Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Úr því að ég er farinn að ræða íslenskuna á annað borð og stöðu hennar, ætla ég aðeins að halda áfram með málið.
Þeir sem hafa lesið sögu kannast við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Grípum aðeins niður í grein um hann á Vísindavefnum til að glöggva okkur á honum.
"Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn....Tengsl Rasks við Ísland voru sérstök. Hann lærði íslensku af bókinni Heimskringlu á meðan hann var í latínuskólanum. Til þess notaði hann útgáfu með latneskri og danskri þýðingu sem hann fékk sem viðurkenningu fyrir ástundun. Hann hafði hvorki íslenska orðabók né bækur um málfræði en bjó hvorttveggja til jafnóðum með því að bera frumtextann saman við þýðingarnar. Þegar hann kom svo til Kaupmannahafnar kynntist hann íslenskum stúdentum og lærði samtímamál af þeim, ekki síst framburðinn.
Rask dvaldist á Íslandi 18131815 til þess að læra málið betur. Hann ferðaðist víða og náði mjög góðum tökum á íslensku. Á þessum grundvelli endurskoðaði hann svo kennslubókina og gaf hana út á sænsku 1818 (Anvisning til Isländskan eller Nordiska Fornspråket). Hann tók þátt í stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 30. mars 1816 og var formaður þess þar til í október sama ár þegar hann lagði af stað í langa ferð til Austurlanda. Hann átti mikinn þátt í að móta íslenska málhreinsunarstefnu sem Fjölnismenn fylgdu svo fram af mestum krafti." Heimild: Hver var Rasmus Christian Rask?
Það þurfti sem sagt útlendan fræðimann til að koma Íslendingum aftur á sporið en eins og allir vita sem hafa lesið íslenskan texta frá 1500-1800, þá er hann nánast óskiljanlegur nútíma Íslendingum, svo dönskublandinn var hann. Hið opinbera tungumál var danskan fyrst og fremst, svo íslenska embættismálið sem var hrærigrautur dönsku og íslensku. Sauðsvartur almúgurinn talað sína gömlu íslensku.
En það var ekki bara Rask sem bjargaði íslenskunni. Það var einnig íslenska menntastefnan og alþýðufræðslan á 18. öld.
Heittrúarstefnan sem kom hingað til Íslands á 18. öld, sem íslenskir fræðimenn gleyma oft að minnast á, í samhenginu við björgun íslenskunnar, bjargaði íslenskunni hjá alþýðunni. Og þar sem almenningurinn talaði ennþá íslensku, var hreintungustefnan sem Rask og félagar stóðu fyrir, með undirstöðu.
Hver er þessi heittrúarstefna (píetismi)?
Heittrúarstefnan varð til sem grasrótarhreyfing innan lútersku kirkjunnar í Þýskalandi á seinni hluta 17. aldar, en þýskir fræðimenn lögðu grunninn að hugmyndafræði hennar. Hún barst um 1700 til Danmerkur með dönskum nemendum sem stundað höfðu nám í þýskum háskólum. Hugmyndir heittrúarstefnunnar höfðu áhrif á skólamál í Danmörku á tímabilinu 1732-1798.
Heittrúarstefnan hafði mikil áhrif á uppeldis- og menntamál á Íslandi á 18. öld. Hins vegar varð heittrúarstefnan hér á landi aldrei grasrótarhreyfing, eins og í Danmörku og Þýskalandi. Stefnan barst því hingað til lands sem valdboð að ofan, en í Danmörku höfðu stjórnvöld gert hana að sinni. Almennt tóku Íslendingar þó vel í hinu nýju stefnu í mennta- og uppeldismálum.
Sendu stjórnvöld út fjölda tilskipanna í anda heittrúarstefnunnar á fimmta áratug 18. aldar, í kjölfar rannsóknarleiðangurs kirkjuyfirvalda hingað til lands. Niðurstaða rannsóknamanna var sú að best væri að hagnýta sér það fræðslukerfi sem var fyrir hendi. Það kerfi byggðist á heimakennslu. Hún átti að fara fram undir eftirliti ríkis- og kirkjuvalds, líkt og áður. Um framkvæmdina sá húsbóndavaldið. En fræðslukerfið var gert kerfisbundið og lögbundið og var það nýjung og þýddi í raun að fræðslukerfið varð mun markvissara.
Gamla fyrirkomulagið á fræðslukerfinu sem tók gildi 1635, bar lítinn árangur samkvæmt ummælum íslensku biskupanna í byrjun 18. aldar. Niðurstöður fræðimanna benda til að almennri menntun alþýðu hafi farið fram eftir rannsóknarleiðangur Harboes 1741-45. Latínuskólunum fór einnig fram, en hlutverk þeirra var að útskrifa menntastétt landsins. Bætt menntun menntamanna hafði áhrif á alla almenna fræðslu í landinu.
Í fáeinum orðum sagt, voru helstu áhrif heittrúarstefnunnar þau að hér var komið á almennri fræðsluskyldu og menntunarstig þjóðarinnar tók framförum.
Angi af þessari kennsluaðferð var farskólinn í sveitum landsins á fyrri hluta 20. aldar. Móðir mín ólst upp í Landeyjum og gekk í slíkan skóla. Uppbyggingin var sú að kennari kenni á bæ einum, börnin gengu þangað og kennt var í 2 mánuði. Svo var haldið á næsta bæ og sama sagan endurtók sig. Kennt var frá 10 ára aldri til 14 ára aldurs. Ég get borið vitni um að þessi kennsla var góð, því að móðir mín var vel skrifandi og ágæt í stærðfræði. Annar Landeyingur sem ég þekkti, sem gekk líka í farskóla á sama tíma í Landeyjum, varð á endanum doktor og sendiherra. Þetta er útúrdúr en samt ekki.
Það sem ég er að segja er að hægt er að bjarga íslenskunni. Það er með markvissri menntastefnu og ofuráherslu á íslenskukennslu. Öll tól og tæki eru leyfileg, tölvan eða bókin. En það verður að byggja upp orðaforðann og hugtakaskilning. Það skortir á hjá börnum og unglingum í dag. Þess vegna grípa þau oft til ensku.
Sama á við um útlendinganna búseta á Íslandi. Þeir verða að fara á íslensku námskeið, t.d. ef þeir dvelja lengur en 3 mánuði á landinu. Útlendingur sem vinnu á kassa í búð, þarf ekki mikinn orðaforða til að ræða við viðskiptavininn. 200-300 orð og samskipti hans við kúnnanna verður allt önnur og betri. Svo er það líka vanvirðing við viðskiptavininn að sá sem afgreiðir neitar eða getur ekki leiðbeint og þjónusta hann á íslensku.
Að lokum. Á legstein Rask er letrað á íslensku: Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.
Vísindi og fræði | 22.7.2023 | 10:37 (breytt kl. 18:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV tekið upp á einsdæmum að skipta um landarheiti á ágætu ríki sem hingað til hefur heitið Hvíta Rússland.
Hver vegna fjölmiðillinn sá sig tilhneyddan til að skipta um heiti allt í einu, er mér hulin ráðgáta nema að RÚV gefur þessa skýringu:
"Heitið Belarús verður framvegis notað í fréttum og annarri umfjöllun RÚV um það ríki sem almennt hefur verið kallað Hvíta-Rússland. Formlegt íslenskt heiti ríkisins er Lýðveldið Belarús og það er almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu." Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús
Það getur vel verið að starfsmenn í hinni opinberri stjórnsýslu noti þetta hugtak en allir þekkja stofnannamálið sem kemur úr þeim rana og oft eru hugtökin sem koma þaðan óskiljanleg. Sem á einmitt við þetta hugtak.
Íslendingar eru þekktir fyrir að íslenska nánast öll orð og hugtök sem koma úr erlendum tungumálum. Merking orðanna er skýr, því íslenskan er gegnsætt tunga. Þegar Íslendingurinn rekst á nýtt orð í íslenskunni, þarf hann oftast ekki að flétta upp í orðabók til að skilja merkingu orðsins. Svo á til dæmis ekki við um ensku sem er hrærigrautur úr þremur tungumálum, germönsku, latínu og frönsku. Enskumælandi fólk þarf iðulega flétta upp hugtök sem koma úr frönsku eða latínu. Og talandi ekki um hvernig eigi að skrifa þessi orð.
Íslenska er það gagnsæ, að þegar Íslendingurinn heyrir orðið í fyrsta sinn, getur hann skrifað orðið upp eftir hlustun. T.d. hugtakið: "Málfræðingur". Hægt er að skrifa það niður eftir hlustun og það lýsir sér sjálft. Mál er tungumál og fræðingur er maður sem er lærður í (tungumála)fræðum. Íslenskan er hnitmiðuð og oft hefur hún tvö eða fleiri orð yfir sama fyrirbrigðið en er t.d. í ensku. Dæmi um það eru ýmis orð um fyrirbrigðið "snjór".
Orðskrípið (þarf ég nokkuð að útskýra þetta hugtak? Það skýrir sig sjálft.) Belarús er beinlínis afbökun á hugtakinu Belarus sem kemur úr ensku. Sjá Cambrigde Dictionary: Cambrigde Dictionary - Belarus
Orðasambandið Hvíta Rússland er bókstafleg þýðing orðsins Belarus (rússneska: белÑй hvítt, Ð ÑÑÑ Rússland). Lesandi verður að fyrirgefa að þetta kemur hér eins og stafarugl, en Moggabloggið getur ekki birt rússneskt letur.
Hér vakna nokkrar spurningar: Eigum við ekki að fara eftir eigin skilgreiningu þjóðarinnar sem gaf landinu heiti? Eigum við að enskuvæða allt eða eigum við að virða hugtakaskilning viðkomandi þjóðar? Hafa stjórnvöld í Hvíta Rússlandi skipt um heiti á landi sínu nýverið? Eða er hér um skrifleti starfsmanna RÚV að ræða? Hvað þýðir eiginlega Belarús? Getur sex ára barn í grunnskóla skilgreint og útskýrt hugtakið Belarús? En Hvíta Rússland? Ég myndi veðja að barnið gæti útskýrt síðara hugtakið.
Íslensku mælandi fólk á Íslandi
Íslenskan er eitt ríkasta tungumálið í heiminum af orðaforða. Einhver staðar las ég að það eru til a.m.k. 600 þúsund íslensk orð, sel það ekki dýrara en keypti. Íslenskan á nú í harðri baráttu við að halda sér á lífi.
Í fréttum RÚV í gær segir að Íslendingar séu nú orðnir 394 þúsund talsins sem er beinlínis rangt. Það ber að miða við íslenskan ríkisborgararétt en ekki búsetu fólk sem kemur og fer af landinu. Við gætum alveg eins miðað við fjölda ferðamanna á landinu og sagt að hér séu 450 þúsund manns í júlí 2023. Ef miðað er við íslenskan ríkisborgararétt, þá eru Íslendingar orðnir 320 þúsund talsins.
Ég kvaddi fjölskyldu nú á árinu sem er flutt heim til Rúmeníu eftir áralanga dvöl á Íslandi. Þau litu aldrei á sig sem Íslendinga, þótt þau elskuðu land og þjóð, töluðu frábæra íslensku og höfðu aðlagast fullkomlega að íslensku samfélagi. En ef þau hefðu ákveðið fá sér íslenskan ríkisborgararétt, sem þau áttu rétt á, þá hefði það verið ákveðin yfirlýsing um að þau líti á sig sem Íslendinga.
Það eru því aðeins 320 þúsund sálir sem tala íslensku (ætla ég að vona). Með sama áframhaldi verða þeir sem kunna ekki íslensku en eru búsettir á Íslandi komnir í meiri hluta eftir x mörg ár. Hvað gerum við þá? Skiptum yfir í ensku?
Lokaorð
Ég ætla eftir sem áður að tala íslensku og nota þau hugtök sem ég tel vera rétt hverju sinni. Ég mun kalla Hvíta Rússland, Hvíta Rússland eftir sem áður. Ég læt ekki ríkisstofnun, hvað svo sem hún heitir, stýra mínu málfari og orðanotkun.
Íslenskan er eins og flest tungumál, sjálfsprottið tungumál. Það verður til meðal fólksins og þau orð og hugtök sem verða ofan á, eru þau sem þjóðin ómeðvituð kýs að nota.
Án tungumálsins, getum við alveg eins lagt frá okkur sjálfstæðið, gerst 51. ríki Bandaríkjanna og orðið "feitir þjónar" eins og það er orðað í Íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness. Hann lagði sig eftir því að búa til ný orð og dusta rykið af gömlum sem fallið hafa í gleymsku enda segir skáldið í Vettvángi dagsins: "Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað." Hér á orðskrípið Belarús hvergi heima, enda ekki íslenska.
Vísindi og fræði | 21.7.2023 | 11:31 (breytt kl. 15:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar. Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.
En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?
Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.
En hvað með vísindin sjálf? Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein. Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.
En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið. Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.
Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.
Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.
0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?
Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high
Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.
Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.
Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.
Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.
Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:
1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.
2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.
3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna? Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!
Vísindi og fræði | 20.7.2023 | 12:37 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég ætla hér að ræða kenningar um stríð og frið í alþjóðakerfinu, með sérstaka tilvísun í kenningar um mótunarhyggju (constructivism), (ný-) raunsæishyggju ((neo-)realism) og að lokum ,,gagnrýnum öryggisfræðum" (critical security studies).
,,Primus motor alþjóðlegra samskipta hefur í gegnum tíðina verið m.a. stríð og samkeppni milli ríkja. En staðan í dag virðist hafa breyst að því leytinu til að milli forysturíkja heims, Bandaríkjanna, Evrópu og Japan, sem eru jafnframt þróuðustu ríkin, er stríð nú talið óhugsandi. Slíkt form ríkja kýs Karl Deutsch að kalla ,,security community sem útleggst lauslega á íslensku öryggissamfélag. Samkvæmt kenningu hans er tilhugsunin um stríð óhugsandi meðal almennings, stjórnmálamanna og herja þeirra ríkja sem tilheyra þessu samfélagi ríkja.
Margir fræðimenn hafa velta því fyrir sér hvers vegna svo er, að forysturíki heims sem jafnframt eru hefðbundnir keppinautar útkjá mál sín nú friðsamlega en áður hafi þau iðulega kosið að jafna um erfiðustu ágreiningsmál sín með vopnavaldi. Fræðimenn hafa komið með mismunandi skýringar á þessu, allt eftir því hvaða hugmyndastefnu þeir aðhyllast.
Mótunarhyggjumenn (constructivists) hafa útskýrt þetta með breyttum hugmyndum og sjálfsmynd og leggja þar með áherslu á breyttu hugarfari einstaklingsins. Þeir benda á ríkjandi norm um ofbeldisleysi í þessum samfélögum og sameiginlega sjálfsmynd sem leiði til þess að þróuð lýðræðisríki sjá fyrir og skilja hlutverk hvers annars í gegnum samspil hegðunar og væntinga. Þetta komi í veg fyrir misskilning og þar með stríð. Áhersla er lögð á sjálfstyrkjandi feril, eins konar hringrás hegðunar, trúar (eða vonar) og væntinga sem hafi leitt til þessara afstöðu fyrrgreindra landa til hverra annarra.
Hugmyndir raunsæismanna, með Hans J. Morgenthau fremstan í flokki, eru aðrar. Það er þrennt sem einkennir klassíska raunsæisstefnu með tilliti til alþjóðastjórnmál og stríð og frið í alþjóðasamfélaginu.
Raunsæismenn segja í fyrsta lagi að mannlegt eðli hafi ekki breyst frá örófi alda og það sé í eðli sínu sjálfhverft og starfi í eigin þágu. Yfirfæra megi þetta yfir á alþjóðastjórnmál, en þar eru ríkisstjórnir í aðalhlutverki og þær eru í eðli sínu sjálfhverfar og starfi í þágu eiginhagsmuna. Í öðru lagi leggja þeir áherslu á stjórnleysi (anarkí) í alþjóðasamskiptum. Vegna þess að alheimsstjórn skorti, þá ríki áfram lögmál frumskógarins í alþjóðasamskiptum. Í þriðja lagi tvinnist egóisminn eða sjálfhverfan (anarkíið) saman við stjórnleysið og mótar alla þætti á pólitísku sviði valda- og öryggismála. Hans J. Morgenthau orðað þetta best en hann segir: ,,all states pursue their national interest defined in terms of power. Það er að ríki ráði ferðinni í alþjóðastjórnmálum, m.ö.o. eru í aðalhlutverki og þau framfylgi þjóðarhagsmuni sína út frá valdabaráttu (til verndar eigin hagsmunum).
Vald er þannig lykilhugtak í klassískri raunsæisstefnu. Önnur lykilhugtök hjá þeim eru svo, þjóðarhagsmunir, valdajafnvægi og öryggi og að markmið ríkja sé að leitin að öryggi og að komast af. Þá kemur að spurningunni um ný-raunsæisstefnu og fyrir hvað hún stendur. Þeir sem aðhyllast ný-raunsæisstefna ((neo-)realism) hafa útfært þetta nánar eftir mikla gagnrýni á klassísku stefnunni, en þeir leggja mikla áherslu á efnahagslega þætti í máli sínu. Það sem aðskilur þá frá klassískri raunsæisstefnu er að þeir líta svo á, að þjóðarhagsmunir ríkja (fyrir utan það markmið að verja fullveldi og landsvæðislega heildir) markist ekki einungis af huglægum þáttum (eigin mats ríkisins) heldur einnig af utanaðkomandi þáttum.
Í dag benda Raunhyggjumenn (realists) á hlutverk kjarnorkuvopna og forræði Bandaríkjanna sem meginskýringuna á friðsamleg samskipti ríkja innan öryggissamfélagsins. Þeir segja að forræði Bandaríkjanna, sérstaklega á sviði hernaðar, hafi skapað öryggissamfélagið. Hins vegar munu yfirburðir þeirra dvína fyrr eða síðar en svo þarf ekki að vera, að tilkoma annaðs heimsveldis leiði til styrjalda samkvæmt hefðbundinni kenningaskýringu um forræði stórvelda og átök þeirra milli. Það gæti einnig leitast við að viðhalda valdajafnvæginu í heiminum.
Varðandi fælingarmátt kjarnorkuvopna,þá er hann ekki algjör, því að kjarnorkuveldi hafa háð mörg takmörkuð stríð án beitinga slíkra vopna. Þar er með eru þau ekki undirstöður öryggissamfélagsins en þau hafa áhrif með öðrum þáttum.
Gagnrýn öryggisfræði (critical security studies) nálgast hugtakið öryggi á nýjan hátt. Hún er í víðasta skilningi, samansafn af nálgunum eða rannsóknaraðferðum þeirra fræðimanna sem hafa verið óánægðir með svo kallaðar hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir. Hún leitast við að setja spurningamerki við þann grundvöll sem ríkjandi hugmyndir um ríkismiðhyggja (state-centrism) og hernaðarmiðhyggja (military-centrism) eru byggðar á.
Gagnrýnin öryggisfræði er því safn ýmissa hugmynda sem tengjast fræðigreininni öryggisfræði á margvíslegan hátt. Þær geta verið allt frá útþynntum hugmyndum mótunarhyggjumanna, hugmyndafræði Kaupmannahafnarskólans (Copenhagen School) og til meira ,,poststructural perspectives. Ein nálgun á öryggismálum, sem er að hluta til hluti af gagnrýnni öryggisfræði, er afstaða og nálgun feminista á öryggishugtakinu en þær hafa véfengt niðurstöður raunsæismanna og nýraunsæismanna á nýstárlegan hátt.
Þeir sem aðhyllast hugmyndir gagnrýna öryggisfræði vilja skora á hefðbundnar öryggisfræðirannsóknir með því að bæta við sjónarmiðum síðraunhyggjumanna (postpositivist) við; sjónarmiðum eins og lesa má í hinni gagnrýnu kenningu (critical theory) og síðstrúktúrisma (poststructuralism). Þeir vilja taka með inn í umræðuna hugmyndir um hina svokölluðu félagslega samsetningu öryggisins og leggja áherslu á að breytingar eru möguleikar vegna þess að þjóðfélagið er byggt á félagslegri samsetningu.
Gagnrýnir öryggissinnar leggja höfuðáherslu á útskýringu öryggishugtaksins út frá einstaklingsgrundvelli mannlegs öryggis (human security). Og þeir vilja líta á aðra þætti en einungis hinn hernaðarlega, sem hluti af öryggismálum heimsins. Þeir vilja taka með þætti eins og umhverfismál, fátækt og atvinnuleysi sem hluti af kennisetningum öryggisfræðinnar; sem eru þættir sem skapa raunverulega hættu fyrir heimsfriðinn. Með öðrum orðum vilja þeir nota öryggishugtakið sem hugtak sem snertir hvers konar mál sem ógnar tilveru einstaklingsins. Fyrrgreind mál, s.s. umhverfismál, eru þættir sem geta ógnað friði og skapað stríð í alþjóðasamfélaginu.
Heimildir:
Robert Jervis:American Political Science Review (2002).
Political Science in History, bls. 191-94 (1995).
B Buzan, Ole Wæver og Jaap de WildeSecurity: A New Framework forAnalysis, bls. 34-35. (1998).
Critical Security Studies: Concepts and Cases.<p>K. Krause og M. Williams (1997).
On Security. R. Lipschutz. (1995).
Vísindi og fræði | 1.7.2023 | 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er framhaldsgrein af annarri grein sem ég skrifaði um meinta komu Kristófers Kólumbusar til Íslands 1477
Helsta heimild um að Kristófer Kólumbus hafi komið til Íslands er ævisaga hans sem sonur hans skrifaði, Ferdínand Kólumbus, byggð á skjölum og minnisgreinum föður hans. Hún var skrifuð á spænsku en er nú glötuð; hins vegar er til ítölsk þýðing. Í fjórða kalfa ævisögunnar vitnar Ferdinand í minnisgrein föður síns sem hljóðar svona:
"Í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað spænskar mílur út fyrir eyna Thule. Norðurhluti hennar er 73 gráður frá jafndægralínu, en ekki 63 gráður eins og sumir ætla. Hún er ekki heldur á þeirri línu þar sem vestur byrjar að tali Ptolemaiosar, heldur miklu vestar. Við eyju þessa sem er eins stór og England eiga Englendingar viðskipti einkum Bristolbúar. Þegar ég var þar var sjór auður, en svo mikill var munur flóðs og fjöru að á sumum stöðum munaði 26 föðmum."
Það er næsta víst að Kólumbus hafi sjálfur komið til Bristols. Þar hefur hann frétt af Íslandi og annað hvort talað við Íslandskaupmenn eða beint við Íslendinga en þess má geta að um 49 þeirra bjuggu í borginni 1484. Saga Íslands V, bls. 200-206.
En hvar á Íslandi var meint dvöl Kólumbusar? Sagnir hafa gengið um að sumarið 1977 hafi komið tiginn maður á skipi að Rifi og haft vetursetu á Ingjaldshóli. Hefur getum verið leitt að því að þar hafi farið Kristófer Kólumbus sem þangað hafi komið til að kynna sér siglingar norrænna manna vestur um haf eftir að hafa heyrt af þeim í Bristol. Heimild: Wikipedia.
Þess má geta að Ingjaldshóll sem er fyrrum höfuðból er um 1 km frá Hellissandi og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir dómkirkjunum í Skálholti og á Hólum og rúmaði 400 manns. Hún hefur verið rík, því að mikil útgerð var frá Rifi á þessum tíma og margir fiskimenn staddir í verum á Snæfellsnesi. Þeir hafa borgað tíund til kirkjunnar sem gerðu hana efnaða.
Annars er svona grein bara vangaveltur og ekkert í átt að sagnfræði. Við vitum ekkert hver sannleikurinn er í raun. Eina sem við höfum út úr svona frásögn er skemmtanagildi, kannski framþróun í þekkingu (ef einhverjum tekst að vinna úr svona upplýsingum) og setja hlutina í annað samhengi. Sem vísindi í átt að sagnfræði, ekkert gildi, þótt þeir í Sögu Íslands V bindi, hafi eytt töluverðu púðri í kenninguna.
Svo skemmtileg er sagnfræðin, að hægt er að koma með kenningar, hugrenningar og vangaveltur, án þess að skemma sönnunargögnin sem fyrir eru.
Vísindi og fræði | 27.6.2023 | 12:35 (breytt kl. 12:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur ekki farið hátt á Íslandi, bara einstaka grein sem hefur ratað í íslenska fjölmiðla, en reglulega eru fréttir af uppljóstrurum eða jafnvel bandaríski herinn sjálfur (sjóherinn eða flugherinn) segir frá því þegar flugmenn eða hermenn sjá "geimskip" eða fljúgandi furðuhluti eins og þetta kallast á Íslandi. Óþekkt flugför væri nærri lagi að nefna fyrirbrigðið.
David Charles Grusch er háttsettur uppljóstrari innan flugher Bandaríkjanna sem hefur kom fram nýlega en hann heldur því fram að Bandaríkjastjórn hafi komið höndum yfir geimskip og geimverur sem eru ekki frá jörðinni. Flugherinn hefur birt myndbönd sem sýnir eltingarleik flugmanna við svo kölluð Tik Tok flugför sem virðast brjóta öll náttúrulögmál.
Þessar uppljóstranir stjórnvalda hafa fjölgað síðastliðin ár og það virðist vera eins og þau séu að undirbúa almenning undir "frétt allra tíma" en hún er að við erum ekki ein í alheiminum. Meira segja Bandaríkjaþing er að fjalla um þetta. Af hverju er nánast þögn um mestu frétt allra tíma á Íslandi?
Sá tími er liðinn, að "furðufuglar" og "rugludallar" séu einir um hituna af fréttum af geimmverum og geimskipum. Bob Lazar, sem ég hef skrifað um áður, var fyrsti frægi uppljóstrarinn sem kom fram. Hann sagðist hafa unnið á leynistöð, S-4 á "Area 51" við að finna út hvernig náð geimför virka. Sjá slóðina: Drifkerfi geimskips versus Space-X og Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið eða Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir
Allt sem Bob sagði á sér stoð í raunveruleikanum og eftir náttúrulögmálum. Frægt er þegar hann sagði frá að frumefnið 115 væri til og það knýði áfram geimskip geimvera (EBE) fyrir mörgum áratugum og vísindamönnum tókst að búa til í Cern, Sviss, löngu síðar. Það var hlegið að honum og hann hraktur og smáður, eins og alla sem koma fram með eitthvað nýtt og menn eru hræddir við.
Og það er ekkert yfirnáttúrulegt við hvernig þessi geimskip eru knúin áfram, and-þyngdaraflskraftur kallast það þegar tími og rúm eru teygð eða þjappað saman fyrir framan og aftan geimskipið til að komast á ógnarhraða áfram í geiminum. Vísindamenm hafa sannað þetta kenningalega, sjá t.d. Spacecraft in a warp bubble could travel faster than light, claims physicist
Sagt er að bandarískum vísindamönnum hafi tekist að "afrita" eða endurgera slík geimskip eftir geimskip geimvera og sjá megi slík á lofti nú þegar, sbr. svörtu þríhyrningsförin (e. Black triangle).
Nú eru tímanir aðrir en 1947 þegar Roswell atvikið átti sér stað og bandaríski flugherinn faldi atburðinn af ótta við að almenningur færi á límingunum af fréttum af ókunnugum flugförum og meintum geimverum. Í dag yppir fólk bara öxlunum og segir "so what?".
Ekkert kemur okkur lengur á óvart. Það þyrfti helst að koma sendinefnd frá geimverum (þá helst frá plánetunni Zeta Reticuli) til að hitta Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu til að fá fólk til að trúa eða bregðast við. Eins og sagt hafi gerst 1954 á bandarískum flugvelli í Nýja-Mexíkó og Eisenhower Bandaríkjaforseti hafi hitt fulltrúa geimvera þar leynilega. Sel það ekki dýrara en keypti. En jafnvel það myndi hverfa í flóð frétta á nokkrum misserum.
Geimverufræðin (UFOlogy) er heitur grautur sem menn tvístíga fyrir framan. Á ég, segir hinn almenni vísindamaður, virtur vísindamaður að missa almenningsálitið með að taka undir þetta eða halda kjafti og segja ekkert? To be or not to be, that is the question!
Vísindi og fræði | 9.6.2023 | 12:16 (breytt kl. 14:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef upplifað margar tæknibyltingar á mínu lífskeiði, hver annarri stórkostlegri. Einkatölvan, farsíminn og internetið og tölvustýrð verksmiðjuframleiðsla er eitt en gervigreindar byltingin er annað.
Byrjum á að skilgreina hvað er skammtatölva.
Skilgreining á skammtatölvu
Skammtatölva er tegund tölvubúnaðar sem nýtir meginreglur skammtafræðinnar (skammtafræðin var upphaflega sett fram í eðlisfræðirannsókum) til að framkvæma ákveðna útreikninga á skilvirkari hátt en klassískar tölvur. Skammtafræði er grein eðlisfræðinnar sem lýsir hegðun efnis og orku á minnstu mælikvarða, svo sem atómum og subatomic agnir.
Ólíkt klassískum tölvum, sem nota bita til að geyma og vinna úr upplýsingum, nota skammtatölvur skammtabita, eða qubita. Qubits geta verið til í mörgum eigindum samtímis, þökk sé fyrirbæri sem kallast yfirsetning. Þessi eiginleiki gerir skammtatölvum kleift að framkvæma samhliða útreikninga og hugsanlega leysa ákveðin vandamál mun hraðar en klassískar tölvur.
Annað mikilvægt hugtak í skammtafræði er flækja. Þegar qubits flækjast er ástand eins qubits í eðli sínu tengt ástandi annars, óháð fjarlægðinni á milli þeirra. Þessi eiginleiki gerir skammtatölvum kleift að framkvæma aðgerðir á miklum fjölda qubita samtímis og gerir öfluga reiknirit kleift, eins og reiknirit Shor að þátta stórar tölur.
Skammtatölvur eru enn á frumstigi þróunar og standa frammi fyrir verulegum áskorunum hvað varðar stöðugleika, villuleiðréttingu og að auka fjölda qubita. Hins vegar hafa þær möguleika á að gjörbylta sviðum eins og dulritun, hagræðingu, lyfjauppgötvun og efnisfræði með því að leysa flókin vandamál sem eru óleysanleg fyrir klassískar tölvur.
Skammtatölvur í samspili við gervigreind
Skammtatölvur geta haft áhrif á gervigreind á nokkra vegu:
- Skammtavélanám: Vísindamenn eru að kanna notkun skammtafræði reiknirita og tækni til að auka vélanámsverkefni. Skammtavélanámsreiknirit, eins og skammtastuðningsvigurvélar og skammtaugakerfi, hefur verið lagt til að nýta einstaka eiginleika skammtakerfa fyrir ákveðin reikniverkefni.
- Skammta-innblásin hagræðing: Skammta-innblásin hagræðingaralgrím, eins og skammtablæðing og skammta-innblásin þróunaralgrím, eru þróaðar til að bæta hagræðingarvandamál sem almennt er að koma upp í gervigreind, eins og þjálfun djúpt taugakerfis eða að leysa flókin hagræðingarverkefni.
- Skammtagagnavinnsla: Skammtatölvur geta boðið upp á kosti við vinnslu og greiningu á stórum gagnasöfnum. Skammtareiknirit geta hugsanlega flýtt fyrir verkefnum eins og gagnaþyrpingum, mynsturgreiningu og gagnaflokkun, sem eru mikilvægir þættir gervigreindarkerfa.
Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að hagnýt beiting skammtatölvunar í gervigreind er enn á frumstigi rannsóknar.
Skammtatölvur takmarkast eins og er af þáttum eins og "hávaða", samhengi og fjölda tiltækra qubita, sem takmarkar hagnýt notagildi þeirra fyrir flókin gervigreindar verkefni.
Það mun líklega vera verulegar framfarir í þróun skammtafræðivélbúnaðar og reiknirit áður en við sjáum víðtæka samþættingu skammtatölva í gervigreindarkerfum.
Vísindi og fræði | 30.5.2023 | 10:50 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það eru engar trúverðugar vísindalegar sannanir eða DNA sönnun til að styðja þá fullyrðingu að Adolf Hitler, leiðtogi nasista Þýskalands, hafi verið afkomandi gyðinga. Þetta er að mestu leyti talið vera goðsögn eða samsæriskenning án nokkurs rökstuðnings.
Þess má geta að nasistar sjálfir ýttu undir hugmyndina um kynþáttahreinleika og fylgdu stefnu sem miðar að því að ofsækja og útrýma gyðingum. Hitler og nasistastjórnin töldu gyðinga vera sérstakan og óæðri kynþátt og hugmyndafræði þeirra átti rætur í gyðingahatri. Þess vegna er afar ólíklegt að Hitler hefði átt gyðingaættir samkvæmt þeim viðhorfum og meginreglum sem hann aðhylltist.
Mikilvægt er að nálgast sögulegar fullyrðingar af tortryggni og treysta á vel skjalfestar og sannreyndar upplýsingar frá virtum aðilum. Þegar um ættir Hitlers er að ræða eru engar trúverðugar sannanir til að styðja þá fullyrðingu að hann hafi átt gyðingaarfleifð.
Það er söguleg fullyrðing um að Maria Anna Schicklgruber, amma Adolfs Hitlers í föðurætt, hafi fætt barn utan hjónabands. Fullyrðingin um að faðir barnsins hafi verið gyðingur er hins vegar ástæðulaus og skortir áreiðanlegar sannanir.
Fullyrðingin um að barn Maríu Önnu Schicklgruber væri fætt gyðinga kom fram á 2. áratugnum og var vinsælt af breskum rithöfundi að nafni Walter Langer í bók sinni The Mind of Adolf Hitler. Hins vegar hefur verk Langers verið harðlega gagnrýnt fyrir skort á áreiðanlegum heimildum og fræðilegri nákvæmni.
Þó að það sé satt að Maria Anna Schicklgruber hafi eignast son að nafni Alois, sem síðar varð faðir Adolfs Hitlers, þá eru engar áþreifanlegar sannanir til að styðja þá hugmynd að faðir barnsins hafi verið gyðingur. Opinber skjöl varðandi faðerni Alois Hitlers bera kennsl á föður hans sem Johann Georg Hiedler, þó að það sé einhver ósamræmi og óvissa í kringum þessar upplýsingar.
Mikilvægt er að nálgast sögulegar fullyrðingar með gagnrýnni hugsun og styðjast við vel skjalfestar og sannanlegar heimildir.
Árið 1837, þegar hún var 42 ára og enn ógift, fæddist einkabarn hennar, Alois. Tekið hefur verið fram af heimildarmanni að hún hafi neitað að gefa upp hver faðir drengsins væri, svo presturinn skírði barnið Alois Schicklgruber og skráði óskilgetið í stað nafns föðurins í skírnarbók.
Sagnfræðingar hafa rætt þrjá frambjóðendur fyrir föður Alois:
Johann Georg Hiedler, sem síðar kvæntist Maríu, en nafn hennar var bætt við fæðingarvottorðið síðar á ævi Alois, og sem var opinberlega samþykkt af Þýskalandi nasista sem faðir Alois (þ.e. sem föðurafi Adolfs Hitlers).
Johann Nepomuk Hiedler, bróðir Johanns Georgs og stjúpfrændi Alois, sem ól Alois upp á unglingsárum og síðar vildi hann fá talsverðan hluta ævisparnaðar síns, en sem, ef hann væri raunverulegur faðir Alois, fannst aldrei ráðlegt að viðurkenna það opinberlega.
Gyðingur að nafni Leopold Frankenberger, eins og fyrrverandi nasisti Hans Frank greindi frá í Nürnberg-réttarhöldunum. Áberandi sagnfræðingar vísa Frankenberger tilgátunni (sem hafði aðeins vangaveltur Franks sem sönnunargögn) á bug sem staðlausa, þar sem engar gyðingafjölskyldur voru í Graz á þeim tíma sem María varð ólétt. Leonard Sax sýndi einnig fram á að frásögn Franks væri ósönn, með því að vitna í helstu austurrískar heimildir frá upphafi 19. aldar.
Þegar Alois fæddist bjó Maria hjá Strones þorpsfjölskyldu að nafni Trummelschlager. Herra og frú Trummelschlager voru skráð sem guðforeldrar Alois.
Maria hóf fljótlega búsetu hjá föður sínum í húsi númer 22 í Strones. Eftir óþekkt tímabil fengu Schicklgruberarnir þrír til liðs við sig Johann Georg Hiedler, farandsvein einn. Þann 10. maí 1842, fimm árum eftir að Alois fæddist, giftist Maria Anna Schicklgruber Johann Georg Hiedler í þorpinu Döllersheim í nágrenninu. María var 47 ára og nýji eiginmaður hennar 50 ára.
Hvort Johann Georg Hiedler var í raun og veru líffræðilegur föðurafi Hitlers er óvíst um þar sem hann var upphaflega ekki skráður sem faðir á fæðingarvottorði Alois.
Óskildni var algengt fyrirbrigði í neðri hluta Austurríkis; á sumum svæðum náði það allt að fjörutíu prósentum af fæðingum, og svo seint sem 1903 var hlutfallið tuttugu og fjögur prósent, með börnunum að jafnaði löggilt síðar. Forfeðratal Hitlers var dregið í efa þegar andstæðingar hans fóru að dreifa orðrómi um að föðurafi hans væri gyðingur, þar sem ein af meginreglum nasismans var að til að teljast hreinn "arískur" þyrfti maður að hafa skjalfest ætternisvottorð (Ahnenpass).
En nota bene: Það væri athyglisvert ef hægt væri að sanna eða afsanna endanlega gyðinglegar rætur Hitlers með DNA rannsókn sem væri ígildis stóra dóms.
Vísindi og fræði | 28.5.2023 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr því að maður er farinn að ræða um Gyðinga hér á blogginu, þá ætla ég að taka fyrir sögu þeirra en ég þykist þekkja eitthvað til hennar. Ég er sagnfræðingur og er því hlutlaus (eins og það er mögulegt) enda er sagan gerðir atburðir sem ekki er hægt að breyta, aðeins hægt að túlka en þar vandast máli.
Ég hélt námskeið um sögu Gyðinga hjá Endurmenntunarstofun Háskóla Íslands um árið og var það vel sótt og fólk mjög áhugasamt um efnið. Það kom mér á óvart, þegar ég skoðaði gögn mín í morgun, að ég skrifaði nánast smábók fyrir umrætt námskeið, sjá hér að neðan hvernig ég skipti sögu svæðisins í tímabil. Þar fyrir neðan er námsskeiðslýsing.
Ég ætla að leyfa ykkur lesendur góðir, að velja tímabil og mun ég þar með fjalla um það í næstu blogg grein!
Tímabilaskiping
- 1 Frá fornsteinöld til nýsteinaldar (1.000.000 5000 f.Kr)
- 2 Frá koparöld (4500 3000 f.Kr.) til bronsaldar (3000 1200 f.Kr.)
- 3 Járnöld (1200 330 f.Kr.)
- 1 Tímabil Gamla testamentsins
- 2 Persnesk yfirráð (538 f.Kr.)
- 4 Fornöld
- 1 Hellenísk yfirráð (333 f.Kr.)
- 2 Rómversk stjórn (63 f.Kr)
- 3 Yfirráð Austrómverska keisaradæmisins (330 640 e.Kr.)
- 5 Kalífadæmi Araba (638 1099 e.Kr.)
- 1 Ættveldi Umayyad (661 750 e.Kr.)
- 2 Kalífadæmi Abbasída (750 969 e.Kr.)
- 3 Stjórn Fatimída (969 1099 e.Kr.)
- 6 Stjórn krossfarana (1099 1187 e.Kr.)
- 7 Mamelukkríkið (1270 1516 e.Kr.)
- 8 Ósmanaríkið (1516 1917 e.Kr.)
- 9 öldin
- 1 Palestína í forsjá Breta (1920 1948)
- 2 Skipting Sameinuðu þjóðanna
- 3 Ísraelsríki
Námsskeiðslýsing
Vilt þú fræðast nánar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs? Veist þú um hvað gyðingar og arabar eru að berjast? Af hverju er þetta landsvæði reglulega í fréttum? Skipta örlög landsins helga einhverju máli fyrir heimsfriðinn? Eiga kristnir menn einhverra hagsmuna að gæta? Birgir Loftsson, sagnfræðingur mun á þessu námskeiði takast á við mál sem hefur verið í brennidepli í marga áratugi en hann hefur mikla reynslu af að skrifa bækur og miðla sögulegu efni.
---
P.S. Læt hér fylgja með athyglisverða athugasemds sem ég setti inn sjálfur við aðra grein mína. Stampfer, sérfræðingur í gyðingasögu, greindi efni frá ýmsum sviðum, en fann enga áreiðanlega heimild fyrir þeirri fullyrðingu að Khazarar - fjölþjóðlegt ríki sem innihélt Íranar, Tyrkir, Slavar og Sirkassar - hafi snúist til gyðingdóms. "Það var aldrei umskipti af hálfu Khazar-konungs eða Khazar-elítunnar",sagði hann. Skipting Khazaranna er goðsögn án staðreynda.
Sem sagnfræðingur sagðist hann vera hissa að uppgötva hversu erfitt það er "að sanna að eitthvað hafi ekki gerst." Fram að þessu hafa flestar rannsóknir mínar miðað að því að uppgötva eða skýra hvað gerðist í fortíðinni ... Það er miklu erfiðara áskorun að sanna að eitthvað hafi ekki gerst en að sanna að það gerðist."
Það er vegna þess að sönnunin byggist fyrst og fremst á skorti á sönnunargögnum frekar en nærveru þeirra - eins og þeirri staðreynd að eins fordæmalaus atburður og umbreyting heils konungsríkis til gyðingdóms verðskuldaði ekkert að nefna í samtímaheimildum."
Þess vegna tekst glundroðamönnum sem vilja skapa óreiðu í opinberri umræðu að halda fram algjöra staðhæfu um eitthvað pólitískt bitabein en er alfarið ósatt og komast upp með það en það er önnur saga.
Vísindi og fræði | 27.5.2023 | 11:57 (breytt kl. 12:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einn ágætur bloggari hér á Moggablogginu heldur því fram að Ashkenazi gyðingar séu komnir frá Kasaríu sem er bara kenning.
Hann sagði eftirfarandi í bloggi sínu - sjá slóðina: Eru auðjöfrar aflvakar styrjalda? Auðmagn, trú og Gyðingaland en því miður gefur hann ekki kost á athugasemdum á bloggsíðu sinni og því birti ég mínar hér að neðan í mínu eigið bloggi. En athugum hvað hann staðhæfir:
"Kasarar voru herská þjóð, sem á fyrstu öld fyrir Krist lagði undir sig víðfem lönd í Kákasus, kringum Svartahaf og Kaspíahaf. Þau fólu í sér það landsvæði, sem nú er Úkraína. Líklegt er talið, að Kasarar hafi komið austan úr Asíu.
Gyðingar frá Kasaríu dreifðust um alla Evrópu og eru kallaðar Ashkenazi Gyðingar. Stórveldi Kasara leið smám saman undir lok í stríði við norrænu-rússnesku ríkin og Tyrki. Þetta eru söguslóðir Íslendinga á þjóðveldisöldinni."
Grein hans er athyglisverð en ég hnaut um fullyrðinguna um að gyðingar frá Kasaríu séu forfeður Ashkenazi gyðinga. Ég rifjaði upp hvað ég lærði í námi mínu um uppruna gyðinga og ég hef kennt sögu gyðinga í störfum mínum. En ég muni eftir að það er umdeilt hvaðan Ashkenzi gyðingar eru komnir.
Það er nefnilega ljóst að gyðingar fylgdu rómverska hernum á leið hans um Evrópu. Þeir settu að víðsvegar, helsti í kaupstöðum, þ.e. borgum (við herstöðvar Rómverja). Þannig dreifðust þeir um Evrópu og Norður-Afríku og svo langt austur til Írans. Vegna margvíslegra ofsókna þeirra í Vestur- og Suður-Evrópu hraktist stór hluti þeirra austur á bóginn á miðöldum, til Pólands og Rússlands sem og annarra landa.
Kasara tilgátan um Ashkenazi ætternið, oft kölluð Kasar goðsögnin af gagnrýnendum hennar, er að mestu leiti yfirgefin söguleg tilgáta.
Tilgátan hélt því fram að Ashkenazi-gyðingar væru fyrst og fremst, eða að miklu leyti, afkomendur Kasara, fjölþjóðlegrar samsteypu af aðallega tyrkneskum þjóðum sem mynduðu hálf-hirðingjakanat í og við norður- og miðhluta Kákasus og Pontic-Kaspíu steppunni.
Í tilgátunni er því haldið fram að eftir hrun Kasara heimsveldisins hafi Kasarar flúið til Austur-Evrópu og verið stór hluti gyðinga þar. Tilgátan byggir á sumum miðaldaheimildum eins og Kasar-bréfaskriftinni, en samkvæmt því á einhverjum tímapunkti á 8.9. öld var lítill fjöldi Kasara (að sögn Judah Halevi og Abraham ibn Daud) hafa snúist til rabbínskan gyðingdóms. Umfang breytinganna innan Kasara kanaríinu (e. Khazar Khanate) er enn óvíst, en sönnunargögnin sem notuð eru til að binda Ashkenazi samfélögin við Kasara eru lítil að umfangi og háð misvísandi túlkunum. Ég hef meiri trú á genafræðinni en fábreyttum sögulegum ritheimildum.
Erfðafræðilegar rannsóknir á gyðingum hafa ekki fundið neinar efnislegar vísbendingar um uppruna Kasara meðal Ashkenazi gyðinga. Doron Behar og aðrir erfðafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að slík tengsl séu ólíkleg og benda á að erfitt sé að prófa Kasara tilgátuna með erfðafræði vegna þess að það er skortur á skýrum nútíma afkomendum Kasara sem gætu gefið skýra prófun á framlagi til Ashkenazi gyðinga. , en fundu engin erfðamerki hjá Ashkenazi gyðingum sem myndu tengja þá við fólk á Kákasus/hasara svæðinu.
Þessar og aðrar rannsóknir hafa þess í stað fundið vísbendingar um að Ashkenazi hafi blandað Austur- og Suður-Evrópu/Miðjarðarhafsuppruna. Þetta fer saman við mína lesningu í gegnum tíðina. Ég nenni ekki að vísa hér í heimildir, enda almennar og ég meiri segja mundi eftir án uppflettingar.
Þrátt fyrir að meirihluti erfðafræðinga samtímans sem hafa gefið út um efnið hafni kenningunni, eru sumir sem verja trúverðugleika þess.
Seint á 19. öld veltu Ernest Renan og aðrir fræðimenn því fyrir sér hvort að Ashkenazi gyðingar í Evrópu ættu uppruna sinn í hópi tyrkneskra flóttamanna sem höfðu flutt frá hrunda Kasaríska kanaríinu vestur til Evrópu og skiptu kasaríska móðurmáli sínu fyrir jiddísku á meðan þeir héldu áfram að iðka gyðingdóm.
Þrátt fyrir að kenningin hafi verið kölluð fram með hléum af nokkrum fræðimönnum frá þeim tíma, komst Kasara-Ashkenazi tilgátan fyrir mun breiðari almenningssjónir með útgáfu Arthurs Koestlers á bókinni: Þrettánda ættkvíslin árið 1976. Hún hefur verið endurvakin nýlega af erfðafræðingnum Eran Elhaik, sem árið 2012 gerði rannsókn sem miðar að því að sanna það.
Tilgátan hefur stundum verið misnotuð af andzíonistum til að mótmæla hugmyndinni um að gyðingar hafi tengsl við Ísrael til forna, og hún hefur einnig gegnt einhverju hlutverki í gyðingahaturskenningum sem settar hafa verið fram af jaðarhópum bandarískra rasista, rússneskra þjóðernissinna og kristinnar sjálfsmyndarhreyfingar. Hugtakið kasaníska Mafían er stundum notað af gyðingahatursfjölmiðlum sem niðrandi hugtak yfir gyðinga, sérstaklega í tengslum við samsæriskenningar eins og 9/11 í Bandaríkjunum.
Höfundi ofangreindrar greinar, sem nóta bene skrifar vandaðar greinar en mönnum getur orðið á í smáatriðunum, er velkomið að svara fyrir sig hér að neðan í athugasemdum. Ég fagna umræðunni.
Vísindi og fræði | 24.5.2023 | 18:45 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020