Baráttan um landið helga: Palestína - Ísrael

Úr því að maður er farinn að ræða um Gyðinga hér á blogginu, þá ætla ég að taka fyrir sögu þeirra en ég þykist þekkja eitthvað til hennar. Ég er sagnfræðingur og er því hlutlaus (eins og það er mögulegt) enda er sagan gerðir atburðir sem ekki er hægt að breyta, aðeins hægt að túlka en þar vandast máli.

Ég hélt námskeið um sögu Gyðinga hjá Endurmenntunarstofun Háskóla Íslands um árið og var það vel sótt og fólk mjög áhugasamt um efnið. Það kom mér á óvart, þegar ég skoðaði gögn mín í morgun, að ég skrifaði nánast smábók fyrir umrætt námskeið, sjá hér að neðan hvernig ég skipti sögu svæðisins í tímabil. Þar fyrir neðan er námsskeiðslýsing.

Ég ætla að leyfa ykkur lesendur góðir, að velja tímabil og mun ég þar með fjalla um það í næstu blogg grein!

Tímabilaskiping

  • 1 Frá fornsteinöld til nýsteinaldar (1.000.000 – 5000 f.Kr)
  • 2 Frá koparöld (4500 – 3000 f.Kr.) til bronsaldar (3000 – 1200 f.Kr.)
  • 3 Járnöld (1200 – 330 f.Kr.)
    • 1 Tímabil Gamla testamentsins
    • 2 Persnesk yfirráð (538 f.Kr.)
  • 4 Fornöld
    • 1 Hellenísk yfirráð (333 f.Kr.)
    • 2 Rómversk stjórn (63 f.Kr)
    • 3 Yfirráð Austrómverska keisaradæmisins (330 – 640 e.Kr.)
  • 5 Kalífadæmi Araba (638 – 1099 e.Kr.)
    • 1 Ættveldi Umayyad (661 – 750 e.Kr.)
    • 2 Kalífadæmi Abbasída (750 – 969 e.Kr.)
    • 3 Stjórn Fatimída (969 – 1099 e.Kr.)
  • 6 Stjórn krossfarana (1099 – 1187 e.Kr.)
  • 7 Mamelukkríkið (1270 – 1516 e.Kr.)
  • 8 Ósmanaríkið (1516 – 1917 e.Kr.)
  • 9 öldin
    • 1 Palestína í forsjá Breta (1920 – 1948)
    • 2 Skipting Sameinuðu þjóðanna
    • 3 Ísraelsríki

Námsskeiðslýsing

Vilt þú fræðast nánar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs? Veist þú um hvað gyðingar og arabar eru að berjast? Af hverju er þetta landsvæði reglulega í fréttum? Skipta örlög landsins helga einhverju máli fyrir heimsfriðinn? Eiga kristnir menn einhverra hagsmuna að gæta? Birgir Loftsson, sagnfræðingur mun á þessu námskeiði takast á við mál sem hefur verið í brennidepli í marga áratugi en hann hefur mikla reynslu af að skrifa bækur og miðla sögulegu efni.

---

P.S. Læt hér fylgja með athyglisverða athugasemds sem ég setti inn sjálfur við aðra grein mína. Stampfer, sérfræðingur í gyðingasögu, greindi efni frá ýmsum sviðum, en fann enga áreiðanlega heimild fyrir þeirri fullyrðingu að Khazarar - fjölþjóðlegt ríki sem innihélt Íranar, Tyrkir, Slavar og Sirkassar - hafi snúist til gyðingdóms. "Það var aldrei umskipti af hálfu Khazar-konungs eða Khazar-elítunnar",sagði hann. Skipting Khazaranna er goðsögn án staðreynda.

Sem sagnfræðingur sagðist hann vera hissa að uppgötva hversu erfitt það er "að sanna að eitthvað hafi ekki gerst." Fram að þessu hafa flestar rannsóknir mínar miðað að því að uppgötva eða skýra hvað gerðist í fortíðinni ... Það er miklu erfiðara áskorun að sanna að eitthvað hafi ekki gerst en að sanna að það gerðist."

Það er vegna þess að sönnunin byggist fyrst og fremst á skorti á sönnunargögnum frekar en nærveru þeirra - eins og þeirri staðreynd að eins fordæmalaus atburður og umbreyting heils konungsríkis til gyðingdóms verðskuldaði ekkert að nefna í samtímaheimildum."

Þess vegna tekst glundroðamönnum sem vilja skapa óreiðu í opinberri umræðu að halda fram algjöra staðhæfu um eitthvað pólitískt bitabein en er alfarið ósatt og komast upp með það en það er önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... en mannkynssagan eru skjalfestir atburðir. ;)

Guðjón E. Hreinberg, 27.5.2023 kl. 12:26

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hahaha! Já en saga mín í gær mun aldrei rata í ævisögu mína, heldur valdir atburðir úr henni.

Mannkyns saga er "stikkorða" saga, bútar taldir merkilegir, teknir út og túlkaðir. Mannkyns saga er með öðrum orðum val sagnfræðinga á hvað er merkilegt, líkt og blaðamenn velja úr efni fyrir fréttir dagsins! Einu sinni var saga kennd í skólum saga kónga!

Birgir Loftsson, 27.5.2023 kl. 12:38

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jú, það er gaman að mæla þetta. David Irving, sem er klárlega sagnfræðingur þó ekki akademískur, segir að flestir vestrænir sagnfræðingar séu samhljóms eða afritunar sagnfræðignar, sem vitni frekar hvor í annan en að fara í frumheimildir.

En athugasemdin mín hér fyrir ofan var tilvitnun í orð Winston Churchill - there is [no truth] only published truth.

Guðjón E. Hreinberg, 27.5.2023 kl. 13:49

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk Guðjón.

Birgir Loftsson, 27.5.2023 kl. 16:11

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Birgir, það væri áhugavert ef þú myndir fjalla um sögu Gyðinga frá upphafi, byrja frá fornsteinöld til nýsteinaldar.

Gyðingar hafa haft gífurleg áhrif á okkar menningu og hafa enn. Til dæmis spurningin um þeirra guð og Biblíunnar, kristninnar guð, maður getur betur tekið afstöðu með því að vita hvað er satt í Biblíunni um uppruna Gyðinga, ættartölur og slíkt.

En þetta með skort á upplýsingum og sönnunum er líka mjög veigamikið atriði. Það er hægt að færa fram vísbendingar og líkindi og oft aðeins hægt að draga ályktanir, að eitthvað sé sennilegra en annað.

Takk fyrir góða pistla.

Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2023 kl. 17:08

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Ingólfur....geri það. Ég ætla að byrja á byrjunni...en þótt þetta sé að mestu saga Gyðinga, þá er þetta líka saga landsins helga. Ég kem með greinar þar að lútandi á næstunni...

Birgir Loftsson, 29.5.2023 kl. 13:30

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Myndlýsing ekki til staðar.

Birgir Loftsson, 5.6.2023 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband