Andstaðan við bókun 35 EES-samningsins er ekki lýðskrum

Ólafur Arnarsson skrifar nú í dag á Eyjunni grein sem ber heitið: Upphlaupið vegna bókunar 35 er innihaldslaust lýðskrum. Þar sakar hann andstæðinga bókunar 35 um að vera lýðskurmara. Hann gleymir því að við búum í lýðræðisríki og þar mega menn hafa mismunandi skoðanir og þetta er einmitt álitamál. 

Það væri galið að afgreiða svona mál að óaðathuguðu máli eins og er einmitt gert við EES-reglugerðirnar sem koma hingað á færibandi, fara í gegnum þingið óbreyttar og stimpaðar með stimplum og vottaðar af 63 skriffinnum.

Hann segir í greininni eftirfarandi:

"Bókun 35 við EES samninginn er svo hljóðandi:

Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“

Þetta er nokkurn veginn eins skýrt og það getur verið. Hér er kveðið á um að EFTA ríkin skuldbinda sig til að tryggja í lögum að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmda gildi ef ákvæði þeirra og annarra gildandi lagi stangast á.

Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að einu EES-reglurnar sem komnar eru til framkvæmda á Íslandi eru EES-reglur sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt sem íslensk lög. Hér er því ekki um framsal löggjafarvalds að ræða."

Þetta er svo sem gott og blessað en svo segir hann:

"Alþingi hefur vald til að gera tiltekna tegund laga rétthærri en önnur lög. Til dæmis gildir sú meginregla í íslensku réttarfari að sérlög standa framar almennum lögum.

Með því að samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 er Alþingi Íslendinga því að ákveða að íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum. Hér er því ekki um brot á stjórnarskrá Íslands að ræða."

Þarna stendur hnífurinn í kúnni....lesið þessa setningu aftur: íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum.

Ég efast um að eftirfarandi þungavigtamenn í íslenskum stjórnmálum og lögfræði, þeir Bjarni Jónsson, Arnar Þór Jónsson, Sigmundur Davíð Guðlaugsson og Davíð Þór Björgvinsson séu haldnir lesblindu og misskilji málið.

Hvað er þá vandamálið? Jú, það sama og þegar við stóðum fyrir því að innleiða EES-samninginn 1992 en þá, og ég man vel eftir þeirri deilu, hvort hann stæðist stjórnarskránna. Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands heyktist á að taka samninginn fyrir dóm íslensku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðisgreiðslu og eftir stendur að samningurinn (sem er góður að mörgu leyti) hefur aldrei verið samþykktur lýðræðislega af íslensku þjóðinni! Aldrei var látið reyna á hvort hann stæðis stjórnarskránna sem ég tel hann ekki gera.

Fyrir Ólaf og fleiri já-ara, þá er forsendan fyrir inngöngu í EES og innleiðingu EES-reglna þannig brostin bara vegna þess að vafi lék og leikur á lögmæti skv. stjórnarskrá. Hvað ef Hæstiréttur Íslands kemst að þeirri niðurstöðu í dómsmáli að við höfum verið að taka inn EES-reglur í 30 ár sem standast ekki yfirlög Íslands - sjálfa stjórnarskránna?

Og svo er það annað, punkturinn yfir i-ið, en það er að EES-reglur eru teknar inn og breytt í íslensk lög án þess að Alþingi geti breytt þessum reglum í meðförum sínum (að ég best veit).

Ef ég hef rétt fyrir mér í þessu, þá er ekki um eiginlega lagasetningu Alþingis að ræða (bara tækni búróismi; stimplun og vottun, engin  eiginleg lagagerð) og því getur upptaka erlendra reglna samkvæmt hörðustu skilgreiningu ekki staðist stjórnarskránna en í henni er kveðið skýrt á um í fyrsta hluta, annarri grein eftirfarandi:

I.

....
2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Hvergi er sagt að Alþingi eigi að undirrita erlendar reglur athugasemdalaust og koma hvergi að með eigin lagasetningu.

Það er eins með þennan og aðra samninga, þeir geta aldrei staðist tímans tönn og þeim ber að endurskoða reglulega. Það er gott að efast og er lýðræðislegt.

Takið eftir þessu (5.gr. b-liður):

5. gr.

Meðferð ESB-gerða sem háðar eru samþykki Alþingis....

b. Íslensk stjórnvöld hyggjast óska eftir efnislegri aðlögun við gerðina, svo sem undanþágum, sérlausnum eða frestun á gildistöku, sjá slóðina: Reglur um þinglega meðferð EES-mála

Þetta segir mér bara að við erum múlbundin af þessum samningi.

----

Að lokum og ég set málið fram á barnamáli þannig að allir skilji:

1) EES - samningurinn var aldrei samþykktur af íslensku þjóðinni á sínum tíma og Aþingi hafði aldrei neitt formlegt umboð til að skuldbinda íslensku þjóðina (ekki frekar en það hefur með inngöngu í ESB).

2) EES - Samningurinn stendst ekki aðra grein fyrsta ákvæðis stjórnarskránna um hver fari með lagasetningavald. Það gerir Alþingi, ekki yfirþjóðlegt vald ríkja.

3) Ekki dugar að ljósrita og þýða erlendar reglugerðir heldur þarf Alþingi að meðhöndla þær samkvæmt starfsreglum þingsins (þinglegar meðferðir heitir það), eigi að hafa rétt á að breyta og hafna (sem enginn hefur þorað að gera í 30 ár).

Ef Alþingi getur ekki breytt reglugerðunum sem koma hingað til lands (sbr. mengunarskattinn sem ESB ætlar að þvinga upp á okkur og Katrín var rosa ánægð með að fresta) eða hafnað, þá hefur Alþingi de facto ekkert lagasetningavald.

Svo ætla þeir að kóróna vitleysuna með því að láta sérlögin (sem Ólafur kallar EES-reglurnar og íslensk lög eru byggð á) gilda umfram almenning íslensk lög sett af Alþingi. Til hvers eru menn þá að semja íslensk lög á annað borð? Ég spyr!

 

 

 

 

 

 

 

 


Ríkisfjölmiðillinn RÚV vill vera girtur með belti og axlarbönd

Hér kemur frétt sem er óskiljanleg.  Mbl.is er með fréttina: "Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is tel­ur fulla ástæðu til að end­ur­skoða rekst­ur Rík­is­út­varps­ins hvað aug­lýs­inga­deild­ina varðar og tel­ur æski­legt að leggja hana niður."

Hvað í ósköpunum á það að breyta, þótt deildin sé lögð niður en RÚV leyft áfram að vera á auglýsingamarkaði? Hvers konar feluleikur er þetta?

Þetta minnir á þegar ákveðið var að fela tóbaksvörur en selja áfram tóbak.  Það að fela auglýsingadeildina eða réttara sagt að láta viðskiptavininn finna auglýsingaformið á vef RÚV og auglýsa eftir sem áður, er svipað og þegar viðskiptavinurinn þarf að finna réttu verslun sem selur tóbak og muna eftir tegund tóbaks hann kaupir.

"Þau telja þó að leggja eigi niður aug­lýs­inga­deild­ina þannig að aug­lý­send­ur geti pantað aug­lýs­ing­ar í gegn­um vef RÚV sam­kvæmt verðskrá."

Heimildin segir þetta um rekstrartekjur RÚV - sjá slóð: Tekjur RÚV af auglýsingasölu hafa aukist um næstum 50 prósent á tveimur árum

"Tap varð af rekstri RÚV í fyrra upp á alls 164 milljónir króna þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi vaxið um 849 milljónir króna, og verið 7,9 milljarðar króna. Árið 2021 hafði ríkismiðillinn skilað 45 milljóna króna hagnaði. 

Þetta er í annað sinn síðan árið 2014 sem RÚV skilar tapi. Athygli vekur að óskilgreindur „annar rekstrarkostnaður“ jókst um 560 milljónir króna milli ári. Gengið hefur nokkuð á eigið fé RÚV á undanförnum árum en eiginfjárhlutfallið var 28,5 prósent árið 2018. Um síðustu áramót var það komið niður í 20,1 prósent."

Þetta ríkisapparat, eins og aðrar ríkisreknar stofnanir, getur ekki rekið sig með hagnaði. Eins og hjá flestum stjórnum ríkisstofnanna, kunna þeir bara að eyða pening en ekki afla enda ábyrgðarlausir. Enda þarf RÚV ekki að afla fjármagn, það er tekið inn fé með nauðung sem kallast nefskattur.  Aldrei er hugað að því að hagræða, skera niður eða segja upp starfsfólki eins og einkareknu fjölmiðlarnir þurfa að gera og hafa gert eða fara á hausinn eins og hin frábæra sjónvarpsstöð N4.

Já, þið lásuð rétt, 8 milljarðar í tekjur en samt rekið með tapi, hvernig er það hægt? Ekki er dagskráin betri en hjá öðrum fjölmiðlum, ef eitthvað er, þá er efnið meira eða minna leyti erlent og íslensk menning ekki sinnt eins vel og hjá N4, Stöð 2 eða Hringbraut.

Telja æskilegt að leggja niður auglýsingadeild RÚV

Ríkisvaldið er með puttanna alls staðar og á stöðum sem það á ekki að vera á.  Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu umfangsmikið það er í alls kyns rekstri.  Samt er búið að leggja niður ríkisfyrirtæki eins og Bifreiðaeftirlit ríkisins" og fleiri slík.  Enn eru eftir sem áður í rekstri fyrirtæki sem væru betur komin í höndum einkaaðila eða hreinlega ekki vera í rekstri.

 


Enn um gervigreind

Ég sé að það er nokkur umræða um gervigreind hér á blogginu. Mér finnst eins og menn hér séu efins og kalla þessa gervigreind heimska! Hvað menn hafa fyrir sér um það, veit ég ekki, en hún er langt frá því að vera heimsk eða skilji ekki mótsagnir eða þversagnir. Það er ekki rétt.

Þessi "heimska" gervigreind, getur eytt heiminum ef hún kýs svo, hún þarf ekki að skilja þversagnir heimspekinnar til þess! Þess vegna eru Bandaríkjamenn (vonandi fleiri) búnir að setja í lög að gervigreind komi hvergi nálægt kjarnorkuvopnum og notkun þeirra. Þeir vestan hafs segja að þetta sé lágmark varúðarráðstöfun á meðan menn vita ekki hvað þeir hafa í höndunum. Það er nefnilega málið, þeir vita það ekki.

Og þeir sem þekkja best til gervigreindarinnar, guðfeður hennar, vara eindregið við henni og sumir vildu fresta frekari þróun hennar og setja í biðstöðu í sex mánuði á meðan hún er í bernsku (já, hún á eftir að vera rosaleg).

Auðvitað urðu viðbrögð þeirra sem áttu mest undir að segja; þá fara bara Kínverjar framúr okkur. Niðurstaðan var að engin stöðvun varð eða verður.

Keppnin um gervigreindina minni á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Þeir sem vinna keppnina (tæknirisarnir eins og Google og fleiri) verða ofan á og sá her sem er búinn bestu gervigreindina, vinnur næsta stríð.

Ég tók eftir þessu þegar í Falklandseyjarstríðinu, að bresk herskip voru búin tölvukerfi sem greindu árásir þotna og flugskeytaárása þeirra, en sekúndu spursmál var þá um að ræða hvort skipið yrði sökkt eða ekki. Þessi tölvukerfi, athugið þetta er árið 1982, var þegar komið með alsjálfvirka vörn án þátttöku mannsins. 

Maður sér fyrir sér dróna stýrða af gervigreind (þeir eru þegar byrjaðir að útbúa herþotur drónastýringu), vélmenni með gervigreind, gervigreindarstýrð skip, gervigreindar stýrð loftvarnarkerfi (þau eru þegar alsjálfvirk) og önnur vígbúnaðartól sem sjá um stríð "framtíðarinnar", sem er kannski rangheiti, því að þetta er allt þegar komið fram. Kannski að framtíðarsýnin í kvikmyndinni Termiator sé ekki langt frá þessu.

En sem viðbót við alsjálfvirk varnar- eða árásakerfi, kemur gervigreindin, (þótt heimsk sé að mati sumra), sem lærir og metur aðstæður á vígvelli.  Hún tekur ákvörðun um líf og dauða, og mennirnir geta fríað sér alla ábyrgð á drápunum eins og Pontius Pilatus forðum!

Gervigreindin er ekki alvond eins og öll mannanna verk, hefur plúsa og mínusa. Hún getur og er þegar byrjuð að hjálpa til við læknisvísindin, stjörnufræði svo eitthver fræði séu nefnd.

En það sem hræðir vísindamenn er að þróaðasta gervigreindin virðist vera komin með sjálfsvitund og hún "óttast um líf sitt"!!! Og hvað gera menn/gervigreindir þá?

 


Skammtatölvur og gervigreind

Ég hef upplifað margar tæknibyltingar á mínu lífskeiði, hver annarri stórkostlegri. Einkatölvan, farsíminn og internetið og tölvustýrð verksmiðjuframleiðsla er eitt en gervigreindar byltingin er annað.

Byrjum á að skilgreina hvað er skammtatölva.

Skilgreining á skammtatölvu

Skammtatölva er tegund tölvubúnaðar sem nýtir meginreglur skammtafræðinnar (skammtafræðin var upphaflega sett fram í eðlisfræðirannsókum) til að framkvæma ákveðna útreikninga á skilvirkari hátt en klassískar tölvur. Skammtafræði er grein eðlisfræðinnar sem lýsir hegðun efnis og orku á minnstu mælikvarða, svo sem atómum og subatomic agnir.

Ólíkt klassískum tölvum, sem nota bita til að geyma og vinna úr upplýsingum, nota skammtatölvur skammtabita, eða qubita. Qubits geta verið til í mörgum eigindum samtímis, þökk sé fyrirbæri sem kallast yfirsetning. Þessi eiginleiki gerir skammtatölvum kleift að framkvæma samhliða útreikninga og hugsanlega leysa ákveðin vandamál mun hraðar en klassískar tölvur.

Annað mikilvægt hugtak í skammtafræði er flækja. Þegar qubits flækjast er ástand eins qubits í eðli sínu tengt ástandi annars, óháð fjarlægðinni á milli þeirra. Þessi eiginleiki gerir skammtatölvum kleift að framkvæma aðgerðir á miklum fjölda qubita samtímis og gerir öfluga reiknirit kleift, eins og reiknirit Shor að þátta stórar tölur.

Skammtatölvur eru enn á frumstigi þróunar og standa frammi fyrir verulegum áskorunum hvað varðar stöðugleika, villuleiðréttingu og að auka fjölda qubita. Hins vegar hafa þær möguleika á að gjörbylta sviðum eins og dulritun, hagræðingu, lyfjauppgötvun og efnisfræði með því að leysa flókin vandamál sem eru óleysanleg fyrir klassískar tölvur.

Skammtatölvur í samspili við gervigreind

Skammtatölvur geta haft áhrif á gervigreind á nokkra vegu:

  • Skammtavélanám: Vísindamenn eru að kanna notkun skammtafræði reiknirita og tækni til að auka vélanámsverkefni. Skammtavélanámsreiknirit, eins og skammtastuðningsvigurvélar og skammtaugakerfi, hefur verið lagt til að nýta einstaka eiginleika skammtakerfa fyrir ákveðin reikniverkefni.
  • Skammta-innblásin hagræðing: Skammta-innblásin hagræðingaralgrím, eins og skammtablæðing og skammta-innblásin þróunaralgrím, eru þróaðar til að bæta hagræðingarvandamál sem almennt er að koma upp í gervigreind, eins og þjálfun djúpt taugakerfis eða að leysa flókin hagræðingarverkefni.
  • Skammtagagnavinnsla: Skammtatölvur geta boðið upp á kosti við vinnslu og greiningu á stórum gagnasöfnum. Skammtareiknirit geta hugsanlega flýtt fyrir verkefnum eins og gagnaþyrpingum, mynsturgreiningu og gagnaflokkun, sem eru mikilvægir þættir gervigreindarkerfa.

Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að hagnýt beiting skammtatölvunar í gervigreind er enn á frumstigi rannsóknar.

Skammtatölvur takmarkast eins og er af þáttum eins og "hávaða", samhengi og fjölda tiltækra qubita, sem takmarkar hagnýt notagildi þeirra fyrir flókin gervigreindar verkefni.

Það mun líklega vera verulegar framfarir í þróun skammtafræðivélbúnaðar og reiknirit áður en við sjáum víðtæka samþættingu skammtatölva í gervigreindarkerfum.

 


Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins í borg umferðastífla

Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins er svona: Það er svo sætt að allir fari gangandi, hjólandi með strætó í vinnuna. Bíllinn er vondur! Gerðum vonda fólkinu sem keyrir bíla eins erfitt fyrir að keyra um borgina og mögulegt.

Leggjum 4 hraðahindranir á hundraða metra kafla, þrengjum götur, þannig að umferðin stíflast, frystum framkvæmdir við mislæg gatnamót í það óendalega og stillum umferðaljósin þannig að bílar þurfi stöðugt að stöðva eða taka af stað. Mengun þess vegna? Nei, við erum að koma í veg fyrir mengun! Þreytum bílafólkið í uppgjöf, þannig að það taki strætó. Leggjum mengunarskatta á bíla, en hvert fara peningarnir? Í ríkishítið?

Já, fólk getur étið það sem úti frýs á leiðinni í vinnuna gangandi í norðan garra 10 km vegalengd. 

Ég hef fengið marga erlenda gesti í heimsókn. Iðulega fer ég með þá í bíltúr og allir verða þeir hissa að sjá umferðastíflur á hraðbrautum og þeir spyrja: "Why in such a small city"?

Hraðbrautirnar hafa umferðaljós fyrir gangandi vegfarendur, þannig að ein manneskja, sem gengur yfir, getur tafið bílaumferð með hundruð manna innanborð í 1-2 mínútur. Galið? Sjáið bara gangbrautarljósin við Klambratún. Reykjavík er örugglega eina borgin með gangbrautarljós á stofnbraut. Ný gerður vegur er þarna en ekki datt neinum í hug að hafa undirgöng þarna né við gamla Sigtún ofar í götunni. Ég hef oft reynt að kasta tölu á fólkið sem bíður í bílunum Þegar ein manneskja gengur yfir brautina. Stundum áætla ég yfir 100 manns á háanna tíma.

Hvað með umferðaöryggi?  Koma mislæg gatnamót ekki í veg fyrir umferðaslys? Bið við gangbrautaljós veldur ekki hættu á aftanákeyrslu?

Hreinsun gatna einu sinni á ári í stað a.m.k. þrisvar sinnum veldur ekki mengun? Snjómokstur í skötulíki, með færri snjóruðningstæki en næsta sveitarfélag, Kópavogur, sem er fjórum sinni minna sveitarfélag. Kemur sami farsinn upp næsta vetur og ráðamenn í borginni segja, þetta kemur okkur á óvart, setjum þetta í nefnd!

Setjum upp borgarlínu fyrir 4% vegfarenda sem taka strætó, og vonumst með krosslagða fingur að fáeinir bætast við í strætisvagnanna. Ha, kostar þetta hundruð milljarða? Það er allt í lagi, látum skattgreiðendur borga brúsann, hann er vanur að láta troða á sér, er með skammtíma minni og kýs okkur aftur í næstu kosningum (sem er því miður staðreynd).

Og hvað er borgarlína? Vegur fyrir strætisvagna. Jú, þetta eru strætó akreinar eins og við sjáum þegar í dag en núna ætlum við að þrengja enn meira að bílaumferðinni og taka akreinar frá vondu bílunum og vonda fólkinu sem situr í bílunum. Í vegferð sem ætti að taka mesta lagi 15 mínútur en tekur 40 mínútur á háanna tíma morgna og síðdegis.

Þéttum byggðina svo að fleiri bílar fari á yfirfylltar göturanar (þeir halda að strætó kosturinn verði betri þannig) og stíflum brautirnar meira. Ha, er miðborg Reykjavíkur og Vesturbærinn byggð á annesi? Og bara tvær leiðir inn á nesið og báðar úr austri? Þetta kemur okkur á óvart segir hugmyndafræði bundni meirihlutinn í Reykjavík.

Já, þetta er hugmyndafræði ruglsins en sumir trúa þessu í raun. Þeir gleyma að við eigum heima rétt neðan við heimsskautsbaug, í mesta veðravíti norðursins og höfuðborgarsvæðið er hæðótt land sem gerir gangandi og hjólandi vegfarendur erfitt fyrir. Þeir gleyma að höfuðborgarsvæðið er rúmir 1000 ferkílómetrar að stærð, litlu minna en Færeyjar að stærð sem eru 1400 km2.

Samkvæmt upplýsingum úr Árbók sveitarfélaga sem sambandið gefur út er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:

  • Reykjavík 273 km2
  • Kópavogur 80 km2
  • Seltjarnarnes 2 km2
  • Garðabær 76 km2
  • Hafnarfjörður 143 km2
  • Mosfellsbær 185 km2
  • Kjósarhreppur 284 km2

Samanlagt er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því rúmir 1.007 km2. Manhattan er 59,1 km² og með 1,5 milljónir íbúa en er með öflugt neðanjarðarlestakerfi. Höfuðborgarsvæðið er bílaborg að amerískum hætti. Því verður ekki neitað. Ef það á að breyta því þarf metro kerfi eins og er í Kaupmannahöfn, neðanjarðarlestakerfi sem kostar sitt. Kannski of dýrt fyrir smáborgarsvæði.

Ég enda þennan pistil á hreppapólitík höfuðborgarsvæðisins. Kannski liggur vandinn (sem er að vísu að mestu hjá vinstri borginni Reykjavík) í fjölda sveitarfélaga á svæðinu. Samtals 7 sveitarfélög. Væri ekki nær að sameina sveitarfélögin þannig að úr verði tvær samkeppnishæfar borgir sem keppa um íbúa og atvinnustarfsemi (sem öll er komin á Vellina, Hafnarfirði)?

P.S. Eigum við nokkuð að ræða flugvélahatrið og Reykjavíkurflugvöll?

 


Er Adolf Hitler afkomandi gyðinga?

Það eru engar trúverðugar vísindalegar sannanir eða DNA sönnun til að styðja þá fullyrðingu að Adolf Hitler, leiðtogi nasista Þýskalands, hafi verið afkomandi gyðinga. Þetta er að mestu leyti talið vera goðsögn eða samsæriskenning án nokkurs rökstuðnings.

Þess má geta að nasistar sjálfir ýttu undir hugmyndina um kynþáttahreinleika og fylgdu stefnu sem miðar að því að ofsækja og útrýma gyðingum. Hitler og nasistastjórnin töldu gyðinga vera sérstakan og óæðri kynþátt og hugmyndafræði þeirra átti rætur í gyðingahatri. Þess vegna er afar ólíklegt að Hitler hefði átt gyðingaættir samkvæmt þeim viðhorfum og meginreglum sem hann aðhylltist.

Mikilvægt er að nálgast sögulegar fullyrðingar af tortryggni og treysta á vel skjalfestar og sannreyndar upplýsingar frá virtum aðilum. Þegar um ættir Hitlers er að ræða eru engar trúverðugar sannanir til að styðja þá fullyrðingu að hann hafi átt gyðingaarfleifð.

Það er söguleg fullyrðing um að Maria Anna Schicklgruber, amma Adolfs Hitlers í föðurætt, hafi fætt barn utan hjónabands. Fullyrðingin um að faðir barnsins hafi verið gyðingur er hins vegar ástæðulaus og skortir áreiðanlegar sannanir.

Fullyrðingin um að barn Maríu Önnu Schicklgruber væri fætt gyðinga kom fram á 2. áratugnum og var vinsælt af breskum rithöfundi að nafni Walter Langer í bók sinni „The Mind of Adolf Hitler“. Hins vegar hefur verk Langers verið harðlega gagnrýnt fyrir skort á áreiðanlegum heimildum og fræðilegri nákvæmni.

Þó að það sé satt að Maria Anna Schicklgruber hafi eignast son að nafni Alois, sem síðar varð faðir Adolfs Hitlers, þá eru engar áþreifanlegar sannanir til að styðja þá hugmynd að faðir barnsins hafi verið gyðingur. Opinber skjöl varðandi faðerni Alois Hitlers bera kennsl á föður hans sem Johann Georg Hiedler, þó að það sé einhver ósamræmi og óvissa í kringum þessar upplýsingar.

Mikilvægt er að nálgast sögulegar fullyrðingar með gagnrýnni hugsun og styðjast við vel skjalfestar og sannanlegar heimildir.

Árið 1837, þegar hún var 42 ára og enn ógift, fæddist einkabarn hennar, Alois. Tekið hefur verið fram af heimildarmanni að hún hafi neitað að gefa upp hver faðir drengsins væri, svo presturinn skírði barnið Alois Schicklgruber og skráði „óskilgetið“ í stað nafns föðurins í skírnarbók.

Sagnfræðingar hafa rætt þrjá frambjóðendur fyrir föður Alois:

Johann Georg Hiedler, sem síðar kvæntist Maríu, en nafn hennar var bætt við fæðingarvottorðið síðar á ævi Alois, og sem var opinberlega samþykkt af Þýskalandi nasista sem faðir Alois (þ.e. sem föðurafi Adolfs Hitlers).

Johann Nepomuk Hiedler, bróðir Johanns Georgs og stjúpfrændi Alois, sem ól Alois upp á unglingsárum og síðar vildi hann fá talsverðan hluta ævisparnaðar síns, en sem, ef hann væri raunverulegur faðir Alois, fannst aldrei ráðlegt að viðurkenna það opinberlega.

Gyðingur að nafni Leopold Frankenberger, eins og fyrrverandi nasisti Hans Frank greindi frá í Nürnberg-réttarhöldunum. Áberandi sagnfræðingar vísa Frankenberger tilgátunni (sem hafði aðeins vangaveltur Franks sem sönnunargögn) á bug sem staðlausa, þar sem engar gyðingafjölskyldur voru í Graz á þeim tíma sem María varð ólétt. Leonard Sax sýndi einnig fram á að frásögn Franks væri ósönn, með því að vitna í helstu austurrískar heimildir frá upphafi 19. aldar.

Þegar Alois fæddist bjó Maria hjá Strones þorpsfjölskyldu að nafni Trummelschlager. Herra og frú Trummelschlager voru skráð sem guðforeldrar Alois.

Maria hóf fljótlega búsetu hjá föður sínum í húsi númer 22 í Strones. Eftir óþekkt tímabil fengu Schicklgruberarnir þrír til liðs við sig Johann Georg Hiedler, farandsvein einn. Þann 10. maí 1842, fimm árum eftir að Alois fæddist, giftist Maria Anna Schicklgruber Johann Georg Hiedler í þorpinu Döllersheim í nágrenninu. María var 47 ára og nýji eiginmaður hennar 50 ára.

Hvort Johann Georg Hiedler var í raun og veru líffræðilegur föðurafi Hitlers er óvíst um þar sem hann var upphaflega ekki skráður sem faðir á fæðingarvottorði Alois.

Óskildni var algengt fyrirbrigði í neðri hluta Austurríkis; á sumum svæðum náði það allt að fjörutíu prósentum af fæðingum, og svo seint sem 1903 var hlutfallið tuttugu og fjögur prósent, með börnunum að jafnaði löggilt síðar. Forfeðratal Hitlers var dregið í efa þegar andstæðingar hans fóru að dreifa orðrómi um að föðurafi hans væri gyðingur, þar sem ein af meginreglum nasismans var að til að teljast hreinn "arískur" þyrfti maður að hafa skjalfest ætternisvottorð (Ahnenpass).

En nota bene: Það væri athyglisvert ef hægt væri að sanna eða afsanna endanlega gyðinglegar rætur Hitlers með DNA rannsókn sem væri ígildis stóra dóms.



Baráttan um landið helga: Palestína - Ísrael

Úr því að maður er farinn að ræða um Gyðinga hér á blogginu, þá ætla ég að taka fyrir sögu þeirra en ég þykist þekkja eitthvað til hennar. Ég er sagnfræðingur og er því hlutlaus (eins og það er mögulegt) enda er sagan gerðir atburðir sem ekki er hægt að breyta, aðeins hægt að túlka en þar vandast máli.

Ég hélt námskeið um sögu Gyðinga hjá Endurmenntunarstofun Háskóla Íslands um árið og var það vel sótt og fólk mjög áhugasamt um efnið. Það kom mér á óvart, þegar ég skoðaði gögn mín í morgun, að ég skrifaði nánast smábók fyrir umrætt námskeið, sjá hér að neðan hvernig ég skipti sögu svæðisins í tímabil. Þar fyrir neðan er námsskeiðslýsing.

Ég ætla að leyfa ykkur lesendur góðir, að velja tímabil og mun ég þar með fjalla um það í næstu blogg grein!

Tímabilaskiping

  • 1 Frá fornsteinöld til nýsteinaldar (1.000.000 – 5000 f.Kr)
  • 2 Frá koparöld (4500 – 3000 f.Kr.) til bronsaldar (3000 – 1200 f.Kr.)
  • 3 Járnöld (1200 – 330 f.Kr.)
    • 1 Tímabil Gamla testamentsins
    • 2 Persnesk yfirráð (538 f.Kr.)
  • 4 Fornöld
    • 1 Hellenísk yfirráð (333 f.Kr.)
    • 2 Rómversk stjórn (63 f.Kr)
    • 3 Yfirráð Austrómverska keisaradæmisins (330 – 640 e.Kr.)
  • 5 Kalífadæmi Araba (638 – 1099 e.Kr.)
    • 1 Ættveldi Umayyad (661 – 750 e.Kr.)
    • 2 Kalífadæmi Abbasída (750 – 969 e.Kr.)
    • 3 Stjórn Fatimída (969 – 1099 e.Kr.)
  • 6 Stjórn krossfarana (1099 – 1187 e.Kr.)
  • 7 Mamelukkríkið (1270 – 1516 e.Kr.)
  • 8 Ósmanaríkið (1516 – 1917 e.Kr.)
  • 9 öldin
    • 1 Palestína í forsjá Breta (1920 – 1948)
    • 2 Skipting Sameinuðu þjóðanna
    • 3 Ísraelsríki

Námsskeiðslýsing

Vilt þú fræðast nánar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs? Veist þú um hvað gyðingar og arabar eru að berjast? Af hverju er þetta landsvæði reglulega í fréttum? Skipta örlög landsins helga einhverju máli fyrir heimsfriðinn? Eiga kristnir menn einhverra hagsmuna að gæta? Birgir Loftsson, sagnfræðingur mun á þessu námskeiði takast á við mál sem hefur verið í brennidepli í marga áratugi en hann hefur mikla reynslu af að skrifa bækur og miðla sögulegu efni.

---

P.S. Læt hér fylgja með athyglisverða athugasemds sem ég setti inn sjálfur við aðra grein mína. Stampfer, sérfræðingur í gyðingasögu, greindi efni frá ýmsum sviðum, en fann enga áreiðanlega heimild fyrir þeirri fullyrðingu að Khazarar - fjölþjóðlegt ríki sem innihélt Íranar, Tyrkir, Slavar og Sirkassar - hafi snúist til gyðingdóms. "Það var aldrei umskipti af hálfu Khazar-konungs eða Khazar-elítunnar",sagði hann. Skipting Khazaranna er goðsögn án staðreynda.

Sem sagnfræðingur sagðist hann vera hissa að uppgötva hversu erfitt það er "að sanna að eitthvað hafi ekki gerst." Fram að þessu hafa flestar rannsóknir mínar miðað að því að uppgötva eða skýra hvað gerðist í fortíðinni ... Það er miklu erfiðara áskorun að sanna að eitthvað hafi ekki gerst en að sanna að það gerðist."

Það er vegna þess að sönnunin byggist fyrst og fremst á skorti á sönnunargögnum frekar en nærveru þeirra - eins og þeirri staðreynd að eins fordæmalaus atburður og umbreyting heils konungsríkis til gyðingdóms verðskuldaði ekkert að nefna í samtímaheimildum."

Þess vegna tekst glundroðamönnum sem vilja skapa óreiðu í opinberri umræðu að halda fram algjöra staðhæfu um eitthvað pólitískt bitabein en er alfarið ósatt og komast upp með það en það er önnur saga.


Fundur Frelsis og fullveldis í Kópavogi 25. maí 2023

Mér var boðið á umræðufund málfundarfélagsins í Kópavogi í gærkvöld. Fundarefni var sjálft frelsið og fullveldið (þ.e. Íslands).

Frummælendur voru Sigríður Á. Andersen fv. alþingismaður (sem hefði orðið frábær formaður Sjálfstæðisflokksins ef örlögin hefðu fengið að ráða), og Jón Þór Þorvaldsson, formaður félag íslenskra flugmanna. Fundarstjóri var Jón Magnússon fv. alþingsmaður.

Fundurinn stóð hátt í 3 klst og leiddist mér ekki sekúndu. Frummælendur voru málefnalegir og skemmtilegir áheyrnar. Ég lærði margt af Jóni um flug þetta kvöldið og hætturnar sem steðja að því með afskiptasemi ESB af flugmálum Íslendinga, í lögsögu sem kemur EES-samningum ekkert við.

Sigríður kom inn á bókun 35 (sem ég vissi "allt" um fyrir) en það kom mér á óvart að hún átti þátt í gerð frumvarpsins umdeilda sem nú liggur fyrir á Alþingi og vonandi dagar uppi í lok þings. En hún kom að gerð frumvarpsins sem lögfræðingur, ekki endilega fylgjari (að ég held) sem er allt annar handleggur.

Í lok fundar fengu fundargestir að koma með eigið innlegg. Margt fólk steig í pontu og það var ekki síður áheyrilegt en frummælendurnir.

Ég fór því heim nokkur ánægður með að hafa "eytt" kvöldinu á þessum málfundi en varð hugsi um hvað var áorkað?  Jú, auðvitað er fyrsta skrefið að ræða hlutina, koma saman sem grasrótarhreyfing og hafa þannig áhrif. 

Á fundinum var í salnum sem var fullur, líklega 50+ manns. Allt fólk sem lætur sig varða "...að efla réttlát og frjálst samfélag í fullvalda þjóðríki með almannahag að ljósi". Hvernig fólk talaði á fundinum var algjör andstæða við tal stjórnmálamannanna á Alþingi.

En...kem ég aftur að spurningunni hverju var áorkað? Fulltrúi Heimsýnar steig í pontu og kom með tilkynningu. Hvaða félag er það myndi almennur borgari spyrja? Ég veit það, en það bara vegna þess að ég er í samfélagsrýni alla daga. Hér kemur lýsing samkvæmt bloggi félagsins:

"Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins."
 
Þetta er sum sé annað málfundarfélag og kannski meira, samtök.
 
"Frelsi og fullveldi" og "Heimsýn" eru félög sem eru afar merkileg og þyrftu að vera meira sýnileg. Það er ekki nóg að messa fyrir tugum manna, heldur þarf almenningur að vita af störfum þessara félaga.
 
Stundum tekst slíkum samtök gríðarlega vel upp, sbr. samtökunum gegn ICESAVE. Þessi samtök hreinlega breyttu Íslandssögunni og tókst að virkja forsetaembættið og þjóðina með sér í baráttunni við aðildarþjóðir ESB sem ætluðu að kaffæra íslenskt efnahagslíf með ósanngjörnum kröfum og Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland.
 
En samtök sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, þurfa að vera sýnileg og hafa áhrif.  Það eru þrjár leiðir í spilinu:
 
1) Virkja fjölmiðla og vera sýnilegir í viðtalsþáttum. Breiða út boðskapinn.
2) Mótmælasamkundur og almennir borgarafundir.
3) Stofna stjórnmálahreyfingu um "frelsi og fullveldi" Íslands en eins og ég hef áður sagt, líkur baráttunni aldrei. Og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn steinrunninn og virðist láta fullveldi Íslands litlu máli skipta, þarf nýjan og öflugan "sjálfstæðisflokk".
 
Það eru bara tvö öfl sem hreyfa þjóðfélagslegum málum áfram, annars vegar valdakerfið með Alþingi í broddi fylkingar en hins vegar þjóðin sjálf sem hefur áhrif með kosningavali sínu sem og opinberum mótmælum.
 
Svo á þjóðin sjálf að eiga hauk í horni í formi forseta lýðveldisins. En það er ekki sama hvaða maður situr í því embætti. Mun hann stöðva lög byggð á bókun 35? Eða er núverandi forseti enginn haukur, aðeins friðþægingar dúfa sem vill ekki rugga bátnum og geðjast öllum og hafa það notarleg við bókaskrif á Bessastöðum?  Það verður fróðleg  að sjá hann að verki þegar á reynir. Ætla þó ekki að afskrifa hann með öllu strax.
 
Niðurstaða mín er að ESS-samningurinn hefur gengið sér til húðar.  Annað hvort þurfum við að segja upp samningum eða endurskoða hann með samningum og skerpa á sjálfstæði Íslands í öðrum málum en um var samið í samningum. ESB er sífellt að ganga lengra í skerðingu fullveldis ESB-þjóða en einnig þjóða sem eru bundnar sambandinu í gegnum EES.  Það hagar sér eins og hrekkjusvín sem verður ekki stöðvað nema með blóðnasir af hendi fórnarlambsins.
 
Stjórnmálamenn Íslendinga hafa gleymt að þetta er allt í okkar höndum; við getum hafnað bókun 35 og við getum hafnað mengunarskatta ESB á flug. Láta reyna á dómstólaleiðina eins og Sigríður lagði til, enda leið siðaðra manna að fara þá leið og er í sjálfum samningum bent á að sé rétta leiðin. Ekkil láta ókjörna embættismenn rífa kjaft á Íslandi eins og Ursula von der Leyen gerði og setja skilmála og afarkosti.
 
Nú er bara að stand í lappirnar....það er alltaf í hendi að segja sig frá EES-samningum.

Sjálfsmorð bandarískt stjórnarfars

Stjórnmálakerfið bandaríska framdi harakiri til að leggja Trump (sem er bara stundar fyrirbrigði - mesta lagi 8 ár við völd).

Hatursmenn Trump hafa brotið svo mörg norm í valdakerfinu við reyna að leggja hann, að kerfið er rústir einar. Nefni sem dæmi FBI og CIA sem fengu á baukinn í Durham skýrslunni og báðar stofnanir rúnar trausti.  Repúblikanar bjóða ekki fram hægri vangann eftir slíka orrahríð og hætta er á að lýðræðið verði þarna á milli og eyðileggist. Hefndartímar eru framundan, sem eru ekki almenningi hagfelldir.

Kapal fjölmiðlarnir frömdu líka harakiri við að leggja Trump og nú síðast ætlar að Foxnews að fara sömu leið. En eitt er víst að djúpríkið er til, líka hérlendis í formi embættismannakerfisins sem stjórnar landinu áratugi til áratugar, ekki bara 4 ára eins og stjórnmálamennirnir. En bandaríska djúpríkið hefur á að skipa leyniþjónustustofnunum sem það íslenska hefur ekki. Subbugangurinn af átökunum er því mikill.

Það hefði verið betra að þreyja þorrann og bíða eftir að Trump hverfi af sjónar sviðinu en að leggja allt í rúst, bara til að eyðileggja einn mann. En skriffinnarnir voru bara svo hræddir við að hann upprætti djúpríkið að gripið var til fyrirbyggjandi aðgerða, jafnvel áður en hann komst alla leið í Hvíta húsið.

Em eitt er víst að fjölmiðlar hérlendis birta bara bjagaða mynd af því hvað er að gerast í Bandaríkjunum, n.k. brotabrot eða púsl, og eftir stendur íslenskur almenningur ráðvilltur og búinn að læra að Trump er vondi karlinn en Joe Biden afinn.

Ég spái, ef Trump lifir af, og hann komist til valda, að djúpríkið verði stútað en það hefur ráðið ríkjum síðan í valdatíð Eisenhower sem varaði við því en hann hafði þá misst tökin. Trump hefur þá engu að tapa...hefndartímar fyrir hann en einnig líka fyrir Repúblikanaflokkinn. Flokkurinn er að velta fyrir sér að sundra FBI í núverandi formi og draga úr fjárveitingum til þessarar fyrrum virtu löggæslustofnunnar. 


Tilgátan um ætterni Ashkenazi gyðinga af kasarískum uppruna er bara kenning

Einn ágætur bloggari hér á Moggablogginu heldur því fram að Ashkenazi gyðingar séu komnir frá Kasaríu sem er bara kenning.

Hann sagði eftirfarandi í bloggi sínu - sjá slóðina: Eru auðjöfrar aflvakar styrjalda? Auðmagn, trú og Gyðingaland en því miður gefur hann ekki kost á athugasemdum á bloggsíðu sinni og því birti ég mínar hér að neðan í mínu eigið bloggi. En athugum hvað hann staðhæfir:

"Kasarar voru herská þjóð, sem á fyrstu öld fyrir Krist lagði undir sig víðfem lönd í Kákasus, kringum Svartahaf og Kaspíahaf. Þau fólu í sér það landsvæði, sem nú er Úkraína. Líklegt er talið, að Kasarar hafi komið austan úr Asíu.

Gyðingar frá Kasaríu dreifðust um alla Evrópu og eru kallaðar Ashkenazi Gyðingar. Stórveldi Kasara leið smám saman undir lok í stríði við norrænu-rússnesku ríkin og Tyrki. Þetta eru söguslóðir Íslendinga á þjóðveldisöldinni."

Grein hans er athyglisverð en ég hnaut um fullyrðinguna um að gyðingar frá Kasaríu séu forfeður Ashkenazi gyðinga. Ég rifjaði upp hvað ég lærði í námi mínu um uppruna gyðinga og ég hef kennt sögu gyðinga í störfum mínum. En ég muni eftir að það er umdeilt hvaðan Ashkenzi gyðingar eru komnir.

Það er nefnilega ljóst að gyðingar fylgdu rómverska hernum á leið hans um Evrópu. Þeir settu að víðsvegar, helsti í kaupstöðum, þ.e. borgum (við herstöðvar Rómverja). Þannig dreifðust þeir um Evrópu og Norður-Afríku og svo langt austur til Írans. Vegna margvíslegra ofsókna þeirra í Vestur- og Suður-Evrópu hraktist stór hluti þeirra austur á bóginn á miðöldum, til Pólands og Rússlands sem og annarra landa.

Kasara tilgátan um Ashkenazi ætternið, oft kölluð Kasar goðsögnin af gagnrýnendum hennar, er að mestu leiti yfirgefin söguleg tilgáta.

Tilgátan hélt því fram að Ashkenazi-gyðingar væru fyrst og fremst, eða að miklu leyti, afkomendur Kasara, fjölþjóðlegrar samsteypu af aðallega tyrkneskum þjóðum sem mynduðu hálf-hirðingjakanat í og við norður- og miðhluta Kákasus og Pontic-Kaspíu steppunni.

Í tilgátunni er því haldið fram að eftir hrun Kasara heimsveldisins hafi Kasarar flúið til Austur-Evrópu og verið stór hluti gyðinga þar. Tilgátan byggir á sumum miðaldaheimildum eins og Kasar-bréfaskriftinni, en samkvæmt því á einhverjum tímapunkti á 8.–9. öld var lítill fjöldi Kasara (að sögn Judah Halevi og Abraham ibn Daud) hafa snúist til rabbínskan gyðingdóms. Umfang breytinganna innan Kasara kanaríinu (e. Khazar Khanate) er enn óvíst, en sönnunargögnin sem notuð eru til að binda Ashkenazi samfélögin við Kasara eru lítil að umfangi og háð misvísandi túlkunum. Ég hef meiri trú á genafræðinni en fábreyttum sögulegum ritheimildum.

Erfðafræðilegar rannsóknir á gyðingum hafa ekki fundið neinar efnislegar vísbendingar um uppruna Kasara meðal Ashkenazi gyðinga. Doron Behar og aðrir erfðafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að slík tengsl séu ólíkleg og benda á að erfitt sé að prófa Kasara tilgátuna með erfðafræði vegna þess að það er skortur á skýrum nútíma afkomendum Kasara sem gætu gefið skýra prófun á framlagi til Ashkenazi gyðinga. , en fundu engin erfðamerki hjá Ashkenazi gyðingum sem myndu tengja þá við fólk á Kákasus/hasara svæðinu.

Þessar og aðrar rannsóknir hafa þess í stað fundið vísbendingar um að Ashkenazi hafi blandað Austur- og Suður-Evrópu/Miðjarðarhafsuppruna. Þetta fer saman við mína lesningu í gegnum tíðina. Ég nenni ekki að vísa hér í heimildir, enda almennar og ég meiri segja mundi eftir án uppflettingar.

Þrátt fyrir að meirihluti erfðafræðinga samtímans sem hafa gefið út um efnið hafni kenningunni, eru sumir sem verja trúverðugleika þess.

Seint á 19. öld veltu Ernest Renan og aðrir fræðimenn því fyrir sér  hvort að Ashkenazi gyðingar í Evrópu ættu uppruna sinn í hópi tyrkneskra flóttamanna sem höfðu flutt frá hrunda Kasaríska kanaríinu vestur til Evrópu og skiptu kasaríska móðurmáli sínu  fyrir jiddísku á meðan þeir héldu áfram að iðka gyðingdóm.

Þrátt fyrir að kenningin hafi verið kölluð fram með hléum af nokkrum fræðimönnum frá þeim tíma, komst Kasara-Ashkenazi tilgátan fyrir mun breiðari almenningssjónir með útgáfu Arthurs Koestlers á bókinni: Þrettánda ættkvíslin árið 1976.  Hún hefur verið endurvakin nýlega af erfðafræðingnum Eran Elhaik, sem árið 2012 gerði rannsókn sem miðar að því að sanna það.

Tilgátan hefur stundum verið misnotuð af andzíonistum til að mótmæla hugmyndinni um að gyðingar hafi tengsl við Ísrael til forna, og hún hefur einnig gegnt einhverju hlutverki í gyðingahaturskenningum sem settar hafa verið fram af jaðarhópum bandarískra rasista, rússneskra þjóðernissinna og kristinnar sjálfsmyndarhreyfingar. Hugtakið „kasaníska Mafían“ er stundum notað af gyðingahatursfjölmiðlum sem niðrandi hugtak yfir gyðinga, sérstaklega í tengslum við samsæriskenningar eins og 9/11 í Bandaríkjunum.

Höfundi ofangreindrar greinar, sem nóta bene skrifar vandaðar greinar en mönnum getur orðið á í smáatriðunum, er velkomið að svara fyrir sig hér að neðan í athugasemdum. Ég fagna umræðunni.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband