Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Áhrif marxisma á sagnfræði hefur verið áberandi meiri en í öðrum fræðigreinum.
Hægt er að greina áhrif Marx og Engels á fræðigreinina á sex vegu, óbeint eða beint, sem hafa umbreitt rannsóknir á sögu síðastliðin hundrað ár.
1. Viðurkenning á mikilvægi efnahagssögu hefur verið hvað mest áberandi.Sagnfræðingar viðurkenna nú mikilvægi framleiðslu og dreifingu auðs innan samfélagsins við mótun þess og gerð. Þetta sé mikilvægasta skrefið í að sagnfræðin verði vísindi og þetta komi frá þeim köppum Marx og Engels.
2. Önnur umbreyting hefur sú sýn á gildi og hlutverk efnahagsstétta (e. economic classes) í sögulegri þróun.
3. Sagnfræðingar hafa síðastliðna öld viðurkennt félagslegan uppruna mannlegrar hugsunar, á hugmyndafræði. Marx hefur réttilega verið kallaður faðir nútíma félagsfræði (e. sociology).
4. Saman við þetta hefur ný afstæðishyggja í nálgun sagnfræðinga risið. 19. aldar sagnfræðingarnir nálguðust söguna á siðrænan hátt (e. moral standard) sem þeir töldu vera algildan, þótt þeir hafi í raun verið afurð 19. aldar kapitalisma. Flestir nútíma sagnfræðingar viðurkenna að hinn siðræni stuðull (e. moral standard) breytist með samfélagsbreytingum.
5. Síðastliðna öld hefur orðið bylting í heimildaefni sem sagnfræðin getur verið skrifuð út frá. Áður fyrir voru heimildir nánast eingöngu bókmenntalegs eðlis (e. literary), s.s. króníkur, minnisblöð, skjöl, kirkjuleg gögn, dagbækur og dagblöð. Nú eru þær mest megnið skjalgerðar (e. documentary), s.s. opinber gögn, skrár, áletranir o.s.frv. og jafnvel fornleifafræðilegar, gömul verkfæri, vélar, byggingar og akrar svo eitthvað sé nefnt.Þessi áhrif koma ekki beint frá Marx en hann sjálfur studdist við opinber gögn við sínar rannsóknir.
6. Að lokum, vegna þess að það var Marx sem lagði ofuráherslu á efnahagslega þætti, sem öll pólitísk og félagsleg athafnasemi mannsins eru rakin til, er það Marx sem við verðum að leita til hins nýtímalega skilning á einingu sögunnar (e. unity of history).
Sögubækur eru enn gefnar út með köflum um bókmenntir, listir, trúarbrögð, sem tengdar eru pólitískri frásögn traustum böndum. Góður nútíma sagnfræðingur sker ekki söguna niður í marga búta, enda hangir þetta allt saman á einni spýtu. T.d. er ekki nóg að segja frá menningu yfirstéttar í ákveðnu landi, heldur einnig lágstéttarinnar.
Ef sagan er ein, verður sagnfræðingurinn að hafa sýn á samfélagið og þróun þess í heild; m.ö.o. hann verður að hafa heimspekilega sýn á það (e. philosophy).
Margir heimspekingar og sagnfræðingar hafa, vegna facile frjálslyndisstefnunnar á 19. og 20. öld, orðið svartsýnir.
Maðurinn er hættur að þróast, í besta falli þróast í ranga átt, með smíði kjarnorkusprengju, eyðingu náttúrunnar o.s.frv. Maðurinn hefur verið í sjálfblekkingu.
Þetta er ekki nýtt, svo hafi einnig verið á 19. öld. Síðan kemur lofræða Christopher Hill á gildi marxismans, aðeins hann getur hjálpar nútímasagnfræðingum við að eiga við félagsleg öflin í samfélaginu o.s.frv. Marxískur sagnfræðingur mun fljótt sjá þróun samfélagsins og þætti þess sem leiði til framþróunar eða afturfarar.
Christopher Hill segir m.a. þetta:
Það þýðir ekki að sagnfræðingurinn taki afstöðu í miklum sögulegum átökum og hafi staðall sem hann getur réttlætt afstöðu sína út frá. Hann á að endurspegla báðar hliðar. Fullar afleiðingar tiltekins atburðar getur ekki birst fyrr en eftir mjög langan tíma.
Marxistar trúa hvorki að sagan sé gerð af miklum mönnum né að efnahagslegar breytingar sjálfkrafa gefi pólitískar niðurstöður. T.d. hefði rússneska byltingin átt sér stað, en ef Lenín hefði ekki verið, þá hefði hún eflaust tekið aðra stefnu.
Marxisminn hefur lagt mikið fram til vísindalegrar sagnfræði. En akademía hefur farið hörðum höndum um hana og því hafa margir sagnfræðingar snúið baki við hana. Nú hefur draugurinn risið úr gröf sinni og nú undir nýju nafni - ný-marxiismi, sem er í raun sama vitleysan, ef ekki meiri, en hið hefðbundni marxismi.
Það er efni í nýja grein að fjalla sérstaklega um ný-marxisma, sem marxistar þurftu að búa til þegar gamla og gallaða kenningin gaf upp andann, enda skipbrot kommúnismann öllum ljóst sem vildu sjá, þótt aldrei hafi fari fram uppgjör við alræðishyggju og -stefnu sósíalismans, jafnvel ekki eftir falla Sovétríkjanna.
Það væri fróðlegt að vita hvort að marxisminn lifi enn góðu lífi innan sagnfræðinnar hjá Háskóla Íslands, eins og þegar ég var þar enda flestir sagnfræðikennarnir þá afurð 68 kynslóðarinnar og hippamenningarinnar en einnig ný-marxismans sem tröllríður öllu í sjálfu heimalandi kapitalismans í landi hinna frjálsu. Innrætingin var lúmsk í sagnfræðiskori Háskóla Íslands.
Vísindi og fræði | 21.1.2021 | 17:33 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.Adu Boahen talar hér um hvernig eigi að búa til þjóð í Afríku og vísar í kenningu Clio nokkurn sér til hjálpar. Hann segir að þjóðir, t.d. í Evrópu hafi orðið til í stríðum og þá sérstaklega á seinni tímum, einkum á 19. öld. Slíkt sé ekki hægt í dag, því andi okkar tíma er á móti slíku úrræði til að búa til þjóð. Hann spyr einnig hverjir eigi að vera þá Normannar nútímans (sem bjuggu til ensku þjóðina)? Útiloka eigi stríð til að búa til þjóð í Afríku.
Þjóðarmyndun er því aðeins hægt að mynda í núverandi landamærum ríkja, sem eru með margar þjóðir, siði og tungumál innan mæra ríkja sinna. Það eigi að leyfa þessa þætti að halda sína stefnu á sama tíma og reynst sé að berja áfram skilningi á sjálfsmynd og hollustu gagnvart eigið ríki. Þróa á sameiginleg bönd og sameinast um hagsmuni í gegnum stórbrotna áætlun um félagslega endursköpun, í gegnum efnahagslegri þróun sem beint er til að samtvinna aðskilda efnahagssvæði ríkisins í eitt og sameinaða gerð, í gegnum nútímavæðingu og almenna menntun.
A.Adu Boahen segist ekki hér eiga við að upp eigi að koma eitt tungumál og ein menning í sérhverju afrísku ríki, þess gerist ekki þörf, þótt slíkt væri ákjósanlegt.
Dæmi um slíkt sé Sviss sem hefur eina þjóð en mörg tungumál og Þýskaland og Austurríki sem hafa sama tungumálið en búa í sitthvoru ríkinu.
A.Adu Boahen trúir að góð þekking á fortíðinni á mismunandi hópum sem eru innan ríkisins, menningu þeirra og stofnunum, og rætur þeirra muni mynda gagnkvæma virðingu og skilning sem munu brjóta niður veggi óttans, tortryggni og vantraust sem halda hinu mismunandi hópum aðskildum. Góð þekking á fortíðinni, gerir það kleift að aðskilja það sem skiptir máli frá því sem gerir það ekki.
Sérhver kynþáttur á sér sál segir hann, sem endurspeglast í stofnunum hans og ef þetta sé aðskilið, sé sálin drepin. Hægt sé að líta aftur á glæsilega sögu sér til fyrirmyndar en um leið að læra af mistökum forfeðranna.
A.Adu Boahen hefur þann skilningu að læra megi af sögunni.
A.Adu Boahen segir að forðast beri að gera sömu mistök og Evrópumenn og Bandaríkjamenn gerðu, að búa til mítur um fortíð sína. Afríkusera eigi sögu Afríku, það er að styðjast eigi við aðrar en skriflegar heimildir og skoða sögu hennar frá sjónarhóli Afríkumanna en ekki Evrópumanna, túlkun gagna út frá afrískum bakgrunni en ekki evrópskum og þá nú úreltu skoðun að Afríka átti sér enga sögu áður en Evrópumenn komu til álfunnar. Þessi ályktun sé byggð á þremur þáttum.
Í fyrsta lagi að bókmenning hafi verið kynnt Afríku með komu Evrópumanna til Afríku á 15. öld. Þetta er ósatt sbr. Meroitic og Axumite skrif sem séu frá 300 f.kr., og skriftarkunnátta var komið á með tilkomu Araba á 8. öld e.kr. Í öðru lagi sé því haldið fram að aðeins sé hægt að rannsaka athafnasemi Evrópumanna í Afríku á þessum tíma út frá evrópskum heimildum. Þetta sé rangt, því að þeir skráðu ekki aðeins sína eigin athafnasemi og sögu, heldur skýrðu þeir einnig frá högum innfæddra. Í þriðja lagi hefur það verið ályktað að sögu Afríku sé aðeins hægt að endurskapa með skriflegum heimildum, sem sé rangt.
Hægt er að endurskapa afríska sögu út frá forleifafræði, félagslega mannfræði, tónlistafræði, ethnobotany, serology, málvísndafræðum, munnlegum hefðum og öðrum hefðbundnum afrískum heimildum. A.Adu Boahen leggur þó mesta áherslu á munnlegar heimildir og þar sé mest að finna af upplýsingum um fortíðina. Þær eru m.a. frásagnir, eiðar (svardagar), nöfn og hirðljóð. Hann segir að vestrænir menn séu efins um gildi þessara heimilda en segir sjálfur hafa góða reynslu sem og aðrir fræðimenn af þessum heimildaflokki. Þær fylla inn í þar sem skriflegum heimildum sleppir. Annar mikilvægur heimildaflokkur er tónlistin og svo varðveittir hlutir (til dæmis trommur o.s.frv.). Hátíðir ýmis konar segja einnig mikið. Hann talar um afnýlenduvæða (e. decolonization) á afrískri sögu og á þar fyrst og fremst við not af aðrar en skriflegar heimildir. Rannsaka eigi hefðbundna afrískt stjórnkerfi, ,,milliríkjasamskipti (e, diplomacy), guði og hlutverk þeirra, helgisiði, serimóníur og hátíðir og menningarlega hluti eins og vefgerð og dansiðkun. Slíkt mun gefa sniðmynd og samfellda mynd af afrískri sögu.
Svo má ekki gleyma áhrif Afríku á aðra heimshluta, Ameríku og Evrópu á öllum tímum. Þetta gefur hinu hefðbundnu mynd af afrískri sögu nýja vídd, en hún fjallar eiginlega eingöngu um komu Evrópumanna til álfunnar, könnun hennar, trúboð, þrælaverslun og afnám hennar, nýlendur og stjórnir þeirra þetta eigi að setja í rétt samhengi. Þegar þetta hefur verið gert, er fyrst hægt að skrifa kennslubækur um sögu álfunnar og byggja upp þjóðir í Afríku sem er vandamál sem lönd í Evrópu, Asíu og Ameríku áttu flest við á miðöldum og nýöld.
Vísindi og fræði | 18.1.2021 | 18:08 (breytt kl. 18:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er líkt farið með Kjalnesinga sögu og aðrar Íslendinga sögur, hún var skrifuð löngu eftir að meintir atburðir áttu sér stað. Það sem höfundar Íslendinga sagna áttu sameiginlegt, var að nota munnmælasögur, líklega sannar að grunni til, en skreytt þær með samtölum til að búa til lifandi frásögn, enda voru sögurnar líklega lesnar upphátt, frekar en í hljóði.Kjalnesinga saga var sennilega skrifuð skömmu eftir 1300.
Hvað um það, þá gefur Kjalnesinga saga okkur hugmynd um hvernig söguritarinn hugsaði sér aðstæður á tímabili sögunnnar, sem er á tímabilinu 900-1000 er heiðnin og kristnin tókust á.
Í sögunni segir frá Hofi við Esjurætur og geftur frásögnin a.m.k. ágæta mynd af því hvernig menn hugsuðu sér hvernig heiðið hof liti út.
Grípum niður í söguna:
,,Þorgrímur reisti um vorið bú að Hofi. Þar var ekkert til sparað enda maðurinn auðugur og átti stóran frændgarð og marga vini. Hann gerðist voldugur og lét mjög til sín taka í byggðarlaginu. Hann hafði mannaforráð allt til Nýjahrauns og var það kallað Brundælagoðorð.
Hann var kallaður Þorgrímur goði. Hann var blótmaður mikill og lét reisa mikið hof í túni sínu. Það var hundrað og tuttugu feta langt og sextíu fet á breidd. Þar skyldu allir greiða hoftoll.
Þór var mest tignaður. Innri hluti hofsins var hringlaga með hvolfþaki, allt tjaldað og með gluggum. Þar stóð Þór fyrir miðju og önnur goð til beggja handa. Fyrir framan Þór var stallur sem var mikil listasmíði og klæddur að ofan með járni, eins konar altari. Þar var látinn loga eldur sem aldrei skyldi slokkna; það kölluðu þeir vígðan eld.
Á þessum stalli lá stór hringur gerður úr silfri. Þann hring átti goðinn að hafa á hendi sér þegar hann sótti mannfundi. Við þann hring áttu menn að sverja eiða þegar sakamál voru afgreidd. Á þessum stalli stóð einnig stór bolli úr kopar. Í hann átti að renna blóð úr þeim dýrum eða mönnum er blótað var. Blóðið var kallað hlaut og bollinn hlautbolli. Hlautinu var svo slett á viðstadda þegar blótað var en kjöt af því fé sem var blótað var etið í blótveislunni. En ef þeir blótuðu mönnum, þá var þeim steypt ofan í fen það er var utan við dyrnar. Það kölluðu þeir blótkeldu."
Lýsingin á hofinu er ljóslifandi og ef við segjum að fetið sé 48 cm, þá er það að stærð 57,6 x 28,8 eða 165,8 fermetrar. Athyglisvert er að segja að Þór hafi verið tignaður og verið aðalgoðið, en ekki Óðinn en með honum voru samt önnur goð. Hægt væri að gera replica eða endurgerð þess út frá þessari lýsingu og væri það fróðlegt að sjá. Annars eru lýsingar á umhverfinu ljóslifandi, t.d. skógar á svæðinu, gefa ágæta mynd af því hvernig Ísland leit líklega út á 10. öld.
Vísindi og fræði | 14.1.2021 | 14:35 (breytt kl. 16:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020