Að vanmeta andstæðing sinn

Ef eitthvað er sem hernaðarsagan kennir okkur er það að það óvænta, ómögulega, fjarstæðukennda og fáranlega gerist.  Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis og meira en það.

Stríðssaga er full af slíkum atburðum. Ardenna sókn Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, gagnárás Egypta í Yom Kippur stríðinu þegar þeir brutust í gegnum varnir Ísraelmanna o.s.frv.

Hér er tekið eitt dæmi úr nýliðinni sögu en það er Indíanastríðin svo kölluðu. Ég hef skrifað blogg grein um þetta tímaskeið í bandarískri sögu og ætla ekki að rekja þá sögu. En ég ætla að taka fyrir einn bardaga eða orrustu, þar sem Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn í dag vanmátu andstæðing sinn herfilega. 

Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn, voru vanir að fást við vanbúna andstæðinga; þeir við indíána illa vopnum búna sem stunduðu skæruhernað og sama á við um Ísraelmenn, sem hafa átt í höggi við vanbúin skæruliðasamtök Hamas.  Í báðum tilfellum bjóst sterkari aðilinn ekki við miklu af andstæðingi sínum og svaf á verðinu. Hér er ég að tala um bardagann við Little Bighorn sem og árás Hamas liða á landamærasvæði Ísraels við Gasa.

Allir sem eru áhugasamir sögu villta vestursins þekkja þennan bardaga við Little Bighorn. Förum aðeins í söguna.

George Armstrong Custer hershöfðingi er ef til vill þekktastur fyrir hlutverk sitt í orrustunni við Little Bighorn, mikilvægan atburð í indíánastríðunum í Bandaríkjunum. Helstu mistökin sem Custer gerði sem leiddu til ósigurs hans í orrustunni við Little Bighorn var að vanmeta stærð og styrk indíána ættbálka sem hann stóð frammi fyrir en hann bjóst við að þeir myndu flýja en ekki standa saman sem einn stór indíánaher. Sama gildir um Hamasliða, sem nú standa í raunverulegu stríði við Ísraelmenn, ekki með skæruhernað eða hryðjuverk og akta sem raunverulegur her. Það er nefnilega margt sameiginlegt með báðum átökunum.

Hér eru nokkur helstu mistök sem Custer gerði en fyrsta og hættulegasta mistökin var að vanmeta óvininn. Könnun Custer hafði gefið til kynna að hann stæði frammi fyrir mun minni hersveit innfæddra stríðsmanna indíána undir forystu leiðtoga eins og Sitting Bull og Crazy Horse. Byggt á þessum upplýsingum skipti Custer hersveitum sínum í þrjár aðskildar herfylkingar og taldi að hann gæti auðveldlega sigrað herbúðir frumbyggja.

Ákvörðun Custer um að skipta herafla sínum var mikilvæg villa eða mistök. Það þýddi að hermenn hans voru færri í hverri einingu og skorti þann stuðning sem þeir þurftu þegar þeir mættu miklu stærri frumbyggja hersveit. Ef við lítum á viðbúnað Ísraelmanna við landamærin að Gasa, voru varnargirðingar lélegar og auðvelt að yfirbuga varðturna og varðstöðvar. Of fáir hermenn til varnar.

Að hunsa innkomnar upplýsingar voru stór mistök. Custer hunsaði viðvaranir og skýrslur frá Crow og Arikara útsendara sínum, sem veittu nákvæmar upplýsingar um stærð og styrk innfæddra herbúða. Hann vísaði viðvörunum þeirra á bug, sem voru alvarleg mistök. Í tilfelli Ísraelmanna hefur verið sagt að þeir treysti um og á gervigreindar eftirlit í stað greiningamanna, fólks með góða rökhyggju og raunsætt mat á stöðuna hverju sinni.

Hermenn Custer voru ekki nægilega undirbúnir fyrir langvarandi bardaga. Þeir voru létt búnir og höfðu takmarkaðar vistir, sem setti þá í óhag þegar þeir mættu vel skipulagðum og ákveðnum óvini. Sama á við um Ísraelmenn, það tók þrjá daga að hreinsa landamærasvæðið af hryðjuverkamönnum, þeir voru ekki tilbúnir, ekki með mannskap og búnað. Nú síðast, hafa þeir kallað út varasveitir sínar, 300 þúsund manns en þetta tekur gífurlegan tíma að framkvæma.

Custer var þekktur fyrir brjálaðan og árásargjarnan leiðtogastíl og gæti hafa verið of öruggur á eigin getu og sinna manna. Þetta oftraust gæti hafa stuðlað að því að hann ákvað að ráðast á mun stærra lið. Og hann mátti alveg vera ofuröruggur, reynslan hafði kennt Kananum annað en að indíánar væru færir um að koma sér upp her.  Það á eftir að koma í ljós hvort hershöfðingjar og leyniþjónustur Ísraelmanna hafi ofmetið sig, það verður að teljast líklegt úr því að svo fór sem fór.

Sem afleiðing af þessum mistökum varð Custer og öll herdeild hans yfirbugað og hann sigraður af frumbyggjabandalaginu í orrustunni við Little Bighorn júní 1876. Custer og margir menn hans féllu í orrustunni. En hér skilur á milli Ísraelhers og Bandaríkjahers. Ísraelmenn voru ekki yfirbugaðir, þótt þeir hafi verið gripnir í bólinu, líkt og í Yom Kippur stríðinu, þá er næsta víst að þeir beri sigur af hólmi.  Það fer fyrir Hamasliðum og indíánum, þeim verður útrýmt sem andstæðingum.

Hver er lexían af báðum dæmunum? Að búa sig undir það ómögulega, það mun óhjákvæmilega gerast. Sama gildir um Íslendinga og þeirra varnarmál. Það þýðir ekki að líta á síðasta stríð og undirbúa sig eftir því, því að næsta stríð verður nefnilega öðruvísi. Engum er að treysta, hvorki vinum né andstæðingum, jafnvel ekki okkur sjálfum. Eigum við ekki að búa okkur undir það ómögulega?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband