Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Er Írafárið að byrja upp á nýtt?

Svo virðist vera að Írabullið sé byrjað upp á nýtt. Þessi alþýðu kenning var vinsæl á sínum tíma hjá sjálflærðum grúskurum og maður hefði haldið að nóg væri komið. En svo er ekki. Má hér nefna Landnámið fyrir landnám eftir Árna Óla.  Svo breiða fjölmiðlar út vitleysuna.

Kíkjum aðeins á bók Þorvalds Friðrikssonar sem er að vekja svo mikla athyglis, að hún nær út fyrir landsteinanna (sjá slóð hér að neðan). Hún ber heitið Keltar - Áhrif á íslenska tungu og menningu.

"Í þessari bók er boðið upp á nýja sýn á Íslandssöguna, innsýn í það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina miklu hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýlega kom í ljós með greiningu erfðaefnis að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna voru Keltar. Hér er fjallað um önnur stórtíðindi, það keltneska í íslenskri tungu og í örnefnum á Íslandi. Fjöll, firðir, dalir og víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Nöfn húsdýra, fugla, fiska og blóma á Íslandi sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur. Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi; helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám. Þessi bók sætir því miklum tíðindum.

Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins."
Svo mörg voru þau orð.

"Í kenn­ing­unni, sem tekið er fram að sé um­deild, er dreg­in í efa sú viðtekna sögu­skýr­ing að Ísland sé al­farið nor­rænt að upp­runa og að því hafi verið komið á fót fyr­ir um 1.100 árum eft­ir út­breiðslu fólks frá Skandi­nav­íu." Sjá slóð: Umdeild kenning um Ísland vekur athygli erlendis

Hver hefur nokkurn tímann sagt að landnámið á Íslandi hafi alfarið verið norrænt? Strax frá upphafi sagnaritunar á Íslandi og með fyrsta íslenska "sagnfræðinginum" eða réttara sagt sagnaritaranum Ara fróða Þorgilssyni, var því slegið föstu að hér hafi komið keltneskt fólk með norrænu fólki eða að minnsta kosti hér verið keltneskir papar. Svo hefur einnig háttað um Noreg, Svíþjóð og Danmörk, að þeir hafa tekið með sér hertekið og stundum frjálst fólk frá Bretlandseyjum öllum. Hvaða nýju sannindi eru þetta?  

Þorvaldur dregur miklar álykanir af byggingalagi húsa og mannvirkja á Íslandi. "Loka­verk­efni Þor­vald­ar í forn­leifa­fræði, sem hann lærði í Svíþjóð, var um kelt­nesk­ar bygg­ing­ar á Íslandi, borg­hlaðin hús eins og til dæm­is fisk­byrgi, fjár­borg­ir og sælu­hús. „Þessi bygg­ing­ar­stíll er mjög al­geng­ur á Írlandi, Skotlandi og eyj­un­um þar um slóðir en nán­ast óþekkt­ur í Skandi­nav­íu." Getur verið önnur skýring? Getur verið að staðhættir og ný heimkynni hafi ráði hér málum? Til dæmis eru íslensku torfbæirnir einstakir og byggingastíll þeirra, þótt t.d. bandarískir landnemar og Skandinavar hafi einnig reist slík hús, þá er hinn íslenski einstakur og aðstæður réðu hér miklu um efnisval og byggingalag. Hvort sem er á sléttum Bandaríkjanna eða Norður-Skandinavíu, þar sem skort var á timbri, þá fóru menn þessa leið. Þetta er kenning eða vísbending, ekki staðreynd.

Enn reynir Þorvaldur, eins og margir á undan honum, að tengja saman gelíska menningu við hina íslensku með orðsifjum. Ef keltnesk menning hefur verið svona öflug, afhverju var töluð hér hreinræktuð norræna á ritunartíma Íslendingasagnanna og annarra fornbóka? Og minjarnar eru norrænar. Hér var hreinræktuð germönsk menning af skandinavískum uppruna. Það er fáranlega fá orð sem koma úr keltnesku og það þrátt fyrir að við vitum að margir landnámsmanna komu úr eyjaklöskum norðanverðum Bretlandseyjum og mikinn samgangur milli Norðurlanda og Bretlandeyja í um þrjár aldir. Af hverju?

Skýringin er einföld og ég hef rakið hana hér áður á blogginu.

Eyjan hans Ingólfs - nokkur umhugsunarefni

Í grein minni sagði ég: "Ásgeir segir að keltar hafi verið meðal fyrstu landnámsmanna og komið í fyrri af tveimur bylgjum fólksflutninga til landsins. Í síðari bylgju hafi fólk frá Vestur-Noregi verið undirstaðan, svo mjög að til landauðnar horfði og Noregskonungs setti á brottfaraskatt. Þetta þarfnast frekari rannsókna. Fólksflutningar úr Noregi hafa ekki hætt við ákveðið ártal og rannsaka þarf hvað gerðist frá árinu 930 til 1000. 

Írland, Skotland, Wales og England lokuðust að miklu leyti fyrir norrænt fólk á 10. öld nema eyjarnar fyrir strönd Skotlands. Engir fólksflutningar keltneskt fólk hafa átt sér þá stað til Íslands. Aðeins fólk úr þessum eyjum og Noregi hafa getað flutt til Íslands. Í greininni: Raðgreindu erfðamengi úr 25 landnámsmönnum á vef RÚV (31.05.2018) segir: "Fleiri Íslendingar voru af keltneskum uppruna við landnám en greina má af erfðaefni Íslendinga nú á dögum. „Við erum að sjá 43 prósent keltneskan uppruna meðal landnámsmanna, versus í dag þá erum við að sjá 30 prósent." Þetta kemur saman við þá kenningu að lokað hafi verið fyrir flutning keltneskt fólks til landsins og síðari hópar norræna manna hafi minnkað hlutfallið niður."

Niðurstaða

Niðurstaðan eins og hún er í dag, að fleiri en ein bylgja landnámsmanna hafi komið til Íslands á landnámsöld og eftir hana. Í fyrstu bylgjunni voru landnámsmennirnir blandaðir Keltum með sifjum eða írsku þrælahaldi. Einhver orð hafa lifað af frá þessu landnámi en það sem skipti sköpum um að hér varð hreinræktuð norræn menning var seinni landnámsbylgjur, sem komu úr Noregi og samanstóð af bændum sem "sníktu sér far" vestur á bóginn en fyrr samanstóð af norrænum höfðingjum úr Bretlandseyjum ásamt fylgdarliði, norrænu og keltnesku.

Margar vísbendingar eru um þessa þróun. Svo sem í upphafi hafi verið hér keltnesk áhrif og byggð Kelta eins og sjá má af Kjalnesinga sögu og í upphafi hafi kristni verið á landinu. En landið varð heiðið um miðbik 10. aldar. Afhverju? Norrænir menn voru orðnir það fjölmennir að þeir liðu ekki kristni eða hún dáið út vegna þess að keltnesku þrælarnir voru að hverfa úr sögu vegna samkeppni við nýkomna bændur úr Noregi (eða þeir hurfu vegna þess að þeir eignuðust ekki afkvæmi) en hinir sem voru með keltneskt blóð, runnið saman við meginfjöldann.

Það þurfti að koma á kristni aftur um árþúsundið 1000, með látum að því virðist vera (tvær andstæðar fylkingar) og það vegna kristinboðs úr Noregi og trúboða þaðan.

En það verður að eiga sér stað frekari fornleifarannsóknir og sérstaklega á beinagrindum eftir 1000 og bera þær saman við beinagrindur fyrir þúsund (og greftunarsiðum sem sjá má úr gröfum). DNA rannsóknir ættu að varpa ljósi á hvernig íslenski kynstofninn þróaðist fyrstu þrjár aldirnar. Fornleifarannsóknir á Íslandi styðja ekki kenningar um keltneska menningu á Íslandi. Ef svo væri, væru til aragrúa minjar til um slíkt. Ekki einu sinni til minjar um papa, sem þó ætti að vera einhverjar líkur á að þeir hefðu komið til Íslands, en var það í það miklu mæli að það er mælanlegt?

Ef til vill ættu fornleifafræðingar að einbeita sér meira að vísindarannsóknum sínum sem fornleifafræðin er óneitanlega og leyfa sagnfræðingunum um að draga misgáfulegar ályktanir um hvað ber fyrir augum? Ég er heldur ekki með svarið og þetta sem ég er að segja er líka kenning. 

Og svo til fróðleiks:

Deilur um upphaf landnáms Íslands – byggðist landið fyrst sem veiðistöð sem breyttist svo í landbúnaðarsamfélag?

 

 

 

 


Féll Róm nokkurn tímann?

Á 5. öld e.Kr., var Róm hertekin tvisvar sinnum: fyrst af Gotunum árið 410 og síðan Vöndölum árið 455. Lokaatlagan kom svo árið 476 þegar síðasti rómverska keisarinn, Romulus Augustus, neyddist til að segja af sér og germanski hershöfðinginn Ódóakers(Odoacer) tók við borginni. Ítalía varð að lokum germanskt austurgotaríki.

Á 5. öld e.Kr. takmarkaðist vald vestrómverskra keisara við Ítalíu og jafnvel hér var það aðeins skuggi sjálf síns. Barbararnir voru hið raunverulega vald á bak við hásætið.

Rómverska herinn var að mestu skipaður villimönnum, undir stjórn barbara herforingja; og jafnvel stjórn mála í höfuðborginni var í höndum villimannshöfðingja (germanna).

Staðurinn sem Vandalinn Stilicho hafði haft undir stjórn Honoríusar var nú undir stjórn gotans Ricimer á síðustu árum heimsveldisins. Þessi höfðingi skipaði erlendu herliðinu í launum Rómar. Hann hlaut rómverska titilinn „patrician“ sem á þessum tíma jafngilti stjórnandi (regent) heimsveldisins. Í sautján ár (455-472) beitti Ricimer algeru valdi sínu, setti og steypti keisara að eigin vilja. Rómaveldi á Vesturlöndum var í raun þegar fallið frá og ekkert var nú eftir nema að skipta um nafn. [Heimild: „Outlines of Roman History“ eftir William C. Morey, Ph.D., D.C.L. New York, American Book Company (1901), forumromanum.org \~]

En það er ekki þar með sagt að marka megi fall siðmenningar með yfirtöku Germanna sem sjálfir voru undir miklum rómverskum áhrifum. Veikir keisarar 5. aldar megnuðu ekki að stöðva hnignun ríksins og 22. ágúst árið 476 sagði síðasti keisara Vestrómverska ríkisins, Rómúlus Ágústúlus, af sér. Ítalíu var stjórnað sem býsansk nýlenda með gotneskum stjórnendum (489-554) og síðan með beinni stjórn í suðri og af hinu þýsku Langbörðum í norðri (568-774). Með kjöri Gregoríusar páfa (590-604) var völdum skipt á milli páfadæmis og Býsansveldis.

Umskipti Rómar yfir í nýja germanska siðmenningu

Austgotar (réðu yfir Róm 454-93) og Langbarðar (réðu yfir Róm 566-68) réðust inn frá stöðum á Balkanskaga og fluttu inn til Rómar frá því sem nú er Norður-Ítalía. Þegar Róm hnignaði, vex völd austurhéraðanna í hið sterka Býsansveldi. Fólk í Róm talaði enn austgotnesku svo seint sem árið 1780.

Hvernig er hægt að skilgreina tengslin milli austurs og vesturs eftir að Rómulus Augústúlus var afsettur? Þar sem Ódóakers (Odoacer) var gerður að rómverskum höfðingja undir titlinum patrisíumaður, og þar sem hann viðurkenndi vald austurkeisarans, gætum við sagt að vestræna heimsveldið hafi ekki verið eytt, heldur einfaldlega sameinað aftur austurveldinu. Þetta ætti við að svo miklu leyti sem það vísaði eingöngu til lögforms.

En sem söguleg staðreynd markar þessi atburður ekki afturhvarf til hins gamla kerfis sem var fyrir dauða Þeodosíusar, heldur markar hún raunverulegan aðskilnað milli sögu Austurlanda og sögu Vesturlanda. [Heimild: „Outlines of Roman History“ eftir William C. Morey, Ph.D., D.C.L. New York, American Book Company (1901), forumromanum.org \~]

Innan Vesturlanda höfðu smám saman fjölgað ýmsum þýskum ættbálkum. Í Afríku voru Vandalarnir; á Spáni og Suður-Galíu, Vestgotar; í norðvesturhluta Spánar, Suevi; í suðaustur Gallíu, Búrgundar; í Bretlandi, Saxar og Jótar; á Ítalíu, Herúlar.

Aðeins í norðurhluta Gallíu var skuggi rómverska yfirvaldsins varðveittur af landstjóranum, Syagríus, sem hélt sér á floti enn í tíu ár lengur gegn innrásarhernum, en var að lokum sigraður af Frönkum undir stjórn Klóvíks (Clovis (486 e.Kr.)).

Höfðingjar hins nýja þýska konungsríkis voru farnir að fara með sjálfstætt vald og rómversku borgara voru orðnir háðir nýjum höfðingjum. Siðir Rómverja, lög þeirra og tunga, voru enn varðveitt, en á þeim græddust nýir siðir, nýjar hugmyndir og nýjar stofnanir. Þar sem fall gamla lýðveldisins var umskipti yfir í heimsveldið, og þar sem hnignun fyrri heimsveldisins var umskipti yfir í nýjan áfanga heimsvaldastefnu; þannig að nú var fall Rómaveldis á Vesturlöndum í raun umskipti yfir í nýtt ástand hlutanna sem hefur vaxið til nútímamenningu okkar.

Ýkjurnar af falli Rómar og rómverskrar menningu er ofsögðum sagt. Wikipedia kemur inn á þetta (og stað þess að nota orðlag minn í fyrri greinum, sjá hér að neðan), tek ég orðrétt upp úr Wikipedíu um fall Rómar: Róm

"Fólksfækkun í borginni stafaði meðal annars af minnkandi kornflutningum frá Norður-Afríku, frá 440, og skorti á vilja yfirstéttarinnar til að styrkja korngjafir til almennings. Samt sem áður var lögð töluverð vinna í að viðhalda stórbyggingum í miðborginni, á Palatínhæð og stærstu böðunum sem héldu áfram starfsemi fram að umsátri Gota árið 537. Böð Konstantínusar á Kvirinalhæð voru löguð árið 443 og skemmdir á þeim ýktar í frásögnum. Samt hafði borgin á sér yfirbragð hnignunar vegna fólksflótta sem skildi eftir stór óbyggð svæði. Íbúafjöldi var komin niður í 500.000 árið 452 og 100.000 árið 500. Eftir umsátur Gota árið 537 hrundi íbúafjöldinn niður í 30.000 en hafði aftur vaxið í 90.000 þegar Gregoríus miklu varð páfi. Fólksfækkunin fór saman við hrun borgarlífs í Vestrómverska ríkinu á 5. og 6. öld, með örfáum undantekningum. Dreifing á korni til fátækra hélt áfram á 6. öld og kom líklega í veg fyrir að fólksfækkunin yrði meiri."

Það sem ég er að segja að fall heimsveldis Rómar var ekki einn tveir og þrír, heldur langvarandi þróun. Árið 537 e.Kr. markaði meiri tímamót en árið 476 e.Kr. fyrir rómverska menningu í Vestur-Evrópu en gífurlegar hungursneyðar (vegna náttúruhamfara) og farsóttir gerðu frekar út um leifarnar en árásir Germanna. Rómversk menning er ekki dauðari en það að hún lifði góðu lífi innan kaþólsku kirkjunnar fram á daginn í dag og mikið af þekkingu Rómverja lifir enn góðu lífi og hefur áhrif á menningu nútímamanna.

Sjá fyrri greinar mínar um Rómaveldis, kannski eru þarna fleiri en ég nenni ekki að leita í greinasafni mínu:

Grunnástæður falls Rómaveldis

Fall siðmenningar í Evrópu - London og Róm um 500 e.Kr.

 

 

 


Fyrirlesturinn Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar

Ég hef skrifað tvær greinar um sagnfræði í röð og nú bætist sú þriðja við. Þessi grein er meira tengd fyrri greina sem ber titilinn Sagnfræði prófisor úti á túni. Þar gagnrýndi ég bókina Á sögustöðum.

Seinni greinin var almenn gagnrýni á söguskoðun sumra sagnfræðinga innan sagnfræðideildarinnar, en að sjálfsögðu fara ekki allir sagnfræðingar þar innandyra undir sama hattinn. Það væri ósanngjarnt. Fyrir utan að stétt sagnfræðinga er nokkuð fjölmenn og margir þeirra starfandi utan háskólasamfélagsins og allir með einstaklingsbundnar skoðanir.

Í þessari þriðju grein er útgangspunkturinn fyrirlestur Helga Þorlákssonar, sem fór fram fimmtudaginn 8. desember í Lögbergi og heitir Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar. Ég missti af þeim fyrirlestri og útgáfu samnefndrar bókar, þar til ég sá höfund kynna hana í Silfrinu. Hvað um það. Á vef Háskóla Íslands kynnir prófessorinn emeritus innhald fyrirlestursins. Sjá slóðina: Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar

Þar segir: "Fyrirlesari telur að kaþólsk kirkja og kaþólsk trú á miðöldum séu sérstaklega vanækt eða mistúlkuð í sögu fjögurra af stöðunum sex og rekur það til hinnar gömlu söguskoðunar. Hann ræðir einkum um Þorlák helga og Skálholt og Odda, biskupinn og dýrlinginn Guðmund góða og Hóla og Ólaf helga og Þingvelli. Fyrirlesari telur að dýrlingarnir Þorlákur og Guðmundur séu ekki aðeins að miklu leyti vanæktir í umfjöllun um tilgreinda staði heldur njóti þeir lítt sannmælis. Um verndardýrling Þingvalla, Ólaf helga, hefur ríkt þögn. Fyrirlesari grefst fyrir um það af hverju umfjöllun um dýrlingana Guðmund og Þorlák er eins og nefnt var og þögn ríkir um Ólaf og tengir við „söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar“."

Hér er Helgi að ræða um "hina gömlu „söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar“, sem svo hefur verið nefnd, og fyrirlesari telur að móti skilning landsmanna almennt á hinum merku og þekktu sögustöðum sem einkum er fjallað um í bókinni; þeir eru sex,  Bessastaðir, Skálholt, Oddi, Reykholt, Hólar og Þingvellir. Bókin er tilraun til að koma að gagnrýni á hina gömlu söguskoðun með því að tiltaka einstök þekkt dæmi um hvernig hún mótar skilning á sögu staðanna sex."

Byrjum á það auðljósasta, hvers vegna er verið að gagnrýna "söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar", þegar þeir sem skrifuðu þá sögu eru löngu fallnir frá og rétt eins og ég hef bent á, hefur orðið bylting í sagnfræðinni á þessum 104 árum sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki. Uppgjörið hefur átt sér stað. Punktur.

Hinn punkturinn sem Helgi tekur fyrir er athyglisverðari. Og hér kemur að eina atriðinu sem við erum sammála um, verndardýrlingur Þingvalla, Ólafur helgi, er að nokkru leyti gleymdur nútímafólki. Þetta er athyglisvert í ljósi aðdáunar Færeyingja á sama kappa en á íslensku Wikipedíu segir:

"Ólafsvaka er þjóðhátíð Færeyja. Ólafsvaka er haldin hátíðleg 28. og 29. júlí ár hvert en 29. júlí er dánardagur Ólafs Haraldssonar og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Ólafur féll í orrustunni við Stiklastað í Noregi árið 1030. Ári seinna var Ólafur Haraldsson tekinn í dýrlingatölu og fékk nafnið Ólafur helgi. Dánardags hans hefur verið minnst í tæp þúsund ár. Þennan dag er Færeyska lögþingið jafnan sett á ári hverju." Ólafur er mjög tengdur valdatöku Noregs í Færeyjum sem er miðuð við 1035 er Þrándur í götu lést.

Kannski er Snorri Sturlusyni fyrst um að kenna en í Heimsskringlu er hann kallaður Ólafur hinn feiti eða réttara sagt digri. "Ólafur konungur hinn digri snýr austur með landi..."

En íslensku kaþólikkarnir fram til 1550 hafa ekki gleymt honum og reist honum líkneski. Hann var því ekki vanræktur, hvorki í Færeyjum og Íslandi fram til siðaskipta. Siðaskiptin skiptu miklu máli um framhaldslíf dýrlinga á Íslandi sem var ansi lítið enda landið orðið mótmælendatrúar en sögur þessara kappa lifðu þó í fornbókmenntunum næstu aldir.

Af hverju við ræðum ekki meira um verndardýrling Þingvalla, Ólaf hinn helga, veit ég ekki. Ekki þvældist hann fyrir sagnfræðinga aldamótanna 1900. Kannski af því að hann var Norðmaður og afskiptasamur um málefni Íslands og Færeyja, eða kannski vegna þess að Þingvellir eru ekki lengur þingstaður Íslendinga. Ef til vill væri minning hans meira á lofti ef Alþingi Íslendinga væri staðsett á Þingvöllum.

Hinn dýrlingurinn Þorlákur helgi er ekki vanræktur. Í hinu lúterska ríki samtímans, er haldið upp á Þorláksmessu síðari og hún beintengd við jólahald mótmælenda á Íslandi. Þor­láks­messa er dán­ar­dagur Þor­láks Skál­holts­bisk­ups Þór­halls­son­ar, sem var útnefndur heil­agur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn og er hann eini dýr­lingur Íslend­inga. Eini íslenski dýrlingurinn viðurkenndur af kaþólsku kirkjunni, Þorlákur Þórhallsson sem Þorláksmessa er kennd við. Að auki telst Jón Ögmundsson helgur maður.

Jóhannes Páll páfi annar hafði fyrir því að koma hingað til Íslands og staðfesti helgi íslenska dýringsins Þorlák það árið 1987 ef ég man rétt en ég hitti hann sjálfur í tvö skipti. Í postullegu bréfi Jóhannesar Páls II. páfa dagsettu 14. janúar 1984, staðfesti stjórnardeild sakramenta og guðrækni, "að hinn heilagi biskup Þorlákur sé verndardýrlingur íslensku þjóðarinnar hjá Guði". Þannig að Þorlákur verður seint gleymdur og grafinn af Páfagarði né þeim fjölmörgu kaþólikkum á Íslandi.

Að auki teljast Jón Ögmundsson og Guðmundur Arason vera helgir menn sem er skrefið undan því að vera dýrlingar. Hvers vegna Helgi Þorláksson segir að Guðmundur sé dýrlingur í fyrirlestri sínum er mér hulin ráðgáta. Nafn hans er enn haldið á lofti, enda til ótal þjóðsögur um hann og skrifuð var sérstök saga um hann. Fáum við t.a.m. ekki vatnið okkur úr Gvendabrunnum í Heiðmörk?

Hvað með "sjálfstæðishetjur" Íslendinga í siðbreytingarbaráttunni, biskupanna Ögmund Pálsson og Jón Arason. Er þeirra minning eitthvað meira haldið á lofti?

Niðurlag

Helgi segir að Þorlákur og Guðmundur njóti lítils sammælis. Því getur ekki verið fjarri sanni eins og ég hef rakið hér að ofan. Hann hefur aftur á móti eitthvað fyrir sér um Ólaf hinn helga. Ástæðan gæti verið einhver af þeim sem ég hef hér rakið hér að ofan. En því fer samt víðs fjarri að hann sé gleymdur eða hunsaður á Íslandi þótt aldarmótamenn hafi kannski ekki haldið sérstaklega upp á hann. Íslenskir kaþólikkar hafa ekki gleymt honum. Engin sérstök breyting á söguskoðun á Ólafi er þörf. Bara að kenna Íslandssöguna meira í grunn- og framhaldsskólum. Það er eiginlega til skammar hvað íslensk börn vita lítið um eigin sögu.

 


Þjóðernisrómantík Íslendinga lifir ennþá?

Hvað kemur til, árið 2022, að nú eigi að fara í krossferð gegn þjóðernisrómantíkur 19. aldar? Tímasetningin er undarleg, nú þegar við eru komin nokkuð inn á 21. öld. Þetta vekur undrun, þegar haft er í huga að þessi stefna er bundin ákveðnu tímabili sem var um miðja 19. öld og fram á 20. öld.  Eins og allar stefnur, eru þær bundnar tíma og rúmi. En rifjum aðeins upp hvað þjóðernisrómantík er og hver hugmyndaheimur sagnfræðinga var frá miðja 19. aldar  til sjálfstæðis Íslands 1918 áður en ég svara spurningunni.

Það má segja að tímabil þjóðernisrómantíkur hafi lifað nokkuð lengi á Íslandi, ef til vill vegna þess hversu seint nýjar menningarstefnur bárust til Íslands (og fáir fræðimenn voru til á Íslandi), en líklegri skýring er að við Íslendingar voru að heyja sjálfstæðisbaráttu einmitt frá miðri 19. öld og henni lauk ekki fyrr en 1918.

Þjóðernisrómantík snýst um að upphefja allt þjóðlegt. Tungumál, sögu og þjóðsögur. Einstaklingar sem töluðu sama tungumál skilgreindu sig sem þjóð. Íslensku fornbókmenntirnar og íslenskan (með tengsl sín við miðaldir) voru eitt af fáu sem Íslendingar gátu státað sig af, í raun montað sig af og réttlætti tilveru örþjóðar langt norður í ballarhafi. Hvað annað gátu Íslendignar montað sig af eða myndað þjóðarsamstöðu um í sjálfstæðisbaráttunni? Hér voru engir kastalar, vegir, brýr, borgir eða annað áþreifanlegt sem hægt var að benda á með stolti.

En þessi áhugi á íslensku miðaldaritunum á 17. og 18. öld var fyrst og fremst sagnfræðilegur í upphafi (Árni Magnússon) en átti sér þó þjóðernispólitískar hliðar, Svíakonungur og Danakonungur vildu fá glæsta mynd af forverum sínum á konungsstól og sóttust eftir íslenskum miðaldarhandritum.

Á ofanverðri 18. öld og fram á 19. öld byrjuðu einnig forrómantísk og rómantísk skáld að dýrka fornöldina, sem þau að miklu leyti fundu í íslenskum miðaldatextum og helst þetta í hendur við myndun þjóðríkja.

Á 19. öld komst stefna þjóðernisrómantíkar á Norðurlöndum á fullan skrið; þá var reynt að endurreisa fornöldina í andlegum skilningi og til þess voru notaðar íslenskar miðaldaheimildir enda var ekki um auðugan garð að gresja annars staðar á Norðurlöndum.

Í þessu ljósi er ekki skrýtið að íslenskir sagnfræðingar á ofanverðri 19. öld, við getum kallað þá sagnfræðinga þar sem þeir lærðu í háskólum sagnfræði eins og til dæmis Jón Jónsson Aðils. Jón rak sögu Íslands frá landnámi í röð vinsæla fyrirlestra og þar setur hann fram ákveðna söguskoðun um eðli og uppruna Íslendinga. Við stofnun Háskóla Íslands 1911 varð hann fyrsti sögukennari hans; dósent þar til 1919. Eigum við að kalla hann föður íslenskrar sagnfræði eða Jón Sigurðsson sem lærði við Kaupmannahafnarháskóla? Hvað um það, hann bendir skýrt á mikilvægi þjóðernisins fyrir sjálfbjargarviðleitni  Íslendinga og sjálfsímynd og tengir þjóðernisstefnuna við sjálfstæðisbaráttuna.  Af hverju skildi það vera? Í abstackt af bók Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur: Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku, er komið inn á þetta. Þar segir:

„Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóðarinnar. Íslenskir mennta- og embættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar.“

Það var þetta sem málið snérist um, ekki bara sjálfstæði þjóðarinnar heldur einnig íslensk tunga og menningararfur, sem Jón J. Aðils og Jón Sigurðsson voru að berjast fyrir. Jón vitnar í störf Eggert Ólafssonar, Jónasar Hallgrímsson og Fjölnismanna sem fyrirmynd hvað varðar varðveislu íslensku og íslenskrar menningar. En einnig á mikilvægi íslenskrar þjóðernistilfinningar, sjálfstæðisviðleitni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þetta voru tvö meginstef Jóns J. Aðils. Íslensk tunga og þjóðerni.

Í blaðaviðtali mbl.is við Sigríði Matthíasdóttur sagnfræðing (Karlmennska, kvenleiki og íslenskt þjóðerni, sjá slóð: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/801022/ ) segir hún eftirfarandi er hún ræddi um gerð doktorsritgerðar sinnar:

"Í byrjun aldarinnar breytast þjóðernishugmyndir Íslendinga meira en menn hafa almennt gert sér grein fyrir eða rannsakað öllu heldur í sagnfræðinni. Þetta eru hugmyndir sem voru fyrir hendi áður í íslensku samfélagi en þær styrkjast og eru bræddar saman í heilsteyptara sögulegt hugmyndakerfi heldur en áður var og þær eru breiddar út til fólks miklu markvissar en nokkru sinni fyrr. Sagnfræðingurinn Jón Jónsson Aðils leikur lykilhlutverk í þessari þróun. Hann skrifaði og flutti alþýðufyrirlestra um íslenskt þjóðerni, sem höfðu gríðarleg áhrif. Fyrirlestrarnir voru gefnir út á þremur bókum á árunum 1903-1910, undir titlunum Íslenskt þjóðerni, Gullöld Íslendinga og Dagrenning. Hann var á styrk frá ríkinu til að semja og flytja þessa fyrirlestra í tíu ár þar til hann varð fyrsti kennarinn í sagnfræði við Háskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911. Jón Aðils var í þeim hópi menntamanna sem gegndu mjög mikilvægu hlutverki í löndum Evrópu á þessum tíma við uppbyggingu þjóðernishugmynda. Sérstaklega er greinilegt að hlutverk þeirra var mikilvægt meðal smáþjóða eins og Íslendinga, Tékka og Íra þar sem nauðsyn var á uppbyggingu hugmyndafræði um þjóðerni fyrir þjóðríkin sem voru í fæðingu. Þetta eru þjóðir sem hafa ekki mikla borgarlega menningu til að byggja á og þær fara allar aðra leið; þær fara í söguna til að skapa þjóðernið, skapa goðsögn um gullöld þjóðarinnar.“

Hún segir einnig: "Þótt þetta sé ekki rannsóknarverkefni mitt eru íslenskar íhaldssamar þjóðernishugmyndir skyldar evrópskum þjóðernishugmyndum en þær þróuðust sums staðar út í fasisma. Yfirburðahugmyndir eru almennt einkenni þjóðernishugmynda eins og sagnfræðingar hafa sýnt fram á og eru sterkar í þjóðernishugmyndum smáþjóða. Íslenska þjóðin er hluti Evrópu að þessu leyti. Tékkar hafa t.d. mjög svipaða vísun í gullöld sína og byggja sérstöðu sína á henni. Þjóðir vísa gjarnan til einhverra sérstakra þátta í sögu sinni til að rökstyðja að þær standi öðrum þjóðum framar. Okkar hugmyndafræði um yfirburði vísar til þeirrar sérstöku blöndu Norðmanna og kelta, sem leiddi af sér þetta sérstaka stjórnskipulag og lýðræði, fæddi af sér einstakar bókmenntir og gerir okkur æðri og merkilegri en aðrar þjóðir."

Blaðamaðurinn, Hávar Sigurjónsson spurði þá í framhaldinu: „Getur verið að þessi hugmyndafræði sem þú ert að lýsa og er enn í dag kjarninn í þjóðernishugmyndum okkar, standi okkur fyrir þrifum í því fjölmenningarlega samfélagi sem hér er að mótast?“

Þetta er frábær spurning og spurning hvort að ný-marxistarnir við sagnfræðideild Háskóla Íslands séu á þessari vegferð? Að vera brautryðjendur og leggja línur fyrir fjölmenningarsamfélag á Íslandi?  Þess vegna eigi að ganga á milli bols og höfuðs á gömlu sagnfræðinganna sem voru að sjálfsögðu börn síns tíma og voru undir áhrifum hugmyndafræði þjóðernisstefnunnar. Það fer í taugarnar á þeim þessi svokallaði þjóðernisrembingur Jóns J. Aðils og fleiri á þessum tíma sem og Jónasar frá Hriflu. En nú eru nýir tímar og nú skulum við sagnfræðingar leiða sýn og söguskoðun sem hæfir fjölmenningarsamfélag samtímans!

Athyglisvert er að andstaðan við baksýnisspegil Jón J. Aðils og Jónas frá Hriflu kom strax upp úr 1930 þegar einstaka kommúnistar mótmæltu þessari hugmyndafræði og ný kynslóð vinstri sinnaðra rithöfunda eins og Halldór K. Laxness og Þórberg Þórðarson. Er undarlegt að ný-marxistarnir taki upp þráðinn þar sem hann féll, þótt meira en hundrað ár séu liðin og pólitík og söguritun síðan hefur snúist meira um stéttarbaráttu og þær þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað, þegar þjóðin fór úr sveitarsamfélagi í borgarsamfélag. Nú eigum við fræðingar 21. aldar að vera sömu brautryðjendurnir fyrir samfélagsbreytingar og fyrstu íslensku sagnfræðingarnir en bara á öndverðu meiði!

Það er alveg auðljóst að þjóðernisrómantíkin er löngu dauð eins og hún var í höndum Jóns J. Aðils og Jónasar frá Hrifu, og þar með svara ég spurningunni í titli greinarinnar, en á að rústa til að byggja upp á nýtt? Þurfum við að trampa á verk gömlu meistaranna sem gerðu þó stórkostlegt gagn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Bjuggu til þjóðarímynd. Hvaða þjóðarímynd ætla menn í dag að byggja á eða má ekki lengur tala um "þjóðar"ímynd? Eigum við að vera samansafn einstaklinga með óljós tengl sín á milli; með "ímynd íbúa" ekki "ímynd þjóðar" í Ísalandinu kalda?

 


Blóð, sviti og tár eftir Winston Churchill

Fyrsta ræða Winstons Churchills í neðri deild breska þingsins sem nýr forsætisráðherra Bretlands fór vel af stað. Móttökur hans á þingið voru frekar lúnar, á meðan fráfarandi forsætisráðherra Neville Chamberlain var fagnað ákaft (heimurinn vissi ekki enn hversu hörmulegar friðþægingarstefna hans myndi reynast og treysti ekki Churchill). En fyrsta ræða Churchills, sú fyrsta af þremur öflugum ræðum sem hann flutti vegna orrustunnar um Frakkland,  sönnuðu að England væri meira en í færum höndum. Hitler sem virtist óstöðvandi fór hratt fram um Evrópu og Churchill sóaði engum tíma í að kalla fólk sitt til vopna. Þrátt fyrir að TR hafi í raun verið fyrstur til að segja setninguna, "blóð, sviti og tár," var það notkun Churchill á þessum orðum sem myndi skilja eftir ótvíræð og hvetjandi áhrif á hug umheimsins.

 

“Blood, Sweat, and Tears” eftir Winston Churchill

  1. maí, 1940 

Herra þingforseti,

Síðasta föstudagskvöld fékk ég umboð hans hátignar til að mynda nýja stjórn. Það var augljós ósk og vilji þings og þjóðar að þetta yrði hugsað á sem breiðustum grunni og að það næði til allra flokka, bæði þeirra sem studdu hina látnu ríkisstjórn og einnig flokka stjórnarandstöðunnar.

Ég hef lokið mikilvægasta hluta þessa verkefnis. Stríðsstjórn hefur verið mynduð með fimm þingmönnum, sem eru fulltrúar, ásamt frjálslyndu stjórnarandstöðunni, fyrir einingu þjóðarinnar. Flokksleiðtogarnir þrír hafa samþykkt að gegna embætti, annað hvort í stríðsráðinu eða í háttsettu framkvæmdastjórninni. Búið er að ráða í hereiningarnar þrjár. Nauðsynlegt var að þetta yrði gert á einum degi, vegna þess hversu brýnir og strangir atburðir voru. Ráðið var í fjölda annarra lykilstarfa í gær og ég legg frekari lista fyrir hans hátign í kvöld. Ég vonast til að ljúka skipun helstu ráðherranna á morgun. Skipun hinna ráðherranna tekur yfirleitt aðeins lengri tíma, en ég treysti því að þegar þing kemur saman að nýju verði þessum hluta verkefnis míns lokið og að stjórnsýslan verði fullgerð í alla staði.

Herra, ég taldi almannahagsmuni að leggja til að þingið yrði boðað til fundar í dag. Herra þingforseti féllst á það og tók nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við það vald sem honum var falið í ályktun þingsins. Að loknum afgreiðslu málsins í dag verður lögð til þingfrestun til þriðjudagsins 21. maí, með því að sjálfsögðu gert ráð fyrir fyrri fundi ef á þarf að halda. Viðskiptin sem á að taka til athugunar í þeirri viku verða tilkynnt meðlimum við fyrsta tækifæri. Ég býð nú þinginu, með ályktuninni sem stendur í mínu nafni, að skrá samþykki sitt á þeim skrefum sem gripið hefur verið til og lýsa yfir trausti sínu á nýju ríkisstjórninni.

Herra, að mynda stjórn af þessari stærðargráðu og flókna er alvarlegt verkefni í sjálfu sér, en það verður að hafa í huga að við erum á frumstigi einnar mestu bardaga sögunnar, að við erum í verkefnum á mörgum stöðum í Noregi og í Hollandi, að við verðum að vera viðbúin fyrir Miðjarðarhafinu, að loftbardaginn sé samfelldur og að mikill undirbúningur þurfi að fara fram hér heima. Í þessari kreppu vona ég að það afsakist ef ég ávarpa ekki þingið í langan tíma í dag. Ég vona að einhver af vinum mínum og samstarfsmönnum, eða fyrrverandi samstarfsmönnum, sem verða fyrir áhrifum af pólitískri endurreisn, geri allt ráð fyrir skort á athöfn sem nauðsynlegt hefur verið að bregðast við. Ég myndi segja við þinghúsið, eins og ég sagði við þá sem hafa gengið til liðs við þessa ríkisstjórn: „Ég hef ekkert fram að færa nema blóð, strit, tár og svita.

Fyrir okkur liggur þrautagangur af hræðilegasta tagi. Við höfum fyrir okkur marga, marga langa mánuði af baráttu og þjáningu. Þið spyrjið, hver er stefna okkar? Ég segi: Það er að heyja stríð, á sjó, á landi og í lofti, af öllum mætti og með öllum þeim styrk sem Guð getur gefið okkur; að heyja stríð gegn ægilegri harðstjórn, sem aldrei hefur farið fram úr í myrkri og grátbroslegu skránni um mannlega glæpi. Það er stefna okkar. Þið spyrjið, hvert er markmið okkar? Ég get svarað í einu orði: sigur. Sigur hvað sem það kostar, sigur þrátt fyrir alla skelfingu, sigur, hversu löng og erfið leiðin er; því án sigurs lifir ekkert af. Látum það verða að veruleika; engin afkoma breska heimsveldisins, engin afkoma fyrir allt það sem breska heimsveldið hefur staðið fyrir, engin upplifun fyrir hvöt og hvatningu aldanna, að mannkynið muni halda áfram að markmiði sínu.

En ég tek að mér verkefnið af yfirvegun og von. Ég er viss um að málstaður okkar verði ekki fyrir því að misheppnast meðal manna. Á þessum tíma finnst mér ég eiga rétt á að krefjast aðstoðar allra og ég segi: „Komið þá, við skulum halda áfram með sameinuðum krafti okkar.


Fall siðmenningar í Evrópu - London og Róm um 500 e.Kr.

Ég hef alltaf verið heillaður af hvernig siðmenning getur fallið og "villimennskan" tekið yfir. Að þekkingin sem fylgir siðmenningunni geti horfið og frumstæðara samfélag tekið við.

Gott dæmi um þetta er fall Rómaveldis en það er bara eitt af mörgum siðmenningarsamfélögum sem hafa fallið og horfið í gegnum aldirnar. Talandi um þjóðir og ríki sem hafa horfið í aldanna rás. Sagan er ekki alltaf línuleg framþróunarsaga, heldur stundum eitt skref áfram og stundum skref aftur á bak.

Örlög Rómaveldis er áminning til okkar um að okkar siðmenning getur einnig fallið. Ég held reyndar meira þurfi til að þekkingin hverfi í dag, því að allt mannkynið deilir þessa þekkingu en ein öflug kjarnorkustyrjöld getur samt sent mannkynið aftur á steinaldarstig og fáir lifað af.

Það sem hefur komið mér á óvart að sjálf borgin Róm féll raunverulega ekki árið 476 e.Kr., heldur héldu "villimennirnir" borginni við næstu 60 árin eða til 536 e.Kr.  Borgin eilífa var rænd þrisvar sinnum á 5. öld en árásaliðin rændu bara öllu lauslegu en leyfðu byggingunum að standa. Germanarnir sem stjórnuðu borginni reyndu meira segja að laga og endurreisa frægar byggingar eins og Colosseum og aðrar byggingar. Íbúarnir höfðu fækkað en voru enn milli 100-150 þúsund talsins. Germanarnir héldu við rómversk tignarheiti og stjórnkerfi. Þannig var þetta til ársins 536 e.Kr. En þá var setið enn á ný um borgina.

Fyrsta umsátrinu um Róm í Gotneska stríðinu stóð yfir í eitt ár og níu daga, frá 2. mars 537 til 12. mars 538. Borgin var umsetin af austurgotíska hernum undir stjórn Vitiges konungs þeirra; Austur-Rómverjar sem vörðust voru undir stjórn Belisarius, einn frægasti og farsælasti hershöfðingi Rómverja.

En það var ekki bara innrásarlið sem ógnaði borginni eilífu.

Árið 536 e.Kr. var tímamótaár í sögu mannkyns. Þá myrkvaði stór hluti heimsins í heila 18 mánuði, þegar dularfull þoka lagðist yfir Evrópu, Miðausturlönd og hluta Asíu. Þokan eða hulu slæða blokkaði sólina og olli því að hiti lækkaði, uppskera brást og fólk dó. Þá hófst, mætti segja, hin bókstaflega myrka öld miðalda.

Nú hafa vísindamenn uppgötvað eina helsta uppsprettu þeirrar þoku. Hópurinn greindi frá því í fornöld að eldgos á Íslandi snemma árs 536 hafi hjálpað til við að dreifa ösku um norðurhvel jarðar og skapa þokuna. Líkt og eldgosið í Mount Tambora árið 1815 - mannskæðasta eldgos sem sögur fara af - var þetta eldgos nógu stórt til að breyta loftslagsmynstri á heimsvísu og olli hungursneyð í áratug. Já, eldgos á Íslandi voru örlagavaldar og ekki erum við búin að gleyma móðuharðindum 1783-85 sem kom frönsku byltingunni af stað.

Hvernig nákvæmlega litu fyrstu 18 mánuðir myrkurs út? Býsanska sagnfræðingurinn Procopius skrifaði að „sólin gaf frá sér ljós sitt án birtu, eins og tunglið, allt þetta ár.“ Hann skrifaði líka að svo virtist sem sólin væri stöðugt í myrkva; og að á þessum tíma „varu menn hvorki lausir við stríð né drepsótt né neitt annað sem leiddi til dauða." Drepsóttin sem kom 541 e.kr.  er talin hafa eytt helming íbúa austrómverska ríkisins. Plágan skall fyrst á Konstantínópel árið 541. Þaðan breiddist hún út um Miðjarðarhafið og hafði áhrif á margar strandborgir.

Síðan lá leiðin um Evrópu og inn í Asíu. Fyrsta bylgja plágunnar, Justinianusplágan, stóð frá 541 til 549, en það var ekki endirinn. Smitin vörðu í raun í hundruðir ára. Þetta var plága sem fólk þurfti að lifa með, af og til, frá einni öldu til annarrar, allt sitt líf. Það tók ekki enda fyrr en um miðja áttundu öld.

Erfitt er að áætla hversu margir dóu í plágu Justinianusar, þó nokkrar tölur hafi verið skráðar. Konstantínópel þjáðist mikið af heimsfaraldrinu og missti 55–60% íbúanna. Milli fimm og tíu þúsund manns dóu á hverjum degi í plágunni, sem að lokum drap milljónir manna.

En þetta er önnur saga og við erum að fjalla um afdrif Rómaborgar. Eftir umsátur Gota árið 537 hrundi íbúafjöldinn niður í 30.000 en hafði aftur vaxið í 90.000 þegar Gregoríus mikli varð páfi. Stríð og náttúruhamfarir til samans er ávísun á fall siðmenningar.

Hér er slóðin fyrir sögu Rómar til ársins 536 e.Kr.

Róm um 476 e.Kr.

En merkilegra er hversu hratt fall veldis Rómar var á Bretlandseyjum og hversu menn börðust hart við að halda í "siðmenninguna" þrátt fyrir allt.

Um 500 e.Kr. hafði rómverska heimsveldið yfirgefið Bretland næstum öld áður (410 e.Kr.) og rómversk siðmenning tilheyrði fortíðinni.

Bretland hafði sloppið við verstu vandræði þriðju aldar, þegar stór hluti afgangsins af rómverska heimsveldinu hafði þjáðst af hendi innrásarherja og uppreisnarmanna. Fyrri hluti fjórðu aldar var tímabil friðar og velmegunar - sum af stærstu og fallegustu rómversk-bresku einbýlishúsunum eru frá þessum tíma.

Árið 367 yfirgnæfðu innrásir bæði frá Skotlandi og Írlandi landamæravarnir, en virðast ekki hafa komist í gegn til suðurs. Velmegun hélst þar til rómversk stjórnvöld drógu landvernd sína til baka árið 410. Skömmu síðar olli blanda af endurnýjuðum innrásum Pikta, Íra og nú Engilsaxa  mikilli eyðileggingu, sem rómversk-bresk siðmenning, alltaf bundin við bæi og einbýlishús (villas), náði sér aldrei á strik eftir.

Upp úr miðri fimmtu öld tóku engilsaxneskir ættbálkar að flytjast mikið til suður- og austurhluta Englands. Með alvarlegri truflun á viðskiptum, og gamla rómverska stjórnsýslukerfið dauðvona og nýliðarnir sem voru fjandsamlegir borgarmenningunni, féllu einkenni rómversks lífs – bæir, einbýlishús, latneska tungumálið, læsi, kristindómur – í verulegri hnignun. Þessi einkenni höfðu nánast horfið um 500.

London á sama tíma var komin í rúst, ríkustu íbúarnir lifðu í "gate communities" en allt umfang borgarinnar og ásýn var komið niður í svaðið og lítið að umfangi. Mestu mistök landstjóra Englands var að fara með allan her Rómverja á meginland Evrópu og til Rómar að berjast um keisarasætið.Þetta gerðist nokkrum sinnum og alltaf skildu þeir eftir íbúanna upp á náð og miskunn óvina en herlið Rómverja í Bretlandi var eitt það öflugasta innan rómverska hersins.

Skotar og Engilsaxar sem notuðu tækifærið til að rupla og rænda og eyðileggja. En samt má segja að rómversk menning hafi smá saman fjarað út, byggingar og menning horfið hægt og rólega.

Þeir sem tóku yfir reyndu að stæla "rómversku risanna" sem bjuggu til leifarnar sem þeir sáu en skildu ekki. Þeir höfðu heldur ekki baklandið né getu til að halda siðmenningunni við. Segja má að Rómaveldi hafi fallið fyrr á Bretlandi en á sjálfri Ítalíu. Austrómverska ríkið Býsant lifði svo af næstu 1000 árin en það er önnur saga að segja frá.

London um 500 e.Kr.

 


Írafárið endurvakið

Hvernig fara saman erfðarannsóknir við fornbókmenntir okkar um uppruna Íslendinga? Hvers vegna er hér ráðandi norræn menning en keltnesk hverfandi? Enn er verið að deila um þetta. Fornleifarnar sýna norræna menningu sem og bókmenntirnar en erfðafræðin er blandin málum.

Kíkjum á vef Íslenskrar erfðagreiningar. Þar segir:

"Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld.  Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.

Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlandseyja, Skandinavíu og annarra Evrópuþjóða, var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Erfðaefni var raðgreint úr 27 líkamsleifum sem geymdar eru á Þjóðminjasafni Íslands, þar af 25 frá fyrstu kynslóðum Íslandsbyggðar (870 til 1100).

Niðurstöðurnar sýna að í landnámshópnum voru sumir af norrænum uppruna, aðrir af keltneskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstaklinganna frá landnámsöld um 57%, en er 70% í núlifandi Íslendingum. Ein möguleg skýring á þessum mun er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi fólk af keltneskum uppruna eignast færri börn en fólk af norrænum uppruna, líklega vegna þrælahalds og stéttskiptingar. Einnig gæti blöndun við Dani á síðustu öldum haft áhrif.

Rannsóknin sýnir skýrt að umtalsverður hluti af þeim erfðabreytileika sem kom til Íslands með landsnámsfólki hefur tapast á undanförnum 1100 árum. Við þetta hafa Íslendingar orðið erfðafræðilega einsleitari og að þeim sökum ólíkir upprunaþjóðunum frá Skandinavíu og Bretlandseyjum."

Ég veit ekki hvort kerfisbundið hefur verið rannsakaðar beinagrindur eftir 1100 og athugað með keltneskan uppruna. En ef við lítum á sögu landnáms Íslands, þá er ljóst að fyrsta bylgja landnámsmanna kom bæði frá Noregi og Bretlandseyjum (Írland meðtalið). Keltarnir í hópnum voru flestir af undirstétt, þ.e.a.s. þrælar en aðrir blandaðir norrænum mönnum í yfirstétt. Við vitum alveg að þrælar fjölga sig ekki (þetta var vandamál í Bandaríkjunum á 19. öld) og þeir því dáið út en keltneska blóðið lifað áfram í þeim sem voru af yfirstétt sem hafði rétt á að fjölga sér. 

Svo er annar þáttur, næsta bylgja landnámsmanna voru norrænir bændur sem komu beint frá Skandinavíu. Það réði úrslitum um að hér varð norræn menning ráðandi, norræn tunga og trúarbrögð (kristni dó að mestu út á 9. öld). Það er því ekkert óeðlilegt norræn uppruni fari frá 57% upp í 70% með tímanum. 

Það þýðir því ekkert að einblína á fyrsta landnámshópinn og segja, við erum (þá erum við að tala um keltneskar konur) Keltar að hálfu og láta söguna stoppa þar. Það verður að líta á tímabilið frá 874-1100 allt til að fá heildarmynd, jafnvel lengra tímabil, því samgangur var mikill við Noreg eftir 1100 þegar hann hætti alveg að mestu við Bretlandseyjar(nema við Orkneyjar og aðrar eyjar). Hingað héltu Norðmenn áfram að sigla og blanda blóði við heimamenn og öfugt.

Annars er það stórfurðulegt hversu keltnesku áhrifin er þó það lítil, því miður. Menn hafa komið með langsóttar kenningar eins og íslensk bókmenning hafi átt uppruna sinn til Írlands, bara vegna þess að kristin bókmenning var öflug þar (önnur bókmenning þar lítil). Bókmenning getur verið sjálfsprottin og svo virðist vera á Íslandi, samanborið við Bretlandseyjar og Norðurlönd. Hér var öll flóra bókmennta iðkuð, ekki bara kristin fræði og það markar sérstöðu íslenskra bókmennta.


Sturlunga öld

Sturlunga er áhugavert samsteypurit sem er sett saman úr mörgum sögum sem kalla má samtímasögur. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi látið hernaðasögu Íslands (bók mína) hefjast um 1170 og ekki farið aftur á tíma víkinga sem ótvírætt eru spennandi tímar. Fyrir því er einföld ástæða. Ef ég hefði gert það, þá hefði ég farið út fyrir svið sagnfræðinnar og inn á svið bókmenntafræðinnar eða íslenskunnar. 

Ég hefði þurft að styðjast við niðurstöður íslenskra fornleifarannsókna en þær eru af skornum skammti hingað til til að geta skrifað ,,víkingasögu".

Þess má geta að um 1170 komu Sturlungar fram á sjónarsviðið og þeir hófu skipulegan hernað í skilningi herfræði (en ekki fæðar- og hefndarvíg einstaklinga og ætta sem er eiginleg félagssaga) og því eðliegt að miða við þann tíma. Hernaðarsagnfræði er í öðrum skilningi herfræði sem gerist á ákveðnu tímaskeiði en er eftir sem áður herfræði í sjálfu sér.

Hér kemur hins vegar efni um Sturlunga sem ég hef tekið saman á netinu. Sem sagt ekkert efni frá sjálfum mér nema að hluta til en samt frábær samantekt um þessa frábæru valdaætt sem voru mínir forfeður í móður- og föðurætt.

Ég hef reyndar unnið nokkrar ritgerðir tengdar Sturlungaöldinni, en læt þær liggja milli hluta hér og nú.

Hér kemur samantektin:

Þessar helstu valdaættir voru:

Haukdælir, sem voru staðsettir í Árnesþingi

Oddaverjar í Rangárþingi

Ásbirningar í Skagafirði

Svínfellingar á Austurlandi

Sturlungar sem eru kenndir við Sturlu Þórðarson í Hvammi í Dölum.

 

Persónur:

Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) –Sturlungi.

Sighvatur Sturluson – Sonur Sturlu Þórðarsonar goða í Hvammi í Dölum

Sturla Sighvatsson- Sólveig Sæmundsdóttir

Þórður kakali Sighvatsson– sonur Sighvats Sturlusonar.

Snorri Sturluson - sonur Sturlu Þórðarsonar goða í Hvammi í Dölum.

Órækja Snorrason – sonur Snorra Sturlusonar.

ÞorgilsBöðvarsson skarði-af ætt Sturlunga, sonur Böðvars Þórðarsonar Sturlusonar.

SturlaÞórðarson sagnaritari – sonur Þórðar Sturlusonar.

-----------------------------------------------------------------------

Hrafn Oddsson hirðstjóri– Seldæli sem giftist inn í ætt Sturlunga.

Eyjólfur ofsi Þorsteinsson(d. 19. júlí 1255) var einn af foringjum Sturlunga eftir að Þórður kakali hvarfúr landi 1250. Kona hans, Þuríður, var óskilgetin dóttir Sturlu Sighvatssonarog frillu hans Vigdísar Gíslsdóttur.

-------------------------------------------------------------------------

Kolbeinnungi Arnórsson - Ásbirningur

Brandur Kolbeinsson – þremenningur Kolbeins unga.

-------------------------------------------------------------------------

GissurÞorvaldsson jarl – Haukverji.

-------------------------------------------------------------------------

ÞórðurAndrésson- Oddverji og óvinur Gissurs jarls.

 

Herfarir:

Sauðafellsför 1229, 310-315.

Apavatnsför 1238, 399-400.

Herhlaup þeirra Gissurar og Kolbeins unga í Dali, 403.

Reykholtsför 1241, Snorri veginn.

Reykhólaför 1244, 504-10.

Flugumýrabrenna 1253.

 

Orrustur um landsyfirráð:

Bæjarbardagi 1237, 390-93.

Örlygsstaðabardagi 21. ágúst 1238, 417-426.

Flóabardagi 25. júní 1244, 512-29.

Hauganesbardagi 19. apríl 1246.

Þverárbardagi 1255.

Sturlungaölder tímabil í sögu Íslands sem er venjulega talið ná frá 1220 þegar SnorriSturluson kom út til Íslands frá Noregi og hóf mikla eignasöfnun, til 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála.[1] Tímabiliðer kennt við Sturlunga, þá ætt sem var mest áberandi framan af. Það einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd svo sumir höfundar hafa jafnvel gengið svo langt að tala um borgarastyrjöld í þvísamhengi.

Bakgrunnur. Þegarleið á 12. öld fór stöðugleiki og grunnur íslenska samfélagsins, sem byggðist ájafnvægi milli höfðingja, að raskast. Goðorð erfðust og gengu kaupum og sölum og völdin söfnuðust á færri hendur en áður. Þessi þróun hófst í Skagafirði og Árnesþingi og er hugsanlegt að stofnun biskupsstóla í þessum héröðum hafi haft einhver áhrif á það. Segja má að Ísland hafi smátt og smátt orðið samsafn laustengdra borgríkja, þó án skýrra landfræðilegra marka.

Bændur og búalið neyddust til að beygja sig undir vald stórbænda, sem seildust eftir æ meiri völdum. Um leið lenti höfðingjum æ oftar saman og átökin urðu víðtækari.Í erjum og orrustum sögualdar höfðu bardagamenn hverju sinni yfirleitt ekkiv erið nema nokkrir tugir en á Sturlungaöld voru háðar stórorrustur á íslenskan mælikvarða, þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna börðust. Ýmiss konarbandalög urðu til og griðrof og svik urðu algeng.

Aðdragandi. Sturlungaöld er kennd við Sturlu og afkomendur hans, Sturlunga, sem framan af áttu heimkynni á Vesturlandi, en aðrar helstu ættir Sturlungaaldar voru Haukdælir í Árnesþingi, Oddaverjar í Rangárþingi, Svínfellingar á Austurlandi og Ásbirningar í Skagafirði, auk þess sem Vatnsfirðingar og Seldælir á Vestfjörðum eru oft nefndir til.

Hin eiginlega Sturlungaöld er raunar ekki talin hefjast fyrr en um 1220 en ræturnar liggja þó lengra aftur og segja má að fyrsta vísbendingin um rósturnar sem í vændum voru megi sjá í deilum Hvamm-Sturlu Þórðarsonar við Pál Sölvason um 1180. Sturla var höfðingi á uppleið sem ætlaði sér stóra hluti og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann þótti sýna mikla óbilgirni í deilum sínum við Pál en þeim lauk með því að Jón Loftsson í Odda, leiðtogi Oddaverja og mikillsáttasemjari, úrskurðaði í málum þeirra og bauðst um leið til að fóstra Snorra, yngsta son Sturlu.

Rétt eftir aldamótin 1200 lét svo Ásbirningahöfðinginn Kolbeinn Tumason kjósa Guðmund Arason til biskups á Hólum og taldi að hann yrði sér leiðitamur en það var öðru nær. Með þeim varð brátt fullur fjandskapur sem lauk með falli Kolbeins í Víðinesbardaga 1208. Ættmenn hans héldu þó áfram fjandskap við biskup og var hann á stöðugum hrakningi um landið og til útlanda næstu áratugi. Einnig má nefna víg Hrafns Sveinbjarnarsonar (1213), sem dró langan hefndarhala á eftir sér.

Snorri og Sturlungar

Hvamm-Sturla átti þrjá syni; Þórð, Sighvat og Snorra, sem allir urðu valdamiklir goðorðsmenn, Þórður á Snæfellsnesi, Snorri í Borgarfirði og Sighvatur fyrst í Dölum og síðar í Eyjafirði. Þeir voru mjög áberandi í átökum Sturlungaaldar,einkum Snorri og Sighvatur, ásamt Sturlu og Þórði kakala, sonum Sighvats ogKolbeini unga, leiðtoga Ásbirninga og Gissuri Þorvaldssyni, foringja Haukdæla.Kolbeinn og Gissur voru báðir tengdasynir Snorra um tíma.

Snorri var í Noregi á árunum 1218-1220, gerðist þar handgenginn Skúla jarli Bárðarsyni og tókst á hendur það hlutverk að gera Ísland að skattlandi Noregs. Upphaf Sturlungaaldar er gjarna miðað við heimkomu Snorra til Íslands 1220 en hann aðhafðist þó fátt til að sinna hlutverki sínu næstu árin, heldur stundaði ritstörf og er talið að hann hafi skrifað sín helstu stórvirki á þeim árum.

Sighvatur og Sturla.

Nóg var þó um átök: Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í Grímseyjarför 1222 til að hefna fyrir víg Tuma Sighvatssonar, sem fylgismenn GuðmundarArasonar biskups höfðu drepið en biskup hafði svo flúið til Grímseyjar. Björnbróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1221 af Oddaverjum.

Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu Þorvald Vatnsfirðing, tengdasonar Snorra Sturlusonar, inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldarreyndu svo að hefna hans í Sauðafellsför 1229 en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar.Eftir lát þeirra settist Órækja sonur Snorra að á Vestfjörðum og var yfirgangssamur mjög.

Sturla Sighvatsson fór í suðurgöngu til Rómar árið 1233 til að gera yfirbót fyrir sig og föður sinn vegna illrar meðferðar á Guðmundi Arasyni biskupi í Grímseyjarför og var þar leiddur fáklæddur á milli höfuðkirkja borgarinnar og hýddur fyrir framan þær. Á heimleið kom hann við í Noregi og var þá falið af Hákoni konungi að taka að sér það verk sem Snorri hafði ekki sinnt, sem sé að koma Íslandi undir konung. Sturla lét þegar til sín taka þegar heim kom, hóf þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að hrekja Snorra föðurbróður sinn og Þorleif Þórðarson frænda sinn úr landi eftir Bæjarbardaga 1237. Órækju hafði hann áður reynt að blinda og gelda og síðan rekið hann úr landi.

Örlygsstaðabardagi og dauði Snorra

Sturla lagði svo til atlögu við Gissur Þorvaldsson 1238 og tókst að ná honum á sitt vald í Apavatnsför og lét hann sverja sér hollustueið en sleppti honum svo. Gissur taldi sig ekki bundinn af nauðungareiðum. Þeir Kolbeinn ungi tóku höndum saman og í Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, fjölmennasta bardaga sem háður hefur verið á Íslandi, féllu feðgarnir Sighvatur og Sturla, svo og fjórir aðrir synir Sighvats.

Síðan tóku Gissur og Kolbeinn á sitt vald Eyjafjörð, Þingeyjarsýslu og Vesturland, þar sem Sturlungar hðfðu áður ráðið öllu. Voru þeir valdamestu menn landsins næstu árin en Svínfellingar réðu Austur- og Suðausturlandi og Seldælir hluta af Vestfjörðum.

Snorri var í Noregi og var handgenginn Skúla jarli en þar höfðu orðið umskipti því Skúli jarl og Hákon konungur voru orðnir ósáttir. Eftir að fréttir bárust til Noregs af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga og dauða Sighvatar og sona hans vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. „Út vil ek,“ sagði Snorri og fór heim sumarið 1239 þrátt fyrir bann konungs. Var sagt að Skúli hefði sæmt hann jarlsnafnbót en engar heimildir eru til sem sanna það.

Stuttu síðar, í nóvember 1239 gerði Skúli jarl misheppnaða uppreisn gegn Hákonikonungi, sem lauk með því að Skúli var veginn vorið eftir. Konungur taldi Snorra landráðamann við sig vegna vináttunnar við Skúla og sendi Gissuri Þorvaldssyni boð um að flytja hann til Noregs eða drepa hann ella. Gissur fór að Snorra í Reykholti og lét drepa hann þar haustið 1241. Var það Árni beiskur,liðsmaður Gissurar, sem greiddi honum banahöggið.

Flóabardagi, Haugsnesbardagi ogFlugumýrarbrenna

Þórður kakali, sonur Sighvats Sturlusonar, hafði verið í Noregi en sneri heim 1242 og á næstu árum tókst honum með skæruhernaði gegn Kolbeini unga, sem hafði lagt undir sig allt veldi föður hans og bræðra, að efla styrk sinn. Hápunktur þeirra átaka var Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslandssögunnar, árið 1244. Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.

Þórður felldi svo frænda Kolbeins og arftaka, Brand Kolbeinsson, í Haugsnesbardaga árið 1246. Hann réði eftir það öllu Norðurlandi og frá 1247-1250 var hann valdamesti maður landsins því konungur hafði kyrrsett Gissur Þorvaldsson í Noregi.En árið 1250 kallaði konungur Þórð til Noregs og kyrrsetti hann en Gissur kom heim 1252.

Gissur vildi sættast við Sturlunga og samið var um giftingu Halls sonar hans og Ingibjargar dóttur Sturlu Þórðarsonar og var brúðkaup þeirra haldið á Flugumýrihaustið 1253, en óvinir Gissurar undir forystu Eyjólfs ofsa, sem var giftur dóttur Sturlu Sighvatssonar, reyndu að brenna Gissur inni í Flugumýrarbrennu en tókst ekki, þótt kona hans og synir létust í brennunni.

Áframhaldandi átök

Næstu árin gekk á með skærum og bardögum, vígum og níðingsverkum. Gissur fór til Noregs og setti hinn unga höfðingja Odd Þórarinsson af ætt Svínfellinga yfir ríki sitt á meðan en Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson, sem giftur var annarri dóttur Gissurar, fóru að honum í Geldingaholti í Skagafirði í janúar 1255 og drápu hann. Um sumarið börðust svo Þorvarður Þórarinsson, bróðir Odds, ogÞorgils skarði, sonarsonur Þórðar Sturlusonar, við Eyjólf ofsa í Þverárbardaga og felldu hann.

Landsmenn voru orðnir mjög þreyttir á átökum höfðingja og sögðu jafnvel að þeir vildu helst engan höfðingja hafa yfir sér. Þórður kakali lést í Noregi 1256. Gissur kom heim með jarlsnafnbót sem konungur hafði veitt honum en hún dugði honum lítið. Þorgils skarði var drepinn 1258, síðastur af hinum herskáu leiðtogum Sturlunga, en föðurbróðir hans, Sturla Þórðarson sagnaritari, lifði eftir og skráði sögu Sturlungaaldar.

Gamli sáttmáli

Loks kom þar 1262 að Íslendingar samþykktu að ganga Noregskonungi á hönd og þar með lauk þjóðveldistímanum. Um leið sættust þeir Gissur og Hrafn Oddsson, sem þá var helstur andstæðinga hans. Austfirðingar samþykktu raunar ekki að verða þegnar Noregskonungs fyrr en 1264 en þó er alltaf miðað við 1262. Samningurinn sem þá var gerður hefur gengið undir nafninu Gamli sáttmáli og eru elstu varðveittu handrit hans frá 15. öld.

Á síðustu árum hefur komið fram sú kenning að Gamli sáttmáli, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann hefur varðveist, sé alls ekki frá 13. öld, heldur hafi hann verið saminn á 15. öld til að styrkja málstað íslenskra höfðingja vegna ágreinings um verslun við Noregskonung.

Sighvatur Sturluson (1170 – 1238) var einn helsti höfðingi Sturlunga á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra Þórðar og Snorra Sturlusona.

Sighvatur ólst upp í Hvammií Dölum og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á Grund og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga.

Árið 1222 fór hann ásamt Sturlu syni sínum í herför til Grímseyjar, þar sem Guðmundur Arason biskup hafði þá búið um sig, til að hefna fyrir dráp elsta sonar síns, Tuma, sem biskupsmenn felldu á Hólum þá um veturinn. Kirkjan leit þá för alvarlegum augum og sættir náðust ekki fyrr en Sturla fór fyrir hönd þeirra feðga beggja í suðurgöngu til Rómarborgar í yfirbótarskyni fyrir Grímseyjarför.

Þegar Sturla kom aftur heim 1235 hóf hann þegar tilraunir til að ná landinu öllu undir sig og faðir hans og bræður drógust inn í þá baráttu og átök Sturlu við Gissur Þorvaldsson og Kolbein unga, sem lauk með Örlygsstaðabardaga 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnanvið gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.

Sighvatur var skáldmæltur enmjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, systir Kolbeins og Arnórs Tumasona og því föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og tvær dætur, Steinvöru Sighvatsdóttur húsfreyju á Keldum ogSigríði Sighvatsdóttur húsfreyju á Grund. Elsti sonurinn, Tumi, var drepinn áHólum 1222 sem fyrr segir, Þórður kakali var í Noregi, en hinir fimm voru allir þátttakendur í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á Miklabæog voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.

Sturla Sighvatsson (1199 – 1238) var íslenskur höfðingi á 13.öld. Hann var einn helsti foringi Sturlunga og tók við goðorði þeirra um 1220,en Sighvatur faðir hans fluttist þá í Eyjafjörð. Þeir feðgar áttu í deilum við Guðmund Arason Hólabiskup, og veturinn 1222 var Tumi Sighvatsson eldri, bróðirSturlu, veginn af mönnum biskups á Hólum. Biskup sigldi með lið sitt ti lGrímseyjar um vorið til að reyna að komast undan hefnd feðganna, en þeir Sighvatur og Sturla eltu hann þangað og náðu honum eftir mikið blóðbað og fóru hraklega með hann.

Sólveig Sæmundsdóttir Árið 1223 kvæntist Sturla Solveigu dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda en Snorri Sturluson föðurbróðir hans mun einnig hafa haft hug á henni. Þau bjuggu á Sauðafelli í Dölum. Sturla liðsinnti sonum Hrafns Sveinbjarnarsonar þegar þeir brenndu Þorvald Vatnsfirðing inni 1228 tilað hefna fyrir föður sinn. Í janúar næsta vetur komu synir Þorvaldar að Sauðafelli að næturlagi, en Sturla var ekki heima. Þeir drápu og meiddu marga heimilismenn. Sturlu bárust fréttir af Sauðafellsför þar sem hann sat í laug á Reykjum í Miðfirði. „Sturla spurði, hvort þeir gerðu ekki Sólveigu. Þeir sögðuhana heila. Síðan spurði hann einskis.“

Suðurganga Sturlu. Á endanum fór svo að þeir Sturla og Guðmundur biskup sættust og var hluti af sættinni að Sturla skyldi fara til Rómar á fund páfa til að gera yfirbót vegna illrar meðferðar á biskupi í Grímseyjarför. Suðurganganhófst árið 1233 og eftir viðkomu í Noregi gekk Sturla suður til Rómar, þar sem hann skriftaði og var leiddur fáklæddur milli höfuðkirkna og hýddur. Tók hann þeirri meðferð karlmannlega en „flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bjósts ér og harmaði þegar svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar.“ Sturla kom við í Noregi á heimleiðinni og gerðist lendur maður Hákonar konungs og tók að sér að koma Íslandi undir veldi hans.

Örlygsstaðabardagi.Við heimkomuna hóf hann þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að bola Snorra föðurbróður sínum úr landi og leggja veldi hans undir sig. Þá sneri hann sér að Gissuri Þorvaldssyni, foringja Haukdæla, og sveik hann á Apavatnsfundi og þvingaði hann til að sverja sér trúnaðareið. Gissur taldi sig þó á enganhátt bundinn af eiðnum og gerði þegar bandalag við Kolbein unga, foringja Ásbirninga. Er Sturla hélt norður í Skagafjörð til að leggja undir sig ríki Kolbeins, ásamt föður sínum, söfnuðu þeir Gissur og Kolbeinn mun fjölmennaraliði sem einnig var betur búið. Þeir feðgar biðu ósigur í Örlygsstaðabardaga og féllu þar. Sturla hafði gamalt spjót sem hét Grásíða sér til varnar en það var svo lélegt að það bognaði hvað eftir annað og þurfti hann að stíga á það til aðrétta það. Margir menn unnu á honum en það var Gissur Þorvaldsson sem veittihonum banahöggið.

Með Solveigu konu sinni átti Sturla dæturnar Guðnýju húsfreyju í Garpsdal og Þuríði konu Hrafns Oddssonar og soninn Jón. Einnig átti Sturla dæturnar Þuríði, konu Eyjólfs ofsa, og Ingunni, konu Sæmundar Ormssonar Svínfellings.

Snorri Sturluson (1179 – 23. september, 1241) var íslenskur sagnaritari,skáld og stjórnmálamaður. Hann var mikilvirkur fræðimaður og meðal annarshöfundur Snorra-Eddu. Hann var einnig höfundur Heimskringlu er segir sögu norsku konunganna og hefst þar á hinni goðsagnakenndu Ynglinga sögu og rekur síðan sögu konunganna fram til samtíma síns. Einnig er talið líklegt að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar. Snorri bjó lengst af í Reykholti í Borgarfirði.

Uppruni. Snorri var yngsti sonur Sturlu Þórðarsonargoða í Hvammi í Dölum og síðari konu hans Guðnýjar Böðvarsdóttur. Albræður hans voru þeir Þórður og Sighvatur og hann átti líka tvær alsystur og fjöldahálfsystkina. Þegar Snorri var þriggja ára bauð Jón Loftsson í Odda, sonarsonur Sæmundar fróða, honum fóstur eftir að hafa verið fenginn til að skera úr erfðadeilu sem Hvamm-Sturla átti í og ólst Snorri því upp á því mikla fræðasetri sem Oddi var á þeim tíma og hlaut þar menntun sína.

Auðsöfnun og völd. Jón, fóstri Snorra, dó þegar hann var 18 ára en hannv arð samt áfram í Odda. Sæmundur sonur Jóns og Þórður bróðir Snorra komu þvítil leiðar nokkru síðar að Snorri giftist Herdísi, dóttur Bersa auðga á Borg áMýrum og fékk hann með henni mikið fé í heimanmund og goðorð föður hennar þegarhann lést árið 1202. Þau bjuggu fyrst í Odda, frá 1202 á Borg á Mýrum en árið 1206 flutti Snorri í Reykholt en Herdís varð eftir á Borg.

Þegar Snorri komst yfir Reykholt jókst auður hans og áhrif og ekki síður þegar Þórður föðurbróðir hans lét honum eftir hálft goðorð sitt sem hann átti í Borgarfirði, og fleiri goðorð eignaðist hann að fullu eða hluta. Gerðist hann þá höfðingi mikill, því að eigi skorti fé, segir Sturla Þórðarson bróðursonur hans í Íslendinga sögu. Hann var lögsögumaður tvisvar, 1215-1218 og 1222-1231.

Sturlungaöld. Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Skúli jarl Bárðarson var þá valdamesti maður í Noregi, enda var Hákonkonungur aðeins 14 ára. Snorri dvaldi hjá Skúla jarli um veturinn og urðu þeirmiklir vinir. Var Snorri gerður að hirðmanni konungs og naut mikillar hylli.Einnig heimsótti Snorri Eskil Magnússon og konu hans Kristínu Njálsdóttur íSkara um sumarið 1219. Þau voru bæði skyld konungsættinni og gáfu Snorra góð asýn inn í sögu Svíþjóðar. Þegar Snorri fór heim 1220 gaf Skúli jarl honum skip og margar aðrar gjafir. Höfðu þeir Skúli og Hákon konungur þá farið fram á að Snorri leitaðist við að koma Íslandi undir vald Noregskonungs.

Heimkoma Snorra er vanalega talin marka upphaf Sturlungaaldar en þó virðist hann ekki hafa gert ýkja margtn æstu árin til að uppfylla óskir konungsins og jarlsins. Sennilega hefur mikið af starfsorku hans árin eftir heimkomuna farið í að skrifa stórvirkin sem einkum hafa haldið nafni hans á lofti, Eddu, Egilssögu og Heimskringlu. Hann var enginn ófriðarmaður þótt áhrifa hans gætti víða á bak við tjöldin í róstum þessa tímabils.

Sturla bróðursonur hans var aftur á móti orðinn fyrirferðarmikill, ekki síst eftir heimkomu sína úr suðurgönguárið 1235, þar sem hann kom við í Noregi og hafði þar gerst lendur maður Hákonar konungs og tekið að sér að koma Íslandi undir hann, enda þótti konungi Snorra lítið hafa orðið ágengt. Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið Þorleif Þórðarson frænda sinn rétt fyrirBæjarbardaga, sigldi hann til Noregs.

Þar höfðu þó aðstæður breyst því Skúli jarl og Hákon konungur voru orðnir ósáttir. Snorri var í Noregi tvo vetur en 1239, eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga,vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil eg, sagði Snorri, hafðiorð konungs að engu og sneri heim.

Stuttu eftir heimför Snorragerði Skúli jarl misheppnaða uppreisn gegn Hákoni konungi, sem lauk með því að Skúli var veginn. Konungur taldi Snorra landráðamann við sig og fékk Gissur Þorvaldsson það hlutverk að senda Snorra út til Noregs eða drepa hann ella.Sumarið 1241 dó Hallveig kona Snorra og upphófust þá deilur um arf milli Snorra og sona Hallveigar, Klængs og Orms, sem voru jafnframt bróðursynir Gissurar.Klængur og Gissur fóru að Snorra í Reykholti og lét Gissur menn sína vega hann 23. september 1241. Var það Árni beiskur sem hjó Snorra banahöggið.

Fjölskylda. Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans (g. 1199) var Herdís Bersadóttir (d.1233), en eins og áður segir er talið að hún hafi orðið eftir á Borg þegarSnorri fór í Reykholt og skildu þau síðar. Börn þeirra voru Hallbera, sem fyrst giftist Árna óreiðu Magnússyni og síðar Kolbeini unga og skildi við báða menn sína, og Jón murti (eða murtur) Snorrason, sem þótti efnilegur en dó í Noregi21. janúar 1231 af áverka sem hann fékk í drykkjuróstum.

Seinni kona Snorra var Hallveig Ormsdóttir (um 1199 - 25. júlí 1241). Faðir hennar, Ormur Jónsson Breiðbælingur, var goðorðsmaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð og sonur Jóns Loftssonar fóstra Snorra. Hún var ekkja er þau Snorri gerðu með sérhelmingafélag 1224 og átti tvo unga syni en börn þeirra Snorra dóu öll ung.

Snorri átti einnig nokkur börn með frillum sínum. Þar á meðal voru Órækja Snorrason, Ingibjörg fyrri kona Gissurar Þorvaldssonar og Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar íVatnsfirði.

Verk. Snorri var sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna, rithöfundur og skáld. Ritverkhans eru:

Heimskringla er safn konungasagna og er þar fjallað um konunga Noregs frá Hálfdani svarta (um 850) fram til Sverris konungs, sem var við völd á seinustu áratugum 12. aldar. Heimskringla er helsta heimildin um sögu Noregs á þessum öldum og hefur haftmikil áhrif á þjóðarímynd Norðmanna. Talið er að Snorri hafi byrjað á verkinu þegar hann kom heim frá Noregi árið 1220.

Snorra-Edda er handbók eða kennslubók í skáldskaparlist og þar er fjallað um norræna goðafræði og goðsagnir og skiptist í Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Háttatal. Í upphafi verksins er fjallað um sköpun heimsins og rætur ásatrúar.

Ólafs saga helga hinsérstaka er ævisaga Ólafs konungs helga Haraldssonar sem dó 1030.

Hugsanlega Egils saga. Þótt engar beinar sannanir séu um að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar er margt talið benda til þess.

Kolbeinn Arnórsson (1208 – 22. júlí 1245), sem ætíð var kallaður Kolbeinnungi til aðgreiningar frá Kolbeini Tumasyni föðurbróður sínum, var skagfirskur höfðingi á 13. öld.

Hann var af ætt Ásbirninga, helstu valdaættar í Skagafirði á Sturlungaöld, sonur Arnórs Tumasonar goðorðsmanns á Víðimýri og konu hans, Ásdísar (eða Aldísar) Sigmundardóttur frá Valþjófsstað. Faðir hans lést í Noregi 1221 og varð Kolbeinn því mjög snemma höfðingi ættarinnar. Hann bjó í Ási, á Víðimýri og á Flugumýri.

Kolbeinn deildi við Guðmund Arason biskup eins og föðurbróðir hans og nafni hafði gert. Lét hann hneppa biskupinn í varðhald og sat hann þar uns hann dó 1237. Helstu óvinir Kolbeins voru þó Sturlungar. Eftir að Sturla Sighvatsson hóf valdabrölt sitt gengu þeir Kolbeinn og Gissur Þorvaldsson í bandalag gegn honum og Sighvati föður hans og mættu Sturlungar örlögum sínum í Örlygsstaðabardaga. Eftir bardagann var Kolbeinn allsráðandi norðanlands. En árið 1242 kom Þórður kakali, bróðir Sturlu, til landsins og sýndi brátt leiðtogahæfileika sína; þótt hann væri mjög fáliðaður fyrst í stað tókst Kolbeini ekki að vinna sigur á honum. Þeim laust saman í Flóabardaga 1244 og fór Þórður halloka, enda með meira en helmingifærri menn, en tókst þó að sleppa. Kolbeinn sigldi til Vestfjarða og tók eða eyðilagði öll skip sem hann fann þar. Hann náði þó ekki Þórði og lést sjálfur ári síðar, 22. júlí 1245. Sumarið eftir má segja að veldi Ásbirninga hafi lokið í Haugsnesbardaga. Þar féll foringi þeirra, Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga.

Kolbeinnungi var fyrst giftur Hallberu, dóttur Snorra Sturlusonar og síðar Helgu, dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda. Þeir Gissur Þorvaldsson voru því báðir fyrrverandi tengdasynir Snorra. Kolbeinn var barnlaus.

Brandur Kolbeinsson (1209 - 19. apríl 1246) var íslenskur höfðingi á 13. öld, goðorðsmaður á Reynistað í Skagafirði af ætt Ásbirninga.Faðir hans var Kolbeinn kaldaljós Arnórsson og móðir hans Margrét dóttirSæmundar Jónssonar í Odda. Voru þeir Brandur og Kolbeinn ungi þremenningar að ætt.

Kolbeinn ákvað á banabeði sumarið 1245 að Brandur frændi hans skyldi fá öll mannaforráð í Skagafirði og tók hann þar með við ríki Ásbirninga, það er Skagafirði og Húnaþingi. Vorið eftir kom Þórður kakali með mikið lið til Skagafjarðar en Brandur tók á móti með næstum jafnfjölmennt lið og mættust þeir í Haugsnesbardaga. Þar beið lið Brands lægri hlut og féllu um sjötíu manns en nærri fjörutíu úr liði Þórðar.

Brandur komst á hest enn áðist á milli Syðstu-Grundar og Mið-Grundar og var færður upp á grundina fyrir ofan Syðstu-Grund og höggvinn þar. Þar var síðar settur upp róðukross. Sumarið 2009 var aftur settur upp róðukross fyrir ofan Syðstu-Grund og var hann vígður 15. ágúst. Jón Adolf Steinólfsson skar krossinn út og hafði Ufsakrist sem fyrirmynd.

Kona Brands var Jórunn Kálfsdóttir Guttormssonar. Kolbeinn ungi lét drepa föðurhennar og bróður fyrir það eitt að Kálfur var vinur Sighvatar Sturlusonar og var það talið til verstu níðingsverka Sturlungaaldar. Synir þeirra hjóna,Brandur og Þorgeir, voru barnungir þegar faðir þeirra féll.

Þórður Sighvatsson kakali (1210 – 1256) var íslenskur höfðingi á 13. öld, af ætt Sturlunga. Hann var einn sjö sona Sighvatar Sturlusonar.Þegar faðir hans og bræður voru felldir á Örlygsstöðum 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.

Árið 1242 sneri hann heim og þótt Kolbeinn ungi hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á Norðurlandi, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr Dölunum og af Vestfjörðum. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr Skagafirði með mikið lið og mættust flotarnir á Húnaflóa. Upphófst þá Flóabardagi. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.

Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í Haugsnesbardaga 1246.Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi Ásbirninga. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.

Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla og valdamesti maður á Suðurlandi, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til Noregs og skutu máli sínu til Hákonar konungs. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur (11. október 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.

Viðurnefnið kakali er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi stamað. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.

Gissur Þorvaldsson (1208 – 1268), oft nefndur Gissur jarl, var íslenskur höfðingi á Sturlungaöld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur ÞorvaldarGissurarsonar í Hruna og Þóru yngri Guðmundsdóttur, konu hans. Hann tók ungur við Haukdælagoðorði, varð helsti foringi Sunnlendinga og gerði bandalag viðKolbein unga, leiðtoga Ásbirninga í Skagafirði, gegn Sturlungum. Unnu þeir sigur á liði Sturlunga í Örlygsstaðabardaga 1238 og urðu við það valdamestu höfðingjar landsins, ekki síst eftir að Gissur lét drepa Snorra Sturluson 1241 að kröfu Hákonar Noregskonungs.

Gissur hafði gerst lénsmaðurkonungs og eins var um Þórð kakala Sighvatsson, sem var helsti höfðingi af ættSturlunga sem eftir lifði. Eftir Haugsnesbardaga 1246, þar sem Þórður vann sigur á Ásbirningum, héldu þeir Gissur og Þórður til Noregs um haustið og skutu máli sínu til konungs, sem úrskurðaði Þórði í vil og kyrrsetti Gissur í Noregi.Var hann sýslumaður í Þrándheimi næstu árin en fór þó í suðurgöngu til Rómar 1248. Þórður fór heim og var nær einráður á Íslandi næstu árin en 1250 kallaði konungur hann út aftur og nú var það hann sem var kyrrsettur. Gissur fór afturá móti heim 1252 ásamt Þorgils skarða Böðvarssyni og átti að reyna að koma landinu undir veldi Noregskonungs. Hann vildi reyna að sættast við óvini sínaen þeir voru ekki allir sama sinnis og haustið 1253 gerðu þeir aðför að honum á Flugumýri í Skagafirði, þar sem hann var þá sestur að, og reyndu að brenna hann inni. Gissur slapp úr Flugumýrarbrennu með því að fela sig í sýrukeri en missti alla fjölskyldu sína.

Konungur stefndi honum aftur til Noregs 1254 því að honum þótti seint ganga að koma Íslandi undir krúnuna.Gissur sneri aftur heim með jarlsnafnbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en 1262 sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu Gamla sáttmála,sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli. Hann átti í nokkrum erjum eftir a ðheim kom, einkum við Oddaverjann Þórð Andrésson, sem hann lét drepa 27.september 1264. Þar lýkur Sturlungu og er fátt vitað um síðustu ár Gissurar, sem þá bjó á Stað í Reynisnesi (Reynistað) og lést 12. janúar 1268. Hann mun hafa áform að að ganga í klaustur en lifði ekki svo lengi; gaf þó Reynistað til stofnunar nunnuklausturs fyrir dauða sinn.

Fyrri kona Gissurar, sem hann giftist 1224 þegar bæði voru 15-16 ára var Ingibjörg,dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son sem dó ungur. Þau skildu.Fylgikona Gissurar, sem hann kvæntist loks 1252, var Gróa Álfsdóttir og áttu þau synina Hall og Ísleif en einnig átti Gissur soninn Ketilbjörn. Gróa og synirnir þrír fórust öll í Flugumýrarbrennu. Eftir brennuna tók Gissur sem frillu Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá Geitaskarði í Langadal og unni henni brátt mikið. Talið er að þau hafi eignast eina dóttur, Þóru.

Þorgils Böðvarsson skarði (1226 – 22. janúar 1258) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var af ætt Sturlunga, sonur Böðvars Þórðarsonar Sturlusonar og Sigríðar Arnórsdóttur Tumasonar, systur Kolbeins unga. Viðurnefnið kom til afþví að Þorgils var fæddur með skarð í vör en fyrr á öldum var ekki algengt að þeir sem þannig var ástatt um kæmust á legg.

Árið 1244 fór Þorgils til Noregs og var við hirð Hákonar konungs, sem lét lækni græða skarðið í vör Þorgils og er það fyrsta lýtaaðgerð sem vitað er til að gerð hafi verið á Íslendingi. Árið 1252 sendi konungur Þorgils til Íslands með Gissuri Þorvaldssyni og áttu þeir að reyna að koma landinu undir vald konungs. Þorgils reyndi að ná yfirráðum yfir ríki því sem Snorri Sturluson frændi hans hafði ráðið í Borgarfirði og settist að í Reykholti. Hann var óvæginn og harður, bakaði sér óvinsældir og hraktist á endanum út á Snæfellsnes á föðurleifð sína, Stað á Ölduhrygg.

Eftir að Gissur fór aftur til Noregs eftir Flugumýrarbrennu vildi Þorgils reyna að ná yfirráðum í Skagafirði, sem hann taldi sig eiga tilkall til þar sem hann var Ásbirningur í móðurætt, en Eyjólfur ofsi Þorsteinsson vildi einnig ná völdum í Skagafirði.Þeir börðust á Þveráreyrum í Eyjafirði 1255 og þar féll Eyjólfur. Nokkru síðar var Þorgils orðinn höfðingi yfir öllum Norðlendingafjórðungi. Hann lenti þó fljótt í deilum við Svínfellinginn Þorvarð Þórarinsson á Grund, tengdason Steinvarar Sighvatsdóttur á Keldum, sem gerði kröfu um arf eftir Þórð kakala bróður sinn. Deilunum lauk með því að Þorvarður tók Þorgils af lífi á Hrafnagili í Eyjafirði aðfaranótt 22. janúar 1258. Eftir víg hans hraktist Þorvarður burt úr Eyjafirði.

Þorgilsskarði var ókvæntur en átti dóttur, Steinunni, með Guðrúnu Gunnarsdóttur frillu sinni, systur Ingibjargar sem var fylgikona Gissurar Þorvaldssonar síðustu ár hans.

Sturla Þórðarson (29. júlí 1214 – 30. júlí 1284) var lögsögumaður,lögmaður, sagnaritari og skáld sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ.

Uppruni og æska. Sturla var sonur Þórðar Sturlusonar og frillu hans Þóru og áttu þau fleiri börn saman, þar á meðal Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, en Sturla var yngstur.

Þórður átti einnig skilgetinn son, Böðvar, og fékk hann meirihluta arfs eftir föður þeirra er hann dó 1237, en Sturla hafði áður erft ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, sem ól hann upp fyrstu árin, í Hvammi til 1218 og síðan í Reykholti. Snorri Sturluson,sonur Guðnýjar og föðurbróðir Sturlu, hirti þó þá fjármuni og urðu þeir bræðurnir, hann og Þórður, ósáttir út af arfinum en þeir sættust þó seinna og varð Sturla nemandi Snorra og ólst upp hjá honum að einhverju leyti.

Átök Sturlungaaldar. Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga, hann var í liði Þórðarkakala er hann sneri heim frá Noregi.

Þegar Gissur Þorvaldsson kom til landsins 1252 og vildi leita sátta við Sturlunga var Sturla helsti leiðtogi þeirra og þeir sömdu um að Ingibjörg dóttir Sturlu, sem þá var 13 ára, skyldi giftast Halli syni Gissurar. Brúðkaupið var haldið á Flugumýri haustið 1253 en Sturla var farinn þegar brennumenn riðu í garð svo að hann varð ekki vitni að Flugumýrarbrennu.

Lögsögumaður, lögmaður og rithöfundur

Sturla var lögsögumaður 1251-1253, fékk Borgarfjörð að léni er Gissur varð jarl 1258 en missti hannskömmu síðar í hendur Hrafns Oddssonar. Hann átti síðan í erjum við Hrafn semlauk með því að Sturla hraktist til Noregs 1263. Þar var honum falið að skrifasögu Hákonar gamla. Hann fór heim árið 1271 með lögbókina Járnsíðu og kann aðhafa átt þátt í að semja hana en hún mætti mótstöðu og var ekki lengi í gildiog Jónsbók kom í staðinn áratug síðar.

Hann varð lögmaður allslandsins 1272-1276. Síðasta árið eða árin þótti mönnum hann vera afskiptalítill og leyfa Hrafni Oddssyni og Árna biskupi að fara sínu fram og skrifaðiÞorvarður Þórarinsson konungi umkvörtunarbréf. Úr varð að landinu var skipt ítvö lögmannsumdæmi og varð Sturla lögmaður norðan lands og vestan en JónEinarsson sunnan og austan. Árið 1277 fór Sturla aftur til Noregs og var þáfalið að skrifa sögu Magnúsar lagabætis. Hann kemur lítið við sögu næstu árinþótt hann væri lögmaður og er til dæmis að engu getið í sambandi við deilurnarsem urðu um Jónsbók. Eftir að hann sagði af sér lögmannsstarfi 1282 flutti hann út í Fagurey á Breiðafirði og dvaldi þar síðustu æviárin.

Hann skrifaði Íslendingasögu, rit sem síðar varð miðjuþáttur Sturlunga sögu. Hún er sjálfstætt verk og er oft birt sem slíkt. Einnig var hann konunglegur sagnaritari og skrifaði Hákonar sögu Hákonarsonar og sögu Magnúsar sonar hans. Hann skrifaði líka eina gerð Landnámabókar og orti kvæði og vísur sem sum hafa varðveist.

Fjölskylda. Kona Sturlu var Helga Þórðardóttir. Auk Ingibjargar áttu þau dótturina Guðnýju, sem giftist Kálfi Brandssyni á Víðimýri, syni Brands Kolbeinssonar, og synina Þórð,sem var hirðprestur Magnúsar lagabætis, og Snorra á Staðarhóli.

Hrafn var af ætt Seldæla, elsti sonur Odds Álasonar á Söndum, sem Órækja Snorrason drap, og konu hans Steinunnar, dóttur Hrafns Sveinbjarnarsonar. Hann bjó fyrst á Eyri í Arnarfirðien síðar á Sauðafelli, í Stafholti og seinast í Glaumbæ í Skagafirði. Hann var í liði Þórðar kakala í Flóabardaga og var á skipi með Svarthöfða Dufgussyni,mági sínum.

Hrafn var af ætt Seldæla, elsti sonur Odds Álasonar á Söndum, sem Órækja Snorrason drap, og konu hans Steinunnar, dóttur Hrafns Sveinbjarnarsonar. Hann bjó fyrst á Eyri í Arnarfirði en síðar á Sauðafelli, í Stafholti og seinast í Glaumbæ í Skagafirði. Hann varí liði Þórðar kakala í Flóabardaga og var á skipi með Svarthöfða Dufgussyni,mági sínum.

Hann kvæntist Þuríði (um1228 – 1288), dóttur Sturlu Sighvatssonar og Solveigar Sæmundardóttur árið 1245 og settust þau að á Sauðafelli í Dölum. Þá var Kolbeinn ungi fallinn frá, Þórður kakali hafði náð völdum og Hrafn gat fengið hluta af mannaforráðum Sturlu í Dalasýslu. Þegar Þórður fór til Noregs 1250 skipti hann umsjón með veldi sínu á milli stuðningsmanna sinna og réðu þeir Hrafn, Sturla Þórðarson og Þorleifur Þórðarson í Görðum fyrir Vesturlandi. Þegar Þorgils skarði kom til landsins 1252 kom til átaka um völd á milli hans, Hrafns og Sturlu.

Hrafn var boðinn til brúðkaups Ingibjargar Sturludóttur og Halls Gissurarsonar á Flugumýri haustið 1253 en þegar hann kom í Skagafjörð kom sendimaður Eyjólfs ofsa, svila hans, og sagði honum frá því að fyrirhugað væri að fara að Gissuri og vildi fá hann til að vera með. Hrafn neitaði og reyndi að hafa brennumenn ofan af áforminu en sagði heldur ekki Gissuri frá nema undir rós. Hann var kominn til Hóla þegar brennan var en hitti brennumenn þar á eftir og fór með þeim þaðan til Eyjafjarðar.

Hrafn og Gissur sættus tvorið 1254 en Gissur sagði seinna að hann vissi ekki hvað hefði hlíft Hrafni á þeim fundi því hann hefði áður verið ákveðinn í að meiða hann, blinda eða gelda. Gissur fór út þá um sumarið en um veturinn fóru svilarnir Hrafn og Eyjólfur ofsi að Oddi Þórarinssyni í Geldingaholti, sem Gissur hafði sett yfirNorðurland, og drápu hann. Þorvarður Þórarinsson bróðir Odds og Þorgils skarði söfnuðu liði og börðust við betur búið og fjölmennara lið Odds og Eyjólfs á Þveráreyrum í Eyjafirði í júlí 1255. Eyjólfur féll á Þverárfundi en Hrafn flúði og staðnæmdist ekki fyrr en í Skagafirði.

Um 1260 flutti Hrafn sig íStafholt og hrakti fyrst Snorra son Sturlu Þórðarsonar úr héraðinu og svo Sturlu sjálfan úr landi 1263. Gissur Þorvaldsson og Hrafn sættust endanlega á Alþingi 1262. 1270 gerði Magnús konungur Hrafn og Orm Ormsson Svínfelling handgengna menn sína og hirðstjóra og skipaði þeim allt Ísland en Ormur drukknaði við Noreg sama ár svo að Hrafn var einn hirðstjóri. Hann átti í hörðum deilum við kirkjuvaldið síðustu árin (staðamál síðari) og lét hvergi undan í þeirri baráttu. Árið 1288 fóru þeir Staða-Árni biskup saman til Noregs og þar dó Hrafn árið eftir.

Synir Hrafns og Þuríðar voru þeir Jón korpur í Glaumbæ í Skagafirði og Sturla riddari en dæturnar hétu Hallkatla, Valgerður og Þorgerður.

Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (d. 19. júlí 1255) var einn af foringjum Sturlunga eftir að Þórður kakali hvarf úr landi 1250. Hann var frá Hvammi í Vatnsdal og kona hans, Þuríður, var óskilgetin dóttir Sturlu Sighvatssonar og frillu hans Vigdísar Gíslsdóttur. Kolfinna Þorsteinsdóttir, systir Eyjólfs, var líka ein af frillum Þórðar kakala.

Þegar Gissur Þorvaldsson sneri heim frá Noregi 1252, vildi hann sættast við Sturlunga, meðal annars með því að gifta Hall son sinn Ingibjörgu Sturludóttur. Eyjólfur ofsi bjó þá í Geldingaholti í Skagafirði en Gissur kvaðst ekki vilja hafa hann í héraðinu. Flutti hann þá að Möðruvöllum í Hörgárdal og virtist í fyrstu ætla að sætta sig við veru Gissurar í Skagafirði. Kona hans manaði hann þá í votta viðurvist að hefna föður síns, og safnaði Eyjólfur þá liði. Nóttina eftir að brúðkaupsveislunni lauk kom hann með flokk manna úr Eyjafirði og brenndi bæ Gissurar á Flugumýri. Kona Gissurar og synir brunnu þar inni en hann slapp sjálfur. Gissur leitaði hefnda eftir Flugumýrarbrennu en tókst ekki að ná Eyjólfi.

Eftirað Gissur hvarf til Noregs 1254, deildu Eyjólfur og Þorgils skarði um yfirráð yfir Skagafirði. Þeim lauk með Þverárfundi, bardaga á Þveráreyrum í Eyjafirði 19. júlí 1255, þar sem Eyjólfur féll.

Þórður Andrésson (d. 27. september 1264) var íslenskur höfðingi í lok Sturlungaaldar og bjó á Stóruvöllum. Hann var af ætt Oddaverja, sonur Andrésar Sæmundssonar (um 1200 - 26. maí 1268) goðorðsmanns í Eyvindarmúla og Skarði, sonar Sæmundar Jónssonar í Odda, en móðir Þórðar er óþekkt. Þórður var helsti foringi Oddaverja upp úr miðri 13. öld en bræður hans, þeir Magnús Agnar,Eyjólfur og Brandur fylgdu honum að málum. Þórður átti í deilum við Gissur Þorvaldsson og reyndi oftar en einu sinni að brugga honum banaráð, sendi meðal annars sonum Brands Kolbeinssonar bréf og vildi fá þá til að ganga í bandalag við sig og bana Gissuri en þeir létu Gissur vita.

Bræður Þórðar sóttu að Gissuri haustið 1264 þar sem hann var fáliðaður á ferð við Hvítá (Þórður var sjálfur skammt undan) en Gissur slapp frá þeim og safnaði liði. Komið var á sáttafundi en Gissur afvopnaði bræðurna og fór með þá að Þrándarholti íGnúpverjahreppi. Þar var Þórður höggvinn en bræðrum hans gefin grið. Áður en Þórðurvar tekinn af lífi bað hann Gissur að fyrirgefa sér það sem hann hefði gert áhlut hans en Gissur svaraði: „Það skal ég gera þegar þú ert dauður.“

Þórður hefur verið kallaður síðasti Oddaverjinn því að þótt bræður hans lifðu eftir og margir aðrir af ættinnivar valdaskeiði hennar endanlega lokið við lát hans.

 


Deilur um Gamla sáttmála

Patricia Pires skrifaði doktorsritgerð við Cambridge-háskóla um Íslendinga og Noregskonunga og í samtali við Lesbók segir hún niðurstöðu sína þá, að Gamli sáttmáli sé tilbúningur; færður fyrst í letur á fimmtándu öld og í hennar tíðaranda en sé ekki frá 1262. Sjá slóðina: Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir

Doktorsritgerð hennar heitir; Íslendingar og Noregskonungar í ljósi sagna og lagatexta.

Hún segir: "Þessi mynd breyttist heldur betur, þegar ég fór að rannsaka málið og þá sérstaklega Gamla sáttmála því niðurstöður mínar urðu þær, að sá Gamli sáttmáli, sem við þekkjum, sé alls ekki frá 13. öld, heldur saminn tveimur öldum síðar og efni hans þá byggt á minnum og því sem menn vildu að hefði verið í slíkum samningi!

Gamli sáttmáli er ekki samhljóma ástandinu á Íslandi á 13. öld. Af honum mætti ráða, að Íslendingar hafi verið fátækir og þurfandi og má í því sambandi benda á þá grein, sem segir að Noregskonungur skuli sjá til þess að sex skip gangi af Noregi til Íslands. Ekki er nú beðið um mikið fyrir landið allt! En Sturlunga gefur allt aðra mynd af Íslandi þessa tíma; Íslendingar voru ekki fátækir, heldur í góðum efnum og djarfhuga.

Hins vegar smellpassar Gamli sáttmáli við Ísland á 15. öld. Þá ríkti fátækt í landinu og menn vildu meðal annars opna fyrir viðskipti við Englendinga. Það hefur ábyggilega verið vopn í þeirri baráttu að draga fram Gamla sáttmála og segja við Noregskonung að hann hafi ekki uppfyllt samninginn, hvað skipin sex snerti!

Í lagatextum frá 13. og 14. öld er hvergi minnzt á Gamla sáttmála, það er ekki fyrr en á þeirri fimmtándu sem hann stekkur allt í einu alskapaður fram í dagsljósið."

Þessi kenning hennar finnst mér ekki standa dagsins ljós.  Athugið að ég er ekki að skrifa hér lærða ritgerð, aðeins blogg, en það eru nokkur atriði sem koma strax upp í hugann sem varpar rýr á kenningu hennar.

Í fyrsta lagi urðu hér tímamót 1262/64 þegar Sturlungaöld leið undir lok. Gissur sneri aftur heim eftir að hafa verið stefnt til Noregs en nú með jarlsnafbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en 1262 sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu Gamla sáttmála, sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli. 

Á Wikipedia segir að ,,...Framan af, það er að segja frá 13. öld og fram á miðja 15. öld, er oft mjög torvelt að greina hverjir voru eiginlegir hirðstjórar og hverjir umboðsmennn hirðstjóra eða fógetar, svo og hvort menn höfðu hirðstjórn yfir allt landið eða aðeins helming þess eða einstaka fjórðunga. Ketill Þorláksson er fyrsti maðurinn sem kallaður er hirðstjóri í konungsbréfi og á honum hefst Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar í Hítardal Á undan honum höfðu ýmsir menn verið umboðsmenn konungs á Íslandi en óvíst er hvaða embættistitla þeir báru þótt hefð sé fyrir því að telja Hrafn Oddsson og Orm Ormsson fyrstu hirðstjórana."

Jafnframt segir um lögmenn Íslands að ,,...Bárður Högnason (d. 1311) var lögmaður á Íslandi árið 1301. Hann var norskur og hafði riddaratign. Hann hafði komið hingað áður 1295 sem sendimaður Eiríks konungs og hefur því verið eitthvað kunnugur landinu.

Vorið 1301 kom Bárður aftur með Loðni af Bakka og Álfi úr Króki, sendimanni Noregskonungs. Hafði Hákon konungur háleggur sent þá til landsins og útnefnt Bárð og Loðin lögmenn. Var það í fyrsta skipti sem konungur tók sér vald til að skipa íslenska embættismenn og tók hann ekkert tillit til þess að fyrir voru lögmenn sem Íslendingar höfðu sjálfir kosið ári áður. Áttu þeir meðal annars að sjá til þess að konungur yrði hylltur af Íslendingum."

Hvers vegna er ég að rekja hverjir voru hirðstjórar, umboðsmenn eða lögmenn Íslands á 13. öld? Jú, það segir að Noregskonungur hafi raunverulega náð ákveðnum völdum yfir Ísland á seinni helmingi 13. aldar og í upphafi 14. Hann náði meira segja tangurhaldi á lögmannsembættinu sem er íslenskt að uppruna og æðsta íslenska embætti landsins gagnvart framkvæmdarvaldinu (konungsvaldinu). Sýslumenn komu til sögunnar sen fulltrúar konungsvalds í héraði, eða réttara sagt landsfjórðungi (fjöldi sýslumanna og sýslna var þá fljótandi). Járnsíða og síðar Jónsbók fjölluðu um nýsett valdakerfi Noregskonungs.

Til þess að geta tekið völd á Íslandi, þarf að gera skrifleg plögg, sáttmála milli Íslendinga og Noregskonungs. Menn voru formfastir á þessum tíma og skriffinnskan söm við sig, hvort það er á 13. öld eða þeirri 21.

Patricia Pires Boulhosa segir að Íslendingar hafi verið fátækir á 15. öld samanborið við þá 13. Það er alfarið rangt. Fátæktin kom á seinni helmingi 16. aldar þegar Danakonungur hafði tæmt landið af fjársjóðum og bjargráðum fyrir alþýðuna.

Hver er munurinn á 13. og 15. öld? Hafði eitthvað breyst? Jú fiskveiðar og verslun.

Fiskveiðar eru sjaldan nefndar í 11. og 12. aldar heimildum. Á 13. og þó einkum á 14. öld varð Ísland frægt fyrir skreiðarútflutning. Á 13. og 14. öld varð Ísland frægt fyrir harðfiskútflutning og að sama skapi jukust fiskveiðar [Heimild: Landbúnaðarsaga Íslands].

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur þekkir 15. öldina manna best og hefur skrifað um verslun og veiðar Englendinga frá 15. öld til þeirra 20. Hann segir að siglingar þeirra hafi hafist í upphafi aldarinnar, nánar til tekið 1412. Verslun bættist því við fiskveiðar Íslendinga og eins og allir vita, hefur sjávarútvegurinn alltaf staðið undir auka arði, sem landbúnaðurinn náði sjaldan eða aldrei. Íslenskir skreiðarfurstar riðu um héruð og gátu keypt af ensku duggunum lúxusvarning og einnig af Hansakaupmönnum þegar þeir komu til sögunnar.

Hvað um Noregskonung? Svarti dauði gekk frá honum um miðja 14. öld. Norska konungsvaldið barr ekki sinn barr eftir það. Með stofnun Kalmarsambandsins 1397 varð Ísland svo hluti af ríki Margrétar Valdimarsdóttur og því næst Eiríks af Pommern, sem náði yfir Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um 1428.

Hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar að vilja gera sáttmála við Noregskonung á þeirri fimmtándu? Til að tryggja siglingu 6 skipa á ári? Þegar hér dóluðu tugir og jafnvel hundruði fiskidugga við strendur landsins, með vörur til sölu og kaupendur að fiski? Englendingar keyptu fisk af Íslendingum beint og svo gerðu Þjóðverjar og konungsvaldið gat ekkert gert í málinu.

Ákvæðið í gamla sáttmála um lágmarks siglingar úr Noregi passar einmitt um ástandið á íslenska skipaflotanum á þessum tíma, skortur var á góðum hafskipum. Frásögnin af Flóabardaga sýndir einmitt fram á þetta. Íslendingar skráðu skipakomur úr Noregi á 14. öld og ekki var fjöldinn mikill, samanborið við þá 15. Þeir hafa því vilja tryggja lágmark siglingar. Svo lögðust siglingarnar af að miklu leyti þegar svarti dauði gekk yfir Noreg.

Helsta verslunarhafnirnar voru á Gásum og í Hvalfirði. Ekki er vitað hvenær verslun hófst á Gásum en elstu heimildir um hana eru frá seinni hluta 12. aldar en sú yngsta frá 1394. Greinilegt er af heimildum að Gásir voru aðal kauphöfn Norðurlands á 13. og 14. öld og fornleifar sem þar hafa verið rannskaðar eru einkum frá þeim tíma.

Svarti dauði barst líklega til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Stór hluti þjóðarinnar lést í sóttinni en hún skapaði á sama tíma tækifæri fyrir fátæklinganna að komast í bændastéttina. Þótt mörg býli hafi farið í eyði og sjósókn minnkað næstu áratugi, þá hefur íslenska þjóðin ávallt verið fljót að ná upp í fyrri mannfjölda (miklar barnseignir og fleiri máttu giftast og gátu gifst) og að marki því sem landið ber miðað við þáverandi samfélagsskipan.

Niðurlag

Lögbækur, nýtt stjórnkerfi, hafskipafloti landsins lítill og lok Sturlungualdar, þar sem höfðingjar höfðu sannað að þeir gátu ekki tekið yfir landið og urðu að leita til þriðja aðila (konung sem æðsti dómari) bendir eindregið til að Gamli sáttmáli hafi verið gerður á þeirri þrettándu, ekki þá fimmtándu. Íslendingar höfðu engar ástæður að leita til Noregskonung á þeirri öld hvað þá að gera samningu við konung vegna ágreining um verslun á 15. öld.

Lýður Björnsson segir í sögu verslunar á Íslandi að ,,...Þýskir víkingar hertóku Björvin á árunum 1428–1429 og unnu þar mikil hervirki. Íslandsverslun Norðmanna lagðist af fyrir fullt og allt eftir þann atburð. Þá hafði raunar veruleg breyting átt sér stað á utanríkisverslun Íslendinga. Sjávarafurðir urðu aðal útflutningsvörur Íslendinga um 1340."

Ísland, Danmörk og Noregur  höfðu lotið einum og sama konungi frá árinu 1380. Sá konungur mun hafa setið í Danmörku frá árinu 1387 að minnsta kosti, fyrst í Hróarskeldu en frá og með árinu 1443 í Kaupmannahöfn. Enginn raunverulegur Noregskonungur var til í Noregi á 15. öld! Hann sat í Danmörku.

Ef menn vilja tengja Gamla sáttmála við annan tíma en lok þjóðveldisaldar, væri nær að tengja hann við ástandið á 14. öld. Lýður Björnsson segir að "Einokun Björgvinjarkaupmanna (einokunarverslun fyrri) var  ekki hagkvæm Íslendingum. Björgvinjarkaupmenn áttu í erfiðleikum með að byrgja landið nauðsynjum og einkaleyfi fleirra gaf þeim tækifæri til að hafa veruleg áhrif á verðlag." Íslendingar hefðu þá vilja tryggja hingað siglingar á 14. öld. Á þeirri 15. var engin nauðsyn að leita til Noregs. Ég held samt að Gamli sáttmáli sé rétt tímasettur og sé frá 13. öld.

Hér kemur Gamli sáttmálinn:

Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.
Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiðr Íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.

 

 

 

 

 


Ný-marxismi leynist víða í dulargervi

Ég hef margoft skrifað um marxisma hér á blogginu og varað við honum. Málið er að hann leynist alls staðar og oft veit fólk ekki af því að það er verið að heilaþvo það með marxískum eða ný-marxískum áróðri.

Sjá má þetta í háskólum, líka hér á Íslandi. Þegar ómótaðir hugar framhaldsskólanema mæta í háskólanám, halda þeir að allt sé satt og rétt sem kennt er í háskólum landsins, jú, þetta eru eftir allt, æðstu menntastofnanir landsins. Þessi bábiljufræði seytla um allt háskólasamfélagið, í uppeldisfræði, kennslufræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, hagfræði, sagnfræði og heimspeki svo eitthvað sé nefnt.

Byrjum á skilgreiningu hvað marxismi er og muninn á hinum hefðbundna marxisma og ný-marxisma.

Marxismi er settur fram af hinum goðsagnakennda Karl Marx en ný-marxismi er algengt hugtak sem notað er fyrir nokkrar aðrar hugmyndafræði sem mynduðust síðar byggðar á marxisma. Þetta er aðalmunurinn á hugtökunum tveimur. Marxismi miðar að því að koma á eins konar jöfnuð meðal fólksins, sérstaklega milli ríkra og fátækra.

Munurinn á ný-marxisma og marxisma er að á meðan marxismi einbeitir sér að ríkisfangslausu samfélagi, leggja nýmarxistar áherslu á heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju til að koma í veg fyrir samþjöppun umframfjármagns í höndum viðskiptaelítunnar - Kína má meira og minna líta á sem dæmi. Marxismi er nær yfir pólitiska sviðið en efnahagslega líka og nú með ný-marxisma innan menningarsviðsins. Byrjum fyrst á efnahagssviðinu.

Hver er hin ný-marxíska kenning um kapítalisma?

Í stað þess að nota marxíska kenningu um fjármagn, gæti nýmarxisti notað Max Webers greiningu á kapítalisma í staðinn. Eða ný-marxisti getur byggt marxisma sinn á firringarkenningunni og byggt á henni, sameinað aðra sósíalíska hugmyndafræði inn í hana og hafnað hinum marxísku formunum.

Menningarlegur ný-marxismi

Þrátt fyrir ruglingslega orðræðu og mismunandi deilna og merkingar sem honum er gefið, á menningarmarxismi (hugtakið og hreyfingin) sér sér djúpa, flókna sögu í kenningunni. Orðið „kenning“ (með stóru K) er almenn yfirskrift rannsókna innan túlkunargreina hugvísinda sem kallast menningar- og gagnrýnin fræði, bókmenntagagnrýni og bókmenntafræði – sem hver um sig felur í sér margvíslegar nálganir, allt frá fyrirbærafræðilegum til sálgreininguna. Í Bandaríkjunum eru kenningar almennt kenndar og beittar í enskum deildum, þó að áhrif þeirra séu sýnileg í hugvísindum.

Stutt ættartala yfir mismunandi kenningarskóla – sem eru upprunnir utan ensku deilda, meðal heimspekinga og félagsfræðinga til dæmis, en urðu hluti af grunnnámskrám ensku deildanna – sýnir ekki aðeins að menningarmarxismi er nafngreinanlegt, lýsanlegt fyrirbæri, heldur einnig að honum fjölgar fyrir utan akademíuna.

Fræðimenn, sem þekkja til kenninga, eru hæfilega tortryggnir um grófar, tilhneigingulegar lýsingar á sínu sviði. Engu að síður halda þessi svið í sér þætti marxisma sem, að mínu mati krefst aukinnar og viðvarandi eftirlits.

Miðað við áætlanir um að kommúnismi hafi drepið yfir 100 milljónir manna, verðum við að ræða opinskátt og heiðarlega um þá strauma marxismans sem ganga í gegnum mismunandi túlkunarmáta og hugsunarskóla. Til að forðast meðvirkni verðum við enn fremur að spyrja hvort og hvers vegna marxískar hugmyndir, þó þær séu veikar, hvetji enn leiðandi fræðimenn til að breiða þessa hættulega kenningu út í víðtækari menningasamfélaga. En eins og ég taldi upp hér að ofan leynist marxisminn alls staðar í fræðunum og þess sér merki alls staðar í dægurmenningu okkar, svo sem kvikmyndagerð o.s.frv.

Hugtök ný-marxismans er sífellt beint að okkur með sínum undirförla áróður án þess að við gerum ekki grein fyrir því. Við förum því að trúa vitleysunni eins og heilagan sannleika.

Woke-fræðin og woke-menningin er hluti af ný-marxisma og því verðum við að vera á verði ef við höldum að woke-istar eru að reyna að heilaþvo okkur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband