Færsluflokkur: Löggæsla

Engir eru undaþegnir lögum - heldur ekki blaðamenn

lögreglanáakureyri-1024x683

Mynd: Mynd: Pjetur Sigurðsson

Viðbrögð félag fréttamanna við að lögreglan sé að boða blaðamenn í yfirheyrslu eru ýkt.  Enginn er undanþeginn lögum og jafnvel lögreglumenn mega eiga von á að vera boðaðir í yfirheyrslu enda brjóta þeir lög eins og annað fólk. 

Menn ættu að fagna rannsókn enda eru þá menn væntanlega þvegnir af hugsanlegum glæpum en neikvæð viðbrögð eins og þessi benda til að menn hafi kannski eitthvað að fela.

Ég get ekki skilið að fréttamennirnir hafi verið ákærðir, þótt DV hafi haldið því fram en það segir að "Fáheyrt er að blaðamenn séu ákærðir fyrir að skrifa fréttir upp úr illa fengnum gögnum." Engin ákvörðun hefur verið tekin að mér skilst. 

Félag fréttamanna lýsir yfir áhyggjum vegna lögregluyfirheyrslna yfir blaðamönnum


Lögregluríkið Ísland?

Police

 Þessi spurning vaknar þegar íhugað er réttur lögreglu til að stöðva för almennra borgara, þ.e.a.s. hefta ferðafrelsi þeirra, og krefjast þá um skilríki.

Í stjórnarskrá Ísland er réttur hvers ríkisborgara á Íslandi til að ferðast frjálst för sinni tryggður en ekkert er fjallað nákvæmlega um valdheimild stjórnvalda í því sambandi, það er að segja að hvort einstaklingurinn geti neitað að afhenda skilríki ef lögreglan heftir för. Þetta er aðeins almennt orðað, um frelsissviptingu.

Í 3. mgr. 67. grein stjórnarskráarinnar segir: ,,Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.“

Enn fremur segir: ,,Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara.….Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta…. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er frelsissvipting grunaðs mann, en hún er heimil til bráðabirgða með dómsúrskurði.“

Í 71. gr. stjórnarskráarinnar segir: ,,Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu….Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.

Það má skilja svo að lögreglan megi ekki hindra för ríkisborgara, það er svipa hann (ferða)frelsis nema um lögbrot er að ræða. Eftir stendur spurningin hvort Íslendingum beri skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Á vísindavefnum er fjallað um þetta mál í grein sem heitir: ,, Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?“

Þar segir: ,,Í 15. gr. lögreglulaga er mælt fyrir um rétt lögreglu til að hafa afskipti af borgurunum við nánar tilgreindar aðstæður og með hvaða hætti. Í 5. mgr. 15. gr. laganna er sérstök heimild fyrir lögreglu til að krefjast þess að menn segi á sér deili en ákvæðið hljóðar svo: ,,Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.“ Af ákvæðinu má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.“

Lykilatriðið í þessu máli er að ,,…ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi“! Með öðrum orðum getur lögreglan, að eigin geðþótta, stöðvað för borgara án þess að til liggi rökstuddur grunur um ólögmæta háttsemi eða grunur um hugsanlegt lögbrot. Þetta er mikil valdbeitingarheimild sem lögreglan hefur til að stöðva frjálsa för borgarans og ef til vill hafa menn ekki íhuga þetta mál nákvæmlega, því að íslenskt samfélag hefur verið fremur friðsælt síðan lýðveldið var stofnað.

Til samanburðar skulum við taka Bandaríkin. Allir halda að bandaríska lögreglan hafi gífurleg völd og geti gert ansi margt ótakmarkað. En svo er ekki. Það gilda mismunandi reglur um heimild lögreglunnar eftir ríkjum Bandaríkjanna en öll ríkin eiga það sameiginlegt að byggja sínar reglur á ákvæðum bandarísku stjórnarskráarinnar og þá er vísað í fyrsta viðauka eða breytingu og 4 viðauka/breytingu um rétt borgara til að neita að afhenda eða sýna skilríki.

Talað er um ,,stöðva og bera kennsl á“ löggjöfina í Bandaríkjunum sem heimilar lögreglu, lögum samkvæmt að bera kennsl á einhvern sem þeir telja með góðu móti að hafa framið glæp eða er um það bil að fara að fremja glæp. Ef það er ekki rökstuddur grunur um að glæpur hafi verið framið, er framinn eða er um að bil að fara að gerast, er ekki hægt að krefja einstaklinginn um auðkenningu, hvorki að gefa upp nafn eða framvísa skilríki, jafnvel í ,,stöðva og bera kennsl á“ ríkjum. Ferðafrelsi bandaríska ríkisborgarans er algjört í þessu sambandi og ekki nægilegt fyrir lögreglumanninn sem stöðvar för borgarans, að segja að ,,grunur“ liggi á eða um ,,grunsamlega“ hegðun liggi að baki afskipti lögreglunnar. Grunsemd er ekki grundvöllur glæps eða er glæpur. Hún er bara tilfinning, ekki staðreynd og röksemd sem dugar fyrir dómstóla.

Ef lögreglan í Bandaríkjunum stöðvar för borgarans, þá ber lögreglumaðurinn að gefa upp eigið nafn og númer lögregluskjaldar og gefa strax upp ástæðu fyrir hindrun á för borgarans. Ef ekki er gefin upp gild ástæða, getur borgarinn kært viðkomandi lögreglumann og hann jafnvel neitað að tjá sig yfirhöfuð. Þessi réttindi eru tryggð í fjórðu breytingunni á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannar óeðlilegum leit og hindrun för ríkisborgara og krafist er þess að rík ástæðan sé fyrir heftum á ferðafrelsi, jafnvel þótt svo sé aðeins um stundarsakir og hún eigi að vera réttlætanleg og studd af líklegum orsökum.

Af þessum má sjá að bandarískir ríkisborgarar njóta meiri réttinda gagnvart valdníðslu stjórnvalda en íslenskir. Ekki er gert skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi eins og áður sagði. Hins vegar geta íslenskir lögreglumenn hindri för borgaranna að vild og jafnvel er hægt að hreppa fólk í fangelsi í allt að 24 klst. áður en leitað er til dómara. Á meðan getur lögreglan gefið upp hvaða ástæðu sem er fyrir handtöku og haldið viðkomandi föngnum.

Af ákvæðinu í lögreglulögunum má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi. Svarið við spurningunni í titli greinarinnar er því já, Ísland er lögregluríki, því að réttur lögreglunnar er ríkari en réttur ríkisborgaranna. Þarf ekki að fara að skoða þetta?

Það skal taka fram að íslenska lögreglan fer afskaplega vel með vald sitt og traust almennra borgara á störf hennar er mikið. Þessar hugleiðingar eru ekki beint sérstaklega til hennar, aðeins löggjöfina sem liggur að baki starf hennar.

 


Landhelgisgæslan vanrækt

Hvidbjørnen

Hér má sjá gamalt varðskip Hvítabjörn sem sinnti landhelgisgæslu í kringum Færeyja.

Ráðdeild er góð og nýting hluta er góð en fyrr má rota en dauðrota. Öryggismál hafa ekki verið sterkasta hlið íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld hafa aldrei til fullnustu getað varið land eða borgara landsins gagnvart erlendum óvinum eða ótíðum glæpamönnum.Fjár- og mannaflsskortur lögreglunnar er efni í aðra grein.

Séð er eftir hverri einustu krónu sem fer í landhelgisgæslu á fiskimiðunum í kringum landið að best verður séð, samt hefur fiskurinn í sjónum haldið íslenska lýðveldið á floti síðan það var stofnað 1944.

Ekki er tímt að reka herflota (samt er Ísland eyja og á allt sitt undir að samgöngu við landið haldist sjóleiðis) heldur er erlendir flotar látnir sjá um hervernd á Íslandsmiðum.

Misvitrir stjórnmálamenn, oftar en ekki til vinstri í stjórnmálunum, berja sig á barm og gala um holt og hæðir að Ísland sé herlaust land sem getur ekki verið meir fjarri sanni. Hægri menn er heldur ekki betri og þegja þunnu hljóði og reyna sem mest að hunsa málaflokkinn.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 er enn í gildi og sér bandaríski herinn; floti og flugherinn um að vernda íslenska fullveldið. Það væri ankanalegt ef Bandaríkjamenn tækju líka að sér landhelgisgæslu landsins og því hafa íslensk stjórnvöld drattast til þess að fara í vasana og taka upp nokkrar krónur til að reka Landhelgisgæsluna. Það er gert með lágmarksmannskap og eldgömlum varðbátum.  Ægir sem sagður er vera í rekstri á vefsetri Landhelgisgæslunnar er til að minna smíðaður 1968! Týr sem er yngri og ,,aðeins" 46 ára gamall er að gefa upp andann.

Það er ótrúlegt hve lengi íslensk stjórnvöld reka ríkisskip. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er t.a.m. smíðaður 1970 og fleiri skip eru komin á aldur. Þessi skip (og loftför) eru höfð svo lengi í rekstri að þau eru nánast ónýt, en mun hagkvæmara og ódýrara væri að smíða ný skip og kaupa nýjar þyrlur. Nýjar vélar þurfa minna viðhald og eyða minna eldsneyti og eru fljót að borga sig upp.

Alltaf kemur stóri bróðir, Íslendingurinn, illa út í samanburði við litla bróður, Færeyinginn.  Færeyingar hafa bæði varðskip og danska flotann sér til varnar en það er efni í nýja grein að fjalla um landhelgismál Færeyinga.

Alouette

Þyrlan Alouette sá um eftirlit úr lofti í kringum Færeyjar.


Herskylda – þegnskylda á Íslandi

external-content.duckduckgo.com

Þetta er sígild spurning, hvort að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum eða láti aðra sjá þær. Íslendingar ákváðu á sinum tíma að gera það ekki og voru meginrökin þá meðal annars smæð þjóðarinnar og fátækt.

Upprunuleg rök, fjarlægð landsins frá vígvöllum Evrópu og heimsins, voru ekki lengur gild, tvær heimsstyrjaldir sáu til þess.

En kíkjum á valkostina, ef Íslendingar ákvæðu að koma sér upp vopnuðum sveitum og herskyldu. Ef Íslendingar geta hugsa sér að taka beina ábyrgð á vörnum landsins án íhlutunar erlendra ríkja, þá eru nokkrar færar leiðir í stöðunni eins og ég sé hana.

Í fyrsta lagi að stofna hér her.

Í öðru lagi að koma á fót sérstökum öryggissveitum.

Í þriðja lagi að koma á heimavarnarliði sem er samansett af áhugamönnum eða gegn ákveðinni þóknun, líkt og með björgunarsveitirnar.

Í fjórða lagi að stofna eins konar hálfatvinnumannaherlið, þjóðvarðlið.

Í fimmta lagi að treysta enn betur innviði Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og almannavarnir líkt og er gert í dag.

Og í síðasta lagi er hægt að treysta á guð og lukku og hafa engar varnir og tengjast engum varnarbandalögum.

Svo svarað sé beint spurningunni um hvort æskilegt sé að koma á herskyldu hérlendis fer það eftir þeim leiðum menn velja sér og hefur verið dreift á hér að ofan.

Herskylda gengur aðeins upp ef ákveðið verður að koma á fót her, heimavarnarlið eða þjóðvarðlið. Mönnun öryggissveita, lögreglu og Landhelgisgæslu verður ávallt að byggjast á sjálfboðaliðum. Fyrir því eru ástæður sem ekki verður farið í hér.

Þegnskyldu er hægt að koma á, sama hvaða leiðir eru farnar og getur verið æskilegur kostur fyrir íslenskt samfélag sem og með herskylduna ef menn fara þá leið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi hefur þjónusta í þágu samfélagsins mikið uppeldislegt gildi. Ungir menn og konur koma reglu á líf sitt. Það (unga fólkið) lærir sjálfsaga og almennan aga (sem þjóðfélagið á að veita einstaklingum). Þetta gerir samfélagið skilvirkara á allan hátt, því að þetta síast um allt samfélagið þegar fólkið hefur lokið þjónustu sinni.

Tökum gott dæmi. Herskylda hefur verið í Svíþjóð í nokkrar aldir. Ungir menn hafa verið kvattir í herinn og allt samfélagið hefur verið virkjað til að vinna að ákveðnum markmiðum. Svíþjóð var og er kannski enn stórveldi og er sænskt samfélag er gott dæmi um ríki sem hefur náð langt, m.a. vegna þessa atriðis og í raun haft mun meiri áhrif en stærð landsins segir til um.

Í öðru lagi tengir þegnskylda og/eða herskylda þá aðila sem sinna þessari skyldu samfélaginu nánari böndum, það finnur til ábyrgðar sem þýðir nýttari þjóðfélagsþegnar.

Í þriðja og síðasta lagi og þá er ég að tala beint um herskyldu, þá hefur hún mjög hagnýtt gildi fyrir samfélagið. Þarna verða alltaf til taks menn, tilbúnir til að verja landið ef hætta steðjar að. Maður tryggir ekki eftir á eins og sagt er.

Ef farið er út í hvers konar þegnskyldu er hér að ræða, þá getur hún verið margvísleg. Beinast liggur við að benda á björgunarsveitirnar og þegnskylda menn í þær eða að sinna mannúðarmálum ýmis konar, líkt og með þá erlendu menn vilja ekki gegna herþjónustu víða um lönd.

Í raun má ekki gera mikinn greinamun á þegnskyldu og herskyldu, því að hvoru tveggja hvetur menn (karla og konur) til ábyrgðar í þjónustu samfélagsins og gerir þeim grein fyrir að þeir eiga ekki einungis kost á réttindum, heldur fylgja skyldur ávallt með eins og Kennedy sagði forðum daga.

Ef menn eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum, má spyrja þá hvort þeir séu ánægðir með þjóðfélagið eins og það er í dag? Viljum við agalaust samfélag?


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband