Stefnuskrá VG á skjön við vilja kjósenda flokksins?

Eins og þið vitið sem nennið að lesa blogg mitt, þá hef ég fjallað mikið um varnarmál á blogginu. Ég hef skrifað um varnarmál í hartnær 25 ár og oftast fyrir daufum eyrum. Sent inn við og við greinar á dagblöðin um málefnið og stundum vonast eftir að herstöðva andstæðingar myndu "hjóla í mig", bara til að skapa umræðu. Svo hefur ekki verið en herstöðvaandstæðingar hafa fengið töluverða umfjöllun á sama tíma, blaðaviðtöl og sjónvarpsviðtöl. En aldrei eru þeir sem eru á öndverðu meiði en þeir, teknir í viðtöl, til að fá andstæð sjónarmið.

Við vitum að herstöðva andstæðingar vilja Ísland úr NATÓ og rifta tvíhliða varnarsamningi við BNA, en hvað svo?  Ég giska á að þeir (veit það samt ekki alveg, því þeir eru þöglir um praktíkina) að Ísland byggi öryggi sitt á samninga Sameinuðu þjóðanna og væntanlega hlutleysisyfirlýsingu. En síðan hvenær hefur Sþ. stöðvað stríð? Sósíalistar tala um friðarbandalag en hverjir myndu vilja vera í því? Óraunhæft, því að allir vilja vera í NATÓ.

En við höfum farið þessa leið, hlutleysisleiðina, milli 1918-1940, og hvað leiddu hún okkur til? Hernám (sem betur fer vinsamlegra þjóðar), en við vitum að Þjóðverjar voru virkilega að pæla í innrás í landið. Hvað hefði þá gerst? Barist í bæjum og mannfall meðal óbreyttra borgara. Íslenska lýðveldið ákvað að fara ekki hlutleysisleiðina við stofnun þess 1944, enda hlutleysisstefnan full reynd. Það tók nokkur ár að ákveða leiðina og hún svo farin, stofnaðilar NATÓ 1949 og varnarsamningur við Bandaríkin 1951.

Svíar, Finnar og Svisslendingar hafa stundað hlutleysisstefnu og stutt hana með öflugum herjum, ekki herleysi. Nú eru Svíar og Finnar að ganga í NATÓ. Það er ljóst að hlutleysisstefnan er hjóm eitt, ef ekkert afl/hervald er þar á bakvið. Það þarf ekki einu sinni innrásarher, heldur bara glæpasamtök, málaliða eða hryðjuverkamenn, til að valda miklum ursla.

Þetta virðast Íslendingar skilja upp til hópa. Í blaðagrein á Eyjunni, sem ber heitið Mikill stuðningur hjá kjósendum allra flokka við aðild að NATÓ kemur fram að "Meirihluti kjósenda þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi er fylgjandi aðild Íslands að NATÓ. Þetta á einnig við um kjósendur Sósíalistaflokksins og VG en báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að Ísland segi sig úr NATÓ."  Þar segir jafnframt að "Fram kemur að 71,6% svarenda styðji aðild að NATÓ en 11% eru á móti aðild.  17,3% hafa ekki skoðun á málinu....Vinstri græn hafa að stefnu að Ísland segi sig úr NATÓ. Í því ljósi er er mjög athyglisvert að 53% kjósenda flokksins styðja aðild að NATÓ. Af þeim eru 20% mjög hlynnt aðild. 23% eru henni andvíg og 24% hafa ekki skoðun á málinu."

Er ekki kominn tími á að forysta VG endurskoði stefnuskrá sína? Eða er stefna flokksins að fara ekki eftir vilja kjósenda flokksins? Hann tapar ekkert fylgi á að gera það ekki. Og eins og ég hef komið inn á áður, taka VG þögglir þátt í varnarsamvinnu vestrænna ríkja en muldra við og við, en við erum friðelskandi þjóð sem vill frið (hver vill það ekki?).

Það geysar stórstríð í Evrópu, í bakgarði okkar og umræðan hér á landi, um varnir landsins, er í skötulíki á sama tíma. Er það ekki undarlegt? Kannski vantar umgjörðina, fagstofnun sem skapar ósjálfrátt umræðu og þá er ég að tala um Varnarmálastofnun Íslands og endurreisn hennar.

Stofnanaleysi, sérfræði þekkingarleysið og í raun engar eigin varnir skapar umræðuleysi; her- eða öryggisveitir, eru skynsamleg skref fram á veg. Ísland er n.k. viðundur í hernaðarbandalaginu NATÓ. Ísland notað það til að plokka peninga (hverjir borga í raun ratsjárstöðvarnar, varnaræfingar og önnur mannvirki?). Á meðan Bandarikjaher var hér, var markmiðið að græða á varnarliðinu. Þegar herinn fór 2006, var ekki mest kvartað yfir að landið yrði þar með berskjaldað, heldur hversu slæm efnahagsleg áhrif það yrði fyrir Suðurnesjamenn!

Því miður eru blikur á lofti, jafnvel þriðja heimsstyrjöldin framundan, ef Kína og Bandaríkin fara í stríð. Hvað gera bændur þá?

 


Er nýfrjálshyggjan undirrót alls ills?

Gunnar Smári, fyrrum kapitalisti en nú sósíalisti, segir að nýfrjálshyggjan sé uppruni alls hins illa í samfélaginu og leiði efnahagskerfið í þrot. Þetta eru athyglisverð orð en tvennt vantar í frásögn hans í viðtali við hann á Eyjunni en viðtalið ber heitið: „Gunnar Smári hjólar í nýfrjálshyggjuna – ,,Þetta er arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar“.

Gunnar Smári hjólar í nýfrjálshyggjuna – ,,Þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar“

Hvað er rangt við málflutning hans? Í fyrsta lagi skilgreinir hann ekki hvað nýfrjálshyggja er. Allt í lagi, flestir skilja hugtakið en ég ætla þó að fara í skilgreiningar síðar í greininni.

Í öðru lagi sé ég hvergi lausnir og hvað eigi að taka við af nýfrjálshyggju. Jú, hann segir aðEina leiðin til uppbyggingar samfélagsins sé hins vegar endurreisn alþýðustjórnmála. ,,Í því felst endurreisn verkalýðshreyfingar og annarra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum almennings og uppbygging stjórnmálaflokka sem byggja á þessum hreyfingum.”  Hvers konar rökleysa er þetta?  Blaðamenn taka orðræðuna sem vinstri menn viðhafa án athugasemda og spyrja aldrei framhaldsspurninguna sem er: Hvernig á verkalýðshreyfingin að afla peninga? Býr hún til tekjur? Þarf ekki fyrirtæki sem ráða starfsfólk til starfa til að skapa skatttekjur?

Gunnar Smári vill jú eins og aðrir vinstri menn meiri eyðslu ríkissjóðs í framkvæmdir, sem er hið besta mál, svo sem vegagerð o.s.frv. ef þær eru arðbærar fyrir samfélagið en líka í alls konar gælu- og vitleysingaverkefni sem sólundar skattfénu okkar og alltaf stækkar bálknið. Úr innan við 10% vinnandi manna í 40% sum staðar í Evrópu sem starfar hjá ríkinu.

En vandinn er sá að ríkisapparatið kann bara að eyða peningum, það skapar aldrei peninga. Það tekur peninga frá öðrum í samneyðslu. Og stjórnendur ríkiskerfisins, ráðamenn (þingmenn, sveitarstjórnarmenn og embættismenn), bera enga ábyrgð eða taka áhættuna af eyðslunni og því fara þeir oft illa með almannafé. Það er innbyggt í kerfinu óráðsía, sífelld meiri eyðsla og aukið umfang kerfisins og það er það sem að sliga efnahag vestrænna kapitalískra þjóða. Annað sem er að sliga efnahagskerfi einstakra ríkja er að fjárfestingarfé og fjárfestar geta hlaupið á milli ríkja með fé sitt (nú eru t.d. tugir þúsundir rússneskra auðkýfinga að flýja Rússland og hvaða afleiðingar hefur það fyrir efnahag landsins? Hörmulegar!).  Gunnar Smári vill ofurskattleggja íslenska auðmenn svo þeir fari örugglega úr landi með auðæfi sín! Er það viturlegt? Nei. Prófum að gera alla milljónamæringa útlæga frá Íslandi og sjáum hvað þá gerist! Væri ekki nær að vera með sanngjarna skattleggingu, þannig að þeir fari hið fyrsta aldrei úr landi?

Nýfrjálshyggjan myndi frekar reyna að laða að fjárfestingar og fjárfesta með lága skatta og einfaldar reglugerðir – reglur – til þess að skapa arð í samfélaginu, öllum til góðs, fátækum og ríkum. Svíar reyndu á seinni helmingi 20. aldar að blóðmjólka milljónamæringa landsins og komu á sósíalísku kerfi, það misheppnaðist hrapalega og velferðakerfið leið fyrir það, minna til skiptana fyrir mennta-, heilbrigðis- og samtryggingakerfið, því að fyrirtækin hættu að skila hagnaði (þar með skatttekjum) og þau sem voru skynsömust fóru úr landi. Gleymum ekki að það er samkeppni um milljarðamæringa milli landa, ekki bara menntafólks.

Í samþættu efnahagskerfi heims, þar sem stórfyrirtæki þarf til að koma af stað stóriðnaði, þarf mikið fjármagn. Auðkýfingar þurfa mikið eigið fé til að geta fjárfest. Það gera þeir ekki peningalausir. En það er ekki eins og nýfrjálshyggjan fari ekki saman við hugsjónir um betra og mennta-, heilbrigðis og samtryggingakerfi, það er allsendis ósatt sem ræðuskrumarar hafa haldið að almenningi.

Hvort vildir þú láta stjórnmálamann eða milljónamæring fá 1 milljón króna til ráðstöfunnar og til heilla fyrir samfélagið? Hvað haldið þið að stjórnmálamaðurinn myndi gera fyrst? Jú, hygla landshlutanum sem hann kæmi úr í gæluverkefni. Peningurinn búinn eftir daginn. Milljónamæringurinn myndi hins vegar fjárfesta í hlutafé (líkt og norski olíusjóðurinn gerir og er hann orðinn einn ríkasti sjóður heims) sem skilar margföldu inn fyrir samfélagið í arð. Tökum annað dæmi: Leggjum veg á milli A og B. Hvers vegna ekki að láta Vegagerð ríkisins um framkvæmdina eins og í gamla daga í stað þess að bjóða út verkið? Jú, skrifinnarnir, sem bera enga persónulega ábyrgð eða fjárhagslega hagsmuni, finna ekki leiðir til að fara hagkvæmustu leiðina til framkvæmdarinnar. Þeir borga bara uppsett verð. En verktakar sem keppa um útboðið, þeir verða að vera hagsýnir í samkeppninni og gera verkið á hagkvæmasta hátt og hljóta umbunun fyrir sem kallast arður.

Förum nú í skilgreiningar. Ég ætla ekki að fara langt, bara beint í Wikipedíu. Hún segir: Nýfrjálshyggja er óljóst hugtak notað um frjálshyggju, stjórnleysisstefnu eða lágríkisstefnu, eða sambland af öllu. Hugtakið er einkum notað af andstæðingum frjálshyggju og hefur þá neikvæðan blæ. Talað er um hinar ýmsu myndir nýfrjálshyggjunnar sem eru: Íhaldsfrjálshyggja og lágríkisfrjálshyggja.

Stundum er orðið „nýfrjálshyggja“ haft um íhaldsfrjálshyggju, sem sameinar félagslega íhaldssemi hefðbundinnar íhaldsstefnu annars vegar og einstaklingshyggju, trú á frjálsan markað og takmörkuð ríkisafskipti hins vegar. Meðal fulltrúa íhaldsfrjálshyggju í stjórnmálum má nefna Ronald Reagan og Margréti Thatcher. Íhaldsfrjálshyggja sótti meðal annars innblástur til Chicago-hagfræðinganna og austurrísku hagfræðinganna og fékk byr undir báða vængi í valdatíð Reagans og Thatcher. Vegna endurnýjaðra áhrifa frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á þessum tíma var þetta afbrigði frjálshyggju stundum nefnt nýfrjálshyggja.

Lágríkisfrjálshyggja hefur einnig verið nefnd nýfrjálshyggja en aðaláhersla lágríkisfrjálshyggjunnar er á eignarrétt, frjálsan markað og eins lítil ríkisafskipti og mögulegt er. Hún er á hinn bóginn ekki (endilega) innblásin af félagslegri íhaldssemi íhaldsstefnunnar. Meðal þeirra sem haldið hafa fram lágríkisfrjálshyggju má nefna bandaríska heimspekinginn Robert Nozick sem varði slíka kenningu í riti sínu Stjórnleysi, ríki og staðleysa (e. Anarchy, State and Utopia). Áherslur lágríkisfrjálshyggjunnar höfðu ekki verið áberandi í ritum frjálshyggjuhugsuða á 18. og 19. öld, svo sem Adams Smith og Johns Stuarts Mill og því þótti andstæðingum lágríkisfrjálshyggjunnar, sem margir hverjir sóttu einnig innlástur til klassískrar frjálshyggju, við hæfi að nefna hana nýfrjálshyggju.

Og til samanburðar er frjálshyggjan skilgreind sem stjórnmálastefna sem segir að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfsprottnar venjur. Er einhver munur á frjálshyggju og nýfrjálshyggju? Nei, en má segja að nýfrjálshyggjan er ein útgáfa eða angi frjálshyggjunnar en dregur nafn sitt af endurnýjaða daga þessara stefnu í tíð Thatchers og Regans.

Jafnaðarmenn segja að vald í höndum auðkýfinga sé ekki síður hættulegt en ríkisvaldið, sem frjálshyggjumenn óttist. Frjálshyggjumenn svara því til, að vissulega verði að setja valdi auðkýfinga skorður, en þær felist í réttarríkinu, almennum lögum og reglum, og þurfi ekki meira til. Enn fremur hefur hagfræðingurinn Milton Friedman mótmælt þessum rökum á þann hátt að hættan við vald hinna ríku og stóru stigmagnist með afskiptum ríkisins, en ekki öfugt.

Íhaldsmenn segja, að frjálshyggjumenn séu siðlausir, því að þeir séu hlutlausir um verðmæti og þeir segja jafnframt  einnig að frjálshyggjumenn beri ekki næga virðingu fyrir ýmsum verðmætum, sem eigi að vera óhult fyrir hinum frjálsa markaði (t.d. menningarverðmæti eða náttúrufyrirbrigði). 

Slóð: Wikipedía - Nýfrjálshyggja

Gagnrýni íhaldsmanna og jafnaðarmanna á rétt á sér. Það verður að setja öllu valdi, líka auðmagninu, skorður sem samt á ekki að vera íþyngandi eða til skaða fyrir allt samfélagið.

Ég er hrifinn af  íhaldsfrjálshyggju, sem sameinar félagslega íhaldssemi hefðbundinnar íhaldsstefnu annars vegar og einstaklingshyggju, trú á frjálsan markað og takmörkuð ríkisafskipti hins vegar. En fyrst og fremst er ég hrifinn af einstaklingshyggjunni, þar sem maðurinn er frjáls athafna (í viðskiptum líka) og hefur málfrelsi, fundarfrelsi og ferðafrelsi og ríkið látið hann í friði en rukki hann fyrir samfélagsþjónustu sem hann enda er maðurinn ávallt hluti af samfélagi manna.

Einstaklingurinn var til áður en ríkið varð til. Samfélag manna sem kallast öðru nafni ríki, var stofna til vegna samtakamáttar þess, útdeilingu gæða og til öryggis allra innan ríkisins en ekki til kúgunar einstaklingsins. Hann er arðbærari fyrir samfélagið ef hann fær að vera frjáls en ekki kúgaður.

Munum að ríkisvaldið var ekki til á Íslandi fyrstu þrjár aldirnar, aðeins einstaklingurinn og ætt hans. Samfélagið gékk bara ágætlega en valdaþjöppun og afskipti erlendra aðila raskaði jafnvæginu.

 


Indíánastríðin 1840 – 1890

Sagan af Indíánum Norður-Ameríku sem bjuggju á sléttunum miklu er mjög athyglisverð. Stríð indíána við hvíta manninn stóð í meira 400 ár (má byrja 1492 í Mexíkó) en hér látið duga fyrir baráttu Norður-Ameríku indíána við hvita innflytjendur.

Amerísku indíánastríðin, eða Indian Wars á ensku, voru mörg vopnuð átök milli evrópskra ríkisstjórna og nýlendustjórna hins vegar og síðar bandarískra landnema eða Bandaríkjanna, gegn þjóðum Norður-Ameríku annars vegar. Þessar átök áttu sér stað innan núverandi marka Bandaríkjanna frá upphafi nýlendutímans 1607 og þar til 1924. Í mörgum tilfellum leiddi þessi átök til stríðs og samkeppni um auðlindir og eignarhald landsins og Evrópubúar og síðar Bandaríkjamenn höfðu brotið inn á yfirráðasvæði sem hefðu verið undir stjórn innfæddra frumbyggja Bandaríkjanna í árþúsundir. Hernaður og hernað áttu einnig sér stað vegna átaka milli evrópskra ríkisstjórna og síðar Bandaríkjanna. Þessar ríkisstjórnir notuðu innlenda Ameríkar ættkvíslir til að hjálpa þeim að sinna hernaði í uppgjörum hvers annars og innfæddra bandamenn þeirra.

Eftir 1776 voru mörg átök staðbundin, þar sem deilt var um landnotkun. Á 19. öld voru átökin knúin áfram af hugmyndafræði eins og Manifest Destiny, sem gekk út á að Bandaríkin myndu víkka út frá austurströndinni til vesturstrandar Norður Ameríku. Á árunum sem leiddu til ýmissa aðgerða og með fjöldaflutningi á Indíánum frá 1830 voru mörg vopnuð átök milli landnema og innfæddra Bandaríkjamanna. Áður en lögin frá 1830 voru ákveðin, voru átök leyst með sölu eða skipti á yfirráðasvæði með sáttmálum milli sambandsríkisins og tiltekinna ættkvísla. Þessir samningar voru jafnharðar brotnir af Bandaríkjastjórn og þeir voru gerðir. Samningurinn frá 1830 heimilaði stórfelldum flutningur frumbyggja sem bjuggu austur af Mississippi River til vesturs. Þegar ríkisborgarar Bandaríkjanna héldu áfram að setjast á svæði í Kyrrahafi, í Kaliforníu, héldu átök áfram. Stefnan um "flutning" var fínhreinsuð til að færa innlendar frumbyggjaþjóðir til mjög sérstakra verndarsvæða. Frægasta stríðið var Seminole stríðin tvö, við frumbyggja Flórída annars vegar og hins vegar nauðungarflutningarnir á Cherokee og segja megi að hafi verið upphafið að sókninni vestur á bóginn.

Tímabilið sem átökin um slétturnar miklu áttu sérs stað, er látið byrja með því að indíánar náðu valdi á hestum sem sluppu frá Mexíkó í einni indíánauppreisninni þar en þeir hestar var sleppt lausum því þeir indíánar voru akuryrkjubændur. Hestarnir dreifuð sér fljót og voru svokallaðir Mustangs eða villihestar og eru þeir enn til villtir í Ameríku. Þeir voru gjörólíkir hestunum sem hvítu landnemarnir tóku með sér frá Evrópu. Þeir komu frá Spáni upphaflega, voru t.a.m. mjög harðgerðir og gátu lifað a litlu grasi og enn minna vatni. Kallaðir ,,indian ponles". Líf indíána gjörbreyttist við þetta og nú gátu þeir elt vísindahjarnirnar sem voru með 60-80 milljón dýra og hætt fasta búsetu.

Á sléttunum miklu í Miðvesturríkjunum urðu til hjarðindíánar eða sléttuindíánar. Þeir urðu afburðahestamenn og komu fram í sviðsljósið á 17. og 18. öld. Við þekkjum þessar þjóðir af kúrekamyndunum, sögunum þegar villta vestrið var sigrað. Ætli sá kalfi megi ekki rekja til indíánalaga Andrews Jackson Bandaríkjaforseta um 1840 en mesta sóknin inn á svæði þeirra var eftir borgarstyrjöldina 1865 og hafði lokið um 1890. Frægustu þjóðirnar voru Apache, Commanche, Sioux, Cheyenne, Kiowa og Navajo. Með ósigri þeirra um 1890, lýkur þar með söguþekkingu flestra á þessu þjóðum og maður býst allt eins við að þær hafa horfið úr sögunni, útrýmt eða horfið inn í mannhaf Bandaríkjanna. Svo er alldeilis ekki en þessar þjóðir búa eða eiga verndasvæði enn í dag. Þær eru fámennar, Apache eru um 111.000 í dag, Commanche aðeins um 15.000, Sioux um 170.000, Cheyenne um 10.000, Kiowa um 12.000 og Navajo eru fjölmennastir og jafnmargir Íslendingum eða um 300.000. Talið er að um 3 milljónir Indíána séu enn til í Norður-Ameríku og alls um 5 milljónir sem eiga ættir sínar að rekja til þeirra. Blackfeet, Crow og Pawnee indíánar tóku þátt í þessu stríði en þeir voru ekki ekta eða sannir sléttuindíánar, því að þeir bjuggu á útjöðrum sléttana miklu en samt góðir hestamenn. Var búinn að gleyma Arapho en þeir bjuggu við hlið Cheyenne miðsvæðis á sléttunum. Alls sjö þjóðir sem töldust vera sléttuindíánar.

Andstæðingar indíánana voru landnemarnir og bandaríska riddaraliðið (fyrirrennararnir hétu Dragoons, hersveitir á hestum og myndaðar 1833).Eftir stríðið við Mexíkó 1848 og Nýju Mexíkó og Kaliforníu bættust við Bandaríkin, urðu Dragoons að calvary um 1861 með nýjum einkennisbúningum.

Í þessu 50 ára stríði er talið að um 20 þúsundir indíánar hafi fallið og jafnmargir andstæðingar þeirra, aðrar 20 þúsundir. Upphafið eins og áður sagði má rekja til þess að 1837 voru indíánar frá austurríkjum Bandaríkjanna hraktir vestur á bóginn inn á slétturnar miklu í vestri. Dragoons, síðar calvary sveitirnar byggðu sér útverði eða fort, e.k. landamæravirki við slétturnar um miðhluta n.v. Bandaríkin. Þegar Kalifornía bættist við ríkjasambandið og gullæði hófst og ljóst að ekki dugði lengur að senda indíána lengur vestur á bóginn eftir að landsvæði þeirra höfðu verið yfirtekin, var ekki aftur snúið og sókn landnema þyngdist. Indíánar sléttana miklu voru umkringdir og voru slétturnar miklu síðustu landsvæðin sem indíánar réðu einir yfir. Oklahólma var síðasta svæðið sem landnemar tóku yfir um aldarmótin 1900. Þegar járnbraut var lögð þvert yfir Norður-Ameríku eftir borgarastyrjöldina og hvítir landnemar settust að við hana, jókst ennfrekar sóknin inn á landsvæði indíána. Stöðugar skærur og átök einkenndu tímabilið frá 1865-1890.

Upphaflega samskipti milli landnema sem tók þátt í Pikes Peak gullæðinu og innfæddu ættkvíslir Ameríku á Front Range svæðinu og Platte Valley voru vingjarnleg. Reynt var að leysa úr átökum með samningaviðræðum með Fort Wise-sáttmálann, með stofnun verndarsvæðis í suðausturhluta Colorado, en ekki var samþykkt af öllum hermönnum, sérstaklega svokölluð hundahermönnum. Snemma á sjötta áratugnum jókst spennan og náði hámarki í Colorado stríðinu og Sand Creek fjöldamorðunum þar sem svo kallaðir Colorado sjálfboðaliðar réðust á friðsamlegt Cheyenne þorp og drápu konur og börn sem leiddi tilr frekari átaka.

Friðsamlegt samband milli landnema og indíána í Colorado og Kansas sléttum var viðhaldið af trúföstum ættkvíslum, en viðhorf óx meðal Colorado landnema fyrir að það ætti að flytja Indíána á brott með valdi. Hrottafengnar árásir á borgara í svo kallaða Dakóta stríð áriðð 1862 stuðlað að þessum viðhorfum eins og gerðu nokkrar minniháttar atvik sem áttu sér stað í Platte Valley og á svæðum austur af Denver. Herflokkar höfðu verið afturkallaðir til aðstoðar í borgarastríðinu og voru skipt út fyrir sjálfboðaliðana í Colorado, sem voru grófar menn sem oft studdu útrýmingu Indíána. Þeir voru undir stjórn John Chivington og George L. Shoup sem fylgdu forystunni af John Evans, landstjóra í Colorado. Þeir samþykktu stefnu um að skjóta alla indíána á færi, stefna sem í stuttu máli leiddi til almenns stríðs á Colorado- og Kansas sléttum, svokallaða Colorado stríðið.

Árásahópar sléttu Indíána á einangruðum bæjum austur af Denver, á framfarir í Kansas, og á stigi stöðvar meðfram South Platte, eins og í Julesburg, og meðfram Smoky Hill Trail, leiddi til þess að landnemar, bæði í Colorado og Kansas, samþykktu morðingaleg viðhorf gagnvart innfæddum Ameríkumönnum, með því að kalla til útrýmingar.  Sömuleiðis leiddi villimennska Colorado sjálfboðaliða í Sand Creek fjöldamorðana til þess að indíánar, sérstaklega hundahermennirnir, stríðsflokkar Cheyenne, sem tóku þátt í hefndaraðgerðum gegn landnemum.

Indíánastríðin enduðu 29. desember árið 1890 þegar Bandaríkjaher slátraði 146 Sioux-indíánum við Wounded Knee.

Í dag eru um 304 verndarsvæði í Bandaríkjunum sem ná yfir um 2,3% af landsvæði Bandaríkjanna. Eru til a.m.k. 564 ættbálkar indíáa í Bandaríkjunum. Sumir ættbálkar eiga fleiri en eitt verndarsvæði, sumir deila saman verndarsvæði og aðrir eiga engin verndarsvæði.

 


Orð forsætisráðherra í mótsögn við veruleikann

Ummæli forsætisráðherra í dag í hátíðarræðu um að "Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu" eru orðagljáfur. Orðin eru inntakslaus og í engu samræmi við veruleikann.

Hver er svo þessi veruleiki? Veruleikinn er að Ísland er í hernaðarbandalagi sem nefnist NATÓ. Landið hefur tvíhliða varnarsamning við eitt aðildaland bandalagsins, sem er jafnframt það öflugasta, Bandaríkin.

Herleysið er ekki meira en það að hér eru mörg hernaðarmannvirki, á Keflavíkurflugvelli er fullbúin herstöð sem er hægt að fullmanna á nokkurum dögum en þessi svo kallaða ,,ónotaða" herstöð er meira en minna mönnuð hermönnum aðildalanda NATÓ allt árið í kring (önnur varnartengd varnarmannvirki eru ratsjárstöðvarnar fjóru).

Formlega yfirgaf Bandaríkjaher landið 2006 en hann hefur eftir sem áður mikla viðveru hér og hér eru haldar heræfingar reglulega, síðast var heræfingin Norður-Víkingur (Um sé að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja en einnig taki þátt í henni sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs. Liður í Norður-Víkingi sé svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði).

Grípum aftur niður í hátíðarræðu forsætisráðherrans: „Ísland er og verður herlaus þjóð sem bygg­ir full­veldi sitt á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um og virku sam­starfi við önn­ur ríki á vett­vangi alþjóðastofn­ana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar."

Fullveldi Íslands er og hefur aldrei verið byggt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki...það er hægt að bera virðingu fyrir alþjóðlögum en það eitt sér tryggir ekki öryggi Íslands. Virkt samstarf við önnur ríki í varnarmálum hefur einmitt tryggt öryggi landsins.

Öryggi Íslands byggist í raun á real-politik í anda Helmut Smiths heitnum, kanslara V-Þýskalands, en líkt og við, var Þjóðverjum illa við hernað og hernaðarumsvif í kjölfar nasistastjórn þýskalands. En þeir stungu ekki hausinn í sandinn líkt og Angela Merkel gerði síðar. Nú eru Þjóðverjar að vakna upp af martröð og loksins farnir að skilja að tímabil stríða er ekki á enda og stríð vera fylgifiskur mannkyns um ófyrirséða framtíð.

Í raun eru allar Evrópuþjóðir að vakna upp af martröð og bregðast við í samræmi við veruleikann, nema forsætisráðherra VG, sem segir falleg orð á hátíðardegi. En innst inni skilur forsætisráðherrann hversu galið það er að vera ekki í NATÓ og viðurkennir það de facto, þó orðin séu á hina vegu. Flokkur VG hefur akkurat ekkert gert til að leiða landið úr vonda hernaðarbandalaginu NATÓ né komið með lausnir hvað eigi að þá að taka við. VG er ergo fylgjandi veru Íslands í NATÓ!

Umsvif NATÓ síðan 2006 hafa aldrei verið eins mikil og nú undir forsæti VG. Veruleikinn er skýr.

Það er ekkert herleysi á Íslandi, eina sem er að hermennirnir eru erlendir, ekki íslenskir. Erlendir dátar vernda fullveldi Íslands, ekki falleg orð.

Gleðilegan 17. júní! 


Fall rómverska lýðveldisins og lýðræðið í dag

Mannskepnan er þannig gerð að hún heldur að samfélög og stofnanir vari að eilífu, en svo er ekki. Gott dæmi um þetta er fall rómverska lýðveldisins,sem þrátt fyrir marga galla var fágætt dæmi lýðræði í heimi fornaldar, þar sem konungar og harðstjórar voru normið. Við horfum alltaf á Forn-Grikki og leitum fyrirmynda um lýðræðisform fyrir samtímann. Forn-Grikkir kynntu okkur beint lýðræði, borgarlýðræði og borgaraskap.

En Rómverjar og lýðveldi þeirra lifði mun lengur en grísku borgríkin eða í 500 ár. Hvers vegna lifði það svo lengi og hvað olli falli þess? Getum við lært af sögunni?

Róm var heimur þar sem pólitísk viðmið höfðu brotnað niður. Öldungadeildarþingmenn nota slæm rök í vondri trú til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin fái nokkuð gert. Einræðisherra stjórnaði kosningum (einræðisherrar störfuðu þá tímabundið) og gefur sjálfum sér fulla stjórn á ríkisstjórninni. Jafnvel skrítnara, margir kjósendur voru áskrifendur að persónudýrkun einræðisherrans og eru sammála um að hann ætti að hafa algjöra stjórn.

Velkomin til Rómar á fyrstu öld f.Kr. Lýðveldið sem hafði verið til í yfir 400 ár hafði loksins lent í kreppu sem það gat ekki sigrast á. Róm sjálf myndi ekki falla, en á þessu tímabili missti hún lýðveldið sitt að eilífu.

Maðurinn sem átti stærstan þátt í að fella lýðveldi Rómar var Augustus Caesar, sem gerði sig að fyrsta keisara Rómar árið 27 f.Kr. Á þeim tímapunkti höfðu pólitísk viðmið lýðveldisins verið að brotna niður í um það bil öld og Ágústus var í aðstöðu til að nýta sér það.

Fyrir þessa öld „hafði verið mjög langt tímabil þar sem lýðveldið starfaði ágætlega,“ segir Edward J. Watts, höfundur nýju bókarinnar Mortal Republic: How Rome Fell Into Tyranny. Farið var eftir pólitískum viðmiðum; og þegar ríkisstjórnin lendir í nýjum vanda myndi hún aðlaga sig til að halda áfram að vinna. Í yfir 300 ár starfaði lýðveldið með þessum hætti. Það var hvorki um pólitískt ofbeldi, landþjófnað né dauðarefsingar að ræða, vegna þess að þær gengu gegn pólitískum reglum sem Róm hafði sett sér.

Síðan, árið 133 f.Kr., varð Róm fyrir fyrsta pólitíska morðinu í sögu lýðveldisins. Öldungadeildarþingmenn voru reiðir yfir því að Tiberius Gracchus, kjörinn embættismaður sem hafði reynt að endurúthluta landi til fátækra, væri að sækjast eftir öðru kjörtímabili sem dómstóll plebbanna. Í átökum sem brutust út milli fylgjenda og andstæðinga Tíberíusar börðu öldungadeildarþingmenn hann til bana með tréstólum og hjálpuðu til við að myrða næstum 300 fylgjendur hans.

Pólitískt ofbeldi jókst á níunda áratugnum f.Kr., þegar stjórnmálaflokkar byrjuðu að stela landi fólks og drepa óvini þess. Árið 44 myrtu öldungadeildarþingmenn Julius Caesar afabróður Ágústusar eftir að hann útnefndi sjálfan sig einræðisherra til lífstíðar.

Ofbeldislaus pólitísk truflun jókst líka á þessum tíma. Á sjöunda áratugnum f.o.t. hafði öldungadeildarþingmaður að nafni Cato yngri notað stöðugt og að óþörfu tafir á málsmeðferð til að koma í veg fyrir að öldungadeildin greiddi atkvæði um lög sem honum líkaði við ekki í mörg ár. Aðrir öldungadeildarþingmenn samþykktu þetta vegna þess að þeir töldu Cato siðferðilegan leiðtoga.

Árið 59 f.Kr. reyndi einn ræðismannanna sem starfaði með Cato meira að segja að loka öllum opinberum viðskiptum allt árið með því að lýsa hverjum degi ársins sem trúarlegan frídag. (Í Rómverska lýðveldinu var það ásættanleg ástæða til að lýsa yfir fríi og fresta atkvæðagreiðslu að segja að guðirnir væru reiðir.)

Svo hvers vegna greip enginn inn til að refsa þessum stjórnmálamönnum fyrir uppátæki þeirra? „Ef þú trúir því að lýðveldið þitt muni endast að eilífu, þá gerirðu hluti eins og að halda ekki atkvæði um eitthvað nauðsynlegt í þrjú ár - þú sérð ekki vandamálið í því, endilega,“ bendir Watts á.

Þegar Róm stækkaði breytti það lýðveldi sínu reglulega til að halda því gangandi. Hins vegar, á tímum Cato yngri, hafði lýðveldið virkað svo vel svo lengi að margir tóku hæfileika þess til að lifa af sem sjálfsögðum hlut. Og þegar Ágústus tók við völdum mundu flestir ekki eftir tíma áður en pólitískt ofbeldi, landþjófnaður og vanstarfsemi stjórnvalda var venjan.

Ágústus áttaði sig á því að þegnar hans urðu fyrir áfalli vegna óbreyttrar stöðu. Siguraðferð hans var að „lofa því að lögreglan myndi snúa aftur — og að enginn yrði tekinn af lífi að ástæðulausu og engum eignum stolið,“ segir Watts. „Það var fullt af fólki sem var tilbúið að samþykkja það í skiptum fyrir réttinn til að hafa það sem við myndum líta á sem pólitískt frelsi.

Með öðrum orðum, mörgum Rómverjum fannst allt í lagi að Ágústus tæki við æðstu stjórninni svo lengi sem hann hélt friðinn - engu að síður að hann hefði í raun stuðlað að ofbeldinu og eignaþjófnaðinum sem hann hélt því fram núna að aðeins hann gæti lagað. Ágústus hrósaði fimm árum eftir valdatíma hans: „Ég leysti allt fólk undan óttanum og hættunni sem þeir urðu fyrir með því að nota mitt eigið fé.

Auk stöðu Ágústusar sem keisara starfaði hann einnig sem annar tveggja ræðismanna. Embætti ræðismanns var tæknilega séð hæsta kjörna embættið í Róm, en undir Ágústusi voru kosningarnar ekki frjálsar og hann „sigraði“ á hverju ári. Frjálsir rómverskir karlar gátu samt kosið aðra kjörna embættismenn (öfugt við frjálsar konur og þræla, sem gátu ekki kosið), en það var gripur.

„Enginn gæti í raun hlaupið ef [Augustus] samþykkti þá ekki,“ segir Watts. „Þannig að það var í raun ekki hægt að bjóða sig fram sem frambjóðandi sem var á móti Ágústusi.

Sagnfræðingar eins og Watts eru enn undrandi - og órólegir - yfir langlífi rómverska ríkisins eftir gríðarlegt stjórnarhrun þess. „Það hefði getað verið og hefði líklega átt að vera miklu, miklu verra fyrir Rómverja en það var í raun að missa lýðveldið sitt,“ segir Watts.

Heimild: https://www.history.com/news/rome-republic-augustus-dictator

Í raun að mínu mati og annarra sagnfræðinga, starfaði keisaraveldið fyrst undir dulargervi lýðveldisins. Kannski má sjá þetta í Rússlandi samtímans? Þar á að heita lýðræði en einn maður ríkir og ræður, það eiga Ágústus og Pútín sameiginlegt, að þeir kunna að fela valdatökuna en í báðum tilfellum þráði fólk frið og öryggi eftir óróa tíma, í Róm og Rússlandi samtímans. En gat lýðveldi stjórnað heimsveldi sem Róm var þegar orðið á 1. öld f.Kr.?

En klárum rómverska lýðveldið áður en við leitum til samtímans.

Samantekt - Þrjú vandamál sem leiddu til falla rómverska lýðveldisins

Rómverska lýðveldið var í vandræðum. Það hafði þrjú stór vandamál. Í fyrsta lagi vantaði lýðveldið peninga til að halda sér gangandi, í öðru lagi var mikið um inngrip og spillingu meðal kjörinna embættismanna, og loks var glæpastarfsemin laus um alla Róm.

  1. Róm þurfti peninga til að reka sjálft sig

Lýðveldið þurfti peninga til að borga hersveitunum, til að byggja vegi, fráveitur, vatnsveitur og leikvanga og til að borga fyrir velferðaráætlanir sem fóðruðu fátæka. Til að fá þessa peninga bjó Róm til kerfi sem kallast skattabændur.

Skattbóndi var manneskja sem keypti réttinn af öldungadeildinni til að skattleggja allt fólk og fyrirtæki á ákveðnu svæði. Stærsta vandamálið við þetta kerfi er að öldungadeildin setti ekki upp nein eftirlit með skattbændum. Þeir sögðu ekki hversu háir skattar væru eða hverjir fengu skattlagningu. Þeir létu allt það eftir skattbóndanum.

Skattabúskapur var atvinnurekstur og skattbændur voru í honum til að græða. Þó að flestir Rómverjar væru tilbúnir að borga skatta og jafnvel leyfa skattbóndanum nokkurn hagnað, fóru margir skattbændur langt umfram það sem menn bjuggust við. Margir þeirra litu á þetta sem leið til að verða ríkur. Þar að auki, þar sem skattabóndinn ákvað hverjir voru skattlagðir og hverjir ekki, gætirðu mútað skattbóndanum til að lækka skatta þína eða kannski skattleggja keppinauta þína út af viðskiptum, eða ef þú ættir nóg af mútufé, kannski bæði. Ef rómverskur ríkisborgari greiddi ekki skatta sína með hvaða upphæð sem skattbóndinn setti, gætir þú og öll fjölskyldan þín verið seld í þrældóm.

Jafnvel með skattabændakerfið fékk rómverska ríkisstjórnin ekki nóg af peningum og Róm var að verða blank.

  1. Kjörnir embættismenn voru spilltir

Samkvæmt rómverskum lögum gætirðu borgað einhverjum fyrir að kjósa þig. Þannig að ríkt fólk gæti í raun keypt sig inn í öldungadeildina. Einu sinni í öldungadeildinni voru margar leiðir til að fá gríðarlegar upphæðir af peningum. Manstu eftir skattbóndanum? Þar sem þeir keyptu stöðuna af öldungadeildinni ákvað öldungadeildin upphæðina sem hún kostaði og ákvað hver fékk starfið í raun og veru. Auk þess ákvað öldungadeildin hver fékk að byggja vegi, leikvanga o.s.frv. Þannig að byggingarfyrirtæki mútuðu öldungadeildinni til að fá byggingarsamningana. Loksins þar sem öldungadeildin setti öll lögin, gat fólk mútað öldungadeildarþingmönnum til að setja lög sem það vildi. Ríkisstjórn lýðveldisins var full af spillingu og óþarfa afskipum embættismanna af daglegu lífi.

  1. Róm var full af glæpum

Glæpamenn léku lausum hala í Róm. Þar sem engin lögregla var til staðar var enginn til að stöðva þá. Það var ekki óhætt að ganga um göturnar án gæslu. Auðugir Rómverjar réðu varðmenn og byggðu jafnvel sinn eigin litla her til að vernda heimili sín og fjölskyldur. Þetta leiddi til frekari vandamála þegar verðir einnar ríkrar fjölskyldu börðust við verðir annarrar fjölskyldu um móðgun eða viðskiptasvæði. Öldungadeildin gat ekki gert neitt þar sem engir peningar voru til að ráða lögreglu eða jafnvel stofna vígasveit.

Það voru önnur vandamál í Róm til að bæta við þau. Öldungadeildarþingmenn treystu ekki hver öðrum og þeir treystu í raun ekki hersveitunum. Þeir samþykktu jafnvel lög sem gerðu það ólöglegt fyrir hersveit að komast inn í Róm. Róm var hörmung. Íbúar Rómar voru orðnir þreyttir á klúðrinu og vildu að vandamálin yrðu leyst og spillingunni yrði lokið. Júlíus Sesar sagði Rómarbúum að hann gæti leyst öll vandamál Rómar.

Heimild: https://rome.mrdonn.org/republicfails.html

Þegar maður horfir á rómverska lýðveldið, sér maður samlíkingu við bandaríska lýðveldið. Að vísu hafa Bandaríkjamenn enga „skattbændur“ til að veiða skatta í hirslur ríkisins en hins vegar sér maður spillinguna alls staðar í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Þar geta lobbístar leikið lausir og greitt þingmönnum í kosningasjóði (er það nokkuð annað en fágað mútur?), og haft áhrif á hvaða framkvæmdir og hvaða fyrirtæki fái ákveðin verk í mannvirkjagerð o.s.frv. Önnur samlíkingu getur maður séð í „defund the police“ hreyfinguna og gífurlega glæpi sem skekkja samfélagið. Ríkis- og valdamenn hafa líkt og þeir rómversku, vopnaða lífverði og loka sig inni í ákveðnum hverfum.

Sundrungin í bandaríska samfélaginu, sem nær allt aftur til hippatímabilsins harðnar með hverju ári sem líður. Samfélagið er tvískipt, annar hópurinn vill leyfa allt og ekkert er ólöglegt en hinn er íhaldssamur og vill halda í gömul gildi. Sama og í Róm. Nú er bara að horfa á söguna gerast í Bandaríkjunum og sjá hvort það fari sömu leið og rómverska lýðveldið sem Rómverjar voru ákaflegir stoltir af, líkt og Bandaríkjamenn í dag en samt féll það. Tekur einræðisherra við að lokum?

Hér er ágætt myndband:

Why the Roman Republic Collapsed


Herlausa lýðveldið Ísland - Varnarmál og Varnarmálastofnun Íslands

Goðsögnin um friðsama Íslendinginn sem vill ekki íslenskan her fæddist líklega upp úr miðja 20. öld þegar Íslendingar þurftu að ákveða hvort þeir koma sér upp eigin her eftir að íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Margir samvaxnir þættir ollu því að Íslendingar ákváðu að stofna ekki eigin her í nýfrjálsu landi. Hér skal nefna nokkra áhrifaþætti.

Í fyrsta lagi komast Ísland undir hæl tveggja stórvelda, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna. Við þá síðarnefndu var gerður varnarsamningur 1951 sem tryggði varanlegar varnir landsins og Íslendingar þurftu þar með ekki að koma sér upp eigin herstöðvar eða stofna til hers. Kaninn var látinn um þetta og í raun var þetta ljóst í millibilsástandinu 1945-51 hver staðan var og fyrr.

Þróun Íslands í átt að herlaust lýðveldis og viðhald þess:

1) Hernám Breta og herseta Bandaríkjanna á stríðsárunum.

2) Keflavíkursamningurinn.

3) Varnarsamningurinn.

4) Kalda stríðið.

Í öðru lagi, báru íslensk stjórnvöld við fámenni þjóðarinnar sem voru ansi léleg rök, því að ef við hefðu aðeins látið að 1% þjóðarinnar gengdi herskyldi, þá væri það samt rúmlega og yfir 1200 manns (mannfjöldi á Íslandi 1945 var um 126 þúsund manns).

Í þriða lagi báru íslensk stjórnvöld við fátækt. Fátæktin var ekki meiri en svo að landið sem græddi á tá og fingri og hafði vænlegan varasjóð eftir stríðið, fékk meira segja Marchall aðstoðina, þrátt fyrir að hér hafi ekkert stríð geysað.Íslendingar hefðu fengið vopn og tæki frá NATÓ.

Draga má þá einföldu ályktun að stjórnmálasmenn sem voru þá og eru fyrirferðamiklir hvað varða ákvarðanir í varnarmálum veltu ábyrgðina yfir á erlenda þjóð, Bandaríkin. Látum þá um að borga brúsann og leggja til mannskap getur maður ímyndað sér að þeir hafi sagt sín á milli.

Undanskot Íslendinga undan eigin ábyrgð á landvörnum má sjá þegar Ísland gekk í NATÓ 1949.

Grípum niður í grein á Vísindavefnum (sjá slóðina: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65203# ) og hún er svona:

"Afstaða íslensku fulltrúanna einkenndist af varkárni. Bjarni Benediktsson benti á að lega Íslands væri svo mikilvæg fyrir bandaríska og breska hagsmuni að ef ráðist yrði á landið mundu ríkin koma til hjálpar hvort sem Ísland gerðist aðili að bandalagi eða ekki. Emil Jónsson velti upp þeim möguleika að Ísland stæði fyrir utan bandalagið en mundi lýsa því yfir að Bandaríkin og Bretland hefðu aðgang að aðstöðu á Íslandi á stríðstímum. Fyrir vikið tækju Bandaríkin og Bretland að sér að tryggja öryggi Íslands. Viðbrögð bandarískra ráðamanna við þessum hugmyndum voru fremur dræm. Af þeirra hálfu væri enginn vilji til að stofna til sérstaks varnarbandalags við Ísland og Bretland. Auk þess töldu þeir að íslensk stjórnvöld væru að senda ákveðin skilaboð til Sovétríkjanna með því að standa utan fyrirhugaðs bandalags og Sovétmenn gætu nýtt sér það. Öll hjálp frá Vesturveldunum mundi því berast eftir að Ísland hefði orðið fyrir árás eða verið hernumið. Bandarískir ráðamenn áréttuðu að þeir hefðu skilning á því að Ísland væri herlaust land og að íslensk stjórnvöld hefðu engan áhuga á erlendum herafla á Íslandi. Aftur á móti mundi þátttaka Íslands fela í sér að íslensk stjórnvöld þyrftu að leggja bandalaginu til aðstöðu sem yrði í formi afnotaréttar bandalagsríkja af Keflavíkurflugvelli á hættutímum, enda gæti bandalagið varið sjó- og flugleiðir til og frá landinu.

Hinn 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að NATO með 37 atkvæðum gegn 13. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni auk Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar, þingmanna Alþýðuflokksins, og Páls Zóphoníassonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, báðir úr Framsóknarflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna."

Sum sé, mikil trega við að ganga í NATÓ og þurfti Kaninn að benda á að varnarbandlag Bretlands, Bandaríkjanna og Íslands væri út í hött. Hvers konar varnarbanda væri það þegar þriðji aðilinn ætlaði að láta tvo risa bera sig á bakinu?

Sama viðhorf má sjá ennþá dag í dag, þegar allar Norðurlandaþjóðirnar stefna í sömu sæng og samstarf á sviði varnarmála, að íslensk stjórnvöld "fagna" því en bregðast ekkert við. Hver eru t.d. viðbrögð ríkisstjórnarinnar við stríðátökin í Úkraníu? Eru þau að bregðast við síaukna hættu á að bandalagið sem landið er í, NATÓ, dragist í átökin í Úkraníu? Eða á að bíða eftir bandarískum hersveitum sem taka yfir NATÓ-stöðina á Keflavíkurflugvelli á ný og á það að bjarga Íslandi?

Brotthvarf Bandaríkjahers var skaðlaust 2006 enda engin aðsteðjandi hætta á ferðinni. Rússland var í samstarfi við NATÓ og allt stefni áfram með friðsaman heim, að vísu hryðjuverkahætta fyrir hendi en enginn hernaðarátök milli ríkja.

Margir Íslendingar fögnuðu brotthvarfinu og það af vinstri væng stjórnmálanna. Vinstri menn undir forystu Samfylkingar grófu undir varnargetu Íslands með afnámi Varnarmálastofnuninnar. Hvernig? Jú, vitneskja og upplýsingaöflun og þekking sérfræðinga er undirstaða upplýstrar ákvörðunnar í varnarmálum. Til hvaða sérfræðinga leita íslensk stjórnvöld til að meta hernaðarlegar hættur sem steðja að Íslandi í dag? Það væri fróðlegt að vita nöfnin á íslensku herfræðingunum sem upplýsa íslensk stjórnvöld um daglega stöðu. Ég held að þeir séu teljandi á annarri hendi en vitneskunnar sé leitað til Bandaríkjanna.

Það var gerð skýrsla sem ber heitið Skýrsla um áhættumat fyrir Íslands árið 2009. Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Útgefandi: Utanríkisráðuneytið Útgáfumánuður: Mars 2009.

Þar segir um breyttan heim:

"Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir „nýjar ógnir“ (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta. Viðbúnaður tekur nú oft mið af „áhættu“ og „veikleikum“ (vulnerabilities) ríkis, samfélags eða grunnvirkja fremur en beinni ógn."

Nú hefur komið í ljós að allar ofangreindar hættur steðja að Íslandi og það á sama tíma. Meiri segja hefðbundin hernaðarátök eru í túnfæti Evrópu, í Úkraníu. Með því að útvíkka þjóðaröryggishugtakið þannig að það nái utan um allan ansk...var hægt að útvatna varnartengd mál og hugtakið hernaðaröryggi og leggja niður Varnarmálastofnun.

Það var gerð skýrsla árið 2013, sem ber heitið Verkefni fyrrum varnarmálastofnunar, maí 2013, Ríkisendurskoðun. Skýrslan er nokkuð konar réttlæting fyrir ófaglega ástæðu aflögn Varnarmálastofnunar.

Þar segir á upphafssíðu skýrslunnar:

"Varnarmálastofnun tók til starfa í byrjun júní 2008 í samræmi við varnarmálalög nr. 34/2008. Hún var síðan lögð niður 1. janúar 2011 með lögum nr. 98/2010 um breytingu á varnarmálalögum. Sú ákvörðun byggði á tillögum starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem í sátu fulltrúar fimm ráðuneyta, þ. á m. utanríkisráðuneytis en varnarmál heyra undir það. Hópurinn lagði til að Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra yrði falið að taka við flestum verkefnum Varnarmálastofnunar. Verkefnin fólust einkum í loftrýmiseftirliti og rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, varnarmálasamskiptum við NATO og Bandaríkin, rekstri upplýsingakerfa og öryggisvottunum. Með lögunum var utanríkisráðherra veitt heimild til að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni Varnarmálastofnunar við aðrar stofnanir með samþykki hlutaðeigandi ráðherra. Eitt af meginmarkmiðum þess að leggja Varnarmálastofnun niður og fela öðrum stofnunum verkefni hennar var að hagræða í ríkisrekstri. Það gekk eftir að hluta til því kostnaður við verkefnin lækkaði um 8% milli áranna 2010 og 2012 á verðlagi hvors árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er þó enn svigrúm til hagræðingar á þessu sviði."

Sparnaður og hagræðing voru kjörorð skýrslu Ríkisendurstofnun sem væntanlega er sérhæfð stofnun sem metur varnarmál?

Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að Landhelgisgæslan (og Ríkislögreglustjóri) reki og sjái um varnartengd mál.  Vandinn er að varnarmál eru bæði innanríkismál og utanríkismál. Því er Utanríkisráðuneytið enn með puttanna í þessum málum, sérstaklega í samskiptum við NATÓ. Landhelgisgæslumál og varnarmál innanlands kemur ráðuneytinu því ekkert við.

Það er því ekki goðsögn að endurvekja Varnarmálastofnun í fyrri mynd, þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar byggðar á greiningargögnum sem greiningardeild innan stofnuninnar aflar. Það eru lágmarks viðbrögð við sífellt hættulegri heimi.

Stofnunin sæi um varnarmannvirki, varnaræfingar, samskipti við erlenda heri og NATÓ og Landhelgisgæslan sett undir hatt hennar enda eina stofnun landsins sem gæti tekið að sér varnir landsins.

Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.


Endurreisn þýska hersins

Ein af margvíslegum afleiðingum stríðsins í Úkraníu er að Þjóðverjar eru loksins að vakna úr roti. Bandamenn þeirra, þar á meðal Bandaríkjamenn, hafa kvatt þá til að leggja meira til varnamála en hingað til. þeir hafa hunsað það algjörlega. En nú er stríð í túnfætinum og hvað gera menn þá?

Nú hafa Þjóðverjar tilkynnt meiri háttar framlag til varnarmál, eða 100 milljarða evra. Tilkynningin barst þremur dögum eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu í síðasta mánuði og aðeins fáum þýskum þingmönnum hafði verið tilkynnt um það sem Olaf Scholz kanslari ætlaði að segja: að Þýskaland myndi innleiða 100 milljörðum evra í herinn sem myndi gera hann einn af sterkastu herjum Evrópu.

Nú gríp ég niður í grein hjá npr um þetta sem eru nákvæmari en ég sem heimild (sjá slóðina: https://www.npr.org/2022/03/22/1087859567/germany-military-buildup-russia-invasion-ukraine ).

"Scholz sagði að héðan í frá muni Þýskaland leggja meira en 2% af vergri landsframleiðslu sinni í herinn. Samkvæmt gögnum sem NATO hefur safnað er gert ráð fyrir að Þýskaland hafi eytt 1,53% af landsframleiðslu til varnarmála á síðasta ári.

Þing Þýskalands braust út í sjaldgæft standandi lófaklapp, öskur sem fyllti aðalsal Reichstag, byggingu þar sem eyðilegging og endurfæðing voru miðpunktur hryllingsins í síðustu heimsstyrjöld. Það var nú aftur vitni að því sem Þjóðverjar kölluðu Zeitenwende: söguleg tímamót.

Varnarmálasérfræðingurinn Jana Puglierin fylgdist vantrúaður með. „Það var heillandi fyrir mig að sjá þetta vegna þess að fyrir margt af því sem hann hafði í rauninni ákveðið á einni nóttu hafði ég barist [fyrir] í mörg ár og ég var viss um að ég myndi aldrei sjá þá verða að veruleika,“ segir hún. Þýskaland stóð lengi gegn því að byggja upp sterkari her.

Puglierin, sem fer fyrir skrifstofu Evrópuráðsins um utanríkistengsl í Berlín, segist í mörg ár hafa hlustað á bandamenn Þýskalands hvetja það til að stíga upp og verja meira til varnarmála og veita meiri forystu, en þýsk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað hugmyndinni.

Hún segir að útgjöld til varnarmála hafi ekki einu sinni verið tiltökumál í kosningum í landinu síðastliðið haust. „Og ég held að aðalástæðan fyrir því hafi verið sú að þýskum ríkisborgurum fannst sér ekki ógnað í mjög langan tíma,“ segir hún. "Þeir sáu aldrei að öryggi þeirra væri í raun viðkvæmur hlutur. Þeir tóku því mjög sem sjálfsögðum hlut. Og sú hreina hugmynd að, ég veit ekki, rússnesk flugskeyti myndi lenda á Þýskalandi var algjörlega fáránleg."

Þetta þýska hugarfar á rætur í fortíð sem er erfitt fyrir marga borgara að reikna með; tími þegar landið, undir stjórn Adolfs Hitlers, byggði einn stærsta her heims. "Þeir hófu stríðið og augljóslega var allur iðnaður breytt í her. Og svo á eftir var allt flatt út," segir hersérfræðingurinn Constantin Wissman.

Wissman, höfundur bókarinnar „Not Quite Ready for Combat: How the German Army becomes a rubbish army,“ segir að seinni heimsstyrjöldin hafi ekki aðeins eyðilagt þýska herinn, heldur skilið eftir leifar af skömm um framtíð hans. „Og í rauninni er hægt að sjá mörg vandamál sem þýski herinn hefur nú stafað af þeim tíma vegna þess að við vorum aldrei sátt við að hafa her.

Peningar geta ekki keypt allt

Eftir lok kalda stríðsins dró Þýskaland niður varnarfjármagn sitt og notaði minnkaðan her sinn ekki svo mikið til að vernda heimaland sitt heldur til að aðstoða við verkefni NATO erlendis, svo sem Kosovo og Afganistan. Staða þýska hersins varð fyrir svo miklum þjáningum að árið 2015 í sameiginlegri þjálfun NATO neyddust þýskir hermenn til að nota kústskafta málaða svarta í stað byssna vegna skorts á búnaði.

Þegar þingið hefur samþykkt útgjaldaáætlun Scholz til varnarmála mun nýja fjármagnið hjálpa til, en peningar munu ekki leysa allt, segir Wissman. "Ég held að skipulagshalli þýska hersins sé dýpri og hann hafi skipulagsvandamál sem ætti að leysa áður en þú eyðir peningunum í það."

Jafnvel með nýju peningana, segir hernaðarsérfræðingurinn Thomas Wiegold að herir Þýskalands muni enn neyðast til að leika leikinn að ná upp forskot. „Fyndið, þetta þýðir ekki að aukin stærð,“ segir Wiegold. "Þetta þýðir ekki einu sinni að bæta við allt annarri getu. Fyrst og fremst þýðir það að fjármagna það sem í raun ætti að vera til staðar nú þegar."

Hlutir eins og nútíma orrustuþotur - fyrr í þessum mánuði lofaði Þýskaland að kaupa næstum þrjá tugi F-35 véla af Lockheed Martin í stað 40 ára gamla Tornado - þotuflotans. Wiegold segir að þetta sé bara byrjunin. Þýskaland þarf meðal annars að kaupa nýja skriðdreka, vopn og herskip.

Evrópa gæti verið öruggari og treyst minna á Bandaríkin

Og þegar Þýskaland endurreisir her sinn, segir Wiegold að restin af Evrópu muni líða öruggari. Hann vitnar í fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands sem sagði: "Ég er ekki hræddur við sterkan þýskan her. Ég er hræddur við veikan þýskan her."

„Það er ekki það að Frakkland eða Bretland eða Ítalía eða jafnvel Pólverjar myndu líta á hernaðarlega sterkt Þýskaland sem ógn,“ segir hann. "Ég held að það sé meira og minna öfugt; að þeir ætlast til þess að Þýskaland, með sitt efnahagslega vald, leggi sitt af mörkum á öryggishliðinni."

Puglierin varnarmálasérfræðingur segist vona að Þýskaland komist áfram með þá ábyrgð sem stærsti her Evrópu ber með sér. Vegna þess að allt of lengi, segir hún, hafi Þýskaland treyst á Bandaríkin til að verja það. „Ég hef heyrt svo marga Evrópubúa og Þjóðverja segja „Guði sé lof að við höfum Bandaríkin“. En á sama tíma þurfum við að átta okkur á því að við eigum ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut að Bandaríkin séu þarna til að passa Evrópubúa að eilífu,“ segir Puglierin. „Þannig að ég held að við þurfum að verða miklu hæfari samstarfsaðili í Atlantshafsbandalaginu til að skapa samband yfir Atlantshafið á jafnréttisgrundvelli.“

Og hún segir að þetta þýði ekki aðeins að deila byrðum bandaríska hersins, heldur einnig að hafa sanngjarnt að segja um hvernig alþjóðlegt öryggi þróast. Hún segir að Þýskaland sé ekki aðeins á varðbergi gagnvart Rússlandi heldur einnig Kína og eftir því hver tekur við Hvíta húsið árið 2024 sé erfitt að spá fyrir um hvernig samband Þýskalands við Bandaríkin verði. Sterkari þýskur her, telur hún, ætti að hjálpa Þýskalandi að sigla þessa óvissu; her sem er nú á leiðinni til að vera þriðji stærsti í heimi, aðeins á eftir bandaríska og kínverska hernum.

„Það sem ég myndi vonast til að sjá er að við þróum heilbrigt samband gagnvart þessari hugmynd um fullveldi Evrópu vegna þess að ég held að það sé örugglega nauðsynlegt,“ segir hún.

Puglierin segir að í áratugi hafi forysta Þýskalands trúað því að það gæti komið á friði með viðskiptum og þyrfti ekki stóran her. En heimurinn er orðinn óstöðugri og ófyrirsjáanlegri. Og hæfur her, segir hún, er nú nauðsyn.


Styrjaldir Bandaríkjanna - einhver árangur?

Talað er um að Bandaríkin hafi verið í stríðum síðan ríkið var stofna 1776. Það er kannski ekki alls kostar rétt, því að það sem kallað er stríð, voru oftast hernaðarskærur við frumbyggja landsins - Indiána. Það má skipta stríð Bandaríkjanna í tvö tímabil. Fyrra tímabilið einkenndist af útþennslu og lönd unnin af frumbryggjum og ein borgarastyrjöld en einnig stríð við nágrannaríki, Kanada (Breta), Mexíkó og Kúbu. Þetta tímabil stóð frá 1776 til 1898.

Helstu stríðin:

Bandaríska byltingin, 1776-1781. Barist við nýlenduherranna, Breta. Fullur sigur.

Stríðið 1812 (til 1815). Enn barist við Breta, nú frá Kanada. Breskir sagnfræðingar líta jafnan aðeins á stríðið sem eina af mörgum vígstöðvum Napóleonstyrjaldanna en í Bandaríkjunum og Kanada er yfirleitt litið á átökin sem annað stríð. Engar breytingar á landamærum.

Mexíkó-Bandaríska styrjöldin 1846.  Bandaríkin höfðu fullan sigur og bættu við sig Texas.

Bandaríska borgarastyrjöldin 1861-65. Suðurríkin vildu kljúfa sig frá Bandaríkjum en Norðurríkin komu í veg fyrir það og höfðu sigur. Ríkið hélst í heilu lagi. Mesta styrjöld BNA fyrr og síðar.

Spænsk-bandaríska stríðið 1898. Nú barist á Kúbu og Spánverjar hraktir frá eyjunni. Hún undir hæl Bandaríkjanna nokkurra áratugi síðan.

Nú fara Bandaríkjamenn að berjast utan Ameríku.

Fyrri heimsstyrjöldin 1914-18. Bandaríkjamenn komu inn á lokametrunum og þátttaka þeirra olli því að Þjóðverjar sáu sæng sína uppbretta og báðu um frið.

Seinni heimsstyrjöldin 1939-45. Bandaríkjamenn komu ekki inn fyrr en 1941 eftir árásina á Pearl Harbour - Perluhöfn. Megin andstæðingur var japanska heimsveldið en Þýskaland að hluta til. Fullur sigur þeirra á Japönum en eins og í fyrri heimsstyrjöld báru bandamenn þeirra meginþunga og mannfall átakanna gegn nasistum Þýskalands.

Kóreustyrjöldin 1950-53. Jafntefli gegn N-Kóreu sem nutu stuðnings Kínverja í vopnum og mannskap.

Víetnamstríðið. Upphafið er 1959 en meginátökin stóðu frá 1964-73. Saminn friður milli S- og N-Víetnam. Suður-Víetnamar töpuðu síðan 1975 vegna svika Bandaríkjamanna.

Persaflóastríðið 1990. Andstæðingurinn var Írak sem hafði gert innrás inn í Kúveit. Þeir hraktir þaðan en látið var af að gera innrás í Írak.

Afganistanstríðið 2001 til 2021. Ekki hægt að kalla brotthvarf þeirra annað en ósigur, því Talibanar tóku strax völd.

Írakstríðið 2003-11. Landið yfirgefið en hryðjuverkasamtök stofnuðu ríki í Sýrlandi og Írak. Þeir hraktir á braut.

Inn á milli þessara stórátaka, voru erlendar ríkisstjórnir hraktar frá völdum með valdaránum og endalausar smá skærur víðsvegar um heim við margvíslega andstæðinga.

Er þetta glæsilegur ferill? Veit það ekki. Þeim gékk best á heimavelli, í Ameríku. Í stórstyrjöldunum tveimur, heimsstyrjöldunum báru þeir ekki meginþunga átakanna. Bandamenn þeirra báru þær í Evrópu. Þeir áttu sigurinn gegn Japönum þó einir í Asíu. Vegna stjórnarfars, lýðræðið, hefur það leitt til þess að þeir hafa ekki verið brútal, a.m.k. að mestu leyti. Víetnamsstríðið var þó mannskætt. Bandaríkin mega eiga það að þeir reyna ekki að halda landi, utan Ameríku en alls staðar eru þeir með fingurnar.

Bandaríkin eru ótrúlegt ríki, land andstæðna, heill heimur út af fyrir sig. Við Íslendingar leyfum okkur að skammast út í Bandaríkjamenn en þeir hafa reynst góðir grannar og verndarar. Ómögulegt er að segja hvar heimurinn væri án þeirra. Myndi giska á að hann væri grimmari og fleiri stríð að baki. Bandaríkin eru hernaðarveldi og því ekki undarlegt að þeir standi í stríðum og valdapólitík. Það gera Rússar, Bretar, Frakkar, Japanir, Kínverjar o.s.frv. Bandaríkjaher hefur yfir að ráða 900 herstöðvar víðsvegar um heim. Hann er eini herinn sem getur barist hinum megin á hnöttinum án teljandi erfiðleika.

P.S. Þess má geta að Bandaríkin samanstanda ekki aðeins af fimmtíu ríkjum, heldur ráða þeir yfir svæðum langt út fyrir landsteinanna. Þetta eru helst smáeyjar og þær eru:

  • Púrtó Ríkó (Purto Rico).
  • Guam.
  • Bandarísku Jómfrúareyjarnar (US Virgin Islands).
  • Norður Maríana eyjarnar (Northern Mariana Islands).
  • Bandarísku Samóa eyjar (American Samoa).
  • Midway eyja (Midway Atoll).
  • Palmír (Palmyra Atoll).
  • Bakerseyja (Baker Island).
  • Wake eyja (Wake Island).
  • Johnsoneyja (Johnson Atoll).
  • Kingmanrif(Kingman reef).
  • Javiseyja (Javis Island).
  • Howlandeyja (Howland Island).
  • Navassaeyja(Navassa Island).

Sum af þessum svæðum eru óbyggð. Svo eru ótal sjálfstjórnarsvæði innan Bandaríkjanna, svokölluð verndarsvæði Indíána sem er of langt að telja upp hér.


Demókratar kunna að tapa styrjöldum

Það er ákveðin list að stjórna heimsveldi - risaveldi og samt takast að tapa stríði gegn vanmáttugum andstæðingi. Oft er talað um að Bandaríkjamenn séu arftakar Rómverja og þeir sjálfir stæra sig af því að vera mesta hernaðarveldi veraldarsögunnar.

En samanburðinn er ósanngjarn, Rómverjar ríktu sem stórveldi í þúsund ár (tvö þúsund ef við tökum Býsantríkið með), en Bandaríkjamenn hafa tórað sem stórveldi í um eina öld. Rómverjar töpuðu orrustum (sjá grein mína um orrustuna við Cannae) en aldrei stríðum. Það tók aldir fyrir þá að falla og þeir féllu innan frá.

Bandaríkjamönnum hefur tekist að tapa stríðum gegn veikum andstæðingum, sem er næsta óskiljanlegt. Lítum á ferilinn. Jafntefli í Kóreustyrjöldinni.  En svo kemur stóra höggið og tapið í Víetnam. Svo aftur í Írak og loks Afgangistan. Töpuðu þeir á vígvellinum? Nei, í öllum þremur ofangreindum styrjöldum höfðu þeir sigur. Með friðarsamningunum í París 1973 fóru þeir með álitlegan friðarsamning í farteskinu, þeir voru farnir frá Írak þegar Kalífa ríkið hið illa tók yfir hluta Íraks og Sýrlands og þeir héldu Talibana í höfn þegar Trump var við völd.

En hvað eiga öll þessi stríð sameiginlegt? Jú, Demókratar taka við völdum af Repúblikönum, sem höfðu náð ásættanlegri niðurstöðu í stríðunum, og þeir eyðulögðu árangurinn með pólitík.

Besta dæmið um þetta er fall Richard Nixons sema hafði þvingað N-Víetnami til samninga enda voru þeir í vonlausri hernaðlegri stöðu. Sama hafði Trump gert gagnvart Talibönum, þeir drápu ekki einn einasta bandarískan hermann í 18 mánuði meðan hann var við völd og það ríkti friður. Hann ætlaði að halda einni herstöð og 2500 manns sem hefði haldið valdajafnvæginu í Afgangistan. 

Kíkjum fyrst á Víetnam. Bandaríkjamenn hétu S-Víetnömum fullum herstuðningi eftir friðarsamninganna en þegar Nixon hröklaðist frá völdum vegna Watergate, snéri Bandaríkjaþing undir stjórn Demókrata gegn frekari hernaðaraðstoð til handa S-Víetnam. Ríkið féll tveimur árum síðar.

Obama dró nánast allt herlið frá Írak, gegn ráðleggingum hernaðarsérfræðinga og það ruddi brautina fyrir Kalífaríkið hið illa. Með herkindum tókst að reka það úr landinu.

Afganistan. Joe Biden hreinlega lagði á flótta með "öflugasta" herafla heims gegn vígamönnum vopnðuðum hríðskotabyssum og var brotthvarfið svo snauðuglegt, að allar heimildamyndir framtíðarinnar munu sýna örvæntingafullt fólk hlaupandi eftir bandarískum herflugvélum og detta úr lofti (sjá t.d. allar heimildamyndir um Víetnamstríðið en þar er fastur liður að sýna rýmingu bandaríska sendiráðið í Saigon sem var vægast sagt kaótísk).

Nú er fjórða stríðið sem geysar á vakt Demókrata og það í sjálfri Úkraníu. X þátturinn í því stríði er sjálfur Joe Biden sem veit ekki hvort það er dagur eða nótt og segir alls konar steypu, þannig að það er heilt starfslið sem í vinnu við að leiðrétta ruglið. Hann gæti komið á heimsstyrjöld með heimskulegum ummælum sínum, ekki bara gagnvart Rússum, heldur einnig Kínverjum. En sem betur fer sjá þeir það sama og við, elliæran Bandaríkjaforseta sem ratar ekki inn í Hvíta húsið. Þeir taka mátulega rétt á honum en æsa sig upp við orð hans ef það hentar þeim.

Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.

Hér er ágæt myndband um klúður Demókrata í lok Víetnamsstríðsins.

https://www.facebook.com/watch/?v=539075784488542 

 

 

 

 


Segir NATO-aðild tryggja öryggi, ekki ESB

„Við erum stofnaðilar að lang­öflug­asta ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi í heimi og þar geng­ur okk­ur vel,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra þegar hún var spurð um mögu­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Segir NATO-aðild tryggja öryggi, ekki ESB

Þetta er rétt hjá Þórdísi. Það kemur einnig fram að 80% af fjármagni NATÓ komi utan Evrópu, sem þýðir í raun Bandaríkin (og Kanada að litlu leyti) borgi brúsann. Við sitjum á baki risa. Bandaríkin eru risaveldi en jafnvel risaveldi geta lent í vanda.

Joe Biden glopraði út úr sér að BNA væru tilbúin í hernaðarátök vegna Taívan. Nú er svo komið að slagurinn, ef hann yrði tekinn, er orðinn ansi jafn milli Kína og Bandaríkin. Síðarnefnda stórveldið myndi þurfa að taka á öllum sínum mætti  til að standa í stríði við Kína.  Hvar er þá Ísland statt? BNA gætu de facto ekki varið landið, hefðu ekki mannskap né tæki til þess. Myndu BNA koma Íslandi til varnar ef það kynni að leiða til kjarnorkustyrjaldar?

Þetta eru ekki vangaveltur, við höfum fordæmi úr fortíðinni, þegar Írak og Afganistan stríðin voru í fullu gangi, tók Bandaríkjaher sitt hafurtask og kvatti hvorki kóng né prest, í bókstaflega merkingu og fór einhliða. Hvað gera Danir þá? Dustar rykið af baunabyssum varðskipanna tveggja? Endurpanta afgamlar hríðskotabyssur frá Noregi? Krossa fingur og vona það besta?

Ef við sleppum allri dramatík eins og kom hér að ofan, þá er líklegasta sviðsmyndin hryðjuverkaárás, ekki innrás. Önnur sviðsmynd er að NATÓ-ríkin dragast í hernaðarátök og Ísland þar með.  Þá eru líkurnar á árás á Ísland komnar upp í 100%, enda veikasti hlekkurinn í keðjunni og landið er hernaðalega mikilvægt staðsett.

Varnarmat er símat. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekkert stórveldi hefur lifað af endalaust. Ekki einu sinni Rómaveldi. Svo verður heldur ekki með Bandaríkin.

Öld Bandaríkjanna var á 20. öldinni - pax Americana. 21. öldin virðist sýna minnkandi áhrif BNA. Alltaf er fyrir hendi að Bandaríkjamenn skelli í lás og segi að þeir eigi nóg með sjálfa sig. Það eru ákveðin öfl í Bandaríkjunum sem bíða eftir slíku tækifæri. Það gerðu þeir tvisvar sinnum á 20. öld. Í seinni heimsstyrjöld voru þeir dregnir nauðugir í heimsátökin með beinni árás Japana en í þeirri fyrri tóku þeir þátt í lokaslagnum, ekki beint viljugir, lögu lóð á vogaskálarnar.

Einhvern tímann þurfum við að skríða undan pilsnafald Bandaríkjanna, hvenær það er, veit ég ekki.

Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam sagði Cató hinn eldri (Marcus Porcius Cato) þegar hann endaði ræðu sína, sama hvað hún fjallaði um. Ég segi: Hinc admoneo Islandiam convocasse et exercitum movere.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband