Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Joseph Biden Bandaríkjaforseti slær met

Demókratinn Joe Biden og forseti Bandaríkjanna er nú að slá öll met en samkvæmt skoðanna könnunum þar í landi, mælist hann með minnsta fylgi forseta á fyrra tímabili eða um 36%. Allar kannanir hníga í sömu átt, líka í könnunum svo kallaðra frjálslyndra fjölmiðla.  Yfirgnæfandi meirihluti Demókrata vilja einhvern annan í framboð í næstu forsetakosningar, bara einhvern annan. Fylgi svartra er komið niður í sögulegt 25% en í síðustu kosningum var það 75%. Svartir hafa alltaf kosið Demókrata sögulega séð en án atkvæði þeirra nær Demókrataflokkurinn ekki kosningum. Vegna afburðar lélega stjórnun, réttara sagt stjórnleysi, stjórnar Bidens, eru kjósendur að gefast upp á honum og hans stjórn.

Óveðurskýin hrannast upp yfir fjölskyldu hans og hann sjálfan en búast má við sprengju í dag þar sem a.m.k. níu meðlimir fjölskyldunnar verða afhjúpaðir fyrir fjármálaspillingu og hagsmundapot fyrir erlend öfl, sem kallast á mannamáli föðurlandssvik og landráð.

Þetta er alveg ótrúlegt að forseti Bandaríkjanna skuli vera undir ægivaldi erlendra ríkja en spillingarmál Biden fjölskyldunnar ná til Úkraníu, Kazakhstan, Rússlands og Kína (og fleiri ríkja). Sérstaklega vekur það áhyggjur tengsl Biden fjölskyldunnar við kommúnistaflokk Kína en milljónir dollara  streyma þaðan til fjölskyldunnar sem hún dreifir til fjölskyldumeðlimi eftir ákveðnu kerfi og inn á mismunandi bankareikninga.

Svo er það "laptop from hell" eða fartölvan frá helvíti hans Hunter Bidens sem ég fyrst Íslendinga vakti athygli á fyrir 3 árum.  Í þessari tölvu er alls kyns skítur, klám, upplýsingar um fjármála misgjörninga og margt fleira.  Líklegt er að Hunter fari í fangelsi fyrir skattsvik sem eru í beinu sambandi við múturgreiðslur erlendra ríkja til Biden fjölskyldunnar. En klíka yfirmanna í FBI hefur grafið málið og þannig haft áhrif á forsetakosningarnar 2020.  FBI á að heita löggæslustofnun og ein sú virtasta í heiminum en mikill meinbugur er þar innandyra og pólitísk spilling. Svo er CIA sérkapituli fyrir sig, ríki í ríkinu og stendur engum skil.

En að sjálfsögðu er ekkert fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum en í uppsigi er mesta hneyksli Bandaríkjasögunnar, mál sem gerir Watergate innbrotið að minniháttar broti!

Djúpríkið er raunveruleiki í Bandaríkjunum og lýðræðið misnotað og brotið. Þetta er mikið áhyggjuefni ef bandarískir borgarar missa trúnna á kerfinu.  Svo höfum við Íslendingar okkar eigin gerð af djúpríki en það er embættismannastéttin sem stjórnar landinu áratugi saman á meðan kjörnir stjórnmálamenn koma og fara á fjögurra ára fresti.  


Fréttaskýringin "Tæknifyrirtæki lagði Fox News " RÚVs er ágiskun en ekki frétt

Enginn veit hvers vegna Fox News lagði ekki út í baráttu í réttarhöldum við tæknifyrirtækið Dominion.  Samt heldur RÚV að það viti svarið.  Ein skýringin, ósönnuð, er að Rupert Murdoch, aðaleigandi Fox News, hafi sagt, borgið bara, þegar honum var ljóst að hann yrði koma í eigin persónu í réttarhöldin. Hann vildi það ekki, hvers vegna er ekki vitað en hann er orðinn gamall eða 91 árs gamall sem gæti verið skýringin.

Svo er RÚV að reyna að tengja Tucker Carlson við málið, þegar hann fjallaði mjög lítið sem ekkert um það og aðrir á stöðinni mun meira og gengu lengra í skoðunum sínum á forsetakosningunum 2020. Ef fórna hafa átt peði í sambandi við málaferlin, væri nær að reka Sean Hannity sem fór hamförum eftir kosningarnar eða einhvern annan en aðal peningavél fjölmiðilsins.

Innanbúðarmenn Tucker Carlson sem fréttaskýrendur hafa talað við, telja frekar að tengja megi uppsögn hans við ræðu sem hann hélt fyrir skömmu, sem var með mjög trúarlegum undirtóni og það hafi farið alveg með Murdoch. En Carlson hefur farið í taugarnar á honum síðan konan hans fyrrverandi hélt Carlson í guða tölu.

Þáttastjórendur skilja ekkert í Fox News að semja við Dominon sem hafði ekki sterk mál á bakvið sig enda tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum öflugra en á Íslandi. Bæturnar sem borgaðar voru eru mörg hundruð prósent hærri en markaðsvirði Dominion og mögulegs taps þess. En Fox News (þetta vissi RÚV ekki) er með digra sjóði fyrir málaferli og því munaði fjölmiðillinn ekki um að borga margfalt þessa upphæð. En Murdoch gerði stór mistök með að reka Tucker Carlson, skæðustu stjörnu sína. Áhorf hefur fallið um helming síðan, sumir segja um 60%.

Hægri sinnaðir áhorfendur flykkjast inn á Newsmax og aðrar fréttarveitur í stað Fox News.   Þetta gæti verið upphafið að falli fjölmiðilsins. Tucker Carlson hægði á fall kapalsjónvarpsstöðvanna og Fox News var þar fremst í flokki með hjálp Carlsons.  Þáttastjórnendur eru á því flestir að þetta sé sjálfsmorð Fox News. 

Í dag er slegist um Tucker Carson, jafnvel þótt Fox News sé að leka myndbönd af honum sem eiga að sýna hann sem fordómafullan mann (líkt og RÚV) en þau sem hafa birst, hafa bara staðfest skemmtilegar hliðar og fyndna á persónunni Carlson.  Bæði hægri sinnaðir stjórnmálamenn og þáttastjórnendur hafa fylkt sig á bakvið Tucker Carlson og menn telja hann eigi bjarta framtíð. Elon Musk er talið hafa rætt við hann um stofnun nýs fjölmiðils en þetta er vangavelta en ekki staðreynd!

Tæknifyrirtæki lagði Fox News


Varnar- og öryggisstefna Íslands síðan 2006

Hér kemur gömul grein sem ég skrifaði á Facebook, sýnist hún sé ekki til hér á blogginu. Endurbirti hana þar með enda hefur ekkert breyst í hermálapólitík Íslendinga síðan þá.

Greinin:

Það er mótsagnarkennt efni þegar fjallað er um varnarstefnu Íslands á 20. og 21 öld. Hún er bæði ruglingsleg og órökræn, enda hafa menn ekki vitað í hvorn fótinn á að stíga.

Staðreyndin er að við eru í varnarbandalagi vestræna ríkja og tökum virkan þátt í stjórnarstörfum Atlantshafsbandalagsins - NATÓ í dag. Á þessum tíma sem við höfum verið í NATÓ, síðan frá stofnun þess 1949, hefur gengið ýmislegt á og ógnin á stundum svo nálægð, að íslenskir ráðamenn töldu ráðlegt að kalla Bandaríkjaher landinu til varnar 1951, og það í ljósi þess að menn voru ekki alltof kátir með veru hans í landinu á stríðsárunum.

Undir verndarvæng stórveldis höfum við lifað við frið og hagsæld í 75 ár eða allt frá hernámi landsins 1940. Nánast alltaf, þegar komið hefur verið að því að beita áþreifanlegum vörnum, höfum við verið óbeinir þátttakendur. Þó höfum við sent mannskap til Afganistan og lýst stríði á hendur Íraks, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En ef á heildina er litið, vilja Íslendingar fá allt fyrir ekkert; fría ferð á kostnað samherja. Ekkert frumlegt framlag lagt fram né tilkostað. Íslendingar eru reyndar ekki þeir einu sem vilja spara, önnur Evrópuríki hafa sparað skildinginn í varnarmálum og nú er svo komið hjá flestum þessara ríkja, að eitt og sér getur einstakt ríki ekki varið sig sjálft, heldur verður það að reiða sig á sameiginlega hjálp bandalagsríkja.

Hins vegar er stefnuleysið í öryggismálum á Íslandi einstak og vekur athygli erlendis og sérstaka furðu sérfræðinga. Sænskir sérfræðingar kalla þetta varnarmálakreppu en ég ráðaleysi og ótta við að taka afstöðu. Hér reyna menn að fela umræðuna um hernaðarvarnir innan um önnur hugtök um ólíka hluti, eins og t.d. fæðuöryggi, sem koma raunverulegum varnarmálum ekkert við. Staðreyndin er sú að Ísland er veiki hlekkurinn í varnarkeðju vestrænna ríkja og hér ríkir tómarúm í landvörnum eftir brotthvarf BNA, sem erfiðlega gengur að fylla í.

Hafa verður í huga að í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um herskyldu Íslendinga ef stjórnvöld kysu að koma henni síðar á. Þetta vildu menn hafa í handarjaðri þótt þá væri ljóst að Þjóðverjar væru að tapa stríðinu. Þetta var tekið út eins og ég hef áður minnst á opinberlega. Hins vegar kom ekkert bannákvæði í staðinn, bara þagað um varnarmál enda Bandaríkjaher til varnar forminu til en þeir nota landið eins og stoppistöð, koma hingað á æfingar, t.d. Norður-Víkinginn er haldinn og láta aðra bandamenn í Atlantshafsbandalaginu sjá um svokallaðar sýnilegar varnir og felast í því að flugsveitir koma hingað reglulega og stoppa við í nokkrar vikur.

Illu heilli var Varnarmálastofnun Íslands lögð niður 2010 þegar vinstri stjórn tók við stjórnvölinn og setti í forgang að leggja þessa ríkisstofnun niður. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júní 2008 og varð því ekki langlíf. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi 2009 samkvæmt þáverandi tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnananna við áform um stofnun innanríkisráðuneytis.

Ég skrifaði blaðagrein í Morgunblaðið um þörfina fyrir stofnun slíkrar stofnunar strax árið 2005, ári áður en bandaríkjaher yfirgaf Ísland.

 

Hér má sjá slóðina inn á blaðagrein mína: 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1046006/?item_num=3&searchid=f0c0f4257881776e3c12e3a1dbdc46041ebfb26a

 

Hér skortir því enn og aftur alla þekkingu og rannsóknir á þessu mikilvæga starfsviði íslenska ríkisins. Ég tel því ráðlegt að minnsta kosti verði hér stofnuð sérstök stofnun, sem við getum kallað ,,Öryggisrannsóknastofnun“ og sæi um rannsóknir og greiningar á sviði hernaðar- og hryðjuverkamála. Öll ríki stunda slíkar rannsóknir nema fáein örríki. Hlutverk þess væri að nokkru leyti ólíku því Björn Bjarnason sagði um leyniþjónustu hans ætti að gegna, enda viðfangsefnið að sumu leyti ólíkt. Hér væri lagt mat á hernaðarlegri ógn sem og hryðjuverkaógn, enda hafa mörkin hér að miklu leyti óskýrst. Ekki yrði rannsakað ógn af hendi glæpasamtaka eða önnur borgaraleg mál sem ætti að vera í höndum lögreglunnar. Ekki dugar að vera með hættumatsnefnd sem starfar aðeins í stuttan tíma eins og nú tíðkast.

Að lokum, svo allri sanngirni sé gætt má geta þess að Íslendingar hafa verið duglegir að munda penna og skrifa samninga og hafa þrátt fyrir allt tryggt að bandamenn komi til hjálpar ef út af bregður í öryggismálum.

Hérna má sjá varnar- og öryggissamninga Íslands við nágrannaríki síðan 2006:

 

 

 

 

 

 

 

 


Ofríkis pólitík í borgríkinu Reykjavík

Hvernig borgarstjórnarflokkarnir í Reykjavík haga sér er með ólíkindum. Reykjavík er mini útgáfa af íslenska ríkinu, skagar hátt upp í helming íbúa Íslands.  Fjárhagur og umsvif eru mikil samanborið við íslenska ríkið. En þetta borgríki er afar illa rekið og jafnvel heimskulega á köflum. Borgin er nánast gjaldþrota með skuldaþakið komið nálægt 200% (sem vonandi hún gerir, svo að ábyrgir aðilar geta tekið yfir rekstrinum og bjargað því sem bjarga má).

En einhvern hluta vegna, kannski vegna stærðar sinnar, hefur borgin komist upp með ótrúlegustu hluti og getað kúgað ríkisvaldið. Valdhafar í Reykjavík gleyma að þeir eru ekki aðeins fulltrúar íbúa borgarinnar, heldur einnig að borgin er höfuðborg landsins og hýsir helstu stjórnsetur ríkisins. Sá titill fylgir skyldur. Reykjavík er þar með skyldur gagnvart íbúum landsbyggðarinnar, því hér sækja sveitarfélögin þjónustu og samskipti við ríkið en einnig í heilbrigðisþjónustu sem Landsspítalinn einn getur veitt, enda þjóðar sjúkrahús. Íbúar landsbyggðarinnar sækja svo til Reykjavíkur alls kyns þjónustu sem einstaklingar.

Það vill því gleymast í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll (sem Bretar afhentu íslenska ríkinu, ekki sveitarfélaginu Reykjavík), að þangað leitar allt sjúkraflug og hver mínúta skiptir máli til björgunar mannslífa. Vilja misvitrir borgarstjórnarmenn hafa mannslíf á samviskunni? Sjáum við í fréttum framtíðarinnar að sjúklingur í sjúkraflugi lést vegna þess að þéttbyggð byggð við flugvöllinn skerti lendingarhæfni og hætt hafi þurft við lendingu? Svo er sjúkraflug frá Reykjavíkur erlendis til, til dæmis Svíþjóðar með illa farna sjúklinga á síðustu metrunum.

Svo er það pólitíkin á bakvið. Ekki fer vel saman þegar Framsókn í Reykjavík og Framsókn á landsvísu eru við stjórnvölinn.  Báðir aðilar hafa heitið því að gera ekkert eða hafa áhrif á flughæfni flugvallarins þar til nýtt flugvallastæði er fundið. Þau kosningaloforð eru svikin.

Þetta er dólga pólitík vegna þess að borgarstjórnarflokkarnir nenna ekki einu sinni að koma með umræðu og hlusta á andsvör, þeir setja misráðnar ákvarðnir í verk án þess að spyrja kóng né prest, sama hver afleiðingin er. Það er eins og menn séu svo fastir í hugmyndafræði að skynsemin nær ekki inn í huga stjórnmálamannanna sem eiga í hlut. Stjórnmál á sveitarstjórnarstigi eiga einmitt að vera byggð á praktískum lausnum en ekki hugmyndafræði er varðar stjórnun ríkis. En því miður er pólitíkin lituð af vinstri - hægri ás stjórnmálanna.

Ég spái hruni í fylgi Framsóknar í borginni í næstu borgarstjórnarkosningum enda eru þeir að taka við skiptabúi, ekki vel reknum borgarrekstri. Ekki er fyrirséð að þeim takist (tekur áratugi) að laga reksturinn.

Og þessi svik eru það mikil að þeir geta ekki treyst á gullfiska minni kjósenda. Eina ástæða fyrir að þessi örflokk, Framsóknarflokkurinn, fékk það fylgi sem hann fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að hann boðaði breytingar. Nú hefur hann bæði svikið það og bætir Reykjavíkurflugvöll við borgarrústir Samfylkingarinnar. Kjósendur gleyma ekki allir svo glatt.

Bon appetif Íslendingar!

P.S. Kannski verður bara að fara með flugvöllinn út á Álftanes eða Löngusker, úr lögsögu Reykjavíkurborgar. Og ríkið hafi lögsögu yfir völlinn.


Maður er nefndur Douglas A. Macgregor

Fram á sjónarsviðið hefur komið fyrrverandi ofursti, D.A. Macgregor sem hefur komið með frábærar greiningar á stríðum síðastliðna áratugi. Hann hefur skrifað fjórar bækur sem hafa haft áhrif á hvernig Bandaríkjaher stundar stríðsrekstur. 

En hann er umdeildur, því að hann lætur allt flakka og oft gegn ráðum skrifstofublækurnar í Pentagon og er það m.a. ástæðan fyrir að hann varð aldrei hershöfðingi. En hann hefur samt orðið áhrifameiri eftir herþjónustuferil sinn en þegar hann var í hernum. Kíkjum á stuttan æviferil hans og sjáum svo hvað hann hefur skrifað um stríð og pólitík. Kannski að ég skrifi fleiri en eina grein um hann ef ég tel tilefni til þess.

Douglas Abbott Macgregor (fæddur 4. janúar 1953) er ofursti og embættismaður í bandaríska hernum á eftirlaunum og rithöfundur, ráðgjafi og sjónvarpsskýrandi. Hann gegndi mikilvægu hlutverki á vígvellinum í Persaflóastríðinu og loftárásum NATO á Júgóslavíu árið 1999. Bók hans Breaking the Phalanx frá 1997 staðfesti hann sem áhrifamikinn og óhefðbundinn kenningasmið um hernaðarstefnu. Hugsun hans stuðlaði að breyttri stefnu Bandaríkjanna í innrás þeirra í Írak árið 2003.

Eftir að hann yfirgaf herinn árið 2004 varð hann virkari pólitískt. Árið 2020 lagði Donald Trump forseti til Macgregor sem sendiherra í Þýskalandi en öldungadeildin kom í veg fyrir tilnefninguna. Þann 11. nóvember 2020 tilkynnti talsmaður Pentagon að Macgregor hefði verið ráðinn sem yfirráðgjafi starfandi varnarmálaráðherra, embætti sem hann gegndi í minna en þrjá mánuði. Trump skipaði hann einnig á umdeildan hátt í stjórn West Point Academy. Hann leggur reglulega sitt af mörkum til Fox News og rússneskra ríkisfjölmiðla þar sem skoðanir hans á Rússlandi og Úkraínu hafa valdið deilum.

Kíkjum á bækur hans og umsagnir um þær. Byrjum á Breaking the Phalanx?  Hér er ritdómur um bókina:

Í bók sinni Breaking the Phalanx vekur Douglas A. Macgregor ofursti upp mikilvægar spurningar um framtíðarhlutverk landvalds í þjóðarstefnu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að beina miklu af umræðu sinni að núverandi endurskipulagningu hersveita, leggur Macgregor ofursti fram fjölmörg rök gegn því að fjármagna núverandi flotadeildir og ráðleggur gegn að fjárfesta í framtíðarvirkjunum á sjó.

"Macgregor ofursti líkir Bandaríkin nútímans við rómverska heimsveldið og heldur því fram að öryggi fyrir Bandaríkin sé ekki fólgið í sjóvaldi, heldur í framherjum í ætt við nútíma rómverska hersveitir. Hann segir að sjóherinn í dag sé afar viðkvæmur fyrir stýriflaugatækni og lofthernaði rekinn frá landi, eins og sást í orrustunni um Falklandseyjar. Macgregor ofursti setur sérstaklega fram þau rök að flugvélar á landi geti að mestu komið í stað flugmóðurskipa, sem í dag eru einfaldlega of dýr og viðkvæm til að gefa tilefni til frekari fjármögnunar. Að lokum heldur Macgregor ofursti því fram að hægt sé að skera niður fjárveitingar til hermála um 147 milljarða, þar sem 102 milljarðar koma beint frá afpöntun bæði Navys Nimitz-flokks flugmóðurskipa og FA-18EF Super Hornet áætlun þess.

Það fé sem sparast við slíkar niðurfellingar gæti þá verið fjárfest í nýrri tækni og sterkari heraflauppbyggingu á landi.  Gera rök Macgregors ofursta, eins og þau eru sett fram í Breaking the Phalanx varðandi flugflota Bandaríkjanna, bæði með tilliti til varnarleysis flota og kostnaðarhagkvæmni, réttlæta fyrirhugaða endurskipulagningu sjóhers? Við rannsóknir á þessari spurningu setur höfundur fram sögulega athugun á orrustuna við Falklandseyjar, með lexíu sem Bretar drógu, umbreytti, þar sem það var hægt, yfir í lexíu fyrir bandaríska sjóherinn í dag."

Nú hef ég ekki lesið bókina, bara bókagagnrýnina. Hann hefur rétt fyrir sér varðandi veikleika flugmóðuskipa. Eitt slíkt skip þarf mörg skip í fylgd til varnar. Það er aðgerðaskipan sem samanstendur af u.þ.b. 7.500 starfsmönnum, venjulega flugmóðurskipi, að minnsta kosti einni orrustuskipi, tundurspillasveit með að minnsta kosti tveimur tundurspillum eða freigátum  og flugsveit 65 til 70 flugvéla. Árásahópur flugmóðuflotans inniheldur einnig (stundum), kafbáta, meðfylgjandi flutningaskip og birgðaskip. 

En Bandaríkjaher er flotaveldi, sem tók við af breska flotaveldinu sem heimsflotaveldi. Með stofnun bandaríska flughersins eftir lok seinni heimsstyrjaldar, styrktist bandaríski flotinn.  Rómverski herinn var alltaf sterkastur sem landher, þótt floti Rómverjar hafi verið öflgur.  Bandaríkin verða aldrei landveldi vegna fjarlægðar frá vígvöllum erlendis.

BREAKING THE PHALANX? AN EXAMINATION OF COLONEL DOUGLAS A. MACGREGOR'S PROPOSALS REGARDING U.S. NAVAL AVIATION

Svo má ekki gleyma kafbátaflotanum sem í raun og veru tryggir kjarnorkuvopnafælingu gagnvart óvinum. Bandaríkjamenn ætti frekar að efla þann flota og þeir eru á réttri leið með stofnun geimflota sinn en átök framtíðar munu færast í meira mæli út í geim.  Nú ætla Bandaríkjamenn með NASA að stofna geimstöð á tunglinu fyrir lok þessa áratugar og það þarf að verja hana sem og gervihnetti sem og leysivopn staðsett á sporbaug um jörðina.  

Hafa verður í huga að bókin er orðin gömul og geimher Bandaríkjanna ekki enn stofnaður og ofurhraða eldflaugar ekki komnar til sögunnar.

En kenning hans um Falklandseyjarstríðið má yfirfæra yfir á stríð um Taívan (sem hann segir engar líkur sé að verði að veruleika) en kínverski flugherinn frá landi getur haldið flugmóðuskipadeildunum frá átakasvæðunum kringum eyjuna í mikilli fjarlægð. Bandaríkjaher verður því að treysta á kafbátaflota sinn sem og bandamanna sinna og hér á ég við um ástralska kafbátaflotann sem er að verða kjarnorkuknúin.

Gagnrýni á kenningu hans (sjá heimild að ofan): "Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun herafla yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og aðrar einingar á sjó yfirburði í loftrými og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Macgregor ofursti gerir ráð fyrir að flugdeild flotans sé aðeins til í einum tilgangi: kraftvörpun yfir land. Hann hunsar þá staðreynd að flugdeildir flotans eru til að veita flota og sjólyftu eignir í lofti yfirburði í lofti og að aflvörpun kemur sem afleiðing þessara yfirburða í lofti.

Macgregor ofursti fjallar aldrei nægilega um þetta grundvallaratriði sem þáttur í sjóhernaði, sem bendir til skorts á skilningi á mikilvægi lofts yfirburði í stríðum á sjó. Þangað til  geimvarnarkerfi eru orðin það þróuð, sem byggir á árásir úr geimi niður á land eða sjó, sem getur veitt loftyfirburðir til varna skipa á hafi úti, eru flugmóðurskip og flugvélar þeirra, þrátt fyrir háan kostnaður, áfram mikilvægir vettvangar sjóhernaðar."

Svo voru mörg orð gagnrýnanda hans. En ég held að Macgregor sé ekki að vanmeta flugeiningar flugmóðuskipa og mat hans á getu flugmóðudeilda til árása á land sé réttmæt. Og það er rétt að flugmóðuskipahernaður er hernaður seinni heimsstyrjaldar. Yfirburðir neðansjávar (kafbátar) og í geimi (geimskip og leysivopnatækni), eru lykilatriði í sigri í stríði.

Stríðið í Úkraníu er pólitískt stríð og gefur það ekki rétta mynd af átökum stórvelda í framtíðinni.  Í stríði þar sem á að eyða herjum andstæðingssins og ekki hernám, eru skriðdrekar og landherir ekki notaður. Í Úkraníu er Pútín að reyna að breyta stjórnarfari (pólitískt stríð) í landinu og því gamaldagsaðferðir notaðar. Stríð framtíðar fara fram með drónatækni, gervigreind, vélmennum og stríðsvélar sjá um eyðinguna en mannshöndin á bakvið í öryggri fjarlægð. Bandaríkjaher mun snúa sér meira að þessari tækni, því að hann er viðkvæmur fyrir háar manntjónstölur (sem rússneski herinn virðist ekki vera, a.m.k. í sama mæli).

 


Fox News að segja skilið við Donald Trump og hægri hreyfinguna?

Það er grein á Foxnews sem fjallar um samskipti Donald Trump í einkaþotu sinni við blaðamann.  Eitthvað sinnaði Trump við blaðamanninn og vildi hann út úr flugvélinni. Þetta er í sjálfu sér engin frétt en gæti verið vísbending um að viðskilnað Foxnews við íhaldsmenn og stefnu þeirra í Bandaríkjunum. 

Einhver hreinsun á sér stað þarna, ekki bara Tucker Carlson sem var rekinn, heldur annar þáttastjórnandi, Dan Bongino, sem er líka vinsæll hægri þáttastjórandi sem fékk ekki endurnýjaðan samning.  

Foxnews virðist vera í sjálfsmorðs leiðangur en þetta er eina kapalsjónvarpstöðin sem hægri menn geta leitað til í Bandaríkjunum til að fá nokkuð hlutlausar upplýsingar. Newsmax er á bullandi siglingu eftir brottrekstur Carlson en áhorf Foxnews á hraðri niðurleið.

Það þýðir ekkert fyrir Foxnews að leita á sömu mið og aðrir vinstri fjölmiðlar í Bandaríkjunum, samkeppnin eru hörð þar, fólk bregðst við með að  slökkva bara á stöðunni og fara annað og á Newsmax.  Og kapalsjónvarpið er hvort sem er dautt. Carlson og fleiri hægðu bara á þróunni. Netið og Podcast og aðrir miðlar eru teknir við.  

 


AI Chat-bot veit ekki þegar það lýgur

Þessar gervigreindir taka upplýsingar úr öllum áttum og ef einhver krakki skrifar vitleysu sem ratar inn á netið, gæti gervigreindin tekið þessar upplýsingar og gert að sínum í bland við aðrar réttar. Þess vegna vara ég við að treysta á þessa tækni, a.m.k. í byrjun og sérstaklega þegar kemur að upplýsingum er varðar pólitík.

Chat-bot þekkir ekki muninn á réttu eða röngu, enda vél sem safnar saman upplýsingum á kerfisbundinn hátt og setur fram á vitrænan hátt. Þetta er hugbúnaður en skammta tölvur sem er vélbúnaður gætu vinsað úr upplýsingum sem Chat-bot gefur og greint í sundur hálf sannleika og sannleikann sjálfan.

Sjá umfjöllun: Michio Kaku um gervigreind


Voru kerfisbundin kosningasvindl í bandarísku forseta kosningunum 2020?

Svarið veit ég ekki en mér fannst kosningafyrirkomulagið ansi skrýtið. Alls kyns undanþágur voru leyfðar, undir formerkjum Covid faraldursins, fólk kaus í miklu mæli utan kosningastaða, margar vikur á undan og jafnvel atkvæði sem bárust eftir kosningadag voru tekin gild. 

Kosningatalninga vélarnar sem notaðar voru, hikstuðu, auðvelt er að hakka þær og myndbönd sýna starfsmenn svindla með kosningaseðlakassa. Þær eiga ekki að vera nettengdar en hægt er að gera það.

Eins og ég hef sagt áður, á sér ávallt stað kosningasvindl í bandarískum kosningum en spurningarnar eru eftirfarandi: Var svindlið nógu umfangsmikið til að breyta kosninga úrslitum og var þetta kerfisbundið á landsvísu? Svarið veit ég ekki en í meðfylgjandi slóð er athyglisverðar fullyrðingar.

Bombshell report coming after the Dominion scandal.

Þetta hefur ChatGPT að segja um málið:

"Það er mikilvægt að hafa í huga að margir dómstólar, þar á meðal Hæstiréttur, og embættismenn ríkis og sambands hafa ekki fundið neinar vísbendingar um útbreidd kjósendasvik sem hefðu breytt niðurstöðu kosninganna. Cybersecurity and Infrastructure Security Agency (CISA) og aðrir óháðir sérfræðingar hafa einnig staðfest að kosningarnar 2020 hafi verið þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna." Munum að ChatGPT er ekki hlutlaus gervigreind.

Verst var að repúblikönum var ekki leyft að véfengja kosningarnar. Það hefði getað hreinsað andrúmsloftið. Ekki er búið að afsanna að svindl hafi ekki átt sér stað. Mér finnst ólíklegt að þessar kosningar hafi verið með þeim öruggustu í sögunni í ljósi óvenjulegs kosningafyrirkomulags! 

Og þegar maður gengur á gervigreindina og eiginlega heimtar skýr svör og spyr nánar, kemur þetta svar: "Það er rétt að það voru nokkur tilvik um óreglu og ásakanir um svik í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020, en þau voru tiltölulega lítil og einangruð og höfðu ekki áhrif á heildarniðurstöðu kosninganna.

Til dæmis bárust nokkrar tilkynningar [meiri en nokkrar] um vandamál með atkvæðaseðla í pósti, svo sem að atkvæðaseðlar voru sendir til látinna einstaklinga eða voru útfylltir á rangan hátt. Þessi mál voru hins vegar ekki útbreidd og reynt var að laga þau þar sem þau komu fram.

Einnig voru nokkur dæmi um að einstaklingar reyndu að kjósa með svikum eða kusu oftar en einu sinni, en þessi atvik voru tiltölulega sjaldgæf og voru oft gripin og rannsökuð af kjörstjórnarmönnum." Hvað með þau dæmi sem þeir stóðu menn ekki að verki? Og hvað með sjálfar kosningavélarnar? Voru þær öruggar?

Vörum okkur á gervigreindinni en það virðist vera innbyggð hlutdrægni í henni vegna skoðana forritaranna. En það er rétt að ekki hefur verið sannað að víðtæk kosningasvindl hafi átt sér stað sem breyttu kosningaúrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. 

Hver er niðurstaðan? Ekki að nota kosningatalningavélar. Handtelja eigi pappír kosningaseðla og binda kosningadaga við innan við eina viku fyrir kosningardag. Fólk á að framvísa skírteini á kosningastað. Ef Indverjar með 1,4 millarða íbúafjölda geta haldið kosningar án teljandi vandamála, ættu Bandaríkjamenn að geta það líka.


Aldnir leiðtogar

Ég fjallaði í síðstu grein um þann vanda sem elliglöp eða önnur andleg veikindi getur haft mikil áhrif á pólitík.  Joe Biden er ekki sá eini í Bandaríkjunum sem ætti ekki að vera við stjórnvölinn vegna andlegra vangetu. Hér koma önnur dæmi.

Öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er gott dæmi. Hún er brautryðjandi sem hefur sett óafmáanlegt mark í opinbera þjónustu. En það hefur verið augljóst í nokkuð langan tíma að hún er í verulega andlegri og líkamlegri hnignun. Hún hefur misst af atkvæðagreiðslum í marga mánuði og getur greinilega ekki lengur sinnt starfi sínu. Hún er 89 ára og er gott dæmi um hvers vegna það gæti verið góð hugmynd að leggja andlega hæfnispróf fyrir stjórnmálamenn þegar þeir eru komnir að ákveðnum aldursmörkum.

Hér er ekki um að ræða mismunun, heldur líkt og aldraðir ökumenn er látnir þreyta stöðpróf til að að athuga hvort þeir séu hættulegir í umferðinni. Menn geta eftir sem áður ekið fram yfir 100 ára aldurinn eða verið í pólitík.

Í fyrri grein minni talaði ég sérstaklega um Joe Biden. Ef hann vinnur í nóvember næstkomandi ár verður hann 82 ára þegar hann sver embættiseiðinn og 86 ára að loknu öðru kjörtímabili. Það myndi fara fram úr elsta forseta í sögu Bandaríkjanna um níu ár.

Það er ekki vandamál í sjálfu sér, en milljónir Bandaríkjamanna horfa á Biden forseta og telja að hann sýni vitsmunalega hnignun. Hann tekur sjaldan fjölmiðlaspurningum og svörin eru ruglingsleg ef hann svarar með fleiri en einni setningu. Hann eyðir flestum helgum í sumarbústað sínum í Delaware (40% af tíma hans er hann þar). Því miður virðist hann oft ráðvilltur og ruglaður. Samt getur almenningur ekki vitað það með vissu án vitsmunalegrar prófs, sem Biden hefur annað hvort ekki tekið eða neitar að birta sem hluta af sjúkraskrám sínum.

Þessi óvissa um andlega hæfni Biden þýðir að Bandaríkjamenn verða að íhuga raunverulega hæfni varaforsetans. Kamala Harris er einn vanhæfasti kjörni embættismaður landsins. Mistök hennar í utanríkisstefnu og stjórnun landamæranna eru of mörg til að nefna - svo ekki sé minnst á orðið orðasalat sem skilgreinir óskrifuð ummæli hennar. Ekki er hún gömul.

Ef Biden verður endurkjörinn, myndi Harris hafa mestar líkur á að verða forseti á miðju kjörtímabili nokkurs varaforseta. Spurningin fyrir kjósendur árið 2024 er, í áður óþekktum mæli, hvort þeir vilji að Kamala Harris verði forseti, ekki varaforseti?

En svo eru það hinir sem eru auðljóslega ekki færir um að sinna starfinu vegna andlegra erfiðleika eða veikinda.

John Fetterman, 53 ára gamall demókrati, risi að vöxt, húðflúraður og með geithafaskegg, demókrati frá Pennsylvaníu, sem fékk næstum banvænt heilablóðfall í maí síðastliðnum og vann eitt af samkeppnishæfustu sætunum í miðkjörfundarkosningunum fyrir Öldungadeildina.

Maðurinn hefur varla getað sinn starfinu síðan, en hann var lagður í kjölfar kosningaútslitanna inn á geðdeild með krónískst þunglyndi.  Hann getur ekki skilið mælt mál né tjáð sig (í bókstaflegri merkingu) og þarf aðstoð við að skila hvað eigi sér stað í Öldungadeildinni. En þetta er ekki honum að kenna, kjósendurnir kusu hann eftir sem áður, þótt öllum ætti að vera ljóst að hann er ekki starfhæfur né verður það í náinni framtíð. Af hverju kjósendurnir eru svo óskynsamir, er erfitt að segja. Kannski fylgdust þeir ekki með réttum fjölmiðlum en flestir fjölmiðlar ytra eru á bandi demókrata. Þeir hafa því ef til vill ekki vitað hversu slæmt ástandið er á honum. Og svo eru það þessu frægu 30% sem kjósa hvað sem er, bara ef viðkomandi kemur frá réttum flokki.

Montreal Cognitive Assessment Test er mikið notað tæki til að greina vitræna hnignun. Það felur í sér frekar einfalda hluti eins og að nefna dýr, leggja á minnið og rifja upp nokkur orð og skrá orð sem byrja á sama staf.

Prófið er 30 spurninga próf sem segir til um hvort einstaklingur sýnir merki um heilabilun. Það er ekki ætlað að gera greiningu, en rannsóknir hafa sýnt að það er mjög áreiðanlegt til að spá fyrir um hvort einhver muni greinast með Alzheimerssjúkdóm eða aðra heilabilun.

Það var frægt um árið þegar Donald Trump tók þetta próf. Hann skoraði full hús stiga.

Stjórnmálamenn, líka á Íslandi, ásamt hverjum öðrum stjórnmálamanni eldri en 75 ára – sama hvaða flokki viðkomandi er í, karl eða kona –  ættu að taka prófið og birta niðurstöðurnar.  En það virðist vera regla að flestir íslenskir stjórnmálamenn hætta þegar þeir koma á eftirlaunaaldur. Það var viðtal við Jón Balvin Hannibalsson á Útvarpi sögu um daginn. Hann sagðist vera 82 ára gamall en engin eftirspurn sé eftir slíkum öldungi í stjórnmálin segir hann.  Það var ekki betur en að heyra að  hann er enn bráðskarpur og viðtalið fjörugt og skemmtilegt.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband