Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það eru ýmsar reglur sem gilda um gömul og úreld lög. Löggjafinn, ef þingmenn eru góðir í lagfrumvarps gerð sinni, getur beitt ýmsum ráðum til að afnema lög fyrirfram.
Þegar lög eru samþykkt á Alþingi, er venja að þau hafi takmarkaðan gildistíma sem er tilgreindur í lögum sjálfum. Það er algengt að lög verði gilt í ákveðinn tíma, t.d. í fjögur eða fimm ár, en gildistíminn getur verið lengri eða skemmri, eftir því hvaða lög það er um.
Lög geta einnig verið úrelt þegar þau verða endurskoðuð eða endurbætt. Alþingi hefur það vald að laga eða endurskoða lög, ef þörf krefur. Þetta getur verið vegna breytinga á samfélagsþörfum, nýrra upplýsinga eða þess að lög hafa ekki haft þá áhrif sem vænta mátti.
Stundum geta lög verið úrelt vegna breytinga á aðstæðum eða nýrra lagasetninga. Ef ný lög verða samþykkt eða breytingar verða á gildandi lögum, þá gilda ný lög eða breytingar í stað þeirra gömlu.
Tímalaus lög. Sum lög geta gilt án takmarkaðs tíma, það er, þau gilda þar til þau verða formlega brotin eða endurskoðuð. Þessi lög eru kölluð "tímalaus lög" og geta verið til vandræða.
Til að lög verði afnumin eða endurskoðuð á Alþingi, þarf að leggja fram lagafrumvarp og fá þau samþykkt með meirihluta atkvæða. Það er því ekki sjálfsagt hvernig lög úreldast, heldur fer það eftir því hvernig lagasetjandi stjórnvöld ákveða að haga því.
Lög geta því dagað uppi og verið til í gegnum aldir eins og ég kom hér inn á. Til dæmis eru til gildandi lög frá miðöldum á Íslandi. Sjá má þetta með lestur gamalla lögbóka sem gildu í árhundraði á Íslandi og tóku ekki breytingu fyrir en Alþingi fékk löggjafavaldið raunverulega í hendur sér 1874. Lagatextar úr Grágás, Jónsbók og fleiri lögfræðiskrár, eru enn meðalhelstu heimildir stjórnsýslunnar.
En það þarf líka líta á nýrri lög, frá 1874 og til dagsins í dag og athuga hvort þessi lög eiga við í dag. Það þarf að vera til tæki innan Alþingis sem endurskoðar gömul lög. Til dæmis mætti Alþingi setja upp þingnefnd sem einmitt vinnur að þessum málaflokki.
Mér datt þetta í hug með því að fylgjast málaferlum gegn Donald Trump en reynt er að ákæra hann eða koma í veg fyrir að hann gegni embætti forseta aftur með tilvísun í lög sem sett voru til höfuðs forvígismanna Suðurríkjanna eftir borgarastyrjöldina 1865. Þeir voru sannarlega uppreisnarmenn en lögin áttu að koma í veg fyrir að þeir kæmust aftur til valda. Þau voru ekki hugsuð til að koma í veg fyrir framboð pólitískra andstæðinga í nútímanum. Gömul lög geta því verið misnotuð eða verið til trafala.
Að lokum. Lög eru mannanna verk. Þau fylgja því ekki réttlætinu eins og sumir skilgreina það. Það er því innbyggt í sumum stjórnarskrám rétturinn til uppreisnar og vopnaburður. Vantar það hér á Íslandi, þegar valdhafarnir beita borgurum valdníðslu? Eða afsala völdin til yfirþjóðlegra stofanna og ríkjasambanda án leyfis borgaranna í landinu?
Stjórnmál og samfélag | 8.9.2023 | 08:12 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Danska einokunarverslunin er fyrirrennari íslensku einokuninni. Skömmtunartímabilið eftir seinni heimsstyrjöld upp úr 1947 var einn angi af einokun en það skapaði spillingu og flokksdrætti. Ríkið að skipta sér af frjálsum markaði sem einmitt lengdi í hengingaólinni.
Íslenska ríkið var lengi að sleppa klónni af valdi sínu sem það fékk með skömmtun vara. Það vildi helst hafa alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og fyrir vikið var þjónustan, verð og úrval vara lélegt hjá ríkisreknum fyrirtækjum á markaðinum.
Það er nefnilega þannig að tæknikratar eru lengur að bregðast við minnkandi eða aukna eftirspurn á markaði og þeim var sama, því að aukinn gróði kom ekki í vasa þeirra. Enginn hvati til að gera betur. Man einhver eftir Bifreiðaeftirliti ríkisins? Arfaslök þjónusta sem fór fram utandyra.
Alls kyns ríkisfyrirtæki á markaði hafa horfið og skömmtunaráráttan með. En það þurfti menn eins og Davíð Scheving Thorsteinsson sem mótmælti og kærði bann á sölu bjórs nema í gegnum fríhöfn Keflavíkurflugvallar og annarra ferðaþjónustu aðila til að aflétta bjórbann. Í minningargrein í Morgunblaðinu um hann segir: "Á tímum viðskiptahafta og skömmtunar lagði Davíð til atlögu við hið opinbera í því skyni að geta boðið Íslendingum upp á meira úrval og fjölbreytni. Þannig hefur athafnasemi hans og útsjónarsemi í viðskiptum verið meðborgurum hans til hagsbóta.
Alltaf þarf ríkið að hafa vit fyrir fullorðið fólk og sjálfráða, slík er stjórnunaráráttan.
Nú eru komnir brestir í ÁTVR einkunina á smásölu. Íslenska ríkið myndi loka á einkafyrirtæki sem eru byrjuð að selja áfengi í smásölu ef það gæti en það getur það ekki vegna þess að við erum í EES.Nú ætti áfengisverð að lækka með aukinni samkeppni sem og vöruúrval. Helstu rök fyrir smásölu áfengis í gegnum ÁTVR er baráttan fyrir lýðheilsu. Eins og ríkið með sölu sinni á "eitrinu" sé að vernda heilsu almennings!? Hljæilegt.
Önnur peningasuga íslenskra skattborgara, RÚV, situr sem fastast og ekki getur borgarinn hunsað nauðunga "áskrift" að þessum ríkisrekna miðli, því að gjaldið er hirt beint af honum í gegnum skattkerfið. Réttlæting fyrir RÚV er almannavarnir en þau rök eru löngu farinn með nútímatækni.
Það er alveg sama hversu mikil samkeppni verður á fjölmiðlamarkaðinum, við losnum ekki við RÚV. Þetta mikla peningahít sem örfáir nota og drepur alla samkeppni á fjölmiðlamarkaðinum. Ekki er hægt að sjá aðra leið en að fara í gegnum dómstólaleiðina. En hefur hún verið farin? Vantar okkur Davíð Scheving nútímans til að hjóla í RÚV?
Að lokum. Svo er það sérkapítuli fyrir sig fákeppni fyrirtækja sem ríkið tekur stundum þátt í. Það er viss einokun á markaði en af hálfu einkafyrirtækja sem við sjáum reglulega með verðsamráði.
Forstjóri Haga efast um að matvöruverðið á Íslandi sé of hátt nú í fjölmiðlum. Hvernig er t.d. matvöruverðið í Færeyjum, á þeim örmarkaði? Á margan hátt lægra, þrátt fyrir smæð markaðarins og fákeppni. Jú, það er rétt hjá Finni Oddsyni að verðbólgan spilar inn í vöruverð en það er líka verðbólga á meginlandi Evrópu. Samt er matvöruverðið lægra almennt þar.
Gaman væri að vita hvernig vöruverð er á Grænlandi, á markaði sem mjög erfitt er að koma vörur á og smæð markaðarins mjög lítil.
Stjórnmál og samfélag | 6.9.2023 | 08:06 (breytt kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er eilífa vandamál í kringum Reykjavíkurflugvöll, þökk sé flugvélahatur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll bolabrögð hafa verið beitt til að koma flugvellinum í burt. Fyrst með byggð í kringum Valsheimilið og nú með viðbót við byggðina í Skerjafirði.
Stöðugt verið að þrengja að flugvellinum og ein flugbrautin orðin óvirk sem er nauðsynleg í vissri vindátt. Þetta er bagalegt fyrir sjúkraflugið að hafa ekki alltaf aðgengi að vellinum.
Það virðist vera stórmál fyrir stjórnmálamenn samtímans að flytja þennan flugvöll úr Vatnsmýrinni, en svo var ekki þegar hann var byggður í upphafi. Förum aðeins í byggingasögu flugvallarins. Sumir halda að Bretar hafi haft frumkvæði að staðsetningu núverandi flugstæðis en svo er ekki. Íslendingar með nýráðinn flugmálaráðunaut ríkisins, Agnar Kofoed Hansen voru með hugmyndir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Agnar var ráðinn til starfa 1936. Valið stóð á milli Vatnsmýrinni eða Kringlumýri og ákveðið var að velja síðarnefnda kostinn.
Hér er ein góð grein sem greinir vel frá þessu máli: Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll og hún segir m.a.:
"En mál voru nokkuð fljót að taka breytingum. Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940 og settu þeir upp varðstöðvar við þá staði sem notaðir höfðu verið fyrir flugsamgöngur. Skömmu síðar fóru Bretar að leita eftir hentugum stöðum til flugvallagerðar. Leonard K. Barnes flugliðsforingi sem stýrði athugun Breta taldi ekki nægjan-legt svigrúm fyrir herflugvöll í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við byggð. Bretar völdu því Kaldaðarnes, en það reyndist ekki sem skyldi. Flugvöllur í Kaldaðarnesi var illa staðsettur með tilliti til umferðar og aðdrátta og var einnig inn á flóðasvæði Ölfusár."
Kringlumýrin var svo endanlega slegin af borðinu. Flugmálafélag Íslands fór um þetta leyti fram á við borgarráð að unnar yrðu frekari athuganir á flugvallarstæði í Vatnsmýrinni og einnig kostnaðaráætlanir við gerð flugvallar. Bæjarráð féllst á þessar hugmyndir og þar með var Kringlumýri slegin af sem flugvallarstæði. Lengra náði þessi saga þó ekki, því breski herinn fór um landið og lét gera flugbrautir á ýmsum stöðum. Ein þeirra var á Melunum við Öskjuhlíð. Um miðjan október 1940 var áhugi borgaryfirvalda vakinn á því að Bretar væru byrjaðir á flugvallargerð sunnan við Vatnsmýrina segir í ofangreindri grein.Bretar byggðu upp flugvöllinn á örskömmum tíma í núverandi mynd.
Svo komu upp hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði og Hvassahrauni. Fyrrnefnd flugvélastæði var fljótlega slegið af vegna óhagstæðra vinda og hæðar yfir sjávarmáli.
En vinstri-lingarnir í borgarstjórn voru ekki búnir að gefast upp. Hvassahraun er útópíusvæðið fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem raun væri þá orðinn að að Vogaflugvelli og kominn óþægilega nálægt Keflavíkurflugvelli. Samin var galin skýrsla sem kölluð er í daglegu tali Rögnuskýrsla. Teknir voru fjórir flugvallarkostir; Bessastaðanes, Löngusker, Hólmsheiði og Hvassahraun en einnig breyttar útfærslur á flugstæðinu í Vatnsmýri.
Og hver var niðurstaða stýrhópsins í skýrslunni? "Stýrihópurinn leggur til að aðilar samkomulagsins komi sér saman um næstu skref í málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur afl að: i. Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði mismunandi útfærslu og hönnunar verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni." Flugvallarkostir
Sum sé, arfavitlaus kostur valinn enda var sérfræðiþekkingin ekki meiri en það að sérfræðingarnir gleymdu að taka tillit til jarðfræðinnar og Reykjanes er þekkt eldgosasvæði. Náttúran þurfi svo að kenna þrjóskum vinstrimönnum lexíu með þremur eldgosum í röð. Séð er fram á áframhaldandi gosvirkni næstu áratugi en samt hafa sumir vinstri brjálaðir ekki slegið Hvassahraun af borðinu.
Í mínum augum er valkostirnir tveir eða þrír. Auðveldast er að útfæra núverandi flugvöll í Vatnsmýri (ryðja hús og tré til skapa pláss og lengja í flugbrautum) en bara til bráðabirgða.
Best væri að taka flugvöllinn úr höndum Reykvíkinga sem haldið hafa hann í gíslingu, landsbyggðinni til hugarangurs. Það er bara hægt með því að flytja hann út á Löngsker, undir lögsögu ríkisins og án þess að vitl...geti skemmt fyrir. Borga má kostnaðinn við nýjan flugvöll á Löngskerum með sölu lands undir núverandi flugvöll sem nóta bene er í eigu ríkisins, ekki Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður er 37 milljarðar, 24 milljarðar ef hann væri á Bessastaðanesi, 25 milljarðar á Hólmsheiði; um 22 milljarða ef hann væri í Hvassahrauni en ekki er minnst á kostnaðinn við að breyta núverandi flugvöll.
Svo er þriðji kostinn að flytja hann yfir á Bessastaðanes en þá þarf að glíma við annað sveitarfélag, í þetta sinn við Garðabæ. Þar eru menn reyndar raunsæir en hver veit hvaða stjórnarflokkar taka við í framtíðinni og skipta um skoðun.
Stjórnmál og samfélag | 1.9.2023 | 14:14 (breytt 2.9.2023 kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér koma áherslu punktar í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023 og kennir þar nokkurra grasa. Athyglisvert er að hvergi koma þar fram tillögur að skattalækkunum og minnka reglugerðafarganið. Ekki er minnst á gildin, a.m.k. hefði mátt skerpa á hvar flokkurinn stendur í mjúku málunum svonefndu.
Stórauka græna orkuframleiðslu og byggja undir orkuskipti - Ekki slæmt, en það er orkuskortur í landinu. Ekkert gert á meðan flokkurinn er í ríkisstjórn með VG sem eru hreinlega vilja banna orkusölu til stóriðjunnar! Alveg galin stefna VG og sýnir að ef flokkurinn réði ferðinni, yrði landið gjaldþrota á skömmum tíma. Mikil aðför VG að strandveiðum og hvalveiðum sýnir að flokkurinn skilur ekkert hvernig atvinnulífið virkar og hvaðan tekjurnar koma (skattarnir sem þeim finnst svo gaman að ráðstafa í gæluverkefni). Og vill VG enn að Ísland fari úr NATÓ?
Verja verndarkerfi flóttamanna og koma böndum á kostnað - Verja hvaða kerfi? Sem þeir komu á sjálfir og virkar ekki? Af hverju að vera með lokað úrræði en ekki senda fólkið úr landinu í lögreglufylgd ef það hefur verið úrskurðað að það eigi að fara úr landinu? Eiga bara Íslendingar að fara eftir lögum en fólk utan úr heimi bara fara sínu fram?
Endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins - Hér er sannarlega þörf á að taka til hendinni og byrja mætti á að henda áætlunina um Borgarlínu í ruslatunnuna. Fara frekar í gerð mislægra gatnamóta sem nýtist öllum farartækjum, bílum og strætó. Hvers vegna í ósköpunum mega ökutæki önnur en strætisvagnar ekki fara yfir Fossvogsbrúna nýju, er óskiljanlegt. Milljarða framkvæmd en bara í boði fyrir tóma strætisvagna. Þetta myndi minnka gífurlega álagið á umferðina sem kemur úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur og öfugt.
Efla löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. - Þetta hefur lengi verið á dagskrá en einhvern veginn helst fjöldi lögreglumanna alltaf við 700 manns og hefur gert í áratugi. Með tilkomu milljóna ferðamanna mætti efla lögreglu stöðvar á landsbyggðinni. Lengi vel og út 20. öldina var jafn fjöl-/fámennt í lögregluliði Reykjavíkur og á stríðsárunum. 2-3 lögreglubílar á sumum vöktum fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Styrkja embætti ríkissáttasemjara. - Í lagi með það. Var eitthvað í ólagi þar?
Stuðla að efnahagslegum stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. - Hátíð í bæ ef það gerist einhvern tímann að ríkisútgjöld lækki! Ríkið ásamt bönkum hafa þannið út efnahagskerfið og þar með aukið verðbólgu með peningaprentun og útgjöldum. Alltaf verið að ausa fé í gæluverkefni og hækka útgjöld ríkisins með von um að meiri tekjur (í formi skatta oftast) dekki sukkið. Alþingi mætti byrja á sjálfu sér og henta út öllu aðstoðarmannakerfinu. Af hverju þarf svona marga aðstoðarmenn, þegar Alþingi starfað aðeins í 109 daga á ári (ég taldi þingdaga eitt árið)?
Auka hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu. - Þetta er dæmigert hægri stefnu mál en hvort þeir geri eitthvað í málinu er annað mál. Svo hefði flokksráðið mátt bæta við að fækka mætti reglugerðir sem eru afar íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bálknið verður áfram á sínum stað.
En Sjálfstæðismenn virðast hæst ánægðir með EES - samninginn og samskiptin við ESB. Þeir virðast líka hæstánægðir með Schengen landamærakerfið. Af hverju förum við ekki sömu leið og Sviss, sem er í EFTA en er ekki á Evrópska efnahagssvæðinu? Ekki gengur Svisslendingum illa og þeir sleppa við öll afskipti ESB af innri málum sínum. Fjórfrelsið er nóg. Evrópa er bara brot af heimshagkerfinu og við ættum að sækja meira fram í Asíu og Ameríku.
Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn nokkuð mikið hér á blogginu en bara vegna þess að enginn annar hægri flokkur er í boði fyrir hægri menn. Þetta er eini valkostur hægri manna nema ef vera skildi Miðflokkurinn. Sá flokkur skilgreinir sig sem miðjuflokk, burtséð hvað hann er í raun. Fylgi Miðflokksins er komið upp í 8% í síðustu skoðanakönnun og mun ekki gera annað en að hækka, því að flokkurinn er sá eini sem bendir á nakta keisarann og vill gera eitthvað í málinu.
Hvar Flokkur fólksins stendur, hefur ekki reynt á. Virðist vera nokkuð ruglingsleg stefna í gangi þar á bæ, fer eftir skapi formannsins hverju sinni, nema hvað varðar fátækt fólk og annað fólk sem stendur höllum fæti á landinu. Hann skilgreinir sig þó sem borgaralegan flokk.
Að lokum, ættu Sjálfstæðismenn að losa sig við núverandi forystu flokksins. Hún stendur ekki í lappirnar. Hún fylgir ekki stefnumálum eigins flokks og þegar gengið er á hana, segir "forystufólkið" að það verði að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi.
Það er tvennt að gera ef samstarfið gengur illa, mynda nýja ríkisstjórn með flokkum sem eru líkari eða hreinlega standa fast á prinsippunum og fara í stjórnarandstöðu ef með þarf.
Vinstri flokkarnir hafa sýnt í hreinni vinstri stjórn að fólk gefst fljótt upp á þessum flokkum og þeir ófærir um stjórna landinu. Því miður stefnir í vinstri stjórn eftir næstu kosningar. Guð blessi Ísland þá!
Stjórnmál og samfélag | 29.8.2023 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér á blogginu eru Sjálfstæðismenn farnir að rífast innbyrðis um grunnstefnu flokksins, sem er fullveldi Íslands. Í hár saman eru komnir Arnar Þór Jónsson og Björn Bjarnason.
Erfitt er að skilja hvað sá síðarnefndi er að fara, en hann er greinilega á móti "upphlaupi" Arnars Þórs og segir: "Sé fullveldi ríkisins túlkað á þann veg sem Arnar Þór krefst til að þrengja að rétti og frelsi einstaklingsins sem skapast hefur með EES-aðildinni á að ræða leið til hæfilegs jafnvægis í anda sjálfstæðisstefnunnar. Það er ekki gert með aðferðum slaufunar eða ásökunum um smættun, hvað sem það nú er í þessu tilliti."
Hvernig Björn túlkar orð Arnars Þórs að hann sé að "...þrengja að rétti og frelsi einstaklingssins sem skapast hefur með EES-aðilinni" er óskiljanlegt (textinn er annars svo illa skrifaður að maður þarf að lesa hann tvisvar). Og þetta sé gert með aðferð slaufunnar! Hvernig Arnar getur slaufað umræðuna er óskiljanleg rökfærsla. Og ljóst er að Björn er að verja vondan málstað en það er EES-aðild Íslands. Réttur og frelsi einstaklingsins hefur einmitt skerts með EES-aðildinni vegna þess að eðli ESB hefur breyst frá því að Ísland gerðist aðili að EES. ESB í dag er meira sambandsríki en samtök frjálsra þjóða. Framkvæmdarstjórn ESB hefur of mikil völd í ljósi þess að ekki nokkur borgari innan ESB kaus hana.
Valdaframsal til ESB hefur aukist svo mikið að samstarf EFTA og ESB snýst ekki lengur um fjórfrelsið, heldur seilist ESB til áhrifa innan EFTA á öllum sviðum með reglugerðafargann. Þetta láta EFTA ríkin ganga yfir sig þeigjandi og hljóðalaust. Bókun 35 innsiglar endanlega valdaframsal Íslands til alþjóðlegrar yfirstofnunnar og er beinlínis andstæð stjórnarskrá Íslands.
Arnar Þór er ekki einn í liði. "Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar..." segir á vefsíðu Félags Sjálfstæðismanna um fullveldi. Fullveldisfélagið Niðurlag greinarinnar endar svona: Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.Bókun 35 grefur hann endanlega.
Ber svo að skilja að Björn sé fylgjandi fullveldisframsali til ESB? Vill hann fylgja í blindni ófæruferð forystu Sjálfstæðisflokksins eða hvað grasrótin finnst? Á Sjálfstæðisflokkurinn að bera fram frumvarp til lögfestingu bókunnar 35 í haust?
Hér er hlekkur inn á grein á ofangreindri vefsíðu, þar sem tilgangur þessa fullveldisfélags er útskýrður: Sérstakt félag sjálfstæðismanna um fullveldismál Til hvers?
Og greinin byrjar á eftirfarandi hátt:
Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af.
Einnig segir: "Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.
Flokksráðsfundurinn sem greinilega misheppnaðist, talar því máli flokksforystunnar, ekki landsfundar flokksins. Eru flokksráðsmenn því í beinni andstöðu við almenna meðlimi Sjálfstæðisflokksins, þ.e. grasrótarinnar?
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2023 | 11:07 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jú, öll þessi fyrirbrigði urðu til hjá venjulegu fólki í Bandaríkjunum sem er búið að fá sig fullsatt af viðhorfum elítunnar og meginfjölmiðla gagnvart því. Það er að senda frá sér ákveðin skilaboð, n.k. sjálfsprottin viðbrögð.
Þetta fólk er bara venjulegir borgarar, sem kaupir sér húsnæði, stofnar fjölskyldu, mætir í vinnu og borgar skatta. Og það sendir syni sína og dætur í stríð elítunnar. En elítan í Washington DC og fjölmiðlar gefa skít í hvað það gerir, svo lengi sem það borgar skatta ofan á lágar tekjur þeirra. Þetta er fólkið sem býr í miðríkjum Bandaríkjanna, fólkið sem býr ekki í stórborgunum á vestur- og austurströnd Bandaríkjanna. Það býr í smáborgum, bæjum og sveitum landsins og er almennt hunsað.
Enginn nennir að tala við það, nema þegar stjórnmálamaðurinn rennur í gegnum bæinn á kosningaári, á hraðferð og segir "hi and bye!" Allt þar til að Trump fattaði að þarna væri óplægður kosningaakur.
Þarna eru milljónir manna sem mætti ekki á kjörstað vegna þess það finnst atkvæði þessi skipti ekki máli og stjórnmálamönnum alveg sama um það. En þetta fólk er það sem stóð að baki kosningasigurs Trumps 2016 og hann fékk 75 milljónir atkvæða 2020 (jók fylgi sitt um 8 milljónir). Hann fór inn á hvert einasta krummaskuð og hélt kosningafundi.
Og vanrækta fólkið, sem fékk forsetaframbjóðanda í fyrsta sinn í bæinn sinn, mætti og varð hrifið. Loksins einhver sem tala máli þeirra, bænda og verkamanna, einhver sem barðist gegn útvistun verksmiðjustarfa til Kína og fyrir málstað bænda, einhver sem lokar á landamæri svo það þurfi ekki að keppa við nánast ókeypis vinnuafl frá latnesku Ameríku og Trump gerði betur, hann barðist fyrir gildum þess. Guð, fjölskyldan og landið.
Nú hefur þetta fólk verið án málsvara í nánast þrjú ár. Jafnt Repúblikanar og Demókratar á Bandaríkjaþingi sem og á þingum ríkjanna ná ekki til þessa fólks. Það finnur ekki að stjórnmálamennirnir séu í raun að berjast fyrir málstað þess.
En það heyrist í því við og við, óvænt. Tökum þrjú dæmi. Byrjum á Let´s go Brandon sem ég skrifaði grein um. Sjá hér að neðan. Þetta slagorð varð til fyrir tilviljun.
Þetta hófst á Talladega Superspeedway. Brandon Brown ökukappi var nýbúinn að vinna NASCAR kappakstur. Og íþróttafréttakonan Kelli Stavast sagði á einum tímapunkti í viðtali við hann að hún tæki eftir það hvernig áhorfendur virtist syngja honum til heiðurs: Við skulum fara, Brandon!"
Því miður, það er í raun ekki það sem þeir voru að söngla. Ekki einu sinni nálægt því. Fólkið var mjög greinilega að ávarpa Biden forseta, ekki Brandon. Aðeins, með f-sprengju fyrir framan nafnið í stað Við skulum fara!
Svo er það kvikmyndin Sound of Freedom. Holywood vildi ekki fjármagna myndina, en hún kemur inn á barnaníð (tengt Holywood á óþægilegan hátt) og mansal. Hún var gerð af litlum efnum og í aðalhlutverkinu er leikari sem woke liðið hafði hafnað.
Sound of Freedom eða Hljómur frelsis er byggð á sannri sögu Tim Ballard, umboðsmanns innan heimavarnarráðuneytisins sem verður svekktur yfir starfi sínu vegna þess að hann getur í raun ekki bjargað svo mörgum börnum sem eru seld í mansal á heimsvísu. Hann ákveður að yfirgefa stofnunina til að bjarga börnum sem eru seld mansali frá, eins langt í burtu og Mexíkó og Kólumbíu.
Venjulegir Bandaríkjamenn elska greinilega Hljóm frelsis (e. Sound of Freedom) og kjósa með fótunum og mæta í bíóhúsin. Svo, hvers vegna hata fjölmiðlar kvikmyndina? Washington Post sakaði aðstandendur Sound of Freedom um að rugla sannleikann um misnotkun á börnum og koma til móts við QAnon samsæriskenningasmiðjuna".
Í fyrirsögn sinni taldi The Guardian myndina vera QAnon-aðliggjandi spennumynd sem tælir Bandaríkin og sagði velgengni hennar vera ósmekklegt net "astroturfed boosterism" meðal öfgahægri jaðarhreyfinguna.
Kvikmyndin í raun endurspeglar handónýta stefnu núverandi stjórnar Bandaríkjanna í landamæramálum landsins. Inn um galopin hlið landamæra Bandaríkjanna streyma milljónir manna árlega, sumir segja sex eða fleiri milljónir. Og afleiðingin er skelfileg fyrir fólkið sem leitar í gegnum landamærin. Konum er nauðgað, seldar í vændi við komuna til Bandaríkjunum og börnin líka. Karlarnir látnir vinna á þrælavinnustöðum (e. sweatshop). Hátt í hundrað þúsund börn hafa horfið eftir að þau fóru í gegnum landamæraeftirlit Bandaríkjanna og enginn veit hvar þau eru í dag.
Svo er það nýjasta fyrirbrigðið. Kándrílagið Rich men north of Richmond í flutningi Oliver Anthony sem varð fyrsti listamaðurinn til að eiga frumraun á toppi Billboard Hot 100 þrátt fyrir að hafa enga fyrri sögu á vinsældalista, með lag sem hefur vakið bakslag fyrir staðalmyndir sínar um velferðarþega Bandaríkjanna. Fyrir þremur vikum var hann algjörlega óþekktur bóndi sem spilaði fyrir tuttugu manna áhorfendahóp. En lagið hans hitti á veika taug hins venjulega borgara. Það fjallar um elítuna í Washington DC (sem er rich men north of Richmond) sem gefur skítt í líf venjulega Jóns og Gunnu Bandaríkjanna og um líf hins venjulega Bandaríkjamanns sem þrælar í láglaunastarfi.
Sound of Freedom - Official Trailer (2023)
Oliver Anthony - Rich Men North Of Richmond
Stjórnmál og samfélag | 22.8.2023 | 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er stöðugt eitthvað nýtt að uppgötvast um Joe Biden. Nú hefur komið í ljós að hann notar gervi aðgang í tövupósti samskiptum þegar hann þiggur mútur. Hann gengur undir dulnefninu Robert L. Peters. Hann notar það þegar hann þiggur mútur.
Ég held svei mér þá að þetta sé skúpp hjá mér, a.m.k. hef ég ekki séð frétt um þetta hjá íslenskum fjölmiðlum.
Hér er Matt Gaetz að fara yfir stöðuna:
Stjórnmál og samfélag | 19.8.2023 | 10:07 (breytt kl. 10:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jú, báðar borgirnar hefur lengi vel verið stjórnað af vinstri mönnum, með sama árangri. Eða réttara sagt, árangursleysi. Líkt og með vinstrimenn yfir höfuð, kunna þeir ekki að fara með annarra manna fé og sólunda skattfé borgabúa í alls kyns gæluverkefni. Báðar borgirnar eru illa reknar og skuldugar upp í rjáfur.
Í báðum borgum flýr fólk einhvert annað, þangað sem hægri menn stjórna. Í báðum borgum flýja fyrirtækin vegna "haturs" gegn fyrirtækjarekstri og þangað sem álögur og reglugerðir eru minni. New York búar og fyrirtæki leita til Texas og Flórída en Reykvíkingar til sveitafélaga á Suðurlandi í leit að íbúð en fyrirtækin til Hafnarfjarðar að aðstöðu fyrir fyrirtæki sín. Borgirnar verða af miklu skattféi þar af leiðandi af báðum ástæðum.
Báðar borgirnar eru frjálslyndar eða telja sig vera það. Þær telja sig vera fjölmenningarborgir og eru vinveittar ólöglegum innflytjendur. Gjaldaþrota Reykjavíkurborg hefur lýst sig reiðubúna til taka á móti 1500 flóttamönnum (með von um að fá meðgjöf með þeim frá ríkinu og drýgja þannig tekjurnar) og New York er einnig mjög vinveitt hælisleitendum (er yfirlýst "skjólborg").
En nú eru að renna tvær grímur á Demókratanna í New York. Þeir, líkt og Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, ráða ekki við fjölda hælisleitenda. Á skömmum tíma hafa 100 þúsund hælisreitendur leitað þangað í gegnum galopin landamæri Biden stjórnarinnar. Í fyrstu voru þeir velkomnir en þegar velferðakerfið er að sligast vegna ásóknar, eru sumir Demókratar farnir að kvarta. New York Democrats fear looming political 'disaster' over migrant crisis: 'Ticking time bomb'
Ef 10 milljóna borgin New York er að sligast undan 100 þúsund hælisleitendur, hvað þá með fimm þúsund hælisleitendur sem leita hingað árlega til smáborgina Reykjavík með 140 þúsund íbúa? Jú, þeir leita þangað þar sem þjónustan er mest og stjórnsýslan sem tekur á mál þeirra er til húsa.
Demókratar óttast fylgistap vegna hælisleitendamála en hvað með vinstri stjórnina í Reykjavík? Nú þegar ríkið vill sturta vanda hælisleitendur yfir á herðar sveitafélaganna? Reykjavíkurborg, sem telur sig vinveitta minnihlutahópa, þegar á reynir, kvartar!
Eða verða skuldamál vinstri stjórnarinnar í Reykjavík henni að falli? Kannski sýnir Einar í Framsókn hversu fávísir Framsóknarmenn eru með því að taka við keflinu í miðju hlaupi og hlaupa ekki í mark, heldur á endastöð Framsóknarflokksins í borginni. Hver kýs Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum? Eftir svikin kosningaloforð og tómann bankareikning en enginn vill fjármagna borgina eins og sjá mátti í síðasta skuldaútboði. Miklar líkur er á að við keflinu taki Samband íslenskra sveitafélaga, sem tekur fjármálavald borgarinnar í sínar hendur eftir að borgin verður lýst gjaldþrota.
Stjórnmál og samfélag | 18.8.2023 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hinn virti fræðimaður Victor Davis Hanson hefur skrifað af mikilli þekkingu um þjóðríkið og nauðsyn landamæra. Hér eru nokkri punktar sem hann kemur inn á, sjá slóðina: Op-Ed: Why borders matter — and a borderless world is a fantasy
Sum sé, eftirfarandi texti er eftir hann. Förum yfir hvað hann segir en valdir kaflar úr grein hans eru þýddir:
"Landamæri eru í fréttum sem aldrei fyrr og málefni hælisleitenda. Elítan ýtir undir landamæralausan heim enda vill hún fá sitt vinnuafl ódýrt og við hendina þegar henni hentar. Svo má nota þetta fólk sem framtíðar kjósendur.
Meðal elítunnar hefur landamæraleysi tekið sinn sess sem pólitískur rétttrúnaður á okkar tímum - og eins og með aðrar slíkar hugmyndir hefur það mótað tungumálið sem við notum. Lýsandi hugtakið ólöglegur útlendingur víkur fyrir þokukenndum ólöglegum innflytjanda, síðan skjallausum innflytjanda, innflytjandi eða algjörlega hlutlausum innflytjandi - nafnorð sem hylur hvort viðkomandi einstaklingur er að koma inn eða fara.
Dagskráin fyrir opin landamæri í dag á rætur sínar að rekja ekki aðeins til efnahagslegra og pólitískra þátta - þörfinni fyrir láglaunafólk sem mun vinna verkið sem innfæddir Bandaríkjamenn eða Evrópubúar munu ekki gera, og löngunina til að flýja misheppnuð ríki - hefur verið í nokkurra áratuga vitsmunalegri gerjun, þar sem vestrænir fræðimenn hafa skapað töff svið landamæraumræðu.
Það sem við gætum kallað "eftir landamærastefna" (landamæraleysi) er það sem fræðimenn segja að landamæri séu aðeins tilbúnar byggingar, jaðarsetningaraðferðir hannaðar af valdamönnum, aðallega til að stimpla og kúga hinn - venjulega fátækari og minna vestrænan - sem endaði á rangri hlið skiptinginnar.
Þar sem landamæri eru dregin er vald beitt, eins og einn evrópskur fræðimaður orðaði það. Þetta viðhorf gerir ráð fyrir að þar sem landamæri eru ekki dregin sé valdi ekki beitt.
Draumar um landamæralausan heim eru þó ekki nýir. Plútarch hélt því fram í ritgerð sinni Um útlegð að Sókrates teldi sig ekki bara vera Aþenubúa heldur "borgara alheimsins.
Í seinni tíma evrópskri hugsun byggðu hugmyndir kommúnista um alhliða verkalýðssamstöðu að miklu leyti hugmyndina um heim án landamæra. "Verkamenn heims, sameinist!" hvöttu Marx og Engels. Stríð brutust út, frá þessari hugsun, eingöngu vegna óþarfa deilna um úrelt ríkismörk.
Lausnin á endalausu stríði, héldu sumir fram, væri að útrýma landamærum í þágu þverþjóðlegrar stjórnarhátta.
Vísindaskáldsaga H. G. Wells, The Shape of Things to Come fyrir stríð, sá fyrir sér að landamæri myndu að lokum hverfa þegar fjölþjóðafræðingar knúðu fram upplýsta heimsstjórn.
Slíkur skáldskapur ýta undir tísku í hinum raunverulega heimi, þó að tilraunir til að gera landamæri ekki mikilvæg - eins og á tímum Wells, og Þjóðabandalagið reyndi að gera - hafi alltaf mistekist. Vinstrimenn halda ótrauðir áfram að þykja vænt um sýn á landamæralausan heim sem siðferðilegir yfirburðir þeirra koma fram, sigur yfir tilbúnri mismun.
Samt er sannleikurinn sá að formleg landamæri skapa ekki mun þau endurspegla hann. Áframhaldandi tilraunir elítunnar til að eyða landamærum eru bæði tilgangslausar og eyðileggjandi.
Landamæri - og baráttan við að halda þeim eða breyta þeim - eru jafngömul landbúnaðarmenningu. Í Grikklandi til forna brutust út flest stríð vegna kjarrlendis á landamærum. Hið umdeilda hálendi bauð lítinn hagnað fyrir búskap en hafði gríðarlegt táknrænt gildi fyrir borgríki til að skilgreina hvar eigin menning hófst og endaði.
Í gegnum söguna hafa upphafspunktar stríðs jafnan verið slík landamæralönd - methorían milli Argos og Spörtu, Rínar og Dóná sem landamæri Rómaveldis, eða Alsace-Lorraine púðurtunnan milli Frakklands og Þýskalands. Þessar deilur komu ekki alltaf upp, að minnsta kosti í fyrstu, sem tilraunir til að ráðast inn og sigra náungann. Þær voru þess í stað gagnkvæm tjáning aðgreindra samfélaga sem meta skýr landamæri að verðleikum - ekki bara sem efnahagsleg nauðsyn eða hernaðarlegt öryggi heldur einnig sem leið til að tryggja að eitt samfélag gæti sinnt einstökum viðskiptum sínum án afskipta og átaka nágranna sinna.
Landamæri eru til aðgreindra landa sem girðingar eru fyrir nágranna eða bænda: leið til að afmarka að eitthvað á annarri hliðinni sé frábrugðið því sem liggur hinum megin. Landamæri magna upp meðfædda löngun mannsins til að eiga og vernda eignir og líkamlegt rými, sem er ómögulegt að gera nema það sé litið á það - og hægt sé að skilja það svo - sem aðskilur. Landamæri þarf til að geta rekið þjóðfélag, þau skilgreina skattgreiðendur frá hinum sem koma sem gestir og þeir sem eru skilgreindir sem borgarar eru skattgreiðendur og halda samfélaginu uppi.
Skýrt afmörkuð landamæri og framfylgd þeirra, annaðhvort með múrum og girðingum eða með öryggiseftirliti, mun ekki hverfa vegna þess að þau fara að hjarta mannlegs ástands - það sem lögfræðingar frá Róm til skosku upplýsingatímans kölluðu meum et tuum, mitt og þitt. Milli vina auka ógirt landamæri vináttu; meðal óvingjarnlegra, þegar þeir eru víggirtir, hjálpa þau að halda friðinn.
---
Í stórum dráttum eru þeir sem gera gys að landamærum ekki tilbúnir til að takast á við hvers vegna tugir milljóna manna kjósa að fara yfir þau í fyrsta lagi, og skilja eftir tungumálakunnáttu sína og innfæddan jarðveg - og leggja sig í mikilli persónulegri hættu á þeirri vegferð. Svarið er augljóst: fólksflutningar, eins og þeir voru á sjöunda áratugnum milli meginlands Kína og Hong Kong, eins og þeir eru núna milli Norður- og Suður-Kóreu, eru venjulega einstefnugötur, frá ekki Vesturlöndum til vesturs eða vestrænnar birtingarmyndir þeirra. Fólk gengur, klifrar, syndir og flýgur yfir landamæri, öruggt í þeirri vissu að mörk marka mismunandi nálgun á mannlega reynslu, þar sem önnur hliðin er talin farsælli eða meira aðlaðandi en hin.
Vestrænar reglur sem stuðla að auknum líkum á samráði stjórnvalda, trúarlegu umburðarlyndi, sjálfstæðu dómskerfi, frjálsum markaði kapítalisma og vernd einkaeignar sameinast til að bjóða einstaklingnum upp á velmegun og persónulegt öryggi sem sjaldan nýtur heima hjá sér. Fyrir vikið gera innflytjendur nauðsynlegar ferðaleiðréttingar til að fara vestur sérstaklega í ljósi þess að vestræn siðmenning, einstaklega svo, hefur venjulega skilgreint sig út frá menningu, ekki kynþætti, og er því ein tilbúin að samþykkja og samþætta þá af mismunandi kynþáttum sem vilja deila siðareglur hennar. En svo kemur veruleikinn og hættan. Hvað á að gera við þá sem vilja ekki samþættast og halda í eigin siði og venjur?"
Stjórnmál og samfélag | 16.8.2023 | 15:03 (breytt kl. 15:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Titillinn á þessari blogggrein hljómar eins og stríðsletur, æsingafyrirsögn til að ná athygli. En því miður er þetta staðreynd.
Reykjavíkurborg er komin upp í 199% skuldaviðmið en ef hún fer yfir 200%, telst hún tæknilega séð gjaldþrota og sérstök framkvæmdarnefnd Samtaka sveitafélaga tekur við fjárrekstur sveitafélagsins. Skuldaviðmiðið var 150% en þegar stefndi í að Reykjavík færi yfir þau mörk, voru þau bara hækkuð í 200%!
Verra er að yfirdráttur Reykjavíkurborgar er fullnýttur hjá bönkunum. Reykjavík er í svipaðri stöðu og Selfoss sem er á barmi gjaldþrots en mikill munur er á þessum sveitarfélögum hvað varðar orsök gjaldavanda.
Selfoss hefur stækkað svo ört að Árborg á í erfiðleikum við að halda í við íbúafjölgun og aukins þjónustustigs sem því fylgir, svo sem byggingu leikskóla og grunnskóla.
Svo er ekki fyrir að fara hjá Reykjavíkurborg. Þar er hrein órásía að ræða, peningum eytt í alls kyns gæluverkefni (t.d. hjólastígar, þrengingu gatna, alls kyns menningartengd verkefni sem ættu að vera í höndum samtaka eða einstaklinga) en fyrst og fremst stafar vandinn af risavöxnu stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Alls kyns "fræðingar" eru á spenanum að gera ekki neitt, nema að flækjast fyrir einstaklingsframtakinu með reglugerðafargann.
Reykjavíkurborg hrekur fyrirtæki úr borginni og til Hafnarfjarðar sem er orðið mesti iðnaðarbær Íslands. Þar verður Reykjavík af útsvari. Svo harðir eru vinstri menn í að hrekja fyrirtækin úr borginni að heilu iðnaðarhverfin eru breytt til að koma þeim úr borginni, svo sem Vogahverfið. Reykjavík er orðin svefnbær fyrir iðnaðarhverfi nágrannasveitafélaga.
Engar verklegar framkvæmdir hafa verið í áratugi í borginni, engin mislæg gatnamót og Sundabraut eins fjarri veruleikanum og hún var fyrir tveimur áratugum. Engir peningar eru til í almennar vegaframkvæmdir, aðeins fyllt í holurnar og malbikað yfir "járnbrautaförin" í malbikinu.
Á meðan mygla skólarnir vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinn, að sögn vegna fjárskorts. Leikskólar ekki mannaðir og þá er fundin "töfralausnin" að börnin eigi að vera sex klst. á dag í leikskólum. Umferðaeyjur ekki slegnar, jú, það er svo "grænt" að láta grasið fullvaxa, asmasjúklingum til ama og helst ekki að hreinsa götur nema einu sinni ári. Mengun í borgum erlendis dregur fjölda fólks til dauða árlega. Hver skyldi sú tala vera í Reykjavík? Á meðan flokkar fólk sorpið með stækkunargleri en Reykjavíkurborg hrærir svo í ruslinu á sorpmóttökustöð í einn hrærigraut.
Í hvað hafa eiginlega peningarnir farið, með útsvarsgreiðslur Reykvíkinga í toppi? Og kjósendum er alveg sama? Af hverju eru ekki mótmæli á götum úti? Mér kemur þetta ekkert við hugsar kjósandinn?
Stjórnmál og samfélag | 15.8.2023 | 18:47 (breytt 16.8.2023 kl. 07:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020