Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Óhætt er að segja að Íslendingar sumir hverjir eru með gullfiska minni. Nú þegar Samfylkingin hefur verið fjarri valdakötlunum um tíma, hafa kjósendur gleymt hörmungarsögu hennar.
Samfylkingin skipti um andlit, fékk nýjan formann sem virkar sjarmerandi en það eru ekki umbúðirnar sem skipta máli, heldur innihaldið.
Innihaldið er það sama og þegar Samfylkingin kom okkur í kreppu og viðhélt henni eftir hrunið 2008. Nýjasta afrek Samfylkingarinnar er í Reykjavík, þar sem borgin er með skuldarviðmiðið 199% en við 200% markið tekur nefnd á vegum Samband íslenskra sveitarfélaganna við stjórnartaumanna, enda telst hún þar með tæknilega gjaldþrota og nefndin stjórnar þrotabúinu.
Núverandi oddviti Samfylkingarinnar fer hrósi sigrandi frá Reykjavíkurborg, á síðustu stundu í björgunarbátinn og lætur einfelding frá Framsókn fara niður með skipinu. Nú hefur hann boðað komu sína í landsmálin, guð blessi Ísland þá!
Þegar litið er á stefnuskrá flokksins, er hún full af loforðum, fallegum orðum en lítið um innihald. Tökum dæmi. Við ætlum að viðhalda góðu heilbrigðiskerfi. Auðvitað! Allir flokkar vilja það, en hvernig? Ætlar flokkurinn að leyfa í meira mæli einkarekstur? Og hvernig ætlar flokkurinn að tryggja heimilislækni á hvern íbúa þegar heimilislæknar eru ekki til í raunveruleikanum. Hókus pókus, hér kemur nýr heimilislæknir handa þér, veskú!
Hér er stefnulýsing Samfylkingarinnar, lesendur geta sleppt því að lesa hana, hún segir ekkert af viti eða eitthvað nýtt.
Stefnulýsing Samfylkingarinnar - Manifesto
En fyrir öll kosningaloforðin sem þýðir aukin útgjöld, er ekki minnst á hvernig eigi að fjármagna öll gæðin sem flokkurinn boðar. Það er ekki gert öðruvísi en með hærri skatta. Sum sé, það á ekki að hagræða og spara, það á ekki að minnka útgjöld ríkisins og þar með er er Samfylkingin í raun skattaflokkur.
Borgum við ekki nógu mikið í skatta? Og hvar stendur flokkurinn í stóru málunum, innflytjendamálunum og stríðinu í Úkraníu? Styður flokkurinn við stefnuna um opin landamæri og áframhaldandi stríð í Úkraníu? Hvernig ætlar flokkurinn að kveða niður verðbólgudrauginn?
Samfylkingin er sósíalistaflokkur og slíkir flokkar eru alltaf fjandsamlegir atvinnulífinu og frjálsu framtaki (segjast styðja frelsi en hefta það með skattaálögum og afskiptum).
Vill Samfylkingin að við förum inn í ESB? Hér er Victor Davis Hanson að tala um að alþjóðavald hafi aldrei gengið upp í mannkynssögunni: No One Can Rule The World
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2023 | 08:23 (breytt kl. 09:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann hefði mátt segja sjálfum sér að hann væri valtur í sæti en hann trúði ekki að hægt væri að koma honum úr embætti. Það þurfti 30 umferðir til að kjósa hann í upphafi og með þeim formerkjum að einn þingmaður gæti borið upp vantraust yfirlýsingu á hendur hans og borið undir atkvæðagreiðslu. Nú hefur það gerst.
Fjölmiðlar hérlendis keppast við að kalla andstæðinga hans vera yst til hægri og þeir séu n.k. hægri öfga. En það er bara ekki rétt. Þeir sem felldu hann voru búnir að vara McCarthy við að hann yrði að skera niður fjárlög enda stefnir í $2 billjónir halla rekstur á ríkissjóð en heildarskuldir ríkisins eru komnar upp í $33 billjónir (e. trillions). Vaxtagjöldin slaga upp í $1 billjón (milljarður milljarða). Þótt ríkir séu, bera Bandaríkjamenn ekki svo miklar skuldir til langframa.
Kannski var það sem gerði útslagið er að Joe Biden sagðist hafa gert samkomulag við McCarthy um áframhaldandi fjáraustur í Úkraníu stríðið eftir að núverandi bráðabirgða fjárlagatímabil lýkur eftir 45 daga en sá síðarnefndi neitaði.
Hann fór heldur ekki eftir beiðni flokksmanna sinna um að greitt yrði um einstaka útgjaldalið, í stað pakka atkvæðagreiðslu en í slíkum pakka leynist margir útgjaldaliðir sem annars hefðu e.t.v. ekki verið samþykktir. Þannig hlaða útgjaldaliðirnir utan á sig eins og snjóbolti á leið niður brekku af því að allir vilja koma sína að.
Er loksins komin ábyrgð í bandarískum stjórnmálum? Getum við Íslendingar e.t.v. einnig komið slíku fyrirkomulagi á? Til dæmis fjárlögin 2023-24 yrðu afgreidd úr Alþingi eftir kosningu um helstu kostnaðarliði. Greitt atkvæði um heilbrigðismál, svo menntamál, þ.e.a.s. stóru liðina.
Stjórnmál og samfélag | 4.10.2023 | 08:14 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nei er stutta svarið. Núverandi forseti hefur ekki sýnt neina leiðtogahæfileika, ákveðni né þor. Í þau fáu skipti sem hann tjáir sig um alvarleg mál sem snerta forsetaembættið, og ekki bara að klippa borða og segja fín orð, hefur hann verið ákveðinn í að vera óákveðinn.
Athuga verður að forsetinn er ekki bara upp á punt á Bessastöðum sem er dreginn fram við hátíðlegar athafnir, hann hefur raunverulegu hlutverki að gegna í íslensku stjórnkerfi. Oft er vísað til hans sem öryggisventil. Forsetinn sem var á undan honum sannaði rækilega að forsetinn hefur hlutverki að gegna. Hann sparaði íslenska þjóðarbúið hundruð milljarða króna í Icesave málinu, þegar Alþingi Íslendinga brást hlutverki sínu og umbjóðendum sínum með kolólöglegri lagasetningu.
Talað er um að hópur manna ætli eða sé byrjaður að safna undirskriftalistum gegn lagasetningu fyrir bókun 35. Sel það ekki dýrara en keypti.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).
Frá utanríkisráðherra.
1. gr.
4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Svo kemur greinagerð um frumvarpið sem ekki er birt hér.
Fyrir áhugasama, er slóðin inn á frumvarpið hér: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2023 | 11:32 (breytt kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Inngangur
Eftirfarandi texti er samtímingur héðan og þaðan en aðallega þýðing á greininni Who is Milton Friedman, sjá slóð hér að neðan.
Ég held að fáir vita hver Milton Friedman er í dag. Menn eru uppteknir af ný-marxisma og öðrum ruglstefnum. Það er alveg ótrúlegt þegar fólk, sem á að heita að búi í kapitalísku ríki, skuli daðra við kommúnismann og miðstýrðu efnahagskerfi. Slíkt fólk hefur ekki lært af sögunni. Kommúnisminn og ríkisstýrð efnahagskerfi, hafa verið reynd í Austur-Evrópu og annars staðar í heiminu (og með stjórn kommúnista í Vestur-Evrópu þegar þeir komast í ríkisstjórn) og alls staðar er jörðin skilin eftir í rjúkandi rúst.
Kapitalisminn er besta kerfið sem boðið er upp á. Allt annað hefur misheppnast, t.d. anarkismi sem Píratar eru að gæla við. En hvað er kapitalismi? Frjáls markaðshagkerfi, þar sem frjálsir menn með tjáningarfrelsi, eiga og stjórna eignum, keppast innbyrðist við að koma vörur og þjónustu á markað. Þessi samkeppni, ef hún breytist ekki í fákeppni, leiðir til hagkvæmni, framfara í tækni og þekkingu, lægra vöruverð og betri vöru og þjónustu.
Kapitalismi getur þrifist undir harðstjórn/einveldi, ef valdhafarnir láta sig nægja að einokna stjórnkerfið og láta borgaranna um viðskipti. En kapitalismi þrífst best í frjálsu samfélagi, af þeirri einföldu ástæðu að ef borgaranir fá að hugsa frjálst og tjá sig frjálst, verða til nýjungar og þekking sem knýr samfélagið áfram. Gott dæmi um þetta er nýjasta orrustuþota Kínverja, sem er nákvæm eftirlíking af F-35 en þrátt fyrir copy/paste aðferð þeirra, er hún síðri. Tæknin er betri hjá Kananum.
Það er ekki undarlegt að helstu framfarir, tækninýjungar og uppgötvanir verða til í Bandaríkjunum, ekki Kína. Í Bandaríkjunum er einstaklingsfrelsi og -hyggja og tjáningarfrelsi. Kínverjar verða að láta sig nægja að reka öflugt njósnakerfi til að komast yfir tækniþekkingu Vesturlanda. Sama átti við um Sovétríkin sálugu.
Kynning á Milton Friedman
Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur og tölfræðingur sem trúði á frjálsan markaðskapítalisma og var talinn leiðtogi peningahagfræði skóla Chicago (e. Chicago School of monetary Economics).
Árið 1976 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í hagvísindum fyrir rannsóknir sínar á neyslugreiningu, peningasögu, kenningum og margbreytileika stöðugleikastefnu.
Friedman er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal Kapítalismi og frelsi. Hann hlaut frelsisverðlaun forseta Bandaríkjanna árið 1988. Milton Friedman lést 16. nóvember 2006.
Helstu lykilatriði varðandi Friedman.
Milton Friedman var bandarískur hagfræðingur sem talaði fyrir frjálsum markaðskapítalisma.
Hann er upphafsmaður peningastefnunnar, virkrar peningastefnu þar sem stjórnvöld stjórna magni peninga í umferð.
Friedman hjálpaði til við að þróa staðgreiðslu tekjuskatts í seinni heimsstyrjöldinni.
Milton Friedman starfaði sem efnahagsráðgjafi Richard Nixon forseta og Ronald Reagan forseta.
Friedman hlaut Nóbelsverðlaunin í hagvísindum árið 1976.
Yngri ár og menntun
Milton Friedman fæddist 31. júlí 1912 í Brooklyn, New York. Eftir að hafa lokið BS gráðu frá Rutgers háskóla lauk Friedman meistaragráðu við háskólann í Chicago og doktorsgráðu. við Columbia háskólann.
Árið 1935 gekk hann til liðs við National Resources Planning Board og gerði könnun á neytendafjárhagsáætlun, afstöðu sem síðar myndi vera kveikja að bók hans, A Theory of the Consumption Function.
Tekjuskattur
Árið 1941 gekk Milton Friedman til liðs við bandaríska fjármálaráðuneytið og vann að skattastefnu stríðstíma á fyrstu tveimur árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Friedman benti einu sinni á að eiginkona hans hefur aldrei fyrirgefið mér þann þátt sem ég átti í að móta og þróa staðgreiðslu fyrir tekjuskattinn."
Sem hluti af hugveitu sem leiddi til staðgreiðslu tekjuskatts sem tímabundinnar ráðstöfunar til að hjálpa til við að fjármagna stríðið, efaðist Friedman aldrei um nauðsyn þess á stríðstímum og sagði:
Það er enginn vafi á því að ekki hefði verið hægt að innheimta þá upphæð skatta sem lagðir voru á í seinni heimsstyrjöldinni án þess að miða staðgreiðslu skatta við upprunann.
Friedman iðraðist síðar eftir að hafa neytt staðgreiðslu á Bandaríkjamenn og var agndofa þegar ríkisstjórnin gerði neyðarráðstöfunina að varanlegum hluta skattlagningar sinnar á friðartímum.
Friedman gegn Keynes
Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar gekk Friedman til liðs við hagfræðideildina við háskólann í Chicago og varð prófessor árið 1948.
Við háskólann leiddi Friedman áskorun eftirstríðsins á kenningar John Maynard Keynes, breska hagfræðingsins sem hélt því fram að stjórnvöld yrðu að hjálpa kapítalískum hagkerfum í gegnum samdráttartíma og koma í veg fyrir að uppgangstímar springi út í mikla verðbólgu.
Milton Friedman hélt því fram að stjórnvöld yrðu að haldi sig frá hagkerfinu og láti frjálsa markaðinn virka. Þar sem Keynesíumenn gætu stutt skammtímalausnir til að örva neysluútgjöld og hagkerfið, með því að bjóða upp á tímabundið skattaívilnun eða örvunarávísun, setti Friedman fram þá kenningu að fólk lagaði sig að eyðsluvenjur þeirra til að bregðast við raunverulegum breytingum á ævitekjum þeirra, ekki tímabundnum breytingum á núverandi tekjum.
Árið 1957 afneitaði Friedman keynesíska hugsun með bók sinni um neyðsluútgjöld: A Theory of the Consumption Function.
Milton Friedman og aðrir við Chicago skólann unnu til nokkurra Nóbelsverðlauna í hagfræði fyrir vinnu sína við að afnema keynesísk hugtök, þar á meðal verðlaun Friedmans árið 1976 fyrir árangur sinn á sviði neyslugreiningar, peningasögu og kenninga um hversu flókin stöðugleikastefna er.
Peningahyggja
Litið á hann sem leiðtoga Chicago School of monetary Economics, lagði Friedman áherslu á mikilvægi peningamagns sem tækis í stefnu stjórnvalda og ákvarðandi hagsveiflur og verðbólgu.
Peningahyggjukenning hans lagði til að peningamagnsbreytingar hefðu tafarlaus og langtímaáhrif. Í bók sinni 1963, A Monetary History of the United States, héldu Milton Friedman og annar höfundur Anna Schwartz því fram að það væri peningastefnan, en ekki bilun frjálsmarkaðs kapítalisma, sem leiddi til kreppunnar miklu.
Friedman fór yfir aldar peningastefnu á hrunum, uppsveiflu, samdrætti og lægðum og komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn væri aðalorsök kreppunnar vegna þess að hann minnkaði peningamagnið um meira en þriðjung á árunum 1929 til 1933. Þessi samdráttur olli hruni sem framlengdist í kreppu.
Milton Friedman, sem upphaflega studdi gullfót, fór í átt að harðpeningastefnu þar sem peningamagn í umferð eykst á sama hraða og hagvöxtur þjóðarinnar. Í samræmi við andstöðu sína við keynesíska hugsun, mislíkaði Milton Friedman Bretton Woods samningnum, sem var tilraun til að festa gjaldmiðla frekar en að láta þá fljóta á frjálsum markaði.
Hoover stofnun. "Nóbels peningaeinvígi - hvers vegna Bretton Woods mistókst."
Þegar keynesíska kerfið varð fyrir stöðnun á áttunda áratugnum fóru fræðimenn að taka stefnu Friedmans gegn verðbólgu, harðpeningastefnuna alvarlega. Peningahyggja tók yfir keynesískar lausnir.
Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan, tók eftir því að Friedman kom með þegar ljóst var að keynesísk samstaða, sem hafði virkað vel frá 1930, gæti ekki útskýrt stöðnun áttunda áratugarins. Árið 1979 innleiddi Paul Volcker, seðlabankastjóri, peningastefnu Friedmans.
Friedman varð leiðbeinandi fyrir efnahagsstefnu sem Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands stóðu að.
Arfleifðin
Milton Friedman uppgötvaði margar nýjungar í hagfræðikenningum á seinni hluta 20. aldar. Vinna hans við að útskýra peningaframboð og áhrif þess á efnahags- og verðbólgubreytingar vakti virðingu um allan heim.
Samstarfsmaður Friedman, Edmund Phelps, var nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2006 fyrir kenningu sem nóbelistarnir tveir settu fram á sjöunda áratug síðustu aldar um atvinnuleysi og verðbólgu, kenningu sem er áfram notuð sem hagnýtur leiðarvísir meðal helstu seðlabanka heimsins, þar með Seðlabanki Bandaríkjanna.
Friedman starfaði sem háttsettur meðlimur við Hoover stofnunina frá 1977 til 2006. Hann var Paul Snowden Russell Distinguished Service prófessor emeritus í hagfræði við háskólann í Chicago, þar sem hann kenndi frá 1946 til 1976 og var meðlimur rannsóknarstarfsmanna Hagfræðistofa frá 1937 til 1981.
Friedman starfaði sem forseti American Economic Association, Western Economic Association og Mont Pelerin Society. Hann var einnig meðlimur í American Philosophical Society og National Academy of Sciences.
Skilgreining á peningahyggju (e. monetarism): Kenningin eða framkvæmdin um að stjórna framboði peninga sem aðalaðferðin til að koma á stöðugleika í hagkerfinu.
Stjórnmál og samfélag | 28.9.2023 | 09:25 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það mætti ætla af lestri fjárlagafrumvarps 2024 að á Íslandi byggi milljóna þjóð. Svo er ekki. Íslenska þjóðfélagið slagar upp í 400 þúsund manns ef útlendingarnir eru taldir með. Þetta er eins og meðalborg á meginlandi Evrópu. Samt haga Íslendingar sig eins og hér séu til nægir fjármunir til að halda uppi viðamikla stjórnsýslu.
Stjórnsýslan, stundum kölluð bálknið, er mjög kostnaðarsöm miðað við stærð þjóðfélagsins. Kíkjum á tvo fjárlagaliði sem dæmi. Annað bálk er svo stjórnsýslan á sveitarstjórnarstiginu en það er önnur saga.
Það er einn liður í fjárlagafrumvarpinu sem nefnist Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, heildargjöld: 6,673,7 milljarða króna! Við vitum að það eru framkvæmdir við skrifstofubygggingu Alþingis sem kostar sitt en samt eru fjárfestingaframlögin þetta árið aðeins 634 milljónir króna. Í hvað fara hinir peningarnir?
Mikið hefur verið rætt um dagpeninga en í útvarpsþætti Útvarps sögu kemur fram að greiddir eru dagpeningar upp á kr. 10. milljónir á dag! Vita menn ekki að hægt er að taka þátt í erlendu samstarfi í gegnum fjarskiptabúnað og hægt er að sleppa að taka þátt í öllu erlendu samstarfi? Það má til dæmis leggja niður sendiráð.
Embætti forseta Íslands fær 352 milljónir í rekstrarframlög og fjárfestingaframlög upp á kr. 11. milljónir. Við vitum að forsetinn er dýr í rekstri, enda með fjölmennt þjónustulið og einkabílstjóra og mánaðarlaun hans eru há. Og eru há það sem eftir er lífs hans, enda fer forsetinn á eftirlaun, strax á eftir embættissetu. Nú eru þrír forsetar á framfærslu okkar skattborgaranna og eru fokdýrir í rektsri. Kannski hefði verið betra að Ísland hefði verið konungsríki áfram, þá þyrftum við ekki að vera með ígildis "þrjá kónga" á framfærslu ríkisins. Þetta finnst Íslendingum bara vera í lagi.
Hægt er að fara lið fyrir lið í fjárlagafrumvarpinu og skera duglega niður. Það sem ríkisstjórnin telur vera nauðsyn, er oft bara lúxus sem má sleppa ef menn þyrftu virkilega og af illri nauðsyn að skera niður. Það má spara með því að eyða minna og það má minnka skattheimtu en Friedman hélt því fram að skattalækkanir, ef varanlegar, myndu auka lífstíðarneyslu sem nemur skattinum, en samt aðeins auka neyslu á hverju tímabili um tiltölulega lítið magn.
Ég er hlynntur því að lækka skatta undir öllum kringumstæðum og af hvaða afsökun sem er, af hvaða ástæðu sem er, hvenær sem það er mögulegt. ... vegna þess að ég tel að stóra vandamálið sé ekki skattar, stóra vandamálið sé eyðslan. - Milton Friedman
Friedman taldi stjórnvöld vera of stór í sniðum og uppáþrengjandi og að með því að lækka skatta myndi umfang stjórnvalda minnka.
Keynesísk þjóðhagfræði heldur því fram að lausnin á samdrætti sé þensluhvetjandi ríkisfjármálastefna, svo sem skattalækkanir til að örva neyslu og fjárfestingar eða bein aukning ríkisútgjalda sem myndi færa heildareftirspurnarferilinn til hægri. En það er enginn samdráttur á Íslandi, þver á móti, mikil þennsla. Reyndar "rústaði" Friedman kenningar Keynes og mun ég fara út í það í næstu grein.
Að lokum, það getur sparað stórfé að hreinsa til í reglugerða lögunum en skriffinnskan í kringum fyrirtækjarekstur er of mikil og getur hreinlega eyðilagt fjárfestingar í landinu. Þá má einnig búa til fríverslunar svæði á landinu, sem myndi örva byggð á landinu þar sem hún á undir högg að sækja. Fjármagnið leitar þangað sem skattar eru lágir og fjárfestingar auðveldar. Þess vegna gengur Írlandi betur en Íslandi.
Um annarra manna fé segir Milton Friedman:
Alltaf þegar þú reynir að gera gott með peninga einhvers annars ertu staðráðinn í að beita valdi. Hvernig geturðu gert gott með peninga einhvers annars, nema þú takir þá fyrst frá þeim? Eina leiðin sem þú getur tekið það frá þeim er hótun um valdi: þú ert með lögreglumann eða tollheimtumann, sem kemur og tekur fé af þeim.
Stjórnmál og samfélag | 26.9.2023 | 08:06 (breytt kl. 08:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir sem þekkja til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga kunna skil á deiluna um hvort eigi að flytja ráðherravaldið til Íslands um aldarmótin 1900 eða sérstakur Íslandsráðherra sæti í Kaupmannahöfn. Deilt var um hvort mynda ætti "Hafnarstjórn" eða "Heimastjórn".
Valtýr Guðmundsson, var helsti forystumaður Íslendinga í íslenskum stjórnmálum um aldarmótin. Valtýr fluttist til Danmerkur um 18. ára aldur og var þar búsettur í 45 ár. Hann var því orðinn meiri Dani en Íslendingur. Það má því ef til vill útskýra hvers vegna hann lagði svo mikla áherslu á að Íslandsráðherra sæti í Danmörku frekar en Íslandi. Það voru tillögur um að hann yrði fyrsti ráðherra Íslands en honum hugnaðist ekki búseta í Reykjavík, sem var hálfgert krummaskuð í samanburði við Kaupmannahöfn þessa tíma.
Valtýr lét eigin hagsmuni ganga fram yfir hagsmuni Íslendinga. Fór það svo að samherjar hans, gáfust upp á honum og snérust á sveif með heimastjórnarflokknum. Úr varð að Hannes Hafsteinn, ekki Valtýr, sem kom til greina, varð fyrsti ráðherra Íslands í heimastjórn Íslands 1904.
Það hafa því verið til "óþjóðhollir" Íslendingar á öllum tímum og jafnvel á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Menn sem eru hollir undir erlendu valdi og eigin hagsmunum.
Forystulið Sjálfstæðisflokksins mætti kíkja í baksýnisspegilinn og horfa á eigin uppruna, sérstaklega þegar flokkurinn á senn aldarafmæli. Hann má ekki gleyma til hvers flokkurinn var stofnaður og að sjálfstæðisbaráttan líkur í raun aldrei.
Sjálfstæðisbaráttan lauk formlega 1944 er Ísland varð lýðveldi en full yfirráð yfir fiskimið landsins komu ekki fyrr en 1976 þegar Íslendingum tókst að flæma Breta úr landhelgi Íslands.
En útlendingarnir koma alltaf aftur tvíefldir, því hér er eftir mörgu að slæjast. Verðmæt orka og fiskur er eitthvað sem sækja má í, ef ekki sælast í stjórnmálaleg yfirráð yfir Íslandi.
Það hafa íslenskir stjórnmálamenn látið ganga yfir íslenska þjóð, að afhenda fullveldi Íslands á silfurfati til erlends valds, ESB, smám saman. Við héldum að við værum að gera viðskiptasamning með EES-samningnum, en athuguðum ekki að eðli ESB breyttist á tímabilinu sem Ísland hefur verið í ESS. Í þrjátíu ár höfum við afsalað okkur völdin í hendur yfirþjóðlegt vald, ESB sem er nú ígildis ríkjasambands, frekar en ríkjabandalags í efnhagsmálum.
"Óþjóðhollir" Íslendingar telja ekkert athugavert við að færa valdið í hendur ESB með bókun 35. Valtýskan lifir enn góðu lífi í hjörtu sumra Alþingismanna og þeir eru sannarlega ekki fulltrúar íslensku þjóðar.
Segjum okkur úr Schengen samkomulaginu sem færir ekkert annað flóðbylgju gerviflóttamanna og endurskoðum ESS-samninginn. Hættu að samþykkja allar samþykktir og álitanir sem koma frá ESB athugasemdalaust eins og við höfum gert í 30 ár. Þetta kallast ekki samningur ef annar aðilinn er með yfirburðarstöðu og hinn samþykkir allt þeigjandi og hljóðalaust.
Áfram Ísland og Ísland fyrst!
Stjórnmál og samfélag | 19.9.2023 | 11:51 (breytt kl. 14:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Don Kíkóti (Don Quixote de la Mancha) Íslands, Arnar Þór Jónsson, er að berjast við vindmyllu Sjálfstæðisflokksins þessi misseri. Albrynjaður fornum hugsjónum gamla Sjálfstæðisflokksins, hefur hann riðið af stað út í heim í vonlausri baráttu sinni. Hann gleymir að vísar klukkunnar ganga aðeins til hægri, aldrei aftur á bak.
Sagan af Don Kíkóti kennir okkur að lífið er áskorun. Kíkóti samþykkir ekki núverandi veruleika og lifir í eigin heimi riddaramennskunnar. Sama mætti segja um Arnar Þór, sem er án Sancho Panza síns en reynir að endurheimta fornar hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Sancho Panza, sem er einfaldur bóndi og jarðbundinn, hélt Don Kítóti nokkuð á jörðinni þegar ímyndunarafl hans tók á flug en Arnar Þór hefur engan slíkan meðreiðarsvein að því virðist.
"Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr" segir Arnar Þór. Það er alveg rétt. Stjórnmálaflokkur er hópur manna, misstór, sem hefur fylkt sér undir ákveðnar hugmyndir og hugsjónir til að skapa ákveðna sýn á þjóðfélag.
Viðraðar eru hugmyndir um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum ef bókun 35 ættuð úr smiðju ESB, verður að veruleika og virðist vera kornið sem fyllti mælir Arnars Þórs og upphafið að þessari riddaraferð.
En ég get ekki neitað því að við mig hefur talað ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, á öllum aldri, sem er um það bil að fá algjörlega nóg af þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem virðast vera við lýði í Sjálfstæðisflokknum, eins og staðan er í dag. En þetta er ekki komið á þann stað í dag að það sé verið að boða stofnun annars stjórnmálaflokks, en ég held að allir þurfi að átta sig á því að til þess geti komið. segir Arnar Þór. Sjá slóð: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr Þetta er hótun eða skilaboð, ef menn vilja nota það orð, til flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.
Brölt Don Kíkóti hafði áhrif á samtíðarmenn hans. Þótt hugsjónir hans byggðu ekki á veruleikanum, lét hann þær hafa áhrif á samferðamenn sína og virkjaði þá til viðbragða. Sama á við um vegferð Arnars Þórs. Honum hefur tekist að virkja a.m.k. hluta úr Sjálfstæðisflokknum til verka.
Svo er spurning hvort að grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er nógu stór og reið, til að fara gegn stjórnarelítu Sjálfstæðisflokksins. Saga 20. aldar Íslands, er vörðug stjórnmálaflokka sem hafa dáið drottni sínum. Flokkar sem virðast ætla að vera tímalausir en endað í samruna eða dáið út. Man einhver eftir Bjartri framtíð sem átti sér enga framtíð?
Er Sjálfstæðisflokkurinn að þróast frá því að vera fjöldaflokkur yfir í samtryggingarflokk, sem er ný tegund stjórnmálaflokka, oft skilgreindur sem fulltrúi ríkisins sem notfæra sér bjargir þess til að tryggja og viðhalda sinni eigin flokkastarfsemi. Slíkir (samtryggingar)flokkar skilgreinast ekki sem frjáls félagasamtök eins og aðrar tegundir af stjórnmálaflokkum eins og til dæmis fjöldaflokkar þar sem samtryggingarflokkar eru einskonar framlenging á ríkinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viss einkenni samtryggingarflokks en einnig fjöldaflokks, en er stór hluti stjórnkerfisins enda við völd meira eða minna síðan 1929. Hann er því enn á lífi sem fjöldaflokkur en lifir hann af hundrað ára afmæli sitt?
En hver ræður, landsfundurinn, flokksráðið eða flokksforyrstan? Eftir síðasta fund flokksráðið er ljóst að flokksforystan ræður en ræður hún yfir landsfundinum? Sjá slóð hér að neðan. Arnar greinilega endurspeglar grasrótina og ekki í uppáhaldi hjá Engeyingum.
Að lokum til umhugsunar og til gamans getið. Ef til klofnings kemur og nýi flokkurinn vantar nafn, væri þá ekki tilvalið að nefna hann Íslandsflokkurinn? Ekki vitlausara heiti en margt annað. Það vísar til þess að Ísland og hagsmunir þess, ganga framar erlendum hagsmunum og flokkurinn sé að berjast fyrir Ísland, ekki erlendu ríkjasambandi í Evrópu.
Slóðir:
Gengur þvert gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir og verja
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokks: Tillaga um að draga bókun 35 til baka
Stjórnmál og samfélag | 18.9.2023 | 19:12 (breytt 19.9.2023 kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef bent á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar og munurinn sem er á slíkri hugsun og skoðun. Allir hafa skoðun eins og glögglega má sjá af harðri umræðu sem er í gangi í dag. Á markaðstorgi hugmynda verður að leyfa öllum hugmyndum/skoðunum að koma fram, annað hvort til að taka undir eða kveða niður með andsvari. Þetta gerði Sókrates eins og frægt er.
"Heimspekingurinn Sókrates hafði meiri áhrif á gang sögunnar með hugsun sinni en flestir aðrir menn. Hugmyndir hans eiga enn brýnt erindi við samtímann ef marka má nýja breska rannsókn, sem bendir til þess að með því að kenna 10-12 ára börnum að hugsa eins og Sókrates með sókratísku aðferðinni í rökræðum, sé stuðlað að viðvarandi framförum í andlegu atgervi, sem nemur sjö punktum á greindarvísitöluskalanum.
Þykir þetta sýna að þjálfa megi upp gáfur, að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph" en þetta er tekið upp úr Morgunblaðsgrein.
Reyndar hefur Menntamálaráðuneytið aðeins staðið sig í stykkinu og gefið út heimspekiefni, en málið er bara að það er valfrjálst að stunda heimspeki í grunnskóla. Benda má til dæmis á 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman.
A. Heimspekileikir (heimspekilegar upphitunaræfingar).
B. Skerpt á skynfærunum Að taka eftir því sem birtist.
C. Að spyrja Heimspekilegar spurningar.
D. Fullyrðingar.
E. Hugtakagreining.
F. Skapandi hugsun og ímyndunarafl.
G. Hvað skiptir máli? Um mikilvægi.
H. Siðfræði, siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur.
I. Gagnrýnin hugsun og efahyggja.
J. Hugsað heimspekilega um tungumálið, skólann, tóbak, áfengi og önnur vímuefni.
Eru þetta ekki frábærar æfingar fyrir barnið til að verða gildur borgari í framtíðinni? Eitt er öruggt, barnið verður betri námsmaður og persóna.
Í flóði upplýsinga nútímans, rangfærslna, óreiðu og gervigreindar, er ekki full nauðsyn að einstaklingurinn geti vinsað úr og greint það sem virkilega skiptir máli?
Rökbrot, felur í sér að draga athygli að persónu andstæðings í rökræðum í stað þess að hala sig við málefni og rök (versta sem maður gerir í rökræðum). Er þetta ekki einkenni nútíma umræðu í dag? Væri samfélagsumræðan ekki aðeins gáfulegri ef flestir hefðu tileinkað sér lágmarksþekkingu í heimspeki?
Stjórnmál og samfélag | 16.9.2023 | 10:33 (breytt kl. 13:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er athyglisvert spurning. Spurt var hér á blogginu, hvað eiga hægri menn að gera?
Það er bara tvennt í stöðunni. Það er að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum og mynda nýja flokk sem má heita Íhaldsflokkurinn. Einn bloggarinn sagði að bara við það myndi flokkurinn fá 15% fylgi. Ég veit ekki hversu mikið fylgi flokkurinn fengi, um það hefur aldrei verið spurt um í skoðanakönnunum.
En það er alveg auðljóst íhaldssamir einstaklingar eru í Sjálfstæðisflokknum og hafa orðið undir síðastliðna áratugi í innri valdabaráttu flokksins. En við vitum að þeir eru til, því það heyrir í þeim og þeir hafa meira segja myndað félagsskap sem kallast Félag Sjálfstæðismanna um fullveldi. Í lögum félagsins segir:
"Við stofnun Sjálfstæðisflokksins voru sett fram tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál. Fyrra aðalstefnumálið var: að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina og hitt var að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Markmið Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál skal vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð."
Hinn hópurinn sem var lengst til vinstri innan flokksins, er að mestu horfinn yfir í Viðreisn. Það voru "óþjóðlegir" einstaklingar í þeim skilningi að þeir vildu ekki bera hag fullveldi þjóðríkisins fyrir brjósti sér, heldur ganga inn í ESB (ríkjasambandið).
En hverjir eru það sem stjórna þá stefnu flokksins, ef ofangreint félag ræður litlu og hægri kratarnir eru farnir yfir í Viðreisn?
Jú, það er tækifærasinnarnir, þeir sem eru tækni búríkratar og vilja völdin hvað sem það kostar, burt séð frá gildum og stefnu landsfundarþings flokksins.
Hitt er að vera áfram í flokknum og reyna að breyta honum innan frá. En er það raunhæft með núverandi forystu?
Núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokkins og oddviti í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2009 og setið á Alþingi frá 2003. Hann er erfðaprins flokksins, er af Engeyjarættinni skilst mér (sjá Wikipedia um Engeyjarættina: Engeyjarættin en ættin hans hefur lengi verið öflug innan flokksins.
Bjarni hefur fimm sinnum haft betur gegn keppinautum á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og sýnir það stjórnkænsku hans. Hann er með öflugt stuðningsnet innan flokksins sem hefur komið í veg fyrir hrókeringu. Það þótt hvert spillingarmálið á fætur öðru dynur á hann og flokkinn.
Á meðan tækni búríkratarnir eru við völdin hjá Sjálfstæðisflokknum, er lítil von um að fjöldafylgi við flokkinn rísi aftur. Tími 40%+ fylgis er liðinn og 20% - er runninn upp.
Eitt er víst, það vantar valkost á hægri væng stjórnmálanna.
Stjórnmál og samfélag | 13.9.2023 | 12:53 (breytt kl. 13:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lítill er máttur einstaklingsins gagnvart almáttugu ríkisvaldinu. Bandaríkjamenn hafa verið sniðugri en Íslendingar að gæta að réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur staðist tímans tönn en þó hefur verið bætt við hana með tímum og þá sérstaklega til að vernda borgaranna eins og áður sagði, gegn ríkinu. Kíkjum á helstu breytingarnar.
Fyrsta breyting (1791): Verndar málfrelsi, trúfrelsi, funda- og fjölmiðlafrelsi.
Önnur breyting (1791): Verndar réttinn til að bera vopn.
Þriðja breyting (1791): Bannar stjórnvöldum að vista hermenn í heimahúsum á friðartímum án samþykkis eigandans.
Fjórða breyting (1791): Ver gegn óeðlilegri leit og gripdeild (lögrelgu eða hers) og krefst heimildar sem byggist á líklegri ástæðu.
Fimmta breyting (1791): Verndar gegn sjálfsákæru, tvöfaldri hættu og tryggir réttláta málsmeðferð og réttláta bætur fyrir einkaeign sem tekin er til almenningsnota.
Sjötta breyting (1791): Tryggir rétt til sanngjarnrar og skjótrar málsmeðferðar, rétt til lögfræðings og rétt til að mæta vitnum.
Sjöunda breyting (1791): Tryggir rétt til dóms fyrir kviðdómi í einkamálum sem varða ákveðin ágreiningsmál.
Áttunda breyting (1791): Bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar og óhóflega tryggingu eða sektir.
Níunda breyting (1791): Tekur fram að réttindi sem ekki eru sérstaklega nefnd í stjórnarskránni haldist af fólkinu.
Tíunda breyting (1791): áskilur sér vald sem ekki er framselt til alríkisstjórnarinnar til ríkja eða þjóðar.
Ellefta breyting (1795): Takmarkar getu til að lögsækja ríki fyrir alríkisdómstól.
Tólfta breyting (1804): Breytir kjörferlinu við að kjósa forseta og varaforseta.
Þrettánda breyting (1865): Afnám þrælahalds.
Fjórtánda breyting (1868): Skilgreinir ríkisborgararétt, tryggir réttláta málsmeðferð og jafna vernd samkvæmt lögum og fjallar um málefni eftir borgarastyrjöld.
Fimmtánda breyting (1870): Bannar synjun atkvæðisréttar á grundvelli kynþáttar eða litarháttar.
Sextánda breyting (1913): Leyfir þinginu að leggja á tekjuskatta.
Sautjánda breyting (1913): Stofnar beina kosningu bandarískra öldungadeildarþingmanna með almennum kosningum.
Átjánda breyting (1919): Bannaði framleiðslu, sölu og flutning á áfengum drykkjum (afnumin með 21. breytingu).
Nítjánda breyting (1920): Veitir konum kosningarétt.
Tuttugasta breytingin (1933): Setur skilmála fyrir forseta og þing og fjallar um röð forseta.
Tuttugasta og fyrsta breytingin (1933): Niðurfellir 18. breytingin og bindur enda á bann á sölu áfengis.
Tuttugu og önnur breyting (1951): Takmarkar forseta við tvö kjörtímabil í embætti.
Tuttugu og þriðja breyting (1961): Veitir íbúum Washington, D.C., kosningarétt í forsetakosningum.
Tuttugasta og fjórða breytingin (1964): Bannar kosningaskatta í alríkiskosningum.
Tuttugasta og fimmta breytingin (1967): Tekur á forsetaembættinu og brottvikningu forseta sem er ófær um að gegna skyldum sínum.
Tuttugu og sjötta breyting (1971): Lækkar kosningaaldur í 18 ár.
Tuttugasta og sjöunda breytingin (1992): Frestar launahækkunum þingsins fram að næstu kosningalotu.
Eins og sjá má, snérust stjórnarskrárbreytingarnar fyrir 1900 um bætta stöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Flestar breytar eftir 1900 snúa um að setja ríkisvaldinu skorður, það er misbeitingu valdsins.
Er eitthvað hér sem við Íslendingar getum lært af?
Stjórnmál og samfélag | 9.9.2023 | 13:31 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020