða réttara sagt fólkið í kringum hann sem stjórnar í raun) til hlýðni.  

Skelfilegast í þessu öllu er að í ríkisstjórn Bidens er samansafn af vanhæfu fólki, sem var valið í störf sín út frá húðlit, kyni eða öðrum „woke“ ástæðum í stað þess að velja besta og hæfasta fólkið til starfa. Stefna sem virðist vera í gangi hér á Íslandi, að velja ekki alltaf hæfasta fólkið, heldur einhvern sem er af ,,réttu“ kyni. Það er efni í aðra grein, hvernig íslenska ríkið er að skipta sér af fyrirtækjarekstri einkaaðila með því að skipta sér af stjórnum fyrirtækja, en eins og áður sagði, efni í aðra grein.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband