Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Sökudólgurinn fundinn vegna hlýnun jarðar?

Enginn veit í raun hvað veldur sveiflum á hitastigi jarðar. Málið er umdeildara en íslensk stjórnvöld láta í veðri vaka. Samt fylgja þau umhugsunarlaust umræðunni og stefnu í loftslagsmálum sem erlendir leiðtogar segja þeim að gera.

Það eru bara einstaklingar á Íslandi sem vilja setja varnagla á stefnuna.  Íslensk stjórnvöld sjá þarna enn eina skattkúnna sem hægt er að blóðmjólka í nafni loftslagsvísinda. Skattar eru lagðir á nauðsynleg farartæki til að fá borgaranna til að skipta í rándýra og óáreiðanlega rafbíla sem fæstir hafa efni á. Loftslagsskattar eru lagðir á samgöngur við landið og skattfé fer í hítina í Brussel.

Innan vísindaheimsins eru hins vegar skiptar skoðanir, eins og á að vera. Bendi hér á athyglisvert viðtal við Dr. Willie Soon. Sjá slóðina: Tucker Carlson

En hver er Willie Soon og hvað er hann að halda fram? Willie Soon er malasískur stjarneðlisfræðingur og geimferðaverkfræðingur sem var lengi starfandi í hlutastarfi sem utanaðkomandi fjármögnuð vísindamaður við sólar- og stjörnueðlisfræðideild (SSP) miðstöð stjarneðlisfræðinnar | Harvard og Smithsonian.

Soon er umdeildur. Hann afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum, sen vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum og heldur því fram að mestu hlýnun jarðar sé af völdum sólarbreytinga frekar en af mannavöldum. Hann samdi ritgerð þar sem aðferðafræðin var gagnrýnd mjög af vísindasamfélaginu. Loftslagsvísindamenn eins og Gavin Schmidt hjá Goddard Institute for Space Studies hafa vísað á bug rök Soons og Smithsonian styður ekki niðurstöður hans. Hann er engu að síður oft nefndur af stjórnmálamönnum sem eru andvígir loftslagsbreytingalöggjöf.

Soon er höfundur bókarinnar The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection með Steven H. Yaskell. Bókin fjallar um sögulegar heimildir um loftslagsbreytingar sem féllu saman við Maunder-lágmarkið, tímabil frá 1645 til um 1715 þegar sólblettir urðu afar sjaldgæfir.

Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Soon fengið yfir 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá jarðefnaeldsneytisiðnaðinum (2005-2015), á meðan hann gat ekki upplýst um hagsmunaárekstra í flestum störfum hans. Soon er því ekki hlutlaus frekar en aðrir vísindamenn á þessu sviði. En þar með er ekki sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Og hann er í hópi margar vísindamanna sem eru fullir efasemda.

Hér á Samfélag og sögu hefur verið farið í málið áður og komist að þeirri niðurstöðu að CO2, sem er talinn aðalsökudólgurinn í hlýnun jarðar, er bráðnauðsynleg lofttegund fyrir gróður jarðar. Samt er átak í að minnka magnið á þessari lofttegund með margvíslegum afleiðingum fyrir gróðurfar jarðar. Mesta hættan virðist stafa af athafnasemi mannkyns, mengun og eyðing vistkerfa í heiminum.

Ekki er ætlunin að endurtaka hér það sem sagt hefur verið um loftslagsmál en fyrir fróðleiksfúsa eru hér nokkrar greinar Samfélags og sögu og sjá má að Soon er meðal margra loftslagsfræðinga sem eru ekki sammála hinni opinberri stefnu:

Mengun en ekki loftslagsbreytingar sem ógnar mannkyninu?

Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Ný ísöld framundan?

Það er munur á að vera loftslagsfræðingur og veðurfræðingur

Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Bloggritari er leikmaður á sviði loftslagsvísinda, eins og flestir eru, en hann kann að lesa niðurstöður sem settar eru fram með skýrum hætti og draga ályktanir. Og þær eru? Að málið er umdeilt, efi er á gildandi stefnu og niðurstöður um loftslagsmál jarðar.

Það sem saga hitastigs á sögulegum tíma segir okkur er að það koma tímabil, þar sem mikið kuldaskeið ríkir og svo hitaskeið. T.d. ríkti hitaskeið frá 800 - 1300. Kuldaskeið frá 1300-1900 og nú er hitaskeið. Annað sem vert er að hafa í huga er að jarðeldsneytisnotkun jarðabúa hófst ekki fyrr en á 20. öld og í raun ekki af fullum krafti fyrr eftir seinni heimsstyrjöldina þegar bílaeign var almenn. Það er því hæpið að tengja hlýnun jarðar við upphaf iðnbyltingar á 18. öld.


Afstæðiskenningin og skammtakenningin greina á um veruleika alheimsins

Meginvandi vísindamanna 21. aldar er að í kennilegri eðlisfræði höfum við því sem stendur ekki eina kenningu um náttúruna heldur tvær: afstæðiskenninguna og skammtafræðina og þær eru reistar á tveimur ólíkum hugmyndum um tíma. Höfuðvandi kennilegrar eðlisfræði um þessar mundir er að sameina almennu afstæðis­kenninguna og skammtafræðina í eina kenningu um náttúruna sem geti endanlega leyst af hólmi kenningu Newtons sem var kollvarpað í upphafi þessarar aldar.

Um langt skeið hafa verið deilur um hvort að alheimurinn sé í grundvallaatriðum efnisheimur (efniseiningar eða orkueiningar háðar tíma og rúmi) eða lífsheild (e.k. vitund í sínu innsta eðli). Tvær sýnir eða stefnur eðlisfræðinga tókust harkalega á í byrjun 20. aldar um þessi álitamál. Annars vegar Afstæðiskenning Alberts Einsteins sem margir líta á sem hina sígilda heimsmynd og svo skammtakenningin. Ég hef verið á báðum áttum hvorri ég eiga að trúa en nú hef ég komist að niðurstöðu; ég segi kannski endanlegri enda væri það rangt, því að heimurinn og þekkingin er í sífelldri breytingu. En hvað um það, þessum kenningum ber ekki saman í grundvallaratriðum. Deilt var um grundvallareðli efnisins. Ákveðið var að ráðstefna færi fram um málið í Brussel 1927 til að leysa deilumálið.

Einstein mætti sjálfur til að verja sína kenning en Niels Bohr og Wernir Heisenberg voru talsmenn skammtakenningarinnar. Sem sagt, deilt var um og það sem Einstein sætti sig ekki við, er að aðskildir hlutir kerfis væru tengdir þannig, að tenging þeirra væri hvorki háð tíma né rúmi. Stöldrum aðeins við hér: TÍMA OG RÚMI, sem sagt utan veruleikans. Að eitthvað gæti gerst án staðbundinnar orsaka. Að A leiði til B..... Talsmenn skammtakenningarinnar sýndu hins vegar fram á að sumar breytingar gerðust án staðbundinnar orsakar. Á móti hafnaði Niels Bohr gömu efnafræðilegu heimsmynd þar sem öll starfsemi alheimsins var álitin gerast í tíma og rúmi. Eftir ráðstefnuna reyndi Einstein ásamt félögunum Podolski og Rosen (EPR) standslaust í 8 ár að afsanna skammtakenninguna en ekkert gekk. Tækni til að skera út um þetta var ekki til á þessum tíma. Loks gerðist það 1982 að Alain Aspect gerðu tilraunir sem átti að gera út um málið og tæknilega var hægt að sannreyna niðurstöðuna. Eftir margítrekaðar tilraunir sem sýndu ávallt það sama; Einstein og co. höfðu rangt fyrir sér og að ,,grundvallareiginleikar veruleikans“ voru ekki sjálfgefnir.

Tilraun sem gerði út málið var rannsókn á hegðun ljóseinda. Samkvæmt Einstein var allt efni til úr geislun eða árekstra ljóseinda og þær væru grundvallarefni efnisins. Aspect tilraunin sýndi að þegar rafeind rekst á andefni sitt, geta myndast tvær ljóseindir.

Í tilrauninni eru tvær ljóseindir skotnar í sitthvoru áttina samtímis í gagnstæða átt frá sama stað. Það virðist háð tilviljun hvet þær fara og hver braut þeirra verður. Svo lendir önnur þeirra á fyrirstöðu og þá fær hún fyrst fastan ,,tilgang“, fasta braut og ákveðna eiginleika. En hér kemur það allra mikilvægasta: á nákvæmlega sama tíma og breytingin varð á þeirri sem varð fyrir mótstöðu varð einnig breyting á hinni síðarnefndri sem einnig fékk sína ákveðnu eiginleika, fasta braut og ákveðinn stað í tilverunni. Þær urðu m.ö.o. algjör spegilmynd af hvorri annari. Breyting á annarri ljóseindinni leiddi til breytingu á hinni án þess að hreyft væri við hina og gerist þetta samtímis óháð fjarlægðum (rúmi) og þess vegna einnig óháð tíma. Kenning Einsteins var afsönnuð.

Hvað þýðir þetta? Efnishyggjan var afsönnuð og sumir þykjast sjá samhengi milli heimsmyndar trúmannsins og nútíma efnafræðinga sem sýnt hafa fram á hið TÍMALAUSA og hið RÚMLAUSA eðli ljóssins og innsta eðli efnisins, þ.e.a.s. að grundvöllur veruleikans er ekki efnislegur í venjulegri merkingu þess orðs. Það sem tengir alheiminn saman er ekki hægt að skilgreina á efnafræðilegum grundvelli en einnig að skammtakenningin sýnir veruleikann sem heildarmynd en ekki hið einstaka og einangraða fyrirbrigði. Í hinni nýju heimsmynd, sem flestir efnafræðingar í dag aðhyllast, eru hlutirnir ekki afmarkaðir staðir né stundir. Það sem mótar heildina er eitthvað sem hvorki er háð tíma né rúmi og sem skapar efni, rúm og tíma og gefur öllu ákveðið frelsi innan lögmálsins.

Hér koma viðbætur sem varpa frekari ljósi á tilurð alheimsins og þar með efnisins:

Sú fyrri kemur frá Gunnar Jóhannessyni fyrrverandi sóknarpresti. Siðmennt gerði könnun um trúarlíf Íslendinga á dögunum. Samkvæmt niðurstöðu hennar kom Guð hvergi nálægt sköpun alheimsins. Gunnar Jóhannesson fv. sóknarprestur kom með andsvar í Fréttablaðinu í helgarblaði þann 16. janúar 2016. Hann segir að: ,,Af þessu mætti ætla að kenningin um Miklahvell og trúin á Guð sem skapara alheimsins séu andstæður. Svo virðist sem gengið sé út frá því í könnuninni og rýrir það mjög gildi hennar. Það er umhugsunarvert og vekur upp ýmsar spurningar. Miklihvellur er sú viðtekna kenning að alheimurinn eigi sér upphaf. Samkvæmt henni er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tíma og rúms, efnis og orku. Samkvæmt því var alheimurinn ekki til fyrir Miklahvell. Miklahvellskenningin hefur verið svo ríkulega staðfest að „í dag trúa nánast allir að alheimurinn varð til í Miklahvelli“, svo vitnað sé til eðlisfræðingsins Stephen Hawking.En útilokar það trúna á Guð sem skapara alheimsins?" spyr Gunnar?

En hans niðurstaða er að ,,...hvað sem því líður er hér engin mótsögn á ferð! Í stað þess að grafa undan biblíulegri sköpunartrú skýtur kenningin um Miklahvell mjög svo sterkum stoðum undir þá skynsamlegu sannfæringu kristins fólks frá öndverðu að „Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð [alheiminn]“. Ég held að Gunnar Dal heimspekingur hafi komist að sömu niðurstöðu en eftir öðrum leiðum. Hann telur að skammtakenningin styðji kenninguna um sköpun alheimsins og þar með skapara sem lagði hönd á plóg. Að minnsta kosti styðja engir eða fáir kenninguna um eilífðan alheim sem á sér ekkert upphaf.

Hér er ég að vísa í bók Gunnars Dals ,,Einn heimur og fimm heimsmyndir" Kenningarnar um upphaf og endir alheimsins eru þrjár. Þær eru: 1) Kyrrstæðan, eilífðan og í aðalatriðum óumbreytanlegan alheim sem einkennist af varanlegu ástandi og líkir þessu við stórfljót sem er á sífelli hreyfingu en er samt kyrrstætt í farvegi sínum. 2) Alheimur sem þenst út endalaust. Sá heimur líður undir lok á löngum tíma. 3) Þriðja kenningin er um heim sem þenst út og dregst saman til skiptis. Fyrsta kenningin stenst ekki af þeiri einföldu ástæðu að stjörnurnar eru að fjarlægast okkur. Alheimurinn er því ekki kyrrstæður. Kenning tvö um stórahvell og alheim sem þenst út endalaust stenst ekki. Af hverju? Hreinlega vegna efnismagnið í heiminum. Ef það er undir ákveðnu marki hafa vetrarbrautirnar ekki nægjanlegt aðdráttarafl hver á aðra til að hægja á sér og útþenslan verður endalaus. Ef efnismagnið fer yfir þetta ákveðna magn, þá ætti útþenslan að hægja á sér með tímanum og dragast saman að lokum. Árið 1974 komu vísindamenn með niðurstöðu útreikninga og rannsókna sem sögðu að efnismagnið í alheiminum væri undir mörkunum sem styddi þá kenningu að alheimurinn væri í eilífri útþenslu. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er efnismagnið meira og það þýðir samdrátt að lokum og alheim sem er lokaður með útþenslu og samdrætti.

Afstæðiskenning Einsteins gengur aðeins upp að hluta til. Vegna þess að alheimurinn er sístækkandi, þ.e.a.s þenst út sífellt hraðar, og tími og rúm hverfur að lokum (a.m.k. mun rúmið hverfa en óvíst með tíma) þá gengur afstæðiskenningin ekki upp. Hún er góð og gild sem slík og er formúla fyrir gangverki alheimsins eins og við þekkjum hann en vísindamenn 21. aldar hallast frekar að skammtaþyngdarafli sem útskýringu. Þetta þarfnast frekari skýringa sem koma síðar meir.

Skammtafræðin sem var upphaflega mótuð til að skýra eiginleika frumeinda og sameinda, leysti hugmynd Newtons um algildan fullkominn tíma algerlega af hólmi. Frumherjar skammtafræðinnar (N Bohr o.fl.) sýndu fram á að tvíeðlið (þ.e. annarsvegar bylgjueiginleikar en hinsvegar eindaeiginleikar) útilokuðu hvor annan. Við mælikringumstæður sem framkalla bylgjuhliðina hverfur eindahliðin og öfugt. Þannig er ekki nein innri mótsögn. Ef við skoðum pappírsblað sem er blautt öðrum megin, en rautt hinum megin má segja að pappírinn sé hvorki blautur né rauður í heild. Ef við skoðum aðra hliðina á útilokum við jafnframt skoðun hinnar hliðarinnar. Kannski má segja að pappírinn sé blauður, skoðaður sem heild.

Nýlega uppgötvuðu vísindamenn þyngdaraflsbylgjur frá tveimum svartholum. Þær eru n.k. gárur í efninu sem samanstendur af rúmi og tíma. Þetta er rúmtíminn sem undið hefur verið upp á. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem bein rannsókn á þyngdarsviðsbylgjur leiðir eitthvað í ljós. Þar með er þetta staðfesting á almenna afstæðiskenningu Alfreðs Einsteins vegna þess að eiginleikar þessara tveggja svarthola fellur nákvæmlega við það sem Einstein spáði næstum nákvæmlega 100 árum síðan."

Miklu meiri vandi er að koma saman skammtakenninguna og tímann saman. Ljóst er að vandinn er fólginn í því að koma hugmynd Leibniz um afstæðan tíma inn í skammtakenninguna, nema maður vilji fara aftur á bak og grundvalla þessa sameiningu á hinu gamla tímahugtaki Newtons. Vandinn er sá að skammta­fræðin leyfir margar ólíkar og að því er virðist gagnstæðar aðstæður samtímis, svo framarlega sem þær eru til í eins konar skuggaveruleika eða mögulegum veruleika. Sem sagt, ef til væri skammtakenning um tíma yrði hún ekki aðeins að fjalla um frelsi til að velja ólíkar efnislegar klukkur til að mæla tíma, heldur um samtímis tilvist margra, að minnsta kosti mögulega ólíkra klukkna. Hvernig á að gera hið fyrra höfum við lært af Einstein; hið síðara hefur, enn sem komið er, verið ímyndunarafli okkar ofviða. Ráðgáta tímans hefur því ekki enn verið leyst. En vandamálið er alvarlegra en þetta vegna þess að afstæðiskenningin virðist þarfnast þess að aðrar breytingar séu gerðar á tímahugtakinu. Ein þeirra snertir spurninguna hvort tíminn geti byrjað eða endað, eða hvort hann streymi endalaust. Því afstæðiskenningin er kenning þar sem tíminn getur vissulega byrjað og endað.

Svarthol er enn ráðgáta. Þegar efnismikil stjarna fellur saman, tekur það alla stjörnuna aðeins stuttan tíma að þjappast saman að því marki sem hún hefur óendanlegan efnisþéttleika og óendanlegt þyngdarsvið. Talið er að þá stöðvist tíminn inni í sérhverju svartholi. Vegna þess að um leið og stjarnan kemst í það ástand að verða óendanlega þétt og þyngdarsvið hennar verður óendanlegt þá geta engar frekari breytingar átt sér stað og ekkert efnisferli getur haldið áfram sem mundi gefa tímanum merkingu. Þess vegna heldur kenningin því einfaldlega fram að tíminn stöðvist. Sumir halda reyndar fram að margir alheimar séu til samtímis og svartholin séu göng á milli.

Vandamálið er reyndar enn alvarlegra en þetta því að almenna afstæðiskenningin gerir ráð fyrir að heimurinn allur falli saman líkt og svarthol, og ef það gerist stöðvast tíminn alls staðar en afstæðiskenningin gerði ráð fyrir að tíminn hefðjist með miklahvelli en getur hann þá stöðvast í svartholi?

 


Hvaða atvinnugreinar mun gervigreindin og vélmennin taka yfir?

Hér kemur samtíningur hér og þar af netinu um áhrif gervigreindar og vélmenna á störf fólks.

Gervigreind (AI) hefur gríðarleg áhrif á líf okkar. Allt frá símum okkar til húss okkar, allt þessa dagana er „snjallt“ hvað varðar tækni og græjur. Þar sem líf okkar hefur orðið sléttara en nokkru sinni fyrr, þá er alltaf ofsóknaræði í hausnum á okkur. Ætlar gervigreind að taka starfið mitt? er algeng spurning sem hefur verið á sveimi um hríð. Byrjum á grein sem virðist vera jákvæð gagnvart þessari þróun og segir að þrátt fyrir missir starfa, komi önnur störf í staðinn.  Annað sem einkennir þessa "iðnbyltingu" er að nú eru það ekki verkamennirnir (e. blue collar) sem missa vinnuna, heldur hvítflipparnir (e. white collar), fólkið sem vinnu skrifstofustörfin.


Áhrif gervigreindar á störf?

Margir hafa haft miklar skoðanir á gervigreind og áhrifum hennar á menn og atvinnu þeirra. Fólk hefur áhyggjur af því að gervigreind gæti brátt yfirtekið störf þeirra og skilið þau eftir atvinnulaus.

Því er spáð að vélmenni og gervigreind (AI) muni skipta út sumum störfum, en einnig er spáð að þau muni skapa ný. Samkvæmt builtin.com hafa 1,7 milljónir framleiðslustarfa tapast síðan 2000 vegna vélmenna og sjálfvirknitækni.

Aftur á móti er búist við að árið 2025 myndi gervigreind skapa 97 milljónir nýrra starfa sem er jákvætt en er þetta rétt mat greinahöfundar?  Það er erfitt að segja til um það.  Eins og þetta lítur út í dag, virðist gervigreindin og vélmennin, talandi ekki um að ef bæði fara saman, muni útrýma fjölda starfa. Hér eru tíu störf í hættu og byrjum á þeim sem tengjast einmitt tölvutækninni. 

Tæknistörf (kóðarar, tölvuforritarar, hugbúnaðarverkfræðingar og gagnafræðingar).

Fjölmiðlastörf (auglýsingar, efnissköpun, tækniskrif og blaðamennska).

Lögfræðistörf (lögfræðingar og aðstoðarmenn þeirra).

Markaðsrannsóknarfræðingar. Að hluta til eða öllu leyti.

Kennarar! Að minnsta kosti hluta starfa þeirra.

Fjármálastörf (fjármálasérfræðingar og persónulegir fjármálaráðgjafar).

Kaupmenn eða kaupsýslumenn sem starfa á hlutabréfamarkaði.

Grafískir hönnuðir. Að hluta til eða öllu leyti.

Endurskoðendur. Að hluta til eða öllu leyti.

Þjónustufulltrúar. Þetta er stór stétt og þegar hefur gervigreindin leyst marga þjónustufulltrúa af hólmi.

Öll þessi störf eiga það sameiginlegt að kallast hvítflippastörf (e. white collar jobs).  Ekki er hægt að fullyrða gervigreindin taki að fullu yfir þessi störf, en það mun og er byrjað að fækka í þessum störfum.

Hvað með verkamannastörfin (e. blue collar jobs)?  

Flestir verkamenn eru í mun minni hættu á sjálfvirkni en hvítflibbastarfsmenn, því að sjálfvirknin hefur tekið yfir mörg þessara starfa. Hins vegar er gervigreind veruleg ógn við framleiðslu, smásölu og landbúnað. Sem betur fer mun það aðallega fylla lausar stöður í þessum atvinnugreinum frekar en að ýta starfsfólki á brott. 

Hins vegar eru vélmennin, talandi ekki um með gervigreind, orðin hæfari að vinna flest verkamannastörf (vélmenni eru ekki bara vélmenni í venjumlegum skilningi, heldur svo kallaðir iðnaðarrótbótar sem eru kannski bara armur sem setur saman bíl eða aðrar vörur). Greining Goldman Sachs frá því fyrr á þessu ári sem gaf til kynna að framfarir í gervigreind gætu lagt allt að 300.000 milljónir starfa í hættu um allan heim vegna sjálfvirkni, og segir að framleiðslufyrirtæki séu þegar orðin snemma notendur gervigreindar.

Gervigreindin og herir

Og hér kemur skelfilegasti hlutinn, gervigreindin og hernaðarvélmenni taka yfir störf hermanna. Þegar á tíma Falklandseyjarstríðsins, sáu tölvur um varnir herskipa Breta. Gervigreindin mun taka ákvörðun um líf og dauða. Sjá má þetta í núverandi stríði Ísraels á Gasa, gervigreindin er notuð til að finna óvini og róbótar eru notaðir til að fara niður í göng.

Störf hermanna eru fjölbreytt, líkt og hjá borgaralegum starfsmönnum. Þeir geta verið verkfræðingar, tæknifræðingar o.s.frv. Þessi störf eru í hættu og líka hermenn á vettvangi. 

„Bandaríski herinn er mjög líklegur til að nota sjálfvirkni sem dregur úr „back-office“ kostnaði með tímanum, auk þess að fjarlægja hermenn frá herstöðvum sem ekki eru í "vígvallastöðu" þar sem þeir gætu átt í hættu á árás frá andstæðingum á "fljótandi" vígvöllum, svo sem í flutningum.

Ökumannslaus farartæki sem eru í stakk búin til að taka við leigubíla-, lestar- og vörubílstjórastörfum í borgaralegum geira gætu einnig náð mörgum bardagahlutverkum í hernum.

Vöruhúsavélmenni sem skutla vörum til sendiferðabíla gætu sinnt sömu verkum innan hernaðar- og birgðaeininga flughersins.

Nýjar vélar sem geta skannað, safnað saman og greint hundruð þúsunda blaðsíðna af löglegum skjölum á einum degi gætu staðið sig betur en lögfræðirannsóknarmenn sjóhersins.

Hjúkrunarfræðingar, læknar og sveitungar gætu orðið fyrir samkeppni frá tölvum sem eru hannaðar til að greina sjúkdóma og aðstoða á skurðstofu.

Froskamenn gætu ekki lengur þurft að rífa út sjónámur með höndunum - vélmenni gætu gert það fyrir þá.

„Vélmenni munu halda áfram að koma í stað óhreinu, sljóu og hættulegu starfanna, og þetta mun hafa áhrif á venjulega fleiri ómenntaða og ófaglærða starfsmenn. Skipulagsverkefni verða ekki leyst með því að fólk keyri um á vörubílum. Í staðinn muntu hafa færri ökumenn. Aðalbílstjórinn í bílalest gæti verið mannlegur, en sérhver vörubíll sem kemur á eftir verður það ekki. Þau störf sem eru leiðinlegust verða þau sem skipt er út vegna þess að það er auðveldast að gera sjálfvirkan störf.“

Varðandi herskip, vegna efnahagslegra og starfsmannalegra ástæðna, að þau séu í auknum mæli hönnuð til að „fækka sjómönnum sem þarf til aðgerðir. Þau geta verið mannlaus en stjórnað frá landi og drónar taka við starfi orrustuflugmanna og stjórnað frá landi.

Mjög sjálfvirkur tundurspillurinn Zumwalt, nýlega smíðaður, ber 147 sjómenn — helmingur áhafnarinnar sem rekur svipuð herskip — og sendir allt að þrjár dróna MQ-8 slökkviliðsþyrlur til að finna skotmörk, kortleggja landslag og þefa uppi slæmt veður.

Skrifstofa sjórannsókna og varnarmálaskrifstofa varnarmálaráðuneytisins halda áfram að gera tilraunir með það sem framtíðarfræðingar kalla „draugaflota“ af mannlausum en nettengdum yfirborðs- og neðansjávarbátum - og fljúgandi drónafrændum þeirra yfir höfuð.

Sjóliðar morgundagsins í flotum heims gætu byrjað að lenda í því sem fjöldi bókhaldara, gjaldkera, símamanna og færibandastarfsmanna hefur þegar staðið frammi fyrir á síðustu tveimur áratugum þar sem sífellt hraðari og ódýrari hugbúnaður og sjálfvirkar vélar komu í stað sumra verkefna þeirra í verksmiðjum og skrifstofum.

Og sú þróun er ekki að minnka. Framfarir í gervigreind, hugbúnaði og vélfærafræði ógna næstum helmingi allra bandarískra borgaralegra starfa á næstu áratugum, samkvæmt 2013 greiningu frá Oxford háskóla.

Þó að slíkur niðurskurður gæti bitnað harðast á láglauna verkafólki, mun ódýr kostnaður við háhraða tölvuvinnslu einnig draga úr mörgum „hátekju vitsmunalegum störfum“ á sama tíma og það kallar á „að hola út millitekju venjubundin störf,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Hvaða störf verða ekki tekin af gervigreind?

Hér eru slík störf sem gervigreind getur ekki komið í staðinn fyrir:

Sjúkraþjálfarar og ráðgjafar.

Hlutverk félagsráðgjafa og samfélagsstarfsmenn.

Tónlistarmenn.

Háttsettir tæknifræðingar og sérfræðingar.

Rannsóknarvísindamenn og verkfræðingar.

Dómarar.

Leiðtoga- og stjórnunarhlutverk.

Starfsmanna- og hæfileikaöflunarstörf.

Í blálokin

Í raun vitum við ekki hvaða störf munu hverfa. En miklar breytingar er framundan. Framtíð líkt og sjá má í bíómyndunum um Terminator er ansi líkleg og er það umhugsunarvert.  Samkvæmt nýjustu fréttum úr herbúðum Google, er ofurtölva þeirra svo flókin og öflug að sjálfir vísindamennirnir skilja ekki gangverk hennar, n.k. Frankenstein tölva. Og hvað gerist þegar skammtatölvurnar verða algengar? Box Pandóru hefur verið opnað.


Eiga hugmyndir Sókrates um siðferði og réttmæti við um siðblindinga?

Sókrates lagði mikinn áherslu á siðferði og réttmæti í hugmyndum sínum og rökræðu. Hann gagnrýndi hefðbundna siði og sannfærði fólk um að draga fram eigin skoðanir og siðferðishugmyndir með rökræðu og spurningum.

Þótt Sókrates hafi lagt áherslu á það að hver manneskja hafi innan í sér vit og hyggju sem myndu stýra einstaklinginn að réttu siðferði og réttlæti, hafa síðari rannsóknar meðal annars atferlisfræði og vitneskjan um siðblindu bent til að ekki er allt fólk gott og að það geti borið með sér slæmar siðferðishugmyndir.

Hugmyndir Sókratesar eru ágætar út af fyrir sig og eiga almennt við um venjulegt fólk. Svo á ekki við um siðblindinga (lélegt hugtak). Rannsóknir á siðblindu hafa oftast bent til þess að siðblinda verði oftast vegna galla í heilastarfsemi, ekki vegna vondan vilja eins og Sókrates heldur fram (hann er barn síns tíma).

Siðblinda er stöðugleikurinn í skoðunum og gildum þannig að fólk skoðar aðeins hluta veraldarinnar eða hugar að ákveðnum hliðum án þess að geta séð eða tekist á við önnur sjónarmið og gildi. Þetta er fyrst og fremst vandamál í heilastarfsemi, og ekki skortur á góðum vilja. Helsta einkenni siðleysi er skortur á samúð eða ánægju við að aðstoða aðra eða gagnrýni á öðru fólki. Þegar fólk er siðblint, þá er það oft ófært eða óviljugt til að setjast í spor annarra. Oftast er þetta fólk fluggáfað.

Ekki er vitað hversu margt fólk eru siðblindingar í dag. Giskað hefur verið á 1% mannkyns sé siðblint eða sósíópat en slíkt fólk verður siðblint vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna stríðs.  Það er ekki fætt siðblind en samfélagið eða aðstæður gerir það að sósíópat.

Það er hætt við að margt fólk verði að sósíópötum í núverandi stríði í Úkraníu. Ljótleikinn og eyðileggingin í stríði verður til þess að einstaklingurinn þarf að brynja sig gagnvart umhverfinu og skortur á samúð er leið til að takast á við erfiðar aðstæður. En það þarf ekki einu sinni stríð til að gera fólk að sósípata; samfélag sem er á rangri vegferð, getur gert venjulegt fólk að sósípötum. Saga 20. aldar sannar það.

Það er gott að vita af þessu að ekki eru allir sem einstaklingurinn mætir í lífinu með góð áform og í raun töluverðar líkur á að mæta siðblindingja í daglegu lífi. Taka skal fram að ekki allir siðblindingjar verða glæpamenn eða vont fólk. Ef viðkomandi hefur fengið gott uppeldi, er hægt að halda aftur af siðblindunni.  


Heimastjórn var undirstaða framfara á Íslandi og er enn

 Eins og flestir vita, er nauðsynlegt að valdið sé ekki langt frá "héraðinu".  Hér er átt við að því fjarri sem valdið er frá framkvæmdum og stjórnun stjórnsýslueiningar, því verr er það höndlað. Þetta gildir um sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn. Hinu kjörnu fulltrúar þekkja þarfir samfélagsins enda nátengdir sínu umhverfi og því kjósum við nærstjórn.

Það er því engin furða að íslenskir forystumenn 19. aldar og 20. aldar, vildu og börðust hart fyrir að fá löggjafarvaldið og sérstaklega framkvæmdarvaldið til Íslands. Um það snérust stjórnmálin á Íslandi frá því að fyrsta stjórnarskráin tók gildi 1874 og til enda heimstjórnartímabilsins, til ársins 1918. Það tók svo önnur 26 ár að losna endanlega við erlend vald en það gerðist þegar Ísland varð lýðveldi 1944.

En hvað kennir sagan okkur?  Jú, þegar framkvæmdarvaldið var veikt, og það var mjög veikt frá 1262 til 1550, og innlendir valdhafar, höfðingjar/sýslumenn og klerkastéttin, réðu málum, var Ísland ekki fjarri öðrum löndum í kjörum og lifnaðarháttum. Landið var að vísu afskekkt og erfitt að koma vörum til landsins en auðurinn varð eftir í landinu og sjávarútvegurinn skapaði auðstétt á Íslandi á síðmiðöldum.

Mesta rán Íslands sögunnar hófst með siðbreytingu þegar auðugast afl Íslands, kaþólska kirkja var keigbeygð. Danastjórn náði líka stjórnsýsluleg áhrif, verslunaráhrif og valdið lak úr landi ásamt miklum auðæfum næstu þrjár aldir. Ekkert var skilið eftir, fjármagnið rann í stríðum straumum í hirslur Danakonungs og danskra kaupmanna. Nánast ekkert varð eftir, bara fjármagn til að tryggja yfirráð Dana (höfuðsmaður/hirðstjóri og sýslumenn). Hin glæsilega Kaupmannahöfn sem við sjáum í dag, var að hluta til sköpum með íslensku fjármagni. En hvar vorum við Íslendingar þá staddir?

Jú, rannsóknir sýna að kjör Íslendinga síversnuðu, fornleifarannsóknir sýna að hýbýli manna minnkuðu og versnuðu, fólkið lagði undir sig baðstofuna af illri nauðsyn. Á sama tíma risu borgir og bæir hvaðanæva um Evrópu, glæstar hallir, kirkjur og húsakynni borgara bera því vitni. En ekki á Íslandi. Hér hýrðust Íslendignar við illan kost í niðurgröfnum kofum, engir bæir og Íslendingurinn mátti þakka fyrir að deyja ekki úr hungri. Meira segja höfðingjar Íslands, bjuggu í húsakynnum sem efri millistéttin í Evrópu hefði fúlsað við. Sannarlega myrkrar "miðaldir" tóku við á Íslandi og segja megi að hafa staðið frá 1550 -1850.

En sem betur fer taka slæm tímabil á enda, oftast nær. Það sama átti við um Ísland. Ljós upplýsingaaldar skein loks niður á hjara veraldar undir lok 18. aldar, og á Ísland og í hjörtu danskra valdhafa. En fyrst þurfti íslenska samfélagið bókstaflega að hrynja með móðuharðunum.

Umbótaáætlanir í landbúnaði og vinnsla ullavara, tækniþróun í þilskipaútgerð varð til þess að hér mynduðust sjávarþorp á seinni helmingi 19. aldar sem enn eru flest til. Landhöfðingjatímabilið varð, þrátt fyrir að náttúran hrakti margan Íslending vestur um haf, framfaratímabil enda við komin með fjárveitingavaldið í höndum Alþingis. 

En það vantaði "framkvæmdastjóra heima í héraði". Gríðarlegt framfaraskref var stigið með fyrsta íslenska ráðherrann með búsetu í Reykjavík. Valdið var komið heim. Framkvæmdirnar öskruðu á Íslendinga til verka. Hér voru bókstaflega engir innviðir.  Fáar brýr og vegir bara slóðar. Enn eru við að vinna upp margra alda aðgerðaleysi og enn erum við að leggja nýja vegi og brýr alls staðar um landið á 21. öld. Margt er eftir að gera. En það kemur.

En nú er öldin önnur. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar eru ráðalausir í bókstaflegri merkingu. Þeir leyfa erlendu yfirþjóðlegu valdi á meginlandi Evrópu ráða för Íslendinga. ESB fjarstýrir Íslandi með EES-samninginum og Íslendingar eru svo miklar gungur, að þeir þora ekki einu sinni, ekki eitt einasta skipti að segja nei við samþykktir (jafnvel bara ályktanir) sem berast í tölvupósti frá Brussel síðastliðin 31 ár.

Ímyndaðir skattar, gripnir úr lausu lofti, eru lagðir á samgöngur við Íslandi. Á skipasamgöngur og flugsamgöngur, lífæð Íslands. Og hvað eiga skattarnir að gera? Ekkert, bara fylla fjárhirslur ESB. Refsiskattar eru ekki alvöru skattar, bara fjárdráttur úr vösum fólks. Ekki er hægt að hætta að fljúga til Íslands né færa nauðsynjarvörur til landsins.  Eina sem þetta gerir er að gera bara efnuðum Íslendingum kleift að ferðast, hinir þurfa að hírast heima á Íslandi með hækkuðu matarverði vegna loftslagsskatta.

Hvenær ætla Íslendingar að girða sig í brók, ná tökum á landamærum landsins, á samgöngur og stjórnsýslulegu valdi? Getur ókjörin framkvæmdarstjórn suður í Brussel vitað meira um þarfir Íslendinga en valdhafar heima í héraði?

Staldra íslenskir stjórnmálamenn aldrei við og hugsa um framtíðina? Á hvaða vegferð við erum? Ætlum að við vera Íslendingar í framtíðinni eða fjölþjóðaríki með ensku sem aðaltungumálið? Hvað með gildin og hefðirnar? Ekki leita til Alþingis, þar eru engin svör að finna.


Ný ísöld framundan?

Svarið við þessari spurningu er ekki fundið. En fortíðin gefur vísbendingar. Margar ísaldir hafa komið og farið. Helsti sökudólgurinn er sólin. Þegar hún sendir frá sér minni orku (hita), verður ísöld á jörðinni og öfugt. Sumir vísindamenn segja að ný ísöld sé rétt að byrja.

En því miður eru vísindamenn ekki lengur ópólitískir og láta pólitík stjórna vísindastörf sín. Stjórnmálamenn og auðmenn veita fé í rannsóknir sem styðja þeirra sýn á veröldinni (og mallar peninga fyrir þá) en þeir vísindamenn á öndverðri skoðun fá ekkert. Þetta skekkir vísinda niðurstöður og maður verður ósjálfrátt efa samur um að vísindamennirnir séu að birta sannar niðurstöður. Þetta er mjög slæmt og eftir sitja borgarnir með spurningamerki á andlitum sínum. Og menn skipa sig í lið, með eða á móti loftslagsbreyringum af manna völdum. Sjá má þessa þjóðfélagsumræðu endurspeglast hér á blogginu.

Ef ég er spurður, þá veit ég ekki svarið sjálfur og viðurkenni það. En myndbandið hér er athyglisvert og vekur upp spurningar.

A New Ice Ages Coming Soon


Nýting vind aflsins

Ríkisstjórnarflokkarnir eru orðnir þreyttir í samstarfinu og það sást vel nú í sumar, sem ætti að vera tíðindalaus tími, og nú í haust. Andstæðurnar, VG og Sjálfstæðisflokkurinn álykta á flokksráðsfundum gegn hvorum öðrum.

Eitt greinilegasta dæmið um þreytuna og viljaleysi til framkvæmda er orkuskorturinn í landinu. Það á að troða með góðu eða illu orkuskipti í landinu ofan í almenning með svo kallaðri grænni orku. Helst eiga allir bílar að ganga fyrir rafmagni og losun koltvísýring komin niður í núll fyrir 2050.

En vandinn er að VG vilja ekki brjóta eggið til að búa til kökuna. VG vilja ekki virkja græna orku fallvatnana en þess þarf fyrir orkuskiptin. Hvað vill flokkurinn þá? Það kemur hvergi fram. 

Nú eru menn að gæla við vindmyllugarða. Þeir hafa sína galla. Fyrir hið fyrsta er að vindmyllurnar eru risastórar og háar til að ná í jafna vinda; þær eru plássfrekar því að hvirfilvindar myndast við spaða endanna og því þarf að vera bil á milli þeirra; þær eru háværar; þær eru sjónrænt ljótar og vindmyllurnar endast bara í 20 ár og þá þarf að skipa um. Erfitt, ef ekki nánast ómögulegt er að endurnýta efnið í þeim. Fuglalíf er í hættu og eflaust eru fleiri vandræði í kringum þessar vindmyllur.

En það eru til aðrar lausnir. Hér er ein, svokallaða blóma vindmylla. Þessar vindmyllur er hægt að framleiða í öllum stærðum, niður í stærð sem hentar einu húsi og í stærðarinnar blómavindmyllur sem hentar stærri notendum. Helsti kosturinn er að ekki skiptir máli hvaðan vindurinn stendur, alltaf snýst vindmyllan og hún er hljóðlát og ódýr í framleiðslu.

Talandi um nýtingu vindsins, þá eru olíuskip og fraktskip sum hver komin með tölvustýrð segl (ekki hefðbundin segl heldur úr málmi).  Alls staðar blæs vindurinn.

Blóma vindmyllur

 


Nýr ofurleiðari að verða að veruleika?

Þetta er athyglisverð frétt ef sönn reynist en sérfræðingar eru efins. Hef ekki lesið um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Hér kemur gróf þýðing mín á grein í Science um þetta mál:

"Þessa vikuna hafa samfélagsmiðlar verið áberandi vegna yfirlýsingu um nýjan ofurleiðara sem virkar ekki aðeins vel við stofuhita heldur einnig við umhverfisþrýsting. Ef  satt er, væri uppgötvunin ein sú stærsta í eðlisfræði þétts efnis frá upphafi og gæti leitt til alls kyns tækniundurs, eins og svífandi farartæki og fullkomlega skilvirk rafkerfi.

Hins vegar er grunnt í smáatriðin í þessum tveimur tengdu blöðum, sem Sukbae Lee og Ji-Hoon Kim frá skammtaorkurannsóknarmiðstöð Suður-Kóreu og samstarfsmenn sendu á arXiv forprentmiðlarann þann 22. júlí og hafa margir eðlisfræðingar verið efins. Viðkomandi vísindamenn svöruðu ekki beiðni Science um viðtal.

„Þeir koma út sem alvöru áhugamenn,“ segir Michael Norman, fræðimaður við Argonne National Laboratory. „Þeir vita ekki mikið um ofurleiðni og hvernig þeir hafa sett fram sum gögnin er grunsamlegt. Aftur á móti segir hann að vísindamenn hjá Argonne og víðar séu nú þegar að reyna að endurtaka tilraunina.

„Fólk hér tekur þetta alvarlega og reynir að búa til þetta efni. Nadya Mason, eðlisfræðingur við þéttefnisrannsóknir við háskólann í Illinois, Urbana-Champaign, segir: "Ég met það vel að höfundarnir tóku viðeigandi gögn og voru skýrar með framleiðslutækni sína." Samt sem áður varar hún við: „Rannsóknargögnin virðast svolítið slök."


Hvað er ofurleiðari?

Ofurleiðari er efni sem getur flutt rafstraum án nokkurrar viðnáms. Ef maður hefur einhvern tíma farið í segulómun hefur maður legið inni í stórum rafsegul úr ofurleiðandi vír. Viðnámslausa flæðið gerir það kleift að búa til mjög sterkt segulsvið án þess að hitna eða neyta gífurlegrar orku. Ofurleiðarar hafa ótal önnur notkun, allt frá því að búa til tíðnisíur fyrir útvarpsfjarskipti til að hraða agnum í atómsmölurum."

A spectacular superconductor claim is making news. Here’s why experts are doubtful


Bandaríkjaþing rannsakar "fljúgandi furðuhluti (FFH) og geimverur"

Ég var að byrja að skrifa grein um þetta skemmtilega fyrirbrigði, ójarðnesk geimför og geimverur, þegar ég rakst á að annar bloggari skrifaði á sama tíma um núverandi rannsókn þingnefndar á Bandaríkjaþingi á þessu fyrirbrigði.

Ég svaraði í athugasemd en einnig til andsvara var Guðmundur Ásgeirsson og þar sem hann hitti naglann á höfuðið ætla ég m.a. að vísa í svar hans. Ingimundur Bergmann, sá sem skrifaði greinina, fannst þetta vera dæmigert amerískt og furðaði sig á þessari rannsókn og fannst skrýtið að geimverurnar hefðu bara áhuga á Ameríku.

En þá segir Guðmundur: "Viðmælendurnir voru ekki dregnir inn af götunni af handahófi, heldur eru þetta virðulegir menn með gott orðspor. Einn þeirra, David Grusch er fyrrverandi herflugmaður sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir herþjónustu sína og gegndi síðar trúnaðastörfum fyrir leyniþjónustu hersins, meðal annars varðandi ferðir óþekktra loftfara. Annar þeirra, David Fravor, er fyrrverandi yfirmaður og orrustuflugmaður í bandaríska flotanum, en hann varð ásamt fleirum vitni að ferðum óþekkt loftfars sem sýndi hegðun sem ekki er hægt að útskýra með neinni þekktri jarðneskri tækni.

Með öðrum orðum eru þetta ekki furðufuglar sem eru að halda fram einhverjum samsæriskenningum. Þeir voru einfaldlega að leggja áherslu á mikilvægi þess að tilkynningar um óþekkt loftför séu teknar alvarlega og rannsakaðar með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvort af því stafi einhver ógn. Að öðrum kosti verður ekki hægt að komast til botns í málinu.

Það kom einmitt fram við þessar vitnaleiðslur að stofnanir innan bandaríska hernaðar- og leyniþjónustukerfisins og jafnvel verktakar þeirra, hefðu komist yfir farartæki, ýmist í heilu lagi eða hluta þeirra, sem gætu ekki verið af mennskum uppruna. Jafnframt væru dæmi um að slíkir aðilar hefðu reynt að endurgera eða smíða eftirlíkingar af þeim, en óljóst er hversu ágengt þeim hefur orðið í slíkum tilraunum."

Þá er búið að svara þessari spurningu og fullt tilefni til að rannsaka þetta fyrirbrigði, sérstaklega þegar tæki herja eru svo öflug að þau nema fyrirbrigði sem ekki sáust áður. Allir hafa séð eltingaleik orrustuþotna við óþekkt flugför (Tik TOK) í fjölmiðlum.

En þetta er ekki sér amerískt fyrirbrigði að hafa áhuga á FFH eða geimverur.

Rannsóknir eru gerðar á þessu sviði annars staðar. Rússar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir hafa rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað er í gangi sem er ekki jarðneskt. Það eru bara bandarísk stjórnvöld sem eru síðust að viðurkenna tilvist þessara farartækja. Af hverju? Jú,uppljóstrarar segja að þeim hefur tekist að endurgera FFH. Til dæmis eru Tik Tok förir líklega bandarísk sem og svörtu þríhyrningsförin. Þau hafa því hagsmuni af því að halda þessu leyndu.

CIA hefur rannsakað þetta fyrirbrigði síðan stofnunin var stofnuð, sjá þessa grein: CIA's Role in the Study of UFOs, 1947-90

Förum í rannsóknarsögu FFH og geimvera síðan 1940.

Saga FFH síðan 1940

Saga FFH (óþekktra fljúgandi hluta) og geimvera frá 1940 er flókið og heillandi efni. Þó að það hafi verið fregnir af undarlegum fyrirbærum í lofti í gegnum mannkynssöguna, byrjaði nútíma FFH fyrirbæri eins og við þekkjum það að fá víðtæka athygli eftir seinni heimsstyrjöldina. Hér er yfirlit yfir helstu atburði og þróun sem tengjast FFH og geimverum síðan 1940.

Nútímasaga FFH hefst 1947 - Sýn eða vitnisburður Kenneth Arnold: Oft er sagt að nútíma FFH tímabil hafi byrjað 24. júní 1947, þegar einkaflugmaðurinn Kenneth Arnold greindi frá því að hafa séð níu hálfmánalaga fyrirbæri fljúga nálægt Mount Rainier í Washington fylki. Lýsing hans á hreyfingu þeirra sem "disk laga" leiddi til þess að hugtakið "fljúgandi diskar" varð samheiti yfir FFH.

Og sama ár varð Roswell atvikið. Í júlí 1947 var mjög þekkt atvik nálægt Roswell, Nýju Mexíkó, þar sem bandaríski herinn greindi frá því að hann hefði fundið leifar af "fljúgandi diski" sem brotlent hafði. Herinn lýsti síðar yfir að þetta væri veðurblaðra, en þessi atburður hefur síðan orðið þungamiðja samsæriskenningar FFH.

Sjötti áratugurinn - FFH vitnisburðir og dægurmenningin. 1950 varð aukning í FFH sýnum, með fjölmörgum skýrslum gerðar af óbreyttum borgurum og hermönnum. Á þessu tímabili urðu einnig til vísindaskáldsögu, kvikmyndir og bókmenntir sem sýna geimverulíf, sem hafði áhrif á skynjun almennings á FFH og geimverum.

Almennur áhugi um allan heim varð á þesssu fyrirbrigði á sjöunda áratugnum og ríkisrannsóknir verða algengar. Nokkrar ríkisstjórnir um allan heim, þar á meðal Bandaríkin, gerðu rannsóknir á FFH sýnum. Ein athyglisverð viðleitni var Project Blue Book, áætlun bandaríska flughersins sem safnaði og greindi FFH skýrslur frá 1952 til 1969.

Á áttunda áratugnum varð til s.k. FFH undirmenning. Á áttunda áratugnum varð til lífleg FFH undirmenning, með ýmsum FFH-þema stofnunum og samþykktum sem komu til sögunnar. Bækur og heimildarmyndir um FFH og meinta kynni af geimverum náðu einnig vinsældum.

Á níunda áratugnum fór að bera á mannránssögum. Á níunda áratugnum varð aukningu í fréttum um meint mannrán geimvera. Einstaklingar sögðust hafa verið teknir af geimverum, látnir fara í læknisskoðun og síðar skilað aftur. Sjá t.d. frægt dæmi, Fire from the Sky, alveg ótrúleg saga.

Á tíunda áratugnum varð til svo nefnd "Uppljóstrunarhreyfing". Um 1990 kölluðu sumir geimverufræðingar og aðgerðasinnar eftir stjórnvöldum að gefa út allar trúnaðarupplýsingar sem tengjast FFH og geimverulífi. Uppljóstrunarhreyfingin náði skrið og heldur áfram að tala fyrir gagnsæi frá yfirvöldum.

Árþúsundamótin 2000 hefst Internet tímabilið og almennur áhugi eykst. Með víðtækri upptöku internetsins fjölgaði FFH-sýnum og umræðum á netinu. Á þessu tímabili urðu til einnig fjölmargir sjónvarpsþættir og heimildarmyndir með FFH-þema, sem ýttu enn frekar undir áhuga almennings.

Annar áratugur 21. aldar - Viðurkenningar stjórnvalda: Um 2010 gáfu ýmsar ríkisstjórnir út áður flokkuð FFH-tengd skjöl til almennings. Til dæmis afléttu bandarísk stjórnvöld leynd af myndböndum sem tekin voru af herflugmönnum sem sýndu kynni við óþekkt fyrirbæri úr lofti.

Þriðji áratugur 21. aldar. - Áframhaldandi áhugi er á fyrirbrigðinu eins og sjá má af ofangreindri rannsókn Bandaríkjaþings.

Einsaga FFH og geimvera

Í fyrri kaflanum hér að ofan, hef ég rakið rannsóknarsögu og vitneskju almennings á FFH fyrirbrigðinu. Þetta er afar flókið viðfangsefni og víðtækt.

Hægt er að skoða málið út frá ýmsum sjónarhornum, t.d. hvað vissu Bandaríkjaforsetarnir um málið? Svarið er afar athyglisvert.

Sagt er að sumir hafi ekki fengið að vita neitt, aðrir mjög mikið, allt eftir því hver persónan er. Sumir segjast jafnvel hafa séð FFH, eins og Jimmy Carter og Ronald Reagan. Sá fyrrnefndi fékk engin svör frá CIA (þeir treystu honum ekki) en Reagan er sagður hafi fengið að vita "allt". Richard Nixon er sagður hafa fengið að sjá með eigin augum FFH og geimverur og Dwight Eisenhover er sagður hafa hitt "sendiherra geimvera", sjá þessa grein: Ike and the Alien Ambassadors En allir nýir Bandaríkjaforsetar fá þessa spurningu, "Eru til geimverur og FFH?" Clinton, Bush, Obama og Trump hafa fengið þessa spurningu.

Svo að ég endi þetta einhvers staðar, þá eru til ótal bækur og kvikmyndir um fyrirbrigðið. Ég hef skrifað hér um frægasta uppljóstrarann, Bob Lazar, sem sagðist hafa unnið við að reyna að endurskap geimfar sem í fórum Bandaríkjahers. Hann lýsti nákvæmlega hvernig þessi geimför virkuðu og sagði að þau gengu fyrir frumefnið 115. Þá var ekki búið að finna það og hann talinn vera galinn að halda þessu fram. En síðan fundu vísindamenn og bjuggu til téð frumefni.

Hér eru nokkrar bloggreinar mína um viðfangsefnið:

Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

Drifkerfi geimskips versus Space-X

Geimskip og aðrir óútskýrðir hlutir

Fréttir af geimverum og geimskipum í Bandaríkjunum

 


Þurfum við á nútíma Rasmus Christian Rask á að halda?

Úr því að ég er farinn að ræða íslenskuna á annað borð og stöðu hennar, ætla ég aðeins að halda áfram með málið.

Þeir sem hafa lesið sögu kannast við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Grípum aðeins niður í grein um hann á Vísindavefnum til að glöggva okkur á honum.

"Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn....Tengsl Rasks við Ísland voru sérstök. Hann lærði íslensku af bókinni Heimskringlu á meðan hann var í latínuskólanum. Til þess notaði hann útgáfu með latneskri og danskri þýðingu sem hann fékk sem viðurkenningu fyrir ástundun. Hann hafði hvorki íslenska orðabók né bækur um málfræði en bjó hvorttveggja til jafnóðum með því að bera frumtextann saman við þýðingarnar. Þegar hann kom svo til Kaupmannahafnar kynntist hann íslenskum stúdentum og lærði samtímamál af þeim, ekki síst framburðinn.

Rask dvaldist á Íslandi 1813–1815 til þess að læra málið betur. Hann ferðaðist víða og náði mjög góðum tökum á íslensku. Á þessum grundvelli endurskoðaði hann svo kennslubókina og gaf hana út á sænsku 1818 (Anvisning til Isländskan eller Nordiska Fornspråket). Hann tók þátt í stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 30. mars 1816 og var formaður þess þar til í október sama ár þegar hann lagði af stað í langa ferð til Austurlanda. Hann átti mikinn þátt í að móta íslenska málhreinsunarstefnu sem Fjölnismenn fylgdu svo fram af mestum krafti." Heimild: Hver var Rasmus Christian Rask?

Það þurfti sem sagt útlendan fræðimann til að koma Íslendingum aftur á sporið en eins og allir vita sem hafa lesið íslenskan texta frá 1500-1800, þá er hann nánast óskiljanlegur nútíma Íslendingum, svo dönskublandinn var hann. Hið opinbera tungumál var danskan fyrst og fremst, svo íslenska embættismálið sem var hrærigrautur dönsku og íslensku. Sauðsvartur almúgurinn talað sína gömlu íslensku.

En það var ekki bara Rask sem bjargaði íslenskunni. Það var einnig íslenska menntastefnan og alþýðufræðslan á 18. öld.

Heittrúarstefnan sem kom hingað til Íslands á 18. öld, sem íslenskir fræðimenn gleyma oft að minnast á, í samhenginu við björgun íslenskunnar, bjargaði íslenskunni hjá alþýðunni. Og þar sem almenningurinn talaði ennþá íslensku, var hreintungustefnan sem Rask og félagar stóðu fyrir, með undirstöðu.

Hver er þessi heittrúarstefna (píetismi)?

Heittrúarstefnan varð til sem grasrótarhreyfing innan lútersku kirkjunnar í Þýskalandi á seinni hluta 17. aldar, en þýskir fræðimenn lögðu grunninn að hugmyndafræði hennar.  Hún barst um 1700 til Danmerkur með dönskum nemendum sem stundað höfðu nám í þýskum háskólum. Hugmyndir heittrúarstefnunnar höfðu áhrif á skólamál í Danmörku á tímabilinu 1732-1798.

Heittrúarstefnan hafði mikil áhrif á uppeldis- og menntamál á Íslandi á 18. öld.  Hins vegar varð heittrúarstefnan hér á landi aldrei grasrótarhreyfing, eins og í Danmörku og Þýskalandi.  Stefnan barst því hingað til lands sem valdboð að ofan, en í Danmörku höfðu stjórnvöld gert hana að sinni. Almennt tóku Íslendingar þó vel í hinu nýju stefnu í mennta- og uppeldismálum.

Sendu stjórnvöld út fjölda tilskipanna í anda heittrúarstefnunnar á fimmta áratug 18. aldar, í kjölfar rannsóknarleiðangurs kirkjuyfirvalda hingað til lands. Niðurstaða rannsóknamanna var sú að best væri að hagnýta sér það fræðslukerfi sem var fyrir hendi. Það kerfi byggðist á heimakennslu.  Hún átti að fara fram undir eftirliti ríkis- og kirkjuvalds, líkt og áður.  Um framkvæmdina sá húsbóndavaldið. En fræðslukerfið var gert kerfisbundið og lögbundið og var það nýjung og þýddi í raun að fræðslukerfið varð mun markvissara.

Gamla fyrirkomulagið á fræðslukerfinu sem tók gildi 1635, bar lítinn árangur samkvæmt ummælum íslensku biskupanna í byrjun 18. aldar.  Niðurstöður fræðimanna benda til að almennri menntun alþýðu hafi farið fram eftir rannsóknarleiðangur Harboes 1741-45.  Latínuskólunum fór einnig fram, en hlutverk þeirra var að útskrifa menntastétt landsins.  Bætt menntun menntamanna hafði áhrif á alla almenna fræðslu í landinu.

Í fáeinum orðum sagt, voru helstu áhrif heittrúarstefnunnar þau að hér var komið á almennri fræðsluskyldu og menntunarstig þjóðarinnar tók framförum.

Angi af þessari kennsluaðferð var farskólinn í sveitum landsins á fyrri hluta 20. aldar. Móðir mín ólst upp í Landeyjum og gekk í slíkan skóla. Uppbyggingin var sú að kennari kenni á bæ einum, börnin gengu þangað og kennt var í 2 mánuði. Svo var haldið á næsta bæ og sama sagan endurtók sig. Kennt var frá 10 ára aldri til 14 ára aldurs. Ég get borið vitni um að þessi kennsla var góð, því að móðir mín var vel skrifandi og ágæt í stærðfræði. Annar Landeyingur sem ég þekkti, sem gekk líka í farskóla á sama tíma í Landeyjum, varð á endanum doktor og sendiherra. Þetta er útúrdúr en samt ekki.

Það sem ég er að segja er að hægt er að bjarga íslenskunni. Það er með markvissri menntastefnu og ofuráherslu á íslenskukennslu. Öll tól og tæki eru leyfileg, tölvan eða bókin. En það verður að byggja upp orðaforðann og hugtakaskilning. Það skortir á hjá börnum og unglingum í dag. Þess vegna grípa þau oft til ensku.

Sama á við um útlendinganna búseta á Íslandi. Þeir verða að fara á íslensku námskeið, t.d. ef þeir dvelja lengur en 3 mánuði á landinu. Útlendingur sem vinnu á kassa í búð, þarf ekki mikinn orðaforða til að ræða við viðskiptavininn. 200-300 orð og samskipti hans við kúnnanna verður allt önnur og betri. Svo er það líka vanvirðing við viðskiptavininn að sá sem afgreiðir neitar eða getur ekki leiðbeint og þjónusta hann á íslensku.        

Að lokum. Á legstein Rask er letrað á íslensku: Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband