Samfylkingin fagnar falli formanns Sjálfstæðisflokksins en er sjálf með spillta forystu

Samfylkingin hugsar glatt til glóðarinnar þegar fyrirséð er að ríkisstjórnin er í andaslitum. Fylgið mælist hátt í skoðanakönnunum og nýtt andlit er komið á flokkinn með nýjum formanni.  Allt í glimmrandi gengi.

Formaður Samfylkingarinnar bendir með vandlætingarsvip á formann Sjálfstæðisflokksins og talar um spillingu en sá síðarnefndi var "dæmdur" af umboðsmanni Alþingis vanhæfur vegna fjölskyldutengsla við sölu Íslandsbanka.

En er það ekki verra að vera sjálf(ur) viðriðin banka hneyksli? Grípum niður í nýlega frétt frá því í sumar.

"Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, greiddi 25 milljónir til Skattsins í vor eftir tilmæli sem send voru til allra sem höfðu starfað hjá Kviku banka og fjárfest í áskriftarréttindum eða kaupréttum, sem voru í boði fyrir starfsmenn bankans.

Það var mat Skattsins að greiða ætti tekjuskatt, en ekki fjármagnstekjuskatt, af hagnaðinum. Heimildin greinir frá."

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Viðkomandi reyndi að greiða sem minnsta skatta en fjármagnstekjuskattur er helmingi lægri en tekjuskattur.  Allt í lagi með það, fólk finnst nóg um hversu djúpt í vasann ríkisvaldið seilist með skattlagningu og reynir að borga minna.

En pólitískt séð, kemur þessi vandlæting úr hörðustu átt. Formaður Samfylkingarinnar boðar nefnilega skattahækkanir þegar flokkurinn kemst til valda. Það er ekki nóg að fólk sé að sligast vegna verðbólgu, það á að herða skattaskrúfuna á puttanna enn frekar. Sjá hér: Ýmis viðtöl við Kristrúnu á Útvarpi sögu

Það á sem sagt að efla velferðakerfið.  En það verður aldrei gert nema a) tilfærsla skattfés frá einum málaflokki í annan; b) spara í ónauðsynlegum málaflokkum eða c) hækka skatta.

Samfylkingin boðar ekki skattalækknanir.  Kaldhæðislega séð en formaður Sjalla vill bankaskatt. Það er eflaust vinsæl skattlagning hjá almenningi enda er hann orðinn þreyttur á ofurhagnaði bankanna. En bankarnir munu bara hækka gjöld á þjónustu sinni til að missa ekki spón úr aski. Það er nefnilega fákeppni á bankamarkaðinum.

Formaðurinn vill skattleggja arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Það er líka vinsælt að gera og uppi á pallborði hjá almenningi. En þetta er enn ein skattlagningin á atvinnulífið.

Og svo koma boð og bönn og afskiptasemi ríkisvaldsins af markaðinum.  Formaðurinn segir að það verði að skylda lífeyrissjóði til að fjárfesta í húsnæðisuppbyggingu. Þetta hljómar saklaust á yfirborðinu en getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífeyrissjóðina. Það er nefnilega skylda þeirra, fyrir hönd umbjóðenda sinna - launafólkið í landinu, að fjárfesta í atvinnulífinu þar sem það er hagkvæmast og gefur mestan arð.  Tökum ímyndað dæmi. Lífeyrissjóður á 1 milljarð. Hann er neyddur til að fjárfesta í húsnæðis í stað, segjum bara fiskeldi, sem gefur kannski helmingi meiri arð af sér.  Sjóðir lífeyrissjóða eru í einkaeigu sjóðsfélaga og stjórnmálamenn eiga ekkert með að skipta sér af sjóðum, sparifé eða atvinnulífinu yfir höfuð.

Flokkurinn vill setja á leiguþak. Hvað þýðir það? Enn ein afskiptin af atvinnulífinu.  Frjálst framboð og eftirspurn ekki látin ráða. Markaðurinn leiðréttir sig ekki vegna þessara afskipta. Af hverju fyrir verktakann að bjóða fram fleiri leiguíbúðir ef arðurinn er skertur? Hvatningin, græðgin, er tekin úr sambandi. Menn eru ekki í atvinnurektri til að tapa sparifé sínu eða í sjálfboðavinnu. Kapitalískt hagkerfi virkar ekki þannig. Í Kína er offramboðið á íbúðum svo mikið að nefndar eru tölurnar 1,4 milljarðar til 3 milljarða íbúða sem standa tómar, einmitt vegna þess að stjórnvöld hafa skipt sér af hvernig fólk fjárfestir sparifé sitt (fáir möguleikar fyrir venjulegt fólk en að fjárfesta í íbúð).

Svo kemur þessi venjulega rulla: "Almennar launahækkanir koma aldrei í staðinn fyrir öflugt velferðarkerfi og aðgengilegan húsnæðismarkað og ef menn ætla að setja fram hóflegar kröfur í kjaraviðræðum þá sé nauðsynlegt að velferðarkerfið verði gert öflugra á móti sem og félagslega húsnæðiskerfið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur formannns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpi Sögu." Sem sagt, launafólk á steinhalda kj..., ekki biðja um launahækkanir vegna verðbólgu en taka á sig skattahækkanir því að það á stækka velferðakerfið.

Hvað á að gera í sambandi við verðbólguna? Formaðurinn segir "...að það sé mat Samfylkingarinnar að til þurfi að koma tvíþætt nálgun, annars vegar aðgerðir til þess að halda aftur af verðbólgu (innskot, það er ekki útskýrt hvernig) og hins vegar aðgerðir til þess að vernda ákveðna hópa fyrir verðbólgunni. Hún segir mjög mikilvægt að þungi verðbólgunnar verði lagður frekar á þá sem geta betur tekist á við hana heldur en þá sem minnst hafa."

Hvernig ber að túlka þessi vísu spakmæli og vísidóm? Jú, skattlagning á millistéttina, efri og neðri og þá sem eru efnaðir. Tilfærsla fés fólk sem það hefur unnið sér inn á heiðarlegan hátt, til annarra. Jafnaðarmenn eru og verða alltaf ójafnaðarmenn.

30% kjósenda vilja þetta (búnir að gleyma hruninu) og ætla sér að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum. Verði þeim að góðu en því miður fyrir okkur hin, við þurfum að líka lepja úr þessari þunnu naglasúpu með þeim.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband