Byrjar mjálmið í Samfylkingunni um aðildarumsókn að ESB. Og nú á að nýta sér neyðarástandið í Úkraníu til að neyða (já, neyða) inn í brennandi hús eins fyrrum formaður flokksins benti réttilega á að ESB væri.
Það er engin tenging við aðild Íslands að ESB og stríðsástandsins í Úkraníu. Það er það hins vegar vera Íslands í NATÓ. Logi er að blanda saman appelsínu og epli!
Ég sé reyndar að margir hafa svarað formanni Samfylkingunnar og tekið í sama streng og ég. Pólitísk feilkeila er óhætt að kalla þetta.
Talandi um Evrópuher, þá er hann og verður aldrei annað en draumar möppudýra í Brussel. ESB verður aldrei pólitískt afl til frambúðar, klofningur er þegar kominn fram á milli Vestur- og Austur-Evrópuríkja sambandsins, líkt og járntjaldið hafi verið rennt fyrir aftur. Svo er Bretland farið úr ESB, segir það ekki einhverja sögu?
Annar er það merkilegt að það eru möppudýrin í Brussel sem eru að neyða Austur-Evrópuríkin til hlýðnis við vald Brussels, ekki aðildarríki ESB (þótt stærstu ríkin kippi aðeins í spottanna á bakvið).
Aðildarumsókn að ESB komist rækilega á dagskrá
Bloggar | 14.3.2022 | 15:38 (breytt kl. 18:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert fjallað um spillinguna í kringum Biden feðga í Úkraníu (og Kína) í íslenskum fjölmiðlum. Það er allt komið upp á yfirborðið en samt ganga þessir menn lausir. Hvers vegna? Hafa Demókratar FBI í vasanum? Þeir hafa a.m.k.lykil yfirmenn CIA og FBI í vasa sínum.
Ég spái að það verði hneykslismál sem skekur BNA ef réttvísin fær að starfa rétt en hún gerir það ekki. Held að þegar Repúblikanar komast til valda á Bandaríkjaþingi seinna á árinu, að Biden fái á sig impeachment ákæru og hann verður hrakinn frá völdum. Ákæran verður byggð á andlegri vanheilsu forsetans eða vegna opinna landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Held að Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Meira segja meirihluti kjósenda Demókrata er þessu sammála.
Pólitísk spilling í Bandaríkjunum er gífurleg og það þarf að taka til þar, ekki síður en í Úkraníu. Hugsa sér að það er talið eðlilegt að lobbíar fái beinan aðgang að þingmönnum Bandríkjaþings. Hvað gera þeir? Jú, láta þingmenn fara í framkvæmdir eða kaupa eitthvað, oftast á allt of háu verði og á óhagkvæman hátt. Það er ekki kapitalískt né hagkvæmt.
Bloggar | 13.3.2022 | 17:42 (breytt kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta orrustan við Kiev var þýska nafnið á aðgerðinni sem leiddi til mikillar umkringingar sovéskra hermanna í nágrenni Kænugarðs (Kíev) í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta umsátur er talið vera stærsta umkringing eða umsátur í sögu hernaðar (miðað við fjölda hermanna).
Aðgerðin stóð frá 7. ágúst til 26. september 1941, sem hluti af Barbarossa-aðgerðinni, það er innrás Öxulvelda í Sovétríkin. Í sovéskri hersögu er vísað til þess sem varnaraðgerð í Kiev, með nokkuð mismunandi dagsetningum 7. júlí - 26. september 1941.
Mikið af lið Rauða hersins á suðurvígstöðvum (undir stjórn Mikhail Kirponos) var umkringdur, en litlum hópum hermanna Rauða hersins tókst að flýja umsátursvæðið dögum eftir að þýsku flugherarnir mættust austur af borginni, þar á meðal höfuðstöðvar Semyon Budyonny marskálks, marskálks. Semyon Timoshenko og Nikita Khrushchev kommissari. Kirponos var fastur á bak við þýskar línur og var drepinn þegar hann reyndi að brjótast út.
Bardaginn var fordæmalaus ósigur fyrir Rauða herinn og fór jafnvel fram úr orrustunni við BiaÅystokMinsk í júníjúlí 1941. Umsátrið leiddi til innilokunar 452.700 hermanna, 2.642 byssna og sprengjuvörpur og 64 skriðdreka, og aðeins 15.000 sem náðu að sleppa frá umsátrinu.
Á suðvesturvígstöðvunum varð manntjónið um 700.544 manns, þar af 616.304 drepnir, teknir eða saknað í bardaganum. 5., 37., 26., 21. og 38. her, sem samanstóð af 43 herdeildum, var nánast útrýmt og 40. her varð fyrir miklu tjóni.
Af hálfu nasista varð manntjónið samtals: 61.239, þar af létust
12.728, 46.480 særðir og 2.085 vantaði eða hurfu.
Það er því fróðlegt að sjá hveru illa rússneska hernum tekst að umkringja Kænugarð í dag samanborið við framgang nasista/Þjóðverja 1941. Gékk þeim betur við endurtöku borgarinnar? Kíkjum á endurheimt borgarinnar 1943.
Önnur orrustan við Kænugarð var hluti af miklu víðtækari sókn Sovétríkjanna í Úkraínu, þekkt sem orrustan við Dnieper, sem fól í sér þrjár hernaðaraðgerðir Sovéska Rauða hersins og eina gagnárás Wehrmacht, sem átti sér stað á milli 3. nóvember og 22. desember 1943 .
Í kjölfar orrustunnar við Kúrsk hóf Rauði herinn Belgorod-Kharkov sóknina og ýtti hersveit Erich von Mansteins suður aftur í átt að Dnieper ánni. Stavka, sovéska yfirstjórnin, skipaði miðvígstöðvunum og Voronezhfylkingunni að þvinga sér yfir Dnieper. Þegar þetta tókst ekki í október var átakið afhent 1. úkraínsku vígstöðinni, með nokkrum stuðningi frá 2. úkraínsku vígstöðvunum. 1. úkraínska vígstöðin, undir stjórn Nikolai Vatutin, tókst að tryggja sér brúarhöfða norður og suður af Kænugarði.
Manntjón Þjóðverja/nasista var 118.141 menn, þar af 28,141 drepnir, týndir eða teknir til fanga og 89,901 særðir eða veikir.
Sovétmenn misttu minni mannskap eða 16,992 menn, þar af 2,628 drepnir, 13,083 særðir og 1,281 týndir/horfnir.
Sama og í dag, þá lentu Þjóðverjar í miklum erfiðleikum vegna svöð og drullu á úkranísku sléttunni. Kannski ættu rússneskir hershöfðingjar að kíkja aðeins í sögubækur áður en haldið var af stað? Þess má geta að Napóleon lenti í sömu vandræðum 1813 í innrás sinni í Rússland sem reyndist í bókstaflegri merkingu vera svaðilför og drulluferð með þungaflutninga sína. Því er óskiljanlegt hvers vegna rússneski herinn fór ekki af stað strax í janúar þegar frost var enn í jörðu en nú er komið vor í Úkraníu. Fréttir berast nú af skriðdrekum föstum út um allt og þeir þurfi að halda sig á vegum og þar af leiðandi opin skotmörk.
Bloggar | 12.3.2022 | 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Loftsson skrifar um varnarmál á Íslandi: "Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun.
UM ÞESSAR mundir eru samninganefndir íslenskra og bandarískra yfirvalda að þreifa fyrir sér hvernig (og hvort?) beri að starfrækja varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Fátt nýtt hefur komið fram í stöðunni, menn karpa um svo kallaðan lágmarksviðbúnað og um kostnaðarþátttöku. Menn tala sem sagt um "status quo" í málinu. Með öðrum orðum, ekki er litið heildrænt á málið, heldur einblínt á smáatriði og alltaf með hliðsjón af því sem Bandaríkjamenn eru að gera eða hugsa. Þarna ætti hins vegar að gefast gott tækifæri, úr því að menn eru á annað borð að ræða þessi mál, til að ræða um grundvallaratriði eða framtíðarsýn í þessum málum.
Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál.
Það er utanríkisráðuneytið sem fer með framkvæmd varnarsamningsins og yfirstjórn Keflavíkurflugvallar. Innan þess er skrifstofa, varnamálaskrifstofa, sem sér um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og mál sem tengjast honum og jafnframt samskipti við önnur ríki á sviði varnarmála. Í afmælisriti utanríkisráðuneytisins, Utanríkisþjónustan 60 ára, bls. 32, segir m.a. um verksvið varnarmálaskrifstofu: ,,Skrifstofan fer...með stjórnsýslu á varnarsvæðunum og eftirlit með samskiptum varnarliðsins við íslenska aðila og stofnanir og ennfremur yfirstjórn flestra ríkisstofnana sem tengjast varnarsvæðunum...". Ljóst má vera af þessu að varnarmálaskrifstofa er þarna í hlutverki umsjónar- og framkvæmdaraðila og henni er ekki ætluð nein stefnumótun í þessum málum.
Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna.
Þess má getið að Varnarmálastofnun var stofnuð nokkrum árum síðar (2008) og síðan aflögð af vinstri mönnum á afar veikum rökum.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
Með varnarmálalögum tók Varnarmálastofnun til starfa 1. júní 2008 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Með því að reka íslenska loftvarnarkerfið og sjá um önnur þau eftirlits- og varnartengdu verkefni, sem nýstofnsett Varnarmálastofnun á að sinna, erum við Íslendingar í senn að axla ábyrgð á eigin vörnum og um leið að leggja til sameiginlegs öryggis grannríkja okkar á Norður-Atlantshafi og bandalagsríkja í NATO. Þannig rækjum við skyldur okkar sem sjálfstætt, fullvalda ríki," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í ávarpi þegar Varnarmálastofnun tók til starfa.
Í desember 2009 var að tillögu utanríkisráðherra skipaður starfshópur fimm ráðuneyta til að gera tillögur um hvernig mætti framfylgja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Varnarmálastofnun á árinu 2010 og samþætta verkefni hennar hlutverki annarra opinberra stofnana. Skýrt var tekið fram að Ísland stæði áfram við allar varnar- og öryggistengdar skuldbindingar sínar og að forræði á utanríkispólitískum þáttum yrði áfram hjá utanríkisráðherra.
Þann 30. mars 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 í samræmi við niðurstöður í skýrslu starfshópsins. Í skýrslunni var bent á leiðir til að starfsþættir Varna
rmálastofnunar yrðu hluti af nýrri borgaralegri stofnun, sem sæi um öryggis- og varnarmál á grundvelli borgaralegra gilda innan innanríkisráðuneytisins.
Þann 16. júní 2010 var frumvarp til laga nr. 98/2010 samþykkt á Alþingi um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 í samræmi við niðurstöður í skýrslu starfshópsins. Í samræmi við framangreind lög var Varnarmálastofnun lögð niður frá og með 1. janúar 2011.
Sjá slóðina: https://www.lhg.is/um-okkur/sagan/nr/2134
Þessi starfshópur var greinilega ekki starfi sínu vaxið. Nema ef tilgangur var sá eini að leggja niður stofnunina með öllum tiltækum ráðum sem var gert. En afraksturinn var verri, því betra er að hafa eina fagstofnun um þessi málefni en að dreifa málum.
Bloggar | 12.3.2022 | 00:16 (breytt kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir Birgi Loftsson: "Íslendingar láta enn og aftur Bandaríkin sjá um varnir landsins. Greinarhöfundur er þessu ósammála."
Í sameiginlegri yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands um skuldbindingu ríkjanna um nánara varnarsamstarf kennir margra grasa. En það sem helst stendur upp úr er að Bandaríkjamenn sjá greinilega eftir brotthvarfi hers síns úr landinu árið 2006. Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla.
Þess má hér geta í framhjáhaldi að Íslendingar hafa verið duglegir að skrifa undir varnarsamstarfssamninga við nágrannaríkin síðastliðna áratugi, þar sem megináherslan er á að aðrir en Íslendingar axli ábyrgð á vörnum landsins.
En hvað ætla Íslendingar að leggja fram sem sinn skerf til varna landsins? Á að fjölga varðskipum til að mæta auknum hættum á Norður Atlantshafi og í sérsveit lögreglunnar til að takast á við aukna hryðjuverkahættu? Eða er það óþarfi og mun aldrei neitt gerast á Íslandi?
Ég get ekki séð neitt áþreifanlegt í þessari yfirlýsingu nema það að það eigi að fjölga íslensku skrifstofufólki sem á að tala við Bandaríkjamenn og aðrar NATÓ-þjóðir. Jú, kannski er það áþreifanlegt að Íslendingar skuldbindi sig að viðhalda og reka ...varnaraðstöðu og -búnað, meðal annars rekstur íslenska loftvarnakerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins... og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið. Með öðrum orðum á að láta í té húsnæði sem Atlantshafsbandalagið borgar fyrir og sjá um ratsjárkerfið sem Íslendingar þurfa hvort sem er að reka vegna borgaralegs flugs. Þar fá Íslendingar líka vel greitt fyrir framlag sitt.
Það er ein setning sem ég hnaut um: Utanríkisráðuneyti Íslands samþykkir áætlanir varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir Íslands þar sem hernaðarlegum úrræðum er beitt. Þetta er ótrúleg setning. Þetta segir að Íslendingar hafa ekkert að segja um varnir landsins á ófriðartímum, við verðum á að treysta á að Bandaríkjamenn beri hag landsins fyrir brjósti sér. Þetta er eins og að láta nágranna sinn gæta öryggi húss síns í stað þess að gera það sjálfur með viðeigandi öryggisaðgerðum.
Ég tel að það sé nauðsynlegt að Varnarmálastofnun verði endurreist og þar verði innandyra hernaðarsérfræðingar sem leggi öllum stundum mat á hættur þær sem kunna að beinast að Íslandi og þeir taki beinan þátt í áætlunum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um varnir landsins.Það er alvöru varnarsamstarf.
Ég vil ganga enn lengra en þetta og hafa áþreifanlegar og varanlegar varnir á Íslandi með stofnun íslensks heimavarnarliðs sem starfar 1-2 mánuði á ári en foringjar þess á ársgrundvelli. Þar með taka Íslendingar í fyrsta sinn á áþreifanlegan hátt í vörnum landsins og endurkoma Bandaríkjahers þar með óþörf.
Grein lýkur.
Sjá slóðina: Varnir Íslands enn í höndum Bandaríkjamanna
Var ég sannspár um að "Þeir eru með þessari yfirlýsingu og öðrum aðgerðum að styrkja stöðu sína á ný og í raun auðvelda endurkomu Bandaríkjahers þegar næsta tækifæri kemur. Það gæti komið fyrr en menn kynnu að ætla."?
Bloggar | 11.3.2022 | 12:12 (breytt 25.8.2024 kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður kom með þær hugmyndir að leggja neðansjávargöng milli Vestmannaeyja og meginlands Íslands. Þeirri hugmynd var hafnað og þess í stað sett upp ferjulægi í Landeyjahöfn. Þá sorgarsögu þekkja flestir. Valin var lausn sem er ekki varanleg og árlegur rekstrarkostnaður ferjunnar er geysihár og það sama á við um Landeyjarhöfn.
Höfnin er einstaklega illa staðsett, rétt vestan við árósa Markaðsfljóts. Staðsetningin er svo illa valin að árframburður Markaðsfljóts, mestmegnið sandur flýtur inn í mynni Landeyjahafnar og stöðugt þarf að dæla sand úr höfninni og hefur hún jafnvel lokast vegna þess.
Á vef Vegagerðarinnar segir að Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hafi lokið mati á kostnaði við gerð jarðganga sem vegtengingu milli Vestmannaeyja og Landeyja en matið var gert 2007. Niðurstaða matsins er sú að tæknilega sé mögulegt að gera slík göng og að kostnaðurinn verði líklega á bilinu 50 til 80 milljarðar króna eftir gerð ganganna en áhætta er talin mikil.
Miðað við 18 km göng sem yrðu steypufóðruð fyrstu þrjá kílómetrana frá Vestmannaeyjum er kostnaður talinn verða 52 milljarðar króna en verði öll göngin steypufóðruð er kostnaður áætlaður 80 milljarðar króna. Um þriðjungur þessa kostnaður er vegna óvissu, kostnaðar við hönnun og eftirlit og kostnaðar verkkaupa af vöxtum á byggingartíma, rannsókna og fleiri atriða.
Í niðurlagi samantektarinnar segir meðal annars: ,,Niðurstaða mats okkar er eins og að framan segir að tæknilega sé mögulegt að gera veggöng milli lands og Eyja og að kostnaðurinn verði líklega á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. Á hinn bóginn er álitamál sem áhöld eru eða ættu að vera um hvort nokkurn tímann geti verið réttlætanlegt að grafa og reka þetta löng jarðgöng djúpt undir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið vissulega er og dæmin sanna.
Ókei, þetta er dýrt og ef til vill þarf að steypustyrkja göngin alla leið en hvað kostar að reka ferju og höfn?
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra árið 2018, við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um kostnað ríkisins við Landeyjarhöfn og Herjólf frá árinu 2010, kemur fram að alls nemur kostnaðurinn um 11 milljarða.
Í svarinu er sundurliðaður kostnaður hvers árs fyrir sig og samtals hafa um fjórir og hálfur milljarður farið í Landeyjarhöfn og sex og hálfur milljarður farið í Herjólf.
Landeyjahöfn var vígð árið 2010 og lauk gerð hennar að mestu það ár. Lokauppgjör var hins vegar árið 2011 og því er kostnaður hár það ár. Eftir það hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir og verkefni, svo sem að byggja þjónustubryggju og reisa garða til að hefta sandfok, auk annarra smærri framkvæmda. Árið 2017 var kostnaður meiri vegna slipptöku Herjólfs,
segir í svarinu.
Heimild:
Kostnaður ríkisins við Landeyjahöfn og Herjólf um 11 milljarðar
Kostnaður við rekstur Landeyjahafnar og Herjólfs árið 2017 var 1,5 milljarðar króna. Ég hef ekki nýrri tölur við hendi. Þannig að kostnaður við reksturinn verður hár um ófyrirséða framtíð. 50 - 80 milljarðar hljómar há tala en samt ekki, því að göngin myndu borga sig upp á einhverjum áratugum. Eftir það, er þetta í plús og samgöngur milli eyja og lands tryggðar næstu árhundruð. Hægt er að láta vegfarendur borga veggjald en þeir þurfa hvort sem er borga í ferjuferð.
Tökum til samanburðar svipuð göng, til eyjar í Færeyjum. Hér er ég að tala um Sandeyjargöngin. Eyjan er fámenn en samt er lagt í svipuð löng göng og til Vestmannaeyja.
Kíkjum á Wikipedia síðuna um Sandeyjargöngin:
Sandoyartunnilin (Sandoy Tunnel) eru neðansjávarveggöng í byggingu í Færeyjum. Göngin munu tengja megineyjuna Streymoy við Sandoy í suðri. Lengd ganganna verður 10,8 kílómetrar. Áætlaður kostnaður er 860 milljónir danskra króna. Gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin til umferðar síðla árs 2023, en eftir það hættir ferjan Teistin að ganga á milli Gamlarættar á Streymoy og Skopun á Sandoy. Göngin liggja yfir Skopunarfjörð og liggja frá Gamlarætt að Traðardal í miðhluta Sandoy, nálægt Inni í Dal leikvanginum.
Þann 3. febrúar 2022 voru tvær hliðar ganganna tengdar við hátíðlega athöfn. Framkvæmdir hófust 27. júní 2019 og hálf leiðin var slegin í september 2020. Það mun líða til ársloka 2022 þar til göngin geta opnað fyrir umferð og ferjuleiðin til Sandoy hættir að starfa.
Í pólitísku, lagalegu og efnahagslegu tilliti er verkefnið tengt Eysturoyartunnilinum sem var opnað fyrir umferð 19. desember 2020. Eysturoyartunnilin, sem gert er ráð fyrir að verði ábatasamari en Sandoyartunnilin, mun fjármagna hið síðarnefnda að hluta með krossniðurgreiðslu. Gert er ráð fyrir að 300-400 ökutæki á dag muni nota göngin til Sandoy.
Til samanburðar var meðaltal farþega á ferjuleiðinni 195 ökutæki (með ökumönnum) og 613 farþegar án aksturs, árið 2021. Farþegafjöldi á Sandoyartunnilinum yrði aukin enn frekar ef hún gæti virkað sem skref fymrir Suðuroyartunnilin, eða ný ferjuleið, til Suðuroyar.
Verið er að byggja nýtt íbúðar- og iðnaðarhverfi með jarðgangaúrgang á Velbastað. Annar úrgangur er notaður í Runavík og Strenda fyrir nýjan strandveg.
Heimild: Sandoyartunnilin
Það er alveg sama hvernig við reiknum þetta, á endanum borga göngin sig upp í topp. Ef Færeyingjar geta þetta, þá getum við Íslendingar þetta.
Bloggar | 10.3.2022 | 10:36 (breytt kl. 12:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Robert Burke, aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, viðraði í viðtali fyrir tveimur árum möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi.
Við veltum því fyrir okkur hvort ekki séu einhver verðmæti fólgin í því að hafa lítið, varanlegt bandarískt fótspor á Íslandi, sagði Burke í samtali við Vísir - sjá slóðina: Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi.
Hann kom til Íslands í tilefni af yfirstandandi loftrýmisgæslu bandaríska flughersins á landinu.
Burke sagði aðspurður að lítið fótspor gæti falist í því að vera í upphafi með sérhæfða greinendur í tengslum við verkefni kafbátaleitarflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þar væri um að ræða 50 manna hóp.
Þá sagði Burke að fótsporið gæti falist í staðsetningu á Íslandi á flugsveit P-8 véla en henni myndu fylgja hundruð manna, byggingaframkvæmdir og húsnæði. Slíkar flugvélar koma nú óreglulega til landsins frá herstöðum í Flórída eða á Ítalíu. Í flugsveit eru að jafnaði 12 flugvélar en fjöldinn getur verið mismunandi að sögn talsmanns bandaríska flotans.
Við höfum rætt þetta sem möguleika og þetta er eitthvað til að skoða betur, sagði Burke. Hann sagði að einnig væri verið að skoða hafnaraðstöðu á Austurlandi með áherslu á leitar- og björgunarstarf.
Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki varanlega aðstöðu á Íslandi þá fljúga P-8A kafbátaleitarflugvélar annað veifið til Keflavíkur og þaðan út á Norður-Atlantshafið.
Að jafnaði dvelja 100 300 liðsmenn aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu en vegna þess að alltaf er verið að skipta um sveit, þá er erfitt að kalla þessar sveitir hafi fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli.
Það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að þjálfa Íslendinga í kafbátaeftirlit og þeir skipi kafbátaeftirlitsflugvélarnar. Íslendingar reka með myndarbragð loftrýmiseftirlit fyrir hönd NATÓ og ættu með réttri þjálfun að geta rekið kafbátaeftirlitið á ársgrundvelli.
Bloggar | 9.3.2022 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum segir að ekki sé þörf á her með fasta setu á Íslandi. Sjá slóðina hér að neðan.
Það er rétt mat en núverandi fyrirkomulag nægir í bili a.m.k.
Albert segir ennfremur: "...ekki þörf á herliði með fasta viðveru hér á landi í núverandi stöðu heimsmála. Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og Íslendingar eigi sameiginlega hagsmuni með Bandaríkjunum, sem sæju hag í að verja Ísland , ef til þess kæmi að átökin í Úkraínu yrðu kveikjan að heimsstyrjöld. Albert segir að hún sé ekki á leiðinni.
Engin hernaðarleg ógn fyrir Ísland, nema....
Það er engin hernaðarleg ógn sem steðjar að Íslandi fyrr en til stórveldastyrjaldar kæmi, sem þá næði til Norðurhafa því Keflavíkurflugvöllur myndi hafa stuðningshlutverk við sóknaraðgerðir gegn Rússlandi í Norðurhöfum og auðvitað yrði Keflavíkurflugvöllur skotmark í því samhengi. En eins og ég segi, þetta er eina ógnin og eina hernaðarhlutverkið sem Ísland myndi hafa í slíkum átökum".
Með öðrum orðum yrði Ísland skotmark í þriðju heimsstyrjöldinni. En landið yrði ekki bara skotmark, heldur berskjaldað fyrir innrás og hemdarverkaárásir. Albert má ekki gleyma því.
Rússar beittu þeirri aðferð við töku Krímskaga og Donbass svæðanna tveggja að læða inn flugumönnum og sérstökum skemmdaverkasveitum fyrir innrás. Sama gerðist þegar þeir eru nú að reyna að taka alla Úkraníu, þeir sendu inn morð- og skemmdiverkasveitir undan innrásarliðinu.
Íslendingar þurfa því nauðsynlega að ráða yfir öruggissveitir (hvað við köllum þetta, heimavarnarlið eða annað) til að ráða við fyrstu bylgju árásar sem er þá í formi skemmdaverka og árása á ráðamenn þjóðarinnar. Reynt yrði að taka yfir útvarpsstöðvar, flugvelli og aðra mikilvæga innviði. Hér kæmu íslenskar varnarsveitir til sögunnar.
Við þurfum ef til vill ekki á að halda fastaher, en örugglega vopnaðar sveitir sem geta tekist á við almennna hryðjuverkamenn eða sérsveitir erlendra herja sem kynnu að vilja að ráðast inn í landið.
Ekki má gleyma því að ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur, mun Ísland sitja út undan og líklegt er að Bandaríkjaher hafi hreinlega ekki tíma eða mannskap til að sinna vörnum á Íslandi. Hann hafði ekki mannskap 2006 þegar hann barðist í tveimur stríðum og dró einhliða herlið sitt frá Íslandi við kröftug mótmæli Íslendinga.
Þeir gætu því misst landið úr höndum sér og þurft að endurheimta það með vopnavaldi, sem væri geysilegur skaði fyrir Íslendinga.
Einnig er betra að við Íslendingar sem eigum allt undir, og ekki Bandaríkjaher, sjái um fyrstu viðbrögð. Bandarískur her kemur inn á eigin forsetum, ekki á forsendum Íslendinga. Það er öruggt. Breskur og síðar bandarískur herafli á stríðsárunum var hér á eigin forsendum.
Enginn, jafnvel hernaðarsérfræðingurinn Albert Jónsson, getur séð fyrir framtíðina og hvaða leiðir átök kunna að fara. Betra væri að vera undirbúinn eins og Agnar K. Hansen lögreglustjóri á stríðsárunum, sem var byrjaður að þjálfa íslensku lögregluna í vopnaburði þegar Bretaher kom í "heimsókn". Undirbúningur hans skipti sköpun þegar lögreglan þurfti allt í einu að eiga við erlendan her og hersetu. Hún leysti hlutverk sitt af hendi af fagmennsku.
Ef til vill væri fyrsta skrefið í átt að "sjálfbærni" í varnarmálum þjóðarinnar, að endurreisa Varnarmálastofnun með sína hernaðarsérfræðinga og sæi um umsjón varnarmála landsins.
Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi | RÚV (ruv.is)
Bloggar | 8.3.2022 | 22:07 (breytt 17.3.2022 kl. 08:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi blogggrein mín er dálítið óvenjuleg, því að í 99% - 100% tilfella skrifa ég um málefni, ekki menn. Hér er gerð undantekning.
Ég stóð í þeirri meiningu að þeir sem hér skrifa, séu að skrifa á opinberum vettvangi og því megi þeir búast við athugasemdum og gagnrýni.
Ég gerði athugasemdir við grein Fornleifs (Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar) í gær sem hann lokaði á. Þær voru sakleysislegar. Ég spurði af hverju grein hans væri á ensku (geri ekki ráð fyrir að margir blogglesendur séu eingöngu enskumælandi eða nokkur yfir höfuð) og hvert hann væri að fara með greinina. Ég nennti ekki að lesa alla greinina en reyndi samt að leita að hans innleggi sem var ekkert. Því var spurning mín um hvert hann væri að fara með greininni fullkomlega eðlileg.
Í kynningu á sjálfum sér segir dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og titlar sig sem fornleifafræðing að sig langi að efla umræðu um fornleifafræði, fornminjar og gamla hluti á Íslandi.
En hann sagði einnig þetta í kynningunni: "Umræða skapar áhuga og áhuginn eflir greinina. Umræða er einnig gagnrýni."
Vilhjálmur virðist ekki fara eftir sínum eigin einkunarorðum og leyfir ekki opinbera gagnrýni eða saklausar athugasemdir. Það er athyglisvert og spurningin er af hverju hann er yfir höfuð að skrifa, ef hann er bara að leita að já-bræðrum í athugasemdaskrifum? Sjálfur háskólamaðurinn? Hvað varð um "Umræða er einnig gagnrýni"? Einnig hefði maður haldið að hálærður maður með doktorsgráðu ætti að vera vanur akademískum umræðum sem eiga einmitt að vera snarpar og beinskeyttar.
Vilhjálmur fær hér eftir sérstakar bloggfærslur eða blogggreinar þegar ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning hans.
Bloggar | 8.3.2022 | 08:42 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að föst viðvera varnarliðs á Íslandi myndi fæla óvinasveitir frá árás gegn landinu. Þá segir hann að sérsveit ríkislögreglustjóra myndi ekki geta varist erlendum óvinaher lengi, jafnvel þó að hann væri smár.
Sjá slóðina inn á grein hans:
Föst viðvera herliðs á Íslandi hefur fælingamátt
Þetta er hárrétt mat Baldurs Þórhallssonar. Hann minnist reyndar ekki á hvers lends slíkt varnarlið væri en ég ég geri ráð fyrir að hann sé fyrst og fremst að hugsa um erlent herlið þótt hann segi þetta: "Föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum NATO er forsenda þess að fæla óvinveittan aðila frá því að ráðast á landið."
Hann sem sé gerir ráð fyrir öryggissveitir (væntanlega íslenskar) eða erlent herlið frá aðildarríki NATÓ sjái um varnirnar.
Það rataði inn í sögubækur barlómur Íslendinga þegar landið gékk í NATÓ og gerði svo varnarsamning við Bandaríkin, um að landið væri fámennt og fátæk og gæti þess vegna ekki komið sér upp fastaher.
Þetta á ekki lengur við í dag. Íbúafjöldinn hefur margfaldast og landið er ríkt.
Ég hef lagt það til að Ísland sæi ekki bara um loftferðaeftirlitið við landið heldur einnig á hafsvæðinu kringum landið. Þarna yrði að ræða samruni Landhelgisgæslunnar við sjóher, að hún gengdi tvíþættu hlutverki, rétt eins og hún gerir í dag en eins og flestir vita sér hún um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin.
Sjá mætti fyrir sér kafbátaeftirlit og LHG kæmi sér upp tundurspilla með fjárhagsaðstoð NATÓ.
En Ísland þarf líka á landvörnum að halda. Baldur talaði um öryggisveitir. Það er ekki vitlaus hugmynd en ef litið er til nágrannaríkja, má sjá að öll Norðurlöndin hafa fastaheri en einnig heimavarnarlið eða varalið (reserve forces á ensku).
Sjá mætti fyrir sér að Íslendingar kæmu sér upp atvinnumanna undirfylki en fyrir þá sem ekki þekkja, er liðsafli slíkt undirfylki samansett af ca. 165-250 (mismunandi eftir herjum) mönnum undir stjórn undirfylkisforingja (kaptein, höfuðsmaður), rétt eins og herfylking Vestmannaeyinga á 19. öld.
Þetta undirfylki, samansett af atvinnumönnum myndi vera í forsvari fyrir varaliði, sem við getum kallað heimavarnarlið.
Danir hafa heimavarnarlið. Hér má líta lögin sem gilda um heimavarnarlið Dana í íslenskri þýðingu og staðfært fyrir Ísland. Svo vantar bara einhvern með kjark á Alþingi Íslendinga til að koma þessu á:
Heimavarnarliðið
Heimavarnarliðið er íslensk sjálfboðaliðsstofnun sem samanstendur af sjálfboðaliðum sem eru ráðnir frá öllum greinum samfélagsins. Heimavarnarliðið tekur þátt í hernaðaraðgerðum, við að leysa þau verkefni sem varnarmálayfirvöld bjóða - þar á meðal verkefni sem styðja önnur yfirvöld við framkvæmd þeirra.
Heimavarnarliðið þjónar heildarhagsmuni samfélagsins og getur leyst verkefni á landi, á sjó og í lofti. Heimavarnarliðið gegnir virku og mikilvægu hlutverki í öryggisneti samfélaginu, það er heildarvörnum landsins og öryggi borgara í víðasta samhengi.
Að auki hjálpar stofnunin við að vernda mikilvæg stoðvirki samfélagsins, mannvirki, svo sem vegi, mannvirki rafmagn- og netkerfi. Einn af ávinningum hennar er að sjálfboðaliðarnir eru til staðar á landsvísu og geta því veitt aðstoð þegar vá ber að, s.s. slys, stórslysum o.s.frv., með stuttum fyrirvara og hvar sem er.
---------------
Frumvarp til laga um heimavarnalið Íslands
- kafli.
Verkefni og skipulag o.fl.
- 1. Heimavarnarliðið tekur þátt í og er hluti af varnarkerfi landsins og leysir verkefni sem falla almennt undir svið landhelgisgæslu,landhers, sjóhers og flughers, þar á meðal verkefni sem styðja yfirvöld í verkefni þeirra.
- Starfsemi heimavarnarstofnunarinnar er skipulögð á þann hátt að framkvæmd verkefna sjálfboðaliðanna eigi sér stað sem næst heimaslóðum þeirra.
- Sjálfboðaliða heimavarnarliðsins, sbr. kafla 7, er skipt í tvo hópa; annars vegar starfandi liðsafli og hins vegar varaliðssveitir.
- 2. Heimavarnarliðið er undir yfirstjórn heimavarnarliðsins og Varnarmálastofnun Íslands og þær stofnanir sem tilheyra henni.
- 1. Stjórn Heimavarnarliðsins er undir stjórn æðsta yfirforingja sem fer fyrir framkvæmdastjórn þess. Framkvæmdarstjórnin er ábyrgt fyrir heildarstjórn heimavarnarliðsins gagnvart Varnarmálastofnun Íslands og Varnarmálaráðuneyti.
- Starfslið Heimavarnarliðsins aðstoðar framkvæmdarstjórn við stjórnun og lausnum á verkefum sem eru á ábyrgð þess.
- Framkvæmdarstjórnin, eftirlitsnefnd og starfsfólk yfirstjórnar teljast til stjórnar heimavarnarliðsins.
- 3. Heimavarnarliðið tilheyrir stjórnsýslulega undir stjórn varnarmálaráðherra.
- 1. Þegar liðssveitir Heimavarnarliðsins taka þátt í heræfingum gestgjafahers, teljast þær liðseiningar sem taka þátt undir stjórn viðkomandi herafla.
- 2. Þegar Heimavarnarliðinu eða hluti þess er skipað á stríðstímum eða öðrum óvenjulegum aðstæðum til að taka þátt í lausn á varnarverkefnum, tekur yfirmaður varnarmála yfir stjórn þátttöku sveita Heimavarnarliðsins.
- 4. Yfirmaður Heimavarnarliðsins fastsetur reglur fyrir æfingar liðsins og er aðalráðgjafi varðandi hernaðarmálum sem lúta að heimavarnarliðinu.
- 1. Yfirforingi Heimavarnarliðsins er leiðtogi þess verks sem beint er að því og þess starfsfólks sem kemur að verkefninu. Æðsti stjórnandi Heimavarnarliðsins stuðlar að góðum samskiptum milli þess og íbúa landsins og setur ákvæði um upplýsingaveitu þess. Framkvæmdarstjórnin hefur fjölda upplýsingafulltrúa til ráðstöfunar.
- 2. Þjóðaröryggisráðið veitir yfirstjórn Heimavarnarliðsins leiðsögn varðandi þróun og skipulagningu heimavarnarliðsins.
- 5. Samsetning og skipulag heimavarnarliðsins er annars ákvarðað af varnarmálaráðherra.
Kafli 2
Starfsmannamál
- 6. Til starfsmannahalds Heimavarnarliðsins telja:
1) Starfsfólk sem starfar hjá Heimavarnarliðinu
2) Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu.
- 1. Það sem vísað er til í mgr. 1, nr. 1, eru starfsmenn sem um ræðir falla undir lög um varnarmál.
Kafli 3
Sjálfboðaliðar í heimvarnarliðinu
- 7. Þeir sem geta orðið sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu, eru karlar og konur sem náð hafa 18 ára aldri og uppfylla eftirfarandi skilyrði
1) eru íslenskir ríkisborgarar, ( jf. dog stk. 2)
2) eru hæfir til þjónustu í Heimavarnarliðinu,
3) eru búsettur hérlendis, (jf. dog stk. 2), og sem
4) eru verðugir virðingu og trausti því sem þjónustan krefst.
- Varnarmálaráðherra getur leyft einstaklingi sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt eða er ekki heimilisfastur hér á landi til að vera viðurkenndur sem sjálfboðaliði í Heimavarnarliðinu, þegar sérstakar aðstæður eru til staðar og fer ekki í bága við samninga við erlend ríki.
- Varnarmálaráðherra getur ákveðið að einstaklingar sem starfa hjá tilteknum yfirvöldum og fyrirtækjum, eða sem skylt er að taka þátt í öðrum störfum yfirvalda er tengjast varnarmálum eða björgunarþjónustu, mega eða mega ekki vera teknir inn sem sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu nema eða aðeins við tilteknar aðstæður.
- 8. Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu teljast vera starfsfólk hers og nær hugtakið til foringja og óbreytta liðsmanna, sem skipaðir eru í tignarstöður hers samkvæmt reglugerð varnarmálaráðherra.
- 1. Foringjar teljast þeir vera sem tilheyra herforingjahópinn og liðþjálfahópinn.
- 9. Landinu er skipt í ákveðinn fjölda umdæmi, hvers umdæmisnefndir eru settar upp. Nefnd hvers umdæmis ákveður inngöngu sjálfboðaliða í Heimavarnarliðið. Niðurstöður nefnda má ekki bera undir annað stjórnsýsluvald.
- Umdæmisnefndin saman stendur af formanni og 4 til 10 meðlimum skipaðir til 4 ára í senn. Formaðurinn er skipaður af varnarmálaráðherra sem einnig skipar hina meðlimina með tillögu hverjar sveitarstjórnar landsins.
- 2. Einn meðlimur er tilnefndur fyrir hvert sveitarfélag til umdæmisnefndarinnar, þó þannig að a.m.k. 4 meðlimir séu tilnefndar af umdæmisnefnd. Fleiri meðlimir frá sama sveitarfélagi geta verið tilnefndir ef sveitarfélagið hefur íbúafjölda yfir 100.000 íbúa.
- Umdæmissvæði með sveitarstjórnar samsetningu, sem felur í sér að setja fram fleiri en 10 meðlimi, skal skipt í nokkrar svæðisnefndir.
- Varnarmálaráðherra fastsetur nánari reglur um umdæmisnefndir og málsmeðferð.
- Útgjöld í tengslum við læknisskoðun og vottorð sem gefin eru út að beiðni umdæmisnefndar má endurgreiða í samræmi við reglugerð sem varnarmálaráðherra ákveður.
- 10. Varnarmálaráðherra ákveður reglur varðandi
1) greiðsla bóta o.fl. til sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu og
2) bætur til handa fyrirtækja, stofnana o.fl. fyrir að standa straum af kostnaði við þátttöku starfsmanna sem sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu.
- 1. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu, sem gegna þjónustu í stríði eða við aðrar óvenjulegar aðstæður, eru greiddir laun o.fl. með reglugerð sett af varnarmálaráðherra.
Kafli 4
Þjálfun sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu
- 11. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu verða að ljúka 250-300 klukkustunda þjálfun í heimavörnum á fyrstu þremur árunum, þar á meðal grunnþjálfun á 100 klukkustundum sem er forsenda þess að fá vopn. Einstaklingar sem hafa farið í gegnum herskyldufræðslu/-menntun hjá hernum þurfa ekki að fara í gegnum fræðslu
- Til þess að vera virkur meðlimur í starfandi liði, þurfa sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu sem hafa lokið þjálfun sem minnst er á í undirliði (1), þarf að leggja að baki að minnsta kosti 24 klukkustunda starfsþjónustu á ári.
- 2. Sjálfboðaliðar í virkri þjónustu innan heimvarnarliðsins, þeirra sem fengið hafa vopn í hendurnar, verða að standa árlega hæfnispróf í vopnaburði og skotfimi.
- 3. Menntun og þjónusta, eins og getið er um í undirlið (1). 1-3 skal skoða árlega.
- 4. Heimavarnarliðið getur gert samning við sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu um að leysa sérstök verkefni.
- 5. Ákvörðun um hvort sjálfboðaliðinn uppfylli kröfu um menntun eða þjónustu, eins og um getur í 1. lið. 1-3, má taka af viðkomandi yfirmanni, en ákvörðun má áfrýja til yfirmanns hans. Ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt undirgreinar 2 og 3 má ekki koma fyrir annað stjórnvald.
Kafli 5
Skyldur, laga- og refsimál er varða sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu
- 12. Maður er samþykktur sem sjálfboðaliði í heimavarnarliðinu með því að undirrita samning; skal viðkomandi eftir það
1) gangast undir þjálfun, sbr. § 11,
2) undirgangast þjónusta í stríðiástandi eða við aðrar sérstakar aðstæður,
3) mæta til starfa á friðartímum þegar hamfaraviðvörun hefur verið gefin út,
4) fylgja eftir reglum um hernaðaröryggi, einnig eftir brottför úr heimavarnarliðinu,
5) halda og viðhalda persónulegum búnaði, þ.m.t. vopn og annan búnað, í samræmi við kröfurnar sem mælt er hér fyrir um;
6) Bætur vegna tjóns á búnaði sem skilað er eða vegna skemmda á honum samkvæmt almennum reglum um bætur og
7) hlíta opinberum reglum sem annars er mælt fyrir sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu.
- 1. Sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu sem ekki eru búsettir hér á landi mega ekki geyma vopn heima við.
- Í stríðsástandi eða við aðrar óvenjulegar kringumstæður geta sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu ekki rift þjónustusamningi.
- Fyrir utan þær aðstæður sem nefnt er hér að ofan í undirgrein 2 geta sjálfboðaliðar í heimavarnarliðinu sagt upp samningi sínum með 3 mánaða fyrirvara.
- Sjálfboðaliði ber að segja upp störfum sem yfirmaður eigi síðar en í lok mánaðarins er hann nær 60 ára aldri nema annað sé tekið fram í hverju tilviki.
- Samningnum er heimilt að segja upp af hálfu heimavarnarliðinu án fyrirvara ef sjálfboðaliðinn uppfyllir ekki lengur skilyrðin sem mælt er fyrir um til að komast inn í heimavarnarliðið eða önnur skilyrði sett í tengslum við þjónustuna.
- 13. Sjálfboðaliðar í Heimavarnarliðinu eru aðeins háðir reglum er varða hegningarlög hers, herlög og herlögsögu í stríði eða öðrum undantekningartilvikum.
- 14. Þjónustubrot sem framið er af sjálfboðaliða, er hægt að afkljá með aga refsingum.
- 1. Sem agarefsingu er hægt að nota munnlegar og eða skriflegar áminningar eða brottvísun frá námsáætlun í skóla og námskeiðum.
- 2. Varnarmálaráðherra setur nákvæmar reglur um beitingu agaviðurlaga og um hver hefur heimild til að nota þau.
- 15. Ákvarðanir skv. 14. gr. skulu (af eða vegna kröfu þess sem hún er lögð á vegna agabrots færð eða meðhöndluð af saksóknara hersins).
- 1. Úrskurður dómstólsins skal hafa uppsagnaráhrif.
- 16. Varnarmálaráðherra setur reglur um veitingu bóta, þ.m.t. missir fyrirvinnu, svo og bætur fyrir varanlegan skaða en fyrir sjálfboðaliða í heimavarnarliðinu, sem í þjónustunni hreinsar, fjarlægir, fjarlægir eða eyðileggur skotfæri, sprengiefni og þess háttar á friðartímum, og sá sem býr til og túlkun íslensk varnarmál er ekki ábyrgur og hver sá sem ferst eða er hlýtur varanleg meiðsl en undir eða er afleiðing þessarar þjónustu.
- Bætur vegna missir fyrirvinnu eru greiddar til eftirlifandi maka, sambúðarfólks eða barna yngri en 21 ára. Ef enginn hefur rétt á bótum vegna missir framfæranda eru bætur greiddur til búsins. Varnarmálaráðherra setur nánari reglur um þetta.
- Fjárhæð bóta og hlunninda vegna varanlegan skaða skal fastsetja skv. árlegum fjárveitingarlögum.
Kafli 6
Gildistaka reglna o.s.frv.
- 17. Lögin taka gildi 1. mars 2020.
- 1. Á sama tíma fellur lög nr. 231 frá 26. maí 1982 um varnamál, sbr. Lög nr. 198 frá 29. mars 1999.
- 2. Reglur settar samkvæmt lögum nr. XXX frá 1. mars 2020 um heimavarnir gilda þar til þeim er breytt á grundvelli laga þessara.
- 18. (Útgefið)
Varnarmálaráðuneytið, hinn 9. maí 2023
Munum að Ísland er eyríki og allur innrásarher þarf að fara yfir stórt hafsvæði. Ekki væri auðvelt að vinna landið ef eyjaskeggja taka hraustlega á móti.
Bloggar | 7.3.2022 | 17:20 (breytt 25.8.2024 kl. 14:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Kominn tími á að setja punkt í þingið
- Heimferðin gekk vonum framar
- Umsóknum Sýrlendinga frestað
- Sagan á eftir að dæma þetta fólk
- Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald
- Þinglok staðfest
- Á að beita kjarnorkuákvæðinu aftur?
- Þingfundi slitið
- Leggur til að Katrín verði forsætisráðherra
- Segir viðbrögð sveitarfélaga koma á óvart
Erlent
- Sænskir ásatrúarmenn blóta sumar
- Faldi sig í ferðatösku samfanga og strauk
- Fyrsta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins í 18 ár
- Tveggja saknað í kjölfar úrhellisrigningar
- Baðst afsökunar á ummælum Grok
- Umkringdu og handtóku Palestínu-aðgerðarsinna
- Sex létust í loftárásum Rússa
- Hélt lífi með að drekka úr drullupollum í eyðimörkinni
- Keyrir öryggisbúnaðurinn um þverbak?
- 800 drepnir í leit að hjálpargögnum