Ég hef áður skrifað um landkönnuðinn og "aðmíráll af opinu hafi" Kristófer Kólumbus og rakið hvernig samskipti hans við innfædda voru háttuð. Ólíkt sumum öðrum landkönnuðum, leiddu landafundirnir hins nýja heims til þjóðamorða og upphafs þrælahalds í Ameríku.
Hann var ekki eins og litla barnið með eldspítur sem kveikti óvart í húsinu, heldur var hann vísvitandi að kveikja bál. Saga hans og annarra hefur kennt mér að oft eru tvær útgáfur af sama manni.
Önnur er hin opinbera útgáfa, sem lýsir dýrlingi eða harðstjóra. Svo er það hin útgáfan, af manni með einkalíf sem kannski þolir ekki dagsljósið. Richard Wager er eitt dæmi, en hann var annálaður gyðingahatari. Flestir gyðingar hafa tekið hann í sátt vegna tónlistar hans en hunsa manninn. Annað dæmi er Martein Luther King, sem var svartur mannréttindafrömuður í Bandaríkjunum og barðist fyrir mannréttindum svarts fólks. Hann var frábær leiðtogi en skúrkur í einkalífinu enda annálaður kvennamaður.
Hvernig á að dæma slíkt fólk? Ekki hægt. Við verðum að taka það með öllum sínum göllum og kostum. Ekki er hægt að afskrifa það úr mannkynsögunni, það væri sögufals (sem nú er stundað í Bandaríkjunum). Þetta fólk hafði áhrif á mannkyns söguna, því verður ekki breytt.
Hér kemur góð grein sem ég þýddi og ber heitið 9 ástæður fyrir því að Kristófer Kólumbus var morðingi, harðstjóri og skúrkur. Hann flokkast seint í hóp dýrlinga.
Sjá slóðina: 9 reasons Christopher Columbus was a murderer, tyrant, and scoundrel og undirtitilinn "Why do we even celebrate Columbus Day?" Höfundur virist vilja afmá minningu hans. En það er varasamt. Því að burtséð frá persónunni gerðist þetta:
1) Ný heimsálfa uppgötvaðist sem breytti heimsögunni.
2) Gamli heimurinn og hinn nýi tengdust í fyrsta sinn í mannkynssögunni.
Ef Kólumbus hefði ekki fundið Ameríku (á eftir Íslendingum), þá hefði heimsálfan hvort sem fundist fyrr eða síðar, siglingatæknin var orðin það góð. Víkingaskipið góða var hafskip sem hægt var að nota til að komast á milli heimsálfa en svo var einnig farið með skip 15. aldar sem voru orðin hafskip.
Ekki var bara siglt til Ameríku og hún uppgötvuð, heldur var Afríka og Asía tengd við Evrópu með nýrri siglingaleið suður fyrir Afríku. Misjafnlega gott kom úr þeim samskiptum en sögunni verður ekki breytt úr þessu.
En frumbyggjar Ameríku voru mjög óheppnir með þá þjóð sem uppgötvaði þá. Spánverjar, eftir margra alda landvinninga baráttu við Mára á Spáni, voru harnaðir af þeim átökum og miskunarlausir. Það er engin tilviljun að þegar floti Kólumbusar sigldi úr höfn 1492, var síðasta vígi Mára sigrað í Granada. Spánverjar hreinlega héldu áfram grimmilegum landvinningum sínum, en nú í nýjum heimi. Milljónir manna voru hrepptir í ánauð, drepnir eða féllu fyrir hendi nýrra sjúkdóma.
Áætlað er að við fyrstu landvinninga Spánverja í Ameríku hafi allt að átta milljónir frumbyggja látist, fyrst og fremst vegna útbreiðslu Afró-Eurasíusjúkdóma. Á sama tíma leiddu stríð og grimmdarverk sem Evrópubúar háðu gegn frumbyggjum Bandaríkjanna einnig til milljóna dauðsfalla. Misþyrmingar og dráp á frumbyggjum héldu áfram um aldir, á öllum svæðum í Ameríku, þar á meðal þeim svæðum sem myndu verða Kanada, Bandaríkin, Mexíkó, Argentína, Brasilía, Paragvæ, Chile.
Hér kemur þýðingin:
1) Kólumbus rændi karabíska konu og gaf henni skipverja til að nauðga
Bergreen vitnar í Michele de Cuneo, sem tók þátt í öðrum leiðangri Kólumbusar til Ameríku (bls. 143):
Meðan ég var í bátnum, náði ég mjög fallegri konu, sem Drottinn aðmíráll [Kólumbus] gaf mér. Þegar ég hafði farið með hana í klefann minn var hún nakin eins og þeir voru siður. Ég fylltist löngun til að taka ánægju mína með henni og reyndi að fullnægja löngun minni. Hún var ófús og kom svo fram við mig með nöglunum sínum að ég vildi að ég hefði aldrei byrjað. Ég tók þá reipi og þeytti hana fast, og hún gaf frá sér svo ótrúleg öskur að þú hefðir ekki trúað þínum eyrum. Að lokum komumst við að því, ég fullvissa þig um, að þú hefðir haldið að hún hefði verið alin upp í hóruskóla.
2) Á eyjunni Hispaniólu skar meðlimur í áhöfn Kólumbusar opinberlega af eyru indíána til að stuða aðra til undirgefnis
Eftir árás meira en 2.000 indíána lét Kólumbus undirherja sinn, Alonso de Ojeda, færa sér þrjá indjána leiðtoga, sem Kólumbus skipaði síðan opinberlega að hálshöggva. Ojeda skipaði einnig mönnum sínum að grípa annan indjána, koma með hann í mitt þorpið sitt og klippa af honum eyrun í hefndarskyni fyrir að indíánar hafi ekki verið hjálpsamir Spánverjum þegar þeir byrðu læk einn. (Bergreen, 170-171)
3) Kólumbus rændi og þrælaði meira en þúsund manns á Hispaniólu
Samkvæmt Cuneo fyrirskipaði Kólumbus að 1.500 karlar og konur yrðu teknar, sleppti 400 og fordæmdi að 500 yrðu sendir til Spánar og 600 til viðbótar til þrældóms af spænskum mönnum sem eftir voru á eyjunni. Um 200 af þeim 500 sem sendir voru til Spánar fórust í ferðinni og var þeim hent af Spánverjum í Atlantshafið. (Bergreen, 196-197)
4) Kólumbus neyddi indíána til að safna gulli fyrir sig ella deyja
Kólumbus skipaði öllum indíánum eldri en 14 að gefa Spánverjum mikið magn af gulli, ella deyja. Þeir sem voru á svæðum án mikið gull fengu að gefa bómull í staðinn. Þátttakendur í þessu kerfi fengu "stimplað kopar- eða koparmerki til að bera um hálsinn í því sem varð tákn um óþolandi skömm." (Bergreen, 203)
5) Um 50.000 indíánar frömdu fjöldasjálfsmorð frekar en að hlýða þeim spænsku
Bergreen útskýrir, blaðsíðu 204:
Indíánarnir eyðilögðu brauðbirgðir sínar svo að hvorki þeir né innrásarmennirnir gætu borðað af þeim. Þeir hentu sig fram af klettum, þeir eitruðu fyrir sér með rótum og þeir sveltu sig til dauða. Kúgaðir af hinni ómögulegu kröfu um að afhenda skatta af gulli gátu indíánarnir ekki lengur hirt akra sína eða séð um sjúklinga sína, börn og gamalmenni. Þeir höfðu gefist upp og framið fjöldasjálfsmorð til að forðast að verða drepnir eða teknir af kristnum mönnum og til að forðast að deila landi sínu með þeim, ökrum sínum, lundum, ströndum, skógum og konum: framtíð þjóðarinnar.
6) 56 árum eftir fyrstu ferð Kólumbusar voru aðeins 500 af 300.000 indíánum eftir á Hispaniólu
Mannfjöldatölur frá því fyrir 500 árum eru óneitalega ónákvæmar, en Bergreen áætlar að íbúar Hispaniólu hafi verið um 300.000 árið 1492. Á árunum 1494 til 1496 létust 100.000, helmingur vegna fjöldasjálfsvíga. Árið 1508 var fólkið komið niður í 60.000. Árið 1548 var talið að það væru aðeins 500 manns.
Skiljanlega flúðu sumir innfæddir til fjalla til að forðast spænsku hermennina, aðeins til að láta menn Kólumbus elta sig uppi með hunda. (Bergreen, 205)
7) Kólumbus var líka hræðilegur við Spánverja undir hans stjórn
Þó að það fölnaði í samanburði við glæpi hans gegn Karíbabúum og Taino-indíánum, var stjórn Kólumbusar yfir spænskum landnemum einnig grimm. Hann skipaði að minnsta kosti tugi Spánverja að vera hýddir á almannafæri, bundnir um hálsinn og bundnir saman við fæturna fyrir að skipta gulli fyrir mat til að forðast hungur. Hann bauð að skera út tungu konu fyrir að hafa "talað illa um aðmírállinn og bræður hans."
Önnur kona var afklædd og sett á bakið á asna
til að verða ... hýdd sem refsing fyrir að segjast ranglega vera ólétt. Hann skipaði að Spánverjar yrðu hengdir fyrir að stela brauði (Bergreen, 315-316). Bergreen heldur áfram:
Hann bauð meira að segja að skera eyru og nef af einum ódæðismanni, sem einnig var hýddur, hlekkjaður og rekinn frá eyjunni. Hann skipaði hendi káettudrengs neglda á almannafæri á staðinn þar sem hann hafði dregið gildru úr á og veitt fisk. Hýðing vegna minniháttar innbrota áttu sér stað með ógnvekjandi tíðni. Kólumbus skipaði einum brotamanni að fá hundrað svipuhögg - sem gætu verið banvæn - fyrir að stela kindum og öðrum fyrir að ljúga um atvikið. Óheppinn náungi að nafni Juan Moreno fékk hundrað svipuhögg fyrir að hafa ekki safnað nægum mat fyrir matarbúr Kólumbusar.
8) Landnámsmenn undir stjórn Kólumbusar seldu 9 og 10 ára stúlkur í kynlífsþrælkun
Þessa viðurkenndi hann sjálfur í bréfi til Doña Juana de la Torre, vinkonu spænsku drottningarinnar: Það eru fullt af söluaðilum sem fara að leita að stelpum; þeirra sem eru frá níu til tíu eru nú eftirsóttar og fyrir alla aldurshópa. greiða þarf gott verð."
9) Indíánskir þrælar voru hálshöggnir þegar spænskir fangarar þeirra nenntu ekki að leysa þá
Benjamin Keen, sagnfræðingur um landvinninga Spánverja í Ameríku, benti á að margar heimildir staðfestu frásagnir af þreyttum indíánum - burðarmönnum, hlekkjaðir um hálsinn, en Spánverjar höfðu höfuðin skorið frá líkama sínum svo þeir þurftu ekki að stoppa til að leysa þá.
---
Svo halda menn að þjóðarmorð hafi bara verið einkenni 20. aldar með þeim harðstjórum Hitler, Stalín og Maó. Mannkynssagan er uppfull af sögum um þjóðarmorð.
Á að halda áfram hátíðlega Kólumbuardegi? Kannski mætti breyta heitinu úr Kólumbuardegi í landafundadag Ameríku? Eða skipta um persónu og kenna daginn við Leif hepnna (sem er vel þekktur vestan hafs) eða Þorfinn karlsefni? Ég veit það ekki, dæmi hver fyrir sig.
Kólumbusardagur er haldinn hátíðlega 2. október hvert ár í Bandaríkjum.
Bloggar | 24.5.2023 | 13:16 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk heldur að það nægi að gera byltingu eða standa í sjálfstæðisbaráttu og fái að lokum frelsi og fullveldi þjóðar, að baráttunni sé þar með lokið. Henni er aldrei lokið og standa þarf vörð um nýfengið frelsi undir gunnfána lýðræðis, sem er ekki nema rúmlega tveggja alda gamalt.
Í frönsku byltingunni var gengið undir slagorðunum jafnrétti, frelsi og bræðralag. Ég hef aldrei skilið slagorðið bræðralag, nema í skilningum að allar stéttir eigi að standa saman í bræðralagi.
Hins vegar er ljóst að baráttan fyrir jafnrétti í ýmsum skilningi hefur skilið góðum árangri. Mest áberandi var baráttan um jafnrétti kynja en hún snérist líka um jafnrétti einstaklinga og hópa til að stunda nám, jafn réttur til starfa og svo framvegis. Þessi baráttan hefur skilið fullan árangur og aðeins þarf að gæta nýfenginn jafnréttisrétt.
En mikil aðför á sér stað að frelsinu í dag. Frelsið á sér nokkrar mæður. Svo sem athafnafrelsi, tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og ferðafrelsi. Allt fellur þetta undir persónufrelsi og er þetta réttur sem er tryggður í stjórnarskrám lýðræðisríkja. Stjórnmála- og efnahagskenningar eru byggðar utan um þessi frelsi, eins og t.d. einstaklingshyggja og frjálst atvinnulíf (kapitalismi).
Jón Sigurðsson fyrsti forvígismaður Íslendinga, sem var undir áhrifum frönsku byltingarinnar, lét verkin tala. Hann var fylgjandi auknu frelsi, einstaklingsfrelsi, lýðfrelsi og þjóðfrelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Fyrir þessa baráttu var Jón hylltur sem þjóðhetja og er enn (vonandi verður hann ekki gerður útlægður 17. júní n.k. ásamt íslenska þjóðsöngnum - úr eigið afmælispartíi).
"Rök Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfsstjórn til handa Íslendingum voru þó ekki aðeins söguleg og praktísk því að hugmyndir hans um fjölmörg önnur svið þjóðfélagsins allt frá skólamálum, hervörnum, verslun og fiskveiðum til frjálsra félagasamtaka, svo fátt eitt sé nefnt", segir á Vísindavefnum, sjá slóð: Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
En hvar stendur spjótið í brjósti frelsisins? Mér sýnist baráttan snúist annars vegar um tjáningarfrelsið en annars vegar um þjóðfrelsið.
Tökum fyrst fyrir tjáningarfrelsið. Vegna woke - menningar nútímans sem er ekkert annað en (ný-marxisk) aðför að frjálsum tjáningarskiptum borgara er fólki bannað að nota ákveðin orð og hugtök að viðurlögum útskúfunar úr samfélagi samfélagsmiðla og kannski líka í raunheimum. Og ríkið (undir forystu vinstri manna) tekur þátt í vitleysunni en skemmst er að minnast ummæla forsætisráðherra um að skylda opinbera starfsmenn til að sitja námskeið (svo að þeir hugsi nú rétt). En það er einmitt málið. Breytt hugtök er ein leiðin til að fela sannleikann og snúa honum á hvolf. Að ráða yfir hugsunum fólk að hætti "Veröld ný og góð" eða "1984".
Tökum dæmi: Fóstureyðing heiti í dag þungunarrof. Ég hef alltaf skilið orðið rof sem eitthvað sem er hægt að taka til baka eða laga. Nei, fóstureyðing er þegar fóstur er tekið úr móðurkviði og því eytt. Ég er ekkert að taka afstöðu til þessa málaflokks sem er afar erfiður og flókinn og ég þyrfti að taka aðra grein undir þá umræðu (sem ég hef annars engan áhuga á en tek þetta sem dæmi um umskiptun hugtaka). En málið er, að hér er verið að skipta um hugtak til að gera umdeildan verknað jákvæðari.
Og nýjasta nýtt er orðið skjólgarður, sem er feluheiti fyrir flóttamannabúðir. Hælisleitendur og flóttamenn (hugtök sem Mannréttindaskrifstofa Íslands notar) eru nú fólk sem leitar alþjóðlega verndar. Hvað er alþjóðleg vernd? Þetta er orðskrípi. Standa margar þjóðir að verndinni? Eða bara ein þjóð eins og raunveruleikinn er. Það er ekkert að hugtökunum hælisleitandi og hælisleit. Það getur verið einstaklingur sem leitar skjóls fyrir ofsóknum eða fyrir veðri í hellisskúta. Hugtakið flóttamaður er gott og gilt.
Nota bene, mörg gömlu hugtökin voru ljót og niðurlægjandi. Svo sem hugtakið fávitahæli. Afar ljótt hugtak. Því er ég ekki að mæla gegn upptöku nýrra hugtaka, bara að þau séu skýr og lýsi raunveruleikanum. Málið er stöðugt að breytast.
Kannski er mesta aðförin að tjáningarfrelsinu að nú á að ritskoða bækur. Það á að endurskrifa meistaraverkin sem skrifuð voru á sínum tíma undir aldarfari þess tíma og í raun ritskoða. Væri ekki hreinlegra að henda bækurnar á bálið eins og nasistarnir gerðu? Nei, hér spila peningarnir inn í. Disney fyrirtækið hefur ákveðið að birta fyrirvara við allar gamlar Disney myndir sem þykja gefa ranga mynd af hópum og einstaklingum. Af hverju ekki þá að taka þær úr umferð? Peningagræðgi. Enn er hægt að græða á þessum myndum. Ég mæli með bókinni "Fahrenheit 451" eftir Aldous Leonard Huxley um aðförina að bókinni.
Endum þennan pistill á þjóðfrelsinu sem er fullveldi þjóðar. Íslendingar hafa sífellt verið að gengisfella það. Það er skiljanlegt að örþjóð vilji tryggja stöðu sína í samfélagi þjóða en það á ekki að vera á kostnað fullveldis. Söm bandalög þjóða eru saklaus. Við erum meðlimir í Sameinuðu þjóðunum og EFTA, hvorutveggja samtök sem skerða ekki fullveldi. Við erum í NATÓ sem skerðir ekki fullveldið.
En við erum bundin við ESB með EES-samningum sem nú virðist ætla að skerða fullveldið með bókun 35. Bókun er bara bókun eins og orðið gefur til og og á því ekki lagastoð. Íslendingum ber því engin skylda að taka þetta inn í íslensk lög, betra væri að segja upp EES-samningum ef þetta verður nauðungarboð. Sjá aðra umfjöllun mína um málið.
Að lokum, kannski er einnig vegið að ferðafrelsinu með þvingun ESB til að láta Íslendinga borga mengunarskatt í flugi? Sumir segja að þetta dragi úr flugi til Íslands og jafnvel beini flugi frá landinu og aðrar þjóðir fljúgi beint yfir Atlantshafið án viðkomu á Íslandi vegna kostnaðar.
Félag sem kennir sig við Frelsi og fullveldi hefur nú boðað til fundar á Catalínu n.k. fimmtudag. Þar segir að tilgangur félagsins sé að "sameina og virkja almenning til áhrifa með því að leggja sitt af mörkum."
Ætli maður leggi ekki sitt af mörkum og fari....
Bloggar | 23.5.2023 | 11:51 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flaggskip breska flotans á 18. öld, HMS Victory (Hið konunglega skip Sigursæld) er athyglisvert skip, á sér langa og fræga sögu og er enn til. Myndin sem okkur hefur verið sýnd í kvikmyndum er af slæmum aðbúnaði og óhamingjusömum sjómönnum sem er að einhverju leyti röng og er kannski dregin af kvikmyndunum um uppreisninni um borð HMS Bounty.
En raunveruleikinn var að þessir menn, sem bjuggu í þröngum vistarverum (í hengirúmum við hlið fallbyssa), fengu meira að borða um borð en heldur í landi. Milli 4500-5000 hitaeiningar á dag. Þarna fengu þeir kjöt nokkrum sinnum í viku (sem var sjaldgæfara í landi) og nóg af vatnsblönduðu rommi, þannig að menn voru hífaðir mest allan daginn (og hamingjusamari). Þeir drukku líka nægan bjór (50 tonn um borð) og vín, því að vatnið (357 tonn um borð) var hættulegra að drekka óblandað og því blandað saman við vínið.
Sjóliðarnir fengu saltað kjöt, svína- og nautakjöt aðallega (45 tonn), mörg tonn af baunum, 2 tonn af smjöri (og osti) og 45 tonn af brauði í formi kex og mat sem hægt var að geyma. Heitur matur var sjaldgæfur vegna sjógangs en yfirmennirnir voru á veislufæði, enda stéttskipting um sú sama og í landi. Mennirnir fengu þrjár máltíðir á dag sem var ekki sjálfgefið í landi. Nóg að borða en einhæft fæði.
Flestir komu sjálfviljugir um borð, en fáeinir ekki, sérstaklega á stríðstímum og liðssmalar þurftu að fylla upp í kvóta og þá voru drykkjumenn eða aðrir óheppnir teknir nauðugir um borð. Enn aðrir voru glæpamenn sem gátu valið á milli fangelsisdóms eða vist um borð. Komið var betra fram við þessa menn um borð heldur en í landi, enda verðmætari. En strangur agi var um borð, sannkallaður heragi. Refsingar voru vægari en í landi. Fyrir minniháttar þjófnað voru menn hýddir en fyrir sama brot í landi, hefði afbrotamaðurinn verið hengdur. Læknisþjónusta var um borð.
350 manns voru á megin þilfarinu en ég held að skipið hafi getað rúmað um 830 manns í þessu 3.500 tonna skipi og það hafi verið 277 fet á lengd. Burðageta 2,146 tonn. Það náði upp að 20 km hraða á klst. Skipið kostaði 50 milljóna punda sem enn er mikil upphæð.
Sex manna áhöfn var á hverja fallbyssu og stöðug þjálfun var í gangi eða þrif en þilförin voru skrúppuð reglulega. Það tók bara 90 sekúndur að endurhlaða fallbyssuna eftir skotið hafði verið. Fyrirliðinn var kallaður fallbyssu kafteinn og hann miðaði og skaut úr byssunni, tveir stóðu til hliðar og stilltu hæðina á byssunni með prikum, einn tróð svamppriki eftir skot til að tryggja engin glóð væri eftir í hlaupinu og einn, oftast drengur, hljóp eftir púðrinu en sá sjötti tróð púðrinu og kúlunni í hlaupið. Allt var þaulæft allir með afmarkað hlutverk.
Nokkur byssudekk voru borð. 30 fallbyssur × 2,75 tonn þungar byssur kallaðar Blomefield 32 punda (15 kg) Miðbyssudekk: 28 × 2,5 tonna byssur og 24 punda (11 kg) Efri byssudekk: 30 × 1,7 tonna stuttar fallbyssur og 12 punda byssur (5 kg) á kvartdekki: 12 × 1.7 tonna stuttar 12 punda (5 kg) fallbyssur; á forkastala: 2 × miðlungs 12 punda (5 kg), 2 × 68 punda 31 kg) fallbyssur.
En um skipið er það að segja að HMS Victory (Hin konunglega Sigursæld) er flokkað sem 104-byssu fyrstu gráðu skip á línu (röðun í sjóorrustu en skipunum var raðað í beina línu til að nýta skotkraft fallbyssa á annarri hlið) hjá hinum konunglega flota. Skipið var pantað árið 1758, byrjað á því 1759 og hleypt af stokkunum árið 1765. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem flaggskip Nelson lávarðar í orrustunni við Trafalgar þann 21 október 1805. Það var einnig flaggskip Keppel í sjóorrustuinni í Ushant, flaggskip Howe í sjóorrustunni við Spartel höfða og flaggskip Jervis í sjóorrustunni við St Vincent höfða.
Skipið tók þátt í eftirfarandi orrustum:
Sjóorrustan við Ushant (1778)
Seinni sjóorrustan við Ushant (1781)
Sjóorrustan við Spartel höfða (1782)
Sjóorrustan við St Vincent höfða (1797)
Sjóorrustan við Trafalgar (1805).
Ship of the line: barist í línulegri röð en ef brotist var inn í línu óvinarins, gat eitt skip eyðilagt tvö eða fleiri skip, því að ekkert stöðvaði byssukúluna frá því að fara í gegnum skipin endilangt.
Eftir 1824, var skipið sett í hlutverk hafnarskips. Árið 1922 var það flutt í þurrkví í Portsmouth, Englandi og varðveitt sem safnskip. Hún hefur verið flaggskip First Sea Lord frá því í október 2012 og er elsta flotaskip heimsins sem er enn í notkun. Þessum góða lífsdaga má þakka að skipið er smíðað úr eik eða um 90% (sex þúsund tré fóru í smíðina) og því hefur alla tíð verið vel við haldið.
Varðskipið María Júlía
Íslendingar hafa verið duglegir að skrifa bækur en verri að geyma forn mannvirki og tæki. Það er því vel að menn eru að reyna að bjarga Maríu Júlíu sem einmitt er eikarskip og ætti að endast í aldir eins og Victory. Hér kemur smá fróðleiksmoli af netinu:
María Júlía er varðskip og björgunarskip sem Landhelgisgæslan notaði frá 1950 til 1969. Skipið var smíðað úr eik í Frederikssund í Danmörku og var heildarkostnaður 1,5 milljónir króna en um 300.000 af þeirri upphæð voru framlög frá slysavarnardeildum á Vestfjörðum. Skipið var nefnt í höfuðið á Maríu Júlíu Gísladóttur frá Ísafirði sem gaf árið 1937 verulegt fjármagn til smíði björgunarskips. Í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi á Íslandi.
Það hefði því verið nær að skýra nýjasta varðskip okkar María Júlía en Freyja sem er frjósemdargyðjar og -ástar og er ekki sjávarguð.
Gott nafn hefði verið: Skaði (kona sjávarguðsins Njarðar) eða Rán en maðurinn hennar var jötuninn Ægir sem varðskip eru skýrð eftir, en þau eru persónugervingar hafsins. Rán hefur net sem hún reynir að ginna sæfara í. Hún er ásynja drukknandi manna og er táknar allt það illa og hættulega við hafið en Ægir er guð sædýra og er góði hluti hafsins.
Saman eiga þau níu dætur sem eru öldurnar: Bára, Blóðughödda, Bylgja, Dúfa, Hefringa, Himinglæva, Hrönn eða Dröfn, Kólga og Unnur. Allt nöfn sem hægt er að nota á varðskip (Dröfn er reyndar notað á rannsóknarskip).
Bloggar | 22.5.2023 | 12:30 (breytt kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.)
Heimfæra má þessu fleygu orð skáldsins yfir á Ísland nútímans og Íslendinga. Við erum ekkert annað en feitir þjónar, lifum í allsnægtum, gónandi á örskjái og aldsendis menningarsnauðir, nýjar kynslóðir ólæsar á hvurnsdags íslensku og vita ekkert hvaðan þær koma, þekkja ekki einu sinni feður og mæður afa og ömmu með nafni.
Nútíma Íslendingurinn er búinn að gleyma uppruna sínum, kerfið nennir ekki einu sinni að kenna krökkum grundvallar sögu og trú og slík þjóð eins og Íslendingar eru orðnir, er dæmt til að endurtaka mistökin aftur og aftur án haldreipi trúar.
Íslendingar virðast vera staðráðnir að vera þjóð meðal þjóð en gleymir á sama tíma að vera þjóð með uppruna, tungu og menningu. Við erum í núvitund, hugsum ekkert um fortíð né framtíð. Það hefur aldrei verið talið gott veganesi að dýfa ekki hendi í kalt vatn með silfurskeiðina fasta í munni. Maðurinn er gerður fyrir andóf og mótlæti, sterkir karaktarar kvenmanna og karlmanna eru barðir og mótaðir á steðja lífsins.
Einn mætur fræðimaður sagði eitt sinni, þegar enn ein Pisa könnunin var birt, að það væri nóg að 10% þjóðarinnar kynni skil á þjóðararfinu og því mun íslenskan lifa. Hvers konar endems vitleysa er þetta. Slíkir (fræði)menn, sem eiga að heita hafa lesið opinbert mál Íslendinga 17. og 18. alda eiga að sjá danskt mál með íslenskublendingi en þeir sjá málstíl og tilbrigði íslensks máls.
Það þurfti að berjast fyrir íslenskunni á 19. öld, bjarga henni úr klóm dönskunnar. Nú er hún dauð í huga meginþorra þjóðarinnar. En nú eru við að berjast við engilsaxnesku og eru að tapa því stríði. Prófið að fara niður í miðborg Reykjavíkur einn góðan veðurdag og sjáið hvort þið komist í gegnum daginn án þess að tala ensku. Það er ekki hægt.
Og Íslendingar hafa ákveðið að vera feitir þjónar erlent valds. Það er hægt að kalla það ýmsum nöfnum, NATÓ, Sameinuðu þjóðirnar, EFTA eða ESB. Í hvert sinn sem við göngum í slík samtök, töpuð við dálítið af frelsi okkar, þar til ekkert verður eftir af því.
Það voru ef til vill ekki byggðir þýskir kastalar en nútíma útgáfa af þeim var byggð á Suðurnesjum (og víða um land á stríðstímum) og amerískir dátar sátu þann kastala. Íslenskir ráðamenn, ekki leiðtogar, þeir eru ekki lengur til, ákváðu að fela frelsið í hendur heimsveldi sem er á hverfandi hveli og er víst til að taka okkur með í himnaför í sveppalögðu skýi.
Nú koma boð og bönn frá Brussel í stað Kaupmannahafnar. Nýr bústaður en sömu herrar. Ekki mikil munur þar á. Og íslenskir skriffinnar, kallast á íslensku Alþingismenn, munda stimplanna og skriffærin til að votta boðin en oftar en ekki bönnin frá stríðsóðri Evrópu sem enn og aftur er komin í stríð ekki reynslunni ríkari, enda nánast allir dauðir sem upplifðu ragnarök seinni heimsstyrjaldar. Engin lærdómur er dreginn og sömu mistökin endurtekin. Apar fara í stríð.
Mávera sigraðri þjóð sé best að útþurkast: ekki með orði skal ég biðja íslenskum vægðar. Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deya. Og lífið er oss laungu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki mist meðan einn maður, hvortheldur ríkur eða fátækur, stendur uppi af þessu fólki; og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír ..." (Eldur í Kaupinhafn. 10. kafli. Snæfríður Íslandssól.)
Orðstír okkar hefur beðið skaða með undirlægu hætti og sleikjugangi ráðamanna vorra (ég mun aldrei notað hugtakið leiðtogar um slíkt fólk, nema um fáeina menn (kk og kvk) sem nú sitja á Alþingi) og kristalaðist með Versala samkundunni í Hörpu um daginn.
Utanríkisráðstýra vor, sem þverneitar að verja land og þjóð með a.m.k. heimavarnarliði, dásamar manndrápin og stríðsgjörðir í gersku martröðunni, ekki ævintýri. Tvísagna ráðstýra sem hræðir okkur með væntanlega formennsku í náinni framtíð í stærsta stjórnmálaflokkisins sem kennir sig við sjálfstæði en ætti frekar að kenna við frelsisafsal en sjálfstæði. Erum við sigruð? Töpuðum við fyrir sjálfum okkur?
Björt framtíð með blóm í haga framundan?
Bloggar | 21.5.2023 | 13:19 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur ýmislegt gerst í vikunni sem telst vera fréttnæmt.
Fyrir hið fyrsta og það sem vekur umhugsun, er svo kallaða tjónaskrá sem Evrópuráðið hefur fundið upp án nokkurra lagastoðar. Nýir Versala afarkostir eru í boði fyrir taparann (sem enginn veit hver verður) í Úkraníu stríðinu.
Menn læra seint af sögunni eða ekki neitt. Afarkostirnir sem settir voru á Þjóðverja í lok fyrri heimsstyrjaldar (og þeir voru alla 20. öldina að borga) leiddu til anarkisma í fyrstu í þýsku samfélagi en síðar til fasisma/nasisma.
Menn þóttust hafa lært af niðurstöðu fyrri heimsstyrjaldar í stríðslokin 1945 og ákváðu að í stað hefnda og kröfu um skaðabætur (reyndar voru Þjóðverjar rændir á báða bóga niður í skinn), að koma með Marshall aðstoðina, og aðstoða töpurunum, Þýskalandi og Japan að komast á fæturnar aftur en nú með lýðræði sem leiðarljós. Það tókst stórkostlega og bæði ríkin eru lýðræðisríki, friðsöm og efnahagsveldi.
En nú hafa menn gleymt sögunni í Versalasamkundunni í Hörpu. Nú á að krefjast skaðabætur. Hafa menn hugsað dæmið til enda? Til dæmis það að Rússland, eftir stríðið, verður ekki hersetið af erlendum herjum og því erfitt að þvinga Rússa til eins eða neins. Og Rússar eiga vini alls staðar. Það eina sem gerist ef þessari kröfu er haldið er til streitu, er að búa til kalt stríð á nýju og skiptingu heimsins í tvær valdablokkir (Kína og Rússland í annarri) og Vesturveldin í hinni.
Það er ekki rétt að halda því fram að í menningunni sé engin framþróun... í hverju stríði eru menn drepnir á nýjan hátt. Will Rogers
---
Annarra manna fé (e. other people money) er hugtak notað um þá sem höndla með fé annarra, oftast á óábyrgan hátt. Enn á að halda til streitu, að því virðist, göng í gegnum Fjarðarheiði. Einhvers staðar sá ég verðmiðann 46 milljarða króna sem eru meiri en fjárlög til Vegagerðinnar 2020 sem voru met upphæðir upp á krónur 44 milljarða króna. Ég hef hvergi séð réttlætingu fyrir þessa framkvæmd í stað tveggja gangna til Miðfjarðar (sem gerir sama gagn en opnar hringleið um firðina). Hvernig geta menn réttlætt þetta þegar fyrirséð er að það taki 15 ár í viðbót að leggja af einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt, fyrir utan allar aðrar framkvæmdir sem eru afar brýnar, s.s. Sundabrautina. Og jarðfræðingar vara við 16 km löngum göngum í gegnum erfið jarðlög sem gætu reynst vera ný Vaðlaheiðargöng sem margföldustu í verði vegna vatnsleka og annan vanda.
---
Nú er ljóst að utanríkisstefna núverandi ríkisstjórnar er samsull af bulli. Þrír afar ósamstæðir flokkar mynda ríkisstjórna og einn með algjörlega andstæða stefnu í varnarmálum en hinir. VG hafa þurft að kokgleypa og draga til baka stefnu sína um Ísland úr NATÓ (og herinn burt, sem fór reyndar sjálfur án þess að spyrja kóng né prest). Er flokkurinnn trúverður? Meira segja meirihluti kjósenda VG telur stefnuna ranga og vilja vera áfram í NATÓ.
Og "kvenskörungarnir" tveir úr Sjálfstæðisflokknum telja sig vera grúpppíur og fylgja í einu og öllum sem grúppan telur vera rétt. Þær hafa gleymt hugmyndina að sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir sjálfstæða þjóð í frjálsu landi. Þær og aðrir í ríkisstjórninni gleyma lexíunni úr mannkynssögunni sem er að örþjóð heldur kjafti, kemur sig í skjól vinveittra ríka og skiptir sér ekki af slagsmálum stórþjóðanna. Að það er viturlegra að koma fram sem sáttasemjari og boðberi friðar en taka þátt í stríðbrölti með engan her að baki!
Bloggar | 19.5.2023 | 14:41 (breytt kl. 15:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utangarðsmaðurinn Donald Trump kom eins og stormsveipur inn í bandarísk stjórnmál 2015. Fyrst var hlegið að honum og spurt hvað hann eigi upp á dekk, utangarðsmaður í Repúblikanaflokknum og þekkti ekkert til refskákar í bandarískum stjórnmálum.
En Donald Trump kom til dyranna eins og hann er klæddur, eins og alltaf og sagði hvernig hlutirnir eru í raun. Kjósendur, löngu orðnir þreyttir á lygum og aðgerðaleysi stjórnmálamanna, ákváðu að taka hann á orðið, og gefa honum tækifæri. Þegar hann vann forval forsetaframbjóðenda í Repúblikanaflokknum, öllum til undrunar nema honum sjálfum, ákvað vilta vinstrið að taka hann alvarlega. Ákveðið var að siga meginfjölmiðlanna á hann (sem CIA stjórnar á bak við tjöldin).
Ekki nóg með allt Demókrata apparatið færi á fullan skrið með allan þann skít sem það getur fundið, heldur var djúpríkið virkjað um leið. Djúpríkið kallast stofnanir og ráðuneyti sem eru á valdi kerfiskarla sem oftar en ekki eru hliðhollir Demókrötum.
CIA og FBI, sem eiga að heita hlutlausar stofnanir voru virkjaðar þegar Trump vann forsetakosningarnar gegn hinni spilltu Hilary Clinton. Áður en hann náði að komast í Hvíta húsið var njósnað um forsetaframboð hans. Þegar hann var kominn í embættið var hann sakaður um samvinnu við Rússa um að vinna kosningarnar. Það mál yfirhnæfði alla fjölmiðla umræðu í forsetatíð hans. Skipaður var sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í tvö ár, Robert Mueller sem fann ekkert athugavert og engin tengsl Trumps við Rússa.
Því var ákveðið að rannsaka sjálfa rannsóknina og málið sem leiddi til þess að "Rússagate" sem Trump hefur alltaf kallað mesta svindl stjórnmálasögunnar í BNA. John Durham var skipaður sérstakur saksóknari. Og nú eftir 4 ára rannsókn, kemur í ljós að gífurleg spilling reyndist á bakvið málið allt. FBI sem átti að heita æðsta og virtasta löggæslustofnun Bandaríkjanna og þótt víða væri leitað, reyndist starfi sínu ekki vaxið og reyndist í vasa Demókrata. Kíkjum aðeins á rannsókn Durham og niðurstöður hennar.
Frá og með árinu 2017 fullyrtu Donald Trump forseti og bandamenn hans að rannsókn Crossfire fellibylsins á vegum alríkislögreglunnar (FBI), sem fann óteljandi óviðeigandi tengsl milli félaga Trump og rússneskra embættismanna og njósnara og leiddi til Mueller rannsóknarinnar, hafi verið hluti af djúp ríkis samsæri og gabbi eða nornaveiðar sem pólitískir óvinir hans komu af stað.
Í apríl 2019 tilkynnti William Barr dómsmálaráðherra að hann hefði hafið endurskoðun á tilurð rannsókn FBI á afskiptum Rússa af kosningunum í Bandaríkjunum 2016 og greint var frá því í maí að hann hefði falið John Durham, alríkissaksóknara til lengri tíma, að leiða hana. nokkrum vikum fyrr. Durham fékk heimild til að kanna í stórum dráttum söfnun njósna stjórnvalda sem snerta samskipti Trumps herferðar við Rússa, yfirfara skjöl stjórnvalda og óska eftir sjálfviljugum vitnaskýrslum.
Í desember 2020 upplýsti Barr þinginu um að 19. október hefði hann skipað Durham sérstakan ráðgjafa á leynilegan hátt og leyft honum að halda áfram rannsókninni eftir að Trump-stjórninni lauk.
Rannsókn Durhams var byggð á ósannaðri samsæriskenningu sem Trump ýtti undir að Rússnesk rannsóknin hafi líklega stafað af samsæri leyniþjónustu eða löggæslustofnana. Þegar Michael Horowitz, aðaleftirlitsmaður, andmælti þeirri kenningu með því að bera vitni fyrir þinginu að FBI sýndi enga pólitíska hlutdrægni við upphaf rannsóknarinnar á Trump og möguleg tengsl við Rússland, snerust Barr og Durham, eins og segir í frétt New York Times, . að nýjum rökstuðningi: leit að grundvelli til að saka Clinton herferðina um að hafa lagt á ráðin um að svíkja ríkisstjórnina með því að búa til grunsemdir um að Trump herferðin hefði átt í samráði við Rússa, ásamt því að rannsaka hvað F.B.I. og leyniþjónustumenn vissu um aðgerðir Clintons herferðar."
Eftir þrjú og hálft ár ákærði Durham þrjá menn, einn þeirra játaði ákæru sem tengdist ekki uppruna FBI rannsóknarinnar, og var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi; hinir tveir mennirnir voru dæmdir og sýknaðir. Í báðum réttarhöldunum hélt Durham því fram að sakborningarnir hefðu blekkt FBI, frekar en að halda því fram að FBI hafi brugðist óviðeigandi gagnvart Trump. Að sögn hægrisinnaðs dálkahöfundar og lögfræðings Andrew C. McCarthy snerist meint blekking aðeins um auðkenni eða stöðu fólks sem það var að fá upplýsingar frá, ekki um upplýsingarnar sjálfar.
Þann 15. maí 2023 var síðasta 306 blaðsíðna óflokkaða skýrsla Durham birt opinberlega. Þrátt fyrir að skýrslan hafi meint staðfestingarhlutdrægni frá FBI og skorti á nákvæmni í greiningu, var ekki haldið fram pólitískum hvötum og Durham tókst ekki að finna það sem Trump sagði vera djúp ríkið samsæri gegn honum enda ekki ætluð að gera það.
Durham mælti með FBI að skapa "stöðu fyrir FBI umboðsmann eða lögfræðing" til að hafa eftirlit með pólitískt viðkvæmum rannsóknum. Lögfræðingarnir Peter Strzok og Aitan Goelman, sakaði Durham um að hafa stýrt óvirkri rannsókn sem var pólitísk og sett fram af pólitískum hvötum sem "bein afleiðing af "vopnvæðingu" dómsmálaráðuneytis fyrrverandi forsetanum Trumps".
Skýrsla Durham er mjög varfærin í orðavali en ljóst er að FBI hóf rannsókn byggða á lyga uppljóstrunum og mjög vafasömum heimildamönnum og þau fjögur stig venjulegra rannsóknar var hunsuð, sem er að setja fram rannsóknarspurningu, safna gögnum, greina gögnin og túlka niðurstöðurnar. Eða með öðrum orðum: 1. Sannleiks prófun, 2. auðkenning og flokkun, 3. líkanagerð, 4. mynsturleit og rannsókn sem er full rannsókn.Farið var beint í fjórða stigið.
Niðurstaða Durhams er einföld, FBI rannsókn á forsetaframboð Donalds Trumps hefði aldrei átt að eiga sér stað.
En eftir tvær embættisafglapa ákærum sem báðar voru felldar, lynir ekki málaferlum gegn hinum fyrrum forseta. Mál eru hreinlega búin til úr lausu lofti og markmiðið er að koma í veg fyrir að Trump verði aftur forseti.
En allt þetta hatur og barátta gegn Trump hefur leitt ýmislegt í ljós. Allt sem hann hefur sagt um djúpríkið (æðstu yfirmenn FBI og CIA eru í vösum demókrötum), að réttarkerfið er eitt fyrir Repúblikana og annað og betra fyrir Demókrata; að forsetaframboð Hilary Clinton var gjörspillt; að "Fake news" eða falsfréttamiðlar var og er raunverulegt fyrirbrigði; að samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter unnu með demókrötum gegn repúblikönum sem og allir ofangreindu aðilar unnu samstillt gegn repúblikönum og forsetanum Donald Trump. Ef þetta er ekki aðför að lýðræðinu, þá veit ég ekki hvað það er.
Hver er afleiðingin? Helmingur bandarísku þjóðarinnar (og í raun meira, hef séð tölur upp í 80%) treystir ekki lengur alríkisstofnanir ríkisins og að réttarkerfið sé réttlát. Þegar slíkt traust er farið, er í stutt í að menn vantreysti leikreglum lýðræðisins og það sett í varanlega hættu.
P.S. Nýjasta nýtt, Joeseph Biden ásamt samverkamönnum hafa verið ákærðir fyrir brot í embætti. Skildi það mál rata í íslenska fjölmiðla?
Bloggar | 18.5.2023 | 16:20 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ágætis þáttaröð á Netflix um ættbálk apa, nánar tiltekið simpasa. Hún heitir Chimp Empire. Hún er heillandi en vekur um leið umhugsun. Það sem kemur mest á óvart er hvað aparnir eru líkir okkur.
Þeir mynda ættbálka, með báðum kynjum, karldýr og kvendýr (já bara tvö kyn hjá þeim) og afkvæmi þeirra. Það er einn leiðtogi, alfa api sem situr völtum fótum á toppnum. Aðrir karlapar mynda hóp eftir virðingastöðu sem og kvenaparnir með afkvæmin. Allir hafa hlutverk og sumir eru utangarðs.
Hegðun þeirra er afar lík mannanna. Þeir eigna sér land eða svæði sem þeir verja með harðri hendi. Þeir vakta landamærin og sjá til þess að aðrir apahópar komist ekki inn á svæðið. Þeir veiða sér apaketti til matar.
Svo er farið í stríð. Þáttaröðin sýnir hvernig það gengur fyrir sig. Einn apinn varð hræddur að vera við landamærin í eftirlitsferð og hélt heim á leið. En hann var óheppinn, því að hann gekk í flas innrásarhóps annans ættflokks og var drepinn.
Það er greinilegt að maðurinn er ekkert þróaðri en aðrir mannapar. Við erum villidýr sem drepum allt sem verður á vegi okkar (milljarða dýra árlega sem og aðrar manneskjur) og pökkum "veiðina" inn í fallega pakka sem við verslum í næstu matvælaverslun. Það er mjög "þróað" að þurfa ekki að standa í drápum sjálf.
Nú stendur yfir fundur Evrópuráðsins í Hörpu til að ræða stríðið í Úkraníu. Ekki er minnst einu orði á að koma á friði, nei, það á að búa til tjónaskrá. Mun hún hvetja Rússa til að leita friðar? Held nú ekki.
Maðurinn hefur ekkert lært á milljón ára þróunarferli sínum. Og svo velta menn fyrir sér af hverju geimverur hafi ekki samband við mannkynið. Kannski hafa þær komið og hreinlega ekki líst á blikuna. Á þessari plánetu drepa allir alla og dýrin eru jafn dugleg við drápin.
Verður einhvern tímann friður á jörðu? Hef enga trú á því á meðan eðli mannsins er eins og það er. Því er best fyrir örþjóð eins og Íslendinga að mynda bandalög sér til verndar en einnig að tryggja eigið öryggi með til dæmis her. Það hefur enginn eins mikla hagsmuna að gæta en við sjálf við að verja land og þjóð. Þegar á reynir geta bandamenn okkar verndað okkur?
P.S. Það var ein niðurstaða á fundinum. Það var staðfest að Íslendingar lúta algjörlega ESB en "samþykkt" var að Ísland fengi undanþágu varðandi mengun í flugi. Katrín Jakobsdóttir þóttist vera ansi hörð á sameiginlegum blaðamannafundi með Ursula von der Leyen framkvæmdarstjóra ESB með undanþágu í farteskinu til 2026! Ísland er hreinasta land í heimi hvað varðar mengun en samt haga leiðtogar Íslendinga sér eins og hamfara hlýnun eigi sér stað á landinu í miðri norðan hríð maí mánaðar. Fólk verður stundum galið þegar það fylgir hugmyndafræði og skynsemin fljót að hverfa.
Bloggar | 17.5.2023 | 10:21 (breytt kl. 10:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Karlinn Volodomyr Zelenský hefur verið að fikra sig upp Evrópu. Fór til Ítalíu, síðan Þýskaland og er kominn til Bretlands. Hann mun ekki vannýtta svona áróðurs tækifæri eins og leiðtogafundur Evrópuráðsins óneitanlega er. Leiðtogar allra 46 aðildarríkja þess koma saman á Íslandi og ræða innrás Rússa í Úkraínu.
Á vef RÚV segir að nær öll ríki Evrópu eiga aðild að Evrópuráðinu. Vatíkanið er eina ríki Evrópu sem aðeins er áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar á þingi ráðsins, og situr þar í sama hópi og Bandaríkin, Kanada, Mexíkó, Ísrael og Japan.
Rússland er ekki lengur með aðild að Evrópuráðinu. Rússar gengu í ráðið árið 1996 en árið 2014, eftir innlimun Krímskaga, voru þeir sviptir atkvæðisrétti á þingi Evrópuráðsins.
Spurning hvort að hann sníki far með forsætisráðherra Bretlands til Íslands?
Talandi um stríðið í Úkraníu og fundinn, þá kemur ekkert út úr honum annað en orðasnakk og einskisverðar yfirlýsingar, varla pappírsins virði.
Það er þannig að þegar stríð hefur brotið út, stöðvar ekkert það nema að annar hvor aðilinn verði örmagna og gefist upp eða leiðtogaskipti verða. Í raun þurfa bæði Zelenský og Pútín að fara úr embætti og aðrir (friðardúfur) að taka við til að slíkt verði.
Um stöðuna í Úkraníu. Pútín þarf ekki annað en að stunda kyrrstöðu stríð og bíða eftir að Úkraníumenn þrýtur fé og/eða vopn. Hann gæti líka vonast eftir leiðtoga skipti í Bandaríkjunum og að repúblikani taki við forseta embættinu en Repúblikanaflokkurinn er almennt á móti fjáraustrinu til stríðsins.
Hvers vegna enginn talar um frið, nema Donald Trump og Xi Jinping, er mér óskiljanlegt. Getur Guðni Th. Jóhannesson forseti litið upp úr bókaskrifum augnablik, notað tækifærið og messað yfir evrópsku stríðsþjóðirnar gild friðar? Koma með eldmessu ræðu. Eða eru við Íslendingar bara plat friðarþjóð?
CNN spyrillinn í Town Hall borgarafundinum um daginn reyndi að veiða Trump í gildru með að spyrja, með hverjum stríðsaðila heldur þú með? Hann sagði: "I just want people stop dying!" Og hann myndi stuðla að friði samstundis.
Heimsstyrjöldin síðari kenndi okkur að á meðan það eru til vopn og fé, geta menn barist til síðasta manns eins og Þjóðverjar gerðu í raun. Aldrei gefist upp. Þetta stríð gæti verið þannig þráskák. Bara að Minsk samkomulagið hafi verið virt og engin forsetaskipti átt sér stað í Bandaríkjunum, værum við ekki í þessari stöðu. Zelenský og Pútín eru skildir Þránd í Götu.
Bloggar | 15.5.2023 | 11:16 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Donald Trump var nýverið á svokallað Town Hall hjá CNN. Slíkar samkomur eru ætlaðar til að fólk geti spurt stjórnmálamenn spjörunum úr um pólitík þeirra og fyrir hvað þeir berjast. En þessi samkoma snérist upp í einvígi milli vinstri sinnaða fjölmiðilinn CNN, sem væri samkvæmt skilgreiningu Vísis "fjarvinstrisinnaður", og Donald Trump.
Trump hefur kallað fjölmiðilinn falsfjölmiðil í gegnum árin og virðst hafa tekist að beygja hann, því áhorf á CNN er í lægstu lægðum eftur 7 ára rimmu en nú átti að taka ljónið inn í ljónabúrið og temja það. Ljónið beit sannarlega frá sér og menn eru á því að hann hafi borið sigur af hólmi úr þessu einvígi.
En Trump er enginn dýrlingur og hann er harðfenginn með eindæmum. Hann er dæmigerður New York-ari og rífur kjaft við alla sína andstæðinga en er tryggari en tröll við stuðningsmenn sína. Hann er þannig persóna, að annað hvort hatar maður hann eða elskar, ekkert er þar á milli.
En afhverju elska stuðningsmenn hans persónuna Trump, með alla sína galla (og kosti)? Það er nefnilega komnir aðrir tímar en voru fyrir 30-40 árum þegar forsetar voru nánast í guða tölu, þeir sáust nánast aldrei nema í mjög stýrðum atburðum í fjölmiðlum. En með tilkomu internetisins og farsímanna, eru forsetarnir berskjaldaðir þegar þeir detta upp í móti þegar þeir ganga upp landganga í flugvél eða hrasa um hjól sín.
Í ljós kemur að forsetarnir eru mannlegir og þeir hafa sína kosti og galla. Kjósendur sjá þetta og hafa sætt sig við að heilagleikur embættisins er ekki lengur mögulegur. Í því ljósi er skiljanlegt að maður eins og Trump, sem hefur sýnt óviðureigandi hegðun í gegnum tíðina gagnvart konum og andstæðingum sínum, er fyrirgefið mistök sín og afglöp í einkalífi sínu og hann metinn eftir verkum í embætti.
Líkja má Donald Trump við Andrew Jackson forseta (sem sagði um hugrekkið: Einn maður með hugrekki nær meirihluta) en sá fyrrnefndi er kettlingur í samanburði við Jackson hvað varðar hneykslismál.
En stjórnmálamaður eins og Trump er ekki nýr af nálinni. Slíkir menn hafa verið til í öllum lýðræðisríkjum, öllum tímum, menn sem eru ekki vandaðir að meðulum en hnjóta lýðhylli. Menn sem teljast vera menn fólksins, eru þó auðmenn en eru álitnir utangarðsmenn gagnvart elítunni.
Tökum dæmi, Júlíus Sesar, Napóleon Bonaparte og þarf ég að telja fleiri upp? Niccolo Machiavelli sagði að er betra að vera óttaður en elskaður, ef maður getur ekki verið hvoru tveggja. Stjórnmál hafa engin tengsl við siðferði. Annaðhvort ætti að meðhöndla menn af rausn eða eyða, því þeir hefna sín fyrir smávægileg misgjörðir og öll þessi spakmæli eiga við um Donald Trump.
Ef stjórnmálamaður er bæði hataður og elskaður í senn, hlýtur hann að vera gera eitthvað rétt samkvæmt stuðningsmönnum sínum en gegn vilja andstæðinganna.
Sagt er að dæma eigi menn eftir verkum, ekki orðum. Það á sannarlega við um Trump. Hér er listi yfir "afreksverk" stjórnar Trumps:
Trump Administration Accomplishments
Atvinnulífið blómstraði og atvinnuleysi í sögulegu lágmarki, líka hjá minnihlutahópum. Skilaði fyrir framtíðina meiri fyrirheit og tækifæra fyrir borgara af öllum uppruna. Færði störf, verksmiðjur og iðnað aftur til Bandaríkjanna. Sló mettölur á hlutabréfamarkaði.
Endurreisn og fjárfesting í dreifbýli Bandaríkjanna. Náði efnahagslegri endurkomu með því að hafna almennum lokunum í Covid faraldrinum.
Skattaívilnanir fyrir miðstéttina: Fór með 3,2 billjónum dala í sögulegum skattaívilnunum og endurbætti skattalögin. Störf og fjárfestingar streyma inn á tækifærissvæði.
Gríðarlegt afnám hafta: Endaði eftirlitsárásinni á bandarísk fyrirtæki og starfsmenn. Tókst að draga til baka íþyngjandi regluverk.
Bandaríkjamenn höfðu meiri peninga í vasanum.
Sanngjörn og gagnkvæm viðskipti: Tryggði sögulega viðskiptasamninga til að verja hagsmuni bandaríska starfsmenn. Greiddi harðar aðgerðir til að takast á við ósanngjarna viðskiptahætti og setti Bandaríkin í fyrsta sæti.
Sögulegur stuðningur við bandaríska bændur.
Sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum. Losaði olíu- og jarðgasmöguleika Bandaríkjanna úr læðingi. Aukið aðgengi að ríkulegum náttúruauðlindum lands til að ná orkusjálfstæði.
Fjárfesting í verkamönnum og fjölskyldum Bandaríkjanna: Hagkvæm og hágæða barnagæsla fyrir bandaríska starfsmenn og fjölskyldur þeirra og svo framvegis. Nenni ekki að telja allt upp. Hann reisti landamæramúr við landamærin að Mexíkó. Andstæðingar hans segja að hann hafi bara reist 53 mílur af nýjum múr, en hið sannan er að hann reisti u.þ.b. 500 mílna langan múr en hann skipti út gamlar girðingar.
En gagnvart heiminum er það að segja að hann koma á friði í Miðausturlöndum með Abraham samkomulaginu (einstakt), neyddi NATÓ-ríkin til að eyða meira í varnarmál (sem betur fer miðað við ástandið í Úkraníu. Bandaríkin stóðu ekki í neinu stríði meðan Trump var við völd og hann lagði grunninn að brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan (sem Biden klúðraði svo eftirminnilega) og kunni lag á einræðisherrum heimsins, þannig að þeir þorðu ekki að ibba gogg.
Berum þetta saman við ástandið í heiminum í dag. Bandaríkjamenn hafa aldrei staðið eins höllum fæti síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og fóturinn undir veldi þeirra, Bandaríkjadollarinn, er undir samstiltri árás fjölda ríkja, líka þeirra sem eiga að heita bandamenn þeirra. Og Bandaríkin standa í staðgengilsstríði í Úkraníu og menn orða það sem ekki má orða, beitingu kjarnorkuvopna.
En menn sem koma hlutunum í verk, eru umdeildir og Trump verður alltaf umdeildur sem stjórnmálamaður. Og hann verður seint vinsæll á Íslandi. En kemur hann á friði aftur í heiminum? Ef svo, þá er hann velkominn.
Bloggar | 13.5.2023 | 11:43 (breytt kl. 11:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kalda stríðsmenn hérlendis er mein illa við Donald Trump. Hann er of mikil friðardúfa (kjaftfor reyndar!) en hann segist vilja binda endi á Úkraníu stríðið einn, tveir og þrír og hann gerði þá megin synd að krefja NATÓ - ríki um að þau standi á skuldbindingum sínum um 2% framlag í varnarmál af vergri landsframleiðslu.
En Trump stóð í nýverið og tapaði einkamál í New York en ekki er allt sem sýnist þar. Því máli var þegar áfrýjað.
Sjá slóð hér.
Shock: Epstein Pal Paid for Civil case That Trump Just LOST in NY
Það sem menn gleyma eða minnast ekki á varðandi þessi málaferli er að þetta er einkamál og hann var dæmur "liable" fyrir kynferðisárás og meinyrði en er ekki sekur samkvæmt lögum. Málið fer ekki inn á sakaskrá Trumps.
Sönnunarbyrði er minni í einkamálarekstri en mál fór fyrir dóm í New York sem er þekkt bæli demókrata og kviðdómara eru líklegri en ekki að vera demókratar en repúblikanar.
Það sem Trump átti að hafa gert var að hitta konu í anddyri byggingar nálægt Plaza (sem hann á) fyrir tuttugu árum, þau samstundis fallið fyrir hver öðrum og farið í næsta búningsklefa, þar sem Trump átti að hafa þreifað kynferðislega á giftri konu. Er þetta trúleg saga? Dæmi hver fyrir sig. Konan man ekki dagsetninguna þegar mein brot átti að hafa átt sér stað né mörg önnur smáatriði.
Á sama tíma. Íslenskir fjölmiðlar sleppa mesta skúppi 21. aldar en fjölmiðar vestra eru uppfullir af fréttum af afhjúpun Biden fjölskyldunnar en það er að búið er að búa til mál gegn glæpafjölskyldunni Biden og birtist sú frétt í bandarískum fjölmiðlum á sama tíma og mál Trumps rataði í fjölmiðla.
Munurinn á málunum er sá, að annar er fyrrverandi forseti en sá seinni er sitjandi forseti sem situr undir ásökunum um mesta spillingamál forsetaembættis Bandaríkjanna sögunnar; að Bandaríkjaforseti gangi mála erlendra og fjandsamlegra ríkja, með öðrum orðum að hann sé múturþægur og selur þjóð sína fyrir einka hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar.
En ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum nema kannski Útvarpi sögu. Annað hvort eru þeir sinnulausir og arfaslakir að leita upplýsinga eða þeir séu sáttir við hlutdrægan fréttaflutning vinstri sinnaðra fjölmiðla Bandaríkjanna sem þeir copy/paste.
Að lokum. Vísir kallaði Tucker Carlson nýyrði/orðskrípi sem er "fjarhægrisinnaður"! Er það sama hugtakið og hægri öfgamaður? Var það síðarnefnda ekki nóg sterkt til að lýsa Carlson? Er Vísir þá "fjarvinstrisinnaður" fjölmiðill?
Bloggar | 12.5.2023 | 09:31 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020