Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Unwoke: Hvernig á að vinna bug á menningarmarxisma í Bandaríkjunum og Evrópu?

Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum endurspeglar ástandið annars staðar í heiminum, sérstaklega í Evrópu. Það er eins og ákveðnar stefnur verði fyrst til í Bandaríkjunum en breiðist svo út heiminn og ná jafnvel alla leið til Íslands sem er á útnára Evrópu.

Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi, og situr fyrir hönd repúblikanaflokksins, skrifaði nýverið bók um menningarmarxismann sem nú virðist tröllríða vestræna menningu.

En merkilegt nokk, þá er menningarmarxisminn ekki nýr af nálinni, heldur varð hann til í háskólum vestan hafs fyrir rúmum 50 árum og ræturnar liggja í upplausn hefðbundina gilda þegar hippamenningin hófst. Víetnam stríðið magnaði þessa hugmyndafræði og þá, líkt og nú, gerðu vinstri sinnaðir stúdentar uppreisn gegn hefðbundnum gildum, svo sem um kjarnafjölskylduna, og nú áttu allir að stunda frjálsar ástir, fjölskyldan væri óþarfi og allir í kommúnunni að sjá um uppeldi barna sem ætti að vera frjálslind.

En þessi útópíska hugmynd gekk ekki upp.  Hippamenningin, sem er birtingamynd menningarmarxismann, dó út hægt og róleg í eiturlyfjavímu þeirra sem aðhylltust henni. Þeir sem dóu ekki úr eiturlyfjaneyslu, þurftu að fullorðnast og fara að vinna og stofna fjölskyldu. Nú er þetta fólk við stjórnvölinn í dag.

En varanlegu áhrif eru að varanleg rýrð er varpað á hefðbundin gildi.  Þjóðernisstefna er vond, fjölskyldan er ekki lengur karl og kona og börn, allt snýst um þarfir einstaklingsins en þarfir samfélagsins varpað á dyr. Tryggð og hollusta við ríkið horfið og fólk trúir á það sem það vill.  Ekkii má móðga einn eða neinn, það gæti "meitt tilfinningar" viðkomandi eða minnihlutahóp sem hann tilheyrir. Svo langt er gengið að ráðist er á málfrelsið, ef það leiðir í ljós hefðbundin gildi og skoðanir.

En það er athyglisvert að nýmarxisminn skuli birtast nú. Vinstri stefnan hefur aldrei dáið út, en hefðbundinn kommúnismi leið undir lok við fall Sovétríkjanna 1991. Sem stjórnmálastefna varð öllum hugsandi mönnum ljóst að hún gengi ekki upp í raunveruleikanum. Hóphyggjan sem birtist í að ríkið var alls ráðandi og kommúnísk efnahagsstefna, samvinnubúskapur, gengi ekki upp.  Kommúnisma stefna leiddi til gjaldþrot ríkja, efnahagslega og andlega.

En marxisminn lifði áfram í háskólum vestræna ríkja. Nú sátu marxískir prófessorar sveitir við að skipta um hugtök og hópa. Í stað öreiga voru komnir örminnihluta hópar eins og transfólk, en áfram var talað um kúgara og hina kúguðu, bara skipt um hópa.

Þessi stefna nær alltaf að endurreisa sig, bara með að skipta um orðfæri og það aldrei kom til uppgjör við alræðisstjórnir kommúnista eins og gert var við nasistanna. Menn skauta því framhjá voðaverkum kommúnista á 20. öld sem leiddi til dauða yfir 100 milljónir manna, fleiri en nastistar náðu að koma fyrir kattarnef.

Stefna sem ræðst á einstaklinginn og hamlar tjáningu hans og vill alsherjar afskipti ríkisvaldsins af daglegu lífi hans, mun ganga sér til húðar. Nú eru merki að stefnan er komin í vörn. Menn eru meðvitaðir hvað hún leiðir til og menn upplifað á eigið skinn í valdatíð Joe Bidens sem er líklega fyrsta nýmarxíska ríkisstjórn Bandaríkjanna. Biden/Demókratar sögðust vera boðberar n.k. miðjustefnu í síðustu forsetakosningum en raunin var að nýmarxísk stefna hefur leitt til andlegt og efnahagslegs gjaldþrot Bandríkjanna.

Ted Cruz skrifaði eins og áður sagði bók um fyrirbrigðið. Í kynningu á bókinni segir:  Demókrataflokkurinn er nú stjórnað af menningarmarxista. Svo eru háskólarnir okkar og opinberir skólar, fjölmiðlar, Big Tech og stórfyrirtækin. Fyrirtæki þrýsta kynskiptingum niður í kok viðskiptavina sinna. Bankar refsa byssubúðum. Hollywood móðgar trúarskoðanir okkar og tælir börnin okkar. Stóru fjárfestingarfyrirtækin nota eftirlaunasparnaðinn okkar til að efla málstað vinstri manna. Og Biden-stjórnin hefur breytt hernum okkar í innrætingarbúðir fyrir vinstri skoðanir, vanrækt öryggi í samgöngum til að einbeita sér að loftslagsbreytingum og ofsótt friðsamt baráttufólk fyrir líf barna í móðurkviði á sama tíma og hún skilur eftir brennuvargana sem brenna borgir landsins." Unwoke: How to Defeat Cultural Marxism in America Hann kemur með þrjú ráð, þar á meðal að stofna podcast og deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Einnig að aftengja háskólanna og hugmyndafræðina innan þeirra og það er gert með að hætta að styrkja þá fjárlagslega.

En New York Post fer skipulegra í þetta og nefnir 10 leiðir til að eiga við wokisma - 10 ways to fight back against woke culture

1. Minntu sjálfan þig á eftirfarandi sannleika: Þú ert frjáls.

Það er satt að við lifum á hverfandi hveli þar sem að ýta á „like“ hnappinn á röngum stað og tíma sem getur haft ómældar afleiðingar. En að gefa eftir fyrir þeim sem leitast við að takmarka þig skaðar þig aðeins til lengri tíma litið. Tap þitt fyrir sjálfum þér er það mikilvægasta sem hægt er að taka frá þér. Ekki gefast upp fyrir einn eða neinn.

2. Vertu heiðarleg(ur)

Ekki segja neitt um sjálfan þig eða aðra sem þú veist að er rangt. Neita algerlega að láta huga þinn vera nýlendu annarra. Það fyrsta sem einhver biður þig brjálæðislega um að trúa eða játa, neitaðu staðfastlega. Ef þú getur, gerðu það upphátt. Það eru góðar líkur á því að það hvetji aðra til að tjá sig líka.

3.  Haltu þig við meginreglur þínar

Ef þú ert heiðarlegur maður, þá veistu að mafíuréttlæti er aldrei réttlátt. Svo aldrei ganga til liðs við múg. Aldrei. Jafnvel þó þú sért sammála múgnum. Ef þú ert almennileg manneskja, veistu að það er rangt að svíkja vini. Þannig að ef vinur eða samstarfsmaður gerir eitthvað sem þú ert ósammála skaltu skrifa þeim einkaskilaboð. Ekki vera töffari. Sérhver múgur sem kemur eftir þeim mun koma eftir þig.

4. Settu fordæmi fyrir börnin þín og samfélagið þitt

Það þýðir að vera hugrökk/hugrakkur. Það er skiljanlega erfitt. Virkilega erfitt. En á öðrum tímum og stöðum, þar á meðal hjá okkar eigin þjóð, hefur fólk fært miklu meiri fórnir. (Hugsaðu um þá „heiðruðu dánu“ sem „gáfu síðasta fulla mælinn af hollustu.“ í baráttu fyrir land og þjóð í stríðum) Ef nógu margir taka stökkið munum við ná einhverju eins og hjarðónæmi. Stökktu.

5. Ef þér líkar það ekki, slepptu því

Námskeið í háskóla, í vinnu, hvað sem er. Farðu út og gerðu þitt eigið. Ég skil alveg hvatann að vilja breyta hlutum innan frá. Og fyrir alla muni: Reyndu eins mikið og þú getur. En ef hlébarðinn er núna að borða andlit manneskjunnar í klefanum við hliðina á þínu, þá lofa ég að hann mun ekki forðast að borða þitt ef þú birtir svarta ferninginn á Instagram.

6. Vertu meira sjálfs þíns eigið

Ef þú getur lært að nota rafmagnsbor, gerðu það. Ef þig hefur alltaf langað í heitan pott utandyra skaltu búa til einn. Lærðu að spæla egg eða skjóta úr byssu. Mikilvægast: Komdu því í kollinn að samfélagsmiðlar eru ekki hlutlausir. Ef þú trúir mér ekki, horfðu á Parler og líttu á Robinhood. Að því marki sem þú getur byggt líf þitt upp til að vera sjálfbjarga og ekki treysta 100 prósent á veraldarvefinn, þá er það gott. Það mun láta þig líða hæfari og kraftmeiri. Sem þú ert.

7. Tilbiðja Guð meira en Yale

Með öðrum orðum, ekki missa sjónar á því sem er nauðsynlegt. Faglegt álit er ekki nauðsynlegt. Það er ekki nauðsynlegt að vera vinsæll. Það er ekki nauðsynlegt að fá barnið þitt í úrvalsleikskóla. Það er nauðsynlegt að gera rétt. Það er nauðsynlegt að segja sannleikann. Það er mikilvægt að vernda börnin þín.

8. Eignstu vini með sama hugarfari

Stattu þá upp fyrir þeim. Tvö góð próf: Eru þeir tilbúnir til að segja sannleikann, jafnvel þótt það bitni á þeirra eigin hlið? Og halda þeir að húmor eigi aldrei að vera háður stað og stund, sama hversu svartar aðstæðurnar eru? Þetta fólk er æ sjaldgæfara. Þegar þú finnur það skaltu halda fast utan um það.

9. Treystu eigin augum og eyrum

Treystu á upplýsingar frá fyrstu hendi frá fólki sem þú treystir frekar en á útúrsnúningi fjölmiðla. Þegar þú heyrir einhvern alhæfa um hóp fólks skaltu ímynda þér að hann sé að tala um þig og bregðast við í samræmi við það. Ef fólk er í því að endurspegla fyrirsagnir og umræðuefni, láttu þá það sanna málið, með eigin orðum.

10. Notaðu fjármagnið þitt til að smíða frumlega, áhugaverða og skapandi hluti. Núna!

Daglega heyri ég í þeim sem eiga í erfiðleikum með börn í einkaskólum sem eru í heilaþvotti; fólk sem rekur fyrirtæki þar sem það er hrætt við eigið starfsfólk; fólk sem gefur til alma mater þó það svíki meginreglur þeirra. Nóg komið. Þú hefur getu til að byggja nýja hluti. Ef þú hefur ekki fjármagnið, þá hefurðu félagslegt eða pólitískt fjármagn. Eða hæfileikann til að svitna. Verk lífs okkar er hin mikla bygging. Förum af stað.

---

Auðvelt að er að yfirfæra þetta á íslenskar aðstæður og þær eru ekkert ósvipaðar og í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.

 

 

 


Skattastefna íslenskra stjórnmálaflokka fyrir næstu kosningar

Skattar eru vinsælir til að leysa vandamál sem stjórnmálaelítan hefur komið sér í.  Í stað þess að reka stjórnarheimilið af hagsýni, er safnað upp skuldum, peningum eytt í alls kyns óþarfa. Nokkuð sem heimilið getur ekki.

Heimilið þarf til dæmis að neita sér um að sækja menninguna heim, það sleppir að fara í bíó, leikhús o.s.frv. Þjóðarheimilið eyðir jafnmiklu, sama hvernig árar. Heimilið sker niður, reynir að afla sér meiri tekja og halda heimilisbókhaldinu í jafnvægi. Annars er engin miskunn, það getur orðið gjaldþrota.  Þjóðarheimilið getur ekki orðið gjaldþrota, því að getur blóðmjólkað heimili og fyrirtæki til að mæta taprekstri. Slíkt kallar ekki á ábyrg vinnubrögð.

Flestir flokkanna sem eru á Alþingi eru það ófrumlegir að auðveldasta leiðin er valin, skattleggja.  Það er að "fjárkúga" skattgreiðandann meira. Hann er látinn borga alls kyns skatta til að mæta "trenni" hverju sinni, t.d. mengunarskatta út af ósannaðri kenningu um hlýnun jarðar. Og hann er látinn borga jaðarskatta til fjölmiðla, með RÚV í broddi fylkingar.

Við vitum að Samfylkingin ætlar að auka skattaálögur á borgara landsins. Hún er búin að boða það. Það á að koma með bankaskatt (bankarnir auka þá þjónustugjöld á viðskiptavini bankanna). Það á að hækka veiðigjöld, veit ekki hvort það hafi áhrif annað en á hagnað fiskveiðifyrirtækja.  Eflaust lúrir Samfylkingin á fleiri sköttum sem hún vill leggja á en segir ekki frá. En hún er greinilega ekki vinsamleg atvinnulífinu.

Samfylkingin telur sterk rök hníga að upptöku stóreignarskatts

Auð­legð­ar­skattur var lagður á í rík­is­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2009. Guð­rún Helga Lár­us­dótt­ir, einn eig­enda og stofn­enda fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stál­skips., stefndi íslenska rík­inu fyrir álagn­ingu auð­legð­ar­skatts árin 2010, 2011 og 2012. Guð­rún taldi skatt­lagn­ing­una ólög­mæta, þar sem hún væri brot á eign­ar­rétti og færi í bága við mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Skatt­lagn­ingin var hins vegar lög­mæt sam­kvæmt dómi Hér­aðs­dóms árið 2013 og var því ríkið sýknað af kröfum Guð­rún­ar. Hæsti­réttur stað­festi svo sýknu­dóm­inn ári síð­ar. Löglegur skattur en án vafa siðlaus.

Jöfnuður jafnaðarmannaflokka felst fremst í að taka pening úr vösum  fólks sem hefur unnið hörðum höndum við að afla sér fé og tekið áhættu við það og færi í vasa þeirra sem kunna ekki eða geta ekki afla sér nægilegt fé til framfærslu.  Það getur verið t.d. vegna of hárra skatta og of lágra launa sem fólk getur ekki sér farborða en líka vegna vangetu.

En svo er það Miðflokkurinn sem boðar skattalækkanir. Það er með afnám virðisaukaskatts á matvæli sem er í raun snilldarhugmynd. Jú, allir þurfa að borða, þetta eru skattar sem sem eru lagðir á nauðsynjarvörur.  Allir græða, fátæklingar landsins, millistéttin sem berst í bökkum og auðvitað elítan. Þetta er líka jákvætt gagnvart ferðamennskuna, en útlendingum blöskrar hátt verðlag á matvöru.

Svo eru það hinir flokkarnir. Allt skattaflokkar. Sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft fjármálaráðuneytið meira eða minna síðastliðnu hálfa öld, er duglegur að leggja á nýja skatta og alltaf tilbúinn að halda sköttum háum. Hann hefur ekkert á móti ósanngjörnum sköttum, t.d. erfðaskatt.

Svo eru það óvæntu skattarnir. Mannúðin og opin landamæri hafa leitt til þess að skattbyrgðin á borgara landsins hefur margfaldast. Árlegur kostnaður skattborgara er 15-25 milljarða króna vegna áhlaups hælisleitenda hingað norður í ballarhaf. Það sem svarar 60 þúsund krónur aukalega á hvert einasta mannsbarn í landinu (börn meðtalin). Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir þetta 240 þúsund krónur á ári sem allhá upphæð.

Svo eru það aukaskattarnir. Borgarinn er skattlagður fyrir að leggja bíl sínum í bílastæði.  Hann borgar fyrir að fara á heilsugæslu eða rannsókn þrátt fyrir skattheimtu fyrir heilbrigðiskerfið o.s.frv.  Innflutningsgjöld á allar vörur sem hann kaupir sér inn.

Svo dettur ráðherrum alls kyns ráð í hug til að láta aðra borga draumóra sína. Byggjum vegi, brýr og jarðgöng og látum skattgreiðendur borga brúsann með veggjöldum. Innheimtum 50 milljarða í bílaskatta en notum bara helminginn í vegkerfið. Leggjum km gjald á akstur bifreiða, skítt með landsbyggðina og fólkið sem býr þar, sem þarf að keyra langar vegalengdir til að sækja sér þjónustu.

Skattanetið er þéttriðið og smáfiskarnir sleppa ekki heldur.


Sósíalista skrímslið er komið aftur til Íslands

Nú ætlar það að ganga í lið með Grýlu og Leppalúða um jólin og næstu misseri. Saklausasti, eða sá sem virðist saklausasti meðlimur fjölskyldu þeirra hjóna, Samfylkingin, mælist með hátt fylgi í skoðanakönnunum og nú er óskað eftir fleiri frambjóðendum. Stefnan er sett í skúffu, það er að koma Ísland í ESB, til að laða börnin í poka Grýlu.

Það er alveg magnað hvernig þessi stefna virðist geta lifað allt af, líka þjóðarmorð í Sovétríkjunum og Kína (nú síðast rústað Venesúela) og jafnvel í sjálft framvarðaríki kapitalismans, Bandaríkin en við stjórnvölinn þar er mesta sósíalistastjórn landsins fyrr og síðar. Við sjáum strax afleiðingar þeirrar stjórnar.

Það vantar öfluga leiðtoga til að takast á við þessa misheppnuðu stefnu, því að ein af ástæðum fyrir að hún rankar alltaf aftur við, er að unga kynslóðin fær enga fræðslu um afleiðingar stefnunnar. Meira segja skólakerfið er gegnsýrt af stefnunni og því ekki undarlegt að ekki tekst að kveða niður þetta skrímsli.  Sjá hér t.d. þetta frábæra myndband: Ungur nemandi skólar skólanefnd til 

Til að útskýra málið betur, þá er fyrirkomulag skólamála betra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Svokallaðar skólanefndir stýra starfi skólanna en bæði foreldrar og nemendur mega mæta á fyrirspurnafundi þeirra og koma með athugasemdir. Tíðindalaust af þessum vettvangi, þangað til Covid faraldurinn kom. Milljónir barna send heim og foreldrum sett fyrir heimafræðslu. Þegar þeir lásu sósíalíska ruslefnið sem börnunum var ætlað lesa og innrætt, varð allt "brjálað". Foreldrar kvörtuðu á fundum skólanefndanna um allt land og demókrataflokkurinn sigaði varðhund sinn FBI á þá. Síðan hefur ríkt "stríðsástand".

Í ofangreindu myndbandi reyndi skólanefndin að hunsa gagnrýni nemandans, ýmis með að vera ekki viðstödd þegar stúlkan gagnrýndi eða setja innihaldi ræðu hennar skorður (ritskoðun). Á þessum fundi mætti nemandinn með stjórnarskránna til að minna nefndarmenn á að þeir eru bundnir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskráarinnar og flutti þeim pistinn við lofaklapp foreldra. Árekstur foreldra og skólayfirvalda um kynfræðslu í grunnskólum Íslands er af sama meiði.

Í þessum sunnudagspistli ætlaði ég að fjalla um sósíalismann almennt, en ekki eina afleiðingu hans, sem er innræting í skólum.

Málsvari kapitalískt þjóðfélags og frelsis - Margaret Thatcher

Helstu og öflugstu andstæðingar sósíalismans undir lok tuttugustu aldar voru Ronald Reagan og Margaret Thatcher, leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands. Löng valdatíð þeirra einkenndist af uppgangi, bjartsýni og efnahagsframfara. Áhrifa þeirra gætir enn í dag. Þau voru harðir andstæðingar kommúnista/sósíalista og þau unnu heimsveldi hins illa, Sovétríkin með vopnum kapitalismans, ekki vopnum.

Í ótal ræðum vöruðu þau við lymskulegum aðferðum sósíalista við stjórn ríkja. Og við skulum ekki fara í grafgötur um hvaða flokkar á Íslandi eru sósíalistaflokkar. Þeir eru Píratar (stjórnleysingar og verstir af öllum), Vinstri grænir (mennta kommar), Viðreisn (í dulargervi borgaralegs flokks), Sósíalistaflokkur Íslands (sem betur fer ekki á Alþingi) og Samfylkingin.  Margaret Thatcher gætir verið að ávarpa og vara við þessum flokkum í neðangreindri ræðu (sjá hér að neðan) og lauslegri þýðingu minni á úrdrætti ræðunnar. Gefum Thatcher orðið:

"Í síðasta úrræði, og þess vegna er hann svo hættulegur, táknar sósíalismi samþjöppun valds í höndum ríkisins og örsmárs hóps einstaklinga.

Við skulum aldrei gleyma því að allt vald hefur tilhneigingu til að spilla og algert vald spillir algjörlega. Sá mikli maður Alexander Solzhenitsyn varaði sérstaklega við sósíalisma þegar hann var síðast hér á landi. Hann sagði og ég vitna í:


„Hnignun nútímahugsunar hefur verið flýtt fyrir þokukenndri drauga sósíalismans. Sósíalismi hefur skapað þá blekkingu að svala þorsta fólks eftir réttlæti: Sósíalismi hefur vaggað samvisku þess í þeirri trú að valtarinn sem er við það að fletja það sé blessun í dulargervi.“

Ég vil að við tökum öll þessi orð til okkar; það er viðvörunin sem við hunsum  og setur okkar í hættu. Frelsið sem helst í hendur við frjálst framtakskerfi gerir það siðferðilega miklu æðri öllum valkostunum."

Sjá slóð: 1976 May 4 Tu, Margaret Thatcher. Speech to Junior Carlton Club Political Council.

Ég ætla að vitna í fleiri ræður, en eru flestar frábærar. Þarna er talað beint, hugsjónirnar sem hún stóð fyrir, á hreinu en ekki eins og útflattur stjórnmálajafningurinn nútímans.

Ræða Thatchers 1994:

1994 Nov 8 Tu, Margaret Thatcher. Speech at the "Salute to Freedom" award ceremony.

Úrdráttur: "Margar af rótum nútíma lýðræðis eru byggðar á biblíulegum gildum - trú á sérstöðu einstaklingsins, siðferðilega eiginleika frelsis, réttindi og skyldur sem við öll deilum, þetta eru kjarninn í lýðræðislegum meginreglum okkar.

Við deilum sannfæringu um heilagleika alls mannlífs, gildi hvers og eins og grundvallar mikilvægi fjölskyldunnar.

Baráttan fyrir mannréttindum hefur kannski aðeins komið fram á síðustu tveimur öldum eða svo en undirstöður hennar teygja sig aftur til biblíulegrar arfleifðar okkar."

Og ég enda þetta á orðum Thatchers um hryðjuverk sem á jafnt við um í dag og þá:  "Land getur ekki stutt hryðjuverk og ætlast samt til þess að komið sé fram við það sem meðlimur alþjóðasamfélagsins. Að taka gísla er að útiloka sjálfan sig frá hinum siðmenntaða heimi."

Margaret Thatcher og hryðjuverk

 

 


Áhrifalaus íslensk stjórnvöld rífast um keisarans skegg

Það er merkilegt hvað Íslendingar eru að rífast um ályktun Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um átök Ísraela við Hamas á Gaza. Vilja sumir tafarlaust vopnahlé af mannúðar ástæðum og finnst ótækt að Ísland skuli hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna.

Það er komin ágæt skýring á hvers vegna Ísland sat hjá en það er önnur saga. Vill tafarlaust vopnahlé á Gasa og hér: „Ömur­legt að fylgjast með al­þjóða­sam­fé­laginu bregðast Ísraels­mönnum“

Hér er sjónum beint að viðbrögðum Íslendinga. Þau virka á mann eins og stormur í vatnsglasi.  Ýfingar eru á milli þingmanna Sjálfstæðismanna, en utanríkisráðherrann er á þeirra vegu, við þingmenn VG. Það er næsta ótrúlegt að stjórnmálaflokkar af sitthvorum enda stjórnmála litrófsins skuli sitja saman í ríkisstjórn.  Það gengur upp á meðan ekkert er að gerast í stjórnmálunum, líkt og í kóvid faraldrinum. En þegar reynir á, koma brestirnir fram.

Það er umhugsunarvert að þrír gjörólíkir stjórnmálaflokkar skuli ákveða að vinna saman á forsendum þess að rugga ekki bátnum. En honum er velt í öldugangi lífsins hvort sem er. Að ákveða að vinna saman samkvæmt miðjumoðs leið og engar erfiðar ákvarðanir teknar gengur ekki upp. Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir, alltaf. Að ákveða að gera ekki neitt getur reynst hættuleg ákvörðun.

Svo er það umhugsunarvert hversu ýkt viðbrögð eru við hjásetu Íslands í ályktun Sameinaða þjóðanna, í ljósi áhrifaleysi Íslands. En hversu áhrifamikið er Ísland á alþjóðavettangi?  Munu Ísraelar tafarlaust hætta öllum hernaðarátökum á Gaza vegna þess að forsætisráðherra Íslands vill tafarlaust vopnahlé?

Nei, að sjálfsögðu ekki. Enginn hlustar á smáríkið Ísland.  Það hljómar eins og rödd í kór, það heyrist í því en hefur ekki sjálfstæða rödd. Ósjálfstæðið er það mikið, að fyrst hlera Íslendingar eftir því hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar ætla að gera og taka svo ákvörðun sína eftir því!  Er það sjálfstæð ákvörðun í utanríkismálum? 

Íslendingar voru ekkert að elta Bandaríkjamenn í þessu máli eins og haldið hefur verið fram. Ísland ákvað að vera með í hópákvörðun. En athygli vakti er að Norðmenn ákváðu að fara eigin leið en það er undantekningin sem sannar regluna.

Eiga Íslendingar þá að þeigja á alþjóðavettvangi? Nei, rödd í kór er hluti af stærri hópi og hér er það afstaða lýðræðisríkja gagnvart hugsanlega ógn við heimsfriðinn.

Menn ættu að taka það aðeins rólega áður en æst sig er yfir ákvörðunum íslenskra ráðherra á alþjóðavettvangi, Íslendingar hafa nánast engin völd á því sviði. En auðvitað hangir hér annað á spýtunni en ákvörðun Íslands á alþjóðavettvangi.  Málið er nefnilega innanlands pólitík af lélegustu gerð. Er þetta kornið sem fyllir mælirinn varðandi stjórnarsamstarfið og það slitnar? Fjölmiðlar vita sem er, að lítið þarf til að velta hlassinu eða búa til storm í vatnsglasi.

Kannski héldu stjórnarflokkarnir að þeir gætu eftir allt unnið saman í ríkisstjórn, þrátt fyrir ólíka stefnur í öllum málum. Jú, menn eru eftir allt saman hættir að fara eftir hugsjónum flokkanna og þeir ætluðu að vinna eftir raunpólitískri stefnu, eins og heimili sem tekst á við daglegt líf án þess að hugsa um morgundaginn. En á meðan "hjónin" eru í raun ólíkt, annað vill spara, en hitt eyða, þá er engin forsenda fyrir hjónabandinu. Þriðja hjólið undir vagninum er svo þarna til að koma í veg fyrir að hann velti.

 

 

 

 

 

 


Enn um Skúla Magnússon landfógeta

Langar aðeins að minnast á Skúla Magnússonar landfótgeta en ævisaga hans ætti að vera skyldulesning. Hef skrifað blogg grein um hann hérna sem heitir: Skúli Magnússon landfógeti.

Saga hans sýnir að einstaklingur getur breytt heilu samfélagi og mér finnst baráttan hans ekki nógu vel sómi sýndur.

Afrek Skúla: dreif Íslendinga úr eymd og volæði 1750 yfir í trú á að Íslendingar gætu séð um sín innri mál (í fyrsta sinn síðan 1550).

Skúli stofnaði fyrsta íslenska stórfyrirtæki (ekki bara fyrirtæki) Íslands sem keppti við danska einokunarverslunina.

Skúli stuðlaði að því að Reykjavík varð fyrsta sjávarþorp Íslands (sveitarþorp á Íslandi höfðu verið til áður og voru til) og höfuðstaður Íslands. Tel ekki með sjávarþorpin á Snæfellsnesi sem voru verstöðvar.

Skúli varð fyrsti Íslendingurinn til að gegna embætti landfótgeta og í öllum sínum gerðum varði hann lítilsmagnann gegn embættismönnum (félögum sínum) sem var geysilegt erfitt verk. Hann þurfti þess ekki. Það var auðveldara að gera ekki neitt eins og sumir gera og hreykja sér af. Hann fór í stríð við kerfið í raun og vann! En Skúli var breiskur maður og skapstór. Hann gekk í ábyrgð fyrir tvær jarðir og varð eiginlega gjaldþrota.

Skúli er eitt af mikilmennum Íslands og ætti að gera bíómynd um hann...hún væri bæði spennandi og sorgleg í senn. Maðurinn var eftir allt beyskur á margan hátt.

Þótt eg Hafnar fái ei fund
framar en gæfan léði
ljúft sé hrós fyrir liðna stund
lifði eg í Höfn með gleði.

Höfundur: Skúli Magnússon


Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia: Stjórnarskráin, ekki réttindaskrá, gerir BNA frjáls

Hinn látni hæstaréttadómari og lögspekingur Antonin Scalia vissi hvað stjórnarskrá Bandaríkjanna þýddi í raun.

Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia segir það eins og það er, frelsi Bandaríkjanna kemur ekki frá málfrelsi eða prentfrelsi. Ég ætlað þýða hérna viðtal við hann, sjá slóð hér að neðan til að útskýra málið betur.

Hér hefur Scalia orðið:

"Það er ekki rétturinn til að bera vopn sem heldur okkur frjálsum, né rétturinn til að „vera öruggur … gegn óeðlilegri leit og handtöku“ eða „hröð og opinber réttarhöld með hlutlausum kviðdómi".

Ástæðan fyrir því að grunnfrelsi Bandaríkjanna hefur varað í meira en 200 ár, sagði Scalia í ræðu hjá Federalist Society í Morristown, N.J., eru ekki breytingar á stjórnarskránni heldur stjórnarskráin sjálf.

„Sérhver einræðisherra úr tinihorni í heiminum í dag, sérhver forseti með ævisetu, hefur réttindaskrá,“ sagði Scalia, höfundur bókarinnar "Reading Law: The Interpretation of Legal Texts“ árið 2012. „Það er ekki það sem gerir okkur frjáls; ef það gerðist myndirðu frekar búa í Simbabve. En þú myndir ekki vilja búa í flestum löndum í heiminum sem hafa réttindaskrá. Það sem hefur gert okkur frjáls er stjórnarskráin okkar. Hugsaðu um orðið "stjórnarskrá;" það þýðir uppbygging.

Þess vegna deildu landsfeður Bandaríkjanna ekki um réttindaskrána á stjórnarskrársáttmálanum frá 1787 í Fíladelfíu, sagði hann, heldur frekar uppbyggingu alríkisstjórnarinnar.

"Snilldin við bandaríska stjórnskipunarkerfið er að dreifa valdinu,“ sagði hann. „Þegar vald er miðstýrt gegnum eina manneskju, eða einum hluta [stjórnarinnar], er réttindaskrá bara orð á blaði.

Scalia sagði að djúpstæðasta og mikilvægasta frávikið frá stjórnarskrárgerð bandarísku þjóðarinnar og meginreglunni um sambandshyggju sem verndar ríkin gegn sambandsvaldi hafi komið árið 1913, þegar 17. breytingin var fullgilt, sem gerði ráð fyrir beinum kosningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Áður skipuðu ríkistjórnir bandaríska öldungadeildarþingmenn.

"Þvílíkur munur er það,“ sagði Scalia. "Þegar þú ert með frumvarp sem segir að ríki fái ekki alríkisvegasjóði nema þau hækki drykkjualdurinn í 21 árs myndi það frumvarp ekki standast. Ríkin sem höfðu lægri drykkjualdur myndu segja öldungadeildarþingmönnum sínum: "Þú kýst það og þú ert farinn".

"Þetta hefur allt breyst. Þið hafið nú öldungadeildarþingmenn sem hafa engin tengsl við ríkisstjórnina, aldrei verið í ríkisstjórn og sumir þeirra hafa aldrei starfað innan ríkisins.“

Það tók 86 ár og 187 ályktanir þar til 17. breytingin var samþykkt, samkvæmt The Heritage Foundation Guide to the Constitution. En sum ríki höfðu þegar farið í þá átt með því að halda óbindandi prófkjör til að velja bandarískan öldungadeildarþingmann sinn þar sem þingmenn ríkisins myndu skuldbinda sig til að kjósa sigurvegara þessara ráðgefandi kosninga.

En þrátt fyrir að margir litu á þetta sem jákvæða, lýðræðislega breytingu, hélt Scalia því fram að hún hafi fjarlægt mikilvægan bjálka í stjórnarskrárgerðinni sem þeir settu á laggirnar til að vernda sambandsstefnuna og ríkishagsmuni.

Sumir viðstaddir þingmenn ríkisins samþykktu það.

„Þetta var slæm framsækin hugmynd,“ sagði þingmaðurinn Michael Carroll, repúblikani í Morris Plains, N.J. "Öldungadeild Bandaríkjanna var mun móttækilegri og ábyrgari fyrir breytinguna vegna þess að hún varð að standa ábyrgð gagnvart ríkjunum."

Án 17. breytingarinnar, sagði þingmaðurinn Jay Webber, repúblikani í Parsippany, N.J., gætu embættismenn flokksins haft áhrif á landsvísu.

„Í ríki eins og New Jersey, þar sem fylkisflokkaskipan er svo sterk, gætirðu búist við því að áhrifin færast yfir til héraðsformanna og annarra valdamiðlara,“ sagði hann. „Það sem þeir gera núna á ríkisstigi, gætu þeir hafa verið í aðstöðu til að gera á landsvísu.

Þó að það gæti breytt forgangsröðun bandarískra öldungadeildarþingmanna í New Jersey, myndi afnám 17. breytingarinnar líklega ekki breyta verulega hver þjónaði, að sögn Kim Guadagno, ríkisstjóra ríkisins.

„Demókratar hafa verulegan skráningarkost í ríkinu,“ sagði hún. „Ég er ekki viss um að þú myndir sjá neina meiriháttar breytingu á því hverjir urðu öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum. En það gleður mig að sjá Scalia dómara beina athyglinni að breytingunni og hvað hún þýddi fyrir landið í heild.“

Scalia sagði að tilhneigingin til að nota stjórnarskrár sem löggjafarskjöl hafi aukist á undanförnum árum þar sem sérhagsmunir hafa lært að setja "gæluverkefni" inn í stjórnarskrár.

"Stjórnarskrá snýst um að setja skipulag; þetta snýst ekki um að skrifa óskir sérhagsmunahópa," sagði hann.

Hann sagði reyndar að því minna sem gert væri við stjórnarskrána, því betra. Í fyrirspurnatímanum spurði einhver hvort stjórnlagaþing væri í þágu þjóðarinnar.

"Stjórnlagaþing er hræðileg hugmynd,“ sagði hann. „Þetta er ekki góð öld til að skrifa stjórnarskrá."

En Scalia segist hafa farið til margra Evrópulanda. Og hann var hneykslaður á að hjá sumum Evrópuríkjum var engin aðgreining á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds (líkt og er á Íslands og hann hefði ekki haldið vatni af vandlætingu ef hann hefði komið til Íslands og skoðað starfsemi Alþingis) og hann jók lofi á tvískiptingu löggjafarþingsins, í Fulltrúardeild og Öldungadeild (líkt og var á Alþingi framan af).

Þetta hafi verið ákveðið svona af ástæðu, að víðtæk samstaða yrði um lagasetninguna sem færi í gegnum þingið, báðar deildir. Þetta væri meginvörn minnihlutans. Þessi fyrirstaða - tvískiptin - tryggi góða og vandaða löggjöf.

Eitthvað sem íslenskir Alþingismenn mættu hafa í huga en oft eru íslensk lög hrákasmíð, þ.e.a.s. þessi litla löggjöf sem er sett á Íslandi, lögin koma í dag í bílsförmum frá Evrópusambandinu án þess að nokkur æmtir eða skræmir. Einu sinni var Alþingi tvískipt. Það var afnumið. Íslendingum fannst fyrirstaðan vera of mikið vandamál, of tímafrek, nokkuð sem Scalia fannst vera kostur.

Law News Supreme Court Justice Scalia: Constitution, Not Bill of Rights, Makes Us Free

Hér útskýrir hann þetta í ræðu:


Geta útlenskir auðkýfingar keypt upp Ísland?

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur/lögfræðingur, hefur verið með pistla í DV um að útlendingar geti vaðið hér um og keypt jarðir að vild. Hann segir að heilu héruðin geti verið í eigu útlendra auðmanna og hér þurfi að verja miklar náttúruauðlindir sem útlendingarnir ásælis. Sjá slóð hér:

Herða þarf reglur um jarðakaup erlendra auðmanna hér á landi

En hefur Björn Jón rétt fyrir sér? Er hann ekki nokkrar blaðsíður eftir á í bókinni? Hann bendir sérstaklega á breska auðkýfinginn Jim Ratcliffe sem hefur keypt upp fjölda laxveiðaáa á Austurlandi. En það er engin hætta á að Bretar geti keypt upp jarðir á Íslandi lengur eftir BREXIT, þeir eru hvorki í ESB né EES. En hvað með aðra útlendinga? Það er nánast ómögulegt fyrir aðra en íbúa Evrópska efnahagssvæðisins að kaupa land á Íslandi. 

Menn eru fljótir að gleyma að íslensk stjórnvöld bruðugst hart við þegar kínverskur auðmaður (Nupo) keypti eina landmestu jörð á Íslandi árið 2011, Grímsstaði á Fjöllum, með það í huga að byggja þar upp lúxushótel. Allt varð vitlaust á Íslandi og menn fóru að hugsa um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir slík kaup. Ögmundur Jónasson frv. Alþingismaður þar fremstur í flokki.

Svo svifaseinir eru Íslendingar að þeir létu sér nægja að kvarta og setja í nefnd sem átti að endaskoða nýtingu auðlinda Íslands. Sjá slóð: Endurskoðun laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu

Jú, það tókst að girða fyrir að fólk utan Evrópu (EES) gæti keypt íslenskar jarðir. En Jim Ratcliffe og á meðan Bretland var í ESB, var hann stórtækur í landakaupum. Þá loks brugðust íslensks stjórnvöld almennilega við. 

Svo seint sem árið 2021 kvörtuðu Íslendingar yfir ágangi útlendinga.

Í Bændablaðinu frá 2021, í greininni Ekkert lát á landhremmingum auðmanna á bújörðum vítt og breitt um jarðkringluna, sjá slóð;

Ekkert lát á landhremmingum auðmanna á bújörðum vítt og breitt um jarðkringluna  segir eftirfarandi:

"Sama þróun á Íslandi

Ísland er engin undantekning í þessum efnum og eru miklar efasemdir uppi um að breytingar á íslenskum lögum sem gerðar voru á síðasta ári dugi til að stemma stigu við þessari þróun hér á landi. Ráðherra eru þar veittar víðtækar heimildir til að víkja frá skilyrðum laganna. Þar segir m.a. að ef væntanlegur kaupandi er hvorki íslenskur ríkisborgari né erlendur ríkisborgari með lögheimili á Íslandi eða á rétt á samningum sem tilgreindir eru, er unnt að sækja um leyfi ráðherra til þess að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi. Ráðherra er þá heimilt að veita leyfi til að víkja frá skilyrðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna í tveimur tilvikum er varða atvinnustarfsemi og vegna sterkra tengsla við Ísland, m.a. vegna hjúskapar.

Lögin lítill hemill á jarðakaup útlendinga

Engar strangar takmarkanir eru í raun á hversu mikið land útlend­ingar geta eignast á Íslandi. Þó ákvæði séu um að skylt sé að afla samþykkis ráðherra er ekkert sem bannar honum að veita undanþágur fyrir eignarhaldi útlendinga á meiru en 1.500 hekturum. Þó skal samþykki „að jafnaði ekki veitt ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð, nema umsækjandi sýni fram á að hann hafi sérstaka þörf fyrir meira landrými vegna fyrirhugaðra nota fasteignar“.

Heimildir um kaup útlendinga á jörðum á Íslandi eru því eins opin og hugsast geta. Engin skyldu­ákvæði eru t.d. um að þeir þurfi að hafa verið búsettir á Íslandi um tiltekinn tíma, né að þeim sé skylt að hafa fasta búsetu á jörð sem þeir kaupa. Enda virðast lögin ekki hafa verið til vandræða við kaup Power Minerals Iceland, á Hjörleifshöfða ásamt 11.500 hektara jörð síðla árs 2020 fyrir 489 milljónir króna. Það samsvarar 115 ferkílómetrum. Til samanburðar er allt land Reykjavíkurborgar um 273 km2. Þetta félag er skráð hérlendis, en er í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft."

Getur verið að Björn Jón hafi verið að lesa þessa grein og skrifað sína út frá þessari?  En margt breytist á tveimur árum, stundum a.m.k. og lítum því á á stöðuna í dag. Það voru nefnilega gerð breytingarlög nr. 79/2022, ári eftir að umrædd grein í Bændablaðið var skrifuð.

Á vefsetri Dómsmálaráðuneytisins er grein um fasteignakaup útlendinga. 

Þar kemur fram að:

  • Öllum íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgurum sem hér eiga lögheimili er heimilt að eiga fasteign á Íslandi.
  • Sérstakar reglur gilda um erlenda ríkisborgara og lögaðila sem njóta réttar skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EFTA-samningnum eða Hoyvíkur-samningnum milli Íslands og Færeyja og þurfa þeir ekki leyfi ráðherra að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
  • Dómsmálaráðherra er heimilt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að veita leyfi fyrir eignarrétti eða afnotarétti ef sá sem hyggst kaupa fasteign er erlendur ríkisborgari sem ekki á hér lögheimili eða nýtur ekki réttinda skv. framangreindum samningum. Ekki þarf þó leyfi þegar um er að ræða leigu á fasteign eða réttindi yfir henni og leigutími eða annar réttindatími er þrjú ár eða skemmri eða uppsögn áskilin með ekki lengri en árs fyrirvara.
  • Sérstakar reglur gilda um lögaðila.

Fasteignaréttindi útlendinga

Á mannamáli þýðir þetta að aðeins erlendir ríkisborgarar innan EES geta keypt hér fasteignir (jarðir) en sérstakt leyfi ráðherra þarf "Ef væntanlegur kaupandi er hvorki íslenskur ríkisborgari né erlendur ríkisborgari með lögheimili á Íslandi eða á rétt skv. framangreindum samningum er unnt að sækja um leyfi ráðherra til þess að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi."

Leyfi ráðherra skal taka til ákveðinnar fasteignar, skal stærð hennar ekki vera meiri en 3,5 hektarar og umsækjandi má ekki eiga aðrar fasteignir hér á landi.

Undanþágu frá skilyrðum um stærð og fjölda fasteigna má veita ef umsækjandi stundar atvinnustarfsemi og sýnir fram á að honum sé þörf á fleiri eða stærri eignum vegna atvinnustarfseminnar. Þó má stærð fasteignar aldrei vera meiri en 25 hektarar. Þetta þýðir að einstaklingur sem sækir um leyfi ráðherra á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. ákvæðisins þ.e. ekki til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi, má hvorki eiga aðrar fasteignir á Íslandi né má fasteign sú sem hann óskar eftir að eignast vera stærri en 3,5 hektara. Regla þessi er án undantekninga segir á vefsetrinu.

Ég held að þetta gildi líka um erlend fyrirtæki sem hyggjast kaupa upp jarðir, þau eru sett undir sama hatt og erlendir einstaklingar. En þeir/þau geta og mega eiga í íslenskum fyrirtækjum. Þau eru ekki staðsett í lausu lofti, þau eru byggð ofan í íslenska moldu. Þannig kemur líklega undantekningin fyrir rétt á 3,5 hektara eiginarlandi en það sem svarar þremur stórum lóðum. Venjulegt sumarbústaðaland er ca. hálfur til einn hektari. Meðalstærð jarða á Íslandi er 650 hektarar. Sjá MS-ritgerðina Landmarkaðurinn á Íslandi 1998-2014 Þróun jarða- og lóðarverðs í dreifbýli

Er þetta ekki alveg skýrt eða vita Björn Jón og Ögmundur Jónasson meira en við hin? Kannski eru þeir með betri lesskilning en bloggsíðuhafi.

 

 

 


Samfylkingin fagnar falli formanns Sjálfstæðisflokksins en er sjálf með spillta forystu

Samfylkingin hugsar glatt til glóðarinnar þegar fyrirséð er að ríkisstjórnin er í andaslitum. Fylgið mælist hátt í skoðanakönnunum og nýtt andlit er komið á flokkinn með nýjum formanni.  Allt í glimmrandi gengi.

Formaður Samfylkingarinnar bendir með vandlætingarsvip á formann Sjálfstæðisflokksins og talar um spillingu en sá síðarnefndi var "dæmdur" af umboðsmanni Alþingis vanhæfur vegna fjölskyldutengsla við sölu Íslandsbanka.

En er það ekki verra að vera sjálf(ur) viðriðin banka hneyksli? Grípum niður í nýlega frétt frá því í sumar.

"Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, greiddi 25 milljónir til Skattsins í vor eftir tilmæli sem send voru til allra sem höfðu starfað hjá Kviku banka og fjárfest í áskriftarréttindum eða kaupréttum, sem voru í boði fyrir starfsmenn bankans.

Það var mat Skattsins að greiða ætti tekjuskatt, en ekki fjármagnstekjuskatt, af hagnaðinum. Heimildin greinir frá."

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Viðkomandi reyndi að greiða sem minnsta skatta en fjármagnstekjuskattur er helmingi lægri en tekjuskattur.  Allt í lagi með það, fólk finnst nóg um hversu djúpt í vasann ríkisvaldið seilist með skattlagningu og reynir að borga minna.

En pólitískt séð, kemur þessi vandlæting úr hörðustu átt. Formaður Samfylkingarinnar boðar nefnilega skattahækkanir þegar flokkurinn kemst til valda. Það er ekki nóg að fólk sé að sligast vegna verðbólgu, það á að herða skattaskrúfuna á puttanna enn frekar. Sjá hér: Ýmis viðtöl við Kristrúnu á Útvarpi sögu

Það á sem sagt að efla velferðakerfið.  En það verður aldrei gert nema a) tilfærsla skattfés frá einum málaflokki í annan; b) spara í ónauðsynlegum málaflokkum eða c) hækka skatta.

Samfylkingin boðar ekki skattalækknanir.  Kaldhæðislega séð en formaður Sjalla vill bankaskatt. Það er eflaust vinsæl skattlagning hjá almenningi enda er hann orðinn þreyttur á ofurhagnaði bankanna. En bankarnir munu bara hækka gjöld á þjónustu sinni til að missa ekki spón úr aski. Það er nefnilega fákeppni á bankamarkaðinum.

Formaðurinn vill skattleggja arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Það er líka vinsælt að gera og uppi á pallborði hjá almenningi. En þetta er enn ein skattlagningin á atvinnulífið.

Og svo koma boð og bönn og afskiptasemi ríkisvaldsins af markaðinum.  Formaðurinn segir að það verði að skylda lífeyrissjóði til að fjárfesta í húsnæðisuppbyggingu. Þetta hljómar saklaust á yfirborðinu en getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífeyrissjóðina. Það er nefnilega skylda þeirra, fyrir hönd umbjóðenda sinna - launafólkið í landinu, að fjárfesta í atvinnulífinu þar sem það er hagkvæmast og gefur mestan arð.  Tökum ímyndað dæmi. Lífeyrissjóður á 1 milljarð. Hann er neyddur til að fjárfesta í húsnæðis í stað, segjum bara fiskeldi, sem gefur kannski helmingi meiri arð af sér.  Sjóðir lífeyrissjóða eru í einkaeigu sjóðsfélaga og stjórnmálamenn eiga ekkert með að skipta sér af sjóðum, sparifé eða atvinnulífinu yfir höfuð.

Flokkurinn vill setja á leiguþak. Hvað þýðir það? Enn ein afskiptin af atvinnulífinu.  Frjálst framboð og eftirspurn ekki látin ráða. Markaðurinn leiðréttir sig ekki vegna þessara afskipta. Af hverju fyrir verktakann að bjóða fram fleiri leiguíbúðir ef arðurinn er skertur? Hvatningin, græðgin, er tekin úr sambandi. Menn eru ekki í atvinnurektri til að tapa sparifé sínu eða í sjálfboðavinnu. Kapitalískt hagkerfi virkar ekki þannig. Í Kína er offramboðið á íbúðum svo mikið að nefndar eru tölurnar 1,4 milljarðar til 3 milljarða íbúða sem standa tómar, einmitt vegna þess að stjórnvöld hafa skipt sér af hvernig fólk fjárfestir sparifé sitt (fáir möguleikar fyrir venjulegt fólk en að fjárfesta í íbúð).

Svo kemur þessi venjulega rulla: "Almennar launahækkanir koma aldrei í staðinn fyrir öflugt velferðarkerfi og aðgengilegan húsnæðismarkað og ef menn ætla að setja fram hóflegar kröfur í kjaraviðræðum þá sé nauðsynlegt að velferðarkerfið verði gert öflugra á móti sem og félagslega húsnæðiskerfið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur formannns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpi Sögu." Sem sagt, launafólk á steinhalda kj..., ekki biðja um launahækkanir vegna verðbólgu en taka á sig skattahækkanir því að það á stækka velferðakerfið.

Hvað á að gera í sambandi við verðbólguna? Formaðurinn segir "...að það sé mat Samfylkingarinnar að til þurfi að koma tvíþætt nálgun, annars vegar aðgerðir til þess að halda aftur af verðbólgu (innskot, það er ekki útskýrt hvernig) og hins vegar aðgerðir til þess að vernda ákveðna hópa fyrir verðbólgunni. Hún segir mjög mikilvægt að þungi verðbólgunnar verði lagður frekar á þá sem geta betur tekist á við hana heldur en þá sem minnst hafa."

Hvernig ber að túlka þessi vísu spakmæli og vísidóm? Jú, skattlagning á millistéttina, efri og neðri og þá sem eru efnaðir. Tilfærsla fés fólk sem það hefur unnið sér inn á heiðarlegan hátt, til annarra. Jafnaðarmenn eru og verða alltaf ójafnaðarmenn.

30% kjósenda vilja þetta (búnir að gleyma hruninu) og ætla sér að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum. Verði þeim að góðu en því miður fyrir okkur hin, við þurfum að líka lepja úr þessari þunnu naglasúpu með þeim.

 

 


EES samningurinn frá 1992 er úreldur

Það er löngu tímabært að dusta rykið af rúmlega þrjátíu ára samningi EFTA þjóða við ESB.  Þetta var upphaflega samningur en hefur breyst í valdboð frá Brussel. Nýjustu dæmin er bókun 35 sem við Íslendingar eigum ekki að samþykkja eða staðfesta. Svo má nefna ruglboð frá ESB í sambandi við mengunskatta á skipa- og flugsamgöngur Íslendinga skaðar hagsmuni okkar ótvírætt.

Íslenskir stjórnmálamenn eiga að fyrst og fremst, endurtek, fyrst og fremst að gæta hagmuni lands og þjóðar. Ef hagsmunir Íslendinga eða lög stangast á við ákvæði EES-samninginn, þá eiga íslensk lög (íslenskir stjórnmálamenn hafa enga heimild til að afsala völdum til yfirþjóðlegs valds) að gilda. Í stjórnarskránni segir hvergi að afsala megi valdi til erlendra ríkja eða ríkjasambanda. En svo er beinlínis sagt í bókun 35:

Í frumvarpi til stuðnings bókunar 35 segir: 

  1. gr. laganna orðast svo:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Er þetta eitthvað óskýrt? Er ráðherra með því að leggja þetta fram að brjóta stjórnarskrá Íslands?

Út á hvað gengur EES-samningurinn eiginlega? Að reglugerðir og ályktanir sem ESB kemur með, verði sjálfkrafa lög?  Hafa EFTA-ríkin sett fram reglugerðir, ályktanir eða lög sem skylda ESB til að gera eitthvað? Hefur það einhvern tímann gerst? Ég spyr í fullri alvöru og gott væri ef einhver gæti sagt mér sannleikann.

Og hafa EFTA-ríkin samþykkt allt, eða réttara sagt Ísland, samþykkt allt sem blýantnagarnir í Brussel dettur í hug? Lítum aðeins á EES-samninginn eins og hann var við innleiðingu hans 1992.

  1. HLUTI

MARKMIÐ OG MEGINREGLUR

  1. gr.
  2. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.
         2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
  1. frjálsa vöruflutninga;
  2. frjálsa fólksflutninga;
  3. frjálsa þjónustustarfsemi;
  4. frjálsa fjármagnsflutninga;
  5. að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
  6. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.

Hvar er talað um að ESB eigi að íhlutast um innri málefni ríkisins? Svo sem orkumál okkar. Eða skattleggja okkur? Er ESB ekki komið langt út fyrir valdsvið sitt? Jú, það hefur gert það en af hverju? Jú, eðli ESB hefur breyst gífurlega á þessum þremur áratugum. Í stað þess að vera ríkjasamband, þar sem ríkin eru frekar sjálfstæð um innri málefni, hefur það breyst eða ber merki þess að vera sambandsríki (í eintölu), líkt og ríki Bandaríkjanna eða kantónur Sviss. 

Aðildarþjóðir ESB finna greinilega fyrir valdamissirinn og því eru uppi deilur innan þess um valdsvið og skyldur aðildarþjóða. Þetta yfirþjóðlega vald eða ríki mun eiga sitt tímaskeið, líkt og með öll fjölþjóðaríki en hvað kemur svo er óvíst.

 


Gamli sáttmáli og EES-samningurinn

Vandasamt er að gera samninga við önnur ríki eða ríkjasambönd. Íslendingar gerðu milliríkjasamninga við erlend ríki þegar á þjóðveldisöld en Alþingi Íslendinga samdi við Noregskonung um réttindi Íslendinga í Noregi og öfugt. Vanda verður gerð slíkra samninga enda geta áhrifin varað í hundruð ára ef ekki er vel að gætt. 

Hér er fróðlegt og jafnvel lærdómsríkt að kíkja á Gamla sáttmálann svonefnda sem Íslendingar gerðu við Noregskonung 1262-64 og hvernig hann hafði áhrif á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga upp aldarmótin 1900. Lítum fyrst á skilning Jóns Jónssonar sagnfræðings sem skrifað ritið Nýji sáttmáli. Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki? Hann segir:

Hér skal þá í stuttu máli gerð grein fyrir, hver réttur Íslendingum er áskilinn í »Gamla sáttmála«, því þetta skjal ber að réttu lagi að skoða sem forn grundvallarlög um stöðu Íslands í sambandinu við Noreg.

Með »Gamla sáttmála« er íslendingum trygt fult og óskorað sjálfstæði í öllum innanlandsmálum og alþingi Íslendinga fult löggjafarvald í öllum slíkum málum án afskifta eða íhlutunar frá nokkurs manns hendi nema konungs eins. — Íslendingum er trygt hið æðsta dómsvald í öllum málum sínum, nema að því leyti, er alþingi kynni að dæma eitthvert mál á konungsvald. — Íslendingum er trygt fult jafnrjetti við Norðmenn í öllum greinum, og því heitið, að stjórnarvöldin á Íslandi skuli jafnan fengin íslenzkum mönnum í hendur.

Þetta er aðalinntak »Gamla sáttmála« að því er til sérmálanna kemur. Eftir þessu er þá ísland frjálst sambandsland Noregs með fullu sjálfstæði eða fullveldi í öllum innanlands málum.

En hver eru þá eftir »Gamla sáttmála sameiginleg mál Noregs og Íslands? Eftir »Gamla sáttmála« er konungur sameiginlegur með Íslendingum og Norðmönnum, en konungi sjálfum fylgja utanríkismálin. Þessa atriðis verða menn vel að gæta, því á því veltur aðalþrætan um þessar mundir, á því veltur deilan um, hvort hér er um nokkurt afsal að ræða eða eftirgjöf á fornum rétti. Utanríkismál eru að vísu hvergi nefnd berum orðum í »Gamla sáttmála«, en þess ber að gæta, að íslendingar áttu þá eigi önnur utanríkismál en verzlunarmálin, og þau er nefnd berum orðum í grein þeirri, er áskilur Íslendingum 6 skipsfarma árlega, með öðrum orðum: Þeim er skipað á vald konungs. Að þetta hafi svo verið í raun og veru, þótt því hafi eigi verið næg eftirtekt veitt hingað til, — að utanríkismálin (verzlunarmálin) hafi verið falin konungi til meðferðar á þann hátt, er honum sjálfum þóknaðist, og að hann hafi ráðstafað þeim einn eða í samvinnu við hið norska ríkisráð, án nokkurrar íhlutunar af hálfu Íslendinga, er hægt að sanna með óyggjandi rökum. Frá því á síðari hluta 13. aldar, nokkru eftir að landið gekk undir konung, hafa Noregskonungar einir og Danakonungar eftir þá, skipað til um verzlun Íslands, hafa leyft og bannað erlendum þegnum verzlun á Íslandi, gert samninga við aðra þjóðhöfðingja um slík mál, og það að Íslendingum fornspurðum, án nokkurrar íhlutunar eða afskifta af hálfu alþingis Íslendinga. Eg skal tilfæra hés nokkur dæmi þessu til sönnunar.

Árið 1269 leyfir Eiríkur konungur Magnússon Hamborgurum verzlun og vetrarsetu í öllu ríki sínu (Ísl. fornbréfasafn II, 302). Bréfið er á latínu og hefir því eigi verið lagt fyrir alþingi íslendinga. Árið 1302 gefur Hákon háleggur ásamt með ríkisráði sinu út bréf, er bannar útlendingum verzlun í norðurhluta Noregs og á Íslandi (Ísl. fornbrs. II, 332). Þessu bréfi er á engan hátt mótmælt af alþingi Íslendinga, en öllum kröfum öðrum, er Krók-Álfur kom út með um þessar mundir (1301—1305), t. d. um skipun norskra lögmanna á Íslandi, og skatt-tekju, er harðlega mótmælt og taldar ólögmætar eftir »Gamla sáttmála. Árið 1348 bannar Magnús konungur Eiríksson útlendum kaupmönnum verzlun í skattlönd(Ísl. fornbrs. II, 845). Árið 1419 leyfir Arnfinnur hirðstjóri Þorsteinsson í umboði konungs utanríkiskaupmönnum verzlun og útróðra á íslandi (Ísl. fornbrs. V. 269). Árið 1432 gera þeir Eiríkur af Pommern og Hinrik VI. Englakonungur samning sín á milli út úr sundurþykkju og óeyrðum, og ná nokkrar greinar í þeim samningi sérstaklega til Íslands (Ísl. fornbrs, IV, 523). Samningurinn er á latínu og hefir því eigi verið lagður fyrir alþingi íslendinga.

Svo mætti lengi halda áfram, en þetta nægir til að sýna, að afskifti konungs af þessum málum verða eigi skoðuð sem gjörræði, heldur fullheimil. Þetta eru mál, sem algerlega eru á valdi konungs og hann getur skipað til um og hagað eftir vild sinni. Því er hvað eftir annað mótmælt, að konungur hafi nokkurn rétt til að skipa fyrir um innanlandsmál án samþykkis landsmanna, en hinu aldrei. Og það er hinsvegar eigi kunnugt, að alþingi Íslendinga hafi á þessum tímum nokkru sinni skipað til um utanríkismál að sínu leyti.

Nánar ákveðið er þá réttarstaða Íslands eftir »Gamla sáttmála« þessi: Ísland er frjálst sambandsland Noregs, og Íslendingum er áskilið fullveldi í öllum sérmálum sínum, en konungi í utanríkismálum.

Þetta er sá réttargrundvöllur, sem Íslendingar hafa jafnan staðið á í stjórnmálabaráttu sinni við Dani frá því á dögum Jóns Sigurðssonar. Að fá þessum kröfum framgengt, að fá afstöðu Íslands til Danmerkur kipt í þetta horf, hefir sífelt vakar fyrir Íslendingum sem hin heitasta þjóðarósk. Um það hafa þeir meun orðið á eitt sáttir, er drengilegasta framgöngu hafa sýnt í hinni löngu stjórnmálabaráttu vorri."

Heimild: Nýji sáttmáli. Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki?, eftir Jón Jónsson sagnfræðing, útg. 1908. Sjá slóð: Nýji sáttmáli. — Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki?

Hvers vegna skiptir þetta máli í dag? Jú, við höfum afsalað okkur völdum til erlends aðila, í þetta sinn til yfirþjóðlegs valds - ESB í formi EES samningsins - í stað Noregskonungs.  Við erum að leyfa erlendum aðila að koma með inngrip í íslenska löggjöf og stýringu á íslenskum utanríkismálum. Fyrsta skrefið í valdaafsalinu er að gefa erlenda yfirvaldinu heimild til að leyfa að erlend lög (ekki einu sinni lög, geta verið reglugerð eða ályktun EES) gildi umfram íslensk lög samkvæmt bókun 35 ef þau erlendu stangast á við þau íslensku. Þetta virðist vera saklaust á yfirborðinu, við bara breytum íslenskum lögum. En þá komum við að framkvæmdinni og raunveruleikanum. Því þótt EES - samningurinn ætti að samkvæmt hljóðana orða að vera samningur milli tveggja eða fleiri aðila, hafa íslenskir stjórnmálamenn aldrei hafa dug eða "pung"  til standa á sínu og neita einstaka reglugerðum síðan samningurinn tók gildi 1992. ALDREI.

Þessi sakleysislega  breyting eða innlimun inn í íslensk lög, getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Eru það ekki bara ýkjur kunna sumir að segja? Nei, er einhver búinn að gleyma ICESAVE? Eins og með gamla sáttmála, hefur EES-samningurinn áhrif á verslun og samgöngur Íslands við Evrópu. Nú nýjasta nýtt svokallaði mengunarskattur á flug- og skipasamgöngur við Íslands sem gerir Íslendingum erfitt fyrir að ferðast til annarra landa og aukaskattur á vörur sem koma til landsins.

Eigum við ekki aðeins að anda með nefinu og hugsa aðeins lengur? Nú er tilvalið að endurskoða EES-samninginn enda orðinn meira en 30 ára gamall. Er hann enn samkvæmt íslenskum hagsmunum?

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband