Deilur um upphaf landnáms Íslands – byggðist landið fyrst sem veiðistöð sem breyttist svo í landbúnaðarsamfélag?

Frá fornleifauppgreftri í Stöðvarfirði

Mynd: Frá fornleifa- uppgreftrinum í Stöðvarfirði. STÖÐ 2 / FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON.

Nú eru komnar upp deilur um hvernig landnám Íslands þróaðist og virðast tveir fræðimenn berjast á banaspjótum um þetta mál.  Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður sem skrifaði um svarta víkinginn í bókinni Leitin að svarta víkinginum ásakar dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld í nýútkominni bók sem heitir Eyjan hans Ingólfs.

Báðir fræðimennirnir eru á hættulegum slóðum, því að þeir fjalla um tímabil í Íslandssögunni þar sem engar ritheimildir er við að styðjast. Þær koma löngu síðar, tveimur öldum síðar, en gætu samt sem áður borið einhvern sannleiksvott. Munnmælahefðin var nefnilega mjög sterk í landi þar sem engar ritmenning ríkir. Sjá mátti þetta af störfum lögsögumanns, sem varð að leggja á minnið lög landsins. En þetta er útúrdúr.

Hér held ég að endanlegur úrskurður, ef hann fæst nokkurn tíma á annað borð, liggi á sviði fornleifarfræðinnar.  Svo má nota samanburðarfræði. Hvernig landnám Grænlands þróaðist í samanburði við Ísland.  Það má nefnilega sjá líkindi ef grannt er skoðað ef mið er tekið af: a) Menningu landnámsmanna beggja landa (norrænir menn og norræn menning), b) hvernig landnám landana þróaðist út frá hvað ritheimildir greina en síðan en ekki síst fornleifarannsóknum.

 Á móti kemur, að landfræðilegir staðhættir mörkuðu djúp skil á milli þessara tveggja samfélag hvað varðar aðföng en á Grænlandi var gnógt veiðidýra alla tímabil byggðar norræna manna en á Íslandi var veiðifjölbreytilegi ekki eins mikill og hefur farið minnkandi eftir því sem á leið.

Sjá má út frá fæðu fólks, hvers konar samfélag það byggði. Ef ísótóparannsóknir sýna mikið af veiðidýrafæðu, má álykta að um veiðimannasamfélag er að ræða en ef t.d. finna má mikið af kornfæðu og búpeningsfæðu, þá er um landbúnaðarsamfélag að ræða.

Búsetuskilyrði á Grænlandi

Þau voru nokkuð góð til að byrja með, hlýindaskeið í gangi og veðurfar kólnaði ekki fyrir nokkrum öldum síðar.

Lengri vaxtartími gerði það að verkum að hægt var að smala nautgripum, sauðfé og geitum á engjum meðfram skjólgóðum fjörðum á suðvesturströnd Grænlands og tvær aðskildir byggðakjarnar þróuðust sem í tveimur byggðum sem hentuðu vel til landbúnaðar. Í stuttu máli sagt fluttu norrænu mennirnir - Íslendingar - einfaldlega miðaldalífsstíl sinn frá Evrópu í óbyggt nýtt land. Byggð norræna manna (niðja íslenskra manna) lifði af kuldaríki Grænlands hátt í fimm aldir.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnaðarmenningu sína og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín, sem og hesta líka sem þeir borðuðu í heiðni. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap frá heimahögum. Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra.

Norræna fæðið samanstóð af fjölbreyttu kjöti. Og sem betur fer fyrir þá var kjöt mikið í þeirra heimkynjum. Þeir borðuðu venjulega kjöt af kúm, hreindýrum, björnum, svínum og nautum. Norrænu byggðirnar í norðri eins og Grænland átu sel og jafnvel ísbirni! Og örugglega allt sem þeir komust í tæri við fugla, fiska og hvali.

Það eru tiltölulega fá fiskbein í grænlenskum fornleifum,en ég trúi ekki að þeir hafi ekki borðað fisk sem bauðst, því að svangt fólk borðar hvað sem að kjafti kemur. Nóg er af fiski í grænlenskum ám og í sjó.

Á því tímabili sem þeir voru á Grænlandi borðuðu norrænir menn smám saman meira af selum. Á 14. öld voru selir á milli 50 og 80 prósent af fæðu þeirra.“ ... Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa leiðst við að borða seli úti á hjara veraldar.

Kíkjum á þessa grein og þýðum kafla úr henni:

Greenland's Viking settlers feasted on seals, then left: The Norse society did not die out due to an inability to adapt to the Greenlandic diet. An isotopic analysis of the Viking settlers’ bones shows that they ate plenty of seals.

https://sciencenordic.com/archaeology-denmark-food/greenlands-viking-settlers-feasted-on-seals-then-left/1379411

Norrænar beinagrindur sýna að þeir borðuðu selafæðu. Danskir og kanadísku vísindamenn hafa rannsaka 80 grænlenskar beinagrindur sem geymdar eru á rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla til að ákvarða matarvenjur þeirra.

Með því að rannsaka hlutfall samsætanna kolefni-13 og kolefnis-15, komust rannsakendur að því að stór hluti af grænlensku / norrænu mataræðinu kom úr sjó, sérstaklega frá selum.

Heinemeier mældi magn kolefnissamsætna í beinagrindunum, Erle Nelson frá Simon Fraser háskólanum í Vancouver í Kanada greindi samsæturnar en Niels Lynnerup við Kaupmannahafnarháskóla skoðaði beinagrindurnar.

„Ekkert bendir til þess að norrænir hafi horfið vegna náttúruhamfara. Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa orðið leiður á því að borða seli úti á hjara veraldar,“ segir Lynnerup.

Beinagrindurnar sýna merki þess að þeir hafi farið hægt og rólega frá Grænlandi. Konum fækkaði og þar með forsenda byggðar í landinu. Sem dæmi má nefna að ungar konur eru færri í gröfunum á tímabilinu undir lok norrænu landnámsins. Þetta bendir til þess að einkum unga fólkið hafi verið að yfirgefa Grænland og þegar frjósömum konum fækki getur kynstofninn ekki framfleytt sér.

Veiðimenn og bændur

Niðurstöðurnar ögra ríkjandi viðhorfi um norræna menn sem bændur sem hefðu þrjóskast við að  halda sig við landbúnað þar til þeir töpuðu baráttunni við umhverfi Grænlands. Þessar nýju niðurstöður hrista upp í hefðbundinni sýn á norræna  menn sem bændur og hafa gefið fornleifafræðingum tilefni til að endurskoða þessar kenningar.

„Norrænir menn litu á sig sem bændur sem ræktuðu landið og héldu dýr. En fornleifagögnin sýna að þeir héldu færri og færri dýr, eins og geitur og kindur,“ segir Jette Arneborg, fornleifafræðingur og safnvörður við Þjóðminjasafn Danmerkur.

„Þannig að sjálfsmynd bænda var í raun meira andleg sjálfsmynd, haldin af yfirstétt sem hélt völdum með landbúnaði og eignarhaldi á landi, heldur en raunveruleiki fyrir venjulegt fólk sem var varla matvanda,“ bætir hún við.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnað og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap.

Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra. Undir lok dvalarinnar urðu þeir jafnvanir að veiða seli og Inúítar, sem höfðu ferðast til Grænlands frá Kanada um árið 1200 og búið á eyjunni við hlið norrænna manna.

Selir urðu mikilvægari fyrir afkomu norrænna manna þar sem loftslag tók að breytast með tímanum og það varð sífellt erfiðara að halda sér uppi með búskap.

„Norrænir gátu aðlagast, en hversu mikið þeir gátu aðlagast án þess að gefa upp sjálfsmynd sína var takmarkað,“ segir Arneborg. „Jafnvel þótt mataræði þeirra hafi orðið nær því sem Inúítar, þá var munurinn á þessum tveimur hópum of mikill fyrir norræna til að verða inúítar."

Af þessu má álykta að norrænu menn á Grænlandi hafi fyrst og fremst verið bændur í upphafi byggðar en breyttust með tímanum í e.k. samblöndu af bændum og veiðimönnum. Selveiði hafi verið hlunnindaveiði allt frá upphafi en orðið undirstaða fæðis landsmanna undir lok byggðar.

Má álykta að svipað hafi verið farið á Íslandi? Að menn hafi strax byrjað landbúnað við landnám og veitt með? Munurinn á Grænlandi og Íslandi að það síðarnefnda breyttist aldrei í veiðimannasamfélag (þótt fiskveiðar hafi orðið umfangsmeiri með tímanum) og hefur það aldrei verið svo.

Hins vegar hefur komið upp sú kenning að í byrjun eða miðbik 9. aldar hafi fyrstu mennirnir sem komu hingað til lands hafi verið veiðimenn og Ísland verið útver frá Noregi. Samanber fornleifa uppgrefti í Stöðvarfirði.

En slíkt var ekki undirstaða neins samfélags og fornleifar einmitt staðfesta það samkvæmt því sem Bjarna F. Einarsson fornleifafræðingur segir en í grein á visir.is segir eftirfarandi um fornleifa uppgröftinn í firðinum: "Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2.“

En eftir sem áður, þetta haggar því ekki heildarlandnámið hófst ekki fyrr en á síðari hluta 9. aldar. Ef það finnast fornleifar annars staðar á landinu frá upphafi 9. aldar, þá breytist dæmið og þetta styður þá kenningu að landbúnaðurinn hafi verið aðalatriðið frá upphafi byggðar. Bergsveinn þarf því að útskýra tilgátuna um stórfellda veiðiútgerð betur og koma með sannanir. Kerfisbundnar og skipulagðar (fisk)veiðar Íslendinga í fyrirtækisformi hófust ekki fyrr en á 18. öld og hvalveiðar á þeirri 19du.

https://www.visir.is/g/2018707364d

Til umhugsunar

Að lokum, þá er það til skammar hversu litlu fé Íslendingar "eyða" í fornleifarannsóknir. Þær geta fyllt inn í, þar sem miðaldarhandritin sleppa. Rannsóknir á Grænlandi sýna hversu burðug fornleifafræðin getur verið ef henni er beitt skipulega og af miklu mæli.  Svo litlu fé er "eytt" í fornleifarannsóknir að íslenskar fornminjar bókstaflega falla í sjó við strendur landsins.

Það nýjasta nýtt af deilum Bergsveins og Ásgeirs er að segja, er að Ásgeir segist ekki vera að  skrifa fræðirit í skilningi þess á Facebook síðu sinni, heldur sé rit hans fræðigrúsk, gert af einlægum áhuga á sögu Íslands.

En skemmtiegt er að einhver umræða sé um ritlausu sögu Íslandsbyggðar. Mér finnst Íslendingar í seinni tíð vera orðnir skeytingarlausir um eigin sögu sem er ef betur er gáð, ótrúleg á köflum og spennandi.

Upphaf búsetu á Ísland er margt einstök og er einstakt rannsóknarefni hvernig maðurinn finnur algjörlega ósnortið land og umbreytir því.

Um fræðimenn almennt á Íslandi er það segja að þeir mættu koma úr fílabeinsturni sínum einstaka sinnum og skrifa skemmtilega texta eins og þeir Bergsveinn og Ásgeir, fyrir almenning, ekki fagfélaganna. Allur texti í þeirra augum verður að vera stimplaður bak og fyrir og vottaður af háæruverðugum doktorum í faginu til að verða tekinn gildur. Textinn á helst að vera eins torskilin og hægt er og þurr eins og eyðimörkin.

Úr því að ég er að agnúast í fræðiheiminn, þá fer í taugarnar á mér þegar talað er um landnám Grænlands og landtökutilraunir í Norður-Ameríku, að talað sé um Norse, norræna menn í stað þess að segja bara Íslendingar og niðjar þeirra í Grænlandi. Eins þegar talað er um "norse literature" þegar bara er um að ræða íslensk miðaldar(hand)rit. Saga Norðurlanda væri algjört svartnætti ef íslenska elítan á Íslandi á hámiðöldum hefði ekki haft neitt annað að gera en að skrifa bækur.

Athyglisvert er/væri að kanna hvernig löglaust samfélag virkaði á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar. Gilti hnefarétturinn og drápu menn eftir behag eða var vald ættarinnar það mikið að það verndaði hinu veiku gegn ofríki í löglausu samfélagi? Hér mættu þeir Ásgeir og Bergsveinn leggja til málanna.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband